Page 1

Ár­bæj­ar­blað­ið ,$

#$-

5. tbl. 8. árg. 2010 maí

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ115 – 110 Rvk. Sími 567– 4200 Fax 567– 3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Ekta herrastofa Pantið tíma í síma

- tvær - vinkonur !" ! ! árangrinum # Ungar knattspyrnustelpur í Fylki náðu frábærum árangri á sterku móti nýverið, Mebamótinu. Á þessari mynd %sjást í%Fylki#fagna innilega en við segjum nánar frá þessu móti á bls. 14. '

Gjöfin fyrir vandláta veiðimenn 15 til 26 flugur í hverju boxi Gröfum nöfn veiðimanna á boxin

Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Árbæjarblaðið Ritstjórn og auglýsingar Höfðabakka 3 Sími 587-9500

Sjá nánar á Krafla.is - Sími 698-2844

PH Bón

511–1551

Húseigendur og Húsfélög ATH!

Ég er búin að opna bón- og þvottastöð í hverfinu þínu að Stangarhyl 3 (Samhjálparhúsinu)

Ódýr og góð þjónusta

PH Bón S: 660-8651

Hársnyrtistofa Op­ið­virka­daga 09-18­ Lokað­á­ laugardögum í­sumar

Höfð­abakka­1­ S.­587-7900


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ár­bæj­ar­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Höfðabakki 3 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur/Landsprent. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

Höfðabakki 3 Þegar þetta er skrifað er tveimur umferðum lokið í efstu deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Og eins og staðan er í dag er Fylkir í efsta sæti deildarinnar og sannarlega til alls líklegt í sumar ef fram heldur sem horfir. Fylkismenn náðu mjög góðum árangri í fyrra og virðast alls ekki vera með lakara lið í sumar. Þrátt fyrir brösótt gengi á æfingatímabilinu virðist liðið tilbúið í slaginn á réttum tíma undir styrkri stjórn Ólafs Þórðarsonar. Enn einu sinni kom í ljós að lið fá engin stig á Íslandsmótinu fyrir undirbúningstímabilið. Framtíðin er björt hjá Fylki. Ekki bara í knattspyrnunni heldur mörgum öðrum greinum, til dæmis fimleikum. Mesthúsið er að skipta sköpum og fimleikar eiga eftir að blómstra innan Fylkis á næstu árum, á því leikur enginn vafi. Mikið virðist vera framundan í aðstöðumálum Fylkis eins og kemur fram í Árbæjarblaðinu og komið hefur fram í blaðinu áður. Eins og sjá má á myndinni á síðunni hér til hliðar eru grasvellir skipulgðir á bökkum Elliðaánna og ekki í 100 metra fjarlægð frá ánni eins og reglur kveða á um. Um þessa staðsetningu verður aldrei einhugur og skynsamlegast fyrir Fylki að setja þessa grasvelli niður á öðrum stað sem einhugur ríkir um. Undirritaður hefur í áratugi verið áhugamaður um lífríki Elliðaánna og er enn. Og málið er einfalt að mínu mati, Elliðaárnar eiga alltaf að njóta vafans. Við hvetjum lesendur til að lesa grein formanns Fylkis hér til hliðar en þar kemur meðal annars fram að staðsetning grasvallanna sé félaginu ekkert heilög. Útgáfufyrirtæki okkar, Skrautás ehf. hefur nú opnað í nýju húsnæði að Höfðabaka 3 í Reykjavík. Um tíma vorum við til húsa í Bíldshöfða 14 en höfum nú flutt alla okkar starfsemi, Árbæjarblaðið, Grafarvogsblaðið, netverslunina Krafla.is og heildverslun okkar með veiðivörur, að Höfðabakka 3. Bjóðum við alla velkomna sem til okkar þurfa að leita. Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Ár­bæj­ar­blaðs­ins

abl@skrautas.is

Mynd af svæðinu, búið að teikna inn fyrirhugaðan grasvöll, stíg ofanvið hann sem er að mestu óbreyttur frá því sem nú er, mögulegan strandblakvöll sem að mestu er innan lóðar sundlaugarinnar, og nýjan stíg að honum frá Árbæjarlaug.

Æfingavellirnir á Brennuhól

Fylkir hefur um nokkurra ára skeið óskað eftir að fá litla æfingavelli á Brennuhól sem æfingasvæði fyrir yngstu iðkendur félagsins. Félagið hefur aðeins einn grasvöll til æfinga auk gervigrasvallarins og dugir það engan veginn til æfinga fyrir alla iðkendur félagsins. Síðasta sumar fékkst fjárveiting til að setja af stað hönnunarvinnu og var niðurstaða þeirrar vinnu að völlur færi best á svæði þar sem brennan var, neðarlega á Brennuhólssvæðinu, meðfram göngustíg sem liggur ofan Elliðaáa og heldur áfram niður með ánum neðan gervigrasvallarins. Völlur á þessum stað kostar lítið jarðrask, aðeins þarf að fjarlægja lítið eitt af efni austast á vellinum og jafna út. Trjágróður og stígar halda sér nánast óbreyttir og gert er ráð fyrir að sett verði röð trjáa meðfram göngustígnum. Þá er ekki farið inn á svæði sem minjavernd borgarinnar setur fyrirvara við að verði raskað, þó svo þar séu aðeins gamlar og niðurníddar kartöflugeymslur frá tíð fyrrum formanns Fylkis. Völlur á þessum stað er óneitanlega innan 100 metra frá Elliðaánum, en notkun hans er fyrst og fremst bundin við 2-3 mánuði yfir sumartímann og eins og fyrr segir hugsaður fyrir krakka á aldrinum 510 ára. Raunar má líta svo á að þarna sé fremur um fegrun umhverfisins að ræða en ágang á náttúruna, enda svæðið að hluta til fremur óásjálegt eftir notkun sem brennusvæði um mörg ár. Að undanförnu höfum við orðið var við andstöðu við þessi áform, einkum vegna nálægðarinnar við Elliðaárnar. Við töldum að Veiðimálastofnun setti sig ekki upp á móti þessari framkvæmd eftir að hafa skoðað vel hvað um var að ræða. Að ráði starfsmanna skipulags- og byggingarsviðs borgarinnar var ákveðið á fundi aðal-

stjórnar í apríl að óska eftir að þessari tillögu yrði fylgt eftir til að láta reyna á hvort veigamikil rök kæmu fram gegn henni. Okkur er þessi tiltekna staðsetning á svæðinu þó ekkert heilög. Til greina koma fleiri útfærslur, t.d. að nýta tiltölulega slétt svæði ofar á hólnum og inn á lóð sundlaugarinnar að hluta. Þar er þó erfiðara að ná jafn stórum velli nema með meira jarðraski og uppfyllingum og/eða að fara inn á svæði minjaverndar. Einnig kemur það í veg fyrir að þar verði hægt að setja strandblakvelli í tengslum við sundlaugina, sem er mjög skemmtileg hugmynd sem blakdeild félagsins hefur unnið við að fá í gegn. Knattspyrnuæfingar barna hjá Fylki hafa að hluta til farið fram á svokölluðu Hraunbæjargrasi. Það er svæði sem hefur þann annmarka að vera nálægt þungum umferðargötum og þurfa krakkar að fara yfir bæði Rofabæ og Hraunbæ til að komast þangað. Nú nýlega lenti stúlka í 6.

flokki sem var á leið á æfingu á Hraunbæjargrasi fyrir bíl þegar hún var að hjóla yfir Hraunbæinn á leið á æfingu. Mildi er að hún slasaðist ekki alvarlega, en í kjölfarið var ákveðið að hætta við æfingar þetta ungra iðkenda á Hraunbæjargrasinu. Íþróttasvæði Fylkis í Lautinni er nokkuð aðþrengt og ekki miklir möguleikar til stækkunar. Sú ósk Fylkis að fá litla æfingavelli á Brennuhól er sú leið sem við teljum skynsamlegasta til að bæta æfingaaðstöðu yngstu iðkenda félagsins. Við óskum því eftir að menn kynni sér vel hversu litla framkvæmd þarna er um að ræða, sem trauðla verður séð að hafi neikvæð áhrif á lífríki Elliðaárdalsins, áður en þeir leggjast í mikil mótmæli gegn þessum áformum. Við Fylkismenn erum ekki að ásælast svæðið í einhverju eiginhagsmunapoti, heldur fyrst og fremst að vinna að hag barnanna okkar. Karl Sigurðsson, formaður Fylkis.

Hluti þess svæðis sem fer undir fyrirhugað æfingasvæði fyrir yngstu iðkendur Fylkis, þetta er sá hluti þar sem brennan var, en að stærstum hluta til er um náttúrulega móa að ræða.


Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri

Kæru íbúar - það eru mikilvæg verkefni framundan Íbúar Árbæjar, Norðlingaholts, Grafarholts og Úlfarsárdals vita hversu miklu máli skiptir að Reykjavíkurborg sé vel rekin. Við verðum að standa áfram vörð um grunnþjónustuna í borginni, þannig að skattar verði ekki hækkaðir og gjöld verði áfram með þeim lægstu á landinu. Næstu 4 ár eru mikilvæg. Leggjum aukna áherslu á nærumhverfi okkar og aukum áhrif íbúa með kosningu þeirra í hverfisráð, atkvæðagreiðslu um forgangsröðun í fjárhagsáætlun og með beinni aðkomu að ákvarðanatöku.

Vinnum saman í Reykjavík

Aðstaða fyrir íþróttir og tómstundir stórbatnar með tilkomu íþróttahúss í Norðlingaholti haustið 2010, þar sem bæði verða íþróttasalir og aðstaða fyrir börn og unglinga í hverfinu. Langþráðir sparkvellir hafa verið settir upp við Árbæjarskóla og Ártúnsskóla á kjörtímabilinu, auk sparkvallanna sem fyrir eru í Grafarholti. Grasæfingasvæði var gert í Leirdal, sem verður stækkað og lagfært í sumar. Sæmundarskóli byggður og tekinn í notkun í áföngum árin 2009–2011. Nýbygging Norðlingaskóla byggð og tekin í notkun í áföngum 2010–2012. Samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili byggður í Úlfarsárdal, og tekinn í notkun í haust. Uppbygging Grafarholts, Norðlingaholts og Úlfarsárdals heldur áfram með lagningu göngustíga, aukinni lýsingu og betri útivistarsvæðum. Auk fjölda annarra mála. Mörg spennandi verkefni bíða okkar á næsta kjörtímabili og ég hlakka til að vinna þau í nánu samráði við íbúa þessara góðu hverfa. Vinnum saman fyrir Reykjavík!

Á kjörtímabilinu hafa nokkur mikilvæg mál komist í höfn í ykkar hverfi. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri

xd.is/reykjavik


4

Matur

Humarhalar, lambafillet og súkkulaðipottakaka - að hætti Ásgeirs og Ágústu

Ásgeir Þór Erlendsson og Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir, Vallarási 1, eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Girnilegar uppskriftir þeirra fara hér á eftir. Núna er að koma sumar og því tilvalið að notast við grillið við eldamennskuna.

Hvítlauksristaðir humarhalar í forrétt 10 stórir humarhalar. 2 msk. hvítlauksmauk.

1 msk. olía. 1 msk. smjör. Byrja á að hreinsa halana. Hræra svo saman hvítlauksmaukinu og olíunni og pensla á halana Grilla þá við vægan hita á grillinu í svona 3 mín. Mjög gott er að vera með ristað brauð með smá hvítlaukssmjöri með.

Lambafillet og kartöflugratín í aðalrétt 4 góðir bitar af lambafillet með fiturönd.

Árbæjarblaðið

#

Matgæðingarnir Ásgeir Þór Erlendsson og Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir ásamt dætrunum sem eru Kolbrún Kara Pálmadóttir 10 ára og Katrín Klára Ásgeirsdóttir 2 ára. ÁB-mynd PS Best á lambið krydd. 20 miðlungsstórar kartöflur. Maarud salt og piparsnakk. 1/2 dl matarolía. Timían og Rósmarín. Einfalt og gott er að grilla lambafillet svona þegar sumarið er gengið í garð. Byrjið á að skera aðeins í fituröndina á nokkrum stöðum skáhalt yfir. Kryddið svo með Bezt á lambið.

Byrja á því að loka kjötinu á grillinu og leyfa fitunni að snúa niður í smá stund. Passa samt að kveikja ekki í neinu. Best er að grilla kjötið við lágan hita. Takið kartöflurnar og brytjið niður í litla teninga. Myljið Maarud snakkið þannig það sé botnfylli í eldföstu móti. Setjið kartöfluteningana samanvið og svona 1/2 dl af olíu yfir. Kryddið með rósmarín og timían. Blandið rifnum osti samanvið og setjið inn í ofn á 200°C í

þetta er farið að líta út eins og deig. Eggjunum má sleppa en þá verður að setja örlítið meira af grænmetinu í staðinn. Við notumst við Saladmaster pott sem kökuform. Smyrjum hann og setjum deigið í. Settur á helluna á lægsta hita og látið malla. Annars inn í ofn á lágan hita 175°C og fylgst vel með í um það bil 25-30 mínútur.

Helgi og Svanhvít eru næstu matgæðingar Ásgeir Þór Erlendsson og Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir, Vallarási 1, skora á Helga Ólafsson og Svanhvíti Ósk Jónsdóttur, Skógarási 1, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum gómsætar uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 10. júní. svona 20-30 mín eða þangað til kartöflurnar eru byrjaðar að stökna að utan og orðnar eldaðar í gegn.

Súkkulaðipottakaka í eftirrétt

%- 2% 0 ,% % ) 3 ! "" # #"(% %0 (! "0 " ) 3 ! "" - #+ " $$ - *** % &

1 Betty Crocker súkkulaðikökuduft. 1/5 hvítkálshaus. 1 stór gulrót. Smá bútur af kúrbít eða avocato. 1/2 grænt epli. 2 egg. 1 plötu suðusúkkulaði. Rífa þarf grænmetið niður með rifjárni í skál. Hafa það svona meðalgróft. Blandið svo saman við kökuduftinu og eggjunum og hrærið þangað til að

Passa að þurrka rakann innan úr lokinu við og við. Þegar kakan er farin að þorna vel ofan á þá er hún tilbúin. Potturinn hristur til að losa kökuna og henni hvolft á disk. Plata af suðusúkkulaði sett ofan á og látin bráðna. Súkkulaðið smurt á kökuna þegar það er orðið bráðnað. Ljúffeng og holl súkkulaðikaka að hætti hússins. Þessi kaka hentar rosalega vel fyrir þá sem eru með eggja - og eða mjólkuróþol. Verði ykkur að góðu, Ásgeir Þór og Ágústa Nellý

Hjólhýsi - Fellihýsi - Aftanívagnar Allar almennar viðgerðir og viðhald. Standsetning fyrir sumarið. Skilum vagninum skoðuðum, ef óskað er. Verið klár fyrir sumarið.

Sími 555 6670 - www.velras.is Rauðhellu 16 - Vagnhöfða 5


Vekjum Reykjavík!

tum krossgö á ú n r stendu ákveða Þjóðin verðum að fna. og við ð viljum ste i ysinu hvert v gn at vinnule di an ge oman Barát t sta málið í k stefna a la er brýn . At vinnumá javík yk m e u kosning ingarinnar í R g sem g lk Samfy aðar fullt pla t til is n er met ægt að kom v il . ik er m væmda Mér líst framk , vel á að arsson s m út fyrir r Gunn bands Ísland u d n boxið til enn hugsi u m m ð a u s r G a að skap at vinnu fiðnað a ný tæ ður Ra forma er án vin kifæri. Fólk sem nu á krö fu á því allt sé g að ert til a ð skapa þ at vinnu v í sem fyr st. Margré

KJÓSUM MEIRI KRAFT OG ÖRUGGA ATVINNU Atvinnulausir Reykvíkingar hafa aldrei verið fleiri. Samfylkingin sættir sig ekki við það. Borgin þarf að vakna, taka forystu og beita öllu afli til að minnka atvinnuleysið og flýta endurreisninni. Samfylkingin vill binda enda á aðgerðaleysið og hrinda markvissum og mikilvægum aðgerðum í framkvæmd. 1. 2. 3. 4. 5.

