4
Matur
Árbæjarblaðið
Sjálfbær villibráðarveisla Fjölskyldan okkar er svo heppin að í hverju horni leynist góður veiðimaður eða áhugasamur matgæðingur. Við ýmist veiðum fugla eða fiska, tínum villisveppi og ber, ræktum allar okkar fersku kryddjurtir og fleira til að gera matinn „okkar“. Hér er brot af því besta fyrir þessa árstíð. Allar uppskriftirnar eru fyrir 4-6. Villisvepparisotto Lófafylli af þurrkuðum villisveppum. 2 msk. olía til steikingar. 2 msk. smjör. 1 laukur – fínt saxaður. nokkrar greinar ferskt timían. 350 gr risottohrísgrjón (skoluð). 1 dl hvítvín. 1 l sveppasoð (vatn og sveppakraftur ásamt hluta af sveppavatninu). 50-100 gr. parmesanostur. 2 msk. smjör. Salt, pipar og lófafylli af ferskri steinselju. Sveppirnir eru bleyttir upp í volgu vatni í ca klukkutíma, sveppirnir síðan sigtaðir frá og vatnið geymt, olía og smjör hitað í stórum potti og sveppirnir steiktir mjög vel eða þar til þeir verða stökkir. Lauknum bætt við og hann léttsteiktur og svo er grjónunum bætt við ásamt timían
og steikt í smástund. Mikilvægt er að öll grjónin séu hjúpuð af feitinni í pottinum. Hvítvíninu bætt við og látið suðuna koma upp. Síðan er sveppasoðinu bætt út í smátt og smátt og hrært vel í öðru hverju. Þetta ferli á að taka ca 30 mínútur. Þá ættu grjónin að vera orðin fullkomlega meyr. Smakkið til með salti og pipar. Að lokum er smá smjörklípu bætt við og ostinum. Skreytt með steinselju og borið fram með góðu brauði. Gæsasúpa 4 gæsalæri. Salt og pipar. 2 msk. olía. 2,5 dl hvítvín. 100 gr. sveppir. 20. gr. þurrkaðir villisveppir. 1 l villisoð (vatn og villikraftur). ½ dl brandy eða koníak. 1 dl púrtvín. 1 dl rjómi. 1 dl rjómi – til að þeyta. Villisveppir settir í vatn í klukkustund og vatnið síðan geymt. Lærin söltuð og pipruð og steikt í potti í olíunni og látin krauma í 3-4 mínútur. Saxaðir sveppirnir settir út í og steiktir með í 2 mínútur. Villisveppir settir út í og 2 dl af sveppavatn-
Matgæðingarnir Matarfjölskyldan í Krókavaði. Frá vinstri: Friðrika, Katrín, Karen, Eiríkur og Klara. inu bætt við. Brandý, púrtvíni og villisoði bætt við og látið sjóða í 90 mínútur við vægan hita. Takið lærin upp úr og skerið af beinunum, gætið þess að taka allar sinar frá. Kjötinu síðan bætt út í aftur og soðið í 10 mínútur til viðbótar. Síðan er allt maukað með töfrasprota og rjóma bætt við. Smakkið til með salti og pipar. Ef súpan er þunn má þykkja hana smávegis með sósujafnara. Súpan er svo borin fram með smá skvettu af léttþeyttum rjóma.
Henrietta og Gunnar næstu matgæðingar Friðrika Þórleifsdóttir og Eiríkur Stefánsson í Krókavaði 19, skora á Henriettu Gísladóttur og Guðjón Gunnarsson í Móvaði 29, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum gómsætar uppskriftir hennar í næsta Árbæjarblaði í nóvember.
Unaðsleg súkkulaðimús 300 gr. gott súkkulaði ( t.d. toblerone ) 2 eggþ 2 tsk. flórsykur. 4 dl þeyttur rjómi. Villt jarðaber, bláber eða hvaða ber sem hugurinn girnist.
ÁB-mynd PS
Saxið súkkulaðið létt og bræðið svo yfir vatnsbaði. Þeytið saman egg og flórsykur og hrærið varlega saman við súkkulaðið. Kælið lítillega og bætið síðan þeyttum rjóma við með sleif. Setjið í fallegar skálar og látið standa í kæli í 2-3
klst. Skreytið með fallegum berjum. Ef villt ber eru ekki til staðar er líka gott að nota t.d. hindber. Verði ykkur að góðu. Friðrika og Eiríkur
Íslandsbanki býður fyrstur íslenskra banka upp á snjallsímaforrit
Hafðu bankann með þér
Snjallsímaforrit „app“ er, eins og nafnið bendir til, forrit sem bætir eiginleikum við snjallsímann þinn. Með „appinu“ okkar getur þú tengst Netbankanum þínum í gegnum farsímann og nálgast margvíslega þjónustu. ¥ Yfirlit og staða reikninga ¥ Yfirlit og staða kreditkorta ¥ Millifærslur ¥ Myntbreyta og gengi gjaldmiðla ¥ Samband við þjónustuver ¥ Staðsetning útibúa og hraðbanka Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/farsiminn
Þú getur fengið „appið“ í símann á m.isb.is Skannaðu kóðann til að sækja „appið“ frítt í símann.