Page 1

ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 12:39 Page 13

Gjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn á boxin Persónuleg og falleg gjöf Íslenskt birki

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Grafarholtsblað­ið 9. tbl. 10. árg. 2021 september

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Við erum meistarar meistaranna

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Framstúlkur eru bestar um þessar mundir í handknattleik kvenna. Meistarakeppni HSÍ kvenna fór fram á dögunum á Akureyri en þar mættust Íslandsog deildarmeistarar KA/Þór og Fram. Fyrri hálfleikur leiksins var jafn frá fyrstu mínútu og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 11-11.

Þjónustuaðili

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri þar til Fram stúlkur tóku öll völd á vellinum um miðjan síðari hálfleik. Þegar dómarar dagsins flautuðu til leiksloka var staðan 21-28 fyrir Fram. Mörk Fram: Emma Olsson 8, Karen Knútsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1. Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14, Írena Björk Ómarsdóttir 1. Ljóst er að lið Fram verður mjög sterkt í vetur. Til hamingju Fram!

,,Mahoný’’

Stelpurnar í Fram eru meistarar meistaranna í handknattleik.

GHB mynd Egill Bjarni Friðjónsson

VERIÐ VELKOMIN Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu

Hlökkum til að sjá þig! Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/09/21 22:06 Page 14

14

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Danith Chan skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður:

Að vera í úrvalsdeild Stúlknalið Fram vann Íslands- og deildarmeistara KA/Þór nýlega. Þær urðu því meistarar meistaranna með sigri í Meistarakeppni HSÍ. Karlalið Fram í knattspyrnu spilar nú í úrvalsdeild. Til hamingju kæru Framarar. Þið eruð öll vel að þessu komin. Í Frambókinni, rituð í tilefni 100 ára afmælis félagsins 2008, segir að Fram hafi verið stofnað af hópi stráka í miðbænum með það að markmiði að æfa fótbolta á löngum sumarkvöldum. Frá þessum tíma hefur þetta frábæra félag byggt upp ungt fólk og gefið því tækifæri að dafna, njóta íþrótta og verið, ásamt öðrum íþróttafélögum, forvörn. En hvað þýðir það að vera komin í úrvalsdeild? Það vilja allir keppa að einhverju. Sjálf keppti ég, svo lítil en full af keppnisskap, í körfubolta í Kína. Stelpurnar úr norðri voru mun stærri en ég frá Kambódíu en það sem máli skipti er að hafa viljan, þrekið og styrk til að ná árangri. Það er því eins og Reykjavíkurskáldið kvað: ,,Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar á safírsænum. En er nokkuð yndislegra – leit auga þitt nokkuð fegra – en vorkvöld í vesturbænum?”. Þetta kvað Tómas Guðmundsson en hann var aðeins 7 ára þegar Fram var stofnað en nokkuð víst að hann hafi síðar, eftir að hafa flutt úr

Grímsnesinu til Reykjavíkur, fundið fyrir því að lifandi borg er góð borg. Fram og strákarnir gæddu borgina lífi rétt eins stúlkurnar allar sem ein. Sigurður Þórarinsson, orti: ,,…keyra rúntinn piltar, sem eru í stelpuleit,…”. Það var í þá tíð en nú er öldin önnur. Því miður virðist sem Reykjavíkurborg sé fallin niður í neðstu deild hvað fjölmarga þætti varðar. Ekki er séð að Reykjavíkurþingmenn hafi gætt vel hagsmuna höfuðborgarinnar og íbúa. Óhætt er að segja að samgöngumál eru í svo miklum ólestri að piltar eigi orðið mjög erfitt með að finna stúlkur á rúntinum. Þrengingarstefnan sem rekin er af Reykjavíkurborg, með stuðningi nágrannasveitarfélaga, er að kæfa borgina. Húsnæðisverð hækkar og veldur því að ungt fólk getur ekki með góðu móti eignast íbúð á viðráðanlegu verði innan borgarmarkanna. Þetta er ekki tilviljun. Þessi þróun er viljaverk og hvar hafa þingmenn Reykjavíkur tekið á þessu máli? Ekki er séð að þeir hafi staðið sig. Eina sem virðist vekja athygli flestra er einhverjir afleggjarar af löngu gjaldþrota hugmyndafræði og stjórnmálastefnu. Mun það skila okkur einhverju? Fram flutti árið 1946 úr miðbæ Reykjavíkur upp í Skipholt, árið 1972 í

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Danith Chan skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Safamýrina og svo á 100 ára afmælinu upp í Úlfarsárdal en sinnir enn Háaleitishverfinu. En hvernig gengur að aka með börnin í dag, í skóla, úr skóla, á skauta og í tennis svo eitt dæmi sé nefnt? Þó svo að almenningssamgöngur séu mikilvægar er ekki svo að við getum hætt að þróa samgöngur á fjölbreyttum sviðum og nýta samhliða einkabílinn. Einkabíllinn veitir fólki aukið frelsi. Mikilvægt er að fjölga hjólastígum og tryggja að börn séu þar örugg í umferðinni. Orkuskiptin eru að eiga sér stað, rafmagnsbílar fara á rúntinn í meira mæli en skutlið með börnin

mun halda áfram. Við, sem erum barnafólk, vitum að þetta er flóknara en svo að borgarlína, eins og hún er nú áformuð af yfirvöldum, muni leysa þetta ein og sér. Eigum við að breyta Reykjavík í breska stórborg eða franska miðaldarborg? Er það hægt? Hvers vegna má Reykjavík ekki vera áfram Reykjavík og þroskast í takt við tíðarandann? Á þessi þéttingastefna, sem rekin er samhliða borgarlínuáformum, að stuðla að því að fasteignaverð hækki enn frekar? Mikilvægt er að Reykjavíkurborg og þingmenn borgarbúa sýni framsýni þeg-

ar kemur að skipulagsmálum og tryggi örugg og skilvirkt samgöngukerfi fyrir alla íbúa. Komum Reykjavík aftur í úrvalsdeild með bættri þjónustu við alla íbúa, alltaf. Kjósið Miðflokkinn, enda flokkur fólks sem þorir og stendur við gefin fyrir heit. Höfundur: Danith Chan, LLM meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, MBA viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði vvottað ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og SStyðjumst tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

"

Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 15:52 Page 15

Heilbrigðisskimun Heilbrigðiss kimun fyrir alla! fyrir


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/09/21 15:09 Page 16

16

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Jón Steindór Valdimarsson skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Daði Már Kristófersson skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður:

Jón Steindór talar á fundi COSAC í Búkarest. (COSAC = Conference of Community and European Affairs Committees of Parliaments of the European Union).

Fjölskylda Daða á jólunum þau Sólveig, Atlas, Gunnhildur, Margrét Björk, Daði og Ásta Hlín.

Vilja ódýrari matarkörfu og lægri vexti Árbæingurinn Daði Már Kristófersson og Grafarvogsbúinn Jón Steindór Valdimarsson eru í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavík í komandi þingkosningum. Daði Már er prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar. Hann skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Jón Steindór er þingmaður Viðreisnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jón Steindór er giftur Gerði Bjarnadóttur íslenskukennara við Menntaskólann í Kópavogi. Saman eiga þau þrjár dætur, Gunni, Höllu, og Hildi. Þá eru barnabörnin fimm. „Ég hef setið á þingi síðastliðin fimm ár og verið þingmaður Suðvesturkjördæmis. Nú er ég hins vegar kominn heim, ef svo má segja, þar sem ég hef búið og starfað í Reykjavíkurkjördæmi norður öll mín fullorðinsár. Tengsl mín við kjördæmið eru því afar sterk,“ segir Jón Steindór. „Ánægður með að Grafarholtið sé nú orðið enn stærri hluti af kjördæminu mínu“ Daði er giftur Ástu Hlín Ólafsdóttur ljósmóður og saman eiga þau fjögur börn, Sólveigu, Margréti Björk, Atlas og Gunnildi. Þá á fjölskyldan hundinn Krumma. Daði hefur búið öll sín fullorðinsár í Reykjavíkurkjördæmi suður ef frá eru talin námsárin á Hvanneyri og í Noregi. „Ég er rosalega ánægður með að Grafarholtið sé nú orðið enn stærri hluti af kjördæminu mínu. Mér er einstaklega hlýtt til Grafarholtsins. Hér bjuggu amma mín og afi síðustu æviárin í Þórðarsveignum,“ segir Daði. Þjónustan aðalatriðið, ekki rekstrarformið Þau málefni sem Viðreisn setur helst á oddinn í þessum kosningum eru stöðugur gjaldmiðill, loftslagsmál, heil-

brigðismál og sjávarútvegurinn. Daði segir það algjört forgangsmál að tryggja stöðugt gengi íslensku krónunnar. Það muni hafa bein áhrif á afkomu heimilanna. „Vextir húsnæðislána munu lækka og greiðslubyrði lánanna verður fyrirsjáanlegri. Matarkarfan verður ódýrari og kaupmáttur launa stöðugri. Rekstrarskilyrði nýsköpunarfyrirtækja munu gjörbreytast og möguleikarnir á að byggja upp atvinnugreinar á íslensku hugviti munu batna til mikilla muna,“ segir Daði. Annað forgangsmál sé að nýta fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. „Framtak einstaklinga er uppspretta framfara í samfélaginu en frábært dæmi um vel heppnaðan einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er Heilsugæslan Höfða,“ segir Daði. Þannig sé þjónustan aðalatriðið en ekki rekstrarformið. Loftslagsváin stærsta verkefni samtímans Spurður út í sjávarútveginn og stefnu Viðreisnar í þeim efnum segir Jón Steindór: „Mér finnst mikilvægast að landsmenn njóti réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar og að það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði.“ Síðast en ekki síst nefnir Jón Steindór loftslagsvána sem hann telur vera stærsta verkefni samtímans. „Hérna megum við engan tíma missa. Ég tel að Íslendingar eigi að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Við eigum að nýta hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verðum við að leggja áherslu á að það verði dýrt að menga,“ segir Jón Steindór.

Jón Steindór og Gerður kona hans í göngu í Lónsöræfunum.

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

Daði og Labradorinn Krummi í Þjófadölum á Kili.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 22:01 Page 17

LÆK LÆKKUM KUM K KOS KOSTNAÐ OSTNAÐ OSTNAÐ HEIMILA HEIMILANNA NNA

T ryggjum st öðugleika, lægri vexti og ódýrari mat arkörfu með því að fest a Tryggjum stöðugleika, matarkörfu festa gengi krónunnar við evru. Þ annig auðveldum við ungu fólki og fyrirt ækjum Þannig fyrirtækjum að ðk koma undir di sig i fót fótunum í ííslensku l k samfélagi. fél i

GEFÐU FRAMTÍÐINNI TÆKIFÆRI


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 12:27 Page 18

18

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Svandís Svavarsdóttir skipar fyrsta sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður:

Við lok kjörtímabils

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem nú situr var mynduð þvert á hið pólítíska svið, frá vinstri til hægri. Ríkisstjórnin hafði skýra sýn um uppbyggingu velferðarkerfisins og umbætur á mörgum sviðum sem hefðu það markmið að á Íslandi yrði gott að lifa, fyrir unga sem aldna. Þegar litið er yfir kjörtímabilið sem nú er að renna sitt skeið getum við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði verið stolt af árangri ríkisstjórnarinnar. Verkefni sem unnið hefur verið að og kláruð á tímabilinu endurspegla vel grunnstoðirnar í stefnu VG; umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlega friðarhyggju og félagslegt réttlæti og eru til þess fallin að byggja hér upp gott samfélag, þar sem jöfnuður ríkir. Mig langar til að nefna nokkur verkefni sem hafa verið unnin á kjörtímabilinu. Í heilbrigðismálum hefur heilbrigðisstefna verið samþykkt, 140 ný hjúkrunarrými verið byggð og aðstaða bætt í enn fleirum, greiðsluþátttaka sjúklinga hefur verið lækkuð verulega, framlög til heilsugæslunnar aukin um 25% og framkvæmdir fjármagnaðar og hafnar við nýtt þjóðarsjúkrahús. Í jafnréttismálum má nefna að ný löggjöf um þungunarrof, sem ég lagði fram á Alþingi, var samþykkt, en lögin tryggja sjálfsforræði og sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Einnig má nefna þá breytingu sem gerð hefur verið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega núna skrifa upp á getnaðarvarnarlyf. Réttur til að skilgreina eigið kyn hefur verið tryggður með nýjum lögum um kynrænt

sjálfræði og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í heilt ár. Lögð hefur verið áhersla á umhverfismál á kjörtímabilinu. Stórátak var gert í friðlýsingum svæða, fyrsta fjármagnaða aðgerðaáætlunin gegn loftslagsvánni unnin og Loftslagsráð og Loftslagssjóður stofnuð. Innleiðing hringrásarhagkerfisins hófst af krafti, m.a. með breytingum á lögum um úrgangsmál og hringrásarhagkerfi sett af stað. Mikilvægar aðgerðir í lýðræðismálum hafa orðið að veruleika á tímabilinu. Löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis hefur verið styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndarstarf og þingflokka, skattrannsóknir efldar og mörk sett á eignarhald á landi með nýjum jarðalögum, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef við ræðum velferðarmál sérstaklega þá má nefna að hlutdeildarlán fyrir nýtt fólk á húsnæðismarkaði voru sett á, en þau geta hjálpað tekjulágum fyrstu kaupendum að ná kröfu um fyrstu útborgun, 35% lækkun á skerðingu örorkulífeyrisþega gagnvart atvinnutekjum varð, 75.000 kr. hækkun á frítekjumarki aldraðra og 35% hækkun grunnatvinnuleysisbóta á tímabilinu. Ríkisstjórn sem Vinstrihreyfingin grænt framboð leiðir er besta mögulega ríkisstjórnin, fyrir samfélagið allt. Veljum Vinstri græn. Svandís Svavarsdóttir skipar 1. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Kj!"#$%&'('A)alfundur Kvenf*lags +rb,jars-knar

