Grafarholtsblaðið 7.tbl 2022

Page 1

GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 5.7.2022 12:15 Page 1

Grafarholtsblaðið 7. tbl. 11. árg. 2022 júlí

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

FAGNA NÝ FA ÝJJUM VIÐSKIPTA AV VINU UM

Nýja byggingarlandið við Leirtjörn afmarkað með rauðu línunni.

Nýtt byggingarland skipulagt við Leirtjörn

Áætlað er að nýtt íbúðahverfi bætist við á svæðinu vestan og norðan Leirtjarnar í Úlfarsárdal. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti skipulagslýsingu hverfisins á fundi sínum í morgun en framundan er mikil vinna við deiliskipulagið sjálft. Stefnt er að markvissu samráðsferli á skipulagstímabilinu þar sem íbúar og aðrir hagaðilar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Vinna við tillögu að nýju deiliskipulagi mun standa fram á næsta ár en búist er við því að deiliskipulagstillaga verði auglýst næsta vor og brugðist við athugasemdum í framhaldinu. Núverandi hverfi Núverandi íbúðahverfi í Úlfarsárdal hefur verið í uppbyggingu síðan 2006 og hefur nú öllum lóðum verið úthlutað. Hverfið er nærri því fullbyggt með fyrirtaks umhverfi fyrir skóla-, íþrótta og menningarstarfsemi sem er langt komin í framkvæmd nú. Uppbygging fyrir verslun og þjónustu er hafin á lóð á núverandi Leirtjarnarsvæði. Í næsta nágrenni hverfisins eru margar af helstu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins svo sem Úlfarsárdalurinn sjálfur, Úlfarsfell og Reynisvatn. Í tillögu að nýju deiliskipulagi

verður gert ráð fyrir íbúðabyggð með möguleika á samfélagsþjónustu, til dæmis hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Vegna nálægðar við verslun og þjónustu á núverandi Leirtjarnarsvæði er ekki gert ráð fyrir því í fyrsta áfanga. Gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall alls svæðisins geti orðið 0,6-0,7. Ekki er hægt að fastsetja slíkt þar sem kortleggja þarf hvort sprungur eru á svæðinu, líkt og á því svæði sem nú er uppbyggt. Gert er ráð fyrir að hæð bygginga verði á bilinu 25 hæðir en aðlagist á sama skapi að útivistarsvæði og núverandi byggð. Deiliskipulagt í áföngum Hverfið verður deiliskipulagt í áföngum. Byrjað verður á syðri áfanganum sem liggur að norðan við núverandi byggð og Leirtjörn en svæðið í heild er 8,6 hektarar. Í núverandi deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal sem tók gildi árið 2018 er fjallað um uppbyggingarsvæði norðan Skyggnisbrautar, við Leirtjörn: „Reiknað er með að nýtt byggingarsvæði við Leirtjörn verði ríflega 6 ha að stærð og þar rúmist um 360 íbúðir í fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum, aðallega raðhúsum. Fjölbýlishúsin eru á lóðum við Skyggnisbraut en raðhúsin móta jaðar byggðarinnar við opna náttúru Úlfarsfells.“ Horft verður til þess við gerð nýs deiliskipulags. Byggðin verður að hluta til fyrir eldra fólk en fyrir liggja samningar um

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGR A keiluhollin.is

s . 5 11 53 00

uppbyggingu lífsgæðakjarna, húsnæðisuppbyggingar fyrir eldri borgara með fjölbreyttu framboði af þjónustu í nærumhverfinu, meðal annars á þessu svæði.

Hólmar Björn Sigþórsson Löggiltur fasteignasali

Sími: 893 3276 | holmar@helgafellfasteignasa g g la.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Grafarholtsblaðið 7.tbl 2022 by Skrautás Ehf. - Issuu