Árbæjarblaðið 2.tbl 2023

Page 1

Mikið fjör á fjölmennu Herrakvöldi Fylkis

Það var mikið fjör á Herrakvöldi Fylkis sem fór að venju fram á bóndadaginn sem nú bar upp á 20. janúar.

Veislugestir gátu í upphafi kvöldsins fylgst með landsleik Íslands og

Svíþjóðar á HM í handbolta á þremur risastórum skjám. Sú viðureign fór ekki vel og voru menn fljótir að snúa sér að öðrum skemmtilegri málum þetta kvöldið.

Víðir Reynisson var ræðumaður kvöldsins og fastir liðir voru á sínum stað.

Við birtum fjölda mynda frá Herrakvöldinu í blaðinu.

formaður Fylkis, Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.

VISSIR ÞÚ?

AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM.

KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR.

ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00

2. tbl. 21. árg. 2023 febrúar Fréttablað íbúa í Árbæjarhverfi Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844) - sjá bls. 12 og 13 .is o bffo bf ÞJÓNUSTA BGSVOTTUÐ A) · 2 T AT G SMIÐJUVEGI 22 (RÆN GA ÞJÓNUSTA BGSVOTTU VOGI · SÍMI: 567 7360 A 00 KÓP Þessir heiðursmenn skemmtu sér vel á Herrakvöldi Fylkis á bóndadaginn. Frá vinstri:
Gíslason
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið
Björn
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2023 14:28 Page 1

Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is

Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Ritstjórn: Leiðhamrar 39 - símar 698–2844 og 699-1322.

Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is

Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánssonabl@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson.

Dreifing: Póstdreifing.

Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.

Setjist niður og semjið

Verkföll eru framundan og að byrja þegar þetta er skrifað. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að um 2000 félagar í Eflingu leggi niður vinnu og lami þjóðfélagið.

Hvernig má þetta eiginega gerast? Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarið og lýst því yfir að ef Eflingarfólk fer í verkfall þá lamist þjóðfélagið.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að lágmarkslaun Eflingarfólks séu í nágrenninu við 400 þúsund. Og líklega aðeins undir þeirri tölu. Hvernig getur það verið mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins ofviða að greiða þessu fólki þessi skammarlegu laun? Og þetta eru ekki fjölmennar stéttir. Nokkur hundruð manns setja hótelin á hausinn.

70 bifreiðastjórar setja allt þjóðfélagið á annan endann og stöðva meira að segja flug til og frá landinu, farþegarflug og flug til og frá landinu með verðmætar afurðir til og frá Íslandi á erlenda markaði.

Kjaradeilan sem nú stendur yfir er fyrir margra hluta sakir merkileg.

Hún er óvenju harkaleg og eftir að samið var við meginþorra launafólks, meira að segja sjómenn, þá stóð Efling ein eftir. Vildi ekki fylgja fjöldanum.

Í framhaldinu fór Eflingarfólk fram í sinni baráttu með fádæma dónaskap og siðleysi. Formaður felagsins kann sér oftast ekki læti og fer fram með offorsi. Og undir framkomu formannsins dansa öfgafullir félagar sem opinbera siðleysi sitt í fréttum. Nýjasta dæmið var þegar ráðist var á ráðherra í ríkisstjórn Íslands utan við ráðherrabúðstaðinn eftir fund ríkisstjórnar og sumir þeirrar úthrópaðir rasistar.

Framkoma sem þessi eyðileggur fyrir annars sterkum óróðri og sanngjörnum sem á sér sterkan stuðning meðal íslensku þjóðarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við jöfnuð og réttlæti á meðal þjóðar okkar og við viljum ekki að lægstu laun í þjóðfélaginu séu svo lág að ekki verði á þeim lifað. Þetta þarf að laga. Og af verju í ósköpunum er ekki hægt að ná samkomulagi um að íslenskir launþegar fái greidd þannig laun fyrir sína vinnu að hægt sé að lifa á þeim sómasamlegu lífi?

Landsmenn krefjast þess að deiluaðilar setjist niður og semji.

Kostnaður við Borgarlínu að tvöfaldast?

- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Nú hefur kostnaður Samgöngusáttmálans verið uppfærður af Betri samgöngum. Við það hækkaði kostnaðurinn úr 120 milljörðum í 170 milljarða á þremur og hálfu ári.

Mislæg gatnamót verða að stokk

Mestu munar um framkvæmdir við Sæbraut þar sem gert var ráð fyrir mislægum gatnamótum í sáttmálauum, upp á 2,2 milljaðra. Öfáum vikum eftir að skrifað var undir sáttmálann breyttust þessi mislægu gatnamót í stokk upp á 17.7 milljarða.

Það var borgarstjórinn sem stóð fyrir þessum breytingum og fékk Alþingi til að samþykkja þær. Hann virðist hins vegar ekki hafa séð ástæðu til að greina borgarfulltrúum sérstaklega frá þessum breytingum, né bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu sem þó eru aðilar að sáttmálanum. Í Morgunblaðsvitali við Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, sl. föstudag, kemur fram sð hann hafi ekki hugmynd um þessa breytingu. Hér er ekki verið að gagnrýna þessa tilteknu skipulagshugmynd, svo fremi sem hún þrengi ekki að fyrirhugaðri Sundabraut.

En svona vinna ekki heiðarlegir stjórnmálamenn með 15.5. milljarða kostnaðarhækkun fyrir skattgreiðendur.

Mun kostnaður við Borgarlínuu tvöfaldast?

Í hækkun á kostnaðaráætlun

Samgöngusáttmálans, munar næst mest um hækkun á kostnaði við fyrstu áfanga Borgarlínu. Fram kemur að hann hefur hækkað um 65% á þremur og hálfu ári, án þess að tekin hafi verið fyrsta skóflustungan af honum, En annar og þriðji áfangi Borgarlínu hafa enn ekki hækkað nema um 24 %, enda er töluvert lengra í þær framkvæmdir.

Þetta eru hrollvekjandi staðreyndir. Hafi kostnaður við fyrsta áfangann hækkað um 65%, án þess að framkvæmdir séu svo mikið sem hafnar, má vel gera ráð fyrir að heildarkostnaður áfangans eigi eftir að tvöfaldast frá fyrstu áætlun. Sömu sögu verður svo hægt að segja um hina fimm áfangana og þar með alla Borgarlínuna.

Vindum ofan af vitleysunni Svona fjárhagsáætlun um tröllauknar opinberar framkvæmdir er ekki boðleg skattgreiðendum og þarfnast því gagngerrar endurskoðunar við. Brýnt er að vinda ofan af vitleysunni sem allra fyrst.

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Árbæjarblaðið
2
Fréttir
abl@skrautas.is
Glórulaus kostnaðaráætlun
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILAN Á UPPRUNA SINN 3200 FYRIR KRIST. VISSIR ÞÚ?
Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2023 12:07 Page 2
JÁ H & H Ð ME ÖBBP ARI MÁL AG HEL QUIZ Hörður o Bandmönnu stuði og s sinn eins ÐA I FL A H RS JÖRVA H OLTA-QUIZ B T ÓFÖ Ö T EG ÓÓRSKEMMTIL T S og Pétur úr um halda uppi stemningu á staka hátt. LV A NÚ Æ H NEI AGL N ILLI V Q PÖBB A ÚLÍA A Í ÓR Ú DJ. VEG U T T UR T LB UIZ Í –T AL ALL L ÐI– NU Á JUMM ÐIRÍHVER ÐBUR NDIVI A SPENN VEÐ T GOT AF O GAMAN AFTA M –ÐUR OG PN – O TUDÖGUM ÖS R Á F R Y M F U V A R. 0 K .00 R Á 1 ÖNNU VO G S A O IZZ N P EI IZZUNA U P DÝÝRUST R Ó YRI I F K R EK ORGA – B SÆKIR ÞÚ EF PIZZA RÍ G F R O Æ VÆ , T EIN V D AKE-UM M SH FENGU F Á I A K R EK ILDI – G SÆKIR ÞÚ EF SHAKE R RÍR G F R O VEI , T EINN Í A ZKE&PIZ A SH Ð ILBO EIMTÖKUT Ö H a z z i p d ean ak sh # A ZUN IZ I P R A R Ý IR D R Y R F A ORG – B R. 0 K .00 Ð Á 1 I I V NNARR R A BÆÆTI G I O ATTSEÐL F M U A IZZ R P KAUPI A B is . a z z i p e k ha s ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 16:46 Page 3

Árbæjarblaðið

Björnslundur – Hjartað í Norðlingaholti:

Björnslundur er falinn gimsteinn í

Norðlingaholti sem ekki margir vita af

Í Norðlingaholti er að finna skógarlund sem kallast Björnslundur. Vinir Björnslundar eru hvatahópur sem stofnaður var í lok árs 2021 með það að markmiði að vekja og vernda Björnslundinn okkar hér í Norðlingaholti. Mikil saga er á bak við lundinn en 1942 festi Björn Ófeigsson kaup á 2 hekturum að stærð og var þá enginn trjágróður á svæðinu. Björn var staðráðinn í að hefja skógrækt á svæðinu og lagði mikið á sig til að það mæti takast og var hann virkur félagi í Skógræktarfélagi Reykjavíkur og gróðursetti græðlinga og tré í Björnslundi til um það bil 1994.

Í kringum 1998-1999 keypti

Reykjavíkurborg svæðið af Birni og þegar Norðlingaskóli hóf starfsemi

sína árið 2005 þá fékk skólinn hann til afnota og leikskólinn Rauðhóll síðan 2009 og nýtir hann til útikennslustofu.

Björn Ófeigsson vann mikið og óeigingjart starf við gróðursetningu á þeim trjám sem við sjáum og njótum í dag í Björnslundi.

