Page 1


4

Matgoggurinn

GV

Nautalund með diijonsveppasósu og Slumma í eftirrétt - að hætti Áslaugar og Magnúsar

Áslaug Sif, Gunnar Þór, Magnús og Bára Sif.

GV-mynd PS

Hjónin Áslaug Sif Gunnarsdóttir og Magnús Geir Pálsson, Miðhúsum 16, eru annálaðir listakokkar. Við birtum hér frá þeim girnilegar uppskriftir sem svo sannarlega er þess virði að prófa við gott tækifæri.

Nautalund með diijonsveppasósu Nautalund. Svartur pipar. Skerið nautalundina í ca 200 gr steikur, berjið með buffhamri og mótið síðan í steikur, kryddað með svörtum pipar. Steikunum lokað á

Meðlæti. Snöggsjóðið litlar gulrætur (ca 5 mín.), sigtið síðan vatnið frá. Hitið smjör á pönnu, síðan er gulrótunum, sveppum og kreistum hvítlauk bætt út í og látið malla í nokkrar mín. Einnig er gott að hafa með bakaðar kartöflur eða kartöflugratín.

Slumma Margenstoppar: 3 egg. 150 gr. púðursykur. 80 gr. sykur.

Guðrún Rut og Gunnar næstu matgoggar Áslaug Sif Gunnarsdóttir og Magnús Geir Pálsson sem búa í Miðhúsum 16, skora á Guðrúnu Rut Erlingsdóttur og Gunnar Magnússon, Gautavík 10, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta blaði í maí.

Apríl tilboð: Álstrípur með 10% afslætti með klippingu. Kíktu á nýtt og flott pöntunarkerfi á www.stubbalubbar.is Gleðilega páska! Sóley, Helena, Guðrún, Lilja og Helena E Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðarstöðum 1-5 Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! www.stubbalubbar.is Opnunartími mán-mið 10-18 fim 10-20 föst 10-19 laugard 10-16

pönnu og síðan settar á grind í ofn og hafðar í ca 12-15 mín. Diijon-sveppasósa: Smjör. Kastaníusveppir. Koníak. Diijon sinnep. Matreiðslurjómi. Kjötkraftur. Svartur pipar. Þegar steikurnar eru komnar í ofn er fínt að gera sósuna á meðan. Notið sömu pönnu og þið notuðu með steikurnar, sveppir steiktir upp úr smá smjöri, og síðan er koníaki hellt yfir, rjómanum síðan bætt út í og bragðbætt með diijon-sinnepi, kjötkrafti og svörtum pipar.

Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Stífþeytið eggjahvítur, síðan er sykrinum bætt út í og hrært vel. Bökunarpappír settur á ofnskúffu og síðan er þetta sett með skeið á plötuna og myndaðir toppar. Bakað í ca 1 klst. við 140 gráðu hita. Þeyttur rjómi. Snickers smátt brytjað. Fersk jarðaber. Bláber. Perur úr dós. Suðusúkkulaði brætt. Síðan er þessu raðað í skál fyrst margenstopparnir síðan perurnar, rjómi með smátt brytjuðu snickers svo jarðaber og bláber og síðan aftur koll af kolli. Í restina er bræddu suðusúkkulaði dreift yfir. Verði ykkur að góðu, Ása og Maggi.

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


Frá Hverfisráði Grafarvogs:

Þeir aðilar sem takið hafa höndum saman um að koma á samfellu skóla og frísundastarfs hittust á vinnufundi til að fara yfir þá möguleika og leiðir sem færar eru í stöðunni.

Samfella skóla og frístundastarfs barna og unglinga

Á undanförnum árum hefur mikil umræða verið um mikilvægi þess að börn og unglingar taki þátt í skipulögðu frístundastarfi. Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna svart á hvítu fram á það að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi, undir stjórn ábyrgs aðila, hafi mikið forvarnagildi þegar að ýmiskonar frávikshegðun kemur, t.a.m. vímuefnaneyslu, ofbeldi og afbrotum svo fátt eitt sé nefnt. Þegar talað er um forvarnir má ekki gleyma því að mestu áhrifavaldarnir eru foreldrar og fjölskylda barnanna. Ekki hafa færri rannsóknir verið gerðar sem sýna fram á að þau börn og unglingar sem eru í góðum tengslum við foreldra sína og fjölskyldu eru mun ólíklegri til að hefja vímuefnaneyslu, beita aðra ofbeldi eða leiðast út í annars konar frávikshegðun en þau sem eru í litlum tengslum við foreldra sína og fjölskyldu. Segja má að foreldrar og frístundastarf barna og unglinga séu í ákveðinni samkeppni um athygli þeirra. Flest viljum við gjarnan að börnin okkar geti stundað íþróttir, tónlistarnám eða annað það frístundastarf sem þau kjósa sér. Vandinn er hins vegar oft sá að þegar foreldrar koma heim úr vinnu, um eða upp úr kl. 17:00 á daginn, og samverustundir fjölskyldunnar ættu að vera að hefjast, fer mestur tími foreldranna í það að keyra og sækja börnin sín í hin ýmsu frístundastörf. Þegar staðan er þannig fer ákaflega lítið fyrir samverustundum fjölskyldunnar. Allt of algengt er að fjölskyldur nái ekki einu sinni að borða kvöldmat saman því þá eru börnin oft á æfingum sem fylgja því frístundastarfi sem þau hafa valið sér. Til að gera fjölskyldum kleift að eyða tíma saman hafa þeir aðilar sem vinna að málefnum barna og

unglinga í Grafarvogi tekið höndum saman með það að markmiði að frístundastarf barna og unglinga taki við í beinu framhaldi þess að skóla lýkur á daginn, þannig að þegar foreldrar koma heim úr vinnu geti samverustundir fjölskyldunnar hafist.

stundastarf, t.d. mynd- og leiklistarnámskeið. Eins má ekki gleyma þörfum barna með fatlanir. Frístundaheimilin, eins og þau eru í dag,

formaður hverfisráðs um að skólar, frístundaheimili og þeir sem skipuleggja tómstundaþjónustu vinni nánar saman. ,,Við viljum tryggja fjármagn í

usta yngstu börnin og reyna að koma starfi barnanna fyrir á hefðbundnum vinnutíma. ,,Ég er mjög bjartsýnn eftir þá vinnufundi sem haldnir hafa verið, skólarnir og

Þeir aðilar sem takið hafa höndum saman um að koma á samfellu skóla og frísundastarfs eru Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, ungmennafélagið Fjölnir, skautafélagið Björninn, skátafélagið Hamar, frístundamiðstöðin Gufunesbær (ÍTR), tónskólinn Harpan, tónlistarskóli Grafarvogs auk allra grunnskólanna í hverfinu. Mikið verk er fyrir höndum til að þetta nái að verða að veruleika en allir þessir aðilar eru á einu máli um mikilvægi þess að samfella í skóla og frístundastarfi barna og unglinga í Grafarvogi verði að veruleika. Mánudaginn 27. mars síðastliðinn hittist allur hópurinn á vinnufundi til að fara yfir þá möguleika og leiðir sem færar eru í stöðunni. Ýmsar hugmyndir komu þar fram og ljóst er að allir ætla að leggjast á eitt til þess að samfella í skóla og frístundastarfi barna og unglinga í Grafarvogi verði að veruleika sem fyrst. Má þar m.a. nefna samnýtingu á því húsnæði sem nú þegar er í hverfinu, t.d. skólar og íþróttahús. Segja má að með tilkomu frístundaheimilanna hafi fyrsta skrefið í þessa átt verið tekið en nú er hugur í mönnum með að fara heldur lengra með málið og fella í auknu mæli tónlistarnám, íþróttaiðkun og annað frístundastarf inn í frístundaheimilin. Á það hefur margsinnis verið bent að of mikil áhersla sé lögð á íþróttaiðkun og keppnisíþróttir og að það henti ekki öllum börnum. Því þarf að hafa þarfir þeirra barna í huga og bjóða upp á fjölbreyttara frí-

Ýmsar hugmyndir komu fram á vinnufundinum og ljóst er að allir ætla að leggjast á eitt til þess að samfella í skóla og frístundastarfi barna og unglinga í Grafarvogi verði að veruleika sem fyrst. standa börnum ekki til boða lengur en til 10 ára aldurs og því þarf annað foreldri þessara barna oft að hætta vinnu til að sinna barninu því þau geta ekki verið ein heima. Með samfellu skóla og frístundastarfs væri hægt að koma til móts við þarfir þeirra barna með viðbótar stuðningi.

