Page 1

5. tbl. 18. árg. 2007 - maí

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Grafarvogsblaðið

Eitt númer

410 4000

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

Söguleg stund Það var söguleg stund er fulltrúar Fjölnis og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir risasamning á félagssvæði Fjölnis sl. þriðjudag. Samningurinn felur í sér miklar framkvæmdir og um leið úrbætur á langvarandi aðstöðuleysi Fjölnis. Frá vinstri: Jón Karl Ólafsson varaformaður Fjölnis, Björn Ingi Hrafnsson formaður ÍTR, Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri og Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Fjölnis ásamt fulltrúum frá öllum deildum Fjölnis sem voru viðstaddir undirskriftina. Sjá nánar á bls. 13

Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

Á kjördag að Hverafold 5 Allir velkomnir!

Landsbankinn Banki allra landsmanna

410 4000

Kosningakaffi

Þjónustuaðili

landsbanki.is


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Fyrsta myndin af þjónustu- og menningarmiðstöðinni í Spöng

Kjósum rétt Svona mun hin nýja Þjónustu- og menningarmiðstöð í Spöng lít út ef að líkum lætur.

Það er mikið fjör framundan á tvennum vígstöðvum. Alþingiskosningar á laugardag og sama dag stígur Eiríkur Hauksson vonandi á sviðið í Finnlandi og keppir fyrir okkar hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og gefur að skilja er pólitíkin fyrirferðamikil í blaðinu að þessu sinni. Við birtum að þessu sinni greinar eða viðtöl frá efstu mönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á alþingi í dag og skorum við á þá kjósendur sem enn eru óákveðnir að lesa það sem frambjóðendurnir hafa til málanna að leggja á lokaspretti kosningabaráttunnar. Að auki birtum við þær greinar frá frambjóðendum sem okkur bárust en ljóst er að stjórnmálamenn sem aðrir eru vel meðvitaðir um útbreiðslu og mikinn lestur á Árbæjarblaðinu. Nú þegar samræmdu prófunum er lokið er rétt að minna foreldra barna í 10. bekk á nauðsyn þess að gera eitthvað skemmtilegt með börnum sínum um næstu helgi. Helgin eftir samræmdu prófin hefur oft verið æði skrautleg og beinlínis varasöm mörgum unglingum. Allar líkur eru á því að samræmdu prófin hafi runnið sitt skeið. Og gráta þau eflaust fáir. Þessi próf eru algjör tímaskekkja og i raun alveg ótrúlega vitlaus mælikvarði á getu nemenda sem nú standa frammi fyrir því að velja sér framhaldsskóla fyrir komandi ár. Þetta vita foreldrar sem séð hafa þessi próf. Hér er um að ræða slíka endemis vitleysu að öllum blöskrar. Verður það vonandi eitt af fyrstu verkefnum næsta menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að þessi ófögnuður verði aflagður sem allra fyrst. Munið svo að kjósa rétt á laugardag. Stefán Kristjánsson

gv@centrum.is

Loksins verður þjónustu- og menningarmiðstöð í Spöng að veruleika - opinn kynningarfundur um miðstöðina fljótlega og hugmyndasamkepni meðal íbúa um nafn

Hönnun nýrrar Þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni er mjög langt á veg komin og hér að ofan er fyrsta útlitsmyndin sem birst hefur af hinni nýju miðstöð sem verður án efa mörgum fgnaðarefni. Í miðstöðinni verður margvísleg starfsemi. Sameiginleg móttaka fyrir allt húsið verður á fyrstu hæðinni. Þar verða einnig kirkja, bókasafn, aðstaða lögreglu, matsalur og kaffihús, aðstaða fyrir félagsstarf unga fólksins og aldraðra, almenningssalerni, geymslur og fjölnota salur.

arvogs, mun flytja starfsemi sína og verður með sína starfsemi á annari hæð miðstöðvarinnar. Einnig verður á annarri hæðinni dagvist sem aldraðir geta nýtt sér, hárgreiðslustofa, fótsnyrting, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Aðstaða verður í miðstöðinni fyrir ýmis félög sem áhuga hafa á því að nota húsið, hvort heldur er til fundahalda, skipulagðrar kennslu, hreyfingar eða fyrir aðra starfsemi. Gert er ráð fyrir að félagasamtök geti haft aðgang að skrifstofu.

Miðgarður, Þjónustumiðstöð Graf-

Hvað á barnið að heita? Svona lítur miðstöðin sem sagt út í dag. Öruggt er að farið verður í hugmyndasamkeppni um nafn á miðstöðina í hverfinu og verða vegleg verðlaun í boði. Hyggjast borgaryfirvöld vinna að hugmyndasamkeppninni í samstarfi við Íbúasamtök Grafarvogs. Útlit og skipulag getur breyst frá þeim tillögum sem nú liggja fyrir, enda enn verið að vinna að endanlegri útfærslu. Ákveðið hefur verið að halda opinn fund og kynna þessa mistöð vel fyrir íbúum í Grafarvogi fljótlega.

Að gára lygnan sjó Það er með eindæmum hvað menn eiga til að vera óforskammaðir í málflutningi sínum þegar koma á höggi á pólitíska andstæðinga. Nú síðast hefur Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, beinlínis vaðið á súðum til þess eins, að því er virðist, að gera lítið úr því framtaki núverandi borgarstjórnar að stórauka lóðaframboð, eins og lofað hafi verið. Hefur Dagur þar ráðist ómaklega á borgarstjórann í Reykjavík og persónugert sitt ímyndaða vandamál í honum. En samfylkingarmanninum og fyrrum R-listamanninum Degi B. Eggertssyni væri nær að líta í eigin barm. Eftir 12 ára valdatíma Rlistaflokkanna og 12 ára svelti þyrstir Reykjavíkurborg beinlínis í byggingalóðir. Framboð lóða hefur verið langt undir eftirspurn og fólk í húsnæðisleit hefur þurft að flýja í nágrannasveitarfélög sem hafa beinlínis bólgnað út meðan fólksfjölgun í höfuðborginni hefur verið óveruleg.

Þáverandi borgarstjóri og núverandi formaður Samfylkingarinnar sagði reyndar á sínum tíma að sér fyndist það bara ágætt að íbúatala borgarinnar stæði í stað. Að hugsa sér að manneskja í því háa embætti borgarstjórans í Reykjavík skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því að einn helsti tekjustofn hvers sveitarfélags eru íbúar þess. Dagur B. Eggertsson nefnir að við úthlutun einbýlishúsalóða í Lambaseli árið 2005 hafi lóðin farið á 3,5 - 4,5 milljón króna og fárast hann mjög yfir því að nú séu einbýlishúsalóðir í Reykjavík að seljast á um 11 milljónir króna. Það er einfaldlega lítilmannlegt af borgarfulltrúanum að tína til þessar 30 lóðir sem dregnar voru út í ,,lóðahappdrætti’’ borgarinnar. Þrjátíu lóðir við Lambasel gerðu ekkert til að fullnægja lóðaþörf borgarinnar eins og sjá mátti á því hvílíkur fjöldi tók þátt í ,,happdrættinu’’ og hve mikla fjölmiðlaumfjöllun þessar 30 lóðir fengu. Látum við þó allan orðróm um meðfygjandi brask og þess háttar

liggja í þögninni. Borgarfulltrúanum væri nær að nefna til sögunnar þegar lóðir í fyrirhugaðri Úlfarsfellsbyggð voru seldar á vel yfir 20 milljónir króna. Þar væri þá kominn raunhæfur samanburður sem sýnir að lóðaverð í borginni hefur lækkað um helming síðan Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í höfuðborginni og lóðaverð í Reykjavík er nú að komast í það horf að vera fyllilega sambærilegt við nágrannasveitarfélög. Auðvitað vill fólk borga sem minnst fyrir lóðir, eins og hvað annað sem það kaupir, en ef lóðaverð í Reykjavík er hærra en það sem Degi B. Eggertssyni finnst að það eigi að vera líti hann þá enn í eigin barm. Það er Samfylkingin og fyrrum samstarfsflokkar hennar í borgarstjórn sem hafa það á samvizkunni að hafa sprengt upp fasteignaverð í borginni, og í raun langt út fyrir höfuðborgarsvæðið, með því að halda aft-

ur af lóðaframboði og vísvitandi hækka markaðsverð byggingarlóða. Því miður er það er bara eitt af þeim slysum sem R-listafokkarnir ollu borgarbúum og sem við sitjum uppi með. Það er óhægt að lækka fasteignaverð ofan í það sem það hefði getað verið ef rétt hefði verið haldið á spilunum. Fjöldi fólks keypti sínar fasteignir

Emil Örn Kristjánssson, ritari félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, skrifar: alltof háu verði og sér nú jafnvel fram á að með auknu framboði byggingarlóða á viðráðanlegu verði munu eignir þeirra lækka að sama skapi. Eignir sem fjármagnaðar voru að langmestu, ef ekki öllu, leyti með lánum sem eignirnar munu jafnvel ekki standa undir.

Það er líka eitt af slysum fyrri valdhafa sem við verðum því miður að lifa með og fjöldi fólks á öllum aldri mun sitja uppi með óheyrilegar skuldir. Í stað þess að fagna því að lóðaverð í Reykjavík sé að verða sambærilegt við nágrannasveitarfélög okkar ákveður Dagur B. Eggertsson hins vegar að vaða af stað og gera lofsvert framtak tortryggilegt, en honum ferst. Stundum er mönnum hollast að þegja í stað þess að gára lygnan sjó engum til gagns en öllum til ama. Málflutningur borgarfulltrúans sýnir enn og sannar að Samfylkingin er hugsjónaog stefnulaus flokkur og þá fyrst yrði stórslys ef hann næði að komast í ríkistjórn. Höfundur er ritari Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi


4

Matgoggurinn

GV

Japanskur kjúklingur og frönsk súkulaðikaka Þeytið eggin og sykurinn mjög vel saman. Bætið útí hveitið mjög varlega.Bræðið saman smjörið og súkkulaðið. Kælið og blandið því síðan

Matgoggar þeir sem áttu að spreyta ssig að þessu sinni og skorað var á í síðasta blaði voru ekki á landinu þegr til átti að taka. Við á Grafarvogsblaðinu hlaupum því í skarðið. Hildur Árnadóttir og Ragnar Guðgeirsson verða svo vonandi hér með gómsætar uppskriftir í næsta blaði, 7. júní. Japanskur kjúklingaréttur 4 Kjúklingabringur, skinnlausar. 1/2 bolli olía. 1/4 bolli Balsamic edik. 2 msk. sykur. 2 msk. soyasósa. Þetta er soðið saman í ca. 1 mínútu, kælt og hrært í annað slagið meðan kólnar (ef ekki hrært skilur sósan sig!). 1 poki núðlur (instant súpunúðlur) - ekki krydd. Möndluflögur (3-4 matskeiðar) eða eftir smekk. Sesamfræ (1-2 matskeiðar) eða eftir smekk. Þetta er ristað á þurri pönnu, núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma, síðan möndlurnar og fræin. Kælt. (athugið að núðlurnar eiga að vera stökkar). Salatpoki (t.d. blandað), tómatar (t.d. sherry tómatar), 1 mangó og 1 lítill rauðlaukur. Kjúklingabringur skornar í ræmur og

snöggsteiktar í olíu. Sweet hot chillisósu hellt yfir og látið malla í smá stund. Allt sett í fat eða mót. Fyrst salatið, síðan núðlugumsið ofan á, svo balsamic

blandan yfir og að síðustu er heitum kjúklingabringuræmunum dreift yfir. Borðað með hvítlauksbrauði. Athugið. Gott er að geyma eitthvað af sósunni og bera fram með réttinum. Sósan er líka góð með brauðinu. Frönsk súkkulaðikaka 4 egg. 2 dl. sykur. 1 dl. hveiti. 200 gr. smjör. 200 gr. suðusúkkulaði.

varlega saman við. Setjið í 1 smurt form og bakið við 170 ° í 25 mín. Súkklaðibráð 70 gr. smjör. 150 gr. suðusúkkulaði. 1-2 msk sýróp. Allt sett í pott og brætt saman. kælt og smurt yfir kökuna. Skreytið með jarðaberjum. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma og sterku og góðu kaffi. Verði ykkur að góðu!

Það er engin tilviljun að Ísland er ofarlega á flestum listum með alþjóðlegum samanburði á efnahagsmálum og lífskjörum þjóða. Þótt íslenska knattspyrnulandsliðið sé í 97. sæti á FIFA-listanum og fulltrúum okkar gangi ekki allaf vel í Eurovision-söngvakeppninni erum við í fremstu röð í lífskjörum, efnahagsmálum og stjórnarfari. Það sýnir að þeir sem haldið hafa um stjórnartaumana undanfarin ár hafa unnið gott starf. Þegar Framsóknarflokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir 12 árum síðan var ástandið annað. Þá stóð atvinnu- og efnahagslífið veikum fótum. Þá voru biðlistar eftir vinnu. Staðan er gjörbreytt.

kvæmt Wall Street Journal. Velferðarkerfið aldrei sterkara Þetta er árangur sem við getum og eigum að vera stolt af. Þetta er árangur þeirrar stefnu sem Framsóknarflokkurinn hefur fylgt í ríkisstjórn. Við framsóknarmenn leggjum höfuðáherslu á öflugt atvinnulíf og stöðugt efnahagslíf, það er forsenda þess að almenningur og ríkissjóður hafi tekjur til að standa undir öflugu velferðarkerfi fyrir alla landsmenn. Það er staðreynd að vel-

á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Nú liggur fyrir fé til þeirra framkvæmda og hefur ríkisstjórnin búið svo um hnúta að þessar framkvæmdir eiga að geta orðið að veruleika á næsta kjörtímabili.

Hildur og Ragnar næstu matgoggar Hildur Árnadóttir og Ragnar Guðgeirsson, Funafold 87, verða með uppskriftir í næsta blaði. Þau áttu að vera í þessu blaði en voru stödd erlendis. Við hlupum í skarðið en birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út fimmtudaginn 7. júní.

Þetta er gjöfin fyrir vandlátu veiðimennina! Áfram í fremstu röð

Glæsileg flugubox úr Mangóviði Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Kíktu á www.Krafla.is

Lítum á nokkur atriði: - Við erum í 2. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífskjör þjóða. - Við erum í 4. sæti yfir samkeppnishæfni þjóða í könnun svissnesks viðskiptaháskóla og í 1. sæti af Evrópuþjóðum. - Atvinnuleysi er hvergi lægra í Evrópu en hér. - Við erum í 3. sæti á lista ESB yfir ríki sem leggja mest fé í rannsóknir og nýsköpun. - Við erum í 4. sæti í samanburði Alþjóðahefnahagsstofnunarinnar á stöðu jafnréttismála í löndum OECD. - Ísland er í 2. sæti yfir þau lönd þar sem spilling er talin minnst. - Ísland er í 6. sæti á lista OECD yfir ríkustu lönd í heimi árið 2005. - Ísland er í 3. sæti yfir aðgengilegustu lönd fyrir erlenda fjárfesta samkvæmt tímaritinu Forbes. - Við erum í 5. sæti á lista yfir lönd þar sem mest viðskiptafrelsi ríkir sam-

Guðjón Ólafur Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins til alþingis, skrifar: ferðarkerfi okkar er nú sterkara en nokkru sinni fyrr. Framlög til helbrigðismála eru 49% hærri að raungildi en var árið 1998. Framlög til almannatrygginga og velferðarmála hafa aukist um 45% að raungildi á sama tíma og framlög ríkisins til menntamála eru nú 59% hærri en 1998. Þetta eru staðreyndir. Þótt stjórnarandstöðuflokkarnir tali um niðurskurð og skort hefur velferðarkerfi okkar aldrei staðið sterkar en nú. Sundabraut og mislæg gatnamót Ég hef nú setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í rúmt ár. Á þeim tíma hef ég m.a. beitt mér fyrir ýmsum samgöngubótum og mun halda því áfram á næsta kjörtímabili. Þar má nefna Sundabraut í jarðgöngum og mislæg gatnamót

12 mánaða fæðingarorlof Á næsta kjörtímabili leggjum við framsóknarmenn áherslu á þau hagsmunamál fjölskyldufólks að leikskólinn verði gjaldfrjáls og að fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði. Við höfðum forystu um níu mánaða fæðingarorlof. Það hefur valdið byltingu í jafnréttismálum og málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Við teljum tímabært að stíga næsta skref í þá átt. Ágætu lesendur. Við framsóknarmenn treystum á stuðning þeirra kjósenda sem hafna öfgum til hægri og vinstri og velja flokk sem vinnur að stöðugum og jöfnum umbótum í þágu allra landsmanna. Sá flokkur er Framsóknarflokkurinn. Við þurfum ykkar stuðning til þess að tryggja árangur áfram og ekkert stopp! Guðjón Ólafur Jónsson, alþingismaður skipar 2. sæti B-listans í Reykjavík norður.