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

(fresta)ur fr. feb.2021)

Ver)ur haldinn m.nudaginn 20.september 2021

BG

kl. 18.00 / Safna)arheimili +rb,jarkirkju

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GA GATA) ATTA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Grafarholtsblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844 Dagskr.0' •! 1234&526'7)859&3:8;#"!;9' •! <86#=;.'>2";8;?3#' •! @%4855A'B83:8>?338' •! CD;?;52#"&;' •! <E;?3:?#'FGHI@JK7'L6'=899?'.'MNNN'=;' ' '

F>239*586#=L3&;'2;&'B>8""8;'"?5'8)'"8=8'O2)'#*;'62#"?P' '755?;'>25=LO3?;' @"4-;3'F>239*586#'+;Q,48;#-=38;'

FINNUR ÞÚ Prófaðu á n næsta sölustað. Þú ú gætir gæti ætir unnið 20.000 kr. krr. í einum hvelli! ve elli!

?


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 10:31 Page 11

XV

25. sept.

Sköpum öllum tækifæri Enginn afsláttur í loftslagsmálum Réttlátara skattkerfi Tækifæri eiga ekki að vera forréttindi

Verið velkomin í heimsókn til okkar á kosningaskrifstofu VG í Reykjavík. VG Portið – Bankastræti 2, Torfunni. Opið 15-18 virka daga, 13-17 um helgar.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 17:06 Page 20

20

Fréttir

Grafarholtsblaðið

KYHUƓGPLWWLV KYHUƓGPLWWLV Nokkrir kennarar Tónlistarskólans í Grafarvogi á kennarafundi.

.RVQLQJDUKHIMDVW . RVQLQJDUKHIMDVW VHSWHPEHU VHSWHPEHU 

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

1.990

2.490

HL A ÐBOR Ð & GO S

HL A ÐBOR Ð & K A L DUR

KR.

KR.

U mh v e rf i s v æn í s l e n s k h ö n n u n

Tónlistarskóli Grafarvogs 30 ára:

Mikil kennsla fer fram í Dalskóla og Sæmundarskóla Tónlistarskólinn í Grafarvogi fagnar í ár 30 ára afmæli sínu. Skólinn var stofnaður árið 1991 af Sigríði Árnadóttur tónmenntakennara og skólastjóra og Wilmu Young fiðlukennara. Mikil vöntun var á tónlistarkennslu í Grafarvogi og voru nemendur 100 talsins, strax við stofnun skólans. Kennsla fór í fyrstu fram í sal í Hverafold en einnig var kennt í Foldaskóla, Hamraskóla, Húsaskóla og Rimaskóla. Árið 1994 eða þremur árum eftir stofnun, flutti skólinn inn í sitt eigið húsnæði í Hverafold 5 og hefur verið þar til húsa síðan. Áður en skólinn hafði sinn eigin sal til afnota voru tónleikar stundum haldnir í kjallara Grafarvogskirkju á meðan hún var í uppbyggingu. Það má segja að Tónlistarskólinn í Grafarvogi hafi vígt tónleikahald í Grafarvogskirkju með tónleikum á grunnplötu kirkjunnar undir berum himni. Til tónleikahalds voru einnig nýtt salakynni Rimaskóla og víðar. Eftir vígslu Grafarvogskirkju hafa stærri tónleikar skólans ávallt farið fram í kirkjunni eða minnst fernir tónleikar að vori og fernir fyrir jól. Á starfstíð skólans hefur skólinn tekið þátt Strengjamóti þar sem 350 börnum er stefnt saman víða af landinu. Jafnframt kom skólinn að því að skipuleggja mótið hér í Reykjavík sem lauk með stórtónleikum í Hörpu. Stjórnendur og kennarar skólans leggja mikið upp úr því að nemendur fái tækifæri til að spila við hin ýmsu tækifæri fyrir unga sem aldna eins og í messum fyrir jól, fyrir aldraða, í leikskólum, grunnskólum og víðar. Skólinn sendir ávallt nemendur frá sér til þátttöku í Nótunni og hefur átt framlag í Unglist, listahátíð ungs fólks.