Nauðsynlegt að drífa í þessu ,,Það er nauðsynlegt að drífa í þessu,’’ segir Stefán Jón Hafstein

verkefnisstjórn þessa svo hægt verði að halda þétt utan um þetta. Markmiðið er þá að hefjast handa í vor og sjá til þess að strax í haust verði aukin samþætt þjónusta á frístundaheimilum og tómstundastarfi.’’ Stefán Jón segir að það hafi verið stórt gæfuspor þegar frístundaheimilin voru stofnuð og það sé þjónusta í mótun. Næsta skref sé að tengja betur alla þá sem þjón-

frístundaheimilin skynja að foreldrar vilja þetta, og nú þurfum við að binda saman aðra lausa enda. Því viljum við tryggja fé í verkefnisstjórnun og hefjast handa strax, það er ríkur vilji fyrir þessu hjá þeim sem fara með stjórn borgarinnar.’’ Málið var kynnt í hverfisráði á siðasta fundi og stefnt er að því að það verði jafnframt gert í borgarráði á næstunni.


12

GV

Fréttir

Klifurkettir Grafarvogs geta tekið gleði sína á ný Undanfarna mánuði hefur átt sér stað mikil uppbygging á svæði frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar. Eins og Grafarvogsbúar hafa væntanlega tekið eftir hafa framkvæmdir verið í fullum gangi við hlöðuna sem stendur við bæinn. Gamla þakið sem var komið til ára sinna var rifið og nýtt þak sett í staðinn. Við þetta hefur hitastigið inni í hlöðunni hækkað til muna og komið hefur verið í veg fyrir leka þegar rignir. Tækifærið var gripið, gamli klifurvegginn i hlöðunni rifinn og nýr og meira krefjandi veggur var byggður. Nýjar tryggingar voru settar í loftið sem gera "tryggjaranum" kleift að fylgja klifraranum eftir. Nils Óskar Nilsson hefur borið þungan af breytingu veggjarins og er hann bjartsýnn á að veggurinn verði hinn glæsilegasti. Aðspurður segir hann að nýi veggurinn sé ögn erfiðari en sá gamli enda komnar á hann ýmsar lykkjur og vinklar sem auka spennuna við að klífa hann.

Þessar stelpur skemmtu sér konunglega.

Viltu með mér vaka í nótt?

Í marsmánuði héldu félagsmiðstöðvarnar Engyn, Fjörgyn, Græðgyn, Nagyn, Sigyn og Sængyn náttfatanætur. Unglingarnir komu þá saman í góðra vina hópi í sinni fé-

lagsmiðstöð og skemmtu sér alla nóttina. Dagskráin var misjöfn á milli staða en meðal annars var boðið upp á: fótbolta, singstar, softý, bandý,

körfubolta, buzz, twister, kappát, tölvulan og margt fleira. Unglingarnir stóðu sig eins og hetjur og vill starfsfólkið þakka þeim fyrir frábæra skemmtun.

Í háloftunum við Gufunes.

Þessi ,,klifurmús’’ naut leiðsagnar í klifrinu.

Sumir voru þreyttari en aðrir.

Sumarið byrjar í Laugardalshöllinni Í sumarbyrjun heldur Sumarhúsið og garðurinn sína fimmtu sumarsýningu, Sumarið 2006, nú í hinni nýju og glæsilegu Íþrótta- og sýningahöll í Laugardal dagana 21.-23. apríl 2006. Sýninguna setur Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra á hádegi föstudaginn 21. apríl og verður sýningin þá opin fagaðilum til klukkan 16:00. Eftir kl. 16:00 á föstudegi er sýningin opin almenningi til kkl. 19:00, kl. 11-19 laugardag og 11-18 sunnudag. Búist er við að 30.000 manns sæki sýninguna að þessu sinni og sýnendur eru um 150 talsins. Sýningarstjórinn Páll Pétursson segir sýninguna í ár vera einstaklega fjölbreytta. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana leggja sig fram um að gera hana glæsilega og eftirtektarverða. ,,Samhliða því að kynna vöru og þjónustu fyrir sumarhúsið, heimilið og garðinn, þá eru umhverfismálum gerð góð skil. Í ár erum við í samstarfi við Umhverfisfræðluráð sem gerir stofnunum og félagasamtökum í umhverfisgeiranum kleift að taka þátt í sýningunni. þau hafa fært Dag umhverfisins inn á sýninguna okkar og tökum við því fagnandi.’’ Hluti sýningarinnar kallast Ferðasumar, en þar er hægt að kynna sér það sem er í boði um ferðalög og afþreyingu innanlands. ,,Ferðahlutinn á sýningunni stækkar frá ári til árs, landshlutafélög ferðaþjónustunnar taka

virkan þátt í sýningunni og á þeirra vegum verða fjölmörg fyrirtæki sem kynna gististaði, afþreyingu og útbúnað í ferðalagið og svo er alltaf eitthvað fyrir veiðimenn,’’ segir Páll.

Umhverfi og heilsa Umhverfi og heilsa er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á vegum sýningahaldara að morgni fyrsta sýningadagsins, þann 21. apríl. Þrír

erlendir fyrirlesarar koma til landsins, tvær koma frá Svíþjóð, þær Anna Bengtsson landslagsarkitekt og Liselott Lindfors landslagsverkfræðingur og endurhæfingarfulltrúi í heilsugarði Landbúnaðarháskólans í Alnarp. Einnig verður Clare Cooper Marcus, landslagsarkitekt frá Bandaríkjunum. Þær Anna Mar-

ía Pálsdóttir garðyrkjusérfræðingur og Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt flytja einnig erindi. Auður I. Ottesen framkvæmdasjóri Sumarhússins og garðsins mun setja ráðstefnuna, en Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunarkona Landlæknisembættisins hefur lokaorðið en Landlækisembættið er einn af samstarfaðilum ráðstefnunnar. Á sýningunni verða umhverfismálum gerð góð skil

á sérstöku umhverfistorgi eins og áður segir, fjöldi félaga, fyrirtækja, samtaka og stofnana, bæði innlendra og erlendra kynna starfsemi sína, vöru og þjónustu.

Sumarhús og heimilið Sumarhúsum og heimilum er gerð góð skil á sýningunni. Fyrirtæki með sumarhús, potta, markissur,

húsgögn, hreinsiefni, garðhús, gosbrunna, hellur, ljós, grill, heilsuvörur, verkfæri, hljómtæki, tímarit og húsbúnað svo eitthvað sé nefnt. Arkitektar, garðyrkjumenn, landslagsarkitektar, smiðir og verktakar eru meðal sýnenda og gefa gestum góð ráð. Á sýningunni er því kjörið tækifæri til þess að hitta á einum stað sérfræðinga og fagmenn í mörgum greinum sem tengjast heimilinu,

sumarhúsinu og garðinum. ,,Á fyrri sumarsýningum hafa verið kynntar fjöldi nýjunga, og verður eflaust engin breyting á því núna,’’ segir Páll, og bætir við að sýnendur bjóða upp á góð tilboð fyrir gesti í tengslum við sýninguna. ,,Þemu sýningarinnar tengjast að þessu sinni heimilinu, sumarhúsinu, garðinum, umhverfis-

málum, ferðalögum og afþreyingu. Það er líka við hæfi í sumarbyrjun að bjóða upp á fræðslu um gróður, umönnun hans og að gefa góð ráð í skipulagi garðsins eða sumarhúsalóðarinnar. Regnhlífðarsamtök Græna geirans bjóða sýnendum uppá fjölbreytta fræðsludagskrá bæði laugardag og sunnudag,’’ segir Páll.

Hönnunarsamkeppni Sýningarhaldari, Sumarhúsið og garðurinn ehf, stendur fyrir metnaðarfullri hönnunarkeppni meðal arkitektanema Listaháskóla Íslands, hönnunarnema iðnskólanna í Reykjavík og Hafnarfirði og nema við Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við þessa skóla. Verkefnið sem þeir spreyta sig á er að hanna lítið hýsi í náttúrulegu eða manngerðu umhverfi. Fjöldi nema taka þátt í keppninni og þeir sýna hugmyndir sínar í andyri Laugardalshallarinnar. Sérstök dómnefnd mun fara yfir tillögurnar og þeim sem skara fram úr verður veitt viðurkenning. ,,Ég er viss um að sýningin verður skemmtileg eins og alltaf, við erum að fagna sumri um leið og við bjóðum fólk velkomið til að kynna sér það sem í boði er, njóta fræðslu og upplifa fjölda óvæntra skemmtiatriða sem verða í gangi allan tíman,’’ segir Páll að lokum. ,,Gleðilegt Sumar 2006’’


15

14

GV

Fréttir

Brosdagar í Borgaskóla

Uppbrotsdagar nemenda í 1.-7. bekk í Borgaskóla voru nefndir Slordagar því ákveðið var að vinna þá daga með undirstöðu velmegunar okkar fiskinn. Á þessum dögum lagði slorlyktina eða fiskilyktina um allt húsið en það var hluti verkefnisins því lögð var áhersla á það frá byrjun að nemendur upplifðu fiskinn með sem flestum skilningarvitum. Nemendur voru mjög áhugasamir og allir sammála um að þetta verkefni hefði ekki aðeins haft fræðslugildi

heldur og mikið félagslegt gildi. Unnið var þvert á árganga, nemendur kynntust betur innbyrðis, öðrum starfsmönnum og bættu við þekkingu sína og þroska. Upphaf Slordaganna var að einn kennari skólans, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, útvegaði 50 algenga og sjaldgæfa fiska til að vinna með, skoða og fræðast um. Í kjölfarið skipulagði Brosdaganefndin margvísleg verkefni er tengdust fiski, sjómennsku og menn-

ingu sjómanna. Meðal verkefna voru fréttastöð, skeljastöð, fræðslustöð, söngstöð, dansstöð, krufningastöð, furðufiskastöð, fiskar í net, netagerð og hnýtingar og fleira. Unglingarnir unnu ekki síðri verkefni en þeir yngri. Þeir fræddust um list og sögu og reyndu sig við þrautir sem tengdust því að lifa af í útlegð frá öðrum. Allt þetta tengdist umfjöllun um Gísla Súrsson en þau fóru á leikritið og í kjölfarið var ratleikur settur upp í Borgahverfinu þar sem nemendurnir fóru milli stöðva í litlum hópum og leystu þrautir sem byggðu á getu til að lifa af í útlegð. Þetta urðu sannkallaðir Brosdagar eða eins og krakkarnir í krufningastöðinni sögðu blaðamönnum Fiskifrétta sem var blað þemadaganna: ,,Þetta er geðveikt gaman þó lyktin sé ekki upp á marga fiska.’’ Margvísleg verkefni litu síðan dagsins ljós á opnu húsi, en þá var sungið og dansað að sjómannasið, mynda- og glærusýning var í salnum, sett var upp furðufiskabúr, fiskar í neti, veggmyndir og fleira gladdi augað. Hópurinn ,,Úr sjó á borð’’ bauð svo öllum gestum og gangandi upp á ilmandi fiskisúpu og ljúffengt krabbabrauð. Það lá sönn gleði og ferskur ilmur í lofti á Slordögum í Borgaskóla.

VOLVO S40

VOLVO V50

VOLVO S60

VOLVO V70

VOLVO S80

Fréttir

Dagný Lind og Jón Kristinn leiða marsinn.

Minnie og Anna Þóra sýna furðufiskana og Alva Lena horfir á.

Marólína, Daníel og Ólafur Grétar önnum kafin við að kryfja fisk.

Arna Lísa, Sigurður Axel og Björgvin Páll að skoða innyfli fiska.

Sara Sif og Snæfríður Ebba brosandi á Brosdögum.

Eitt af sex fiskabúrum frá furðufiskastöð.

Ánægðir áhorfendur.

Sönghópur að syngja sjómannalög.

Hekla, Þorgerður og Maríanna með fisk til krufningar.

GV

VOLVO XC70 AWD

VOLVO XC90 AWD

Öll erum við einstök, hvert og eitt okkar. Enginn á sinn líkan. Fyrir okkur ert þú miðja alheimsins. Þegar þú ert annars vegar er takmark okkar bara eitt: að uppfylla óskir þínar og þarfir á þann hátt að þú lítir á Brimborg sem öruggan stað til að vera á. Við erum með þér alla leið!

Veldu Volvo S40. Falleg stærðfræði.

EuroNCAP öryggisstofnunin verðlaunaði Volvo S40 með bestu einkunn (5 stjörnur), sama gerði US NCAP. Breska bílablaðið Auto Express mat Volvo S40 sem besta bílinn í sínum flokki lúxusbíla; betri en BMW 3 series og Jaguar X-type. Volvo S40 er besti kosturinn að mati bandaríska vegaöryggiseftirlitsins (IIHS) og sænska tryggingafélagið Folksam verðlaunaði Volvo S40 fyrir að vera með bestu hálsReynsluaktu draumabíl bílablaðamanns Morgunblaðsins: „Volvo hefur nefnilega tekist það sem margir hafa áður reynt og bakhnykksvörnina. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo! Komdu í Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á Íslandi um og flestir án árangurs; að smíða gæðabíl án þess að slá verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð nokkuð af kröfunum en um leið að stilla verðinu i hóf.“ fyrir gamla bílinn. Komdu í Brimborg. Skoðaðu fallegt dæmi um áratuga umhyggju Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo.

Verkfræðileg snilld einkennir Volvo S40 Berðu saman verð og gæði. Berðu saman staðalbúnað Volvo S40 við staðalbúnað í öðrum lúxusbílum. Þú finnur WHIPS bakhnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvarnarkerfi og spólvörn með stöðugleikastýringu í Volvo S40. Einnig ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloftpúða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upp- Finndu fegurðina sem býr í gæðum einfaldleikans. hituð sæti, 16" álfelgur og margt fleira. Sjö hátæknivélar Skoðaðu nýtt stjórnborðið sem ekki átti að vera standa þér til boða. Bensín eða dísil. Komdu í Brimborg. hægt að framleiða.

GCI ALMANNATENGSL - GREY COMMUNICATIONS INTERNATIONAL

Volvo S40 er hátækni. Gott dæmi um fallega stærðfræði og verkfræðilega snilld. Fullur af orku. Búinn fádæma aksturseiginleikum. Þú finnur ekki fyrir hreyfingu Volvo S40 á jöfnum hraða. Aðeins fyrir veginum. Afstætt lögmál. Þú sérð umhverfið líða framhjá; hefur kannski á tilfinningunni að bíllinn sé kyrr og jörðin á hreyfingu. Draumabíll.

Volvo S40 bensín. Verð frá 2.395.000 kr.* Volvo S40 dísil. Verð frá 2.765.000 kr.* * Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.volvo.is


19

GV

Fréttir

Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi 20 ára:

Eitt elsta félag hverfisins

Það var mikið um dýrðir laugardaginn 11.marz þegar Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi hélt upp á 20 ára afmæli sitt í félagsheimili sínu við Foldatorg. Var öllum Grafarvogsbúum boðið til veizlunnar og margir þágu boðið. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjónarkosninganna í vor auk nokkurra þingmanna flokksins komu einnig til veizlunnar og samfögnuðu. Veglegar veitingar voru í boði, Blöðrufólkið skemmti börnunum og

Skólahljómsveit Grafarvogs spilaði hressileg lög. Auk þess héldu formaður félagsins, Jón Arnar Sigurjónsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjáfstæðismanna í Reykjavík og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður ræður. Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi mun vera eitt elzta starfandi félagið í hverfinu. Það er stærsta hverfafélag Sjálfstæðisflokksins og jafnframt næst-stærsta sjálfstæðisfélag á landinu.

Fjöldi Grafarvogsbúa mætti í afmælisveisluna.

Borð svignuðu undan kræsingum.

Ril vinstri er þingmðurinn Bragi Ármannson og Ragnar Sær Ragnarsson, frambjóðandi fyrir borgarstjórnarkosningarnar, fyrir miðri mynd.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, lét sig ekki vanta í veisluna.

Chevrolet gæði - frábært verð !

Nýtið ykkur óbreytt gengi

Lacetti Opnunartilboð! DVD ferðaspilari fylgir öllum nýjum Chevrolet bílum

Vel búinn Lacetti st. CDX 1,8 l á aðeins kr. 1.799.000,-

Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000 - www.benni.is Bílasalan Ós umboðsaðili á Akureyri


23

GV

Fréttir Fagleg heilsurækt Frábær a›sta›a Frábær lífsstílsnámskei› Frábær sta›setning

Bragi Þór Valsson verður stjórnandi blandaða kórsins Con Spirito sem stofnaður verður í Grafarvogi í haust.

Kórinn Con Spirito stofnaður í Grafarvogi

Í haust verður stofnaður blandaður kór sem fengið hefur nafnið Con Spirito. Það er Bragi Þór Valsson sem verður stjórnandi kórsins. Metnaðarfullar áætlanir hafa verið gerðar fyrir starf kórsins en allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu kórsins, www.stjornandi.com/conspirito og eins má finna upplýsingar um stjórnandann á vefnum www.stjornandi.com. ,,Hugmyndin er ég viss um að er mjög góð og eins gæti a) þessi kór orðið mjög góður á tiltölulega stuttum tíma ef nógu margir þátttakendur fást og tónleikarnir sem

eru á planinu fyrir fyrstu árin orðið mjög vinsælir. Hins vegar er alltaf málið að ná til fólksins,’’ segir Bragi Þór í samtali við Grafarvogsblaðið. Fyrstu verkefni kórsins verða tónleikarnir ,,Söngbók Valgeirs Guðjónssonar’’ með Valgeiri sjálfum í desember 2006 og flutningur á Mozart Requiem með þekktum einsöngvurum í maí 2007. Í febrúar 2007 kemur erlendur gestastjórnandi til landsins og stjórnar þremur æfingum hjá kórnum. Æft verður í Rimaskóla á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:00 – 22:00, frá september og fram í maí.

Stjórnandi er sem fyrr segir Bragi Þór Valsson, M.M. í kórstjórn og æfingapíanisti er Jón Bjarnason, organisti og píanóleikari. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta litið inn á vef kórsins þar sem allar nánari upplýsingar er að finna eða haft samband við stjórnandann í tölvupóstfangið bragi@stjornandi.com eða í síma 699-5255. Leitað er að fólki í allar raddir og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband sem fyrst. Hér er um mjög áhugavert tækifæri fyrir söngelska að ræða og um að gera að kynna sér málið.

og línurnar í lag Líkamsrækt og sjúkrafljálfun Hreyfigreining Höfabakka b‡›ur frábæra a›stö›u til líkamsræktar og sjúkrafljálfunar. Öll fljálfun er unnin af fagfólki. Í átaksnámskei›um er innifallinn a›gangur a› opnum tímum og tækjasal, tími me› fljálfara í tækjasal, fitumælingar og flrekpróf, regluleg vigtun, matardagbók og hreyfingardagbók.

Sko›i› stundaskrá á www.hreyfigreining.is Vagnhöf›i

Tangarhöf›i

Húsgagnahöllin

Höf›abakki

Bíldshöf›i

Mjög fáir íbúar í Grafarvogi mættu á borgarafund Dags B. Eggertssonar í Borgarholtsskóla. GV-mynd PS

Borgarafundur Dags um Sundabraut

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, stóð fyrir borgarafundi um Sundabraut í Borgarholtsskóla á dögunum. Á fundinum ítrekaði Dagur þá hugmynd sína og Samfylkingar að leggja Sundabraut sem tveggja akreina veg alla leið upp á Kjalar-

nes. Einnig ítrekaði Dagur mikilvægi þess að hafa fullt samráð við íbúa í Grafarvogi og Laugardalshverfum vegna málsins. Athygli vakti að fundarmenn voru aðeins um tuttugu talsins, þar af helmingurinn frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum. Fundurinn hófst kl. 17.30 og kann þar að liggja skýringin á afar lélegri mætingu íbúa.

Vesturlandsvegur Vesturlandsvegur

Dagur B. Eggertsson flytur ræðu sína á borgarafundinum í Borgarholtsskóla.

Höf›abakka 9, Sími: 511-1575, www.hreyfigreining.is

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement