Grafarvogsbladid 12.tbl 2006

Page 1

12. tbl. 17. árg. 2006 - desember

Vantar þig heimasíðu?

Undirbúningur jólanna stendur nú sem hæst og unglingarnir á myndinni voru í óða önn að æfa helgileik í Grafarvogskirkju þegar ljósmyndara Grafarvogsblaðsins bar að garði í upphafi aðventunnar. GV-mynd PS

Jólagjöf veiðimannsins - Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt - Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði - Gröfum nafn veiðimannsins á boxið - Laxa- og silungaflugur- Fimm útgáfur - Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Allar nánari upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844 18.11.2004

15:18:40

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

410 4000

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Gleðileg jól!

Bilastjarnan_02_001.ai

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Grafarvogsblaðið

Eitt númer

Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

Landsbankinn Banki allra landsmanna

410 4000

landsbanki.is

Samkvæmt Hagstofu Íslands leita 86% Íslendinga sér upplýsinga um vöru og þjónustu á internetinu



<dii kZgÂ

&#)..

`g


4

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Gleðileg jól

gv@centrum.is

Fyrirtækið Bílastjarnan, Bæjarflöt 10, hefur um langt skeið boðið Grafarvogsbúum upp á svokallaða Stjörnumessu þar sem Grafarvogs-

skáldin og fleiri góðir gestir hafa lesið úr verkum sínum. Nú hefur verið ákveðið að bjóða til Stjörnumessu annað hvert ár og

GÆÐASTÁL

verður messan því ekki á dagskrá núna í desember eins og verið hefur og næsta Stjörnumessa því að ári.

18/10

Núna í svartasta skammdeginu og í aðdraganda jólanna berast okkur sorglegar fréttir af ungu fólki sem lét lífið í hörmulegu umferðrslysi á Suðurlandsvegi. Þessi hættulegasti vegur landsins hefur tekið 55 mannslíf á rúmum þremur áratugum. Um fátt er meira rætt þessa dagana en þennan illræmda veg sem íslenskir stjórnmálamenn hafa horft framhjá árum saman. Nú er mál að linni. Það er sorglegt að hörmuleg banaslys skuli þurfa til að opna augu stjórnmálamanna. Staðreyndin er sú, að tvöföldun Suðurlandsvegar var ekki á nýrri vegaáætlun fram til ársins 2017. Já 2017. Nú hefur því verið lýst yfir að Suðurlandsvegur verði settur á umrædda vegaáætlun og hann tvöfaldaður á næstu fjórum árum. Um málið er svokölluð þverpólitísk samstaða. Fyrir nokkru lauk prófkjöri hjá einum stjórnmálaflokkanna á Suðurlandi. Þar kom mest á óvart árangur fyrrverandi alþingismanns sem hæst hefur talað fyrir göngum til Vestmannaeyja. Göngum sem kosta ekki minna en þreföld tvöföldun Suðurlandsvegar. Eru það virkilega svona baráttumenn sem Sunnlendingar vilja á þing? Stjórnmál snúast um forgangsröðun verkefna. Því miður hafa íslenskir stjórnmálamenn kolfallið á því prófi undanfarin ár. Nægir að nefna Héðinsfjarðargöng í því sambandi. Hvernig datt mönnum í hug að henda 8 milljörðum í þessi göng til þess eins að þjóna nokkrum íbúum fyrir norðan? Á dögunum heyrði ég ráðherra samgöngumála ræða það í alvöru úr ræðustóli á alþingi hvort ætti að fara í svokallaða 2+1 aðgerð á Suðurlandsvegi sem myndi kosta 2-3 milljarða eða tvöföldun sem myndi kosta 4-5 milljarða. Líkast til er seinni talan hér of lág en það breytir ekki því að á sama tíma og menn tala svona á alþingi eru vinnuflokkarnir að bora sig í gegnum fjöll við Héðinsfjörð og hið opinbera hendir 8 þúsund milljónum í verkið. 12 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á netinu þar sem krafist er tvöföldun Suðurlandsvegar. Kominn er tími til að íslenskir stjórnmálamenn geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að þeir eru í vinnu hjá okkur kjósendum. Þeir starfa í okkar umboði og við krefjumst þess að þeir hagi sér í samræmi við þá staðreynd. Þeir sem ráða för verða að hafa að engu gamaldags hagsmunapot þingmanna á landsbyggðinni. Vissulega er víða pottur brotinn í samgöngumálum á landsbyggðinni. Krafan er hins vegar alveg skír og vonandi eru bjartari tímar framundan. Þetta er síðasta blað á þessu ári og senn líður að jólum og áramótum. Ástæða er því til að óska Grafarvogsbúum og öðrum lesendum blaðsins gleðilegra jóla. Enn viljum við sem stöndum að útgáfu Grafarvogsblaðsins þakka fyrir mikinn stuðning lesenda og fyrirtækja. Að baki er gott ár og á næsta ári taka nýir tímar við. Stefnt er að mánaðarlegri útgáfu Grafarvogsblaðsins í það minnsta á nýju ári. Við þökkum fyrir gott ár og óskum Grafarvogsbúum öllum farsældar á nýju ári. Stefán Kristjánsson

Engin Stjörnumessa þetta árið

Vönduð stálpottasett Orkusparandi Þrefaldur botn • 12 hlutir Aðeins kr. 22.000,Kynningarverð

Hnífaparatöskur 72 hlutir Gyllt eða stál Aðeins kr. 14.500,-

Grilltíminn framundan

Eldhúshnífar Steikarasett 24 hlutir Aðeins kr. 12.000,-

Pöntunarsími893 894 2666 5272 Pöntunarsími

Opið alla daga frá kl. 10.00 til 22.00. Sendum í póstkröfu ef óskað er. Póstburðargjald greiðist af viðtakanda

Ice-Atlantic ehf. Sími 893 2666


ÍSLENSKA / SIA.IS / LBI 34959 11/06

Leggðu góðu málefni lið Það er auðvelt að skipta máli. Nú getur þú styrkt 70 góð málefni í Einkabankanum og Fyrirtækjabankanum. Það er auðvelt að byrja og auðvelt að hætta.


6

Matgoggurinn

GV

Gómsætur lax og uppáhaldsíssósan - að hætti Kristínar og Árna í Reykjafoldinni Okkur datt í hug að deila með lesendum þessari gómsætu og léttu fiskiuppskrift sem er í uppáhaldi hjá okkur, nú þegar jólaösin er að hellast yfir og áður en veisluhöldin byrja. Þess íssósa er bæði girnileg og auðveld og vakið mikla lukku hjá gestum og heimafólki.

Gómsætur lax með léttu salati 800 gr. laxaflök, roð- og beinlaus. Sósa / salatdressing 3 msk. appelsínuþykkni. 3 msk. vatn. 2 msk. sojasósa. 1 msk. hunang. 2 tsk. olífuolía. 1 tsk. sesamolía. ½ tsk. engiferrót, rifin. Salat 1 poki salatblanda, t.d. Veislusalat. 1 appelsína. 1 rauð paprika. Furuhnetur, ristaðar. Blandið saman því sem fer í sósuna í skál. Laxinn er skorinn í mátulegar steikur og er síðan grillaður, annað hvort á grill-

Kristín E. Björnsdóttir og Árni Guðbrandsson ásamt börnum sínum og heimilishundinum. pönnu eða á útigrilli í 5 mínútur á hvorri hlið. Síðan er hitinn minnkaður og hluta af sósunni penslað á fiskinn og látið krauma

í u.þ.b 3 mínútur eða þar til laxinn er hæfilega grillaður. Paprikan er skorin í strimla og

appelsínan skorin í litla bita. Salati, papriku og appelsínu síðan blandað í skál og afgangi af sósu blandað saman við og furuhnetum stráð yfir.

GV-mynd PS 1 poki skógarber (300 gr.), afþýdd. Setjið hunang og sítrónusafa í pott og hitið við vægan hita. Berin eru síðan sett út í pottinn og hrært varlega í. Látið krauma við

Unnur og Jóhannes næstu matgoggar Kristín E. Björnsdóttir og Árni Guðbrandsson, Reykjafold 28, skora á Unni Sigurðardóttur og Jóhannes Halldórsson, í Logafold 44, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út í janúar.

Borið fram með hrísgrjónum.

Uppáhaldsíssósan 2 msk. hunang. 1 1/2 msk. sítrónusafi.

Gleðileg jól

Kíktu á nýtt og flott pöntunarkerfi www.stubbalubbar.is Kveðja, Guðrún, Hanna Lára, Helena Hólm, Karitas.og Helena E. Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

vægan hita í um það bil 10 mínútur. Þetta er borið fram með vanilluís. Verði ykkur að góðu, Kristín og Árni


Bíll og sjónvarp fyrir jól

AUKABÚNAÐUR Á MYND: ÁLFELGUR

* m.v. 84 mánaða bílasamning og 30% útborgun. Gengi m.v. 24.11.2006

Allir sem kaupa Lacetti Station fyrir jól fá sjónvarp í kaupbæti

32” hágæða flatskjár frá Philips

Vetrarbíll

Flutningabíll

Skólabíll

Fjölskyldubíll

Lacetti

Fjölskyldubíll og sjónvarp fyrir jólin - takmarkað magn Við erum komnir í jólaskapið og ætlum því að gefa öllum sem kaupa Chevrolet Lacetti Station bíl fyrir jól 32” flatskjá í jólagjöf. Þannig fær fjölskyldan tvöfalda jólagjöf sem allir í fjölskyldunni njóta, bíl og sjónvarp. Komdu við hjá okkur á Tangarhöfðanum og skoðaðu málið. Allir í fjölskyldunni verða hæstánægðir. Tangarhöfða 8-12

Sími 590 2000

Bílabúð Benna hvetur ökumenn til að sýna aðgát í akstri og aka með beltin spennt.

www.benni.is

Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00

Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala austurlands, Egilsstöðum.

Ferðabíll



10

GV

Fréttir

Lokar 10-11 í Hamrahverfi?

Öruggar heimildir Grafarvogsblaðsins herma að stjórnendur 10-11 verslananna íhugi nú alvarlega að loka verslun 10-11 í Sporhömrum í Hamrahverfi. Samkvæmt okkar heimildum hefur verið um taprekstur að ræða á versluninni um nokkurt skeið og því ekki um annað að ræð en að loka versluninni. Um tíma var verslun 10-11 í Sporhömrum opin allan sólarhringinn. Þá skilaði reksturinn hagnaði en samkvæmt okkar heimildum er ekki ætlunin að breyta opnunartíma aftur í Hamrahverfinu. Eru því allar líkur á því að eina matvöruverslunin í Hamrahverfi heyri sögunni til fljótlega. Sömu heimildir segja okkur að rekstur 10-11 verslunarinnar í Langarima gangi mjög vel en þar er opið allan sólarhringinn.

Engin kortanúmer á strimlum frá Bónus - öll kreditkortanúmer máð út af kvittunum viðskiptavina Tæknimenn Bónus hafa fundið leið til að má út númer kreditkorta á kvittunum viðskiptavina úr afgreiðslukössum í verslunum Bónus. Ekki hefur fyrr en nú fundist leið til að hylja kortanúmerin og því hafa þau til þessa dags birst í heilu lagi á kvittunum viðskiptavina. Bónus hefur þrýst af miklum þunga á menn að finna lausn á þessum vanda því bent hefur verið á mögulega hættu af því að óprúttnir aðilar kunni að geta nýtt sér þessar upplýsingar. ,,Við fögnum þessu mjög og gleðjumst yfir því að hafa hluti af þessu tagi algerlega á hreinu. Menn hafa til þessa ekki komið auga á lausnina en sem betur fer fannst hún og málið er úr sögunni,” segir í yfirlýsingu frá Bónus. Eftir sem áður munu menn hraða innleiðingu á nýju kassakerfi. Það gengur vel og hafa nokkrar stærstu verslanirnar þegar tekið nýja afgreiðslukerfið í notkun.

Ásmundur Karlsson í Gallerý Fiski við Nethyl er manna fróðastur um skötuna. Skatan verður tilbúin á réttum tíma að venju hjá þeim í Gallerý Fiski en skötuát á Þorláksmessu hefur verið að færast mjög í aukana hin síðari ár. GV-mynd PS

320-330 tegundir af skötu eru þekktar - segir Ásmundur Karlsson í Gallerý Fiski sem er fróður um skötuna ,,Ég er fæddur og uppalinn á Grundarfirði og því uppalinn við að borða skötu. Skatan var ekki einungis borðuð á mínu heimili á Þorláksmessu heldur var þetta hversdagsmatur í mínu ungdæmi,’’ segir Ásmundur Karlsson hjá Gallerý Fiski í Nethyl í samtali við Árbæjarblaðið. Nú styttist óðum í árlega skötuveislu og sælkerar og aðrir unnendur skötunnar fá vatn í munninn ef minnst er á þennan merkilega fisk sem fæstir vita mikil deili á. Hjá Gallerý Fiski hafa menn búið sig vel undir vertíðina og þegar líður að Þorláksmessu verður boðið upp á ýmis afbrigði af skötu og öllu því sem til þarf, hamsatólg, hnoðmör, rúgbrauð og fleira. Og fyrir þá sem ekki treysta sér að borða skötuna verður að venju gómsætur saltfiskur í boði. Ásmundur er ekki einungis með það á hreinu hvernig á að verka skötuna heldur er hann afar fróður um þennan merkilega fisk. Reyndar er varla hægt að tala um skötuna, því vitað er um rúmlega 300 tegundir af skötu.

Æxlunarlimur eða göndull ,,Líkamsgerð skötu er sérkennileg. Eyruggarnir hafa vaxið gífurlega og mynda svokölluð skötubörð sem eru

meðfram og samvaxin bolnum. Aftur úr þessari skífu gengur stirtlan sem mjór hali. Bakugginn er orðinn að nær engu, örlítill bleðill aftarlega á halanum og aftast er annar bleðill sem er ummyndaður sporðuggi en raufuggi er enginn. Aftur á móti eru kviðuggar talsverðir og mynda smá kraga aftan á skífuna en á hængnum ummyndast þeir í æxlunarlim eða göndul,’’ segir Ásmundur.

Marmaramynstur Og Ásmundur heldur áfram: ,,Það er athyglisvert að bera saman efra og neðra borð á skötu. Efri hliðin er dökk og allavega dröfnótt eða í marmaramynstri. Þar eru augun blikhimnulaus. Rétt fyrir aftan augun koma innstreymisop. Þar tekur skatan inn sjó í stórum slurkum og spýtir honum í gegnum tálknopin á neðri hliðinni. Skatan er hreisturslaus, en hér og þar á henni eru smátennur eða gaddar, líkar að gerð og skráptennur háfa en miklu dreifðari. Undirhliðin er hvít eða ljós að lit. Þar ber mest á þverstæðum kjaftinum, en fyrir framan hann eru tvær holur og eru það nasirnar. Til hliðar aftan við kjaftinn eru sitt hvoru megin fimm smárifur og eru það tálknopin. Aftast á skífunni, milli litlu kviðuggabarðanna er svo

gotraufin,’’ segir Ásmundur.

320-330 tegundir af skötu Á milli 320 og 330 skötutegundir eru þekktar. Skatan er útbreidd um öll heimsins höf og lifir á 30 til 1800 metra dýpi og jafnvel enn dýpra.Stærstu sköturnar eru 5-7 metra langar en Djöflaskatan getur orðið 7-8 metra breið á milli barða. Á Íslandsmiðum eru 15 tegundir skötu:. Þær eru: Maríuskata, Bláskata, Skjóttaskata, Jensens-skata, Tindskata, Skata (Pálsskata), Þrændaskata, Sandskata, Náskata, Bleikskata, Sjafnarskata, Dröfnuskata, Djúpskata, Pólsskata og Hvítskata. Algengustu matfiskarnir eru Skata (Pálsskata), sem er stærsta tegundin á Íslandsmiðum, Náskata og Tindskata.

Þvagið breytist í ammoníak Ferlið við vinnslu skötunnar er magnað en því lýsir Ásmundur svo: ,,Þegar brjóskfiskar deyja tekur þvagefnið í holdi þeirra brátt að umbreytast í ammoníak. Getur þessi ammoníaksmyndun gengið svo langt að nægi til að rotverja fiskinn. Þessa rotvarnaraðferð hafa Íslendingar hagnýtt sér, einir þjóða svo vitað er og hafa þeir um aldir verkað þannig bæði hákarl og skötu. Er þetta kallað að kæsa fiskinn því verkunin hefst á

því að fiskurinn er látinn liggja í kös. Byrjað er á því að barða skötuna og hún síðan sett í tunnur eða kör. Áríðandi er að ekki komist loft eða dagsljós að skötunni á meðan á verkuninni stendur. Eftir 3-6 vikur er skatan nægilega kæst. Er hún þá tekin upp á þvegin en síðan er um tvenns konar verkun að ræða. Á Vestfjörðum er skatan hengd upp í hjall, ósöltuð eins og hákarl og látin hanga í 3-4 vikur. Er hún þá fullverkuð og má helst ekki þorna meira. Suðvestanlands er skatan söltuð eftir kæsingu og farið með hana eins og saltfisk,’’ segir Ásmundur.

Pönnusteikt í Evrópu Ásmundur segir að þó skatan sé góð kæst og söltuð sé hún engu síðri fersk. ,,Pönnusteikt fersk skata er herramannsmatur en því miður eru fáir sem vilja prófa hana þannig. Pönnusteikt skata er mjög vinsæl í Evrópu. Gestir hjá okkur á veitingastaðnum Gallerý Fiski sem hafa prófað ferska skötu hefur líkað hún mjög vel. Við Íslendingar viljum hana þó helst soðna. Best er að setja skötuna í pottinn þegar suðan er komin upp og sjóða hana rólega í um 10 mínútur,’’ segir skötusérfræðingurinn Ásmundur Karlsson.


Gjöf til framtí›ar Legg›u gó›an grunn a› framtí› barnsins me› Framtí›arbók KB banka. Me› 5.000 kr. gjafabréfi fær n‡r Framtí›arbókareigandi 2.500 kr. mótframlag frá bankanum.

ENNEMM / SÍA / NM24806

A› auki fylgir glæsilegt flísteppi öllum 5.000 kr. gjafabréfum til n‡rra jafnt sem eldri Framtí›arbókareigenda.


12

GV

Fréttir

Foldaborg 20 ára

Börnin á Foldaborg voru íbyggin á svip og fylgdust vel með því sem í boði var.

GV-myndir Heiða

- elsti starfandi leikskólinn í Grafarvogi

Borgarstjórinn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mætti í afmælisveisluna hjá Foldaborg.

Krakkarnir voru kátir í afmælisveislunni.

Leikskólinn Foldaborg fagnaði á dögunum 20 ára afmæli sínu og bauð í tilefni tímamótanna til mikillar afmælisveislu. Fjöldi gesta heimsótti leikskólann á afmælisdaginn og börnin sungu fyrir borgarstjóra og aðra góða gesti. Leikskólanum voru færðar blóm og gjafir í tilefni dagsins. Leikskólinn Foldaborg var formlega opnaður 12. desember árið 1986. Skólinn gefur sig út fyrir að vinna í heimspeki með börnum. Þróunarverkefni var unnið í leikskólanum 1994 til 1996. Markmiðið er að efla skilning barnanna á sjálfum sér og hugsun sinni. Að stuðla að bættum samskiptum á milli barnanna. Að efla hjá börnunum virðingu fyrir öðrum og annarra skoðun. Í heimspeki er ýtt undir náttúrulega einlægni barnanna og hún þroskuð í þolinmæði og eindrægni til þess að komast til botns í málum sem vekja áhuga. Börnin eru hvött til þess að spyrja spurninga um hvaðeina sem þeim dettur í hug og tengja sig þannig því vandamáli sem er til umfjöllunar. Á bak við allt starfið á Foldaborg er hugsunin að hafa barnið í forgangi. Að vinna með börnum veitir

Og svo var vitaskuld tekið til óspilltra málanna þegar komið var að kræsingunum.

mikla gleði, einlægar ábendingar, hrós og kátína lyftir manni í áhyggjum dagsins. Á Foldaborg hefur myndast ákveðinn og stöðugur kjarni í starfsmannahópnum sem hefur gert það

að verkum að lítil hreyfing hefur verið meðal starfsmanna og litlar mannabreytingar. Tveir starfsmenn hafa unnið við leikskólann frá upphafi, Hildur Sigurðardóttir og Guðbjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson færði krökkunum pakka.


Tilvalin jólagjöf fyrir vandláta veiðimenn! Flugubox úr mangóviði og við gröfum nafn veiðimannsins á boxið - þéttsetið íslenskum flugum í allra fremstu röð!!

Hágæðaflugur - íslensk hönnun Sjón er sögu ríkari!! Kíktu á www.Krafla.is Þar finnur þú gjöfina sem alla fluguveiðimenn dreymir um

Sturla Örlygsson með glæsilegan tveggja ára lax sem tók eina af Kröfluflugunum í Hofsá sl. sumar.

Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

,,Flugurnar hans Kristjáns Gíslasonar frá Krafla.is eru alltaf til staðar í mínum fluguboxum og hafa reynst mér ómissandi í lax- og silungsveiði. Fluguboxin frá Kröflu eru stórglæsileg,’’ segir Sturla Örlygsson


14

GV

Fréttir

Blikastaðakróin og metangaslögn Orkuveitunnar

Vissulega eru það ánægjulegar fréttir fyrir umhverfisvæna borgarbúa að Orkuveita Reykjavíkur ætli nú að gera Metangasið sem verður til við rotnun lífræns úrgangs á Álfsnesi aðgengilegt til notkunar. Það var hins vegar ekki með sömu ánægju sem ég las fréttatilkynningu í dagblöðum nýverið þar sem birtist kort sem sýndi fyrirhugaða lagnaleið fyrir metangasið frá Álfsnesi í Ártúnshöfða. Samkvæmt þessu korti mun leiðslan liggja frá hreinsistöð í Álfsnesi að sjó í Gunnunesi, á sjávarbotni að Geldinganesi og þaðan

áfram á um 1,5 m dýpi í Blikastaðakrónni norðanverðri. Í gegnum leiruna á austanverðu Geldinganeseiði og þaðan á land móts við Eiði í nágrenni aðstöðu Kayakklúbbsins.

Blikastaðakróin er ómetanleg Það er óumflýjanlegt að leiðslan sé lögð í sjó frá Gunnunesi að Geldinganesi. Það sætir hins vegar furðu að lögnin sé ekki tekin á land í norðaustanverðu Geldinganesi heldur sé áformað að plægja lögnina niður í leirurnar í Blikastaðarkró en þessar lífríku leirur eru meginforsenda

gríðarlegs verndargildis Blikastaðakróar. Þess ber að geta að enn eru vel sjáanleg ummerki eftir plógfar sem gert var fyrir tæpum tveimur árum á austanverðu Geldinganeseiðinu. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi náttúrunnar fyrir lýðheilsu og því er mikilvægt að halda hlífiskildi yfir þeim fáu perlum sem eftir eru í þéttbýlinu. Blikastaðakróin er á náttúruminjaskrá, á náttúruverndaráætlun UST til 2008 og hefur Reykjavíkurborg sýnt fullan vilja til að friðlýsa Blikastaðakró enda er Blikastaðakró síðasta heildstæða

ströndin í borginni með fjölbreytt náttúruverndar-, útivistarog fræðslugildi. Í vognum er afar auðugt lífríki sem er viðkvæmt fyrir hvers konar röskun. Hvergi annarsstaðar í borginni er maður næstum viss um að sjá seli og við lagnaleiðina er mikið um fugla enda leiran full af gómsætum ormum af

ýmsu tagi. Það er hins vegar hægt að leggja metangaslögnina án þess að valda spjöllum á við-

Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og fulltrúi F-lista í umhverfisráði, skrifar: kvæmu lífríkri leirunnar.

Betri leið fyrir alla Með því að taka leiðsluna í land norðan svokallaðrar Veltuvíkur og þar í gegnum grjótfjöru upp á Geldinganesið. Þá sé fylgt línu í góðri 100 metra fjarlægð frá ströndinni, gjarnan samhliða fyrirhugðum göngustíg að Eiðinu. Við Eiðið er mun vænlegri kostur að grafa gasleiðsluna niður í sandfjöruna vestan Eiðisins þar sem ummerki um slíkt hverfa væntanlega á fáum dögum. Þar sem þessi fyrirætlan var metin svo að hún hafi lítil umhverfisáhrif fór hún ekki í umhverfismat. Það er hins vegar ljóst að það hefur umtalsverð staðbundin áhrif á auðugt lífríki Blikastaðakróar verði hún framkvæmd samkvæmt fyrirætlan. Af fyrrgreindum ástæðum höfum við farið þess á leit við Orkuveituna að hún endurskoði leiðarvalið. Það að leggja lögnina yfir Geldinganesið sjálft er líklegast einnig ódýrari kostur. Það er ekki alltaf sem hægt er að benda á að saman fari hagkvæmni og náttúruvernd og þegar það gerist er sjálfsagt að náttúran og lífsgæðin njóti vafans. Við vonum að stjórnendur Orkuveitunnar séu sama sinnis. Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og fulltrúi F-lista í umhverfisráði

Á þessari samsettu mynd frá Orkuveitunni sést leið metangasleiðslunnar.

Komdu tímanlega með jólakortin

Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn á jólakortum til Evrópu er fimmtudagurinn

ÍSLENSKA / SIA.IS / ISP3458111/06

á jólakortum innanlands er miðvikudagurinn

7.12. 14.12. 20.12.

ndi Sjálflíma sandi og sjálflý ki r jólafríme

Finndu pósthúsið næst þér á www.postur.is



16

Nýir diskar frá Sena

GV

Stangaveiði

Ampop – Sail To The Moon Ampop sló heldur betur í gegn með plötu sinni My Delusions sem kom út í fyrra. Nú senda þér frá sér nýja plötu sem þeir lýsa sem beinu framhaldi af My Delusions. Frábær plata sem gefur My Delusions ekkert eftir nema síður sé.

Björgvin ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands CD+DVD Björgvin Halldórsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt gestum héldu þrenna magnaða tónleika í lok september fyrir troðfullri Laugardalshöll. Öllu var til tjaldað til að gera þá sem eftirminnilegasta og það gekk sannarlega eftir. Þeir eru komnir út í einum glæsilegum pakka á geislaplötu og DVD mynd-

Bríet Sunna – Bara ef þú kemur með Bríet Sunna heillaði þjóðina upp úr skónum í þriðju og síðustu Idol keppni Stöðvar 2. Hér er hennar fyrsta plata en hún er í “country” stíl. Platan inniheldur m.a. titillagið geysivinsæla Bara ef þú kemur með.

Fluguboxin eru til í fimm útfærslum á Krafla.is Hér sést ein útgáfan, Kröflulínan eins og hún leggur sig. Allir upprunalegu litirnir fjórir sem þyngdar túpur, 1/2” o 1” og þríkrækjur í stærðum 12, 14 og 16.

Þetta er jólagjöfin í ár fyrir veiðimenn

Áhugamenn um fluguveði hafa sýnt fluguboxum úr mangóviði sem fást í netverslun Krafla.is mikinn áhuga. Birgðir eru á þrotum en ný sending væntanleg. Hér er komin afar falleg og nytsamleg gjöf fyrir veiðimenn og auðvitað ekki síður konur en karla. Mjög algengt er líka að konur komi körlum sínum á óvart og gefi þeim box frá Krafla.is í afmælis- eða jólagjöf þar sem nafn viðkomandi veiðimanns er grafið í boxið, ýmist úr silfri eða gulli. Boxin eru létt og meðfærileg. Hægt er að velja um mismunandi innihald. Kröflulínan er box með 20 Kröflum í ýmsum stærðum og litum (sjá mynd að ofan). Þrjár aðrar gerðir af laxaboxum eru í boði. Laxabox með 26 flugum af ýmsum gerðum og stærðum, 18 flugum, sömuleiðis í ýmsum stærðum og gerðum, 15 tvíkrækjum og svo er hægt að fá mjög vel útilátið box fyrir þá fluguveiði-

menn sem helst renna fyrir silung. Og flugurnar í boxunum eru með mikla reynslu. Allt flugur sem gefið hafa veiðimönnum góða veiði árum saman. Laxaflugurnar eru hannðar af Kristjáni Gíslasyni en silungaflugurnar af Gylfa Kristjánssyni. Kristján Gíslason var frumkvöðull í fluguhnýtingum hér á landi og fyrstur Íslendinga til að hnýta flugur með hárvængi. Elsta fluga Kristjáns sem er í mörgum boxunum, Gríma blá, var hönnuð af Kristjáni árið 1966 og átti hún því fertugsafmæli á þessu ári. Sjálfur var Kristján mikil aflakló. Hann veiddi á annað þúsund laxa á sínum ferli sem fluguveiðimaður og yfir 100 þeirra vógu 20 pund eða meira. Og alla laxana veiddi hann á sínar eigin flugur. Þegar eru komnar í sölu um 30 flugur eftir Kristján á Krafla.is en alls hannaði hann hátt i 100 flugur um dagana.

Hér má sjá flugubox úr mangóviði frá Krafla.is með áletrun úr silfri. Þeir sem kaupa boxin geta valið á milli þess að fá nafn veiðimannsins áletrð í silfri eða gulli.

Bubbi – 06.06.06. Hinir einstöku afmælistónleikar Bubba Morthens þann 6. júní á þessu ári voru festir á filmu og á þessum DVD mynddiski má upplifa þá aftur og aftur í miklu mun meiri mynd-og hljómgæðum en í sjónvarpsútsendingunni, Dolby Digital og DTS, aukaefni ofl. Stórglæsileg útgáfa. Einnig fáanlegur sem tvöfaldur hljómdiskur.

Stór með

Vötn og veiði er allt í senn, tímarit, fréttaveita og veiðibók. Gamli og nýi tíminn þræddir saman. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson einn sá reyndasti í stangaveiðimálefnum, með rúmlega 26 ára reynslu sem stangaveiðisérfræðingur Morgunblaðsins og ritstjóri Íslensku stangaveiðiárbókarinnar frá upphafi hennar árið 1988.

Friðrik Ómar – Annan dag Friðrik Ómar er kominn í röð vinsælustu og bestu söngvara landsins þrátt fyrir ungan aldur.

pizza 2 áleggjum

Opnunartími: Virka daga 16 - 22 Um helgar 12 - 22

votnogveidi.is FRÍTT VEFRIT UM STANGAVEIÐI

Núpalind 1 Kópavogi

Hverafold 1-5 Grafarvogi

Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði


Þú nærð lengra í CAMEL Vandaðir herra- og dömuskór í miklu úrvali

Gæða heilsuskór Gæða barnaskór

Gæða heilsuskór

eru fáanlegir í nokkrum stærðum yfir kálfa Þar sem þú kaupir skóna þína!

w w w. x e n a . i s SPÖNGINNI S: 587 0740 - MJÓDDINNI S: 557 1291 - GLÆSIBÆ S: 553 7060 - BORGARNESI S: 437 1240


18

GV

Fréttir Skautaskóli Bjarnarins:

Fyrstu skrefin á skautum í jólafríinu? Grafarvogsblaðið tók hús á skólastjóra Skautaskóla Bjarnarins, Sergei Sac, til að forvitnast um starfsemi skólans yfir jólin en skautaíþróttin á vaxandi vinsældum að fagna. ,,Við erum nú að bjóða upp á jólaskautaskólann í annað sinn í Egilshöllinni. Við bjóðum öllum krökkum á aldrinum 5-12 ára að mæta og læra undirstöðuatriðin á skautum. Við tökum bæði fyrir hokkí og listskauta. Skólinn er frá kl 9-12 daganna 27. til 30. desember. Þetta er fjölbreytt dagskrá þar sem við gerum æfingar á ísnum og eins utan hans. Árangurinn er fljótur að koma í ljós þar sem krakkarnir eru bæði að prófa að skauta sjálf en líka að horfa á myndbönd um skautaíþróttir og læra almennar reglur ofl. En fyrst og fremst er þetta bara gaman,’’ segir Sac. - En hvað með hokkí, við heyrum að fjölmargir krakkar eru að byrja að æfa. Er það eins erfitt og það lítur út fyrir að vera? ,,Það er kannski stór ákvörðun bæði

fyrir foreldra og hokkíleikarann að byrja að æfa. Þið getið verið viss um að Skautafélagið Björninn mun aðstoða alla þá sem vilja taka þátt, að taka fyrstu skrefin í íþróttinni. Við kynnum ykkur starf yngri flokkanna í hokkí, hjálpum til við að velja rétta búnaðinn og velja þjálfunarkerfi sem hæfir getu barnanna ykkar. Við í Birninum teljum að hokkíleikur sé frábær leið til að efla samskipti og þjálfa þá hæfileika sem börn þurfa til að verða sigurvegarar í lífinu. Það munu auðvitað ekki öll börn verða atvinnuhokkíleikarar en þau munu öll læra að ná árangri í lífinu, nokkurskonar lífsleikni. Skautafélagið Björninn býður alla krakka velkomna að taka þátt í skemmtilegri og gefandi íþrótt.’’ - Hvað áttu við þegar þú talar um lífsleikni? ,,Allir þurfa smá hjálp við að taka fyrstu skrefin á skautunum. Hokkí virkar vel til að efla klára og orkumikla krakka. Það eru nokkur atriði sem eru mjög mikils virði og vert er að

Hér má sjá hokkíleikara framtíðarinnar. nefna í því samhengi. Samvinna, sjálfstraust og einbeiting eru mikilvægir þættir tengdir hokkíleik og kennslu og eru mikilvægir í lífinu. Þetta er allt sett í búning sem einkennist af hraða og leikgleði sem er einmitt það sem gerir hokkí að svo frábærri íþrótt.’’ - Hvað þurfa börn að vera gömul til að byrja að þjálfa þessa eiginleika? ,,Stelpur og strákar byrja almennt á aldrinum 4-8 ára. Hokkí er ung íþrótt á Íslandi og hér byrja krakkar oftast á aldrinum 5-6 ára. Við skiptum krökkum í aldurshópa, allt frá 7. flokki upp í 2. flokk og svo eru meistaraflokkar bæði karla og kvenna. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að krakkar sem byrja síðar eru yfirleitt fljótir að ná tökum á íþróttinni. Það er eins með hokkí eins og ýmislegt annað í lífinu að það er í lagi að vera aðeins með seinni skipunum.’’

Skautaskóli Bjarnarins er vinsæll hjá krökkum.

- Hvað myndir þú segja að væri sérstakt við hokkí? ,,Spurðu hvaða krakka sem er: Þetta er hörkufjör. Hokkí byggist á mikilli líkamlegri þjálfun. Við það að skauta þjálfar maður alls konar vöðva sem aðrar íþróttir gera ekki. Krakkar ganga og hlaupa á hverjum degi en skauta sjaldnar. Það gerir auðvitað hokkíið ennþá meira spennandi og sérstakt og eins og krakkarnir myndu segja ,,geggjað gaman og geðveik íþrótt’’. - Það er mikið talað um vináttu og námsaga í Reykvískum skólum. Gæti hokkí hjálpað krökkum að bæta þessa þætti? ,,Hokkíleikur byggist á samvinnu lítilla hópa. Aðeins sex krakkar eru saman í liði í einu á ísnum. Á æfingum og í leikjum eru því oftast fámennir hópar að vinna saman. Góð kynni og vinátta eru því fljót að myndast og verða jafnvel traustari en ísinn á norður heimskautinu.’’ - Hvað tekur langan tíma að læra hokkí? ,,Þjálfunarferill krakkana tekur í allt um 10 ár í Birninum. Þetta lærist ekki á einni viku. Venjulega er æft á ísnum þrisvar í viku, klukkutíma í senn. Þessir tímar eru yfirleitt bæði um helgar og síðdegis virka daga. Til dæmis æfum við á þessu ári á þriðjudögum, fimmtudögum og á sunnudögum. Þá er mæting 30 mínútum áður en æfingartíminn hefst svo að nægur tími gefist til að aðstoða þau yngstu við að klæða sig í hlífarnar og reima á sig skautana. Þjálfarar og aðrir foreldrar sýna ykkur réttu handtökin við þetta. Fyrir utan ísæfingarnar er boðið upp á svokallaða af-ís tíma þar sem farið er í leiki, þrekæfingar, boltaleiki og leikfimi. Æfingatímabilið byrjar yfirleitt seint í ágúst og er fram í miðjan maí. Byrjendur geta komið inn hvenær sem er á þessu tímabili. Á tímabilinu tökum við þátt í þremur mótum fyrir krakka að 12 ára aldri og einnig eru

spilaðir vináttuleikir við hin skautafélögin sem eru Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar. Eldri flokkar taka þátt í íslandsmóti sem er í gangi allt leiktímabilið.’’ - Er einhver ávinningur fyrir foreldra af hokkí? ,,Í þjálfuninni og kennslunni er lögð áhersla á að þjálfararnir séu með jákvæða endurgjöf til krakkanna. Foreldrar geta einnig hjálpað mikið til hvað þetta varðar. Það er mikilvægt að tala við barnið, t.d. á leiðinni heim af æfingu í bílnum, um hversu stolt þið eru af því að það stundi svona sérstaka íþrótt sem ekki mjög margir kunna tökin á. Skemmtunin, áskorunin, nýju vinirnir og virk þátttaka foreldra safnast saman í stóran reynslupakka sem mun færa börn og foreldra nær hvert öðru.’’ - Hvar geta þeir sem áhuga hafa nálgast frekari upplýsingar? ,,Við æfum og spilum á skautasvellinu í Egilshöll. Öllum er velkomið að skoða heimsíðuna okkar www.bjorninn.com Þar er að finna upplýsingar um æfingartíma, kostnað og fleira.’’ - En er ekki hokki dýr íþrótt? ,,Kostnaðurinn við að hefja hokkíþjálfun getur verið mismikill. Í Birninum er byrjendaprógram fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem er mjög viðráðanlegt. Allir krakkar sem koma til okkar fá frían æfingartíma í um það bil viku. Þá finna þau út hvort þeim líkar íþróttin og hvort þau vilja halda áfram að æfa. Síðan er þeim velkomið að gerast félagar og hefja reglulegar æfingar. Átta mánaða hokkítímabil kostar um 37000 krónur fyrir hvern iðkanda. Hjálmar, hlífar og alls kyns búnaður þykir krökkum spennandi og flottur. Það er hinsvegar óþarfi að byrja með fullkominn búnað strax. Best er að eignast góða skauta til að byrja með. Einnig er hægt að fá leigða skauta, hjálma og kylfur í Egilshöllinni,’’ sagði Sergei Sac.

Harðir, mjúkir, stórir, litlir, kringlóttir…..öðruvísi!!! Skemmtilegar gjafir fyrir káta krakka

A L LT

F Y R I R

B Ö R N I N

Húsgagnahöllin- Bíldshöfða 20 – s. 552-2522 – www.fifa.is

Opnunartími: Mán-fös 10-19, lau 10-18, sun 12-18. Frá 14.des verður opið til kl. 22 á kvöldin



21

20

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Eigum við von á að nýr Hallsvegur nái frá Suðurlandsvegi að Sundabraut? Vegtenging Hallsvegar upp á Vesturlandsveg verður þá næstsíðasti áfanginn í að loka hringveginum, þjóðvegi 1! Eitt fyrsta verk nýs meirihluta var að drífa Hallsvegstenginguna við Vesturlandsveg af stað:

Hvers virði eru kosningaloforðin? Nýjar teikningar yfirvalda sýna, að Hallsvegur komi í framtíðinni til með að liggja frá Suðurlandsvegi, fram hjá Úlfarsfellsbyggðum gegnum Grafarvog og að Sundabraut, með tilheyrandi umferðaþunga mengun og áreiti. Það tók ekki stjórnvöld nema nokkra daga að fá samþykkt að hefja framkvæmdir að kynningu á mati á umhverfisáhrifum Hallsvegar uppá Vesturlandsveg. Þetta var samþykkt í öllum viðkomandi ráðum borgarinnar, Framkvæmdaráði, Umhverfis-og samgönguráði, Skipulags-og byggingarráði og Borgarráði. Ákvörðunin um fyrsta áfangann í aftöku hverfisins rann í gegn hjá þeim fulltrúum sem við íbúar afhentum stjórn borgarinnar í vor. Verslunarmiðstöðvarrisarnir sem hafa hafið framkvæmdir við hverfisendann að austan eru sagðir krefjast framkvæmda á Hallsvegi og gera kröfu um mislæg gatnamót. Stórframkvæmdir tengdar fyrirhuguðum risa verslunarmiðstöðvum og síaukinni atvinnustarfsemi í náinni framtíð á Hólmsheiði, krefjast þess að framkvæmdir verði hafnar nú þegar á Hallsvegi og farið verði í gerð enn einna mislægra gatnamóta. Þessi aukna umferð, samfara vaxandi íbúabyggð í Úlfarsfellsbyggðum, aukinni atvinnustarfsemi við Hólmsheiði og aðgengi viðskiptavina frá öllum hverfum borgarinnar að verslunarrisunum á að veita í gegnum Grafarvogshverfi. Það er viðbúið að þungaflutningar sem nú þegar eru að eyðileggja alla þjóðvegi landsins, ferji sig eftir Hallsveginum að Sundabrautinni á komandi árum. Létta skal á umferð í Ártúnsbrekkunni, með því að beina henni í gegnum íbúahverfi Grafarvogs inná Sundabrautina. ,,Það er það sem koma skal". Rökfærslan fyrir gerð mislægra gatnamóta á mótum Hallsvegar og Vesturlandsvegar er sú að það vanti umferðatengingar við hverfið og við megum ekki loka hverfið af fyrir umferð. Þetta skiljum við íbúar ekki. Þegar eru tengingar inn í Grafarvogshverfi um Korpúlfsstaðaveg, Víkurveg, ný gatnamót Suðurlandsog Vesturlandsvegar, Höfðabakkabrú og Bryggjuhverfi og þrjár þeirra eru mislægar. Við komu Sundabrautar bætist svo enn við. Samt telja yfirvöld mikilvægt að bæta enn einum mislægum. Þeirri ásökun að við viljum loka okkur af er því vísað á bug sem hverju öðru bulli. Jólagjöfin til Grafarvogsbúa frá stjórnvöldum: Þjóðvegur 1. Hraðbraut, sem á að taka við umferð af öllu landinu. Það vakti athygli okkar og undrun sá titringur yfirvalda að kreista með hraði Hallsvegsframkvæmdina í gegn, þegjandi og hljóðalaust. Stjórnvöld hafa semsagt samþykkt að setja Hallsveg í umhverfismat eins og hann liggur fyrir á aðalskipulagi mitt í gegnum hverfið. Það

hefur ekki verið ljóst hvað vakti fyrir stjórnendum borgarinnar að hraða ferlinu eins og gert var, þó svo við hefðum haft illan grun um að eitthvað lægi undir steini. Stjórn ÍG kölluð með nokkurra klukkutíma fyrirvara á fund Framkvæmdaráðs til að samþykkja Hallsvegstenginguna. Hótað, ,,Stálunum stinnum" ef við samþykktum ekki aftökuna. Við í stjórninni vorum kölluð á fund framkvæmdasviðs þar sem Óskar Bergsson er formaður, til að samþykkja tillögur um tengingu Hallsvegar uppá Vesturlandsveg, sem við gerðum ekki. Í staðinn var lögð fram önnur tillaga, sem sögð var vera frá okkur komin, að færa hraðbrautina yfir á Borgarveg; ekkert annað en útúrsnúningur ráðamanna á tillögu okkar þess efnis að fá tengingu frá Vesturlandsvegi um Fossaleyni að bílastæði Egilshallar til að létta á umferð um Víkurveg að höllinni. Skilaboð Íbúasamtaka Grafarvogs hafa alltaf verið skýr: ,,Alls enga hraðbraut né gegnumakstur í gegnum hverfið’’. Stjórn ÍG agndofa eftir að hafa séð teikningar af framtíðarskipulagi umferðarmannvirkja Nýjar teikningarnar liggja frammi af framtíðarskipulagi þar sem tengja á Hallsveginn inn á nýjan Suðurlandsveg. Við veltum fyrir okkur undarlegri tímasetningu á þessu óðagoti, sér í lagi þar sem ekki liggur fyrir endanleg ákvörðun á legu Sundabrautar, sem við teljum algera forsendu ákvörðunar. Aðeins einn fundur hefur verið haldinn í samráðshóp um Sundabraut síðan að nýr meirihluti tók við en Gísli Marteinn er nú formaður þeirrar nefndar. Íbúar Grafarvogs! Við látum þetta ekki yfir okkur ganga! Við hvetjum íbúa að fylgjast vel með framkvæmd kynningar á þessu umhverfismati. Þar eigum við tækifæri að leggja inn kærur. Við þurfum öll sem vettlingi getum valdið að leggjast á árarnar. Við í stjórninni leitumst við að standa vaktina, með borgarfulltrúum og alþingismönnum sem eru hverfinu hliðhollir. Þegar kynningarferlið fer í gang gæti jafnvel verið ástæða til að kalla fulltrúa borgaryfirvalda til almenns fundar með íbúum svo raddir Grafarvogsbúa nái að heyrast.

umstreymi í íbúðahverfum með það fyrir augum að draga úr hverskonar áreiti. Eru Grafarvogsbúar viðkvæmari eða skynsamari fyrir að sætta sig ekki við mengun og gera kröfu um heilbrigt skipulag? Það er ótrúleg umræðan í fjölmiðlum þar sem gefið er í skin að við séum eitthvað viðkvæmari fyrir öllu áreiti en aðrir. Þetta er alrangt við erum bara skynsöm við horfum fram á veginn og gerum okkur grein fyrir afleiðingum þróunar í samfélaginu. Menn eru farnir að skilja að það er samband á milli tíðni slysa, komu á heilsugæslu og geðdeildar, og sjálfsvíga hjá ungu fólki ofl. annarsvegar og skipulags og vellíðunnar í umhverfinu hins vegar. Erlendis eru menn farnir að reikna út fórnarkostnað af skipulagsslysum. Til dæmis lætur engin á Norðurlöndum sér detta í hug að reisa nýja líkbrennslu í miðju íbúðahverfi. Þeir taka meira tillit til manneskjunnar en það. Ekki bara andlega, þeir gera sér grein fyrir mikilvægi þess, heldur m.t.t. að ef hinir dýru tæknilegu filterar bila þá er hleypt framhjá beint út í andrúmsloftið. Þetta er brennsla og manneskjan er mjög menguð. Það myndi engum detta í hug að reisa sorpbrennslu í miðju íbúðahverfi.

Áminning um lýðræði Við skulum muna að við búum við lýðræði þar sem þjóðin velur sér fulltrúa. Við sækjum aldrei fastar en nú að orð skuli standa og það skuli taka viðhorf og vilja íbúa alvarlega. Eftir því skulum við velja fulltrúana sem við treystum til að efna loforð sín og til að sjá um stjórn og framkvæmdavald þjóðarinnar. Jólin eru tími friðar, samkenndar og endurnæringar. Stjórn íbúasam-

Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, skrifar:

Afleiðingar af svo stórtækum framkvæmdum hafa víðtæk alvarleg áhrif Menn verða að gera sér grein fyrir því að það að hella sér út í þessa framkvæmd er gríðarlegur ábyrðarhluti sem hefur áhrif á allt hverfið; fasteignarverð, mengun, hávaða, lífsgæði, ímynd hverfisins, búsetuforsendur og síðast en ekki síst öryggi barna okkar. Við ítrekum að andlegt áreyti er ekki síst það sem við þurfum að draga úr. Borgir heims eru farnar að loka fyrir gegn-

taka Grafarvogs óskar öllum Grafarvogsbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum öllum þeim fjölda íbúa sem lagt hafa sitt af mörkum í þágu vaxandi hverfis, samkenndar og náungakærleika. Þeir hafa skipt þúsundum á þessu ári sem við höfum verið í sambandi við. Það er yndislegt að búa í þessu hverfi og hafa fengið þau forréttindi að fá að kynnast svo mörgum sem raun ber vitni. Við erum eins og stór fjölskylda þar sem við hlúum hvert að öðru Það ríkir ótrúleg samkennd í þessu einstaka hverfi okkar sem litið er til í öðrum hverfum borgarinnar.

Á þessu korti sést hvar fyrirhugað er að koma fyrir mislægum gatnamótum við Vesturlandsveginn þar sem umferðarflóðið af Suðurlandsvegi fer síðan áfram eftir Hallsvegi í gegnum Grafarvog. Það er alveg ólýsanleg tilfinning að finna samkennd íbúa sem búa í einum hverfishluta leggja málefni stuðning sem angrar íbúa í öðrum hluta þess, það höfum við svo margoft upplifað. Við höfum verið fyrirmynd margra hverfa með stofnun íbúasamtaka og við höfum eflst enn frekar á því geysilega mikla samstarfi náttúran í hverfinu myndi njóta fyllstu verndar? eitt sinni uppi sú hugmynd um að nota að tengja kvæmdagleðin jafn fyrirhyggjulaus. Rennur á Stundum velti ég því fyrir mér hvort Grafarvogsem af því hefur leitt. Fossaleyni við Vesturlandsveg til að greiða fyrir mann sá grunur að hin raunverulega framkvæmd ur sé í Reykjavík. Hvort lífsgæði íbúa í Grafarvogi Kaupgleðin kitluð Mannkærleikur umferð til og frá Egilshöll. Frá þeim tíma eru komsnýst um nýja tengingu Suðurlandsvegar við skipti borgaryfirvöld engu máli. Hvort við íbúarnReynt hefur verið að telja okkur trú um að þessi Við skulum rækta það sem engan in mislæg gatnamót við Víkurveg og líka tenging Sundabraut, um Hólmsheiði, Úlfarsdal og Grafarir í úthverfinu séum bara afgangsstærð og vilji fyrirhugðaða tengibraut sé fyrst og fremst til að verðmiða er hægt að setja á, sem um Korpúlfsstaðaveg við Vesturlandsveg sem ekki vog. Hvort sú tenging er um Hallsveg eða Borgarokkar skipti engu máli. Við eigum að vera skoðanaþjónusta kaupóða íbúa í Grafarvogi sem mun finna ekki fæst keypt fyrir allan heimsins voru áður á aðalskipulagi. Það má því segja að leiðveg breytir engu - það er verið að leggja hraðbraut lausir skattgreiðendur en ekki vel meðvitaðir íbúfyrir ómótstæðilegri þörf til að þeysa í Býkó og Báauð en allir hafa ómælt aðgengi að, ir muni liggja til allra átta þegar Sundabraut verðum íbúahverfi. ar í þekkingarsamfélaginu sem er annt um samhás þegar þær merkilegu búðir eru risnar undir ef þeim sýnist svo. Leyfum okkur að ur komin og því engin þörf á frekari vegtengingum Jafnvel þó umferð verði beint um Strandveg er borgara sína og taka virkan þátt í stjórnun hverfisÚlfarsfellinu. Það er sko meira spunnið í íbúa líta til náungans á þessum tíma, fyrir hverfið. um að ræða gríðarlega umferðaraukningu sem að ins. hverfisins en svo að þeir láti kaupa ró og öryggi heimsækja gamla einmanna frænku Það er því ljóst að fyrirhuguð vegtenging Vesturhluta til eru þungaflutningar. Blikastaðakróin er hverfisins fyrir heillar mínútu styttri akstursleið í Enga þjóðvegi um íbúahverfi eða frænda, eða þess sem þarf á vini landsvegar um Hallsveg, Borgarveg eða Strandveg alger perla í borgarlandinu og hefur hátt náttúrubúðir. Íbúar í Grafarvogi bíða eftir löngu lofaðri Enn og aftur er áformað að leggja hraðbraut í á að halda, lyftum hugum okkar upp er ekki fyrir íbúa í Grafarvogi heldur er eitthvað verndar-, fræðslu- og útivistargildi. Sú sálarró sem menningarmiðstöð þar sem þeir munu rækta líkgegnum hverfið okkar og ekki neina venjulega til himins, þökkum almættinu, njótannað og meira á ferðinni. gönguferð með ströndinni færir stressuðum borgama og sál en ekki fullnægja stjórnlausri neysluhraðbraut heldur þjóðveg sem tengir Suðurlandsum þess að vera til og biðjum um frið arbúum verður ekki lengur til staðar né heldur þau hyggju í faðmi stórverslana. Ef slíkt væri hinn veg við Sundabraut. Hjáleið fyrir flutningabíla af Efndir kosningaloforða á meðal manna á þessari jörð. jákvæðu áhrif sem náttúran hefur á lýðheilsu. Það raunverulegi tilgangur að flytja íbúa til og frá búðiðnaðarsvæðum á Hólmsheiði og Suðurlandi sem Íbúar í Grafarvogi hafa gengið píslargöngu árMeð ósk um gleðileg jól. er bara allt annað að ganga sér til heilsubótar með um má til að samhliða fyrirhugaðri frárein af ætla um Sundabraut. um saman frá Pontíusi til Pílatusar gegn hraðFyrir hönd stjórnar Íbúasamtaka umferðarþunga í bakgrunni. Myndi einhverjum Vesturlandsvegi inn á Víkurveg að austanverðu Í nafni lýðræðisins megum við jafnvel velja brautum í gegnum hverfið. Loks í vor hyllti undir Grafarvogs, detta í hug að beina hraðakstri með Ægissíðunni? verði gert ráð fyrir samhliða akrein til austur af hvort við viljum hana eftir Hallsvegi, Borgarvegi lok hraðbrautastefnunnar þegar frambjóðendur Elísabet Gísladóttir, formaður Af hverju ætti það frekar að vera í lagi með okkar Víkurvegi sem hægt sé að nota sem tengingu fyrir eða Strandvegi. Um baráttuna gegn Hallsvegi sem kepptust við að lofa öllu fögru. Nú glittir í efndir og verðmætu Blikastaðakró? Var ekki líka lofað að fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði við Stekkjtengibraut þarf ekki að fjölyrða og vissulega var þær eru ekki eins og um var rætt, heldur er fram-

Grafarvogur - hverfi í hættu statt - eftir Ástu Þorleifsdóttur jarðfræðing og fulltrúa F-lista í umhverfisráði Reykjavíkurborgar arbrekku. Hávaði og svifryk Það má öllum vera ljóst að það er sívaxandi mengun vegna ökutækja í borginni. Svifryk fer oft yfir heilsuverndarmörk og viðkvæmum er boðið að halda sig inni. Þá er ærandi hávaði frá umferðarþunganum streituvaldandi. Miklar umferðargötur hafa sannalega vond áhrif á heilsu fólks. Það ættu að vera góð og gild rök fyrir því að halda umferðarþungum þjóðvegum eins fjarri íbúabyggð og mögulegt er. Ef nokkurt vit er í stefnu yfirvalda ætti hún að vera sú að koma umferðinni sem mest ofan í jörðina í göng en efla um leið almenningssamgöngur. Segjum NEI Grafarvogsbúar sameinumst um að segja NEI við þessum ósóma. Ef menn vilja endilega stytta sér leið úr Úlfarsfelli á Sundabraut mega þeir fara undir hverfið en í gegnum það kemur ekki til greina.


22

Nýir diskar frá Sena

GV

Fréttir

Blokk byggð í Hamrahverfi 100 íslensk jólalög 100 vinsæl íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna á 5 geislaplötum. Fyrr á árinu komu út 100 vinsæl lög um ástina og 100 íslenskir sumarsmellir. Báðar útgáfurnar slógu gersamlega í gegn en búast má við að þessi slái þeim við hvað vinsældir varðar.

Baggalútur – Jól & blíða Baggalútsmenn hafa loks sent frá sér safn þeirra aðventu- og jólalaga sem þeir hafa gert undanfarin ár, ásamt nokkrum nýjum. Mörg laganna eru þegar orðin órjúfanlegur þáttur af helgihaldi þjóðarinnar og er þessi útgáfa því einkar kærkomin.

Hér mun blokkin rísa í Hamrahverfinu, við Sporhamra í næsta nágrenni við verslun 10-11.

Búið að taka grunn að blokk í Sporhömrum

Íbúar í Hamrahverfi hafa lengi velt því fyrir sér til hvaða brúks ætti að taka stóra lóð við Sporhamra í næsta nágrenni við verslun 10-11 og Hamraskóla. Nú er búið að taka grunn að

tveggja eða þriggja hæða blokk á lóðinni en samkvæmt heimildum GV mun einhvers konar sambýli verða til staðar í blokkinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst okkur ekki að fá nákvæmari

upplýsingar um bygginguna en sæmileg sátt ku ríkja á meðal íbúa í nágrenni lóðarinnar. Það heyrir til undantekninga þegar nýbyggingar rísa einar og sér í rótgrónum hverfum í Grafarvogi eins og

Hamrahverfinu. Það er Stoðir ehf. sem á umrædda lóð við Sporhamra og munum við væntanlega greina frekar frá nýbyggingunni í næsta Grafarvogsblaði sem kemur næst út á nýju ári í janúar.

Todmobile – Ópus :: 6 Todmobile er ein ástsælasta hljómsveit landsins og sendir nú frá sér plötu með nýju efni eftir tíu ára hlé. Sveitin er fersk sem aldrei fyrr og gott ef ekki má greina þó nokkuð rokkaðri áhrif en áður hjá Andreu, Eyþóri og Þorvaldi. Fjölbreytileikinn er þó til staðar eins og alltaf hjá Todmobile.

Langarima 21-23

Ýmsir – Óskalögin 10 Tíunda og síðasta platan útgáfuröðinni Óskalögin. Útgáfuröð þessi hóf göngu sína árið 1997 en plöturnar, sem allar eru tvöfaldar, innihalda allar 40 vinsæl lög frá tilteknum 10 ára tímabilum. Þessi nýjasta plata inniheldur 40 lög frá árunum 1994 til 2006.

Guðrún og Friðrik – Góða skemmtun Sérstök útgáfa hinna geysivinsælu platna Guðrúnar og Friðriks, Ég skemmti mér og Ég skemmti mér í sumar. Tvær saman í pakka á verði einnar í tilefni stórsýningar söngfuglanna á Broadway.

Kápur og úlpur frá 1.900,- kr. Hettupeysur 99,- kr. Náttföt 690,- kr. Fullt af fatnaði á alla fjölskyklduna. Gott í jólapakkann, gott fyrir veskið. Nýjar vörur.

Opið 13-18



24

GV

Fréttir

Ræða borgarstjórans í Reykjavík, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar,

á aðventukvöldi í Grafarvogskirkju 3. desember sl.:

Í hverju er hamingjan fólgin? Aðventan er undirbúningstími jólanna. Í huga okkar flestra eru jólin hamingjuríkur tími. Þegar við vorum börn hlökkuðum við - allt árið - til jólanna. En hvað er það nákvæmlega sem gerir jólin að svona góðum tíma? Ég hef oft minnst jólanna á æskuheimili mínu. Þau kenndu mér að skilja í hverju hin æðsta jólagleði er fólgin. Þau færðu mér frið, ró, ánægju og innri gleði og tækifæri til sérstakra samverustunda með fjölskyldunni. Gjafirnar voru aðallega föt og bækur. Bækurnar voru lesnar strax, skipst var á bókum og innihald þeirra síðan skeggrætt. Hver bók vakti nýja hugsun, ný viðhorf og bollaleggingar um lífið og tilveruna. Það var einnig fastur siður á mínu æskuheimili að allir fjölskyldumeðlimir hlustuðu á messu í útvarpinu kl. 18 og síðan var sest að borðhaldi kl. 19, sem nánast alltaf var hangikjöt og uppstúf. Amma og afi í Tjarnarkoti, InnriNjarðvík, voru mjög trúuð og kirkjurækin. Af þeim lærði ég margt sem allt mitt líf hefur verið mér ofarlega í huga. Það var ekki síst hjálpsemin við náungann, lífsgleðin, mikil samfélagsvitund og viljinn til að láta gott

af sér leiða, sem einkenndi allt þeirra líf. Þeirra lífsskoðun var sú að betra væri að gefa en þiggja. Við byggjum í betra samfélagi ef allir landsmenn tileinkuðu sér þessa lífsskoðun. Jólahátíðin kenndi mér að hugsa til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hún minnti mig sífellt á það og gerir enn, að ekkert er sorglegra í ástandi heimsins en það, að milljónir manna, víðs vegar um heim líða neyð. Þó að við Íslendingar séum í dag efnuð þjóð og hér ríki mikil velmegun, þá eru þrátt fyrir það, hér í okkar landi og okkar borg, einstaklingar og fjölskyldur sem búa við afar bág kjör. Það er sárt að hugsa til einstaklinga og fjölskyldna, sem langar til að lifa eðlilegu lífi, en geta það ekki vegna fátæktar, hvort sem er um jólin eða á öðrum tíma ársins. Það á að vera helsta stefnumál þjóðarinnar að þessi hlið á okkar samfélagi hverfi sem fyrst. Við verðum að hlúa að okkar minnstu sambræðrum og -systrum og tryggja þeim sem byggðu þetta samfélag sem nú er talið eitt af þeim bestu í heiminum hvað varðar hamingju, lífsafkomu, mannsæmandi kjör og öryggi.

Ég sem borgarstjóri mun leggja áherslu á það að höfuðborg Íslands, Reykjavík, verði til fyrirmyndar hvað varðar aðstöðu og afkomu eldri borgara. Það er okkar að þakka þeim fyrir það þjóðfélag sem við nú búum í - og við munum standa í skilum. Þetta er heilög skylda samfélagsins. Frá upphafi vega hafa menn spurt: Í hverju er hamingjan fólgin? Hvað er það sem gefur lífinu gildi? Hvað er það sem gerir fólk farsælt? Þetta eru spurningar, sem tæpast nokkur mannvera kemst hjá að svara, annað hvort meðvitað eða ómeðvitað. Eiginlega erum við stöðugt að takast á við þessar spurningar. Við svörum þeim - á okkar hátt þegar við tökum stærstu ákvarðanirnar í lífi okkar - þegar við veljum okkur ævistarf eða lífsstefnu, við svörum þeim líka stöðugt í daglegu amstri. Við svörum þeim t.d. þegar við veljum um hvort við vinnum hin daglegu verk okkar illa, þokkalega, eða eins vel og við getum. - Leggjum sál okkar í að gera eins vel og mögulegt er - eða jafnvel aðeins betur.

stöðugt, í hinu daglega lífi. Og við tökumst einnig á við grundvallarspurningar lífsins, þegar við ákveðum hvað við gerum við frítíma okkar, þegar við ákveðum hvort við horfum á sjónvarpið eða förum á kóræfingu eða ákveðum að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Eftir því sem ég eldist, verður sú hugsun stöðugt áleitnari að það séu ekki stóru ákvarðanirnar sem skipta mestu máli um lífshamingjuna eins og hvort maður ákveður að verða sjómaður eða læknir, bankastjóri eða leikskólakennari, heldur séu það hinar litlu ákvarðanir hins daglega lífs, sem skipti meira máli þegar öllu er á botninn hvolft. En hvað er það þá sem skiptir mestu máli í raun og veru? Í hverju er hamingjan fólgin? Og hvað getur jólabarnið - frelsarinn - sagt okkur um það? Svarið er sennilega furðu einfalt: Að leggja sig fram um að láta væntumþykju móta sig, allt líf sitt og framkomu. Það sem við þurfum að gera er að taka á móti, leyfa hinni góðu og gleðiríku væntumþykju Guðs að streyma í gegnum okkur, alltaf -

Fjölmenni var í Grafarvogskirkju á aðventukvöldinu. Sóknarpresturinn í Grafarvogi, sr. Vigfús Þór Árnason, ásamt eiginkonu sinni í forgrunni.

Móðir Teresa segir á einum stað: ,,Haldið ekki að elska þurfi að vera sérstök eða framúrskarandi til að vera ekta. Það sem við þurfum, er að elska án þess að þreytast. Hvernig logar á lampa? - Með því að stöðugt streyma frá honum örlitlir dropar af olíu. Ef þessir örlitlu dropar hætta að streyma, slokknar á lampanum ... hverjir eru þessir olíudropar á lömpum okkar? Þeir eru hinir litlu hlutir hversdagslífsins, trúmennska, stundvísi, nákvæmni, hlýleg orð, umhyggja fyrir öðrum, hvernig við þegjum, hvernig við horfum, hvernig við tölum, hvernig við framkvæmum. Þetta eru hinir litlu dropar elskunnar, sem halda trúarlegu lífi okkar lifandi eins og sterkum loga.’’ (Tilvitnun lýkur) Ef okkur tekst að láta hinn stöðuga kærleika birtast í öllum okkar verkum, þó ekki sé nema örfáa daga um jólin - ef okkur tekst að eiga slíkt samfélag með okkar nánustu, munum við sannarlega eiga gleðileg jól. Guð gefi ykkur öllum Gleðileg jól.

GV-mynd


25

GV

Fréttir

Mikið úrval af

Einnig erum

skartgripum

við með helstu

til jólagjafa

tískumerkin í úrum

Jón Sigmundsson Skartgripaverslun Spöngin S: 577-1660

Laugavegi 5 S: 551-3383

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson flytur ræðu á aðventukvöldi í Grafarvogskirkju 3. desember sl. GV-mynd PS

Munið Þorláksmessuskötuna Munið Þorláksmessuskötuna Borðapantanir í síma 587-2882 Borðapantanir í síma 587-2882

Opið allan daginn á Þorláksmessu frá kl. 10.00 til síðustu pöntunar

Opið: Mán-fös Fim-lau

11:30-15:00 18:00-22.00


26

Nýir diskar frá Sena

GV

Fréttir

Ampop – Sail To The Moon Ampop sló heldur betur í gegn með plötu sinni My Delusions sem kom út í fyrra. Nú senda þér frá sér nýja plötu sem þeir lýsa sem beinu framhaldi af My Delusions. Frábær plata sem gefur My Delusions ekkert eftir nema síður sé.

Björgvin ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands CD+DVD Björgvin Halldórsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt gestum héldu þrenna magnaða tónleika í lok september fyrir troðfullri Laugardalshöll. Öllu var til tjaldað til að gera þá sem eftirminnilegasta og það gekk sannarlega eftir. Þeir eru komnir út í einum glæsilegum pakka á geislaplötu og DVD mynd-

Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, Aðalheiður Franzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Jónas Þórir Þórisson, Jóhannes Jónsson og herra Karl Sigurbjörnsson.

Bónus gefur 21 milljón

Bónus hefur ákveðið að færa Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 21 milljón króna að gjöf. Stofnanirnar tvær mnu taka höndum saman um jólaaðstoð nú í desember, jafnt í Reykjavík sem og á landsbyggðinni. Féð verður notað til að aðstoða þá sem við bágust kjör búa nú þegar jólahátíðin er framundan. Unnið er með prestum og fagfólki á lands-

byggðinni að úthlutun þar. Samtals verða gefin 4200 gjafabréf frá verslunum Bónuss, hvert að andvirði 5.000 krónur. Rétthafar bréfanna geta keypt vörur að eigin vali í Bónus. Forsvarsmenn Bónuss treysta Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd til að ráðstafa gjafabréfunum til þeirra íslensku heimila sem mest þurfa á aðstoð að halda.

Tvö ár eru síðan Bónus gaf þessum sömu félögum 20 milljónir króna og 25 milljónir fóru á sama stað fyrir fjórum árum. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi, segir að honum sé vel ljóst að neyðin sé víða mikil hjá fjölskyldum um land allt. Hann segir að eigendum og stjórnendum fyrirtækisins sé mikils virði að geta látið gott af sér leiða. Bónus hafi notið mikillar velgengni og vel-

vildar í gegnum árin og fyrir það sé vert að þakka með þessum hætti. ,,Við fáum geysilega mörg bréf og símtöl með óskum um stuðning við fjölskyldur og einstaklinga og þykir okkur eðlilegra að láta fagfólk útdeila þessu fé því það þekkir aðstæður fólks betur en við,” segir Jóhannes um þessa gjöf frá Bónusi.

Bríet Sunna – Bara ef þú kemur með Bríet Sunna heillaði þjóðina upp úr skónum í þriðju og síðustu Idol keppni Stöðvar 2. Hér er hennar fyrsta plata en hún er í “country” stíl. Platan inniheldur m.a. titillagið geysivinsæla Bara ef þú kemur með.

Bubbi – 06.06.06. Hinir einstöku afmælistónleikar Bubba Morthens þann 6. júní á þessu ári voru festir á filmu og á þessum DVD mynddiski má upplifa þá aftur og aftur í miklu mun meiri mynd-og hljómgæðum en í sjónvarpsútsendingunni, Dolby Digital og DTS, aukaefni ofl. Stórglæsileg útgáfa. Einnig fáanlegur sem tvöfaldur hljómdiskur.

Martinuqe nuddbaðker

Grenada nuddbaðker

170 x 80 - með langhlíf - 10 nuddstútar Höfuðpúði - Kröftugt nudd Hægt að fá með nuddi og án Kr. 181.300,-

Langhlíf með glugga - 12 nuddstútar 2 höfuðpúðar - Kröftugt nudd Hægt að fá með nuddi og án 170 x 70 Kr. 214.400,190 x 70 (90) Kr. 225.000,-

Subway upphengd WC skál

Friðrik Ómar – Annan dag Friðrik Ómar er kominn í röð vinsælustu og bestu söngvara landsins þrátt fyrir ungan aldur.

m/cermic + ,,Soft close’’ setu Innbyggður kassi Tilboð í desember Kr. 67.700,-

Fosshálsi 1 - Sími: 525-0800


Frábær tilboð í GULLNESTI Fjölskyldutilboð: 4 ostborgarar Stór af frönskum Kokteilsósa 2 ltr. af kók

Tilboðin gilda frá 7. - 13. desember

2.150,-

Frábært tilboð Pylsa, Hraun og lítil kók í gleri

370,Grillið í Grafarvogi

Gylfaflöt 1-3 - 567-7974


28

Fréttir Viðburðir um jól og áramót í Grafarvogssöfnuði 10. desember, 2. sunnudagur í aðventu Guðsþjónusta kl.11:00. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju og kl. 11:00 í Borgarholtsskóla. 10. desember Jólatónleikar kl. 16:00 í kirkjunni. Barna- og Unglingakór og Kór Grafarvogskirkju syngja jóla- og aðventulög undir stjórn Harðar Bragasonar, Gróu Hreinsdóttur og Svövu Kr. Ingólfsdóttur. Ragnar Bjarnason flytur frumsamið jólalag eftir Gunnar Þórðarson. Einsöngur: Magga Stína. Hljóðfæraleikarar: Birgir Bragason bassi, Gróa Hreinsdóttir píanó, Hjörleifur Valsson fiðla, Hörður Bragason orgel/píanó. 17. desember 3. sunnudagur í aðventu Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju, jólasveinar koma í heimsókn. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 Borgarholtsskóla, jólasveinar koma í heimsókn. Aðventuguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15:30 Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Þorvaldur Halldórsson söngvari syngur aðventu - og jólalög. 24. desember aðfangadagur jóla Beðið eftir jólunum - Barnastund kl. 15:00 í Grafarvogskirkju Jólasögur og jólasöngvar. Prestur: séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Gítar: Gunnar E. Steingrímsson, æskulýðsfulltrúi. Aftansöngur kl. 18:00 í Grafarvogskirkju. Strengjasveit kirkjunnar leikur frá kl. 17:30. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Egill Ólafsson. Fiðla: Hjörleifur Valsson. Kontrabassi: Birgir Bragason. Víóla: Bryndís Bragdóttir og Rein Ader. Organisti: Hörður Bragason. Aftansöngur kl. 18:00 í Borgarholtsskóla. Lögreglukórinn syngur frá kl. 17:30. Prestur: séra Bjarni Þór Bjarnason. Lögreglukórinn syngur. Einsöngvari: Eiríkur Hreinn Helgason. Organisti og stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30. Prestur: séra Lena Rós Matthíasdóttir. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi: Svava Kr. Ingólfsdóttir. Einsöngur: Bríet Sunna Valdemarsdóttir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir 25. desember, jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestur: séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Gítar: Francisco Javier Jáuregui. Strengjasveit kirkjunnar leikur. Organisti: Hörður Bragason. Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30 á Hjúkrunarheimilinu Eir. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Organisti: Hörður Bragason. 26. desember, annar í jólum Jólastund barnanna - skírnarstund kl. 14:00. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Krakka-, Barna og Unglingakórar Grafarvogskirkju syngja. Stjórnandi: Svava Kr. Ingólfsdóttir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Gítar: Gunnar E. Steingrímsson, æskulýðsfulltrúi. 31. desember, gamlársdagur Beðið eftir áramótunum - Barnastund kl. 15:00. Prestur: séra Bjarni Þór Bjarnason. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Aftansöngur kl. 18:00. Strengjasveit kirkjunnar leikur frá kl. 17:30. Prestar: séra Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Organisti: Hörður Bragason. 1. janúar 2007, nýársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestar: séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Lena Rós Matthíasdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Organisti: Hörður Bragason.

GV

Góðgerðarvika - félagsmiðstöðvanna Hugmyndin um góðgerðaviku kviknaði innan unglingahópsins út frá neikvæðri umfjöllun margra fjölmiðla um hegðun unglinga á haustmánuðum ásamt því að unglingarnir vildu láta gott af sér leiða í byrjun jólamánaðarins. Í framhaldinu var ákveðið að taka heila viku í þetta verkefni og hófst dagskráin með tónleikum á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nagynjar þar sem ýmsir þekktir og minna þekktir tónlistarmenn komu við sögu. Allur ágóði rann til Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum. Ýmsir viðburðir voru í félagsmiðstöðvunum í hverfinu s.s. fatasöfnun til styrktar Mæðrastyrksnefnd, jólabingó til styrktar Barnaspítala Hringsins, Tecnoball til styrktar Umhyggju og skemmtanir fyrir yngri nemendur þar sem innkoma rann til hinna ýmsu góðgerðasamtaka. Frábær hugmynd hjá unglingunum sem sýnir að unglingar geta líka verið fyrirmyndarfólk! Daníel Alvin vinningshafi Rímnaflæðis 2006 skemmtir áhorfendum.

Hákon Hákonarson, gjaldkeri Umhyggju, fyrir miðri mynd með þeim Hjalta og Thelmu sem sáu um tónleikana.

Dóri DNA og Bent fóru á kostum.

Hraunbergi 4, Rvk. - Sími: 588-1710


29

GV

Fréttir

Gunni junior hreif áhorfendur upp úr skónum með lagi sínu ,,Svört ást.’’

Brenndu jólasteikinni fyrirfram! Æfðu í desember fyrir aðeins

1.990 kr.Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun Egilshöllinni Simi: 594 9630

www.orkuverid.is


30

Nýir diskar frá Sena

GV

Fréttir Skátastarfið hjá Hamri í Grafarvogi er öflugt og skemmtilegt:

Skátaferð í Lækjabotna 100 íslensk jólalög 100 vinsæl íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna á 5 geislaplötum. Fyrr á árinu komu út 100 vinsæl lög um ástina og 100 íslenskir sumarsmellir. Báðar útgáfurnar slógu gersamlega í gegn en búast má við að þessi slái þeim við hvað vinsældir varðar.

Skátasveitin Drekar starfar í Hamri en í henni eru rúmlega 40 krakkar á aldrinum 10-12 ára. Síðustu helgina í október var farið í útilegu í nágrenni Reykjavíkur, nánar tiltekið í skátaskálann Lækjarbotna. Það er mikið ævintýr að fara í útilegu með skátunum og sumir krakk-

anna voru að fara í fyrsta skipti án foreldra í útilegu yfir heila helgi. Í skátaferðum er ávallt lögð mikil áhersla á útiveru og fóru krakkarnir í hike (gönguferð) um nágrennið í sól og rigningu einnig sem farið var í ýmsa leiki í nágrenni skálans. Skátarnir vinna sama í litlum

hópum (skátaflokkum) og fer flokkforingi aðeins eldri fyrir hópnum og leiðir hann áfram. Flokkanir leystu ýmis verkefni í póstaleik og sinntu einnig skyldum í útilegunni eins og þrifum og uppvaski. Á laugardagskvöldinu var kvöldvaka með gítar og skemmtiatriðum

Baggalútur – Jól & blíða Baggalútsmenn hafa loks sent frá sér safn þeirra aðventu- og jólalaga sem þeir hafa gert undanfarin ár, ásamt nokkrum nýjum. Mörg laganna eru þegar orðin órjúfanlegur þáttur af helgihaldi þjóðarinnar og er þessi útgáfa því einkar kærkomin.

Todmobile – Ópus :: 6 Todmobile er ein ástsælasta hljómsveit landsins og sendir nú frá sér plötu með nýju efni eftir tíu ára hlé. Sveitin er fersk sem aldrei fyrr og gott ef ekki má greina þó nokkuð rokkaðri áhrif en áður hjá Andreu, Eyþóri og Þorvaldi. Fjölbreytileikinn er þó til staðar eins og alltaf hjá Todmobile.

Svefnpokarnir fengu líka að vera með á kvöldvökunni.

Skemmtiatriði á kvöldvöku. Ýmsir – Óskalögin 10 Tíunda og síðasta platan útgáfuröðinni Óskalögin. Útgáfuröð þessi hóf göngu sína árið 1997 en plöturnar, sem allar eru tvöfaldar, innihalda allar 40 vinsæl lög frá tilteknum 10 ára tímabilum. Þessi nýjasta plata inniheldur 40 lög frá árunum 1994 til 2006.

Guðrún og Friðrik – Góða skemmtun Sérstök útgáfa hinna geysivinsælu platna Guðrúnar og Friðriks, Ég skemmti mér og Ég skemmti mér í sumar. Tvær saman í pakka á verði einnar í tilefni stórsýningar söngfuglanna á Broadway. Fjör á svefnloftinu.

Vinir á góðri stund.

og seinna um kvöldið var farið í næturleik úti í myrkrinu. Á sunnudeginum var einnig dagskrá en eftir hádegið var farangri pakkað og skálinn þrifinn og svo haldið heim í Grafarvoginn.


31

GV

Fréttir

Rautt nef í skemmtiatriði á kvöldvöku.

Appelsínugula gengið.

Hlýjar og bjartar hátíðarkveðjur ÍSLENSKA / SIA.IS / ORK 35251 12/06

Takið þátt í jólaleiknum á www.or.is

www.or.is


32

GV

Fréttir

Þrjár kynslóðir afkomenda Sigurbjörns.

Prédikun sr. Sigurbjörns Einarssonar biskups

Hér fer á eftir prédikun sr. Sigurbjörns Einarssonar biskups sem hann flutti í Grafarvogskirkju nýverið á sérstakri hátíð sem tileinkuð voru honum: Ég þakka vinum mínum hér í Grafarvogi fyrir alla gleði og heiður, sem ég þigg af þeim nú í dag og endranær. Og ég þakka þeim öðrum, sem leggja á sig ómak og vinnu við dagskrá þessarar samveru hér. Ég er væntanlega orðinn of gamall til þess að eftirlæti og atlot spilli mér til muna fram yfir það, sem orðið er. En ekki vil ég vera vanþakklátt gamalmenni. Ég þakka hvern dag og stund og geisla, sem ég þigg. Ég vil sjá og meta það, sem ég nýt og á að þakka, bæði Guði og mönn-um. Við þurfum öll að biðja um að geta þetta, því það er ómissandi heilsulind, það er frum-skilyrði andlegrar heilsu. Og kristin trú er í grunni þakkarhugur, enda sannreynd

heilsulind. Það merkir ekki að kristinn maður sé varinn fyrir áföllum eða blindur og ónæmur á kaldar og dimmar staðreyndir. En trúin varnar því að hjartað kali eða blóðið storkni og lífsgleðin slokkni. Hver messa, hver samvera kristinna manna á helgum stundum er fyrst og fremst þakkarhátíð. Þá erum við að leiða hugann að og þakka auðlegð þeirrar tilveru, sem lýtur og helgast af því kærleiksvaldi, sem Jesús Kristur opinberar. Og um leið erum við að biðja um vilja og styrk til að lúta og þjóna þessu valdi í öllum aðstæðum. Hver helgur dagur kristinnar kirkju er dagur orðsins, Guð á að fá orðið, hann hefur talað, hann er ekki hljóður og sinnulaus gagnvart sköpun sinni, hann opnar hug sinn, hann hlustar á orð og andvörp, fylgist með brosum og tárum, vísar til vegar með

Vantar þig vinnu?

orði sínu og anda. Og Jesús Kristur er það mikla orð undan hjartarótum eilífs föður, sem er lykill að öllu máli hans í Heilagri ritningu og sköpunarverkinu. Það er dagur þess orðs, sem lýsir um alla tilveru. Í ljósi hans birtist sá Guð, sem sjálfur ber alla þjáningu tilverunnar, tekur allar þrautir inn á sig, og sigrar og umskapar þannig allt myrkur og píslir, Guð krossins er hinn sigrandi Guð upprisunnar. Það er sól páskanna, sem skín um hvern dag og orð, sem Jesús Kristur fær að helga. Allt kristið trúarlíf miðar að því að vekja og glæða vitund sína um þann bjarta veruleik, sem hann birtir og gefur, eða skynja sjálfan sig umvafinn þeim veruleik. Skynja sjálfan sig, já. Minna sig á sál sína, hjarta sitt, lífið, sem í manni er, lífið sem við þáðum forðum í móðurlífi og erum síðan að þiggja með hverri andrá, hverju sinni sem við nærumst, drögum andann og hjartað slær erum við að þiggja lífið. Þannig þreifum við á lífsins góða Guði til hinsta andvarps. Og handan hinsta andvarps hér á jörð bíður hann með eilífa lífgjöf sína. Það er víða, sem Guð minnir á sig, ef hugur manns er opinn. Ég var í gær að horfa á langafastúlku mína, þegar hún

Gullnesti óskar eftir rösku starfsfólki á kvöldin og um helgar. Upplýsingar í síma 898-9705

Messugestum heilsað.

var skírð og endurskinið frá augliti Drottins ljómaði um andlit hennar og úr augum hennar. Ég hef oft séð og reynt þetta sama. Hvað erum við að þiggja, þegar við mætum slíku undri, sem blasir við í barnsaugum, augum sem eru ný í þessum heimi, nýtt undur, sem aldrei birtist áður, nei, þessi augu voru aldrei til áður og engin verða til að eilífu, sem eru þessi. Hvað um augun þín og allt, sem er á bak við þau? Það eru engin augu til í alheiminum, sem eru þín eða eins og þín? Hvað höfum við þegið með því að vera til? Og vera til af því að það eru eilíf ástaraugu Guðs, sem sjá okkur fyrir sér og þá eins og endurskin af ólýsanlega bjartri og fallegri mynd, sem hann geymir í hjarta sínu og hann þráir heitast, að hann og við getum saman glaðst yfir í eilífð hans. Það segir hann, þannig er hann. Má ég segja það? Get ég það? Ég hef í dag sérstakt tilefni til þess að sjá fyrir mér og heyra enn gamalkunna spurningu, þunga, áleitna ævilangt að kalla: Hvaða maður ert þú til þess að tala um Guð? Hver ert þú til þess að geta skilað orðum eilífrar visku og elsku eða opna þeim orðum farveg um huga þinn, sem þú veist svo vel, að

er afar langt frá því að vera altekinn af visku og elsku? Nei, vinir mínir, hér á ég ekkert og styðst við ekkert nema þessa hugsun: Þú ert hér, Drottinn minn og Guð minn. Taktu huga minn og tungu á þitt vald, ef ekki, ef þú getur það ekki, láttu mig þá heldur þegja, það væri betra að missa málið en að segja eitthvað um þig, sem er ekki satt eða þér mislíkar. Ég veit að Guð hlustar, hvað sem aðrir gera. Hann hlustar í hverjum barmi. Hann er að hlusta og biðja í barmi þínum og þráir að vekja þar vitund um návist sína og það traust, þá tiltrú til eilífs kærleika síns, sem hjálpar alveg, bjargar til fulls í lífi og dauða og að eilífu. Þetta er sælt að vita og ljúft að boða, út á miskunn þess Drottins, sem segir í kærleika sínum: Tala þú, tala þú í mínu nafni, ég vil það og ég bið fyrir þér, styrk þú bræður þína og systur þínar, börnin mín, sem ég elska, og ég þrái að geta glaðst með þeim og yfir þeim í eilífu ríki mínu. Dýrð sé þér Drottinn minn. Já, Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen.


AFGREIÐSLUTÍMI SUNDSTAÐA ÍTR UM JÓL OG ÁRAMÓT 2006 - 2007 Laugard.

Sunnud.

Mánud.

Þriðjud.

Miðvikud.

23. Des

24.Des

25.Des

26.Des

27.Des

28.Des

29.Des

Árbæjarlaug

8:00-18:00

08:00-12:30

lokað

lokað

06:30-22:30

06:30-22:30

Breiðholtslaug

8:00-18:00

08:00-12:30

lokað

lokað

06:30-22:00

Grafarvogslaug

8:00-18:00

08:00-12:30

lokað

lokað

11:00-15:00

10:00-12:30

lokað

Laugardalslaug

8:00-18:00

08:00-12:30

Sundhöllin

8:00-18:00

Vesturbæjarlaug

8:00-18:00

Kjalarneslaug

Fimmtud.

Föstud.

Laugard.

Sunnud.

Mánud.

Þriðjud.

30.Des

31.Des

1.Jan

2.Jan

06:30-22:30

08:00-20:30

08:00-12:30

lokað

06:30-22:30

06:30-22:00

06:30-22:00

08:00-20:00

08:00-12:30

lokað

06:30-22:00

06.30-22.30

06.30-22.30

06.30-22.30

08:00-20:30

08:00-12:30

lokað

06.30-22.30

lokað

17.00-22.00

17.00-21.00

17.00-21.00

11.00-15.00

10:00-12:30

lokað

17.00-21.00

lokað

12:00-18:00

06.30-22.30

06.30-22.30

06.30-22.30

08.00-20.00

08:00-12:30

12:00-18:00

06.30-22.30

08:00-12:30

lokað

lokað

06.30-21.30

06.30-21.30

06.30-21.30

08.00-19.00

08:00-12:30

lokað

06.30-21.30

08:00-12:30

lokað

lokað

06.30-22.00

06.30-22.00

06.30-22.00

08.00-20.00

08:00-12:30

lokað

06.30-22.00


34

GV

Fréttir

Piparkökumódel af Grafarvogskirkju - Grafarvogskirkja stendur fyrir keppni um piparkökumódel af kirkjunni Grunnskólum Grafarvogs var boðið að taka þátt í skemmtilegri samkeppni nú í jólamánuðinum. Samkeppnin er í því fólgin að skólarnir senda inn piparkökumódel og dómnefnd velur síðan sigurvegarann viku fyrir jól. 6-8 nemendur úr efstu bekkjum hvers skóla (8.-10.bekk) hanna og útfæra líkan af Grafarvogskirkju með leiðsögn frá heimilisfræðikennara, smíðakennara og/eða myndmenntakennara. Dómnefnd velur þrjú bestu módelin. Í dómnefnd sitja þrír aðilar. Formaður er Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Stefán H. Sandholt, bakarameistari og Kristín Vigfúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi sóknarnefndar. Úrslit verða kunngjörð í Grafarvogskirkju sunnudaginn 17. desember kl. 11:00. Sigurliðið fær vegleg peningaverðlaun sem það afhendir líknarsamtökum að eigin vali. Þessi samkeppni tengir skóla og kirkju – tengir unglinga og kirkju – minnir á mikilvægi þess að gefa á aðventunni þeim er minna mega sín – minnir á kærleiksboðskap kirkjunnar – auk þess gleðja vel gerð piparkökumódel okkur öll og krydda tilveruna.

Anní

Piparkökumódelin eru þegar farin að berast í Grafarvogskirkju og hafa vakið mikla athygli.

Mría Ósk

Hrund

Kristín

GV-mynd PS

Stína

Kæru viðskiptavinir! Við á Höfuðlausnum óskum ykkur ljúfra jóla og áramóta með þökk fyrir viðskiptin á árinu!

Bára

Jónína

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


Nýir diskar frá Sena

100 íslensk jólalög 100 vinsæl íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna á 5 geislaplötum. Fyrr á árinu komu út 100 vinsæl lög um ástina og 100 íslenskir sumarsmellir. Báðar útgáfurnar slógu gersamlega í gegn en búast má við að þessi slái þeim við hvað vinsældir varðar.

Al l

e ts

zur af m z i p a r a

ðli

a

r k gos 1 5 0 á Gildir til .

og

llt

Baggalútur – Jól & blíða Baggalútsmenn hafa loks sent frá sér safn þeirra aðventu- og jólalaga sem þeir hafa gert undanfarin ár, ásamt nokkrum nýjum. Mörg laganna eru þegar orðin órjúfanlegur þáttur af helgihaldi þjóðarinnar og er þessi útgáfa því einkar kærkomin.

Todmobile – Ópus :: 6 Todmobile er ein ástsælasta hljómsveit landsins og sendir nú frá sér plötu með nýju efni eftir tíu ára hlé. Sveitin er fersk sem aldrei fyrr og gott ef ekki má greina þó nokkuð rokkaðri áhrif en áður hjá Andreu, Eyþóri og Þorvaldi. Fjölbreytileikinn er þó til staðar eins og alltaf hjá Todmobile.

PI PAR • SÍA • 60707

19. nóvember

Tilboð gildir aðeins í Grafarvogi.

Ýmsir – Óskalögin 10 Tíunda og síðasta platan útgáfuröðinni Óskalögin. Útgáfuröð þessi hóf göngu sína árið 1997 en plöturnar, sem allar eru tvöfaldar, innihalda allar 40 vinsæl lög frá tilteknum 10 ára tímabilum. Þessi nýjasta plata inniheldur 40 lög frá árunum 1994 til 2006.

Guðrún og Friðrik – Góða skemmtun Sérstök útgáfa hinna geysivinsælu platna Guðrúnar og Friðriks, Ég skemmti mér og Ég skemmti mér í sumar. Tvær saman í pakka á verði einnar í tilefni stórsýningar söngfuglanna á Broadway.


36

GV

Fréttir Stór pizza með 2 áleggjum

Opnunartími: Virka daga 16 - 22 Um helgar 12 - 22

Núpalind 1 Kópavogi

Hverafold 1-5 Grafarvogi

Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði

Rímnaflæði

Daníel Alvin Haraldsson nemandi úr Engjaskóla sigraði í ,,Rímnaflæði’’ 2006.

Föstudaginn 24. nóvember var haldin keppni í ,,rappi og rímum’’ í félagsmiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin ber heitið ,,Rímnaflæði’’ og er árlegur viðburður á vegum ÍTR og Samfés en þar er ungu fólki á grunnskólaaldri att saman á nokkuð ljóðrænan hátt. Keppendur komu víðsvegar af landinu og kepptust um hylli áhorfenda með hnyttnum rímum sem kveðnar voru yfir taktfastan hryn. Fjórir þátttakendur voru úr Grafarvoginum og fengu þeir frábærar viðtökur enda fjölmennt lið stuðningsmanna sem mættu á pallana til að styðja sína menn. Allir stóðu sig með prýði og er skemmst frá því að segja að Gunnar Áki Hjálmarsson nemendi úr Rimaskóla lenti í öðru sæti en sigurvegarinn þetta árið var Daníel Alvin Haraldsson nemandi úr Engjaskóla. Daníel eða Danni A eins og hann kallar sig tók lagið ,,Skrímslið og reiðin’’ og ætlaði þakið hreinlega af þegar strákurinn tók það í annað sinn eftir að úrslitin voru kynnt. Til hamingju strákar!

Áhorfendur fylgdust spenntir með snjöllum keppendum.

@g `VaZ^Â^g

6gV IgVjhiV

333

@g `VaZ^Â^g A_ ÂVW A_ ÂVW ` Z[i^g 6gV IgVjhiV 6 V IgV <jÂbjcYhhdc bjcY 6g^ IgVjhi^ <jÂbjcY IgVjhi^ <jÂbjcYhhdc Zg Vjhi^ < aVcYh`jccjg [ng^g W¨` `jccjg [ng^g W¨`jg h cVg jccjg [n jb haZch`V c{ii gj d\ jb haZch`V c{ii gj d\ ]Z[jg { h`V c{i h Âjhij {gjb \Zi^ h g \ h Âjhij {gjb \Zi^ h g \dii dg [ng^g h [ng^g h`{aYh`Ve#

jee]Z^bVg#^h


Sparisjó›ur vélstjóra óskar vi›skiptavinum sínum og landsmönnum öllum gle›ilegra jóla og farsældar á komandi ári! F í t o n / S Í A

SPV býður þér á jólatónleika með jazzbandinu 737 á Þorláksmessu milli 12:00 og 13:30 í útibúinu að Hraunbæ 119.

SPV Hraunbæ 119 Aðalsími 575 4000 Þjónustuver 575 4100 spv@spv.is www.spv.is


38

GV

Fréttir

Munið gjafakortin Óskum Grafarvogsbúum gleðilegra jóla og

Skóbúðin Xena í Spönginni er fagurlega skreytt fyrir jólin samkvæmt nýjustu straumum í skreytingum. GV-mynd PS

Xena í jólabúningi

Jólaskreyingarnar í skóversluninni Xena fylgja því heitasta í skreytingum í ár og eru hannaðar af Erlu Dís Arnardóttir hönnunarnema. Unnið er með litina sem ráðandi eru í versluninni þ.e. hvítt og svart. Verslunin bíður upp á mikið úrval af

skóm á alla fjölskylduna og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Grafarvogsbúar ættu því ekki að þurfa að leita langt yfir skammt þegar kemur að jólaskónum í ár. Xena bíður einnig upp á mikið úrval af inniskóm sem tilvaldir eru í jóla-

pakkana. Eiginmenn og unnustar ættu einnig að geta fundið draumagjöfina handa elskunni því Xena er með mikið úrval af hinum eftirsóttu GABOR skóm, töskum, seðlaveskjum og snyrtibuddum.

farsældar á nýju ári Hverafiold 1-3 Sími 587-6700

Kveikt verður í brennunni á þrettándanum kl. 17:30 og er áætlað að hún logi í u.þ.b. tvær klukkustundir.

Gufunesbærinn miðpunktur þrettándagleðinnar 6. janúar

Tölvuþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Netverslun með tölvubúnað og rekstrarvöru www.bst.is Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760

Að venju verða jólin kvödd með álfabrennu á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar 2007. Hátíðin hefst á því að safnast verður saman við hlöðuna í Gufunesbæ kl. 17:00 þar sem skautafélagið Björninn selur

kakó, kyndla og neonljós. Skátafélagið Hamar skipuleggur skrúðgönguna með álfadrottningu og álfakóng í broddi fylkingar og jólasveinarnir kveðja áður en þeir leggja af stað til fjalla. Kveikt verður í

brennunni kl. 17:30 og er áætlað að hún logi í u.þ.b. tvær klukkustundir. Á sviði við brennuna verða skemmtiatriði og fjöldasöngur fram til kl. 19:00. Fjölmennum á þrettándagleði í hverfinu okkar!


Grafarvogsblaðið 10. tbl. 17. árg. 2006 - október

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

70% íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið Mest lesni fjölmiðillinn í Grafarvogi Besta auglýsingaverðið og frábær árangur

587-9500



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.