ARGUS / 07-0339

Fjölskyldan hjá SPRON

Ekki missa af endurgreiðslunni! Fjölskyldan hjá SPRON er þjónustuleið sem er án endurgjalds og stuðlar að fjárhagslegum ávinningi fjölskyldunnar, bæði í formi endurgreiðslu og fríðinda.

Ávinningur sem munar verulega um! • • • •

50% endurgreiðsla af öllum debetkortaárgjöldum fjölskyldunnar. Endurgreiðsla á hluta af greiddum vöxtum vegna skuldabréfa, íbúðarlána, yfirdráttar eða víxla. Árleg 5% endurgreiðsla á tryggingaiðgjöldum auk sérkjara á kaskótryggingum bifreiða.* Tómstundastyrkir, vegleg inngöngugjöf við skráningu og fleira.

Skráðu fjölskylduna á spron.is og þú gætir tryggt þér og þínum endurgreiðslu þessa árs. Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is * Hjá VÍS (Vátryggingarfélagi Íslands).

SPÖNGINNI


6

GV

Fréttir

Börnin okkar í Grafarvoginum Sem borgarfulltrúi til tólf ára og borgarstjóri í tvö ár kynntist ég Grafarvoginum sem hverfi býsna vel. Á opnum fundum hef ég líka hitt marga Grafarvogsbúa, rökrætt og stundum rifist um ýmis hverfismál eins og t.d. Sundabraut, Hallsveg og Sóleyjarrima. Það sem stendur þó upp úr í mínum huga þegar ég hugsa til Grafarvogsins er að óvíða í borginni er hverfisvitundin eins sterk og hér. Grafarvogsbúar eru meðvitaðir um hverfið sitt, þykir vænt um það og þeir vilja bara það besta. Þetta hverfi er líka tiltölulega ungt að árum en þó má segja að það sé fullbyggt. Byrjað var á fyrstu húsunum í Foldahverfi upp úr 1982 og síðan fylgdi uppbygging Hamra, Engja, Víkur, Borga, Húsa, Rima og Staða á eftir. Á haustdögum 2005 heimsótti ég alla skólana í Grafarvoginum og hitti þar nemendur og kennara en þetta fjölmenna hverfi með allan barnaskarann getur svo sannarlega verið stolt af skólunum sínum og því starfi sem þar er unnið. Stjórnmálamenn segja stundum á tyllidögum að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum og fjárfesting í menntun þeirra skipti öllu máli. Við í Samfylkingunni segjum ekki bara hlutina, heldur framkvæmum líka og þannig fjárfestum við í skólum og menntun barna í Grafarvogi með myndarlegum hætti þegar við stýrðum borginni. Það er því miður orðið þannig að sá jákvæði jöfnuður sem einkennt hefur okkar samfélag í gegnum tíðina er á undanhaldi. Allt of mörg börn búa við fátækt og allt of mörg búa við aðstæður þar sem foreldrar geta ekki veitt þeim það sem þeir vilja, vegna efnahags. Bilið er að breikka á milli þeirra efnameiri og efnaminni sem aftur bitnar á börn-

unum. Í þannig þjóðfélagi vil ég ekki búa og innst inni held ég að fæstir Íslendingar vilji það í raun. Í hjarta okkar erum við nefnilega öll jafnaðarmenn. Fyrir þessar kosningar hefur Samfylkingin sett fram heildstæða stefnu í málefnum barna og ungmenna undir heitinu ,,Unga Ísland’’. Við ætlum að gera það að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að setja velferð og réttindi barna rækilega á dagskrá. Allt of lengi hefur ríkisstjórnin vanrækt velferðarkerfið með þeim afleiðingum að allt of mörg börn eru t.d. á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu. Nægir þar að nefna Barna og unglingageðdeild og biðlista eftir greiningum. Við ætlum okkur

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar til alþingis, skrifar: að efla starf BUGL og að auki vil ég bara nefna tvö dæmi sem snúa beint að börnum og barnafjölskyldum. Í fyrsta lagi viljum við ókeypis námsbækur í framhaldsskólum sem er stórt fjárhagslegt mál fyrir margar fjölskyldur. Í öðru lagi er það tannverndin. Það er okkur til skammar hversu stórt hlutfall barna hefur ekki farið til tannlæknis lengi, vegna þess hversu dýrt það er. Við ætlum að bæta tannvernd barna með því að koma á ókeypis eftirliti, forvörnum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum. Velferðaráherslur Samfylkingarinnar byggja á grunngildum klassískrar jafnaðarstefnu sem setur jöfnuð og réttlæti í forgang. Vertu með í að setja X við S þann 12. maí. Steinunn Valdís Óskarsdóttir í 4. sæti í Reykjavík-norður

Björn Ingi Hrafnsson lofaði Grafarvogsbúum því fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að endurvinnslustöð Sorpu kæmi á ný í Grafarvoginn. Það mun gerast innan skamms. Á myndinni er Björn Ingi við fyrrum athafnasvæði Sorpu við Gylfaflöt. GV-mynd PS

Móttökustöð Sorpu á leið í Grafarvog á ný:

Rætt við ríkið um landspildu við Keldnaholt Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að hefja viðræður við ríkisvaldið um kaup eða langtímaleigu á landspildu úr Keldnaholti á móts við bensínstöð við Gagnveg í þeim tilgangi að koma þar fyrir móttökustöð Sorpu bs. Að sögn Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, er vonast til að innan skamms geti þar risið ný móttökustöð sem þjóni hinu stóra Grafarvogshverfi og komi í staðinn fyrir móttökustöðina sem var við

Gylfaflöt og var mikið nýtt, eins og lesendur blaðsins þekkja vel. Björn Ingi situr einnig í stjórn Sorpu og hann beitti sér fyrir því á þeim vettvangi að aftur yrði komið á fót móttökustöð í Grafarvogi. Í kjölfarið óskaði Sorpa eftir lóð undir stöðina hjá skipulagsyfirvöldum og hafa nokkrir staðir komið sérstaklega til athugunar, en talið er að lóðin við Gagnveg henti sérstaklega vel í þessu skyni.

Björn Ingi kveðst vona að þetta mál geti klárast á skömmum tíma, en leggur áherslu á gott samráð við íbúa. „Við höfum ákveðið að óska eftir þessari lóð hjá ríkinu, en höfum einnig óskað eftir samráði og umsögnum um málið frá hverfisráði Grafarvogs og skipulagsráði. Best væri að ná góðri samstöðu um þessa staðsetningu, svo óskir Grafarvogsbúa um móttökustöð í næsta nágrenni verði sem fyrst að veruleika,“ bætir hann við.

Fimleikahús í augsýn Með nýjum samningi við Reykjavíkurborg sem sjálfstæðismenn hafa unnið ötullega að blasir nú við gjörbreytt landslag hvað varðar íþróttaaðstöðu í Grafarvogi. Samningurinn tryggir Fjölni rúmlega 800 mkr. fjárframlag frá borginni til uppbyggingar og eflingar á íþróttastarfi í Grafarvogi. Í örfáum orðum þýðir þetta stórbætta aðstöðu fyrir allar deildir Fjölnis og fjölgun stöðugilda innan félagsins. Samningurinn gerir m.a. ráð fyrir að nýtt og fullkomið fimleikahús rísi fyrir árslok 2008 en eftir því hefur verið beðið með óþreyju. Fimleikadeildin er í dag önnur stærsta deild Fjölnis og fer sífellt stækkandi. Núverandi aðstaða í

Egilshöll er orðin ófullnægjandi og farin að há starfseminni. Samningurinn við Borgina kemur því í tæka tíð til að tryggja framtíð deildarinnar og samkeppnishæfi iðkenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, með Guðlaug Þór í broddi fylkingar, hafa haft þá víðsýni til að bera að skoða aðstöðumál Fjölnis í stærra samhengi og m.a. kannað samlegðaráhrif með öðrum félögum. Hugsanlega geta félögin skipt með sér verkum þegar kemur að einstökum íþróttagreinum. Ekkert félag getur verið best í öllu og því hljóta þau öll að græða á því að einbeita sér að uppbyggingu ákveðinna íþróttagreina og nýta sér að-

stöðu hinna félaganna þegar kemur að greinum sem ekki flokkast undir þeirra styrkleikasvið. Samgöngumál þessu samfara mætti leysa með sérstökum rútum á vegum Borgarinnar. Með þessu móti væri hægt að byggja fullkomna aðstöðu fyrir einstakar íþróttagreinar hjá ólíkum íþróttafélögum með heildarhagsmuni félaganna í huga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa líka haft þá víðsýni til að bera að endurskoða rekstrarfyrirkomulag Fjölnis með það fyrir augum að hagræða í rekstri og auka samræmi í starfsemi deilda. Slík stefnumótunarvinna á ekki bara eftir að skila sér í bættri fjárhagsstöðu Fjölnis heldur bætir hún

jafnframt upplýsingaflæði innan félagsins og eykur samstarf á milli deilda. Það er því bjart framundan

Ingibjörg Óðinsdóttir, í framkvæmdastjórn Fjölnis, skrifar: hjá Fjölni og tilhlökkunarefni að sjá þessa uppbyggingu verða að veruleika. En við megum ekki gleyma því að áherslur geta breyst ef Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki áfram við stjórnvölinn í kjöl-

far kosninganna. Við verðum að leggja okkar af mörkum til að tryggja að þessar metnaðarfullu áætlanir nái fram að ganga og það gerum við best með því að mæta á kjörstað og styðja flokkinn þann 12. maí nk. Ingibjörg Óðinsdóttir Höfundur er í framkvæmdastjórn Fjölnis og jafnframt í stjórn fimleikadeildarinnar.


ÍSLENSKA / SIA.IS / ICE 37452 05/06

Við flytjum í nýtt útibú í Grafarholti

Landsbankinn í Grafarvogi flytur í verslunarmiðstöðina við Vínlandsleið í Grafarholti, 15. maí. Verið velkomin.

• Ný og glæsileg húsakynni • Öflug einstaklingsþjónusta • Stóraukin fyrirtækjaþjónusta


8

GV

Fréttir

Guðlaugur Þór Þórðarson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður:

Höldum áfram að lækka skatta Guðlaugur Þór Þórðarson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Guðlaugur er eins og lesendur Grafarvogsblaðsins vita einn af okkur í Grafarvogi og hefur búið þar ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2000. Guðlaugur hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Grafarvog sem einnig hafa nýst hverfinu okkar vel. Þegar Guðlaugur Þór settist að í Grafarvogi var hann búinn að sitja tvö ár í borgarstjórn. Hann hefur sett sig vel inn í málefni hverfisins frá því að hann náði kjöri sem borgarfulltrúi. Eftir að Guðlaugur Þór settist inn á Alþingi hélt hann uppteknum hætti og hefur verið ófeiminn við að vera þingmaður Reykjavíkur. ,,Já það var einhvern veginn eins og það þætti ekki viðeigandi að þingmenn Reykjavíkur væru að berjast fyrir hagsmunum borgarbúa, hvað þá að tala út frá hagsmunum hverfa. Ég man vel eftir þeirri gagnrýni sem ég fékk á mig. Hún reyndar virkaði alveg öfugt á mig og styrkti mig í þeirri sannfæringu minni að ég ætti að halda áfram á þessari braut,’’ Segir Guðlaugur Þór þegar hann er spurður út í þessa gagnrýni. Guðlaugur tók m.a. upp á alþingi tengingu Sundabrautar við Grafarvog og var gagnrýndur harðlega af fulltrúa Samfylkingarinnar fyrir að líta á Sundabrautina sem botnlanga í Grafarvogi eða húsagötu í Reykjavík! Hér er dæmi frá Austurvelli. Gefum Jóhann Ársælssyni þingmanni Samfylkingar orðið:

Sundabraut botnlangi upp í Grafarvog? ,,Hæstv. forseti. Þessi umræða sem hv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þ. Þórðarson, óskaði eftir ber yfirskriftina: Tenging Sundabrautar við Grafarvog. Þetta segir svolítið um umræðuna um Sundabraut, um það hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast líta á Sundabraut sem einhvers konar húsagötu í Reykjavík eða botnlanga upp í Grafarvog og ríkisstjórnin virðist hafa þetta músarholusjónarmið líka.’’ Guðlaugur kannast vel við þessi ummæli og svarar að bragði; ,,Ég mun aldrei fyrirverða mig fyrir að berjast fyrir hagsmunum borg-

arbúa. Það er fólkið sem veitir mér umboð til að setjast inn á Alþingi. Með því er ég ekki að segja að ég sé ekki jafnframt þingmaður allra Íslendinga þegar svo ber undir, en landsbyggðarþingmenn hafa ekki einkarétt á að vinna fyrir sína kjósendur. Ég sætti mig ekki við það. Grafarvogur er mjög stórt hverfi og það er hlutverk þingmanna að gæta hagsmuna hverfisins sem og annara hverfa í borginni. Ef ekki þeir, hverjir þá?’’

,,Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram að lækka skatta á fólk og fyrirtæki á næsta kjörtímabili ef hann verður í ríkisstjórn. Þetta er fjölskyldumál. Auknar ráðstöfunartekjur heimilanna er gríðarmikilvægt fjölskyldumál,’’ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur er formaður Fjölnis og hann sá langþráðan draum fyrir hönd félagsins og hverfisins rætast á þriðjudag sem leið þegar undirritaður var formlega samningur milli Reykjavíkurborgar og Fjölnis upp á 950 milljónir króna.

Gleðistund í Grafarvogi ,,Það var mikil gleðistund að undirrita samning fyrir Fjölni við borgina og sjá þetta mikla baráttumál okkar Fjölnismanna verða að veruleika sem jafnframt mun bylta aðstöðu félagsins. Fjölnir hefur setið eftir en það mun breytast með þessum mikilsverða samningi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson formaður ÍTR undirrituðu samninginn fyrir hönd borgarinnar og sýndu þar með áþreifanlega að þeir eru menn orða sinna. Samningurinn er mjög viðamikill og tekur á heildaruppbyggingu á íþróttaaðstöðu í hverfinu. Við erum að tala um nýtt gólf í Dalhúsum og Rimaskóla. Byggt verður við Dalhús sem þýðir aðstöðu fyrir bardagaíþróttir og félagsaðstöðu sem Fjölni hefur sárlega vantað. Við erum að tala um nýja stúku við Dalhús. Nýtt fimleikahús. Tvo gervigrasvelli, einn við Egilshöll og einn við Gufunes. Tennisvellir við Egilshöll. Frjálsíþróttaaðstaða við Gufunes og svo mætti lengi telja. Ég er afar stoltur af því fyrir hönd félagsins að þessi mikla uppbygging hafi verið tryggð. Þetta mun styrkja hverfið okkar og efla það gríðarlega.’’

Kosningamálið er; Fjölskyldumál - Þú mátt bara velja eitt mál. Hvert er kosningamálið? ,,Fjölskyldumál og þar er efst á lista að tryggja fleiri samverustund-

ir fjölskyldunnar. Annars má segja að öll mál séu fjölskyldumál. Grafarvogur er fjölskylduvænt hverfi og ég tel mikilvægt að það verði það áfram. Þar af leiðandi er mikilvægt að miða allt skipulag við það.’’ - Komdu með nokkur kosningaloforð? "Lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram að lækka skatta á fólk og fyrirtæki á næsta kjörtímabili ef hann verður í ríkisstjórn. Þetta er fjölskyldumál. Auknar ráðstöfunartekjur heimilanna er gríðarmikilvægt fjölskyldumál.’’ - Fleiri? ,,Íslendingar eru að upplifa efnahagsundur. Fólk getur treyst því að ef Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins veitir næstu ríkisstjórn forystu, að við munum halda áfram á sömu braut. Við munum áfram hlúa að frelsi einstaklingsins og varðveita það. Á sama tíma munum við halda áfram að styrkja stoðir velferðarinnar. Við munum framkvæma sjálfstæðisstefnuna.’’ - Verður þú ráðherra? ,,Það er ekki mitt að ákveða það. Formaður flokksins gerir tillögu til þingflokksins. Þannig gengur það

fyrir sig, verði flokkurinn í ríkisstjórn.’’ - Gætirðu hugsað þér að verða ráðherra? ,,Já, að sjálfsögðu. Ég er í stjórnmálum til að hafa áhrif.’’

Stórátak í samgöngumálum Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir stórátaki í samgöngumálum á næsta kjörtímabili. Á verkefnalistanum eru meðal annars lagning Sundabrautar í göng, tvöföldun Vesturlands- og Suðurlandsvegar. Mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru einnig aðkallandi verkefni sem við ætlum að ráðast í.

Hagvöxtur er ekki náttúrulögmál! ,,Þessar kosningar eru afar mikilvægar. Við þurfum að hafa í huga að hagvöxtur og velferð eru ekki náttúrulögmál. Ástæðan fyrir því að við höfum náð þessum árangri hér á Íslandi er vegna þess að við fórum út í ákveðnar og vel ígrundaðar aðgerðir, eins og skattalækkanir á fólk og fyrirtæki, einkavæðingu, aukna áherslu og fjölbreyttni í menntakerf-

inu svo fátt eitt sé nefnt. Um þessar aðgerðir var engin pólitísk sátt en sem betur fer höfðu ríkisstjórnarflokkarnir staðfestu til að ná þessu fram og nú uppskerum við í formi bættra lífsgæða og aukinnar velferðar. Það er mikilvægt að við höldum áfram á sömu braut og gerum gott þjóðfélag enn betra. En við verðum jafnframt að hafa í huga að það er mjög auðvellt að klúðra þessari stöðu og missa niður það forskot sem við höfum. Það liggur fyrir að skoðanakannanir sýna að 65% þjóðarinnar vill að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn. Jafnframt hefur komið fram í sömu könnunum að 55% aðspurðra vilja að Geir H. Haarde verði forsætisráðherra áfram. Það sýnir betur en nokkuð annað að fólk treystir Sjálfstæðisflokknum best til að fara með stjórn landsins. Það er hins vegar aðeins ein leið fær til að tryggja að þetta gerist og það er að kjósa Sjálstæðisflokkinn. Setja X við D. Við verðum að hafa í huga að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki góða kosningu er raunveruleg hætta á vinstri stjórn á Íslandi.’’


Nú hefur myndast nýr meðbyr í persónulegri fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is


10

GV

Fréttir

Sumardagurinn fyrsti

Þetta árið boðaði sumarið komu sína með sól og blíðu. Að venju var blásið til hátíðar í Grafarvogi og tók fjölmenni þátt í hátíðarhöldunum. Glæsileg skrúðganga fór frá Spönginni að Rimaskóla undir forystu skáta úr Skátafélaginu Hamri og hljóðfæraleikara úr Skólahljómsveit Grafarvogs. Ýmsar stofnanir og félagasamtök stóðu fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í og við Rimaskóla. Dagskráin við Rimaskóla hófst með stuttri helgistund og söng barnakóra Grafarvogskirkju. Nemendur úr grunnskólum og tónlistarskólum fluttu atriði á sviði kaffihússins sem 9. flokkur kvenna í körfuknattleiksdeild Fjölnis sá um af miklum myndarbrag. Gufunesbær, Fjölnir og Heilsuakademían kynntu sumarstarf sitt og Foldasafn kynnti starfsemi sína. Þá var mikið að gera hjá þeim sem sáu um að mála andlit barnanna. Sumarskákmót Grafarvogs var haldið í fyrsta sinn og tókst mjög vel. Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf sigurvegurum mótsins glæsilega verðlaunagripi til eignar og verðlaunapeninga til þriggja efstu í stúlkna- og drengjaflokki. Þá gaf pítsastaðurinn Hrói höttur 10 pítsur til þeirra sem bestum árangri náðu. Sigurvegari í drengjaflokki og sigurvegari mótsins varð Hörður Aron Hauksson, Rimaskóla, sem vann allar sínar skákir. Í stúlknaflokki sigraði Sigríður Björg Helgadóttir, Rimaskóla, með 4 vinninga. Utandyra stóð börnum til boða að fara í ýmis leiktæki og langar raðir mynduðust við pylsurnar og candyflossið.

Skrúðgangan var fjölmenn enda veðrið gott.

GV-myndir PS

Skátarnir fóru að venju fyrir skrúðgöngunni.

Þessar stúlkur í krakkakór Grafarvogskirkju sungu fyrir gesti.

Þessir krakkar hámuðu í sig pylsur og candyfloss og skemmtu sér konunglega enda nóg um að vera.

Handboltahetjur Fjölnis stóðu sig frábærlega Síðasta Íslandsmót vetrarins fyrir 6. flokka drengja og stúlkna í handbolta var haldið síðustu helgina í apríl. Stelpurnar fóru til Akureyrar þar sem KA og Þór héldu mótið og strákarnir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum. Mótin gengu í alla staði vel hjá bæði strákunum og stelpunum. Strákarnir fóru með Herjólfi til Eyja og var hegðun til fyrirmyndar í alla staði og traustir fararstjórar sáu til þess að allt gekk vel. Strákarnir skemmtu sér vel og foreldrar sáu til þess að nóg var af mat með í för. Strákarnir stilltu upp þremur liðum að þessu sinni, A-, B- og C-liði. Liðin spiluðu öll vel og voru dugleg að styðja hvort annað. A-liðið var aðeins einu stigi frá sigri í heildarkeppni Íslandsmótssins, þ.e. samanlagður stigafjöldi vetrarins. Strákarnir lentu í 7.sæti á mótinu, en voru í 2. sæti í heild og fengu silfur fyrir það. Afar skemmtilegt lið, strákar með mikla hæfileika og mikinn sigurvilja. Þeir fara allir

upp í 5. flokk næsta vetur. B-liðið stóð sig með mikilli prýði, þeir komust í úrslit og unnu leikinn um 7. sætið í framlenginu með 4 mörkum! C-liðið sýndi góðan leik og þegar þeir tóku sig til var vörnin hreint frábær og andinn góður. Fínir taktar í sókninni. Þeir unnu tvo leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Stelpurnar stilltu upp tveimur liðum, B- og C-liði. Öll umgjörð í kringum liðið var til fyrirmyndar. Foreldrar höfðu tekið sig til og mættu allar stelpurnar í fullkomnum keppnisbúningum, allar í nýjum keppnistreyjum, stuttbuxum, Fjölnis-sokkum og nýjum æfingagöllum, auk þess sem þær fengu allar vatnsbrúsa og æfingatösku. Þá skorti ekki heldur nestið hjá stelpunum. Sérstaklega var ánægjulegt hve foreldrar voru duglegir að mæta til Akureyrar og styðja við stelpurnar sínar. Bæði liðin stóðu sig hreint frábærlega í undanriðlum á laugardeginum. B-liðið vann alla sína leiki með glæsibrag og C-liðið vann alla leiki

sína nema einn sem fór 5-4 á móti Gróttu, þar sem Grótta skoraði í lok leiks. C-liðið spilaði því um 3. sætið og unnu þær mjög svo spennandi úrslitaleik og komu heim með bronsið. B-liðið lenti í hörkubaráttuleikjum í milliriðlum og enduðu í 6. sæti á mótinu. Frábær árangur hjá báðum liðum sem sýndu alveg geysilega baráttu, bæði í vörn og sókn. Það verður spennandi að fylgjast með þessum krökkum á næsta ári, en helmingur þeirra færist upp um flokk næsta haust. Fjölnir mun því eiga sterka 5. og 6. flokka á næsta ári bæði í stráka- og stelpuflokkum. Vonumst við til að þessi árangur verði öðrum krökkum í hverfinu hvatning til að koma í handbolta næsta vetur. Við viljum sjá sem flesta á æfingum hjá okkur! Kærar þakkir til foreldra og þjálfara fyrir frábært starf í vetur! Með handboltakveðju, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir Form. Handknattleiksdeildar Fjölnis

Stúlknalið Fjölnis í 6. flokki kvenna.

Strákalið Fjölnis í 6. flokki karla.


12

GV

Fréttir Össur Skarphéðinsson, efsti maður á lista Samfylkingar í Reykjavík norður, spjallar um aldraða, sterkt atvinnulíf - og Korpulaxinn:

,,Ég vil jöfnuð og sterka einstaklinga’’ ,,Það er svo merkilegt að Grafarvogurinn tengist í mínum huga fallegum löxum og silungum. Innst í Voginum sjálfum eru leifar af gömlum laxakistum sem ég fór oft og skoðaði og í gamla fiskeldishúsinu í túninu fyrir ofan, sem Snorri læknir setti fyrst á fót, ól ég þúsundir bleikjuseiða í stóru tilraunaverkefni. Lækurinn sem rennur úr Grafarholtinu er heldur ekki allur

þar sem hann er séður - þar sá ég einu sinni stráka vera með stöng og stóðst ekki freistinguna heldur prófaði sjálfur, og tók þar tveggja punda regnbogasilung! Líklega var það sleppifiskur úr Laxalóni. Seinna rak ég litla bleikjueldisstöð í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, og ól laxa í kvíum við Geldinganesið. Þegar foreldrar mínir bjuggu á Blikastöðum, hátt á ann-

Það er víðar teflt en í stjórnmálunum! Össur að tafli við Birtu dóttur sína og á milli brosir Ingveldur. Mynd: ÞÖK. an áratug, gekk ég oft fjörurnar undan Blikastaðakrónni, þar sem er hægt að draga metralanga burstaorma og fingurgilda upp úr leirnum, og skokkaði með Korpu að fylgjast með merkasta smálaxastofni í heimi. Þar sá ég einu sinni gamlan mann rota lax með staf."

Hvar var Guðlaugur Þór þá? Þetta segir Össur Skarphéðinsson, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, kjördæmi Grafarvogsbúa, þegar hann er spurður um minningar úr Grafarvogi. "Ég er þessvegna mjög ánægur með að stjórnvöld eru að taka upp tillögu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar í Reykjavík um að hafa Sundabrautina í jarðgöngum. Það verndar lífríkið, dregur úr mengun, og gerir

okkur kleift að vernda hinar stórmerkilegu og fallegu fjörur sem tilheyra Grafarvogsbyggðinni. Þær eru ómetanlegar og einstakt að hafa þær steinsnar frá byggðinni." Össur er harðorður í garð þingmanna stjórnarflokkanna vegna slælegrar frammistöðu þeirra í umferðarmálum Grafarvogsbúa og Reykvíkinga. "Það hefur tekið ótrúlegan tíma fyrir samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins að koma Sundabraut á koppinn. Slök frammistaða þingmanna flokksins fyrir hönd kjördæmisins speglast best í því hversu örsmár hluti af tekjum ríkisins af umferð og bílaeign Reykvíkinga hefur runnið til löngu tímabærra samgöngubóta í Reykjavík. Árið 2005 fékk ríkið þannig 47 milljarða í tekjur sem beinlínis má rekja til bíla og samgangna og meirihlutinn af því kemur frá Reykvíkingum. Samt fékk Reykjavík ekki nema einn milljarð til samgöngubóta á áætlun þessa árs, og því til viðbótar kom svo 1,1 milljarður af Símapeningunum. Þetta er höfuðástæðan fyrir því hversu Sundabrautin hefur dregist svo lengi. Íbúar í Grafarvogi hljóta að spyrja sig: Hvar hefur oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík norður, Guðlaugur Þór Þórðarson, falið sig meðan á þessum seinagangi og nánasarhætti stóð? Ég man ekki eftir að hafa heyrt hann mótmæla því á Alþingi. Það gekk ekkert með ákvörðun um Sundabraut fyrr en ættarsilfrið, Síminn, var seldur, og enn á eftir að ganga frá fjármögnun á seinni hluta framkvæmdanna."

Vill sterkt atvinnulíf

Össur Skarphéðinsson vonast til að hafa tíma til að veiða í sumar - en setur varla í jafn stóran og þennan fallega 26 punda Öxarárurriða sem tekinn var rannsóknaskyni og sleppt aftur undan Þingvallakirkju.

,,Ég vil jöfnuð og sterka einstaklinga, " segir Össur. "Ég vil hafa sem fæst lög um atvinnulífið, skýrar og einfaldar reglur, og sterkar eftirlitsstofnanir sem sjá um að allir njóti jafnræðis og engum sé hyglað. Ég trúi á frelsi í viðskiptum og einstaklingsframtakið sem uppsprettu aukinna verðmæta. Ég er mjög ánægður með útrásina og hversu stórar og öflugar íslensku fjármálastofnanirnar eru, og er þeirrar skoðunar að við eigum að tryggja samkeppnishæft umhverfi, til dæmis hvað varðar skatta, til að halda þeim rótföstum hér á Íslandi. En mér finnst hins vegar alltof lítið gert til að skapa einyrkjum og smáfyrirtækjum hagstæðara umhverfi, og vil að við endurskoðum skattkerfið - og menntakerfið - með hagsmuni þeirra að leiðarljósi." Össuri verður tíðrætt um hversu grátt þenslan og óstöðugleikinn í efnahagslífinu hefur leikið sprotafyrirtæki, sem hann segir að ríkisstjórnin hafi beinlínis lagt í fjötra eða steypt á flótta úr landi vegna mistaka í hagstjórninni. Hann seg-

ir fullum fetum að Sjálfstæðisflokkurinn hugsi ekki um smáfyrirtækin og nýja atvinnulífið. "Ég er mjög stoltur af því að minn flokkur Samfylkingin, lagði fram tillögur um hvernig ætti með vel útfærðum skattaívilnunum og ódýru kerfi smástyrkja að styrkja sprotafyrirtæki í hátækni og þekkingariðnaði þannig að innan áratugs yrðu til fimm þúsund ný störf í þeim geira. Þessar tillögur voru lagðar fram í samkeppni milli stjórnmálaflokkanna á Sprotaþingi Samtaka iðnaðarins - og frá því er skemmst að segja að við unnum gull, silfur og brons!"

Ójöfnuðurinn eykst Þingmaðurinn kveður fast að orði þegar hann segir að ójöfnuðurinn hafi aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. "Ísland var þekkt fyrir að vera stéttlaust land, en nú sýna rannsóknir að hvergi í Evrópu er meira bil milli þeirra hæstlaunuðu, og hinna. Frjálshyggjuþingmenn einsog Guðlaugur Þór og Sigurður Kári guma af því að hið einkavædda Ísland sé ríkasta land í heimi. Er þá boðlegt að hér séu 400 aldraðir Íslendingar sem bíða í sárri neyð eftir rými á hjúkrunarstofnunum, eða að yfir 1000 Íslendingar séu í því sem ég kalla þvingaðri samvist oft með alls ókunnu fólki á öldrunarstofnunum? Eða að fólk, sem hefur verið í 50-60 ár í hjónabandi skuli vera skilið í sundur af ómanneskjulegu kerfi þegar þau eiga eftir síðustu metrana í lífi sínu?" Össur segir að Samfylkingin ætli sér að leysa biðlista aldraðra Íslendinga á fyrstu 18 mánuðunum ef flokkurinn fari í ríkisstjórn, og þangað til verði þeim sem eru á biðlistum boðin upp á sólarhringsþjónustu í heimahúsum sem geri þeim lífið bærilegra. "Það er líka svartur blettur á okkar samfélagi að hér skuli vera hlutfallslega tvöfalt fleiri börn sem lifa í fátækt en á Norðurlöndunum. Þau bera oft fátæktina utan á sér, í fasi sínu eða klæðaburði, og geta ekki tekið þátt í tómstundastarfi eða íþróttum í sama mæli og börn sem búa við betri efni. Rannsóknir sýna að þau lenda oftar á jaðri lífsins, fá lægra launuð störf og fleiri þeirra verða öryrkjar. Mitt Ísland er öðru vísi," segir Össur, og klykkir út með að kosningarnar í vor snúist ekki bara um að fella þreytta ríkisstjórn, heldur ekki síst um að auka jöfnuð og efla þá sem sýna dug og frumkvæði í atvinnulífinu. Hvað ætlarðu að gera í sumar - er spurt að lokum? Það færist breitt bros yfir hláturmilt andlit þingmannsins og svarið kemur að bragði: "Ég vona ég fái tíma til að veiða stóra urriða og sjóbirtinga!’’


13

GV

Fréttir

Á þessari glæsilegu loftmynd sést sú framtíðar aðstaða sem samningurinn við Reykjavíkurborg felur í sér.

Tímamótasammningur

Sl. þriðjudag var undirritaður samningur Fjölnis og Reykjavíkurborgar um mikla uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins. Samningur þessi felur í sér svo miklar breytingar á allri aðstöðu til íþróttaiðkunar hjá Fjölni að ekki er orðum aukið að hér sé á ferðinni tímamótasamningur. ,,Ég er gríðarlega ánægður með að þessi samningur skuli kominn í höfn. Innihald samningsins skiptir öllu máli fyrir framtíð Fjölnis og hann er gríðarlega mikilvægur fyrir alla íbúa í Grafarvogi,’’ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, í samtali við Grafarvogsblaðið skömmu eftir að blekið var þornað á samningnum. Í júní á síðasta ári gerðu Fjölnir og Reykjavíkurborg með sér samkomulag um fjárveitingar til framkvæmda vegna íþróttamannvirkja í Grafarvogi. Núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur ákveðið að endurskoða þann samning, hækka fjárframlag og láta samninginn taka til fleiri þátta varðandi íþróttaaðstöðu fyrir Fjölni í Grafarvogi. Fjölnir hefur lagt fram tillögur og hugmyndir að bættri félagsaðstöðu, aðstöðu fyrir knattspyrnu og áhorfendur á knattspyrnuleikjum, bættri aðstöðu fyrir körfuknattleik, frjálsar íþróttir, fimleika o.fl. Nú er fyrirhugað að gera innanhússbreytingar á íþróttahúsinu við Dalhús fyrir körfubolta, byggja við íþróttahúsið félagsaðstöðu og áhorfendaaðstöðu fyrir knattspyrnu, koma upp grasæfingasvæði og frjálsíþróttasvæði ásamt flóðlýstum upphituðum gervigrasvelli á Gufunesi. Þá verður unnið sérstaklega að skoðun á málefnum fimleikadeildar félagsins og fyrir 1. júlí 2007 munu ÍTR og Framkvæmdasvið

kynna niðurstöður þeirra skoðunar fyrir borgaryfirvöldum og stjórn Fjölnis með það að leiðarljósi að ný aðstaða fimleikadeildar geti verið tilbúin fyrir árslok 2008. Unnið verður eftir þeirri forvinnu sem fram

hefur farið á vegum félagsins og borgarinnar eftir því sem fjárhagsaðstæður leyfa. Sérstök hönnunar- og bygginganefnd skipuð fulltrúum Fjölnis, Framkvæmdasviðs og ÍTR skal m.a. starfa með Framkvæmdasviði að

uppbyggingarmálum í Grafarvogi. Á vegum borgaryfirvalda er unnið að nýjum framkvæmda- og byggingasamningum við fleiri íþróttafélög, má þar m.a. nefna ÍR, Fylki, KR og Fram.

Samningur Fjölnis og Reykjavíkurborgar innsiglaður. Frá vinstri: Jón Karl Ólafsson, varaformaður Fjölnis, Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og ÍTR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Fjölnis.


14

GV

Fréttir

F.v. Guðrún Dís Jónatansdóttir verkefnastjóri í Gerðubergi ásamt textílkennurum Rimaskóla þeim Ölmu Ernstdóttur og Siv Heiðu Franksdóttur.

Textílmyndir nemenda 6. bekkjar Rimaskóla sómdu sér vel á veggjum Gerðubergs.

Nemendur í 6. bekk Rimaskóla opna sýningu í Gerðubergi Í húsakynum Kaffi Bergs í menningarmiðstöðinni Gerðubergi hefur að undanförnu staðið yfir sýning á textílverkum og frumsömdum ljóðum nemenda úr 6. bekk Rimaskóla. Um er að ræða myndverk unnin úr þæfðri ull. Öll listaverkin eru unnin út frá ljóði krakkanna og er óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. Efni ljóðanna og textílmyndverkanna er fjölbreytt svo sem um lífið og tilveruna, fjölskyldan, dýrin og himingeimurinn. Textílkennarar Rimaskóla þær Alma Ernstdóttir og Siv Heiða Franksdóttir ásamt Guðrúnu Dís Jónatansdóttur verkefnastjóra í Gerðubergi áttu heiðurinn að uppsetningu sýningarinnar. Nemendur og kennarar 6. bekkjar fjölmenntu við opnun sýningarinnar þann 17. apríl og þáðu veitingar húsráðenda í Gerðubergi að athöfn lokinni.

Nemandi úr 6. bekk Rimaskóla klippir á borða og opnar sýninguna formlega.

Hátækniiðnaður er fyrir alla Þegar er talað um hátækniiðnað sjá margir fyrir sér sprenglærða og föla doktora á hvítum sloppum með tilraunaglös í annarri hendi og dropateljara í hinni. Eða tölvunörda sem ekki hafa litið dagsins ljós árum saman en nærast á aðsendum pizzum og gosi. Þetta er misskilningur. Í skýrslu sem Samtök Iðnaðarins tóku saman um hátækniiðnaðinn 2005 kom margt athyglisvert í ljós. Í hátækniiðnaði starfa um 6.500 manns, þar af eru rúmlega 40% með háskólamenntun og nærri 20% með iðnmenntun. Um 40% eru með grunnmenntun eða sérstaka starfsmenntun s.s. í þjónustu og ráðgjöf. Það er því ljóst að í hátækniiðnaði eru afar fjölbreytt störf í boði fyrir afar fjölbreyttan hóp fólks. Nokkur hátæknifyrirtæki Með frægari hátæknifyrirtækjum eru Marel, Össur og CCP sem framleiðir tölvuleikinn Eve Online. Önnur eru á leiðinni að verða fræg, t.d. Marorka, sem hannar og framleiðir olíusparnaðarkerfi í skip og Fjölblendi í Hafnarfirði sem hannar nýja og byltingarkennda tegund af blöndungum sem nýta eldsneyti margfalt betur en þeir bestu gera í dag. Gríðarlega mörg fyrirtæki hafa atvinnu af að þjónusta fyrirtæki eins og þessi, t.d. þekki ég til vélsmiðju í Höfðahverfi sem framleiddi mikið fyrir Medcare Flögu, sem því miður flúði land fyrir ári síðan.

öflugasti vaxtarbroddurinn í atvinnulífinu, býður upp á fjölbreyttustu störfin og góðar tekjur. Vöxturinn á Íslandi er hins vegar stopp. Ef ekki hreinlega Stopp! Stopp! svo vitnað sé í Framsókn. Hefur ekki hreyfst í tvö ár. Orsökin eru ofurvextir, ofurgengi og úreltar hugmyndir um umhverfi greinarinnar. Það er reyndar ekki undarlegt því stjórnvöld hafa engan áhuga á greininni en einblína þess í stað á stóriðjuna. Verðlaunatillögur Samfylkingarinnar Á Sprotaþingi hjá Samtökum Iðnaðarins fyrir nokkrum mánuðum var hverjum þingflokki boðið að koma með þrjár tillögur að aðgerðum sem gætu fljótt og örugglega bætt vaxtarskilyrði hátækniiðnaðarins. Allir flokkarnir mættu með sínar tillögur, þær voru kynntar og ræddar af um 300 frumkvöðlum úr atvinnulífinu. Að lokum greiddu hinir 300 þingfulltrúar Sprotaþings atkvæði um tillögurnar. Samfylkingin fékk gull, silfur og brons.

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Samfylkingar til alþingis, skrifar:

Fjölniskortið kemur út 15. maí Hægt er að sækja um kortið frá 15. maí á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is

félagið þitt í Grafarvogi

Nokkrar skemmtilegar tölur Hlutfall hátækniiðnaðar í verðmætasköpuninni eru um 3,9% eða þrisvar sinnum meira en öll stóriðjan til samans sem aðeins leggur til um 1,3% af verðmætasköpuninni skv. hagtölum iðnaðarins. Störf í hátækniiðnaði eru rúmlega 18% af öllum iðnaðarstörfum á landinu. Hátæknistörfin eru um 4% allra starfa í landinu en til viðmiðunar má geta þess að störf í sjávarútvegi eru um 6,6% allra starfa og störf í landbúnaði um 2,4%. Aðeins 0,6% allra starfa á Íslandi eru við stóriðju svo 99,4% vinnandi fólks virðist samkvæmt þessu starfa við "eitthvað annað". Hátæknistopp á Íslandi Hátækniiðnaðurinn hefur á 15-20 árum vaxið upp í þetta úr því að vera nánast ekki neitt og vöxturinn á milli ára hefur að jafanaði verið um og yfir 30% á ári. Reynsla nágrannalandanna sýnir að hátækniiðnaðurinn er lang-

Flokkur atvinnulífsins Þetta er ekki tilviljun. Samfylkingin er flokkur atvinnulífsins. Flokkurinn vill hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu og leggur sérstaka áherslu á að gera rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja einfaldara og ódýrara. Þau eru grunnurinn að áframhaldandi þróun og vexti atvinnulífsins, þar leysist úr læðingi krafturinn sem býr í frelsi einstaklinganna til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þennan kraft megum við ekki fara á mis við. Efnahagur og velferð Samfylkingin hefur ítrekað bent á að rétt eins og velferðarsamfélagið byggist á traustu og öflugu atvinnulífi byggist traust atvinnu- og efnahagslíf á öflugu velferðarsamfélagi þar sem allir hafa jafnan rétt á þjónustu og menntun. Þau samfélög þar sem jöfnuður er mestur og þetta tvennt spilar saman eru samkeppnishæfustu lönd heims. Þannig land viljum við Samfylkingarfólk að Ísland verði. Land tækifæranna fyrir alla, bæði fólk og fyrirtæki. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Rvk norður.


Þitt atkvæði tryggir: Áframhaldandi uppbyggingu kröftugs og samkeppnisfærs atvinnulífs. Ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum. Eingöngu einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Fjölbýlum verði breytt í einbýli. Skattleysismörk í 100 þúsund krónur. 12 mánaða fæðingarorlof og gjaldfrjáls leikskóli í samvinnu við sveitarfélögin. Stimpilgjöld verði felld brott. Þjóðvegir út frá höfuðborginni tvöfaldaðir, Sundabraut og mislæg gatnamót í þéttbýli. Hækkun frítekjumarks á atvinnutekjur lífeyrisþega og frítekjumark sett á greiðslur úr lífeyrissjóðum. Að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf. Þriðjungur námslána breytist í styrk. Sátt með þjóðinni um nýtingu náttúruauðlinda.

Árangur áfram - ekkert stopp

framsokn.is


17

16

GV

Fréttir

Atli Gunnarsson 20 ára miðjumaður 16/0.

Ásgeir Aron Ásgeirsson 21 árs varnarmaður 27/1.

Davíð Þór Rúnarsson 28 ára sóknarmaður 57/34.

Einar Markús Einarsson 22 ára varnarmaður 59/0.

Gunnar Már Guðmundsson 23 ára miðjumaður 133/16.

Gunnar Valur Gunnarsson 25 ára varnarmaður 104/4.

Halldór Freyr Ásgrímsson 19 ára sóknarmaður 8/0.

Haukur Lárusson 20 ára varnarmaður 29/3.

Illugi Gunnarsson 19 ára miðjumaður 30/1.

Kjartan Ólafsson 23 ára varnarmaður 52/0.

Magnús Ingi Einarsson 26 ára varnarmaður 30/1.

Ólafur Páll Johnson 22 ára miðjumaður 61/5.

GV

Fréttir

,,Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu. Ég hef mikla trú á hópnum sem ég hef í höndunum og það eru margir sem gera tilkall til að vera í liðinu hjá okkur. Það verður því úr vöndu að ráða að púsla bæði liði og hóp saman eins og staðan er í dag,’’ segir Ásmundur Arnarsson. GV-mynd PS

Ásmundur Arnarsson þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis í knattspyrnu:

Ómar Hákonarson 26 ára miðjumaður 27/10.

Sigurður Lúðvík Stefánsson 20 ára miðjumaður 11/0.

Pétur Georg Markan 26 ára miðjumaður 60/14.

Sölvi Sturluson 22 ára varnarmaður 9/0.

Ragnar Gunnarsson 24 ára miðjumaður 9/1.

Tómas Leifsson 22 ára miðjumaður 16/7.

Rannver Sigurjónsson 23 ára sóknarmaður 3/1.

Viðar Guðmundsson 20 ára miðjumaður 2/0.

Ríkharð Snorrason 25 ára markvörður 83/0.

Sigmundur P. Ásþórsson 24 ára miðjumaður 44/8.

Þórður Ingason 19 ára markvörður 19/0.

Fjölnir 2007

Ásmundur Arnarsson þjálfari.

- styðjum okkar menn til afreka í sumar

Garðar Gunnar Ásgeirsson sérlegur ráðgjafi.

Á þessari síðu birtum við myndir af öllum leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu. Þessir snillingar glíma við það erfiða verkefni í sumar að koma Fjölni í fyrsta skipti í efstu deild á meðal þeirra allra bestu, Landsbankadeildina. Stuðningur áhorfenda er

gríðarlega mikilvægur en lið Fjölnis hefur á síðustu árum fengið mjög lítinn stuðning á heimavellinum i Dalhúsum ef það er haft í huga að í hverfinu búa um tuttugu þúsund manns. Við skulum því láta verða af því í sumar að mæta a völlinn og styðja okkar lið. Fjöln-

isliðið er öflugt og hefur þegar fundið lyktina af Landsbankadeildinni en vantað herslumuninn á að komast alla leið. Undir stjórn Ásmundar Arnarssonar og Kristófers Sigurgeirssonar er liðið til alls líklegt í sumar og þjálfarinn er bjartsýnn á góðan ár-

angur eins og kemur fram í opnuviðtali við hann á næstu síðum. Loks skal þess getið að tölurnar undir myndum af leikmönnum sýna annars vegar leikjafjölda með Fjölni og síðari talan segir til um skoruð mörk viðkomandi leikmanns fyrir Fjölni. Áfram Fjölnir!!

Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari.

Aldrei verið með sterkari hóp Nú styttist óðum í að keppnistímabil knattspyrnumanna hefjist en óþreyjufullir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að bíða lengi eftir þessari stundu. Fjölnisliðið, sem leikur í 1. deild eins og flestir Grafarvogsbúar vita, er líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna ef marka orð sparkspekinga. Fjölnisliðið hefur verið að leika ágætlega á undirbúningstímabilinu og til alls líklegt. Ásmundur Arnarsson er þjálfari liðsins en þetta er þriðja ár hans með liðið sem hefur stundum verið ansi nálægt því að fara upp í efstu deild. Aldrei að vita nema liðið blandi sér enn og aftur í þá baráttu en liðið er skipað efnilegum leikmönnum semeru til búnir að leggja töluvert á sig til að ná makmiðum sínum. Grafarvogsblaðið sló í þráðinn til Ásmundar þjálfara og sagðist hann vera mjög spenntur að hefja mótið og fróðlegt yrði að spila í tólf liða deild í fyrsta skipti. Að hans mati yrði deildin eflaust fjölbreytt og skemmtileg hringinn í kringum landið og mikið um ferðalög. Það væri mikið um erfiða útivelli sem ætti eftir að setja strik í reikninginn í niðurstöðu deildarinnar þegar upp yrði staðið. Fyrsti leikur Fjölnis í 1. deild í ár verður gegn Reyni úr Sandgerði á útivelli 14. maí en í 2. umferð mætir Fjölnir liði Fjarðarbyggðar á heimavelli þann 18. maí. ,,Varðandi liðið okkar og hópinn má segja að það hafi verið góður stígandi í leik okkar. Undanfarin ár höfum við verið að blanda okkur í baráttuna og fjórða sætið 2005 og þriðja sætið í fyrra er talandi dæmi um það hvað við vorum stutt frá því að færast upp um deild. Mín tilfinning núna er sú að við höfum aldrei verið með sterkari hóp. Fram undan er að

