Page 1

5. tbl. 17. ĂĄrg. 2006 - maĂ­

Ă?SLENSKA AUGLĂ?SINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

GrafarvogsblaĂ°iĂ°

Eitt nĂşmer

410 4000

Dreift Ăłkeypis Ă­ Ăśll hĂşs Ă­ Grafarvogi

RĂşm vika Ă­ kosningar

Frå fundi frambjóðendanna með íbúum Grafarvogs í Rimaskóla. Efni vegna kosninganna 27. maí er fyrirferðarmikið í blaðinu og í miðopnu svara framboðin spurningum �búsamtaka Grafarvogs.

$KHTGKÆCUMQÆWP )TCHCTXQIK 1RKÆQI  ÔÉÂąHĂŒU

)[NHCHNĂŒV 5ĂƒOK 18.11.2004

15:18:40

Ă?SLENSKA AUGLĂ?SINGASTOFAN/SIA.IS LBI 32665 05/2006

Bilastjarnan_02_001.ai

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli ÞÊr að kostnaðarlausu

I oojb•agpbo

q`mfašmd

Bílastjarnan ehf. ¡ BÌjarflÜt 10 ¡ 112 Reykjavík ¡ Sími 567 8686

odg�]—\f\pk\

Ë`dia\g_\mdg`d \�]—\f\pkph Bm`dngph\o‚i`odip G‚inphn’fi‚i`odip

410 4000 | landsbanki.is


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Kosningar nálgast Nú eru kosningar til borgarstjórnar á dagskrá eftir nokkra daga. Kosið verður laugardaginn 27. maí. Í Grafarvogsblaðinu að þessu sinni er mikið efni sem tengist umræddum kosningum. Grafarvogsbúar fá kærkomið tækifæri til að kynna sér hvað framboðin hafa fram að færa þegar hverfið okkar er annars vegar. Við birtum fjölmargar greinar frá frambjóðendum. Einnig eru í miðopnu blaðsins birt svör framboðanna við 10 spurningum tengdum Grafarvogi sem Íbúasamtök Grafarvogs lögðu fyrir framboðin. Við skorum á Grafarvogsbúa sem hafa ekki enn gert upp hug sinn að gefa sér tíma til að lesa það sem fram kemur í blaðinu varðandi kosningarnar. Eftir þann lestur ætti ekki að vera erfitt fyrir lesendur að ákveða sig. Grafarvogsblaðið er 40 síður að þessu sinni og hefur aðeins einu sinni verið svo stórt í sniðum. Gríðarleg ásókn var í blaðið að þessu sinni og alveg ljóst að frambjóðendur til kosninganna eftir rúma viku gera sér grein fyrir hve máttur blaðsins er mikill. Eitt fyrirferðamesta málið í kosningabaráttunni hefur án efa verið fyrirhuguð Sundabraut. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða leið verður fyrir valinu en eftir atburðum síðustu vikna er alveg ljóst að þáttur Íbúasamtaka Grafarvogs í Sundabrautarmálinu er mikill. Eftir að umhverfisráðherra setti þau skilyrði að haft skildi samráð við íbúa komust mál á nokkuð skrið. Rétt er að árétta hve þáttur Íbúasamtaka Grafarvogs virðist vera mikill í þessu stóra máli. Er nú svo komið að besta leiðin fyrir íbúa Grafarvogs, göng, er að verða ofan á. Og kannski tími til kominn að tekið sé af skarið og tími framkvæmda renni upp. Í svörum framboðanna við spurningum Íbúasamtak Grafarvogs koma fram nokkuð skýr svör. Annað stórt mál, brotthvarf Sorpu úr Grafarvogi, er þar einnig tekið fyrir og ekki má gleyma Hallsveginum. Talsverðar lýkur eru á því að Sorpa opni stöð á nýjan leik í Grafarvogi eftir næstu kosningar og yrði það fagnaðarefni. Að lokum viljum við óska Grafarvogsbúum gleðilegs sumars og þökkum fyrir ánægjulegan vetur. Stefán Kristjánsson

gv@centrum.is

Fjölmennur fundur Íbúasamtaka Grafarvogs með frambjóðendum:

Öll framboðin mættu til leiks í Rimaskóla

Ánægjulegt var að sjá hve margir íbúar láta sér mál hverfisins varða. Stjórnmálamenn kynntu helstu baráttumál sín og svöruðu nokkrum fyrirfram gefnum spurningum er vörðuðu hverfið. Svörin eru birt hér í miðopnu blaðsins. Ljóst var á málflutningi stjórnmálamannanna, að allir eru búnir að sannfærast um ágæti íbúasamtaka, þátttöku íbúa og íbúasamráðs. Samráðið um Sundabraut er í gangi og nú er vinnuhópur að reikna tillögur fulltrúa íbúasamtakanna um að farið verði í göngum undir Elliðavog. Samráðsferlið sem verið hefur í gangi vegna Sundabrautar lofar góðu og við lítum björtum augum á að besta lausnin fáist í þessu mikla mannvirki sem Sundabrautin verður. Ljóst er þó, að nokkuð langt er í að við sjáum að virk þátttaka íbúa verði viðurkennt verklag í stjórnun nærumhverfis. Íbúar þurfa sífellt að berjast fyrir því að fá að koma að ákvörðunum í málum er varða hverfið okkar. Oft fréttum við ,,óvart’’ af fyrirhuguðum framkvæmdum. Nýjasta dæmi um þetta er: Gasleiðsla frá Álfsnesi í gegnum Grafarvogshverfið, gæti valdið sprengihættu og skaðað fjörur, ef ekki verður vel að verkinu staðið! Fyrirhugað er að Orkuveitan leggi gaslögn frá sorphaugunum við Álfsnes, að bensínstöð við Bíldshöfða. Þetta er í sjálfu sér þjóðþrifa framkvæmd og kemur vonandi til með að auka hlutfall metanbíla á götunum. Hins vegar má deila um hvar leiðslan er lögð. Samkvæmt upplýsingum á hún að liggja yfir Álfsnes, í sjó og að koma á land í víkinni við Eiðið, þar sem kajakklúbburinn er. Síðan fylgja ströndinni og þvera Gufunesið. Við setjum spurningamerki við þessa framkvæmd að því leiti, að í skýrslu Skipulagsstofnunar um málið, er varað við því, að ef lögn sem þessi rofnar eða fer að leka, getur það haft í för með sér veruleg áhrif á næsta umhverfi í formi sprengihættu. Annað sem við þurfum að vera vakandi með er, hvar leggja á leiðsluna. Fram kemur í skýrslunni, að gaslögnin verður lögð á hefðbundin hátt í jörð í fjörunni, nema hvað fergja þarf lögnina að auki með grjóti til þess að hún haggist ekki í særóti. Ekki þótti ástæða að kynna þessa framkvæmd íbúum!

Gæta verður þess að það rót raski ekki fjörunum okkar sem við erum að reyna að berjast fyrir að vernda. Einnig að ummerki um lögn leiðslunnar verði hvergi sýnileg í fjörum Grafarvogs. Þó er skylt að merkja hvar leiðslan liggur af öryggisástæðum. Vonum við að það verði gert á smekklegan hátt. Fundur með þingmönnum Reykjavíkur og stjórnum Íbúasamtaka Grafarvogs og Laugadalshverfa í Íssalnum í Egilshöll. Íbúasamtök ÍG og ÍL kölluðu þingmenn Reykvíkinga til fundar til að kynna fyrir þeim afrakstur vinnu samráðshóps um Sundabraut. Í samráðsnefnd eiga sæti Elísabet Gísladóttir form ÍG, Magnús Jónasson stjórnarmaður ÍG, Guðmundur J. Arason form ÍL og Gauti Kristmannsson stjórnarmaður ÍL. Átta þingmenn sáu sér fært að koma: Kolbrún Halldórsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Helgi Hjörvar, Guðrún Ögmunds-

formaður samgöngunefndar alþingis, Guðmundur Hallvarðsson, kallaði okkur á fund með nefndinni 30. maí eða um leið og Alþingi kemur saman að nýju, til þess að flytja kynningu okkar þar. Þetta er geysilegur áfangasigur fyrir okkur í samráðshópnum og gefur okkur góða von um að viðunandi árgangur náist í þessu mikilvæga máli sem Sundabrautin er. Heilsugæslan stendur frammi fyrir því að þurfa að loka fyrir allar nýskráningar á stöðina. Nú er svo komið að heilsugæslustöðin annar ekki eftirspurn vegna þess að það vantar viðbótar stöðugildi læknis. Aðstaða er fyrir einn lækni til viðbótar á stöðinni en yfirvöld hafa ekki séð ástæðu að ráða í hana. Ljóst er að nú verða yfirvöld að fara að bregðast við. Þegar þetta er skrifað blasti sú staðreynd við að hætt yrði nýskráningum frá og með mánudeginum 15. maí sem er mjög bagalegt og rýrir þann þjónustustuðul sem okkur var

Álagið á læknum heilsugæslunnar í Grafarvogi er orðið óbærilegt. dóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Hallvarðsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ásta Möller, Mörður Árnason og Geir H. Haarde boðuðu forföll. Fundurinn tókst frábærlega vel og ljóst að þingmenn tóku málflutningi okkar afar vel. Reyndar svo vel að

lofað. Við lýsum yfir áhyggjum okkar og viljum minna á loforð yfirvalda til íbúa i sunnanverðum hverfum í Grafarvogi að byggt skyldi á lóð heilsugæslunnar í Logafold áður en stöðugildi lækna kæmust í þrot. Íbúasamtök Grafarvogs

300-400 m sjónmön við Gullinbrú? - Gunnar Torfason, íbúi við Frostafold, skrifar ,,Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann ......’’ orti Steinn Steinar forðum. Þetta var nokkuð skýr frétt og maður veltir því fyrir sér hvort maður eigi ekki að kaupa sér far með BS og líta nánar á þetta. En fréttin um jarðvegsmönina á bls. 2 í 4. tölublaði Grafarvogsblaðsins, apríl 2006 er ekki jafn skýr. Vonandi kaupir sér enginn far með strætisvagninum til þess að líta á það fréttaefni. Það er vitað að áhugamenn í Grafarvogi um bætta og öruggari umferð hafa unnið gott verk og verið óþreytandi við að benda borgaryfirvöldum á hvar til bóta væri að lækka hámarkshraða. Þekkt er að litið er á hraðahindranir í lítið eknum íbúðargötum sem stöðutákn (,,Hann Toggi fékk hraðahindrun fyrir utan hjá sér; ég á líka minn rétt ....’’). Við skulum ekki minnast á Hallsvegs-heilkennið, en jarðvegsmön við Gullinbrú er hreint bull.

Þegar við vorum í neðstu bekkjum barnaskólans var algeng spurning í greindarvísitölukönnun okkar krakkanna: ,,Hvort viltu frekar vera blindur eða heyrnarlaus?’’ Þetta var auðvitað barnaleg spurning. Íbúar í Foldahverfi hafa búið í sínu gróna hverfi í 20 ár í 300 til 1000 m fjarlægð frá Gullinbrú og unað glaðir við sitt. Hverjum dettur í hug að þeir eða aðrir íbúar Grafarvogs vilji fórna því gullfallega útsýni, sem þarna er í nær allar áttir, fyrir óþarfa jarðvegsmön? Hvaðan kemur þessi hugmynd? Hættið við þessa framkvæmd og þá er ég viss um að ,,margir íbúar í Grafarvogi eiga væntanlega eftir að kætast í sumar ...’’ eins og segir í fyrrnefndri grein. Þessi sjónmön er ekki í okkar þágu, íbúanna í Grafarvogi. Gunnar Torfason, Frostafold 14

Horft út Grafarvog. Innfellda myndin er af greinarhöfundi, Gunnari Torfasyni.


4

Matgoggurinn

GV

Humarhalar, Marbella kjúlli og ferskir ávextir með rjóma - að hætti Guðrúnar og Gunnars Hjónin Guðrún Rut Erlingsdóttir og Gunnar Magnússon, Gautavík 10, eru matgoggar að þessu sinni. Við birtum hér frá þeim uppskriftir sem svo sannarlega er þess virði að reyna.

Kjúklingurinn og gumsið er síðan sett í eldfast mót og út í það blandast síðan:

Hvítlaukasbakaðir humarhalar í forrétt

Bakað við 200¨c í ca. 50 mínútur.

Humarinn klipptur að ofanverðu,hreinsaður og fiskurinn dreginn upp þannig að hann liggi ofan á skelinni, síðan er sett brauðrasp ofan á fiskinn og penslað með hvítlauks-

1/4 bolli steinselja sett yfir áður en borið er fram. Gott að bera fram með gufusoðnu brokkáli og hrísgrjónum.

1 bolli púðursykur. 1 bolli hvítvín.

Soffía og Ragnar næstu matgoggar Guðrún Rut Erlingsdóttiur og Gunnar Magnússon, Gautavík 10, skora á Soffíu Gísladóttur og Ragnar Magnússon, Garðsstöðum 15, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta blaði í júní.

Guðrún Rut Erlingsdóttir og Gunnar Magnússon. Þau bjóða lesendum Grafarvogsblaðsins upp á sérlega girnilega rétti sem vert er að prófa við fyrsta tækifæri. GV-mynd PS

Vantar ruslaföturnar ,,Mér finnst þetta ekki gott ástand. Ég geng mikið með ströndinni fyrir neðan Borgahverfi og Staðahverfi og þarna er varla ruslafötu að sjá. Af þessu leiðir að til að mynda hundaeigendur henda pokum með úrgangi dýra sinna hér og þar. Þetta gengur ekki lengur og ég vil hvetja viðkomandi aðila til að kippa þessu í liðinn og

koma ruslafötunum fyrir sem fyrst,’’ sagði reiður Grafarvogsbúi í samtli við GV. Oft höfum við hér á GV hvatt hundaeigendur og aðra íbúa hverfisins til að ganga vel um. Það tekur auðvitað engu tali ef hundaeigendur eru enn að henda frá sér pokum með hundaskít hér og þar um hverfið. En til þess að þetta komist

í viðunandi lag þurfa ruslaföturnar auðvtað að vera til staðar. Ennþá fréttum við af hundaeigendum sem alls ekki taka skítinn upp eftir hunda sína og liggja þá ,,lummurnar’’ jafnvel á göngustígum. Munið eftir pokunum og komið þeim fyrir á tilheyrandi stað, í næstu ruslafötu. Vonandi mun þeim fjölga fljótlega.

smjöri. Bakað við 220°c þangað til að fiskurinn er hvítur. Gott að bera fram með ristuðu brauði.

Marbella Kjúklingaréttur í aðalrétt 2 kjúklingar í bitum. 1 hvítlaukur. 1/4 bolli oregano. Salt og svartur pipar. 1/2 bolli rauðvínsedik. 1/2 bolli olívuolía. 1 bolli steinlausar sveskjur. 1/2 bolli steinlausar ólívur. 1/2 bolli capers + smá safi. 6 lárviðarlauf. Öllu þessu blandað saman og kjúklingurinn látinn marinerast í þessu yfir nótt.

Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Ferskir ávextir í eftirrétt Niðurskornir ferskir ávextir, má vera hvað sem er, jarðaber, melóna, bananar, bláber, appelsína með vanillurjóma. 1/2 líter rjómi þeyttur. 2 eggjarauður. 1 msk. flórsykur. 1 msk. vanilla. Eggjarauðurnar, flórsykurinn og vanillan, allt er þetta þeytt saman í ljósa froðu og blandað síðan saman við rjómann. Ávextirnir settir í litlar skálar og smá sletta af vanillurjómanum sett yfir. Verði ykkur að góðu, Guðrún Rut og Gunnar.

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


Frá Hverfisráði Grafarvogs:

Í forvarnastefnu Reykjavíkurborgar er m.a. lögð rík áhersla á heilbrigðan lífsstíl og möguleika til þátttöku í íþróttum og uppbyggilegum tómstundum og er samfella frístundastarfs og skóla barna og unglinga þar mikilvægt skref.

Fögnum ákvörðun borgarráðs

Miðgarður fagnar ákvörðun borgarráðs sem samþykkt hefur fjárveitingu fyrir verkefnastjóra til að gera samfellu í frístundastarfi og skóla barna og unglinga að veruleika. Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á forvarnamál hjá Miðgarði. Má þar nefna að vorið 1997 var stofnaður forvarnahópur undir heitinu

,,Grafarvogur í góðum málum’’ og árið 2001 tók ,,Gróska í Grafarvogi’’ við. Nú með tilkomu nýrrar heildstæðrar forvarnastefnu fyrir Reykjavíkurborg er stefnan tekin á enn frekara forvarnastarf. Í forvarnastefnu Reykjavíkurborgar er m.a. lögð rík áhersla á heilbrigðan lífsstíl og möguleika til þátttöku í íþróttum og uppbyggilegum tómstund-

um og er samfella frístundastarfs og skóla barna og unglinga þar mikilvægt skref. Því má ekki gleyma að mestu áhrifavaldar barna og unglinga eru foreldrar þeirra og fjölskylda auk þess sem skipulagt frístundastarf, undir stjórn ábyrgs aðila, hefur mikilvægu hlutverki að gegna þegar talað er um forvarnir. Fjölmargar rannsóknir

hafa sýnt að þau börn og unglingar sem eru þátttakendur í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi eru síður líkleg til að leiðast út í neyslu vímuefna eða aðrar sjálfseyðileggjandi athafnir. Oftar en ekki er það þannig að þegar foreldrar koma heim að lokinni vinnu fer mestur tíminn í það að keyra börnin út og suður í hin mismunandi frístundastörf.

Félagsaðstaða Korpúlfa stækkar Fimmtudaginn 11. maí síðastliðinn fengu Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi, formlega afhent viðbótar húsnæði fyrir félagsaðstöðu sína að Korpúlfsstöðum. Í nóvember síðastliðnum fengu Korpúlfar afhent húsnæði að Korpúlfsstöðum fyrir félagsstarf sitt. Þar sem félagið hefur vaxið ört og dafnað má segja að húsnæði það sem félagið fékk afhent í nóvember hafi þá þegar sprungið og því var fljótlega farið í að finna viðbótar húsnæði. Ætlunin er að í þessu nýja viðbótar húsnæði verði aðstaða fyrir ýmiskonar handmennt, t.d. gler- og tréskurð svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmenni mætti á opnunina og voru munir sem félagsmenn hafa unnið til sýnis gestum og gangandi til yndisauka. Mikið og öflugt félagsstarf er meðal Korpúla. Má t.d. nefna að Korpúlfar hittast reglulega á Korpúlfsstöðum og pútta saman, fara í keilu í Mjódd, fara í leikhúsferðir og ýmsar hópferðir. T.d. fór föngulegur hópur í hópferð að Borg á Mýrum miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn og 7. júní verður haldið með Norrænu til Færeyja. Eins og sjá má er líf og fjör meðal Korpúlfa.

Ingvi Hjörleifsson, formaður Korpúlfa.

Fjölmenni mætti á opnunarhátíðina.

Aðstaða Korpúlfa er öll hin glæsilegasta.

Með samfellu frístundastarfs og skóla, þ.e. að frístundastarf barna taki við í beinu framhaldi þess að skóla lýkur á daginn, opnast möguleiki fyrir fjölskyldu til að eyða meiri tíma saman því þá lýkur vinnudegi bæði barna og foreldra á sama tíma og samverustundir fjölskyldunnar geta hafist.


8

GV

Fréttir

Ásgeir Ásgeirsson.

Atli Gunnarsson.

Birgir Jóhannsson.

Bjarni Gunnarsson.

Einar Markús Einarsson.

Einar Njálsson.

Gunnar Már Guðmundsson.

Gunnar Valur Gunnarsson.

Halldór Ásgrímsson.

H. Fannar Halldórsson.

Haukur Lárusson.

Heiðar Ingi Ólafsson.

Illugi Gunnarsson.

Ingimundur Óskarsson.

Kjartan Ólafsson.

KristófernSigurgeirsson.

Magnús Einarsson.

Ögmundur Rúnarsson.

Ólafur Páll Johnson.

Ómar Hákonarson.

Ottó Marinó Ingason.

Pétur Georg Markan.

Sigmundur P. Ástþórsson.

Þórður Ingason.

Lið Fjölnis 2006 - Fjölnir vann Stjörnuna og er spáð 6. sæti í 1. deildinni í sumar

Nú er Íslandamótið í knattspyrnu byrjað og fyrstu umferð lokið. Fjölnir vann sigur 2-1 í sínum fyrsta leik þegar Stjörnumenn voru lagðir af velli í Garðabænum. Fjölnir skoraði reyndar öll mörkin í leiknum því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Gunnars Más. Gunnar Már bætti fyrir sjálfsmarkið og jafnaði leikinn fyrir hálfleik eftir fyrirgöf utan af kanti. Það var síðan Ómar Hákonarson sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Fjölnir var betra liðið allan leikinn og var sigurinn sanngjarn. Þetta gefur liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi og ljóst er að framundan er skemmtileg og spennandi keppni í sumar. Fjölnir er að hefja sitt þriðja keppnistímabil í 1. deild og stillt er upp ungu og mjög efnilegu liði í sumar. Fjölni hefur gengið vel undanfarin ár og frá árinu 2002 þegar Fjölnir vann sér þátttökurétt í 2. deild þá hefur leiðin eingöngu legið uppávið. Aðeins var staldrað við í 2. deild í eitt keppnistímabil því liðið fór beint upp í 1. deild 2003. Keppnistímabilið 2004 varð niðurstaðan 7. sæti og 2005 lenti liðið í 4. sæti. Í knattspyrnunni er stefnan alltaf að gera betur en síðast. Árið

Leikir Fjölnismanna í sumar Fyrsti heimaleikur Fjölnis verður núna á laugardaginn 20 maí kl. 14:00. Þá tökum við á móti Haukum og er að sjálfsögðu stefnd að sigri. Fjölnir hefur náð fínum árangri á heimavelli undanfarin ár. Það er mikilvægt að liðið finni fyrir stuðningi Grafarvogsbúa í heimaleikjum því öflugur heimavöllur er aukamaður í hverju liði. Leikirnir í sumar: Fjölnir - Haukar, 20/5 kl. 14. Þróttur R. - Fjölnir 25/5 kl. 14. Víkingur Ó. - Fjölnir kl. 20. Fjölnir - Þór 11/6 kl. 14. HK - Fjölnir 21/6 kl. 20. Fjölnir - Fram 28/6 kl. 20. Leiknir R. - Fjölnir 7/7 kl. 20. Fjölnir - KA 14/7 kl. 20. Fjölnir - Stjarnan 18/7 kl. 20.

Haukar - Fjölnir 21/7 kl. 20. Fjölnir - Þróttur R. 27/7 kl. 20. Fjölnir - Víkingur Ó. 2/8 kl. 20. Þór - Fjölnir 12/8 kl. 14. Fjölnir - HK 17/8 kl. 19. Fram - Fjölnir 24/8 kl. 18.30. Fjölnir - Leiknir R. 9/9 kl. 14. KA - Fjölnir 16/9 kl. 14.

2003 fékk liðið 22 stig, lenti í 7. sæti eins og áður segir en fékk einnig 22 stig í fyrra sem gaf 4. sæti. Markamunur var sá sami bæði tímabilin en 2005 skoraði liðið fleiri mörk. Fyrir þetta tímabil stefnir Fjölnisliðið að sjálfsögðu á að gera betur en áður. Það þarf ekki endilega að þýða að stefnt sé á þriðja sætið eða ofar. Það er hægt að gera betur á mörgum sviðum og t.d. að stefna á fleiri stig en áður, skora fleiri mörk eða fá á sig færri mörk. Það verður síðan að koma í ljós hverju það skilar í lok móts. Eftir fyrsta leik hefur þegar verið gert betur en áður í 1. deild því sigur vannst í fyrsta leik. Þau tvö undangengin ár sem Fjölnir hefur verið í 1. deild hefur fyrsti leikur tapast. Þjálfarar liða í 1. deild spá Fjölni í 6. sæti í haust. Í fyrra var Fjölni spáð 7. sæti og í spánni fyrir árið 2004 var liðinu spáð langneðsta sæti. Eins og allir vita þá er þetta bara spá sem byggð er á óljósum forsendum hvers og eins þjálfara og er ekkert að marka hana þegar í keppnina er komið. En klárlega er Fjölnir búinn að vinna sér sess því spá þjálfaranna er uppávið. Sjálfsagt hefur árangur liðsins í Deildarbikarnum haft áhrif á spána því í þeirri keppni gekk ágætlega. Liðið lék þar í fyrsta skipti í A deild og helmingur stiganna sem Fjölnir fékk var gegn úrvalsdeildarliðum. Einnig hefur liðið verið að sýna ágæta leiki í þeim æfingaleikjum sem það hefur verið að spila og skemmst er að minnast sigurleiks gegn KR nýlega sem vannst 1:0. Þessi leikur rataði inn á íþróttasíður blaðanna. Það er nokkurt nýmæli því ekki hefur það tíðkast í gegnum tíðina að gera æfingaleikjum liða skil nema kannski á milli úrvalsdeildarliða. Eins og alltaf þá er vænst árangurs af liði KR og þetta þóttu því tíðindi. Önnur tíðindi eru þau að Fjölnir er núna í fyrsta skipti að keppa við ,,stórveldið’’ úr Safamýrinni á Íslandmóti karla í meistaraflokki. Án efa verða skemmtilegir leikir við þetta gamla félag og eins og í öllum leikjum verður spilað til vinnings.

Leikmannahópurinn Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fjölnis fyrir þetta tímabil. Meðal þeirra sem ekki spila með Fjölni í sumar eru Þórir Hannesson sem gekk í raðir Fylkismanna í haust. Þórir var mjög öflugur í fyrra og hann hefur verið allan sinn feril hjá Fjölni en ákvað að spreyta sig í Úrvalsdeildarhópi fyrir þetta tímabil. Einnig voru í láni

Þorfinnur Hjaltason. frá FH Atli Guðnason, sem nú er á þröskuldi leikmannahóps Íslandsmeistaranna og Tómas Leifsson. Meðal nýrra leikmanna Fjölnis eru Ásgeir Aron Ásgeirsson sem er í láni frá KR, Ágúst Þór Ágústsson sem er í láni frá Breiðablik, Bjarni Jakob Gunnarsson sem kom frá Gróttu, Einar Njálsson úr Val, Kristófer Skúli Sigurgeirsson og Ómar Hákonarson úr Fram. Leikmannahópurinn er annars mjög ungur og er meðalaldur 24 manna hóps er 21,7 ár. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur þótt liðið sé ungt. Spilamennska Fjölnis var yfirleitt Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnbráðskemmtileg í vorleikjunum og það er einmitt það sem áhorfendur vilja sjá, skemmtilegir leikir og mörk. Það er virkilega gaman að fylgjast með ungu strákunum sem aldir eru upp í Fjölni og hvernig þeir hafa verið að spila í vor. Þetta eru framtíðarmenn sem eru byrjaðir að bera þetta lið uppi og munu gera það á næstu árum. Ég hvet Grafarvogsbúa til að gera sér glaðan dag á heimaleikjum sumarsins og ég lofa skemmtilegum leikjum. Kristinn Daníelsson


TÍMI TIL AÐ SKIPULEGGJA Brýnustu verkefnin í skipulagsmálum í Reykjavík eru að auka lífsgæði í borginni, fjölga íbúum, stórauka framboð lóða og tryggja að allir sem hér vilja búa eigi þess kost. Með því að horfa lengra og hugsa stórt kynnir Sjálfstæðisflokkurinn metnaðarfulla stefnu fyrir næsta kjörtímabil um ný byggingarsvæði og raunhæfar lausnir í samgöngumálum.

NÝ BYGGINGARSVÆÐI » Geldinganes: Fyrstu lóðum úthlutað á árinu 2007. Íbúafjöldi getur orðið um 10 þúsund. » Vatnsmýrin: Flugvellinum verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Innanlandsflug verði ekki flutt til Keflavíkur. Í samræmi við heildarskipulag af svæðinu verði fyrstu lóðum úthlutað utan helgunarsvæðis flugvallar í byrjun árs 2008. Íbúafjöldi getur orðið 8 til 10 þúsund. » Örfirisey: Skipulagi fyrir 1. áfanga eyjabyggðar verði lokið árið 2008. Íbúafjöldi getur orðið um 6 þúsund.

SAMGÖNGUBÆTUR » Sundabrautin alla leið upp á Kjalarnes í einum áfanga. » Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. » Miklabraut lögð í stokk að hluta þar sem byggðin er næst. » Hlíðarfótur og Öskjuhlíðargöng. » Hagkvæmni hafnarganga frá Örfirisey að Sæbraut könnuð. » Hagkvæmni Skerjabrautar könnuð.

ÖNNUR UPPBYGGINGARSVÆÐI » Miðborgin ásamt nærliggjandi svæðum, Elliðaárvogur og nágrenni, Keldnaland, Kjalarnes og Úlfarsfell.

VELKOMIN Í HEIMSÓKN Á KOSNINGASKRIFSTOFUR » Kosningaskrifstofa Grafarvogi, Hverafold 5. Opið 16-21 virka daga og 14-17 um helgar, símar: 557 2136 og 557 2138, netfang: grafarvogur@xd.is


10

GV

Fréttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 27. maí:

,,Brýnt að bæta aðstöðu Fjölnis’’ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 27. maí og er borgarstjóraefni flokksins. - Hvernig leggjast kosningarnar í þig? ,,Þær leggjast mjög vel í mig. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins höfum undirbúið okkur vel og unnið okkar stefnumál að kostgæfni. Reyndar hefur borgarstjórnarflokkurinn heimsótt yfir tvöhundruð fyrirtæki á kjörtímabilinu og þannig náð sér í dýrmæta þekkingu sem nýst hefur okkur í málefnavinnunni. Við rekum jákvæða og málefnalega kosningabaráttu og finnum fyrir miklum meðbyr sérstaklega hér í Grafarvoginum.’’ - Nú hefur Sundabrautin verið töluvert í umræðunni. Hver er stefna ykkar í málefnum hennar? ,,Við viljum að hún verði fjögurra akreina en ekki tveggja eins og Samfylkingin hefur sett fram. Það verður eitt af okkar fyrstu verkum að setja þessa framkvæmd í farveg því hún er mikilvægasta samgöngubótin í borginni. Það samráðsferli sem nú er í gangi er mikilvægt og vil ég þakka íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardalshverfa fyrir þeirra þátt í því.’’ - Hver er stefna flokksins í íþróttamálum hverfisins? ,,Grafarvogur er mikið barna- og unglingahverfi. Fjölnir og skautafélagið Björninn halda uppi þróttmiklu og metnaðarfullu æskulýðsstarfi sem er eitt nauðsynlegasta uppbyggingarstarf samfélagsins. Það er brýnt að bæta aðstöðu Fjölnis með það að markmiði að hún verði í samræmi við það sem best gerist í annarsstaðar í borginni. Fjölnir er fjölmennasta íþróttafélag landsins og starfsemin mjög öflug í ellefu deildum. Það átta sig ekki allir á því hve mikið sjálfboðaliðastarf af foreldrum og fleirum er innt af hendi og verður það starf seint þakkað. Saman-

burður sýnir að Fjölnir hefur sl. tólf ár hlotið lægstu byggingastyrki til mannvirkja og skýtur það skökku við er horft er á þann fjölda sem þarna iðkar íþróttir. Við sjálfstæðismenn í borginni ætlum að ná sem fyrst niðurstöðu í viðræðum við Fjölni um áherslur félagsins varðandi aðstöðu í Dalhúsum, Gufunesi og við Egilshöll. Það er alveg klárt að Fjölnir hefur setið eftir hvað varðar aðstöðu. Við höfum lagt mikla áherslu á það á þessu kjörtímabili með tillöguflutningi að byggja upp íþróttaog útivistarsvæði hverfisins og þar hefur vinur minn, borgarfulltrúinn og alþingismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson farið fremstur meðal jafningja. Hans tillögur hafa fjallað um alhliða íþrótta- og útivistarsvæði frá Dalhúsum niður að Grafarvogi sem og um fjölnota svæði við Gufunes.’’ - Hvað með Sorpu? Vill flokkurinn opna stöðina á ný? ,,Alveg tvímælalaust. Í Grafarvogi búa rúmlega 18 þúsund íbúar og mikilvægt að hér sé þessi aðstaða til staðar. Við lögðum til að stöðin við Bæjarflötina yrði opnuð á ný þann 7. febrúar sl. en það var fellt með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í umhverfisráði. Sem sýnir viljann og áherslur þessara flokka í umhverfismálum.’’ - Hver eru megin stefnumál Sjálfstæðisflokksins önnur en málefni Grafarvogs? ,,Okkar stefnuskrá er eins og ég sagði metnaðarfull og byggð á þrotlausri vinnu núverandi borgarfulltrúa og frambjóðenda flokksins. Við segjum að það sé ,,Tími til að njóta’’ þegar við fjöllum um öldrunarmálin, að það sé ,,Tími til að lifa’’ þegar við höfum fjallað um fjölskyldumálin og að það sé ,,Tími til að skipuleggja’’ þegar við höfum rætt um skipulags og samgöngumál. Við byrjuðum okkar kosningabaráttu með því að kynna stefnumið okk-

,,Við lögðum til að stöð Sorpu við Bæjarflöt yrði opnuð á ný þann 7. febrúar sl. en það var fellt með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í umhverfisráði,’’ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. ar í málefnum eldri borgara en þar ætlum við meðal annars að gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. Við munum auka val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa í borginni. Við munum lækka fasteignargjöld um 25% á kjörtímabilinu og gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið og byggja 200 þjónustuog leiguíbúðir fyrir eldri borgara. Í fjölskyldumálunum viljum við að foreldrar hafi val um dagvistun fyrir börn sín frá því að fæðingarorlofi lýkur og við munum lækka leikskólagjöldin í borginni um 25% 1. september 2006. Enn fremur ætlum við að koma því á að foreldrar greiði einungis fyrir eitt barn í leikskóla samtímis og að börn geti lokið tómstundarstarfi í hverfinu innan hefðbundins vinnutíma. Vil viljum að opnu og grænu svæðin í borginni fái nýtt líf og stuðla að sérstöku fegrunar- og hreinsunar-

átaki innan borgarlandsins. Enn fremur ætlum við að efla hverfalöggæslu enn frekar. Brýnustu verkefnin í skipulagsmálum í Reykjavík eru að auka lífsgæði í borginni, fjölga íbúum, stórauka framboð lóða og tryggja að allir sem hér vilja búa eigi þess kost. Ný byggingarsvæði verða í Geldinganesi þar sem fyrstu lóðunum verða úthlutað á árinu 2007, í Vatnsmýrinni utan helgunarsvæðis flugvallarins og Örfirisey. Önnur uppbyggingarsvæði til framtíðar eru miðborgin, Elliðaárvogur og nágrenni, Keldnaland, Kjalarnes og Úlfarsfell. Eins og ég hef komið inn á hér í þessu viðtali þá munum við fara strax í það að vinna Sundabrautinni brautargengi en sú framkvæmd er lífsnauðsyn fyrir samgöngur borgarinnar. Við munum leggja mislæg gatnamót á mótum Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar, setja Miklabraut í stokk að hluta þar sem byggðin er næst, leggja Hlíðarfót og grafa Öskjuhlíðargöng og

kanna hagkvæmni hafnarganga frá Örfirisey að Sæbraut og lagningu Skerjabrautar. Stefnumálin eru auðvitað fleiri og hvet ég alla Grafarvogsbúa til að kynna sér þau gaumgæfilega.’’ - Hvað villtu segja við Grafarvogsbúa að lokum? ,,Mér er það efst í huga að þakka fyrir þau fjölmörgu kynni sem ég hef haft af fjölda Grafarvogsbúa. Mér finnst ég eiga pínulítið í hverfinu þar sem ég var formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur sem skipulagði þetta öfluga hverfi. Hér í blaðinu eru ítarlegri svör okkar sjálfstæðismanna við þeim spurningum sem beint var að okkur og ég svaraði á fjölmennum fundi Grafarvogsbúa í Rimaskóla á dögunum. Ég þykist þess full viss að Grafarvogsbúar viti það að undir stjórn okkar sjálfstæðismanna muni hagsmunir hverfisins ekki sitja á hakanum og að kappkostað verði að hafa mikið og gott samráð við i íbúa samtök hverfisins.’’

Kynnið ykkur stefnuskrá Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi á heimasíðu okkar. Kosningaskrifstofa okkar, Hverafold 5, er opin alla virka daga 16:00-21:00 og um helgar 14:00- 18:00. Allir velkomnir í kaffi og kosningaspjall.

FÉLAG SJÁLFSTÆÐISMANNA Í GRAFARVOGI ER EINA STJÓRNMÁLAAFLIÐ SEM LÆTUR SIG MÁLEFNI GRAFARVOGS SÉRSTAKLEGA VARÐA


12

GV

Fréttir

Handboltinn eflist í Grafarvogi

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur eflst í vetur og starfið gengið vel. Æfingar hafa farið fram í íþróttahúsunum í Dalhúsum, Rimaskóla og Borgaskóla. Iðkendur í barna- og unglingaflokkum eru í dag um 200 og hefur þeim farið fjölgandi. Krakkarnir hafa tekið þátt í fjölmörgum mótum í vetur og sýnt miklar framfarir undir leiðsögn góðra þjálfara. Farið hefur verið í lengri og skemmri keppnisferðalög m.a. til Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja þar sem krakkarnir hafa skemmt sér vel, sýnt góðan liðsanda og samheldni og verið til fyrirmyndar í alla staði. Myndað hefur verið öflugt foreldrastarf til að styðja við liðin og hefur samstarf gengið afar vel við undirbúning og framkvæmd

lengri ferða. Snorri Bergþórsson var ráðinn yfirþjálfari til deildarinnar sl. haust og eru aðrir þjálfarar yngri flokka: Hafliði Hjartar Sigurdórsson, 3.fl. karla. Snorri Bergþórsson, 4. fl. kvenna. Guðmundur Rúnar Guðmundsson og Gunnar Hrafn Arnarsson, 5. fl. kvenna. Hjalti Páll Þorvarðarson, 5. fl. karla. Elva Dögg Grímsdóttir, 6. fl. kvenna. Sveinn Þorgeirsson, 6. fl. karla. Brynja Ingimarsdóttir, 7. fl. kvenna. Dagur Sveinn Dagbjartsson og Halldór Fannar Halldórsson, 7. fl. karla.

Fjölnisstúlkur úr 6. flokki drifu sig á velheppnað mót til Vestmannaeyja í byrjun apríl.

Fjölnisstúlkur úr 5. flokki leggja á ráðin á HK móti í lok apríl.

Guðni Hjörvar Jónasson, 8 fl. karla og kvenna. Stjórn Handknattleiksdeildar Fjölnis þakkar öllum iðkendum fyrir veturinn og þjálfurum og foreldrum fyrir gott samstarf. Æfingatöflur fyrir næsta vetur munu verða auglýstar í ágúst. Nýir félagar eru ávallt velkomnir til leiks! Stjórn Handknattleiksdeildar Fjölnis, Rúnar Ingibjartsson, formaður Elín Rós Pálsdóttir, varaformaður Þorvarður Hjaltason, gjaldkeri Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, ritari Rúnar Tómasson, meðstjórnandi Þorvarður Jónsson Smári Garðarsson

Fjölnisstrákar úr 7. flokki leika á móti Stjörnunni á Lýsismóti Gróttu í apríl. Strákarnir unnu leikinn 12-9.

Kátar Fjölnisstúlkur í 7. flokki eftir velheppnaða leiki á Lýsismóti Gróttu í apríl.

Fjölnisstrákar úr 6. flokki á Íslandsmóti sem var haldið af KA og Þór á Akureyri.


Pylsa, kók í gleri og Hraun á að eins

350,-

Pepperonibátur og kók í gleri á aðeins 550,-

Gildir frá 18. - 28. maí

Líter af ís á aðeins

Gildir frá 18. - 28. maí

Þökkum frábærar móttökur Við hjá Gullnesti viljum þakka Grafarvogsbúum fyrir frábærar móttökur frá því að við opnuðum aftur í Grafarvogi á nýjum og betri stað við Gylfaflöt.

250,Gildir frá 18. - 28. maí

Grillið í Grafarvogi - 567-7974


16

GV

Stangaveiði

www.krafla.is Gylfi Kristjánsson, höfundur Króksins, Mýslunnar, Beykis og nú síðast Beyglunnar, kastar Króknum á hinni einu sönnu Króksbreiðu í Eyjafjarðará. Þessi mynd segir mikla sögu. Hér var Krókurinn frumsýndur á sínum tíma. Hann hefur síðan skilað veiðimönnum rosalegri veiði og stórum bleikjum, Gylfa og syni hans rúmlega 9 punda bleikjum eitt árið. Krókurinn er án efa ein besta íslenska silungaflugan á markaðnum í dag og nýja flugan, Beyglan, virðist ekki ætla að gefa honum neitt eftir.

Margt nýtt á Krafla.is - áhugamenn um lax- og silungsveiði, ættu að kíkja á Krafla.is Rétt er að benda veiðimönnum á ársgamlan veiðivef og netverslun, Krafla.is Þar eru til sölu íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki eftir Kristján Gíslason og Gylfa Kristjánsson. Kröflurnar eru nú til sölu á Kristján er án efa einn þekktasti fluguhnýtingaKrafla.is en sem keilutúpur hafa maður landsins og sá fyrsti hérlendis sem hnýtti hinar þekktu Kröfluflugur aldrei flugur með hárvæng. Kristján er þekktastur fyrir verið hnýttar áður. Kröflurnar Kröflurnar í ýmsum litum en einnig má nefna flugeru til í öllum litum og tveimur ur eftir hann eins og Iðu, Grímu bláa, Grænfriðung, stærðum og þriðja stærðin Skörgg að ógleymdum Elliðanum og mörgum öðrbætist við innan skamms. um þekktum flugum. Núna eru nýkomnar margar nýjar flugur á Krafla.is og nýjar útfærslur af öðrum. Fyrir laxveiðina ber hæst að Kröflutúpurnar eru nú komnar í fyrst skipti sem keilutúpur. Þær hafa aldrei verið hnýttar sem slíkar áður. Einnig má sjá margar aðrar nýungar á Krafla.is Þar má nefna nýjar útfærslur af Grímum sem gárutúpur og þekktar laxa- og silungaflugur í stærðum sem aldrei hafa sést áður, t.d. örsmáar flugur númer 16 og 18 sem eru mjög öflugar silungaflugur. Einnig má nefna SilungaKröflur á einkrækju með kúluhaus og margt fleira. Þá eru silungaflugurnar Krókurinn, Mýsla og Beykir nú til í stærðum 12, 14 og 16 og hafa þær alrei verið hnýttar eða Svarta Kraflan seldar svo smáar áður. Þá er nýjasta silmeð gulri keilu er ungafluga Gylfa, Beyglan, nýkomin aftur vægast sagt glæsiá Krafla.is en hún seldist upp á örlegt agn. skömmum tíma. Beyglan er ekki lík nokkurri annarri silungaflugu og sannarlega sérstök og glæsileg hönnun. Efni í henni er afar sérstakt og framleitt sérstaklega fyrir Krafla.is Við heyrðum ótrúlegar sögur af Beyglunni í fyrra og þær eiga örugglega eftir að verða enn fleiri í sumar. Sjá nánar á Krafla.is

Vötn og veiði er allt í senn, tímarit, fréttaveita og veiðibók. Gamli og nýi tíminn þræddir saman. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson einn sá reyndasti í stangaveiðimálefnum, með rúmlega 26 ára reynslu sem stangaveiðisérfræðingur Morgunblaðsins og ritstjóri Íslensku stangaveiðiárbókarinnar frá upphafi hennar árið 1988.

Gríma rauð sem gárutúpa en þannig hefur þessi glæsilega fluga aldrei sést áður. Ein af fjölmörgum nýungum á Krafla.is

Hér er nýjasta fluga Gylfa Kristjánssonar, Beygla. Afar sérstök silungafluga sem reyndist hreint ótrúlega vel í tilraunaveiði sl. sumar, bæði í urriða og bleikju. Flugan seldist strax upp á Krafla.is en er nú komin aftur í öllum stærðum og rennur út eins og heitar lummur.

votnogveidi.is FRÍTT VEFRIT UM STANGAVEIÐI

Votnogveidi.is er hreint magnaður veiðivefur

Guðmundur Guðjónsson er ritstjóri á Votnogveidi.is Hér er Guðmundur um það bil að sleppa ca 8 punda birtingi í Tungulæk nú í vor. Mynd Einar Falur.

Margar vefsíður fjalla um stangveiði hér álandi. Vefurinn www.votnogveidi.is hefur sérstöðu þegar kemur að fréttum úr stangaveiðiheiminum. Vefurinn er gríðarlega öflugur og á vefnum má stöðugt finna nýjustu fréttir af veiðimönnum og afrekum þeirra. ,,Vefurinn er vinsæll og gríðarlega margir

sem heimsækja hann á degi hverjum. Við reynum alltaf að vera með nýjustu fréttirnar og leggjum einnig mikið upp úr góðum myndum en Heimir Óskrsson sér að mestu leyti um þá hlið mála,’’ sagði Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri á votnogveidi.is í samtali við okkur. Þeir félagar eru mjög ötulir við að bregða sér

af bæ og afla frétta eins og glögglega má sjá á vefnum. Yfir sumartímann er vitanlega mesta fjörið á vefnum enda vertíð veiðimanna þá í gangi. Guðmundur Guðjónsson hefur mikla reynslu af veiðiskrifum en hann vann um áratugaskeið sem slíkur á Morgunblaðinu. Mikil þekking hans á öllu tengdu veiði

auk afburða lipurðr með ,,pennann’’ skemmir ekki fyrir enda mikið atriði að skrifaður sé góður texti á vefsíðum ekki síður en annars staðar. Við hvetjum veiðimenn til að kíkja á votnogveidi.is og munum nánar greina frá þessum magnaða veiðivef síðar enda mjög margt annað að finna á vefnum en nýjar fréttir.


17

GV

Fréttir

Öflugt starf Sunddeildar

Aðalfundur Sunddeildar Fjölnis var haldinn 24. apríl sl. Þar var farið yfir helsta árangur síðasta tímabils. Sundfólk deildarinnar tók þátt í 33 sundmótum á tímabilinu og var árangur þeirra hreinlega ævintýri líkastur. Sigrún Brá Sverrisdóttir hefur átt afar gott keppnistímabil og má nefna að hún lauk keppni á alþjóðlega unglingamótinu LUX 2006 þann 23. apríl með því að taka brons í 50 m skriðsundi og silfur í 100 m skriðsundi á sínum langbestu tímum og varð árangur hennar á mótinu alveg í samræmi við æfingastöðu hennar um þessar mundir. Síðasta ári lauk með glæsilegum árangri Sigrúnar Bráar á NMU (Unglingameistaramóti Norðurlanda) þar sem hún vann í 100 m skriðsundi (57.23) og var þriðja í 200 m skriðsundi (2.03.58) sem bæði eru glæsileg stúlknamet. Yngri keppendur sunddeildarinnar hafa einnig staðið sig framúrskarandi vel og hafa fjölmörg Fjölnismet fallið á tímabilinu.

Foreldrastarf deildarinnar hefur verið öflugt og er einn lykilþátturinn í starfi deildarinnar. Stór hluti foreldra er ávallt að störfum við undirbúning og framkvæmd móta s.s. við dómgæslu, tímavörslu, tæknivinnu og önnur þjónustustörf. Framundan eru nokkur sundmót og má þar nefna Sparisjóðsmót í Keflavík 20. maí, ÍA-ESSO mót á Akranesi í byrjun júní og loks Ollamótið 10.-11. júní sem Fjölnir heldur árlega í Grafarvogslauginni fyrir yngstu krakkana. Ollamótið er nokkurs konar lokapunktur á vetrarstarfi deildarinnar og hefur verið vel sótt og skemmtilegt í alla staði. Sunddeild Fjölnis er nú á sínu 8. starfsári og hefur nú þegar náð gífurlegum árangri og er sundfólk deildarinnar sífellt sýnilegra í fremstu röð sundfólks í öllum aldursflokkum á landsvísu. Áfram Fjölnir. F.h. stjórnar sunddeildar Fjölnis, Ólafur Pétur Pálsson, ritari Yngri keppendur í sunddeild Fjölnis hafa staðið sig frábærlega og sett mörg Fjölnismet.

Ævikvöldið í Ártúnsbrekkunni

Um Ártúnsbrekkuna aka 80.000 bílar á sólarhring. Á annatíma er a.m.k. um 15 mínútna töf að morgni og aftur síðdegis vegna fjölda umferðarljósa og

umferðarteppu sem skapast daglega. Reikna má með að glataðar vinnu - eða frístundir á ári samkvæmt því séu 182 klukkustundir

Menning fyrir hjarta, huga og hönd:

á hvern einstakling sem ferðast þessa leið virka daga. Fyrir einstakling sem býr austan Elliðaár og vinnur í vesturbæ eða miðbæ og þarf að fara þessa leið vegna náms eða vinnu í allt að 40 ár gera þetta þrjú og hálft ár ef ekki verða verulegar úrbætur. Þetta vildu flestir yfirfæra yfir á fleiri tómstunda- og fjölskyldustundir og auka með því eigin lífsgæði. Óþarfa bensínnotkun má áætla 1,5 í hægagangi eða 546 lítra á ári. Kostnaður vegna þess er 66.066 kr. á ári, miðað við 121 kr. lítraverð. Samtals gerir þetta rúmlega tvær milljónir og sexhundruðþúsund á umræddu tímabili. Flestir hafa betri not fyrir tíma sinn og fjármuni en að eyða ævid-

ögum sínum í umferðinni.

Breytinga þörf Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram skýra framtíðarsýn til úrlausnar þessum vanda. Mislæg gatnamót á mörkum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Veglagning í stokk að hluta við Stigahlíð og Lönguhlíð sem opnar fyrir gönguleið á yfirborðinu í stað umferðar - og gönguljósa. Brú yfir Vesturlandsveg við gatnamót við Suðurlandsveg. Þessar framkvæmdir auk Sundabrautar, fjórar akreinar alla leið uppá Kjalarnes munu bæta akstursleiðir. Þá þarf að hugleiða bætta nýtingu á vegarkerfinu eftir umferðarþunga dagsins á hverjum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu vegna lagningar göngu- og hjólreiðastíga. Tillögur sjálfstæðismanna í uppbyggingu íbúðahverfa í Reykjavík næstu 30 árin taka mið af samgöngumannvirkjum öfugt við R-listann sem vill áfram að ævikvöldið verði í Ártúnsbrekkunni og leitar ekki raunhæfra lausna í samgöngumálum. Þar nefni ég meðal annars byggð í Úlfarsfelli og einbreiða Sundabraut Samfylkingarinnar sem ekki er umræðu virði. Framtíðarsýnin er svo skammvinn að hún nær vart til gærdagsins. Ragnar Sær Ragnarsson Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar og íbúi í Grafarvogi.

Miðgarður, menningarmiðstöð í Grafarvogi Frá Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi

Lengi hefur vantað menningarmiðstöð í Grafarvog þar sem íbúar og aðrir gestir gætu nært hjarta, huga og hönd með því að njóta og taka þátt í menningar- og fræðsluviðburðum. Í miðstöðinni þarf að vera aðstaða fyrir félagsstarf allra aldurshópa, menningartengda viðburði, afþreyingu og aðstöðu fyrir trúfélög. Dagskrá sem boðið er upp á að vera fjölbreytt og metnaðarfull og höfða til allra aldurshópa, svo fólk langi til að koma, hlusta eða horfa. Eitt af meginmarkmiðum á að vera að efla tengsl milli kynslóða og hvetja til þátttöku í listum með því að gefa innsýn í mismunandi þekkingar, menningar og reynsluheima. Ekki er síður þörf fyrir betri aðstöðu tilhanda Miðgarði, þjónustumiðstöðinni í hverfinu. Með nýrri menningarmiðstöð gefst færi á að sameina hvort tveggja. Ef vel á að takast til þarf hinn nýi Miðgarður nægilegt rými. Lóðin sem ætluð er fyrir menningarmiðstöðina, sunnan við WorldClass í Spönginni er alltof lítil og ekkert svigrúm þar til að skapa áhugavert umhverfi. Því er kjörið að staðsetja hana á lóðinni vestan við Spöngina þar sem áður fyrr átti að rísa kvikmyndahús. Á þeirri lóð er nægilegt rými til að skapa aðlaðandi umhverfi með glæsilegri byggingu og útsýni yfir borgina. Menningarmiðstöðin er gott dæmi um hönnun sem á að vera unnin í samráði við íbúa frá frumhugmynd. Hér gefst einstakt tækifæri til að nýta kosti íbúalýðræðisins í samhentri hönnun, því að

það eru íbúar sem munu nýta aðstöðuna og til mikils að vinna að vel takist til, svo takast megi að skapa aðlaðandi stað sem okkur langar öll til að vera á. Ég vil lýsa fyrir þér lesandi góður minni hugmynd að menningarmiðstöðinni í Grafarvogi: Ég sé fyrir mér 3ja hæða byggingu á stórri grunnhæð og veröndum sem hægt er að nýta og njóta á góðviðrisdögum. Umhverfis bygginguna væri skemmtilegur garður með bekkjum og leikaðstöðu og því ekki sundlauginni, sem svo lengi hefur verið beðið eftir í norðurhlutanum. Þá gætu foreldrar fengið sér kaffi og notið útsýnisins, spjallað saman, hlustað á tónlist eða skoðað áhugaverðar sýningar. Sundlaugin, gæti nefnilega svo vel rúmast á jarðhæðinni, að hálfu inni og að hálfu úti. Engin keppnislaug en hentaði vel fyrir sundkennslu og til skemmtunar, með nokkrum heitum pottum þar sem við ræðum allt milli himins og jarðar. Þá þyrfti enginn að efast um að tilganginum væri náð. Menningarmiðstöðin okkar væri orðin að miðpunkti hverfisins. Staður með fjölbreytta möguleika sem íbúar á öllum aldri hafa gaman af að koma á, hittast og eiga góða stund með vinum og nágrönnum. Þannig gæti menningarmiðstöðin orðið hjartað í hverfinu okkar. En þetta er mín hugmynd. Hvernig er þín? Ásta Þorleifsdóttir. Íbúi í Grafarvogi, í 4.sæti á Flista, frjálslyndra og óháðra.

Vegna sumarleyfa verður ekki hægt að hafa síðdegisvakt Lækna (kl 16-18) á Heilsugæslustöðinni á fimmtudögum og föstudögum frá og með fimmtudeginum 22. júní til og með föstudeginum 11 ágúst. Aðra virka daga á þessu tímabili verður hins vegar síðdegisvaktin með óbreyttu sniði. Þeir sem þurfa vaktþjónustu þessa daga eru því beðnir um að snúa sér til Læknavaktarinar á Smáratorgi sem opnar alltaf kl. 17 virka daga og er sameiginleg vaktþjónusta fyrir Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins utan dagvinnutíma. (Geymið auglýsinguna)


18

GV

Fréttir

Grafarvogur er til fyrirmyndar - nýjungar í skipulagi Reykjavíkur líta fyrst dagsins ljós í fyrirmyndarhverfinu Grafarvogi. Dagur B. Eggertsson segir frá nýju skólaverkefni, nauðsyn þess að leggja Sundabraut í jarðgöngum og útivistar og afþreyingarsvæði unglinga við Gufunes ,,Við höfum oft kallað Grafarvog fyrirmyndarhverfi vegna þess að hér hefur myndast skemmileg stemnning, sterk hverfisímynd og góð samstaða. Hún gerir hverfið tilvalið til þess að reyna á ýmsar nýjungar í borginni. Þær tilraunir sem hafa verið settar hér af stað hafa gengið svo vel að þær teljast til fyrirmyndar,’’ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. ,,Þess vegna varð Grafarvogurinn fyrir valinu þegar við ákváðum að hefjast handa með að fara með íþróttir og listnám inn í skólana. Hér er allt sem þarf til að slíkt verkefni heppnist vel.’’ Nýlega var ákveðið að ráða verkefnisstjóra til að halda utan um verkefnið. ,,Hugmyndin er að á haustin fái foreldrar bækling þar sem tómstundaframboð eftir að skóladegi lýkur verður kynnt. Þar geti börnin í samráði við foreldrana valið skemmtilega blöndu af íþrótta- og/eða listgreinum. Markmiðið með verkefninu er að skóladagurinn verði innihaldsríkari, skutl foreldra vegna tómstunda barna sinna minnki og mikilvægar samverustundir fjölskyldna aukist eftir að skóladegi lýkur. Eins og gefur að skilja þarf mjög margt að ganga upp til þess að svona verkefni virki. Slíkar aðstæður teljum við okkur hafa í Grafarvoginum og því mun þessi möguleiki verða til staðar strax næsta haust í skólum Grafarvogs.’’

Austan Elliðaáa Dagur ólst sjálfur upp í Árbænum og þekkir því til að hafa alist upp í nýju hverfi. ,,Það að hafa alist upp í úthverfi nýtist mér tvímælalaust sem frambjóðanda í borgarstjórnarkosningum. Maður þekkir þau viðfangsefni sem tengjast nýjum hverfum og uppbyggingu þeirra mun betur en ella. Félagið mitt, Fylkir, varð t.a.m. strax mjög öflugt félag í Árbænum en við þurftum að sækja allar æfingar í Breiðholt. Við lögðum sjálf allar þökurnar á grasvöllinn. Þannig að ég skil vel eðlilegar kröfur um að þjónusta byggist upp samhliða íbúahúsnæði í hverfinu. Það er hugsanlega það sem var ekki nógu gott í Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Reykjavíkurlistinn tók við borginni hafði til dæmis ekkert verið hugsað fyrir sundlaug í hverfinu og eina aðkoman í samgöngum var tveggja akreina Gullinbrú. Ég er mjög stoltur af árangrinum í Grafarvogi undanfarin ár; árangrinum í forvarnarmálum, árangrinum í að takast á við innbrot og skemmdarverk. Í þeim málum hefur Grafarvogurinn verið brautryðjandi með samstarfi íþróttafélaganna, skólanna, þjónustu borgarinnar, löggæslunnar og heilsugæslunnar. Miðgarður

skiptir þarna miklu máli en líka að íbúunum hefur tekist að rækta með sér hverfisvitund sem er býsna sterk. Það sem skiptir mestu máli til þess að hverfi nái að blómstra er gott fólk og náið samfélag þess á milli. Það skiptir miklu máli að ná upp hverfisstemningu til að fólk standi saman þegar eitthvað bregður útaf og geti tekið á því áður en það vindur upp á sig og verður stórt vandamál. Það skiptir miklu máli að nágrannar fylgist með húsum hver hjá öðrum þegar fólk er í sumarfríi. Að fólk keyri þannig um íbúagöturnar að það virði rétt annarra á rólegu og öruggu umherfi. Ef að svona atriði eru í lagi kemur hitt að sjálfu sér; mannlífið, samskiptin og stemningin fyrir íþróttaleik eða hverfishátíð. Samt sem áður þarf að hugsa fyrir svona þegar hverfin eru skipulögð og þjónustan í þeim. Það hefur gengið vel að mynda þessa stemningu í Grafarvoginum, eins og í Árbænum. Í því eru íþróttafélögin mjög mikilvæg en líka að hugsað sé um hverfin sem heild, t.d. í þjónustunni. Þess vegna hefur þjónustumiðstöðin í Miðgarði gengt lykilhlutverki í að tengja saman skólana, vinna að forvarnarstarfinu, halda hverfahátíðir og þess háttar. Þetta hefur búið til þá samheldni sem gerir hverfið eftirsótt að búa í. Fyrir nokkrum árum stefndi t.d. í að Rimahverfið yrði alræmt fyrir óspektir en með samstilltu átaki var tekið á því. Nú er verið að flytja út til annarra hverfa og sveitarfélaga þær aðferðir sem hafa verið þróaðar í sáttaumleitunum við afbrotaunglinga í Grafarvogi.’’

Sundabraut þarf að leggja rétt ,,Ég hef stundum sagt að stjórnmálin séu of mikilvæg til að láta þau stjórnmálamönnunum einum eftir,’’ segir Dagur. Hann er menntaður læknir auk þess sem hann tók meistaragráðu í alþjóðamannréttindalögum. ,,Það þarf allskonar fólk inn í stjórnmál til að hafa áhrif á samfélagið. Ég lít ekki á endilega á stjórnmál sem ævistarf heldur verkefni sem maður tekur að sér í umboði kjósenda og reynir að sinna eins vel og maður getur, reynir að koma eins miklu í verk og hægt er. En það skiptir líka miklu máli hvernig maður vinnur. Ég er fulltrúi allra Reykvíkinga, það hefur djúpa merkingu hjá mér. Að mínu mati er góður stjórnandi sá sem bæði hefur skýra sýn en um leið skynsemi til að hlusta á fólk og virkja sjálfstæða hugsun þess og frumkvæði. Í stórum málum þar sem ólíkir hagsmunir vegast á skiptir miklu að vaða ekki áfram með gömlu valtaratækninni heldur finna lausnir sem við getum lifað með. Ekki bara í fimm mánuði eða til næstu kosn-

,,Við höfum lagt áherslu á hverfin sem sterkar einingar með þjónustu eins nálægt íbúum og hægt er.’’ inga, heldur í hálfa eða heila öld. Sundabraut er gott dæmi um þetta. Þar þarf maður stundum að standa á móti skammtímasjónarmiðum sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, þessu nánasarviðhorfi sem þeir oft hafa þegar uppbygging í Reykjavík er annars vegar. Þar er oft reynt að þröngva ódýrustu og oft verstu lausninni upp á borgarbúa. Í þeim tilvikum verðum við að taka fast á móti og sem betur fer hefur samráð við íbúa um legu Sundabrautar tekist vel og íbúar hafa sýnt okkur mikla samstöðu í að berjast fyrir bestu leið í því máli í stað þess að láta okkur nægja þá ódýrustu. Þetta er stærsta vegaframkvæmd á landinu í fjölmörg ár og hana þarf að gera þannig að allir geti vel við unað, sérstaklega þeir sem verða varastir við hana - íbúarnir. Við tökum ekki í mál að Sundabraut endi sem hraðbraut í Grafarvogi, við viljum við Sundabraut alla leið í einum áfanga og jarðgangaleiðin er tvímælalaust fyrsti kostur. Ódýrasta lausnin í þessu tilfelli er alls ekki sú besta og fáránlegt af sjálfstæðismönnum að hóta því að Reykvíkingar þurfi að borga mismuninn ef jarðgangaleiðin reynist eitthvað dýrari en Vegagerðarleiðin.’’

Kraftmikil uppbygging Reykjavíkurborg undirritaði fyrir stuttu nýjan samning við Fjölni upp á 350 milljónir til næstu þriggja ára. Að sögn Dags verður á þeim tíma ráðist í kraftmikla uppbyggingu í Dalhúsum, settir verða upp sparkvellir við skólana í hverfinu, litlir gervigrasvellir sem geta nýst öllum aldurshópum utan skólatíma. Við Egilshöllina er að fara af stað mikil uppbygging með nýju bíói og keilusal. Þar verður líka gerður nýr gervigrasvöllur og í framtíðinni verður frekari golfaðstaða við höllina. ,,Þar að auki höfum við fengið fjölmargar ábendingar frá íbúum undanfarið og erum við að skoða þær. Til dæmis er verið að skoða lýsingu við göngustígana meðfram voginum og

milli Rimahverfis og Egilshallarinnar. Það er mjög spennandi að nýta sér stígana til útivistar og helst allt árið um kring en þá þarf að bæta lýsinguna svo þeir séu öruggir. Ég held að framtíðin beri í skauti sér mörg tækifæri fyrir Grafarvog. Við ætlum að byggja menningarmiðstöð yfir Miðgarð, efla hverfislöggæsluna sem er löngu búin að sanna sig, kirkjustarfið, bókasafnið og aðra þjónustu. Svo erum við að fara að kynna mjög spennandi hugmyndir um útivistar- og afþreyingarsvæði á Gufunessvæðinu. Það verður sérstaklega komið til móts ungt fólk. Þarna verður áfangastaður fyrir þá sem nota göngustígana, líkt og við Nauthólsvíkina. Þangað fer fólk til að fara í sjó og sand, en við Gufunesið verður aðstaða fyrir hjólabrettin, frisbí-diskana, BMX-hjólin og e.t.v. eitthvað í líkingu við Paintball. Hugmyndirnar eru óþrjótandi; strandblak, sparkvellir og jafnvel æfingasvæði fyrir golfara.’’ - Eru þetta ekki bara loforð? Við höfum áður gefið Grafarvogsbúum kosningaloforð, til dæmis lofuðum við sundlaug 1994. Hún kom og er með þeim glæsilegri á landinu. Við höfum lofað að byggja upp þjónustuna, leikskóla og grunnskóla og staðið við það. Nú lofum við að byggja menningarmiðstöð og hún kemur ef við náum kjöri, ásamt hinu.’’ - Rætt hefur verið um að lítill munur sé á flokkunum sem bjóði fram til borgarstjórnarkosninganna. Hver er munurinn á ykkur og hinum? ,,Í stuttu máli er munurinn sá að við fáum hugmyndirnar og berjumst fyrir að hrinda þeim í framkvæmd á meðan Sjálfsstæðisflokkurinn er ósköp einfaldlega að þykjast vera félagshyggjuflokkur. Ég held að fólk eigi að kjósa þá sem fá hugmyndirnar en ekki þá sem apa þær eftir öðrum þegar þeir sjá að þær eru orðnar vinsælar. Við höfum lagt áherslu á hverfin sem sterkar einingar með þjónustu eins nálægt íbúum

og hægt er. Við höfum lagt áherslu á íbúalýðræði og nærsamfélagið sem var algjörlega nýtt fyrirbæri þegar við fórum að vinna á þessum nótum. Hörðustu pólistísku slagirnir í borgarstjórn á þessu kjörtímabili hafa verið um stofnun þjónustumiðstöðva í öðrum hverfum. Við viljum hugsa um hverfin sem heild en ekki að öllum þessum hlutum sé miðstýrt úr miðbænum. Við viljum aukið sjálfstæði skóla, aukið sjálfstæði þjónustunnar og eflt samráð við íbúana. Það virðist reyndar vera regla í borgarstjórn að um leið og við erum búin að berja svona hugmyndir í gegn, þá átta hinir sig. Ef fólk vill sjá meiri framþróun í þessum efnum hlýtur það að horfa sterklega til okkar. Þá sjáum við fyrir okkur að heilsugæslan, málefni fatlaðra og málefni aldraðra ásamt núverandi starfsemi þjónustumiðstöðvanna myndi eina sterka heild svo fólk geti leitað á einn stað með öll sín mál. Í stað þess að vera sent á milli mismunandi stofnana eins og núna á meðan þessi verkefni eru hjá ríkinu. Stundum illa sinnt - því miður.’’

Næg verkefni ,,Við höfum lagt mjög glæsilegan grunn undanfarin ár sem hluti af Reykjavíkurlistanum. En verkefnunum er hvergi nærri lokið. Stefnuskráin okkar er mjög metnaðarfull og við erum á fleygiferð við að gera hana að veruleika. Við sjáum gríðarlega mörg tækifæri og viljum alls ekki snúa klukkunni til baka eins og sumir virðast vilja. Við leggjum það óhrædd í dóm borgarbúa hvaða fólk er best til þess fallið að halda áfram að byggja upp þessu nýju Reykjavík sem hefur á rúmum áratug breyst úr því að vera smábær í að vera frábær - kraftmikil, lifandi stórborg með öruggri þjónustu, öflugu atvinnulífi, blómstrandi menningar- og menntastofnunum og síðast en ekki síst frábærum hverfum eins og Grafarvoginum.’’


Sérstakt sóltilboð á Ford Nýtt tákn um gæði

Mondeo Trend Plus 2,0i 5 dyra, 5 gíra* Bílasamningur 27.490 kr. Rekstrarleiga 41.120 kr. Verð án sóltilboðs 2.350.000 kr. Sóltilboð 2.250.000 kr. Sóltilboð á sjálfskiptum Mondeo Trend Plus: Til viðbótar aðeins 140.000 kr.

Mondeo Trend Plus

27.490 *

Mán.gr. Bílasamningur Lýsingar og Brimborgar

Sumarið er komið í Brimborg. Nú er rétta tækifærið til að fá sér nýjan bíl fyrir sumarfríið á sérstöku sóltilboði Brimborgar. Skoðaðu góðan Bílasamning* Lýsingar og Brimborgar - aðeins 20 prósent út og lágar mánaðargreiðslur. Skoðaðu Mondeo Trend Plus eða Focus C-Max Trend Plus frá Ford. Vertu í hópi þeirra bestu. Komdu í Brimborg.

Við staðgreiðum gamla bílinn þinn Þú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt** veljir þú bíl á góðu sóltilboði Brimborgar. Þú færð peninginn beint í vasann eða greiðir upp lánið á gamla bílnum. Þú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. Komdu í Brimborg. Kynntu þér hvernig þú getur fengið þér nýjan Ford.

Focus C-Max - eins og að vera á fyrsta farrými

Betra aðgengi, mikið rými og góð þjónusta eru atriði sem Focus C-Max eigendur sækjast eftir. Aðstaðan um borð getur vart verið betri. Allir sitja hátt með góða yfirsýn. Auðvelt að sinna yngri börnunum og færa þau í og úr barnabílstólum. Eldri börn sitja hvert fyrir sig í sérstöku sæti en þrjú sérstök aftursæti eru í Focus C-Max. Kerran fær einnig gott rými í skotti. Focus C-Max stenst ströngustu kröfur þýsku TÜV eftirlitsstofnunarinnar við ofnæmisprófanir.

Focus C-Max Trend Plus 2,0i 5 dyra, sjálfskiptur* Bílasamningur 29.200 kr. Rekstrarleiga 41.670 kr. Verð án sóltilboðs 2.590.000 kr. Sóltilboð 2.390.000 kr.

Focus C-Max Trend Plus

29.200

*

GCI ALMANNATENGSL - GREY COMMUNICATIONS INTERNATIONAL

(mán.gr. bílasamningur)

Komdu núna. Sóltilboð Brimborgar gildir aðeins til 27. maí n.k. eða meðan birgðir endast.

Nýttu þér sérstakt Trend-plús sóltilboð Brimborgar: Ford Mondeo Trend Plus og Ford Focus C-Max Trend Plus.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Lán er bílasamningur með 20% útborgun og mánaðarlegum greiðslum í 84 mánuði og eru háðar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta 50% isk / 50% erl.myntkarfa. Leiga er rekstrarleiga og er miðuð við mánaðarlegar greiðslur í 39 mánuði sem eru háðar gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Smur- og þjónustueftirlit samkvæmt ferli framleiðanda og Brimborgar er innifalið í leigugreiðslu og allt að 20.000 km akstur á ári. ** Staðgreitt 45 dögum eftir afhendingu nýja bílsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Aukabúnaður á myndum eru álfelgur.


20

21

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Svör flokkanna við spurningum frá Íbúasamtökum Grafarvogs

Grafarvogs og Laugardalshverfa fyrir þeirra þátt í samráðsferlinu. Samgönguráðherra hefur lýst því yfir, að hann ætli að beita sér fyrir því að fjármögnun Sundabrautar, fjögurra akreina, verði tryggð. 2. Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn því að lögð yrði fjórföld hraðbraut í gegnum hverfið og hefur lagst gegn 2025 þúsund manna íbúabyggð í Úlfarsfelli m.a. með þeim rökum að núverandi umferðamannvirki þola ekki þá byggð og engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að flytja þá umferð frá hverfinu. Augljóst er að áætluð byggð í Úlfarsfelli mun kalla á stóraukna umferð í gegnum Grafarvoginn. Skoða ber með opnum huga aðrar tengingar en tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg, s.s. það að tengja Fossaleyni við Vesturlandsveginn. Með þeirri tengingu yrði mikilli umferð að og frá Egilshöll, létt af Víkurvegi.

1. Hver er stefna flokksins um útfærslu og framkvæmd Sundabrautar? 2. Hver er stefna flokksins um tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg, í ljósi áratugar baráttu og dómsmála íbúa? 3. Styður flokkurinn tillögu undirbúningshóps um Menningarmiðstöð Grafarvogs, staðsetningu og útfærslu miðstöðvarinnar. Þar kom fram að miðstöðin verði á lóð kirkjunnar sunnan Borgarhotsskóla? 4. Styður flokkurinn stefnu ÍG um friðun einu fjaranna sem eftir eru í norðurhluta Reykjavíkur, frá Grafarvogi, upp á Kjalarnes? 5. Hver er stefna flokksins í málum Björgunnar? 6. Eru fyrirhugaðar uppfyllingar í Gufunesi ekki óþarfar, þegar ákveðið hefur verið að Sundabraut verði lögð í einum áfanga og ný byggingarlönd opnast nú í Geldinga- Gunnu- og Álfsnesi? 7. Hver er stefna flokksinns í uppbyggingu íþrótta- og tómstundarmála í Grafarvogi?

3. Sjálfstæðisflokkurinn styður það að Menningarmiðstöð Grafarvogs verði glæsileg bygging með góðu rými, vegna þeirrar margþættu starfsemi sem þar er fyrirhuguð. Því er ákjósanlegt að samnýta þær tvær lóðir sem ætlaðar voru kirkjuseli og borgarbókasafni, undir slíka fjölnota byggingu.

8. Hver er stefna flokksins um flokkunarstöð Sorpu fyrir Grafarvogshverfi? 9. Hvernig vill flokkurinn leysa vandamál almenningssamgangna í hverfinu? 10. Hvaða forsendur eiga að gilda um þéttingu byggðar? Er þétting fyrirhuguð í Grafarvogi? Ef svo er, hvar?

X-S

1. Samfylkingin telur Sundabraut vera forgangsmál í samgöngubótum á Íslandi. Samfylkingin telur ófrávíkjanlegt að Sundabraut verði lögð alla leið í einum áfanga og hafnar hraðbraut hálfa leið. Samfylking telur því brýnt að tekið verði af skarið um fjármögnun verkefnisins til fulls. Samfylkingin hefur leitt samráðsferli með þátttöku íbúa og telur Sundabraut í göngum afdráttarlaust vera fyrsta kost við útfærslu framkvæmdarinnar. 2. Samfylkingin hefur beitt sér fyrir breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sem kveður á um að Hallsvegur verði tveggja akreina. Samfylkingin tekur undir áhyggjur íbúa af því að útfærsla Sundabrautar sem "hraðbraut hálfa leið" geti leitt til þungaumferðar eftir Hallsvegi og telur því ekki koma til greina að tengja Hallsveg við Vesturlandsveg fyrr en Sundabraut hefur verið lögð alla leið. 3. Samfylkingin hefur beitt sér fyrir því að byggt verði yfir Miðgarð og skylda starfsemi í hverfinu enda núverandi húsnæði bæði óhentugt og löngu sprungið. Bygging Menningarmiðstöðvar Grafarvogs er eitt af forgangsmálum næsta kjörtímabils. 4. Samfylkingin vill standa vörð um ósnertar fjörur og nýta strandlengjuna íbúum til útiveru og upplifunar. Uppbygging í nágrenninu þarf þó ekki alltaf að útiloka slíkt. 5. Samfylkingin telur að Björgun og annar grófur iðnaður eigi ekki heima á núverandi stað. Fyrirtækið hefur fallist á að grípa til ráðstafana til að draga úr foki og óþrifnaði af starfseminni og hefur lýst hefur vilja til að vinna með borgaryfirvöldum við að við að finna fyrirtækinu nýjan stað. Í Elliðaárvogi myndi þess í stað rísa framhald Bryggjuhverfisins.

X-V

1. 1.Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur að besta útfærslan væri jarðgöng á "ystu" leið með tengingum inn á Kirkjusand annars vegar og Sæbraut til austurs og hafnarsvæðið hins vegar, bæði með tilliti til umhverfis- og skipulagsþátta. Ekki síst skiptir hér máli þau áhrif sem umræða aðliggjandi íbúasamtaka hefur haft enda hefur sú leið minnst neikvæð áhrif á næstu íbúahverfi. Hvað snertir framkvæmd teljum við að hefjast megi handa við framkvæmd um leið og breið samstaða næst um leiðarval og áhrif á umhverfi og samfélag hafa verið metin. Nýta þarf fjármagn af símapeningum, það mun þó ekki nægja fyrir fyrsta áfanga og þarf meira til. Faxaflóahafnir eru reiðubúnar að koma að fjármögnun og framkvæmd með samkomulagi við ríkið. Við framkvæmd sem þessa ber að horfa til langs tíma og sætta sig ekki við aðra leið en þá bestu með sem flest sjónarmið að leiðarljósi. 2. VG beitti sér sérstaklega fyrir því að borgaryfirvöld ákváðu að breyta skipulagi Hallsvegar þannig að hann yrði aðeins 2ja akreina vegur en ekki 4ra. Í samræmi við það teljum við að tenging Hallsvegar við Vesturlandsveg þurfi að koma til endurmats.

M.a. þarf að skoða betur tengingar við Egilshöll með vaxandi uppbyggingu þar, hlutverk Borgarvegar og tengingarnar við Sundabraut. 3. Ljóst er að skortur er á menningarmiðstöð í hverfinu og að mikilvægt er að hverfið verði sjálfbært að því er varðar daglegt líf, atvinnu, tómstundir, dægradvöl og menningu. Huga mætti jafnframt að hlutverki skóla sem menningarmiðstöðva með það í huga að nýta þær byggingar betur fyrir fjölþætta starfsemi í þágu hverfisins og íbúa þess. VG styður uppbyggingu Menningarmiðstöðvar í Grafarvogi í samræmi við þá samþykkt sem þegar liggur fyrir og vill beita sér fyrir því að framkvæmdir geti hafist strax á næsta ári. 4. Já, í skipulagstillögum VG eru skilgreindar fjörur sem VG vill að verði verndaðar, þ.m.t. í Eiðsvík og Leiruvogi. 5. VG telur að starfsemi Björgunar eigi að flytjast af núverandi stað og styður þá vinnu sem nú er hafin við rammaskipulag í Elliðaárvogi. Samhliða þarf að vinna að því að finna viðunandi lausn fyrir starfsemi Björgunar sem góð sátt getur skapast um. 6. VG telur að almennt eigi að fara

6. Samfylkingin telur eðlilegt að áform um uppfyllingar komi til endurskoðunar í tengslum við ákvörðun um framtíðarlegu Sundabrautar og endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. 7. Rekstrar og iðkendastyrkir til íþróttafélaga? Samfylkingin hefur stutt framtíðaruppbyggingu Fjölnis í Dalhúsum þar sem rísa á körfuboltahús samkvæmt sérstökum samningi hefur nýlega verið undirritaður því til staðfestingar. Verið er að setja litla gervigrasvelli við skóla hverfisins og nýr gervigrasvöllur í fullri stærð verður gerður við Egilshöll samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Þá er gert ráð fyrir sparkvöllum í deiliskipulagi Gufunessvæðisins. Þar er jafnframt gert ráð fyrir því að ýmis áhugamannafélög og afþreyingarfyrirtæki geti fengið úthlutað reitum á gamla haugasvæðinu og er spennandi að hugsa sér að svæðið geti verið kjörsvæði fyrir athafnagleði eldri barna og unglinga. Samfylkingin hefur sagt að hún sé tilbúin til að ræða Samfylkingar-leiðina úr Hafnarfirði þar sem frumkvæði hefur verið tekið í iðkendastyrkjum til íþróttafélaga. Í morgun var svo samþykkt að Grafarvogur riði fyrst á vaðið við að flytja íþróttir og listnám inn í skólana sem er einnig stefnumál Samfylkingarinnar. 8. Samfylkingin telur ástæðu til að hafa flokkurnarstöðvar við báðar meginumferðaræðarnar til og frá Grafarvogi og hefur beitt sér fyrir nýrri flokkunarstöð við Víkurveg. 9. Almenningssamgöngur hafa verið bættar í Hamrahverfi í kjölfar ábendinga íbúa. Samfylkingin vill jafnframt kanna hugmyndir um hringtengingu innan Grafarvogshverfis. 10. Þétting byggðar hefur verið stefna borgaryfirvalda til að bæta nýtingu innviða, stytta vegalengdir innan borgarinnar og stuðla að því að hægt sé að veita góða þjónustu sem næst íbúum. Oft eru slík verkefni komin til að frumkvæði landeigenda en stundum ekki. Sl. vetur voru til skoðunar hugmyndir um að fjölga sérbýlishúsalóðum í borgarlandinu. Einhverjir blettir í Grafarvogi komu til skoðunar en engin þeirra þótti álitlegur til frekari athugunar. varlega í landfyllingar. Spár sérfræðinga gera ráð fyrir að loftslagsbreytingar geti haft í för með sér hækkun sjávar um 4-6 metra á næstu 100 árum og því er full ástæða til að staldra við. Það á m.a. við um landfyllingar í Gufunesi sem gert er ráð fyrir í gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur. 7. Við uppbyggingu íþrótta- og tómstundamála þarf að hafa lýðheilsumarkmið að leiðarljósi, þátttöku sem flestra í fjölskyldunni og sem flestra aldurshópa. Í stefnu okkar í VG er sérstaklega fjallað um að gæta skuli að jafnræði stráka og stelpna við framlög til íþróttamannvirkja eða annarrar aðstöðu til hreyfingar. Forvarnarstefnu borgarinnar þarf að hrinda í framkvæmd í góðu samstarfi við þjónustumiðstöð, íþróttafélög og aðra aðila í hverfinu. Öflugar forvarnir eru mikilvægar á forsendum fjölbreytni og þátttöku allra. Við í VG viljum jafna aðstöðu barna og ungmenna til íþróttaiðkunar og skoða í því tilviki sérstaklega möguleika til að styðja við iðkunina með beinum hætti, líkt og gert hefur verið í Hafnarfirði. 8. Fulltrúi VG í stjórn Sorpu lagðist ávallt gegn því að þessari stöð yrði lokað, en eftir að stjórnskipulagi fyrirtækisins var breytt á borgin aðeins einn fulltrúa þar og samþykkti hann lokun stöðvarinnar. Fulltrúar VG í

umhverfisráði hafa lagt til að nýrri stöð verði fundinn staður nálægt Víkurvegi og að borgin beiti sér innan stjórnar Sorpu fyrir því að því verði hraðað. Umhverfisráð samþykkti þessa afstöðu nú nýlega.

9. Vinstri græn leggja mikla áherslu á eflingu almenningssamgangna. VG vill byggja á núverandi leiðarkerfi Strætó en telur engu að síður brýnt að fjölga leiðum í kerfinu og auka tíðni þeirra. VG telur að verði ekki samstaða meðal sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um stóreflingu Strætó, verði Reykjavík að taka að nýju við rekstri almenningssamgangna innan borgarinnar. 10. Vinstri græn telja að þétting byggðar sé að grunni til mikilvægt umhverfismál. Í samþykktri stefnumótun VG í Reykjavík í borgarmálum segir m.a. "VG vill stuðla að sjálfbærri þróun borgarsamfélagsins. Í skipulagi borgarinnar leggur VG áherslu á skynsamlega nýtingu borgarlandsins þar sem þétting byggðar og blönduð landnotkun eru lykilatriði, þó þannig að í öllum skipulagsákvörðunum sé tekið tillit til umhverfisins, náttúru, menningar og sögu." Í þessum anda telur VG að standa eigi að þéttingu byggðar. Engin sérstök áform eru uppi um þéttingu byggðar í Grafarvogi.

4. Já. 5. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að starfsemi Björgunar verði færð frá íbúðabyggð sem fyrst. Það eru ekki margir staðir sem að koma til greina. Mikilvægt er að Björgun verði valinn staður í nálægð við þann rekstur sem að fyrirtækið selur til eins malbikunarstöðvar og steypustöðvar af umhverfisog hagkvæmisástæðum. Eins og staðan er í dag er helst litið til Álfsness. Frá fjölmennum fundi Íbúasamtaka Grafarvogs með frambjóðendum allra flokka í Rimaskóla.

X-F

1. F listinn vill vernda þá vellíðan og náttúrusýn sem Grafarvogur býður íbúum sínum er nauðsynlegt að Sundabraut verði lögð á ytri leið, eins fjarri íbúabyggð og mögulegt er, með tilliti til hagsmuna byggðanna beggja vegna Elliðavogs, eindreginna óska íbúa og framtíðararðsemi. Við alla útfærslu ber að taka tillit til tenginga við stofnbrautir. Til að vernda Blikastaðakró og lífríki hennar má undir engum kringumstæðum leggja Sundabraut á uppfyllingu yfir Eiðisvík heldur ber að leggja hana á brú og koma nú þegar ræsum fyrir á Eiðinu til að tryggja nægt aðgengi sjávarfalla uns hægt verður að losa um vegarslóðann og koma Eiðinu aftur í náttúrulegt horf. Við lagningu Sundabrautar yfir Geldinganes verði sérstaklega gætt að einstöku náttúrufari í austurhluta nessins en þar er ósnortin strönd sem ber skilyrðislaust að vernda.. 2. Engar hraðaksturgötur um íbúahverfi: Hallsvegur er skipulagsslys sem ber að leiðrétta strax, vegurinn á að vera hverfisgata. Með vellíðan og öryggi íbúa í huga verður að koma í veg fyrir lagningu hraðaksturleiða með tilheyrandi hávaðamengun í gegnum hverfið, þetta á sérstaklega við um áform við Hallsveg. Hallsvegur má undir engum kringumstæðum verða tengibraut milli Vesturlandsvegar og fyrirhugaðrar Sundabrautar. Það er með öllu ótækt að leggja slíkan veg í gegnum íbúðahverfi og það rétt við íþróttamannvirki sem eru fjölsótt af börnum úr öllum hverfum Grafarvogs. 3. Við viljum fjölnota þjónustu- og menningarmiðstöð með aðstöðu fyrir félagsstarf allra aldurshópa, menningartengda viðburði, afþreyingu og aðstöðu fyrir trúfélögLengi hefur vantað bæði miðju og menningarmiðstöð í Grafarvog. Með nýrri menningarmiðstöð gefst færi á að sameina hvort tveggja en slík menningarmiðstöð þarf

rými og því er kjörið að staðsetja menningarmiðstöðina vestan við Spöngina þar sem er nægilegt rými til að skapa aðlaðandi umhverfi með glæsilegri byggingu þar sem útsýni er hvað best yfir borgina. Vel má hugsa sér 3ja hæða byggingu á stórri grunnhæð og veröndum sem hægt er að nýta og njóta á góðviðrisdögum. Umhverfis bygginguna verði gerður skrúðgarður með bekkjum og leikaðstöðu. Menningarmiðstöðin er rakið dæmi um hönnun sem á að vera unnin í samráði við íbúa, enda eru það íbúar sem munu nýta aðstöðuna og til mikils að vinna að vel takist til. 4. Já, eindregið!!! Blikastaðakróin /Leiruvogur er náttúruperla sem ber að vernda . Hún er einstök í borgarlandinu og verður verðmætari með hverjum deginum sem líður. Gildi hennar fyrir komandi kynslóðir er ómetanlegt og því nauðsynlegt að bregðast við og koma borgarvernd á Blikastaðakró. 5. Bryggjuhverfi verði þegar í stað innlimað í Reykjavík þannig að íbúar geti notið sjálfsagðrar þjónustu. Björgun verði fundinn annar staður fyrir starfsemi sína enda er þetta ekki starfsemi sem á heima inni í byggð. 6. Fyrirhugaðar landfyllingar eru andstæðar stefnu framboðsins í umhverfisog skipulagsmálum. Reykjavík er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga nægilegt landrými. Einnig eru landfyllingar við Viðeyjarsund farnar að valda auknu landbroti í Viðey auk þess að hafa áhrif á setflutninga á sundunum sem aftur valda því að grunnir vogar eru að fyllast leir hraðar en ella. 7. F-listinn vill að öll börn og unglingar fá notið sambærilegra niðurgreiðslna til íþróttastarfs, tónlistarnáms og tómstunda sem Reykjavíkurborg leggur fjármuni til. Þær fjölskyldur sem ekki kljúfa að greiða annan þátttökukostnað fái notið aðstoðar félagsþjónustu borgarinnar. Íþróttahreyfingin og tónlistarskólar komi til aukins samstarfs við grunnskólann. Til að hægt sé að ná þessum markmiðum verða grunnskólar að hafa aðgang að íþróttamannvirkjum

allan daginn og gera verður ráð fyrir því að þjálfarar hafi þjálfun að aðalstarfi en ekki að loknum öðrum vinnudegi. Þessi framtíðarsýn krefst aukins samstarf grunnskóla, listmenntaskóla og íþróttafélaga. Þá þarf að tryggja aðstöðu annarra almennings- og jaðaríþrótta. Byggja þarf aðstöðu fyrir Kajak-klúbbinn sem nú býr í gámum á Geldinganeseiði. Heilbrigð sál í hraustum líkama og því er það yfirlýst stefna okkar að ýta undir almenningsíþróttir í samráði við íbúana, enda áhugi á þeim mikill í hverfinu og koma upp þeirri aðstöðu sem nauðsynleg er. Þá er brýnt að leysa úr vanda sundkennslu og reisa sundlaug í norðurhluta hverfisins. 8. Flokkun hefst heima við hús. Stefna R-listans um græna tunnu sem losuð er sjaldnar gegn vægara gjaldi samhliða því að flytja Sorpu úr hverfinu er fjandsamleg markmiðum sjálfbærrar þróunar - þar sem einu áhrifin voru að stórauka akstur einkabíla með rusl. Flokkun heima við hús er stefna sem byggir á því að á ákveðnum tímum sé flokkað sorp sótt heim. Með þessu er einnig þeim sem ekki hafa aðgang að bíl gert kleift að flokka sorp og um leið unnið að markmiðum sjálfbærrar þróunar. 9. F-listinn hefur á undanförnum árum bent á nauðsyn þess að taka upp hverfisvagna og að börnum, ungmennum og eldra fólki sé veittur frír aðgangur. Á þann hátt má efla almenningsamgöngur, bæta aðgengi fólks að þeirri þjónustu sem hvert hverfi býður upp á og nýta betur þær stofnanir sem borgin rekur. F-listinn hefur einfalda sýn á almenningssamgöngur. Þær eiga að taka mið af þörfum þeirra sem mest nota þær, auk þess að leitast við að vera raunhæfur valkostur fyrir aðra. Því er það stefna flokksins að smærri vagnar aki um hverfin og safni farþegum. 10. Það er hægt að þétta byggð í Grafarvogi en það verður að vera gert í samræmi við fyrirliggjandi byggð og samráði við íbúa. Sú þétting sem hefur verið gerð á Landsímalóð og nú við Gullengi er ekki í samræmi við stefnu Flista um þéttingu byggðar.

X-D

1. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segir orðrétt: ,,Sundabrautin alla leið upp á Kjalarnes i einum áfanga’’. Í stuttu máli mun það verða eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að setja þessa framkvæmd í farveg, fái hann til þess brautargengi í komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lýst því yfir, að þessi framkvæmd sé ein mikilvægasta samgöngubótin í borginni. Alltof lengi hefur þetta stóra mál strandað á aðgerðaleysi borgaryfirvalda. Við hljótum að vænta þess, að í framhaldi af því formlega samráði sem nú er loks hafið vegna legu brautarinnar, verði hægt að taka málið af umræðustigi yfir á framkvæmdastig. Sjálfstæðisflokkurinn telur það skyldu borgaryfirvalda að ganga til þessa samráðs við íbúa með opnum huga í þeirri von, að hægt verði að hrinda strax í framkvæmd, niðurstöðu sem þar fæst. Þar eiga umhverfis- skipulags- og öryggisþættir að ráða ferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi því að jarðgangaleið verði könnuð ítarlega. Rétt er að þakka Íbúasamtökum

X-B

1. B-listinn í Reykjavík vill fara í botngöng á ytri leið og hefur kynnt myndband sem sýnir hvernig framkvæmdin er hugsuð alla leið á Kjalarnes. 2. B-listinnn í Reykjavík telur að mistök hafi verið gerð við lagningu Hallsvegar næst íbúðabyggðinni og telur að áframhaldandi tenging við Vesturlandsveg verði að vinna í samráði við íbúanna. 3. B-listinn í Reykjavík telur að uppbygging menningarsmiðstöðvar Garfarvogs geti vel komið til greina á umræddu svæði.

6. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki uppfyllingar í Gufunesi. 7. Grafarvogur er barnflesta hverfi borgarinnar eins og fjölmargir iðkendur Ungmennafélagsins Fjölnis og Skautafélagsins Bjarnarins gefa til kynna. Ástæða er til að skoða sérstaklega aðstæður til íþróttaiðkunar í þessu fjölmenna og barnmarga hverfi og bæta aðstöðuna með það að markmiði að hún verði í samræmi við það se best gerist annars staðar í borginni. Árið 2005 voru iðkendur Fjölnis rúmlega 2.700 talsins og hefur ekkert íþróttafélag á landinu fleiri skráða iðkendur. Samanburður sýnir hinsvegar að Fjölnir er það félag, sem hefur hlotið lægstu byggingastyrki af öllum íþróttafélögum í Reykjavík sl. tólf ár. Þetta skýtur skökku við að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þá er Skautafélagið Björninn eitt af stærsta sérgreinafélag í Reykjavík. Brýnt er að ná sem fyrst niðurstöðu í viðræðum við Fjölni um aðstöðumál félagsins og framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í hverfinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður tillögur Fjölnis og fleiri um uppbyggingu fjölbreytilegs íþrótta- og tómstundasvæðis í Gufunesi. Samið skal við beint við íþróttafélögin um rekstrar og iðkendastyrki. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn

efna til átaks til að fegra og bæta skólalóðir, leikvelli, íþróttavelli og opin svæði í Grafarvogi, sem mörg hver eru ekki í góðu ásigkomulagi. 8. Ný móttöku- og flokkunarstöð verði opnuð í Grafarvogi árið 2007. Móttökuog endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt sinnti mikilvægri þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki í Grafarvogi og Grafarholti, hverfi með næstum 25 þúsund íbúa. R-listinn lét loka stöðinni og vísa íbúum þessara fjölmennu hverfa á aðrar stöðvar. 7. febrúar 2005 lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfisráði til að stöðin við Bæjarflöt yrði opnuð að nýju í ljósi mikillar óánægju Grafarvogsbúa með lokun hennar. Bókuðu sjálfstæðismenn að með lokun stöðvarinnar við Bæjarflöt, væri kostum borgarbúa til að losa sig við sorp og annan úrgang fækkað, á sama tíma og almenningur væri hvattur til hreinlætis og aukinnar endurvinnslu. Tillagan um að opna stöðina að nýju var felld með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í umhverfisráði gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisráði endurfluttu tillöguna 20. febrúar 2006. Var tillagan endurflutt í ljósi þess að í drögum að þjónustusamningi Sorpu við Reykjavíkurborg var kveðið á um að ekki skyldi vera meira en 3,5 km. loftlína að hverri endurvinnslustöð frá íbúðarhúsum í borginni, en nú er stór hluti byggðar í Grafarvogi í meira en tilskilinni 3,5 km. fjarlægð. Þessi tillaga var einnig felld með atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna gegn atkvæðum sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn stendur við fyrri afstöðu og telur brýnt að móttökuog endurvinnslustöð verði opnuð að nýju fyrir íbúa Grafarvogs og Grafarholts. 9. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdu ekki gildistöku nýja leiðakerfisins, og bentu ítrekað á þá miklu þjónustuskerðingu, sem það hafði í för með sér, m.a. fyrir Grafarvogsbúa. Sjálfstæðismenn gagnrýndu einnig harðlega að Grafarholtsbúar skyldu ekki hafa beina tengingu niður í bæ á a.m.k. aðra af stóru skiptistöðvunum, Hlemm eða Lækjartorg. Úr því var loks bætt í mars sl. en þá var tenging milli Grafarholts og Árbæjar lögð af í staðinn.Við teljum að skoða þurfi betur tengingar innan einstakra hverfa í Grafarvogi og Grafarholti þannig að strætisvagnar verði raunhæfur kostur við að sækja fjölbreytilega þjónustu innan svæðisins. Einnig viljum við skoða bættar tengingar milli Grafarvogs og annarra hverfa austarlega í borginni. Þannig viljum við skoða hvort unnt sé að hefja akstur á eins konar norður-suður leið, sem færi úr Grafarvogi,hefði viðkomu í Grafarholti og Árbæ og færi þaðan í Breiðholtshverfi og jafnvel yfir í Kópavog. 10. Mikilvægt er að hafa í huga að íbúar í Grafarvogi völdu sér búsetu þar, vegna þeirra gæða sem að hverfið bíður upp á. Hverfið er fjölskylduvænt hverfi þar sem stutt er í útivistarsvæði og ósnortna náttúru. Það er mjög mikilvægt að slík sérkenni haldi sér. Ekki er gert ráð fyrir þéttingu byggðar í Grafarvogi. kenndra aðila.

4. B-listinn í Reykjavík telur að ósnortnar fjörur í landi Gufuness verði friðaðar þar sem þær eru ósnortnar. 5. B-listinn í Reykjavík telur að flytja eigi Björgun frá þeim stað sem fyrirtækið hefur nú aðstöðu þar sem nálægðin við íbúabyggðina í Bryggjuhverfi er of mikil. 6. B-listinn í Reykjavík er ekki með landfyllingar á þessum stað á stefnuskrá sinni. 7. B-listinn í Reykjavík vísar til stefnu sinnar um að öll börn á aldrinum 5 - 18 fái fái frístundakort að upphæð 40 þúsund krónur á ári sem renni til íþróttaog tómstundaiðkunnar á vegum viður-

8. B-listinn í Reykjavík vísar til viðtals við Björn Inga Hrafnsson í Grafarvogsblaðinu þar sem hann lýsir því yfir að Grafarvogsbúar fái flokkunarstöð í hverfið sitt. 9. B-listinn í Reykjavík vísar til stefnu sinnar um ókeypis í strætó fyrir aldraða, öryrkja og ungmenni. Í höfuðborgarstefnu Framsóknarflokksins er lögð áhersla að ráðist verði í hönnun almenningssamgöngukerfis fyrir höfuðborgarsvæðið. 10. B-listinn er ekki með sérsstök áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi, en komi til þess verður það gert í samráði við íbúa hverfisins.


22

GV

Fréttir

Allir með - líka stelpur Íþróttastarfið í borginni hefur verið byggt upp af miklum krafti á síðustu árum og þar hefur íþróttastarf Fjölnis ekki verið nein undantekning nema síður sé. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að fylgjast með árangri strákanna í fótboltanum og körfunni undanfarin misseri, það ber vitni um ágætt starf og gefur vonir um að mikils sé að vænta af félaginu í framtíðinni. Þessar deildir eru þó langt í frá einu deildirnar sem eru að skila frábæru starfi. Sunddeildin er öflug, taekwondodeildin sömuleiðis og ekki má gleyma fimleikadeildinni sem hefur á einungis fimm árum vaxið upp úr því að vera ekki neitt upp í að sinna 350 iðkendum. Komast þó færri að en vilja því á milli 70 og 80 börn eru á biðlista eftir að komast í deildina.

Ójöfn staða kynjanna Það er að mörgu að hyggja þegar íþróttastarf fyrir börn og unglinga er byggt upp. Eitt af því sem athygli fólks hefur í vaxandi mæli beinst að

undanfarið er hvernig hægt er að tryggja að fjármagn til íþrótta skili sér jafnt til bæði stráka og stelpna. Það er full ástæða til að skoða þennan þátt íþróttastarfsins nánar því kannanir sýna okkur að stelpur vilja oft verða útundan í starfi íþróttafélaganna. Ein helsta ástæðan sem nefnd hefur verið er að einhverra hluta vegna virðast stelpur hafa minni áhuga á hefðbundnum boltaíþróttum en strákar. Þessar greinar er hins vegar það sem yfirleitt er mest áhersla lögð á af hálfu íþróttafélaganna en ástæður þess eru að mörgu leyti hefð og rætur þeirra sem stjórna félögunum.

Nýrrar hugsunar er þörf Ef við hins vegar viljum efla íþróttaiðkun stelpna, sem hlýtur að teljast sjálfsagt réttlætismál þótt ekki væri nema vegna þess að þær eiga jafnan rétt til opinberra framlaga frá borginni og drengirnir, þá verður ákveðin viðhorfsbreyting að eiga sér stað. Ef stúlkur hafa áhuga á öðrum

greinum en hinum hefðbundnu boltaíþróttum þá á að huga að uppbyggingu þeirra greina sem þær sýna áhuga á. Tilgangurinn er að sjálfsögðu fyrst og fremst að sem flest börn iðki íþróttir, ekki að þau iðki tilteknar íþróttir. Í Samfylkingunni í Reykjavík hefur verið rætt hvort skilyrða eigi þá peninga sem veitt er til íþróttafélaganna með það í huga að rétta hlut stelpna. Það verður þó að teljast óæskileg þróun ef grípa þarf til miðstýringar á þann hátt. Betra væri að kalla eftir skýrri jafnréttisstefnu íþróttafélaganna og áætlana frá þeirra hendi um hvernig þau hyggjast jafna stöðu kynjanna.

um hverfum borgarinnar er ekkert sem segir að þeirri þróun megi ekki snúa við. Nú hefur borgin skrifað undir samkomulag við Fjölni þar sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið að setja 350 milljónir til uppbyggingar íþróttastarfs félagsins. Rætt hef-

Dofri Hermannsson, íbúi í Grafarvogi og frambjóðandi Samfylkingarinnar, skrifar:

Fjölnir á framtíðina fyrir sér Fjölnir er ungt félag þar sem hefðir eru enn í mótun og þótt færri stelpur stundi íþróttir í Grafarvogi en í öðr-

ur verið um hugsanlega byggingu körfuboltahallar og síst skal dregið úr nauðsyn þess, í þeirri deild eru um 300 iðkendur sem þyrftu betri aðstöðu. Ég vil hins vegar benda á að fimleikadeildin með sína 350 iðkendur, mest megnis stelpur, hefur verið að ná

frábærum árangri þrátt fyrir mikil þrengsli og aðstöðu sem er langt frá því að vera fullnægjandi. Salurinn er þröngur, aðstaða fyrir áhorfendur er engin og stelpurnar sem lengra eru komnar geta ekki æft lögleg keppnisstökk í húsnæðinu vegna þess hve plássið er lítið. Þær sem lengst eru komnar íhuga að skipta um félag til að geta haldið áfram að bæta sig. Við skulum spyrja okkur hvort staðan væri sú sama ef harðsnúið lið pilta í boltaíþrótt hefði nýverið náð þeim árangri að vera í hópi þeirra bestu á landinu. Myndum við ekki segja eitthvað ef þeir bestu væru á leið úr liðinu vegna aðstöðuleysis? Þetta held ég að við verðum að hafa í huga þegar farið verður að ákveða hvað á að gera fyrir þær 350 milljónir sem samið hefur verið um að Reykjavíkurborg leggi til uppbyggingar Fjölnis á næstu misserum. Það verða allir að fá að vera með í íþróttunum - líka stelpur. Dofri Hermannsson. Höfundur er í 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.

Skráning á fléttunámskeið Vegna mikillar eftirspurnar erum við byrjaðar að skrá niður á fléttunámskeið fyrir foreldra

Skráning og uppl. í síma 567-6300

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 og lau frá 10:00-14:00 Pöntunarsími: 567-6330

Smurstöð Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


23

GV

Fréttir

Ólafur F. Magnússon, læknir, borgarfulltrúi og efsti maður á F-lista:

F-listinn forgangsraðar til fólksins í borginni F-listi, Frjálslyndra og óháðra, vill forgangsraða í þágu fólksins í borginni. Þetta kemur skýrast fram í flugvallarmálinu, þar sem F-listinn vill halda flugvellinum á besta stað í borginni í stað þess að verja tugum milljarða króna í að flytja hann á verri og óöruggari stað, eins og hin framboðin vilja.

Bætt staða eldri borgara og öryrkja Við viljum að brýn verkefni í velferðarkerfinu og í samgöngukerfi borgarinnar hafi forgang. Við viljum t.a.m. fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og stórefla heimaþjónustu þeirra. Í samræmi við þessar áherslur viljum við stórlækka álögur á aldraða til að þeir geti búið eins lengi heima hjá sér og þeir vilja. Við höfum áður lagt áherslu á lægri þjónustugjöld aldraðra, öryrkja og barnafjölskyldna og nú höfum við lagt til að tekjumörk fyrir niðurfellingu fasteignagjalda aldraðra verði hækkuð um 100% þegar á næsta ári. Það þýðir að þau verða um 3,2 milljónir króna á ári í stað 1,6 milljónir króna. Við þessa breytingu mun mikill meirihluti þeirra 10.000 eldri borgara, sem búa í Reykjavík losna undan álagningu fasteignagjalda, en hingað til hafa 40% þeirra notið afsláttar af þeim. Afsláttur fasteignagjalda aldraðra var um 200 milljónir króna á þessu ári en verður væntanlega um 500 milljónir króna samkvæmt tillögum F-listans á næsta ári. Þetta er ekki mikill kostnaður fyrir borgina en hins vegar mikil kjarabót fyrir eldri borgara um leið og þeim er gert kleift að búa lengur heima hjá sér.

Bætt staða barnafjölskyldna Á sama hátt og við viljum bæta kjör aldraðra og öryrkja viljum við bæta hag barnafjölskyldna í borginni. Við leggjum áherslu á heilsdagsskóla með máltíðum, íþróttum, list og verknámi frá upphafi skólagöngu. Við viljum að bæði leikskóla- og grunnskólastigið sé gjaldfrjálst með ókeypis máltíðum. Efla þarf samstarf íþróttafélaga og skóla sem annast listkennslu við grunnskólastarfið þannig að börnin geti stundað íþróttir og listnám á daginn sem hluta af vinnudegi sínum. Þegar þau sækja tómstundir annars staðar í hverfinu, þurfa þau að geta ferðast með hverfastrætó, sem þarf að vera ókeypis. Í dag er hins vegar staðan sú að til að skreppa með strætó t.d. út í næstu verslunarmistöð þurfa 13 ára unglingar að greiða 500 krónur fyrir ferð fram og til baka. Þar sem hverfisstrætó vantar í dag er hins vegar líklegt að börnin þyrftu að fara niður á Hlemm með strætó áður en þau gætu snúið við heim. Þessu viljum við breyta.

Efling almenningssamgangna F-listinn hefur þrívegis flutt til-

Einstök list * Gjafabréf Verið velkomin! ABBA Gallerí Grafarholt Kirkjustétt 2-6 Opið virka daga kl. 13-18 og augardaga kl. 13-16

Ólafur F. Magnússon, læknir og oddviti F-listans í Reykjavík. lögu um það í borgarstjórn að strætófargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja yrðu felld niður. Þetta myndi aðeins kosta um 200 milljónir króna á ári og myndi vafalítið leiða til mun betri nýtingar á strætó, minni einkabílanotkunar, minna slits á götum, minna svifryks og minni mengunar almennt. Hinir flokkarnir hafa fellt þessar tillögur og er það dæmalaust að horfa upp á B-listann (Framsóknarflokkinn) segjast nú kortéri fyrir kosningar styðja þær tillögur sem þeir hafa þrívegis fellt í borgarstjórn. Helsta framlag Sjálfstæðisflokks til almenningssamgangna er hins vegar tillaga við gerð fjárhagsáætlunar um niðurskurð á fjárveitingum til almenningssamgangna um 100 milljónir króna. Við teljum rétt að verja meiri fjármunum í almenningsamgöngur til að bæta þjónustuna og auka nýtingu strætó. Á sama hátt og börn þurfa að geta ferðast fljótt og vel með strætó innan hverfanna þarf að tryggja þeim öruggar gönguleiðir í skólann og draga úr umferðahraða í íbúðarhverfum. Við viljum gera öll íbúðarhverfi borgarinnar að 30 km svæðum.

fjölgun mislægra gatnamóta á Miklubraut og vill flýta gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, sem R-listinn hefur tafið um heilan áratug. Við viljum líka tryggja mislæg gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar með gerð stokks undir Lönguhlíðina. Við leggjum að sjálfsögðu áherslu á flýtingu tvíbreiðrar Sundabrautar alla leið upp á Kjalarnes og í góðri sátt við íbúa í aðliggjandi íbúðarhverfum. Útrýma þarf einbreiðum þjóðvegum á höfuðborgarsvæðinu Við bendum loks á að ef hin framboðin í borginni gefa flugvellinum í Vatnsmýri ekki frið þá flyst hann að líkindum til Keflavíkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir innanlands- og sjúkraflug í landinu. Aukin umferð á þjóðvegum ásamt erfiðu aðgengi að bráðasjúkrahúsi landsins myndi kosta tugi mannslífa á nokkrum árum. F-listinn er eina aflið sem hefur tekið á umferðar- og skipulagsmálum í borginni af ábyrgð og festu. Atkvæði greitt okkur í F-listanum er því vel varið og við munum undir engum kringumstæðum taka þátt í því glapræði, sem brottflutningur flugvallarins úr Vatnsmýri yrði.

Betri stofnbrautir draga úr umferð um íbúðarhverfi

Ólafur F. Magnússon, læknir og oddviti F-listans í Reykjavík.

F-listinn hefur ávallt barist fyrir

Samfelldur skóladagur Íþróttir og listnám verða hluti af skóladegi barna í Grafarvogi frá og með næsta hausti á undan öðrum borgarhlutum. Þetta kemur fram í viðtali við Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa í Grafarvogsblaðinu. Flestir stjórnmálaflokkarnir í borginni hafa boðað einhvers konar útfærslur á þeirri hugmynd að íþrótta- og listnám fari fram innan veggja skólanna að lokinni kennslu í stefnuskrám sínum. Þó vita færri að þegar er hafin vinna við verkefnið í skólum Grafarvogs, á undan öðrum skólum borgarinnar. Þegar er búið að ráða verkefnisstjóra sem mun

hafa yfirumsjón með verkinu og kemur það til framkvæmda strax næsta haust. ,,Þetta er í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar að með samvinnu skóla og frístundaheimila við íþróttafélög, tónlistarskóla, listamenn, menningarstofnanir og frjáls félagasamtök í hverju hverfi verði tryggt að samfelldur skóladagur verði fjölbreytt og innihaldsrík viðbót við skólastarfið,’’ segir Dagur. Hann segir ennfremur að markmiðið sé að auðvelda foreldrum barna lífið með því að minnka ökuferðir til og frá íþróttaæfingum.

Getum bætt við okkur nokkrum starfsmönnum í aukavinnu Starfsmennirnir þurfa að vera ábyrgir, stundvíslegir, hressir og áhugasamir. Ef þú vilt vinna á stað sem er í pizzum bestir renndu þá við og talaðu við okkur. Kveðja Hrói Höttur.


24

GV

Fréttir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti B-listans í Reykjavík:

Hvað gerir þú 27. maí? ,,Ég fór í Sorpu um daginn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi. Nema hvað. Fyrir mig var þetta mikil upplifun. Ég fór sko í Sorpu sem í dag er ætluð Grafarvogsbúum, sumsé við ósa Elliðaánna. Ég hef sótt nokkrar móttökustöðvar, t.d. við Ánanaust og uppi í Seljahverfi en þennan dag var ég á ferðinni síðla dags á laugardegi og taldi mig vera á tíma sem fáir væru á ferðinni og ekki með mikið af dóti. Nokkra pappakassa og gamla stóra kertastjaka úr smíðajárni sem ekki var mikil eftirsjá að. Sem ég kem að aðkeyrslunni sé ég mikinn fjölda bíla og hvarflaði að mér að eitthvað hefði komið fyrir. Ég er aftastur í röðinni, en raunar ekki lengi. Hún þokast hægt. Ég ákveð að fara út úr bílnum og spyrja næsta mann hvað sé á seiði. Fyrir mér verður reiður karlmaður, bílstjórinn. Ég heyrði á orðaflaumnum að hann var ekki að koma hér í fyrsta skipti og saknaði gömlu Sorpu sem var á Gylfaflöt. Það tók mig meira en hálftíma að losna við þessa pappakassa og smíðajárnið. Ég hafði nægan tíma til að hugsa í röðinni. Þetta er ekki það sem borgaryfirvöld eiga að stuðla að. Fólk var fyllilega ánægt með Sorpu í Grafarvogi. Hún var lítil en afkastaði sínu. Umhverfisvænt fyrirtæki í sátt við íbúana. Ég efast ekki um að einhverjir fjármunir hafi sparast

með lokun fyrirtækisins, en ætli þetta hafi í för með sér sparnað fyrir íbúa í Grafarvogi? Ég hef lýst þeirri skoðun minni að Sorpa eigi aftur að opna móttökustöð í Grafarvogi. Ef hverfið væri tekið út úr borginni og talið sem eitt sveitarfélag myndi engum detta annað í hug en hafa þar móttökustöð. Þess vegna hef ég átt viðræður um þessi mál við stjórnarformann Sorpu og það hefur skilað því að nú er unnið að því að fá lóð fyrir félagið í Grafarvogi. Það liggur sem sagt fyrir að þessu máli verður breytt. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að Grafarvogsbúar tryggi mér atkvæði sitt svo ég geti fylgt því eftir að lóð fáist og hún verði á hagkvæmum stað sem allir sætta sig við.

Fjölnir - fimleikar og fleira Fjölnir er stærsta íþróttafélag landsins og ber þess merki að þar er unnið feykilega gott starf. Ellefu deildir félagsins eru margar að slíta bernskuskónum í orðsins fyllstu merkingu. Nú er í gangi metnaðarfull áætlun um uppbyggingu á svæðum félagsins. Það er mín skoðun að betur þurfi að gera. Það er til að mynda óþolandi að upp komi aðstæður á borð við það sem fimleikafólk í Grafarvogi þarf að búa við. Ég veit að tugir barna, jafnvel hundruð, eru á biðlistum eftir að komast í fimleika. Þessu verður að breyta og ég er

,,Ég beitti mér af hörku í máli sem mörg ykkar þekkið vel, þegar Landsímalóðin var til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd. Ég barði þá í borðið og fyrir vikið var hlustað á raddir íbúanna. Ég vona að þið svarið nú í sömu mynt.’’ að hraða uppbyggingu. Það á ekki að tilbúinn að leggja Fjölni mitt lið eftir reisum stóran og mikinn vatnavera lögmál að börn í ungum hverfkosningar við að auka enn frekar skemmtigarð í Reykjavík og að sjálfum þurfi að sætta sig við að stjórnfjárstreymi til félagsins svo hægt sé sögðu í úthverfi. Þar er fólkið og þar málamenn gleyma að gera ráð fyrir á afþreyingin að vera. fjármunum til íþróttaaðstöðu. Það er Tvísýnar kosningar mannréttindi fyrir börnin okkar að Ég hef gert mitt til að reka kosnfá kennslu og leiðsögn frá viðuringabaráttu framsóknarmanna í kenndum aðilum í íþróttum. Fjölnir borginni á heiðarlegan og jákvæðan á eftir að hampa Íslandsmeistaratitlhátt. Þegar aðrir flokkar hafa hnýtt í um í öllum greinum ef rétt er haldið okkur og gert grín að nýju merki á málum. Hvergi er efniviðurinn flokksins hef ég kosið að þegja og meiri en huga þarf að því að fjártala fremur um þau mál sem ykkur munir séu í réttu hlutfalli við stærð varða. Þrátt fyrir þetta er gengi hverfa og stöðu mannvirkja sem féframsóknarmanna eða exbé eins og lögin hafa á að skipa. merkið okkar heitir ekki nægilega gott og það er ljóst að hvert einasta Úthverfi - aðalhverfi atkvæði okkur veitt er gríðarlega Ég hef heyrt alla flokka í þessari mikilvægt. Ég beitti mér af hörku í kosningabaráttu tala um að efla máli sem mörg ykkar þekkið vel, þurfi miðbæinn. Það er búið að tala þegar Landsímalóðin var til umfjöllum þetta í öllum sveitarstjórnakosnunar í skipulags- og byggingarnefnd. ingum sem ég man eftir hér í borgÉg barði þá í borðið og fyrir vikið inni. 101 er alltaf eitthvað sem þarf var hlustað á raddir íbúanna. Ég að gera betra. En hvað með úthverfvona að þið svarið nú í sömu mynt. in? Ég bý sjálfur í úthverfi og geri Ef þér líkar það sem þú hefur lesið það af fúsum og frjálsum vilja. Vil hér að ofan, vonast ég til að þú látir vera þar með mína fjölskyldu af því frá þér heyra. Það er einfaldast að að okkur líður vel þar. Það vantar að gera það í kjörklefanum 27. maí. Þú stjórnmálamenn horfi til úthverfveist hvað ég meina. anna. Ég vil efla þessi hverfi og gera Björn Ingi Hrafnsson þau enn betri. Ég hef lagt til að við

EUROCONFORTO HEILSUSKÓRNIR HAFA SLEGIÐ Í GEGN Á ÍSLANDI Heilsuskórnir eru til í 10 fallegum litum, einnig Gull og Silfri

Verslanir sem selja skóna: - Valmiki Kringlunni - Euroskór Firðinum - B-Young Laugavegi 83 - Nína Akranesi - Heimahornið Stykkishólmi - Mössubúð Akureyri - Töff föt Húsavík - Okkar á milli Egilsstöðum - Galenía Selfossi - Jazz Vestmannaeyjum

Verð: 4.400 - Stærðir: 35-43

Skemmtileg borg Við í B-listanum viljum gera Reykjavík enn skemmtilegri, færa afþreyinguna til fólksins í hverfunum og skapa betri umgjörð um blómlegt mannlíf í miðborginni. - Vatnaveröld (vatnsrennibrautagarður). - Eflum og nýtum græn svæði. - Fleiri hjóla- og göngustíga. - Ókeypis í söfn í eigu borgarinnar. - Nýta skólabyggingar og félagsmiðstöðvar betur undir ýmsa starfsemi um kvöld og helgar. - Lýsum upp Geirsnefið. Bætum þjónustu við hundaeigendur. - Lokið verði við að koma upp æfingasvæði fyrir skotmenn. - Útbúa leiðarkort yfir gönguleiðirnar innan borgarlandsins. - Sædýrasafn í Laugardal. - Tryggður verði stuðningur við uppbyggingu Motorcrossbrautar. - Skautasvell á Perlunni. - Tryggja hagsmuni hestamanna vegna uppkaupa á hesthúsahverfum.


Verslun fluguveiðimanna er á www.Krafla.is Vorum að bæta við mörgum nýjum flugum

Kröflurnar í öllum litum sem keilutúpur í fyrsta sinn á Íslandi

Gríma blá

Hófí

Grænfriðungur

Iða

Venus

Marbendill

Gríma rauð

Gríma gul

Fjölbreytt úrval af íslenskum laxaflugum - tvíkrækjur/þríkrækjur - Flugur með reynslu

Beykir

Mýsla

Krókurinn

SilungaKrafla rauð

SilungaKrafla bleik

SilungaKrafla Orange

,,Landsliðið’’ þegar íslenskar silungflugur eru annars vegar Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Beygla


26

GV

Fréttir

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Guðmundur Baldursson umdæmisstjóri Kiwanis ásamt fyrstu börnunum til að fá Kiwanishjálmana sína. Börnin sem fengu fyrstu Kiwanishjálmana heita Ástrós Ögn Ágústsdóttir og Orri Gautur Finnbogason.

Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma

Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma. Um er að ræða sérstakt átak í samvinnu Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en auki nýtur verkefnið aðstoðar Lýðheilsustöðvar. Alls verður 4.500 reiðhjólahjálmum dreift í ár og er heildarverðmæti verkefnisins um 23 milljónir kr. "Eimskip leggur mikla áherslu á öryggismál í allri sinni starfsemi og vill með þessum hætti leitast við að miðla þeirri áherslu út í samfélagið," sagði Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Eimskips. "Börn þurfa sem fyrst að verða meðvituð um mikilvægi öryggis í umferðinni og við hjá Eimskip erum stolt af því að vera þátttakendur í þessu nauðsynlega verkefni" Verkefnið nýtur einnig ráðgjafar og stuðnings Herdísar Storgaard, verkefnisstjóra Árvekni-barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. "Þetta er

frábært tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þess að börn noti reiðhjólahjálma rétt, en foreldrar verða að taka þátt í þessu með okkur og fylgja því eftir". Kiwanisfélagar fara í alla grunnskóla á landinu og afhenda börnunum hjálma og ræða við þau um umferðaröryggi og notkun hjálmanna. Að auki fá börnin fræðsluefni um rétta stillingu og notkun hjálma til að taka með sér heim. Nemendur í 1. bekk í Engjaskóla, Borgarskóla og Víkurskóla voru fyrstu börnin til að fá afhenta reiðhjólahjálma í ár en það var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem afhenti hjálmana. "Það er skemmtilegt og hollt að hjóla. Allir verða að vera með hjálma, líka fullorðnir. Það er töff að vera með hjálm".

Athygli á alþjóðavettvangi Þetta árið verða þúsundir íslenskra skólabarna öruggari í um-

ferðinni með hjálma merkta Eimskip og Kiwanis. "Það er Kiwanishreyfingunni mjög mikilvægt að fyrirtæki í landinu sýni verkefni sem þessu áhuga og stuðning," sagði Ástbjörn Egilsson, fulltrúi Kiwanishreyfingarinnar. "Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli víðsvegar um heim og eru dæmi þess að erlendir aðilar hafi tekið það upp, meðal annars í Bandaríkjunum." Fyrir tveimur árum tók Kiwanishreyfingin höndum saman við Eimskip um reiðhjálmaverkefni á landsvísu og tókst það svo vel að það er nú í gangi þriðja árið í röð. Mikilvægi þessa verkefnis sýndi sig greinilega sumarið 2005 þegar ungur drengur á Ísafirði var við leik á línuskautum og skall með höfuðið í jörðina. Drengurinn var með hjálm. Höggið var það mikið að hjálmurinn brotnaði en þó hlaut drengurinn engan skaða af. Hjálminum sem um ræðir var dreift á vegum Kiwanis og Eimskips árið 2004.

Ráðningarþjónustan flytur í austurborgina Egilshöllinni Sími: 594-9630 www.orkuverid.is Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

Ráðningarþjónustan hefur flutt starfsemi sýna frá Háaleitisbraut 58-60 að Krókhálsi 5a og er nú loksins komin slík þjónusta í austurhluta borgarinnar. Ráðningarþjónustan er þekkt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðningum starfsmanna til fyrirtækja. Framkvæmdastjóri er María Jónasdóttir sem tók við 10 ára gömlu fyrirtæki í apríl á síðasta ári og er því rúmt ár síðan hún tók við rekstrinum. Það er gaman að segja frá því að María er uppalinn árbæingur og því komin með fyrirtækið á heimaslóðir. Ráðningarþjónustan býður upp á perónulega og faglega þjónustu á samkeppnishæfu verði fyrir fyrirtæki í öllum stærðarflokkum og gerðum um allt land. Fyrirtæki leyta til Ráðningarþjónustunnar . og vilja að Ráðningarþjónustan sjái um allt ráðningarferlið og nýti þá sérþekkingu og reynslu sem fyrirtækið býr yfir. það sparar bæði tíma og fyrirhöfn fyrir stjórnendur sem og starfsmannastjóra fyrirtækja. Ráðningarþjónustan býður fyrirtæki í starfsmannaleit velkomin sem og einstaklinga í atvinnuleit. Þess má geta að lokum að allar nánari upplýsingar er að finna inn á heimasíðu fyrirtækisins www.radning.is

María Jónasdóttir er framkvæmdastjóri Ráðningaþjónustunnar.

G rafarvogsbúar hjólbarðaverkstæðið ykkar er að

Gylfaflöt 3 Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


28

GV

Fréttir

Burt með skutlið

Frumkvæði hefur verið tekið í Grafarvogi um að ná samstarfi um samfelldan skóladag og frístundaiðkun barna í hverfinu. Þegar er búið að kalla saman skólafólk, stjórnendur íþróttafélaga og listnáms, og aðra sem að koma, til að samhæfa aðgerðir fyrir næsta haust. Borgarráð hefur samþykkt fjárveitingu fyrir verkefnisstjóra.

Góður hugur í fólki Vandinn er sá að oftar en ekki er það þannig að þegar foreldrar koma heim úr vinnu, um eða upp úr kl. 17:00 á daginn, að mestur tími foreldranna fer í að keyra og sækja börnin sín í frístundatíma. Því fer

lítið fyrir samverustundum fjölskyldunnar. Algengt er að fjölskyldur nái ekki að borða kvöldmat saman því þá eru börn og unglingar á æfingum. Markmið með verkefni okkar nú er að frístundastarf barna og unglinga taki við í beinu framhaldi þess að skóla lýkur á daginn þannig að þegar foreldrar koma heim úr vinnu geti samverustundir fjölskyldunnar hafist.

Góð tíðindi fyrir fjölskyldufólk Þetta er eitt þarfasta þjónustumál í borginni í dag, og ákveðið að Grafarvogur verði frumkvæðishverfi, enn einu sinni. Það er ekki síst að

þakka því góða fólki sem er tilbúið í slaginn í Miðgarði. Viðræður hafa þegar farið fram við þá fjölmörgu sem koma að málum. Þetta er nefnilega ekki alveg jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera. Sem formaður menntaráðs og formaður hverfisráðs átti ég fund með skólastjórum ásamt fulltrúum frá Miðgarði, þeim Ingibjörgu Sigurþórsdóttur og Helga Viborg. Þar var ákveðið að halda enn

stærri samráðsfund með öllum sem að málum koma. Það var gert, og ljóst að

Stefán Jón Hafstein, formaður hverfisráðs Grafarvogs, skrifar: samstarfshugur var í fólki og mörgum hugmyndum velt upp. Borgarráð hefur heimilað að ráða verkefnisstjóra og mun sá

byrja strax í vor og þjóna frá Miðgarði.

Gjaldfrjálsleikskóli líka Það er því ljóst að byltingin í skólamálum heldur áfram. Frístundaheimilin hafa sannað gildi sitt, og nú þróum við þau enn frekar. En foreldrar leikskólabarna eiga líka von á bættum hag. Við höfum þegar lækkað leikskólagjöldin um 25% á þessu ári, en áður hafði verið lækkað mikið hjá fimm ára börnum. Næstu skref eru ákveðin ef Samfylkingin fær tækifæri til að stjórna þessum málaflokki áfram. Það þýðir að barn sem byrjar í leikskóla í haust borgar 800 þúsund krónum minna fyrir leikskólgöng sína í heild en ella. Hvílíkur sparnaður! Með gjaldfrjálsum leikskóla má segja að barnafólk fái 30 þúsund króna kjarabót á mánuði. Ég vonast til að fá stuðning við þessi áform öll með því að Grafarvogsbúar kjósi Samfylkinguna 27. maí. Stefán Jón Hafstein

Stöndum vörð um það sem máli skiptir í umhverfis - og skipulagsmálum F-listi, listi frjálslyndra og óháðra leggur áherslu á að forgangsraða fólki á undan framkvæmdum. Þess vegna viljum við að íbúar miklu fyrr að allri ákvarðanatöku þannig að þekking þeirra nýtist og fleiri valkostir komi fram strax í upphafi en ekki í gengum athugasemdir við umhverfismat. Þannig sé íbúum borgarinnar tryggt að rödd þeirra heyrist og að hana sé hlustað. Við trúum því að skoðun íbúa skipti máli og hana beri að virða. Þannig náist sátt um leiðir og lausnir.

Íbúalýðræði byggðar

og

þétting

Virkt íbúalýðræði er forsenda þess að vel takist til með þéttingu byggðar í grónum hverfum.. Alvöru samráð byggir á aðgengi að upplýsingum, gagnrýninni umræðu og forgangsröðun valkosta í samstarfi við íbúa bæði við stefnumótun, ákvörðun og framkvæmdir. Samráð íbúa og stjórnvalda verður að byggja á gagnkvæmu trausti og trúverðugleika, gegnsæi og rekjanleika í ákvarðanatöku.

Það er ekki hægt að þétta mikið byggð í Árbænum en þar sem slíkt er hægt verður það að vera gert í samræmi við fyrirliggjandi byggð og samráði við íbúa. Að lokum er það einlæg stefna Flistans að vernda óspillta náttúru í borginni . Staði eins og Elliðaárdalinn ber skýlaust að vernda enda verða þeir sífellt verðmætari.. Í samræmi við okkar stefnu kemur því ekki til greina að reisa atvinnuog iðnaðarhúsnæði á brún Elliðaárdalsins. Þess í stað ber að vernda hann svo börn og fullorðnir geti notið þar útivistar um ókomna tíð.

Sundabraut og önnur umferðarmannvirki Við viljum að Sundabraut verði lögð á ytri leið, eins fjarri íbúabyggð og mögulegt er, með tilliti til hagsmuna og eindreginna óska íbúa byggðanna beggja vegna Elliðavogs og framtíðararðsemi. Við val á útfærslu verði lögð áhersla á að tryggja vellíðan íbúa og náttúruvernd. Því verði Sundabraut lögð þannig að íbúar verði

sem minnst varir við hávaða og umferðarþunga. Sundabraut verði í göngum með góðum tengingum við stofnbrautakerfi borgarinnar. Fyrsti áfanginn verði í göngum undir Elliðavog með uppkomu við Gufunes. Þá taki við brú yfir Eiðisvík í Geldinganes, til að varðveita viðkvæma náttúru og lífríki við Blikastaðakró, en þar fari Sundabraut aftur í göng undir Leiruvog með uppkomu í Víðinesi og loks á

Ásta Þorleifsdóttir skipar 4. sæti á lista Frjálslyndra og óháðra: brú yfir Kollafjörð. Með þessari útfærslu er komið til móts við óskir íbúa og sjónarmið náttúruverndar jafnframt höfð að leiðarljósi.Vinnu við umhverfismat vegna jarðgangna og hins nýja leiðarvals ber að hefja strax þannig að hægt sé að ljúka gerð Sundabrautar á næsta

kjörtímabili.

Færri umferðarljós á stofnbrautir Þá bendum við á að verulega er hægt að bæta flutningsgetu stofnbrauta í borginni með því einu að fækka umferðarljósum á þeim. Eitt skelfilegasta dæmið um misnotkun á umferðarljósum er Sæbrautin, frá Dugguvogi að Laugarnesvegi þar sem ekki eru færri en átta umferðarljós sem má fækka í fjögur, án mikils tilkostnaðar. þar með ykist flutningsgeta Sæbrautar mikið auk þess sem verulega drægi úr mengun því bílar menga jú mest og spæna upp þegar þeir taka af stað eða hemla. Engar hraðbrautir gegnum íbúðahverfi og að hámarkshraði

Mismunun verði hætt

Eftir kosningarnar 27. maí er nauðsynlegt að breytingar verði á stjórn borgarinnar. Grafarvogsbúar hafa mátt búa við það að börnum í hverfinu er mismunað í fjárveitingum til íþróttastarfs og tónlistarnáms. Fjárveitingar borgarinnar til Fjölnis eru í engu samhengi við fjölda barna í hverfinu og börnum í tónlistarnámi er gróflega mismunað. Í Grafarvogi búa 22% allra ungmenna í Reykjavík. Samt sem áður

veitir borgarstjórn innan við 10% þess fjár sem fer til tónlistarskólanna hingað upp í Grafarvog. Sá sem þessar línur skrifar rekur Tónskóla Hörpunnar. Í skólanum eru nú 241 nemandi, en þó fær skólinn einungis niðurgreiðslu á námskostnaði 68 nemenda. Tónskóli Hörpunnar er í samvinnu, við 5 grunnskóla í Grafarvogshverfi um að færa tónlistarnám barna inn í grunnskólann með það að markmiði að styrkja

heilsdagsskólann, þannig að börn og foreldrar þurfi ekki að þeysast þvers og kruss um

nú námið innan veggja síns

Kjartan Eggertsson, skipar 6. sæti á lista Frjálslyndra og óháðra: borgina seinni part dags til að sækja tónlistarnám. Um helmingur nemenda sækir

grunnskóla. Það er undarlegt að heyra

R-lista flokkana tala um samþættingu listnáms, íþrótta- og grunnskólastarfs á sama tíma og þeir mismuna börnunum í fjárveitingum og gera þeim eina tónlistarskóla erfitt fyrir, sem sýnt hefur í verki áhuga á þessu verkefni. Það er kominn tími á Rlista flokkana. Listi Frjálslyndra og óháðra, F-listinn mun gera hér breytingar á fái hann umboð til þess. Kjartan Eggertsson

allra gatna innan hverfa verði 30 km/klst.er skýr stefna okkar í umferðaröryggismálum. Það er einföld staðreynd að við Reykvíkingar notum bíla mikið og þannig verður það uns almenningssamgöngur eru raunhæfur valkostur og tekið er tillit til þess að þeir sem nota strætó mest eru börn, unglingar og eldra fólk og því þörf á miklu öflugir samgögnum innan hverfa til að þjónusta þessa hópa. Þá viljum við að reiðhjól verði viðurkennt samgöngutæki og tekið verði tillit til þess þegar reiðhjólastígar eru hannaðir.

Vísindaþorp í Vatnsmýri Um stefnu F-lista í flugvallarmálinu þarf ekki að fjölyrða: Við forgangsröðum velferðar-og samgöngumálum í borginni svo miklu ofar. En það er ekki þar með sagt að ekki megi laga til í umhverfi flugvallarins. Í Vatnsmýri viljum við að rísi öflugt vísinda- og þekkingarþorp. Öflugar rannsóknastofnanir á heimsmælikvarða og staður fyrir sprotafyrirtæki þar sem hugvit og frumkvæði fær að njóta sín.

Rusl í Reykjavík Við viljum endurvekja einkunnarorðin Hrein borg, fögur torg. Víða er hreinsun borgarinnar ábótavant og fullt af rusli. Það er einföld staðreynd að rusl kallar á rusl. Ruslafötur eru of sjaldgæfar við göngustíga og losun þeirra ekki nægilega vel sinnt. Þetta er bagalegt ekki hvað síst fyrir vaxandi fjölda hundaeigenda sem flestir eru ávalt með poka í vasanum en geta hvergi komið þeim frá sér. Til að koma í veg fyrir að fólk freistist til að skilja eftir rusl á víðavangi á ekki að innheimta gjald af íbúum þegar þeir koma með rusl til förgunar og Sorpu á að skila strax í hverfið. Frekari upplýsingar um stefnu í velferðar- atvinnu- og menntamálum F-listans er að finna á www.xf.is Ásta Þorleifs-

Móttökustöð Sorpu verði opnuð að nýju Á undanförnum árum hefur fólk óspart verið hvatt til flokkunar og endurvinnslu af hinu opinbera. Til að taka við þeim úrgangi, sem á ekki heima með almennu húsasorpi, reka sveitarfélög sérstakar móttöku- og endurvinnslustöðvar. Til skamms tíma var slík stöð við Bæjarflöt í Grafarvogi. Var hún ein vinsælasta móttökustöðin á landinu enda sinnti hún mikilvægri þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki í Grafarvogi og Grafarholti, hverfi með um 25 þúsund íbúa. Á síðasta ári kaus meirihluti R-listans í borgarstjórn að loka stöðinni og vísa íbúum þessara fjölmennu hverfa á aðrar stöðvar. Skemmst er frá því að segja að þessi lokun olli mikilli óánægju meðal Grafarvogsbúa og kom fljótt í ljós að móttökustöðin við Sæv-

arhöfða var auk þess ekki í stakk búin til að anna auknu hlutverki.

umhverfisráði gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.

Mikil óánægja í Grafarvogi

Tillaga Sjálfstæðisflokksins um nýja stöð felld

Í febrúar 2005 lögðum við fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfisráði Reykjavíkurborgar til að að stöðin við Bæjarflöt yrði opnuð að nýju í ljósi mikilllar óánægju Grafarvogsbúa með lokun hennar. Bókaði undirritaður í fundargerð að með lokun stöðvarinnar við Bæjarflöt, væri kostum borgarbúa til að losa sig við sorp og annan úrgang fækkað, á sama tíma og almenningur væri hvattur til hreinlætis og aukinnar endurvinnslu. Tillagan um enduropnun stöðvarinnar var hins vegar felld með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í

Undirritaður lagði síðan fram nýja tillögu um þessi mál í umhverfisráði 13. marz sl. þar sem lagt var til að leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu í Grafarvogshverfi. Benti ég á að í drögum að þjónustusamningi Sorpu við Reykjavíkurborg var kveðið á um að ekki skyldi vera meira en 3,5 km. loftlína að hverri endurvinnslustöð frá íbúðarhúsum í borginni, en nú er stór hluti byggðar í Grafarvogi í meira en tilskilinni 3,5 km. fjarlægð frá móttökustöðinni við Sævarhöfða. Þessi tillaga var einnig felld með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylk-

ingarinnar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna gegn atkvæðum okkar sjálfstæðismanna.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar: Undirritaður hefur heyrt að í yfirstandandi kosningabaráttu hafi það borið við að einhverjir frambjóðendur þeirra flokka, sem nú mynda R-listann, lofi nú Grafarvogsbúum því að opna móttökustöð Sorpu í Grafarvogi að nýju. Það væri þá rétt að spyrja þessa frambjóðendur að því af hverju þeir studdu lokun móttöku-

stöðvarinnar á síðasta ári og af hverju þeir kusu fyrir aðeins tveimur mánuðum að fella tillögu okkar sjálfstæðismanna þess efnis að opna móttökustöð í Grafarvogi að nýju. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa að sjálfsögðu við fyrri afstöðu sína í málinu og telja brýnt að móttöku- og endurvinnslustöð verði opnuð að nýju fyrir íbúa Grafarvogs og Grafarholts. Til þess að svo megi verða, óskum við eftir stuðningi Grafarvogsbúa í kosningunum 27. maí nk. Hreinni og fegurri Grafarvogur. X - D.


29

GV

Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin í Grafarvogi og á Kjalarnesi:

Mikill áhugi og afar glæsileg frammistaða Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar í Grafarvogi og á Kjalarnesi fóru fram 20. og 27. mars 2006. Hátíðirnar fóru fram í Grafarvogskirkju. 20. mars kepptu Borgaskóli, Engjaskóli, Klébergsskóli, Korpuskóli og Víkurskóli. Sigurvegarar voru Sara Sigurðardóttir Korpuskóla í 1. sæti, Kristinn Páll Sigurbjörnsson Borgaskóla í 2. sæti og Elva Björk Þórhallsdóttir Borgaskóla í 3. sæti. 27. mars kepptu Foldaskóli, Hamraskóli, Húsaskóli og Rimaskóli. Sigurvegarar voru Anna Dís Þorvaldsdóttir Hamraskóla í 1. sæti, Birna Bergsdóttir Foldaskóla í 2. sæti og Stefanía Sjöfn Vignisdóttir Rimaskóla í 3. sæti. Báðar hátíðirnar tókust afar vel og ánægjulegt var að sjá hinn mikla áhuga og þá vinnu sem bæði nemendur og kennarar lögðu í undirbúning. Nemendur úr Tónskóla Hörpunnar sáu um tónlistarflutning milli dagskrárliða. Sparisjóðurinn gaf peningaverðlaun, Edda útgáfa bókaverðlaun, Grænn markaður blóm, Mjólkursamsalan drykki og Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, meðlæti. Öllum þessum aðilum eru færðar alúðarþakkir fyrir stuðninginn.

Á efri myndinni er hópurinn sem varð í þremur efstu sætunum í upplestrarkeppninni 27. mars. Sigurvegarar voru Anna Dís Þorvaldsdóttir Hamraskóla í 1. sæti, Birna Bergsdóttir Foldaskóla í 2. sæti og Stefanía Sjöfn Vignisdóttir Rimaskóla í 3. sæti.

Þann 20. mars urðu þessi ungmenni hlutskörpust: Sara Sigurðardóttir Korpuskóla sem varð í 1. sæti, Kristinn Páll Sigurbjörnsson Borgaskóla í 2. sæti og Elva Björk Þórhallsdóttir Borgaskóla í 3. sæti.

Sumarið er komið Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn og bókin Lauftré á íslandi fást nú á næsta sölustað. Tryggðu þér eintak

2 VIÐ RÆKTUM

Lauftré á Íslandi

Handhægur leiðarvísir fyrir garðeigendur og ræktendur

Frábært áskriftartilboð Árgangur 2006 af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn á aðeins kr. 3.550.-

Ritstjóri Auður I. Ottesen

Önnur bókin í bókaflokknum Við ræktum er komin út. Hún fjallar um 53 tegundir lauftrjáa sem geta náð 5 m hæð hér á landi. Bókin býðst einnig í áskrift á kr 2.450.- miðað við að greitt sé með VISA/MASTERCARD. Verð í verslunum kr. 2.900

Fimm blöð á ári. Greitt með VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tíma.

Nýir áskrifendur fá að gjöf bókina Garðurinn allt árið, að andvirði kr. 2.450 og geisladisk með efni eftir Stanislas Bohic garðhönnuð.

Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum okkar www.rit.is eða með því að hringja í síma 586 8005. Helstu sölustaðir í ykkar hverfi: Húsasmiðjan/Blómaval Grafarholti, Hagkaup Spönginni, Árbæjarblóm og Garðheimar í Mjódd.

Sumarhúsið og garðurinn ehf. Síðumúla 15, 108 Reykjavík Sími 586 8003 • www.rit.is

Hringdu núna! – Áskriftarsími 586 8005


30

GV

Fréttir

Almenningssamgöngur og skipulag umferðar í Grafarvogi

Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur undanfarið lagt áherslu á það að almenningur í borginni nýti sér þjónustu strætisvagna meira en verið hefur og vill á sama tíma draga úr notkun einkabíla. Það vita flestir sem í Grafarvogi búa að strætó er ekki fýsilegur valkostur fyrir fólk sem þarf að sækja íþróttir, tómstundir, vinnu eða skóla innan sem utan Grafarvogs. Með nýju leiðakerfi strætó er verið að stuðla að stóraukinni notkun einkabíla innan Grafarvogs og milli Grafarvogs og Árbæjar og Grafarvogs og Grafarholts. Þúsundir barna og unglinga í Grafarvogi stunda íþróttir hjá Fjölni og eru íþróttamannvirki í Grafarvogi löngu fullnýtt. Fjölni er því nauðugur sá kostur að bóka æfingatíma hjá öðrum íþróttafélögum og má nefna að um 40% af æfingatímum knattspyrnudeildar Fjölnis eru á íþróttasvæði Fylkis í Árbæ. Nú er svo komið að börn sem stunda t.d. fótboltaæfingar á svæði Fylkis geta ekki með góðu móti sótt þær æfingar nema með aðstoð foreldra því engar beinar aksturleiðir strætó eru yfir í

Árbæ. Mörg hundruð foreldrar aka því með börn sín fram og til baka í Árbæ svo þau þurfi ekki að skipta um strætó í miðri Ártúnsbrekku, koma sér sjálf yfir á biðstöðina hinum megin í brekkunni og bíða þar í langan tíma, köld og blaut. Forsvarsmenn og þjálfarar Fjölnis og foreldrar í Grafarvogi eru löngu þreytt á þessu ástandi og hafa marg oft bent á þennan mikla galla í leiðakerfi strætó án nokkurs árangurs. Borgaryfirvöld með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar í skipulags- og umferðarmálum hafa algjörlega hundsað sjónarmið okkar sem búum í austurhluta borgarinnar enda eru þau mjög upptekin af skipulagi sem snýr að miðborginni og kringum hana.

Skiplag umferðarmannvirkja Á sama tíma og borgaryfirvöld tala fyrir notkun almenningssamgangna þá eru þau að skipuleggja 20 þúsund manna byggð í Úlfarsfelli án þess að lausn sjáist hvernig flytja skal fyrirhugaða íbúa til og frá vinnu og skóla. Í dag myndi þetta

fólk þurfa að nýta Ártúnsbrekkuna til að komast í vesturátt. Ártúnsbrekkan er hönnuð fyrir 80 þúsund bíla á sólarhring en umferðarþungi þar í dag telur um 83 þúsund bíla. Áætlanir gera ráð fyrir 14 þúsund bílum úr byggð við Úlfarsfell og það sjá allir að ekki er hægt að hleypa þeirri umferð í Ártúnsbrekkuna. Engir breikkunarmöguleikar eru fyrir hendi í Ártúnsbrekkunni. Hugmyndir meirihlutans í borgarstjórn eru því að byggja upp Hallsveg sem tengist Úlfarsfellshverfi og síðan inn á Sundabraut. Þessi umferðaræð væri "Miklabraut" í gegnum Grafarvog. Það þýðir að Folda-, Húsa- og Hamrahverfi væru skorin frá öðrum hverfum innan Grafarvogs. Við sem búum í Grafarvogi og erum með börn og unglinga þekkjum vel hve mikla þjónustu börnin þurfa að sækja milli

hverfa innan Grafarvogs. Börn í norðurhverfum sækja m.a. tónlistarnám, kirkjustarf, skátastarf og íþróttaiðkun í suðurhverfin og börn í suður-

- Örugga vistun frá því að fæðingarorlofi lýkur. Þetta gerum við m.a. með auknum stuðningi við starfsemi dagforeldra, stofnun ungbarnadeilda við leikskóla í öllum hverfum, ásamt því að öll börn njóti sama stuðnings óháð því hvert leikskólaþjónusta er sótt. Samhliða þessu er mikilvægt að auka gæði leikskólastarfsins enn frekar, með áherslu á stöðugleika í starfsmannahaldi, sveigjanleika í þjónustu og samfellu á milli leik- og grunnskóla.

stuðnings til grunnskólanáms, óháð rekstrarformi eða staðsetningu skóla.

Stefanía Katrín Karlsdóttir, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins, skrifar: hverfum sækja íþróttir og annað tómstundarstarf í norðurhverfin. Eru foreldrar í Grafarvogi tilbúnir að samþykkja áætlanir Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna í skipulagsmálum Grafarvogs? Eru íbúar Grafarvogs tilbúnir að samþykkja þetta skipulag með tilliti til umferðarþunga, slysahættu og hljóð- og loftmengunar? Hallsvegur var alltaf hugsaður til að auðvelda umferð innan Grafarvogs en ekki megin flutningsæð bifreiða

úr nýjum hverfum austan Vesturlandsvegar. Grafarvogsbúar þekkja vel hvernig Gullinbrú og Víkurvegi tekst að anna umferð til og frá Grafarvogi. Þrjár akreinar til og frá þessu fjölmenna svæði eru engan vegin nægjanlegar og má líkja því við að allir íbúar Akureyrar væru fluttir út í Hrísey þar sem þeir hefðu eingöngu þrjár akreinar til og frá eyjunni til að sækja vinnu og skóla. Hafa menn hugleitt það hvernig núverandi vegakerfi myndi anna flutningi fólks ef alvarlegt slys, vá eða atvik kæmi upp þar sem Gullinbrú eða Víkurvegur lokaðist? Það væri engan veginn hægt að yfirgefa Grafarvogshverfin akandi. Hugmynd borgarstjóraefnis Samfylkingarinnar að Sundabraut verði byggð með einni akrein í hvorra átt er eins og blaut tuska í andlit Grafarvogsbúa. Sundabraut verður að byggja upp sem tvær akreinar í hvora átt og tryggja þarf að tenging brautarinnar við Grafarvog verði með þeim hætti að hún þjóni hagsmunum íbúanna. Íbúar Grafarvogs, hugsið ykkur tvisvar um þegar þig gangið til kosninga í vor. Viljið þið breyttar áherslur í umferðarmálum og í almenningssamgöngum í Grafarvogi og fyrir Grafarvogsbúa? Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins munu láta hagsmuni Grafarvogs sig varða. Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur búið í Grafarvogi í 15 ár og er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 27. maí .

Fjölskyldustefna fyrir Reykjavík

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa sett fram metnaðarfulla fjölskyldustefnu fyrir Reykjavíkurborg. Í fjölskyldustefnunni koma fram helstu markmið og leiðir sem unnið verður eftir á næstu fjórum árum og til lengri framtíðar. Betri þjónusta, léttari byrðar, minna skutl og fleiri gæðastundir er það sem stefna Sjálfstæðisflokksins mun skila reykvískum fjölskyldum ef hann fær tækifæri til að leiða nýjar og vel útfærðar hugmyndir alla leið. Markmið er að auka val, gæði og árangur í allri þjónustu Reykjavíkurborgar og fjölga tækifærum fjölskyldna til samverustunda.

Samverustundir fjölskyldunnar Í viðhorfskönnun IMG Gallup, kemur fram eindreginn vilji borgarbúa til að þess að fá fleiri tækifæri til samverustunda með fjölskyldunni. Spurt var: "Hversu mikilvægt eða lítilvægt er það fyrir þig

að fá fleiri tækifæri til samverustunda með fjölskyldu þinni?" 94,3% þeirra sem tóku afstöðu vilja auka þessar samverustundir. Með þetta að leiðarljósi mun Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík byggja starf sitt og laða fram það besta í uppeldismálum í samvinnu við starfsfólk og foreldra.

Ábyrg og raunhæf stefna Engin fjölskyldustefna hefur verið mótuð af Reykjavíkurborg og er kominn tími til að bæta úr því enda hafa mörg sveitarfélög mótað sér sérstaka fjölskyldustefnu. Fjölskyldustefnan sem sjálfstæðismenn eru nú að kynna er glæsileg og metnaðarfull en jafnframt ábyrg og raunhæf. Sjálfstæðismenn hafa ætíð gert sér grein fyrir þeirri ábygð sem fylgir því að vera í forystu og standa við gefin loforð. Stefnu Sjálfstæðisflokksins í fjölskyldumálum má skipta í fjóra meginþætti:

- Heilbrigð sál í hraustum líkama. Íþrótta- og tómstundastarf hefur aukið forvarnar-

Ragnar Sær Ragnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifar:

- Betri menntun. Reykvískir grunnskólar eiga að bjóða börnum og unglingum þjónustu sem stenst samanburð við það besta sem þekkist, bæði hvað varðar árangur og almenna líðan. Þetta verður t.d. gert með áætlun um betra nám og meiri gæði í skólastarfi. Sérstakir skólasamningar við grunnskóla geta einnig fært okkur nær settu marki, auk þess sem öll börn eiga að njóta sama

gildi um leið og það tryggir nauðsynlega hreyfingu og útivist. Börn læra á því að vera saman í hóp og félagsleg færni vex. Það er nauðsynlegt að koma til móts við óskir fjölskyldna um aukna samfellu í skólastarfi og tómstundum. Þetta verður best gert með formlegu samráði allra þeirra sem starfa að málefnum barna í hverju hverfi

borgarinnar, þannig að börnum standi til boða tækifæri til að ljúka skóla- og tómstundastarfi innan hefðbundins vinnutíma. - Fjölskylduborgin okkar. Í Reykjavík er kominn tími til að móta betri fjölskylduborg. Hér viljum við búa. Fjölskyldustefna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekur mið af því að börn, unglingar og fjölskyldur í heild geti aukið við ánægjuríkar samverustundir. Með fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokksins er kominn tími breytinga . Breytingar koma með nýju fólki og nýrri forystu. Fólki sem hefur trú á einstaklingnum og býður öllum borgarbúum þátttöku í nýjum tímum. Ragnar Sær Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og menntaður leikskólakennari.

Frístundakort - í takt við tímann VITUND fyrir mikilvægi samvista fjölskyldunnar fyrir börn á mótunarskeiði hefur breytt gildismati þjóðfélagsins. Stjórnmálin taka mið af þeirri staðreynd og í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er kappsmál frambjóðenda allra flokka að fjölga megi gæðastundum foreldra með börnum sínum. Áríðandi er þó að slíku fylgi skýr áætlun, lík þeirri sem B-listinn í Reykjavík hefur sett fram.

Gefum öllum tækifæri Óumdeilt er að vinnudagur barnanna okkar er of langur.

Nauðsynlegt er að samþætta íþrótta- og tómstundastarf við starf grunnskólanna, þannig að síðla dags, eða um það leyti sem hefðbundnum vinnudegi foreldra lýkur, hafi börnin einnig sinnt sínu. Séu búin með skólann og heimanám sitt og hafi sinnt æfingum í íþróttafélaginu, sótt tónlistartíma eða annað sem hugur þeirra stendur til. Um gildi þessa, meðal annars með tilliti til forvarna, eru flestir sammála og því er komin tími til breytinga.

Meðal stefnumála B-listans er gerð þjónustusamninga við íþróttafélög og önnur félagasamtök, það er að þau komi inn í skólana með það úr starfi sínu sem ætlað er yngstu aldurshópunum. Foreldrar þekkja að þrýstingur á börnin um að taka þátt og vera virk í íþróttum og annarri tómstundaiðkun kemur úr mörgum áttum; ekki bara að heiman heldur úr bekknum og frá skólanum. Áríðandi að gefa öllum tækifæri til þátttöku, óháð efnahag, og því leggjum við til að

hvert reykvískt barn á aldrinum fimm til átján ára fái íþróttakort að upphæð 40 þús-

byggjandi starfi.

Óskar Bergsson, frambjóðandi Framsóknarflokks, skrifar: und krónur á ári, sem nota megi hjá viðurkenndum aðila. Hagsmunir borgarinnar felast í virkri þátttöku og þar með virkri þátttöku í upp-

Nýir möguleikar

ar í íþróttahúsum borgarinnar sé lokið síðla dags skapar líka nýja möguleika. Með bættri nýtingu íþróttamannvirkja yfir daginn geta hinir eldri fengið svigrúm til íþróttaiðkunar á kvöldin og slíkt mætti ef til vill kalla gæðastundir. Að tryggja sem flestum þær sem víðast er háleitt markmið, en hreint ekki svo fjarlægt. Óskar Bergsson, skipar 2. sætið á B-listanum í Reykjavík.

Að æfingum barnanna okk-

GV auglýsingasími 587-9500


31

GV

Fréttir

Það er kominn tími til að breyta og bæta

Kæru Grafarvogsbúar, við förum ekki varhluta af því að senn líður að kosningum. Flokkarnir keppast við að kynna stefnu sína í hinum ýmsu málum og gefa fögur fyrirheit auðnist þeim að komast til valda í borginni okkar. Borgarstjórnarkosningarnar núna í ár eru á ýmsan hátt með öðru sniði en verið hefur nokkuð lengi. Rlistinn sk. hefur nú klofnað í frumeindir sínar og flokkarnir sem að honum stóðu bjóða fram hver í sínu lagi og hver um sig keppist við að lofa okkur gulli og grænum skógum fái þeir brautargengi. Við megum samt ekki gleyma því að þessi þrír flokkar geta ekki einfaldlega sagt skilið við fortíðina sína og látið sem þeir beri enga ábyrgð á fyrri verkum sínum. Þeir hljóta að verða dæmdir af verkum sínum og dugleysi í borgarstjórn síðastliðin 12 ár. Það er nefnilega svo að við Grafarvogsbúar höfum ekkert sérstaklega

góða reynzlu af r-listaflokkunum, Vinstri grænum, Samfylkingu og Framsóknarflokki og rétt til að stikla aðeins á stóru í þeim málum sem helzt hafa dunið á okkur, þó ekki væri nema síðasta kjörtímabil, langar mig til að rifja upp nokkur atriði. Þá ber fyrst að telja að því var lofað fyrir borgarstjórnarkosningar 1998 að hreinsun strandlengjunnar í Reykjavík yrði lokið á því kjörtímabili og fyrir síðustu kosningar hrósuðu frambjóðendur r-listans sér af því að eitt af afrekum þeirra á liðnu kjörtímabili væri að hafa lokið hreinsun strandlengjunnar í borginni. Á sama tíma vall skólp upp rétt undan ströndinni hér í Grafarvogi og strendurnar okkar voru langt yfir mengunarmörkum. Þessa staðreynd reyndu borgaryfirvöld að þegja í hel en fyrir óþreytandi baráttu íbúa var loksins, fyrir ári síðan, ræst skólpdælustöðin sem okkur hafði verið lofað löngu fyrr. Ég sé ekki ástæðu til klappa fyrir svona vinnubrögðum.

Rótarýklúbburinn í Grafarvogi Rótarý hreyfingin á Íslandi á sér nokkra sögu en fyrsti Rótarý klúbburinn var stofnaður í Reykjavík árið 1934. Nú eru 29 Rótarý klúbbar starfandi um allt land og félagar eru um 11.000. Ísland er eitt umdæmi af 529 í heiminum, en Rótarýhreyfingin er starfandi í 166 löndum. Um árabil hefur Rótarýhreyfingin á Íslandi staðið að starfshópaskiptum. Það fer þannig fram að hreyfingin auglýsir eftir umsækjendum að hausti og umsækjendur leita síðan eftir stuðningi þess klúbbs sem starfar á þeirra íbúasvæði. Síðan er valinn farastjóri úr hópi Rótary félaga. Að þessu sinni voru valdir 2 umsækjendur sem hafa búsetu í Grafarvogi, þær Erla Sigurðardóttir og Sigríður Kristín Ingvarsdóttir; einn af Akranesi, Fjölnir Björgvinsson og Helena Hafdís Víðisdóttir úr Kópavogi. Starfsskiptahópurinn 2006 fer til Ontario í Kanada, Minnesota, Norður-Dakóta og Wisconsin í NorðurAmeríku og eða á heimaslóðir margra Íslendinga sem fluttu vestur fyrir um hundrað og fimmtíu árum. En þar eru starfandi 65 klúbbar og félagar eru 3.410. Hópurinn verður 5 vikur í ferðinni. Megintilgangur ferðarinnar er að kynnast starfi Rótarý klúbbanna á þessum svæðum; menningu, at-

vinnulífi og íbúum, en ekki síst að kynna land okkar og menningu fyrir gestgjöfum og Rótarý félögum fyrir vestan. Rótarý klúbburinn í Grafarvogi var stofnaður 2001. Hann hefur haldið fundi í Grafarvogskirkju og skapar það sérstaka umgjörð fyrir starfið. Rótarý klúbburinn hefur haldið mjög virka heimasíðu þar sem þeir kynna starf hreyfingarinnar og fundarefni. Félagar hafa verið mjög ötulir við að vinna verkefni tengdu sínu heimasvæði og tekið virkan þátt í starfi íbúa Grafarvogs. Starfskiptahópur Rótarý 2006 heimsótti klúbbinn seinnipart vetrar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna þátttakendur fyrir Rótarýfélögunum og óska eftir kynningarefni til afhendingar á ferðum hópsins til Rótarý klúbba á umræddu svæði. Svo skemmtilega vildi til að á þessum fundi sagði Bjarni Grímsson, verðandi forseti Rótarý klúbbsins frá ferð sinni og eiginkonu til Ohio þar sem sonur þeirra er skiptinemi. Sýndi hann myndir frá heimilum sonarsins, skólanum og íshokkívellinum en hann mun vera afburðar íshokkííþróttamaður. Birna Bjarnadóttir, fararstjóri GSE hópsins.

Þremur dögum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar boðaði R-listinn til fundar upp í Spöng og var þar rætt eitt helzta hitamálið í Rimahverfi á þeim tíma: Landssímalóðin. Þá var einsýnt að fyrirliggjandi skipulag Landssímalóðarinnar var í hrópandi ósátt við íbúa nærliggjandi gatna eins og undirskriftarlistar sönnuðu. Fjöldi manns mætti og hlýddi á fulltrúa r-listans lofa því ítrekað að horfið yrði frá fyrirliggjandi skipulagi og það hugsað upp á nýtt frá grunni. Í dag er uppbyggingu á Landssímalóðinni nánast lokið samkvæmt því skipulagi sem íbúar höfðu mótmælt og sem þeim hafði verið lofað að yrði horfið frá. Íbúar í Bryggjuhverfi hafa lengi kvartað undan nábýli sínu við Björgun og hefur þeim stöðugt verið gefið í skyn að úrlausna sé að vænta. Ekkert hefur þó gerzt enda hefur dregist úr hömlu að finna Björgun nýtt athafnasvæði. Borgaryfirvöld hafa sóað tíma og fé við skipulagningu Sundabrautar og Sundabrúar og af undarlegri þrjósku haldið áfram að þróa hugmyndir sem eru algerlega á skjön við hagsmuni og vilja íbúanna. Það var ekki fyrr en eftir þrotlausa vinnu íbúa og úrskurð umhverfisráðherra sem loksins var settur á fót samráðshópur íbúa og borgaryfirvalda til að finna lausn sem sátt getur náðst um.

Mitt í samráðsferlinu þóknaðist þó borgarstjóraefni Samfylkingarinnar að birta óraunhæfar hugmyndir sínar um Sundabraut og kenndi þær áðurnefndum samráðshóp, sem kannaðist þó alls ekki við að hafa ljáð slíkri endaleysu samþykki sitt. Rimaskóla hefur verið lofuð stækkun á húsnæði og hefur þörf fyrir þá stækkun verið fyrir hendi um tíma. Í dag fer verulegur hluti af starfsemi skólans fram í 11 fúaskúrum þar sem m.a. allir nemendur í 1. og 2. bekk eyða skóladegi sínum í heilsupillandi húsnæði. Það er einfaldlega til skammar að

Emil Örn Kristjánssson, ritari félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, skrifar: bjóða börnum upp á slíka vinnuaðstöðu. Að lokum vil ég nefna þá miklu dáð að loka einu sorpflokkunarstöðinni í stærsta hverfi borgarinnar. Það er með eindæmum að borgaryfirvöld sem hafa á stefnuskrá sinni að gera Reykjavík að einni hreinustu höfuðborg í heimi skuli verða uppvís að slíku. Til að bíta svo höfuðið af skömminni hefur Framsóknarflokkurinn, einn þeirra flokka sem bera ábyrgð á þessari lokun, gert opnun

sorpflokkunarstöðvar í Grafarvogi að baráttumáli sínu. Ágætu lesendur, það er ljóst að nýrra og vandaðri vinnubragða er þörf og það er kominn tími til að bæta og til að skipuleggja, til að bæta það tjón sem hlotist hefur af 12 ára óstjórn og til að skipuleggja borgina í sátt við íbúana. Til þess að sinna því kemur aðeins einn valkostur til greina. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur á stefnu sinni ábyrga og mannvæna framtíðarsýn fyrir alla borgarbúa. Auk þess búum við Grafarvogsbúar að því að í hverfinu okkar er starfandi öflugt sjálfstæðisfélag sem er eina stjórnmálaaflið sem lætur sig hagsmuni okkar sérstaklega varða. Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi hefur sett fram vandaða stefnuskrá fyrir Grafarvogshverfi, sem ég hvet ykkur til að kynna ykkur á heimasíðu félagsins: www.grafarvogurinn.is. Aðeins með Sjálfstæðisflokkinn við völd í Reykjavík mun okkur auðnast að hrinda þeirri stefnuskrá okkar í framkvæmd. Kæru Grafarvogsbúar, ég hvet ykkur öll til að mæta á kjörstað þann 27. maí næstkomandi og greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði ykkar og tryggja þar með farsæla framtíð borgarinnar og hverfisins okkar. Emil Örn Kristjánsson

Kjósum

trúverðugt fólk

Verndum ósnortna náttúru Grafarvogs

Rótarý Starfsskiptahópurinn 2006 í heimsókn hjá Rótarý klúbb Grafarvogs: Sigríður Kristín Ingvarsdóttir, Helena Hafdís Víðisdóttir, Birna Bjarnadóttir, fararstjóri og félagi í Rótarý klúbbnum Borgir í Kópavogi, Atli Þór Ólason, forseti Rótarý klúbbs Grafarvogs, Erla Sigurðardóttir og Fjölnir Björgvinsson.

ODDI VOA 9130

Jafnrétti í fjárveitingum til tónlistarnáms Sundabraut í sátt við íbúa Kosningaskrifstofa Aðalstræti 9, s. 552 2600 • flistinn @xf.is • www.f-listinn.is


32

GV

Fréttir

Svandís Svavarsdóttir skipar 1. sætið á V-lista Vinstri-grænna í Reykjavík:

Barnaborgin Reykjavík - drögum úr gjaldtöku Undanfarin ár hefur verið unnið að því að draga úr leikskólagjöldum í Reykjavík og gengur borgin þar á undan með góðu fordæmi sem flaggskip íslenskra sveitarfélaga. Markmiðið hlýtur að vera algjörlega gjaldfrjáls leikskóli. Ekki bara sjö tímar eða allt nema maturinn. Algjörlega gjaldfrjáls er okkar sýn.

Fellum niður gjöld í grunnskólanum líka Næsta skref er að grunnskólinn verði sömuleiðis gjaldfrjáls. Nú er innheimt gjald fyrir hádegismatinn í grunnskólanum og ennfremur er innheimt gjald fyrir frístundaheimilin. Sá vaxtarsproti þjónustu við reykvísk börn á sömuleiðis að vera án gjaldtöku. Enn frekar má nefna í þessu sambandi dulda gjaldtöku um allt skólakerfið, pappírsgjald og aukagjöld af ýmsu tagi svo ekki sé minnst á þá staðreynd að sérhver fjölskylda barna í skyldunámi þarf að reiða fram umtalsverðar upphæðir á hverju hausti fyrir bækur og ritföng. Þarna er raunveruleg gjaldtaka á grunnskólastiginu sem reynist ekki öllum auðvelt að standa straum af. Matarkostnaður í grunnskólunum er byrði fyrir sum heimili sem og kostnaður við frístundaheimili. Þennan kostnað á að innheimta í skattkerfinu en ekki af nánasta umhverfi barnanna. Það er brýnt að boðið sé upp á gjaldfrjálsar máltíðir í skólanum, hollar, fjölbreyttar og lystugar. Skólamáltíðunum þarf að búa gott umhverfi fyrir spjall og notalega samveru, og góðan tími fyrir nám í samskiptum, borðsiðum og virðingu fyrir öðrum. Finnar hafa boðið upp á gjaldfrjálsan mat í grunnskólunum frá því fljótlega eftir síðari heimstyrjöld og Svíar hafa boðið upp á slíkt um árabil. Nú er komið að Íslendingum að fylgja í kjölfarið og er við hæfi að þar fari höfuðborgin í broddi fylkingar með að bjóða börnum órofinn skóladag með góðri máltíð og án gjaldtöku.

Og frístundaheimilunum En aftur að frístundaheimilunum. Þar er metnaðarfull starfsemi sem rekin er með ákveðna hugmyndafræði frítíma og tómstundafræðslu að leiðarljósi. Frístundaheimilin starfa með það að markmiði að kynna börn fyrir mismunandi valkostum í frítímanum, íþróttum og heilbrigðu tómstundastarfi. Þarna eigum við þess kost að beina börnum inn á braut jákvæðra valkosta í frítímanum og leggja grunn að vali og möguleikum þegar þau eldast. Um er að ræða ungt en vaxandi fag í borg-

inni og má í því sambandi nefna að Kennaraháskóli Íslands hefur nýverið tekið upp kennslu sérstaklega í tómstunda- og félagsmálafræðum. Það er sérstakt gleðiefni að borgin skuli hér fara á undan með góðu fordæmi þar sem frístundaþjónustan myndar heild í frístundaheimilum, sumarstarfi og félagsmiðstöðvum. Frístundaheimilin eiga að sjálfsögðu að standa öllum börnum til boða án endurgjalds. Vinnudagur barna er gjarna langur í Reykjavík. Eftir að skóla lýkur á jafnvel eftir að sækja tíma í tónlist, íþróttum og öðrum frístundum. Þegar öllu er svo lokið er heimanámið eftir að auki. Það er verðugt markmið í borginni að vinnudegi barna sé lokið um svipað leyti og vinnutíma foreldranna og að hann sé samfelldur og án þess að greiða þurfi fyrir hann. Grunnmenntun barnanna okkar er eitt mikilvægasta jöfnunartækið sem um getur. Þar eiga öll börn að sitja við sama borð og ekki bara inni í kennslustofunni heldur líka í matartímanum, frístundaheimilinu og tónlistartímanum. Góð kjör þeirra sem sjá um menntun og frístundamál barnanna stuðla líka enn frekar að jöfnuði. Besta mögulega menntun fyrir alla krakka í borginni óháð efnahag. Við viljum hafa fagfólk í hverju rúmi og ítreka þar með að börnin eiga það besta skilið, þau eiga að njóta fagmennsku alla leið. Líka þau börn sem ekki búa við fjárhagslegt öryggi. Fagmennsku í skólanum, frístundaheimilinu, listnáminu og íþróttunum.

Kröfuhörð og metnaðarfull fyrir börnin okkar Brýnt er að allir krakkar séu hvattir til að stunda íþróttir og að íþróttaáherslur borgarinnar haldist í hendur við lýðheilsumarkmið og þátttöku allra en dregið sé úr áherslu á steinsteypu og afreksmannaíþróttir. Hreyfingarleysi og offita bara er sívaxandi vandamál á Vesturlöndum og ekki síður þess vegna þarf að gera átak í hreyfingu og má minna á mikilvægi þéttingar byggðar í því sambandi. Borgin verður að vaxa inn á við þannig að hvatt sé til þess að gengið sé á milli staða. Þunnt smurð borg, einkabíll og flæmisvæðing er ein meginástæða hreyfingarleysis og leti barna, ungmenna og okkar allra. Á tyllidögum eru allir sammála um forvarnargildi íþrótta og listnáms en meðan tekið er gjald fyrir þessi gæði er ekki um að ræða raunverulegt jafnrétti til forvarna. Það er óeðlilegt og óásættanlegt með öllu. Það er okkar hlutverk að leita leiða

Svandís Svavarsdóttir, oddviti V-lista Vinstri-grænna í Reykjavík. til að jafna möguleika barna eins og kostur er. Við eigum að vera kröfuhörð og metnaðarfull þar sem börnin okkar eru annars vegar og stefna ótrauð að gjaldfrjálsu grunnskólastigi. Við vit-

um að það vorum við í VG sem ýttum umræðunni um gjaldfrjálsan leikskóla úr vör. En við hættum ekki þar. Í nafni jafnréttis til náms og réttlætis höldum við okkar striki. Nú er það gjaldfrjálst grunnskólastig. Allur

dagurinn. Börnin eru líka Reykvíkingar og börnin þurfa á borginni að halda. Svandís Svavarsdóttir skipar 1. sæti á V-lista Vinstri-grænna í Reykjavík

Grafarvogsbúar hjólbarðaverkstæðið ykkar er að

Gylfaflöt 3 Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


33

GV

Fréttir 1. maí hlaup Fjölnis og Olís

Undirbúningur fyrir komandi sumar er hafið hjá elsta aldurshópnum í frjálsum. Eftir mjög viðburðaríkan og aldeilis frábæran árangur á mótum núna í vetur, fóru nánast allir iðkendurnir í elsta hópnum til Spánar í æfingabúðir núna um páskana. Það var 37 manna hópur frá Fjölni, Ármanni og Íþróttafélagi fatlaðra sem dvöldu í Llafranc á norðaustur Spáni í eina til tvær vikur. Hópurinn dvaldi á Kim's Camping í Llafranc. Æfingar fóru fram á íþróttavellinum í næsta bæ, Palafrugell. Þjálfarar í ferðinni voru Stefán Jóhannsson, Freyr Ólafsson og Kári Jónsson. Hópurinn var nokkuð heppinn með veður, en eftir tvo kalda daga í upphafi ferðar, rættist heldur úr og var hið þægilegasta veður til æfinga allan tímann. Krakkarnir sem fóru frá Fjölni eru á aldrinum 15 til 19 ára og milli þess sem þau æfðu á vellinum og ströndinni, lærðu þau og auðvitað var aðeins brugðið á leik í sundlauginni. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega hópi núna í sumar, en á mótum sem haldin voru í Laugardalshöllinni eftir áramót, hlutu þau t.d. flest gullverðlaun allra liða á Meistaramóti Íslands,

Frjálsíþróttafólk úr Fjölni í páskaferð á Spáni.

innanhúss, aðalhluta og fjölþraut samtals 7 gullverðlaun og þar með 7 Íslandsmeistaratitla. Einnig hlutu þau samtals 8 gullverðlaun og Íslandsmeistaratitla á Meistaramóti Íslands 15-22 ára. Þau urðu Reykjavíkurmeistarar í 5 greinum á Reykjavíkurleikunum og á vígslumóti nýju Laugardalshallarinnar sem var boðsmót og einungis sterkustu einstaklingum í hverri grein boðin þátttaka, unnu þau öll, Sveinn Elías, Íris Anna og Stefanía þær greinar sem þeim var boðið að keppa í. Sveinn Elías keppti í 60 m hlaupi og setti nýtt Íslandsmet í drengjaflokki. Íris Anna keppti í 1500 m hlaupi og sigraði á sínum besta tíma innanhúss og Stefanía keppti í 400 m hlaupi og sett nýtt Íslandsmet í meyja-, stúlkna- og ungkvennaflokki. Sveinn Elías, Íris Anna, Stefanía og boðhlaupssveit stúlkna í 4x400 m boðhlaupi voru iðin við að setja Íslandsmet í vetur. Nokkur þeirra gilda upp í karla- og kvennaflokk og ber þar hæst nýtt Íslandsmet Sveins Elíasar í 200 m hlaupi karla, sem hann setti þann 14. janúar á Reykjavíkurleikunum. Nýja metið er 22,15

sek. en hann bætti 16 ára gamalt met Gunnars Vignis Guðmundssonar um 23 sek.brot. Önnur met sem Sveinn setti í vetur, voru aldursflokkamet í drengja og unglingaflokkum. Hann tvíbætti metið í 400 m hlaupi drengja og jafnframt setti hann nýtt met í unglingaflokki í seinna skiptið. Gildandi met í þessum flokkum er 49.74 sek. sem hann setti á MÍ, aðalhluta þann 19. febrúar og þar með er Sveinn búinn að rjúfa 50 sek. múrinn í 400 m hlaupi. Hann náði einnig að bæta drengjaog unglingametin í 60 m hlaupi á MÍ, aðalhluta, þegar hann rauf annan tímamúr og hljóp á 6,97 sek. Síðast en ekki síst bætti síðan Sveinn Elías metið í sjöþraut með karlaáhöldum, í flokki drengja og unglinga þegar hann hlaut samtals 4910 stig og varð Íslandsmeistari karla innanhúss. Íris Anna setti Íslandsmet í 3000 m hlaupi á MÍ, aðalhluta, er hún hljóp á 10:01,70 og setti met í stúlkna- og ungkvennaflokkum upp í 22 ára. Stefanía tvíbætti Íslandsmetið í 400 m hlaupi í meyja-, stúlkna og ungkvennaflokki upp í 20 ára. Gildandi met hennar er 57,53 sek. sem hún setti á MÍ 15-22 ára

Margir efnilegir í frjálsum þann 5. febrúar. Stúlknasveit Fjölnis, en hana skipuðu þær Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Íris Anna Skúladóttir, Heiðdís Rut Hreinsdóttir og Stefanía Hákonardóttir, settu nýtt met í 4x400 m boðhlaupi upp í kvennaflokk á MÍ 15-22 ára. Þær bættu metið síðan á MÍ aðalhluta og er gildandi met núna 3:59,34 mín. Fyrir utan alla þessa upptalningu stóðu krakkarnir frá Fjölni ótal sinnum á verðlaunapalli í 2. og 3. sæti. Þau voru einnig öll að bæta sinn besta árangur í nánast öllum greinum og á öllum mótum sem þau kepptu á. Einstakan árangur sem einnig ber að nefna er aldeilis frábært 800 m hlaup sem þær Stefanía, Íris Anna og Heiðdís hlupu á MÍ aðalhluta. Stefanía varð Íslandsmeistari, á 2:13,10 mín., eftir skemmtilega keppni við Írisi Önnu, sem hljóp á 2:13,39 mín. Í fjórða sæti var síðan Heiðdís Rut á 2:15,80 mín. Með þessu frábæra hlaupi eru þær allar komnar inn í Afrekshóp ungmenna í 800 m en Stefanía og Íris Anna voru í hópnum í öðrum greinum. Frjálsíþróttadeild Fjölnis á núna 4 einstaklinga í Afrekshóp ungmenna, Sveinn Elías er þar inni í

flestum greinum allra, samtals 6 greinum sem eru 100 m hlaup, 200 m hlaup, 400 m hlaup, hástökk, langstökk og tugþraut. Þetta sýnir hversu óhemju fjölhæfur íþróttamaður hér er á ferðinni. Íris Anna er inni í 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 3000 m hlaupi. Stefanía er inni í 400 m hlaupi og 800 m hlaupi og Heiðdís er inni í 800 m hlaupi. Að auki á Fjölnir 8 einstaklinga í Úrvalshópi unglinga, en það eru Leifur Þorbergsson í 400 m hlaupi og 800 m hlaupi, Ingvar Haukur Guðmundsson í 3000 m hlaupi, Sigurður Lúðvík Stefánsson í 60 m hlaupi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir í 1500 m og 3000 m hlaupi. Sveinn Elías, Íris Anna, Stefanía og Heiðdís eru inni í úrvalshópnum í fjölmörgum greinum. Ég vil að lokum hvetja ykkur Grafarvogsbúa, Fjölnisfólk og aðra unnendur frjálsra íþrótta til þess að fylgjast vel með þessu unga og efnilega íþróttafólki á mótum sumarsins. Guðlaug Baldvinsdóttir Form. Frjálsíþróttadeildar Fjölnis.

Hið árlega 1. maí hlaup Fjölnis og Olís var haldið við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi, þann 1. maí. Framkvæmd hlaupsins var að venju í höndum Frjálsíþróttadeildarinnar og Hlaupahóps Grafarvogs. Að þessu sinni mættu 106 þátttakendur í skemmtiskokk 1,8 km og 33 í 10 km hlaup. Var þetta svipaður þátttakendafjöldi og síðasta ár. Þokkalegt veður var og sennilega betra en það hefur verið undanfarin ár. Hlaupin var ný leið í 10 km hlaupinu, en vegna framkvæmda við Hallsveginn, við kirkjugarðinn reyndist ekki unnt að hlaupa hringinn sem venjulega hefur verið hlaupinn. Hlaupið var ræst á vellinum og hlaupið meðfram voginum, gegnum Bryggjuhverfið og niður að brúnni á Elliðaánum hjá Ingvari Helgasyni og til baka aftur sömu leið. Úrslit í þeim flokkum sem keppt var í eru eftirfarandi: 1,8 km skemmtiskokk 10 ára og yngri - strákar: 1. Friðrik Þjálfi Stefánsson, 8,43 2. Hafþór Bjarki Sigmundsson, 9,57 3. Björgvin Veigar Sigurðsson, 9,59 10 ára og yngri - stelpur 1. Katrín Unnur Ólafsdóttir, 9,05 2. Ásdís Erla Jóhannsdóttir, 11,03 3. Harpa Rut Sigurgeirsdóttir, 11,19 11 - 12 ára - strákar 1. Hannes Reynir Snorrason, 7,31 2. Alfreð Sindri Andrason, 7,40 3. Hallgrímur Andri Jóhannsson, 7,44 mín. 11 - 12 ára - stelpur 1. Kristín Lív Svabo Jónsdóttir, 8,04 2. Ylfa Rúnarsdóttir, 8,11 mín. 3. Guðfinna Pétursdóttir, 8,29 13 - 14 ára - strákar 1. Gunnar Már Pétursson, 9,03 2. Smári Hrafnsson, 11,24 mín. 3. Bjarki Stefánsson, 11,42 mín. 13 - 14 ára - stelpur 1. Ása Marta Sveinsdóttir, 8,20 2. Júlía Rós Hafþórsdóttir, 8,38 3. Hörn Valdimarsdóttir, 8,40 15 ára og eldri - karlar 1. Arthur Bukowski, 8,16 mín. 2. Svavar Elliði Svavarsson, 8,18 3. Dagur Páll Friðriksson, 8,54 15 ára og eldri - konur 1. Sigrún Óskarsdóttir, 9,48 2. Heiða Ósk Gunnarsdóttir, 10,33 3. Áslaug Ósk Reynisdóttir, 12,51 10 km. hlaup Besta tíma í karlaflokki náði Stefán Guðmundsson, Breiðablik 34,34 mín. Besta tíma í kvennaflokki náði Guðbjörg M. Björnsdóttir, Laugaskokki, 46,27 mín. Hlutu þau bæði bikar og farandbikar að launum. 39 ára og yngri - karlar 1. Stefán Guðmundsson, 34,32 2. Stefán Viðar Sigtryggsson, 34,46 3. Ævar Sveinsson, 39,09 mín. 39 ára og yngri - konur 1. Guðbjörg M. Björnsdóttir, 46,27 2. Ásdís Káradóttir, 49,00 mín. 3. Ásdís Erla Guðjónsdóttir, 54,44 40 ára og eldri - karlar 1. Trausti Valdimarsson, 40,25 2. Daníel Guðmundsson, 41,24 3. Sigurður Ingvarsson, 41,31 40 ára og eldri - konur 1. Jóhanna Eiríksdóttir, 50,50 2. Ragnheiður Valdimarsdóttir, 52,08 mín. 3. Árdís Lára Gísladóttir, 52,24 Öll úrslit er að finna á síðunni www.hlaup.is

Frá upphafi 1. maí hlaupsins.

12 til 14 ára hópurinn.

11 ára og yngri.

Fjölniskrakkarnir góðir á innanfélagsmóti Fjölnis og Ármanns

Alls voru 65 keppendur skráðir á mótið. Keppt var í öllum aldursflokkum í í 60 m. hlaupi, kúluvarpi og langstökki og 400 - 800 m. hlaupi eftir aldursflokkum. Krakkarnir frá Fjölni voru að standa sig mjög vel og voru mörg að bæta árangur sinn í þessum greinum. Öll úrslit er að finna á síðunni www.fri.is undir móta-

forrit - sjá http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/urslitib468D1.htm Meðfylgjandi myndir er af tveimur yngri flokkunum í Frjálsíþróttadeild Fjölnis - 12 til 14 ára hópnum ásamt Jónínu Ómarsdóttur og 11 ára og yngri ásamt Björgu Hákonardóttur.


34

GV

Fréttir

Stelpuklúbbur Fjörgynjar

Stelpuklúbbur hefur verið starfandi í Fjörgyn í vetur og hafa þær hist u.þ.b. tvisvar í mánuði ásamt starfskonum Fjörgynjar. Markmið klúbbsins var og er að eiga góðar stundir saman og undirbúa góða lokaferð. Stelpurnar stóðu meðal annars fyrir konukvöldi þar sem boðið var upp á tískusýningu, happadrætti, heilsuráðgjöf og að sjálfsögðu var kaffi og kökur á boðstólnum. Stelpurnar sáu að mestu leiti um allan undirbúning á konukvöldinu, sem tókst í alla staði mjög vel þó svo að fleiri hefðu mátt láta sjá sig. Lokaferð klúbbsins var síðan farin helgina 31.

mars -1. apríl og voru stelpurnar búnar að safna upp í ferðina, sumar jafnvel fyrir allri ferðinni, með fjáröflun. Farið var seinnipart föstudags í bústað á Úlfljótsvatni þar sem svamlaðð var í pottinum, spilað, horft á DVD og umfram allt notið þess að vera saman. Á laugardeginum var síðan haldið um hádegisbil í Adrenalíngarðinn það sem þormörkin voru reynd og adrenalín látið flæða um líkamann. Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur, enda ekki við öðru að búast, og voru allar með bros á vör þegar haldið var heim enda um frábæra ferð að ræða.

Stelpurnar skemmtu sér vel í vorferðinni.

Eins gott að fara varlega.

Ekki málið, hvað á ég að gera?

Eflum íþróttir og æskulýðsstarf í Grafarvogi - eftir Kjartan Magnússon borgarfulltrúa Grafarvogur er tvímælalaust barnflesta hverfi borgarinnar eins og fjölmargir iðkendur Ungmennafélagsins Fjölnis og Bjarnarins gefa skýrt til kynna. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera átak í að bæta sérstaklega aðstæður til íþróttaiðkunar í hverfinu með það að markmiði að þær verði í samræmi við það sem best gerist annars staðar.

Stærsta félagið fær lægstu styrkina frá R-listanum Árið 2005 voru iðkendur Fjölnis rúmlega 2.700 talsins og hefur ekkert íþróttafélag á landinu fleiri skráða iðkendur. Til samanburðar

má geta þess að það félag, sem hefur næstflesta skráða iðkendur, er KR með rúmlega 1.900. Samanburður sýnir hins vegar að Fjölnir er það félag, sem hefur hlotið lægsta styrki allra íþróttafélaga til uppbyggingar íþróttamannvirkja á valdatíma Rlistans. Skýtur það skökku við að á sl. tólf árum hefur meirihluti R-listans séð til þess að lægstu styrkirnir hafi farið til þess íþróttafélags, sem er að sinna stærsta barnahverfinu og er ótvírætt með flestu iðkendurna. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Fjölnis hefur lítið gengið í aðstöðumálum félagsins á því kjörtímabili sem nú er að líða.

Stefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt að ná sem fyrst niðurstöðu í viðræðum við Fjölni um aðstöðumál félagsins og framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í hverfinu. Árið 2004 lagði undirritaður fram tillögu í íþrótta- og tómstundaráði um að gervigrasvöllur yrði gerður á félagssvæði Fjölnis en þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, hefur R-listinn ekki enn veitt fé til verksins. Eftir tillöguflutning sjálfstæðismanna á sl. ári um gervigrasvöll, stúku og körfuknattleikssal, voru 350 milljónir króna eyrnamerktar Fjölni í þriggja ára áætlun Reykjavíkur-

borgar vegna þessara mannvirkja. Ljóst er hins vegar að 350 milljónir duga ekki fyrir umræddum framkvæmdum og er því full þörf á að endurskoða áætlunina. Sjálfstæðisflokkurinn styður tillögur Fjölnis um uppbyggingu fjölbreytilegs íþrótta- og tómstundasvæðis í Gufunesi. Leikvellir og opin svæði - átak 112 Í ljósi fjölmargra kvartana úr Grafarvogi telur Sjálfstæðisflokkurinn brýnt að efna til átaks til að fegra og bæta skólalóðir, leikvelli, íþróttavelli og opin svæði í hverfinu. Ljóst er að mörg opin svæði eru ekki í góðu ásigkomulagi og að taka

þarf til hendi í þessum málaflokki. Auk þess sem gera þarf átak í fegrun og umhirðu þarf víða að endurnýja leiktæki og leitast við að gera leiksvæðin skemmtilegri. Ekki má gleyma því að leiksvæðin og íþróttasvæðin í hverfinu eru í harðri samkeppni við tölvuleiki og sjónvarpsgláp um athygli barna okkar og unglinga. Það er skoðun sjálfstæðismanna að íþróttaiðkun og hollir útileikir séu ein besta forvörnin í baráttunni gegn offitu og fíkniefnaneyslu. Eflum hreyfingu og hollar íþróttir í Grafarvogi. X - D


35

GV

Fréttir

Út við hininbláu bláu... Sundin - ritdómur um Sundabrautarrevíu - eftir Guðlaug Þór Þórðarson, alþingismann

Í meira en hundrað var Reykjavík í fararbroddi í framfaraþróun þjóðarinnar. Vörðurnar sem vísuðu þess leið voru stórframkvæmdir á borð við vatnsveituna 1906, hafnarframkvæmdirnar 1913-18, virkjun Elliðaánna 1921 og síðan Sogsins og Hitaveitan á stríðsárunum sem var fyrsta hitaveitan til almennrar húshitunar í heiminum.Einnig má nefna skipulag stærri íbúðahverfa en áður þekktust, almenn verkútboð og átak í malbikun og frágangi gatna.

Frumkvæði gloprað niður Í valdatíð R-listans missti höfuðborgin þetta frumkvæði yfir til nágrannasveitarfélaganna þar sem vaxtarbroddurinn er nú. Hagtölur um búsetu sýna, svo ekki verður um villst, að Reykjavíkurborg er ekki lengur fyrsti búsetukostur ungs fólks og þeirra sem flytja á Suðvestur hornið. Í stað þess að leiða þróunina og hafa jákvæð áhrif á hana, rekur Reykjavíkborg nú lestina og dreg-

ur lappirnar. Frumkvæðið og áræðið er annars staðar. Það er einkum tvennt sem olli þessari þróun. Langvarandi skortur á lóðum undir fjölbreytta íbúðabyggð í Reykjavík eftir að Rlistinn komst til valda, og verkkvíði eða áhugaleysi vinstri manna þegar að stórframkvæmdum kemur. Þetta kjarkleysi eða sinnuleysi kemur fram í ýmsum málum þar sem stórframkvæmdir koma til álita. Hugsanlegar breytingar á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, eru gott dæmi um algjöran skort á frumkvæði og markvissri, meðvitaðri ákvarðannatekt borgaryfirvalda.

Flugvöllur á síðum dagblaðanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hóf deilurnar um flugvöllinn með skoðannakönnun árið 2001 og síðan var málið látið velkjast á síðum dagblaðanna án þess að nokkuð frumkvæði, athugun, upplýsingaöflun, samningaferli eða aðrar ákvarðanir sæju dagsins ljós frá borgaryfirvöldum.

Þeirra framlag var fyrst og síðast hringlandaháttur sem ég hirði ekki um að rekja hér. Það er ekki liðið ár frá því Dagur B. Eggertsson fékk þá snildarhugmynd að setja málið í ,,ferli''. En mér er spurn: Hvar var málið fram að þeim tíma? Jú, á síðum dagblaðanna, - eins og Sundabrautin er núna.

Revían um Sundabraut

lögu frá 1997, um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness, hvernig hún boðaði það á hverfafundi með íbúum í Grafarvogi, árið 2000, að framkvæmdir við Sundabraut gætu líklega hafist ári síðar, eða 2001, og hvernig þessi sama Ingibjörg Sólrún vill nú skoða

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, skrifar:

Áformin um Sundabraut, ef áform skyldi kalla, eru enn betra dæmi um þetta lamandi úrræða- og framtaksleysi. Fulltrúar R-listans hafa rætt um Sundabraut með spekingssvip í tólf ár, og eru enn að, án þess að hafa unnið sína lágmarks heimavinnu til að ýta málinu úr vör. Síðan kvarta þeir undan samgönguráðherra, rétt fyrir kosningar, þó slíkar kvartanir eigi ekki við rök að styðjast. Ég hef rakið það áður hvernig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðaði ,,áherslu á lagningu Sundabrautar eins fjótt og auðið er'' í til-

Hæ pabbi! Ég fór á reykjavik.is og fletti mér upp í kjörskránni. Sá a› ég á líka a› kjósa í Rá›húsinu eins og flú, eigum vi› a› ver›a samfer›a og kíkja svo á kaffihús? Kve›ja, Sigga

Reykjavik.is, borg innan seilingar Símaverinu (411-1111) og fljónustumi›stö›vunum í hverfunum hefur bæst li›sauki flví á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, er nú flægilegra en nokkru sinni a› n‡ta sér fljónustu borgarinnar. fiú getur rætt vi› fljónustufulltrúa, fengi› uppl‡singar um hverfi› sem flú b‡r› í, fjölskyldufljónustu e›a um fla› sem er efst á baugi hverju sinni. Einnig getur›u spara› flér sporin á umsóknarsafninu og sótt um pláss á leikskólum, atvinnu, byggingarleyfi, styrki, sumarnámskei› og margt fleira.

það á Alþingi, að fresta framkvæmdum um Sundabraut. Þáttur Dags B. Eggertssonar í Sundabrautarrevíunni er ekki síður kostulegur. Dagur vildi fara innri leið á lágbrú og landfyllingum sl. haust, hefur vakið máls á því að best væri að Reykvíkingar kysu um legu Sundabrautar, hélt því fram á kosningafundi á Kjarlarnesi fyrir öfáum vikum, að hann vildi fara með Sundabraut

alla leið (eins og einhverjum hefði dottið annað í hug) og vildi þá eina akrein í hvora átt, kvartar nú undan því að fólk minnist á þá hugmynd hans og segir nú þessa stundina (hve lengi sem það stendur): ,,Ég hef tekið af skarið um það að í mínum huga er Sundabraut í jarðgöngum fyrsti kostur.''

Kjarkleysi eða sinnuleysi? Kjarkleysi eða sinnuleysi? Það skiptir ekki máli því aðalatriðið er augljóst: Með tólf ára framtaksleysi sínu hafa vinstri menn gloprað niður frumkvæði Reykjavíkur. Það er kominn tími til að endurheimta þetta frumkvæði með nýrri borgarstjórn og nýjum borgarstjóra sem kann til verka og lætur verkin tala. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður


37

GV

Jónas Ólafsson og Kristinn Briem.

Fréttir

Gísli Guðmundsson og Sigurjón Þ. Árnason.

Lúðvík Lúðvíksson og Kristján Óskarsson.

Landsbankinn - í glæsilegt endurbyggt útibú við Höfðabakka

Höfðabakkaútibú var stofnað 1984 og er eitt af yngri útibúum Landsbankans. Útibúið stendur við ein fjölförnustu gatnamót landsins á miklu vaxtarsvæði fyrirtækja og íbúabyggðar. Um 40.000 íbúar eru búsettir í nálægum hverfum Reykjavíkur og í Mosfellsbæ. Frá áramótum hefur verið unnið að viðamiklum breytingum á

útibúinu, og má segja að útibúið hafi verið endurbyggt frá grunni. Aðstaða viðskiptavina og starfsfólks eru orðin miklu betri en áður var og hafa viðskiptavinir lýst mikilli ánægju með breytingarnar. Myndirnar hér á síðunni voru teknar þegar Landsbankinn bauð til veislu er breytingarnar voru afstaðnar.

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, Erling Huldarsson og Guðrún Ólafsdóttir.

Björgólfur, Tinna Molphy, Ólafur H. Ólafsson og Hjalti Jónsson.

Jón Þór Helgason og Margrét Ó. Sveinsdóttir.

Ragnheiður Sigurðardóttir, Jóhanna B. Ásgeirsdóttir og Árný Ingólfsdóttir.

Kristján Guðmundsson, útibússtjóri, Jóhanna Þorleifsdóttir, Fríða Tinna Jóhannsdóttir, Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir og Ólafur Þórðarson, yfirþjónn Landsbankans.

Rebekka Óttarsdóttir, Helga M. Kristinsdóttir, Guðlaug Ársælsdóttir og Guðfinna Ásgeirsdóttir.

Björólfur Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og Sigurjón Þ. Árnason.

Sigrún Guðjónsdóttir, Guðrún Barbara Tryggvadóttir og Richard Þorláksson.


38

GV

Fréttir

Starfsemi frístundaheimilanna í Grafarvogi

Nú fer senn að líða að starfslokum frístundaheimilanna í Grafarvogi þetta starfsárið. Síðasti starfsdagur er 31 maí n.k. Að venju hefur megináhersla verið lögð á fjölbreytt og spennandi viðfangsefni sem veita börnunum útrás fyrir leik og sköpunarþörf. Mikil áhersla er á heimilislegt umhverfi, barnalýðræði og eflingu félags- og siðferðisþroska í gegnum leik og starf.

Starfsmannamál frístundaheimilanna 65 starfsmenn hafa að meðaltali verið við störf í frístundaheimilunum. Um síðustu áramót fékk þessi starfsmannahópur umtalsverðar kjarabætur sem hafði jákvæð áhrif á eftirspurn eftir starfi á frístundaheimilunum. Með tilkomu þessara nýju kjarasamninga er vonast eftir bjartari dögum í starfsmannamálum frístundaheimilanna næsta starfsár.

Umsóknir fyrir næsta starfsár Í febrúar 2006 var tekin upp sú nýbreytni að foreldrar geta nú sótt um dvöl á frístundaheimili fyrir næsta starfsár á rafrænan hátt. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar og ÍTR er að finna allar upplýsingar um hverning umsóknarferli í gegnum Rafræna Reykjavík er háttað. Nú þegar hafa fjöldi umsókna borist um dvöl á frístundaheimilum fyrir næsta starfsár í gegnum Rafræna Reykjavík.

Sumarstarf Gufunesbæjar Skráning á leikjanámskeið ÍTR í Grafarvogi hófst 9. maí s.l. og fer skráning fram í Gufunesbæ alla daga frá kl. 9.00-16.00. Fjölbreytt þematengd námskeið eru í boði fyrir 6-7 ára börn í Folda-, Rima- og Engjaskóla. Áherslan er lögð á ferðir um nærumhverfið og frjálsan leik. Námskeiðin fyrir eldri börnin, þ.e.

Mikil áhersla er á heimilislegt umhverfi, barnalýðræði og eflingu félags- og siðferðisþroska í gegnum leik og starf hjá frístundaheimilunum. 8 og 9 ára, fara fram í Rimaskóla. Þar verður boðið upp á ævintýranámskeið sem eru sérsniðin að þessum aldurshópi og er áhersla lögð á vettvangsferðir út fyrir hverfið og nýjar uppgötvanir. FF-klúbburinn er fyrir 10-12 ára krakka og er nú bryddað upp á þeirri

nýbreytni að bjóða upp á ýmsar smiðjur sem eru að hluta til fyrirfram skipulagðar og að hluta til velja krakkarnir viðfangsefnin sjálf. Skrá þarf börnin í þessar smiðjur frá og með 9. maí. Einnig býður ÍTR upp á morgunnámskeið í Afróndansi vikuna 26. -30.

júní fyrir 10-12 ára krakka. Skráning á námskeiðið fer fram í Gufunesbæ frá og með 9. maí. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu Gufunesbæjar. Smíðavellir fyrir 8-12 ára börn verða starfræktir í Folda- og Engjaskóla með hefðbundnu sniði.

ÍTR mun einnig starfrækja leikvöll fyrir 2-6 ára börn í Fróðengi. Allar nánari upplýsingar um skráningarfyrirkomulag, verð og einstök námskeið er að finna á heimasíðu Gufunesbæjar og ÍTR, www.itr.is og www.gufunes.is

Lokaspretturinn í félagsmiðstöðvastarfi Gufunesbæjar Félagsmiðstöðvastarfið í Grafarvogi fer senn að líða undir lok þennan veturinn, próf hafin og sumarið að koma. 10. bekkingar kláruðu samræmdu prófin sín þann 10. maí síðastliðinn og fóru sama dag í ferðalag með sínum skólum ásamt starfsmanni úr félagsmiðstöðinni. Flestir lögðu leið sína í nágrenni Reykjavíkur og gistu yfir nótt. Einn skóli gerði sér lengri ferð og fór til Danmerkur í nokkra daga. Annars ber það hæst að lokaspretturinn í starfi félagsmiðstöðvanna er hafinn og allir að keppast við að ljúka vetrarstarfinu. Sumir stelpuklúbbar hafa verið að klára starfið sitt og fara í sumarbústaðaferðir sem hafa gengið mjög vel. 1012 ára starfið hefur einnig verið virkt í vetur og sumar félagsmiðstöðvar hafa verið að halda bingó

eða einhvers konar ,,lokaslútt’’ fyrir þann aldurshóp. Nýja félagsmiðstöðin í Korpuskóla hefur fengið nafn og ber heitið Tegyn en það nafn er valið af nemendum og er í takt við önnur félagsmiðstöðvarnöfn í hverfinu. Glöggir vegfarendur hafa jafnvel tekið eftir því að krakkar eru farinir að safnast fyrir utan Gufunesbæinn en skýringin er sú að búið er að koma upp brettapöllum fyrir framann bæinn. Það voru nokkrir strákar ásamt starfsmönnum úr Græðgyn í Hamraskóla sem settu pallana upp. Brettapallarnir eru öllum opnir og vonandi koma sem flestir í sumar og njóta þess að leika sér þar í sólinni. Lokað verður í flestum félagsmiðstöðvum á meðan á prófum stendur en að þeim loknum verður slegið upp

Lokað verður í flestum félagsmiðstöðvum á meðan á prófum stendur en að þeim loknum verður slegið upp sameiginlegu lokaballi í Fjörgyn í Foldaskóla föstudaginn 26. maí þar sem allir unglingar í Grafarvogi geta fagnað sumri saman. sameiginlegu lokaballi í Fjörgyn í Foldaskóla föstudaginn 26. maí þar sem allir unglingar í Grafarvogi geta fagnað sumri saman. Unglingaráðin í félagsmiðstöðvunum hafa staðið

sig með prýði í vetur við að skipuleggja starfið og viljum við í Gufunesbæ launa þeim sem virkir hafa verið með því að bjóða þeim í smá ferð út fyrir bæinn og gera þeim glaðan

dag. Sú ferð verður farin í byrjun júní. Að lokum viljum við óska öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir frábæra þátttöku í starfinu í vetur.

Jeppadekk Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 32678 05/2006

Forsala miða og allt um Landsbankadeildina á www.landsbankadeildin.is

410 4000 | landsbanki.is

Grafarvogsbladid 5.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Grafarvogsbladid 5.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 5.tbl 2006

Advertisement