Grafarvogsbladid 11.tbl 2006

Page 22

24

GV

Fréttir Fyrirtækjakynning GV:

AB Varahlutir 10 ára

,,Við hjá AB-Varahlutum leggjum áherslu á að bjóða gæðavöru á betra verði og eru allar vörur okkar gæðavottaðar,’’ segir Jón S. Pálsson, eigandi verslunarinnar AB-Varahlutir að Bíldshöfða 18. Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og er því 10 ára um þessar mundir. AB-Varahlutir sérhæfir sig í sölu bifreiðavarahluta og kjörorðið er ,,Betri vara - betra verð’’. Áhersla fyrirtækisins hefur verið á að þjónusta bifreiðar sem framleiddar eru í Asíu og Evrópu eða þær tegundir sem algengastar eru á markaðnum hverju sinni. AB-Varahlutir bjóða upp á gott úrval boddíhluta, ökuljós og spegla, sem og slithluti, t.d. hemlahluti, stýrishluti, spyrnur, hjólalegur, öxulliði, öxulhosur, reimar og kúplingasett. ,,Okkar aðalsmerki er að eiga hlutina til á lager en í þeim tilfellum sem svo er ekki þá tekur það aðeins 10-14 daga að útvega hlutina þar sem allir okkar birgjar eru innan Evrópu. Einnig bjóðum við upp á hraðpantanir sem taka

enn styttri tíma,’’ segir Jón. Eins og áður sagði leggja ABVarahlutir áherslu á að bjóða gæðavöru á betra verði og eru allar vörur fyrirtækisins gæðavottaðar með ISO-staðli. Fyrir utan að vera orðnir stærstir á eftirmarkaði í sölu boddíhluta selja ABVarahlutir almenna bifreiðavarahluti þar sem þekkt og örugg vörumerki eru höfð í fyrirrúmi. Þá má geta þess að AB-Varahlutir hafa frá upphafi haft í sölu alla ekta (original) varahluti fyrir Toyota bifreiðar ásamt rafgeymum, olíum og hreinsivörum frá Toyota. ,,Við höfum ávallt lagt upp með að veita persónulega þjónustu og við höfum byggt upp traustan hóp viðskiptavina. Við þjónustum hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og höfum það alltaf að markmiði að vera ,,bestir í þína þágu,’’ sagði Jón S. Pálsson. AB-Varahlutir eru til húsa að Bíldshöfða 18. Slóðin á heimasíðu fyrirtækisins er www.abvarahlutir.is og síminn 567-6020.

,,Við þjónustum hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og höfum það alltaf að markmiði að vera ,,bestir í þína þágu,’’ sagði Jón S. Pálsson, eigandi AB-Varahluta, Bíldshöfða 18. GV-mynd PS

Leysum biðlistavandann Enn eru 92 ung skólabörn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilunum í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæjarhverfi. Tæplega tvöhundruð foreldrar í þessum hverfum eru á hverjum degi í vandræðum með að stunda atvinnu sína af því börnin þeirra komast ekki að í frístundastarfi borgarinnar. Þessu reyna foreldrar að bjarga með ýmsum ráðum, einhver börn eiga eldri systkini sem stundum eru búin í skólanum á sama tíma og geta passað þau, nokkur eru e.t.v. svo heppin að eiga ættingja eða vini sem hægt er að leita til dag og dag. Sum eru ósköp dugleg og geta stundum verið ein heima þar til einhver eldri kemur heim. Það vilja hins vegar engir foreldrar láta 6-8 ára gömul börn sín vera ein heima jafnvel þótt þau séu dugleg. Þess vegna eru tæplega tvöhundruð pabbar og mömmur í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ á daglegum þönum úr vinnunni að sækja börnin sín, taka þau með sér í vinnuna eða að taka vinnuna með sér heim. Oftar þó mömmur en pabbar ef marka má reynsluna. Frá kl. 2 á daginn, flesta daga vikunnar undanfarnar 13 vikur hafa þessir foreldrar verið í símanum að athuga hvort börnin hafi skilað sér heim, athuga hvort allt sé í lagi þegar eldri systkinin eru að passa, redda pössun hjá ættingjum og vinum eða hreinlega stinga af úr vinnunni.

Sumir hafa þurft að gefa eftir störf sín að hluta eða öllu leyti vegna þessa langvarandi ástands. Margir hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi. Ástandið er sérstaklega erfitt fyrir einstæða foreldra og foreldra barna með þroskafrávik eða fötlun. Svona er þetta búið að vera frá því skólinn hófst um miðjan ágúst. Samt var þetta alveg fyrirsjáanlegt. Það skal tekið skýrt fram að þetta ástand er engan veginn starfsfólki ÍTR um að kenna. Það hefur lagt á sig mikla vinnu og erfiði við að ráða bót á þessum vanda og þar hafa stjórnendur gengið eins langt og þeim er framast unnt innan þess ramma sem þeim er settur. Sú vinna dugar hins vegar ekki til eins og hinum pólitískt kjörnu fulltrúum á fyrir löngu að vera orðið ljóst.

Athafnastjórnmálamenn Í lok maí tók við stjórn borgarinnar fólk sem talaði um sjálft sig sem athafnastjórnmálamenn, nýja gerð stjórnmálamanna sem eyddi ekki tímanum í samræður heldur léti verkin tala. Þetta ágæta fólk stóð dyggilega vörð um hagsmuni foreldra í aðdraganda kosninga síðasta vetur þegar mannekla var á leikskólum og frístundaheimilum og krafðist þess að þáverandi meirihluti gerði eitthvað í málunum. Samfylkingin vék sér ekki undan þeirri pólitísku ábyrgð, djörf ákvörðun var

tekin um að hækka laun þeirra lægst launuðu og ástandið batnaði til muna. Það er hins vegar viðvarandi þensluástand í þjóðfélaginu og þess vegna erfitt að ráða fólk í lágt launuð og krefjandi störf. Það er heldur ekki endalaust hægt að hækka laun, nú þarf að leita fleiri leiða, greina ástandið, ræða við þá sem að málinu koma og finna lausn á vandanum. Í lok maí vissu allir að þensluástandinu myndi fylgja mannekla á frístundaheimilum nú í haust. Fulltrúar Samfylkingarinnar vöktu athygli á þessum vanda á fyrsta fundi nýskipaðs íþrótta- og tómstundaráðs 23. júní í sumar. Formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, athafnastjórnmálamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, hélt samt ekki annan fund fyrr en 11. ágúst eða rétt áður en börnin áttu að mæta í skólann. Á þeim fundi voru biðlistar skoðaðir og málið rætt, fingur krossaðir og vonað að nú færi fólk að hópast í vinnu hjá frístundaheimilunum. Það gerðist hins vegar ekki. Næsti fundur var ekki haldinn

fyrr en 6 vikum síðar, 22. september. Þá ítrekaði Samfylkingin nauðsyn þess að gera eitthvað í málunum. Að rætt yrði við fagaðila og foreldra og fundin lausn. Ítrekaði að börn og foreldrar biðu í erfiðri stöðu. Í 13 vikur hafa foreldrar í hundraðatali þurft að stelast fyrr heim úr vinnunni, taka vinnuna með sér heim eða börnin sín með í vinnuna. Í 13 vikur hafa börn þurft að bíða ein heima

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi og fulltrúi í Hverfisráði Grafarvogs, skrifar: eftir skóla eða vera á þeytingi á milli staða og ýmissa aðila sem geta litið eftir þeim stund og stund. Athafnastjórnmálamaðurinn hefur haft 23 vikur til að leysa málið. 10 vikur áður en biðlistar urðu vandamál og 13 vikur eftir að þeir urðu vandamál. Oddvitinn sem í vor sagðist ætla að "hugsa stórt, horfa langt og byrja strax".

Leysum vandann Nú er fyrirkomulagið þannig að

einungis er hægt að kaupa fulla frístundavistun eða enga. Þetta tel ég ekki heppilegt fyrirkomulag við núverandi aðstæður. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur talað fyrir því að kannaðir yrðu möguleikar á hlutavistun, t.d. 3-4 daga í viku. Ég tel að margir foreldrar myndu velja slíka leið ef þeir ættu kost á því. Suma daga eru nefnilega börn að fara í skipulagt tómstundastarf, stundum er einhver heima og suma daga er maður kannski búinn fyrr í vinnunni og vill njóta dagsins með barninu sínu. Þá er óþarfi að vera að borga fyrir fulla vistun alla 5 dagana. Óþarfi að taka frá pláss sem einhvern annan vantar. Í þeim skólum í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ þar sem börn eru á biðlista eru tæplega 333 börn með fulla vistun. Ef þriðjungi þeirra nægir að vera með vistun 3-4 daga í viku er nánast komin 3-4 daga vistun fyrir þau 92 börn sem bíða eftir plássi. Ég skora á þá sem það geta og vilja að hringja í þjónustusíma Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, fá samband við frístundaheimili síns skóla og biðja um hlutavistun. Það myndi skapa pláss fyrir börn sem hafa beðið eftir frístundavistun í 13 vikur. Leysum vandann. Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í hverfisráði Grafarvogs.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.