Page 1

ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 11:43 Page 1

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Ár­bæj­ar­blað­ið 9.­tbl.­19.­árg.­­2021­­september

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Frétta­blað­íbúa­í­Ár­bæ­og­Norðlinga­holti

b bfo.is fo.is 77^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GA GATA) ATTA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Grafarholtsblaðið Þrátt fyrir frekar vætusamt sumar hefur vatnsmagnið í Rauðavatni minnkað verulega í sumar og elstu menn og konur muna vart lægri vatnsstöðu í vatninu. Katrín J. Björgvinsdóttir ljósmyndari festi vatnsleysið á filmu á dögunum.

Grafarholtsblaðið, fréttablað Grafarholts og Úlfarsárdals, fylgir Árbæjarblaðinu.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 21:22 Page 2

2

Fréttir

Árbæjarblaðið

„Okkar aðferðir hafa nýst samfélaginu vel, því Framsóknarflokkurinn er öfgalaus. Við finnum einfaldlega praktískar og sanngjarnar lausnir fyrir fólk og fjölskyldur og leggjum okkur fram við að skilja ólíkar aðstæður fólks. Við viljum bæta samfélagið okkar, eins og verkin sýna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra, þegar Árbæjarblaðið rakst á hana í Árbænum í vikunni. Lilja leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi – suður og er vongóð um góðan árangur. Hún vill vernda Elliðaárdalinn og segir að Sundabraut sé mikilvæg samgöngubót fyrir Árbæinga. Fjölmörg innri mál Árbæjarins eru á forsvari Reykjavíkurborgar, en Lilja sér fyrir sér aukið samstarf um lykilverkefni. „Auðvitað eiga þingmenn Reykjavíkur að skipta sér af málum sem varða íbúa og ég sé fyrir mér aukið samstarf ríkis og borgar. Raunar höfum við þegar séð jákvæða hluti gerast, t.d. áfangasigur í málum Sundabrautar með inngripi Sigurðar Inga – formanns Framsóknarflokksins og samgönguráðherra – sem mun breyta miklu fyrir Árbæinn. Hluti umferð sem nú fer um Ártúnsbrekkuna færist annað og styttir ferðatíma Árbæinga á álagstímum. Málefni Elliðaárdalsins eru mér líka hjartfólgin og það er mikilvægt að standa vörð um þessa perlu, sem er algjörlega einstök,“ segir hún. Praktískar lausnir fyrir fjölskylduna Lilja er alin upp í Breiðholtinu og hefur sterkar taugar til fjölskyldufólks í úthverfum Reykjavíkur. „Fjölskyldumál í víðu samhengi eiga hug minn allan. Skóla- og menntamál, íþrótta- og tómstundamál, réttindamál foreldra, námsmanna og barna. Við erum stolt af verkum okkar hingað til, en viljum bæta um betur og gera samfélagið okkar enn fjölskylduvænna.“ Lilja nefnir fjölmörg dæmi um stefnumál Framsóknar sem hafa raungerst og bætt lífskjör fjölskyldna. „Framsóknarflokkurinn kom á feðraorlofinu á sínum tíma og þessu kjörtímabili höfum við lengt fæðingarorlofið í 12 mánuði. Aðrir flokkar hafa reynt að skreyta sig með þeim fjöðrum, en barna- og félagsmálaráðuneytið er á forræði Framsóknar sem leiðir þau mál. Gjörbreyting mín á námslánakerfinu og 30% afskrift af höfuðstól námslána hefur bætt stöðu námsmanna verulega og þeir sem hafa börn á framfæri fá nú framfærslustyrk með hverju barni, í stað viðbótarláns vegna barna í eldra kerfi. Praktískar lausnir fyrir fólk í húsnæðisleit hafa gert ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu íbúð og stuðningur við íþróttastarf hefur styrkt rekstrargrundvöll félaganna og aukið getu þeirra til að þjónusta börn. Framsókn innleiddi á sínum tíma frístundastyrk barna í Reykjavík og nú viljum við taka þá hugmynd lengra með 60 þúsund króna styrk á hvert barn í landinu, svo öll börn hafi betri möguleika á að stunda gott tómstundastarf – íþróttir, listir eða annað uppbyggilegt starf,“ segir Lilja. Stoltust af stóru kerfisbreytingunum Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér metnaðarfull markmið í

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, leiðir lista Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður:

,,Þingmenn Reykjavíkur eiga að skipta sér af” mennta- og menningarmálum. Lilja segir að tekist hafi að ná þeim flestum, en nauðsynlegt sé að halda áfram enda eigi framfarir í mennta- og menningarmálum að vera viðvarandi. „Við höfum gert mikilvægar breytingar og lagt grunninn að betra menntakerfi. Við höfum gjörbreytt viðhorfum í garð iðn- og tæknináms, veitt auknu fé til verkmenntaskólanna, jafnað stöðu iðn- og bóknáms, nútímavætt vinnustaðanám iðnnema og tryggt iðnmenntuðum aðgang að háskólum. Í því felst algjör grundvallarbreyting, sem er nútímaleg og í takt við þarfir samfélagsins. Við höfum ráðist í fjölmargar aðgerðir til að efla menntakerfið okkar, aukið samráð og samstarf við kennara, einfaldað leyfisbréfakerfið, skapað tækifæri til starfsþróunar og síðast en ekki síst – mótað menntastefnu til ársins 2030, sem er leiðarljósið í menntaframförum næstu ára. Aðgerðaáætlun um menntaumbætur til þriggja ára er á lokametrunum og ég er sannfærð um að inngrip okkar munu efla

íslenskt menntakerfi,“ segir Lilja. Þá sé mikilvægt að horfast í augu við þær áskoranir sem stórir hópar nemenda kljást við, t.d. lestrarvanda og þörfina á auknum stuðningi í námi. „Við höfum þegar hafist handa og leggjum ríka áherslu á að vandi barna sé greindur eins fljótt og auðið er. Það skiptir sköpum fyrir barn, hvort stuðningurinn hefst strax í leikskóla eða í 12 ára bekk! Þetta er eitt mikilvægasta verkefni samtímans, því lesfærni ræður mjög miklu um námsframvindu barna og lífsgæða þeirra til lengri tíma litið,“ segir Lilja. Litlu málin eru líka stór Verkefnalisti ráðherra er alla jafna mjög langur og stundum ryðja stóru málin þeim minni ofan í skúffu. Lilja segist gæta sérstaklega að því að slíkt gerist ekki, enda séu litlu málin oftar en ekki stór! „Kerfi eiga það til að verða ómanneskjuleg og því skiptir það miklu máli að ráðherrar haldi vöku sinni. Mál sem eru lítil í augum kerfisins eru stór fyrir

einstaklinga og raunar samfélagslega mikilvæg. Kjarasamningar dansara eru gott dæmi um það, en aldrei fyrr hafa dansarar notið þeirra sjálfsögðu réttinda að starfa eftir kjarasamningi. Áskoranir mínar til kvikmyndasamsteypunnar Disney, um aukna talsetningu og textun á efni fyrir börn, eru annað dæmi um lítið mál sem er risastórt og viðbrögðin við því urðu gríðarleg,“ segir Lilja. Þórólfur Framsóknarlegur í sinni framgöngu Baráttan við Covid-19 hefur sett mark sitt á kjörtímabilið sem er að líða. Lilja er almennt ánægð með viðbrögð stjórnvalda og telur að þjóðarskútan hafi komist lítið skemmd gegnum ólgusjóinn. Aðstæðurnar hafi þó verið erfiðar fyrir marga, sem misstu vinnuna og upplifðu mikið óöryggi og enn eigi atvinnulífið eftir að ná fyrri umsvifum. „Ég er sátt við aðferðafræðina, enda hafa aðgerðir stjórnvalda verið Framsóknarlegar. Þær hafa tekið mið af aðstæðum á hverjum

tíma, verið öfgalausar og sveigjanlegar. Slíkt er vænlegast til árangurs, en ekki heittrúarstefna á hvorn veginn sem er, útgöngubann eða algjört hömluleysi. Blönduð leið skilar mestu fyrir samfélagið á þessu sviði, rétt eins og öðrum,“ segir Lilja. Aðspurð segist hún ekki vita hvort Þórólfur sóttvarnarlæknir sé Framsóknarmaður, en hann hafi verið Framsóknarlegur í framgöngu sinni undanfarna 20 mánuði. Það vottar fyrir brosi. Framundan eru annasamar vikur fyrir frambjóðendur til Alþingiskosninganna þann 25. september. Lilja segist hlakka til að hitta fólk, bæði í Árbænum og annars staðar í kjördæminu, og hvetur fólk til að nýta atkvæðisrétt sinn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar sé þegar hafin og því sé ekki eftir neinu að bíða. „Það er hægt að kjósa Framsókn strax í dag, fyrir þá sem geta ekki beðið til 25. september,“ segir hún að lokum.

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði vvottað ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og SStyðjumst tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

"

Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 10:08 Page 3

VAXTASTYRKUR FYRIR BÖRN

kró styðji við tómstundir barna með árlegum 60 þúsund Fra Framsókn amsókn vi vill að ríkið styðji nd króna x ár a óháð ef nahag. V AXT TASTYRK til allr ra a barna eldri en se VAXTASTYRK allra sex ára efnahag. rístundastyrki sv eitarfélaganna. Þessi styrkur k komi omi til viðbótar við ffrístundastyrki sveitarfélaganna.

reðsdóttir Lilja Alf Alfreðsdóttir 1. sæti Re ykjavík suður Reykjavík


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 22:40 Page 4

4

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fjóla Hrund Björnsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður:

Eliðaárdalurinn er náttúruperla Reykjavíkur Elliðaárdalurinn er lungu Reykjavíkur umhverfislega séð og mætti segja að dalurinn sé nokkurs konar Central Park, New York borgar fyrir Reykvíkinga. Þangað sækja Árbæingar, Breiðholtsbúar, Ártúnsbúar, Reykvíkingar, íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsmenn allir. Elliðaárdalurinn er algjör náttúruperla með fallegt dýralíf, villta náttúru og umhverfi sem ekkert jafnast á við. Ég er umhverfisverndarsinni og vil að fólk sem hefur kosið að búa í þéttbýlinu hafi aðgang að ósnortinni náttúru. Það er okkur öllum afar mikilvægt og í raun lífsnauðsyn til að halda heilsu og vellíðan sama hvaða árstíð er. Mörgum brá því í brún þegar nágrannar Árbæjarlóns og borgarbúar allir vöknuðu upp við það einn daginn að búið var að tæma lónið í skjóli nætur án tilskilinna leyfa eða í samráði við íbúa. Þessi ákvörðun breytti ásýnd umhverfisins og hafa fjölmargir lýst yfir óá-

nægju sinni. Engin almennileg kynning var fyrir íbúa Árbæjar og nágrannahverfa um tæmingu lónsins fyrr en það birtist í fjölmiðlum. Allir Reykvíkingar eiga Elliðaárdalinn, ekki borgarstjóri og meirihlutinn í Reykjavík. Búið er að sýna fram á að lagarök skortir fyrir ákvörðuninni af talsmönnum þeirra sem hafna alfarið tæmingu lónsins hjá ótal mörgum sem láta sig málið varða. Í upphafi málsins benti forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á undirmenn sína og bar því við að hann hafi lítið vitað af fyrirhugaðri tæmingu þess. Það er ekki stórmannlegt, ekki frekar en það er stórmannlegt af borgarstjóra að fría sig ábyrgð af þessum ólöglega gjörningi og benda á undirmenn sína. Búið er að stofna nefnd eftir nefnd um ákvörðunina og ekkert þokast. Allir sem þekkja til í borginni vita að svona ákvarðanir eru ekki teknar nema með vilja, vitund og tilmælum frá Árbæingnum Degi B. Eggertsyni, borg-

Fjóla Hrund Björnsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. arstjóra. Eftir að Árbæjarlón var tæmt var boðað að Árbæjarstífla skyldi rifin. Stífla sem er 100 ára gömul og geymir mikla sögu frá þeim tíma þegar Reykvíkingar voru stórtækir og beisluðu vatn til rafmagnsframleiðslu. Stíflan hefur mikið menningargildi og að auki mikið notuð af gangandi og hjólandi vegfarendum til heilsuræktar. Því er ljóst að margir munu sjá eftir stíflunni sem má segja að sé eitt af kennileitum hverfisins. Þessi umhverfisspjöll sem

ráðhúsið ákveður einhliða mega ekki líðast. Þessi ákvörðun er í óþökk borgarbúa og er með öllu óskiljanleg. Hvers vegna er ráðist inn á þau fáu grænu svæði sem enn eru til staðar í borginni? Mjög mikilvægt er að samráð verði viðhaft við íbúa þegar svo stór ákvörðun er tekin. Eitt er víst að ekkert fær að vera í friði lengur og ég ætla að berjast fyrir því að þessi ákvörðun verði

dregin til baka nái ég kjöri sem alþingismaður. Til þess að það gerist þarf ég atkvæði þitt ágæti lesandi. Merktu X við M á kjördag og ég verð þinn fulltrúi inn á þingi fyrir umhverfisóréttlætinu sem á sér stað varðandi Árbæjarlón og allt umhverfi Elliðarárdalsins. Fjóla Hrund Björnsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður

Frambjóðandi á villigötum - eftir Guðrúnu Theódórsdóttur Það var athyglisvert að sjá frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, lýsa því yfir á Hingbraut.is að það sé skýrt að það eigi að setja 50 milljarða í innviði Borgarlínunnar í fyrsta áfanga sem verið er að undirbúa sem hún segist styðja. Það skýtur skökku við að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins komi með slíkar yfirlýsingar þegar 67% sjálfstæðismanna sem tóku þátt í könnun MMR líst illa á framkomnar hugmyndir um borgarlínu. Auk þess eru yfir 90% sjálfstæðismanna sem tóku afstöðu á móti því að akreinar séu teknar undir borgarlínu s.s. á Suðurlandsbraut, vinstri beygjur séu afnumdar með því að hafa borgarlínu í miðju vegstæðinu.

Það er furðulegt að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður skuli taka svona eindregna afstöðu gegn vilja flokksmanna. Rétt er að rifja upp að hverfisráð Árbæjar gerði athugasemdir árið 2017 við áformaða legu borgarlínu enda stendur ekki til að hún liggi upp í Árbæ og gagnast þar af leiðandi Árbæingum ekki nokkurn skapaðan hlut. Við munum hins vegar þurfa að borga drjúgan hlut af þessum 50 milljörðum sem 1. áfangi á að kosta. Það er ljóst að þessar ákvarðanir eru teknar vestan Elliðaáa af stjórnmálamönnum sem búa vestan Elliðaáa nálægt Ráðhúsi Reykjavíkur. Guðrún Theódórsdóttir, Íbúi í Árbæ

,,Borgarlína gagnast Árbæingum ekki nokkurn skapaðan hlut,” segir Guðrún meðal annars í grein sinni.

ÞA R SEM V EN JULEGA FÓLK I Ð K EMUR T IL A Ð SIGR A k e il uh o l l in . i s Guðrún Theódórsdóttir.

s . 5 11 5 3 0 0


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 15:49 Page 5

Eyðum biðlistum Eyðum í heilbrigðis heilbrigðiskerfinu! kerfinu!


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 22:00 Page 6

6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Daði Már Kristófersson er varaformaður Viðreisnar og skipar 2. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður:

Árbæingur sem brennur fyrir bættu samfélagi Daði Már Kristófersson er varaformaður Viðreisnar og skipar 2. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er fæddur og uppalinn í Borgarfirði en hefur búið víðs vegar í Árbænum allt frá árinu 1985, ef frá eru talin námsárin á Hvanneyri og í Noregi. Daði er giftur Ástu Hlín Ólafsdóttur ljósmóður og saman eiga þau fjögur börn, Sólveigu, Margréti Björk, Atlas og Gunnhildi. „Það er ástæða fyrir því að ég hef búið hér í Árbænum alla tíð síðan ég kom til Reykjavíkur. Þetta er frábært hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem útivistarmöguleikarnir eru einstakir. Ég nýt þess til dæmis mjög að fara í gönguferðir um Elliðaárdalinn með honum Krumma mínum,“ segir Daði en Krummi er hundur fjölskyldunnar. Daði er prófessor í hagfræði við Há-

skóla Íslands en er nú í fyrsta sinn í framboði til Alþingis. Aðspurður hvers vegna hann býður sig fram segir Daði: „Ég vil stuðla að því að gera íslenskt samfélag eins gott og kostur er og að við sköpum tækifæri fyrir sem flesta til að nýta hæfileika sína og láta drauma sína rætast. Það gerum við best með því að stuðla að jöfnuði, efnahagslegum stöðugleika og aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, búsetu og bakgrunni. Þá hef ég mikla trú á því að einstaklingurinn sé best til þess fallinn að skapa sér og nýta þau tækifæri sem honum bjóðast.“ Ódýrari matarkarfa og lægri vextir Daði er þeirrar skoðunar að það sé algjört forgangsmál að tryggja stöðugt gengi íslensku krónunnar. Það muni hafa bein áhrif á afkomu heimilanna. „Vextir húsnæðislána munu lækka og greiðslubyrði lánanna verður fyrirsjáan-

Ásta Hlín, Gunnhildur, Atlas og Daði í Brynjudal. legri. Matarkarfan verður ódýrari og kaupmáttur launa stöðugri. Rekstrarskilyrði nýsköpunarfyrirtækja munu gjörbreytast og möguleikarnir á að byggja upp atvinnugreinar á íslensku hugviti munu batna til mikilla muna,“ segir Daði. Annað forgangsmál að mati Daða er að nýta fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. „Framtak einstaklinga er uppspretta framfara í samfélaginu. Frábært dæmi um vel heppnaðan einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er Heilsugæslan Höfða sem þjónar Árbæingum með miklum sóma,“ segir Daði. Þannig sé þjónustan aðalatriðið en ekki rekstrarformið.

Harður andstæðingur sérhagsmunagæslu Daði er síðan harður andstæðingur sérhagsmunagæslu. „Ríkið á ekki að úthluta sérréttindum til lokaðra hópa. Allir landsmenn eiga að standa jafnfætis þegar kemur að því að nýta tækifærin sem Ísland býður upp á. Dæmi um slíka úthutun sérréttinda er kvótakerfið. Ekki nóg með að þar hafi auðlindum í eigu þjóðarinnar verið úthlutað til lokaðs hóps heldur eru greiðslurnar fyrir þau réttindi óveruleg. Þessu viljum við breyta með því að selja hluta kvótans árlega á markaði. Þetta mun bæði skapa réttlátt og sanngjarnt gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindinni

og auka möguleika nýrra fyrirtækja og einstaklinga á að koma inn í sjávarútveginn.“ Þá telur Daði brýnt að takast á við loftslagsvána. „Á okkur hvílir sú skylda að skila af okkur betra búi en við tókum við. Við getum ekki sent reikninginn til kynslóða framtíðarinnar. Við þurfum að bregðast við strax en lausnirnar þurfa líka að vera raunhæfar. Vandamálið í dag er að það borgar sig að mengu. Þessu þurfum við að breyta, láta þá borga sem menga og gera það hagkvæmt að vera umhverfisvænn,“ segir Daði.

Fjölskylda Daða á jólunum þau Sólveig, Atlas, Gunnhildur, Margrét Björk, Daði og Ásta Hlín.

Útfararþjónusta í yfir 70 ár Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Daði og Labradorinn Krummi í Þjófadölum á Kili.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 21:58 Page 7

ÞJÓNUSTUVÆÐUM Þ JÓNUS J TUV VÆÐUM Æ HEILBRIGÐISKERFIÐ Styttum biðlist a, lækkum kostnað og bætum heilbrigðisþjónustu um allt biðlista, land með því að þjónustuvæða heilbrigðisker fið. Þ annig bætum við bæði heilbrigðiskerfið. Þannig líkaml ega og andlega velferð velfe erð fólksins í landinu. landinu. líkamlega

GEFÐU FRAMTÍÐINNI TÆKIFÆRI


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 12/09/21 21:52 Page 8

8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður:

,,Metnaðarfull en raunhæf markmið” - þrjár stórar spurningar til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur - Hvað telur þú skipta íbúa Árbæjar og Grafarholts sérstaklega miklu máli í komandi kosningum? ,,Allir íbúar borgarinnar hljóta að hafa áhyggjur af bágri fjárhagsstöðu. Skuldir borgarinnar hafa nánast tvöfaldast á tíma þar sem flest af stærri sveitarfélögum landsins hafa bætt stöðu sína verulega. Reykjavíkurborg hefur skorið sig úr hvað ósjálfbæran rekstur varðar og það hefur neikvæð áhrif á líf borgaranna til lengri tíma. Áhrifin eru líkleg til þess að verða skert þjónusta við íbúa borgarinnar og aukin skattheimta í gegnum útsvar og önnur gjöld. Með

öðrum orðum, við borgum meira fyrir minni þjónustu. Það er því mikið kappsmál að rekstur ríkissjóðs fari ekki sömu leið. Á síðasta kjörtímabili náðum við frábærum árangri með efnahagsaðgerðum og tryggðum stöðugleika með hætti sem tekið var eftir um allan heim. Stöðugleiki er kannski ekki mest spennandi kosningamálið. Skynsemi í efnahagsmálum fylgir ekki sami glamúr og klassískum útgjaldaloforðum sem skjóta iðulega upp kollinum í aðdraganda kosninga. Stöðugleiki er hins vegar undirstaða þess að hér séu tækifæri

og þjónusta við íbúa landsins með því allra besta sem þekkist í heiminum og nauðsynlegt að honum sé viðhaldið.” - Af hverju ætti fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? ,,Sjálfstæðisflokkurinn trúir á jöfn tækifæri fyrir alla og frelsi einstaklingsins. Áfram ætlum við að bæta hag fólks og lífsgæði. Við stöndum fyrir fjölbreytni í opinberri þjónustu og teljum það grundvallarforsendu til að bjóða uppá valfrelsi og bestu mögulegu þjónustuna. Við viljum lækka skatta áfram og gera umhverfið með þeim hætti að

allir hafi tækifæri til að blómstra og sjá um sig og sína. Við erum með metnaðarfull en raunhæf markmið um betri heilbrigðisþjónustu sem er laus við biðlista, öldrunarmál sem setja fólkið okkar í fyrsta sæti og samgönguumbætur sem henta öllum mismunandi ferðamátum. Við ætlum ekki að ákveða hvað er best fyrir þig heldur skapa fjölbreytt tækifæri og veita fjölbreytta þjónustu með þarfir þínar að leiðarljósi.” - Hverju ert þú stoltust af að hafa áorkað persónulega á síðasta kjörtíma-

bili? Mér finnst eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það séu bara tvö ár síðan ég tók við starfi dómsmálaráðherra. Þetta hefur liðið hjá á svipstundu en á sama tíma hafa ótal mörg mikilvægum málum klárast. Lögreglumálin eru klárlega ofarlega á baugi. Það sem ég er ánægðust með þar er hvernig við þorðum að takast á við mál sem hafði grasserað í lengri tíma en einhverra hluta vegna legið ósnert. Nýtt lögregluráð var stofnað, eftirlit með lögreglu eflt og sérstök áhersla á eflingu löggæslunnar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Þá má nefna ný lög um skipta búsetu barna sem gerir fólki kleift að hafa börn skráð með heimili á tveimur stöðum. Breytingar og áhersla í kynferðisbrota- og ofbeldismálum er mér einnig sérstaklega mikilvægt. Kynferðislegri friðhelgi var bætt við hegningarlög og þar var dreifing nektarmynda gerð skýrlega refsiverð ásamt nýju ákvæði um umsáturseinelti. Ég lagði einnig fram frumvarp til að styrkja réttarstöðu brotaþola og fór í sérstakt átak gegn ofbeldi á tímum COVID-19 með fjölda aðgerða.. Það er öllum orðið ljóst að áfram er úrbóta þörf í ofbeldismálum og hvert sem hlutverk mitt verður innan þingsins á næsta kjörtímabili mun ég vinna hörðum höndum að framvindu þeirra. Mig langar líka að nefna nútímavæðingu í opinberri þjónustu. Við stigum mörg og stór heillaskref á síðasta kjörtímabili. Við færðum þjónustuna til fólksins í stað þess að krefja það um að koma til mismunandi stofnanna. Þjónusta sýslumanna er óðum að færast á stafrænt form sem einfaldar líf fólks, þá opnaði vefurinn 112.is, stafræn ökuskírteini urðu að veruleika og margt fleira. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið öðrum flokkum talsvert framar þegar kemur að þessum breytingum til að efla þjónustu, fara betur með fé, stytta þjónustutímann og einfalda líf fólks.” - Einhver lokaorð? ,,Ég vil hvetja alla til þess að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn. Þetta kann að þykja sjálfsagt í landi eins og Íslandi en það er svo sannarlega ekki staðan alls staðar.”

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Fréttamenn ræða við Áslaugu Örnu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 15:31 Page 11

HHALLÓ ALLÓ HHAUST AUST SPENNANDI VIÐBURÐIR Í KEILUHÖLLINNI Í HAUST Fylgstu með dagskránni á Facebooksíðu Keiluhallarinnar. facebook.com/keiluhollin Bókaðu borð tíím manlega á keiluhollin@keiluhollin.is FFIM. IMLAU. . 116. 6.22. SSEPT. EPMAÍ T.

PÖBB QQUIZ PÖBB UIZ ME MEÐÐ HJÁLMARI ÁLMARI & HELGA HELGA

IN TU LÖG S U L Æ NS ÖLL VI -LONG A SING-

N Ú R GUÐ Ý N R Á ER PTEMB E S . 7 1 FÖS. ÖLL ÖLL VINSÆLUSTU VINSÆLUSTU LÖGIN LÖGIN

FIM. 23. SEPTEMBER

RISA

BINGÓ SVEPPA FULLORÐINS ÚTGÁFAN

SEPTEMBER LAU. 25.

LSKYLDU ÖLS RISAFJÖL

L R L U K P A V P E S FIM. 30. SEPTEMBER

BREKKUSÖNGUR

GUNNI ÓLA SKÍMÓSTYLE

BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI 12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 10/09/21 21:14 Page 10

10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Svandís Svavarsdóttir skipar fyrsta sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður:

Við lok kjörtímabils

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem nú situr var mynduð þvert á hið pólítíska svið, frá vinstri til hægri. Ríkisstjórnin hafði skýra sýn um uppbyggingu velferðarkerfisins og umbætur á mörgum sviðum sem hefðu það markmið að á Íslandi yrði gott að lifa, fyrir unga sem aldna. Þegar litið er yfir kjörtímabilið sem nú er að renna sitt skeið getum við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði verið stolt af árangri ríkisstjórnarinnar. Verkefni sem unnið hefur verið að og kláruð á tímabilinu endurspegla vel grunnstoðirnar í stefnu VG; umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlega friðarhyggju og félagslegt réttlæti og eru til þess fallin að byggja hér upp gott samfélag, þar sem jöfnuður ríkir. Mig langar til að nefna nokkur verkefni sem hafa verið unnin á kjörtímabilinu. Í heilbrigðismálum hefur heilbrigðisstefna verið samþykkt, 140 ný hjúkrunarrými verið byggð og aðstaða bætt í enn fleirum, greiðsluþátttaka sjúklinga hefur verið lækkuð verulega, framlög til heilsugæslunnar aukin um 25% og framkvæmdir fjármagnaðar og hafnar við nýtt þjóðarsjúkrahús. Í jafnréttismálum má nefna að ný löggjöf um þungunarrof, sem ég lagði fram á Alþingi, var samþykkt, en lögin tryggja sjálfsforræði og sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Einnig má nefna þá breytingu sem gerð hefur verið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega núna skrifa upp á getnaðarvarnarlyf. Réttur til að skilgreina eigið kyn hefur verið tryggður með nýjum lögum um kynrænt

sjálfræði og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í heilt ár. Lögð hefur verið áhersla á umhverfismál á kjörtímabilinu. Stórátak var gert í friðlýsingum svæða, fyrsta fjármagnaða aðgerðaáætlunin gegn loftslagsvánni unnin og Loftslagsráð og Loftslagssjóður stofnuð. Innleiðing hringrásarhagkerfisins hófst af krafti, m.a. með breytingum á lögum um úrgangsmál og hringrásarhagkerfi sett af stað. Mikilvægar aðgerðir í lýðræðismálum hafa orðið að veruleika á tímabilinu. Löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis hefur verið styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndarstarf og þingflokka, skattrannsóknir efldar og mörk sett á eignarhald á landi með nýjum jarðalögum, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef við ræðum velferðarmál sérstaklega þá má nefna að hlutdeildarlán fyrir nýtt fólk á húsnæðismarkaði voru sett á, en þau geta hjálpað tekjulágum fyrstu kaupendum að ná kröfu um fyrstu útborgun, 35% lækkun á skerðingu örorkulífeyrisþega gagnvart atvinnutekjum varð, 75.000 kr. hækkun á frítekjumarki aldraðra og 35% hækkun grunnatvinnuleysisbóta á tímabilinu. Ríkisstjórn sem Vinstrihreyfingin grænt framboð leiðir er besta mögulega ríkisstjórnin, fyrir samfélagið allt. Veljum Vinstri græn. Svandís Svavarsdóttir skipar 1. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 10:31 Page 11

XV

25. sept.

Sköpum öllum tækifæri Enginn afsláttur í loftslagsmálum Réttlátara skattkerfi Tækifæri eiga ekki að vera forréttindi

Verið velkomin í heimsókn til okkar á kosningaskrifstofu VG í Reykjavík. VG Portið – Bankastræti 2, Torfunni. Opið 15-18 virka daga, 13-17 um helgar.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/09/21 10:41 Page 12

12

Mataruppskriftir í boði Sælkerabúðarinnar

Árbæjarblaðið

Grilluð wagyu-steik með soja-lime-dressingu - að hætti landsliðskokkanna í Sælkerabúðinni Hér er afar girnileg uppskrift frá snillingunum í Sælkerabúðinni. Við skorum á lesendur að spreyta sig og prófa þessa frábæru uppskrift. Innihald: 100 gr wagyu A-5 grad-ribeye. Salt. Olía. 150 ml. soyasósa. 100 ml. vatn. 1 msk. hunang. ½ grænt epli. 1 sítrónugras. ½ rautt chili, án fræja. 1 hvítlauksgeiri. 1 lime. 20 gr. engifer. 1 skalotlaukur. 1 lítið búnt kóríander. Aðferð: Takið wagyu-steikina úr kæli meðan sósan er undirbúin.

Skerið epli í litla bita og svitið í potti með smávegis olíu. Bætið sojasósu, vatni og hunangi út í pottinn. Bætið því næst sítrónugrasi og helmingnum af chili-piparnum út í pottinn og sjóðið niður um helming. Sigtið epli, sítrónugras og chili frá. Geymið vökvann. Saxið næst smátt afganginn af chilipiparnum, hvítlauk, engifer, skalotlauk og kóríander og bætið út í sojablönduna. Rífið börk af límónu út í. Hitið grill vel, dreifið olíu yfir steikina og saltið eftir smekk. Grillið í um 1 mínútu á hvorri hlið. Berið fram með sojaídýfu. Fylltir sveppir með camembert-osti

8 kastaníusveppir. 1 camembert-ostur. 1 msk. hunang. 1 msk. smátt skorin steinselja. Salt. Olía. Aðferð: Takið stilkinn úr sveppunum og skafið varlega innan úr þeim með skeið. Passið að rífa ekki gat á sveppina. Veltið sveppunum upp úr olíu og kryddið með salti. Grillið á heitu grilli þar til að þeir eru fulleldaðir. Skerið camembert-ostinn í litla bita og blandið steinselju og hunangi saman við. Fyllið sveppina með ostinum og setjið aftur á grillið. Grillið þangað til að osturinn er orðin bráðinn.

Grilluð wagyu-steik með soja-lime-dressingu.

Viktor og Hinrik, margverðlaunaðir landsliðskokkar í Sælkerabúðinni.

Fylltir sveppir með camembert-osti.

ÚT ÚTFARARSTOFA FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar farar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚTFARARSTOFA ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐA HAFNARFJARÐAR R www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/04/21 20:33 Page 7

POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL

Stærsta verkstæði landsins í næsta nágrenni

Breiðhöfða 13

Grjóthálsi 10

Nesdekk Breiðhöfða 13. Eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins. Tímapantanir á nesdekk.is Nesdekk Grjóthálsi 10. Engar tímapantanir. Þú mætir með bílinn og ferð í röð.

Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar er hægt að sjá verð á dekkjum okkar og panta sér tíma í dekkjaskipti!

Sjáðu úrvalið á

nesdekk.is

Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun

Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð

Stærðin skiptir ekki máli á Breiðhöfða 13.

Öryggi í umferð síðan 1996


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 17:08 Page 30

30

Kj!"#$%&'('A)alfundur Kvenf*lags +rb,jars-knar (fresta)ur fr. feb.2021)

Ver)ur haldinn m.nudaginn 20.september 2021 kl. 18.00 / Safna)arheimili +rb,jarkirkju

•! 1234&526'7)859&3:8;#"!;9' •! <86#=;.'>2";8;?3#' •! @%4855A'B83:8>?338' •! CD;?;52#"&;' •! <E;?3:?#'FGHI@JK7'L6'=899?'.'MNNN'=;'

'

F>239*586#=L3&;'2;&'B>8""8;'"?5'8)'"8=8'O2)'#*;'62#"?P' '755?;'>25=LO3?;'

Tólf spor – Andlegt ferðalag '

'

Kosning í Hverfið mitt:

Tökum þátt í að byggja upp betra hverfi Nú er komið að kosningum í lýðræðisverkefninu Hverfið mitt árið 2021, en þær munu standa yfir frá fimmtudeginum 30. september til hádegis þann 14. október. Í ár geta íbúar Árbæjar, Ártúnsholts, Seláss og Norðlingaholts kosið á milli fjölda góðra hugmynda sem bárust í hugmyndasamkeppni verkefnisins í vor.

Dagskr.0'

'

Árbæjarblaðið

Fréttir

'

Þetta frábæra verkefni gefur íbúum kost á koma fram með sínar eigin hugmyndir að nýjungum í nærumhverfinu, hafa áhrif á hvaða 25 hugmyndir komast áfram í kosningu og loks að kjósa á milli þeirra hugmynda. Á undanförnum árum hafa fjölmargar og fjölbreyttar hugmyndir frá íbúum okkar góða hverfis orðið að veruleika í gegnum Hverfið mitt. Þessar hugmyndir hafa verið fjölbreyttar og sniðnar að mismunandi aldurshópum. Því er þarna sannarlega til staðar tækifæri fyrir alla að koma að framþróun hverfisins. Fjármagnið sem okkar hverfi hefur til umráða þetta árið er hvorki meira né minna en 75 milljónir króna og hefur

aldrei verið meira. Meðal hugmynda sem komu fram í ár eru innrauðir klefar

Þorkell Heiðarsson. og vaðlaug í Árbæjarlaug, ævintýrasvæði við Rauðavatn, ærslabelg-

ur, áningarstaður við Ystabæ og hjólabrettagarður. Ég hvet ykkur öll til þess að kynna ykkur hugmyndirnar á vefsíðu verkefnisins www.Hverfidmitt.is Hverfið mitt er verkefni sem hefur verið í stöðugri þróun frá því það hóf göngu sína árið 2012. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka íbúa aukist hægt og bítandi og okkar hverfi hefur ávallt verið með góða kosningaþátttöku og ég er sannfærður um að þannig verður það einnig í ár. Bætt aðgengi að kosningunum sjálfum gerir það einnig að verkum að það er afar auðvelt að taka þátt. Hægt verður að kjósa með rafrænum skilríkjum eða Íslykli – og tekur atkvæðagreiðslan því enga stund. Kosið verður inni á www.Hverfidmitt.is og opnar kosningasíðan 30. september. Allt þetta og miklu meira má kynna sér inni á vef Reykjavíkurborgar, Reykjavik.is. Tökum þátt í verkefni sem ber nafn með rentu og byggjum upp betra hverfi. Þorkell Heiðarsson – formaður íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts

Tólf spor – Andlegt ferðalag. Tólf sporin – Andlegt ferðalag í Mosfellsbæ í vetur. Kynningarfundur verður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3, 6. Október kl. 19.30. Þrjú næstu miðvikudagskvöld verða opnir fundir til frekari kynningar. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig. Ártúnsskólastelpurnar með samnemendum sínum og aðstoðarkennurum.

Dansfjör í Árbænum:

,,Skemmtilegast að dansa jive og cha cha cha”

KYHUƓGPLWWLV KYHUƓGPLWWLV

. RVQLQJDUKHIMDVW .RVQLQJDUKHIMDVW  VHSWHPEHU VHSWHPEHU 

Nú þegar haustið er komið er ekki úr vegi að kynna sér íþróttir og tómstundir sem í boði eru fyrir krakka í Grafarvogi. Úr mörgu er að velja en ljóst er að dansinn er mjög góður kostur þegar börnin og unglingarnir eru annars vegar. Það er mikill agi í dansinum og áhersla lögð á skemmtilegar æfingar sem skila miklum árangri. Við hittum fyrir dansandi vinkonur úr Ártúnsskóla þær Maju (12), Töru (12), Kamillu (10), Ívu (10) og Fanneyju (10). Stelpurnar æfa dans í Dansskólanum Bíldshöfða hjá Ragnari Sverrissyni

danskennara. ,,Stelpurnar eru mjög áhugasamar og finnst mjög skemmtilegt að dansa og það sést á þeim,” segir Ragnar. ,,Mér finnst skemmtilegast að dansa jive” segir Maja og tekur Tara undir það. ,,Okkur finnst cha cha cha skemmtilegast,” segja Kamilla, Íva og Fanney í kór. Samkvæmisdans er eina danstegundin sem er viðurkennd sem íþrótt hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og eina danstegundin sem er í boði fyrir krakka þar sem tveir og tveir einstaklingar dansa saman. ,,Allar stelpur sem eru nógu þolin-

móðar fá dansherra en þangað til dansa þær tvær og tvær saman,” segir Ragnar og bætir við: ,,Eins og í flestum íþróttum hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á æfingar og keppnir en við vonum að hlutirnir verði betri og þær keppnir og sýningar sem eru áætlaðar á haustmánuðum verði haldnar.” Við óskum stelpunum velfarnaðar í dansinum og kveðjum Ragnar danskennara um leið og við skorum á börn og unglinga að skella sér í danstíma hjá Ragnari í Bíldshöfðanum.

Ár­bæj­ar­blað­ið Ritstjórn og auglýsingar - 698-2844 - 699-1322


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 12:15 Page 31

Lækkum skatta á barnafólk Kjósum Samfylkinguna Alþingiskosningar 2021 Nánar á xs.is

1. sæti Reykjavík k suður Kristrún Frostadóttir adóttir


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 21:11 Page 32

32

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ár­bæj­ar­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Leiðhamrar 39 - símar 698–2844 og 699-1322. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson - abl@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson. Dreifing: Póstdreifing. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.

Kjósum rétt 25. september Alþingiskosningar eru framundan og blaðið er þéttsetið af efni sem tengist kosningunum. Ýmislegt varð að láta undan og glöggir lesendur taka eftir því að þessi ágæti liður í blaðinu var fluttur til að þessu sinni. Mörg merkileg mál verða í sviðljósinu í komandi kosningum en heilbrigðismálin verða stærsta málið í kosningunum. Margt gott hefur verið gert í þessum málaflokki á kjörtímabilinu en betur má ef duga skal. Líklega er hægt að fullyrða að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að mun meiri peningum verði varið til heilbrigðismála. Vonandi mun næsta ríkisstjórn gefa verulega í hvað þetta varðar. Hitt er svo líka staðreynd að það dugar ekki eingöngu að auka fé til heilbrigðismála. Það má örugglega reka heilbrigðiskerfið á mun hagkvæmari hátt, nýta peningana betur en nú er gert og þeir sem koma að þessum málum þurfa að taka verulega til hendinni. Það er víða pottur brotinn í kerfinu. Biðlistar eru langir og hafa lengst eftir að veirufjandinn birtist. Vonandi ber stjórnmálamönnum gæfa til að blanda saman ríkisrekstri og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Það er eina skynsamlega leiðin. Það gengur alls ekki að senda fólk til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma hérlendis fyrir mun minni pening. Hver sem situr í stóli heilbrigðisráðherra verður að hugsa fyrst og fremst um hag almennings. Ekki láta gamlar og úreltar pólitískar skoðanir koma í veg fyrir að sárþjáð fólk komist ekki í mjög nauðsynlegar aðgerðir misserum og árum saman. Hvað kostar það ríkið mikla peninga að hafa biðlistana svona langa? Fólk getur ekki unnið fyrir kvölum og vanlíðan. Og því miður eru dæmi þess að fólk yfirgefi þennan heim á biðlistum. Það verður kosið 25. september. Vonandi flykkist fólk á kjörstaði og nýtir rétt sinn til að kjósa. Líka þeir sem eru óánægðir með allt og alla og geta ekki hugsað sér að kjósa einhvern sérstakan flokk. Nýtum öll kosningaréttinn sem okkur Stefán Kristjánsson er gefinn og kjósum rétt.

abl@skrautas.is

Kjartan Gylfason situr í stólnum. Lengst til vinstri er tanntæknirinn Ginta, Þá bræðurnir Pétur Kári Kjartansson og Hilmir Þór Kjartansson og loks tengdadóttirin Ásgerður Sverrisdóttir. ÁB-mynd Katrín J. Björgvinsdóttir

Það eru nánast allir í fjölskyldunni tannlæknar

- Kjartan Gylfason opnar tannlæknastofu í Höfðabakka 9d ásamt tveimur sonum sínum og tengdadóttur Kjartan Gylfason er mörgum lesendum blaðsins að góðu kunnur. Þessi geðþekki Árbæingur hefur rekið tannlæknastofu í földa mörg ár en faðir hans, Gylfi Felixson, var mjög þekktur og vinsæll tannlæknir í Árbænum til margra ára. Þrátt fyrir að vera borinn og barnfæddur Árbæingur hefur Kjartan ekki verið með tannlæknastofu í Árbænum. Hann hefur síðustu 23 árin rekið tannlæknastofu í Hverafold í Grafarvogi. En þessa dagana eru breytingar að eiga sér stað og Kjartan er kominn nánast í Árbæjarhverfið og hefur opnað nýja tannlæknastofu að Höfðabakka 9d á 2. hæð. Kjartan verður ekki einsamall á nýju tannlæknastofunni heldur í félagsskap

með þremur meðlimum fjölskyldunnar. Tveir synir Kjartans og eiginkonu hans Önnu Guðbjartsdóttur, þeir Hilmir Þór og Pétur Kári eru tannlæknar og munu starfa á nýju stofunni með föður sínum. Þá má ekki gleyma tengdadóttur Kjartans, Ásgerði Sverrrisdóttur sem einnig er tannlæknir og mun starfa á nýju stofunni. Þessi mikla tannlæknafjölskylda býr yfir einum tannlækni enn því bróðir Kjartans, Oddgeir Gylfason, er starfandi tannlæknir í Reykjavík. Því má segi að það séu greinilega mikil tannlæknagen í ættinni. ,,Mér finnst það auðvitað skemmtilegt að synir mínir skuli hafa fetað í fótspor mín og ekki skemmir fyrir að tengda-

dóttirin er einnig með okkur í þessu. Þetta er svolítið sérstakt og mér er ekki kunnugt um svona mikil fjölskyldutengsl á öðrum tannlæknastofum.” - Og hvernig gengur svo samstarfið? ,,Það gengur auðvitað vonum framar. Það fylgir því mikil tilhlökkun að mæta í vinnuna á hverjum degi og okkur hefur verið frábærlega tekið frá því við opnuðum stofuna,” segir Kjartan Gylfason í samtali við Árbæjarblaðið. Við óskum Kjartani og fjölskyldu til hamingju með nýja glæsilega tannlæknastofu og óskum þeim öllum velfarnaðar um ókomin ár.

Land tækifæranna XD21 Félag Sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti vill minna á alþingiskosningar sem fara fram þann 25. september næstkomandi Á kjördag: Tökum þátt í virku lýðræði og mætum á kjörstað í Árbæjarskóla 25. september til að kjósa. Kjörstaður verður opinn frá kl. 9-22 á kjördag. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla: Hægt er að kjósa utan kjörfundar á 1. hæð í Smáralind og 3. hæð í Kringlunni, bíógangi alla daga vikunnar kl. 10:00 - 22:00. Á kjördag verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind kl. 10:00 - 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/09/21 23:24 Page 29

GRILLBÓkin er komin

UX

VEITINGA R

L

Yfir 100 bestu uppskriftir sælkerabÚdarinnar -

ak Á t n i e -DU S PANTA ERABÚ-DIN.I SÆLK BITRUHÁLSI 2 SÍMI 578 2255 www.sælkerbú-Din.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/21 21:52 Page 34

34

Árbæjarblaðið

Fréttir

Komdu að syngja á bókasafninu

- Anna Sigríður Helgadóttir leiðir söngstundir í Borgarbókasafninu í Árbæ Anna Sigríður Helgadóttir söngkona leiðir söngstundir í Borgarbókasafninu Árbæ og Aðalheiður Þorsteinsdóttir er meðleikari og spilar undir á hljómborð. Söngstundir í vetur verða á mánudögum kl. 17 (dagana 11. október, 8. nóvember og 13. desember). Endilega koma og prófa og fá smá orkuskot inn í hversdaginn. Það eru allir velkomnir. Jónína Óskarsdóttir bókavörður ræðir hér við Önnu Sigríði einn góðan haustdaginn á safninu. - Fyrir hverja eru söngstundirnar á bókasafninu? ,,Þær eru fyrir alla. Það kunna allir að syngja og í söngstundunum í Árbæ syngjum við hver með sínu nefi, en ég forsöngvarinn, svona forystugæsin eins og í oddafluginu, – leiði okkur á fluginu. Það er enginn laglaus, við erum bara mismunandi lagviss. Það gerist eitthvað við það að syngja. Söngurinn losar um gleðiefni í líkamanum og maður fyllist orku. Það er græðandi að syngja og manni líður betur lengi á eftir. Það er líka svo gaman að syngja lög sem við þekkjum og tengjum við góðar minningar eins og til dæmis úr ferðalögum, skemmtikvöldum og ættarmótum.

Þetta eru allskonar lög sem við syngjum. Ég er með textana á skjávarpa þannig að það þarf engin blöð og ekkert vesen.” - Nú ert þú alltaf svo glæsileg og svo fallega klædd. Áttu sérstaka kjóla sem þú notar þegar þú kemur fram og ertu alltaf svona fín? ,,Já, ég hugsa um þetta allt til að gleðja mig, kjólana, skóna, hárið, varalitinn (nema núna þegar maður er alltaf með grímu). Ef ég er glöð smitar það vonandi út frá sér. En, þegar ég er úti að ganga með hana Lukku mína í Dalnum, þá er ég bara í einhverjum jogginggalla.” - Hvaðan kemur þessi orka og útgeislun þegar þú leiðir sönginn? ,,Útgeislun er held ég guðs gjöf. Ég held að hún hafi líka eitthvað með það að gera að taka sig ekki of hátíðlega og bulla soldið, það léttir andrúmsloftið. Sama hvort það eru tveir eða tvö hundruð sem eru að syngja saman það myndast einhver samkennd. Mér finnst gaman að syngja með fólki en auðvitað líka að syngja fyrir fólk. Hér sameinast þetta, það eru gleðistundir að geta haft áhrif til góðs. Það er gjöf.”

Anna Sigríður Helgadóttir söngkona leiðir söngstundir í Borgarbókasafninu Árbæ 11. október, 8. nóvember og 13. desember og eru allir velkomnir í safnið þessa daga kl. 17. - Hvenær ákvaðst þú að verða söngkona? ,,Ég er svo lánsöm að hafa fengið þetta hlutverk. Man ekki eftir að hafa þurft að velja og veit ekki hvað annað ég ætti að vera. Þegar ég var sjö ára var ég fengin til að standa uppá stól og syngja og krakkarnir í bekknum sungu viðlagið, datt ekki í hug að vera feimin. Seinna í lífinu kom reyndar tímabil kvíða og ég hef glímt við þunglyndi sem hefur verið að hrjá mig meðal annars í atvinnuleysinu undanfarið eitt og hálft ár í Kovidinu. En ég er svo heppin að vera trúuð og trúi á Guð og kærleikann og treysti því að fyrir mér sé séð. Enda hef ég verið dugleg að leita mér hjálpar og fengið allt það upp í hendurnar sem ég þarf. Það er alveg ótrúlegt hvernig hlutirnir hafa komið upp í hendurnar á mér. Ég er til dæmis ein þeirra sem fæ alltaf bílastæði í miðbænum, akkúrat á þeim stað sem ég þarf.”

- Hvað gerðir þú skemmtilegt í sumar? ,,Þannig er að við garðinn minn er fjölfarinn stígur og þar stoppa sumir og spjalla við mig og kjá í hundinn minn. Ég hef mjög gaman af því að hitta fólk og spjalla og í sumar stoppuðu krakkar og spurðu hvort þau mættu hjálpa í garðinum. Ég hélt það nú og þau voru svona eitthvað að reita með mér og snúast í garðinum. Í hléi fengum við okkur djús og kex og síðan var haldið áfram. Þetta fannst mér skemmtilegt og þau voru svo yndisleg. Þetta var toppurinn á sumrinu!” Anna Sigríður er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún hóf söngnám sextán ára við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðan við Söngskólann í Reykjavík, hjá Guðrúnu Á. Símonar, Má Magnússyni og Katrínu Sigurðardóttur og lauk námi í einsöng1989. Eft-

ir það lá leiðin til Ítalíu þar sem hún lærði hjá prófessor Rina Malatrasi. Anna Sigga hefur tekið þátt í margs konar tónlistarflutningi, meðal annars kórum, einsöngstónleikum, djasstónleikum, óperu- og óperettuuppfærslum, kirkjutónleikum og gospeltónleikum á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og á Ítalíu. Í ellefu ár starfaði Anna Sigríður sem tónlistarstjóri við Fríkirkjuna í Reykjavík, þar sem hún söng við athafnir og hafði umsjón með tónlistarlífinu í kirkjunni. Hún söng í mörg ár með sönghópnum Hljómeyki, er hluti af sönghópnum Emil og Anna Sigga og hefur sungið frá upphafi með hinum landsfræga Bjargræðiskvartett. Í Árbæjarkirkju var hún leiðtogi í barna- og unglingastarfi í nokkur ár.

TAKK FYRIR AÐ FLOKKA

Lifi lífrænn úrgangur! Brún tunna undir lífrænan eldhúsúrgang verður í boði fyrir íbúa í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Norðlingaholti frá september 2021. Lífræni úrgangurinn verður meðhöndlaður í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi þar sem unnið er úr honum metan og jarðvegsbætir.

Pantaðu þína tunnu á ekkirusl.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/09/21 16:34 Page 21

s n i r a ð a n á m r u t t é R

11.098 1.0 0 09 98 kr./pk. Bónus Réttur - Plokkfiskur 98 krr.. 1 kg. - verð áður 1.198 Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:00 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 11:00-18:00 Smáratorg, Skeifan og Langholt: Mán-Lau; 10:00-19:00 • Sun; 11:00-18:00 – Verð gildir til og með 30. september eða meðan birgðir endast.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/09/21 23:32 Page 36

36

Gæludýr - í boði Dýrabæjar í Spöng Umhverfisvæn íslensk hönnun

Árbæjarblaðið

Pet Remedy – Róandi fyrir dýrin - allt fyrir hunda og ketti hjá Dýrabæ í Spönginni Pet Remedy er blanda náttúrulegra jurtaolía til að róa dýr. Efnið er unnið úr náttúrulegum jurtum sem eru þekktar fyrir að róa og veita öryggis tilfinningu, án þess slæva dýrin. Hvernig virkar Pet Remedy? Í Pet Remedy er að finna Garðabrúðu sem virkar á GABA ferli í boðkerfi heilans. Þannig geta virku efnin í Garðabrúðu í raun blekkt frumur sem eru örvarðar af adrenalíni, til þess að halda að þær séu að móttaka róandi merki frá heilanum. Hér eru nokkrar vörur úr Pet Remedy vörulínunni Plug In Diffuser Inniheldur tæki sem stungið er í samband við rafmagn og flösku af Pet Remedy. Hver flaska af Pet Remedy endist í allt að 8 vikur. Dreifingarhæfni tækisins er allt að 60fm. Calming Spray Notist til að úða róandi efni í rúm dýranna, í hálsklútana (Pet Remedy Bandana), eða til að úða á fingurinn og bera efnið undir kjálka og á brjóstkassa dýranna.

Sigurhans Vignir 06.03.–19.09.2021 Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is

Bandana Kit Inniheldur fallegan bómullarhálsklút ásamt 15ml úðaflösku. Þetta er sniðugt að nota í göngu með hunda sem eru órólegir eða kvíðnir í göngutúrum. Pet Remedy er úðað í hálsklútinn rétt fyrir göngutúrinn. Boredom Buster Forager Kit Feldu uppáhaldsnammi hundsins í vösunum og leyfðu honum að leita það uppi, borða og hvílast. Einbeitiningin sem fer í að "veiða" nammið þreytir hundinn sem leiðir af sér að hann vill hvílast eða sofa eftir að hafa lokið verkefninu. Það eru tvær stærðir af vösum svo þetta hentar hundum af öllum stærðum og tegundum. Úðaðu tvisvar til þrisvar með Pet Remedy Calming Spray í hvern vasa áður en nammið er falið í vösunum. Margar fleiri vörutegundir er að finna í Pet Remedy vörulínunni sem fæst öll í verslunum Dýrabæjar. www.dyrabaer.is


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 10/09/21 16:32 Page 17

Hið eina sanna nú með lakkrísbitum. Loksins nógu stórt sett til að deila - ef þú tímir!


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/09/21 23:37 Page 38

38

Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 Mánudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl 10:10 – 11:10 Jóga Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 13:30 – 14:30 Samsöngur Kl 14:30 – Kaffi Þriðjudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 12:00 Handavinna með leiðbeinanda Kl. 9:30 Dansleikfimi með Auði Hörpu Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 13:15 – 16:00 Félagsvist Kl. 14:15 – 15:00 Kaffi Miðvikudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 12:00 Útskurður og tálgun m/leiðbeinanda Kl. 10:00 – 11:00 Ganga með Evu Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur

Gamla myndin

Árbæjarblaðið

Fimmtudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 14:00 Opin handavinna Kl. 09:30 – 10:00 Bænastund Kl. 10:10 – 11:10 Jóga Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 12:30 – 14:00 Sögustund Kl. 13:00 – 15:30 Bridds Föstudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 12:00 Handavinna með leiðbeinanda Kl. 09:00 – 12:00 Útskurður - opið Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 13:15–14:30 Bingó (annan hvern föstudag, hefst 17. sept.) Kl. 13:15 Bíó (annan hvern föstudag) Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Stemming í stúkunni 2009 Myndin er tekin úr stúkunni á leik Vals og Fylkis árið 2009. Fylkismenn sigruðu leikinn 0-1 og

Velkomin í bókasafnið

var það Kjartan Andri Baldvinsson sem skoraði sigurmarkið seint í síðari hálfleik.

Tólf sporin - Andlegt ferðalag í Árbæjarkirkju Boðið verður upp á tólf spora starf í Árbæjarkirkju veturinn 2021-2022. Tólf spora vinna hentar öllum sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu með því að leita styrks í kristinni trú. Ekki er gengið út frá því að fólk eigi við nein skilgreind vandamál að stríða, fíkn eða slíkt, heldur er um að ræða tækifæri til sjálfsskoðunar og almenna uppbyggingu til að geta betur tekist á við áskoranir lífsins. Um er að ræða 30 vikna prógramm sem hefst í september og lýkur í maí. Fyrst eru þrír kynningarfundir þar sem fólk

hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram. Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 29. september kl. 19:00. Næsti opni fundurinn verður 6. október, þriðji opni fundurinn er 13. október en á fjórða fundi 20. október verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. Best er að mæta á alla opnu fundina. Fundirnir verða síðan vikulega á miðvikudögum kl. 19:15-21:15. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Árbæjarkirkju: arbaejarkirkja.is

ORIGAMISMIÐJA Sunnudaginn 19. sept. kl. 13-15

PLÖNTUSKIPTI Sunnudaginn 26. sept. kl.13-14

Lóðamörk

Lágmark 2,80 m

Stétt/stígur

Lágmark 4,20 m

Akbraut

Lágmark 2,80 m

Hraunbæ 119 | sími 411 6250 arbaer@borgarbokasafn.is www.borgarbokasafn.is

Lóðaamörk rk

Stétt/stígur

SÖNGSTUND

Mánudaginn 11. okt. kl. 17

Spurningin er hvort einhverjir þekki sjálfan sig eða aðra á þessari ágætu stemmingsmynd. -KGG

Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 06/09/21 21:58 Page 39

39

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttamolar frá kirkjustarfinu Fjölbreytt starf fyrir alla aldurshópa í Árbæjarkirkju Nú þegar hausta tekur hefst kirkjustarfið aftur. Árbæjarkirkja býður upp á fjölbreytt starf sem byrjar nú september. Almennar guðsþjónustur í Árbæjarkirkju alla sunnudaga kl. 11.00 Foreldramorgnar eru fyrir þau allra yngstu á miðvikudögum kl. 9.30-11.30 í félagsmiðstöðinni Holtinu Norðlingaholti. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni. Allir nýbakaðir foreldrar sem og dagforeldrar velkomnir. Í vetur verður auk þess boðið upp fræðsluerindi sem tengjast ummönnun ungra barna einu sinni í mánuði í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Kyrrðastundir alla miðvikudaga kl. 12.00. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður á vægu verði. Starf eldri borgara (Opið hús) alla miðvikudaga kl.13.0016.00 Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili kirkjunnar á sunnudögum kl. 11.00 þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman. Brúðuleikhús, söngur og biblíusögur. Barnastarf Árbæjarkirkju. Á þriðjudögum er boðið er upp á

sérstakt starf fyrir bæði 6-9 ára börn (STN starf) og 10-12 ára börn (TTT- starf). Skrá þarf sérstaklega börnin í STN (1.-3. bekkur) og TTT-starfið (4.-7. bekkur). Skráning fer fram á heimasíðu kirkjunnar Allt barna- og unglingastarf á vegum Árbæjarkirkju er foreldrum að kostnaðarlausu. Unglingarnir í æskulýðsfélaginu saKÚL hittist á fimmtudagskvöldum kl. 20.15. Unglingastarfið er opið öllum ungmennum og hvetjum við fermingarbörnin sérstaklega til að taka þátt. Tólf spora starfið hefst að nýju 29. september. Um er að ræða 30 vikna andlegt ferðalag opið öllum sem áhuga hafa á sjálfsvinnu og lýkur í maí 2022. Fyrst eru þrír kynningarfundir sem allir eru velkomnir á og ekki er þörf á að skrá sig. Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 29. september kl. 19:15. Næsti verður 6. október, þriðji er 13. október en á fjórða fundi 20. október verður hópnum lokað og reiknað er með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. Fundirnir verða síðan vikulega á miðvikudögum kl. 19:15-21:15.

Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Erum við á leið? - eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn Það hefur mikið gengið á í samfélagi okkar undanfarna daga og vikur. Það hefur fallið á ýmislegt það sem við, allavega mörg okkar horfðum upp til. Ef eitthvað er hefur atgangurinn aukist frá því sem var.

endar það aðeins á einum vegi. Vegi einstefnunnar þar sem eina leiðin er að snúa við og viðkurkenna eigin gjörðir og vanmátt.

Í raun þannig að ógjörningur er að segja til um hvernig endar. Einhverjir vilja meina að þetta sé upphafið að einhverju meiru og aðrir vilja meina að þetta sér endirinn á upphafinu, sem hlýtur að leiða af sér eitthvað annað og þá vonandi eitthvað betra. Hvort heldur er þá er það morgunljóst á dögum þegar vart birtir af degi að fólk almennt hefur misst trúna á það sem var og það sem verra er, það sem mun kannski verða. Það sem var er ekki lengur og kunna einhverjir að sakna þess og aðrir fagna því nýja sem verður, en er ekki orðið. Margir eru uggandi um framtíð sína þessa dagana af ástæðu sem þarf ekki að fjölyrða um. Margir sem hafa misst trúna á að eitthvað gerist sem bendir áfram veginn, ekki endilega þann veg sem við höfum gengið á heldur einhvern annan veg sem mögulega gæti leitt til einhvers betra. Það getur þess vegna verið vegslóði sem við höfðum beygt út af fyrir einhverjum árum síðan því að við vorum sannfærð um að við vorum á réttri leið með það samfélag sem við byggðum í kringum okkur og ætluðum að væri það eina rétta fyrir okkur öll en reyndin orðið allt önnur. Einhver kann að hugsa með sér að þetta sé ný staða. Sagan kennir okkur og segir við okkur brosandi út í annað að svo er alls ekki. Hún segir okkur þegar manneskjan gengur fram í hroka og drambsemi gagnvart náunga sínum

sr. Þór Hauksson. Sagan er eins og baksýnisspegill sem við látum ekki svo lítið sem að rýna í því að við erum svo upptekin af að horfa fram á veginn, þann veg sem við höfum sjálf lagt yfir allt og alla. Við þurfum reglulega á því að halda að stöðva, stíga út og teygja úr okkur og spyrja á hvaða leið erum við. Við höfum ekki gert það. Við vitum ekki hvort heldur við eigum að halda ferð okkar áfram eða snúa við og leita annarra leiða fyrr en að það er sprungið á öllum.

Við þurfum ekki annað en að horfa til síðustu daga og ára í samfélagi okkar og hversu trúverðugt og hversu sannfærð við vorum um að við værum mett og værum á réttri leið þannig að engum efasemdaröddum var hleypt að. Auðvitað vissum við að við vorum ekki mett því við vildum meira. Það er í mannlegu eðli að leita lengra, að auka við það sem við höfum. Kannski er það böl manneskjunnar að finna aldrei til mettunar á neinu sviði. Reyndar held ég að það sé okkar gæfa upp að vissu marki. Getum aldrei veitt okkur hvíld í huga og sagt að ég er búinn að gera allt það sem mig langaði til að gera og ég þarf ekki að bæta meira við. Geta sagt við sjálfa sig þegar að hallar að ævikveldi – ég er sátt eða sáttur.

Dráttarbeisli

X XQGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD QGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD

Kann að vera að við berum kvíðboga fyrir því sem verður í samfélagi okkar og þjóða næstu vikur og mánuði. Við getum hugsað um það í ræmur og ekkert af því verður sem minnir okkur á vanmátt okkar eigin vilja. Það er kannski ekki margt sem segir okkur að allt fer á besta veg. Ef við trúum því þá verður svo. Ef við trúum því þrátt fyrir allt sem hefur gengið á í þjóðfélaginu að vel verður fyrir séð, mun svo vera. Við þurfum ekki annað en að eiga trú eins og mustarðskorn-agnarsmátt fræ í huga að allt fari á hinn besta veg fyrir okkur sem einstaklinga og sem þjóð. Hvort heldur við fyllum flokk þeirra sem segja að þetta er upphafið á endinum eða upphafið á einhverju nýju og betra sem einstaklingar ólíkra stjórnmálaflokka keppast við að telja okkur trú um þessi dægrin. Þór Hauksson

Setjum undir á staðnum F. VÍKURVAGNAR EHF VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 09/09/21 22:06 Page 40

% zƫ 2% ( & 1)ƫ 8" . )$(* % ƫ /0 ®z1#( !% 'ƫ „ ƫ !" *$#/)8( 1)Č ƫ #. !% z. % ƫ /)#®*#1. ƫ " 5. % . ƫ̈( „ '. ƫ Ð. ü. ƫ +#ƫ !*#ƫ % z( % /0 ƫ „ ƫ $!% ( . % #z% /'!. ü*1ċ ƫ 5. % . ƫ +''1. ƫ ®( ( ċ

Profile for Skrautás Ehf.

Árbæjarblaðið 9.tbl 2021  

Árbæjarblaðið 9.tbl 2021  

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded