Árbæjarblaðið 1.tbl 2023

Page 1

Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið 1. tbl. 21. árg. 2023 janúar Fréttablað íbúa í Árbæjarhverfi Innihaldsefni Náttúruleg Því dýrin þín eiga það skilið Smáralind | Kringlan | Krossmói | Akranes | Spöng | Dyrabaer.is - sjá bls. 10 Frænkurnar Margrét Jóna Jónsdóttir og Margrét Þóra Guðmundsdóttir Birnir á gönguskíðum við Rauðavatn. Gaman á skíðum við Rauðavatn ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. ÁB mynd Katrín J. Björgvinsdóttir ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 17.1.2023 19:53 Page 1

Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.

Ritstjórn: Leiðhamrar 39 - símar 698–2844 og 699-1322.

Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf.

Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánssonabl@skrautas.is

Prentun: Landsprent ehf.

Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson. Dreifing: Póstdreifing.

Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.

Þjóðarhöll strax of lítil

Loksins virðist í sjónmáli að við Íslendingar eignumst alvöru íþróttahöll, þjóðarhöll þar sem verður heimavöllur landsliða okkar í handknattleik og körfuknattleik og ef til vill fleiri íþrótta. Laugardalshöllin er fyrir margt löngu orðin alltof lítil og hefur ekki staðist alþjóðlegar kröfur í langan tíma. Hún var merkilegt fyrirbæri á sínum tíma en á nú fyrir höndum annað hlutverk í framtíðinni. Í langan tíma og reyndar alltof langan hafa stjórnmálamenn komið sér hjá því að taka ákvörðun um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Það tekur oft mjög langan tíma að koma nauðynlgum hlutum í framkvæmd og vandræðagangurinn með þessa þjóðarhöll er dæmi um það. Eiginlega má segja að það hafi ekki verið fyrr en landsliðsþjálfarinn í handknattleik og formaður Körfuknattleikssmbands Ísland létu hressilega í sér heyra að hlutirnir tóku að mjakast áfram. Báðir töluðu þeir um þjóðarskömm og undir það er tekið hér. Íslenskt afreksfolk í íþróttum hefur um áratuga skeið verið í fremstu röð í heminum og verðskuldað aðstöðu eins og hún gerist best. Tryggir íslenskir áhorfendur hafa líka átt skilið betri aðstöðu á stórum leikjum.

Nýja þjóðarhöllin á að taka 8500 manns á áhorfendasvæði og vonast er eftir því að hægt verði að koma 12000 manns fyrir á tónleikum. Að mínu mati er þetta of lítið mannvirki. Það mun koma í ljós fljótlega eftir að höllin verður tekin í notkun.

Talað er um að þjóðarhöllin eigi að kosta 15 milljarða. Sú áætlun mun að sjálfsögðu ekki standast. Í dag veit enginn hvernig á að greiða þennan kostnað, það veit enginn hvernig eða hver á að reka þjóðarhöllina. Hönnun er ekki hafin en samt er reiknað með að fyrsti leikurinn verði leikinn í höllinni árið 2025. Sú áætlun mun því miður ekki standast. Íslenska landsliðið í handbolta stendur í ströngu þessa dagana í Svíþjóð. Við komumst í milliriðla og vonandi tekst okkar strákum að komast í 8-liða úrslit.

Áfram Ísland!

Stefán Kristjánsson

abl@skrautas.is

Það er með ólíkindum hversu illa hefur verið staðið að snjómokstri hér í borginni í vetur. Það er því miður engin nýlunda því sama staða var uppi á teningnum í fyrra. Borgin hefur brugðist þeirri grunnskyldu sinni að halda húsagötum greiðfærum.

Þetta hafa Reykvíkingar fundið á eigin skinni núna í kringum jólin og áramótin, sérstaklega hér í efri byggðum, þar sem fólk gat ekki dögum saman komist út úr götunum sínum. Þegar snjóruðningur hófst svo loksins tókst ekki betur til en svo að botnlangagötum var sleppt. Þar hafa íbúar sums staðar þurft að grípa til þeirra ráðstafana að sjá sjálfir um moksturinn og ráða verktaka til þess.

Það er líka mikið öryggismál að bæði stofnbrautum og húsagötum sé haldið greiðfærum svo sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglan komist leiðar sinnar. Þegar borgarbúar leyfa sér síðan að kvarta undan því hversu illa er staðið

handbók um vetrarþjónustu.

Handbækur í endurskoðun gera lítið til að laga ástandið, vilji er allt sem þarf í þessum efnum.

Það vakti athygli nokkrum dögum eftir að allt varð ófært í Reykjavík að formaður skipulagsráðs og samgönguráðs borgarinnar og borgrfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, tilkynnti það vandræðalegur í fréttaviðtali að búið væri að ákveða að setja á fót stýrihóp til að gera úttekt á snómokstri í borginni.

Á þessu vandræðalega svari sést vel að það á nákvæmlega ekkert að gera. Íbúar í Reykjavík þurfa því að búa við það áfram að snjómokstur verði í algjöru lágmarki ef snjóar meira í vetur. Þá verður allt ófært aftur og fólk kemst ekki til vinnu dögum saman.

Það sannaðist best hjá nágrannasveitarfélögunum að þar gekk allt hratt fyrir sig að ryðja bæði húsagötur og stofnbrautir en á sama tíma var ófært meira og minna um alla borgina.

Árbæjarblaðið Fréttir 2
að snjómokstrinum er þeim svarað með útúrsnúningi um að verið sé að endurskoða
Borgin
Björn Gíslason
brást en íbúar gripu til sinna ráða
Snjómokstur hefur verið í algjörum ólestri í vetur og götur ófærar dögum og vikum saman líkt og síðasta vetur. Annan veturinn í röð er snjómokstur í Reykjavík algjörlega óásættanlegur fyrir íbúana: ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2023 15:08 Page 2
Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
KO TATILB O I & B NEIN N Í B TINBOL L OMA K KRY G D T O T Ð Á M O A SVO! TAO KBO YK D IZZU, E, P AREOK K Í , P EILU TU Í K K K Í R L Ó / D BINGISAR LLOOTBA . F DR ILL Æ / V ÆH H Ð ÐBUR VI NDI A SPENN JÖR LU, GF A LÚ A J ÓR . D DJ RTU R & PÉ ÐU ÖR / H RTU AGL IN VIKU HVERRI ÐIR Í BÍ Í 0 3 0 1 5 5 1 A M G Í S S O KEILUHOLLIN.I T Á AU R Ð B A ÓK R B TU E Ú G Þ A O K, B Í kei á manlega borð Bókaðu ace i á F agskránn ð d e u m Fylgst . G F tí iluhollin@keiluhollin.is com/keiluhollin eiluhallarinnar.facebook u K ðbooksí SÆKIR ÞÚ EF PIZZA RÍ G F R O Æ VÆ , T EIN V SÆKIR ÞÚ EF SHAKE R RÍR G F R O VEI , T EINN A ZKE&PIZ A SH Ð OILB KUT Í EIMTÖ Ö H R. 0 K .00 R Á 1 ÖNNU VO G S A O IZZ N P EI IZZUNA U P DÝÝRUST R Ó YRI I F K R EK ORGA – B D AKE-UM M SH FENGU F Á I A K R EK ILDI – G a z z i p d ean ak sh # A UNZ IZ I P R A R Ý IR D R Y R F A GOR – B R. 0 K .00 Ð Á 1 I I V NNARR R A BÆÆTI G I O ATTSEÐL F M U A IZZ R P KAUPI A B is . a z z i p e k ha s ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2023 14:55 Page 3

Yfir 20 ára þekking og reynsla við framkvæmd aðalfunda húsfélaga

„Tími aðalfunda, frá janúarbyrjun til aprílloka, er alltaf áhugaverður því þá gefst tækifæri til að hitta viðskiptavini augliti til auglits og heyra hvað er efst á baugi hjá þeim,“ segir Þór Gíslason, sem nýlega kom til starfa hjá félaginu sem ráðgjafi á þjónustusviði. Hann er líka í fundarteymi Eignaumsjónar, enda hokinn af reynslu eftir að hafa starfað sem fundarstjóri hjá Eignaumsjón svo árum skiptir.

Eignaumsjón hf. er umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna og býr að yfir 20 ára þekkingu og reynslu viðað halda aðalfundi húsfélaga og rekstrarfélaga atvinnuhúsnæðis. Á döfinni er að halda á sjöunda hundrað aðalfundi fram að apríllokum.

Bjóðum húsfélög velkomin í viðskipti

„Ný húsfélög eru að sjálfsögðu velkomin í viðskipti til okkar,“ segir Þór og bætir við að það er hans reynsla sem fundarstjóri hjá Eignaumsjón til margra ára að almenn ánægja sé hjá bæði stjórnum húsfélaga og eigendum með þá þjónustu sem félögin eru að fá.

„Við einföldum störf hússtjórna, leysum hratt og örugglega úr málum og spörum þeim tíma, með það að markmiði að ná fram hagræðingu og árangri í rekstrinum.“

Aukin áhersla á rafræna boðun funda

Mikið er lagt upp úr undirbúningi aðalfunda hjá Eignaumsjón og rétt sé staðið að boðun þeirra, svo fundir verði löglegir og bindandi fyrir þátttakendur. Til að tryggt sé að fundarboð skili sér örugglega til eigenda er æ meiri áhersla lögð á rafræna boðun

aðalfunda hjá Eignaumsjón, sem er líka umhverfisvænna og dregur verulega úr pappírsnotkun.

„Á aðalfundi er fyrst og fremst rætt um innri málefni félagsins; ársreikningur og kostnaðar- og húsgjaldaáætlanir afgreiddar, félaginu kosin stjórn og ákvarðanir teknar um næstu áfanga í starfsemi viðkomandi félags,“ segir Þór.

Viðbúið að sorpmál og hleðsla rafbíla verði í brennidepli

„Það er líka viðbúið að okkar mati að sorpmál verði töluvert í brennidepli á aðalfundum á þessu ári vegna þeirra breytinga sem eru í farvatninu með gildistöku laga um hringrásarhagkerfi nú um áramótin. Til að mæta ákvæðum laganna verður byrjað að safna lífrænum eldhúsúrgangi á höfuðborgarsvæðinu í vor og innleitt nýtt flokkunarkerfi úrgangs á vegum Sorpu og sveitarfélaganna á svæðinu, eins og fram kom á mjög vel sóttum hádegisfundi hjá okkur í haust,“ segir Þór en áréttar að stefnt sé að því af hálfu SORPU að íbúarnir finni lítið fyrir þessum breytingum.

„Það verður þó að teljast líklegt að svo umfangsmiklar breytingar komi til umræðu á mörgum aðalfundum í tengslum við umræðum um sorpflokkun og umgengni um sorpgeymslur.“

Hleðsla rafbíla er annað mál sem brennur á mörgum húsfélögum. Mörg þeirra hafa verið að nýta sér hlutlausa úttekt Eignaumsjónar á hleðsluaðstöðu og þeim félögum fer einnig fjölgandi sem eru að láta Eignaumsjón halda utan um innheimtu vegna rafbílanotkunar og rukka kostnaðinn með húsgjöldum viðkomandi

Herrakvöldið á bóndadaginn

Herrakvöld Fylkis fer fram á bóndadaginn að venju sem er föstudagurinn 20. janúar.

Kvöldið verður með mjög hefðbundnu sniði enda engin ástæða til að breyta því sem frábært er. Boðið verður upp á dýrindis þorramat og fyrir þá sem ekki neyta slíkrar fæðu verður lambakjöt í boði.

Gísli Einarsson verður veislustjóri að venju og ræðumaður kvöldsins enginn annar en Víðir Reynisson sem allir landsmenn þekkja af góðu einu frá

veirutímanum.

Málverkauppboðið verður á sínum stað og í boði verður sérlega glæsilegt úrval af fallegum málverkum.

Þá hafa gestir tök á að styðja starfið í Fylki með því að kaupa hppadrættismiða og verða vinningar veglegir að venju.

Jóhann Alfreð Jakob Birgisson verður með skemmtiatriði.

Miðaverð er 11.900 krónur og enn eru einhverjir miðar eftir.

Búist er við fjölmennu og góðu blóti.

rafbílaeigenda, sem sparar færslugjöld og viðkomandi njóta hagstæðra kjara á rafmagni sem bjóðast viðskiptavinum Eignaumsjónar. Þá er alltaf töluvert um mál sem snúa að dýrahaldi í fjölbýlishúsum, setningu húsreglna og fyrirkomulagi svalalokana.

Fundargögn aðgengileg í Húsbókmínar síður á vef Eignaumsjónar Tímanlega fyrir aðalfund geta

eigendur húsfélaga í þjónustu hjá Eignaumsjón nálgast fundargögn síns húsfélags í Húsbókinni. Þar má þá finna ársreikning fyrir árið 2022 og kostnaðar- og húsgjaldaáætlun fyrir árið 2023, ásamt fundarboði og öðrum gögnum sem leggja á fyrir fundinn. Í Húsbókinni er líka leitast við að safna saman og gera aðgengileg öll helstu gögn viðkomandi húsfélags, þ. á m. eldri ársreikninga og aðalfundargögn

Einnig er hægt að senda ýmsar þjónustubeiðnir rafrænt í gegnum Húsbókina, s.s. tilkynningar um nafnabreytingar og eigendaskipti, breytingar á heimilisfangi, húsfélagsyfirlýsingar, beiðnir vegna útlagðs kostnaðar og fleira.

Árbæjarblaðið Fréttir 4
húsfélaga sem hafa verið í þjónustu til lengri tíma hjá Eignaumsjón. Þór Gíslason kom nýlega til starfa hjá Eignaumsjón sem ráðgjafi á þjónustusviði eftir að hafa starfað í mörg ár sem fundarstjóri hjá félaginu. Mynd: Eignaumsjón - Eignaumsjón hf. er umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna Það var glatt á hjalla á þessu borði á Herrakvöldinu 2020. Þekktir Árbæingar og ,,Víkingar” á Herrakvöldi Fylkis 2020. Þessir heiðursmenn skemmtu sér vel á Herrakvöldinu á því herrans ári 2020
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 17.1.2023 11:57 Page 4
ALLVVÖRRU ÚTSSALLA V Þ M h L AF % Lav háþ Mót Þrýs atn 33 vor Galaxy 150 þrýstidæla tor: 2100W stingur Max:150 bör nsflæðiMax:450l/klst Hle PSC 6 áð 8695 urkr 6.956 S11-12V22Nm eðsluskrúfvél e CS ðu 20 A AÐ L H F R GIR FYL A AF % 0 AFSLÆTTI 205ÆTTI LÍS 0% ARK MEÐ AF PÍS RVVAL KIÐ ÚR MIKIÐRKET ARKETI OG FLÍSUM MEÐ 20-50% G Á 1 Áðu nsflæði Max: 450l/klst. 9.999 ur 29990 kr. AF % 35 LuTool Harðpparket 11kr. 196 5 þrep pa með . Trapp hillu 9.1 1 Áður AF % 15 er ryk/b ck+deck 666 Áður 10 sög 60 11 Blac blautsuga kr 16.585 .780 00W in/við/járn 6 % 0 .585 r. 30 erð fr e p V BoZZ m/stön blöndu brúsu kr/m2 1.440 rá Z sturtuklefi ng, hitastýrðum unartækjum og AF %20 AF % 25 Rafmagnshitablásari 3Kw 1 7.476 Áður 8795 kr. 15L rð tanks: 17kPa kraftur: 1200W or: kr. 16.665 . 1 fasa Áður Móto Sogk Stær AF AF % % 20 40 F C 5 17 avid h Cer AF % Áður kr 1.589 r. 2119 handlaug 50 cm m/öllu 546 25 ERA WC - kas hnappur 3-6lítra V AV ssi r ID SETT i, hnappur G Á art oren AF Áðurkr Guo 20.796 r. 25995 55 Á AF % Vatn bílsk 20 2 . 596 Áðurkr sþétt LED útiljós / kúrsljós IP65 48W 120cm 6995 kr. 23395 Áður k . Þýsk g hæg og 47 AF % glo gæ .9 kr 20 pp okandi seta. æðavara 996 59995 Sturtuniður Verð frá: 9.0 (Vatnslás fylg Sturtuniður Verð frá: 1.1 rföll 093 ir með) rfallshlífar 166 % AF %50 Á 16,8 L Plastbox margar stærðir LT T 2.497 Áðurkr 4995 Gírafi slípivél 230mm 710W M14 2399 M14 40 r Áðurkr ærivélDrive-HM-140 00W. 40-80 ltr M 9.9 AF % 40 AF Áðurkr ottaDuraMat PVC 0x80cm Grá 1.197 r. 1995 ww.murbudin www.murbudin.is LANDALLT! LAN SENDUM UM 2 AF % kr 29985 Áður 23.9 20 ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 16.1.2023 22:24 Page 5

Ísold og Óli voru best hjá Fylki 2022

Ólafur Kristófer Helgason knattspyrnumaður og Ísold Klara Felixdóttir, afrekskona í karate, eru íþróttafólk Fylkis 2022 fyrir nýliðið ár 2022.

Þau Ólafur Kristófer Helgason og Ísold Klara Felixdóttir voru krýnd íþróttakarl og íþróttakona Fylkis við hátíðlega athöfn á gamlársdag!

Ólafur Kristófer Helgason – Knattspyrna

Óli átti magnað tímabil í knattspyrnunni 2022 og fékk á sig fæst mörk allra í Lengjudeildinni þegar Fylkir fór upp um deild. Hann var valinn besti leikmaður

deildarinnar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem fjallaði um deildina en var einnig kosinn besti og efnilegasti leikmaður knattspyrnudeildar Fylkis. Þá var hann valinn í U21 ára landsliðið og til vara í A-landslið.

Óli er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins og í alla staði frábær íþróttamaður.

Ísold Klara Felixdóttir – Karate

Ísold tók þátt í smáþjóðamótinu í Karate sem var haldið í Liechtenstein dagana 23. – 25. september 2022 og vann tvo flokka á mótinu og er því tvöfaldur smáþjóðameistari bæði í -68 kg og -61 kg flokki.

Ísold hefur æft hjá karatedeildinni síðan hún var 11 ára gömul. Ísold er keppnismanneskja hjá Karatedeild Fylkis og lykilþjálfari. Hún er í landsliðiðinu og hefur verið keppnismanneskja í fremstu röð hér á landi undanfarin ár.

Ísold sér um allt félagstarf innan deildarinnar og gerir það af miklum sóma. Hún er hvers manns hugljúfi sem hvetur alla í kringum sig til að gera betur.

Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með valið !

Árbæjarblaðið Fréttir 6 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ísold Klara Felixdóttir náði frábærum árangri í karate á síðasta ári og er
íþróttakona
Ísold
ekki eingöngu í fremstu röð í karate því hún heldur utan um allt starf
með
verðskuldað
Fylkis 2022.
er
karatedeildarinnar
miklum sóma.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2023 14:59 Page 6
Ólafur Kristófer Helgason átti magnað tímabil í knattspyrnunni 2022 og fékk á sig fæst mörk allra í Lengjudeildinni þegar Fylkir fór upp um deild.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2023 15:00 Page 7

Við birtum að þessu sinni afar girnilega uppskrift frá Hafinu í Spönginni.

Við skorum á lesendur að prófa því það er svo sannarleg þess virði og þessi spennandi þorskréttur er mjög góður. Uppskrift er fyrir 3 en hana er auðvelt að stækka

Innihald

600-800 gr. þorskur 3 stilkar fersk steinselkja 2 stk. ferskur chili 70 gr. ristaðar furuhnetur 2 msk. olía

Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar Smjörsósa

100 gr. smjör 3 msk. sojasósa

Sæt kartöflumús 1 stk. sæt kartafla, stór 3 msk. smjör 2 stk. hvítlauksrif, pressuð

Sætkartöflumús - aðferð Berið smá olíu á kartöfluna í heilu lagi og setjið inn í ofn á 150 gráður í 2 tíma.

Þegar kartaflan er elduð í gegn er hún tekin út og skafið innan úr henni og sett í skál ásamt smjöri, hvítlauk og salti. Margir eru hrifnir af þessari aðferð þar sem uppvaskið er minna og það þarf

ekki að fylgjast með kartöflunni, heldur setjum við hana inn 2 tímum fyrir kvöldmat og hún er tekin út þegar fiskurinn fer inn. Þorskur Skerið niður steinselju og chili og setjið í skál með furuhnetum, olíu, sítrónusafa, salti og pipar. Leggið þorskflökin í eldfast mót.

Saltið og piprið og setjið 2/3 af blöndunni ofan á fiskinn.

Fiskurinn er síðan eldaður í ofni á 200 gráðum í 12-15 mínútur.

Smjörsósa Þegar fiskurinn fer inn í ofn er gott að byrja á smjörsósunni.

Smjör er brætt í potti við miðlungs hita og látið malla í um 10 mínútur.

Þá er smjörið tekið af hellunni og froðan veidd af með skeið.

Sojasósunni er bætt við smjörið og hrærð saman við.

Þegar allt er tilbúið fara fiskurinn og sætkartöflumúsin á diskinn, smjörsósunni er hellt yfir og restin af furuhnetublönduni sett á. Verði ykkur að góðu.

- Gæðin skipta máli -

Árbæjarblaðið
8
Mataruppskriftir frá Hafinu
Þorskur með smjörsósu, chili og furuhnetum
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILA ER LEIKIN AF 120.000.000 MANNS Í YFIR 90 LÖNDUM. VISSIR ÞÚ? KÍKTU Í KEILU, PÍLU, KAREOKE, PIZZU, DRYKK, BOLTA OG FJÖR. .is o bffo bf ÞJÓNUSTA BGSVOTTUÐ A) · 2 T AT G SMIÐJUVEGI 22 (RÆN GA ÞJÓNUSTA BGSVOTTUÐ VOGI · SÍMI: 567 7360 A 00 KÓP ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 17.1.2023 11:07 Page 8
Þessi þorskréttur er í meira lagi góður og matreiðslan einföld og skemmtileg.
Frábær þjónusta og alltaf gott verð Áratuga löng reynsla í almennum bílaviðgerðum Erum ný fluttir í Járnhálsinn í Árbæjarhverfinu Tímagjaldið okkar er 9850,- kr. + vsk. Gerist varla betra Car service, make a pointment by phone or bvn.is Bílvirkinn ehf Járnhálsi 6-8 Sími 581 - 2050 - www.bvn.is - Erum á Facebook ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2023 12:52 Page 9

Gaman á skíðum

Það er gaman á skíðum þegar vel viðrar og fjölmargir Árbæingar nýta sér gjarnan svæðið við Rauðavatn og nágrenni þar sem aðstæður eru allar hinar bestu. Mjög góðar brautir eru til staðar og ekki skemmir stórbrotið umhverfið fyrir.

Á síðustu árum hefur orðið sprenging hvað vinsældir gönguskíða varðar og

mikill fjöldi fólks er farinn að stunda þessa skemmtilegu íþrótt af miklu kappi. Fyrir utan skemmtunina sem fylgir gönguskíðunum er íþróttin vitaskuld

Ljósmyndir Katrín J. Björgvinsdóttir

meinholl og fólk er æst í útiveru eftir að hafa gert vel við sig um hátíðirnar.

Stillt veður og mikil birta meðan hennar nýtur við hefur aukið ásóknina þrátt fyrir að kuldaboli hafi verið iðinn við heimsóknir undanfarnar vikur.

En daginn er farið að lengja verulega og jafndægri að vori 21. mars eru því eðlilega tilhlökkunarefni.

Árbæjarblaðið Fréttir 10
Hjónin Jóhannes Oddsson og Hlín Guðjónsdóttir. Sif Arnarsdóttir. Hjónin Bjarni Richter og Rósa Jónsdóttir. Finnur Birgisson var röskur á gönguskíðunum. Mæðginin Brynjar Karl Hákonarson og Alda Pétursdóttir. Brynja Magnúsdóttir. Hjónin Jóhanna Steingrímsdóttir og Logi Ragnarsson. Aldís Björg Guðjónsdóttir og Týr.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 17.1.2023 20:09 Page 10
Lena Cecilia Nyberg og Ingvar Gunnar Óskarsson. Vinkonurnar Kolbrún Kolbeinsdóttir og Helga Einarsdóttir. Díana Harpa Ríkarðsdóttir og Vilborg Þórsdóttir.

vid bó - óndann med lúxus sæælkeramáltíd

ó
bó gó ón ómsæt da tirsæ da lkera gu apakka r ar tir sæ SÆLLK DASKOOD K Æ DIN.IISKEERRABÚD DÁDUÚRVVALLIIDA-D R AL E . VEIT XLU RINGA BITRUH 2255 ími578 2 ÁLS S wwwsælkerabúDin - is GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2023 14:42 Page 5
Dekradu
Árbæjarblaðið er lesið á hverju heimili Mest lesni fjölmiðillinn í Árbæjarhverfinu? Auglýsingar í Árbæjarblaðinu skila árangri 698-2844 698-2844 - abl@skrautas.is ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 17.1.2023 22:48 Page 12

Fréttir

Spítalastelpan sem sigraði lífið

Spítalastelpan var hún kölluð hún Vinsý, stelpan sem veiktist af berklum í hrygg á Ströndum Norður og var fyrstu ár sín að mestu reyrð niður í rúm á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hún byrjaði ekki að ganga fyrr en á sjöunda ári, sigldi heim þar sem faðir hennar var dáinn og móðirin búin að yfirgefa hana í huganum. En Vinsý bjó yfir einstökum lífsþorsta og vongleði.

Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur af einstakri leikni skrifað sögu þessarar konu sem sigraði lífið og við birtum hér kafla úr bókinni.

Hu ́ n er alltaf svo elskuleg við mig, blessunin hun Guðny, enda er hun ekkert minna en mo ́ ðuri ́mynd mi ́n, alla daga, a ́ rið um kring – og stundum li ́ka um langar nætur þegar me ́ r li ́ður hvað verst i kroppnum, svona rækilega reyrð niður a ́ bekkinn a ́ sjukrastofunni eins og nauðsyn þykir, vegna o ́ lukkans sju ́ kdo ́ msins sem hefur hrjað mig svo að segja fra ́ fæðingu.

Það er eins og hu ́ n finni það a ser þegar mer liður ekki sem best. Ég skynja það meira að segja sja ́ lf þegar hu ́ n leggur af stað neðan ur kjallaranum si ́num og fetar sig a ́ leiðis i ́ rokkrinu upp að ruminu minu. Það er einhver þra ́ ður a ́ milli okkar. Ég hef fundið fyrir honum fra upphafi. Og eg veit að hann er o ́ sli ́tandi. Eins og naflastrengurinn er i ́ raun og veru.

Ég se ́ það best þegar hu ́ n stry ́ kur ta ́ rin af kinnum mi ́num þegar verkirnir ætla mig lifandi að drepa. Þa ́ horfir hu ́ n a ́ mig með si ́num milda og bli ́ða svip og segir me ́ r að anda dju ́ pt en ro ́ lega. Og eg finn svo vel fyrir hlyrri hendi hennar þegar hu ́ n heldur um ennið, allt þangað til e ́ g sofna a ́ ny ́ – og kvo ̈ lin gleymist.

Stundum a hun það til að sitja yfir mer heilu næturnar. Það er þegar e ́ g hef haldið voku fyrir o ̈ llum spi ́talanum, ekki bara þessum fjo ́ rum eða fimm krokkum sem eru oftast með mer a stofu, heldur ollum ganginum og hæðunum fyrir ofan og neðan – og sjalfsagt lika ollum a eyrinni og niður a ́ tanga.

Ég get gra ́ tið svo o ́ gurlega ha ́ tt og mikið. En fyrir þvi er astæða. Sarsaukinn i hryggnum getur verið svo sa ́ rbeittur að það er sem hni ́fi se ́ snu ́ ið i ́ bakinu – og þa ́ a ́ e ́ g enga o ́ sk heitari en að losna ur bondunum sem halda mer fastri i gifsmotinu, en fyrir vikið hrufla e ́ g a ́ me ́ r bakbeinið svo blæðir u ́ r.

Ég er með eilift sar a bakinu. Það nær eiginlega aldrei að gro ́ a. Ég næ alltaf að y ́ fa það upp, enda a eg ekki margar goðar nætur.

Þær koma þo ́ inn a ́ milli, svefnsomu næturnar, sja ́ lfar bestu stundirnar i ́ li ́fi mi ́nu, þegar e ́ g get gleymt þvi að eg hef alla mina barnæsku verið sju ́ klingur a ́ spi ́tala, mo ́ ðurlaus og foðurlaus, með þa ́ einu og o ́ greinilegu vitneskju að li ́klega a ́ e ́ g nokkrar systur, en bara einhvers staðar svo o ́ ralangt i ́ burtu, ef þær eru þa ́ ekki longu bu ́ nar að gleyma me ́ r.

Þessar go ́ ðu nætur þarf Guðny ́ ekki að brolta upp til mi ́n. Þa ́ getur hu ́ n sofið a ́ si ́ nu græna eyra, eins og hun kallar það, sem eg hef nu aldrei skilið, enda er konan svo afskaplega falleg a ́ allan ma ́ ta. En það ma ́ sosum vel vera grænt ef hu ́ n sefur vel og hvilist, blessuð konan.

***

Ég ver morgum dogunum niðri i ́ kjallara hja ́ Guðny ́ ju, enda finn e ́ g svo vel hvað e ́ g er velkomin þangað. Og svo a eg orðið aðeins betra með gang, komin vel a ́ sjounda a ́ rið, en þa ́ loksins er me ́ r að takast að na ́ sja ́ anlegum a ́ rangri i ́ jafnvægislistinni og svei mer þa ef krafturinn nær ekki alveg niður i ́ legg og fo ́ t.

Ég he ́ lt að me ́ r myndi aldrei takast að komast a ́ lappir. Fyrstu minningar minar hverfast um mig i einverunni uppi i ́ ru ́ mi þar sem eg var að reyna að ganga a loftinu. Það sem hinum kro ̈ kkunum a ́ stofunni fannst þetta nu vera mikil sniðugheit af minni ha ́ lfu. Ég var alltaf að rembast við að teygja lappirnar upp i loftið – og snerta það helst með ta ́ sunum, þo ́ tt auðvitað hafi alltaf verið langur vegur fra þvi að eg næði þangað upp. En me ́ r fannst það vera tilraunarinnar virði að reyna að ganga a ́ haus a ́ meðan e ́ g ku ́ rði svona aumleg a mig komin i hvita rimlaru ́ minu mi ́ nu u ́ ti við gluggann, a ́ þessum eilifðarbedda minum þar sem e ́ g la ́ bundin allar nætur og stundum fram a ́ miðjan dag.

Ég held að þessar æfingar hafi hja ́ lpað til upp a ́ si ́ðari ti ́ma gang og haldið voðvunum við efnið þangað til eg gat loksins farið að staulast um stofur og ganga. Að hugsa se ́ r, e ́ g gat jafnvel haldið bolta a ́ lofti með fo ́ tunum einum.

Guðny kallaði það að eg hefði getað koklast þetta u ́ t og inn – og það færist bli ́ðlegt bros yfir fagurlega skapað andlit hennar þegar hu ́ n rifjar upp með mer hvað það tok mig langan tima að læra að labba.

Ég hafði þurft hvatningarinnar við – og blessunarlega ho ̈ fðu hu ́ n og hju ́ krunarkonurnar aldrei hætt að dekstra mig til, sifellt tosað mig upp af bossanum þar sem e ́ g sat a ́ go ́ lfinu eða uppi i ́ gluggakistu, go ́ nandi u ́ t a ́ fjo ̈ rðinn, ein með sja ́ lfri mer, eins og eg væri ekki lengur af þessum heimi.

En svo hafði Do ́ ri smiður, niðri i ́ þessum eina og sama kjallara og Guðny ́ a ́ tti athvarf sitt, bu ́ ið til fyrir mig litlar hækjur sem voru með bolstruðum pu ́ ða a ́ endanum sem gerði þær þægilegar undir handarkrikann. Þær komu mer heldur betur af stað, þvi ́li ́kt hja ́ lpartæki sem þær voru i ́ veiklulegum ho ̈ ndunum.

Hann er svo mikill snikkari, oðlingsmaðurinn sa ́ arna – og vill me ́ r o ́ sko ̈ p vel eins og allir aðrir starfsmenn spitalans sem mega ekki af mer lita, li ́tilli hna ́ tunni sem finnst það ekkert undrunarefni þo ́ tt hu ́ n hafi a ́ tt erfitt með gang a ́ æskua ́ runum.

Árbæjarblaðið
13
Vinsý og börnin fjögur.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 18.1.2023 00:25 Page 13
Spítalastelpan - Hversdagshetjan Vinsý.

Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105

Komdu og skemmtu þér með okkur í

Dansleikfimi hjá Auði Hörpu

Dansleikfimin er alla þriðjudaga kl. 10:00 í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 og kostar ekkert að vera með.

Létt dansspor við fjöruga tónlist sem hressir og kætir. Engin skráning, bara að mæta. Endilega fylgist með okkur á facebooksíðunni Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105

Gamla myndin

Fyrstu Íslandsmeistararnir

Þann

Félagsmiðstöðin

Hraunbæ 105 Sími 411-2730

Mömmumorgnar á þriðjudögum

Mömmumorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10.30 til 12.00 í safnðarheimili Árbæjarkirkju.

Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn og eru öllum opnir. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni.

Á foreldramorgnum í Árbæjarkirkju býðst foreldrum ungbarna sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi einnig að sækja ókeypis fræðsluerindi sem tengjast ummönnun ungra barna. Kaffi og léttar veitingar.

24. janúar 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Opið hús kaffi og léttar veitingar.

31. janúar 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Svefn og svefnvenjur ungbarna Ingibjörg Leifsdóttir, svefnráðgjafi, verður með fræðslu og ráðgjöf um svefn barna.

7. febrúar 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Opið hús kaffi og léttar veitingar

14. febrúar 2023 kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Skyndihjálp ungbarna. Kennd verður endurlífgun, hjartahnoð og blástursaðferð, losun aðskotahlutar úr hálsi og hitakrampa hjá börnum. Námskeið á vegum Rauða krossins.

Árbæjarblaðið
22
ÞÚ GETUR BÓKAÐ BRAUT Á KEILUHOLLIN.IS OG Í SÍMA 5 11 53 00 AÐ KEILAN Á UPPRUNA SINN 3200 FYRIR KRIST. VISSIR ÞÚ?
Henný Gylfadóttir ásamt syni sínum, Ríkharði Gylfa Leon á mömmumorgni í Árbæjarkirkju.
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 17.1.2023 10:46 Page 14
17. ágúst árið 1986 eignaðist Fylkir sína fyrstu Íslandsmeistara í knattspyrnu og var það 4. flokkur félagsins eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli. Á leikmannalistanum má sjá nokkur kunnuleg nöfn en Axel Axelsson var þjálfari liðsins. KGG

Fréttamolar frá kirkjustarfinu

Helgihald í Árbæjarkirkju

Sunnudaginn 22. janúar

Guðsþjónusta kl. 11.00. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Sunnudaginn 29. janúar

Guðsþjónusta kl. 11.00. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Sunnudaginn 5. febrúar

Guðsþjónusta kl. 11.00. sr. Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju

syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Sunnudaginn 12. febrúar Fjölslylduguðsþjónusta kl. 11.00. Brúðuleikhús, Biblíusaga og mikill söngur. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni þjóna. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á flygilinn. Djús, kaffi, kex og notalegheit eftir stundina.

Sunnudaginn 19. febrúar Guðsþjónusta kl. 11.00. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

Opið bréf til nýs árs

Ég vil byrja á að bjóða þig, nýja árið, velkomið. Þú ert upphafið. Ég hef hugsað til þín og þeirra ára sem hafa komið og farið, hversu erfitt það hlýtur að vera að koma inn í líf fólks sem er á hraðleið í sínum hversdags verkum. Þú þekkir engan og enginn þekkir þig, en öll eða flest okkar höfum væntingar til þín. Með tíð og tíma kynnumst við þér og þú okkur og þá kveðjum við þig og þú okkur. Þetta er farið að hljóma eins og tveggja klúta nýrárspistill.

Reynum að lifa í núinu og verum ekki að tala um að kveðja svona fyrstu daga ársins. Á pari við tilvonandi tengdapabbann sem kvaddi strákinn sem dóttirin kom heim með til kynningar. Hann sagði við unga manninn þar sem þeir stóðu í dyragættinni seint um kvöldið. ,,Komdu sem oftast vinur,”og sló létt á öxl hans. Ungi maðurinn var djúpt snortinn þangað til að hann heyrði föður stúlkunnar muldra fyrir munni sér í því að hann lokaði dyrunum. ,,Það er svo gaman þegar þú ferð.” Bara svo þú vitir það kæra nýja ár, að það er alls ekki þannig að ég hugsa til þín. Við erum rétt að kynnast.

Kæra nýja ár, þú átt alla mína samúð horft til þess að þú hlýtur vera haldin frammistöðukvíða svona eins og uppistandari á því augnabliki er hann stígur inn í sviðsljósið eða kannski er þér alveg sama um hvað við höldum um þig eða hverjar væntingar okkar eru til þín. Hvað veit ég? Eftir því sem árunum framvindur, veit ég það eitt að ég veit fátt.

Við kveðjum gamla árið sem var ekki gamalt í árum talið eða 365 dagar í huga okkar dauðlegra manna. Hver dagur er sem þúsund ár í dagatali Guðs sem við fáum ekkert að grufla í enda ekki treyst fyrir að fara með svo vel fari. Reyndar gerði hann/hún/hán (Guð) okkur að ráðsmönnum jarðar. Þetta jaðrar við þöggun. Það er nefnilega gömul saga og

ný að raddir heyrast mishátt. Það hefur ekkert með að gera að einhverjum liggur hátt rómur á meðan aðrir halda sig neðar á tónsviðinu.

Víst má segja að atlaga var gerð, á síðustu dögum ársins sem kvaddi, að þöggununni. Til útskýringar er ég ekki bara að tala um flugeldana. Einhverjum varð að orði daginn fyrir gamlársdag að það færi betur að við öskruðum þig inn ,,VERTU VELKOMIÐ!!!!” Bara svo að þú vitir kæra nýja ár að það hefur alls ekkert með þig að gera eða árið sem kvaddi. Við manneskjunar erum þjakaðar af áhyggjum um umhverfið og mengun andrúmslofts og jarðar af okkar völdum. Við erum jú ráðsmenn jarðar. Þú ert árið sem stendur vaktina. Starfsmaður árins á plani.

Ég get alveg sagt þér að ég prófaði eða æfði öskrið dagana áður en þú mættir og það fór ekki vel í mitt fólk að ógleymdum mínum ágætu nágrönnnum sem reyndar sögðu ekki neitt. Reyndar spurði mig einn nágranninn þar sem við mættum hvorum öðrum á einstigi ófærðar sem hefur legið á okkur; ófærðin hefur ekkert með þig að gera, á varfærin hátt ,,hvort ég hafi verið að æfa jóla og áramóta tónið” og þá eitthvað allt annað en ,,Hátíðartón sr. Bjarna” sem sunginn er í messu á jólum og áramótum, enda nágranni minn kirkjusækin manneskja. Eftir á hvarflaði að mér um stund að hann greindi ekki munin á tóninu mínu og hversdagslegu áramóta góli.

Það sem er líkt með þér og hvítvoðungi er að þú kemur í heiminn með hávaða látum. Þeir eru til sem horfa í augu hvítvoðungs segjast sjá hvað verður með framtíð hans. Þannig er það líka með þig, nýja árið. Einhverjir segjast sjá hvað úr þér verður áður en þú mætir til leiks. Svona eins og með karlalandsliðið okkar í handbolta eða ,,Strákana okkar” eins og við köllum þá þegar vel gengur á vellinum.

Hugsaðu þér að þú gætir orðið ,,Árið okkar” en til þess að svo verði eftir þrjúhundruð og eitthvað daga þarftu að hafa spilað spilunum rétt. Bara svo að þú vitir þá er engin pressa. Tökum einn dag í einu. Það er ein leiðin að lífshamingjunni er sagt.

að mörg meyjarhjörtun hafi farið í ,,slow mo” slátt. Mörgum, mörgum árum seinna (hver er að telja) árið þegar meyjarhjarta í Reykjavík tók auka kipp þegar ég fékk hana fyrst kysst. Ég veit að ég er einn til frásagnar um það, reyndar tvö en hinn aðilinn vill ekkert kannast eða muna að það hafi verið svo sem að framan er lýst.

Minningarnar eiga nefnilega til að fara á flakk eins og segir í sálminum ,,Fræ í frosti sefur” sem oftar en ekki er sunginn í kirkjum um ára- og nýársmót sem minnir á daga æsku minnar þegar veröldin var einföld og smá og það sem sagt var við mig var sem gaddfreðin staðreynd í huga að ég þorði varla að hækka röddina eða fara um með hávaðabrambolti að verða mætti að vekja fræin sem í frosti svæfu og tæku upp á því að vaxa upp til þess eins að deyja áður en þau yrðu einhverjum til gleði.

Kæra nýja ár, ég get alveg sagt þér að þau voru fá, gæti alveg talið á fingrum annarar handar, sem farin voru að sofa þegar þú mættir í tilveru okkar með nýtt ártal í farteskinu. Þá var heldur ekkert verið að velta fyrir sér einhverjum

fræjum sem svæfu í iðrum frosinnar moldar heldur var horft aldrei sem fyrr upp í himininn á það sem þar bar fyrir sjónir. Einhverjum til ama eins og búfénaði og öðrum ferfætlingum og einhverjum tvífætlingum og svo okkur hinum tvífætlingunum sem hafa gaman af hávaða og púðrum í öllum regnbogans litum um áramótin.

Það er akkúrat það sem ég vildi við þig segja ágæta nýja ár að ekki taka það inn á þig eftir tæplega 365 daga að einhverjir kunna að segja um þig að ,,Farið hefur fé betra.” það hefur alls ekkert með þig að gera. Það hefur allt um okkur sjálf að gera svona yfirleitt.

Þú kæra nýja ár ert sem myndarammi utan um ekkert eða eins og segir í góðri bók. ,,Í upphafi var ekkert...” eða þannig. Þú veist hvað ég á við. Þú ert nefnilega skilgetið afkvæmi þess sem var í upphafi. Þú heldur fast utan um það. Vonandi ber okkur gæfa og farsæld að mála á auðan striga árins 2023 fullt af góðum myndum sem við getum horf til...seinna. Hvað verður vitum við ekki en þangað til -

Það eru raddir uppi þegar þessi pistill er skrifaður dagana fyrir HM að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í handbolta. Ég skal ekki segja hvort þú kæra nýja ár vitir eitthvað um það nú þegar, ert eins og góður pókerspilari og heldur spilunum þétt að þér. Tíminn mun leiða það í ljós. Ég má alveg segja við þig að það væri ekki leiðinlegt að þú stæðir með okkur stoltu eyjaskeggjunum norður í Dumbshafi á HM.

Það er kostur að hafa einhverjar vörður að miða við þegar stikað er eftir árunum sem að baki eru. Nefni sem dæmi: Frostavesturnn mikli 1918. Stofnum Lýðveldis 1944. Í lok september 1955 þegar leikarinn James Dean lést af slysförum og mér kunnugir segja

Árbæjarblaðið Fréttir 23
Gleðilegt ár.
- eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn sr. Þór Hauksson.
nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is
Skoðið
r ð Sólarhringsv 3300 & 565 5892 D Eiríksdót Dof ttir
ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 17.1.2023 00:26 Page 15
Æ FM A A S Æ GÆ G E ST / R ANI LI A J G G A EIL K FSM FSSMMA A TAAÐNUM A SAM OG ENDA OG HEFST Ð HÓPEFLI M DJJAMM STAARF LTTA DRYKK ATTUR, KEILA MA UROGALL T R D M ST K NN NNNA A EINUM Á AR VEÐUR T T F GO R A P U ÍK ÍLEI RIRÞI Y ÁOKKURF ÐFR ÐUTILBO FÁ laugardag og ÆIN A Í B RÚTA HOU Y HAPPY tað m s inu r á e t e all em r s a r þ kku á o j a h innandyr eðri u v óð n í g n e ama m s hópnu jappa ð þ a a etr r b r e Hva Ð PY T FÖST Á F OPNUM YRR NNHÓPÁ a östudaga a f all N g m o arnu á b R UDÖGUM L S A UK K AO HOLLINEILU HOLLIN@KEILU K R Þ RI R F KKU Á O R Ð F ILBO U T Ð N.IS P Á Ó N H IN ST E R ANI keiluhollin.is 0 3 0 1 5 . 5 1 s GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 18.1.2023 14:07 Page 16

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.