ÁB 2019_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 06/12/19 22:07 Page 24
24
Árbæjarblaðið
Fréttir
Gamansögur af Borgfirðingum eystri:
,,Litlu lömbin draga niður meðalviktina” Út var að koma hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin „Það eru ekki svellin“ sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri, í samantekt Gunnars Finnssonar sem lengi var skólastjóri þar. Hér á eftir verður gripið niður í bókina: Helgi Hlynur Ásgrímsson á Svalbarði og Hvannstóðsmaðurinn Jón Sveinsson á Grund voru ásamt fleiri gangnamönnum við smalamennsku í Loðmundarfirði. Þegar þeir eru að búa sig undir að fara heim bregður Jón sér upp fyrir réttarvegginn til að ganga örna sinna. Þegar hann er nýbúinn að hysja upp um sig kemur hundur Helga Hlyns og byrjar að velta sér upp úr afurðunum. Helgi tekur hundinn útkámugan og illa þefjandi og hendir honum í ána, trekk í trekk þangað til rakkinn neitar að koma til hans. Endar það með því að þeir taka hann með í bílinn. Þegar hundurinn er rétt kominn inn í bílinn hristir hann sig allan og stendur ýringurinn yfir þá Jón og Helga og lyktin engu betri en fyrir baðið. Helgi Hlynur varð alveg brjálaður en Jóni var skemmt og hann ætlaði alveg að kafna úr hlátri alla leiðina heim. Eftir þetta voru þeir „félagar“, Jón og hundurinn, aldrei kallaðir annað en Nonni og Manni! Hundurinn átti sér ekki viðreisnar von því að Helgi Hlynur leit hann aldrei réttu auga eftir þetta og lét lóga honum stuttu síðar.
*
Sveinbjörn á Dallandsparti var sérdeilis skemmtilegur náungi og eru margar sögur sagðar af honum. Eitt sinn kleif hann Álftavíkurtindinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert nema fyrir þaulvana fjallgöngumenn að klífa tinda. Þeir yrðu að æfa sig að ganga á snúrustaurunum heima hjá sér áður en þeir legðu í hann. Sveinbirni sagðist svo frá við komuna á tindinn: „Það voru svo mikil veðrabrigði þarna uppi að ég sólbrann á annarri kinninni en mig kól á hinni!“
Borgarfjarðar, systursonur Þóru Helga og bróðursonur Eika Gunnþórs. Steinn var eitt sinn að heimsækja gamlan frænda á elliheimili. „Jæja, hvernig hefurðu það?“ „Ég hef það fínt. Ég fæ Viagra á hverju kvöldi.“ „Ég trúi því nú ekki.“ „Jú. Spurðu bara hjúkkurnar.“
*
Ingimundur Magnússon hét atvinnuráðgjafi á Héraði. Hann var glaðbeittur og kotroskinn og gerði sér far um að kynnast bændum og búaliði í efra og neðra. Eitt sinn heimsótti hann Magnús Þorsteinsson í Höfn, sem lengi var oddviti og síðar sveitarstjóri í Borgarfjarðarhreppi. Þegar Ingimundur kemur í fjárhúsið blasir við honum stólpagripur og hann segir: „Það leynir sér ekki að hérna er göfug ættmóðir margra myndarlegra lamba.“ „Ja, það er einn hængur á,“ segir Magnús þá. „Nú? Hver er hann?“ spyr Ingimundur. „Það er pungurinn,“ svarar Magnús.
*
Steinn Ármann Magnússon, hinn þekkti gamanleikari, á rætur að rekja til
Þær játa. „Við gefum honum Viagra.“ „Eruð þið eitthvað að misnota gamla fólkið hérna?“ spurði þá Steinn Ármann hneykslaður. „Nei, nei. Þetta er bara til þess að hann
velti ekki fram úr rúminu á kvöldin.“
*
Nokkrir borgfirskir bændur ræddu saman í sláturtíð um fallþunga dilka og hver- Gunnar Finnsson, höfundur bókarinnar, stígur hér nig þeir væru fram- dans við félaga sinn, Pétur Örn Hjaltason, að hætti gengnir eftir sumarið. Borgfirðinga eystri. Voru þeir sammála um að dilkarnir væru mishérna í pokanum.“ jafnir og að jafnaði léttari en áður. Jón á Sólbakka, sem lítið hafði * komist að í umræðunni, fékk loks tækifæri Þegar traktorar héldu innreið sína í til að leggja orð í belg og segir: sveitina á fimmta og sjötta áratug síðustu „Ég er alveg búinn að sjá, að það eru aldar þóttu þeir mikil tækniundur eins og helvítis litlu lömbin sem draga niður nærri má geta. Voru sumir bændur lengi meðalviktina.“ að venjast þessari byltingu og þeir eldri næsta klaufskir við að umgangast * hin nýju landbúnaðartæki. Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson var Þorleifur á Gilsárvelli var að liðka prestur Borgfirðinga í 49 ár (1912-́ 61). nýlegan traktor sinn eitt vorið. Voru yngri Honum var létt um að segja frá. Eitt sinn, bændur að kenna honum á tækið. Gefur eftir að vegarslóði var lagður yfir hann nú upp kúplinguna, traktorinn klifrar Njarðvíkurskriður, var hann þar á ferð upp bæjarvegginn og stendur nánast upp með bílstjóra. Þeir mæta þá manni sem á endann. Þegar hann er nýkominn er að rogast með æði stórt tré. Þeir nema niður af veggnum og hlunkast á framhjólstaðar og taka hann tali. Spyrja m.a. hvað in, kemur Guðbjörg húsfreyja út um bæjhann ætli að gera við þetta tré. Hann svar- ardyrnar og segir: ar því til að hann ætli að gróðursetja það „Viltu ekki fá úlpuna þína, Tolli minn, heima hjá sér. Séra Ingvar tekur eftir því ef þú ætlar eitthvað lengra?“ að á trénu eru engar rætur. Sagan segir að hann hafi verið búinn að „Hvað með ræturnar?“ spyr prestur. prjóna traktornum tvisvar sinnum upp „Ræturnar,“ segir hinn. „Ég er með þær vegginn þegar hún kom út!
Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000