Leikskólinn Rauðhóll er með skógarhús í Björnslundi þar sem eldri deildir skiptast á að vera viku í senn og njóta börnin þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Útivera og tenging við náttúruna eru veigamestu verkefnin og börnin fara í

gönguferðir og náttúruskoðanir um nágrennið og víðar í öllum veðrum.

Með komu skógarhúss var þörf á að kortleggja svæðið í Björnslundi betur og gera úrbætur á nokkrum stöðum og auka gróður. Búið er að teikna upp fallegt skipulag af Björnslundi í heild sinni á vegum borgarinnar en síðan hefur það verkefni fallið í dvala og er það megin markmið Vina Björnslundar að vekja Björnslund og hans möguleika fyrir alla aldurshópa í leik og starfi – færa samfélagið nær hvort öðru.

Björnslundur er falinn gimsteinn í Norðlingaholti sem ekki margir vita af. Í lok nóvember 2022 setti hópur Vina Björnslundar ásamt góðvinum upp jólaljós til að lýsa hann upp og fengu varanleg borð og bekki í lundinn frá Reykjavíkurborg og erum við ákaflega þakklát fyrir. Jólaljósin vöktu mikla lukku og jókst umferð nær samfélagsins margfalt og gladdi það okkur.

Í fyrra styrkti Hverfissjóður Reykjavíkurborgar Vini Björnslundar um 200.000,-kr í formi trjáa og sam mæltust Vinir Björnslundar um að farið yrði í kaup á epla-, skógar- og rifsberjatrjám sem borgin hjálpaði okkur að setja niður. Spennandi verður að vita hver uppskeran verður næsta sumar en eplatrén eru 10 talsins og rifsberjatrén 12 og önnur 12 stykki af sólberjatrjám.

Í lok síðasta árs sendu Vinir Björnslundar inn beiðni til Íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts um uppsetningu á rafmagnskassa í Björnslundi en erindið var sent áfram til umhverfis- og skipulagssviðs, deildar náttúru og garða og erum við þakklát Íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts fyrir þeirra liðsauka í málefnum Björnslundar. Við erum bjartsýnir á að rafmagnskassa verði komið upp í Björnslundinn fyrir margþættan tilgang, t.d. lýsingu, viðburðahald, öryggi, forvarnir, útivist, aukinn félagsauð og svo mætti lengi telja.

Vini Björnslundar dreymir um að í Björnslundi verði öll þau tækifæri nýtt sem í honum búa og þar verði hægt að halda viðburði til að þétta mannauðinn þvert á allan aldur ásamt því að njóta þeirra útivistar sem náttúran hefur upp á að bjóða. Mikilvægt er að hafa grunninn góðan í upphafi svo við getum byggt trausta og góða upplifun af hvaða tagi sem

er svo fallegir skógarlundir líkt og Björnslundur verði allir þeir möguleikar sem í þeim búa. Það er von okkar að Reykjavíkurborg sjái hag sinn vænan þegar kemur að Björnslundi og hans græna hjarta. Allt er vænt sem vel er grænt og á það svo sannarlega vel við í Björnslundi. Hvet ykkur til að veita Björnslundi athygli og sækja hann heim þegar vel viðrar, þangað til þá bendum við ykkur á hópinn okkar á Facebook og

að gerast vinir okkar þar en við erum undir heitinu „Vinir Björnslundar“, sjá slóð: https://www.facebook.com/groups/115 1523912337966/ Björnslundur - Best geymda leyndarmálið í borginni. Þar sem hjartað slær – þar eru Vinir Björnslundar.

Fh. Vina Björnslundar Edda María Baldvinsdóttir Hvatamanneskja og íbúi

Fréttir 4
Kort af Björnslundi í Norðlingaholti. Það var rosalega notaleg stemning í Björnslundi á aðventunni og jólunum og ekki spillti fyrir þegar norðurljósin létu sjá sig. Bekkir og borð eru til staðar í Björnslundi og þar er gott að vera.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2023 16:31 Page 4
Það var ,,kósý” í Björnslundi um nýliðin jól.
M Ö MÁLNNING 205 GARD 50% DAAGGA DA AR 20 AF % Öll málnin 0 ng & spre Ð U SVOTT A S V N ey afs 40AF sláttur % 6 kr. 9995 Áður 7..996 ing sem þolir umgan Hagkvæm og sterk m Málarahvítt 10 lítrar ojekt 10 ex Pr Color 7 g ng m r 0 xV k og áferðarfalleg málning 9 lítrar 797 .995 995 kr. Pro7 Vaagans 6.297 frá ljósum arp/spe ert endurv Ekk Mött loftamálning 1 ex Eminent P Color M Co eglun 0 lítrar Pro % 30 AF %40 12.597 þvottahús og eldhús sem hentar á baðher Þvott- og rakaheld m 25 agans a Colorex V 7 9 lítrar rbergi, málning 30 AF Sterktlakksemhentar ey Maston Color spr AF % kri (50 a á jörði e EON spr í myrkri birtu t.d. il að spreyja T Maston NEO 00ml) Endurvarpar ina. ey kr. 995 Áður 597 (400ml) al lita Úrv flest plastefni. Ú á stein, málm gler og a! 13 1 g tré, málma, Lætur hluti lít Maston Con 37 plast og margt fleira (400 , , Hæ ta út fyrir að þeir séu steyptir ay ete effect spr ncr gler leir 0ml ægt að ml) að nota á 397 kr. 1995 Áður 1. 3 AF % 30 3 kr. 1.895 Áður . AF % 0 ara um prentvillur Með fyrirv Á 9 g H H M kr. 1395 Áður 977 runnur og yfirborðsmálning (250 Er allt í senn ryð Hentar inni og úti. Gefur hamra Hentar á alla málma. Maston Hammer lakk ml) ðvörn, aða áferð. AF % 40 ww.murbudin LAND ALLT SENDUM UM LAN www.murbudin ! M n.is Blönd alla li dum iti! ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 16:47 Page 5

Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN

Þetta unga og efnilega fólk skrifaði á dögunum undir samning við Fylki. Efri röð frá vinstri: Stefán Logi Sigurjónsson (2008), Katla Sigrún Elvarsdóttir (2008), Birta Margrét Gestsdóttir (2008), Eik Elmarsdóttir (2008), Sóley María Björgvinsdóttir (2007) og Daníel Þór Michelsen (2007). Neðri röð frá vinstri: Guðmar Gauti Sævarsson (2008), Sigrún Helga Halldórsdóttir (2008), Selma Schweitz Ágústsdóttir (2008) og Jóel Baldursson (2007). Á myndina vantar: Ívar Hrafn Atlason (2008).

Skrifuðu undir sína fyrstu samninga við Fylki

Knattspyrnudeild Fylkis hefur skrifað undir samninga við unga og efnilega leikmenn félagsins.

Allir þessir leikmenn koma úr afreksstarfi félagsins og binda Fylkismenn miklar vonir við þau í framtíðinni!

Þessi glæsilegi hópur er stór og mikilvægur hluti starfsins í framtíðinni hjá Fylki.

Þetta eru framtíðar leikmenn félagsins í kvenna- og karlaflokki og

því mikilvægt fyrir félagið að gera vel við þetta efnilega fólk.

Við óskum þessum leikmönnum til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni

Rosalegt magn af svampi er i fimleikaselinu við Norðlingabraut og er hann rándýr og allur ónýtur.

Tjónið hleypur á tugum milljóna

Komið er í ljós að tjón vegna vatnsskemmdanna í Fylkisseli, fimleikahúsi Fylkis, er mun meira en haldið var í fyrstu.

Mikið vatn flæddi um húsið á sínum tíma og er stærstur hluti búnaðar í húsinu ónýtur. Er fullyrt að tjónið nemi mörgum tugum milljóna.

Um áramótin síðustu flæddi vatn inn í tvo þriðju hluta hússins og skemmdir eru mjög miklar.

Þrátt fyrir þetta mikla áfall hefur fimleikadeild Fylkis tekist að halda úti fullri starfsemi og hafa æfingar haldið sér að langmestu leyti. Stappar það nærri kraftaverki, svo miklar voru

skemmdirnar.

Stærsti hluti tjónsins er vegna svampsins og mun nýr svampur í húsið, einn og sér, kosta 15-17 milljónir króna.

Fylkir mun ekki bera kostnað vegna skemmdanna og kemur það í hlut tryggingafélags að bæta tjónið.

Árbæjarblaðið Fréttir 6
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG SÍMA 5 11 53 00 AÐ JEFFREY „THE DUDE“ LEBOWSKI ÞOLDI EKKI EAGLES. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2023 21:51 Page 6
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 11:39 Page 7

Fiskibollur Hafsins með karrísósu

Það þarf ekki alltaf að bjóða upp á dýran og flókinn mat þegar gert er vel við sig í mat. Til að mynda eru fiskibollurnar frá Hafinu afar góður matur sem hægt er að elda með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.

Við birtum hér afar girnilega uppskrift af fiskibollum karrísósu og blöndu af góðu salati.

Uppskrift fyrir 4.

Innihald

Fiskibollur

800 gr. Fiskibollur Hafsins

Sósa

3 msk. smjör. 1 tsk. karrí.

3 msk. hveiti. 4.5 dl. mjólk. 1 tsk. eða 1 stk. teningurhænsnakraftur.

Grjón

2 pokar.

Salat blanda

Aðferð Fiskibollur Eldað í ofni við 180 gráður í 18-25 mínútur.

Athugið! Ofnar eru mismunandi og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.

Sósa

- Gæðin skipta máli -

Fiskibollurnar frá Hafinu eru girnilegar og gómsætar með karrísósunni og salatblöndunni.

Smjörið brætt og karrí bætt út í og það steikt í smjörinu í stutta stund. Hveitinu bætt út í og blandan pískuð á fremur háum hita þar til hún verður þykk.

Þá er vökvanum bætt út í og á meðan er hrært stöðugt í sósunni með písk.

Þá er hænsnakraftinum bætt út í.

Sósan látin malla í 3-5 mínútur og smaökkuð til með salti og pipar.

Grjón.

Fylgið leiðbeiningum á pakka. Berið framm með salati. Verði ykkur að góðu.

Árbæjarblaðið Mataruppskriftir frá Hafinu 8 ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. .is o bffo bf ÞJÓNUSTA BGSVOTTUÐ A) · 2 T AT G SMIÐJUVEGI 22 (RÆN GA ÞJÓNUSTA BGSVOTTUÐ VOGI · SÍMI: 567 7360 A 00 KÓP
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2023 11:40 Page 8
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 11:50 Page 9

,,Einu sinni smakkað þá getur þú ekki hætt”

- Ingibergur J. Sigurðsson og Ingibjörg Magnúsdóttir tekin við Árbæjarbakaríi

Nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum í Árbæjarbakaríi. Það eru þau Ingibergur Jón Sigurðsson bakari og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir.

Ingibergur hefur langa reynslu af bakstri og vann síðast á Grand Hótel Reykjavík og sá um allan bakstur á stærsta ráðstefnuhóteli landsins til 9 ára. Ingibjörg kona hans er reynslubolti þegar kemur að mannauðsstjórnun og utanumhaldi.

Ingibergur er bjartsýnn varðandi framtíðina í Árbæjarbakaríi: ,,Við tókum við rekstrinum 1. ágúst 2021 og höfum lagt mikla vinnu í að breyta mörgum hlutum í bakaríinu og ,,flikka” vel upp á bakaríið að flestu leyti.

Við höfum sett inn nýja vöruliði og lagað til vörurnar en eigum þó enn mikið inni og vonandi getum við aukið úrvalið enn frekar í náinni framtíð. Við kappkostum við að bjóða Árbæingum og öðrum viðskiptavinum okkar upp á frábærar vörur í bakaríinu.”

Fagleg vinnubrögð og snyrtilegheit

- Hverjar eru helstu áherslur ykkar hvað varðar reksturinn?

,,Við leggjum mikið upp úr faglegum vinnubrögðum, snyrtilegheitum og góðri þjónustu. Við búum til allar okkar

vörur sjálf nema einn vörulið. Handverk er okkar aðalsmerki og erum við bakarinn á horninu og hverfisbakaríið ykkar.”

- Hvernig hefur ykkur verið tekið af Árbæingum?

,,Árbæingar hafa tekið okkur mjög vel en það er ekkert sjálfgefið þegar nýir aðilar taka við rekstri. Við viljum nota tækifærið hér og þakka öllum þeim sem hafa verslað hjá okkur. Það væri gaman að sjá fleiri Árbæinga bætast í hóp okkar frábæru viðskiptavina á komandi misserum,” segir Ingibergur.

Heimabakaðir kleinuhringir, súrdeigsbrauð, kaffi og kakó

- Bjóðið þið uppá gott úrval fyrir ykkar viðskiptavini?

,,Já við erum mjög ánægð með úrvalið okkar. Núna er til dæmis "Kaka ársins" komin í sölu hjá okkur og bolludagurinn er framundan á mánudaginn og við verðum með gott úrval af bollum.

Og svo eru það brauðin. Við bjóðum upp á súrdeigsbrauð, gróf brauð, milligróf brauð og fín. Mikið úrval er af sætu bakkelsi eins og til dæmis

heimabökuðu kleinuhringirnir okkar sem hafa vakið mikla lukku.

það er ekkert sparað í hráefnum inn í skinkuhornin okkar og ostaslaufurnar, einu sinni smakkað getur ekki hætt. Við erum með gott úrval af smurðu brauði sem er vel útilátið og ávallt ferskt. Og ekki má gleyma drykkjunum. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á kaffi og kakó, gos og fleira. Það er góð aðstaða hjá okkur að setjast niður og slaka á í salnum okkar og fá sér nýbakað bakkelsi. Sjón er sögu ríkari kæru Árbæingar, verið velkomin til okkar og við tökum mjög vel á móti ykkur,” segir Ingibergur Jón Sigurðsson.

Árbæjarbakarí er opið alla daga vikunnar. Opið er mánudaga til föstudaga klukkan 7:00 til 17:00, á laugardögum frá klukkan 7:40 til 16:00 og á sunnudögum er opið frá klukkan 8:10 til 16:00.

Árbæjarbakarí er með elstu verslunum í Árbæ og hefur í gegnum árin verið mjög vinsælt bakarí. Árbæingar hafa verið mjög ánægðir með nýja eigendur og allir íbúar hverfisins eiga að nýta sér það þegar úrvals fagfólk nemur land í hverfinu og versla í heimbyggð sem aldrei fyrr.

Enn betri þjónusta í Hraunbænum

Við höfum aukið afköstin í Endurvinnslumóttökunni Hraunbæ 123 með fleiri talningavélum, rúmbetri móttöku og lengri opnunartíma.

