15
Fréttir
Árbæjarblaðið
Umskipti og breytingar Hugleiðing á nýju ári - eftir sr. Þór Hauksson Það er við hæfi á fyrstu dögum nýs árs að líta um öxl á farin veg um leið horft er til framtíðar í janúarmánuði. Heiti sitt fær mánuðurinn af rómverska guðinum Janusi. Janus var guð umskipta og breytinga. Janus var þeirrar náttúru að hafa tvö andlit. Annað vísaði aftur á bak en hitt fram. Hann sá í báðar áttir. Það er aldrei sem svo að við horfum til beggja átta á fyrstu dögum nýs árs. Það gamla að rjátlast af okkur um leið og við horfum fram til nýrra tíma. Þess sem koma skal og það sem við vitum ekki hvað verður. Víst má telja að margur er sá í janúar mánuði sem horfir fram og til baka er á báðum áttum hvort beri að fagna eða fátt um finnast um tímamótin. Jólaljós desembermánaðar pökkuð niður í kassa í geymslu tímans svo björt að erfitt er að rýna í myrkur þess mánaðar sem tekur við með ekki neitt annað en grámyglulega daga og timburmenni nýafstaðinnar hátíðar ljóss og friðar. Janúar er dimmur og oftar en ekki kaldur og fátt að fagna nema ef vera skyldi þorranum og þeim hefðum sem honum eru samfara eins og það að mæta á herrakvöld Fylkis með hressum köllum á öllum aldri. Hvað er meiri karlmennska á þorranum en að fagna því að karlalandslið okkar í handbolta er með í úrslitakeppni EM í svartasta skammdeginu á meðan einhver bölvar í hljóði að dagskrá sjónvarps skekkist og skælist á meðan að strákarnir okkar (vonandi) landa sigrum á erlendri grundu á nýju ári. Fá okkur til að gleyma um stund því sem framundan er. Visa reikningur sem minnir óþyrmilega á það sem var. Fyrir íþróttasófadýr eins og mig er árið framundan óvenjulega gjöfult. Áður nefndur handboltinn þar sem við eigum fulltrúa. Seinna á árinu Evrópumót í fótbolta, þar sem við eigum ekki fulltrúa þjóðar, en á nýju ári erum við bjartsýn á að það breytist með nýjum tímum, sem lofar góðu ef horft er á ungmennalið okkar. Strákarnir okkar stígi skrefið sem stelpurnar okkar eftirminnilega hafa gengið til móts og staðið sig með mikilli prýði. Olympíuleikar í London í júlí á hábjargræðistíma. Einu áhyggjurnar eru þær að geta réttlætt fyrir sjálfum sér og sínum nánustu að sitja fyrir framan kassann í brakandi sumarsól, fuglasöng að horfa á marþon, spjót og uppköst hverskonar. Eflaust einhver að gæla við þá hugmynd að heiðra einhvern af þeim íþróttaviðburðum sem nefndir hafa verið með eigin nærveru í fjarlægu landi, en samt svo nærri að freistandi væri að reima á sig skóna stíga upp úr sófanum og teiga í sig menningu og stemmingu þá sem boðið er uppá. Víst er að margur er sá sem lofaði sjálfum sér akkúrat því að reima á sig íþróttaskóna á nýju ári með háleit markmið um aukna hreyfingu að gera betur en á árinu sem leið. Hjá einhverjum nær það ekki lengra en að skóreimunum óbundnum huga að byrja á morgun því hann lofar góðu allavega betur en í dag. Mátti lesa í einum fjölmargra fjölmiðla að níundi dagur janúarmánaðar væri sá dagur sem flestir sem strengdu áramótaheit hverskonar og sem ætluðu sér til hreyfingar á nýju ári væru komnir í sitt gamla form þ.e.a.s. fastir í þeirri hugsun sem að framan greinir-„á morgun ætla ég mér að komast upp úr hjólförunum stöðnun vanans“ Reyndar má segja að nýja árið hafið heilsað upp á okkur með djúpum hjólförum ekki vanans. Langt er síðan að snjóarlög hafi safnast saman sem raun ber vitni og margur ekki vanur/vön að takast á við hált umhverfið hjakk afturá bak og áfram í bókstaflegri merkingu. Færðin spillt ungviðinu til gleði og þeim fullorðnu til ama flestum í erli dagsins. Janúar er mánuður umskipta og breytinga í hinu ytra, veðurfarslega. Í þeim umskiptum og breytingum er gott og ekki síður hollt að ganga inn í sitt eigið sjálf. Á þeirri göngu er ekki þörf á skóbúnaði sem gerir ráð fyrir vætu eða klungrast á klaka svo staðið væri almennilega í fætur eins og reyndin er þessa dagana. Við getum leyft okkur að vera berfætt og finna fyrir
tengingu liðinna ára. Hitta fyrir löngu gleymdar minningar eiga samfund við eigin hugsanir svo verða mætti að okkur hverju og einu auðnast á göngu okkar á nýju ári að hitta ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur og náunga okkar hvort heldur í eigin ranni eða fjarri. Það er allra jafna fjarri huga okkar að missa sjónar af þeim sem okkur standa
nærri. Margir í söfnuðinum fengu að kynnast því á árinu sem liðið er að lífið er þunnur þráður. Lærum á nýju ári að lifa og njóta lifsins. Það dýrmætasta í lífinu er fólkið í kringum okkur. Njótum þess að vera saman fjölskyldan og ræktum í okkur kærleikann til hvers annars, það er alltaf við hæfi. Árbær 11. janúar 2012
Sr. Þór Hauksson.
FYRIR LÍKAMA OG SÁL Í BYRJUN ÁRS H im ne sk he ils ub ót
fyrir alla
fjölsky lduna
op nar sn em m a í öl lu m ve ðr um
í þí nu hv erfi