Page 1

ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 16/08/21 17:13 Page 7

Gjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn á boxin Persónuleg og falleg gjöf Íslenskt birki

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Grafarholtsblað­ið 8. tbl. 10. árg. 2021 ágúst

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Fram í deild þeirra bestu á ný Lið Fram hefur leikið mjög vel í sumar undir stjórn Jóns Sveinssonr í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þegar þetta er skrifað er lið Fram nánast öruggt með sigur í deildinni og sæti í Pepsimax deildinni á næsta ári. Fram hefur leikið 16 leiki í deildinni og 17. leikurinn fer fram 19. ágúst en það er heimaleikur gegn Selfossi. Fram er með 44 stig en ÍBV er í öðru sæti með 35 stig, einnig eftir 16 leiki. Kórdrengir eru í þriðja sæti með 28 stig eftir 15 leiki. Framarar þurfa 5 stig til viðbótar af þeim 18 stigum sem eru í boði í síðustu sex leikjum sumarsins. Fram á eftir heimaleik gegn Selfosi á morun, útileik gegn Þrótti Reykjavík 24. ágúst, heimaleik gegn Gróttu 28. ágúst, útileik gegn Grindavík 4. september, útileik gegn Kórdtrengjum 11. september og lokaleikurinn er gegn Aftureldingu á heimavelli þann 18. september. Við óskum Fram til hamingju með frábært sumar.

,,Mahoný’’

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Lið Fram sem leikur í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili eftir alltof langa fjarveru.

VERIÐ VELKOMIN Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu

Hlökkum til að sjá þig! Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 16/08/21 18:20 Page 8

8

Fréttir

Frá bær gjöf fyr ir veiði menn og kon ur Gröf um nöfn veiði manna á box in Uppl. á www.Krafla.is (698-2844) ÚTFARARSTOFA ÚT FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og farar ef óskað er ræðum skipulag útfarar Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚT ÚTFARARSTOFA FARARSTOFA HAFNARFJARÐA HAFNARFJARÐAR R www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Grafarholtsblaðið

Sr. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarsókn, sr. Leifur Ragnar Jónsson, prestur í Grafarholtssókn og sr. Sigurður Grétar Helgason, prestur í Grafarvogssókn. Mynd: Katrín J. Björgvinsdóttir.

Útimessa þriggja safnaða Fjöldi fólks sótti sameiginlega guðsþjónustu safnaðanna í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Einu sinni á ári koma söfnuðirnir saman til þessa helgihalds. Þegar það er á vegum Árbæjarsóknar er guðsþjónustan sunnan kirkjunnar, og á Nónhæð þegar Grafarvogssöfnuður á leik og Reynisvatn er staður Grafarholtssöfnuðar. Þetta eru útiguðsþjónustur. Það er annar svipur á þeim en þegar þær eru innan kirkju. Kannski er það tilbreytingin sem gefur tóninn eða ánægjan yfir því að geta komið saman utan húss til

samkomuhalds sem ekki er alltaf auðvelt hér á landi. Ilmur af gróðri fyllir vitin og í fjarska heyrist ómur af amstri borgarinnar.

pylsuhressingu og kaffi. Pylsur eru ótrúlega vinsælar hjá öllum kynslóðum og þær runnu út. Arnór grillari Stefánsson hafði vart undan en það hafðist þó.

Prestar úr söfnuðunum þremur komu að guðsþjónustunni. Þeir sr. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, sr. Leifur Ragnar Jónsson, prestur í Grafarholtssókn og sr. Sigurður Grétar Helgason, prestur í Grafarvogssókn. Reynir Jónasson lék undir almennan safnaðarsöng á harmonikku.

Eftir helgihaldið var rætt við nokkra viðstadda. Allir voru ánægðir með þetta fyrirkomulag og einn sagði að útiguðsþjónustur mættu vera fleiri. Sumir viðmælenda þeirra höfðu gengið frá Grafarvogskirkju en önnur komu akandi þaðan og frá Guðríðarkirkju. Einn kom á reiðhjóli.

Eftir guðsþjónustuna var boðið upp á

Skýrir valkostir í komandi alþingiskosningum - eftir Kjartan Magnússon Ljóst er að komandi alþingiskosningar, 25. september, verða með hinum mikilvægustu í sögu lýðveldisins. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið að mörgum mikilvægum verkefnum með farsælum hætti eins og baráttan við veiruna er gott dæmi um. Þeirri baráttu er hins vegar ekki lokið. Eftir kosningar í september þurfa Íslendingar áfram sterka ríkisstjórn, með góðan meirihluta landsmanna að baki sér, sem getur haldið þessari baráttu áfram og jafnframt unnið samhent að fleiri mikilvægum málum eins og endurreisn atvinnulífsins, bættum lífskjörum, aðhaldi í ríkisfjármálum og umbótum í opinberri þjónustu, ekki síst í heilbrigðisþjónustunni.

Útfararþjónusta í yfir 70 ár Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN

Stöðugleika í stað smáflokkakraðaks Stöðugleiki í stjórnmálum er forsenda velgengni í efnhagsmálum. Samkvæmt skoðanakönnunum er hins vegar líklegt að allt að níu þingflokkar verði á Alþingi eftir kosningarnar. Það segir sig sjálft að slík niðurstaða myndi ekki stuðla að stöðugleika í stjórnmálum heldur sundrungu. Með eintómum smáflokkum á Alþingi er ólíklegt að hægt verði að starfhæfa ríkisstjórn og sömu skoðanakannanir sýna að aðeins yrði hægt að mynda fjögurra flokka stjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. Valkostir kjósenda hafa sjaldan verið jafn skýrir. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum eykur líkurnar á að hægt verði að mynda trausta meirihlutastjórn tveggja eða þriggja flokka að loknum kosningum. Í slíku stjórnarsamstarfi myndi Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir áframhaldandi sókn í atvinnumál-

um og leggja þannig grundvöll að aukinni verðmætasköpun, bættum lífskjörum og öflugu velferðarkerfi. Atkvæði greitt öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum myndi auka líkurnar á myndun fimm eða sex flokka vinstri stjórnar þar sem hver höndin væri uppi á móti annarri. Reynslan sýnir

borgarhverfum og gjörþekkja því aðstæður þar. Sem borgarfulltrúi um árabil lagði ég mig fram um að kynna mér málefni eystri hverfa borgarinnar og þjóna þeim. Sérstaka áherslu þarf t.d. að leggja á samgöngubætur austast í borginni, t.d. bættum tengingum við Grafarholt sem vinstri meirihlutinn í borgarstjórn hefur ekki sýnt neinn

Kjartan Magnússon. að auknar álögur á almenning eru hið eina, sem góð sátt næst um hjá slíkri stjórn. Við þekkjum þarfir eystri hverfa Því hefur verið haldið fram að sumir þingmenn Reykjavíkur mættu þekkja betur þarfir og hagsmuni eystri hverfa borgarinnar. Þessi gagnrýni á ekki við um Sjálfstæðisflokkinn því á framboðslista hans eru margir, sem annað hvort búa eða hafa búið í þessum

áhuga. Grafhyltingar og Úlfdælingar ættu því ekki að vera í vafa um hvaða flokk þeir kjósa, vilji þeir senda fulltrúa á Alþingi, sem hafa þekkingu á málefnum hverfisins og eystri hverfa borgarinnar almennt. Þá merkja þeir X við Dlistann. Höfundur skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 17/08/21 13:41 Page 9

9

Grafarholtsblaðið

Fréttir

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA Boðið er upp á fjölbreytt nám við Dansskóla Birnu Björns.

Dansað í Grafarholtinu

Starfsfólk Dansskóla Birnu Björns bíður spennt eftir því að hefja nýtt dansár en hefst haustönn skólans 13.september næstkomandi. Innritun er nú í fullum gangi og tilvalið að nýta frístundastyrk bæjarfélaga við skráningu. Í haust mun dansskólinn bjóða upp á faglega kennslu með einvala liði kennara. Skólinn leggur upp úr því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið þar sem nemendur læra almennaa grunntækni en fá að kynnast mismunandi dansstílum á borð við jazz,commercial, musical theater, lyrical, contemporary og fleiri. Söngleikjadeild skólans verður á sínum stað í Garðabæ og Vesturbæ, þar sem leiklist, söngur og dans sameinast í eitt. Fyrr á árinu leiddi söngleikjadeildin glæsilega nemendasýningu skólans ,,Mary Poppins“ í Borgarleikhúsinu við mikinn fögnuð. Á árlegri nemendasýningu skólans sameinast danshópar og söngleikjadeild og setja upp stórsýningu, sem er gjarnan hápunktur dansársins. Viðbótar kennslustaður í söngleikjadeild verður í Ingunnarskóla í Grafarholti og hlökkum við mikið til að taka á móti nýjum og eldri nemendum þar. Tæknitímar eru í boði fyrir nemendur sem vilja æfa oftar í viku og bæta við sig dansþekkingu. Tæknitímarnir eru frábær undirstaða fyrir alla dansara og eru kenndir af reyndu fagfólki. Dansskóli Birnu Björns býður einnig upp á barnadansa fyrir 3-5 ára nemendur. Þar er áhersla lögð á skapandi dans, tjáningu og tónlist. Danspúl fyrir 20 ára og eldri eru námskeið í boði líkt og undanfarin ár þar sem dansgleðin fær að njóta sín.

Haustönn Dansskóla Birnu Björns verður svo sannarlega viðburðarrík. Við krossum fingur vegna ástandsins í heiminum, að við getum boðið upp á ,,master class“ með erlendum gestakennurum. Magnaða dansparið Josh Warmby og Olivia sem áður hafa heimsótt skólann, stefna á að heiðra okkur með nærveru sinni og kenna tíma í skólanum í haust. ,,Dansfárið“ árleg innanskólakeppni verður haldið í nóvember þar sem nemendur skólans geta tekið þátt í einstaklings og/eða hópakeppnum. Nemendur semja þar atriði sjálfir frá byrjun til enda, útfæra búninga, setja saman tónlist og allt sem því fylgir. Nemendur skólans hafa tekið þátt í Dance World Cup síðustu tvö ár en fer keppnin fram á rafrænan máta í ár. Dansskólinn sendi frá sér tvö stórglæsileg atriði bæði sóló og hópatriði. Undankeppni Dance World Cup á Íslandi fer fram í febrúar í byrjun næsta árs og mun dansskólinn halda prufur innanskóla fyrir þau atriði sem send verða í keppnina. Dansskólinn hefur alla tíð verið í miklu samstarfi og samskiptum við viðburðafyrirtæki, tónlistarfólk, sjónvarpsgerð og fleira. Við hjá skólanum erum bjartsýn á að ástandið muni komast í eðlilegra horf svo við getum leyft dansgleðinni að njóta sín á ný í nýjum og spennandi verkefnum. Dansskóli Birnu Björns samanstendur af metnaðarfullu starfsfólki sem hefur það markmið að allir fái jákvæða og uppbyggilega kennslu, en mikilvægast af öllu að allir fái að njóta sín.

keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Finnur þú

gullstöng? Nýr miði á næsta sölustað!


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 17/08/21 01:09 Page 10

10

Fréttir

Grafarholtsblaðið

KOMIN ! AFTUR Þú getur unnið

sex sinnum!

024 15.05.2021–14.05.2

Karólína vefari

Þessar v oru mættar í gróðursetninguna við Úlfarsfell.

Fjölskyldugróðursetning í Loftslagsskógum Reykjavíkur, Úlfarsfelli www.borgarsogusafn.is

Skógræktarfélag Reykjavíkur efndi til gróðursetningardags laugardaginn 14. ágúst þar sem fólki gafst kostur á að leggja sitt af mörkum í að rækta útivistarskóg framtíðarinnar í hlíðum Úlfarsfells.

arsvæðinu er ekið eftir Vesturlandsvegi að Lambhagavegi, sem liggur upp að Bauhaus. Ekið er eftir Lambhagavegi, bak við Bauhaus, að hringtorgi. Þar er beygt hægra megin inn á malarveg sem leiðir að gróðursetningarsvæðinu.

Skógfræðingar og skógfræðinemar kenndu grundvallaratriði í gróðursetningum og buðu upp á áhugaverðan fróðleik. Þátttakendur voru hvattir til að huga að sóttvörnum - halda hæfilegri fjarlægð og gæta að hreinlæti. Viðburðurinn var utandyra og því auðvelt að komast hjá mannþröng. Sprittbrúsar voru á staðnum.

Um Loftslagsskóga Reykjavíkur í Úlfarsfelli Loftslagsskógar eru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Samningur um Loftslagsskóga var undirritaður 25. júní 2020 og hófst gróðursetning og uppgræðsla sama sumar. Skógræktaráætlunin er til 10 ára og er miðað við að skógurinn þeki að lokum um 150 hektara svæði.

Til að komast að gróðursetning-

Með loftslagsskógunum í suðurhlíðum Úlfarsfells er ætlunin að kolefnisjafna hluta af starfsemi Reykjavíkurborgar. Um leið verður til útivistarskógur sem skapar skjól og dregur úr roki. Verulegt magn kolefnis mun bindast í skógunum. Reikna má með að á hverjum hektara skóglendis bindist sjö tonn á ári af CO2, að meðaltali næstu 50 árin. Á Íslandi bindur birki oft um þrjú og hálft tonn á hektara, sitkagreni um sjö en ösp getur bundið um 20 tonn af CO2, vaxi trén í frjósömu landi. Fjölmiðlum er velkomið að koma og að fylgjast með gróðursetningardeginum. Meðfylgjandi myndir tók Hjördís Jónsdóttir á gróðursetningardegi starfsmanna Reykjavíkurborgar fyrr í sumar.

Grafarholtsblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Hluti hópsins sem sýnir síðsumarstemninguna hjá Mosa.

Síðsumarstemning hjá myndlistarhópnum Mosa Myndlistarhópurinn MOSI opnaði sýninguna Síðsumarstemming föstudaginn 6. ágúst sl. í Listasal Mosfellsbæjar. Hópurinn var stofnaður árið 2014 og er skipaður fimmtán frístundamálurum, þrettán þeirra sýna verk sín á þessari fjórðu samsýningu hópsins. Flestir úr hópnum eru Mosfellingar en þó eru nokkrir úr nálægum sveitarfélögum, þar á meðal Grafarholti. Þótt Covid-19 hafi sett strik í reikninginn undanfarið er hópurinn almennt séð mjög virkur, hittist eitt kvöld í viku á vinnustofu sinni í Mosfellsbæ til að stunda myndlist og fær reglulega til sín gestakennara. Á sýningunni Síðsumarstemming eru olíumálverk sem gerð voru sérstaklega fyrir þessa sýningu. Íslensk náttúra og litafegurð hennar, ekki síst á þessum árstíma, skipa stóran sess í verkunum. Sýnendur eru: Alma Björg Baldvinsdóttir Anna Kristín Einarsdóttir Ásvaldur Kristjánsson Baldvin Viðarsson Elísabet Guðmundsdóttir Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson Gunnar St. Gunnarsson

Gurli Geirsson Hólmfríður Jóhannesdóttir Kristín Sverrisdóttir Louisa Sigurðardóttir Svafa Kristín Pétursdóttir Þorgerður S. Guðmundsdóttir Listasalur Mosfellsbæjar er staðsett-

ur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og notast er við sama inngang. Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 3. september. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum.

Ein af mörgum glæsilegum myndum á sýningunni hjá Mosa.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarholtsblaðið 8.tbl 2021  

Grafarholtsblaðið 8.tbl 2021  

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded