Arbaejarbladid 9.tbl 2011

Page 2

2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ár­bæj­ar­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Höfðabakki 3 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 113 (660 fyrirtæki).

Þetta eru frumteikningar af stúkubyggingunni sem verður án efa glæsileg.

Heimaleikir í Laugardal? Töluverðar líkur eru á því að lið Fylkis í Pepsídeild karla og kvenna þurfi að leika heimleiki sína næsta sumar á Laugardalsvelli. Ný reglugerð Knattspyrnusambands Íslands skildar félög í efstu deild til að bjóða upp á yfirbyggða stúku á heimavöllum sínum frá og með næsta sumri. Slík stúka á Fylkisvelli þarf að lágmarki að taka 1500 áhorfendur í sæti og vera yfirbyggð. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða fyrir Fylki. Ef þessi stúka verður ekki kominn á sinn stað næsta sumar þurfa lið Fylkis að leika heimaleiki sína á Laugardalsvelli næsta sumar, svo geðslegt sem það nú er. Eins og fram kemur í grein Björns Gíslasonar hér til hliðar á síðunni er verið að vinna í málinu af fullum krafti. Fylkismenn hafa þegar látið gera frumteikningar af stúkunni. Fylkismenn hafa farið fram á viðræður við borgaryfirvöld sem fyrst og verður fróðlegt að sjá hvað út úr þeim kemur. Líkast til er aðstaðan á Fylkisvelli sú lakasta hjá liðunum í efstu deild og fyrir margt löngu kominn tími á úrbætur. Aðstöðuleysið stendur félaginu fyrir þrifum og vonandi verður þess ekki langt að bíða að borgaryfirvöld átti sig á staðreynd málsins og taki myndarlega á málum varðandi Fylkissvæðið. Knattspyrnusumrinu er senn lokið og lið Fylkis virðist ætla að sigla lygnan sjó í gegnum mótið. Margir eru sáttir við frammistöðu liðsins en margir ungir og efnilegir leikmenn skipa liðið og eiga þeir vissulega framtíðina fyrir sér. Hrósa verður forráðamönnum Fylkis fyrir skynsamlega stjórn liðsins. Ekki hefur verið farið í leikmannakaup að ráði en hjá Fylki eins og öðrum félögum eru örugglega greidd alltof há laun til knattspyrnumanna miðað við getu þeirra. Því hefur áður verið lýst hér að greiða eigi leikmönnum laun samkvæmt þeirra getu og árangri umfram allt. Árangurstengja á allar greiðslur til leikmanna og allar sporslur til þeirra að vera því háðar hver frammistaðan á vellinum er. Nýleg dæmi gefa til kynna að víða sé illa stjórnað knattspyrnudeildum og stjórn Vals hefur til að mynda áhyggjur af framhaldinu. Ekki kannski að furða. Margir undruðust framgöngu Valsmanna varðandi leikmannakaup síðustu misserin og hafa þau litlum sem engum árangri skilað. Sannað er að best er að láta skynsemina ráða för og halda sig mest við heimaalið lið.

Framhlið stúkunnar sem þarf að lágmarki að taka 1500 manns í sæti.

Áhorfendastúka hjá Fylki? Mikið hefur verið rætt á meðal manna í Árbæjarhverfi um aðstöðumál áhorfenda við aðalknattspyrnuvöll Fylkis. Fylkir hefur mátt búa við það mörg undanfarin ár að vera með lélegustu aðstöðu fyrir áhorfendur af þeim félagsliðum sem spila í efstu deild KSÍ bæði í karla- og kvennaflokki. Nú er svo komið að Fylkir getur ekki spilað heimaleiki sína í efstu deild á Fylkisvelli á næsta kepnistímabili nema til komi yfirbyggð áhorfendastúka við aðalknattspyrnuvöll félagsins. Samkvæmt reglum KSÍ þarf að rísa yfirbyggð áhorfendastúka hjá liðum í efstu deild fyrir keppnistímabilið 2012 og hjá Fylki þarf hún að rúma að lágmarki 1500 manns í sæti. Fylkir hefur nú spilað samfellt í 12 ár í efstu deild karla sem er frábær árangur og einungis KR hefur verið lengur samfellt í deildinni eða 13 ár. Konurnar eru

búnar að vera samfellt í 6 ár í efstu deild sem er mjög góður árangur. Samþykkt deiliskipulag fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku liggur fyrir þar sem núverandi áhorfendapallar eru við aðalknattspyrnuvöll félagsins. Aðalstjórn Fylkis réðst snemmsumars í það að láta teikna stúkuna og stefnt er að því að byggingarnefndarteikningar verði tilbúnar í haust. Óskað hefur verið eftir viðræðum við borgaryfirvöld varðandi stúkubygginguna og við skulum vona að undirtektir verði jákvæðar þannig að Fylkir þurfi ekki að spila heimaleiki sína í Laugardalnum á næsta keppnistímabili. Vetrarstarfið Knattspyrnuvertíðinni er að ljúka með uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar 18. september og lokaballi knattspyrnudeildar 1. október í Fylkishöll.

Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Ár­bæj­ar­blaðs­ins

abl@skrautas.is Vonandi sitja áhorfendur á Fylkisleikjum í svona stúku næsta sumar.

Björn Gíslason, formaður Fylkis. Starfið í hinum hefðbundnu innanhússíþróttagreinum þ.e. blaki, fimleikum, handknattleik og karate er að hefjast af fullum krafti. Starfið hjá blakdeild og handknattleiksdeild hefur rýmkast mjög eftir að fimleikadeild og karatedeild fengu aðstöðuna í Fylkisseli í Norðlingaholti fyrir ári síðan. Það er gaman til þess að vita að mikil fjölgun iðkenda er hjá Fylki og eru um 1500 virkir iðkendur hjá félaginu. Að lokum vil ég benda foreldrum á frístundastrætó sem fer um hverfið en nánari upplýsingar um hann er hægt að nálgast á heimasíðu Fylkis www.fylkir.com eða hafa samband við afgreiðslu Fylkis í Fylkishöll. Björn Gíslason formaður Fylkis.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.