þrjú lið fara upp í efstu deild og okkar markmið er að vera eitt af þeim þremur miðað við gengi okkar undanfarin ár,’’ sagði Ásmundur. Áður en Ásmundur kom til starfa hjá Fjölni var hann þjálfari Völsungs í tvö ár. Hann var leikmaður með Völsungi, Þór og Fram og aðeins með Breiðablik. Ásmundur er sjúkraþjálfari að mennt og vinnur við göngugreiningu. Hann rekur auk þess íþróttavöruverslun og þjónustar íþróttafélög að Ármúla 17. - Hvernig er liðið mannað miðað við síðasta ár? ,,Ég myndi segja að hópurinn væri sterkari enda hefur hann breikkað og við erum búnir að fá öfluga leikmenn. Í fyrra lögðum við mikla áherslu á varnarleikinn og það gekk eftir enda fengum við aðeins á okkur um 15 mörk. Á sama tíma gekk ekki eins vel að klára sóknarleikinn en fyrir þetta tímabil erum við búnir að bæta við mannskap þeim meginn sem verður vonandi til þess að sóknarleikurinn verður betri. Það er enginn útlendingur í Fjölni og svo hefur ekki verið síðan að ég kom til félagsins. Við höfum frekar leitað að ungum og efnilegum leikmönnum hér innanlands með ágætis árangri. Í sumar verða tveir lánsmenn á mála hjá okkur en annars eru þetta eingöngu leikmenn sem eru alkomnir og uppaldir í Fjölni.’’ - Þú treystir þessum mannskap til góðra verka á komandi tímabili? ,,Ég tel að við séum með nægilegan sterkan hóp til að ná markmiðum okkar. Baráttan verður auðvitað hörð. Það eru nokkur lið um hituna en við ætlum að verða eitt þeirra sem blanda sér í þá baráttu,’’ sagði Ásmundur. - Hvernig hefur liðinu verið að

ganga í leikjunum fyrir tímabilið? ,,Það hefur verið upp og ofan. Við höfum fengið tvo skelli í vetur, annan á móti Fylki og hinn á móti Fram. Undanfarið höfum við verið að leika fína leiki eins og á móti KR og Breiðablik. Við höfum verið að standa upp í hárinu á úrvalsdeildarliðunum en núna snýst þetta um að klára dæmið þegar út í okkar deild er komið. Styrkleikinn er vissulegu til staðar.’’ Fjölnir tók þátt í Reykjavíkurmótinu og deildarbikarnum og fyrir páskana fór liðið í æfingaferð til Portúgals. Ásmundur sagði það hafa verið fína ferð og skilað tilætluðum árangri. Liðið var þar í góðu yfirlæti og það tókst að hrista mannskapinn vel saman. Síðustu 2-3 vikurnar fyrir Íslandsmótið hafa verið leiknir æfingaleikir og reynt eftir fremsta megni að æfa á grasi.’’ - Á ekki að reyna að skapa góða stemningu á heimaleikjum liðsins í sumar? ,,Það eru uppi margar skemmtilegar hugmyndir sem snúa að því að gera umgjörðina lifandi og skemmtilega í sumar. Það eru fleiri að koma að starfinu í sumar en í fyrra sárvantaði mannskap til að vinna í þessum málum. Það eru að koma nýir menn inn í þetta núna með ferskar hugmyndir varðandi umgjörðina og búa þannig til skemmtilega stemningu á heimaleikjum liðsins. Við ætlum að reyna að ná vel til yngri flokka félagsins og fá þá til að mæta vel og styðja þannig vel við bakið á liðinu í sumar. Vonandi fylgja foreldrar í kjölfarið og búa þannig smám saman til kjarna af Fjölnismönnum sem hefur svolítið vantað fram að þessu,’’ sagði Ásmundur. Hann sagði grunnurinn að góðu

gengi í sumar yrði lagður með góðum árangri á heimavelli. Það eru líka til staðar nokkrir erfiðir útivellir en við þurfum virkilega á því að halda að ná upp góðri stemningu á heimavelli í sumar.’’ - Heldur þú að fjölgun liða í deildinni hafi góð áhrif í för með sér? ,,Já, ég er alveg viss um að hún muni hafa góð áhrif. Auðir og dauðir punktar verða færri en áður og fleiri alvöruleikir eru á dagskrá en áður var. Tímabilið lengist í annan endann og fyrir vikið erum við leika fleiri leiki sem er hið besta mál.’’ - Það má alveg heyra á Ásmundi að hann er með mörg járn í eldinum, fulla vinnu og þjálfunina með. Hvernig gengur að koma þessu saman? ,,Þetta kostar að sjálfsögðu mikla skipulagningu. Ég er svolítið minn eigin herra í minni vinnu þannig að ég get stýrt þessu aðeins. Mesta vinnan er að púsla þessu saman enda mikil vinna á öllum vígstöðvum. Þetta er bara hinn íslenski veruleiki, flestir eru í einhverju öðru með sinni aðalvinnu. Menn þurfa bara að láta þetta ganga upp og hafa góða fjölskyldu á bak við sig,’’ sagði Ásmundur. - Starf þjálfara er á stundum krefjandi og erfitt? ,,Ég held að þetta sé 18. árið mitt sem þjálfari en ég byrjaði að þjálfa þegar ég var 16 eða 17 ára gamall og hef nánast ekki slegið slöku við síðan. Ég hef þjálfað alla flokka bæði í knattspyrnu og handbolta þannig að þetta hefur verið stór partur í mínu lífi alla tíð. Maður þekkir í raun ekkert annað. Við getum sagt að þetta sé baktería á mjög háu og alvarlegu stigi, jafnvel ólæknalegur vírus,’’ segir Ásmundur og skellir upp úr.

Ásmundur er duglegur við það að mennta sig sem þjálfari og hefur sótt námskeið á vegum KSÍ. Hann tók tvö stór námskeið í vetur og sótti ennfremur vikunámskeið á Englandi á sl. hausti. Hann hefur einnig tekið UEFA A-próf þar sem þjálfarar unnu saman í hópum og tóku síðan skrifleg og verkleg próf. Ásmundur sagðist einnig kafa ofan í erlend tímarit en þetta væri í raun endalaus menntun eins og hann komst að orði. ,,Um leið og maður hættir að sækja menntun í þessum efnum getur maður allt eins hætt þessu. Maður verður alltaf að vera að læra og þróa sig áfram og læra svo lengi sem maður verður í þessu.’’ - Ef við snúum okkur aftur að komandi tímabili er ekki annað að heyra á þér en þú sért bjartsýnn og hlakkir mikið til? ,,Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu. Ég hef mikla trú á hópnum sem ég hef í höndunum og það eru margir sem gera tilkall til að vera í liðinu hjá okkur. Það verður því úr vöndu að ráða að púsla bæði liði og hóp saman eins og staðan er í dag. Fyrstu tveir leikir okkar verða gegn liðum sem eru að koma upp úr 2. deild og fyrir okkur eru þau óskrifað blað. Það skiptir gríðarlegu máli að byrja mótið vel og menn skildu ekki vanmeta þessi tvö lið þó að þau séu að koma upp úr 2. deild. Þarna bíða okkar erfiðir leikir og vonandi tekst okkur að knýja fram hagstæð úrslit. Það er í öllu falli mjög spennandi sumar fram undan og mikil tilhlökkun að glíma við þetta verkefni,’’ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu í spjallinu við Grafarvogsblaðið.


18

GV

Fréttir

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavík norður:

Hið hófsama miðjuafl Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, er nýja stjarnan í íslenskum stjórnmálum. Hann tók við formennsku í Framsóknarflokknum síðasta sumar, yfirgaf bankastjórastól í Seðlabankanum og settist í ríkisstjórn, sextugur að aldri, án þess að hafa áður setið á Alþingi. Þótt Jón hafi þá verið lítt þekktur úr fjölmiðlum var hann þrautreyndur stjórnmálastarfi og hefur verið virkur þátttakandi og forystumaður í stefnumótun á vettvangi Framsóknarflokksins. Auk þess hefur hann verið rektor háskólans á Bifröst, framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum. Í þeim störfum hafði hann áunnið sér það traust flokksmanna sem kom fram í því að þeir kusu hann formann í stað Halldórs Ásgrímssonar. Jón drakk í sig stefnu Framsóknarflokksins með móðurmjólkinni. Móður hans Unnur Kolbeinsdóttir, var varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík á árunum 19591963. Faðir hans, Sigurður Ellert Ólasson, var einnig einarður Framsóknarmaður en hann starfaði sem aðallögfræðingur fjármálaráðuneytisins. ,,Ég man varla eftir að það hafi verið rætt um pólitík á heimilinu og ég varð aldrei var við neinn þrýsting frá foreldrum mínum um að ganga í Framsóknarflokkinn,’’ segir Jón. Hann segist hafa verið fremur vinstri sinnaður ungur maður og að eiginlega hafi hann fyrst orðið sannfærður framsóknarmaður þegar hann var við nám í Svíþjóð velferðarkerfinu og umræðum um velferðarmál þar í landi. ,,Ég sannfærðist um það á þessum árum að ég átti samleið með Framsóknarflokknum. Hann er hið hófsama miðjuafl, sem er velferðarsinnað og umbótasinnað, en vill jafnframt tryggja að við stöndum á sterkum grunni í efnahags- og atvinnulífi svo að við höfum efni á að veita okkur glæsilegt og gott velferðarkerfi, fyrir uppvaxandi kynslóðir, aldraða og þá sem höllum fæti standa. Framsóknaflokkurinn er það íslenska stjórnmálaafl sem hefur alltaf lagt mesta áherslu á að sameina þessi sjónarmið - öflugt atvinnulíf og öflugt velferðarkerfi.’’ - Hvað var það við norrænu velferðarkerfin sem gerði þig að framsóknarmanni? ,,Norrænu velferðarþjóðfélögin eru að mörgu leyti til fyrirmyndar en þau einkennast líka af erfiðum

vandamálum og ákveðinni firringu. Þar er atvinnuleysi mun meira og skattar hærri en við Íslendingar höfum kynnst og vildum búa við. Þessir gallar fylgja þessu kerfi og myndu gera það ef það væri flutt í heilu lagi hingað til lands eins og sumir talsmenn stjórnarandstöðunnar virðast vilja. Ég sannfærðist um það þegar ég bjó í Svíþjóð að menn gætu ekki komið með módel frá útlöndum og plantað niður í íslenskt samfélag. Íslendingar eiga sínar eigin forsendur, venjur og lífsviðhorf, - við þurfum að finna úrlausnir sem hæfa þjóðinni. Ég vil t.d ekki taka til fyrirmyndar frá Skandinavíu það að auka skattbyrðina á meðaltekjufólk og hátekjufólk. Við búum við opið hagkerfi og ef við göngum of langt í því að auka skattbyrðina þá eiga fyrirtækin kost á að færa sig úr landi, við sjáum að það hefur gerst á Norðurlöndum að mikið af hátekjufólki og fyrirtækjum hefur farið úr landinu og greiðir sína skatta í öðrum löndum, ég vil forðast slíka útrás undir öfugum formerkjum frá Íslandi. Þess vegna vil ég að við búum hér við samkeppnishæft atvinnulíf og við þurfum líka að huga að því að búa til samkeppnishæft umhverfi fyrir fólkið í landinu til að afla sér menntunar og njóta samvista við fjölskyldu, vini og náttúru landsins. Undanfarin ár höfum við náð hér miklum árangri með því að lækka skatta og þær aðgerðir hafa fært ríkissjóði meiri tekjur sem varið hefur verið til velferðarmála. Stjórnarandstaðan talar um samdrátt en raunin er sú að nú rennur stærri hluti ríkisútgjalda til heilbrigðis- félags- og menntamála en nokkru sinni. Þetta hefur verið tímabil aukinnar velferðar. Á sama tíma hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður, hann er nú nær skuldlaus og grunnurinn sem við stöndum á er traustari en nokkru sinni. Á liðnu ári voru framlög ríkisins til heilbrigðismála ríflega 80 milljarðar og höfðu aukist að raungildi um 49% frá árinu 1998. Af umræðunni mætti ætla að það hefði orðið samdráttur Miðað við verga landsframleiðslu var hlutfall til heilbrigðismála 6,9% árið 1998 en 8% á síðasta ári. Framlög ríkisins til almannatrygginga og velferðarmála voru 73,4 milljarðar króna í fjárlögum 2006. Þau höfðu aukist að raungildi um 23 milljarða króna frá árinu 1998 eða um 45%. Framlög ríkisins til almannatrygginga og velferðarmála á fjárlögum 2006 um 7% af áætlaðri vergri landsframleiðslu. Árið 1998

,,Ég heiti á þá kjósendur sem vilja að við tökum sæti í næstu ríkisstjórn til þess að sýna þann vilja sinn í verki og kjósa Framsóknarflokkinn á kjördag,’’ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. nam þetta hlutfall 6,3%. Þessar tölur sýna svart á hvítu hvílík firra það er hjá stjórnarandstöðunni að hér hafi verið skorið niður til heilbrigðis- og velferðarmála. Og á þessu ári höfum við enn gert betur, meðal annars með samkomulagi við aldraða sem gerir ráð fyrir því að næstu ár aukist framlög til málefna aldraðra um hátt á þriðja tug milljarða króna. Við getum lengi gert betur og okkar bíða ýmis verkefni í málefnum aldraðra, m.a. við að efla enn frekar þjónustu þannig að fólk geti sem lengst búið heima hjá sér en einnig með byggingu hjúkrunarheimila og að tryggja að aldraðir þurfi ekki að búa í fjölbýli á hjúkrunarheimilum. Sú tilhögun er orðin tímaskekkja. Þetta eru næstu stórátök sem við viljum ráðast í á þessu sviði.’’ - Hver telur þú að verði mikilvægustu viðfangsefni næstu ríkisstjórnar? ,,Við viljum halda áfram á sömu braut og í raun teljum við að aðild Framsóknarflokksins að ríkisstjórn sé forsenda þess að það verði hægt að halda áfram á þessari sömu braut næstu árin. Það er þjóðarnauðsyn að vinna að langvarandi jafnvægi og stöðugleika í íslensku atvinnulífi. Við höfum verið að ganga í gegnum tímabil róttækra breytinga, í endurmótun viðskiptalífs og fjármálakerfis og tímabil mjög mikilla stórframkvæmda. Við munum leggja mjög þunga áherslu á það á næstu árum að vinna að jafnvægi og stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi. Það er nauðsynlegt til að tryggja undirstöðurnar í samfélaginu og til þess að tryggja að sá mikli árangur sem hefur náðst, dreifist út til allrar þjóðarinnar; til meðaltekjufólksins og lágtekjufólksins og til allra byggða

landsins, þannig að þeir sem mest þurfa á að halda njóti árangursins. Undanfarin ár hefur náðst hér mikill árangur, íslenskt viðskiptaumhverfi er nú fyllilega samkeppnishæft við það sem best gerist erlendis. Lífskjör þjóðarinnar mælast hvarvetna í efstu sætum á alþjóðlegum mælikvarða. Við viljum standa vörð um þennan árangur og sækja fram. Eitt af meginverkefnum næstu ára verða samgöngubætur, ekki síst í vegagerð hér á höfuðborgarsvæðinu. Þar ber hvað hæst gerð Sundabrautar, sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa sammælst um að vinna saman að. Verið er að skoða jarðgangaleið. Ríkið hefur þegar lagt til hliðar átta milljarða til þeirrar framkvæmdar, sem styttir vegalengdir, dregur úr umferðarþunga og stóreykur umferðaröryggi. Mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut eru einnig langt komin í undirbúningi, og ég á von á að þau verði að veruleika á næsta kjörtímabili.’’ - Á hvaða mál sem varða beint hag og afkomu fjölskyldufólks leggja framsóknarmenn áherslu í kosningabaráttunni? ,,Öll stjórnmál varða hagsmuni fjölskyldufólks, ekki síst full atvinna, stöðugt efnahagslíf og framsækið atvinnulíf. En að öðru leyti vil ég fyrst nefna lengingu fæðinarorlofs. Níu mánaða fæðingarorlof er eitt þeirra mála sem við framsóknarmenn erum hvað stoltastir af að hafa komið í framkvæmd í okkar ríkisstjórnartíð. Það hefur valdið byltingu í jafnréttismálum kynjanna og flestir íslenskir feður nýta sér rétt sinn til 3ja mánaða orlofs. Við viljum lengja fæðingarorlofið þannig að það verði 12 mánuðir og 4 mánuðir komi í hlut móður, fjórir í hlut föður og

fjórir skiptist þeirra á milli í samkomulagi. Afnám stimpilgjaldsins er annað stórt mál sem skiptir ungt fólk og fjölskyldur miklu máli og við ætlum okkur að vinna að því að afnema þá skattlagningu. Við munum einnig beita okkur fyrir því að skattleysismörk lækki í 100.000 krónur strax á næsta ári og breytist síðan í takt við neysluverðsvísitölu, eins og ákveðið hefur verið. Við leggum áherslu á að leiðrétta það misgengi sem er milli niðurgreiðslu til tannlæknakostnaðar barna og gjaldskráa tannlækna. Við stefnum að því að tryggja börnum undir 18 ára aldri gjaldfrjálsa tannvernd. Þannig mætti lengi telja.’’ - Skoðanakannanir eru flokknum ekki hliðhollar um þessar mundir, hvaða fylgi þarf Framsóknarflokkurinn að fá til að taka sæti í ríkisstjórn? ,,Það er ekki ný saga að fylgi Framsóknarflokksins mælist lítið í skoðanakönnunum en við eigum því að venjast að fá hærra fylgi í kosningum en könnunum. Við treystum nú eins og jafnan á fylgi hinna hófsömu kjósenda, fólksins sem hafnar öfgum til hægri og vinstri en vill kjósa til forystu flokk sem vinnur að jöfnum og stöðugum umbótum þjóðinni allri til heilla. Það afl er Framsóknarflokkurinn. Við leggjum verk okkar í ríkisstjórn óhrædd undir dóm kjósenda. Til þess að starfa áfram í ríkisstjórn þurfum við umboð kjósenda. Ég heiti á þá kjósendur sem vilja að við tökum sæti í næstu ríkisstjórn til þess að sýna þann vilja sinn í verki og kjósa Framsóknarflokkinn á kjördag.’’


20

GV

Fréttir

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður:

Breytt gildismat í pólitíkinni Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. - Nú ert þú varaformaður Vinstri grænna þrátt fyrir ungan aldur. Hvernig kom það til? ,,Ég gekk í VG árið 2002 sem segja má að hafi verið seinasti hlekkurinn á keðju margra atburða. Þegar VG komu fyrst fram þá fannst mér loksins að ég hafi fundið pólitískan flokk þar sem fóru saman friðarstefna, jafnaðarstefna og umhverfisstefna. Ég var svo hálfpartinn plötuð inn í floksstarfið og leist ekkert á blikuna í byrjun. Ég hafði séð fyrir mér pólitík sem fundi þar sem karlar sitja og drekka kaffi og borða þurrar formkökur. Og svo var það einmitt þannig þegar ég mætti á minn fyrsta pólitíska fund. Ég ákvað samt að gefa þessu tækifæri og samþykkti að vera neðarlega á Reykjavíkurlistanum árið 2002. Í þeirri baráttu tók keppnisskapið völdin og ég grillaði pylsur, dreifði bæklingum og fór á vinnustaði og annað slíkt þótt ég væri bara í 17. sæti. Þannig að ég endaði með að taka fullan þátt og hef einhvern veginn verið smituð af stjórnmálaveirunni síðan. Síðan var ég kosningastjóri VG í Reykjavík 2003 og sú barátta var erfið því við syntum á móti straumi tíðarandans. Eftir þær kosningar sátum við uppi með þá staðreynd að engir nýir frambjóðendur höfðu bæst við í þingflokkinn. Þess vegna skoruðu mínir félagar í ungliðahreyfingunni og raunar ýmsir fleiri á mig að gefa kost á mér í embætti varaformanns, til að breikka ásýndina og fjölga ungu fólki í framvarðasveit flokksins. Þegar ég náði því kjöri var eiginlega ekki aftur snúið, undanfarin ár höfum við lagt okkur öll fram um að byggja þessa hreyfingu upp og ég held að það starf hafi tekist harla vel. Ég held raunar að það sé stundum vanmetið í fjölmiðlum hversu mikinn þátt við konurnar í flokknum höfum átt í því.’’ - Katrín er alin upp í Álfheimum og gekk í Langholtsskóla og Menntaskólann við Sund. Var talað mikið um stjórnmál á þínu heimili? ,,Ég er ekki alin upp á flokkspólitísku heimili þannig séð en á mínu heimili voru alltaf miklar umræður og talað um öll mál. Það er góður undirbúningur fyrir stjórnmál og félagsstörf. Þó að við höfum ekki verið alin upp til þess höfum við systkinin öll verið virk í pólitísku starfi þannig að stundum er fátt annað rætt í fjölskylduboðum! Það skiptir líka máli að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og ég tel mig heppna að eiga vini sem aðhyllast ýmsar og ólíkar stjórnmálaskoðanir. Sumum finnst ég ekki nógu reiðileg í pólitískum umræðum en ég held að það sé vegna þess að ég hef vanist því að hlusta á aðra og vega og meta þeirra málflutning.’’ En hver eru þín hjartans mál í pólitík? ,,Þau eru auðvitað mörg - ég hef tekið menntamálin í fóstur og velt því mikið fyrir mér hvernig við getum tryggt fjölbreytni og jöfnuð innan opinbers menntakerfis.

Lykilatriði er auðvitað að enginn þurfi að falla frá menntunaráformum vegna kostnaðar, allt frá leikskóla upp í háskóla. Annað lykilatriði er að minnka miðstýringu í menntakerfinu þannig að fagfólk á hverjum stað fái aukið svigrúm til að móta skólastefnu og gera tilraunir í skólastarfi.’’ En aðalástæða minna stjórnmálaafskipta er auðvitað trúin á jöfnuð og velferð, ekki síst velferð barna og aldraðra. Það skiptir miklu að reka hér raunverulega barnastefnu, tryggja réttindi barna og úrræði fyrir þau börn sem eiga við geðraskanir, vímuefnavanda eða önnur vandamál að stríða. Og samfélagið getur líka gert miklu meira til að koma í veg fyrir að vandamálin komi upp. Það verður best gert með því að gefa foreldrum og börnum aukið svigrúm til samveru og að bjóða öllum foreldrum upp á uppeldisráðgjöf. Í því samhengi má minna á að við viljum lengja fæðingarorlof upp í eitt ár og stuðla að sveigjanlegri vinnutíma í samfélaginu. Í þriðja lagi vil ég nefna kvenfrelsismálin. Við tölum um kvenfrelsi en ekki aðeins jafnrétti vegna þess að við vitum að jafnrétti kynjanna er ekki til staðar. Óútskýrður launamunur kynjanna hefur ekki minnkað á undanförnum árum og er enn um 16%. Ég vil breyta því með því að afnema leynileg laun og gera Jafnréttisstofu miklu öflugri. Ég er líka þeirrar skoðunar að það þurfi að hækka laun fólks í hefðbundnum kvennastörfum, til dæmis í umönnunarstéttum. Til þess þarf að breyta gildismatinu í samfélaginu.’’ - Breyta gildismatinu - hvað áttu við? ,,Íslandi hefur oftast verið stjórnað af hægrimönnum. Auðvitað hefur það mótað hvernig við hugsum og hvað við gerum. Önnur sjónarmið hafa haft meiri áhrif en sjónarmið umhyggju og umhverfisverndar og með nýrri ríkisstjórn má breyta því. En nú finnst mér tími til kominn til að önnur gildi verði metin til jafns við efnahagslegan vöxt og ávinning. Mér finnst mikilvægt að allt fari saman: velferð fólks, velferð náttúrunnar og efnahagsleg velferð. Út á þetta gengur nútímaleg vinstristefna eins og sú sem við höfum talað fyrir.’’ - Katrín er fyrrverandi stigavörður í Gettu betur og kann líka að svara spurningunum því hún hefur farið á kostum í spurningakeppninni Meistaranum. Ertu spurninganörd? ,,Fór ég á kostum? Nei, ég er reyndar ekki spurninganörd. Ég tapa yfirleitt öllum spurningaspilum sem ég tek þátt í. Þar er ég reyndar yfirleitt að eiga við bræður mína sem eru miklir spurningakappar. Minn helsti vandi hefur verið að svara ekki nógu mörgum spurningum og verða svo mjög tapsár. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi í Popppunkti þar sem eru bjölluspurningar og ég er oft handlama eftir leikinn. Ég hef hins vegar náð tökum á keppnisskapinu í Meistaranum, sem betur fer!’’


22

GV

Fréttir Frábær árangur sundfólks Fjölnis 80 ára afmælissundmót Sd. Ármanns fór fram helgina 28.-29. apríl og þar átti Sunddeild Fjölnis sterka sveit sem sópaði að sér verðlaunum og Sigrún Brá Sverrisdóttir setti nýtt glæsilegt íslandsmet í stúlknaflokki 15-17 ára og á nú flest skriðsundsmetin í flokki telpna og stúlkna. Sigrún Brá Sverrisdóttir með 7 gullverðlaun og Íslenskt stúlknamet 15-17 ára í 100 m skriðsundi. Ólafur Páll Ólafsson með 3 gull og 3 bronsverðlaun og Fjölnismet karla og pilta í 100 m flugsundi og 200 m skriðsundi. Maríanna Kristjánsdóttir með 2 gull- og 1 bronsverðlaun. Sindri Sævarsson með 1 gull- og 1 silfurverðlaun. Gísli Þór Þórðarson með 2 bronsverðlaun. Kristinn Þórarinsson með 1 gull-, 2 silfur- og 2 bronsverðlaun. Daniel Hannes Pálsson með 1 silfur- og 3 bronsverðlaun. Samtals var afraksturinn 12 gull, 4 silfur og 11 brons og einnig voru sett 11 Fjölnismet á mótinu eitt Reykjavíkurmet og eitt íslenskt stúlknamet . Þess má einnig geta að þau Sigrún Brá og Sindri eru nýkomin af sterku alþjóðlegu sundmóti sem fram fór í Luxemborg. Þar vann Sigrún Brá tvö gull, tvö silfur og setti tvö mótsmet, en þetta er í þriðja sinn sem hún fer á þetta mót og sigrar 100 m skriðsund stúlkna. Sindri var að taka þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti en ekki því síðasta því hann hefur verið valinn til þátttöku á alþjóðaleikum æskunnar í júní og syndir þar fyrir hönd Reykjavíkur ásamt þeim Maríönnu Kristjánsdóttur og Gísla Þór Þórðarsyni. Greinilega miklar framfarir eftir æfingar vetrarins og góð staða fyrir sumarvertíðina.

Sumarstarf á vegum Gufunesbæjar Framundan er sumarið með margvíslegum ævintýrum hjá krökkum sem eru í fríi frá skólanum. Á vegum Gufunesbæjar verður fjölbreytt starfsemi fyrir börn á aldrinum 2- 12 ára. Fyrir þau yngstu verður starfræktur leikvöllur við Fróðengi. Þematengd heilsdagsnámskeið verða í boði fyrir aldurshópana 6 - 7 ára, 8 - 9 ára og 10 - 12 ára. Þá verða smíðavellir við Engja- og Foldaskóla fyrir 8 -12 ára krakka. Skráning á námskeiðin er á rafrænu formi á vefslóðinni www.reykjavik.is. Á leikvellinum og smíðavellinum fer skráning fram í fyrstu heimsókn. Allar nánari upplýsingar um innihald, staðsetningu og kostnað er hægt að nálgast í bæklingi ÍTR um sumarstarf í Reykjavík og á heimasíðu Gufunesbæjar, www.gufunes.is

Friðgeir Magni Baldursson, útibússtjóri hins nýja útibús Landsbankans í Grafarholti.

GV-mynd PS

Friðgeir Magni Baldursson, útibússtjóri Landsbankans, sem flytur í nýtt húsnæði í Grafarholti:

Hlakkar til að takast á við nýtt og spennandi verkefni Um miðjan maí mun útibú Landsbankans, sem verið hefur í Grafarvogi, flytja starfsemi sína í ný og glæsileg húskynni í Grafarholti þar sem Húsasmiðjan er til húsa. Friðgeir Magni Baldursson verður útibússtjóri en hann hefur starfað í bankanum um 17 ára skeið. Grafarvogsblaðinu lék forvitni á fræðast meira um þennan flutning bankans og hitti Friðgeir að máli á dögunum. ,,Það eru heilmikil tíðindi fram undan og markverðast í þeim efnum er flutningur á útibúinu í nýtt, stærra og glæsilegra hús sem er verið að standsetja og innrétta við Vínlandsleið 1. Við ætlum að taka þetta húsnæði í notkun þann 15. maí nk. Með þessum flutningi erum við að hugsa til lengri tíma þegar tekið er tillit til stærð húsnæðis og þjónustustigs. Starfsfólk núverandi útibús í Grafarvogi flytur með og heldur áfram að þjónusta sína viðskiptavini. Samt sem áður munum við fjölga starfsfólki um helming, ráðningarferli stendur yfir og við eigum eftir að ákveða hvað við förum bratt af stað í þeim efnum,’’ sagði Friðgeir. Hann sagði ennfremur að stórefla ætti alla þjónustu í nýja útibúinu sem er algerlega sjálfstæð eining. Áður hafði Grafarvogur stærðar sinnar vegna orðið að sækja töluverða þjónustu til annarra útibúa bankans.

,,Með þessari breytingu er litið til framtíðar og við munum bjóða upp á alla alhliða fjármálaþjónustu, jafnt til einstaklinga sem og rekstraraðila. Við verðum með sérstakan fyrirtækjasérfræðing og ennfremur sérstakan söluráðgjafa staðsettan í útibúinu. Þá munum við einnig fjölga þjónustufulltrúum einstaklinga. Við bjóðum upp á besta mögulega þjónustu sem lítur að megin fjármálaþörfum fyrirtækja og einstaklinga. Einverjir nýttu sér bílalúguna góðu í Grafarvoginum og þá væntanlega helst aldraðir og fatlaðir sem gátu síður farið út úr bílum sínum. Við verðum með mjög gott aðgengi fyrir aldraða og fatlaða í nýja útibúinu þannig að enginn þarf að hafa áhyggjur að komast ekki leiðar sinnar á nýja staðnum,’’ sagði Friðgeir.

Útibúið mjög vel staðsett - Hefur staðið til lengi að flytja útibúið á annað stað? ,,Já, í rauninni var það fyrirséð að í ört stækkandi hverfum, eins og í Grafarvogi og Grafarholti, þá var útibúið í Grafarvoginum löngu sprungið. Menn hafa því í raun í nokkurn tíma verið að leita fyrir sér hvað nýtt húsnæði áhrærir. Það var búið að fara víða um Grafarvoginn og skoða húsnæði en okkur leist best á þetta sem varð fyrir valinu. Það er mjög vel staðsett, við aðra af tveim-

ur aðkomuleiðunum inn í Grafarvog, og við aðal aðkomuleiðina inn í Grafarholt. Auk þess er það nánast við Vesturlandsveginn þar sem t.d. umferðin úr og í Mosfellsbæ liggur.’’ - Hvað ert þú sjálfur búinn að starfa lengi hjá Landsbankanum? ,,Ég er búinn að starfa í rúm 17 ár hjá bankanum og kem þangað inn sem hagfræðingur að mennt. Fyrst starfaði ég á fyrirtækjasviði eða samtals í sex ár. Síðan hef ég verið útibústjóri, fyrst í Grindavík, þá á Selfossi og loks í Keflavík þaðan sem ég er að koma núna. Það má kannski segja að ég hafi komið víða við og hafi því nokkuð viðtæka þekkingu á bankamarkaðnum.’’

Þjónusta batnar til muna - Mega viðskipavinir eiga von á enn betri þjónustu á nýja staðnum? ,,Það treysti ég mér alveg til að fullyrða. Þjónustan mun batna til mikilla muna vegna þess að það framboð og þjónustustig sem í boði verður hefur verið eflt til muna, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Það er reynslumikið bankafólk að ganga í flest störf í nýja bankahúsnæðinu og er það ekki síst vegna þess að starfsfólk Grafarvogsútibúsins flytur með yfir í nýja húsnæðið. Nýir starfsmenn útibúsins hafa einnig yfirgripsmikla þekkingu á sínu sviði þannig að það verð-

ur valinn maður í hverju rúmi. Nýja húsnæðið er ríflega 450 fermetrar, allt á einni hæð, mjög aðgengilegt og sérinnréttað. Við gátum innréttað húsnæðið algjörlega að nútímaþörfum miðað við þá staðla og þarfir sem við teljum okkur þurfa og höfum góða reynslu af víða um land. Það verður mjög vel hugsað fyrir öllum hlutum enda eins og ég segi er útibúið nýtískulegt og vel útbúið í alla staði.'’’ Friðgeir sagði í lokin að starfsmönnum og honum sem útibústjóra hlakki mikið til að hefja störf á nýja staðnum. ,,Ég hlakka mikið til að takast á við nýtt og spennandi verkefni. Þó að ég sé höfuðborgarbúi þá er ég að taka við stöðu útibústjóra í Reykjavík í fyrsta skipti. Það verður gaman að sjá hvort það sé mikil breyting frá því að starfa á landsbyggðinni. Ég held að við höfum margt upp á að bjóða fyrir þennan borgarkjarna og rekstraraðila víða að vegna yfirgripsmikillar fyrirtækjaþekkingar. Það verður spennandi að takast á við þessi nýju verkefni og hitta nýja viðskiptavini. Sameiginlega munum við gera góða hluti saman og ég býð íbúa Grafarvogs, Grafarholts, Mosfellsbæjar og Kjalarness ásamt rekstraraðilum á svæðinu að líta við og kynna sér hvað við getum boðið,’’ sagði Friðgeir Magni Baldursson.


KATRÍN JAKOBSDÓTTIR

1. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður

KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum


24

GV

Fréttir

Nokkrar fullyrðingar stjórnarandstöðunnar Eins og gengur og gerist í kosningabaráttu takast stjórnmálaflokkarnir á um hvernig okkar sameiginlegu málum sé best fyrir komið. Mér hefur alltaf þótt það heilmikið heilbrigðismerki á hverju þjóðfélagi ef stjórnmálaáhugi er almennur og kosningaþátttaka góð. Það þýðir að okkur er ekki sama hvernig þjóðfélagið okkar þróast, við viljum hafa skoðun og við viljum geta rætt öfgalaust saman og komist þannig að niðurstöðu. Enginn flokkur er saklaus af því að reyna að gera sinn hlut sem bestan og tilheyrir það lýðræðinu. Um leið er það skylda annarra flokka og talsmanna þeirra að benda á ef þeir telja að farið sé með rangt mál eða villandi mynd dregin upp. Ég vildi því gjarnan nota þetta tækifæri hér og benda á nokkur atriði sem ég tel að ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn sérstaklega hafi verið ranglega sakaðir um

Efnaghagslífið Því hefur verið haldið fram, einkum af forystumönnum Samfylkingarinnar, að efnahagslífið sé farið úr böndunum og fullyrt

að nauðsynlegt sé að sá flokkur komist til valda til þess að koma efnahagslífinu í jafnvægi. Rétt er að verðbólgan fór í rúm 7% á síðasta ári, einkum vegna stóriðjuframkvæmda og hækkunar á íbúðaverði. Mestu skiptir í þessu máli að átta sig á því að Seðlabankinn og þeir aðrir sem gerst þekkja til efnahagsmála þjóðarinnar spá því að innan nokkurra mánaða verði verðbólgan komin inn fyrir þau mörk sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa sett. Með öðrum orðum: Sú fullyrðing að Samfylkingin þurfi að koma að landsstjórninni til að böndum verði komið á verðbólguna, stenst enga skoðun.

BUGL Málefni barna og unglingageðdeildar Landsspítala hafa verið til umræðu síðustu daga. Það er rétt að ekki er hægt að þola að þar séu langir biðlistar. Samfylkingin hefur haldið því fram að hér sé um að ræða vanrækslusynd ríkisstjórnarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Á það hefur verið bent að eftirspurn efitr þjónustu BUGL hafi aukist m.a. vegna aukinnar þekkingar á geðsjúkdóm-

um barna og einnig hafi aukist kröfur menntakerfisins um greiningu frá BUGL eigi börn að fá stuðning í grunnskóla. Fjárveitingar hafa verið auknar á undanförnum árum til BUGL og á næsta ári verður tekin í notkun göngudeild fyrir BUGL og má þá vænta þess að öll starfsaðstaða muni batna til muna. Betur má ef duga skal og það er ánægjulegt að vita til þess að við hönnun nýja háskólasjúkrahússins hefur verið gert ráð fyrir nýbyggingum fyrir BUGL. Með öðrum orðum: Það eru biðlistar á BUGL, við því þarf að bregðast og það hefur ríkisstjórnin verið að gera.

rými. Ef skoðað er tímabilið frá 2001 til 2006 kemur í ljós að hjúkrunarrýmum hefur fjölgað um 522. En til að mæta þeirri þörf sem nú er einkum hér á Reykjvíkursvæðinu hefur ríkissjórnin ákveðið að byggð verði 374 ný hjúkrunarrými á árunum 2007 til 2010 og þar með verði að mestu búið að mæta þeirri þörf

Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar:

Hjúkrunarheimili Síðustu daga hefur Samfylkingin farið mikinn í áróðri sínum um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki sinnt þörfum aldraðra sem skyldi. Einkum hefur verið rætt um að nú sé nokkur hópur aldraðra sem bíði eftir hjúkrunar-

sem nú er. Á þessu ári verða 65 ný hjúkrunarrými tekin í notkun. Samfylkingin hefur lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir byggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma komist flokkurinn til valda. Áhugavert væri að fá að vita hvort þessi 400 nýju rými Samfylkinarinnar eigi að bætast við þau 374 hjúkrunar-

rými sem nú þegar er búið að ákveða að byggja. Með öðrum orðum: Það er verið að vinna á fullum krafti í því að mæta þörf eldri borgara fyrir hjúkrunarrými.

Kosið um framtíðina Kosningarnar verða þann 12 maí og það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera okkur sem gleggsta mynd af stöðu mála í samfélaginu. Við í Sjálfstæðisflokknum leggjum verk okkar og hugmyndir óhrædd í dóm kjósenda, sá árangur sem náðst hefur á undanförnum árum blasir við öllum. Gríðarleg kaupmáttaraukning, skuldlaus ríkissjóður við útlönd, lægri skattar, öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi og kraftmikið efnahagslí staðfesta þann árangur sem náðst hefur undir forystu Sjálfstæðisflokkins í ríkissjórn. Höfum það hugfast þegar við göngum að kjörborðinu þann 12 maí næstkomandi. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til Alþingi í Reykjavíkurkjördæmi suður

Opið bréf til foreldra unglinga í Grafarvogi:

Eigið gæðatíma með unglingunum um helgina Kæru foreldrar. Ég skrifa ykkur þetta bréf fyrir hönd Grósku, sem er stýrihópur um forvarnir í Grafarvogi. Þessi hópur vinnur að því að samræma aðgerðir í baráttu við reykingar, áfengi og fíkniefni. Samræmdu prófunum í 10. bekk lauk í gær. Skólar, foreldrafélög og ÍTR skipulögðu sérstakar ferðir fyrir 10. bekkinga í tilefni að lokum samræmdu prófanna. Þessar skipulögðu ferðir hafa gefist vel á liðnum árum. Það er mun heillavænlegra fyrir unglingana að fara í slíkar ferðir heldur en skunda niður í bæ og leita sér afþreyingar á þeim slóðum. Við Íslendingar viljum fagna unnum áföngum og er það vel. Stundum vill sá fögnuður ganga út í öfgar. Oftar en ekki er áfengi haft um hönd. Allt of margt fulltíða fólk heldur að það sé ekki hægt að gleðjast og skemmta sér nema vera undir áhrifum vímuefna. Margir unglingar halda það sama. Samræmdu eru prófin að baki. Þess vegna skal áfengi drukkið. Þvílíkur misskilningur. Sannan fögnuð og gleði er ekki að finna í vímugjöfum. Það eitt er víst. Framundan er kosninga- og júróvísjónhelgi. Margir munu finna sér tilefni til að drekka áfengi um þessa helgi. Ég hvet ykkur til þess að vera á verði um helgina og passa unglingana ykkar. Gerið eitthvað gott og uppbyggilegt með þeim. Nú er tilefnið ærið. Bjóðið þeim út að borða. Eigið gæðatíma með þeim um þessa helgi. Spjallið og hlæið saman. Farið í fjallgöngu, veiði, keilu eða hvað svo sem stuðlar að innihaldsríkum samverustundum fjölskyldunnar. Gangi ykkur vel. Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogssókn.


VELFERÐ, SANNGIRNI OG ATVINNUÖRYGGI

Jón Magnússon - Reykjavíkurkjördæmi Suður

Við viljum búa í sanngjarnara samfélagi • Skattleysismörk hækki strax í 150.000 kr. hjá þeim tekjulægstu. • Lækkum skuldir heimilanna, burt með verðtrygginguna. • Aldraðir og öryrkjar geti haft 1.000.000 kr. tekjur án bótaskerðingar og að tekjutenging við maka verði afnumin. • Lífeyrisgreiðslur beri 10% skatt líkt og fjármagnstekjur.

www.xf.is

Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553 6061


26

GV

Fréttir Magnús Þór Hafsteinsson skipar 1. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður:

Innflytjendamálin eru kosningamál Frambjóðendur Frjálslynda flokksins eru nýjir af nálinni í Reykjavíkurkjördæmi Norður þar sem þeir hafa ekki verið í framboði áður. Þrátt fyrir þetta státar listinn af einum sitjandi alþingismanni. Oddviti listans er Magnús Þór Hafsteinsson. Hann er varaformaður Frjálslynda flokksins og hefur setið eitt kjörtímabil á Alþingi. Þar hefur hann vakið althygli fyrir mikla eljusemi og skeleggan málflutning. Áður en lengra var haldið í samtalinu, gerði Magnús Þór stuttlega grein fyrir sjálfum sér: ,,Ég fæddist á Akranesi árið 1964. Þar ólst ég einnig upp og stundaði nám þar til ég fór í Bændaskólann á Hólum þar sem ég nam búfræði og fiskeldi. Að því námi loknu fór ég til Vestur-Noregs og tók þriggja ára háskólanám í fiskeldis- og rekstrarfræðum. Þaðan lá leiðin í háskólann í Björgvin þaðan sem ég lauk meistaraprófi í fiskifræði með veiðarfæratækni sem sérgrein. Eftir að námi lauk í fiskifræði fór ég til starfa hjá Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö. Þar var ég við rannsóknir og kennslu í þrjú ár. Fyrir tilviljun var ég ráðinn fréttaritari Ríkisútvarpsins í Norður-Noregi. Þetta vatt upp á sig og skömmu síðar var ég fréttaritari RUV í Noregi. Einn dag fyrir rælni sótti ég um starf sem blaðamaður við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren. Mér að óvörum var ég ráðinn. Þá hófst blaða- og fréttamannaferilinn fyrir alvöru. Ég flutti frá Tromsö aftur til Bergen og var þar í nokkur ár. Um leið hélt ég áfram sem fréttaritari RUV. Í árslok 1999 kom ég loks heim eftir 13 ár í Noregi. Ég hélt áfram að starfa fyrir Fiskaren og var líka í íhlaupavinnu sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, - bæði í sjónvarpi og útvarpi. Í ársbyrjun 2003 hóf ég afskipti af stjórnmálum og gekk í Frjálslynda flokkinn. Áður en ég vissi var ég orðinn varaformaður flokksins og kominn í framboð. Ég var svo kosinn á þing í maí 2003. Konan mín er Ragnheiður Runólfsdóttir, sundþjálfari og sundkennari. Hún er menntuð íþróttalífeðlisfræðingur frá háskóla í Bandaríkjunum. Hún á að baki langan og góðan feril í íþróttunum, enda Ólympíufari, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og íþróttamaður ársins 1991. Ragga er frá Akranesi eins og ég. Reyndar ólumst við upp í sömu götu og aðeins eitt hús á milli. Leiðir skildi þegar við vorum stál-

paðir krakkar. Hún á eilífum sundmótum um allt land og allan heim og síðan fórum við bæði burt í nám erlendis. Leiðir lágu aftur saman árið 1999 og við höfum verið saman síðan. Það er mitt mesta gæfuspor. Við eigum fimm börn á aldrinum 17 til 3 ára. Til að útskýra nánar þá eignaðist ég tvær dætur á árunum í Noregi. Þær búa hjá móður sinni í Noregi en eru oft á Íslandi og tala að sjálfsögðu íslensku. Ragga átti einn son sem nú er 12 ára. Saman höfum við svo eignast tvær stelpur sem eru fimm og þriggja ára’’.

Umbætur í skattamálum - Hver eru brýnustu baráttumálin fyrir þessar kosningar? Magnús brosir í kampinn. ,,Ég vil nefna skattamálin eins og þau snúa að almenningi. Það er komið nóg af auðmannadekri ríkisstjórnarflokkanna sem hafa einbeitt sér að skattalækkunum sem koma þeim efnuðustu til góða. Mikil þensla undanfarin ár hefur skilað miklum hagnaði hjá ríkissjóð sem hefur verið notaður til að greiða niður skuldir hins opinbera. Nú er komið að því að leiðrétta velferðarhallan með því að bæta hag venjulegs fólks. Við teljum brýnt að hjálpa heimilunum að lækka skuldir. Gera á umbætur á skattkerfinu á næsta kjörtímabili þannig að þær gagnist almennum borgurum. Við viljum að skattleysismörk hækki í 150.000 krónur á mánuði hjá lágtekjufólki sem er með allt að 1.800 þúsund krónur í árstekjur, og að skattleysismörk hækki í 112.000 á mánuði hjá öðrum. Það á að draga úr tekjutengingu barnabóta, skattleggja lífeyrissjóðstekjur sem fjármagnstekjur (10%) og að atvinnnutekjur allt að einni milljón króna á ári, leiði ekki til skerðingar á bótum aldraðra og öryrkja. Við viljum líka afnema tengingu bóta við tekjur maka. Bætur almannatrygginga eiga að fylgja almennri launavísitölu og nægja til framfærslu’’, segir Magnús Þór. ,,Það á líka að afnema verðtrygginuna, og koma á jafnvægi í efnahagsmálum þannig að hægt verði að lækka vexti’’.

Búa þarf í haginn fyrir aldraða ,,Við viljum horfa til þess að á næstunni munu mjög fjölmennir árgangar fólks sem fæddist um og eftir seinna stríð komast á efri ár. Það er

,,Vilji fólk að tekin verði upp stjórn á flæði útlendinga til landsins þá á það að kjósa Frjálslynda flokkinn á laugardag,’’ segir Magnús Þór Hafsteinsson. mjög aðkallandi að þjóðin búi sig undir þetta. Við viljum gera átak í byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða á kjörtímabilinu. Eyða þarf fjölbýlum á öldrunarstofnunum og útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Eldra fólk þarf að eiga kost á fjölbreyttum möguleikum varðandi búsetu í samræmi við óskir og þarfir hvers og eins, s.s. sambýli, þjónustuíbúðir, leiguíbúðir o.fl. Mikilvægt er að aldraðir geti valið um stuðning í heimahúsum eða dvöl í vernduðu umhverfi’’, segir Magnús. ,,Ríkið á að taka upp viðræður við forsvarsmenn sveitarfélaga um að málefni aldraðra, þar með heimahjúkrun, verði færð til sveitarfélaganna og skoða möguleika þess að koma á kerfi umönnunarbóta til þeirra aðstandenda og/eða vina sem annast aldraða einstaklinga í heimahúsum’’.

Átak í samgöngumálum ,,Við í Frjálslynda flokknum höfum alltaf haft mikinn áhuga á samgöngum. Við teljum að draga eigi úr stóriðjuframkvæmdum á næsta kjörtímabili á meðan við náum betur áttum í þeim málum. Í staðinn á að gera átak í vegamálum. Við eigum peningana sem fengust fyrir sölu Símans. Það þarf að gera markvisst átak í umferðamálum borgarinnar. Leysa hnútana með mislægum gatnamótum og öðrum lausnum. Fara á fulla ferð í Sundabraut og bæta öryggi á þjóðvegum inn og úr borginni með tvöföldunum. Þarna horfi ég til Vesturlandsvegar og vegar yfir Hellisheiði. Hræðileg slys á þessum leiðum eru gersamlega óþol-

andi. Tvöföldun Reykanesbrautar sýnir til hve mikils er að vinna með tvöföldun sem eykur stórlega öryggið’’.

Innflytjendamálin eru kosningamál Magnús gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem Frjálslyndi flokkurinn hefur mátt sæta fyrir stefnu sína í málefnum innflytjenda. ,,Andstæðingar okkar í hinum flokkunum hafa verið duglegir að afbaka það sem við höfum verið að segja, og færa allt á versta veg. Málið er að við viljum hvorki loka landinu, né reka neina í burtu eða sýna neinum óvinsamlegheit. En við verðum að geta stýrt flæðinu sjálf. Það sem við erum að benda á, er einfaldlega að við erum mjög fámenn þjóð og þar af leiðandi mjög viðkvæm fyrir því að of margir innflytjendur komi á skömmum tíma. Þetta er að gerast núna án þess að þjóðfélagið sé nægilega vel undirbúið. Við svona aðstæður er mikil hætta á því að það skapist ýmisleg félagsleg vandamál. Það verða undirboð á vinnumarkaði, hætta er á að brotið sé á því fólki sem hingað kemur, það einangrast meðal annars vegna tungumálavanda og áfram má telja. Okkur hefur tekist með miklum dugnaði að byggja upp afar gott þjóðfélag hér á landi. Flestir sem koma nú eru frá gömlu kommúnistaríkjunum í Austur Evrópu þar sem lág laun og fátækt eru vandamál. Þessi ríki gengu í Evrópusambandið og tilheyra nú Evrópska efnahagssvæðinu (EES) þar nú búa um 470 milljónir íbúa. Við getum ekki

haft landið galopið gagnvart EES eins og staðan er núna. Hvernig ætlum við að ráða við ástandið ef áfram koma hingað þúsundir árlega eins og horfir núna? Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurin sem vill nýta ákvæði í samningnum um EES sem heimilar okkur að setja reglur sem gera okkur kleift að stýra flæðinu inn í landið. Jafnframt því viljum við bæta úr menntunarmálum innflytjenda hér á landi og tryggja að þeir sem þó koma hingað fái viðunandi móttökur’’, segir Magnús Þór. ,,Innflytjendamálin eru kosningamál. Við spyrjum kjósendur einfaldlega að því hvort þeir vilji að Ísland nýti möguleika til stjórnunar á streymi innflytjenda frá EES löndunum eða hvort þetta eigi áfram að vera opið eins og í dag. Þetta snýst um algert grundvallarmál, það er hvernig við viljum að þjóðfélagsgerðin hér á landi þróist á næstu árum. Ætlum við að stjórna því eða láta þetta bara þróast einhvern veginn í þá átt að hér verði kannski fjórðungur íbúa landsins útlendingar innan örfárra ára? Þetta stefnir í þá átt núna, það er bara að skoða tölur Hagstofunnar til að sjá það. Við í Frjálslynda flokknum viljum ekki að Ísland þróist í þessa átt, heldur sýna aðhald og ábyrgð í þessum efnum. Það er öllum fyrir bestu. Vilji fólk að tekin verði upp stjórn á flæði útlendinga til landsins þá á það að kjósa Frjálslynda flokkinn á laugardag,’’ segir Magnús Þór Hafsteinsson að lokum. Heimasíða Magnúsar er www.magnusthor.is


1 líter af ís á aðeins 390,r u ð a d n Bla

a j r e b a ð Jar

Gildir frá 10. - 17. maí

u l l i Van

Grillið í Grafarvogi - Gylfaflöt 1 - Sími: 567-7974


28

GV

Fréttir

Spönginni

Íslandsmeistarar grunnskóla í skák ásamt Óttari Felix Haukssyni varaforseta Skáksambands Íslands. F.v. Júlía Rós Hafþórsdóttir, Brynja Vignisdóttir, Hrund Hauksdóttir og Sigríður Björg Helgadóttir.

Rimaskólastúlkur ÍslandsRitstjórn og auglýsingar meistarar fimmta árið í röð Sími: 5 700 900

GV - 587-9500

Íslandsmóti grunnskóla í skák stúlknaflokki er nýlokið. Alls tóku níu skáksveitir þátt í mótinu þar af tvær frá Rimaskóla. Líkt og undanfarin fjögur ár þá urðu stúlkurnar í Rimaskóla Íslandsmeistarar. Sigurinn varð óvenjuglæsilegur þetta árið því stúlkurnar í Rimaskóla fengu 35 vinninga af 36 mögulegum. Lið Salaskóla í Kópa-

vogi varð í öðru sæti með 23 vinninga og stúlkurnar í grunnskóla Seltjarnarness í því þriðja með 22 vinninga. Eins og áður segir er þetta í fimmta skiptið í röð sem skólinn vinnur Íslandsmót stúlkna í skák eða allt frá því að skólinn sendi fyrst lið til keppni. Í sveit Rimaskóla eru miklar afreksstúlkur, þær Sigríður Björg Helgadóttir nýbakaður

Íslandsmeistari stúlkna, Júlía Rós Hafþórsdóttir sem hefur teflt með þessari sigursælu skáksveit öll fimm árin, Hrund Hauksdóttir Íslandsmeistari stúlkna í barnaflokki og Brynja Vignisdóttir landsmótsmeistari frá síðasta unglingalandsmóti UMFÍ að Laugum 2006.

Erum að skrá í síðustu fléttunámskeiðin í bili. Vinsamlegast hafið samband og fáið upplýsingar í síma 567-6330

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


29

GV

Fréttir

Sturla, Sjálfstæðisflokkurinn og Sundabraut Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað væru mörg ár síðan Sundabraut væri orðin að veruleika ef önnur stjórnmálaöfl og annar samgönguráðherra hefði farið með þau mál í ríkisstjórn. Í stað þess að leiða málið til lykta hefur samgönguráðherra lagt kapp á að standa í átökum við íbúa og borgaryfirvöld um bestu legu Sundabrautar. Kannski til þess að geta nýtt þá fjármuni sem þarf í þessa brýnu framkvæmd í önnur og miklu óarðbærari verkefni sem standa hjarta hans næst. Á þessu þarf að verða breyting. Að því geta Grafarvogsbúar stuðlað með því að refsa Sjálfstæðisflokknum í kosningunum 12. maí. Farsælt samráð Samgönguráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn beitti sér í áratug hatrammlega fyrir því að ódýrasta - en óásættanlegasta - leiðin á legu Sundabrautar, svo kölluð innri leið, yrði farin. Fremstir þar í flokki fóru Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson sem jafnframt voru þingmenn Reykvíkinga. Ekki tókst að snúa öllum borgarfulltrúum frá stuðningi við innri leiðina fyrr en þeir horfðust í augu við afleiðingarnar í öflugu samráði við íbúa. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að leiða þetta starf og finna hvernig Sjálfstæðisflokkurinn snérist á punktinum, Framsóknarflokkurinn féll frá hugmyndum um botngöng þar til allir studdu tillögu um að farin yrði jarðgangaleið í fyrsta áfanga Sundabrautar, frá Gufunesi í Laugarnes. Enn er varla vitað hvað Guðlaugi Þór og Birni finnst. Hafa þeir skipt um skoðun? Íbúar eiga mikinn heiður af ofangreindri niðurstöðu samráðsins sem allir segjast nú virða - nema Sturla. Fer Sjálfstæðisflokkurinn innri leið eftir kosningar? Að kröfu samgönguráðuneytisins er nefnilega hinni vondu innri leið haldið inni í umhverfismati verkefnisins sem nú stendur yfir. Og sú spurning vaknar hvort að þetta hafi verið gert til að geta hoppað aftur á þann kost að afloknum kosningum. Ég held að það væri ekki skynsamlegt fyrir Grafarvogsbúa að eiga það á hættu að það geti gerst. Einsog fram hefur komið í góðum greinum formanns íbúasamtaka Grafarvogs í Grafarvogsblaðinu hafa nefnilega verið tekin upp allt önnur og verri vinnubrögð í samskiptum borgaryfirvalda og íbúa frá meirihlutaskiptunum í borginni fyrir ári. Er merkilegt að nú þegar sé hægt að skrifa grein yfir heila opnu um svikin kosningaloforð, einsog Grafarvogsbúar gátu lesið í málgangi sínu fyrir skemmstu. Kjarni málsins er þessi: Sjálfstæðisflokkurinn má ekki vera einráður um mikilvæg samgöngumál í borginni. Hann þarf á ráðningu að halda í vor. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skrifar:

Íslandsmeistari stúlkna í skák 2007 er Sigríður Björg Helgadóttir nemandi í 9. bekk Rimaskóla. Hún hampar hér verðlaunabikurum, annar þeirra er farandbikar sem fer nú upp í Grafarvog í fyrsta skipti.

Sigríður Björg Íslandsmeistari Sigríður Björg Helgadóttir 14 ára nemandi í 9. bekk Rimaskóla varð Íslandsmeistari í skák á Íslandsmóti stúlkna sem haldið var á Akureyri. Átján stúlkur mættu til leiks úr flestum landshornum og þeirra á meðal allar bestu skákstúlkur landsins. Sigríður Björg tefldi fyrir hönd Fjölnis.Hún hefur tekið örum framförum frá því hún hóf að iðka skák fyrir þremur árum. Tefldar voru níu umferðir á Íslandsmótinu. Fljotlega kom í ljós að baráttan yrði á milli þeirra fjögurra stúlkna sem tefldu á Íslandsmóti kvenna 2006 sem eru auk Sigríðar Bjargar þær Hallgerður Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Skákfélaginu Helli og Tinna Kristín Finnbogadóttir frá.UMSB. Sigríður Björg tók fljótlega forystu á mótinu og vann fyrstu sjö skákirnar á meðan að helstu keppinautarnir voru að tapa vinningum í innbyrðis viðureignum. Þegar tvær umferðir voru eftir þá leiddi Sigríður Björg með 1,5 vinnigs for-

skot og átti eftir að tefla við tvær stigahæstu stelpurnar. Hún tapaði á tíma í næst síðustu skákinni með mun betri stöðu en vann síðustu skákina örugglega og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Sigríður Björg hafði orðið í þriðja sæti á tveimur undanförnum Íslandsmótum en nú stöðvaði hún áralanga sigurgöngu jafnöldru sinnar Hallgerðar H. Þorstinsdóttur úr Helli. Þetta er í fyrsta sinn sem Grafarvogsbúi vinnur Íslandsmeistaratitil í stúlknaflokki í skák en mörgum er vel kunnugt um ósigrandi stúlknaskáksveit Rimaskóla á undanförnum árum. Sigríður Björg teflir með B sveit Fjölnis á Íslandsmóti félagsliða sem var nálægt því að vinna deildina, auk þess sem hún teflir með A sveit Rimaskóla. Skákfélag Akureyrar hélt mótið og var mjög veglega að öllu mótshaldi staðið. Forseti Skáksambandsins Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var mótsstjóri og veitti verðlaun að mótinu loknu.


30

-1, - 

GV

FrĂŠttir

 9   - / -  $   - ĂŠ  ĂŠ , 9   6  

ĂŠ",*2--/&1

Â?Â&#x;Â?LĂ€iĂžĂŒĂŒĂŠÂ˜?Â“ĂƒÂŽiˆsĂŠvĂžĂ€ÂˆĂ€ĂŠLÂ&#x;Ă€Â˜ĂŠÂœ}ĂŠĂ•Â˜}Â?ˆ˜}>ĂŠÂ…ivÂ?>ĂƒĂŒĂŠÂŁÂŁÂ°ĂŠÂ?Ă–Â˜Â‰Â° -ÂŽĂ€?˜ˆ˜}ĂŠiÀʅ>wÂ˜ĂŠ?ĂŠĂƒÂŽĂ€ÂˆvĂƒĂŒÂœvĂ•ĂŠĂƒÂŽÂ?Â?>Â˜ĂƒĂŠÂ‰ĂŠĂƒÂ‰Â“>ĂŠ xx££™™äÊvĂ€?ĂŠÂŽÂ?Ă•ÂŽÂŽ>Â˜ĂŠÂŁĂŽÂ‡ÂŁĂ‡ĂŠ>Â?Â?>ĂŠĂ›ÂˆĂ€ÂŽ>ĂŠ`>}>° ĂŠ ˆ˜˜ˆ}ĂŠiÀʅC}ĂŒĂŠ>sĂŠĂƒÂŽĂ€?ĂŠĂƒÂˆ}ĂŠ?ĂŠ Ă€ÂˆÂ˜}LĂ€>Ă•ĂŒĂŠÂŁĂ“ÂŁĂŠÂ‡ĂŠÂŁĂ¤Ă‡ĂŠ,iގÂ?>Ă›Â‰ÂŽĂŠÂ‡ĂŠĂƒÂ‰Â“Âˆ\ĂŠxx££ä™™ä

ĂœĂœĂœÂ°Â“ĂžÂ˜`Â?ÂˆĂƒĂŒ>ĂƒÂŽÂœÂ?ÂˆÂ˜Â˜Â°ÂˆĂƒĂŠĂŠ

AtvinnuhúsnÌði óskast til leigu Ca 60-90 fermetra verslunar- og/eða skrifstofuhúsnÌði óskast til leigu Snyrtileg aðkoma skilyrði Upplýsingar í síma: 699-1322 / 698-2844

TÜlvubúnaður – EftirlitsmyndavÊlar Þjónusta fyrir fyrirtÌki og einstaklinga. BST GylfaflÜt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

Aðstandendur Heilunarsetursins búa yfir mikilli Þekkingu å ýmsum sviðum.

GV-mynd PS

Heilsutengd ĂžjĂłnusta GrĂŚĂ°ara

Með Heilsutengdri Þjónustu grÌðara er ått við Þå Þjónustu sem einkum tíðkast utan hins almenna heilbrigðiskerfis og byggist fremur å hefð og reynslu en gagnreyndum vísindalegum niðurstÜðum. Slík Þjónusta felur meðal annars í sÊr meðferð å líkama einstaklingsins með Það að markmiði að efla heilsu hans,lina Þjåningar,draga úr óÞÌgindum og stuðla að heilun. Með tilliti til breyttra lifnaðarhåtta og auknum krÜfum um betri lífsgÌði er gleðilegt að finna Það að fólk er í auknum mÌli að taka åbyrgð å heilsufari sinu sjålft Þ.e með aðstoð fagfólks í heildrÌnum meðferðum. Við hjå Heilunarsetrinu búum yfir yfirgripsmikilli Þekkingu å hinum ýmsu sviðum. SvÌða og viðbragðsmeðferð byggir å Þeirri kenningu að í fótum og hÜndum sÊu viðbragðasvÌði sem tengjast og samsvari hverjum líkamshluta og hverju líffÌri líkamans.Ef Þessi líkamshlutar eða líffÌri eru veikluð að einhverju leiti vegna ålags Þreytu eða sjúkdóma verða viðbragðasvÌði Þessi aum viðkomu. SvÌða og viðbragðsmeðferð eflir orkuflÌðið og blóðsteymið og súrefnisupptakan í líkamanum verður eðlilegri og andlegt og líkamlegt atgerfi eykst. HÜfuðbeina-og sjaldhryggsmeðferð byggist å Þeirri hugsun um að umhverfis miðtaugakerfið sÊu himnur með beinfestu å hÜfuðbeinum og spjaldhrygg .Ef spjaldbein sitji t.d ekki rÊtt í mjaðmagrindinni geti Það skapað ålag å himnurnar og haft åhrif å miðtaugakerfið.Sama måli gegni um hÜfuðbein. Meðferðin minnkar einnig neikvÌðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnåm gegn sjúkdómum.Einnig felst meðhÜndlunin í Því að losa um spennu,samgróninga,bólgur og aðrar hindranir í líkamanum.Meðferð felst í lÊttri snertingu og hreyfingu til Þess að liðka fyrir hreyfingum hÜfuðbeina og spjaldhryggjar. Hvað er Homópatía?

Grundvallaratriði í hómópatíu hafa verið Þekkt síðan å tímum forn-Grikkja og felst í Því að lÌkna líkt með líku.Grunnefni notuð í hómópatíu eru nokkur Þúsund talsins úr jurta, steina og dýraríkinu.Þau eru útÞynnt með åkveðnum aðferðum til að nå fram dýpri og mildari virkni.Vegna hinnar miklu Þynningar eru hómópatískir småskammtar fullkomlega hÌttulausir,jafnvel fyrir ungabÜrn.Hún hentar fólki å Üllum aldri og getur aðstoðað fólk við fjÜldann allan af vandamålum samhliða að hvetja fólk til að taka åbyrgð å eigin heilsu. FÌðuóÞolsmÌlingar eru að fÌrast í vÜxt og hÌgt er að mÌla fÌðuóÞol með t.d Vegatest Expert tÌki åsamt ýmsu varðandi líkamlegu åstandi og heilbrigði. Ilmkjarnaolíur eru unnar úr plÜntum eða blómum Þeirra,åvÜxtum rótum og berki.Olíurnar eru stundum notaðar samhliða nuddi . Olíurnar hafa ólíka eiginleika og eru notaðar með hliðsjón af Því hvaða åhrifa er leitað. SogÌðanudd.SogÌðakerfið hefur enga dÌlu eins og blóðråsarkerfið, flÌði Þess er håð hreyfingu nÌrliggjandi vÜðva. Það eru lokur í vessaÌðunum sem koma í veg fyrir að bakflÌði myndist.Mikið ålag ,kyrrstÜður og rangt matarÌði geta valdið Því að Þessa lokur slappist og Þå myndast vÜkvasÜfnun eða bjúgur å útlimum. Heilun. Margar ólíkar aðferðir falla undir hugtakið heilun.Sameiginleg hugmynd að baki Þessum aðferðum er sú að hver einstaklingur eigi sÊr orkulíkama eða årur og ójafnvÌgi í orkuflÌðinu geti valdið ýmsum kvillum.Hlutverk heilarans er að veita orku å rÊtta staði og losa um orkustíflur.Reiki er grein af Þessum meiði. Heimildarkrå meðal annars sótt í frumvarp til laga 131. lÜggjafarÞingi 2004-2005. Ragnheiður Júlíusdóttir


31

GV

Fréttir

Íslendingar vinna of langan vinnudag Eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar þarf að vera að auka persónuafslátt og hækka skattleysismörk. Það er stefna Frjálslynda flokksins að allir geti átt innihaldsríkt líf og notið þeirra gæða sem ríkt samfélag hefur upp á að bjóða. Markmiðið er að allir getir framfleytt sér og sínum fyrir afrakstur venjulegs vinnudags, þ.e.a.s. 40 stunda vinnuviku. Í raun gæti meirihluti launamanna látið það eftir sér, ef ríkistjórnin sem nú situr hefði það sama markmið og skilning. Til að þetta háleita markmið náist þurfa stjórnvöld að leggja af skattlagningu á þær tekjur sem fólk þarf að hafa til að geta framfleytt sér. Í dag eyðir meðal-kjarnafjölskyldan, hjón með 1.8 barn 445.000 kr. á mánuði . Þetta er hin raunverulega eyðsla eftir skatta. Á sama tíma eyðir heilbrigt einhleypt fólk 198.000 kr. á mánuði eftir að hafa greitt skattana sína. Hvort þetta er sú upphæð sem fólk þarf til nauðþurfta skal ósagt

Dömuskór – extra breiðir

MELBA

Einnig svart 6.495 kr.

MINUTE

Einnig beige 5.510 kr.

MAESTRO

Einnig beige 4.550 kr.

AIGLON

Einnig svart og rautt 5.295 kr.

MARGOT Einnig svart og beige 6.695 kr.

látið, en hún er allavega langt frá þeim skattleysismörkum sem við búum við í dag, sem er um 90.000 kr. Það að hækka skattleysismörkin strax eftir kosningar upp í 112.000 kr. og í 150.000 á næsta kjörtímabili ætti að nálgast þá tölu, eða þau laun sem fólk þarf að hafa til að geta skrimt. Íslendingar vinna of langan vinnudag. Þeir gera það flestir

vegna þess að öðruvísi yrðu þeir fljótlega gjald-

Kjartan Eggertsson, frambjóðandi Frjálslynda flokksins til alþingis, skrifar: þrota. Þar hjálpast margt að; okurvextir og verð-

trygging höfuðstóls íbúðalána, dýr rekstur ökutækja vegna lélegra almenningssamgangna, skattpíning ríkisstjórnarinnar samanber 90.000 kr. skattleysismörk og fátækragildra stjórnvalda sem

aldraðir og öryrkjar eru hnepptir í hjá lífeyrissjóðunum og almannatryggingakerfinu sem skammta þeim lífeyrir langt undir velsæmismörkum. Þessu munum við í Frjálslynda flokknum breyta gefi kjósendur okkur atkvæði sitt í komandi kosningum og komumst við til valda. Kjartan Eggertsson er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík-suður.


Þegar öllu er á botninn hvolft er

traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið Nýir tímar - á traustum grunni

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 5.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 5.tbl 2007

Grafarvogsbladid 5.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 5.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement