Árbæjarblaðið 12.tbl 2012

Page 4

4

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ár­bæj­ar­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Höfðabakki 3 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 113 (660 fyrirtæki).

Gleðilega hátíð Enn og aftur nálgast jólin, hátíð ljóss og friðar, og tilhlökkun hefur gert vart við sig. Víst er þó að ekki mun gleðin ríkja alls staðar því enn er til fólk sem líður skort og nær ekki að láta enda ná saman. Stjórnmálamenn hafa alls ekki staðið sig í stykkinu þegar kemur að fjármálum heimilanna og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þar hefur afar lítið verið gert. Með vori verður gengið til kosninga og þá fær almenningur tækifæri til að kjósa nýtt fólk til alþingis og veitir ekki af að skipta út mörgum þingmönnum. Fólk hefur almennt ekkert álit á alþingi. Virðing alþingis er engin og aðeins 9% þjóðarinnar hefur tiltrú á þessari merku stofnun. Uppákomur eins og áttu sér stað á dögunum þegar tveir þingmenn gengu fram fyrir ræðustól alþingis með stór hvít blöð sem á stóð ,,málþóf” voru alveg til að ganga fram af fólki. Þessi framganga alþingismannanna var þeim til ævarandi minnkunar. Sem betur fer fengu báðir þessir þingmenn lítið brautargengi í prófkjörum flokka sinna nýverið og munu því báðir hverfa af þingi í vor. Og farið hefur fé betra. Á­næsta­ári­eru­tíu­ár­liðin­síðan­Árbæjarblaðið leit dagsins ljós. Fyrsta blaðið kom út síðsumars árið 2003 og vakti útkoma blaðsins nokkra athygli. Blaðinu var fagnað og viðtökur lesenda strax alveg einstakar. Blaðinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Það er í sókn og gríðarlegur fjöldi íbúa í Árbæ, Norðlingaholti og Grafarholti les blaðið þegar það kemur út. Líftími blaðsins er ein sérstaða þess en mörg dæmi eru um fólk sem safnar blaðinu. Árbæjarblaðið er því mjög góður auglýsingmiðill og þeim fjölgar stöðugt fyrirtækjunum sem uppgötva það. Við munum á næsta ári gera eitthvað sniðugt í tilefni afmælisins og greina frá því þegar þar að kemur. Þegar líður að jólum viljum við óska lesendum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári auk þess sem við þökkum skemmtilegt samstarf. Sérstakar þakkir fá þau Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson sem reynast blaðinu afar vel svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Ár­bæj­ar­blaðs­ins

abl@skrautas.is

Júlíus Aðalsteinsson hjá skátunum á fullu í endurvinnslunni.

ÁB-mynd PS

Skátarnir og Endurvinnslan opna móttökustöð í Árbænum - ekki lengur nauðsynlegt að flokka heilar umbúðir

Ný tæknivædd móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir opnaði í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, mánudaginn 3. desember sl.. Móttökustöðin er rekin af fyrirtækinu Grænum skátum, sem hefur unnið að söfnun skilaskyldra drykkjarumbúða frá árinu 1989. Með nýrri tækni er óþarfi að telja og flokka heilar umbúðir. Slíkt er gert í sérstökum talningarvélum. Áfram er þó hægt að koma með beyglaðar umbúðir en þær þarf að flokka í ál, plast og gler. Opnunartími er alla virka daga frá 12:00 – 18:00 og laugardaga frá 12:00 -16:30. Í móttökustöðinni í Skátamiðstöðinni er eingöngu greitt inn á debet- eða kreditkort viðskiptavina, en einnig má gefa andvirðið til góðgerðarmála. Grænir skátar munu áfram taka við óflokkuðum umbúðum að gjöf, bæði í Ská-

tamiðstöðinni og í söfnunarskápa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Skátarnir, sem í ár fagna 100 ára skátastarfi á Íslandi, hafa frá upphafi haft umhverfisvernd sem mikilvægan þátt í sínu starfi. Einn liður í því starfi er virðing fyrir þeim verðmætum sem eru í kringum okkur og því er söfnun einnota drykkjarumbúða eðlilegur þáttur í starfsemi skátanna. Einnig er þetta mikilvæg fjáröflun, sérstaklega á síðustu árum þegar opinberir styrkir hafa dregist saman og önnur fjáröflun einnig. Á þessu ári hefur verið unnið að því að styrkja stoðir þessarar starfsemi skátanna undir heitinu Grænir skátar. Opnun móttökustöðvar í samstarfi við Endurvinnsluna er einn þáttur í þeirri endurskipulagningu. Endurvinnslan hf. og Grænir skátar eiga það sammerkt að hafa sinnt söfnun

einnota drykkjarumbúða frá árinu 1989. Mikil reynsla er því hjá þessum fyrirtækjum og löngu tímabært að þau snúi bökum saman í þeirri viðleitni að ná meiri árangri í söfnun umbúða. Til þess að bæta árangur beggja aðila á nú að byggja upp nánara samstarf sem nýtir styrkleika hvors um sig. Grænir skátar hafa verið mikilvæg fjáröflun fyrir skátastarfið, sem allir þekkja með söfnun umbúða í söfnunarkassa, en Endurvinnslan hefur reynslu af uppsetningu móttökustöðva og meðhöndlun efnis til útflutnings. Mikilvægt gildi í starfi beggja aðila er umhverfisvernd. Endurvinnslan og Grænir skátar vinna mikið með aðilum sem starfa undir formerkjum verndaðra vinnustaða og munu nokkrir fatlaðir einstaklingar vinna í nýju móttökustöðinni. Við hvetjum Árbæinga til að koma með umbúðir sínar í nýju móttökustöðina í Skátamiðstöðinni.

Jólamatseðill

Frá 15. nóvember

Tapas barsins

Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mango Grafin gæsabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta

5.590 kr.

RESTAURANT- BAR

Vesturgata 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.