Grafarholtsblaðið 1.tbl 2022

Page 1

GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2022 01:17 Page 1

Gjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn á boxin Persónuleg og falleg gjöf Íslenskt birki

,,Mahoný’’

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Grafarholtsblaðið 1. tbl. 11. árg. 2022 janúar

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Ólafur bestur Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram í knattspyrnu, er íþróttamaður Fram 2021. Ólafur átti virkilega gott tímabil í hinu frábæra Framliði í fyrra sem setti stigamet og fór taplaust í gegnum Lengjudeildina sl. sumar. Ólafur lék 23 leiki í deild og bikar á tímabilinu. Með aðstoð liðsfélaga sinna hélt hann markinu hreinu á útivelli í deildinni frá því í maí og fram í lok ágúst. Fyrsta markið sem Ólafur fékk á sig á útivelli skoruðu Þróttarar framhjá honum í 18. umferð. Hann var einn af burðarásum liðsins og einn af leiðtogum hópsins. Góð frammistaða Ólafs fór ekki framhjá sparkspekingum og var hann valinn í lið ársins á fotbolti.net og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Ólafur hefur gegnt stöðu varafyrirliða og borið fyrirliðabandið í fjarveru Hlyns Atla Magnússonar. Ólafur er mikill liðsmaður sem fer fyrir með góðu fordæmi og lætur vel í sér heyra inni á vellinum. Þá er hann góður félagi innan sem utan vallar og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur í félaginu. Alls hefur Ólafur spilað 95 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og bikarkeppninni. Þar af hefur Ólafur leikið 60 deildar- og bikarleiki fyrir Fram og vonandi munum við Framarar njóta krafta hans sem lengst. (Frétt frá Fram)

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Ólafur Íshólm Ólafsson íþróttamaður Fram 2021.

Mynd JKG


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.