Fjármagn til skólans hefur aukist jafnt og þétt með mikilli eftirspurn og stunda nú 200 nemendur nám við skólann. Nemendur skólans koma víða að en mikil kennsla fer nú fram í Grafarholti í Dalskóla og Sæmundarskóla. Stækkandi skóli kallar á aukið skipulag og hefur Sigríður Árnadóttir skólastjóri ráðið með sér aðstoðarskólastjóra, Eddu Austmann en hún kennir jafnframt söng og fornám. Ráðnir hafa verið inn fleiri píanókennarar með mikla starfsreynslu. Þar má nefna Arndísi Björk Ásgeirsdóttur, Petiu Benkovu og Sigríði Ósk Kristjánsdóttur. Nýr gítarkennari hóf störf í haust, Francisco Javier Jáuregui og harmóníkukennari, Halldór Pétur Davíðsson sem lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Grafarvogi árið 2012. Allir kennarar skólans eru langskólagengnir og hafa lokið prófgráðum á sín hljóðfæri. Þeir búa yfir metnaði að mennta framtíðartónlistarmenn, iðkendur og unnendur. Kennarar leggja sig fram við að hlúa að nemendum og sinna þeirra áhugasviði. Starfsaldur kennara við skólann sýnir að í skólanum ríkir góður starfsandi og innanborðs líður fólki vel. Aðrir kennarar eru Auður Hafsteinsdóttir, Matthías Stefánsson og Victoria Tarevskaia sem kenna á strengjahljóðfæri. Bjarni Helgason og Grétar Geir Kristinsson sem kenna á gítar. Ilka María Petrova Benkova sem kennir á flautu og píanó. Galina Akbacheva, Hafdís Kristinsdóttir, Hrafnhildur Linda Steinarsdóttir og Katalin Lörincz kenna á píanó en síðastnefnd sér um meðleik ásamt Helga Má Hannessyni. Ólafur Elíasson er stjórnandi Rytmadeildarinnar sem hefur getið af sér vinsælar hljómsveitir og rytmíska tónlistarmenn. Rytmadeildin er mikilvægur vettvangur fyrir hæfileikarík ungmenni

að stunda list sína fram á fullorðinsár. Forskólinn hefur stækkað og eflst á síðustu árum. Á fyrra ári forskólans læra börnin á allskyns slagverkshljóðfæri, þar á meðal tréspil en talsverð áhersla er á blokkflautu og söng. Námsefnið er ákaflega skemmtileg nýútgefin bók, Tuttugu töffarar, eftir mjög reynda forskólakennara, þær Ólöfu Maríu Ingólfsdóttur og Önnumariu Lopa. Námsefninu fylgir meðleikur sem hvetur börn til heimaæfinga og kveikir áhuga hjá báðum kynjum. Eftir að nemendur ljúka fyrsta ári þar sem áherslan er lögð á laglínur fá börnin innsýn í heim hljóma með hjálp ukulele. Þar er meðal annars stuðst við bók Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Þau læra einfaldan hljómagang fyrir smáa fingur og fá grunnþekkingu á hljómborðið. Að loknu tveggja ára forskólanámi býðst áhugasömum að halda áfram að styrkja rödd sína í litlum sönghópum samhliða einkanámi á hljóðfæri. Í skólanum er strengjasveit undir stjórn Auðar Hafsteinsdóttur sem ávallt vekur mikla lukku á tónleikum. Í skólanum eru einnig litlir fiðluhópar undir handleiðslu Auðar og sellóhópar undir handleiðslu Victoriu Tarevskaiu en vinna í hóp gerir námið oft áhugaverðara fyrir unga nemendur. Aðrir hóptímar eru að sjálfsögðu tónfræði, saga og tónheyrn. Kennarar eru Gunnar Karel Másson og Rakel María Axelsdóttir. Á tímum Covid hefur verið minna um stóra viðburði á vegum skólans en kennarar hafa verið skapandi í því að miðla tónleikum í gegnum streymi. Stórafmæli skólans hefur enn ekki fagnað með þeirri pomp og prakt sem til stóð en stefnt er að stórtónleikum um leið og léttir til.

Allir kennarar skólans eru langskólagengnir og hafa lokið prófgráðum á sín hljóðfæri.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/04/21 20:33 Page 7

POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL

Stærsta verkstæði landsins í næsta nágrenni

Breiðhöfða 13

Grjóthálsi 10

Nesdekk Breiðhöfða 13. Eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins. Tímapantanir á nesdekk.is Nesdekk Grjóthálsi 10. Engar tímapantanir. Þú mætir með bílinn og ferð í röð.

Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar er hægt að sjá verð á dekkjum okkar og panta sér tíma í dekkjaskipti!

Sjáðu úrvalið á

nesdekk.is

Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun

Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð

Stærðin skiptir ekki máli á Breiðhöfða 13.

Öryggi í umferð síðan 1996


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 14/09/21 12:14 Page 22

22

Fréttir

Ásmundur­Einar­Daðason,­félags-­og­barnamálaráðherra­og­oddviti­Framsóknarflokksins­ í­Reykjavíkurkjördæmi­norður:

Sigurhans Vignir 06.03.–19.09.2021 Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is

ÚTFARARSTOFA ÚT FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og farar ef óskað er ræðum skipulag útfarar Sverrir Einarsson

Grafarholtsblaðið

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚT ÚTFARARSTOFA FARARSTOFA HAFNARFJARÐAR HAFNARFJARÐAR www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Breytingar­í málefnum­barna Frá því ég tók við ráðherraembætti árið 2017 var það afar skýrt í mínum huga að ég hygðist leggja aðaláherslu á breytingar í málefnum barna. Bæði er það vegna míns bakgrunns, en í æsku minni upplifði ég ýmislegt sem ég áttaði mig á sem fullorðinn maður að hefði mátt vera öðruvísi og að kerfið hefði getað brugðist við með betri hætti, sem og að ég hafði heyrt kringum mig að fólk lýsti velferðarkerfinu sem ætti að veita börnum þeirra þjónustu væri of flókið, brotakennt og vinsælt lýsingarorð var „völundarhús“. Upphaf kjörtímabilsins hjá mér fór í það að taka alla þá fundi sem fólk óskaði eftir, mæta í ýmiss konar félagasamtök og hitta marga einstaklinga sem höfðu þekkingu á málefnum barna. Hvort sem var um að ræða foreldra barna sem þurfa á þjónustu að halda, fullorðið fólk sem hefði viljað sjá hlutina öðruvísi þegar þau sjálf voru börn eða sérfræðinga og fagaðila í öllu því sem að börnum snýr. Þetta vildi ég gera til þess að fá yfirsýn yfir þau atriði sem bæta þyrfti og einnig þau atriði sem væru í

góðum farvegi. Eftir þessi samtöl varð ég enn sannfærðari um að við þyrftum að leggja ofuráherslu á þessi mál. Þegar börn fá góða þjónustu sem skilar þeim vel inn í fullorðinsárin fær samfélagið aukinn kraft. Samfélagið verður heilbrigðara, ríkara af fólki sem treystir sér til að taka þátt á vinnumarkaði og fólki líður betur. Brotin æska skilar sér nefnilega því miður oft í því að fullorðinsárin verða brotin líka. Samtöl við þá sem hafa átt í erfiðleikum með neyslu fíkniefna og áfengis og samtöl við fanga og fleiri hópa leiða iðulega til þess að fólk finnur rót sinna erfiðleika í æsku sinni. Ég trúi að með því að koma betur til móts við börn sem þurfa þjónustu munum við sjá það til framtíðar að fullorðnum með erfiðleika, líkt og áðurtalda, mun fækka. Nýtt velferðarkerfi fyrir börn Á nýju með taka

líðandi kjörtímabili kom ég á velferðarkerfi fyrir börn. Frá og næstu áramótum, þegar ný lög gildi – Lög um samþættingu

þjónustu í þágu farsældar barna – á að vera starfandi tengiliður í nærumhverfi allra barna. Nærumhverfi barna telst sem fyrsta stig þjónustu, þar sem öll börn fá þjónustu og forvörnum og fjöldaverkefnum er sinnt. Allt frá heilsugæslunni, þar sem börn koma reglulega við frá fæðingu, svo í leikskóla, grunnskóla og að lokum framhaldsskóla. Þessi tengiliður á að vera sá aðili sem er í tengslum við börn og fjölskyldur þeirra og hefur þekkingu á kerfinu. Verði ástæða til, getur tengiliðurinn fært mál barns upp á annað eða þriðja stig þar sem málsstjóri tekur við keflinu og samþættir þjónustuna. Á öðru og þriðja stigi þjónustu eru börn sem hafa þörf á fjölþættari, mjög sértækri eða víðfeðmari þjónustu en hægt er að veita á fyrsta þjónustustigi. Málsstjóri er sá sem er í tengslum við barnið og fjölskyldu þess og hefur þekkingu á kerfinu sem fjölskyldan þarf þá ekki að verða sérfræðingur í. Málsstjórinn kallar alla sérfræðinga að borðinu og passar upp á að veitt sé heildstæð þjónusta með faglegri yfirsýn.

Grafarholtsblað­ið Ritstjórn­og­auglýsingar­sími­698-2844

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Frá­bær­ gjöf­fyr­ir­ veiði­menn­ og­kon­ur Gröf­um­nöfn­veiði­manna­á­box­in Uppl.­á­www.Krafla.is­(698-2844)


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/09/21 11:01 Page 23

23

Fréttir

Grafarholtsblaðið Samvinnuhugsjón að verki Þessar breytingar náðust með nýrri hugsun í stjórnmálavinnu. Ég fékk yfir 1.000 manns að borðinu, notendur þjónustu, fyrrum notendur þjónustu, fagfólk og fólk úr öðrum þingflokkum. Með samvinnuhugsjón Framsóknar að leiðarljósi náðum við niðurstöðu í góðri sátt sem leiddi til þeirrar lagasetningar sem varð svo að veruleika síðastliðið vor og taka ný lög gildi næstu áramót. Hið sama langar mig til að framkvæma í öðrum málaflokkum. Til að mynda í málefnum eldra fólks, sem þarfnast sárlega samþættingar á borð við þá sem fram fór í málefnum barna. Einnig fyrir fólk sem lent hefur í áföllum til að styrkja það til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Með þeim hætti fjárfestum við í fólki og sköpum verðmæti fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Verkefni næsta kjörtímabils Á næsta kjörtímabili, að auki við að útvíkka samþættingarhugsunina yfir í aðra málaflokka, er mikilvægt að

Á komandi kjörtímabili vil ég einnig halda áfram á þeirri vegferð sem hafist hefur í barnaverndarkerfinu. Barnaverndarnefndir hafa í áratugi verið skipaðar pólitískum fulltrúum sveitarfélaga. Svo verður ekki til framtíðar vegna breytingar á barnaverndarlögum sem samþykktar voru í vor. Pólitískir fulltrúar víkja nú fyrir fagfólki. Barnaverndarumdæmi hafa verið stækkuð í þeim tilgangi aðallega að lítil sveitarfélög taki sig saman og njóti meiri fagmennsku í málaflokknum en mögulegt hefur verið hingað til, sem og til þess að nálægð starfsfólks barnaverndarkerfisins sé ekki of mikil við skjólstæðinga. Við erum rétt að byrja Það er margt sem við höfum náð að koma til leiðar á líðandi kjörtímabili, en ég tel að það sé alveg ljóst að við erum bara rétt að byrja. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki með þeim hætti sem við höfum þegar hafið. Þessi nýja hugsun í stjórnmálum skilar greinilegum árangri. Ég vona því að ég fái þinn stuðning í

,,Hið sama langar mig til að framkvæma í öðrum málaflokkum. Til að mynda í málefnum eldra fólks, sem þarfnast sárlega samþættingar á borð við þá sem fram fór í málefnum barna. Einnig fyrir fólk sem lent hefur í áföllum til að styrkja það til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Með þeim hætti fjárfestum við í fólki og sköpum verðmæti fyrir einstaklinga og samfélagið allt, ” segir Ásmundur Einar Daðason, félagsog barnamálaráðherra. halda áfram á þeirri vegferð sem farin er af stað í málefnum barna. Undirstöðurnar eru komnar en fram undan er að fara yfir öll þau úrræði sem eru í boði, hvort þau séu að skila árangri eða hvort þurfi að breyta þeim eða bæta við. Úrræðin eiga að vera þau allra bestu sem í boði eru – Þannig náum við bestum árangri.

komandi Alþingiskosningum til þess að leiða þessi mál enn lengra. Ég hvet þig til að setja X við B í komandi kosningum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti xB í Reykjavíkurkjördæmi norður

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

TAKK FYRIR AÐ FLOKKA

Lifi lífrænn úrgangur! Brún tunna undir lífrænan eldhúsúrgang verður í boði fyrir íbúa í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Norðlingaholti frá september 2021. Lífræni úrgangurinn verður meðhöndlaður í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi þar sem unnið er úr honum metan og jarðvegsbætir.

Pantaðu þína tunnu á ekkirusl.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 09:05 Page 24

24

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

KOMIN ! AFTUR Þú getur unnið

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Grafarholt.

Ljósmynd: -sbs

Kosning í Hverfið mitt:

Taktu þátt í að gera hverfið þitt enn betra Ótalmargar og fjölbreyttar hugmyndir bárust frá íbúum Grafarholts og Úlfarsárdal í lýðræðisverkefninu Hverfið mitt og von bráðar gefst ykkur íbúunum kostur á að kjósa verkefni sem þið viljið að verði framkvæmd í hverfinu. Kosningin stendur yfir frá fimmtudeginum 30. september til hádegis fimmtudagsins 14. október næstkomandi. Allir íbúar sem verða 15 ára á þessu ári, og eldri, geta kosið. Hvet ég íbúa hverfisins því eindregið til að taka þátt og kjósa hvaða verkefni þeir vilja sjá verða að veruleika. Íbúar hverfisins hafa 60 milljónir króna til umráða og hefur potturinn aldrei verið stærri. Í hugmyndasöfnuninni bárust ótalmargar fjölbreyttar hugmyndir fyrir alla aldurshópa sem hægt verður að kjósa um. Má þar nefna útivistar- og dvalarsvæði, körfuboltavöll, göngustíga víða um hverfið, æfingatæki fyrir alla aldurshópa, listaverk og margt

fleira. Hægt er að kynna sér hugmyndir hverfisins sem verða í kosningu á www.Hverfidmitt.is

höndum - taktu þátt í að gera hverfið þitt enn betra. Eiríkur Búi Halldórsson – verkefnisstjóri Hverfið mitt

Íbúar Grafarholts og Úlfarsársdals eiga hrós skilið fyrir góða þátttöku í verkefninu enda hefur kosningaþátttakan Í Hverfið mitt verið mest í þessu hverfi síðustu tvö ár. Vel gert! Ég hvet íbúa hverfisins til að gefa enn meira í og ná enn betri árangri í ár. Það er auðvelt að taka þátt og kosningin er rafræn. Hægt verður að kjósa með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og tekur atkvæðagreiðslan stutta stund. Kosið verður inni á www.Hverfidmitt.is og opnar kosningasíðan 30. september. Hægt er að kynna sér kosningarnar og margt meira um Hverfið mitt inni á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Reykjavik.is. Þitt nánasta umhverfi er í þínum

Eiríkur Búi Halldórsson.

Grafarholtsblaðið

sex sinnum!

Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844

Lumar þú á frétt úr hverfinu? - Grafarholtsblaðið er á skrautas.is Ef þú lesandi góður lumar á góðri frétt eða hugmynd að efni í Grafarholtssblaðið þá hafðu endilega samband við okkur. Við tökum glöð á móti tillögum að efni í blaðið og allar ábendingar eru vel þegnar. Ef þeir sem hafa samband við okkur óska nafnleyndar þá verðum við að sjálfsögðu við því.

Hægt er að hafa samband við okkur í síma 698-2844 eða 699-1322 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á gv@skrautas.is Öll Grafarholtssblöð, mörg ár aftur í tímann, er hægt að sjá á tölvutæku formi og fletta blöðunum á www.skrautas.is

Við tökum við ábendingum um efni í blaðið í símum 698-2844 eða 699-1322 og á gv@skrautas.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 12/09/21 21:32 Page 21

GRILLBÓkin er komin

UX

VEITINGA R

L

Yfir 100 bestu uppskriftir sælkerabÚdarinnar -

ak Á t n i e -DU S PANTA ERABÚ-DIN.I SÆLK BITRUHÁLSI 2 SÍMI 578 2255 www.sælkerbú-Din.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 12:47 Page 26

26

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Glæsilegur hópur Framara í poomsae.

Gríðarleg tæknivinna skilaði sér

Plötur til sölu á hálfvirði

Úrtökur fyrir landsliðin í poomsae fóru fram á föstudaginn. Við vorum með hvorki meira né minna en SJÖ iðkendur frá Fram og hefur deildin aldrei átt fleiri þátttakendur í neinum úrtökum hvorki í sparing né poomsae, þó vantaði einn í hópinn.

Ert þú að stofna fyrirtæki eða byrja með verslun? Hér er tækifæri til að ná í MDF veggjaplötur á hálfvirði. Plöturnar eru 10 talsins og lítið sem ekkert notaðar. Með í kaupunum fylgir mikið magn af járnum (pinnum) í ýmsum stærðum og gerðum. Uppl. í síma 698-2844

$

)"

Við erum ótrúlega ánægð með þessa þátttöku og kannski sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki tekið eina einustu poomsae æfingu síðan í vor.

+

"*$$

Við eigum því núna sex iðkendur í landsliðinu og tvo iðkendur í Talent Team liðinu sem er undirbúningslið ætlað yngri og/eða lægri beltum. Við erum ótrúlega stolt af okkar iðkendum og vitum að þetta var þrekraun langt utan við þægindarammann hjá sumum. En þetta segir okkur það að öll þessi gríðarlega tæknivinna sem við djöfluðumst í síðasta vetur er að skila sér, ekki bara í stórbættri tækni heldur

4+ . + "

einnig í verulega auknu sjálfstraust. Það er svo gaman að sjá okkar iðkendur vaxa, bæði sem taekwondo iðkendur og sem einstaklingar. Við höfum svo sem ekki reiknað það út en….. miðað við iðkendafjölda er ég viss um að Fram er með hæstu prósentuna af landsliðsfólki ? Vel gert Framarar Taekwondodeild Fram

" ! $ ! 3 "#)"

Grafarholtsblaðið er lesið á hverju heimili Mest lesni fjölmiðillinn í hverfinu? Auglýsingar skila árangri í Grafarholtsblaðinu

698-2844


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 17:02 Page 27

, D M M S  ­  F Q T M M R J ² K T L ( Q @ E @ Q U N F H  N F  ( Q @ E @ Q G N K S H

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

1.9 9 0

2. 49 0

HL AÐBORÐ &GOS

HL AÐBORÐ &K ALDUR

KR.

KR.

Útfararþjónusta í yfir 70 ár

Lóðamörk

Lágmark 2,80 m

Stétt/stígur

Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN

Lágmark 4,20 m

Akbraut

Lágmark 2,80 m

Lóðaamörk rk

Stétt/stígur

Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 10:09 Page 28

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarholtsblaðið 9.tbl 2021  

Grafarholtsblaðið 9.tbl 2021  

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded