Arbaejarbladid 5.tbl 2007

Page 1

5. tbl. 5. árg. 2007 maí

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Ryksugað í Reykásnum Árbæjarblaðið rakst á Snæbjörn Árnason, íbúa í Reykás 22 í hreinsunarvikunni. Við sjáum ekki betur en hann beiti ryksugunni á garðinn, Hann sagði aðspurður að það væri mikið smádót í grasinu eftir sprengjunar um áramótinn og þetta væri langbesta leiðin til að ná því upp. Það undrar okkur því ekki að lóðin í kringum Reykás 22-26 fékk viðurkenningu fyrir fallega og vel gróna lóð frá Borgarstjóranum í Reykjavík.

Bjóðum alla Árbæinga velkomna í

kosningakaffi

á kjördag að Hraunbæ 102 Nýir tímar - á traustum grunni

Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Egilshöllinni Sími: 594-9630 orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Kjósum rétt Það er mikið fjör framundan á tvennum vígstöðvum. Alþingiskosningar á laugardag og sama dag stígur Eiríkur Hauksson vonandi á sviðið í Finnlandi og keppir fyrir okkar hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og gefur að skilja er pólitíkin fyrirferðamikil í blaðinu að þessu sinni. Við birtum að þessu sinni greinar eða viðtöl frá efstu mönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á alþingi í dag og skorum við á þá kjósendur sem enn eru óákveðnir að lesa það sem frambjóðendurnir hafa til málanna að leggja á lokaspretti kosningabaráttunnar. Að auki birtum við þær greinar frá frambjóðendum sem okkur bárust en ljóst er að stjórnmálamenn sem aðrir eru vel meðvitaðir um útbreiðslu og mikinn lestur á Árbæjarblaðinu. Nú þegar samræmdu prófunum er lokið er rétt að minna foreldra barna í 10. bekk á nauðsyn þess að gera eitthvað skemmtilegt með börnum sínum um næstu helgi. Helgin eftir samræmdu prófin hefur oft verið æði skrautleg og beinlínis varasöm mörgum unglingum. Allar líkur eru á því að samræmdu prófin hafi runnið sitt skeið. Og gráta þau eflaust fáir. Þessi próf eru algjör tímaskekkja og i raun alveg ótrúlega vitlaus mælikvarði á getu nemenda sem nú standa frammi fyrir því að velja sér framhaldsskóla fyrir komandi ár. Þetta vita foreldrar sem séð hafa þessi próf. Hér er um að ræða slíka endemis vitleysu að öllum blöskrar. Verður það vonandi eitt af fyrstu verkefnum næsta menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að þessi ófögnuður verði aflagður sem allra fyrst. Munið svo að kjósa rétt á laugardag. Stefán Kristjáns-

abl@centrum.is

Grafarholtskirkja eins og hún mun líta út fullbyggð í lok næsta árs.

Grafarholtskirkja verður fullbyggð í árslok 2008 Á sóknarnefndarfundi Grafarholtssóknar 17. apríl sl. var lögð fram og kynnt niðurstaða dómnefndar um kirkjubyggingu safnaðarins að Kirkjustétt 8. Sóknarnefndin ákvað að fara þá leið við byggingu kirkjunnar að auglýsa alútboð, og er það í fyrsta sinni sem slík leið er farin við kirkjubyggingu. Náið og gott samstarf er við Biskupsstofu og Kirkjuráð um framkvæmdina og litið á verkefnið sem prófstein hvað þessa aðferð varðar. Alls voru valdir fjórir verktakar og arkitektafyrirtæki til að taka þátt í útboðinu, sem miðaðist við að skila fullbyggðri kirkju, um 700 fermetrum að stærð í árslok 2008 fyrir 200 millj. kr. og skiluðu allir tilboðsgögnum. Sóknarnefndin skipaði sérstaka dómnefnd, sem í áttu sæti fagaðilar, til að meta tillögurnar og leggja úrskurð sinn fyrir sóknarnefnd. Í dómnefndinni áttu sæti: Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, for-

maður, Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Lilja Grétarsdóttir, arkitekt, Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari og Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR. Niðurstaða dómnefndar er sú, að taka beri tilboði S.S. verktaka h/f um kirkjubyggingu í Grafarholti og var niðurstaðan staðfest af sóknarnefnd. Í umsögn dómnefndar kemur fram að ,,hús, lóð og innra fyrirkomulag myndi mjög sterka og sannfærandi heild og yfirbragð kirkjunnar í senn látlaust.’’ Í tillögu S.S. verktaka h/f segir m.a.: ,,Í meðfylgjandi tillögu er leitast við að skapa kirkju er myndar látlausan en einstakan ramma utan um öflugt safnaðarstarf - ramma sem getur aðlagað sig hinum mörgu hlutverkum kirkjunnar, á sorgar- og gleðistundum, í tengslum við félagsog æskulýðsstarf, menningaratburði og sálgæslu. Í tillögunni er leitast við að móta

byggingu sem opnar sig að gönguleiðum og aðkomuáttum og verður þannig eðlilegur hluti af grenndarsamfélaginu. Er inn er komið opnast annar heimur þar sem hin ýmsu rými kirkjunnar raðast í kringum tvo ljósgarða - altarisgarð og inngarð. Garðarnir skapa líkt og klausturgarðar fyrri alda ró og frið frá umhverfinu og erli hvunndagsins ásamt því að undirstrika það athvarf og helgidóm sem kirkjan er. Innigarðarnir eru hugsaðir sem þrívíð listaverk sem sækja efnivið sinn í íslenska náttúru - náttúruna sem nútímamaðurinn sækir æ meira í til að kyrra hugann og tengjast almættinu. Efnisval og útfærsla byggingarinnar miðar að því að móta kirkju sem stenst tímans tönn, bæði með vönduðum lausnum, en einnig með innra skipulagi sem býður upp á mikinn sveigjanleika í samnýtingu rýma.’’

ÍTR flytur í Árbæjarhverfið Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, ÍTR, hefur flutt höfuðstöðvar sínar frá Fríkirkjuvegi 11 að Bæjarhálsi 1. Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson formaður stjórnar OR, Guðmundur Þóroddsson forstjóri OR og Björn Ingi Hrafnsson formaður ÍTR undirrituðu samning á dögunum um leigu á húsnæði fyrir ÍTR í húsnæði Orkuveitunnar.


Þegar öllu er á botninn hvolft er

traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið Nýir tímar - á traustum grunni


4

Matur

Árbæjarblaðið

Hátíðarsúpa og súkkulaðikaka - að hætti Kristínr og Brynjólfs

Matgæðingarnir

Hjónin Kristín Pétursdóttir og Brynjólfur Smárason, Viðarási 77, bjóða lesendum Árbæjarblaðsins upp á girnileg rétti að þessu sinni. Við hvetjum alla til að setja upp svuntuna og prófa.

Hátíðarsúpa fyrir fimm fullorðna 1 kg súpuhumar. 250 gr. hörpudiskur.

Kristín Pétursdóttir ásamt börnum sínum þremur. Húsbóndinn, Brynjólfur Smárason, var á svartfuglsveiðum og því löglega afsakaður. ÁB-mynd PS

út í og látinn vera þar síðustu 2 mínúturnar. Borið fram með góðu snittubrauði og hvítvíni.

Súkkulaðikaka 200 gr. 50% súkkulaði. 125 gr. smjör. ½ bolli sykur. 4 egg. 1 bolli hakkaðar pecanhnetur. ¼ bolli hveiti.

Skora á Sigurð og Birnu Kristín Pétursdóttir og Brynjólfur Smárason, Viðarási 77, skora á Sigurð Grímsson og Birnu Pálsdóttur, Þingási 26, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 7. júní. 75 gr. smjör. 75 gr. hveiti. 1 dós niðursoðnir tómatar. 1-2 msk. tómatkraftur. ½ - 1 flaska óáfengt hvítvín. 1 tsk. oregano. ½-1 tsk. rauður pipar, ef þið viljið súpuna sterka þá 1 tsk. 2 teningar fiskikraftur. 2-3 dropar Tabasco. Smá sojasósa, ef eitthvað vantar þá setja meira af sojasósu. 2 stilkar selleri. 3-4 rif hvitlaukur. 1 lítinn lauk. 4 gulrætur. 1 peli rjómi. Humar og hörpudiskur sett út í ca 1 líter af sjóðandi vatni og látið sjóða í 2 mínútur. Fiskurinn sigtaður frá og soðið notað til að baka súpuna upp, 75 gr. smjör og 75 gr. hveiti. Hvítvín, niðursoðnir tómatar, tómatkraftur, krydd ásamt grænmeti sett út í. Látið malla í ca hálfa klukkustund, því lengra því betra. Því næst er rjómanum hellt út í. Í lokin er humarinn og hörpudiskurinn settur

Óskum öllum gleðilegs sumars!

Súkkulaðihjúpurinn: 100 gr. súkkulaði. 60 gr. smjör. 2 msk. rjómi. 1 tsk. mulið Nescafé. Bræðið súkkulaðið og látið kólna ögn. Þeytið smjörið vel uns það er orðið mjúkt og sáldrið sykrinum út í og þeytið mjög vel með handþeytara. Bætið næst við eggjarauðunum, einni í einu, setjið síðan súkkulaðið þar útí. Blandið hnetunum og hveitinu uns sú blanda loðir vel saman og setjið síðan út í deigið. Síðast setur maður vel þeyttar eggjahvíturnar varlega saman við blönduna. Setjið í vel smurt form og bakið í 20 til 25 mínútur, alls ekki of lengi, við 170 til 180°C hita. Látið kökuna kólna í forminu. Fyrir súkkulaðihjúpinn er smjör og súkkulaði brætt saman og síðan er rjómanum og Nescafé hrært út í. Verði ykkur að góðu, Kristín og Brynjólfur

Kveðja, Guðrún, Hanna Lára, Helena Hólm, Karitas.og Helena E.

Árbæjarblaðið

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

Sími: 587-95006

Fréttir

Árbæjarblaðið

Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við Árbæjarblaðið:

Svigrúm til að gera enn betur í velferðarmálum Geir H. Haarde tók við embætti forsætisráðherra síðasta sumar og leiðir nú Sjálfstæðisflokkinn inn í kosningarnar á laugardaginn. Í viðtali við Árbæjarblaðið rifjar Geir upp hvernig var að búa í Árbænum ásamt því að ræða vítt og breitt um stjórnmálin og baráttumálin í kosningunum.

Góð ár í Árbænum - Þú ert ekki alls ókunnugur hér í Árbænum enda bjóstu hér á sínum tíma. Hvernig var reynsla þín af því að vera Árbæingur? ,,Hún var mjög góð. Við bjuggum í Árbænum frá 1985-1991 og áttum þar mjög góð ár meðan börnin okkar voru lítil. Reyndar bættist yngsta barnið í hópinn þegar við bjuggum í Hraunbænum. Við urðum fljót vör við hina skemmtilegu hverfisstemningu sem einkennir Árbæjarhverfið og áttum afar góða nágranna. "Stífluhringurinn" var vinsæll en íþróttamannvirkin hjá Fylki voru ekki eins glæsileg og þau eru nú. Ég held að Árbærinn sé þannig hverfi að öllum eigi að geta liðið vel þar.’’

Traust verðmætasköpun mikilvæg - Snúum okkur að stjórnmálunum. Hvað telur þú vera mikilvægasta málið í kosningunum? ,,Við sjálfstæðismenn höfum bent á að það sé hægt að gera enn betur í velferðarmálunum og óskum eftir umboði kjósenda til þess að takast á við það verkefni. Við höfum hins vegar bent á að í slík verkefni verður ekki ráðist nema efnahagslífið sé sterkt og verðmætasköpunin traust. Enn fremur er mjög mikilvægt að forystan í næstu ríkisstjórn verði í höndum okkar sjálfstæðismanna.’’

Aukinn kaupmáttur - Þið talið um að efnahagslífið hafi blómstrað undanfarin ár. Engu að síður hafa ýmsir sett fram efasemdir um að svo sé og t.d. hefur því verið haldið fram að hátt verðlag hafi gert fólki erfitt fyrir. Hvernig svararðu því? ,,Ég myndi svara því þannig að þegar hagvöxtur hefur verið mikill, atvinnuleysi lágt og kaupmáttur ráðstöfunartekna fjölskyldna aukist um 75% frá árinu 1994, þá sé afar erfitt að halda öðru fram en við höfum náð frábærum árangri í efnahagsmálum. Því hefur að vísu verið haldið fram af stjórnarandstöðunni að ríkisstjórnin hafi verið að senda fjölskyldunum í landinu reikning út af háu verðlagi. Það er

afar mikilvægt að átta sig á því að þegar talað er um að kaupmáttur hafi aukist, þá er búið að taka tillit til verðlags. Kaupmáttur segir okkur hvað launþegarnir hafa í vasanum, þegar laun og skattar hafa verið bornir saman við verðlagsþróunina. Þess vegna er svo mikilvægt að átta sig á því að 75% kaupmáttaraukning á 13 árum skiptir gríðarlegu máli. Hitt er annað mál að við höfum gripið til sérstakra ráðstafana til að lækka verðlag, meðal annars með helmingslækkun virðisaukaskatts á matvælum en við búum í landi þar sem verðlag er frjálst og þess vegna er ábyrgð fyrirtækjanna í þeim efnum mjög mikil.’’

Jöfnuður með því mesta í Evrópu - Það hefur verið talað um að ójöfnuður hafi aukist í íslensku samfélagi undanfarin ár. Hver er þín skoðun á því? ,,Þessu hefur verið haldið fram af hálfu stjórnarandstöðunnar en það stenst ekki skoðun. Hagstofa Íslands kynnti niðurstöður úr stórri alþjóðlegri rannsókn nú í febrúar sl. þar sem fram kom að jöfnuður hér á landi, mældur út frá þremur mælikvörðum, er einhver sá mesti í Evrópu og aðeins tvö lönd sem koma betur út. Það er svo á þessum trausta grunni sem við horfum til framtíðar. Við Íslendingar erum í þeirri einstöku stöðu að ríkissjóður má heita skuldlaus og við höfum svigrúm til þess að gera enn betur í velferðar-, heilbrigðis- og menntamálum og hlúa þannig að grunnstoðum samfélagsins og búa í haginn fyrir framtíðina.’’

Aðgerðir í þágu aldraðra - Eitt af því sem rætt er um í velferðar- og heilbrigðismálunum er staða eldri borgara. Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn gera til að koma til móts við þennan hóp? ,,Það er mikilvægt að halda því til haga að við höfum nú þegar gripið til ýmis konar aðgerða í þágu eldri borgara. Fyrir það fyrsta hafa tekjuskerðingar í kerfinu verið lækkaðar mjög verulega en þær voru 67% árið 2003 en eru nú um 40%. Við tókum upp frítekjumark fyrir aldraða, upp á 300 þúsund krónur á ári og höfum hækkað lífeyri þeirra verulega. Ennfremur eru tekjutengingar við maka að hverfa. Við höfum þó lagt áherslu á að gera enn betur í þessum málaflokki. Til þess er svigrúm og í ræðu minni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nefndi ég þrjú atriði sem ég tel að eigi að fara í á næsta

kjörtímabili. Við viljum lækka skerðingar úr 40% í 35%, tryggja að þeir sem komnir eru yfir sjötugt og vilji vinna geti gert það án þess að tekjurnar skerði bætur þeirra og ennfremur viljum við að ríkið tryggi öllum ákveðinn lágmarkslífeyri, 25 þúsund krónur á mánuði, úr lífeyrissjóðum. Með þessu móti tel ég að við komum enn frekar til móts við eldri borgara, annars vegar með því að auka svigrúm þeirra til tekjuöflunar og hins vegar með því að tryggja þeim hópi aldraðra sem verst eru settir, ákveðna lágmarksframfærslu úr lífeyrissjóðum.’’

Frekari lækkun skatta - Hvað hyggst Sjálfstæðisflokkurinn gera á næsta kjörtímabili í skattamálum? ,,Við viljum halda áfram að lækka skatta og álögur á fyrirtæki en hve mikil sú hækkun verður liggur ekki fyrir. Afnám stimpilgjalda er meðal þess sem er á dagskrá á næsta kjörtímabili en það mál hefur lengi verið á stefnuskrá flokksins, þó við höfum ekki komist í það fyrr en nú þar sem aðrar skattalækkanir hafa gengið fyrir á kjörtímabilinu. Við höfum lækkað skatt á einstaklinga verulega, afnumið hið sérstaka skattþrep sem ranglega var nefnt hátekjuskattur, afnumið eignarskatt og stórlækkað og samræmt erfðafjárskatt. Þar að auki komu til framkvæmda nú í byrjun mars miklar lækkanir á virðisaukaskatti á matvæli og fleiri vörur sem leiddi m.a. til þess að verðbólga lækkaði og allt útlit er fyrir að hún lækki enn frekar á þessu ári. Við viljum halda áfram á þessari braut, enda sýnir það sig til lengri tíma að skattalækkanir og minni afskipti ríkisvaldsins af fyrirtækjum og markaðnum leiða til þess að hjól atvinnulífsins snúast hraðar og tekjur ríkissjóðs aukast þar með. Íslendingar hafa alltaf borið gæfu til að skilja samhengið milli verðmætasköpunar og velferðar.’’

Sundarbraut verður samgöngubót - Hvað viljið þið leggja áherslu á í samgöngumálum í borginni á næstu árum? ,,Þar eru stór verkefni framundan. Lagning Sundarbrautar verður mikil samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið og sömu sögu má segja um tvöföldun stofnæðana út úr borginni, þ.e. Suður- og Vesturlandsvegar. Ennfremur vil ég nefna mislæg gatnamót hjá Miklubraut og Kringlumýrarbraut."

,,Kosningarnar leggjast vel í okkur sjálfstæðismenn enda er staðan góð. Við göngum til kosninga stolt af verkum okkar og þeim sterka grunni sem við höfum lagt á undanförnum árum,’’ segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Gefur kost á sér til áframhaldandi forystustarfa - Að lokum, hvernig leggjast þessar kosningar í þig? ,,Þær leggjast vel í okkur sjálfstæðismenn enda er staðan góð.

Við göngum til kosninga stolt af verkum okkar og þeim sterka grunni sem við höfum lagt á undanförnum árum. Það er ánægjuefni að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar þegar staðan er jafngóð og nú. Ég gef kost á mér til áframhaldandi forystustarfa með bros á vör."


ÍSLENSKA / SIA.IS / ICE 37452 05/06

Við flytjum í nýtt útibú í Grafarholti

Landsbankinn í Grafarvogi flytur í verslunarmiðstöðina við Vínlandsleið í Grafarholti, 15. maí. Verið velkomin.

• Ný og glæsileg húsakynni • Öflug einstaklingsþjónusta • Stóraukin fyrirtækjaþjónusta


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Afmælishóf Fylkis ,,Þetta var glæsilegt afmælishóf. Hópur frumkvöðla og stofnenda félagsins mætti til veislunnar og það var kátt á hjalla. Fylkir er lánsamt félag að því leyti að stór hópur af frábæru fólki er alltaf til í að styðja og vinna fyrir félagið af ráðum og dáð,’’ sagði Björn Gíslason, varaformaður Fylkis, í stuttu spjalli við Árbæjar-

blaðið, í fjrveru formanns félagsins, Birgis Finnbogasonar. Afmælishátíðin fór fram í Fylkishöllinni og þar var margt um manninn. Salurinn var fagurleg skreyttur og allir skemmtu sér vel. Við munum í næsta blaði, 7. júní, birta margrar myndir til viðbótar frá afmælishófinu.

Veislusalurinn var fagurlega skreyttur.

Hér má meðal annars sjá Jón Ellert, Össur Skarphéðinsson og varaformann Fylkis, Björn Gíslson, fyrir miðri mynd. ÁB-myndir EÁ Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis í Grafarvogi, var mættur til að samgleðjast Fylkismönnum.

Margir af frumkvöðlum og stofnendum Fylkis mættu til veislunnar ásamt gestum af ýmsum toga.

Theódór Óskarsson og Magdalena Elíasdóttir.

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra var á meðal gesta.

Margir af rumkvöðlum og stofnendum Fylkis mættu til veislunnar.


Þitt atkvæði tryggir: Áframhaldandi uppbyggingu kröftugs og samkeppnisfærs atvinnulífs. Ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum. Eingöngu einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Fjölbýlum verði breytt í einbýli. Skattleysismörk í 100 þúsund krónur. 12 mánaða fæðingarorlof og gjaldfrjáls leikskóli í samvinnu við sveitarfélögin. Stimpilgjöld verði felld brott. Þjóðvegir út frá höfuðborginni tvöfaldaðir, Sundabraut og mislæg gatnamót í þéttbýli. Hækkun frítekjumarks á atvinnutekjur lífeyrisþega og frítekjumark sett á greiðslur úr lífeyrissjóðum. Að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf. Þriðjungur námslána breytist í styrk. Sátt með þjóðinni um nýtingu náttúruauðlinda.

Árangur áfram - ekkert stopp

framsokn.is


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar: Margir muna eftir því þegar borgarstjóri Reykjavíkur gekk um hverfi borgarinnar ásamt manni sínum Hjörleifi Sveinbjörnssyni, leit til með hlutum, heilsaði fólki, tók upp símann og lét sitt fólk vita ef búið var að krota á enn einn vegginn. Þetta gerði Ingibjörg Sólrún oft og iðulega, svo lítið bar á, og þekkir því vel til allra borgarhluta. Hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður og finnst fátt skemmtilegra en að vera í kosningabaráttu. Í viðtali við Árbæjarblaðið talar hún um tilveru þeirra sem eiga aðstandanda í brýnni þörf fyrir hjúkrunarheimili, vellíðan barna sem er hjarta hvers velferðarsamfélags og hún segir líka frá Árbæingnum sem hringdi eitt sinn í hana seint að kveldi með sérkennilega fyrirspurn. - En hvernig ætli borgarstjórareynslan nýtist Ingibjörgu Sólrúnu í landsmálapólitíkinni? Borgarstjórastarfið er eins og fólk veit gríðarlega fjölbreytt stjórnunarstarf og kenndi mér svo ótal margt á níu árum. Þessvegna er einfalda svarið að segja að allt nýtist mér. Til dæmis að leita alltaf lausna fyrir fólk, hlusta vel á þá sem nota þjónustuna og axla ábyrgð á öllum ákvörðunum en skjóta sér aldrei undan. Eftir 25 ár sem kjörinn fulltrúi er mér runnið í merg og bein að aga mig til að hugsa í lausnum og leita aðstoðar þeirra sem best þekkja til í hverju máli hvort sem það eru veitendur eða neytendur tiltekinnar þjónustu. Ég legg með öðrum orðum metnað minn í að stunda samræðustjórnmál. Og sem borgarstjóri tók ég ákvarðanir um framkvæmdir kvölds og morgna og um miðjan dag. Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin fram vandaðar að-

,,Ég vil að umhyggja fyrir elstu og yngstu kynslóðinni einkenni næstu ríkisstjórn,’’ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Lárus Ýmir Óskarsson hressandi og finnst gott þegar menn demba á efla verklistog iðnnám. Samfylkingin hefur lista eftir hjúkrunarrýmum. Gætirðu lýst mig erfiðum spurningum. Það skerpir hugann. það að kjörorði að allir geti lært. Það eiga að dæmigerðum aðstæðum í lífi fjölskyldu sem Kjósendur eru gott og skemmtilegt fólk og vera til menntaleiðir fyrir alla frá leikskóla að ber ábyrgð á rosknum einstaklingi í brýnni kosningar eru þjóðhátíð. háskóla- eða starfsréttindaprófi án tillits til þörf fyrir hjúkrunarrými? efnahags. Við í Samfylkingunni höfum gagnÞað sem ég þekki af eigin reynslu eru sárar - Skiptir máli að kona setjist í stól forsætisráðherra? Það finnst óskaplega mörgum og víst er að ekki þarf sagnfræðing til að benda á að það hefur aldrei gerst í 103 ára sögu ríkisstjórna á Íslandi. Þegar formenn sænska og danska jafnaðarflokksins, Mona Sahlin og Helle ThorningSchmidt, komu á landsfund Samfylkingarinnar um daginn sagði ég í pallborðsumræðum okkar sem satt var að mig hefði sem ungri stelpu í Vogunum aldrei órað fyrir að ég ætti eftir að verða borgarstjóri eða flokksformaður. Það var einfaldlega ekki inni í myndinni hjá ungum stúlkum á þeim tíma að ætla sér frama í stjórnmálum eða atvinnulífi. Ég er því mjög meðvituð um mikilvægi þess að ungar stúlkur eigi sér fyrirmyndir og um leið skynja ég sterkt ábyrgð mína gagnvart þeim. Þessvegna gefst ég gerðaáætlanir sem ég þekki af borgarstjóraaldrei upp og sem forsætisráðherra myndi ég rýnt áhersluna á samræmd próf og aukna miðáhyggjur og álag á það hjónanna sem betri reynslu hvernig á að hrinda í framkvæmd. Og líta á það sem eitt býnasta verkefnið að jafna stýringu í skólakerfinu, en viljum auka fjölheilsu hefur. Vaktaskipti barna sem sjálf eru á ég finn hvað sú reynsla er verðmæt í farangrinlaunamun kynja og stuðla að jafnrétti á öllum breytni í skólastarfi og efla skólana og kennmiðjum aldri og skipta með sér að hlaupa frá um sem formaður jafnaðarflokks í landi þar sviðum. Það hefur frá því ég bauð mig fram arastarfið. Framlög til menntamála hafa verið vinnu eða börnum til hjúkrunar- og umönnunsem jafnaðarstefnan hefur í tólf ár engin áhrif fyrst á Kvennalista í Reykjavík verið rauði lág hér á landi miðað við önnur lönd og fyrir arstarfa án þess að kunna beinlínis rétt handhaft á landstjórnina. þráðurinn í öllu mínu daglega starfi og við náðþví hafa skólarnir fundið. Hér þarf nýja fortök. Fjölskyldan þjappar sér saman en það er um beinhörðum árangri í Reykjavíkurlistangangsröðun. óhjákvæmilegt að umönnun veikrar mann- Nú hefur Samfylkingin talað mikið um biðum í jafnréttis- og jafnlaunamálum. Það var eskju allan sólarhringinn taki toll af lífi fólks, vinna og ég veit hvað þarf til. - ,,Unga Ísland’’ heitir barnastefnan ykkar, oft ósanngjarnan toll t.d. fyrhver er helsta sérstaða hennar? ir dætur sem neyðast til að - Hver er fallegasti staðurinn í Árbænum að Unga Ísland er fyrsta heildstæða barnasyndga upp á náðina í vinnþínu mati? stefna sem sett hefur verið fram í pólitík á Ísunni eða minnka við sig Í Árbænum er hin eina sanna perla Reykjalandi og markar þannig tímamót. Hún felur í vinnu. víkur sem eru Elliðaárnar og ég á ótal minnsér aðgerðaáætlun um sextíu framfaraskref Við vitum líka að fjölmargingar sem tengjast þeim allt frá barnæsku þegfyrir börnin í landinu allt frá tannheilsu að ir aldraðir eiga ekki marga ar við, krakkarnir úr Vogunum, fórum í hjólatgeðheilbrigðismálum, gjaldfrjálsum leikskóla, að og þá er ekki að sökum að úra að ánum með mjólk í flösku og nesti í poka. lengingu fæðingarorlofs, þátttöku í íþróttum spyrja. Okkur ber sem samféÞegar ég var sjálf komin með börn gerðum við og öllu þar á milli. Barna- og unlingageðdeildlag að hlúa að elstu kynslóðHjölli það að föstum lið á sumrin að fara út í in og hin langa bið foreldra eftir þjónustu er nú inni, sýna henni virðingu og hólmann í ánni á fallegum sumardegi með loksins komin á dagskrá stjórnmálanna en eitt sæmd. Auðsöfnunin á Íslandi strákana, grilla og njóta náttúrunnar inn í af vandamálum deildarinnar hefur verið að er lítils virði ef við getum miðri borg. hún heyrir undir fimm ráðuneyti. Í Unga Ísþetta ekki. Þessvegna gerum landi hugsum við ekki í ráðuneytum eða málavið í Samfylkingunni það að - Geturðu rifjað upp skemmtileg atvik úr flokkum heldur einfaldlega um þarfir, heilsu kláru kosningaloforði að borgarstjóratíð þinni sem gerðist í Árbænum? og velferð íslenskra barna við ólíkar aðstæður tryggja 400 ný hjúkrunarTja, það er þá helst þegar maður hringdi í og við segjum óhikað: Samfélagið þarf að rými fyrir aldraða og eyða mig heim á laugardagskvöldi, sagðist búa í styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Við þannig biðlistum á 18 mánuðíbúð á vegum borgarinnar í Árbænum og hann þurfum að stytta vinnutíma fólks og endurum. þyrfti að leita ásjár hjá mér. Þannig væri mál reisa alvöru barnabætur. Fjölskyldur sæju með vexti að í leigusamningnum væri skýrt miklar breytingar þegar Unga Íslandi yrði - Kannanir sýna að fólk setkveðið á um að hann byggi einn í þessari íbúð hrundið í framkvæmd. Minn draumur er að ur velferðarmálin og menntaen nú háttaði þannig til að hann hefði hitt konu okkur takist það því sönn farsæld og vellíðan málin á oddinn og telja þau í bænum og boðið henni heim. Hann vildi hins barna er hjarta hvers velferðarsamfélags. mikilvægust. Hver eru mikilvegar vera alveg viss um að hann væri ekki að vægustu úrlausnarefnin í brjóta leigusamninginn með þessu tiltæki og - Nú er kosningabaráttan að ná hápunkti sínmálefnum menntunar? spurði hvort borgarstjóri hefði nokkuð á móti um og þú hefur tekið þátt í þeim nokkrum. Er Það er merkileg staðreynd því að hann skyti skjólshúsi yfir konuna næstu skemmtilegt í kosningabaráttu og hvers að fjörutíu prósent Íslendnótt! vegna? inga á vinnumarkaði hefur Ó já, það er fátt skemmtilegra en að berjast ekki lokið frekara námi en - Hvað viltu að einkenni næstu ríkisstjórn? fyrir göfugum sameiginlegum málstað með grunnskólaprófi og þarna Ég vil að umhyggja fyrir elstu og yngstu kyngóðu fólki. Ég fyllist alltaf aukaorku í kosnþurfum við að gera stórátak slóðinni einkenni næstu ríkisstjórn. Við erum ingabaráttu og finnst hún óskaplega skemmtitil að gefa fólki annað tækifámenn þjóð og eigum að deila kjörum hvert leg. Þá komumst við út úr fundarherbergjum færi með endurmenntun. með öðru. Enginn má verða útundan; við þurfog gerum það að markvissu verkefni að hitta Brottfall úr framhaldsskólum á öllum að halda; við höfum skyldur gagnsem allra flest fólk og heyra viðhorf þess. Ég um er miklu meira hér en vart öllum. Og við eigum að geta það, við eigfer mjög víða um landið og út um alla borgina. annars staðar og það er um að vera fyrirmyndarsamfélag. Það er innÞetta nærir mann og styrkir, fyrir utan hvað vegna þess að unga fólkið tak jafnaðarstefnunnar sem Samfylkingin er göngur í hús og hlaup um borg og bý eru holl okkar finnur sér ekki nám fulltrúi fyrir í íslenskum stjórnmálum. hreyfing. Mér finnst líka rökræðan sjálf við hæfi. Svarið við því er að Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur kát og glöð á Esjutindi.

Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra í viðtali um stjórnmálin, Kastljósmálið og fleira:

Þarf að setja markaðsöflunum skorður Það hefur verið hart sótt að Jónínu Bjartmarz í kosningabaráttunni undanfarna daga. Fjölskyldumál Jónínu hafa verið í umræðum fjölmiðla undanfarna daga eftir fregnir af því að verðandi tengdadóttir hennar hafi verið í hópi 18 útlendinga sem hlutu ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi sl. vor. Jónína, sem er lögfræðingur að mennt og rak lögmannsstofu í Reykjavík ásamt Pétri Þór Sigurðssyni, eiginmanni sínum, tók sæti á Alþingi á árinu 2000. Þau hjón eiga tvo syni, 18 og 22 ára. Skyndilega voru mál þessarar fjölskyldu í Breiðholtinu á hvers manns vörum vegna ríkisfangs kærustu eldri sonarins. Ekkert hefur þó komið fram sem hnekkir þeim orðum Jónínu og þingmanna úr öllum flokkum um að hún hafi engin afskipti haft að málinu. Jónína telur að allt þetta mál hafi verið rangflutt í fjölmiðlum, einkum í Kastljósi og hún talar um pólitíska árás í því sambandi. Lykilatriði hafi ekki komist á framfæri í umfjöllun fjölmiðla. ,,Þessi umfjöllun var meiðandi og særandi fyrir mig og mína fjölskyldu og til þess fallin að skaða Framsóknarflokkinn í aðdraganda kosninga.’’ Hún hefur kært umfjöllun Kastljóssins til siðanefndar Blaðamannafélagsins. ,,Ég veit að margir hafa spurt sig hvað Kastljósinu hafi gengið til með þeirri umfjöllun sem þar hefur verið um þetta mál sem tengist mér og hvort þar hafi menn látið misnota sig til að koma höggi á mig og Framsóknarflokkinn í aðdraganda kosninga,’’ segir Jónína. ,,Stórfrétt Kastljóssins í upphafi var að Lucia hefði einungis dvalist í fimmtán mánuði á Íslandi áður en Alþingi veitti réttinn og mátti skilja sem svo að væri nánast einsdæmi og hin mesta spilling. En staðreyndir málsins eru þær að á þessu kjörtímabili hafa 144 einstaklingar fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. Af þeim höfðu 30 dvalist hér eitt ár eða skemur. Næst birti Kastljós umsókn Luciu, sem geymir upplýsingar um hennar einkalíf og er eðli málsins samkvæmt svipað trúnaðargagn og læknakýrslan mín og þín. Einhvern veginn fengu þeir þá umsókn og umsóknir annarra í hendur. Ég hef ekki getað útskýrt fyrir Luciu af hverju Kastljós í réttarríkinu Íslandi braut á henni mannréttindi með broti á friðhelgi einkalífs hennar með því að leka þessum trúnaðargögnum og fjalla um þau í fjölmiðlum með þeim hætti sem gert var

án þess að almennilega væri vandað til verka þegar upplýsinga var aflað og ályktanir dregnar. Í Kastljósinu var gert lítið úr þeirri ástæðu að umsóknin byggði á skertu ferðafrelsi. Hún er búin að læra íslensku og hefur lagt hart að sér í námi með vinnu sem hún hefur stundað frá fyrsta degi. Þau eru nú að fara í nám til Bretlands og þá þarf hún að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi eftir hverja önn til að koma til Íslands og vinna. Það er engin trygging fyrir því að hún eigi afturkvæmt hingað án ríkisfangs. Guatemala er utan EES. Í ljós hefur komið að á síðustu fjórum árum hafa 21 aðrir einstaklingar fengið ríkisborgararétt m.a. á grundvelli skerts ferðafrelsis. Í Kastljósinu var m.a. látið að því liggja að aðallega væri um börn að ræða sem fengju ríkisborgararétt með lögum. Staðreyndin er sú að af þessum 144 voru einungis 14 börn. Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar, hefur hrakið allar fullyrðingar sem ætlað var að sýna að afgreiðsla umsóknar þessarar stúlku hafi á nokkrun hátt verið óeðlileg eða umsóknin fengið ,,sérmeðferð’’. Hið sama hafa Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingu, og Guðjón Ólafur Jónsson, flokksbróður minn gert. Ríkisborgararéttur er veittur með lögum tvisvar á ári, í síðara skiptið rétt fyrir þinglok og sumar umsóknir eru þá nýkomnar inn í Dómsmálaráðuneytið en aðrar hafa beðið lengur. Þessi leið, að veita ríkisborgararétt með lögum er sérstök aðferð til þess að veita fleiri einstaklingum ríkisborgararétt en eingöngu þeim sem standast skilyrði laganna, og unnið hefur verið samkvæmt henni áratugum saman. Ég ætla ekki að nota lengri tíma í að tína hér til dæmi um ónákvæmni umfjöllunar Kastljóssins og skrumskælingu en það er af nógu að taka. Hvar liggur trúverðugleiki fjölmiðils sem vinnur með þessum hætti,’’ segir Jónína og þá er tími til kominn að ræða önnur mál, eins og til dæmis þau hvað hafi orðið til þess að hún fór að hafa afskipti af stórnmálum og hvers vegna Framsóknarflokkurinn varð fyrir valinu? Hún segist hafa verið alvön félagsstörfum, einkum á sviði fjölskyldu-, mennta-, og jafnréttismála, en hún var lengi formaður grasrótasamtakanna Heimilis og skóla. Eitt hafi leitt af öðru í þeim störfum og hún hafi þegið boð um að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í þingkosningunum 1999.

,,Málefni eldra fólks og lífeyrisþega eru mér hugleikin eins og mörgum öðrum enda hef ég mikið starfað sem þingmaður að þeim málum og var lengi formaður heilbrigðis- og trygginganefndar þingsins. Þar vil ég að við setjum í forgang að tryggja öllum þeim sem þurfa að dveljast á dvalar og hjúkrunarheimilum einbýli. Höfuðáherslu eigum við samt að leggja á að auka heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu sveitarfélaga svo aldraðir geti búið lengur heima hjá sér,’’ segir Jónína Bjartmarz. Spurningunni, hvers vegna Framsóknarflokkurinn, svarar hún þannig að grunngildi framsóknarmanna hafi höfðað sterkt til sín, flokkurinn sé hófsamur miðjuflokkur sem hafni öfgum til hægri og vinstri en leggi áherslu á málefnalega afstöðu til meginmála hverju sinni. ,,Markaðshagkerfið er góðra gjalda vert þar sem það á við, en það á ekki að stýra afstöðu okkar til náungans eða samskiptum okkar á milli né ábyrgðar okkar hvort á öðru. Við þurfum að standa vörð um gildismat sem byggir á samábyrgð í afstöðu okkar til þeirra sem minna mega sín eða hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Við eigum ekki að sætta okkur við aðra þjóðfélagsskipan en þá sem tryggir að allir hafi hlutverki að gegna og fái notið ólíkra hæfileika sinna. Markaðsvæðing síðustu ára hefur reynt mjög á grunngerð samfélagsins. Hún reynir mjög á foreldra, okkur sjálf, sem og samskipti okkar á milli. Það er hlutverk okkar allra að standa vörð um gildismat samhjálpar og samfélagslegrar ábyrgðar og tryggja öflugt eftirlit og aðhald með markaðsöflunum. Grunnafstaða Framsóknarflokksins samræmist best mínum lífsskoðunum.’’ Jónína segir að velferð og staða fjölskyldunnar og barnafólks sé það mál sem hún beri almennt mest fyrir brjósti í stjórnmálum: ,,Í störfum í grasrót foreldrastarfsins sá ég það glöggt hvað margir foreldrar eru óöryggir í hlutverki sínu sem uppalendur og hve mikið reynir á þá gagnvart öðrum áhrifavöldum sem hefur vaxið fiskur um hrygg. Við þurfum með ráðum og dáð að styrkja foreldra í hlutverki þeirra og sýna þeim það traust sem þeim ber. Tíminn og samvistir foreldra og barna hefur sýnt sig að vera besta forvörnin.’’ - Hver eru að þínu mati stóru málin

í kosningabaráttunni og á næstu árum? ,,Í málefnum fjölskyldunnar er það baráttumál okkar að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði og stíga næstsu skref í þeirri jafnréttisbyltingu sem Framsóknarflokkurinn leiddi þegar níu mánaða fæðingarorlof var leitt í lög. Einnig hækkun skattleysismarka, afnám stimpilgjalds og fleiri mál sem auðvelda ungu fólki að standa á eigin fótum. Í menntamálum vil ég m.a. fjölga tækifærum til menntunar fyrir þá sem hafa litla formlega menntun, efla náms- og starfsráðgjöf til að vinna gegn brottfalli nemenda, og breyta hluta námslána í styrk til þeirra sem ljúka námi á tilskildum tíma. Af þeim málun sem tengjast mínu sviði sem umhverfisráðherra legg ég höfuðáherslu á að leita víðtækrar sáttar um að setja inn ákvæði í stjórnarskrá sem færi sameiginlegar auðlindir okkar í þjóðareigu. Ég vil einnig að við tryggjum að gerð verði verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi eigi síðar en árið 2010. Ég vil einnig að uppbyggingu þjóðgarða og fjölgun friðlýstra svæða verði haldið áfram, sérstaklega á miðhálendinu. Í umhverfismálum okkar hér í borginni tel ég afar mikilvægt að efla almenningssamgöngur og að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að efla og byggja upp þá þjónustu sem raunhæfan valkost við einkabílinn. Það er afar mikilvægt og dregur úr þörf á dýrum framkvæmdum við samgöngumannvirki. En jafnmikilvægt og það er að efla almenningssamgöngur er samt ljóst að eitt stærsta verkefni okkar næstu árin verður að vera gerð Sundabrautar í botngöngum í einum áfanga og gerð

mislægra gatnamóta á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt fyrir fé til þeirra framkvæmda og þær munu verða að veruleika á næstu árum. Málefni eldra fólks og lífeyrisþega eru mér hugleikin eins og mörgum öðrum enda hef ég mikið starfað sem þingmaður að þeim málum og var lengi formaður heilbrigðis- og trygginganefndar þingsins. Þar vil ég að við setjum í forgang að tryggja öllum þeim sem þurfa að dveljast á dvalar og hjúkrunarheimilum einbýli. Höfuðáherslu eigum við samt að leggja á að auka heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu sveitarfélaga svo aldraðir geti búið lengur heima hjá sér. Nú er verið að byggja upp 300 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og með þeim framkvæmdum og bættri þjónustu við þá sem búa heima trúi ég að við getum eytt biðlistum. Einnig þurftum við að vinna áfram að því að hækka enn fremar frítekjumark þeirra sem lifa á greiðslum úr lífeyrissjóðum.’’ - Hver eru þín skilaboð til íbúa Árbæjarhverfis að lokum? ,,Skoðanakannanir sýna að þingsæti mitt stendur tæpt. Við framsóknarfólk erum ekki óvön því, en eigum því sem betur fer að venjast að í kosningabaráttunni komi til liðs við okkur fólk sem hafnar öfgum til hægri og vinstri og kýs hófsaman miðjuflokk sem vinnur að stöðugum umbótum í þágu þjóðarinnar allrar. Samvinna, hófsemi og samfélagsleg ábyrgð eru grunngildi Framsóknarflokksins. Ég tel afskaplega mikilvægt að þau gildi eigi sterka málsvara á Alþingi Íslendinga og ég treysti á stuðning kjósenda við mig og Framsóknarflokkinn á laugardaginn kemur,’’ segir Jónína Bjartmarz.