Átak í nýsköpun og nýtingu á tómu húsnæði Endurnýjun í eldri hverfum og efling innviða Samstillt vaxtarátak á öllu höfuðborgarsvæðinu Tvöföldun viðhalds og auknar verklegar framkvæmdir Vaxtarátak í græna geiranum

framkv t Kristmannsd æm ót Samtak dastjóri og fo tir, a verslu r nar og þ maður jónustu

Atvinnuleysi getur valdið miklu andlegu tjóni. Það er mikilvægt að liðsinna fólki í atvinnuleit betur og hlúa að félagslegri virkni.

KJÓSUM OKKAR FÓLK

Kynntu þér aðgerðaráætlun okkar á xsreykjavik.is

Vissir þú að Dagur, Oddný og Björk eru öll uppalin í Árbænum? ábær ur er fr i g in n m sa nd Vaxtar d fyrir skapa ga n y le m a g n hu san r em svo inn af s , r a in gre verða e eru að lpum íslensks stó mát tar innulífs. at v

Björk

Oddný

son, Sigurðs Hilmar iðandi og f. framle tjóri CAOZ h s a d m æ framkv

Dagur Bjarni

KOMUM VINNUFÚSUM HÖNDUM TIL STARFA. KJÓSUM SAMFYLKINGUNA!

Hjálmar


6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiðir lista Sjálfstæðisflokksins:

Vinnum saman í Árbæ Hanna Birna Kristjánsdóttir er borgarstjóri og oddviti lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún er 43 ára gömul, stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í alþjóðalegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. Hanna Birna tók sæti í borgarstjórn árið 2002 og tók við embætti borgarstjóra árið 2008. Eiginmaður hennar er Vilhjálmur Jens Árnason heimspekingur og eiga þau tvær dætur, Aðalheiði 11 ára og Theódóru Guðnýju 5 ára. Árbæjarblaðið ræddi við Hönnu um borgarmálin og þýðingu Árbæjar og nærliggjandi hverfa í Reykjavíkurborg. - Hvaða áherslur hefur borgarstjóri haft í Árbæ og nærliggjandi hverfum? ,,Árbærinn er að mörgu leyti einstakt hverfi í borginni. Lengi vel og að vissu leyti enn, er Árbær eins og bær í borg ég hef alltaf skynjað sérstöðu hverfisins sterkt enda sat ég í hverfisráði Árbæjar og hef átt hér margar góðar stundir. Við höfum á liðnu kjörtímabili staðið fyrir markvissri uppbyggingu í skólamálum og íþrótta- og útivistaraðstöðu. Til dæmis má nefna að við höfum lagt tvo sparkvelli, byggt við Rofaborg og endurgert lóðina, reist nýjan leikskóla í Norðlingaholti og hafið byggingu grunnskólans sem verður tekinn í notkun í haust. Þá höfum við bæði fegrað og bætt umhverfið og gert átak í gerð gönguleiða. Síðast en ekki síst höfum við, með tilkomu íþróttahúss í Norðlingaholti núna í haust stórbætt frístundaaðstöðu barna og ungmenna og aðstöðu fimleika- og karatedeildar Fylkis. Við setjum fjölskyldurnar í borginni í forgang og við ætlum að standa vörð um grunnþjónustu, menntun og lífsgæði

barna í Árbænum eins og í öðrum hverfum.”

Við viljum auka áhrif íbúa - Hver er sérstaða Árbæjar í Reykjavík? ,,Nýlega var haldinn sérstakur hverfafundur fyrir íbúa Árbæjar þar sem ég fann mikla ánægju með þá auknu áherslu á nærumhverfið sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa talað fyrir. Eins og ég sagði þá er Árbær einskonar bær í borg sem nýtur þess besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Yfir hverfinu er ákveðinn bæjarbragur og þægileg nánd milli íbúa. Árbærinn er líka sérstaklega fjölskylduvænn og heillandi og það er stutt í þjónustu. Ég fann vel fyrir samheldni íbúanna í Árbæ þegar ég gekk hér hús úr húsi og dreifði tímariti okkar sjálfstæðismanna um Reykjavík. Við höfum í borgarstjórn innleitt ný vinnubrögð um samvinnu og aukna sátt. Ég tel að Árbæingar eins og aðrir borgarbúar séu hrifnir af þeim vinnubrögðum. Ég finn fyrir því að þeir hafa áhuga á að móta framtíð hverfisins. Við viljum auka áhrif íbúa með kosningu þeirra í hverfisráð, atkvæðagreiðslu um forgangsröðun í fjárhagsáætlun og með beinni aðkomu að ákvarðanatöku. Þannig vinnum við saman að því að byggja upp betra samfélag í Árbæ.” - Hvaða finnst þér um eflingu íbúalýðræðisins? ,,Á kjörtímabilinu hefur Reykjavíkurborg lagt sérstaka áherslu á að efla íbúalýðræðið. Það er mikilvægt að íbúar hverfanna hafa áhrif á uppbyggingu og forgangsröðun í eigin hverfi enda þekkja þeir hverfin sín betur en embættismenn og borgarfulltrúar. Ég hef lagt til að íbúar fái að kjósa fulltrúa sína í hverfisráðin beinni kosn-

Hanna Birna borgarstjóri við opnun sparkvallar í Árbæjarhverfi.

ingu og að íbúarnir fái síðan aukin völd með atkvæðagreiðslu um forgangsröðun fjármuna til viðhalds og framkvæmda í eigin hverfum og með beinni ákvarðanatöku. Við gerðum tilraun með þetta með íbúakosningunni í desember á síðasta ári, sem heppnaðist vel en ég vil að á næsta kjörtímabili tökum við skrefið miklu lengra.”

arrekstrinum og aukin samvinna og sátt sköpum. Lykillinn að góðum árangri er festa í fjármálastjórn og aðhald í útgjöldum. Í öðru lagi höfum við séð að það er hægt að ná árangri eins og hallalausum borgarsjóði en standa um leið með borgarbúum og tryggja að álögur á borgarbúa hækki ekki. Ef við höldum sköttum og gjöldum í lágmarki þá verður auðveldara fyrir almenning og

Hanna Birna gengur í hús í Árbæjarhverfi og dreifir nýju tímariti Sjálfstæðisflokksins um Reykjavík.

Lykill að góðum árangri er festa í fjármálum og aðhald í útgjöldum - Nú er borgarsjóður rekinn án halla hvaða þýðingu hefur það fyrir borgarbúa? ,,Með efnahagsástandið eins og það er, verðum við að hafa tvennt í huga. Í fyrsta lagi þá skiptir stöðugleiki í borg-

fyrirtæki að vinna sig út úr kreppunni. Þú hefur talað um að farsælast væri að allir flokkar ynnu saman í Reykjavík að loknum kosningum, einhvers konar „þjóðstjórn“ í borgarstjórn. Hvernig sérðu það stjórnarfyrirkomulag fyrir þér? Við þær aðstæður sem nú ríkja er nauðsynlegt að við horfum fyrst á það sem sameinar okkur í stað þess að einblína á sundrung og átök. Þegar aðstæður breytast verðum við að hafa kjark til að spyrja gagnrýninna spurninga og breyta stjórnmálunum. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins völdum okkur því einkunnarorðin „Vinnum saman í Reykjavík“ fyrir komandi kosningar. Þau vísa til þeirra nýju vinnubragða sem við höfum innleitt í borgarstjórn um aukið samráð og samstarf. Þau vinnubrögð hafa sannað gildi sitt í farsælum lausnum og sparnaði fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Þær hugmyndir sem ég hef nefnt tengjast engu öðru en þeirri einlægu trú minni að við þurfum að taka lýðræðið á annan stað og efla það. Með því að taka upp aukið samstarf allra flokka vil ég tryggja að vilji kjósenda í kosningum sé hafður meira að leiðarljósi. Ég vil að fólk fái tækifæri til að hafa meiri áhrif og það gerist ef við brjótum þá múra sem hafa verið í gildi. Það er ekki lýðræðislegt þegar næstum helmingi borgarfulltrúa er haldið fyrir utan allt of margar ákvarðanir.

Slíkt fyrirkomulag er ekki í þágu borgarbúa, heldur miklu frekar í þágu hefða og viðtekinna hugmynda stjórnmálaflokka um valdahlutföll milli meirihluta og minnihluta. Við eigum að nýta krafta allra, bæði minnihluta og meirihluta, til að byggja upp enn betri og sterkari borg.”

Reykjavíkurborg þarf að skapa fyrirtækjum góð skilyrði með því að halda sköttum og gjöldum í lágmarki og öflugri þjónustu - Hvað með atvinnuástandið? Nú er atvinnuástandið á landinu öllu erfitt og kannski ekki margt til ráða fyrir borgina. Hvernig sérðu fyrir þér borgina takast á við atvinnumálin? ,,Það besta sem við getum gert er að að auðvelda fyrirtækjum og frumkvöðlum að starfa í Reykjavík. Það gerum við með því að halda sköttum og gjöldum í lágmarki og með því að Reykjavíkurborg skapi fyrirtækjum góð skilyrði með öflugri þjónustu. Því til viðbótar gengur Reykjavíkurborg rösklega til ýmissa framkvæmda sem þörf er á. Bara á þessu ári framkvæmir borgarsamstæðan fyrir 26 milljarða, sem er mun meira en það sem ríkisstjórnin leggur til verklegra framkvæmda. Fyrir námsmenn leggjum við 150 milljónir í atvinnuátaksverkefni í sumar. Einnig vil ég nefna að í nóvember 2008 skipuðum við atvinnumálahóp, sem starfaði undir aðgerðahópi borgarráðs um fjármál Reykjavíkurborgar, til að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi, leiddi þá vinnu en Oddný Sturludóttir tók síðan við af henni. Starfshópurinn lagði fram skýrslur með 12 tillögum sem við vinnum eftir. Bæði til að fækka atvinnulausum og til að gera þeim sem eru atvinnulausir lífið bærilegra. Aðalmálið er samt að við verðum að skapa lífvænleg rekstraskilyrði fyrir fyrirtæki svo við getum unnið okkur út úr kreppunni.” - Um hvað snúast kosningarnar í vor? ,,Þær snúast um Reykjavík og framtíðina. Nú verða kjósendur að spyrja sig hvað þeir vilja í nánustu framtíð. Ég finn að kjósendur í Reykjavík vilja áframhaldandi stöðugleika, samvinnu og uppbyggingu án þess að hækka skatta. Það kreppir víða að og við ætlum ekki að hækka skatta á Reykvíkinga og viljum halda gjaldskrám fyrir grunnþjónustu áfram með þeim lægstu á landinu. Árangurinn af styrkri fjármálastjórn Reykjavíkur nýtist öllum borgarbúum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta kjörtímabil skiptir máli og það skiptir máli að allir vinni saman að sameiginlegum markmiðum. Ég vil að við vinnum saman að því að gera góða borg betri og góð hverfi enn betri.”


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Dagur B. Eggertsson er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík:

Reykjavík er aflið út úr kreppunni - borgin þarf að taka forystu Hann er fótboltakappi úr Árbænum. Hann er læknir en til þjónustu reiðbúinn fyrir alla Reykvíkinga óháð heilsufari. Hann á eiginkonu og þrjú börn sem hafa þó ekki erft liðuðu hárlokkana frá honum. Sumir hafa séð myndir af honum með svuntu í eldhúsinu eða yfir vöfflujárnum heima hjá sér á menningarnótt en sennilega fleiri af vettvangi stjórnmálanna. Hann er borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og heitir Dagur B. Eggertsson. Pólitík hins daglega lífs Að mati Dags snúast kosningarnar í vor um pólitík hins daglega lífs. „Að allir hafi vinnu, vel sé búið að börnunum okkar og að borgin tryggi öryggi íbúa og velferð. Val kjósenda í vor stendur á milli stjórnmála afskiptaleysis sem kristallast í stefnu Sjálfstæðisflokksins um að bíða af sér kreppuna. Það er hugmyndafræðin sem brást. Hinn valkosturinn er að stjórna borginni í anda klassískrar jafnaðarstefnu og beita borginni af öllu afli gegn kreppunni. Við þurfum vinnu, við þurfum velferð og við þurfum öryggi. Það er hlutverk

þróun fjármála Reykjavíkurborgar nokkur ár fram í tímann. Staðan er einfaldlega þannig að það er skynsamlegt fyrir borgina að taka lán til að fara í mannaflsfrek viðhaldsverkefni, það er skynsamlegt fyrir borgina að vinna með ferðaþjónustunni til að auka ferðamannastrauminn, það er skynsamlegt fyrir borgina að vinna með kvikmyndagerðarfólki og athuga hvort hægt sé að koma hingað fleiri erlendum verkefnum. Það er skynsamlegt fyrir borgina að vinna með öllum sem geta hjálpað Reykjavík hraðar af stað vegna þess að tekjur borgarinnar byggja á því að fólk hafi vinnu – og flytji ekki úr landi. Atvinnan er undirstaðan fyrir velferðina og skólana svo fátt eitt sé nefnt og auðvitað fyrir okkur sjálf. Við eigum ekki að þola atvinnuleysi.“ Ódýrari frístundir fyrir börn og fjölskyldur En er ekki borin von að komast í gegnum kreppuna án þess að hún bitni á börnum? Eruð þið með einhverjar tillögur í því? „Góðir skólar og örugg afkoma fjöl-

stefnt að almennari og meiri þátttöku á verði sem fleiri ráða við. Sérstaklega verði hugað að úrræðum þeirra sem búa við þröngan fjárhag heima fyrir. Í samvinnu við foreldra og forystu þeirra sem fyrir starfseminni standa verði horft til kostnaðar vegna æfingagjalda, fjölda æfinga og kennslustunda, hóptíma í stað einkakennslu þar sem því verður við komið auk útgjalda vegna ýmis konar fatnaðar, búnaðar og ferðalaga. Í hverju hverfi og hverjum skóla verði jafnframt hugað að leiðum til að frístundir verði hluti af samfelldum skóladegi þannig að dregið verði úr þörf fyrir dýrt skutl foreldra. Forgangsröðum í þágu þeirra sem verst standa Lágmarks framfærslan er í dag 125 þúsund. Er hægt að velja skýran valkost í borgarstjórnarkosningunum sem tekur afstöðu til fátæktar?

aðgerðir varðandi börnin. Börnin mega ekki undir nokkrum kringumstæðum verða útundan. Þegar þrengir að hjá heimilum er ákveðin hætta á því að fjölskyldur, sérstaklega börn, verði einfaldlega útundan fái þau ekki tækifæri sem við vitum að allir þurfa að fá til þess að vera fullgildir einstaklingar“.

og sérstöku húsaleigubæturnar. Með öðrum orðum þá skiptir það afar miklu máli hvort við getum flýtt því að komast út úr kreppunni um eitt til tvö ár. Það er mögulegt með því að Reykjavíkurborg taki mun virkari þátt í því að hraða fyrir uppbyggingunni og vextinum í þeim greinum sem eru tilbúnar að vaxa“.

Skýr munur á flokkum Eru Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar í borgarstjórn ekki sammála um þetta? „Við samþykkt síðustu fjárhagsáætlunar og þeirrar þarsíðustu þurftum við í Samfylkingunni að taka mjög harðan slag

Ertu ekki að lofa upp í ermina á þér þegar þú talar um að laga atvinnumálin og jafnvel auka hagvöxt í Reykjavík? Þetta eru mál sem snúa miklu meira að stjórnarráðinu en borginni? „Nei, baráttan við að efla atvinnunna er okkar allra og borgin hefur bæði ríku hlutverki að gegna og getur gert miklu betur. Ég hitti forsvarsmenn tíu helstu ferðaþjónustufyrirtækja í Reykjavík á fundi fyrir nokkru, og þau sögðu einum rómi, er ekki eitthvað skrýtið í núverandi ástandi að á síðasta ári dró Reykjavíkurborg sig út úr tveimur stærstu ferðakaupstefnunum sem skipta máli til þess að kynna borgina og ferðaþjónustu í Reykjavík fyrir aðilum úti í hinum stóra heimi? Er ekki einkennilegt að það er ekki ennþá hægt að bóka ráðstefnur í tónlistarhúsi sem á að opna eftir ár? Þau sögðust jafnframt vera tilbúin til þess að koma sterkar inn í samstarf um markaðssetningu á Reykjavík ef borgin opnar kynningarmál sín fyrir auknu samstarfi við fyrirtækin í greininni. Við viljum svara þessu kalli og það er í okkar stefnuskrá“.

„Við þurfum vinnu, við þurfum velferð og við þurfum öryggi“ borgarstjórnar að vinna að þessu þrennu. Og það er hægt. Reykjavík hefur verið mótor og miðjan í efnahags- og atvinnulífi Íslendinga í 100 ár. Einungis eftir að frjálshyggjan ruddi sér til rúms er farið að setja spurningarmerki við það hvort Reykjavík hafi einhverju hlutverki að gegna í mótun atvinnulífs á Íslandi. Við verðum að tryggja að Reykjavíkurborg haldi ekki að sér höndum og hætti með framkvæmdir eða uppbyggilegt samstarf í atvinnumálum. Viðhaldsverkefni eru einmitt góð til þess að halda uppi vinnu í kreppu. Þau hefur meirihlutinn því miður skorið inn að beini.“ Réttlætanlegt að taka lán Í því samhengi er vert að spyrja, er réttlætanlegt að taka lán fyrir viðhaldi og framkvæmdum? „Já, tvímælalaust. Þetta er klassísk spurning í kreppu. Er réttlætanlegt að taka lán til þess að halda uppi atvinnustigi, til þess að fara í verkefni sem skapa atvinnu og tekjur fyrir sveitarfélagið. Við í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar erum búin að fara mjög vel yfir þetta og horft á

skyldnanna er auðvitað það sem mestu máli skiptir í lífi barna. Það skiptir líka ótrúlega miklu að öll börn sem á annað borð hafa áhuga geti stundað íþróttir, kynnst listum og verið með jafnöldrum sínum í skipulögðu frístundastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á þessi málefni barna og ungmenna á kjörtímabilinu og tvívegis með stuttu millibili lagt fram tillögur í borgarstjórn um leiðir til að gera frístundir ódýrari fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við vitum af reynslu Finna og fleiri að krepputímar geta bitnað illa á börnum og í raun búið til tvær þjóðir í landinu. Það má ekki gerast. Við lítum á það sem samstarfverkefni alls samfélagsins að standa vörð um jöfn tækifæri allra barna.” Samstarf er rétta leiðin Tillaga Samfylkingarinnar var þess efnis að gengið yrði til viðræðna við íþróttafélög, æskulýðssamtök, tónlistar- og listaskóla og aðra aðila sem sinna uppbyggilegu frístundastarfi í Reykjavík. Markmið viðræðnanna verði að lækka kostnað fjölskyldna og einfalda aðgengi að íþróttum, frístundum og listnámi. Þannig verði

„Eftir sigurleik í úrslitum Reykjavíkurmótsins með Gunnari Þór Péturssyni. Árið er 1982 og liðið er auðvitað Fylkir“.

Dagur med Ragnheiði Huldu sex ára og Eggerti átta mánaða.

„ ...hvert einasta prósent í atvinnuleysi kostar borgina 1 milljarð á ári“ „Já, við í Samfylkingunni viljum hækka þessi viðmiðunarmörk. Þau eru undir ásættanlegum mörkum að okkar mati. Þessi tillaga er hluti af því að forgangsraða í þágu þeirra sem verst standa.Við verðum að horfast í augu við það að fátækt er að skjóta rótum á Íslandi. En við eigum ekki að sætta okkur við það. Mér finnst ekki koma til greina að sitja bara í ráðhúsinu og horfa á raðirnar hjá mæðrastyrksnefnd og fjölskylduhjálpinni lengjast. Það hvernig við komum fram við þá sem hafa það verst er mælikvarði á það hvernig við stöndum okkur sem samfélag.“ En hvaðan ætlar þú að taka þessa peninga? „Borgin er auðvitað sterk og peningarnir eru ekki endalausir. Það þýðir að við þurfum að forgangsraða í þágu þessa fólks. Þegar stór réttlætismál eru annars vegar hefur viðkvæðið oft verið að það sé mjög flókið að hrinda þeim í framkvæmd. Það er alveg rétt en viljinn verður að vera það fyrsta. Við eigum því að byrja á því að hækka þessa lágmarksframfærslu í 160 þúsund krónur með hliðsjón af framfærsluviðmiðum Hagstofunnar. Í framhaldi af því þarf að fara í sérstakar

varðandi lágmarksframfærsluna. Úr 100 þúsund í 116 þúsund og loks í 125 þúsund. Sá slagur var eins harður og þeir geta orðið í borgarpólitíkinni. Þetta var einmitt mál þar sem munurinn á flokkunum verður ofsalega skýr. Á sama hátt mun reyna á það á næstu árum hverjum er best treystandi til að forgangsraða í þágu skóla og barna. Þar geta borgarbúar treyst Samfylkingunni á meðan aðrir leggja áherslu á að fjölga golfvöllum. Eins ágætt og golf er verða slíkar framkvæmdir að bíða þar til við erum komin út úr kreppunni.” Hlutverk borgarinnar er að taka forystu En hvar á þá að skera niður í staðinn? Skera flokkar niður í leik- og grunnskólum ef þeir þurfa þess ekki nauðsynlega? „Þetta snertir einmitt atvinnuna. Í fjármálum Reykjavíkurborgar næstu árin skiptir mestu máli hversu hratt okkur tekst að vinna á atvinnuleysinu. Núna er 11% atvinnuleysi í Reykjavík og hvert einasta prósent í atvinnuleysi kostar borgina 1 milljarð á ári. Þetta eru augljóslega gríðarlega miklir peningar, 1 milljarður er miklu meira en þarf til þess að hækka lágmarksframfærsluna í 160 þúsund krónur, þegar við erum að tala um framfærslugrunninn

Vonin og valið í vor „Síðast en ekki síst er það hlutverk Reykjavíkur og borgarstjóra að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn einsog gott hverfi byggir á okkur sjálfum. Ég held að allir Reykvíkingar gætu lært mikið af fyrstu árum Árbæjarhverfis þar sem hverfisbúar byggðu sér gott líf, nánast með eigin höndum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni“, segir Dagur. „Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn.“


11

Fréttir

Árbæjarblaðið

Sumardagurinn fyrsti Sumardagurinn fyrsti hjá Skátafélaginu Árbúum var haldinn með pompi og prakt þann 22. apríl. Dagurinn var tekinn snemma hjá skátunum í félaginu sem eru á aldrinum 8 ára og upp úr. 65 skátar á öllum aldri komu saman síðasta vetrardag og gerðu sér góða kvöldstund saman á svo kölluðum Hristingi sem hefur verið haldinn um það bil einu sinni í mánuði síðast liðin tvö ár. Á honum var Sumardagurinn fyrsti undirbúinn. Meðal þeirra verkefna sem krakkarnir fengust við var að súrra þrautabraut fyrir utan húsið og skreyta skátaheimilið og að sjálfsögðu var haldin kvöldvaka þar sem var sungið dátt og hlegið að skemmtiatriðum. Næsta morgun var vaknað snemma og héldu allir af stað í skrúðgöngu við Árbæjarsafn, þar sem Árbúar leiddu gönguna með fánasveit. Næst var farið í messu í Árbæjarkirkju og klukkan eitt hófst fjölbreytt dagskrá við Skátaheimilið í Hraunbæ 123. Meðal þess sem var í boði var súrruð þrautabraut, flyfox, kaffisala, útieldun, klifur og póstaleikur um heimilið, sem gaf möguleika á veglegum vinningum, ef öllu var rétt svarað.

Sæunn Rós Ríkharðsdóttir, 10 ára, vann póstaleikinn í sínum aldursflokki.. Skátarnir sáu um að leiða skrúðgönguna að venju.

Lilja Dís Hauksdóttir, 8 ára, vann eina önn í skátastarfinu 2010.

Það var gott að ylja sér við heit kolin. Það var ágætt að hafa pabba með og fá frá honum góð ráð.

Þessar vinkonur skemmtu sér vel.

Þessar stelpur voru einbeittar er þær tóku þátt í póstaleiknum.

Skátarnir léku stórt hlutverk á sumardaginn fyrsta.

Hulda Björk Gunnarsdóttir, 8 ára, vann til verðlauna í póstaleiknum.

Þessar litlu ,,klifurmýs” stóðu sig vel.

Grunnskólar fá mynddiska að gjöf frá Úlfari í Grafarholti Nú í byrjun maí eru skólar landsins að fá senda tvo mynddiska að gjöf. Myndefnið er kennsluefni gegn einelti og til stuðnings hvers konar forvarnarstarfi í skólum. Það er að frumkvæði Lionsklúbbsins Úlfars í Grafarholti, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Lionshreyfingarinnar, Námsgagnastofnunar og Liðsmanna Jerico sem öllum grunnskólum er send þessi gjöf. Innihald diskanna er kaflaskipt þannig að auðvelt er að velja það efni sem við á hverju sinni en efnið er alls 112 mínútur að lengd. Á öðrum diskinum er leikin kvikmynd byggð á sögu Iðunnar Steinsdóttur í leikstjórn Sigurðar Inga Ásgeirssonar. Það efni er gefið út af Námsgagnastofnun og sá Lionsklúbburinn um fjölföldun og dreifingu. Á hinum diskinum er viðbótarefni um einelti og alvarlegar afleiðingar þess. Þar er að finna viðtal við móður þolanda eineltis, reynslusögur þolanda og geranda eineltis, viðtöl við börn, viðtal við fagaðila og tónlistarmyndband sem tengist þessu málefni með sterkum hætti. Viðbótarefnið er unnið í nánu samstarfi við Ingibjör-

gu Baldursdóttur sem hefur verið ötul baráttukona gegn einelti og er stofnandi baráttusamtakanna Liðsmenn Jerico. Einnig lagði Sjónvarpið til efni úr Kastljósi þar sem rætt er við fólk um reynslu þess af einelti og afleiðingum þess. Liðsmenn Jerico eru nú með umráð þess efnis og sjá um frekari dreifingu þess ef þörf er á. Lionsklúbburinn Úlfar í Grafarholti hefur þegið styrk frá Reykjavíkurborg og úr Hjálparsjóði Lionshreyfingarinnar til að vinna þetta efni og koma því til skólanna. Einnig hafa Námsgagnastofnun og Sjónvarpið lagt verkefninu lið og gert klúbbnum kleift að koma efninu út. Liðsmenn Jerico með Ingibjörgu Baldursdóttur í broddi fylkingar hefur gegnt lykilhlutverki í því að framleiða viðbótarefnið enda reynslusaga Ingibjargar mikilvægur hluti þess. Í framhaldi af því að skólar fengu efnið sent gengu fulltrúar Lionsklúbbsins á fund nokkurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu og kynntu efnið og hugmynd að eftirfylgni. Það verkefni er nú til skoðunar hjá viðkomandi aðilum.

Á myndinni má sjá fjóra af félögunum pakka mynddiskunum til sendingar í alla Grunnskóla landsins. Frá vinstri til hægri: Hringur Pálsson, Júlíus Eyjólfsson, Andrés Guðmundsson og Hákon Hákonarsson.


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Sóley Tómasdóttir er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík:

Draga þarf úr miðstýringu og auka valddreifingu Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna vill að borginni verði stjórnað með félagslegt réttlæti að leiðarljósi eftir kosningar Allt of langt hefur verið gengið í niðurskurði á grunnþjónustu borgarinnar ­Það­gustar­um­oddvita­Vinstri­grænna­í­borginni.­Það­hefur­reyndar­alltaf gustað­um­Sóleyju­Tómasdóttur­enda hefur­hún­ekki­farið­í­launkofa­með skoðanir­sínar­í­gegnum­tíðina.­Kosið verður­til­borgarstjórnar­29.­maí næstkomandi­og­Sóley­er­á­þönum.­Á milli­funda­gafst­þó­tækifæri­til­að­setjast­niður­með­Sóleyju­og­spyrja­hana út­í­hvers­konar­borg­það­er­sem­hún vill­sjá­að­afloknum­kosningum.­ Sóley­segir­að­allt­of­langt­hafi­verið gengið­í­niðurskurði­í­grunnþjónustu borgarinnar­að­undanförnu.­Hún­segir að­þrátt­fyrir­að­efnahagsástandið­sé grafalvarlegt­verði­Reykjavíkurborg­að sinna­sínum­samfélagslegu­skyldum. Það­feli­í­sér­að­varðveita­störf­á­vegum borgarinnar,­auka­atvinnusköpun­og byggja­hér­samfélag­sem­er­lífvænlegt, umhverfisvænt­og­til­þess­fallið­að íbúunum­líði­hér­vel. „Við viljum félagshyggju í borgina. Það þarf að leggja áherslu á það fyrir alla borgarbúa og öll hverfi borgarinnar. Kosningamál okkar Vinstri grænna eru kosningamál allra borgarbúa. Það sem skiptir mestu máli að gerist hérna eftir kosningar eru ábyrgir stjórnunarhættir, að tekið verði af skarið með þau mál sem beðið hefur verið með. Þá nefni ég sérstaklega atvinnumál ungs fólks en það býr við mun meira atvinnuleysi en aðrir hópar í samfélaginu.“ Skylda­borgarinnar­að­skapa­störf - En er það hlutverk borgarinnar að skapa atvinnu? „Já, borgin hefur fjölþættu hlutverki að gegna. Borgin er auðvitað fyrst og fremst samfélag, samfélag þar sem við viljum að öllum líði vel. Borgin er líka atvinnurekandi, einn stærsti atvinnurekandi á Íslandi. Hjá borginni starfa 8000 manns. Við getum ekki farið fram á að fyrirtæki í einkarekstri sýni ábyrgð ef við gerum það ekki sjálf.“ - Það dylst engum að þó að tekist hafi að reka borgina án halla á þessu ári er fjárhagsleg staða hennar grafalvarleg. Hlýtur staðan því ekki að vera sú að það sé fyrst og fremst nauðsynlegt að verja þau störf sem til staðar eru? „Það er vel hægt að skapa fleiri störf á vegum borgarinnar og í raun skylda hennar. Reykjavíkurborg þarf að axla ábyrgð. Meðan ástandið er eins og það er eigum við að fara í verkefni á sviði menntunar og velferðar til að létta undir með fjölskyldum. Þau verkefni krefjast mannafla sem aftur vinnur gegn atvinnuleysi. Það eru enginn tækjakaup, efniskaup, bílar eða yfirbygging í kringum þessi störf heldur fyrst og fremst byggja þau á krafti og frumkvæði fólks. Allur peningurinn fer í laun og við getum gert mun betur en gert hefur verið.“ Fullnýta­þarf­tekjuheimildir - En þetta er útgjaldaaukning. Við erum í kreppu. Það hlýtur að þurfa að sýna verulegt aðhald. Hvar á það aðhald þá að bíta? „Við þurfum að endurskoða yfirbyggingu hjá borginni, enda er núverandi kerfi í

raun tvöfalt og afar óhagkvæmt. Þjónustan er að hluta byggð upp gegnum miðlægar skrifstofur og að hluta í þjónustumiðstöðvum í hverfum. Ganga þarf alla leið í þessum efnum og flytja alla þjónustu út í hverfin, til íbúanna. Þannig er hægt að spara. Það er þannig að við erum hérna með samfélagslega grunnþjónustu, við berum ábyrgð á henni í sameiningu og viljum tryggja aðgang allra að henni. Ef sameiginlegir sjóðir okkar duga ekki verðum við að leggja meira af mörkum. Ég er á því að við komumst ekki í gegnum þetta kjörtímabil án þess að fullnýta útsvarheimildir okkar.“ - Ertu þá tilbúin til að reka borgarsjóð með halla á næsta kjörtímabili til að veita fólki atvinnu og skera ekki frekar niður í grunnþjónustu heldur en orðið er? „Við þurfum ekki að reka borgarsjóð með halla. Það sem við þurfum að gera er að fullnýta þær tekjuheimildir sem við höfum og það höfum við ekki gert. Við getum aflað allt að 700 milljóna króna á hverju ári með því að fullnýta útsvarheimildir. Heimilin standa auðvitað illa en það hlýtur að vera sanngjarnara að við innheimtum 0,25 prósent aukalega sem þýðir 1000 krónur fyrir einstakling með 400.000 krónur á mánuði heldur en að við hækkum gjaldskrár sem er leiðin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að fara. Sanngjarnasta leiðin til þess að afla tekna er í gegnum skattkerfið því þá greiðir fólk hlutfallslega af launum sínum en ef við förum í gjaldskrárhækkanir þá þýðir það að einstaklingur með 120.000 greiðir það sama og einstaklingur með miljón á mánuði. Hvert er réttlætið í því? Niðurskurður­bitnar­á­börnunum - Þú hefur sagt í fjölmiðlum að þú teljir að hallalausum rekstri borgarinnar nú hafi verið náð með óhóflegri skerðingu á grunnþjónustu. Hvaða dæmi eru um það? „Það hefur verið skorið óhóflega mikið niður í afleysingum, bæði í leik- og grunnskólum. Ég þekki dæmi þess persónulega að börn hafa verið send heim úr grunnskólum þegar ekki hefur fengist afleysing. Það er auðvitað með öllu óásættanlegt og hreinlega lögbrot. Börnum á hvern starfsmann í frístundaheimilum hefur verið fjölgað. Gjaldskrár hafa verið hækkaðar í leikskólum. Nú er níunda stundin ekki lengur niðurgreidd í leikskólum borgarinnar sem að sjálfsögðu bitnar á þeim hópum sem mest þurfa á þeirri þjónustu að halda. Þetta er óásættanlegt og bitnar fyrst og fremst á börnunum í borginni.“ - Hvað með uppbyggingu og framkvæmdir í borginni? Það þarf alltaf að endurnýja, huga að byggingum leikskóla, grunnskóla og í öðrum grunnrekstri borgarinnar. Verður hægt að hefjast handa við slíkt á kjörtímbilinu? „Það verður hægt vegna þess að framkvæmdir borgarinnar eru unnar fyrir lán og við erum sterkur og stór framkvæmdaaðili sem getur fengið tiltölulega hagstæð lán. Auðvitað þarf að fara í einhverjar nýframkvæmdir, það er þörf á viðbyggingum við leikskóla í borginni og við erum að byggja grunnskóla í Úl-

farsárdal og í Norðlingaholti. Ég myndi vilja flýta framkvæmdunum í Norðlingaholti því þar er mikil þörf á aðstöðu til að rækta félagsauðinn í hverfinu. Að öðru leyti held ég að við eigum að halda nýframkvæmdum í algjöru lágmarki og leggja höfuðáherslu á viðhald. Við eigum að horfa til aðgerða ríkisstjórnarinnar hvað það varðar, enda þarf að taka mið af atvinnuástandi meðal iðnaðarmanna og skapa sem flest störf fyrir takmarkað fjármagn. Viðhaldsþörf bygginga borgarinnar er mikil og nauðsynlegt er að fara í átak í aðgengismálum.“ - Það er blæbrigðamunur á því sem nauðsynlegt er að framkvæma í hverju hverfi borgarinnar fyrir sig. Hvað er það helst sem leggja þarf áherslu á í Árbæ? „Árbærinn er gamalgróið hverfi, hann er vel skipulagður og þar er góð nærþjónusta. Mest er um vert að sérkenni hans fái áfram notið sín, að við tryggjum lífríki Elliðaánna og umhverfisins í kring og að þjónusta borgarinnar verði í samræmi við þarfir og vilja íbúanna. Árbæingar vita náttúrulega best sjálfir hvað er brýnast að framkvæma í þeirra hverfi og þess vegna er mikilvægt að auka valddreifingu í stjórnkerfinu.“ Strætó­á­að­vera­grunnþjónusta - Það hefur verið lögð áhersla á að Strætó sé fyrirtæki, sem eigi að bera sig fjárhagslega. Ertu sammála því eða telur þú að Strætó sé almenningsþjónusta sem eigi að veita líkt og önnur grunnþjónusta? „Rekstur Strætó bs miðast við fyrirfram ákveðið framlag frá borginni og á að miða þjónustu sína við það. Eðlilegra væri að reksturinn væri eins upp byggður og á sviðum borgarinnar, þar sem þjónustuþörfin er greind í upphafi og fjármagnið ákvarðað með hliðsjón af henni. Að sama skapi verður að setja fjárframlög til Strætó í samhengi við rekstur annara samgöngumannvirkja. Strætó er ekki síður grunnþjónusta en önnur leik- og grunnskólar, götur og hjólastígar.“ - En slíkt er bara pólitísk ákvörðun. Ert þú tilbúin að taka þá pólitísku ákvörðun, að gera Strætó að grunnþjónustu? „Jú það er pólitísk ákvörðun og já, það er okkar pólitíska stefna. Við verðum að taka pólitíska ákvörðun um tíðni ferða, hversu þétt samgöngunetið á að vera og hvers konar þjónustu við viljum veita. Það verður ekki gert nema að við lítum á Strætó sem raunverulega grunnþjónustu.“ Vill­efla­hverfaráðin­til­muna - Í gegnum tíðina hafa íbúar fjær miðbænum kvartað yfir því að þeir fái minni athygli frá stjórnsýslunni. Ertu sammála þessu? „Já, þetta eru réttmætar ábendingar. Miðstýring er einfaldlega allt of mikil í Reykjavík og hverfisráðin allt of veik. Þau þurfa að fá umboð til ákvarðanatöku og forgangsröðunar í hverfum. Þessu fylgir auðvitað að það þarf að efla þjónustumiðstöðvar í hvefum. - Ertu með þessu að tala fyrir aukinni valddreifingu í borginni og að draga úr miðstýringu úr ráðhúsinu? „Já, ég er að því. Það skiptir gríðarlega miklu máli að þjónustan sé veitt í nánd við

Sóley Tómasdóttir skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík.

íbúana og ákvarðanir teknar þar sem þekkingin á þörfum fólksins er mest.“ - Eru þjónustumiðstöðvarnar í stakk búnar til að taka að sér þessi verkefni, að því gefnu að aukið fjármagn renni til þeirra? Er grunnurinn sem sagt til? „Já, hann var lagður strax í upphafi. Reykjavíkurlistinn lagði af stað með þetta verkefni en sú þróun var stöðvuð þegar nýr meirihluti, sem ekki hafði þessar sömu pólitísku áherslur, tók við. Á þessu kjörtímabili hefur verið dregið mjög úr þjónustu út í hverfunum. Auðvitað á að vera hægt að fara á einn stað í hverfinu og fá þar alla þjónustu sem þörf er á.“ - Viltu þá draga úr vægi hinna miðstýrðu sviða borgarinnar? „Af þessu myndi leiða að starfsfólk fagsviðanna myndi færast út til þjónustumiðstöðva. Inni á fagsviðunum er gríðarleg þekking og ég er vitanlega ekki að boða að það góða fólk sem þar starfar haldi ekki áfram sínu góða starfi heldur einungis að þjónustan og þekkingin sé nær borgurunum.“ - En verður ekki kostnaðarauki að þessu? Telur þú að sparnaður á miðlægu sviðunum muni koma á móti auknum kostnaði í þjónustumiðstöðvunum? „Það er alltaf þannig að skipulagsbreytingar eru kostnaðarsamar til skamms tíma. Til lengri tíma mun þetta hins vegar verða mun hagkvæmara kerfi. Ég hef verið mjög áhyggjufull yfir pólitískri skammsýni, þar sem stjórnmálafólk á það til að horfa aðeins til eins árs eða í mesta lagi eins kjörtímabils. Það er mikilvægt að við áttum okkur á að þær ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif í mjög langan tíma, og kannski miklu lengri tíma en við áttum okkur á í upphafi.“ - Gott og vel, en eins og þú bendir á verða skipulagsbreytingar af þessu tagi kostnaðarsamar í upphafi. Er ekki óraunhæft að fara í þær á þessu kjörtímabili í ljósi þess gríðarlega erfiða árferðis sem nú er í efnahagsmálum? „Ég tel það raunhæft en kannski þurfum við að gera þær í skrefum. Þær verða þó að gerast á næsta kjörtímabili.“ Þétting­byggðar­forgangsmál­í­skipulagsmálum - Hvaða framtíðarstefnu vilt þú leggja í skipulagsmálum og uppbyggingu byggðar í Reykjavík? „Það skiptir mestu máli að við þéttum byggð eins og kostur er. Þá er ég ekki að tala um að fórna grænum svæðum borgarinnar heldur að við þéttum með skynsamlegum hætti. Þétt byggð er forsenda góðra þjónustukjarna og góðra almenningssamgangna og er þess vegna hagkvæm og umhverfisvæn. Nú höfum við verið að vinna við endurskoðun á aðalskipulagi og ég hef þar lagt ríka áherslu á að við þéttum byggðina eins og kostur er. Það verður líka að auka vægi almenningssamgangna, gangandi og hjólandi, bæði þegar við skipuleggjum ný hverfi og gömul í stað þess að gera ráð fyrir að allir ferðist á einkabíl. Á kjörtímabilinu hef ég verið að skoða hvernig við getum stutt við bakið á smærri verslunum í íbúahverfum,

en verslunarmiðstöðvarvæðing undanfarinna ára hefur gert það að verkum að fólk getur varla keypt sér mjólkurpott án þess að setjast upp í bíl. Þetta er meðal annars afleiðing skipulagsmistaka, þar sem allri þjónustu hefur verið komið fyrir á jaðarsvæðum. Þó hér sé vissulega um langtímaverkefni að ræða leggjum við mikla áherslu á að snúa þróuninni við hið fyrsta. - Við horfum því miður fram á aukna fátækt, aukið atvinnuleysi. Hvaða möguleika hefur borgin til að styðja við borgarbúa vegna þessa? „Við getum og við eigum að hækka fjárhagsaðstoð. Það eru ekki mjög margir sem þurfa á fjárhagsaðstoð frá borginni að halda en þeir sem þurfa á henni að halda eiga að fá mannsæmandi aðstoð. Það er það fyrsta. Í öðru lagi eigum við að sjálfsögðu að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að fólk lendi í svona vanda. Fjárhagsaðstoðin er síðasta hálmstráið og við viljum varna því að fólk þurfi að leita eftir henni. Öll grunnþjónustan á að vera gjaldfrjáls þannig að fólk eigi í sig og á en þurfi ekki að vera að greiða óbeina skatta fyrir sjálfsagða þjónustu eins og leik- og grunnskóla.“ Hugnast­ekki­samstarf­við­Sjálfstæðisflokkinn - Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstýra talaði á dögunum fyrir því að mynduð yrði svokölluð þjóðstjórn eftir kosningar. Gætir þú hugsað þér slíkt stjórnarform? „Við Vinstri græn höfum lengi talað fyrir því að það þurfi að endurskoða stjórnarfyrirkomulag í Reykjavík. Við höfum talað gegn þessu meirihlutaræði þar sem að ákvarðanir eru þvingaðar í gegn. Auðvitað eiga sjónarmið allra að vera í forgrunni þegar ákvarðanir eru teknar og það á að reyna að miðla málum. Ég veit hins vegar ekki hvort einhverskonar þjóðstjórn er endilega lausnin. Það má skoða alls kyns breytingar á stjórnkerfinu, breytingar á fyrirkomulagi ráða og nefnda og hvernig þeim er stjórn og fleira í þeim dúr. Það mun þó ekki verða til þess að ég gefi afslátt af þeirri hugmyndafræði sem ég stend fyrir. Að hafa almannahagsmuni í forgrunni, að forgangsraða í þágu barna og fórna ekki umhverfinu fyrir skammtímagróða.“ - Ef ekki þjóðstjórn, útilokar þú þá samstarf við einhvern flokk? „Sú stefna sem núverandi meirihluti hefur rekið í Reykjavíkurborg á kjörtímabilinu, með aukinni miðstýringu, gjaldskrárhækkunum og þjónustuskerðingu er í beinni andstöðu við stefnu Vinstri grænna. Við teljum brýnast að hér verði tryggð góð grunnþjónusta og velferðarkerfi á félagslegum grunni og sjáum ekki fyrir okkur að Sjálfstæðisflokkurinn kúvendi hvað það varðar. Það er hinsvegar ekki okkar að hafna Sjálfstæðisflokknum heldur kjósenda. Það er undir þeim komið hvernig atkvæðavægið skiptist eftir kosningar og hvaða hugmyndafræði verður ríkjandi við stjórnun borgarinnar næstu fjögur árin.“


11

Árbæjarblaðið

2008 júlí

Fréttir

F

Margt gerst í Árbæ Þegar þetta er skrifað er leik nýlokið hjá Fylki gegn Stjörnunni í Garðabæ þar sem Fylkismenn sigruðu 3-1 og eru efstir í deildinni með fullt hús stiga. Það er skemmtilegt að upplifa hversu mikil stemning er í kringum Fylki og hvað hverfisvitund íbúa með félaginu er mikil. Meistarflokkum félagsins í knattspyrnu bæði hjá konum og körlum hefur gengið vel undanfarin ár og greinilegt að umgjörðin hjá félaginu er með miklum ágætum. Fylkir hefur átt íslandsmeistara í fimleikum og karate og með bættri aðstöðu þessara deilda í nýju íþróttahúsi (Mest-húsið) í Norðlingaholti, sem tekið verður í notkun í haust, mun titlum hjá þessum ! $ fjölga.+! $ !" ( deildum örugglega Með tilkomu íþróttahússins í Norðlingaholti batnar aðstaða handknattleiksdeildar og blakdeildar í Fylkishöllinni við Fylkisveg. Ekki er hægt að ljúka þessum orðum án þess að minnast á að barna- og unglingastarfið

hjá Fylki er til mikillar fyrirmyndar. Það hefur mjög margt gott verið gert í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti árunum 2006-2010. Hér verða talain upp nokkur góð verk: • Lokið við að malbika göngustíg í Elliðaárdal og lýsing sett upp. • Sparkvöllur með gervigrasi lagður við Ártúnsskóla 2008. • Sparkvöllur með gervigrasi lagður við Árbæjarskóla 2009. • Áfram unnið við uppbyggingu og frágang í Norðlingaholti, t.d. við lagningu sparkvallar, gangstéttarlagningu + ræktun, + "% # !hreinsun, ! ) og göngustíga, gróðursetningu og frágang. Reiknað er með frágangi borgarlands í hverfinu verði að fullu lokið árið 2012. • Fyrsti áfangi Norðlingaskóla tekinn í notkun haustið 2010, 2.200 fm. kennsluálma á tveimur hæðum. Sambyggður grunn- og leikskóli verður samtals 7.500 fm og mun hýsa allt að

450 nemendur í 1.-10. bekk og 110 leikskólabörn. Áætlaður heildarkostnaður 2.500 milljónir króna. • Viðbygging reist við leikskólann Rofaborg og lóð endurgerð 2007-2008. • Rauðhóll, fjögurra deilda leikskóli, reistur í Norðlingaholti. • Björnslundur, útideild Rauðhóls og Norðlingaskóla, tekinn í notkun 2009. • Áhersla hefur verið lögð á að tryggja gæði skóla- og leikskólastarfs í borginni þrátt fyrir hagræðingu. Samkvæmt könnunum hefur ánægja foreldra með skólastarf í borginni vaxið verulega milli áranna 2007-2009. • Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts flutt í nýtt húsnæði að Hraunæ 115. • Áframhaldandi framkvæmdir verða á reiðsvæðum í Víðidal og Almannadal, reiðstígar lagðir og umhverfið fegrað. • Aukið samstarf Reykjavíkurborgar, íþróttafélaga og foreldrafélaga í for-

Árbæjarhverfið var skreytt með fallegum blómakerum sem settu fllegan svip á umhverfið.

Björn Gíslason, varaborgarfulltrúi og í 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifar: varnarmálum. • Margvíslegar úrbætur hafa verið gerðar á gönguleiðum skólabarna í hverfinu á kjörtímabilinu, m.a. yfir Reykás og Streng. • Undirbúningur hafinn vegna smíði göngubrúar yfir Breiðholtsbraut á móts við Norðlingaholt. • Unnið er að flóðlýsingu húsa í Árbæjarsafni. • Tillögur um úrbætur á áhorfendaaðstöðu við knattspyrnuvöll Fylkis við Fylkisveg og stækkun á grasæfingasvæði eru í skipulagsferli.

,,Með bættri aðstöðu deilda innan Fylkis í nýju íþróttahúsi, Mest-húsinu) í Norðlingaholti, sem tekið verður í notkun í haust, mun titlum hjá þessum deildum örugglega fjölga. Með tilkomu íþróttahússins í Norðlingaholti batnar aðstaða handknattleiksdeildar og blakdeildar í Fylkishöllinni við Fylkisveg,” segir Björn Gíslason.

• Stórbætt aðstaða fimleikadeildar og karatedeildar Fylkis með tilkomu íþróttahúss í Norðlingaholti haustið

"

! #

2010. Húsið verður einnig nýtt í þágu barna- og unglingastarfs Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í hverfinu. Tryggjum áframhaldandi uppbyggingu og framþróun í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti með atkvæði okkar í borgarstjórnarkosningunum laugardaginn 29. maí næstkomandi og setjum X við D. Björn Gíslason, form. Félags sjálfstæðismanna í Árbæ og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 29. maí


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Það verður ótrúlega mikið í boði fyrir börnin í sumar.

Ársel bíður upp á fjölbreytt starf í sumar

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GATA) GA ATTA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Sumarfrístund er opin öllum börnum sem eru fædd ´00-´03 og geta foreldrar valið um frístundaheimili. Frístundaheimilin eru opin kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá kl. 9.00–16.00. Hægt er að velja um mismunandi dvalartíma kl. 8.00–16.00, kl. 9.00–16.00, kl. 9.00–17.00, kl. 8.00–17.00. Grunngjald fyrir eina viku sumarfrístund kl. 9.00-16.00 er kr. 5.130. Þar sem hægt er að velja um mislangan vistunartíma er verð fyrir viðbótarstund frá kl. 8.00-9.00 að morgni eða kl.16.00-17.00 kr. 1.490. Gjaldskráin og skráning má sjá inni á www.itr.is/sumar og veljið Frístundamiðstöðina Ársel. Smíðaverkstæði Fyrir stelpur og stráka fædd ´97-´01.

Ræðum málin

Verkstæðin eru undir daglegri stjórn leiðbeinenda sem aðstoða börnin við smíðarnar. Efni og verkfæri á staðnum. Verkstæðin eru opin alla virka daga frá kl. 9.00–16.00. Smíðaverkstæðin verða starfrækt við: Töfrasel við Rofabæ (Ársel): 14. júní 2. júlí. Stjörnuland við Kirkjustétt: 14. júní 2. júlí. Forráðamönnum barnanna er bent á að ekki er um vistun að ræða. Á alla smíðavelli er frjáls mæting. Skráningargjald á smíðavöll er 600 kr, skráning fer fram á www.itr.is/sumar og veljið Frístundamiðstöðina Ársel. Nýtt í sumar! Sumaropnanir Frístundamiðstöðvarinnar Ársels Frístundamiðstöðin Ársel býður upp á félagsmiðstöðvaopnanir á þrem stöðum í sumar fyrir unglinga í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti. Opnanirnar verða í Félagmiðstöðinni Tíunni, Fókus og Holtinu fyrir unglinga fædda 94-96. Sumaropnun hefst mánu-

daginn 7. Júní en þangað til verður vetraropnunartími allra stöðvanna óbreyttur. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Frístundamiðstöðvarinnar Ársels og heimasíðum og facebooksíðum allra félagsmiðstöðvanna. www.arsel.is/fokus, www.arsel.is/tian, www.arsel.is/holtid 10-12 ára sumarstarf fyrir börn fædd ´97-´99 Frístundamiðstöðin Ársel býður upp á frístundastarf fyrir 10-12 ára krakka í sumar, (börn fædd 1997-1999).Um er að ræða mikið úrval af smiðjum og skemmtilegum viðburðum. Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni hjá okkur og því ættu allir krakkarnir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er frá 14. júní til 9. júlí, eða fjórar vikur. Starfsemin verður í boði í félagsmiðstöðvunum Fókus í Grafarholti og Tíunni í Árbæ. Skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík, www.itr.is/sumar veljið staðinn Ársel - Fókus ef þið ætlið að skrá á smiðjur í Fókus og staðinn Ársel - Tían ef þið ætlið að skrá á smiðjur í Tíunni.

Stefnumót við frambjóðendur: Stefnumót við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, Kjartan Magnússon og Jórunni Frímannsdóttur. Laugardagur 22. maí frá kl. 13:00-15:00

Kosningaskrifstofan Hraunbæ 102 er opin sem hér segir:

Kátir krakkar í Árseli á góðri stund.

Vormót Ármanns í sundi Vormót Ármanns var haldið í Laugardalslauginni nú á dögunum. Þátttakendur komu víða af á landinu og var aldursbilið ansi breytt, eða allt frá 7 ára til þrítugs. Ármenningar voru sigursælir á mótinu og voru ferðir á verðlaunapall ófáar. Elsti verðlaunabikar sem enn er í gangi hér á landi - Sigurjóns bikarinn - er veittur árlega á vormóti Ármanns fyrir 100m skriðsund karla. Sigurjón í Álafossi hlaut bikarinn árið 1909 í Hamborg í Þýskalandi fyrir skautahlaup og gáfu afkomendur hans Sunddeild Ármanns bikarinn til minningar um hann. Að þessu sinni hlaut Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB bikarinn, en hann synti á tímanum 52,37.

Virka daga: 15:00 – 20:00 / Helgar: 11:00 - 17:00 Fynndu okkur á Facebook: Félag Sjálfstæðismanna í Árbæ, Selás, Ártúns- og Norðlingaholti. Netfang félagsins arbaer@xd.is Staðsetning allra viðburða er í Hraunbæ 102 (hliðina á Skalla) Verðlaunahafar á Vormóti Ármanns.


Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrýma kynjamisrétti og tryggja jafnrétti, kvenfr

Aukum aðkomu íbúanna að stjórnun borgarinnar í gegnum öflugri hverfisráð Aukum lýðræðislega aðkomu íbúanna að stjórnun borgarinnar og þátttöku almennings í mótun umhverfis og samfélags. Veitum hverfisráðum raunverulegt umboð til forgangsröðunar og ákvarðanatöku í sínu hverfi. Styðjum frumkvæði íbúanna og eflum samráð við íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldrafélög og önnur grasrótarsamtök sem starf á félagslegum forsendum. Nýtum Netið og rafræna stjórnsýslu til að auka upplýsingagjöf og þátttöku.

Verið ölnl ! velkomi Komdu í heimsókn á kosningaskrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík að Suðurgötu 10. Það er opið kl. 13-18 alla daga. Við erum ávallt til viðræðu um málefni borgarinnar, framtíðarsýn okkar og hugmyndir – og að sjálfsögðu er alltaf heitt á könnunni.

Kosningaskrifstofa VG í Reykjavík I Suðurgata 10 I opið kl. 13-18 alla daga I sími 517 0723 I reykjavik@vg.is I www.vg.is

nnar og forræði yfir eigin auðlindum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill binda enda á hersetu í landinu og aðild að hernaðarbandalagi, en leggur áherslu á að eiga gott og friðsamlegt samstarf við allar þjóðir, vernda náttúru og umhverfi landsins og tryggja sjálfbæra þróun samfélagsins. .... // sjá meira á www.vg.is/stefna/

elsi og aukinn jöfnuð í samfélaginu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðari


14

Fréttir

Árbæjarblaðið

5. flokkur kvenna hjá Fylki. Stúlkurnar gáfu sér tíma til að stilla sér upp og svo var farið og tekið á því í síðasta leik Reykjavíkurmótsins.

tt Fáðu 20% afsláða jum hágæ af nýju ! dekkjum, í dag

Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1

Mebamót Fylkis

Þann 18. apríl hélt Fylkir, 5. fl. kv boðsmót, Meba-mót Fylkis. Þremur sterkum félögum Val, FH og Sjörnunni var boðið að koma og mættu þau með 4 lið, A-, B-, C- og D-lið. Mótið gekk í alla staði mjög vel og voru ánægðar stelpur sem fóru heim að móti loknu. Allir fengu glæsilegan verðlaunapening og að auki var veittur verðlaunagripur fyrir besta samanlagða árangur félagsliðs. Fylkir stóð sig mjög vel á móti þessum sterku andstæðingum og enduðu sem sigurvegarar. Ekki spillti fyrir ánægju stelpnanna að tvær landsliðskonur þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir komu og veittu verðlaunin. Mikil gróska er í kvennaboltanum hjá Fylki og t.d. verður 5. fl. með 4 lið í Íslandsmótinu sem hefst nú í lok maí. Stelpurnar stóðu sig einnig frábærlega í Reykjavíkurmótinu, mættu með 3 lið og varð B-liðið Reykjavíkurmeistari, C - liðið varð í öðru sæti en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst í hvaða sæti A-liðið lenti. Meba-mótið var hluti af fjáröflun vegna ferðar á Pæjumótið í Vestmannaeyjum og vilja stelpurnar koma á fram-

færi þökkum til allra þeirra sem

aðstoðuðu og styrktu þær fyrir það mót.

Unnur Þyrí og Sæunn Rós fögnuðu sigri Fylkis á Meba-mótinu.

Alísa og Andrea stilltu sér upp með þeim Söru Björk og Ernu Björk landsliðskonum.

Þarft þú að losna við köngulær? Komdu á skauta í Egilshöllina Opið alla daga Allar upplýsingar á

www.egilshollin.is Skólahópar og fyrirtækjahópar velkomnir EGILSHÖLLIN · FOSSALEYNI 1 · 112 GRAFARVOGI · SÍMI 594-9610


15

รrbรฆjarblaรฐiรฐ

Frรฉttir

3. flokkur kvenna tekur aรฐ sรฉr hreinsun viรฐ stofnbrautir รญ รrbรฆnum

Hverfisrรกรฐ รrbรฆjar hefur gert samkomulag viรฐ foreldrarรกรฐ og stรบlkur รญ 3. flokki kvenna hjรก knattspyrnudeild Fylkis. Samkomulagiรฐ felur รญ sรฉr aรฐ รพรฆr aรฐ sjรก um hreinsun viรฐ stofnbrautir รญ รrbรฆjahverfi รญ sumar. ร mรณti fรก stรบlkurnar styrk sem rennur รญ sjรณรฐ vegna fyrirhugaรฐrar keppnisferรฐar til Bandarรญkjanna รญ sumar. Stรบlkurnar eru skrรกรฐar til leiks รก USAcup sem fram fer รญ Minniapolis รญ Bandarรญkjunum dagana 13.-20.jรบnรญ. Stรบlkurnar hafa veriรฐ mjรถg duglegar viรฐ fjรกrรถflun รพaรฐ sem af er รกri en auk รพess hafa รพรฆr veriรฐ aรฐ standa sig vel รก keppnisvellinum og enduรฐu รญ 3.sรฆti รก Reykjavรญkurmรณtinu.

Reiรฐskรณli Berglindar Reiรฐnรกmskeiรฐ fyrir bรถrn og unglinga verรฐa aรฐ Varmรกrbรถkkum รญ Mosfellsbรฆ nรบ รญ sumar eins og รกรฐur. Nรกmskeiรฐin eru รญ viku, รพ.e. frรก mรกnudegi til fรถstudags frรก klukkan 9-12 eรฐa 13-16.

Nรฝjung! Heilsdagsnรกmskeiรฐ: -Reiรฐnรกmskeiรฐ -Sjรกlfstraust og styrkur -Leikir meรฐ hestum: -samskipti og liรฐsheild -รžrautir og leikir -Umhverfismennt og nรกttรบruskoรฐun -Dรฝrafrรฆรฐsla og umรถnnun dรฝra: -hestar -hundar -naggrรญsir -kanรญnur -fuglar og fuglaskoรฐun

Stubbanรกmskeiรฐ fyrir 4-6 รกra verรฐur vikuna 12.-16. jรบlรญ Unglinganรกmskeiรฐ fyrir 13-16 รกra verรฐur vikuna 16.-20. รกgรบst Nรกmskeiรฐsgjald: 10.000 kr.

ร heilsdagsnรกmskeiรฐunum leggjum viรฐ รกherslu รก sjรกlfstraust, gleรฐi og virรฐingu รพar sem dรฝr, nรกttรบra og leikir eru รญ รถndvegi. Leiรฐbeinendur hafa รกralanga reynslu af kennslu, reiรฐkennslu barna og leiรฐtogaog samskiptaรพjรกlfun. Nรกmskeiรฐsgjald รก heilsdagsnรกmskeiรฐi er: 20.000 kr.

Nรกnari upplรฝsingar og skrรกning รญ sรญmum: 899-6972 Berglind og 897-0160 รžรณrhildur Einnig er hรฆgt aรฐ senda pรณst รก berglind@varmarskoli.is eรฐa thorhildur2@gmail.com Frรก undirritun samkomulags. F.v. Margrรฉt Gunnarsdรณttir, f.h. foreldrarรกรฐs, Bjรถrn Gรญslason, formaรฐur hverfisrรกรฐs รrbรฆjar, Svanhildur Lรฝรฐsdรณttir, f.h. foreldrarรกรฐs. Standandi eru รพรฆr Birgitta Stefรกnsdรณttir, Rannveig Gestsdรณttir og Arna ร–sp Gunnarsdรณttir leikmenn 3.fl. kvenna.

Gleรฐilegt sumar Hafรฐu samband

`~ZV !!! $ ย‘ N_V\[ON[XVV`


16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Íbúalýðræði og umferðaröryggi Þegar ég hitti íbúa í öllum hverfum borgarinnar á fundum mínum með borgarbúum í borgarstjóratíð minni, vorið 2008, fór ekkert á milli mála að það sem lá hjarta íbúanna næst, var öryggið og mannlífið í hverfunum. Þar bar hæst umferðaröryggið og slysavarnirnar í nærumhverfi þeirra. Ég hófst strax handa við úrbætur í þessum málum, þó að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, hafi í þessum málaflokki, sem öðrum, dregið lappirnar. Þannig var komið fyrir öflugum hraðahindrandi aðgerðum á Háaleitisbraut, þegar um sumarið 2008 og ætlunin að halda slíkum aðgerðum áfram á allri Háaleitisbrautinni og síðan á Bústaðavegi, Réttarhotsvegi, Stjörnugróf, Hringbraut, Hofsvallagötu og Suðurgötu, svo dæmi séu nefnd. En aðgerðirnar stöðvuðust, jafn skyndilega og þær hófust. Hanna Birna Krisjánsdóttir vildi verða borgarstjóri og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum bak við tjöldin og allar fyrirætlanir um umferðaröryggisframkvæmdir voru í snarhasti lagðar til hliðar. Stöðug viðleitni mín og tillöguflutningur um áframhaldandi umfer-

ðaröryggisframkvæmdir í hverfum borgarinnar hefur síðan verið stöðvuð hvað eftir annað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Til viðbótar þessu eru nú uppi fyrirætlanir um að leyfa hækkun hámarkshraða úr 30km upp í 40 km víða í hverfum borgarinnar sem í miðborginni. Gönguleiðir barna í skóla eru þar engin undantekning. Ófrávíkjanleg krafa okkar í H-listanum er sú að í miðborginni sem og í öllum hverfum borgarinnar sé ekki leyfður meiri ökuhraði en 30 km. Hraðinn megi ekki vera meiri nema tryggð séu mislæg tengsl gangandi og akandi umferðar. Börnum á leið í skóla eða annarri leið um hverfið, þar sem þau búa, á einfaldlega ekki að bjóða upp á annað. Þegar margsvikulir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma nú fram

nokkrum dögum fyrir kosningar og segjast vilja bæta umferðaröryggið í borginni verður manni einfaldlega flökurt. Hvílík hræsni og tækifærismennska! Atvinnustjórnmálamönnunum í efstu sætum Sjálfstæðisflokksins sem og hinna fjórflokkanna er ekki treystandi. Þess vegna er það brýn nauðsyn að færa völdin úr höndum þeirra til íbúanna í öllum hverfum borgarinnar. Það munum við fulltrúar H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagmuni, gera. Því má treysta, því að á 20 ára borgarstjórnarferli mínum, hef ég ávallt staðið við orð mín og hlýtt sannfæringu minni. Það munum við öll, fulltrúar Hlistans gera, enda erum við óháð styrkjum og fjárframlögum hagsmunaaðila, öfugt við fjórflokkinn og fíflalátaframboð Æ-listans. Öryggi í umferðinni er nefnilega dauðans alvara og borgarbúar verða að styrkja forvarnir og efla mannlífið í hverfunum með að kjósa þá til áhrifa, sem starfa af alvöru og heiðarleika í þágu almannahagsmuna. Ólafur F. Magnússon, oddviti H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahaghsmuni

Útivistarperlurnar okkar Árbærinn er einstaklega fallegt hverfi með mikla möguleika til útivistar. Sama má segja um Norðlingaholtið þar sem

F Fá!u á!u llitun itun og p plokkun lokkun h hjá já ok okkur. kur.

Greifynjan Greifynjan S Snyrtistofa nyrtistoffa s:5879310 s:5 :5879310 - Grei Greifynjan.is G fynjan.is

greinarhöfundur er sjálf búsett. Við erum svo heppin að eiga greiðan aðgang að Elliðaárdalnum, Heiðmörk-inni, Rauðavatninu og Hólmsheiðinni. Greinilegt er að áhugi fólks á hollri hreyfingu og útivist er alltaf að aukast og afar ánægjulegt er að sjá það. Byggð hefur aukist á þessu svæði með nýjum hverfum í Norðlingaholti og Vatnsendalandi og þar með umferð á þessum svæðum. Ég skokka gjarnan hringinn í kringum Rauðavatnið og fer líka stundum í reiðtúr á þessum slóðum. Þá mætir maður göngufólki, bílum, mótorhjólum, hestafólki og lausum hundum allt í bland. Þetta getur skapað ákveðna hættu og óánægju milli hinna mismunandi hópa. Hestar fælast mótorhjól og sumir vegfarendur eru hræddir við hunda og jafnvel hesta. Það er mikilvægt að aðgreina og merkja stíga og skapa öllum aðstöðu við hæfi. Greinilegt er að þörf er á afgirtu svæði til

viðrunar hunda en hundaeigendur leita mikið á Hólmsheiðina til að geta sleppt vinum sínum lausum um stund. Við þurfum einnig að gæta þess að hlúa að útivistarperlum okkar Reykvíkinga þannig að svæðin þoli alla þá umferð fólks sem þangað kemur sér til ánægju og heilsubótar. Framsóknarflokkurinn vill efla holla hreyfingu og útvist og bæta aðstöðu til þess í borginni. Valgerður Sveinsdóttir Greinarhöfundur er varaformaður ÍTR og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga.

Af hverju sérstakt Reykjavíkurframboð? Af hverju sérstakt Reykjavíkurframboð? Er einhver þörf á nýju óháðu framboði? Framboði sem hópur íbúa bara úr í Reykvík stendur að? Margir spyrja sig sjálfsagt þessarar spurninga þegar þeir heyra af þessu nýja framboði. Ástæðan fyrir þessu framboði er einföld. Við teljum að fjórflokkurinn í borginni hafi engan vegin staðið undir væntingum á síðustu árum. Hvorki í borginni eða á landsvísu. Við teystum fjórflokknum ekki til þess að fara áfram með stjórn borgarinanar. Fjórir meirihlutar og fjórir borgarstjórar voru við völd í borginni á kjörtímabilinu. Það er ekki bara að ríkt hafi algjör glundroði á pólistíska sviðinu. Rekstur borgarinnar hefur verið þannig að nú er svo komið að jafnvel Orkuveitan er nánast komin í þrot. Helsta afrek núverandi meirihluta sem hann hreykir sig mest af fyrir þessar kosningar er að þessi meirihluti hefur haldið í tvö ár. Það þykir þessu fólki ganga kraftaverki næst og talar um fátt annað í aðdragana borgarstjórnarkosninganna. Að öðru leiti er fátt í gangi. Í mesta samdrætti á Íslandi frá lýðveldisstofnun heldur borgin að sér höndum, pakkar í vörn og leiðir samdráttinn hér á Höfuðborgarsvæðinu með því að ráðast að yngstu börnum borgarinnar og lætur fjarlægja alla sandkassa á opnum leiksvæðum í borginni. Það er eins og núverandi borgarfulltrúar séu búnir að gefast upp. Úrræðaleysið er algjört. Við í Reykjavíkurframboðinu deilum ekki lífssýn þess fólks sem nú situr í borgarstjórn. Þessu fólki öllu þarf að gefa gott frí. Það skynjum við. Það skynjar Jón Gnarr. Það skynja borgarbúar. Þess vegna viljum við bjóða Reykvíkingum alvöru valkost: Nýtt framboð með nýjum fólki sem vill vinna að hagsmunum Reykvíkinga. Þriðja stjórnsýslustigið Reykjavíkurframboðið vill virkja þann vísir sem er í dag að íbúalýðræði í borginni og byggja á því og búa til þriðja stjórnsýslustigið úti í hverfum borgarinnar. Núverandi hverfaráðum verði fjölgað, þau endurskipulögð í samvinnu við Íbúasamtök og önnur félagasamtök í hverfunum og þeim fengin verkefni og fjármagn til að sinna ákveðnum verkefnum í sínum hverfum. Með þessu hafi íbúar hverfanna beina aðkomu og sjái um ákveðna þætti í rekstri sinna hverfa. Völd og fjármunir verði þannig flutt frá Ráðhúsinu út í hverfin. Í hverfum borgarinnar verði þannig komið á þriðja stjórnsýslustiginu. Slíka tilfærslu á völdum og fjármunum frá ráðhúsinu út til fulltrúa íbúanna í hverfaráðunum er hægt að gera án þess að auka kostnað í rekstri borgarinnar. Íbúar Reykjavíkur munu með þessari breytingu hafa meira um málefni síns hverfis og síns umhverfis að segja en með núverandi miðstýringu úr Ráðhúsinu. Friðrik Hansen Guðmundsson Skipar 2. sæti Reykjavíkurframboðsins fyrir komandi borarstjórnarkosningar.


17

Fréttir

Árbæjarblaðið

Íbúarnir í forgang! Það líður hratt að sveitarstjórnarkosningum. Þótt þær séu haldnar í skugga rannsóknarskýrslunnar og landsmálanna megum við ekki gleyma mikilvægi þessara kosninga fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Sveitastjórnarstigið snýr að okkar nánasta umhverfi. Að leikskólum og grunnskólum barnanna okkar. Að götum og göngustígum. Að hraðahindrunum jafnt sem greiðfærum umferðaræðum. Að velferð okkar og okkar nánustu. Ég held að flestir geti verið sammála um að Reykjavík sé um flest góð borg til að búa í. Við Reykvíkingar höfum kosið að búa hér enn ekki í nágrannasveitarfélögunum eða erlendum stórborgum. Hér líður okkur vel og hér viljum við ala börnin okkar upp. Það er hins vegar ekkert sjálfgefið að Reykjavík sé slík borg. Borg þar sem íbúarnir eru settir í forgang og ráðamenn taka mið af þörfum þeirra og óskum. Áfallið sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir var ekki síður högg fyrir sveitarstjórnir landsins. Þær hafa orðið fyrir tekjumissi ekki síður en ríkið og þörfin fyrir margvíslega velferðarþjónustu hefur stóraukist. Það er gæfa okkar Reykvíkinga að borgarstjórn hefur staðið saman um að vinna úr þessu áfalli. Með samvinnu og áræðni hefur hið ótrúlega tekist nefnilega að standa vörð um grunnþjónustu við okkur íbúana, að skila hallalausum borgarsjóði en hækka samt ekki skatta. Fasteignagjöld hafa raunar verið lækkuð! Við sem eigum börn hjá dagforeldrum, í

Borg fyrir börn

Borgarmálin snúast að stórum hluta um börn. Kannski er það mikilvægasti þátturinn í öllu borgarstarfinu, ekki síst núna þegar kreppa steðjar að. Þá þarf að standa vörð um þjónustu leikskólanna, grunnskólanna og um frístundastarfið. Þá þarf að tryggja að kennslan í skólunum skerðist ekki. En við eigum ekki bara að standa vörð um þjónustuna. Við þurfum líka að bæta þjónustuna. Þegar það verk er annars vegar skiptir engu máli hvort það er kreppa eða ekki. Við þurfum að bæta samvinnu milli skólastiganna og auka samvinnu milli frístundastarfs og Einar Skúlason er oddviti framsóknarmanna í skólastarfs. borgarstjórnarkosVið þurfum að ningunum. vera vakin og sofin í því að betrumbæta sérkennslu og tryggja að allir nemendur hljóti góða grunnmenntun og nám við sitt hæfi. Frístundakortið var eitt af af stefnumálum Framsóknarflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Það hefur sannað sig og er komið til að vera. Næsta skref er að hækka greiðslur úr frístundakortinu upp í kr. 40.000 á barn eins og stóð upphaflega til og við verðum að stefna að því að gera það á kjörtímabilinu. Og fjölmargt fleira þarf að gera til þess að bæta líf barnanna í borginni. Hvers vegna ekki að bjóða, svo dæmi sé tekið, öllum skólakrökkum upp á hafragraut á morgnana? Lykilatriðið er þetta: Reykjavík er borg fyrir börn. Ábyrgð borgarinnar er mikil og við skulum standa undir því. Einar Skúlason er oddviti framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor

skóla eða leikskóla vitum hversu mikilvægt það er að hinar erfiðu aðstæður í þjóðfélaginu hafi ekki áhrif á daglegt líf barnanna. Það hefur tekist í Reykjavík og Atli Kristjánsson er fyrir það er kosningastjóri Sjálfmaður þakklá- stæðisflokksins í Árbæ. tur. Þetta gerist á sama tíma og borgin hel-

dur uppi verklegum framkvæmdum í landinu. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur borgin verið að verja langtum hærri upphæðum til mannaflsfrekra framkvæmda en ríkisvaldið í heild sinni. Í kosningunum 29. maí kjósum við um framtíðina. Þar ræðst hvernig haldið verður utan um rekstur borgarinnar á næstu árum og þá þjónustu sem hún veitir. Hvort við viljum halda áfram á sömu braut eða fara út í óvissuna. Ég veit hvað ég vil. Atli Kristjánsson Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Árbæ

Loftnets, gervihnatta, síma og ADSL þjónusta Gerum við og setjum upp loftnet og gervihnetti og veitum alhliða þjónustu vegna síma og ADSL Þjónustum heimili, húsfélög, fyrirtæki og sumarbústaði

Loftnetstækni - sími: 894-2460 loftnetstækni@loftnetstækni.is


18

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Sverrir Einarsson

Hermann Jónasson

Jón G. Bjarnason

Bryndís Valbjarnardóttir

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Ár­bæj­ar­blað­ið Auglýsingar og ritstjórn:

587-9500 b bfo.is fo.is 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJÓ NUS

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

Fréttir

Árbæjarblaðið

Unga Reykjavík

Í vor verður kosið um börnin okkar ningarfánamarkmiði“, svipuðu Grænog framtíð þeirra. Kosningarnar í vor fánamarkmiði í umhverfismennt. Þaneru mikilvægustu kosningar í langan tínig komist öll börn í tæri við undur ma því þá verður kosið milli trúverðusköpunarkrafts lista og handíða og skagra lausna á atvinnuleysinu og skilpandi greinar í skólunum eflast. Við nings á þörfum fjölskyldna annars vegviljum líka taka upp viðræður við öll ar – og afskiptaleysis og vondrar foríþróttafélög, æskulýðssamtök og lisgangsröðunar hins vegar. Ekkert barn taskóla og hugsa leiðir til að gera frísné ungmenni má verða fórnarlamb tundir aðgengilegri og ódýrari. óstjórnar í efnahagsmálum síðastliðin Oddný Sturludóttir, boráratug. Ég mun aldrei líða garfulltrúi Samstéttskiptingu, mismunun og fylkingar, skrifar: fátækt á minni vakt og treysti mér til að verja skólana og börnin þrátt fyrir slæma Strákar, samstöðu borgarsjóðs. Ég treysti mér til að starf og starfhagræða í skólakerfinu án þess að það sþróun bitni á fagmennsku og gæðum. ,,Unga Íslenskir Reykjavík“ er barnastefna Samstrákar missa mun fylkingarinnar. Þar koma fram áherslur fyrr áhuga á námi en stúlkur. okkar varðandi menntun, frístundir og Reykvískir skóla ættu að leiða þjóðarávelferð barna. Því miður er stéttskipting tak um betri námsárangur stráka, meiri í Reykjavík þegar kemur að þátttöku áherslu á siðfræði, heimspeki, tjáningu barna í frístundastarfi. Þessu er hægt að og samvinnu í námi barna í skólum og breyta með því að auka samstarf í frístundastarfi. Við viljum stíga stærri listafólks, menningarstofnana og skóla. skref til samþættingar frístunda- og 2 BA2/ Við viljum að skólar stefni að ,,menskólastarfs og nýta tækifærin/'0+ sem felast

í stækkandi faghópi frístundafræðinga og hvað þeir geta lagt gott til fjölbreytilegri skóladags. En okkur er líka umhugað um starfsþróun og leggjum því til að skólastjórar og kennarar í Reykjavík hafi skipti á vinnustöðum í símenntunarskyni. Einnig viljum við að skólastjórar verði ráðnir til nokkurra ára í senn, til að tryggja miðlun þekkingar milli skóla. Bjartari framtíð fyrir börn Mikilvægast er þó að hafa börnin ávallt í brennidepli, ekki þær mörgu stofnanir sem koma að velferð þeirra. Við viljum stokka upp sérfræðiþjónustu skóla í samstarfi við ríkið, ryðja í burtu múrum milli stofnanna og auka skólaráðgjöf inn í skólastofuna. Af því hlýst bæði hagræðing og betri þjónusta við börn og fjölskyldur. ,,Unga Reykjavík“ geymir á fjórða tug áherslna um menntun og velferð barna og unglinga. Áherslur um virkni ungmenna, læsi, samstarf við framhaldsskólann og margt fleira. ,,Unga Reykjavík“ Það er með stolti sem við kynnum ,,Ungu Reykjavík“, barnastefnu Samfylkingarinnar. Kjósum bjarta framtíð # fyrir börnin okkar.

(8,* % 3 / 6A2/ 1'* &:0 1-$ , #/ 7 #'%2 3#01$'/A',% ,, /'017, / 2A+2,"0 "8112/ #'%',+ ,,0 &#,, / 6*$"6,0 A 0-, / -% 1#$6,' /, *"0 /'017, :10)/'$ A'01 $/6 (9* / 21 0)8* ,2+ 7 /#'A&-*1' 6/'A 18) 03#',0 ./8$ -% :10)/'$ A'01 0#+ +#'01 /' (8*', :, 01 /$ A' 6A2/ 6 2',-1 0,5/1'01-$2,,' 6 /#,0603#%' 7 6/ ,5/1'01-$ , &#'1'/ /'0+ /'0+ CBA'/ =&#'*9% +#A$#/A< -% #/ , $, +#A /#,12 #, /'017, -% 01 /$0+ A2/ &#,, / '," (9/) *#%%( +')* 6&#/0*2 6 0*9)

+5,"*'01 /0B,',%2 7 +/ -/% 6 ?0 $'/A' -% ,: &#$2/ **#/7 7 +'A -/% #5)( 37) 2/ 0B,1 6&2% 6 3#/)2+ &#,, / 8*) ;11' #))' A 3#/ 03')'A $ &#'+ 08), 7 ,5/1'01-$2,, /'0+2 #," #', %*;0'*#% 01 0,5/1'01-$ * ,"0',0 -% ;A' A01 A , -% C(8,201 , 1'* $5/'/+5," / .,2, /17+',, #/ 03#'%( ,*#%2/ -% #/ -.'A 1'* )* 6 $'++12" %0)39*"2+ -% #$1'/ #$1'/0.2/, 6 * 2% /"9%2+ '* A $6 $/#) /' 2..*B0',% / #/ 07+',, &(6 C#'+ -% 03- #/2A C 2 +#A 07A2 6 $ !# --)

2 -% #/2 C;/ +#A $9/A2, /39/2/ $/6 /1 "#!- 2) C#00 A 3#/ +#A 39/2*7,2 $/6 *3', *#', = 8*) *#'1 / 6 0,5/1'01-$2 6 9**2+ *"/'< 0#%'/ /'017, = *3#% $/6 6/ 1'* 6/ 01/6) / 0#+ 01#*.2/ -% ) /* +#,, 0#+ )-,2/ 'A *'12+ 3942+ 0,5/12+ &#,"2/ $;12/ -% 19)2+ 6 ** 0)5,0 &:A3 ," +6*2+ 5"/ "#/+'# #A 63 41 0B/2+#A$#/A 3'A 8*23 ," +6*2+ )-** %#,+#A$#/A 1'* A /8 /80/-A '$1-0-+# $5/'/ *7$* 20 &:A -% '*+-* 72+#A$#/A $5/'/ C/#511 / 06*'/< > 01-$2,,' #/ #',,'% +5,"*'01 /0B,',%

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GATA) GA AT TA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

% ) ( $ ! *

Komdu á skauta í Egilshöllina Opið alla daga Allar upplýsingar á

(

( ! * % """

%

#

www.egilshollin.is Skólahópar og fyrirtækjahópar velkomnir EGILSHÖLLIN · FOSSALEYNI 1 · 112 GRAFARVOGI · SÍMI 594-9610


25% afsláttur af dömu- og herraklippingum dagana 21. og 22. maí í tilefni 25 ára afmælis Klipphússins Einnig 25% afsláttur af eftirtöldum vörum: Crew - Milk Shake - Aveda

KLIPPHÚSIÐ Bíldshöfða 18 - Sími 567 2044

Fylgstu með þínu hverfi á www.hverfidmitt.is

Reykjavíkurborg hefur opnað tíu nýja hverfavefi fyrir borgarbúa. Þar er meðal annars hægt að kynna sér þjónustu og framkvæmdir ásamt því að senda inn ábendingar og hugmyndir.

www.reykjavik.is www.hverfidmitt.is


20

Viðgerðarþjónusta Alhliða viðgerðir og smurþjónusta. Bilanatalva fyrir flesta bíla. Sími 555 6670 - www.velras.is Rauðhellu 16 - Vagnhöfða 5

Sandblásum og púðurlökkum felgur - boddíhluti - mótorhjólastell - járnleiðiskrossa og margt fleira

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

Bæj­ar­flöt­10­­-­­112­Reykja­vík­­­ Sími­567­8686­­­in­fo@kar.is­­www.kar.is

Fréttir

Árbæjarblaðið

Björnslundur er stolt barnanna í Norðlingaholti

Nú þegar aðeins rétt rúm vika er í kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík er mikilvægt fyrir borgarbúa að móta sér skoðun á því hvernig þeir ætla að verja atkvæði sínu. Umræða um hrunskýrslu og styrkjamál stjórnmálamanna hafa yfirgnæft alla aðra stjórnmálaumræðu en væri ekki ráð að staldra aðeins við og gefa því gaum hvernig málum er háttað næst okkur. Hvernig standa skipulagsmálin í þínu hverfi? Hvernig eru aðstæður fyrir börnin í hverfinu? Hvernig líst þér á menningarmál í Reykjavík? Málefnin eru mörg og mismunandi og því nauðsynlegt að hver og einn borgarbúi hugsi aðeins um hvað það er sem skipti mestu máli – í Reykjavík! Íþrótta- og útivistaraðstaða í Norðlingaholti Ég bý í því yndislega hverfi Norðlingaholti og á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hafa mörg góð verk verið unnin í hverfinu. Einn af stóru áföngunum er ákvörðun sem tekin var nú á vordögum um að leigja svokallað „Mest-hús“ til notkunar fyrir nokkrar af íþróttadeildum Fylkis. Það verður góð stund fyrir íbúa hverfisins að fá loksins íþróttaaðstöðu í næsta nágrenni. En húsið verður ekki bara notað sem íþróttaaðstaða heldur er einnig gert

ráð fyrir að þar verði félagssaðstaða fyrir börn og unglinga sem fá þá loksins aðra aðstöðu en bensínstöð eða hálfbyggðar blokkir til að koma saman og njóta félagsskapar við hvort annað. Eitt er það sem nauðsynlegt er að huga að áður en húsið fyllist af börnum og það er að draga þarf úr umferðarhraða á Norðlingabraut sem liggur í löngum sveig frá Þingtorgi að Mánatorgi og er oftar en ekki mikill hraði á umferðinni fyrir framan nýja íþróttahúsið okkar og framhjá bensínstöðinni. Stolt barnanna í Norðlingaholti er hið frábæra útivistarsvæði Björnslundur. Þessi fallegi skógur hefur verið „innréttaður“ af skóla- og leiksskólabörnum á síðustu árum og var það svo sannarlega frábær viðbót við hlutverk Björnslundar þegar útideild Rauðhóls var tekin í notkun 2009. Í íbúakosningu sem fram fór í vetur fengu íbúar hverfanna tækifæri til að segja sína skoðun á því hvaða verkefni ætti helst

að ráðast í og meðal þeirra verkefna sem farið verður í í sumar er að útbúa áningarstað við Rauðavatn og veit ég að það eiga margir eftir að nýta sér þá aðstöðu þegar hún verður tekin í notkun. Framkvæmdir við Norðlingaskóla Mikilvægasta verkefnið í Norðlingaholti á næstu misserum er að sjálfsögðu skólabyggingin. 1. áfangi Norðlingaskóla verður tekinn í notkun í haust og fullbyggður verður sambyggður grunn- og leikskóli um 7.500fm fyrir 450 nemendur í 1.10. bekk og 110 leikskólabörn. Það á klárlega að vera krafa íbúa í Norðlingaholti að stjórnmálamenn sjái til þess að biðin eftir þessu góða húsnæði verði ekki lengri en þörf er á og að tryggt verði að fjárframlag til framkvæmdanna verði með þeim hætti að hægt sé að halda uppi vinnu við bygginguna þar til hún verður fullbúin – án óþarfa tafa. Mætum á kjörstað Ég vil hvetja íbúa í Norðlingaholti og Árbæ öllum til að mæta á kjörstað þann 29. maí næstkomandi. Hvert einasta atkvæði skiptir máli fyrir Reykjavík. Óskar Örn Guðbrandsson er í 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar

Aukin áhrif íbúanna á ákvarðanir í borginni Sveitastjórnarmál framtíðarinnar eiga eftir að vera í auknum mæli hjá íbúunum sjálfum. Megininntak fulltrúalýðræðis er að kjósendur velji sér fulltrúa sem þeir treysta til að taka ákvarðanir í þágu samfélagsins. Þetta fyrirkomulag er ekki gallalaust þar sem að það uppfyllir ekki nógu vel kröfur samtímans um aukna þátttöku íbúa í ákvörðunarferlinu. Borgaryfirvöld, undir styrkri stjórn Hönnu Birnu borgarstjóra, hafa mætt því og það er nú yfirlýst stefna borgaryfirvalda að stuðla að frekari þátttöku borgarbúa í ákvarðanatökum og efla þannig íbúalýðræði. Hugmyndaþing til framtíðar Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur þegar sýnt með verkum sýnum að þar er mikill vilji til að veita íbúum aukin áhrif í ákvarðanatökum. Einn liður í að auka aðkomu íbúa að stefnumótun og ákvarðanatöku borgarinnar var til að mynda að halda Hugmyndaþing Reykjavíkur í ráðhúsinu. Þar var safnað í sarpinn tillögum um það hvernig efla mætti borgina til framtíðar. Borgarbúar voru hvattir til að nýta sér þennan einstaka vettvang til að koma hugmyndum sínum á framfæri og viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem mörg hundruð manns lögðu leið sína í ráðhúsið til að

taka þátt. Á þinginu voru hugmyndasmiðjur sem borgarfulltrúar stýrðu og borgarbúar komu hugmyndum sínum að. Áætlað er að 1000 hugmyndir hafi komið frá borgarbúum og var framtíðin því þeim greinilega hugleikin og ánægjulegt að geta fundið hugmyndaauðgi borgarbúa farveg með þessum hætti. Hugmyndirnar voru afar fjölbreyttar og spunnu allt frá smæstu verkefnum borgarinnar yfir til þeirra stærstu. Til að hugmyndirnar kæmust í almennilegan farveg var unnið úr þeim og þeim fundinn staður í Sóknaráætlun Reykjavíkurborgar. Borgarbúar ákveða forgangsröðun síns hverfis Það hefur komið fram sterkur vilji meðal íbúa um að hafa meiri áhrif í ákvörðanatöku varðandi nærumhverfi sitt og því var ákveðið að gefa íbúum borgarinnar kost á að forgangsraða fjármunum til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfunum í rafræn-

ni kosningu. Verkefnin sem valið stóð um voru valin á samráðsfundum með íbúum, hverfisráðum og íbúasamtökum svo að allur ferill verkefnisins væri sem mest hjá borgarbúum sjálfum. Niðurstaða kosningarinnar var sú að umhverfi og útivist er borgarbúum hugleikið þar sem sá málaflokkur var settur í forgang í átta hverfum af tíu. Ákveðið var að hafa kosninguna bindandi svo að um raunveruleg aukin áhrif íbúa væri um að ræða, og því fóru þau verkefni sem sett voru á forgangslistann í hverju hverfi beint á fjárhags- og framkvæmdaáætlun borgarinnar. Góð þróun sem hlúð verður að Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna vill efla þróun í átt að auknu íbúalýðræði, meðal annars með því að setja forgangsverkefni fjárhagsáætlunar í kosningu. Af þeim fyrstu skrefum sem Reykjavíkurborg hefur stigið í átt að aukinni þátttöku íbúa í ákvörðunartöku borgarsamfélags síns er ljóst að þar er góð þróun í átt að betra samfélagi í samvinnu borgarbúa og borgaryfirvalda sem hlúð verður að. Hildur Sverrisdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar

Yngstu börnin í forgangi Síðustu tvö ár hefur borgarstjórn verið sammála um að verja grunnþjónustu. Grunnþjónusta felur í sér lögbundna þjónustu, þjónustu leik- og grunnskóla og velferðaþjónustu. Yngstu börnin eru því í forgangi en ekki einungis hafa borgaryfirvöld varið leikskólaþjónustu heldur var nú í maí ákveðið að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík svo hægt sé að bjóða öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólapláss í haust eins og stefna og starfsáætlun Reykjavíkurborgar kveður á um. Leikskólaplássum verður fjölgað bæði í borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum þannig að öll börn, sem verða tveggja ára á þessu ári, fá bréf um leikskólavistun. Meðal annars verður hafinn leikskólarekstur hjá Norðlingaholtsskóla í haust. 1400 börn hefja í fyrsta sinn leikskólagöngu í Reykjavík í haust en aldrei

hafa fleiri leikskólabörn fengið þjónustu í borginni en nú. Valkostir fyrir foreldra hafa aldrei verið fleiri. Um 6800 börn eru í leikskólum borgarinnar auk þess sem um allt að 800 börn þiggja þjónustu dagforeldra og 700 þjónustutryggingu. Reykjavíkurborg hefur ávallt haft mikinn metnað í leikskólamálum en útgjöld til leikskólamála skv. fjárhagsáætlun 2010 eru um 7% hærri að raungildi en á árinu 2006. Þá hefur ánægja foreldra með leikskóla Reyk-

javíkur aukist en samkvæmt nýlegri könnun eru 95% foreldra ánægðir með leikskóla borgarinnar. Á síðustu árum hefur mikið áunnist þrátt fyrir miklar sveiflur í starfsmannahaldi leikskóla. Fagfólki hefur fjölgað umtalsvert, þrír nýir leikskólar teknir í notkun, sérkennslustefna leikskóla búin til og samningar við 19 sjálfstætt starfandi leikskóla kláraðir. Leikskólagjöldin lækkuðu um 25% og 100% systkinaafsláttur tryggður og hvatningarverðlaun leikskóla voru sett á laggirnar. Þjónustutrygging fyrir allra yngstu börnin var innleidd sem nýtt úrræði og ungbarnaleikskólum fjölgað. Það er til mikils að vinna áfram fyrir börnin, foreldra og samfélagið allt að halda áfram að byggja upp leikskólaþjónustu og það þrátt fyrir að á móti blási. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir


21

Fréttir

Árbæjarblaðið

Íslandbanki styrkir fatlaða

Ólafur Ólafsson, útibússtjóri við Gullinbrú og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra takast í hendur eftir undirskrift samningsins.

Íslandsbanki og Íþróttasamband fatlaðra undirrituðu nýlega samstarfssamning þess efnis að Íslandsbanki verði aðal styrktaraðili samtakanna vegna Special Olympics á Íslandi. Undirritunin fór fram í útibúi Íslandsbanka við Gullinbrú, sem er aðal viðskiptaútibú Íþróttasambands fatlaðra. Íslandsbanki og forverar hans hafa stutt Íþróttasamband Fatlaðra og Special Olympics allt frá árinu 2000. Samningurinn gildir til ársloka 2010 en verður endurnýjaður í ársbyrjun 2011. Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968. Markmið þeirra er að bjóða upp á íþróttatilboð fyrir þroskaheft fólk og aðra þá sem eiga við námserfiðleika að stríða. Þátttakan er aðalatriðið, allir keppa aðeins við sína jafningja og allir eiga sömu möguleika á verðlaunum. Hugmyndafræði Special Olympics byggir á gildi umburðarlyndis

og jafnræðis. Lögð er megináhersla á þátttöku, ánægju, einstaklingsmiðaða færni og vináttu. Íþróttasamband Fatlaðra gerðist aðili að Special Olympics samtökunum árið 1989 og hefur síðan þá verið umsjónaraðili samtakanna á Íslandi. Farsælt samstarf Samstarf Íslandsbanka og Íþróttasambands fatlaðra vegna starfsemi i Special Olympics á Ísland i hófst árið 2000 þegar Íslandsbanki gerðist aðalsamstarfsaðili samtakanna hér á landi. Allar götur síðan þá hafa ÍF og Íslandsbanki átt með sér farsælt og gefandi samstarf vegna íþróttatilboða tengdu þroskaheftu íþróttafólki jafnt innanlands sem erlendis. Þannig hefur stuðningur bankans gert sambandinu kleift að senda stóran hóp þroskahefts íþróttafólks til sumar- og vetrarleika Special Olympics, en Íslendingar hafa tekið þátt í alþjóðasumar- og vetrarleikum Special Olympics frá árinu 1991.

Þátttaka Íslands í Shanghai 2008 líkt og undangengnum leikum var m.a. styrkt af Íslandsbanka en auk innlendra verkefna fyrir dyrum standa eru næstu verkefni erlendis þátttaka í Evrópuleikum sem fram fara í Póllandi og Alþjóðasumarleikarnir sem fram fara í Aþenu 2011. Samningurinn milli Íþróttafélags fatlaðra og Íslandsbanka var undirritaður í útibúi bankans við Gullinbrú þann 5. apríl síðastliðinn. Á myndinni eru þeir Ólafur Ólafsson, útibússtjóri í útibúinu við Gullinbrú og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands Fatlaðra, við undirritunina. Þess má til gamans geta að útibúið fagnar um þessar mundir 20 ára afmælis síns í nágrenni við íbúa Grafarvogs. Við hvetjum íbúa Grafarvogs, Árbæjar og Grafaholts til að kíkja til okkar í spjall og fræðast um þá þjónustu sem við höfum uppá að bjóða. Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur í Íslandsbanka Gullinbrú!

Iy@JBI>A=:C9>CC> "ÃVg[ijVÂadhcVk^Âgjhagh`gcjbZÂV\VgÂ^cjb4 ":gijVÂ[gVb`k¨bV4 "K^ÂZ^\jb\{bVcV "K^ÂW_‹Âjbjee{hVcc\_VgcikZgÂ#

De^cc\{bjg]Zcij\jgÄZ\Vg]ZcYV{ \VgÂVg\Vc\^!gjha^!bWgdi^ZÂV \Žbajb^ccg‚ii^c\jb#

"C{cVg^jeeaÅh^c\VgkZ^iVg{Â\_V[VgÏhaZch`V <{bV[‚aV\h^ch†h†bV*,,*,*, ZÂV†iŽakje‹hi^^\[5^\[#^h

20% afsláttur af leigu og losun á gámum

Ad`VÂjg\{bjg]Zcij\jgÄZ\Vg ]ZcYV{Åbhjgjha^d\Z[aZ^\_V {†aZc\g^i†bV!]¨\iZgVÂ a¨hV\{bcjb#

H†b^/*,,*,*, i"e‹hijg/^\[5^\[#^h


22

Fréttir

SUMAR 2010

Árbæjarblaðið

Þú færð það á www.stræto.is

námskeið í júní og ágúst fyrir börn og unglinga

Myndlistaskólinn í Reykjavík, Hringbraut 121, 107 Reykjavík einnig námskeið í útibúi skólans Korpúlfsstöðum, 112 Reykjavík SKRÁNING á vef skólans myndlistaskolinn.is og í síma 551-1990

Viðurkennt

- þjónustuaðili fyrir öll tryggingafélög - vönduð vinna, unnin af fagmönnum - útvegum bílaleigubíla

CABAS

verkstæði

Viðarhöfði 6 110 Reykjavík

+

sími: gsm:

587 0587 892 8255

#

+

Við hlökkum til að sjá þig í snyrtingu í sumar! TILBOÐ

") 15% afsláttur út maí ef þú kemur með auglýsinguna með þér OPNUNARTÍMAR: virka daga 10 - 18 SNYRTISTOFAN DIMMALIMM Hraunbæ 102a, 110 Reykjavík Sími 557 5432 dimmalimm@dimmalimm.is www.dimmalimm.is

%- 2% 0 ,% % ) 3 ! "" # #"(% %0 (! "0 " ) 3 ! "" - #+ " $$ - *** % &

Strætó býður nú 33% lengri gildistíma á tímabilskortum sem keypt eru á vefnum Stræto.is og mun gera það næstu sex mánuði, eðaSfram til 15. október nk. Þannig munu 30 daga kort sem keypt eru á vefnum á þessu tímabili gilda í 40 daga, 90 daga kort gilda N í 120 daga og 9 mánaða kort í 12 mánuði. Tilboðið gildir á gjaldsvæði 1, þ.e. höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að fá fleiri til að nota strætó reglulega og koma til móts við þá sem nú leita leiða til að draga saman útgjöld heimilisins. Um leið er þetta hvatning til notenda strætó um að nýta www.stræto.is til að kaupa kort, leita sér upplýsinga um leiðakerfið, áætlun vagnanna o.s.frv. Spara um 150.000 kr. á ári Sá sem ferðast með strætó í stað einkabíls til og frá vinnu eða skóla (10 km) fimm daga vikunnar getur sparað sér enn hærri fjárhæð en áður með notkun strætó, eða um 150 þúsúsund krónur á ári miðað við kostnað á á hvern ekinn kílómetra einkabíls samkvæmt. útreikningum FÍB og hins vegar við níu mánaða kort Strætó sem keypt er á Netinu fyrir 15. október. Þessi sparnaður margfaldast ef notandinn nýtir tækifærið og selur einkabílinn. Umtalsverð fjölgun farþega fyrstu þrjá mánuði ársins Áhugi almennings fyrir því að nýta sér strætó hefur aukist verulega. Samkvæmt talningum fyrstu þrjá mánuði ársins hefur farþegum í strætó fjölgað umtalsvert miðað við sama tíma í fyrra. Margar fjölskyldur íhuga það um þessar mundir að leggja einum bíl auk þess sem fjölmargir vinnustaðir hafa markað sér þá umhverfisstefnu að bjóða starfsfólki sínu upp á niðurgreiddar og vistvænar almenningssamgöngur í stað þess að leggja dýrmætt land undir bílastæði. Með tilboðinu um 33% lengri gildistíma korta auðveldum við fólki og fyrirtækjum að stíga þessi skref og hvetjum til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum Gjaldskrá Strætó ekki hækkað í rúm þrjú ár Hafi fólk verið hikandi við að stíga skrefið til fulls gerir tilboðið ákvörðunina enn auðveldari. Gjaldskrá Strætó bs. hefur ekki hækkað í rúm þrjú ár, eða frá 1. janúar 2007, og því hafa fargjöldin í raun lækkað jafnt og þétt að raunvirði á þessu mikla verðbólguskeiði. Strætófargjöld hér á landi eru nú ódýrari en fargjöld í þeim löndum sem við miðum okkur jafnan við. 10.854 kr. sparnaður á mánuði Sá sem ferðast með strætó til og frá vinnu eða skóla fimm daga vikunnar borgar fyrir það 11.200 kr. á mánuði ef hann kaupir staka miða í hvert sinn. Kaupi hann farmiðaspjöld myndi kostnaðurinn lækka í 9.090 kr. Kaupi hann hins vegar mánaðarkort myndi það venjulega kosta 5.600 kr. en næsta hálfa árið mun hann fá 40 daga á verði mánaðarkorts, svo þannig má reikna sig fram til þess að mánuðurinn kosti ekki nema 4.200 kr. Ef sami einstaklingur notar fjölskyldubílinn til að ferðast á milli heimilis og vinnu eða skóla er rekstrarkostnaðurinn um 15.054 kr. á mánuði. Er þá miðað við fimm kílómetra meðalvegalengd milli

heimilis og vinnustaðar, eða tíu kílómetra á dag. Samkvæmt útreikningum FÍB kostar kílómetrinn 75,27 krónur Þannig má segja að hægt sé að spara að jafnaði 10.854 kr. á mánuði með því að taka strætó í vinnuna í stað þess að nota einkabílinn. Höldum áfram að bæta leiðakerfið, bæta reksturinn og auka þjónustuna Það eru mörg brýn verkefni sem unnið er að hjá Strætó bs. Þessi verkefni lúta að því að bæta leiðakerfið og auka tíðni þar sem þess er mest er þörf. Þær leiðakerfisbreytingar sem snúa beint að Reykjavík eru meðal annars að auka tíðni á leið 13, bæta við vagni á leið 26 svo hún geti gengið á 30 mínútna fresti allan daginn, auk þess sem sú leið þarf að aka á kvöldin og um helgar líka. Þá þarf að lengja leið 28 frá Boðaþingi að Mjódd og fjölga þarf ferðum á Kjalarnes. Eflaust er fleira sem brennur á notendum strætó en þetta eru

hvað forgangsakreinar varðar verið til mikillar fyrirmyndar en því miður hefur hins vegar ekki gengið eins vel að fá í gegn stoppistöðvar við Vesturlandsveg og fleiri þjóðvegi í þéttbýli. Vonandi verður bragabót á því á næstu áætlun samgönguráðuneytisins. Strætó bs. hefur auk þessa sett fram áætlanir og greiningar á því hvernig bæta megi þjónustu innan höfuðborgarsvæðisins annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar. Tillaga hefur komið fram um að færa biðstöðina á Hlemmi að BSÍ og spara umtalsverða fjármuni sem fara í það að veita vagnstjórum svigrúm til hvíldar á Hlemmi. Þess í stað yrði boðið upp á rafvædda miðbæjarvagna sem aka á mikilli tíðni innan miðborgarsvæðisins auk háskólasvæðanna. Þessar áætlanir hafa verið kynntar fyrir Umhverfis- og samgönguráði

brýnustu verkefnin sem snúa að leiðakerfinu innan Reykjavíkur. Auk þessa boðaði Strætó bs. formenn allra Hverfaráða borgarinnar á fund og bauð fram aðstoð sérfræðinga fyrirtækisins við að rýna leiðakefið innan hvers kerfis með tilliti til

sem hefur komið þeim áfram til Smagönguráðuneytisins. Fleira mætti nefna sem mun bæta almenningssamgöngukerfið okkar s.s hjólagrindur á vagnana, t.d. á stofnleiðum. Það er líka áhugavert að setja inn hraðleiðar

þess að aðlaga það betur að þörfum hvers hverfis. Mörg Hverfaráð hafa þegar hafið þessa vinnu fyrir sitt hverfi með aðstoð leiðakefissérfræðings Strætó bs Forgangsakreinar og stoppistöðvar við þjóðvegi í byggð En það er margt fleira sem skiptir miklu máli fyrir farþega og almenningssamgöngur í heild sinni. Fogangsakreinar fyrir strætó eru afar mikilvægar í því að auðvelda vögnunum að halda tímaáætlun á annatíma og hefur samstarfið við ríkið

sem færu á annatímum og stoppuðu ekki á öllum þeim fjölmörgu stoppistöðvum sem gert er í dag. Mikilvæg vinna er í gangi við að auðvelda uppsetningu á upplýsingaskiltum á stoppistöðvum og inni í vögnunum auk þess sem unnið er að því að geta tekið á móti debet og kreditkortum í vögnunum og fleira mætti telja. Höldum áfram að byggja upp gott leiðakerfi og bæta þjónustuna. Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs.

Hverfavefur Árbæjar opnaður Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum hverfavefjum fyrir hvert hverfi borgarinnar á slóðinni www.hverfidmitt.is. Hverfavef Árbæjar má nálgast með því að smella á hverfið á yfirlitskorti af Reykjavík á slóðinni. Hverfavefirnir hafa allir að geyma greinargóðar upplýsingar um sérstöðu hvers hverfis, nýlegar og yfirstandandi framkvæmdir, niðurstöðu íbúakosninga, hugmyndir íbúa um aðalskipulag, starfsemi hverfislögreglu og myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu. Ekki má heldur gleyma upplýsingum um almennt hverfastarf og hverfisráð viðkomandi hverfis. Á vefjunum er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um fjölskylduþjónustu þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar, aðra þjónustu Reykjavíkurborgar og þjónustu annarra aðila í viðkomandi hverfi. Jafnframt eru þeir öflug fréttaveita fyrir fréttir af viðburðum og nýjungum í þjónustu innan viðkomandi hverfis. Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu eða öðrum hverfum borgarinnar á framfæri í gegnum hverfavefina. Sérstök ábendingargátt er á öllum vefjunum og renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari úrvinnslu og/eða upplýsingamiðlunar. Reykjavíkurborg hefur eflt þjónustu, upplýsingamiðlun og tengsl við íbúa í hverfum borgarinnar með ýmsum hætti síðustu misseri. Opnun nýrra hverfisvefja er enn eitt skrefið í þá átt. Árbæingar eru hvattir til að nýta sér þessa nýjung til að leita upplýsinga og hafa áhrif á ákvarðanir og aðgerðir Reykjavíkurborgar í hverfum borgarinnar.


23

Árbæjarblaðið

Fréttir

Strákarnir voru duglegir í bílaþvottinum.

Skrúbbað þvegið og bónað

Strákarnir úr 2.flokki Fylkis í knattspyrnu stóðu fyrir fjáröflun um páskana. Þeir tóku að sér að þvo, þrífa og bóna bíla fyrir Fylkismenn og þá sem vildu og sýndu snilldartakta við þrifin.

Kanó / Leikir Klifur / Sig Ratleikir / Rötun Útilega Útieldun

Skátafélagið Árbúar býður upp á spennandi 2 vikna útilíffsn snámskeið fyrir alla hressa krakka á aldrinum 8 -ͳʹž”ƒȋƲͻͺ- ƲͲʹȌǤ‡ĄƒŽ dagskrárliða er klifur urr, bátar, rötun, sund og leikir ikirr. Öll námskeiðin enda með einnar nætur útilegu. Nánari upplýsingar á utiliffsskoli.is eða í síma 586 1911

Nátturúskoðun SKRÁNING: www.utilifsskoli.is

HVÍTA H V Í T A °/Ø:0ð: ° / Ø : 0 ð  : ÍA Í A ° 10-0900 10-0900

Þessi mætti í veiðivöðlunum og veitti ekki af.

Í þínu hverfi í 20 ár

Farsælt samstarf Við höfum verið til þjónustu reiðubúin fyrir Árbæjar- og Grafarvogsbúa í 20 ár. Komdu við hjá okkur þegar þér hentar. Við tökum vel á móti þér. Kær kveðja, starfsfólk Íslandsbanka við Gullinbrú

Stórhöfða 17 - 110 Reykjavík Sími 440 4000 www.islandsbanki.is


)* *. )*.

&*.&*. .&*.-

.. *.*

@ @G#@< G #@<

H O LTA EELDAÐIR L DA Ð I R KKJÚKLINGAVÆNGIR J Ú K L I NG AVÆNG I R HOLTA

BÓNUS FERSK A R K JÚK LING A BRINGUR

BBBQ B Q OG BBUFFALÓVÆNGIR U F F A L Ó V Æ N G I R - ÞÞARF A R F AAÐEINS Ð E I N S AAÐÐ HHITA I TA

@G#@< @ G #@<

BÓNUS FERSKUR HEILL K JÚK LINGUR

@ @G#.+%\ G #.+ %\

&* *.&*.-

&. ..&..-

@G#@< @ G #@<

'..'..-

@ @G#@< G #@<

S

B:G@ IK :GÁ&. . -@ G#@<' %6 ;HA ÌI I JG

S

G

@ @G#@< G #@<

SS

HOLLENSK A R FROSN A R N AUTA LUNDIR

&..-

. -.-.@G#@< @ G #@<

@ @G#@< G #@<

A LI FERSK A R GRÍSA KÓTILE T TUR B:G@ IK:GÁ&. . -@G#@<#(%6;HAÌIIJG ( %   6 ; H A ÌI I J G

KK.S .S FFROSNAR ROSNAR LLAMBA-SIRLOIN AMBA-SIRLOIN SSNEIÐAR NEI ÐA R

&(.-

( (%

KKJARNAFÆÐI JA RN A FÆ ÐI FFERSKT ERSK T KKRYDDAÐ RY DDA Ð HHEIÐALAMB EI ÐA L A MB

K .S FROSIN L A MBASV IÐ

..-

6;HAÌIIJG 6 ;HA ÌI IJG

@G#@< @G #@<

B:G@IK:GÁ&..-@G#@<# B: G@ IK : G Á&. . -@ G #@<# FS L 30 0% % A FS LÁTTU ÁT T U R

B:G@ IK:GÁ' . -@G#@<

@ @G#@< G #@<

20 9 kkr r. kg kkg. g 209 kr.kg.

L amba-SSirloin eru sneiðar úr mjaðma hlutt a lambalærisins

'+ +.'+.-

&( (.&(.-

&*. &* .&*..

K .S FROS I Ð L A MB A F I L L E T

K .S L A MB A L ÆR I Í SNEI Ð U M

K . S L A M B A H R YG G U R Í S N E I Ð U M

@G#@< @ G #@<

@G#@< @ G #@<

@ @G#@< G #@<

FROSIÐ ÓKRYDDAÐ L AMBAKJÖT EER R ÓDÝRARA ÓDÝR AR A

Profile for Skrautás Ehf.

Arbaejarbladid 5. tbl 2010  

Arbaejarbladid 5. tbl 2010

Arbaejarbladid 5. tbl 2010  

Arbaejarbladid 5. tbl 2010

Profile for skrautas
Advertisement