Árbæ 1. tbl. Okt 2013_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 12/4/13 12:58 PM Page 19
19
Fréttir
Árbæjarblaðið
KonukvöldhjáÖnnuKristínufatahönnuði:
MybeautifulRaven ÁB myndir Katrín J. Björgvinsdóttir
Um miðjan nóvember hélt Anna Kristín Magnúsdóttir konuvöld á vinnustofu sinni í Rofabænum. Anna Kristín er lærður fatahönnuður frá Margrethe-Skolen í Danmörku og útskrifaðist þaðan árið 2002. Hún var einnig eigandi Brúðarkjólaleigu Dóru í nokkur ár. Sumarið 2010 hóf hún að selja hönnun sína undir merkinu My beautiful Raven og eru erlendir ferðamenn sem sækja Ísland heim helstu viðskiptavinirnir. My beautiful Raven leggur áherslu á að framleiða aðeins úr íslensku hráefni eins og ull, laxaroði og mokkaskinni. Vörurnar eru seldar í Nordic Store,
Bláa lóninu, Gullfossi og Rammagerðinni. Anna Kristín opnaði vinnustofu í Rofabæ 9 í maí þar sem hún hannar og framleiðir fyrir My beautiful Raven. Einnig vinnur Anna Kristín að því að hanna kjóla, toppa, leggings og fleira fyrir konur á öllum aldri. Auk þess tekur hún að sér hönnun, sérsaum og önnur verkefni eftir óskum viðskiptavina í síma 8244473 eða anna@mbraven.com. Anna Kristín verður með opið hús á vinnustofu sinni, Rofabæ 9, mánudaginn 9. des og þriðjudaginn 10. des frá kl. 16-21 báða dagana.
Vinkonurnar Vilborg og Anna Kristín. Þess má geta að Anna Kristín saumaði og hannaði brúðarkjólinn fyrir Vilborgu á sínum tíma.
Anna Kristín fatahönnuður ásamt tengdamóður sinni Þórunni Kristinsdóttur.
Maggý í glæsilegri hönnun frá Önnu Kristínu.
Dziuljena starfsmaður að leggja lokahönd á kápuna.
Elísa Sveinsdóttir og móðir hennar Lára Björnsdóttir mæt- Anna Kristín Magnúsdóttir fatahönnuður og eigandi tu galvaskar á konukvöldið. My beautiful Raven.
góð þjónusta
vandaðar vörur
betra verð
PowerBug er sterk og létt rafmagnskerra með mjög lágri bilanatíðni. Heildarþyngd kerrunnar með lithium rafhlöðu er aðeins um 9,5 kg. Lithium rafhlaðan dugar í lágmark 27 holur og líftími á rafhlöðunni er mjög góður. Hægt er að senda PowerBug kerruna 10, 20, 30, 40 eða 50 metra áfram á eigin vegum.
Berglind Bergþórsdóttir var hæstánægð með flotta hönnun hjá vinkonu sinni.
Power Bug er frábær kostur fyrir íslenska kylfinga. Létt, traust, einföld og áreiðanleg. Mjög einfalt er að leggja hana saman og setja hana upp. Fáanleg í fjórum litum, svört, grá, hvít og rauð.
Litrík og falleg þessi.
Dziuljena skartar nýju kápunni.
Mörkin 3
108 Reykjavík
Sími 578 0120
golfskalinn.is