Page 1

ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/21 21:51 Page 1

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Ár­bæj­ar­blað­ið 5.­tbl.­19.­árg.­­2021­­maí

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Frétta­blað­íbúa­í­Ár­bæ­og­Norðlinga­holti

(UWX¯V¸OXKXJOHL²LQJXP" )U¯WWV¸OXYHU²PDW )U¯IDJOMµVP\QGXQ $OKOL²DU£²JM¸I 7UDXVWRJIDJOHJYLQQXEU¸J²

+DI²XVDPEDQG 6¯PL 1HWIDQJHLQDU#DOOWLV

(LQDU*XQQDUVVRQ

/¸JJLOWXUIDVWHLJQDRJVNLSDVDOL 

Grafarholtsblaðið Grafarholtsblaðið, fréttablað Grafarholts og Úlfarsárdals, fylgir Árbæjarblaðinu.

Gleðilegt­sumar Sumarið er komið og við eigum í fórum okkar margar skemmtilegar mannlífsmyndir úr Árbænum. Á myndinni að ofan eru Hrafnhildur Lilja, Björgvin Kári, Bergdís Þóra og Harpa Þöll Gísladóttir. Við birtum fleiri myndir úr Norðlingaholti og Ártúnsholti á bls. 10 og 15.

KOMIN ! AFTUR Þú getur unnið

Áb. Sigurður Gunnlaugsson löggiltur fasteignasali

ÞÍNIR FASTEIGNASALAR FAS RÍ 110 REYKJAVÍK Helgi Helg fasteignasali faste gsm 780 2700 gsm: helgi@fstorg.is helg

Þóra a fasteignasali 5 gsm: 822 2225 thora@fstorg.is

sex sinnum!

Gjaf­ir­fyr­ir­ veiði­menn­og­fyr­ir­tæki Gröf­um­nöfn­veiði­manna­ á­box­in­-­Per­sónu­leg­og­falleg­gjöf Ís­lenskt­birki

Sjá­nán­ar­á­Krafla.is­og­í­síma­698-2844

,,Ma­honý’’


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/21 13:08 Page 2

2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ár­bæj­ar­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Leiðhamrar 39 - símar 698–2844 og 699-1322. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson - abl@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson. Dreifing: Póstdreifing. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.

Skipulag í Höllinni Eftir síðasta útspil sóttvarnalæknis og ríkisstjórnar er ljóst að það er tæp vika í að það verði séð til lands í veirumálum okkar Íslendinga. Það fer þó vissulega eftir því hvernig við stöndum okkur þessa daga fram í næstu viku. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir tala um umtalsverðar tilslakanir og það er tilhlökkunarefni. Þessa dagana er mikill gangur í bólusetningum og tugir þúsunda streyma í Laugardalshöllina og víða um landið í bólusetningu. Talandi um bólusetningu og Laugardalshöllina. Þeir sem eru svo lánsamir að hafa verið boðaðir í sprautuna þangað hafa undrast skipulagið sem þar er viðhaft. Það er með hreinum ólíkindum hvað þetta er vel gert og það er ekki nokkur möguleiki á því að villast af leið í Höllinni eða gera einhver mistök. Maður er leiddur áfram af fagfólki og þetta segir sig allt saman sjálft. Kannski er maður svolítið hissa á þessu skipulagi öllu vegna þess að við Íslendingar erum yfir höfuð ekki heimsþekktir fyrir mikið skipulag. Dæmi sem kemur upp í hugann er verðlaunaafhending í íþróttum. Hversu oft hefur maður séð þær skipulagslausar með öllu og þá sérstaklega í íþróttum innanhúss eins og handbolta og körfubolta. Mun fleira mætti nefna. Það er bjart framundan á Íslandi. Ferðamenn eru farnir að koma til landsins og það er mikill vilji erlendis til að ferðast til Íslands. Frábær frammistaða sóttvarnalæknis og starfsfólks heilbrigðismála og almannavarna auk ríkisstjórnarinnar á þar stærstan hlut að máli. Það hefur verið okkar gæfa að eiga fólk eins og Þórólf, Ölmu, Víði, Kára og fleiri. Það hefur hins vegar verið aumt, já eða broslegt, að fylgjast með stjórnmálamönnum sem reyna að rembast eins og rjúpan við staurinn gegn sóttvörnum og hömlum. Þessir stjórnmálamenn eru auðvitað í miklum minnihluta og skilja ekki að 95% þjóðarinnar eru ánægð með allt það sem gert hefur verið gegn veirunni. Og það skemmir ekki fyrir að það kraumar eldgos í túngarðinum, lítið og sætt túristagos sem gerir engum neitt og mætti alveg malla áfram þangað til allt verður komið hér á fulla ferð á ný. Stefán Kristjánsson

abl@skrautas.is

Framundan eru sumarnámskeið félagsins og hafa þau sjaldan verið eins fjölbreytt og flott.

Starfið í Fylki á tímum Covid 19 - eftir Björn Gíslason formann Fylkis

Enn erum við í þessum fádæma Covid 19 aðstæðum þar sem mikilvægt er að við sýnum ábyrgð á öllum sviðum og stöndum saman að halda samfélagi okkar allra gangandi . Fylkir hefur ekki frekar en önnur íþróttafélög farið varhluta af þeim áhrifum sem faraldurinn hefur haft. Loka hefur þurft íþróttahúsum og íþróttavöllum fyrir allri starfsemi þegar staðan var sem verst í vetur. Þetta ástand hefur einnig haft áhrif á fjármál Fylkis sem og íþróttafélaga almennt en þau hafa meðal annars haft tekjur sínar af æfingagjöldum iðkenda, ýmsum mótum og kappleikjum sem haldin eru auk þess sem umtalsverðar tekjur félaganna koma frá utanaðkomandi aðilum s.s. fyrirtækjum sem sum hver eiga í miklum vanda. Rétt er þó að geta þess að við höfum notið velvilja opinberra aðila sem hafa komið til móts við íþróttafélögin með styrkjum í gegnum ÍSÍ. Starfið í Fylki hefur gengið mjög vel þrátt fyrir ýmsar takmarkanir og ber að hrósa iðkendum, þjálfurum og forráðamönnum fyrir skilninginn. Í vetur hefur félagið verið með starfsemi í sex deildum með um 1500 iðkendum þ.e. í fimleikadeild, blakdeild, handknattleiksdeild, knattspyrnudeild, rafíþróttadeild og karatedeild. Í apríl fór félagið af stað með verkefni fyrir eldri borgara í hverfinu í samstarfi við Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafar-

holts. Hugsunin bak við þetta er að (h)eldri borgarar geti komið í Fylki og notið hreyfingar og samveru. Hópurinn hittist einu sinni í viku í Fylkisseli og fór verkefnið gríðarlega vel af stað en yfir

Björn Gíslason formaður Fylkis. hundrað einstaklingar skráðu sig til þátttöku. Það sem framundan er í mannvirkjamálum félagsins er stækkun á Fylkisseli við Norðlingabraut. Sú framkvæmd er enn á teikniborðinu en aðstaða fimleikadeildar mun stórbatna við þessa fram-

kvæmd og er stefnt að því að deildin geti þá jafnframt verið með hópfimleika með góðri áhorfendaaðstöðu. Þá mun aðstaða rafíþróttadeildar batna verulega og eins aðstaða karatedeildar. Viðræður hafa staðið yfir við borgaryfirvöld er varðar svæði félagsins við Fylkisveg en fyrirhugað er bygging félagsaðstöðuhúss austan megin við Fylkishöll. Húsið mun meðal annars hýsa búningsklefa tengda aðalknattspyrnuvelli félagsins en núverandi búningsaðstaða er staðsett í gamla félagsheimilinu sem ekki er boðlegt lengur vegna slæms ástands hússins. Þetta tengist samningum milli Reykjavíkurborgar og Fylkis frá árinu 2017 en Fylkir lét frá sér æfingavelli í Hraunbæ þar sem reistar verða rúmlega 200 íbúðir. Vonumst við til að fá niðurstöður fljótlega úr þessum viðræðum. Framundan eru sumarnámskeið félagsins og hafa þau sjaldan verið eins fjölbreytt og flott. Allar upplýsingar um námskeiðin eru á heimasíðu félagsins fylkir.is Nú er knattspyrnutímabilið komið á fullt skrið og er Fylkir með mjög skemmtileg lið í meistaraflokki karla og meistaraflokki kvenna. Vonandi þegar líður á sumarið getum við farið að fjölmenna á völlinn þegar við losnum úr þessu Covid ástandi og flestir bólusettir. Áfram Fylkir og gleðilegt sumar! Björn Gíslason formaður

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði vvottað ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og SStyðjumst tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

" Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/21 14:34 Page 3

KEILUHÖLLIN ÚT ÚR KÓFINU! VONANDI.

MÆ–Ó–MAÍ SPENNANDI VIÐBURÐIR Í KEILUHÖLLINNI Í MAÍ MEÐ ÖLLUM FYRIRVÖRUM HEIMSINS Fylgstu með dagskránni á Facebooksíðu Keiluhallarinnar. facebook.com/keiluhollin Bókaðu borð tímanlega á keiluhollin@keiluhollin.is FIM. 06. MAÍ

FIM. 13. MAÍ

LAU. 22. MAÍ

PÖBB QUIZ

JÚRÓ VÍ SJÓN

NEI. HÆTTU NÚ ALVEG VILLI NAGLBÍTUR

STÓRSKEMMTILEGT FÓTBOLTAQUIZ HJÖRVARS HAFLIÐA

FIM. 20. MAÍ

FÖS. 21. MAÍ

ÆÐI KOKTEILAKVÖLD Í KEILUHÖLLINNI ÆÐI STRÁKARNIR,

PATREKUR, BINNI OG BASSI ERU VEISLUSTJÓRAR

PÖBB QUIZ MEÐ HJÁLMARI & HELGA

FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI.

LALLI TÖFRA MAÐUR MÁNUDAGINN 24. MAÍ

-LONG SING-A

N Ú R GUÐ Ý N R Á . MAÍ FIM. 27

ÖLL VINSÆLUSTU LÖGIN OG ÓSKALÖG ÚR SAL

DJ. DÓRA JÚLÍA ÞEYTIR SKÍFUM & BASSI MARAJ TEKUR LAGIÐ 20 ÁRA ALDURSTAKMARK

FÖS. 28. MAÍ

HREIMUR ÖRN BREKKUSÖNGUR

BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI

12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. (FER EFTIR STÆRÐ) 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/21 12:01 Page 4

4

Mataruppskriftir í boði Sælkerabúðarinnar

Árbæjarblaðið

Grillað lamba t-bone og hörpuskel í hvítlauk - að hætti landsliðskokkanna í Sælkerabúðinni Grillað lamba t-bone með gremolata

200 ml. olía. Salt. Pipar.

Innihald: 6 lamba t-bone steikur. Olía. Salt. 50 gr. steinselja. 15 gr mynta. 2 hvítlauksgeirar. ¼ chili.

Aðferð: Veltið lambasteikunum upp úr olíu og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Gott er að snúa tvisvar sinnum. Skerið steinselju og myntu fínt niður og setjið í mortél, bætið við smátt

skornu chili og hvítlauk og vinnið allt vel saman. Bætið ólífuolíu rólega saman við og smakkið svo til með salti. Berið lambasteikurnar fram með gremolata ofan á. Grilluð hörpuskel með hvítlauks aioli og mangó salati Innihald: 10 hreinsaðar hörpuskeljar. Olía. Salt. -----½ mangó. 1 tsk. chili, smátt skorinn. 1 tsk. graslaukur, smátt skorinn. 2 msk. ólífuolía. Salt -----2 msk. hvítlauks aioli Jurtir til að skreyta Aðferð: Þræðið hörpuskel á spjót, veltið upp úr olíu og saltið. Grillið á heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Skerið mangó í litla bita og setjið í skál, blandið graslauk og chili saman við. Smakkið til með salti. Berið hörpuskelsspjót fram með hvítlauks aioli og mangó salati.

Grillað lamba t-bone með gremolata. 250 gr. hellman's majónes. 3 hvítlauksgeirar. 30 gr olía. Sítrónasafi. Salt.

Aðferð: Bakið hvítlaukinn í olíu á 140°C í 1 klukkustund og sigtið svo hvítlaukinn frá olíunni. Setjið majónes og hvítlauk í blandara og maukið vel saman. Smakkið til með salti og sítrónu.

Hvítlauks aioli Innihald 250 gr. japanskt majónes.

Grilluð hörpuskel með hvítlauks aioli.

Viktor og Hinrik, margverðlaunaðir landsliðskokkar í Sælkerabúðinni.

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GA GATA) AT TA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

ÞJÓNUS STUV T VERK R STÆÐI ARCTIC TRUCK T S KLETTHÁLSI LE 3

AL ALLAR ALLA LLA ALMENNAR MENNAR ENNAR E R BÍLA AVIÐG VIÐGERÐIR ERÐIR RÐ ÐIR IR · Bilanagr greiningar eininga

· Bremsuviðgerðir

· Hrrað aðþjónus ó ta a

· Almennar A nna viðger ið ðg ðger gerðir

· Þjónus nu tueftirlit

· Smurþjónusta

· Véla Vélaviðger vi ðirr

· Smærri r viðger ðgerðir ðir

A ctic Trucks Ísland ehff Kletthálsi 3 110 Ar 110RReykjavík ík 540 4900 bokanir@ar arctictruck ks.is arctictr c ruck cks.is

ÚT ÚTFARARSTOFA FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar farar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚT ÚTFARARSTOFA FARARSTOFA HAFNARFJARÐA HAFNARFJARÐAR R www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 30/04/21 23:43 Page 5

FI Sælkerabú-Din

UX

VEITINGA R

Á D I L A V ÚR U D S A D SKO ERABÚ-DIN.I SÆLK

L

frábærIR matarpakkar fyrir vei-Difer-Dina

BITRUHÁLS 2 · Sími 578 2255 · www.sælkerabú-Din.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/21 12:03 Page 6

6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Grafarvogsbúi sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Diljá gefur kost á sér í 3. sætið Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisog þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fer þann 4. og 5. júní nk. Diljá er gift Róberti Benedikt Róbertssyni, fjármálastjóra, og eiga þau tvö börn. Diljá Mist Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1987. Hún öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti í desember 2016, yngst kvenna á Íslandi. Diljá er með meistara-

próf í lögfræði frá Háskóla Íslands en hún starfaði áður sem fulltrúi á lögmannsstofunni Lögmáli. Auk meistaraprófs í lögfræði er Diljá með LL.M. gráðu í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti frá Háskóla Íslands. Þá er Diljá stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. ,,Ég tel mikilvægast að við horfum á stóru myndina – forræðishyggja og vaxandi afskipti ríkisins af venjulegu fólki er mikið áhyggjuefni. Í frjálsu samfélagi er hagsmunum okkar best borgið, þar nýtur hvert og eitt okkar sín best – fjölbreytileiki mannlífsins er okkar helsti

styrkleiki. Við höfum staðið okkur best þegar við treystum á okkur sjálf. Nú eigum við að horfa óhrædd og björtum augum til framtíðar.” Diljá hefur aðstoðað Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, frá árinu 2018. Störf Diljár innan ráðuneytisins hafa m.a. snúið að þróunarsamvinnu sem er orðinn veigamikill hluti af utanríkismálum Íslands og leiddi hún starfshóp um innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi.

starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er varaborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík og hefur hún átt sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Diljá tók sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar árið 2009. Þá var Diljá annar varafor¬maður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007-2009 og varaformaður Heimdallar 2009-2010 og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2016-17, svo dæmi séu tekin.

Diljá hefur gegnt fjölda trúnaðar-

Grafarvogsbúinn Diljá Mist Einarsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti í Reykjavík í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 4. - 5. júní.

Guðlaugur Þór sækist áfram eftir fyrsta sætinu Rótarýfélagarnir Davíð Björnsson, Kristján Tryggvason, Ársæll Jónsson, Magnús Pétursson, Jón Sigurjónsson og Jón Magngeirsson.

Það jafnast ekkert á við gott spjall og góða hressingu í lokin.

Rótarýfélagar í árlegri hreinsun Rótarýfélagar í Árbænum komu saman á dögunum og gengu um hverfið og hreinsuðu rusl. Þetta er árleg hefð hjá þeim félögum og á vegi þeirra félaga varð Katrín J. Björgvinsdóttir ljósmyndari Árbæjarblaðsins. Og vitaskuld smellti hún myndum af dugnaðarforkunum sem hér birtast.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisog þróunarsamvinnuráðherra, sækist áfram eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ákvað á fjölmennum fundi í gær að efna til prófkjörs við val á framboðslistum flokksins og fer það fram dagana 4.-5. júní næstkomandi. ,,Ég fagna mjög þeirri ákvörðun fulltrúaráðsins að efna til prófkjörs, það er hraustleikamerki á lýðræðislegum stjórnmálaflokki að láta val á frambjóðendum í hendur almennum flokksmönnum. Það er háttur Sjálfstæðisflokksins og lýsandi fyrir þá fjöldahreyfingu sem flokkurinn er,” segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður Reykvíkinga síðan 2003 og í forystusæti fyrir Sjálfstæðismenn á yfirstandandi kjörtímabili. Hann hefur gegnt embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra frá 11. janúar 2017 en var áður heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. ,,Það hefur verið mér heiður að veita Sjálfstæðismönnum ́i Reykjavík forystu

á þessu kjörtímabili sem fyrsti þingmaður Reykjavíkur. Margt hefur áunnist við krefjandi aðstæður og enn er verk

að vinna. Ég óska áfram eftir stuðningi ́i 1. sæti ́i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins ́i Reykjavík,” segir Guðlaugur Þór.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist áfram eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

112 milljónir á dag - eftir Eyþór Aranlds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Magnús Pétursson og Davíð Björnsson voru vel græjaðir.

Félagarnir Jón Magngeirsson og Jón Sigurjónsson voru röskir við þrifin.

Lengsta góðæristímabili Íslandssögunnar lauk í fyrra. Margir nýttu sér þennan tíma til að borga niður skuldir og auka eigið fé. Ríkið gerði það af myndarbrag og náði fyrri styrk. Undirbjó sig fyrir möguleg áföll. Reykjavíkurborg fór aðra leið. Þrátt fyrir að vera með flesta skatta í botni var safnað skuldum af miklum móð. Einn milljarður á mánuði bættist við í skuldastabbann hjá borginni í góðærinu. Öðrum að kenna? Gerð var sérstök ábatagreining þar sem borgin hélt því fram að það kostaði hana um átta milljarða í tap á ári skv. fyrrnefndri ábatagreiningu vegna mótunar ferðastefnunnar. Skýrslan var birt 27. Febrúar 2020. Daginn eftir var greint frá því að fyrsta COVID-19 smitið hefði greinst á Íslandi. Ef eitthvað hefði verið að marka hagfræðigreiningu borgarinnar ætti hagur borgarinnar að vera betri núna, þegar ekki þyrfti að hafa áhyggjur af fjölda ferðamanna sem kostuðu þessa átta milljarða í tjón á ári. En nú er skortur á ferðamönnum notaður sem afsökun fyrir taprekstri borgarinnar. Það er ekki mjög trúverðugt þegar ferðamenn eru ýmist

hafðir fyrir þeirri (röngu) sök að þeir kosti borgina og svo núna; að fjarvera þeirra valdi borginni búsifjum. Það væri heiðarlegra að horfast í augu við vandann og orsakir hans. Borgin eyðir meira en hún aflar. Svo einfalt er það. Hver dagur er dýr Á hverjum degi bætast við 112 milljónir í nýjar skuldir í samstæðu borgarinnar. Hver dagur er því dýr. Sóunin er víða. Bragginn var skólabókardæmi um bruðl, en borgarstjóri virðist ekkert hafa lært og nú kostuðu smáhýsi 1.1 milljón króna á m2. Það er dýrasta íbúðarhúsnæði í Reykjavík á fermeter. Og byggt til bráðabirgða! Framundan eru ný gæluverkefni eins og að setja 4.500 milljónir í breytingar á bókasafninu við Tryggvagötu. Það húsnæði er ekki skemmt eða heltekið myglu eins og sumt skólahúsnæði, en kostnaðurinn við breytingarnar verða eins og dýr nýbygging. Ekki liggur fyrir hvað á að gera í þessum breytingum, en von er á hugmyndasamkeppni um málið. Þrengt að almennri umferð Tafir í umferð kosta okkur öll, með

Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstj´rn Reykjavíkur. beinum eða óbeinum hætti. Nú stendur til að þrengja enn frekar að umferð og hefur borgin ákveðið í nýrri umdeildri áætlun að setja meira en þúsund milljónir í að þrengja götur borgarinnar. Þúsund. Nær væri að laga hættuleg ljósastýrð gatnamót eins og lofað var eins og við Bústaðaveg. Ljósastýringu í borginni væri hægt að stórbæta með tiltölulega litlum tilkostnaði. Það myndi létta á umferð, fækka slysum og minnka mengun. Núverandi skipulag er þannig að bílar eru sífellt að „starta og stoppa“ sem veldur töfum, árekstrum og aukinni mengun. Væri ekki nær að losa um hnútana? Losna við flöskuhálsana? Ég er viss um að þá myndi mörgum líða betur. Og bæði fjármunir og mikill tími myndi sparast. Öllum til hagsbóta.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 09/04/21 20:33 Page 7

POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL

Stærsta verkstæði landsins í næsta nágrenni

Breiðhöfða 13

Grjóthálsi 10

Nesdekk Breiðhöfða 13. Eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins. Tímapantanir á nesdekk.is Nesdekk Grjóthálsi 10. Engar tímapantanir. Þú mætir með bílinn og ferð í röð.

Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar er hægt að sjá verð á dekkjum okkar og panta sér tíma í dekkjaskipti!

Sjáðu úrvalið á

nesdekk.is

Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun

Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð

Stærðin skiptir ekki máli á Breiðhöfða 13.

Öryggi í umferð síðan 1996


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 21:49 Page 8

8

Fréttir

Orkuveitan fór í lántökur til að eiga fyrir arðgreiðslum

Árbæjarblaðið

- eftir Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins í Reykjavík Fjárhagsstaða Reykjavíkur er mjög slæm. Nú er búið að birta ársreikning borgarinnar fyrir árið 2020. Til útskýringar þá skiptist rekstur borgarinnar í A-hluta og B-hluta. A-hlutinn er borgarsjóður sem m.a. innheimtir útsvar, fasteignagjöld og ber ábyrð á allri lögbundinni þjónustu auk grunnþjónustu og gæluverkefna. B-hlutinn eru dótturfélög borgarinnar eins og t.d. Orkuveitan, Félagsbústaðir, Sorpa og strætó. Þegar A-hluti og B-hluti eru teknir saman þá mynda þeir það sem er kallað samstæðan Reykjavík.

Samkvæmt ársreikningnum er rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um tæpa 10 milljarða en rekstrarniðurstaða Eignarsjóðs borgarinnar var jákvæð um 4 milljarða og er útkoman því halli upp á 5,8 milljarða þrátt fyrir að tekjur hafi aukist á árinu 2020. Fasteignaskattar hækkuðu um 4% og útsvar um 3% frá árinu 2019. Báknið þenst út og útgjöldin eftir því. Stöðugildi jukust um 5% og laun- og launatengd gjöld hækkuðu um 12% á milli ára. Það er með ólíkindum að ráða svo margt nýtt fólk í COVID

ástandi. Skuldir og skuldbindingar ársins hækkuðu um 11,5 milljarð á milli ára. Samstæðan – A-hluti og B-hluti: Tekjur samstæðunnar jukust um 3% en rekstrarniðurstaða var neikvæð um 2,8 milljarða. Hagnaður ársins 2019 var hinsvegar 11,2 milljarðar. Það er viðsnúningur upp á 14 milljarða á einu ári sem ekki verður skrifaður á COVID. Reykjavíkurborg var á engan hátt tilbúin í áföll í rekstri sínum því á árinu 2013 hófst lántaka sem enn stendur og ekki sér fyrir endann á. Sem dæmi má

nefna að á árinu 2021 stendur til að taka um 35 milljarða að láni. Í dag skuldar samstæðan um 390 milljarða og hvert mannsbarn sér að þau lán verður aldrei hægt að greiða upp nema með algjörum viðsnúningi í rekstri. Skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaganna skal ekki fara yfir 150% samkvæmt lögum þó vikið hafi verið frá því tímabundið vegna COVID. Sérstakt Reykjavíkur-undanþáguákvæði um að veitu- og orkufyrirtæki skulu ekki vera tekin með í samstæðureikningsskilum hefur nú verið framlengt til

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. 2025. Ákvæðið átti að renna út 2022. Á hvaða fyrsta farrými er borgarstjóri hjá ríkinu? Sé Orkuveita Reykjavíkur tekin inn í samstæðuna er skuldahlutfall samstæðunnar 168% sem er langt yfir lögbundnu skuldahlutfalli. Það er því ekki bara froðubókhald í kringum Félagsbústaði sem fegrar ársreikninginn sem þó er ekki fagur heldur Orkuveitan líka sem m.a. fór í lántökur til að greiða eiganda sínum Reykjavíkurborg arð til að fegra bókhaldið.

Tilraunaverkefni með sérsöfnun á gleri og málmum í Árbæ lýkur í maí:

Íbúarnir duglegir að flokka Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með sérsöfnun glers og málma í breyttri græntunnu í Árbæ og Norðlingaholti lýkur núna um miðjan maí. Verkefnið hefur staðið yfir frá því í nóvember í fyrra. Þegar verkefninu lýkur verða innhengd ílát fyrir gler í sérbýli fjarlægð og sömuleiðis glertunnurnar í fjölbýli og merkingar færðar til fyrra horfs. Mikilvægt er að íbúar setji eingöngu plast í grænu tunnuna að tilraunaverkefninu loknu.

tunnan var tæmd á þriggja vikna fresti og fyrstu niðurstöður benda til að í hverri hirðu hafi verið safnað um 900 kílóum af gleri og 200 kílóum af málmi. Miðað við áætlað magn blandaðs úrgangs frá íbúum sem tóku þátt í verkefninu er um að ræða u.þ.b. 3,5% af magni blandaðs úrgangs sem áætlað er að falli til, sem er um 60% af því magni glers og málma sem er í blönduðum úrgangi samkvæmt húsasorprannsókn Sorpu fyrir árið 2019. Reykjavíkurborg þakkar íbúum kærlega fyrir að taka þátt

í tilraunaverkefninu. Næstu skref Niðurstöður verkefnisins og ábendingar íbúa, sem safnað var á meðan á verkefninu stóð, verða teknar saman og nýtast í yfirstandandi vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin vinna nú saman að því að samræma flokkun. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 og stefnt er að því að niðurstöður geti legið fyrir í lok þessa árs.

Gámar fyrir málma og gler á öllum grenndarstöðvum hverfisins Áfram verður boðið upp á gáma fyrir málma og gler á öllum grenndarstöðvum í Árbæ og Norðlingaholti, þannig að íbúar hverfisins geti áfram flokkað gler og málma. Alls eru sjö grenndarstöðvar í hverfinu, en staðsetningu þeirra má meðal annars finna í rafrænu sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar: Reykjavik.is/sorphirdudagatal Verkefnið náði til heimila í hverfinu sem voru með græna tunnu undir plast frá Reykjavíkurborg eða pöntuðu slíka á meðan á verkefninu stóð. Um það bil 4.000 manns búa á þeim heimilum í hverfinu sem eru með græntunnu, eða um 35% íbúa. Takk fyrir þátttökuna! Íbúar tóku verkefninu almennt mjög vel og voru duglegir að flokka. Græna

Útfararþjónusta í yfir 70 ár

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 20:47 Page 9


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/21 21:35 Page 10

10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Systurnar Eydís Katla og Herdís Björk Helgadætur og Jón Björn.

Alexía Lind, Kamilla Nótt, Margrét Dís, Karen Dís Baltasar, Jóhanna Birta og Ásrún fengu sér nýbakaðar vöfflur.

Norðlingaholt

Anton Evert Hjartarson keypti sér candy floss hjá skátunum.

Katrín J. Björgvinsdóttir ljósmyndari Árbæjarblaðsins allr voru þær teknar í Norðlingaholtinu. á margar skemmtilegar mannlífsmyndir Vonandi verður komandi sumar hlýtt og ÁB myndir: í fórum sínum og hér birtum við nokkrgott fyrir okkur öll. ar þeirra. Við óskum lesendum öllum gleðilegs Katrín J. Björgvinsdóttir Myndirnar eiga það sameiginlegt að sumars.

Egill Þór van Spanje og Viktor Gauti Hilmarsson.sýndu listir sínar á hlaupahjólum.

Frændsystkinin Heiða Sól Ragnarsdóttir og Máni Þór Arnarsson.

Lilja Karen Jónsdóttir og Jón Andri Helgason.

Mæðginin Daníela Björgvinsdóttir og Walter Björgvin Hinriksson.

Bræðurnir Víkingur Dreki og Óðinn Fálki Ragnarssynir fengu sér popp.

Frænkurnar Nikol Katla Harríngton og Natalie Tara Viktorsdóttir.

Tómas Leví Pálsson, Hrafn Ingi Gunnarsson Kaldal, Andri Guðmann Agnarsson og Anna Eir Emelíudóttir. FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

Dafni Petropoulou og systkinin Kristrún Lilja og Kristján Sveinn Kristjánsbörn.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 02/05/21 13:58 Page 11

Gjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn á boxin Persónuleg og falleg gjöf Íslenskt birki

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Grafarholtsblað­ið 5. tbl. 10. árg. 2021 maí

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Kjörseðillinn í ,,Hverfið mitt” tilbúinn í sex hverfum borgarinnar:

Frisbígolf og strandblak á listanum Íbúar í sex hverfum borgarinnar hafa nú lokið við að velja þær hugmyndir sem fara á kjörseðilinn fyrir kosninguna í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt í haust.

myndirnar sem hafa komist áfram eru mjög fjölbreyttar, allt frá nýjum gönguleiðum, spennandi leiksvæðum og skemmtilegum sögu- og kynningarskiltum,” segir Eiríkur.

Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri, segir að val á hugmyndunum sem fóru á kjörseðlana í hverju hverfi hafi gengið vel.

Verkefnin sem verða á kjörseðli í kosningunum ,,Hverfið mitt” þann 29. september nk.

,,Ferlið var gert opnara, gegnsærra og skilvirkara en áður og í samstarfi við íbúaráðin í hverfum borgarinnar. Haldnir voru fundir sem var streymt beint á Facebook og voru íbúar í hverfinu áhugasamir að taka þátt í uppstillingu kjörseðils og velja hvaða hugmyndir verða á kjörseðlinum í haust. Hug-

Niðurstöður rafrænnar uppstillingar kjörseðils fyrir Hverfið mitt í Grafarholt og Úlfarsárdal: 1. 18 holu frisbígolf 2. Strandblak-völl 3. Leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk við sundlaugina. 4. Listaverk til gangs og gaman.

5. Stígur við rætur Úlfarsfells 6. Fleiri bekki og áningarstaði á Úlfarsfell. 7. Körfuboltavöllur við Ingunnarskóla 8. Gera göngustíg niður vinlandsleið að Krókhálsi 9. Trjárækt í Úlfarsársdalnum 10. Hjólabraut fyrir krakka 11. útivistar og leiksvæði fyrir börnin 12. Föst rathlaupabraut milli Reynisvatns og Rauðavatns. 13. Betri grenndarstöð við Ingunnarskóla* 14. Ævintýra útisvæði með stóru hundagerði* 15. Klára gönguslóða. 16. Tenging íþróttasvæðis Fram við gönguleiðir á Úlfarsfell

17. Útilíkamsræktartæki 18. Útivistarparadís og gróðurvin 19. Tengja golfskálann við göngustíg* 20. Lýsing við æfingatæki Efstu 5 hugmyndirnar í hugmyndasöfnun sem komust sjálfkrafa á kjörseðil: 1. Ærslabelg í Leirdal 2. Fjallahjólastígur upp/niður Úlfarsfellið 3. Grill og gaman 4. Göngu- og hjólastíg frá Úlfarsárdal og inn að Hafravatni 5. Göngustíg meðfram Reynisvatnsvegi sunnan Úlfarsár

VERIÐ VELKOMIN Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu

Hlökkum til að sjá þig! Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

,,Mahoný’’

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 15:20 Page 12

12

Fréttir

ÚTFARARSTOFA ÚT FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

Grafarholtsblaðið

1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar farar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚTFARARSTOFA ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐA HAFNARFJARÐAR R www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir undnafarin ár í Úlfarsárdal.

Umhverfisvæn íslensk hönnun

NÝ SENDING AF DUGGARAPEYSUM WWW.AS WEGRO W.IS GARÐASTRÆTI 2 REYKJAVÍK

Útfararþjónusta í yfir 70 ár Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN

Hillir undir lok framkvæmda í Úlfarsárdal

Stöðuskýrsla um framkvæmdir við skóla, menningarhús, sundlaug og íþróttamiðstöð var kynnt í borgarráði á dögunum. Starfshópur um framkvæmdir í Úlfarsárdal kynnti á dögunum stöðuskýrslu um framkvæmdir við skóla, menningarhús, sundlaug og íþróttamiðstöð í dalnum en framkvæmdir við mannvirkin hófust haustið 2015. Farið er yfir alla áfanga verksins og þróun kostnaðar í skýrslunni en nú er farið að hilla undir lok framkvæmda borgarinnar í dalnum þótt sitthvað sé enn eftir. 1. áfangi. Leikskóli. Framkvæmdir hófust haustið 2015 og var leikskólinn tekinn í notkun haustið 2016. 2. áfangi. Dalskóli. Framkvæmdir við skólann hófust í ársbyrjun 2017 en byggingin hefur verið tekin í notkun í áföngum. Öll kennslurými voru komin í notkun haustið 2019, mötuneyti og eldhús í byrjun árs 2020 og rými fyrir tónlistar-

kennslu haustið 2020. 3. áfangi. Íþróttamiðstöð. Framkvæmdir hófust á haustmánuðum 2019 og áformað er að framkvæmdum ljúki 2022. 4. áfangi. Menningarmiðstöð og innilaug. Framkvæmdir hófust á vormánuðum 2018. Uppsteypu og frágangi utanhúss er að mestu lokið og er nú unnið við frágang innanhús. Áformað er að ljúka verkinu 2021. 5. áfangi. Útisundlaug. Framkvæmdir hófust vorið 2018. Uppsteypu er lokið og er nú unnið að fullnaðarfrágangi. Verklok eru áformuð 2021. Frumkostnaðaráætlun við framkvæmdirnar var samþykkt í borgarráði í apríl 2015 og hljóðaði hún upp á 9.853 milljónir króna og miðaðist við þáverandi byggingarvísitölu. Við þessa áætlun hefur bæst vegleg rennibraut í útisundlaugina og stækkun íþróttahússins. Þá hefur byggingarvísitalan hækkað á þeim sex árum sem liðin eru frá því framkvæmdir hófust.

Lokakostnaður er áætlaður 13.538 milljónir króna á verðlagi í febrúar 2021. Í janúar var óskað eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir vegna grasæfingasvæðis á íþróttasvæði Fram. Framkvæmdir við svæðið hefjast núna vorið 2021 og er kostnaðaráætlun 200 mkr. Þá er áformað að ljúka frágangi lóðar meðfram Úlfarsárbraut og á svæðinu norðan við menningarmiðstöðina og aðkomutorgi á þessu ári. Í samningi við íþróttafélagið Fram er gert ráð fyrir knatthúsi sem mun hýsa hálfan fótboltavöll. Forhönnun og frumkostnaðaráætlun fyrir þessa framkvæmd er lokið en hún hljóðar upp á 700 mkr. Kostnaður við knatthús er ekki innifalinn í núverandi áætlun um heildarkostnað og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um útfærslu né tímasetningar framkvæmdarinnar.

Vorhreinsun í húsagötum Vorhreinsun í Reykjavík er komin vel af stað og nú er komið að húsagötum. Forsópun hófst mánudaginn 26. apríl, þessa dagana verða viðkomandi götur síðan sópaðar og þvegnar og er það þá sem nauðsynlegt er að færa bíla. Sú nýbreytni er í ár að daginn áður en íbúagötur eru þvegnar sendir Reykjavíkurborg SMS til að láta íbúa vita. Mikilvægt að færa bíla Mikilvægt er að bílar séu færðir úr götunni á meðan á götuþvotti stendur. Það flýtir mjög fyrir og skilar betri þrifum þegar bílar eru færðir og ekki lagt á ný fyrr en hreinsun er að fullu lokið. Þetta gildir eingöngu um almenn stæði í götunni og á borgarlandi en ekki stæði innan lóðarmarka íbúðarhúsa og fyrirtækja. Símaskilaboð send daginn fyrir götuþvott SMS er sent til íbúa daginn áður til að tryggja að allt gangi sem best fyrir sig en hefðbundnar skiltamerkingar verða enn fremur settar upp til að láta íbúa og gesti borgarinnar vita af götuþvottinum. Vonast er til að fólk taki vel í þessa nýbreytni sem skilaboðin eru og liðki til við hreinsunina með því að færa bíla sína en það skilar hreinni og fallegri

götum. Á vef hreinsunar má leita eftir nánari upplýsingum um hvernig vorhreinsun fer fram, hvaða tæki og tól eru notuð og skoða fyrri verkáætlanir svo eitthvað sé nefnt. Athugið að Vegagerðin sér um rekstur og hreinsun þjóðvega í þéttbýli. Dæmi um þjóðvegi í borginni eru Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Hring-

Götuhreinsun er að fara á fulla ferð.

braut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut. Verkáætlun Vorhreinsunar – hér geta íbúar séð hvenær kemur að hverfinu þeirra: reykjavik.is/sites/default/files/skjol_t hjonustulysingar/verkaaetlun_vorhreinsunar_2021_20210419.pdf


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 15:23 Page 13

IInnritun nnr itun sstendur tendur yyfir f ir ttil il 1 10. 0. jún júníí Afreksíþróttasvið A f re k s í þ rót t a s v ið

FFramhaldsskólabraut r amh a lds s kól a b r au t

Bíliðngreinar B í lið ng r e ina r

Málmiðngreinar Má lmið ng r e ina r

Bóknám B ók ná m

LListnám is tnám

ogg FFélagsvirknié l ag s v ir kni - o uppeldissvið u p p e ldi s s v ið

S Sérnámsbraut é r ná ms b r au t

Fylgstu Fy lg s tu með m e ð okkur ok k ur borgo_skoli b or go _ s koli Borgarholtsskoli B or g a r h olt s s koli borgo.is b o r g o.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 15:21 Page 14

14

Fréttir

ÖK ÖKU Ö ÖKUKENNSLA KUK UKE UK KEN ENN NN NNS NS SL S SLA LA A-A AKS AK KST STU TUR URS RS SMA SM MAT M AT T AKSTURSMAT

Grafarholtsblaðið

Byggjum upp betri borg - eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar og formann borgarráðs

835 8 83 35 3 5 2345 2 23 234 345 45 5 okukennsla.holmars@gmail.com o okukennsla.holm oku ok ku ukkke u en enn nn nsl sla la a.ho h hol olm mars ma mar mars@gmail.com rs@ s@ @gm @g gm gma ma aiil.c ail c co com om m

Grafarholtsblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844

Fyrir ári síðan stóð borgarráð allt, þvert á flokka, saman að því að vilja aðstoða heimilin og fyrirtækin í Reykjavík á erfiðum tímum. Við í meirihlutanum settum okkur þá stefnu við fjárahagsáætlun þessa árs að gefa í við nauðsynlegar framkvæmdir og taka stór græn skref til framtíðar. Nú er tíminn fyrir framkvæmdir og fjárfestingar. Fjárfestum í leikskólum og skólum Við erum ákveðin í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Að undanförnu höfum við keypt og leigt húsnæði fyrir nýja leikskóla auk þess sem ákveðið hefur verið að breyta húsnæði í eigu borgarinnar í leikskóla. Það þarf að bæta nýjum leikskólum í ný hverfi, þar sem margt ungt fólk hefur flutt, opna ungbarnadeildir og byggja við eldri leikskóla. Á síðasta borgarráðsfundi samþykktum við að koma fyrir færanlegum leikskólum í þeim hverfum þar sem biðlistarnir eru lengstir hverju sinni og koma á leikskólarútum sem tengja börnin betur við útivist og náttúru. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessi verkefni þróast. Við munum svo halda áfram að endurgera grunn- og leikskólalóðir samkvæmt forgangsröðun. Í síðasta mánuði samþykkti borgarráð að veita um 500 milljónum í endurgerð og lagfæringar á 18 leik- og grunnskólalóðum. Þar á meðal í Dalskóla og Selásskóla.

Komdu að leika! Opið alla daga 13-17 Kistuhyl 110 Reykjavík

Ársreikningur Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir. Síðasta ár fór ekki, hjá neinu okkar, eins og við höfðum ætlað í upphafi árs. Faraldurinn sá til þess. Það átti við áætlanir Reykjavíkurborgar eins og annarra. Tekjur urðu minni en reiknað hafði verið með, vegna þess að því miður jókst atvinnuleysi verulega í Reykjavík. Útgjöldin jukust hins vegar því það þurfti að bregðast hratt við til að tryggja nauðsynlega þjónustu, þrátt fyrir sóttvarnartakmarkanir. Víða þurfti líka að auka við þjónustu, eins og við barnavernd.

www.borgarsogusafn.is

Glæsileg miðstöð Úlfarsárdals rís Meðal stærstu verkefna borgarinnar er að klára menningar- og íþróttamiðstöðina í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að á þessu ári munum við ljúka við gerð sundlaugarinnar, sem ég er viss um

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs. að íbúar hverfisins bíða spennir eftir. Það að geta farið í sund í hverfinu sínu er meðal helstu dásemdum þess að búa hér í Reykjavík. Sjálf nýt ég þess að hafa Árbæjarlaug í hverfinu og heimsæki hana oft, bæði til að næra líkama og sál. Leikskóli og grunnskóli í Úlfarsárdal eru þegar komin í notkun. Síðustu rýmin voru mötuneyti og eldhús sem komust í notkun í byrjun síðasta árs og rými fyrir tónlistarkennslu síðasta haust. Verið er að klára frágang inn við menningarmiðstöðina og bæði inni- og útilaug, sem á að ljúka nú síðar á árinu. Í vor hefjast framkvæmdir við grasæfingasvæði á íþróttasvæði Fram og framkvæmdum við íþróttamiðstöðina mun svo ljúka á næsta ári. Þarna er að rísa glæsileg aðstaða sem verður miðstöð og hjarta Úlfarsárdalsins þegar fram líða stundir. Borgarsjóður stendur vel Stór orð hafa verið uppi um skuldastöðu Reykjavíkurborgar, sem segja ekki nema brot af myndinni. Reykjavíkurborg er öflugt sveitarfélag sem hefur góða burði til að auka við fjárfestingar og örva atvinnulífið. Skuldir sveitarfélaga eru takmörkuð af sveitarstjórnarlögum við 150% skuldaviðmið. Í ársreikningi 2020 er skuldaviðmið Reykjavíkurborgar 88%. Af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er skul-

daviðmið Garðabæjar 71%, Mosfellsbæjar 100%, Hafnarfjarðar 101% og Kópavogs 105%. Lægstu skuldir á höfuðborgarsvæðinu Ef einungis er litið til þess hluta borgarinnar sem er fjármagnaður með skatttekjum og sinnir almennri þjónustu við borgarbúa (A-hluta) er hlutfallið enn lægra og er skuldahlutfall Reykjavíkurborgar lægst á öllu höfuðborgarsvæðinu. Skuldir Reykjavíkurborgar, þegar hlutur Orkuveitunnar er meðtalinn, hljóma kannski háar. En á móti koma 730 milljarða eignir borgarinnar og eru hreinar eignir á hvern íbúa hvergi hærri á höfuðborgarsvæðinu. Vegna þessar góðu stöðu ætlar Reykjavík að fjárfesta og framkvæma meira á þessu ári en áður, alls fyrir um 28,6 milljarða sem erum um 9 milljarða kr. hækkun frá árinu 2020. Skiptir þar mestu byggingaframkvæmdir fyrir 13 milljarða og gatna og umhverfisframkvæmdir fyrir 11 milljarða. Þar á meðal eru framkvæmdirnar í Úlfarsárdal og uppbygging í Rofabæ sem á að endurgera sem fallega borgargötu í hjarta Árbæjar. Gleðilegt sumar í dásemdarborginni okkar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar

ÞJÓNUS STUV T VERK R STÆÐI ARCTIC TRUCK T S KLETTHÁLSI LE 3

AL ALLAR ALLA LLA ALMENNAR MENNAR ENNAR E R BÍLA AVIÐG VIÐGERÐIR ERÐIR RÐ ÐIR IR · Bilanagr greiningar eininga

· Bremsuviðgerðir

· Hrrað aðþjónus ó ta a

· Almennar A nna viðger við ðg ðger gerðir

· Þjónus nu tueftirlit

· Smurþjónusta

· Véla Vélaviðger vi ðirr

· Smærri r viðger ðgerðir ðir

A ctic Trucks Ísland ehff Kletthálsi 3 110 Ar 110RReykjavík ík 540 4900 bokanir@ar arctictruck ks.is arctictr c ruck cks.is

KOMIN ! AFTUR Þú getur unnið

sex sinnum!


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/21 21:31 Page 15

15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ragnhildur Gunnarsdóttir ásamt börnum sínum, Önnu Dúfu, Gunnari, Snæfríði og Jóhanni Hjartarbörn. ÁB-myndir Katrín J. Björgvinsdóttir

Linda Dís Ólafsdóttir, Hanna Sóley Helgadóttir, Birgir Þór Erlingsson, Elsa Ólafsdóttir og Ellen Gísladóttir skólastjóri Ártúnsskóla.

Ártúnsholtið

Sumarið er komið þó síðustu dagar hafi verið frekar kaldir. Vonandi verður sumarið hlýtt og gott þannig að það skapist mörg tækifæri til að hittast utandyra og gera sér glaðan dag. Katrín J. Björgvinsdóttir ljósmyndari Árbæjarblaðsins á

margar skemmtilegar mannlífsmyndir í fórum sínum og hér birtast nokkrar þeirra en þessar myndir voru allar teknar í Ártúnsholtinu. Við óskum lesendum gleðilegs sumars.

Vinkonurnar Anastasia Sóley og Sara Líf Ólafsdóttir.

Vinkonurnar Lára Inga Ólafsdóttir og Bergdís Þóra Andrésdóttir fannst gaman í rennibrautinni.

Vinkonurnar Hekla Margrét Sigfúsdóttir og Hildur Lóa Hall voru í sólskinsskapi.

Jón Andri Helgason hafði nóg að gera í candyflossinu.

Kristrún Lára Lárusdóttir og mæðgurnar Helena Soffía Kristinsdóttir og Kolbrún Vala Jónsdóttir.

Valbardh Eden fannst candyflossið mjög gott.

Aníta Sara Ólafsdóttir, Emelía Káradóttir og Anna Sóley Garðarsdóttir, vinkonur úr Ártúnsskóla.

Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Helena Sif Gunnarsdóttir voru duglegar að selja fyrir skátana.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/21 12:10 Page 16

16

Árbæjarblaðið

Fréttir

Ársel 40 ára

Frístundamiðstöðin Ársel tekur á móti sumrinu fagnandi enda blómstrar starfsemin sem aldrei fyrr. Við þökkum fyrir veturinn sem hefur verið örlítið frábrugðin því sem við eigum að venjast. Starfsfólk Ársels ásamt börnum og unglingum hafa reynt að hafa starfsemina eins hefðbundna og mögulegt er. Frístundamiðstöðin Ársel var í öðru sæti í Stofnun ársins árið 2020 en titlana Stofnun ársins hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Frístundaheimili Ársels eru fjögur; Fjósið við Sæmundarskóla, Stjörnuland

við Ingunnarskóla, Töfrasel við Árbæjarskóla og Víðisel við Selásskóla. Þau hafa verið starfrækt frá hausti 2004 þegar Íþrótta- og tómstundasvið (ÍTR) tóku yfir rekstur frístundaheimilanna í borginni og síðan sameinuðust þau skólum og leikskólum á Skóla-og frístundsviði (SFS). Frístundaheimili eru opin eftir að skóla lýkur fyrir börn í 1.-4. bekk og á sumrin eru starfræktar Sumarfrístundir við þau. Leiðarljós frístundaheimilanna er að allir fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á efla félagsfærni í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Leitast er við að nota lýðræðilega stafshætti,

10 til 12 ára krakkar í Árseli. efla hæfni barnanna til að móta sér skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Vorið 2020 fékk frístundaheimilið Fjósið hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið og faglegt starf í frumkvöðlaverkefni sem stuðlar að tengslum barna í starfinu. Markmiðið með verðlaununum er að veita starfsfólki í frístundastarfi hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskumiklu fagstarfi í borginni og stuðla að nýbreytni. Félagsmiðstöðin Tían sem áður hét Ársel fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Félagsmiðstöðin Ársel var opnuð 18. ágúst 1981 og var kærkomin viðbót í hverfið sem var í mikilli uppbyggingu á þeim tíma. Árið 2008 var nafninu á félagsmiðstöðinni breytt í Tían og frístundamiðstöðin hélt nafninu Ársel. Í dag eru félagsmiðstöðvar Ársels þrjár, Fókus í Grafarholti, Holtið í Norðlingaholti og Tían í Árbæ. Fjölmargir unglingar hafa sótt félagsmiðstöðina Tíuna, áður Ársel, í gegnum árin og ætlum við að bjóða Árbæingum nær og fjær að fagna með okkur á árinu. Eflaust eiga margir skemmtilega sögu að segja frá tímum sínum í félagsmiðstöðinni. Okkur þætti vænt um að fá að heyra þær sögur og fá að deila með öðrum. Ef þú tókst þátt í starfi Ársels eða Tíunnar og átt skemmtilega sögu þá mátt þú senda okkur frásögn á tian@rvkfri.is Miðvikudaginn 21. apríl fór fram söngkeppni félagsmiðstöðva Ársels sem er undankeppni fyrir árlega söngkeppni Samfés þar sem félagsmiðstöðvar um land allt taka þátt. Á þessu ári voru sex atriði sem kepptu um tvö laus sæti í lokakeppninni og voru sigurvegararnir Bára Katrín Jóhannsdóttir úr félagsmiðstöðinni Fókus í Grafarholti og Ronja Ísabel Arngrímsdóttir úr félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti. Bára söng og lék á gítar

Samverustund í Árseli.

Ronja Ísabel Arngrímsdóttir.

Bára Katrín Jóhannsdóttir.

Fjölmenni í Árseli. frumsamið lag sem ber heitið Spegilmynd frosin í hel. Bára er í 10. bekk í Sæmundarskóla. Ronja söng lagið Wicked games eftir Chris Isaak. Ronja er í 9. bekk í

Norðlingaskóla. Frístundamiðstöðin Ársel sendir þessa keppendur með stolti í söngkeppni Samfés sem fer fram í Bíóhöllinni á Akranesi 9. maí. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/21 11:49 Page 17

TAKK TAKK FYRIR AÐ AÐ FLOKKA FLOKKA

MÁLMAR

Tilraunaverkefni með sérsöfnun á gleri og málmum lýkur í maí

GLER GL E R

Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með sérsöfnun glers og málma í breyttri græntunnu í Árbæ og Norðlingaholti lýkur um miðjan maí. Verkefnið hefur staðið yfir frá því í nóvember í fyrra hjá þeim íbúum sem eru með græna tunnu frá Reykjavíkurborg sem eru um 35% íbúa í hverfinu.

• Þegar verkefninu lýkur verða innhengd ílát og tunnur fyrir gler fjarlægð og merkingar færðar til fyrra horfs. Mikilvægt er að íbúar setji eingöngu plast í grænu tunnuna að tilraunaverkefninu loknu.

• Áfram verður boðið upp á gáma fyrir málma og gler á öllum grenndarstöðvum í Árbæ og Norðlingaholti. Sjö grenndarstöðvar eru í hverfinu, en staðsetningu þeirra má meðal annars finna í rafrænu sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar: Reykjavik.is/sorphirdudagatal.

• Niðurstöður verkefnisins og ábendingar íbúa, sem safnað var á meðan á verkefninu stóð, verða teknar saman og nýtast í vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar.

Reykjavíkurborg þakkar íbúum kærlega fyrir góða þátttöku í tilraunaverkefninu.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 17:27 Page 18

18

Árbæjarblaðið

Fréttir

Byggjum upp betri borg - eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar og formann borgarráðs Ársreikningur Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir. Síðasta ár fór ekki, hjá neinu okkar, eins og við höfðum ætlað í upphafi árs. Faraldurinn sá til þess. Það átti við áætlanir Reykjavíkurborgar eins og annarra. Tekjur urðu minni en reiknað hafði verið með, vegna þess að því miður jókst atvinnuleysi verulega í Reykjavík. Útgjöldin jukust hins vegar því það þurfti að bregðast hratt við til að tryggja nauðsynlega þjónustu, þrátt fyrir sóttvarnartakmarkanir. Víða þurfti líka að auka við þjónustu, eins og við barnavernd. Fyrir ári síðan stóð borgarráð allt, þvert á flokka, saman að því að vilja aðstoða heimilin og fyrirtækin í Reykjavík á erfiðum tímum. Við í meirihlutanum settum okkur þá stefnu við fjárahagsáætlun þessa árs að gefa í við nauðsynlegar framkvæmdir og taka stór græn skref til framtíðar. Nú er tíminn fyrir framkvæmdir og fjárfestingar. Fjárfestum í leikskólum og skólum Við erum ákveðin í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Að undanförnu höfum við keypt og leigt húsnæði fyrir nýja leikskóla auk þess

sem ákveðið hefur verið að breyta húsnæði í eigu borgarinnar í leikskóla. Það þarf að bæta nýjum leikskólum í ný hverfi, þar sem margt ungt fólk hefur flutt, opna ungbarnadeildir og byggja við eldri leikskóla. Á síðasta borgarráðsfundi samþykktum við að koma fyrir færanlegum leikskólum í þeim hverfum þar sem biðlistarnir eru lengstir hverju sinni og koma á leikskólarútum sem tengja börnin betur við útivist og náttúru. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessi verkefni þróast. Við munum svo halda áfram að endurgera grunn- og leikskólalóðir samkvæmt forgangsröðun. Í síðasta mánuði samþykkti borgarráð að veita um 500 milljónum í endurgerð og lagfæringar á 18 leik- og grunnskólalóðum. Þar á meðal í Dalskóla og Selásskóla.

er meðal helstu dásemdum þess að búa hér í Reykjavík. Sjálf nýt ég þess að hafa Árbæjarlaug í hverfinu og heimsæki hana oft, bæði til að næra líkama og sál. Leikskóli og grunnskóli í Úlfarsárdal eru þegar komin í notkun. Síðustu rýmin voru mötuneyti og eldhús sem komust í notkun í byrjun síðasta árs og rými fyrir tónlistarkennslu síðasta haust. Verið er að klára frágang inn við menningarmiðstöðina og bæði inni- og útilaug, sem á að ljúka nú síðar á árinu. Í vor hefjast framkvæmdir við grasæfingasvæði á íþróttasvæði Fram og framkvæmdum við íþróttamiðstöðina mun svo ljúka á næsta ári. Þarna er að rísa glæsileg aðstaða sem verður miðstöð og hjarta Úlfarsárdalsins þegar fram líða stundir.

Glæsileg miðstöð Úlfarsárdals rís Meðal stærstu verkefna borgarinnar er að klára menningar- og íþróttamiðstöðina í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að á þessu ári munum við ljúka við gerð sundlaugarinnar, sem ég er viss um að íbúar hverfisins bíða spennir eftir. Það að geta farið í sund í hverfinu sínu

Borgarsjóður stendur vel Stór orð hafa verið uppi um skuldastöðu Reykjavíkurborgar, sem segja ekki nema brot af myndinni. Reykjavíkurborg er öflugt sveitarfélag sem hefur góða burði til að auka við fjárfestingar og örva atvinnulífið. Skuldir sveitarfélaga eru takmörkuð af sveitarstjórnarlögum við 150% skuldaviðmið. Í ársreikningi 2020 er skuldaviðmið Reykjavíkurborgar 88%. Af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er skuldaviðmið Garðabæjar 71%, Mosfells-

Umhverfisvæn íslensk hönnun

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs. bæjar 100%, Hafnarfjarðar 101% og Kópavogs 105%. Lægstu skuldir á höfuðborgarsvæðinu Ef einungis er litið til þess hluta borgarinnar sem er fjármagnaður með skatttekjum og sinnir almennri þjónustu við borgarbúa (A-hluta) er hlutfallið enn lægra og er skuldahlutfall Reykjavíkurborgar lægst á öllu höfuðborgarsvæðinu. Skuldir Reykjavíkurborgar, þegar hlutur Orkuveitunnar er meðtalinn, hljóma kannski háar. En á móti koma 730 milljarða eignir borgarinnar og eru hreinar eignir á hvern íbúa hvergi hærri á höfuðborgarsvæðinu.

Vegna þessar góðu stöðu ætlar Reykjavík að fjárfesta og framkvæma meira á þessu ári en áður, alls fyrir um 28,6 milljarða sem erum um 9 milljarða kr. hækkun frá árinu 2020. Skiptir þar mestu byggingaframkvæmdir fyrir 13 milljarða og gatna og umhverfisframkvæmdir fyrir 11 milljarða. Þar á meðal eru framkvæmdirnar í Úlfarsárdal og uppbygging í Rofabæ sem á að endurgera sem fallega borgargötu í hjarta Árbæjar. Gleðilegt sumar í dásemdarborginni okkar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar

Vorhreinsun í húsagötum Vorhreinsun í Reykjavík er komin vel af stað og nú er komið að húsagötum. Forsópun hófst mánudaginn 26. apríl, þessa dagana verða viðkomandi götur síðan sópaðar og þvegnar og er það þá sem nauðsynlegt er að færa bíla. Sú nýbreytni er í ár að daginn áður en íbúagötur eru þvegnar sendir Reykjavíkurborg SMS til að láta íbúa vita. Mikilvægt að færa bíla Mikilvægt er að bílar séu færðir úr götunni á meðan á götuþvotti stendur. Það flýtir mjög fyrir og skilar betri þrifum þegar bílar eru færðir og ekki lagt á ný fyrr en hreinsun er að fullu lokið. Þetta gildir eingöngu um almenn stæði í

götunni og á borgarlandi en ekki stæði innan lóðarmarka íbúðarhúsa og fyrirtækja. Símaskilaboð send daginn fyrir götuþvott SMS er sent til íbúa daginn áður til að tryggja að allt gangi sem best fyrir sig en hefðbundnar skiltamerkingar verða enn fremur settar upp til að láta íbúa og gesti borgarinnar vita af götuþvottinum. Vonast er til að fólk taki vel í þessa nýbreytni sem skilaboðin eru og liðki til við hreinsunina með því að færa bíla sína en það skilar hreinni og fallegri götum. Á vef hreinsunar má leita eftir nánari

upplýsingum um hvernig vorhreinsun fer fram, hvaða tæki og tól eru notuð og skoða fyrri verkáætlanir svo eitthvað sé nefnt. Athugið að Vegagerðin sér um rekstur og hreinsun þjóðvega í þéttbýli. Dæmi um þjóðvegi í borginni eru Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Hringbraut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut. Verkáætlun Vorhreinsunar – hér geta íbúar séð hvenær kemur að hverfinu þeirra: reykjavik.is/sites/default/files/skjol_t hjonustulysingar/verkaaetlun_vorhreinsunar_2021_20210419.pdf

NÝ SENDING AF DUGGARAPEYSUM WWW.AS WEGROW.IS GARÐASTRÆTI 2 REYKJAVÍK

Götuhreinsun er að fara á fulla ferð.

Vottað o Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði v ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði vottað Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og S tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. Styðjumst tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

" Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 30/04/21 22:10 Page 9

GJAFAKORT HREYFINGAR Gefðu þeim sem þér þykir vænt um dásamlegt dekur eða heilsurækt hjá Hreyfingu

HREYFING

ÁLFHEIMAR 74

104 REYKJAVÍK

HREYFING.IS


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 17:36 Page 20

20

Gæludýr - í boði Dýrabæjar í Spöng

Árbæjarblaðið

Dýrin eru velkomin í heimsókn í Dýrabæ

Til sölu notuð Inogen One G4 súrefnisvél Lítið notuð - aðeins 478 klst. Framleiðir 90% súrefni. Taska, tvær stórar auka rafhlöður fylgja og hleðslutæki fyrir bíl. Ný yfirfarin af Donna ehf. Upplýsingar í síma 699-7734 eða 699-1322

- allt fyrir hunda og ketti hjá Dýrabæ í Spönginni Við viljum byrja á að þakka fyrir góðar móttökur við opnun verslunar Dýrabæjar í Spöng. Það er mjög ánægjulegt að sjá fleiri og fleiri nýja viðskiptavini og einnig að hitta fasta viðskiptavini sem búa í Grafarvogi og hafa nú Dýrabæ í nálægð. Á þessu ári verður Dýrabær 20 ára og frá upphafi höfum við verið í fararbroddi með náttúrulegar og aukaefnalausar vörur fyrir dýrin. Í Dýrabæ má finna gott úrval af fóðri frá Barking Heads, Meowing Heads, Dr. Clauder´s og Canagan. Þessar fóðurtegundir innihalda hátt hlutfall af fersku kjöti ásamt viðbættum náttúrulegum næringarefnum, vítamínum og steinefnum. Þess má líka geta að hjá okkur fæst lífrænt vegan hundafóður, sem hentar vel fyrir hunda með óþol fyrir hverskonar kjötafurðum. Úrval af nammi og nagbeinum er mikið og má nefna að hundanammið frá Dr. Clauder´s inniheldur 99.5% þurrkað

kjöt og 0.5% af ávaxtafásykrum. Það er mjög bragðgott og lyktar vel og er því mjög vinsælt hjá hundunum. Við höfum alltaf lagt mikið uppúr því að vera með góð sjampó og hárnæringar ásamt feldhirðuefnum svo sem eins og ilmi og flækjusprey. Þessar vörur eru án efnafræðilegra innihaldsefna. Ekki má gleyma að nefna umhverfisvæna kúkapoka frá Earth Rated en þeir eru mjög góðir og hafa þann kost að brotna niður í náttúrunni. Frá Earth Rated koma líka blautþurrkur sem að sama skapi eru umhverfisvænar. Hér hefur aðeins verið tæpt á því helsta varðandi næringu og þrif fyrir dýrin. Dýrabær er með allt sem þarf fyrir hunda, ketti og smádýrin og um að gera að líta við og skoða úrvalið. Við fögnum því að fá hunda og önnur dýr í heimsókn með eigendum sínum í búðina. Gleðilegt sumar!

Komdu að leika! Opið alla daga 13-17 Kistuhyl 110 Reykjavík

www.borgarsogusafn.is

Dýrin eru velkomin með eigendum sínum í verslunina Dýrabæ í Spönginni.

Dyrabaer.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/21 17:37 Page 21

21

Fréttir

Árbæjarblaðið Það er vor í lofti og nú sjáum við loksins fyrir endann á þeim faraldri sem haldið hefur þjóðfélaginu í heljargreipum í bráðum hálft annað ár. Þótt enn séu fram undan töluverðar áskoranir og tímabundnir erfiðleikar, þá er ástæða til bjartsýni, landið er að rísa á ný. Við vonumst til að lífið verði brátt eðlilegt á ný, að við getum hist og notið samveru hvert með öðru, í smáum og stórum hópum, sinnt okkar hugðarefnum og áhugamálum, leik og starfi, án þeirra hindrana sem við höfum búið við síðustu misseri. En fyrir stóran hluta borgarbúa eru hindranir í veginum þótt öllum samkomutakmörkunum verði aflétt fljótlega. Það eru hindranir í veginum sem hafa ekkert með veiru, sjúkdóma eða almannavarnir að gera. Við sem búum í austurhluta höfuðborgarinnar þekkjum þessar hindranir. Þær eru hluti af okkar daglega lífi og fela í sér skerðingu á okkar lífskjörum. Á sama tíma og dregið hefur úr þjónustu í ytri hverfum borgarinnar er orðið sífellt erfiðara að sækja þjónustuna þangað sem henni hefur verið komið fyrir. Við verðum að horfa á alla samgöngumáta til að leysa þennan vanda, að fólk geti komist leiðar sinnar með þeim hætti sem best hentar hverju sinni. Við þurfum að komast leiðar okkar og það er hlutverk þeirra sem við höfum treyst fyrir okkar málum að greiða götuna, ekki leggja stein í hana. Þess vegna sætir það furðu að borgaryfirvöld vilji þrengja að öðrum samgöngukostum í tengslum við lagningu Borgarlínu. Það má aldrei verða. Daglegt líf er ekki excel-skjal. Það er ekki hægt að steypa alla í sama mót og allar tilraunir til þess eru dæmdar til að mistakast. Við eigum að gera öllum samgöngumátum hátt undir höfði, hvort sem fólk vill hjóla, ganga, taka strætó eða sinna sínum erindum akandi. Við þurfum líka að hafa í huga að margt er þess eðlis að því verður ekki sinnt með góðu móti nema með því að notast við bíl, og það á svo sannarlega við um margt af því sem við íbúar í austurborginni þurfum að fást við í okkar daglega lífi. En með því að leggja stein í götu fólks er ekki einungis

Fjölbreyttar samgöngur í stað hindrana - eftir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. verið að hindra og tefja för þess í daglegu lífi. Greiðar stofnæðar umferðar í þéttbýli eru líka öryggismál og reynslan sýnir okkur að í þeim efnum þarf að reikna með hinu óútreiknanlega. Þar fyrir utan hefur höfuðborgin sem slík skyldum að

gegna gagnvart öðrum íbúum landsins sem þurfa að sækja þjónustu, til að mynda heilbrigðisþjónustu, og reka erindi sín gagnvart stjórnvöldum eða öðrum aðilum sem flestir eru staðsettir í hjarta höfuðborgarinnar.

Það er góðra gjalda vert að huga að eflingu almenningssamgangna. Það er hins vegar bæði óþarft og skaðlegt að þrengja um leið að öðrum samgöngukostum með þeim hætti að fólki sé gert enn erfiðara að komast leiðar sinnar. Við

IInnritun nnr itun sstendur te n dur yyfir f ir ttil il 1 10. 0. jún júníí Afreksíþróttasvið A f re k s í þ ró t t a s v ið

F Framhaldsskólabraut r am h a lds s kól a b r au t

B í lið n g r e in a r Bíliðngreinar

M á l mið n g r e in a r Málmiðngreinar

B ók n á m Bóknám

L is tnám Listnám

Félagsvirkniog g F é l a g s v ir kni - o uppeldissvið u p p e l di s s v ið

S Sérnámsbraut é r n á ms b r au t

Fylgstu Fy lg s tu með m e ð okkur ok k ur b or go _ s koli borgo_skoli B or g a r h olt s s koli Borgarholtsskoli b o r g o.is borgo.is

þurfum og eigum að nýta til fulls alla þá samgöngukosti sem til greina geta komið. Fjölbreyttar samgöngur greiða leið okkar allra. Guðlaugur Þór Þórðarson


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 00:01 Page 22

22

Gamla myndin

Dráttarbeisli

Árbæjarblaðið

X XQGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD QGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF VÍKURVAGNAR EHF. F.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

Þeir mættu Blikum 2011 Þarna sjáum við lið Fylkis fyrir leik gegn Breiðabliki í Pepsi deildinni árið 2011. Fjórir leikmenn eru enn að spila í

s. 5 11 53 00

ÖK ÖKU ÖKUKENNSLA Ö KUK UK KEN KE ENN NN NNS NS SL S SLA LA A-A AKSTURSMAT AKS AK KST STU TUR URS RS SMA SM MAT M AT T

835 8 83 35 3 5 2345 2 23 234 345 45 5 o okukennsla.holm oku ok ku uk u ke k en enn nn nsl sla la a.ho h hol olm mars ma mar mars@gmail.com rs@ s@ @gma @gm @g gm ma aiil.c ail c co com om m okukennsla.holmars@gmail.com

Þjónustuverkstæði Þjónus tuverkstæði ÞJ JÓNUSTUM ALLAR GERÐIR TOYOTA BÍLA - SMÁA SEM STÓRA! - Þjónustuskoðanir - Ábyrgðarviðgerðir - Almennar bílaviðgerðir - Smurþjónusta

Arctic Trucks Reykjavík Ar ctic T rucks | Kletthálsi 3 | 110 R eykjavík | 4900 www.arctictrucks.is Sími 540 4 900 | w ww.arctictrucks.is

Arctic Trucks Ar ctic T rucks notar olíur.. aðeins Motul olíur

®

EXPLORE LIMITS EXPL ORE WITHOUT LIMIT S

dag en enginn þeirra með Fylki, þó einn sé enn að spila á Fylkisvelli. Þetta eru þeir Albert Brynjar Ingason (Kórdrengir), Ásgeir Börkur Ás-

geirsson (HK), Hjörtur Hermannsson (Bröndby og Ísland) og Ásgeir Örn Arnþórsson (Elliði). - KGG


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 01/05/21 00:06 Page 23

23

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttamolar frá kirkjustarfinu Helgihald í Árbæjarkirkju Sumarhelgistundir hefjast sunnudaginn 6. júní og standa til 15. ágúst. Um er að ræða helgistundir með léttu sumar yfirbragði. Horft er til sálmavals sem endurspeglar tímann, léttir sálmar og stuttar hugleiðingar. Stundin er hugsuð sem varða fyrir fólk á förnum sumarvegi. Ef búið er að opna og rýmka fyrir samverur er auðvitað boðið upp á létta hressingu eftir guðsþjónusturnar. Þegar veður leyfir verður eflaust farið út fyrir og slegið upp útimessu. Eins og gefur að skilja búandi á Íslandi verður það auglýst með nokkurra daga fyrirvara. Prestar og starfsfólk Árbæjarkirkju óska ykkur lesendur góðir gleðilegs sumar og vonandi sjáum við ykkur sem flest á komandi sumardögum.

Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Af misjöfnu þrífast börnin best - eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn „Þó þú þekkir engla þá ertu samt með rass“ sagði fimm ára hnáta við ömmu sína einn morguninn og hélt áfram að moka upp í sig Lucky Charm morgunkorni. Hvaðan kom þetta englatal hugsaði amman, er hún horfði á barnið sem lét sér fátt um finnast um tilveruna nema að fá uppáhalds forboðna morgunmatinn og til þess að gera í öll mál ef hún fengi einhverju um það ráðið heima hjá ömmu og afa. Ekki fékk hún Lucky Charm heima hjá pabba og mömmu. Amman hafði vinsamlegast beðið dótturdóttur sína að segja foreldrum sínum ekki frá þessu því þetta væri þeirra leyndarmál. Þegar maður er fimm ára er ekkert til sem heitir leyndarmál. Auðvitað leið ekki dagurinn án þess að sú stutta væri búin að segja hverjum sem vildi heyra og þá pabba hennar og mömmu meðtöldum að hún fengi Lucky Charm heima hjá ömmu. Um daginn var undirritaður í eins árs afmælisveislu. Afmælisbarnið sat við enda borðsins með smekk og uppbrettar ermar tilbúin í það sem að henni var rétt. Litlar hendur og fingur teygðu sig í átt að fagurskreyttri súkkulaðiköku á miðju borði. Kakan var í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu. Hún fékk fagurútskorna vatnsmelónu sem var sveipuð rjóma sem litla daman hámaði í sig, en hafði samt auga á súkkulaðikökunni. Allt hennar atferli og látbragð hneig að henni. Það er af sem áður var, hugsaði ég með mér, þar sem ég stóð og fylgdist með barninu. Svo virtist sem hugsunin hafi tekið sig til og flogið út í tómið og sest að í huga föðursins sem var að sinna dóttur sinni. Faðir barnsins nokkru seinna minntist þess þegar hann var á sama aldri eftir að hafa skoðað myndband af 1 árs afmælisveislu sinni og yfirheyrt foreldra sína sem könnuðust ekkert við meintan glæp að hann þá eins árs hafið fengið súkkulaðiköku með öllu tilheyrandi og skolað henni niður með sykursætum Svala. „Þá“ eins og hann sagði „Þá var ekkert manneldisheilsueitthvað boðorð dagsins“ sem leiðir aftur hugann að málshættinum: „Af misjöfnu þrífast börnin best.“

Standandi á hliðarlínunni hvað barnauppeldi varðar enda kominn á miðjan aldur hef ég verið að velta fyrir mér á hvaða leið erum við. Ég vil halda í það haldreipi að ég sé ekki staddur á þeim stað og segja í tíma og ótíma að heimurinn versnandi fer þegar kemur að unga fólkinu. Samt er freistandi að segja „ þegar ég var ungur þá....“ eftir

sr. Þór Hauksson. að ég hnaut um grein um daginn að vísindamenn í Sviss hafa komist (þarf ekki vísindamenn til) að þeirri niðurstöðu að fátt sé hollara ungum börnum en að vera skítug endrum og eins og stinga upp í sig mold og sandi. Mig rámar í að ekki hafi liðið sá dagur í æsku minni að ég væri ekki með fullan munn af mold og sandi. Einhver kann að hugsa; nefni engin nöfn, sem þetta les, að það sé öðrum og þá börnum í dag víti til varnaðar. Þetta með moldina og sandinn hefur ekkert með að gera að ég var einn sjö systkina og ég fengi ekki nóg að borða. Þegar móðir mín heitin; blessuð sé minning hennar, hrópaði „matur“ var eins gott að hafa

gott viðbragð og koma sér að kvöldverðarborðinu, sem minnir mig á að á þeim dögum voru allar húsmæður landsins og til þess að gera sólkerfisins að hræra í pottunum á sama tíma, sem oftar en ekki leiddi til þess að rafmagnið vildi detta út. Sá háttur var hafður á mínu æskuheimili, að allir settust við borðið og ekki byrjað fyrr en húsmóðirinn sagði gjörið svo vel. Ég var næst yngstur 7 systkina og þurfti því að vera klókur að næla mér í bita. Nægur matur var fyrir alla, en sum þeirra eldri voru frekari til matarins en aðrir. Minnti helst á svanga úlfahjörð. Sá stærsti og sterkasti fékk fyrst að borða og svo komu hinir smærri og veikari. Matseðillinn var sá sami alla virka daga vikunnar þ.e.a.s. fiskur og fiskur og svo var fiskur þannig að ég var orðin „uggandi“ nema á miðvikudögum voru kjötbollur, kartöflumús og brún sósa. Við systkinin voru einkennilega sammála um á þeim degi að vera ekki of sein að kvöldverðarborðinu. Einhverju sinni á „kjötbollu degi“ í sömu mund og móðir mín segir gjörið svo vel, slær út rafmagninu og í kjölfarið heyrðist í myrkrinu þetta óhugnalega skaðræðisvein sem skar og hreinsaði eyrnamerginn úr eyrum þeirra sem nærri voru. Enn í dag minnast systkini mín þessa „ámótlega afturkreistings veins“ eins og þau orðuðu það svo smekklega forðum daga að foreldrum mínum fannst nóg um talsmáta barna sinna. Blessunarlega kom rafmagnið á eins snögglega og það fór af og það gerðist þennan tiltekna kjötbolludag eða kvöld því það var alltaf sest að kvöldsnæðingi klukkan 19.00. Það var á þeim dögum áður en að Ríkissjónvarpið og Stöð tvö fóru að bolast með kvöldmatartíma landsmanna, eða eins og sagt var að hafi sameiginlega eyðilagt matmálstíma landans. Við Íslendingar höfum löngum verið fréttasjúk þjóð. Einhverntíma las ég, get ómögulega munað hvenær sú rannskókn var gerð, að Íslendingar allra þjóða fylgdust mest með fréttum. Einhver vildi meina að það væri vegna þess að við værum eyþjóð, en sú meining

var skotin niður, því við bárum af í fréttaáhorfi, hvort heldur þjóðum staðsettum á megin- eða eylöndum. Ég man eins og það hafi gerst í gær og er reyndar reglulega minntur á það. Kemst ekki hjá því að hafa það fyrir augum þótt áratugir hafi liðið frá atburðinum þennan kjötbolludag. Það þótti ekki fréttnæmt að ungur drengur í Norðurmýrinni í Reykjavík hafi verið fluttur á Slysadeild Borgarspítalans með alblóðugt handarbak eftir að hafa fengið átta gafla í handarbakið. Eftir að ljóst var að ég hlyti ekki varanlega skaða af

veltu systkini mín fyrir sér næstu daga hvernig ég hafi farið að því að vera svona ótrúlega snöggur að vera fyrstur að bollunum tekið tillit til stærðar og atgervis níu ára barns. Systkin mín sögðu; eflaust til að hugga mig, þegar ég kom af spítalnum umvafin sárabindi að ég hafi verið sneggri en skugginn, sem fékk mig reyndar um stund til að gleyma sársaukanum sem fylgdi því að fá átta gaffla á bólakaf í handarbakið. Mér þótti svolítið flott að vera eins og einmanna kúrekinn Lukku Láki sem var sneggri en skugginn að skjóta í mark. Þótt ég þekkti Lukku Láka og Léttfeta og ævintýri þeirra kemst það reyndar ekki nálægt ömmunni sem þekkir engla en vera samt með rass. Þór Hauksson

Frá bær gjöf fyr ir veiði menn og kon ur Gröf um nöfn veiði manna á box in Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 03/05/21 14:32 Page 24

BÓNUS RÉTTUR MÁNAÐARINS Í MAÍ . r k 0 0 2 Ð R

E V A R G LÆ

1.098kr./pakkinn Bónus Spaghetti Bolognese 1 kg. - verð áður 1.298 kr.

a n in m m u r a n u m ð a þ Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:00 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 11:00-18:00 Smáratorg, Skeifan og Langholt: Mán-Lau; 10:00-19:00 • Sun; 11:00-18:00 – Verð gildir til og með 31.maí eða meðan birgðir endast.

Profile for Skrautás Ehf.

Árbæjarblaðið 5.tbl 2021  

Árbæjarblaðið 5.tbl 2021  

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded