15
GV
Fréttir
Sigursveit Rimaskóla fékk ferð til London
Lið Rimaskóla sigraði í fyrstu kokkakeppni grunnskóla sem haldin var í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi laugardaginn 21. apríl. Alls tóku 10 grunnskólar þátt í úrslitakeppninni þar af sex skólar úr Grafarvogi. Það er greinilegt að mikill kraftur er í heimilisfræðikennslu í skólum Grafarvogs. Í sigurliði Rimaskóla voru þrír nemendur 10. bekkjar, þeir Arnar Sigurðsson, Kjartan Guðmundsson og Sindri Hrafn Heimisson. Þessir piltar hlutu glæsileg verðlaun að launum og bar þar hæst
ókeypis ferð til London. Með þeim var í för heimilisfræðikennari Rimaskóla Áslaug Helga Traustadóttir sem er eins og mörgum er kunnugt upphafsmaður keppninnar fyrst í Rimaskóla og nú í öllum grunnskólum höfuðborgarinnar. Í London heimsóttu piltarnir sælkeradeild Harrods og smökkuðu þar meðal annars á ostrum og ítalskri parmaskinku af bestu gerð. Glæsilegur hádegsiverður var snæddur á veitingastað Jamie Oliver, Fifteen, en þar fá ungmenni mjög alhliða og ítarlega þjálfun í
að verða matreiðslumeistarar. Á matseðlinum á Fifteen var á meðal rétta sérvalið svínakjöt sem hafði verið eldað í þrettán klukkustundir og smakkaðist það frábærlega. Ferðin til London var drengjunum frá Rimaskóla mikil upplifun ekki síst að kynnast þar matarmenningunni sem blasir við á hverju götuhorni með fjölbreyttum og góðum veitingastöðum. Verðlaunarferðin var í boði Fiskisögu/Gallerí með stuðningi Gestgjafans og Icelandair.
Brúðarfarðanir Förðun við öll tækifæri Mist snyrtistofa og verslun - Spönginni 23 - S:577-1577
Fyrstu meistararnir í Kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur með verðlaun og verðlaunagripi. Lið Rimaskóla f.v. Arnar Sigurðsson, Sindri Hrafn Heimisson, Kjartan Guðmundsson og Áslaug Traustadóttir heimilisfræðikennari Rimaskóla.
Meindyraeydir.is
V ILTU V IN N A M EÐ BÖ R N U M Í S K EM MT ILEG U STAR FSUM H V ERR?FI N Æ STA V E T U
G ufun esbæ le it ar efti r fórlki 18 ára o g eld ri Starfsmenn Gufunesbæjar vinna á sviði íþrótta og tómstunda og eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu Gufunesbær leggur áherslu á að starfsfólki líði vel og að það nái að þróast í starfi Hjá Gufunesbæ vinnur starfsfólk á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn
Um er að ræða hlutastörf til að vinna með 6–9 ára börnum í: List- og verkgreinum tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textíl Íþróttum og leikjum Útivist og umhverfismennt Barnalýðræði og lífsleikni hópastarf, barnafundir, vinátta og samvera Hægt er að sækja um á heimasíðu Gufunesbæjar, www.gufunes.is. Allar nánari upplýsingar fást í síma 5202300.
Frístundamiðstöðin Gufunesbær v/Gufunesveg I Sími 5202300 I www.gufunes.is
Guðrún og Sirrý bjóða ykkur velkomin í Hársport Hársport - Brekkuhúsum - Sími: 567-3530