22
GV
Fréttir
Jól í skókassa
Mörg frístundaheimili í Grafarvogi og Kjalarnesi tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa annað árið í röð. Verkefnið er á vegum KFUM og KFUK og felst í því að setja dót í skókassa og senda út til bágstaddra barna í Úkraínu. Innihald pakkanna var fjölbreytt s.s. bílar, dúkkur og alls kyns leikföng, föndurvörur, fatnaður o.fl.. Tveir starfsmenn Gufunesbæjar uppáklæddir sem englar fóru ásamt heillastjörnu á milli
frístundaheimila og söfnuðu pökkunum saman. Vakti það mikla lukku barnanna á frístundaheimilunum sem voru dugleg að hjálpa til við að koma öllum gjöfunum af stað til bágstöddu barnanna sem munu fá þær í hendur í byrjun janúar. Með þátttöku í verkefnum á borð við Jól í skókassa verða börnin okkar meðvitaðri um stöðu barna víða í heiminum og læra að það skiptir máli að leggja þeim lið.
Krakkar á frístundaheimilunum í Grafarvogi tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa annað árið í röð og söfnuðu jólagjöfum fyrir bágstödd börn í Úkraínu. Á myndunum leynir sér ekki ánægjan og áhuginn á svip krakkanna sem létu svo sannarlega gott af sér leiða þegar jólin eru á næsta leyti.
Jólatilboðin komin!
Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00
Pöntunarsími: 567-6330