Grafarholtsblaðið 1.tbl 2021

Page 1

PIZZUR MÁNAÐARINS

ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 11/01/21 23:35 Page 7

AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR

Grafarholtsblað­ið 1. tbl. 10. árg. 2021 janúar

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Skrifið undir og mótmælið Í gangi er undirskriftarsöfnun á meðal íbúa í Úlfarsárdal þar sem fyrirhuguð íbúðabyggð á M22 reitnum svokallaða er slegin af. Hægt er að skrifa undir með því að fara á www.m22.is Á síðunni stendur eftirfarandi: ,,Við undirritaðir íbúar förum fram á endurskoðun fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, fyrir reit M22 undir Úlfarsfelli. Árétta skal að íbúaráð, íbúasamtök, stór félagasamtök á borð við Fram og fl. hafa í nýafstöðnu skipulagsferli gert alvarlegar athugasemdir við breytt framtíðaráform á skipulagssvæðinu þar sem rýmisfrekri starfsemi er ætlað að koma í stað íbúðabyggðar. Þessum áformum er hér með mótmælt. Við hvetjum borgaryfirvöld til að virða íbúalýðræði og tryggja um leið að reitur M22 undir Úlfarsfelli, ,,síðustu suðurhlíðar í Reykjavík” sé skipulagður fyrir mannvæna lifandi íbúðabyggð í bland við hreinlega og fjölbreytta starfsemi í verslun og þjónustu í sátt við umhverfi og samfélag, eins og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.” Sjá grein um málið á bls. 10

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur

Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

M-22 reiturinn er til hægri á myndinni.

GHB-mynd SBS

VERIÐ VELKOMIN Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu

Hlökkum til að sjá þig! Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 11/01/21 22:58 Page 8

8

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Skipulagsslys fyrirhugað - íbúar þurfa að skrifa undir

Viðauki við aðalskipulag Reykjavíkur verður auglýstur á næstunni og gildir hann til ársins 2040 en aðalskipulagið gildir að öðru leiti til ársins 2030. Mikil og þekkt húsnæðisþörf er í borginni og viðvarandi skortur hefur verið undanfarin ár á byggingalóðum. Reykjavíkurborg áætlar að næstu árin verði eitt helsta uppbyggingarsvæðið undir íbúðir á Ártúnshöfða en þar er nú mikil atvinnustarfsemi og ljóst að atvinnufyrirtækjunum verður gert að flytja annað. Það sem vekur hins vegar athygli samkvæmt þessu nýja skipulagi er að meirihlutinn í borginni, Samfylking, Viðreisn, Píratar og VG hafa ákveðið að hætta við íbúðabyggð í Úlfarsárdal á svæðinu (reitur M22) norðvestan við núverandi byggð í Úlfarsárdal og úthluta þar lóðum undir atvinnustarfsemi eins og kemur fram í áðurnefndum viðauka við aðalskipulagið. Þetta er ekkert annað en skipulagsslys og með hreinum ólíkindum að meirihlutinn skuli ákveða að haga skipulaginu með þessum hætti.

7 8 7 Sendu inn þína hugmynd á hverfidmitt.is

hugmyndir hafa orðið að veruleika

HUGMYNDA SÖFNUN

Forsaga málsins er sú að árið 2007 auglýsti Reykjavíkurborg „nýtt íbúðasvæði Úlfarsárdals í suðurhlíðum Úlfarsfells og inn eftir Úlfarsárdal. Úlfarsárdalur er í raun síðasta byggingasvæði í Reykjavík í suður- og suðvestur hlíðum, svæði sem býður upp á mikla möguleika með þarfir borgarbúa til búsetu að leiðarljósi“. Horfið hefur verið frá upphaflegu skipulagi borgarinnar um uppbyggingu í Úlfarsárdal. Til stóð að gera þar 18 þúsund manna hverfi. Þáverandi meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins ákvað hins vegar árið 2012 að hverfið myndi einungis verða fyrir 2500-3000 manns og að þar ætti að byggja um 1100 íbúðir. Þessi reitur M22 oft nefndur „Hallir“ er með gríðarlegt útsýni til suðurs og vesturs yfir höfuðborgina og jafnframt er landhallinn til suðurs og því sérlega skemmtilegt svæði til íbúðabyggðar. Þessi reitur í Úlfarsárdal átti í upphafi að vera tæplega 600 íbúðir. Nú eru innviðir hverfisins komnir eða eru að koma s.s. grunnskóli, bóka-

safn, sundlaug og íþróttamannvirki og því ákaflega heppilegt að koma upp nýju íbúðahverfi á þessum reit. Samt sem áður fyrirhugar meirihlutinn að úthluta svæðinu undir atvinnulóðir. Gífurleg andstaða er hjá íbúum og íbúasamtökum í Úlfarsárdal við þessa skipulagsbreytingu á reit M22 og hafa þeir hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem henni er harðlega mótmælt. Eins og svo oft áður talar meirihlutinn í Reykjavík, Viðreisn, Samfylking, Píratar og VG um íbúasamráð en lítið er um efndir á því sviði sbr. þennan fyrirhugaða gjörning. Ljóst er að mikill hringlandaháttur hefur verið með skipulag Úlfarsárdals undanfarin ár og á sama tíma hefur nú-

Björn Gíslason. verandi meirihluti og þeir tveir fyrri rekið harða miðborgarstefnu sem að mínu mati hefur bitnað á öðrum hverfum borgarinnar. Það er allavega deginum ljósara að nauðsynlegt er að vinda ofan af þessu skipulagsslysi sem nú er fyrirhugað í Úlfarsárdal. Það er því ástæða til að hvetja alla íbúa í hverfinu til að liðsinna þeim íbúum hverfisins sem nú safna undirskriftum með því að skrifa undir rafrænt. Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks

ÚTFARARSTOFA Ú ÚT FA R AAuðbrekku R S TO FpAg ÍSLANDS Í 1, Kópavogi ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og s íðan 1996 síðan ræðum skipulag útfarar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

ÚT ÚTFARARSTOFA FARARSTOFA HAFNARFJARÐA HAFNARFJARÐAR R www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 11/01/21 14:16 Page 9

9

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Dansskóli Birnu Björns:

Fjölbreyttir tímar og mikil vinátta Dansskóli Birnu Björns byrjaði nýja vorönn af krafti 1. janúar á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er boðið upp á dansnám fyrir alla frá 3 ára aldri. Það er ótrúlega gaman að skoða hvað við náðum að afreka á síðasa ári þrátt fyrir heimsfaraldur. Við tókum þátt í frábærum verkefnum og náðum að gleðja nemendur okkar með árlegu sumarhátíðinni okkar síðasta sumar þar sem meðal annars við héldum söngkeppni fyrir nemendur og dönsuðum saman úti í sólinni! Í febrúar dansaði hópur úr skólanum með Gunna og Felix í Laugardalshöllinni á Söngvakeppni Sjónvarpsins og við stefnum á að dansa með stóran hóp á svið í september 2021, í Háskólabíó þegar þeir félagar verða með risastóra fjölskyldutónleika! Við höfum einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum með Rigg og í maí dönsuðum við með þeim í eurovisionþættinum á RÚV. Nemendur hjá Dansskóla Birnu Björns

taka einnig þátt í undankeppni Dance World Cup árlega og keppa síðan erlendis á sumrin þar sem þær hafa náð frábærum árangri og fengið að kynnast dansheiminum í stærra samhengi sem er virkilega ánægjulegt fyrir okkur. Við ætluðum að ferðast til Ítalíu síðasta sumar með 5 glæsileg atriði sem náðu góðum árangri í undankeppninni hérna heima, þeirri keppni var frestað og núna stefnum við til Spánar í sumar með frábæran keppnishóp! Í dansskólanum er boðið uppá fjölbreytt dansnám en einnig er starfandi við skólann söngleikjadeild þar sem nemendur læra leiklist, söng og dans. Söngleikjadeildin er alltaf að stækka og hún spilar virkilega stóran þátt í nemendasýningu dansskólans ár hvert í Borgarleikhúsinu sem er hápunktur ársins! Nemendasýning 2021 verður Mary Poppins þar sem öllu verður til tjaldað! Einnig bjóðum við upp á barnadansa

Allir Keppendur dansskólans unnu til verðlauna í undankeppni fyrir heimsmeistaramót í dansi sem haldið er á Spáni. þar sem við erum með skapandi dans og keppni þar sem nemendur fá að spreyta Við mælum með náminu okkar fyrir tónlist í fyrirrúmi þar sem nemendur fá sig, læra að semja sjálfir, hann búninga þá sem vilja fjölbreytta tíma, kynnast að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. nýju fólki og sjá varanlegan árangur! Árlega fer stór hópur skólans í æfingarÞað sem stendur upp úr í dansskólan- Við tökum vel á móti nýjum og gömlum ferð til London þar sem þær fá að kynn- um er vináttan sem myndast í tímum og nemendum. ast nýjum dansstílum og hitta virta stelpurnar eru að ná gríðarlega miklum danshöfunda erlendis. Það er alltaf há- árangri þar sem við bjóðum einnig upp Frétt frá Dansskóla Birnu Björns punkturinn að fara á söngleiki og kynn- á tæknitíma og fjölbreyttar útfærslur á Birna Björnsdóttir & Guðný Ósk ast listalífinu í London. Ár hvert heldur því hversu oft nemendur vilja æfa í Karlsdóttir dansskólinn einnig sína eigin dans- viku.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 11/01/21 23:06 Page 10

10

Fréttir

ÖK ÖKU Ö ÖKUKENNSLA KUK UKE UK KEN ENN NN NNS NS SL S SLA LA A-A AKS AK KST STU TUR URS RS SMA SM MAT M AT T AKSTURSMAT

Grafarholtsblaðið

835 8 83 35 3 5 2345 2 23 234 345 45 5 okukennsla.holmars@gmail.com o okukennsla.holm oku ok ku ukkke u en enn nn nsl sla la a.ho h hol olm mars ma mar mars@gmail.com rs@ s@ @gm @g gm gma ma aiil.c ail c co com om m

Grafarholtsblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844

Gakktu í bæinn www.borgarsogusafn.is

Nýr tæknibúnaður skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá LED götulýsingu. Þá kviknar einnig lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð.

Umferðaröryggi barna mikilvægasti þátturinn

Umferðaröryggi barna er einn mikilvægasti þáttur umhverfismótunar í þéttbýli. Í þeim efnum ber að forgangsraða í þágu yngstu vegfarendanna. Það ætti að vera forgangsatriði að lagfæra gangbrautir á gönguleiðum barna til og frá skóla og koma þar upp skiltum og góðri lýsingu eins og lög kveða á um. Í borginni er víða pottur brotinn í þessum efnum.

án tafar. Dalskóli stendur við Úlfarsárbraut. Þar er töluverður umferðarþungi. m.a. vegna framkvæmda við nýtt íþróttahús, sundlaug og menningarmiðstöð. Það er svo viðbúið að umferð við götuna þyngist enn frekar þegar þessi mannvirki verða tekin í notkun.

Ástandið er þó sérstaklega slæmt í Úlfarsárdal þar sem umferðaröryggismál hafa verið í ólestri við skólann og á göngustígum í hverfinu sem enn eru ófrágengnir. Foreldrar og skólastjórnendur hafa margs sinnis bent á hversu margt er ábótavant svo trygga megi öryggi nemenda á milli heimilis síns og Dalskóla. Nú er eitt og hálft ár frá því undirrituð lagði fram tillögu í skóla- og frístundaráði um að úr þessu yrði bætt Marta Guðjónsdóttir. Tekið var vel í tillöguna á sínum tíma og undirbúningur að umbótum hófst fljótlega eftir áramót 2019. Framkvæmdir hófust hins vegar ekki fyrr en í byrjun sumars en þeim átti að ljúka fyrir skólabyrjun. Það gekk ekki eftir. Ég bað um skýringar á þessum töfum og var þá tjáð að framkvæmdum yrði lokið á haustmánuðum 2020. Nú, í ársbyrjun 2021, er þeim enn ólokið. Töluvert vantar enn upp á að umferðaröryggi verði tryggt á helstu göngu- og hjólaleiðum barna í hverfinu.

ÞJÓNUS JÓN NUS USTUVERKSTÆÐI ARCTIC RCTIC TRUCK U S

AL ALLAR ALLA LLA ALMENNAR MENNAR ENNAR E R BÍLA AVIÐG VIÐGERÐIR ERÐIR RÐ ÐIR IR · Bilanagr greiningar eininga

· Bremsuviðgerðir

· Hrrað aðþjónus ó ta a

· Almennar A nna viðger við ðg ðger gerðir

· Þjónus nu tueftirlit

· Smurþjónusta

· Véla Vélaviðger vi ðirr

· Smærri r viðger ðgerðir ð ðir

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

A ctic Trucks Ísland ehff Kletthálsi 3 110 RReykjavík Ar ík 540 4900 bokanir@ar arctictruck ks.is arctictr c uck cks.is

Búið er að merkja gangbrautir við skólann en lýsingu við þær og frágangi er enn ábótavant. Leggja þarf meiri metnað í fjölfarnar gangbrautir nemenda, til og frá skóla, en þá að mála þar sebramerkingu. Á þessum stöðum þyrfti að móta þrengingu við gangbrautir, koma fyrir gangbrautarljósum eða koma upp svokölluðum LED gangbrautum sem fela í sér skynjun þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir LED götulýsingu þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Jafnframt kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Slíkar gangbrautir verða settar upp í tilraunaskyni við nokkra skóla í borginni en því miður hefur Dalskóli ekki orðið fyrir valinu í þetta sinn og tillögu minni þess efnis vísað frá. Afar brýnt er að ljúka sem fyrst fullnægjandi frágangi við gangbrautirnar og tryggja umferðaröryggi við hringtorgið við skólann. Ég mun því taka málið aftur upp á vettvangi borgarstjórnar og leggja til að þessar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang. Á sama tíma og hvatt er til þess að börn fari gangandi eða hjólandi í skóla og í frístundir þarf umferðaröryggi þeirra að vera eins og best verður á kosið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er fulltrúi í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar.

s. 5 11 53 00