Page 1

Árbæjarblaðið 11. tbl. 6. árg. 2008 nóvember

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

ÖRYGGISSKÁPAR Ekki velkjast í óvissu um verðmætin

Öryggiskápar fyrir heimili og fyrirtæki

Vínlandsleið 6-8 - S: 588 9000 www.optima.is

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Einstök saga rakarans í Árbænum Villi Þór rakari er Árbæingum að góðu kunnur enda með rakarastofu í hverfinu að Lynghálsi 3. Villi segir einstaka sögu sína í nýútkominni bók sinni, Með hjartað á réttum stað. Við birtum kafla úr bókinni í miðopnu. Myndin hér að ofan var tekin 1980 á rakarastofu Villa í Ármúla.

Sími 575 4000 byr.is

Jólagjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn veiðimanna á boxin

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Einfaldur í notkun, öflugur og fyrirferðarlítill nuddpúði. Bæði heima og í bílnum.

MaxiWell II Nuddarinn þýsk nákvæmni og hugvit

588 2580 661 2580 logy@logy.is www.logy.is

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

Fjölskyldan Það hefur líklega aldrei verið erfiðara að vera Íslendingur en í dag. Og nú er svo komið málum að maður hefur upplifað það að vera Íslendingur erlendis og það er ekki skemmtileg lífsreynsla. Þjóðarstoltið er ríkt í hverjum sönnum Íslendingi. Að upplifa það að horfa á þjóðfánann verða eldi að bráð erlendis er erfitt og þyngra en tárum tekur. Hvernig gat það gerst að þetta yrði okkar hlutskipti? Mig rekur ekki minni til undarlegri tíma í sögu þessarar þjóðar. Sauðirnir í fremstu röð hafa brugðist. Annar mátti ekki heyra á samstöðu Evrópuþjóða minnst en hinn eyddi öllu árinu í að koma okkur inn í öryggisráð hinna sameinuðu þjóða. Og þvílíkt og annað eins. Í kjölfar ósigursins, sem kostaði okkur milljarð, og aftöku margra sendiherra í kjölfar kreppunnar, skipaði svo utanríkisráðherrann vinkonu sína og nánasta samstarfsmann í kosningabaráttunni sem tapaðist, sendiherra. Já, í öllum niðurskurðinum í utanríkisþjónustunni var til skúmaskot til að gera vel við enn eina vinkonuna, í aftökunni miðri. Segi svo einhver að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé laus við spillinguna og að hún hugsi ekki um sig og sína. Það er sem sagt sami rassinn undir öllu þessu liði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það önnur gildi en peningar og framapot sem skora. Fjölskyldan er þar fremst í flokki. Nú, sem aldrei fyrr, er nauðsynlegt fyrir okkur að huga að fjölskyldunni. Magn peninga skiptir ekki máli. Mikilvægast af öllu er að fjölskyldur geti talað saman. Allir meðlimir hennar geti komið saman og rætt málefni líðandi stundar af hreinskilni. Mótmæli fjölda fólks á Austurvelli undanfarna laugardaga hafa sent ákveðin skilaboð. Ef þessir fundir eiga hins vegar eftir að skilja það eitt eftir sig að hús alþingis hefur aldrei litið ver út, þá eru þessi mótmæli tilgangslaus. Þeir aðilar sem standa fyrir þessum fundum verða að slíta sig frá skrílnum, þá fyrst verður hlustað af alvöru á málstað þeirra. Látum mótmælin beinast að mönnum og málefnum en ekki fasteignum. Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

abl@centrum.is

Skríllinn skemmir Það átti þá eftir að gerast að maður skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur. Á dauða mínum átti ég von en ekki því. Og það eru bara nokkrar vikur síðan ég trúði því og treysti að allt væri hér í góðu lagi. Sú svakalega staðreynd að fólk í Belgíu, Þýskalandi, Hollandi og fleiri löndum fylli torg og mótmæli glæpsamlegu framferði íslenskra banka kemur við hjörtu okkar. Icesafe ævintýrið hefur verið til lykta leitt en ennþá vitum við ekki hverjar skuldir okkar eru. Íslendingar í útlöndum eru ekki vinsælir gesti og er hent eins og hundum út úr verslunum.

málum þjóðarinnar. Í raun hefur það komið mér mjög mikið á óvart hve þjóðarstoltið er lítið hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar ef forsetinn er undanskilinn. Við skulum taka framkomu Breta í okkar garð. Hvaða þjóð önnur innan Nato hefði tekið því þegjandi að fá á sig lög um hryðjuverkamenn frá annarri Nató-þjóð. Þessi árás Breta í okkar garð framkallaði reiði forsætisráðherra okkar um tíma en formaður Samfylkingarinnar lét sér hvergi bregða.

,,Látum hann drukkna’’

Viðbrögðin voru í öllu falli þannig eins og að um smámál væri að ræða. Hvar er þjóðarstolt þessara oddvita? Nú hef ég engin völd og mun aldrei hafa. En mitt fyrsta verk hefði verið að kalla sendiherra okkar heim frá Bretlandi og slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Strax og þetta gerðist.

Undarlegur skortur á upplýsingum er að gera útaf við fólk. Dagar og vikur líða og það veit enginn hvað er að gerast. Reiðin magnast og mótmælafundir tútna út viku frá viku. Einhver lítill hópur villinga er þó að skemma fyrir. Þessi skríll sem kastar eggjum í hús alþingis og salernispappír. Þessi hópur hefur dæmt sig úr leik og er ekki marktækur.

Gæti verið stutt í olíuna Nú skulum við gera okkur grein fyrir því að mjög breyttir tímar geta verið framundan. Ef spár manna rætast um olíufund í lítilli fjarlægð frá norð-austurströnd Íslands er þess skammt að bíða að við verðum eitt auðugasta ríki heims. Haft hefur verið eftir sérfræðingum að svæðið sem um ræðir geti verið álíka gjöfult og Norðursjór hvað olíu varðar. Reynist þetta rétt þá er um að ræða mestu breytingar í sögu Íslands. Svarthöfði

STÓRhöfði skrifar:

Við erum í lægsta gæðaflokki hjá ,,vinaþjóðum’’ okkar. Íslenskur sjómaður sem sigldi skipi sínu á sker undan ströndum Danmerkur var ekki þess virði að vera bjargað af Dönum sem áttu leið hjá á bátum sínum. Mistök sjómannsins lágu í því að taka ekki niður íslenska fánann sem prýddi skip hans.

Skríllinn skemmir Þolinmæði fólks er á þrotum.

Fáir vinir en góðir Komið hefur í ljós að við eigum fáa vini en góða. Færeyingar og Norðmenn eru þar í verðlaunasætum. Og jafnvel Pólverjar. Ádrepa forseta Íslands í matarboði á dögunum var tímabær þar sem hann las til að mynda fulltrúum Svía, Breta og Dana pistilinn. En ekki hvað? Svo kom formaður Samfylkingarinnar í viðtal í sjónvarpinu og skaut lausum og ómerkilegum skotum að forsetanum. Hann skyldi ekki vera að skipta sér af utanríkis-

Búið er að skuldsetja börnin okkar og barnabörn.

Styrkur fyrir árið 2008 er kr. 25.000,-

Árbæjarblaðið Auglýsingar og ritstjórn 587-9500


4

Matur

Árbæjarblaðið

Paella og frönsk súkkulaðikaka - að hætti Emmu og Rúnars Hjónin Emma Árnadóttir og Rúnar Marinó Ragnarsson, Þverási 13, eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Við birtum hér gómsætar uppskriftir þeirra og skorum á lesendur að prófa.

Matgæðingarnir

Spönsk Paella Þjóðarréttur Spánverja í íslenskri útgáfu.

Hjónin Emma Árnadóttir og Rúnar Marinó Ragnarsson ásamt syni sínum Guðjóni Inga. Dóttur þeirra Sunnu Rós vantar hinsvegar á myndina.

Hráefni (miðast við 6 í mat): 400 gr. rækjur (og humar eða annað

Ef rækjur í skel eða fallegur humar er fáanlegur er skemmtilegt að skreyta réttinn með nokkrum slíkum. Óhætt er að breyta innihaldi ,,paellunnarð’’ eftir smekk, bæta við eða sleppa. Til dæmis er upplagt að nota afgangs kjöt. Eina sem er bráðnauðsynlegt eru hrísgrjónin og túrmerik sem gefur ,,paellunni’’ sinn gula lit. ,,Paellu’’ er upplagt að borða í góðra vina hópi og er borin fram

Skora á Aðalstein og Guðrúnu Emma Árnadóttir og Rúnar Marínó Ragnarsson, Þverási 13, skora á Aðalstein Víglundsson og Guðrúnu Reimarsdóttur, Vesturási 6, að koma með uppskriftir í næsta matarþátt Árbæjarblaðsins. Við birtum gómsætar uppskriftir þeirra í næsta blaði sem kemur út í desember.

Er komið að viðhaldi og er bíllinn óskoðaður? Bremsuviðgerðir, tímareimaskipti og allt annað sem gera þarf við. Við björgum því og látum skoða bílinn í leiðinni fyrir þig. Hjá okkur starfa aðeins fagmenn!

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Gylfaflöt 24 - 30, 112 Reykjavík, S: 577 4477 N: bilavidgerdir@bilavidgerdir.is, www.bilavidgerdir.is

Árbæjarblaðið Auglýsingasími 587-9500

sjávarfang eftir smekk). 200 gr. Kjúklingakjöt. 150 gr. Lambakjöt. 1/3 bolli ólífuolía. 2 hvítlauksrif. 2 tsk. Ferskt rósmarin. 2 tsk. paprikuduft. 1 laukur. 1 sellerístöngull. 1 stór gulrót. ½ græn paprika. ½ rauð paprika. 1 ½ bolli hrísgrjón. 1 tsk. Túrmerik. 2 nautakjötsteningar. 1 líter vatn. Aðferð: Byrjað er á því að þýða rækjurnar og skera kjúklinga og lambakjöt í strimla. Hitið helminginn af olíunni á stórri pönnu, bætið mörðum hvítlauk út í og hitið í eina mínútu. Setjið kjötið á pönnuna og steikið í 5 mínútur. Kryddið síðan með rósmarín og paprikudufti (einnig er gott að nota Herb de Provence frá Pottagöldrum og Saffran). Setjið allt í pott. Saxið lauk, sellerí, gulrót og paprikur (eða annað grænmeti sem til er). Hitið afgang olíunnar á pönnunni, bætið grænmetinu út í, ásamt ósoðnu hrísgrjónunum. Hrærið í þar til grænmetið er orðið meyrt, um fimm mínútur. Bætið túrmeriki út í. Leysið upp nautakjötsteninga í sjóðandi vatni og hellið á pönnuna. Setjið lok á og látið réttinn krauma í 20 mínútur, þar til hrísgrjónin eru soðin. Setjið kjötið og rækjurnar út í og hitið í 5 mínútur í viðbót.

Skiptum um bremsuklossa og diska

með fersku hvítvíni.

salati,

brauði

og

Frönsk súkkulaðikaka Uppáhalds eftirréttur fjölskyldunnar er súkkulaðikaka komin frá vinkonu okkar frá Frakklandi sem býr í Árbænum. Hráefni: 4 egg. 200 gr. suðusúkkulaði. 100 gr. smjör. 8 msk. sykur. 4 msk. hveiti. Aðferð: Súkkulaði og smjör er brætt saman (gott að gera yfir heitu vatni). Egg og sykur er hrært saman með sleif og hveiti bætt við og hrært. Þegar súkkulaðið og smjörið er tilbúið er því síðan bætt við og hrært vel saman með sleifinni. Deigið er sett í smurt mót (fallega skál) og bakað við 180 gráður í 10-12 mínútur. Súkkulaðikakan er tilbúin þegar hún er orðin rétt svo bökuð í hliðunum en ennþá blaut í miðjunni. Passið að baka hana ekki of lengi. Franska súkkulaðikakan er borðuð nýkomin úr ofninum og er unaðsleg með ís og berjum að eigin vali. Verði ykkur að góðu, Emma og Rúnar


ÏHA:CH@IÌ<ÓÁJK:GÁ> Ì

)* 6;HAÌIIJG

)% 6;HAÌIIJG

=DAI6;:GH@6GEÏG>EÏG>@?Ö@A>C<67G>C<JG

6A>;:GH@JG=:>AA@GN996ÁJG@?Ö@A>C<JG +*.`g#$`\#MERKT VERÐ 1098 KR./KG.

&-+.`g#$`\#MERKT VERÐ 3398 KR./KG.

'* 6;HAÌIIJG @;@D;6G:N@I=6C<>A¡G>B$7:>C>

)% 6;HAÌIIJG

'*6;HAÌIIJG&)')`g#$`\#MERKT VERÐ 1898 KR./KG.

;GDHC>G7A6C96Á>G@?Ö@A>C<67>I6G '..`g#$`\# MERKT VERÐ 499 KR./KG.

&&** @HA6B76A¡G>ÏHC:>ÁJB &&**`g#$`\#&*6;HAÌIIJGMERKT VERÐ 1359 KR./KG.

ÏHA6C9H<GÏH6;C”HAÌIGJÁJ)%6;HAÌIIJG

)% 6;HAÌIIJG )% 6;HAÌIIJG

@;@D;6G:N@I;DA6A96@?yIB$7:>C> (.-`g#$`\#MERKT VERÐ 664 KR./KG.

<ÖAA6H&&''`g#$`\# MERKT VERÐ 1869 KR./KG.

)% 6;HAÌIIJG

)% 6;HAÌIIJG

ÏHA6C9H<GÏHG>;?6HI:>@ *.-`g#$`\#MERKT VERÐ 998

ÏHA6C9H<GÏHAJC9>G &).-`g#$`\#

=6@@*'-`g#$`\#

MERKT VERÐ 879 KR./KG.

)% 6;HAÌIIJG

)% 6;HAÌIIJG @ÓI>A:IIJG&%+-`g#$`\#

MERKT VERÐ 2498 KR./KG.

)% 6;HAÌIIJG

MERKT VERÐ 1779 KR./KG.

HC>IH:A&&''`g#$`\# MERKT VERÐ 1869 KR./KG.

?ÓA6HB?yG>ÁÏ7ÓCJH

I>A7DÁH?ÓA6HB?yG*%%\

&(, BNAAJ=:>B>A>H7G6JÁ ,,%\&(,`g#

'.-

@6GIy;AJ<G6IÏC +%%\'.-`g#

6;<G:>ÁHAJIÏB>/;>BBIJ96<6&'#%%"&-#(%

'*.

<@HJÁJHÖ@@JA6Á> (%%\g'*.`g#


6

Fréttir

Jólablað Nágrannavarsla í Árbæ ÁB 11. des Fyrirtækjum bendum við á að lestur Árbæjarblaðsins er meiri en lestur vinsælustu dagblaðanna.

Hverfisráð Árbæjar ákvað á fundi fyrir stuttu að bjóða fleiri heimilum í Árbæ að taka þátt í verkefninu ,,Nágrannavarsla’’. Verkefnið er samstarfsverkefni Hverfisráðs Árbæjar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjórn Reykjavíkur hóf nágrannavörslu sem tilraunaverkefni árið 2006 í nokkrum hverfum borgarinnar, þar á meðal hér í Árbæ. Verkefnið þykir hafa sannað gildi sitt og því hefur Hverfisráð Árbæjar ákveðið að útfæra nágrannavörslu á fleiri stöðum í hverfinu. Nágrannavarsla er skipulögð for-

Árbæjarblaðið

vörn þar sem íbúar taka höndum saman, til þess m.a. að sporna gegn innbrotum og eignatjóni. Samvinna íbúa af þessu tagi þekkist víða er-

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, skrifar: lendis. Í upphafi verkefnisins fá íbúar nauðsynlegar leiðbeiningar og fræðslu sem Þjónustumiðstöð Ár-

Og verð auglýsinga er vitaskuld miklu hagstæðara.

ur hefur hafið störf á Greifynjan-snyrtistofa Hraunbæ 102 Gamlir og nýir viðskiptavinir innilega velkomnir. Tímapantair í

þess verður sett sérstakt skilti við götuna sem gefur nágrannavörslu til kynna. Við val á götum í verkefnið er fyrst og fremst litið til tegundar og fjölda húsa og eðli nánasta umhverfis. Þjónustumiðstöð Árbæjar hefur yfirumsjón með verkefninu og mun senda út bréf á heimili í þeirri götu sem boðuð er og þar kemur fram að boðað er til fræðslufundar vegna upphafs verkefnisins. Óskað verður eftir að a.m.k. einn fulltrúi frá hverju heimili mæti til fundarins og gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund.

Hafið samband sem fyrst í síma 587-9500 eða 698-2844 Aðalbjörg Einarsdóttir naglafræðing-

bæjar og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (hverfislögreglumenn) hafa umsjón með. Auk

Virk nágrannavarsla eykur öryggi íbúanna.

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar

síma 587-9310

Munið ódýru myndirnar Ný DVD mynd + ein gömul á

kr. 400,-

Skalli Hraunbæ 102 Sími: 567-2880

Kokkarnir snjöllu frá Bangkok, sprenglærðir listakokkar sem elda ofan í matargesti á Thai Shop Matstofu að Lynghálsi 4. ÁB-mynd PS

Sprenglærðir kokkar á Thai Matstofu í Árbænum

,,Þetta eru kokkar í fremstu röð og þeir hafa báðir lokið ströngu námi í Bangkok í Tælandi frá virtum skólum. Ég veit ekki til þess að tælenskir veitingastaðir hér á landi skarti svo vel menntuðum kokkum, segir Kristmann hjá Thai Shop Matstofu í samtali við Árbæjarblaðið. Thai Shop Matstofa er í Lynghálsi 4 og nú hefur draumurinn ræst og

mjög færir kokkar komnir til starfa sem þekkja tælenska matargerð metur en nokkur annar. Auk þess að vera kokkar í fremstu röð eru þeir einnig mjög færir í því að skera út ávexti alls konar og koma út úr því hin mestu listaverk eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Kristmann segir að reksturinn gangi vel ,,enda erum við með mjög

ódýran mat þrátt fyrir að hann sé í allra fremstu röð. Við finnum ekki mikið fyrir kreppunni enn sem komið er enda þarf fólk alltaf að borða. Og hvað er betra en að fá sér ljúffenga tælenska rétti á frábæru verði, annað hvort í hádeginu eða á kvöldin, eldaða af sprenglærðum kokkum sem svo sannarlega kunna sitt fag,’’ segir Kristmann.


11

8

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Sverrir Einarsson

Hermann Jónasson

Jón G. Bjarnason

Bryndís Valbjarnardóttir

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Cirila Rós hefur hafið störf á Greifynjan-snyrtistofa Hraunbæ 102. Hún býður gömlum og nýjum viðskiptavinum 20% afslátt af allri almennri snyrtingu. Tímapantanir í síma 587-9310

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttir

Árbæjarblaðið

Einstök lífsreynslusaga Villa Þórs

Lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar - Meðan hjartað slær - skráð af Sigurði Þór Salvarssyni blaðamanni, er einstök saga manns sem þrátt fyrir fleiri áföll á lífsleiðinni en almennt gerist, býr yfir fádæma lífsgleði og baráttuþreki. Í bókinni segir meðal annars frá æsku- og uppvaxtarárum Villa Þórs einsog hann er oftast kallaður, í Kópavogi þar sem lífið var ekki alltaf dans á rósum einsog kaflinn Erfið skólaganga ber með sér. Haustið 1960 um líkt leyti og Cassius Clay, síðar Muhammad Ali varð ólympíumeistari í boxi og Vilhjálmur Einarsson varð fimmti í þrístökki á sömu Ólympíuleikum suður í Róm, var komið að þeim tímamótum í lífi mínu að hefja skólagöngu. Og ekki var langt fyrir mig að fara því Kópavogsskólinn var rétt handan við Digranesveginn. Ég var ekki alveg læs þegar ég byrjaði í skólanum enda lítt gefinn fyrir bækur og inniveru; vildi miklu heldur vera úti að leika mér. Og hverju sem um er að kenna þá varð skólagangan mér í raun þrautaganga hin mesta og

Ókeypis fjármálanámskeið! Neytendasamtökin í samstarfi við Reykjavíkurborg halda námskeið um fjármál og heimilisbókhald fyrir almenning í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Hagræðing í heimilishaldi og góð yfirsýn í fjármálum. Fyrsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 26.nóvember kl. 19.30-21.30 í Þórðarsveig 3, Grafarholti. Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19:30-21:30 verður haldið námskeið í Hraunbæ 105, Árbæ. Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig - hámark 25 manns á námskeið. Nánari upplýsingar og skráning hjá Neytendasamtökunum í síma 5451200 og í síma 411-1200 hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.

ég náði eiginlega aldrei almennilega takti við það sem fór fram innan veggja skólans. Svaraði fyrir mig Það sem gerði illt verra í mínu tilfelli var að kennarinn sem ég fékk í fyrsta bekk og hafði til ellefu ára aldurs, var að mínu viti gjörsamlega óhæfur til að uppfræða börn eða umgangast þau yfirhöfuð. Bæði var hann drykkfelldur og iðulega ölvaður í tímum, en verra var þó að hann veigraði sér ekki við því að dangla duglega í okkur krakkana ef því var að skipta. Mest voru það þó við strákarnir sem fengum að finna fyrir honum. Og kannski varð ég meira fyrir barðinu á honum en aðrir því ég var með þeim ósköpum gerður að hafa munninn fyrir neðan nefið og svaraði fyrir mig fullum hálsi ef mér fannst ég órétti beittur. Þetta fór ekki vel í kennarann eða kennara yfirleitt og má segja að erjur við kennara hafi einkennt skólagöngu mína í barna- og gagnfræðaskóla einsog grunnskólar kölluðust í þá daga. Reyndar er það svo að ég hef alltaf kunnað að svara fyrir mig og það verið mín bardagalist gegnum tíðina fremur en líkamlegur styrkur. En ég hef reynt að temja mér að fara kurteislega með þessi vopn og aldrei verið vísvitandi ruddalegur í orðbragði við fólk þótt stundum hafi ég látið einhver orð falla sem betur hefðu verið ósögð. Ég reyndi að segja mömmu frá því hvernig kennarinn kom fram við okkur og það voru örugglega fleiri krakkar sem kvörtuðu undan honum. En einhverra hluta vegna vildi fólk ekki trúa því að kennari gæti hagað sér svona og á okkur var ekkert hlustað. Hann fékk því að halda áfram kennslu óáreittur öll þessi ár. Skiljanlega fór mér ekki mikið fram í námi við þessar aðstæður en það var einfaldlega afgreitt með því að ég ætti bara erfitt með að læra; væri bara tossi einsog það var kallað. Og þann stimpil hafði ég á mér lengi vel. Laminn af kennaranum Þegar ég var níu ára gerðist það að nýr strákur kom inn í bekkinn. Og það æxlaðist svo að hann var látinn sitja við hliðina á mér, sem mér fannst ákveðin upphefð. Nokkru eftir þetta eru krakkarnir á borðinu fyrir aftan mig og nýja strákinn eitthvað að pískra saman í tíma en kennarinn bregst við með því að segja mér að þegja. Ég sagðist ekkert hafa verið að masa en það eina sem ég hafði upp úr því var að kennarinn ákvað að stía mér og nýja stráknum sundur. Þetta þótti mér auðvitað mikið óréttlæti því við höfðum ekki unnið til neinnar refsingar. Reglan var sú á þessum árum að fyrir hverja kennslustund röðuðu börn sér upp fyrir framan kennslustofuna tvö og tvö einsog þau sátu í stofunni og leiddust síðan inn þegar kennarinn kom og opnaði. Sumir kennarar létu krakkana meira að segja hneigja sig fyrir sér um leið og þeir gengu inn. Þar sem kennarinn var búinn að stía mér og nýja stráknum sundur tók ég mér stöðu aleinn aftast í röðinni þegar næsti tími byrjaði. Kennarinn skipaði mér að standa við hliðina á stráknum en ég var þver fyrir eftir það sem á undan var gengið og neitaði þar sem við sætum ekki lengur saman. Eftir nokkurt stapp fauk svo í kennarann að það endaði með því að hann slæmdi til mín hendi og sló mig í andlitið. Mér brá vitanlega mjög við þetta og viðbrögð mín voru kannski ekki þau réttu, því ég svaraði bara í sömu mynt og kýldi til baka. Kennarinn brást við með því að henda mér og mínu hafurtaski út úr stofunni með þeim orðum að ég skyldi hypja mig burt. Og með það fór ég, hágrátandi auðvitað. En á leiðinni út ganginn mætti ég Frímanni Jónssyni skólastjóra. Frímann sem var mikill öðlingsmaður, sá augljóslega að eitthvað var að og bað mig koma með sér. Kennarinn sá þetta

og kom þá strax á eftir okkur og var allur hinn smeðjulegasti. - Villi minn, ætlarðu ekki að koma í tíma vinur, sagði hann blíðlega einsog við værum mestu mátar. - Ég fer aldrei aftur í þennan andskotans skóla, ansaði ég öskuvondur. Frímann vildi skiljanlega fá frekari skýringar á þessu öllu og fór með mig inn á skrifstofu til sín þar sem ég sagði honum hvað hafði gerst. Ég veit ekki hvort hann trúði frásögn minni fullkomlega en hann áttaði sig samt á að eitthvað alvarlegt hafði komið uppá í samskiptum mínum og kennarans og að sökin væri kannski ekki að öllu mín. Hann bað mig fara heim og jafna mig á þessu og koma svo aftur í skólann eftir einn eða tvo daga. Og það gerði ég en einsog nærri má geta varð þetta ekki til að bæta samkomulag mitt og kennarans. Þetta hafði hins vegar engin eftirmál í för með sér fyrir kennarann enda hefur hann eflaust lýst atburðum öðruvísi en ég. Nýr kennari En auðvitað fór það ekki fram hjá skólayfirvöldum að námsárangur í bekknum sem ég var í, var fjarri því góður. Þannig var á þessum tíma að grunnskólanám skiptist í tvennt; barnaskóla sem lauk með fullnaðarprófi við tólf ára aldur og gagnfræðaskóla eftir það sem lauk annað hvort með gagnfræðaprófi eða landsprófi eftir því hvort ætlunin var að fara í framhaldsskólanám eða ekki. Hægt var að falla á fullnaðarprófinu í tólf ára bekk en það þótti ekki bera vott um gott skólastarf og því var það metnaður hvers skólastjóra að sjá til þess að slíkt gerðist helst ekki. Eflaust hefur Frímanni skólastjóra ekki litist á blikuna með bekkinn sem ég var í, því þegar við byrjuðum í ellefu ára bekk var kominn nýr kennari sem kenndi okkur næstu tvö árin. Þetta var alvörukennari og góður maður og mér leið vel þessi síðustu ár í Kópavogsskólanum. Og ég tók strax framförum í námi og lauk fullnaðarprófinu vandræðalaust. Nokkrum árum seinna fékk ég staðfestingu á því að þessi kennari var beinlínis fenginn til að bjarga skólanum frá fjöldafalli í þessum bekk. Þá var ég byrjaður að vinna sem hárskeri og þessi maður sem hafði kennt okkur settist í stólinn hjá mér. Og hann sagði mér það hreint út í óspurðum fréttum að hann hefði verið ráðinn sérstaklega til að koma þessum bekk gegnum fullnaðarprófið á sínum tíma. Í bókinni segir síðar meðal annars frá hetjulegri baráttu Ástu Lovísu dóttur Vilhjálms Þórs við krabbamein á árunum 2006-2007, baráttu sem vakti þjóðarathygli gegnum bloggsíðu Ástu og umfjöllun fjölmiðla. Í kaflanum - Allt kemur fyrir ekki - segir frá lokabaráttu Ástu Lovísu við krabbameinið og vonum sem bundnar voru við lækningu í New York. Enn fékk Ásta slæmar fréttir að lokinni lyfjameðferðinni. Sneiðmyndir sýndu að meinvörpin í lifrinni héldu áfram að vaxa en sem betur fer var ekki að sjá að krabbinn væri búinn að dreifa sér víðar. Nú þurfti enn að endurmeta stöðuna; Ásta var búin að prófa öll ný krabbameinslyf sem þá voru á markaðnum hér á landi og því blasti ekki annað við en að taka upp meðferð með gamalreyndum lyfjum. Ástu leist ekkert of vel á það og batt nú enn meiri vonir við meðferð í New York; það var í rauninni síðasta hálmstrá hennar í þessari langdregnu baráttu. Og í byrjun apríl bárust þær gleðifréttir að læknarnir í New York hefðu samþykkt að taka Ástu til meðferðar um miðjan mánuðinn. Diddi kærasti hennar ætlaði með henni vestur um haf ásamt Daða bróður hennar sem ætlaði bæði að vera henni styrkur og stuðningur, en ekki síður að vera nokkurs konar túlkur fyrir hana;

læknisfræðimenntun hans gerði honum kleift að útskýra fyrir Ástu meðferðina sem hún átti að gangast undir. Þetta voru góðar fréttir sem sannarlega voru ekki á hverju strái þessa dagana því um líkt leyti fór Ásta í aðra sneiðmyndatöku sem sýndi að stærsta meinvarpið á lifrinni hafði stækkað um tæpan sentimetra á einni viku. Það var því ekki eftir neinu að bíða nema læknunum í New York. Trúlofun í New York En enn varð nokkur bið á að Ásta kæmist vestur um haf; bæði fékk hún alvarlega sýkingu í gallblöðru, sem hélt henni inni á sjúkrahúsi í rúma viku, og auk þess gekk illa að fá endanleg svör frá læknunum í New York um það hvenær þeir vildu fá Ástu þangað. Loks bárust svör og ákveðið var að Ásta færi út 6. maí. En sökum þess hversu gallblöðrusýkingin hafði tekið á líkama Ástu ofan á annað álag, var talið ólíklegt að Ásta færi í beina meðferð til að byrja með þegar út kæmi; ákvörðun um það yrði tekin í ljósi þeirra niðurstaðna sem ýtarlegar rannsóknir og myndatökur sýndu. Ferðin út gekk vel og daginn eftir fór Ásta á Sloan Kettering Center þar sem teknar voru af henni blóðprufur og hún fór í nákvæma myndskönnun á kviðarholi og lungum. Daði var með henni gegnum allt ferlið og var það ekki lítill stuðningur fyrir Ástu að hafa hann þarna hjá sér. Síðan tók við tveggja daga erfið bið eftir niðurstöðum en tímann nýtti Ásta meðal annars til að trúlofast Didda sínum og settu þau upp hringana á hinu fræga Rainbow Room veitingahúsi sem er á 86. hæð í Rockefeller Center byggingunni. Og þar uppi með útsýni yfir allan neðri hluta Manhattan og út til hafs, áttu þau stórkostlega gleðistund mitt í allri óvissunni um framtíðina. Dómurinn fellur Óhætt er að segja að niðurstöðurn-

ar frá Sloan Kettering Center hafi verið hrikalegt áfall, þó svo að vitað væri að brugðið gæti til beggja vona. Myndirnar leiddu í ljós að meinvörpin á lifrinni voru mun útbreiddari en áður var talið; 60 prósent lifrarinnar voru undirlögð og það sem verra var; krabbinn var búinn að dreifa sér víðar um líkamann. Og dómur læknanna var harður og miskunnarlaus; þeir gætu ekkert fyrir Ástu gert, hvorki með lyfjagjöf eða aðgerð; sjúkdómur hennar væri ólæknandi. Og þeir sögðu henni hreinskilnislega að hún ætti bara nokkra mánuði eftir ólifaða í mesta lagi. Það þarf ekki að lýsa því hversu erfitt var að taka við þessum fréttum. Og vonbrigði Ástu og okkar allra voru hræðilega sár. En svo ótrúlegt sem það nú var, að þá var Ásta sest við að blogga um leið og hún kom heim til Íslands aftur, yfirveguð og ákveðin sem fyrr í að sigrast á meininu. Hún var ekki að fara að kveðja þetta líf. Hún hélt dauðahaldi í þá trú að hún ætti enn von. Engu að síður horfði hún raunsæum augum á hlutina og sýndi það sálarþrek að setjast niður með börnunum sínum til að undirbúa þau undir það versta. Heilsa Ástu var nokkuð góð fyrstu dagana eftir að hún kom heim frá New York en síðan hrakaði henni; lifrin fór að gefa sig vegna meinvarpanna og 23. maí var ákveðið í samráði við hana sjálfa að leggja hana inn á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þar fékk hún og við aðstandendur hennar bestu umönnun og viðmót sem völ er á og á ég ekki nógu sterk orð til að tjá aðdáun mína og þakklæti til þessa frábæra fólks sem þarna starfar. Sama er að segja um starfsfólk krabbameinsdeildar Landsspítalans, deild 11E þar sem Ásta hafði verið af og til allt frá því krabbameinið uppgötvaðist. Ásta tók þessum örlögum sínum af stakri hugprýði og andlega baráttuþrekið var óbilað. Smám saman dró þó

af henni og þann 30. maí kvaddi hetjan okkar hún Ásta Lovísa. Nýr tilgangur Sérkennilegt atvik átti sér stað um það bil sem Ásta andaðist. Þannig var að ég hafði rekist á hljómdiskinn Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson á Líknardeildinni, en hljómflutningstæki voru í öllum herbergjum til að stytta sjúklingum stundirnar. Þetta eru tveir diskar; á öðrum þeirra þrjú verk eftir Friðrik og hafði ég mikið dálæti á einu þeirra, sem er þriðja verkið á disknum og heitir Nýr tilgangur. Hafði ég leikið það nokkrum sinnum fyrir Ástu og svo vildi til að diskurinn var í hljómtækjunum þegar hún lést, en þá var slökkt á tækjunum að því að við best vissum. En á sama augnabliki og Ásta dró andann í hinsta sinn fór geislaspilarinn af stað og um herbergið ómuðu tónar lagsins Nýr tilgangur. Enga skýringu fundum við á því að tækið fór skyndilega í gang en ég er sannfærður um að þetta voru síðustu skilaboð Ástu til okkar. Nýr tilgangur. Þrátt fyrir öll þau erfiðu áföll sem Villi Þór hefur þurft að takast á við á lífsleiðinni, er hann einstaklega lífsglaður maður. Meðfædd bjartsýni og létt lundarfar hefur hjálpað honum að takast á við efiðleikana með jákvæðu hugarfari einsog kemur glöggt fram í lokakafla bókarinnar, kaflanum Lengi skal manninn reyna. Ýmsir hafa velt því fyrir sér og jafnvel spurt mig hvort ég hafi ekki leitt hugann að því hvers vegna í ósköpunum almættið hefur kosið að leggja á mig alla þessa erfiðleika sem mætt hafa mér á lífsins göngu. Ég svara því til að það er fjarri því að ég hugsi þannig. Og þessi síðasta viðvörun til mín sem mér var send í formi hjartaáfalls á Spáni hefur frekar orðið mér tilefni til að gleðjast yfir því hversu heppinn ég er í raun og veru,

Ásta Lovísa, dóttir Vilhjálms Þórs, háði hetjulega baráttu við krabbamein.

Lífsreynslusaga Villa Þórs er afar lærdómsrík og bókin afar vel heppnuð.

að hafa haft allt þetta góða fólk í kringum mig, foreldra, systur, börn og annað samferðafólk. Ég tel að það hafi enga þýðingu fyrir mig eða aðra að beina reiði sinni að skaparanum ef eitthvað bjátar á einsog ástvinamissir. Slík reiði fær engu breytt um það sem gerst hefur; ef ég hefði í raun getað breytt einhverju í öllu þessu ferli hefði ég glaður viljað skipta við hana Ástu Lovísu dóttur mína. En ég stjórnaði því ekki frekar en öðru í þessu lífi. Það hefur því ekkert uppá sig nema meiri vanlíðan að lifa áfram í reiði og biturð út í almættið. Kannski er ég forlagatrúar að vissu leyti innst inni; sérhver raun sem maður gengur gegnum er einhvers konar prófraun og ef maður tekur henni á réttan hátt má nota hana til að þroskast og læra eitthvað um sjálfan sig og lífið í leiðinni. Það eru margar hliðar á hverju máli og alltaf má finna jákvæða hluti með þeim neikvæðu. Og þá skiptir mestu máli að einblína á jákvæðu hlutina; það hefur verið gæfa mín í lífinu að geta það.

,, ... í gær fór ég að hugsa afhverju ég ætti eitthvað að þurfa að hræðast dauðann meira en aðrir ???? Ekkert okkar veit hvenær við deyjum þannig að við verðum öll að lifa í núinu og taka hvern dag fyrir sig. Ég gæti þess vegna orðið fyrir bíl á morgun eða pabbi minn eða bara hver sem er. Gærdagurinn er farinn og ég lifði hann og nú er það dagurinn í dag og svo koll af kolli... Við munum öll deyja einhvern tímann og þess vegna er meiri ástæða til að lifa og nýta hvern dag til hins ýtrasta og vera þakklát fyrir það sem við höfum... Ég átti það til að vera pirruð út af smámunum og ég get stundum verið það ennþá en ég verð samt að segja að eftir að ég veiktist þá fékk ég pínu nýja sýn á lífið... Það er þá allavega eitthvað jákvætt við þennan krabba... Það er stundum eins og eitthvað slæmt þurfi að gerast svo við metum það sem við höfum eða höfðum áður. Það er eiginlega fáránlegt ef maður hugsar út í það. Held að flest okkar séum frekar vanþakklát og heimtufrek. Allavega var ég það og vonandi kenna veikindi mín mér að sjá betur þessa bresti og gera eitthvað í málunum. Í alvöru spáið aðeins í þetta. Lærið að meta það sem þið hafið og þakkið fyrir að hafa góða heilsu því það er ekki þar með sagt að þið hafið hana á morgun eða eftir ár eða tíu ár. Við erum ekki ódauðleg og ósnertanleg og tilveran er ekki sjálfsögð...".

Tilveran er ekki sjálfsögð En fyrst og síðast eigum við að þakka fyrir sérhvern dag sem við lifum eða einsog hún Ásta Lovísa dóttir mín orðaði þetta svo skynsamlega og fallega í einni af bloggfærslum sínum:

Opinn fundur!!

Opinn fundur um efnahags- og heilbrigðismál verður með Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi við Austurberg mánudaginn 24. nóvember kl. 20:00. Allir velkomnir! Sjálfstæðisfélögin í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Hóla- og Fellahverfi


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Alexandra Þorsteinsdóttir sýndi gott fordæmi og styrkti Ljósið:

Gaf allan afmælispeninginn Ung stúlka hér í Árbæjarhverfi, Alexandra Þorsteinsdóttir, átti 11 ára afmæli í ágúst og er það varla í frásögur færandi nema vegna þess mikla örlætis sem hún sýndi í tengslum við afmæli sitt. Alexandra hafði samband við þá sem hún bauð í afmælið sitt og bað fólkið um að gefa sér pening í afmælisgjöf. Allan peninginn sem hún fékk síðan í afmælisgjöf gaf hún síðan Ljósinu. Hún afhenti Ljósinu 40 þúsund krónur á dögunum á þá var myndin hér til hliðar tekin. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur

fengið krabbamein / blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að efla lífsgæðin með því að styrkja andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn getur haft í för með sér. Þetta er frábært framtak hjá Alexöndru og vakti þetta skemmtilega uppátæki hennar mikla athygli. Ekki er að efa að peningurinn mun koma sér vel fyrir starfsemi Ljóssins og hver veit nema fleiri fari að fordæmi Alexöndru. Alexandra var stolt og ánægð þegar hún afhenti fulltrúa Ljóssins krónurnar 40 þúsund.

Kæru viðskiptavinir - gamlir og nýir! Vinsamlegast pantið tímanlega fyrir aðventuna. Ekki geyma klippinguna þangað til korter fyrir jól! Við tökum vel á móti ykkur

Kveðja, Starfsfólk Höfuðlausna

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


10% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja s ú h a t t o Þv

Þvo ttah ús Gleðileg Við hliðina jól á Skalla

Gleðileg jól

Hreinsum samdægurs ef óskað er - Þjónusta í 40 ár Starfrækjum þvottahús og leigjum út teppahreinsivélar Fljót og góð þjúnusta - Opið 08.00 til 18.00 og laugardaga 11.00 til 13.00 - Sími: 567-1450

C>8DI>C:AA ###bZÂWgV\Â^ Ð[¨gÂVaaVghi¨gÂ^g d\VaaVhing`aZ^`V V[C^Xdi^cZaa]_{d``jg C^Xdi^cZaaZghVbhiVg[hVÂ^a^ @gVWWVbZ^ch[‚aV\h^ch C^Xdi^cZaac^`‹i†can[[{hi{can[hZÂ^ahd\ZgjcdijÂhZb]_{aeVgZ[c^ÄZ\VggZn`^c\jbZg]¨ii#I^aVÂc{hZbWZhijb{gVc\g^h`Va{kVai[na\_VaZ^ÂWZ^c^c\jb†[na\^hZÂa^cjbbZÂan[^cj#H`VbbiVgZgj Z^chiV`a^c\hWjcYc^g d\ Zgj {`kVgÂVÂ^g Z[i^g Äk† ]kZghj b^`^ kVg gZn`i# Bjcchd\hiŽ[ajg/ h`VbbiVg bZ\V ċ VaYgZ^ kZgV hi¨gg^ Zc (% hin``^ { YV\ V[ & b\ d\ bZhi &* hin``^ { YV\ V[ ' b\# An[_Vin\\^\bb†/h`VbbiVgbZ\VċVaYgZ^kZgVhi¨gg^Zc'*hin``^{YV\#AZ^iVh`Vai^aa¨`c^hZÂVan[_V[g¨Â^c\hZ[Ďg[Zg{[gZ`Vg^jeeaÅh^c\jb#ÃZ^ghZb[Zc\^Â]V[Vd[c¨b^[ng^gc^`‹i†c^ZÂVŽÂgjb ^cc^]VaYhZ[cjban[h^ch![Zc\^Â]_VgiV{[VaacÅaZ\V!‹hiŽÂj\VZÂVkZghcVcY^]_VgiVŽc\!VakVgaZ\V]_Vgiha{iiVg‹gZ\ajZÂV]Z^aVWa‹Â[VaacÅaZ\VZ^\VZ``^VÂcdiVC^Xdi^cZaac^`‹i†can[#7ŽgcjcY^g&-{gVVaYg^! Äjc\VÂVg`dcjgd\`dcjgbZÂWVgc{Wg_‹hi^h`jajZ``^cdiVan[^ÂcZbVVÂa¨`c^hg{Â^#AZh^ÂVaaVc[na\^hZÂ^a^cc{ÂjgZcWng_VÂZgVÂcdiVan[^Â# BVg`VÂhaZn[^h]V[^/CdkVgi^h=ZVai]XVgZ#JbWdÂ{ÏhaVcY^/6giVhVcZ][#!HjÂjg]gVjc^&'V!'&%<VgÂVW¨#

®

Opið mánudaga - föstudaga 9-18.30 og laugardaga 10-14


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Bjóðum nýja og gamla viðskiptavini velkomna

Fyrir þig og þína Andlitsböð - litun og plokkun hand- og fótsnyrting - naglaásetning sársaukalaust súkkulaðivax airbrush - grenningarmeðferðir

Munið gjafakortin Alltaf sama verðið

Verðlaunahafar í Árbæ. Í fremri röð má sjá Vigdísi Finnbogadóttur sem er verndari verðlaunanna og til vinstri við hana er Marta Guðjónsdóttir, en hún er formaður nefndar um íslenskuverðlaunin og varaborgarfulltrúi.

Fimm úr Árbæ og Grafarholti hlutu verðlaun - Íslenskuverðlaun menntaráðs veitt í annað sinn á degi íslenskrar tungu

Stórhöfða 17 - 577 - 7007

Rúmlega eitt hundrað grunnskólanemar í Reykjavík tóku við íslenskuverðlaunum menntaráðs við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráð-

húss Reykjavíkur á Degi íslenskrar tungu. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands og formaður nefndar

um íslenskuverðlaunin er Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi. Íslenskuverðlaunum menntaráðs er ætlað að auka áhuga á íslenskri tungu og hvetja nemendur til framfara á sviði tjáningar, talaðs máls og ritaðs. Grunnskólanemarnir sem tóku við verðlaunum að þessu sinni hafa skarað fram úr á ýmsa vegu, í skapandi skrifum, ljóðagerð og í munnlegri tjáningu. Þá hafa margir nemendur með annað móðurmál en íslensku, sýnt miklar framfarir í íslensku. Meðal verðlaunahafa eru þrjú systkini úr sama skóla, ræðuskörungar, ljóðskáld, sagnaskáld og hópur nemenda sem samið hefur eigin texta og lag við hann. Allir fengu til eignar veglegan verðlaunagrip úr gleri sem hannaður er af Dröfn Guðmundsdóttur myndhöggvara. Formaður menntaráðs, Kjartan Magnússon setti athöfnina, en að því loknu hófst hátíðardagskrá með ávarpi frú Vigdísar Finnbogadóttur, skemmtiatriði sem tengist verkefninu Músíkalskt par í Fellaskóla, verðlaunaafhendingu, ljóðalestri og tónlistaratriði nemenda úr Vesturbæjarskóla Fjórir nemendur úr Árbænum hlutu Íslenskuverðlaun menntaráðs að þessu sinni og einn nemandi úr Grafarholti. Hér á eftir fer listi yfir þessa verðlaunahafa og við ósjkum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur: Gunnar Ólafsson Árbæjarskóla Fyrir metnað er lýtur að því að beita móðurmálinu rétt og fallega og góðan upplestur. Rebekka Rós Ragnarsdóttir Árbæjarskóla fyrir að sýna frumkvæði í ljóðagerð, dugnað í ritun og skapandi sögugerð. Natalia Lukaszewska Árbæjarskóla fyrir að vera námsfús og samviskusöm og fljót að tileinka sér íslenskuna, bæði í ræðu og riti. Bergdís Helga Bjarnadóttir Ártúnsskóla fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, fallegan upplestur og góð tök á rituðu máli. Elísabet Birta Eggertsdóttir Sæmundarskóla fyrir mikinn lestraráhuga og að eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli.


Einstök jólagjöf fyrir veiðimenn og konur Falleg áletruð flugubox með vinsælum laxa- og/eða silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin gjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem gera kröfur Gröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Rafn Hafnfjörð er án vafa einn allra besti fluguveiðimaður landsins. Rafn hefur mikið dálæti á flugunum frá Krafla.is og hér er hann með 20 punda hæng sem hann fékk nýverið í Víðidalsá. Hængurinn stóri tók rauðan Elliða.

íslensk fluguveiði Skrautás ehf. Sími: 587-9500 / 698-2844


14

Fréttir

Árbæjarblaðið


RNAR VรKURVAGNAKERRU

รžESSAR STERKU

ร•A0=6DA5HA8A9รœ;

Nรฝir diskar frรก Sena

5^aVP]VbaPPd ยพbTccd XVย€UhabcPbยฌcX Allar gerรฐir af kerrum

Stafakarlarnir eru upplagรฐur diskur รญ jรณlapakkann fyrir yngstu kynslรณรฐina. Hรถfundur er Bergljรณt Arnalds.

Allir hlutir til kerrusmรญรฐa

Vรญkurvagnar ehf ย• Dvergshรถfรฐa 27 Sรญmi 577 1090 ย• www.vikurvagnar.is

รrbรฆjarblaรฐiรฐ

Auglรฝsingar og ritstjรณrn

ร•VยŠbcP0]]P^V6dQYยˆaV WPUPbTccbP\P]#eXZ]P ]u\bZTXbT\cahVVXa |a c^__uaP]Vdaย€WTX[bd^V [ย€ZP\baยฌZcUhaXaYย…[

9รœ;069s5 5H;68A<4)

ย“Eยˆ]Sdbd]ScPbZP ย“!UhaXa \XXย€1[uP[ย…]X =d__QhVVX]V]ccTU]X]YPaยฌรŒ]VPa

Baggalรบtur er รกn efa ein besta og vinsรฆlasta hljรณmsveit landsins. รžessi nรฝjasti diskur hljรณmsveitarinnar hefur hlotiรฐ mjรถg gรณรฐa dรณma.

ร•cPZb]u\bZTX7aThรŒ]VPaWPUPP[SaTXeTaXQTcaX ;TXQTX]T]SdabT\QยŠPhรŒauaP[P]VaXaTh]b[dWPUPUT]VX b|a Yu[Ud]cX[P[TXPWX]]Yd^VuaP]Vdabaย€Zd]u\bZTX bT\bZX[P |a_^cc |ccd\uaP]VaX

;uccdbZau XVbcaPgย€bย€\P# ##TPuWaThรŒ]V/WaThรŒ]VXb

745BC!#=รœE

Sรญmi: 587-9500

รžessi hljรณmsveit er af mรถrgum talin sรบ besta รก รslandi รญ dag og ekki til รพaรฐ lag sem hรบn getur ekki leikiรฐ. ร•[UWTX\Pa&# Bย€\X)# ## WaThรŒ]V/WaThรŒ]VXb fffWaThรŒ]VXb

Ragnheiรฐur Grรถndal er รกn efa ein besta sรถngkona landsins. รžetta er aรฐ margra mati hennar besti diskur.

Sprengihรถllin hefur veriรฐ og er lรญklega ein vinsรฆlasta hljรณmsveitin รก รslandi รญ dag.

Hljรณmsveitin Steini hefur vakiรฐ mikla athygli og verรฐskuldaรฐa aรฐ margra mati. รhugaverรฐur diskur.


Jákvæða heilsan

DYNAMO REYKJAVÍK

Horfum jákvætt fram á veginn

Verum jákvæð. Tilveran verður svo miklu auðveldari viðfangs ef við lítum björtum augum á hana. Það er ekki það sem kemur fyrir, sem skiptir mestu máli, heldur hvernig við tökumst á við það sem lífið hefur að bjóða. Temjum okkur jákvætt lífsviðhorf og lifum lífinu lifandi. Sími 575 4000 byr.is

Arbaejarbladid 11.tbl 2008  

Arbaejarbladid 11.tbl 2008

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you