Greiddar eru 18 kr. fyrir eininguna

Opnunartíminn okkar er:

Virkir dagar 9-18

Helgar 12-16.30

Árbæjarblaðið Fréttir 10 – gefðu okkur tækifæri!
Endurvinnslumóttakan Hraunbæ 123 . 110 Reykjavík
Girnilegar kókóskúlur og alls kyns nýbakað bakkelsi. Heimabakaðir kleinuhringir, tebollur og nýsteiktar kleinur. Hægt er að setjast niður og slaka á og fá sér kaffi og bakkelsi í Árbæjarbakaríi. Vínarbrauðslengjur, skinkuhorn og ostaslaufur, allt úr fyrsta flokks hráefni. Ingibergur Jón og Ingibjörg í Árbæjarbakaríi.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2023 14:54 Page 10

Reykjavíkurmeistarar í sundi 2023

Sunddeild Ármanns stóð uppi sem sigurvegari á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi sem fram fór í

Laugardalslaug dagana 13. og 14. janúar. Á mótið mættu allir sterkustu sundmenn Reykjavíkur og áttust við

í stigakeppni á milli félagsliða þeirra.

Ármenningar enduðu keppnina með 968 stig, Ægir varð í öðru sæti með 888 stig og í þriðja sæti var KR með 540 stig. Þetta var kærkominn sigur fyrir Ármenninga sem sigruðu síðast á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi 2019 en keppt hefur verið um þennan eftirsótta bikar síðan 1970. Óhætt er að segja að sundfólk Ármanns hafi staðið sig frábærlega og var stemningin góð í hópnum. Alls unnu þau 61 gull, 39 silfur og

37 bronsverðlaun. Á mótinu náðust einnig margar góðar bætingar og persónulegir sigrar. Ármenningarnir Sigurður Haukur, Ylfa Lind og Ágústa Ellý voru stigahæstu sundmennirnir í sínum aldursflokkum og fengu þau sérstaka bikara fyrir þau afrek.

Yfirþjálfarar liðsins eru þau Hjalti Guðmundsson og Jóhanna Iða Halldórsdóttir.

Og í tilefni af Reykjavíkurmeistaratitlinum býður sunddeild Ármanns áhugasömum nýjum iðkendum að koma og prófa

æfingar frítt til og með 3. mars. Sunddeildin er öflug og frábær stemning í hópnum. Kjörið fyrir öll sem vilja koma og prófa hvort þau vilji æfa sund og er öllum frjálst og koma á æfingatíma og spreyta sig, bara að mæta. Æfingar eru Árbæjarlaug, Laugardalslaug og Sundhöll Reykjavíkur.

Sund er frábær hreyfing, hentar öllum og bætir bæði líkamlega- og andlega líðan.

Nánari upplýsingar um hópa og tímasetningar má finna hér https://armenningar.is/frettir?guid =84 .

Árbæjarblaðið Fréttir 11
Ármenningar
Lið Ármanns sem sigraði á Reykjavíkurmeistaramótinu.
Árbæingar!! Kaupum
á heimavelli í Árbæjarbakaríi Opnunartími okkar er: 7.00 - 17.00 mánudaga til - föstudaga 7.40- 16.00 á laugardögum 8.10 - 16.00 á sunnudögum Þökkum fyrir frábærar móttökur og kappkostum að veita Árbæingum mjög góða þjónustu og úrvals bakkelsi á hverjum degi ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2023 13:06 Page 11
Ylfa Lind, Sigurður Haukur og Ágústa Ellý voru stigahæstu sundmenn í sínum aldursflokkum.
bakkelsið

Herrakvöld

- 550 herramenn skemmtu sér konunglega að venju

Herrakvöld Fylkis var haldið með pompi og prakt föstudaginn 20 janúar.

Það voru hátt í 550 herrar sem mættu og tóku þátt í gleðinni. Gísli Einarsson stýrði veislunni eins

og honum var einum lagið ásamt því að Víðir Reynisson var ræðumaður kvöldsins.

Það voru þeir Jóhann Alfreð og Andri Ívars sem sáu um skemmtiatriðin og var

mikið hlegið!

Sigurjón Ragnar mætti með myndavélina og fangaði stemninguna á kvöldinu!

Árbæjarblaðið Fréttir 12
Menn gerðu þorramatnum góð skil að venju. Flottur hópur í fordrykk fyrir þorrablótið. Séð yfir salinn. Í boði var landsleikur Íslendinga og Svía í handbolta á HM á þremur stórum risaskjám. Ólafur Pétursson fyrir miðju með góðum félögum. Menn voru sáttir með matinn. Daði Ólafsson, Arnór Gauti Jónsson, Benedikt Daríus Garðarsson og Arnór Breki Ástþórsson leikmenn meistaraflokks karla. Mikil gleði var í húsinu frá upphafi til enda. Víðir Reynisson í góðum félagsskap. Brynjar Níelsson, Dagur B. Eggertsson og Ómar Einarsson.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2023 14:35 Page 12
Árbæjarblaðið Fréttir 13
Menn voru spenntir yfir Ísland - Svíþjóð á HM í handbolta. Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák með góðum hóp. Finnur Kolbeinsson og Valur Ragnarsson. Jóhann Alfreð og Andri Ívarss. skemmtu gestum. Ísland - Svíðþjóð í HM í handbolta var í beinni og var mikil spenna í húsinu. Menn voru sáttir með matinn. Víðir Reynisson var ræðumaður kvöldsins og hélt stutta og skemmtilega ræðu. Jón Birgir Eiríksson t.v, og Björn Gíslason til hægri með góðum félaga. Steinn Halldórsson og Björn Ágústsson. Ketill Magnússon, Arnar Þór Jónsson og Valur Ragnarsson. Jóhann Alfreð og Andri Ívarss. skemmtu gestum. Feðgarnir Andreas, Lúðvík og Stefán létu sig ekki vanta. Uppaldir Árbæingar láta sig ekki vanta. Víðir Reynisson í góðum félagsskap.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2023 21:19 Page 13
Dagur B. Eggertsson og Gísli Einarsson.

Útfarar

Sólarhringsv

um til aðstandenda og ræð

Bónusmót Fylkis 2011

Við sjáum skemmtilega mynd af Bónusmóti Fylkis haustið 2011. Þar kepptu börn í 7. og 8. flokki á Fylkisvelli. Mótahald Fylkis í yngri flokkum lá í dvala um nokkurt skeið en hefur verið endurvakið með Mjólkurbikarmótunum þar sem keppt er í 5-8. flokki karla og kvenna. Mynd: Katrín Jónína Björgvinsdóttir KGG

rstofa

Íslands

3300 & 565 5892

ðum skipulag sé þess óskað

Hafnarfjarðar

Dofrahellu 9b

Þessum snáða líkar vel að mæta á mömmumorgna í Árbæjarkirkju með mömmu. ÁB-mynd Katrín J. Björgvinsdóttir

Foreldramorgnar Árbæjarkirkju

Foreldramorgnar Árbæjarkirkju eru alla þriðjudaga kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn og eru öllum opnir.

Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni. Allir nýbakaðir foreldrar velkomnir með krílin sín. Boðið upp á kaffi og léttar veitingar

21. febrúar 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Opið hús kaffi og léttar veitingar.

28. febrúar 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Opið hús kaffi og léttar veitingar

7. mars 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Opið hús kaffi og léttar veitingar

14. mars 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

UPPELDI Í GLEÐI - sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fjallar um gleðilegt uppeldi.

Árbæjarblaðið Gamla myndin 14
D
Útfararstofa Eiríksdót
ttir ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 15:39 Page 14

Árbæjarblaðið Fréttir

Fréttamolar frá kirkjustarfinu

Helgihald í Árbæjarkirkju 19. febrúar til 19. mars

Sunnudaginn 19 febrúar

Guðsþjónusta kl. 11. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Sunnudaginn 26. febrúar

Guðsþjónusta kl. 11. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Sunnudaginn 5. mars

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Nánar auglýst á

heimasíðu og fésbókarsíðu Árbæjarkirkju þegar nær dregur.

Sunnudaginn 12. mars

Guðsþjónusta kl. 11. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Sunnudaginn 19. mars

Guðsþjónusta kl. 11. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Vantar Svejk í þig?

Sá tími eða sú stund eða það andartak sem við lifum í dag er tími, stund eða andartak sem ómögulegt er að færa í búning skilnings sbr. Covidið sem við erum að taka fyrsta skrefið í átt að skilningi og uppgjörs eins og hinn stórgóði þáttur ,,Stormur” sem sýdur hefur verið í sjónvarpinu.

Kannski finnum við til ótta vegna þess að við vitum ekki hvað morgundagurinn og þeir dagar sem á eftir fylgja bera með sér. Blessunarlega látum við okkur flest fátt um finnast... eða þannig. Það er lífsins ómögulegt að ætla hvað verður. Þannig er það í reynd á öllum tímum, Covid eða ekki. Yfirleitt látum við okkur fátt um finnast. Látum okkur framtíðina í léttu rúmi liggja því að framtíðin kemur og spyr ekki um hentugan tíma eins og segir í sögunni af Góða Dátanum Svejk að flugurnar á knæpunni - Bikarnum - dirfðist að skíta á myndina af keisranum sem leiddi af sér að knæpueigandinn fékk á sig fangelsisdóm.

Framtíðin mætir okkur á hverri stundu og hverju andartaki gætum við verið óviðbúin og framtíðin segir: ,,Ég get komið seinna þegar þér hentar betur.”

Vissulega væri það ágætt.... eða kannski ekki. Hvenær erum við tilbúin til að taka á móti framtíðinni? Er hægt að fresta því sem er óumflýjanlegt? Er ekki þá betra að taka á því strax heldur en að setja það á bið sem verður. Framtíðin sækir að okkur á hverju andartaki þótt að skilningurinn hangi á snúru vanans og skynjunin til þerris á svölum núsins.

Hvort heldur sem einstaklingar eða þjóð erum við á leið, hjá því er ekki komist. Aðeins strætó kemst upp með að vera ekki á leið. Við erum alltaf á leið

einhvert.

Um árið heyrði ég viðtal í útvarpinu sem vakti athygli mína. Það var í febrúarmánuði, dimm él og hláka tókust á. Viðtalið var við tvo unga menn sem voru orðnir leiðir á svartsýnishjali samfélagsins, tuðið um veðrið og verðlagið og afkomu almennt.

Þeir ákváðu að snúa af leið og gera eitthvað sem mætti létta landanum lund. Ástæða viðtalsins var að þeir höfðu boðið til kvöldsamveru á veitingastað hér í borg til að hlýða á leiklestur úr bókinni um ,,Góða dátann Svejk” eftir Jaroslav Hasek. Margir hafa lesið hana og aðrir kannast við hana frá lestri Gísla Halldórssonar hér um árið; hreint óborganlegur flutningur.

Fréttamðurinn spurði þá félaga, hvers vegna þeir stæðu í þessu.?

Svöruðu þeir þessu til: ,,Hvað er betra en að hlýða eina kvöldstund á Svejk og göngu hans sem var ekki alltaf á besta veg. Honum tókst alltaf að sjá eitthvað jákvætt í hverjum þeim aðstæðum sem hann fann sig í að vera.”

Sagan um Svejk er einhver þekktasta stríðsádeila/háðsádeila heimsbókmenntanna. Það sorglega er að ég eða þú munum aldrei klára aða lesa hana, höfundurinn Jaroslav Hašek var búinn að klára 4 handrit af 6 er hann lést. Það sem einkennir söguna er húmorinn allt umlykjandi. Lausn Svejk var æðruleysi frammi fyrir því að tilveran virtist vera í rembihnút.

Við erum gjörn á að tala um lausnir. Kannski er lausnin að við þurfum á Svejk að halda í núverandi aðstæðum, stríð í eiginlegri merkingu í Evrópu og í ógeiginlegri merkingu millli einstaklinga og félaga um kaup og kjör verkaog launafólks. Líkt og Svejk gerði þá er

alltaf hægt að sjá húmorinn í hverjum þeim aðstæðum sem við finnum okkur í að vera. Leyfa ekki svartsýnishjali stjórnmálamanna, verkalýðsleiðtoga eða atvinnurekanda draga úr okkur hverja tönn og húmorinn þar á eftir. Ef ekki

Ef svo væri ekki færum við ekki út úr húsi og settum allt á bið. Á þeirri göngu óhjákvæmilega mætum við ýmsu því sem við vildum helst ekki þurfa að mæta en gerum samt því að við verðum sterkari fyrir vikið.

Það er mín hjartans sannfæring til þess að svo megi vera eftir að hafa lesið;

hef ekki tölu á hversu oft, Góða dátann Svejk, að það væri gott að við hefðum eitthvað af Svejk í okkur. Þótt það væri ekki til annars en að hlæja okkur í gegnum hríðar og vetrarveður sem slær hrammi sínum á glugga tilveru okkar sem bera ekki tærnar á sendinni suðrænni strönd þessi dægrin. Þór Hauksson

væri annað en að við leyfum okkur að horfa til þeirrar staðreyndar að þeir hafa ekki starfsleyfi til þess.

Það heyrist sagt að við þurfum að snúa til baka á þeim vegi sem við höfum gengið. Það er fjarri mínum huga. Þegar þetta er skrifað erum við stödd í lönguföstu. (Segir þér lesandi kannski ekkert?)

Einhver kann að hugsa sem veit hvað klukkan slær að ekki er hægt að setja samansemmerki á píslargöngu Jesú annarsvegar og lífsgöngu okkar vegmóðra. Því er ekki saman að jafna. Hægt að spyrja á móti og eða segja að við göngum til framtíðar í hverju okkar skrefi í þeirri vissu að vel verði fyrir séð.

15
- eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn
sr. Þór Hauksson.
Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2023 15:25 Page 15
Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL K FSM FSSMMA A TAAÐNUM A SAM OG ENDA OG HEFST Ð HÓPEFLI M DJJAMM STAARF LTTA DRYKK ATTUR, KEILA MA UROGALL T R D M ST K NN NNNA A EINUM Á AR VEÐUR T T F GO R A P U ÍK ÍLEI RIRÞI Y ÁOKKURF ÐFR ÐUTILBO FÁ laugardag og ÆIN A Í B RÚTA HOU Y HAPPY tað m s inu r á e t e all em r s a r þ kku á o j a h innandyr eðri u v óð n í g n e ama m s hópnu jappa ð þ a a etr r b r e Hva Ð PY T FÖST Á F OPNUM YRR NNHÓPÁ a östudaga a f all N g m o arnu á b R UDÖGUM L S A UK K AO HOLLINEILU HOLLIN@KEILU K R Þ RI R F KKU Á O R Ð F ILBO U T Ð N.IS P Á Ó N H IN ST E R ANI keiluhollin.is 0 3 0 1 5 . 5 1 s ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2023 14:18 Page 16