Arbaejarbladid 6.tbl 2007

Page 1

6. tbl. 5. árg. 2007 júní

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Pantið tíma í síma 511–1551 Þessir ungu kappar, Einar Örn til vinstri og Símon Orri, tóku þátt í Árbæjarhlaupinu á Fylkisdaginn og stóðu sig svo sannarlega vel og blésu ekki úr nös eftir hlaupið þegar Einar Ásgeirsson smellti af þeim mynd með verðlaunapeninga sína. Sjá nánar í miðopnu.

Nýir tímar fyrir tjónaþola:

Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Það s máli kiptir eng hvern u ig bíl þú ert á!

Gjöfin fyrir veiðimenn? Kíktu á Krafla.is Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum

BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Gröfum nafn veiðimanns á boxið Uppl. í síma 698-2844

Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Siðlaus próf Nemendur í 10. bekk í grunnskólum hafa nú lokið samræmdum prófum þetta árið en um er að ræða próf sem eiga að skera úr um það hvort nemendur eru reiðubúnir að hefja nám í framhaldsskólum eða ekki. Og útkoman úr þessum prófum sker úr um það hvort nemandi kemst í ákveðinn skóla eða ekki. Samræmdu prófin hafa verið gagnrýnd árum saman en líklega hefur gagnrýnin aldrei verið meiri en í dag. Og þessi gagnrýni á svo sannarlega fullan rétt á sér. Við höfum rætt við óánægða foreldra sem furða sig á þessum prófum. Þess eru mörg dæmi að margar spurningar í eina og sama prófinu komu úr efni sem ekki var fjallað um í námsbókunum. Hvernig er verjandi að koma svona fram við nemendur? Við höfum frétt af samviskusömum nemendum sem lásu námsefnið mjög samviskusamlega fyrir próf en komu síðan grátandi heim til sín eftir prófin vegna þess að spurt var um efni sem ekki var í bókunum. Samræmdu prófin vinna hrein skemmdarverk á unglingum í stað þess að meta hæfni þeirra til frekara náms. Ómögulegt er að skilja hvað býr að baki hjá því fólki sem semur þessi próf. Þessi próf eru þessu fólki til ævarandi skammar og með hreinum ólíkindum að fullorðið og væntanlega menntað fólk skuli skila frá sér slíku verki. Frést hefur af kærum sem kennarar hafa sent inn vegna prófanna. Kennarar eru ekki síður reiðir en nemendur og skildi engan undra. Mörgum þeirra ofbýður skepnuskapurinn sem hinir aumkunarverðu höfundar prófanna bera á borð fyrir saklausa nemendur í 10. bekk, nemendur sem eru að reyna það eitt að gera sitt besta. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Hreinn Örvar Hreinsson, 24 ár gamall strákur af Skaganum, opnaði bón- og þvottastöð í Stórhöfðanum. Frekar lítið var að gera hjá Hreini þar til hann birti auglýsingu í Árbæjarblaðinu. Þá varð hreinlega allt vitlaust og hefur hann átt erfitt með að anna eftirspurn síðan. ÁB-mynd PS

,,Allt varð vitlaust eftir að Árbæjarblaðið kom út’’ - segir Hreinn Örvar Hreinsson sem á og rekur bón- og þvottastöð í Stórhöfða 26

,,Þetta er búið að vera alveg frábært. Mig langaði að láta þann draum minn rætast að stofna mitt eigið fyrirtæki í stað þess að vinna fyrir aðra. Í byrjun var frekar rólegt að gera og mér leist eiginlega ekkert á þetta. Þá hafði ég samband við Árbæjarblaðið. Þar á bæ var fólk tilbúið að birta við mig smá viðtal og auglýsingu og segja má að allt hafi orðið vitlaust eftir að blaðið kom út,’’ segir Hreinn Örvar Hreinsson sem á og rekur sína eigin bón- og þvottastöð að Stórhöfða 26. Hreinn tekur bíla í alþrif ef því er að skipta og jafnt fólksbíla sem jeppa. Hann býður einnig upp á annars konar þrif og verðflokkarnir eru margir. Viðskiptavinir Hreins geta verið öryggir með góða þjónustu og gott verð. Hreinn segir að síminn hafi byrjað

að hringja strax sama daginn og Árbæjarblaðinu var dreift. Það streymdu inn pantanir og ég var skyndilega farinn að bóka langt fram í tímann. Ég hafði frétt af miklum árangri af því að auglýsa í Árbæjarblaðinu en þessi viðbrögð komu mér skemmtilega á óvart. Og það sem hefur kannski komið mér mest á óvart er að það hefur ekkert dregið úr símhringingum. Það er því greinilegt að fólk geymir blaðið lengi og hendir því ekki strax í ruslið eins og hinum blöðunum,’’ sagði Hreinn. Skagamaðurinn ungi segir að lætin eftir að Árbæjarblaðið kom út hafi leitt til þess að hann íhugar nú alvarlega að ráða mann eða menn i vinnu. ,,Ég er búinn að vera alveg á haus og reyndar uppgefinn eftir suma dagana. Ég stefndi alltaf að því að eiga frí um helg-

ar en hef orðið að taka bíla í þrif á þeim tíma líka. Annars vonast ég eftir því að geta átt frí á laugardögum og sunnudögum,’’ sagði Hreinn Örvar. Eftir að umfjöllunin birtist í Árbæjarblaðinu um fyrirtæki Hreins Örvars tók símhringingum að rigna yfir okkur á Árbæjarblaðinu og þá jafnan frá fólki sem ekki hafði blaðið við hendina. Hreinn Örvar er vitanlega bjartsýnn á framhaldið: ,,Þetta lítur mjög vel út í dag og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Það er hreinlega ekki hægt annað. Ég er einnig líka mjög þakklátur Árbæjarblaðinu sem tók mér opnum örmum með þessum líka rosalega árangri.’’ Síminn hjá Hreini Örvari er 867-0187.

Aukin þjónusta Strætó bs. í Árbæ 3. júní sl. urðu breytingar á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar breytingar voru m.a. gerðar til þess að koma til móts við óskir viðskiptavina um betri tengingar innan hverfa og minni bið á skiptistöðvum. Allt leiðakerfið mun byggja á sömu grunntíðni þ.e. 30 mínútur og munu allir vagnar aka á þeirri tíðni í sumar. Helstu leiðir munu aka á 15 mínútna fresti frá og með 19. ágúst n.k. en þá hefst vetraráætlun. Það er fagnaðarefni að nú er S5 aftur farin að keyra um hverfið allan daginn, virka daga og um helgar. Leið 18 á milli Árbæjar, Grafar-

holts og Grafarvogs. Ný leið á milli Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs, leið 18, kemur í gagnið. Þessi vagn mun aka um Hálsabraut, Bæjarbraut, Rofabæ og Hraunbæ á leið sinni frá Spönginni í Grafarvogi í gegnum Grafarholt og fara

Svava H. Friðgeirsdóttir, varaformaður Hverfisráðs Árbæjar, skrifar: Bústaðaveg og Snorrabraut niður á Hlemm. Leið S5 er í gangi allan daginn og um helgar en var áður einungis á álagstím-

um virka daga. Leið 19 verður óbreytt.

Leið S5 fer Rofabæinn Sú breyting verður á ferðum S5 að hún mun fara um Rofabæ í stað Bæjarháls. Leið S5 á að fara um Sæbraut en fór áður niður Miklubraut. Leið S6 mun taka við þeim farþegum S5 sem ætla að fara niður Miklubraut og Hringbraut. Strætó bs. staðhæfir að þessar leiðir munu mætast í Ártúni og hinkra eftir hvor annarri þannig að tafir verði ekki hjá farþegum.

Árbæjar 29. maí 2007 og skýrði frá nýrri leiðaáætlun. Í máli hans kom fram að einungis 357 farþegar að meðaltali nýta sér þjónustu leið S5 á degi hverjum eins og hún er í dag. S-leiðirnar eru annars með frá 1600 og upp í 3000

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, skrifar:

Forstöðumaður akstursdeildar Strætó bs. kom á fund Hverfisráðs

farþega á dag. Verði mikil aukning farþega á leið S5 í haust þegar að skólar byrja er Strætó bs. tilbú-

ið til að breyta þjónustu við íbúa Árbæjarhverfis. Meirihluta Hverfisráðs Árbæjar var kynnt þessi niðurstaða af Strætó bs. fyrir nokkru og var m.a. Ungmennaráði Árbæjar og Grafarholts einnig kynntar breytingarnar. Var gerð grein fyrir því að farið væri í þessar breytingar m.a. vegna þess að erfitt væri að fá afleysingarfólk til starfa yfir sumarið svo og að um 40-45% fækkun farþega er að ræða yfir sumartíman m.a. vegna skólaleyfa og sumarfría. Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar Svava H. Friðgeirsdóttir varaformaður Hverfisráðs Árbæjar

Árbæjarblaðið Auglýsingasími 587-9500



4

Matur

Árbæjarblaðið

Mjög góður og fljótlegur fiskréttur með indversku ívafi - að hætti Birnu og Sigurðar

Matgæðingarnir Sigurður Grímsson og Birna Pálsdóttir ásamt hundinum sem heitir Bjartur.

ÁB-mynd PS

Sumarstarf Frístundamiðstöðvarinnar Ársels

Hjónin Birna Pálsdóttir og Sigurður Grímsson eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Þau bjóða okkur upp á afar girnilegan fiskrétt og við skorum á alla að reyna fyrir sér og prófa réttinn. Fyrir 4-6 Þorskflök 1 kg (má gjarnan nota lúðu eða ýsu). Sveppir 250 gr. 3-4 bananar. ½ bolli kasjúhnetur. ½ bolli rúsínur. 100 gr. rifinn ostur. Olía. 1 msk. íslenskt smjör (má nota olíu). Hrísgrjón.

Leikjanámskeið Leikjanámskeið fyrir börn, fædd ´97-´00, í Árseli í Árbæ og Sæmundarskóla í Grafarholti. Skráning fer fram á slóðinni www.rvk.is. Leikjanámskeið fyrir börn f. ´01 Nýjung í sumarstarfinu!! Til að koma til móts við óskir foreldra er nú í fyrsta skipti boðið er upp á sérstakt námskeið fyrir börn sem eru að byrja í 1.bekk. Markmiðið er að brúa bilið frá leikskóla til grunnskóla og frístundaheimilis í haust. Verður í boði eina viku í Árseli og eina viku í Sæmundarskóla. Skráning fer fram í á slóðinni www.rvk.is Íþrótta- og ævintýranámskeið Ætlað sprækum krökkum f. ´94-´96. Námskeiðin verða í Árseli og Ingunnarskóla og Norðlingaskóla. Skráning fer fram á slóðinni www.rvk.is Smíðaverkstæði Smíðaverkstæði fyrir börn f. ´94-´98 verður starfrækt við Árbæjarskóla, Sæmundarskóla og Norðlingaholt. Ekki þarf að skrá börnin heldur koma þau á smíðaverkstæðið og greiða 550 kr. í efniskostnað. Leikvöllur Starfræktur verður leikvöllur við Malarás fyrir börn á aldrinum 2-6 ára frá 11. júní til 17. ágúst. Leikvöllurinn er opinn kl. 9.00-12.00 og kl. 13.00-16.30. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Frístundamiðstöðinni Árseli í s: 567-1740, Sumarbæklingi ÍTR og á vefslóðunum www.rvk.is og www.itr.is Sumarkveðja, Starfsfólk Frístundamiðstöðvarinnar Ársels

anarnir skornir í bita, léttsteiktir í smjöri og settir yfir fiskinn og sveppina. Rifinn ostur yfir. Bakað í ofni í ca 15 mín. Hrísgrjónin: 2 bollar af hrísgrjónum settir í pott með 4 bollum af vatni, 1 tsk Maldon salti og 1 tsk af olíu. Hrært í með gaffli. Suðan látin koma upp og þá er slökkt á hellunni, lokið haft á og grjónin soðna á ca 10 mín. Á meðan eru hneturnar ristaðar létt á heitri pönnu (má sleppa því að rista þær). Þegar grjónin eru soðin er hnetunum og rúsínunum blandað við grjónin. Borið fram með fersku salati... mmmmm!

Skora á Sigurð og Birnu Kristín Pétursdóttir og Brynjólfur Smárason, Viðarási 77, skora á Sigurð Grímsson og Birnu Pálsdóttur, Þingási 26, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 7. júní.

Aðferð: Fiskurinn: Þorskflökin skorin í mátulega bita krydduð létt með Maldon salti, svörtum nýmöluðum pipar og karrý (má líka velta upp úr hveiti m/kryddinu í) og snöggteikt á pönnu í góðri olíu. Bitunum raðað í eldfast mót. Sveppir steiktir létt í smjöri (má vera olía) og dreift yfir fiskinn. Ban-

Rauð vatnsmelóna í eftirrétt Stór vatnsmelóna (rauð að innan) skorin fyrst í sneiðar (ca 1 cm þykkar) og svo hver sneið í geira. Borðuð með bestu lyst! Verði ykkur að góðu, Birna og Sigurður

Árbæjarblaðið Sími: 587-9500


Velkomin í nýtt og glæsilegt

útibú í Grafarholti Við bjóðum upp á alhliða fjármálaþjónustu sem er sniðin að þínum þörfum.

ÍSLENSKA SIA.IS LBI 37452 06.2007

Við rekum öfluga einstaklingsþjónustu þar sem viðskiptavinir okkar geta haft öll sín fjármál á einum stað, hvort sem þau snúa að útlánum, sparnaði eða annarri þjónustu bankans. Fyrirtækjaþjónustan okkar hefur verið efld til muna. Markmið okkar er að veita fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu með áherslu á stuttan svartíma og persónulega þjónustu.

Við bjóðum viðskiptavini okkar hjartanlega velkomna.

Viljir þú bóka fund varðandi fjármál þín skaltu hafa samband í síma 410 4114 eða tölvupóstfang 0114@landsbanki.is


6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Frístundaheimili skólaárið 2007-2008 Umsóknir í frístundaheimilin í Árbæ, Grafarholt og Norðlingaholt fyrir skólaárið 2007-2008 er orðnar 445. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá hvernig þær skiptast á milli frístundaheimilanna. Sótt er um pláss á frístundaheimili á slóðinni www.rvk.is Sækja þarf um dvöl fyrir hvert skólaár því börn skrást ekki sjálfkrafa á frístundaheimili milli skólaára. Allar frekari upplýsingar eru veittar í Frístundamiðstöðinni Árseli s: 567-1740.

Takk fyrir mig. Fulltrúi Lionsklúbbsins Jörva afhendir hjálmana.

Gáfu öllum hjálma

Hjálmurinn mátaður og ungir nemendur fylgjast spenntir með.

Frístundaheimilið Töfrasel við Árbæjarskóla; 84 umsóknir.

Frístundaheimilið við Sæmundarskóla; 97 umsóknir.

Nemendur fyrsta bekkjar í Árbæjarskóla fengu góða gesti í heimsókn á dögunum. Félagar úr Lionsklúbbnum Jörfa færðu þá hverju barni reiðhjólahjálm. Börnin voru ákaflega ánægð með hjálmana og Guðrún Ólöf skólahjúkrunarfræðingur áréttaði mikilvægi hjálmanotkunar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir Jörvamenn láta gott af sér leiða og er framtak þeirra vægast sagt lofsvert.

NÝTT Í SUMAR !!!! FJÖR, HREYFING OG ÚTIVERA

Frístundaheimilið Víðisel við Selásskóla; 50 umsóknir.

ÍÞRÓTTA- OG ÆVINTÝRANÁMSKEIÐ FYRIR SPRÆKA KRAKKA, F.´94 -´96, Í ÁRSELI, INGUNNAR- OG NORÐLINGASKÓLA Vikunámskeið ætlað krökkum með áhuga á íþróttum og útivist. Í fjölbreyttri dagskrá fá krakkarnir m.a. kynnast ýmsum íþróttagreinum og náttúrunni í kringum Reykjavík með stuttum ferðum bæði á göngu og á hjóli. Markmiðið er að krakkarnir fái að njóta mismunandi afþreyingar sem er í boðið í Reykjavík og nágrenni, fái holla hreyfingu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Umsjón er í höndum íþróttafræðings og íþróttaþjálfara Námskeiðin eru alla virka daga frá kl: 9.30-15.30 Dæmi um dagskrá: 1. dagur Kynning á námskeiði, ýmiskonar leikir og hópnum þjappað saman 2. dagur Ferð í Laugardalinn, dagskrá í Frjálsíþróttahöllinni og endaði í sundi. 3. dagur Ferð í Nauthólsvík, siglingar, strandíþróttir ofl. 4. dagur Boltaíþróttir, knattspyrna, handbolti, körfubolti, blak. 5. dagur Fjallganga, Úlfarsfell. Grillað og ýmiskonar sprell.

Frístundaheimilið Stjörnuland við Ingunnarskóla; 125 umsóknir.

Norðlingaskóli: Námskeið 1 11. júní - 15. júní Námskeið 2 18. júní - 22. júní

Frístundaheimilið Skólasel við Ártúnsskóli; 48 umsóknir.

Ársel: Námskeið 1 9. júlí - 13. júlí Námskeið 2 16. júlí - 20. júlí

Ingunnarskóli: Námskeið 1 Námskeið 2

23. júli - 27. júlí 30. júlí - 3. ágúst

Haraldur Þorvarðarson íþróttafræðingur sér um námskeiðið. Skráning fer fam í gegnum Rafræna Reykjavík á slóðinni www.rvk.is Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í sumarstarfsbæklingi ÍTR, á heimasíðu 'ITR og í Árseli í s. 567-1740 Frístundaheimilið Klapparholt við Norðlingaskóla; 51 umsókn.


SVONA NOTAR ÞÚ GLITNISPUNKTANA

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 8 1 3 1

• • • • •

Útborgun í peningum Ferðaávísun MasterCard Vildarpunktar Icelandair Innborgun á sparnað Góðgerðamál og margt fleira

SKRÁÐU ÞIG NÚNA!

NÝJUNG Í BANKAVIÐSKIPTUM Vildarklúbbur Glitnis er nýtt tryggðarkerfi fyrir viðskiptavini í Vildarþjónustu Glitnis.* Meðlimir safna verðmætum Glitnispunktum fyrir það eitt að vera í viðskiptum við Glitni og samstarfsaðila.

Vildarklúbbur Glitnis margborgar sig ... punktur! * Viðskiptavinir í Vild, Gullvild, Platínum og Námsvild.

Þeir sem skrá sig fyrir 17. júní fá 10.000 Glitnispunkta strax!

Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000.


9

8

Afmælishátíð Fylkis

Árbæjarblaðið

Fylkisdagurinn

Árbæjarblaðið

Afmælishóf Fylkis

Fylkismennirnir Ingvar og Jóhannes Óli ásamt eiginkonum sínum.

Þessi stilltu sér upp fyrir Einar ljósmyndara.

Við birtum hér fleiri myndir frá Afmælishátíð Fylkismanna en í síð-

akvöldið’’ sem fór fram í Fylkishöllinni. Einar Ásgeirsson var að sjálf-

asta blaði greindum við einng frá hátíðinni. Fjöldi manns mætti á ,,gal-

sögðu á staðnum og tók myndirnar sem hér birtast.

Fylkisdagurinn

Afmælishátíðin á Fylkisdaginn gekk vel og alls mættu um 6-700 manns á hátíðina.

Fylkisdagurinn var haldinn hátíðlegur þann 28. maí sl. en þann dag fyrir 40 árum var félagið stofnað. Margt var í boði í hverfinu og til dæmis hlupu 93 keppendur Árbæjarhlaup. Gamlir og góðir unnendur félagsins komu saman en endapunkturinn var fyrsti heimaleikur Fylkis í Landsbankadeildinni. Myndirnar hér á síðunni tók Einar Ásgeirsson.

Fríður hópur Fylkiskvenna á afmælishófinu. Kátar Fylkisstelpur.

Prúðbúnir gestir og allir í góða skapinu.

Björn Gíslason, varaformaður Fylkis og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Árbæjarhlaupið var vel heppnað og alls hlupu 93 keppendur.

Gestir skemmtu sér vel og slógu á létta strengi.

Birgir Finnbogason, formaður Fylkis, lengst til vinstri, og Ólafur Loftsson afhentu þessum heiðurskonum gullmerki Fylkis. Þær eru frá vinstri: Magnea Ragna Ögmundsdóttir, Guðrún Ósk Jakobsdóttir, Ása Haraldsdóttir og Guðrún Hupfeld.

Þessi unnu til verðlauna í Árbæjarhlaupinu.

Góðir og glaðir Fylkismenn og konur á afmælisdaginn.


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ósvikin skemmtun á kvennaleikjum Fylkis

Sumarnámskeið fyrir 6-12 ára

Það er óhætt að segja að allir hafi gaman af leikjum meistaraflokks kvenna. Þar er allt til alls, góð skemmtun, góður félagsskapur, heitt kaffi, topp samvera, öll fjölskyldan saman og alls konar veður. Veðrið var hins vegar ekki jafn gott þegar stelpurnar okkar kepptu við KR á mánudaginn, hellirigning og rok. Skemmtunin var hins vegar ósvikin, þrátt fyrir tap 4-2. Myndirnar voru teknar á umræddum leik á Fylkisvelli sl. mánudag.

Skráning á sumarnámskeið hafin. Vikunámskeið (kl.: 9-12 og/eða 13-16). Sjá nánar: www.keramik.is og í ITR-blaðinu.

Laugavegi 48B, 101 Rvík. S: 552-2882. keramik@keramik.is www.keramik.is

¹ BÎRNIN

Stærðir: 27 - 35 4.690 kr.

Stærðir 27 - 35 4.690 kr.

Landsbankinn gaf hljóðkerfi Landsbankin í Árbæ, einn af styrktaraðilum Fylkis, færði Fylki nýtt hljóðkerfi að gjöf á 40 ára afmælisdaginn til nota á vellinum. ,,Í móttöku sem Landsbankinn í Árbæ stóð fyrir færði Þorsteinn Þorsteinsson, útibússtjóri í Árbæ, Fylki að gjöf hljóðkerfi með sérbyggðum utanhúss hátölurum til notkunar utanhús. Þetta kerfi kemur í góðar þarfir og mun nýtast Fylki hvort heldur er við aðalvöllinn, gervigrasvöllinn eða hvar sem þörfin er. Höfðingleg gjöf frá Landsbankanum í Árbæ sem Fylkismenn þakka af alhug,’’ segir í frétt á heimasíðu Fylks.

Þorsteinn Þorsteinsson afhendir Erni Hafsteinssyni hljóðkerfið.

Stærðir 27 - 35 5.890 kr.

Stærðir 21 - 26 5.990 kr.

Stærðir 21 - 26 5.390 kr.

Fjármálakvöld Landsbankans Þorsteinn Þorsteinsson, útibússtjóri Landsbanka Íslands í Ár-

Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld hj´Lndsbanka Íslands og þann 24. maí sl. var eitt slíkt kvöld í Árbænum í útibúi Landsbankans við Klettháls. Fjöldi fólks mætti á fjármálakvöldið en farið var yfir fj´rfestingarkosti sem í boði eru, til dæmis skráð hlutafélög í kauphöll og verðbréfasjóði. Einnig voru gefin hag-

nýt ráð um uppbyggingu eignasafna. Á fjármálakvöldinu var einnig farið yfir það hvar hægt er að nálgast upplýsingar um fjármálamarkaðinn og hvernig best er að nýta þær. Eins og áður sagði var mæting góð á fjármálakvöldið og ríkti almenn ánægja á meðal gesta.



12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hvers eiga Árbæingar að gjalda? Það hefur verið hátíðarstemning í Árbænum undanfarna daga. Íþróttafélagið Fylkir er 40 ára og sumarið er skollið á. Hverfisbúar hafa því verið í hátíðarskapi. En í gær dró fyrir sólu. Þá er ég ekki að tala um vítaspyrnuna sem fór forgörðum á lokamínútu leiksins við Skagann (þó skítt væri), heldur hitt, að enn á ný þurfa hverfisbúar að hefja baráttu til að halda uppi eðlilegum tengslum við aðra borgarhluta í samgöngumálum. Það kostaði margra vikna baráttu nýliðinn vetur að fá lágmarksþjónustu strætó við Árbæjarhverfi eftir þá órökstuddu ákvörðun að fella niður akstur hraðleiðarinnar S5. Eftir að S5 hóf akstur komst aftur á tenging Árbæjarhverfis, Selás og Ártúnsholts við stærstu skóla og vinnustaði borgarinnar, án skiptingar. Í gær voru hverfisbúum hins vegar færðar þær fréttir að nú á enn að draga úr þjónustu strætó með akstri á aðeins hálftíma fresti.

Skorið á skólana Verst er þó að aftur á að skera á tengingu Árbæjarhverfis, Ártúns-

holts, Seláss og Norðlingaholts við marga helstu skóla landsins og stærstu vinnustaði með því að hraðleiðin S5 keyri um Sæbraut í stað Miklubrautar! Þar með er ekki lengur bein tenging við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Kennaraháskólann, Fjöltækniskólann, Versló, MR, MH og Kvennaskólann, auk Landsspítala-háskólasjúkrahúss. Þetta er furðuleg ráðstöfun og verður að teljast sérstaklega undarleg í ljósi áforma um gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir námsmenn næsta haust. Við þetta verður ekki unað og er hér með skorað á Árbæinga og annað áhugafólk um almenningssamgöngur, betri umferð og skynsamlega orkunýtingu að láta þetta mál til sín taka.

Legið á fréttinni? Það er ekki síður merkilegt að þetta vanhugsaða mál skuli dúkka upp nú, aðeins örfáum dögum áður en byrja á að keyra eftir breyttu kerfi. Ekki er nema von að vagnstjórar skuli láta í sig heyra. Fyrir þingkosningar var meirihluti borg-

arstjórnar hins vegar á umhverfisfötunum og kynnti "miklu betri strætó", sem var "fyrst og fremst" af hinum 10 grænu skrefum í Reykjavík. Kannski er ekki að undra að færri ferðir og breytingar á leiðarkerfinu hafi ekki verið kynntar sem lið í því. Á fundi hverfisráðs Árbæjar í gær var umhverfisfötum hins vegar ekki til að dreifa. Þar kom jafnframt fram að þessar breytingar höfðu verið lengi í undirbúningi. Líklega miklu lengur en grænu skrefin. Í því ljósi gegnir það sérstakri furðu að samráð hafi ekki verið haft við hverfisráð borgarinnar og íbúa varðandi yfirvofandi breytingar. Ef einhvern lærdóm á að draga af endurskoðun leiðarkerfisins er hann einmitt sá að samráð sé lykilatriði. Að kynna orðinn hlut fimm dögum áður en hefja á akstur

eftir nýju leiðarkerfi er ekki til neins. Gengur þetta verklag gegn skýrum og ítrekuðum óskum hverfisráða, íbúa, að ógleymdum fjölmörgum loforðum um samráð, bót og betrun.

Örfáir dagar til að forða slysi Þetta þýðir að aðeins fáeinir

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skrifar: dagar eru nú til að forða því að enn verði teknar slysalegar ákvarðanir um strætisvagnaþjónustu við Árbæinga. Það getur ekki verið sanngjarnt að Árbæingar þurfi öðrum hverfum fremur að berjast fyrir því að njóta sömu þjónustu í almenningssamgöngum

og önnur hverfi og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Kjarni málsins Kjarni málsins er ætti að vera sá að vaxandi vitund um umhverfismál og samstaða um að aukin umferð ógni lífsgæðum í borginni ætti að kalla fram breiðan stuðning við eflingu almenningssamgangna. Fjöldi farþegar í strætó óx í kjölfar nýja leiðarkerfisins, í fyrsta skipti í áraraðir, eða allt þar til skerðing á þjónustu olli bakslagi í þau segl. Í raun ættu stjórnmálamenn miklu frekar að sammælast um að kanna hvort og hvernig metnaðarfullt átak í almenningssamgöngum væri best úr garði gert. Því efling almenningssamgangna hefur sýnt sig vera ein hagkvæmasta og markvissasta leiðin til að bæta umferð og borgarbrag í bráð og lengd.

Kæru viðskiptavinir! Vorverkin að baki. Þá er um að gera að nostra við hendurnar! Paraffin-handarmaski fyrir þá sem koma í háralitun eða permanent frá 11. júni til 29. júní

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


13

Fréttir

Árbæjarblaðið

Atvinnuhúsnæði óskast til leigu Ca 50-80 fermetra verslunar- eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu. Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Skemmtilegar teikningar frá vorferð krakkanna á frístundaheimilinu Skólaseli við Ártúnsskóla.

Vorferðin 2007

Loksins rann upp fimmtudagurinn 3. maí. Við vorum að fara í ferð með Erlu og Maddý í dag, klukkan ætlaði aldrei að verða hálf ellefu. Veðrið var gott, sól og svolítill vindur. Við byrjuðum á að fara yfir reglurnar sem við áttum að fara eftir, þ.e. að vera stillt og kurteis ekki troðast í sundinu eða á pizzustaðnum og svoleiðis. Rútan var komin og við lögðum af stað, við ætluðum að fara suður með sjó. Fyrst fórum við í sund í Vatnaveröld í Keflavík. Þar var rosalega gaman. Þar er stór rennibraut og stöng með fjórum fötum efst sem hvolfast við þegar þær eru orðnar fullar af vatni. Það var gaman að standa fyrir neðan og fá vatnið yfir sig. Svo eru líka sex litlar rennibrautir á einum stað er sveppur sem hægt er að fara inn í. Þar fór ég (Dagur) í jóga það var mjög notalegt. Svo er heitur pottur úti sem allir fóru í að lokum. Nú voru allir sáttir við að fara upp úr. Komið var að hádegismat. Við fórum á pizzustað og fengum okkur að borða á stað sem heitir Langbest. Pizzurnar þar eru líka langbestar. Svenni og Bergur fóru í kappát og Svenni vann. Þegar allir höfðu fengið nóg í sinn maga var farið í rútuna á ný. Nú var ferðinni heitið út á Garðskaga. Fyrst skoðuðum við gamla vitann. Hann nær alveg út í sjó við gátum gengið í kringum hann. Svo fengum við að fara upp í nýja vitann. Hann er hæsti viti á Íslandi með 17 glugga í röð upp eins og hann sé 17 hæðir. Hann er 28,6 metrar á hæð. Nú erum við fræg ! Þegar allir voru komnir niður fórum við í fótbolta. Þar fengum við liðsauka sem var hundur hann var mjög skemmtilegur og góður í fótbolta. Þegar við fórum elti hann rútuna. Svo fórum við niður í fjöru Ingvi var með málmleitartæki og Dagur fann krónupening með því. Svo pípti tækið á stein, kannski var gull inni í honum!

Sumir fóru að fleyta kerlingar og aðrir voru bara að athuga hvort þeir sæju eitthvað merkilegt. Nú voru allir orðnir svangir á ný. Við fórum í húsið hennar Erlu og þar beið okkar heitt kakó og vöfflur og við átum á okkur gat. Um kl. fjögur var lagt af stað heim. Allir þreyttir og sælir, sumir fengu sér blund á heimleiðinni.

Þetta var góður dagur. Höfundar: Anna Sigríður, Arnheiður Erla, Axel Andri, Árni Elvar, Bergur Blær, Helena Júlía, Ingvi Már, Magnús Ingi, Sigurveig Ankita, Sveinn José, Dagur Adam, Hrafnkell Hilmar og Jón Frímann, frábærir krakkar í frístundaheimilinu Skólaseli við Ártúnsskóla!

Þetta er gjöfin fyrir vandlátu veiðimennina! Glæsileg teikning af Garðskagavita.

Það er gott að búa í Grafarholti Það er mjög gott að búa í Grafarholti, en Grafarholtið er eitt af nýrri hverfum borgarinnar og enn er það svo að við íbúarnir sækjum töluvert af þeirri þjónustu sem við þörfnumst dags daglega í önnur hverfi borgarinnar. Ég fagna því mjög að nú hefur Strætó bætt við sínar samgöngur okkur í hag, en frá 3. júní getum við í Grafarholtinu tekið leið 18 hvort heldur er í Árbæinn eða Grafarvoginn án þess að þurfa að skipta um vagn. Þessi breyting er því mikil bót fyrir notendur Strætó í Grafarholtinu. Stærsti notendahópur Strætó skólafólk og aldraðir eru jú þeir sem þurfa einmitt að sækja mikið af þjónustu út fyrir hverfið. Þar ber

helst að nefna börnin okkar en nú er greið leið fyrir þau t.d. í sundlaugarnar í þessum hverfum og svo er ákveðinn hluti þeirra sem æfa

Birna Kristín Jónsdóttir, form. Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, skrifar: íþróttir bæði með Fylki og Fjölni. Annar hópur fólks eru aldraðir en þeir sækja allt sitt félagsstarf og félagsþjónustu í Hraunbæ og nú fer vagninn okkar beina leið þangað.

Þetta er því mikil samgöngubót fyrir okkur íbúa Grafarholts og ætti að gera öllum auðveldara fyrir að velja sér samgöngumáta við hæfi.

Glæsileg flugubox úr Mangóviði Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals

Kíktu á www.Krafla.is


Tölvubúnaður – Eftirlitsmyndavélar Þjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga. BST Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

Er þitt fyrirtæki að fá það besta sem við höfum að bjóða? Persónuleg og vönduð þjónusta, sérsniðin að þörfum hvers og eins er það besta sem við höfum að bjóða. Með lipru skipulagi og stuttum boðleiðum bjóðum við þér skýrar og einfaldar þjónustuleiðir og þú velur það sem þér hentar hverju sinni. Kynntu þér málið – við leitum lausna.

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is

Spönginni

Sími: 5 700 900


Komdu í heimsókn í sumar!

Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum

PIPAR • SÍA • 70994

Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu.

„Hvað er með Ásum?“

Orka í iðrum jarðar!

Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal

Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit

List í eigu Landsvirkjunar

Kynnist Kárahnjúkavirkjun!

Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenningssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu sem tengist Landsvirkjun og orkumálum. Ljósafossstöð við Sog

Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal

Líf í Þjórsárdal

Heimsókn í Húnaþing

Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á Sprengisand og í Veiðivötn. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals

Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar. Blöndustöð, Húnaþingi

Kynnist okkur af eigin raun

Fyrstu sýningar

opna 9. júní

Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.

Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000


Nú hefur myndast nýr meðbyr í persónulegri fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.