Verslun fluguveiðimanna er á www.Krafla.is

Landsins mesta úrval af íslenskum gæðaflugum Vorum að bæta við mörgum nýjum flugum

Kröflurnar í öllum litum sem keilutúpur í fyrsta sinn á Íslandi

Krafla orange

Krafla rauð

Krafla svört

Krafla gul

Iða

Skröggur

Gríma rauð

Elsa

Fjölbreytt úrval af íslenskum laxaflugum - tvíkrækjur/þríkrækjur - Flugur með reynslu

Beykir

Mýsla

Krókurinn

SilungaKrafla rauð

SilungaKrafla svört

SilungaKrafla Orange

,,Landsliðið’’ þegar íslenskar silungflugur eru annars vegar Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Beygla


13

12

Sumardagurinn fyrsti

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið

Sumardagurinn fyrsti

Frábær fjölskylduhátíð í Árbænum BYR Sparisjóður stóð fyrir veglegri hverfishátíð í Árbænum á sumardaginn fyrsta í samvinnu við ÍTR, Fylki, SS, Árbæjarbakarí, Vífilfell, Borgarbókasafn, Póstinn og fleiri. Hátíðin heppnaðist í alla staði mjög vel og létu íbúar sig að sjálfsögðu ekki vanta. Á hátíðinni komu fram ýmsir frambærilegir listamenn sem fóru á kostum. Meðal þeirra sem komu fram voru töframaðurinn Jón Víðis, Styrmir rappari úr Árbænum, danshópurinn ICESTEPP og Ingó úr IDOL. Þá var ungum Árbæingum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur á sviði íþrótta. Í ár var Rebekku Heiðarsdóttur og Þórdísi Kjartansdóttur veitt viðurkenning frá BYR Sparisjóði fyrir framúrskarandi og lofsverðan árangur í fimleikum. Árbæjarbakarí bauð upp á kleinur og Vífilfell upp á Coke. Fylkismenn grilluðu pylsur fyrir gestina og yngri kynslóðin skemmti sér vel í hoppuköstulum.

Hressir krakkar á fjölskylduhátíð BYRS á sumardaginn fyrsta.

Ingó Idol-stjarn tróð upp og vakti vitanlega mikla hrifningu.

Þessar skvísur skemmtu sér vel.

Fjöldi Árbæinga lagði leið sína á fjölskylduhátíð BYRS.

ÁB-mynd EÁ

Danshópurinn ICESTEP tók nokkur vel æfð spor.

Unga kynslóðin lét sig ekki vanta og fagnaði sumri í Ásnum.

Töframaðurinn Jón Víðir sýndi töfrabrögð og vakti mikla lukku.


16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Sumri fagnað í Grafarholti

Sóknarnefnd Grafarholtssóknar hefur undanfarin ár skipulagt dagskrá Sumardagsins fyrsta í Grafarholti. Fyrir hátíðahöldin á sumardaginn fyrsta í ár tók kirkjan höndum saman við Knattspyrnufélagið Fram, Frístundamiðstöðina Ársel, ÍTR og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að undirbúa hátíðina. Þetta gerði það að verkum að hátíðin var enn meiri og fjölbreyttari en hún hefur verið undanfarin ár. Boðið var upp á skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna og skrúðganga fór frá Þórðarsveig að Maríubaug. Helgistund var á sal Ingunnarskóla og þar var fjölbreytt skemmtidagskrá. Gestum var boðið að kaupa kaffi og vöfflur ásamt grilluðum pylsum, hoppukastali var á staðnum í boði Landsbankans, leiktæki frá ÍTR voru á sínum stað, stafgöngukynning og starfsemi ÍTR og Fram voru kynnt íbúunum. Sumarbingó Fram vakti mikla athygli en utanlandsferð fyrir tvo var í verðlaun. Á meðal stjórnenda bingósins var rithöfundurinn Einar Kárason sem er með mestu stuðningsmönnum Fram. Myndir hér á síðunnu eru frá hátíðahöldunum.

Ungir sem aldnir tóku þátt í hátíðahöldunum.

Hoppukastalinn í boði Landsbankans naut mikilla vinsælda eins og alltaf á hátíðum.

Þorstanum svalað á sumardaginn fyrsta.

Spáð í tölurnar í sumarbingói Fram í Ingunnarskóla.

Það fór ekkert framhjá þessum áhugasömu þátttakendum í sumarbingóinu.

Þessir mættu í Ingunnarskóla og skemmtu sér vel.


KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður

GRÆN FRAMTÍÐ ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum


18

Fréttir

Árbæjarblaðið

Kolbrún Halldórsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Reykjavík-suður:

Aldrei kalt þegar maður berst fyrir sínum hjartans málum Kolbrún Halldórsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Reykjavík-suður. Hún hefur setið í átta ár á þingi, allt frá stofnun Vinstri grænna árið 1999. - Hvers vegna fórst þú í pólitík á sínum tíma? ,,Þegar ég var 29 ára gömul og hafði verið mikið í félagsstörfum fyrir Leikarafélagið og fleira, var ég spurð í blaðaviðtali að því hvort mér hefði aldrei dottið í hug að fara út í stjórnmál. Nei, mér hafði þá aldrei dottið það í hug, og ástæðan var sú að ef maður setur ferskan kjötbita í pækju, þá verður hann líka saltkjöt. Mér fannst einhvernveginn allir þarna inni á Alþingi bara vera saltkjöt. Svo var leitað til mín fyrir kosningarnar 1999 þegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð vegna þess að ég hafði verið mjög virk í Náttúruverndarsamtökum Íslands og verið í fararbroddi þeirra sem mótmæltu stóriðjustefnu stjórnvalda sem þá var verið setja í gang af fullum þunga. Þá var auðvitað rétti tíminn til að mótmæla; áður en stefnan var sett í framkvæmd. Við héldum mjög fjölmenna fundi og hittumst á Austurvelli á hverjum einasta fimmtudegi um heilan vetur.’’ - Og var ekkert kalt þarna um miðjan vetur? ,,Nei, manni er aldrei kalt þegar maður berst fyrir sínum hjartans málum. En svo þegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð varð til var leitað til mín um að taka líklegt þingsæti. Mér fannst það fyrst fjarstæðukennt að þurfa að taka ákvörðun um að fara í þingframboð, en svo rifjaðist nú líka upp fyrir mér að ég hafði úttalað mig um það að fólk úr háskólasamfélaginu, sem er kannski með sérþekkingu á ákveðnu sviði, hefði samfélagslega skyldu - nánast þegnskyldu - til að leggja sitt af mörkum í stjórnmálum og innleiða þar nýjar og ferskar hugsanir. Svo var mér líka bent á það að lýðræðisleg barátta fyrir náttúruvernd ætti á endanum að skila sér inn á Alþingi, og þar væri alvöru vettvangur til að hefja til vegs umræðu um náttúruvernd og sjálfbæra þróun. Hjá Vinstri grænum sá ég fyrst tækifæri til að vinna að mínum hjartans málum.’’ - Þannig að þú ert ein af þeim sem fundu sig ekki í gamla flokkakerfinu? ,,Einmitt, ég gekk aldrei í stjórn-

málaflokk áður en Vinstri græn urðu til. Ég mætti reyndar á stofnfund Kvennalistans en þorði ekki að ganga í stjórnmálaflokk vegna þess að ég hélt að ég sem sjálfstætt starfandi listamaður myndi þurfa að gjalda fyrir það að vera ekki í réttum flokki. Þetta segir okkur kannski eitthvað um spillinguna í samfélaginu og hvernig fólk upplifir hana. Ég tel að Vinstri græn hafi sett umhverfismálin og umræðuna um sjálfbæra þróun á dagskrá íslenskra stjórnmála. Mér finnst við hafa rutt brautina í mörgum málum, ekki bara í umhverfismálunum, heldur líka í kvenfrelsismálum, skólamálum og velferðarmálum. Mér hefur fundist að eitt af hlutverkum Vinstri grænna vera að víkka umræðugrundvöllinn, ýta út öllum mörkum og gera stjórnmálin fjölbreyttari, litríkari og láta þau ná yfir miklu víðara svið. Við börðumst til dæmis fyrir því að fá að beita tilfinningalegum rökum í okkar grænu pólitík. Nú er enginn maður sem þorir að vera á móti því.’’ - Nú hafa Vinstri græn með þig fremstan á meðal jafningja einmitt haft forgöngu í mörgum málum sem voru mjög óvinsæl í upphafi, til dæmis andstöðuna við Kárahnjúkavirkjun og breytingu á vændislöggjöfinni. Hefur það ekki verið erfitt fyrir þig, bæði pólitískt og persónulega? ,,Ég er nú gamall sjómaður, og mér fannst ekkert skemmtilegra en að standa fram í stafni bátsins og finna kraftinn frá mótvindinum. Ég hef ekki veigrað mér við að fara inn á ný svið þar sem þarf að brjóta ísinn mér finnst það gaman, mér finnst það skapandi og ég sem listamaður verð finna tækifæri til sköpunar ef það er ekki augljóst að hún er til staðar.’’ - Hvað með kvenfrelsismálin hvers vegna hefur þú lagt svo mikla áherslu á þau? ,,Strax og Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð voru jafnréttismálin eitt af meginmálunum. Og á fyrsta árinu ákváðum við að það væri ástæða til að tala frekar um kvenfrelsi en jafnrétti og þar með leggjum við áherslu á að staða kynjanna er alls ekki jöfn. Ég lagði sérstaka áherslu á mál sem tengjast kynbundnu ofbeldi því að ég tel að hluti af því sem heldur konum niðri í samfélaginu sé að þær hafa verið beittar ofbeldi árhundruðum saman. Það er ekkert auðvelt að vinda ofan af því - það eru munstur í samfélag-

inu sem er mjög erfitt að brjóta sig út úr. Ég sótti í smiðju Svía sem hafa náð þjóða lengst í því að jafna rétt kynjanna. Á síðasta áratug síðustu aldar fóru þeir í mjög róttæka uppstokkun og skoðun á stöðu kvenna í samfélaginu. Svíar skilgreindu kynbundið ofbeldi sem eitt af því sem heldur aftur af konum í samfélaginu, og þá ráku Svíar sig á klámiðnaðinn og vændi í samfélaginu. Það getur ekki verið ásættanlegt að við lifum í samfélagi þar sem konur eru beittar ofbeldi árum saman og þær kúgaðar. Svíar hafa farið þá leið að gera kaup á vændi refsivert. Mér hugnast sú leið mjög vel, því hún sendir þau skilaboð út í samfélagið að það sé rangt að kaupa líkama kvenna til kynlífsathafna. Þannig hefur Svíum tekist að minnka mansal verulega því glæpasamtök sem stunda svona koma síður til landa þar sem kaup á vændi er ólöglegt. Norðmenn hafa nú ákveðið að fara að dæmi Svía og taka upp svipaða löggjöf. Í nýlegri skoðanakönnun kom í ljós að 70% Íslendinga eru fylgjandi sænsku leiðinni. Í samstarfi við þingmenn úr öðrum flokkum hef ég oft lagt fram frumvarp í þinginu um að fara þessa leið. Vonandi höfum við á endanum sigur í þessu máli.’’ - En hver er framtíðarsýn þín og Vinstri grænna? ,,Ég held að pólitík framtíðarinnar sé pólitík barnanna. Við þurfum að horfa á allar ákvarðanir sem stjórnmálamenn taka í gegnum ólík gleraugu. Við þurfum að horfa á þær í gegnum grænu gleraugun - út frá sjónarhorni umhverfisverndar - í gegnum bleiku gleraugun - út frá sjónarhorni kvenfrelsis - og við þurfum líka að horfa á þær með gleraugum barnanna okkar og þeirra sem koma til með að lifa í þessu samfélagi í framtíðinni. Það skiptir máli að við spyrjum okkur að því hvernig í samfélag við viljum að börnin okkar lifi. Ég vil ekki að þau lifi í samfélagi þar sem búið er að virkja allar jökulárnar og flestar bergvatnsárnar, búið að tappa af jarðhitasvæðunum ótæpilega, fyrir eina atvinnugrein sem væri áliðnaðurinn. Ég vil að börnin okkar búi í samfélagi með fjölbreyttu menntakerfi sem leiðir af sér fjölbreytt atvinnulíf. Við eigum frekar að hafa atvinnu af náttúrunni óspjallaðri. Það borgar sig á endanum fyrir samfélagið að fara að öllu með gát og gefa gaum að hinum eiginlegu verðmætum náttúrunnar og náttúruauðlindanna.’’20

Fréttir

Árbæjarblaðið

Staðreyndir um biðlista eftir hjúkrunarrými í Reykjavík Það vantar um 200 hjúkrunarrými í Reykjavík. Ábyrgðin liggur hjá R-listanum sáluga í Reykjavík. Hin meinta vanrækslusynd er ekki ríkisstjórnarinnar eins og Samfylkingin heldur fram. Það mun ég rökstyðja í þessari grein. Ef áróður Samfylkingarinnar um stöðu íslenska velferðarkerfisins væri tekinn alvarlegur mætti halda að aðgjör stöðnum hafi verið í byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða hér landi. Staðreyndirnar segja hins vegar annað. Frá árinu 2000 hafa verið byggð

Dömuskór – extra breiðir

MELBA

Einnig svart 6.495 kr.

MINUTE

Einnig beige 5.510 kr.

MAESTRO

Einnig beige 4.550 kr.

AIGLON

Einnig svart og rautt 5.295 kr.

580 hjúkrunarrými hér á landi. Um helmingur þeirra var byggður í Reykjavík m.a. hjúkrunarheimilið Sóltún og viðbyggingar við hjúkrunarheimilin á Hrafnistu, Eir, Grund, Skógarbæ og Droplaugarstaði. Framundan er bygging 374 hjúkrunarrýma sem verða tekin í notkun á árunum 2007-2010, þar af 65 á þessu ári. Þetta er veruleg fjölgun hjúkrunarrýma á ekki lengri tíma eða um 50% á um tíu árum. Á árinu 2000 voru hjúkrunarrými í landinu 2048, en verða um 3000 á árinu 2010. Af þessum 374 rýmum verða um

200 byggð í Reykjavík, þ.e. Markholt við Suðurlandsbraut og hjúkrunarheimili á Lýsislóð. Þessi hjúkrunarheimili áttu að vera komin langt á leið í byggingu, en vegna skipulagsmála í Reykjavík tafðist bygging þeirra. R-listinn hélt því fram í borgarstjórnarkosningum síðasta vor að hann hafi tekið frá einn og hálfan milljarð króna til að standa að byggingu þessara hjúkrunarheimila í Reykjavík. Upphæðin dugar til að byggja 100 hjúkrunarrými.

Spurningin er hins vegar hvers vegna R-listinn hóf ekki verkið með þess fjármuni milli handanna. Svarið er að skipulagsmál borgarinnar töfðu

Ásta Möller, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar:

vík. Þess vegna er þessi vandi í dag. Hinar meintu vanrækslusyndir eru því ekki ríkisstjórnarinnar heldur ber núverandi formanni Samfylkingarinnar þá kápu á sínum herðum, sem fyrrverandi borgarstjóri R listans. Höfundur er í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður til alþingiskosninga.

málið. Þess vegna er þessi skortur á hjúkrunarrýmum í Reykja-

Stefna Sjálfstæðisflokksins skilar árangri Stundum er haft á orði að við séum fjarsýn á samtímann. Að okkur reynist erfitt að skynja og skilja mikilvægi róttækra breytinga á meðan þær standa yfir. Að við þurfum í rauninni alltaf svolítinn tíma til að bera hið nýja ástand saman við hið gamla, átta okkur á mikilvægi breytinganna og gera okkur grein fyrir því að þær eru af þeim toga sem við köllum framfarir. Frelsi leiðir til framfara Ég held að þetta eigi ekki síst við þegar róttækar breytingar felast í því að dregið er úr miðstýringu og valdboði, en frelsi og fjölbreytni, valddreyfing og ábyrgð einstaklinga, aukast að sama skapi. Afleiðingarnar af slíkri frelsisvæðingu koma mönnum oft í opna skjöldu vegna þess að við vitum aldrei nákvæmlega fyrirfram hvernig einstaklingar muni nýta sér þetta aukna frelsi.Við getum að vísu sagt með vissu, - og við sjálfstæðismenn höfum verið órög að halda fram þeirri sannfæringu okkar, - að aukið frelsi einstaklinga, stórauki yfirleitt möguleika á framförum á flestum sviðum. En við getum ekki spáð nákvæmlega fyrir um það, hvenær, eða hvernig, slíkt gerist. Ástæðan er auðvitað sú, að hinar margvíslegu ákvarðanir sem ráða úrslitum um það hvort framfarir eigi sér stað eða ekki, hafa verið færðar frá örfáum valdhöfum til mikils fjölda einstaklinga. Við slíkar aðstæður hefur enginn einn einstaklingur lengur yfirsýn yfir það hvaða ákvarðanir allir hinir koma til með að taka, né hvenær þær verði teknar, né heldur hver nákvæmlega heildaráhrifin koma til með að verða. Framfarir sl. sextán ár Á sl. sextán árum hafa orðið ótrúlegar breytingar á íslensku samfélagi. Við getum nánast haldið því fram að við lifum í allt öðru samfélagi, við gjörbreyttar aðstæður og margfalda möguleika á flestum sviðum. Og það sem meira er.

Þessar breytingar eru í flestum tilfellum augljósar framfarir sem ekki sér fyrir endan á. Ástæðan fyrir þessum framförum er sú að stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið höfð að leiðarljósi við æðstu stjórn landsins: Sú stefna sem kveður á um frelsi, val, valddreifingu og ábyrgð einstaklingsins. Bankar og menntakerfi Ef við lítum aðeins nánar á tvo mikilvæga þætti íslensks samfélags í dag, einkavæðingu bankanna, annars vegar, og menntakerfið, hins vegar, þá ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um það að breytingarnar hafa verið ótrúlegar á örfáum árum. En ég held einnig að það sem ég sagði hér í upphafi um skilning okkar á róttækum breytingum, eigi vel við um breytingarnar á þessum sviðum. Við vitum öll að vöxtur og viðgangur íslensku bankanna er með ólíkindum og að allt þeirra starfsumhverfi hefur gjörbreysts. Einnig er ljóst að gróskan í íslensku menntakerfi hefur aldrei verið meiri. Bylting hefur orðið í háskólamenntun og háskólarannsóknum hér á landi, háskólum hefur fjölgað mjög á örfáum árum, sem og prófgráðum og fjöldi íslenskra háskólanema hefur tvöfaldast á u.þ.b. áratug. Framhaldsskólar bera sig nú saman hver við annan og prófa á einu misseri nýjungar sem ekki sáu dagsins ljós á heilum áratug hér á árum áður.

Ragnhildur Guðjónsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar:

Þá hefur verið samþykkt nýtt lagaumhverfi fyrir grunnskólann sem gerir ráð fyrir sjálfstæðum, fjölbreyttum og ólíkum skólum, mismunandi rekstrarformum, sjálfstæðum og ábyrgum skólastjórum, auknu sjálfstæði kennara og frjálsri námsgagnaútgáfu. Að finna til í stormum sinnar tíðar Allt þetta vitum við um bankakerfið og skólakerfið, enda fáum við nýjar og spennandi fréttir af hvoru tveggja í hverri viku a.m.k. En samt sem áður held ég að mikið vanti uppá að við gerum okkur fulla grein fyrir mikilvægi þessarra breytinga, enda sér ekki fyrir endan á þeim, hvað þá afleiðinga þeirra. Við eigum m.ö.o.erfitt með að átta okkur á svo róttækum breytingum á meðan þær ganga yfir. Þeim stjórnmálamönnum er þó sérstaklega vorkun í þessum efnum sem vanmeta einstaklingsfrelsið eða eru jafnvel andvígir því. Eðli málsins samkvæmt, skilja þeir ekki í hverju framfarir eru fólgnar. Þeir skilja ekki hvers vegna framfarir eru mörgum sinnum líklegri í kerfum þar sem frelsi og ábyrgð einstaklinga eru í hávegum höfð, heldur en í kerfum þar sem miðstýring og valdboð ráða ríkjum. Það er því ekki von að þeir kunni að meta það sem vel hefur verið gert í þessum efnum á sl. sextán árum, né heldur líklegt að þeir haldi áfram á framfarabraut, nái þeir völdum. Ragnhildur Guðjónsdóttir kennari, skipar 8 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.

Loksins, loksins - nægt framboð fjölbreyttra lóða í Reykjavík

MARGOT Einnig svart og beige 6.695 kr.

Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík hefur kynnt metnaðarfulla uppbyggingaráætlun ,,Veldu þinn stað’’ um úthlutun 1000 nýrra lóða á hverju ári á nýbyggingarsvæðum, þ.a. um 50% í sérbýli. Jafnframt verður úthlutað lóðum undir 500 nýjar íbúðir í miðborginni og nágrenni. Úthlutað verður þrisvar á ári þ.e. í maí, september og desember. Lykilorðin við uppbyggingu í Reykjavík til næstu ára eru framboð, fjölbreytni og gæði. Markmiðið er að allir sem vilja geti byggt og búið í Reykjavík og að borgin verði fyrsti búsetukostur sem flestra. Lykilsvæðin á næstu árum verða Úlfarsárdalur, Reynisvatnsás, Sléttuvegur, Geldinganes, Slippasvæðið, Vatnsmýrin og Örfirisey. Nýjar úthlutunarreglur verða við-

hafðar í Reykjavík þar sem byggt er á gegnsæi og sanngirni og tryggt að allir hafi sama tækifæri til að eignast lóð í Reykjavík. Hver einstaklingur getur sótt um eina lóð. Eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir verður dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skilyrði. Þannig ræðst í fyrsta lagi hverjir fá lóðir og í öðru lagi í hvaða röð umsækjendur fá að velja sér lóð. Föst verð verða á lóðum í nýjum íbúðahverfum Reykjavíkur; 11 milljónir fyrir einbýlishús, 7,5 milljónir fyrir parhús og raðhús og 4,5 milljónir fyrir fjölbýlishús. Verð lóðanna ræðst af kostnaði Reykjavíkurborgar við að búa til ný hverfi þannig að hægt verði að skila þeim fullbúnum með skólum, leikskólum, götum, gangstígum og annarri þjónustu.

Lóðir á hálfvirði Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, og fyrrverandi formaður skipulagsráðs, kvartaði yfir þessum áformum borgaryfirvalda í Morgunblaðinu fyrir stuttu og lætur að því liggja að 11 milljónir fyrir lóð undir einbýli sé of hátt. Hann hefur greinilega gleymt því að síðustu

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, skrifar:

lóðir sem sem hann úthlutaði undir einbýli í Úlfarsárdal fóru á allt að 20 milljónum og meðaltal lóðar í fjölbýli var um 8 milljónir. Það má því til sannsvegar færa að núverandi borgaryfirvöld séu að úthluta lóðum á hálfvirði Samfylkingarinnar. Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar


VELFERÐ, SANNGIRNI OG ATVINNUÖRYGGI

Jón Magnússon - Reykjavíkurkjördæmi Suður

Við viljum búa í sanngjarnara samfélagi • Skattleysismörk hækki strax í 150.000 kr. hjá þeim tekjulægstu. • Lækkum skuldir heimilanna, burt með verðtrygginguna. • Aldraðir og öryrkjar geti haft 1.000.000 kr. tekjur án bótaskerðingar og að tekjutenging við maka verði afnumin. • Lífeyrisgreiðslur beri 10% skatt líkt og fjármagnstekjur.

www.xf.is

Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553 6061


22

Fréttir

Árbæjarblaðið

Jón Magnússon skipar 1. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík-suður:

Frjálslynd umbótastjórn eða kyrrstaða Í sumum kjördæmum skiptir máli hvaðan frambjóðandinn er. Kjósendur á því svæði leggjast allir á árar með þeim frambjóðanda óháð flokkslínum. Þekktastir eru Vestmannaeyingar fyrir að fara þannig að og hafa í geng um tíðina hjálpast að við að koma sem flestum úr Eyjum á þing. Væri sama staða hér þá væri ég ekki í vafa um að hljóta góða kosningu þ.e. væru Árbæingar jafn ræktarsamir við að koma sínum mönnum að. Þannig á það ekki að vera og þannig vil ég ekki að það sé. Kjósendur eiga að velja eftir málefnum og þá menn sem þeir treysta best. Það skiptir minna máli hvar viðkomandi býr. Mikilvægt er hins vegar að þeir sem veljast til trúnaðarstarfa hafi skilning á málefnum kjósenda sinna. Á það hefur skort að þingmenn Reykvíkinga gættu hagsmuna þeirra gagnvart margskonar kröfugerðarhópum. En þannig á það ekki að vera. Á sama tíma og þingmenn eru þingmenn þjóðarinnar þá bera þeir líka skyldur við kjósendur sína. Sem Reykvíkingur og Árbæingur finnst mér mikilvægt að tryggja öryggi íbúanna með aukinni löggæslu og gæta þess að fögru umhvefi og útivistarsvæðum sem umlykja hverfið okkra verði ekki spillt með rusli en á það skortir að hreinsun sé viðunandi eða möguleikar til að koma af sér rusli fyrir þá sem fara um. Á þessu verður að verða breyting. Ég gaf kost á mér í fyrsta sæti fyrir Frjálslynda flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður til að vinna að þeim baráttumálum sem flokkurinn leggur höfuðáherslu á. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður til að vinna gegn misrétti í þjóðfélaginu og tryggja að fólkið í landinu skyldi njóta til jafns þjóðarauðlindanna. Við þessar kosningar leggjum við Frjálslynd áherslu á það að afnema núverandi kvótakerfi sem er óréttlátt og fjandsamlegt eðlilegri atvinnuuppbyggingu í landinu. Núverandi kvótakerfi gerir ungu fólki ókleyft að koma undir sig fótunum í íslenskum sjávarútvegi. Fólkið í landinu á að eiga

jafna möguleika á að róa til fiskjar. Sósíalísk stjórnun á þessari helstu auðlind í þágu fárra útvaldra er mesta rán Íslandssögunnar og óviðunandi ranglæti. Frjálslyndi flokkurinn gerir kröfu til þess að fólkið í landinu búi við sömu kjör og eigi þess kost að kaupa vörur og þjónustu á sama verði og fólk í nágrannalöndum okkar. Í dag erum við með dýrasta matarverð í heimi. Við borgum á ári hverju samkvæmt nýjum samningi ríkisstjórnarinnar við bændur 8 milljarða á ári í beingreiðslur og borgum þar á ofan hæsta matarverð í heimi. Þannig er ekki hægt að fara að. Fólkið í landinu á rétt á því að gera hagkvæm innkaup ríkisstjórn sem stendur í vegi fyrir hagkvæmni og sparnaði fólksins sem bannar fólki að kaupa ódýrt vegna viðskiptahindrana en neyðir það til að kaupa dýrt er ekki að vinna fyrir almannahagsmuni heldur hagsmuni hinna fáu. Þessu vill Frjálslyndi flokkurinn breyta og koma á sambærilegu verði á vörum og þjónustu hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Frjálslyndi flokkurinn er neytendavinsamlegur flokkur. Lán til almennings eru dýrari en í nágrannalöndum okkar og ofan á þau bætist verðtrygging. Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna og tryggja borgurunum lánakjör sem eru sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Við megum ekki sætta okkur við það vegna takmarkaðrar samkeppni að okkur sé boðið upp á lakari kjör en annarsstaðar tíðkast. Verðtryggingin átti rétt á sér á sínum tíma en hún hefur reynst óréttlát gagnvart lántakendum og enginn gjaldmiðill í heimi hækkar jafn mikið og verðtryggingin. Taka verður upp aðra viðmiðun og nauðsynlegt er að þjóðin geti treyst gjaldmiðlinum í öllum viðskiptum hvort heldur það er í innkaupum eða lánaviðskiptum. Vegna umræðu og áherslna Frjálslynda flokksins býðst neytendum nú fjölbreytari valkostir við lántökur. Það skiptir hins vegar máli ef við erum með sjálfstæða mynt á annað borð að hún sé nothæf en ekki þurfi að

,,Frjálslynd umbótastjórn verður að taka við sem dregur úr opinberum útgjöldum og umsvifum, dregur úr skattheimtu þannig að við hvert og eitt höfum meira af peningunum okkar til ráðstöfunar. Við teljum að fólkið í landinu viti best hvernig það á að eyða peningunum sínum eða spara þá og því viljum við að þú hafir sem stærsta hlut af þínum peningum fyrir þig til ráðstöfunar í friði fyrir ríkinu,’’ segir Jón Magnússon. binda lán við erlenda gjaldmiðla eða vísitölur. Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á að hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er margfalt hærri en annarsstaðar í Evrópu. Í dag er um 11% vinnuaflsins erlent og ríkisstjórnin hefur vanrækt að gera ráðstafanir til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda og aðlaga það fólk sem sest að hér á landi að íslenskum aðstæðum. Frjálslyndi flokkurinn bendir á að geta íslenska þjóðfélagsins til að taka á móti miklum fjölda innflytjenda á hverju ári er takmörkuð. Árið 2006 flutti til landsins 13 þúsund manns og fyrstu þrjá mánuði ársins 2007 hafa fleiri útlendingar flutt til landsins en sömu mánuði í fyrra. Geta 300 þúsund manna þjóðar til að taka við mannfjölda eins og allir íbúar Akureyrar á hverju ári er ekki fyrir hendi. Velferðarkerfið, skólakerfið og heilbrigðiskerfið getur ekki brugðist við með nauðsynlegum hætti þegar fólk streymir inn í landið í jafn ríkum mæli og verið hefur. Við í Frjálslynda flokknum höfum lagt áherslu á að innflytjendur eru ekki vandamálið heldur fjöldi þeirra. Við viljum að íslendingar taki stjórn á því hverjum þeir hleypa inn í landið líka frá Evrópu vegna þess að við erum svo fá að við höfum ekki möguleika á að taka við nema takmörkuðum hópi árlega nema þjóðleg gildi, menning og tunga geti verið í hættu. Við viljum ekki að hér verði tvær eða jafnvel margar þjóðir í einu landi. Við viljum að vel sé tekið á móti þeim

sem hingað koma og þeir aðlagi sig íslenskri menningu og þjóðháttum. Þess vegna leggjum við Frjálslynd áherslu á að takmarka fjölda innflytjenda hverju sinni við getu þjóðarinnnar til að taka vel á móti fólki, við getu velferðarkerfisins, heilbrigðiskerfisins og annarra þjóðfélagsstofnana. Stjórnmálamaður ber fyrst og fremst skyldur við fólkið í landinu en ekki við það fólk sem hugsanlega getur eða ætlar að koma hingað. Þess vegna verður að bregðast við. Hagsmunir atvinnulífsins eru ekki einu hagsmunirnir sem taka verður tillit til í þessu sambandi. Það verður að taka tillit til eðlilegrar aðlögunar, öryggis, mannréttinda og margra annarra þátta. Við ætlum okkur að búa áfram í þessu landi sjálfstæð þjóð í eigin landi. Við getum ekki og megum ekki fórna þeim gildum sem okkur eru kærust og sem gera okkur að þjóð vegna vanhugsaðra aðgerða og aðgæsluleysis. Við Frjálslynd gerum því kröfu til þess að þeir sem hingað koma fái 500 tíma í íslensku og 300 tíma fræðslu um íslenskt þjóðfélag. Við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Frændur okkar Norðmenn hafa vaknað upp við vondan draum þar sem að það eru komin smá ríki í ríkinu og það eru bæjarhverfi í Osló þar sem engin talar norsku og áletranir á verslunum eru á arabísku. Þannig framtíð vil ég ekki sjá. Þeir sem hingað koma verða að aðlaga sig og hafa tækifæri til að gera það. Við skulum læra af mistökum nágrannaþjóðanna sem þau vildu svo gjarnan hafa komist hjá í stað þess að endurtaka þau.

Í tíð núvernadi ríkisstjórnar hafa opinber útgjöld aukist úr 32% af þjóðarframleiðslu í 42%. Aðeins 4% af þessari aukningu hefur farið til velferðarmála og þar sem að stjórnarflokkarnir hafa ekki hækkað skattleysismörkin þá hefur kaupmáttaraukningin farið framhjá tekjulægstu hópunum í þóðfélaginu. Frjálslyndi flokkurinn ætlar að hækka skattleysismörkin í 150.000 á mánuði og jafna þar með aðstöðu fólksins í landinu og rétta öryrkjum og öldruðum virka og raunverulega velferð. Við gerum kröfu til að velferðarhallinn verði leiðréttur og allir borgarar þessa lands geti lifað með reisn. Minni kröfu er ekki hægt að gera í ríkasta samfélagi í heimi. Frjálslynd umbótastjórn verður að taka við sem dregur úr opinberum útgjöldum og umsvifum, dregur úr skattheimtu þannig að við hvert og eitt höfum meira af peningunum okkar til ráðstöfunar. Við teljum að fólkið í landinu viti best hvernig það á að eyða peningunum sínum eða spara þá og því viljum við að þú hafir sem stærsta hlut af þínum peningum fyrir þig til ráðstöfunar í friði fyrir ríkinu. Það er ekki hægt að gera allt fyrir alla hvenær sem er en Frjálslyndi flokkurinn vill forgangsraða fyrir fólkið í landinu. Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður , Árbæingur og Fylkismaður. Skipar 1. sæti fyrir Frjálslynda flokkinn í Reykjavík suður


23

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ævintýrið í Árbænum - Fylkir 40 ára verði tekið í misgripum fyrir sumarhús ef nafn félagsins hefði ekki verið málað á það stoltum stöfum. Ekkert var heldur betur við hæfi. Sagan segir að Fylkisnafnið hafi verið valið þannig að stjórnarmenn hafi skipt sér í tvö lið í sínum enda félagsheimilisins og kallað ,,Áfram Elliði!’’ og ,,Áfram Fylkir!’’ hvor á móti öðrum þar til formaðurinn úrskurðaði að Fylkir skyldi liðið heita. Á sunnudögum var Fylkisbíó. Einhverjir pabbarnir höfðu fórnað sér svo aðrir foreldrar gætu sofið. Þeir höfðu komið upp kvikmyndasýningavel, poppað og raðað upp stólum svo krakkaskríllinn gæti horft á bíó. Oft voru þetta ekki nema bútar úr kvikmyndum í fullri lengd. Og kannski eins gott því inn á milli slæddust brot úr Innrás mauranna og óhugnanleg býflugnaatriði sem mörg ár tók að dreyma úr sér. Í miðri viku voru dansnámskeið. Og blokkflautukennsla. Fylkisheimilið var einsog félagsheimili í sveit enda var búskapur enn stundaður aðeins 20 metrum frá. Skeppnur Rönku Bótar, einsog sú ágæta kona var kölluð, kroppuðu túnið þar sem nú er heimavöllur Fylkis. Foreldrar í framlínunni Fyrstu sigursælu árgangar félagsins státuðu heldur ekki aðeins af hæfileikaríkum íþróttamönn,,Fyrstu sigursælu árgangar félagsins státuðu heldur ekki aðeins af hæfileik- um ekki síður af stórum aríkum íþróttamönnum ekki síður af stórum hópi foreldra sem stóð á bak við hópi foreldra sem stóð á bak liðið.’’ Myndin er tekin í Noregi, í einni fyrstu utanlandsferð foreldra með yngri við liðið. Íþróttafélag er miklu meira en leikmennflokka Fylkis.

Þegar Fylkir vann sína fyrstu Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum knattspyrnunnar fyrir tuttugu árum var fyrst farið að hvísla um það á hliðarlínunum að við ætluðum að verða einn helsta stórveldið í íslenskum íþróttum. Á 40 ára afmæli félagsins, á þessu ári, er þessi draumur orðinn að veruleika. Fylkir átti engin aðsóknarmet fyrir tuttugu árum. Áhorfendur voru ekki fleiri en svo að stór hluti þeirra sat sem fastast í bílunum fyrir ofan malarvöllinn við bakka Elliðaár og horfði á kappleikina þaðan. Afgangurinn kom sér fyrir í brekkunni fyrir neðan. Gengið var á milli aðkomumanna til að krefja þá aðgangseyris. Ég get ekki ímyndað mér að það hafi gefið mikinn aur. Fylkismenn voru engu að síður sammála um að Árbæjar-

völlur væri besti malarvöllur landsins. Stórhugur var í starfi félagsins. Nýtt félagsheimili var risið við hlið þess gamla. Þangað streymdi fólk á laugardögum til að skila inn getraunaseðlum og horfa á endursýnda leiki úr ensku knattspyrnunni í flutningi Bjarna Fel. Félagið var fyrir löngu orðið hjartað í hverfinu. Þótt erfitt sé að ímynda sér Árbæinn án Árbæjarlaugar, Ársels eða íþróttahússins er íþróttafélagið Fylkir jafntengd hverfisvitundinni og raun ber vitni vegna þess að félagið kom til áður en flest önnur þjónusta hverfisins. Fylkisbíó og ,,Ranka Bót’’ Fylkisheimilið gamla hafði verið eitt allsherjar félagsheimili á fyrstu árum hverfisins. Það hefur yfir sér anda upphafsins, svipar í raun til sumarbústaðar og hefði auðveldlega

irnir sem spila fyrir þess hönd. Tryggð leikmanna við Fylki er ef til vill ekki síst að leita í samstöðu þeirra með því fólki sem staðið hefur á bak við uppbyggingarstarfið í Árbæjarhverfi undanfarin ár og áratugi. Þar sem foreldrar leggja rækt og heilbrigðan metnað við ástundun barna sinna getur félagsstarf orðið að dýrmætu fararnesti út í lífið. Um foreldrafélög í skólum gildir sama máli. Áhugi foreldra er jafnmikilvægur góðum skóla og vönduð námsskrá og metnaðarfullir kennarar.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skrifar: Fordæmi Fylkis í stjórnmálunum Eitt megin-verkefni næstu ára á sviði stjórnmála er að nýta krafta frjálsra félagasamtaka, foreldra og íþróttafélaga í uppeldis- og uppbyggingarstarfi fyrir börn og unglinga. Á því sviði hafa verið stigin ákveðin skref í Reykjavík. Á næstu árum er stefnt að því að íþróttafélög, tónlistaskólar og frjáls félagasamtök fái tækifæri til að taka þátt í að gera skóladag grunnskólabarna innihaldsríkan, hollan og heilsteyptan. Í þessu felast fjölmörg ný tækifæri fyrir íþróttfélögin þótt um leið fylgi nýjar kröfur í takt við aukna ábyrgð. Veigamesta breytingin felst án efa í því að líta á íþróttir barna sem uppeldisstarf sem hefur einnig skyldur við þá sem ekki stefna að afrekum á íþróttavellinum. Segja má að félögin séu þegar farin að axla slíka ábyrgð í

meira mæli en áður. Sérstakir fræðslufulltrúar hafa starfað að uppeldis- og íþróttamálum innan nokkurra Reykjavíkurfélaga undanfarin misseri með tilstyrk Íþrótta- og tómstundaráðs. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til foreldra, reglur um keppnisferðir og æ fleiri félög hafa samþykkt viðamikla íþróttanámsskrá sem ber vott um stórhuga metnað. Þar var Fylkir í forystu. Á sama hátt geta íþróttafélögin jafnframt tekið forystu á sviði forvarna og almenningsíþrótta allra aldurshópa í hverfum borgarinnar. Glæst saga björt framtíð Íþróttafélög og frjáls félagasamtök geta gegnt lykilhlutverki við að skapa gott og innihaldsríkt mannlíf í hverfum borgarinnar. Í því efni þarf einmitt að horfa til frjálsra félagasamtaka og frumkvæði einstaklinga fremur en einblína á framlag opinberra aðila. Ævintýrið úr Árbænum hefur sannfært mig um það. Stemmningin í hverfinu undanfarin ár og áratugi í kringum sigra og sókn félagsins hefur verið óviðjafnanleg. Vissulega báru stórveldisdraumar Árbæinga fyrir tuttugu árum vott um bjartsýni. Mestu skiptir hins vegar að eldhugar fengu notið sín og óeigingjarnar hendur voru tilbúnar að leggjast á plóginn. Til að ævintýri verði að veruleika verður einhver að trúa á þau. Ég trúi að Fylkir og öflugt starf þess sé einn af mikilvægustu hornsteinum þess að Árbæjarhverfi sé fyrirmyndarhverfi. Fylkir á glæsta sögu og bjarta framtíð. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og situr í hverfisráði Árbæjar


24

Fréttir

Árbæjarblaðið

Menntun, vísindi og framfarir Stanslaust dynur sá áróður á þjóðinni að ríkisstjórnin, undir forystu okkar Sjálfstæðismanna telji að einungis ál, stóriðja og virkjanir sé það sem byggja skuli á til framtíðar. Sú mynd er gjarnan dregin upp að ríkisstjórnin þverskallist við allri vísindastarfsemi, hátækni og menntun en vilji ólm setja öll eggin í álkörfu. Þessi mynd er auðvitað alröng og hún gefur mjög villandi sýn á það sem hefur verið að gerast í samfélaginu okkar undanfarin ár og áratug.

Rannsóknir ESB setti ríkjum sínum það markmið að verja 3% af þjóðarframleiðslu sinni til vísindarannsókna fyrir árið 2010. Þetta er mjög metnaðarfullt markmið og enn nokkuð í það að ESB ríkin nái því. Það er því gleðilegt að við Íslending-

ar náðum þessu markmið fyrir nokkrum árum og erum því mjög framarlega á þessu sviði. Þess vegna kom það heldur ekki á óvart að þegar OECD kannaði hversu stór hluti vinnuafls ríkja OECD starfaði við vísindarannsóknir kom í ljós að Ísland var í efsta sæti. Rannsóknir dagsins í dag eru atvinna morgundagsins og ástæða fyrir okkur til að vera mjög bjartsýn á þessa þróun mála í samfélaginu okkar.

Menntun Þegar ég útskrifðaist úr Háskóla Íslands árið 1995 stunduðu 7.500 manns háskólanám hér á landi. 12 árum síðar eru 16.500 manns við háskólanám á Íslandi og um 3.000 stunda nám við erlenda háskóla. Ég tel að þessi þróun endurspegli betur en flest annað þá miklu breytingu sem orðið hefur á atvinnulífi þjóðar-

innar. Mannauðurinn hefur aukist mjög mikið, menntun er máttur og þjóðfélagið er aflmeira en áður sökum hærra menntunarstigs.

Atvinnulíf Unga fólkinu sem nú er að ljúka háskólanámi stendur til boða miklu

er þekkingariðnaður af hæstu gráðu og á undanförnum árum hafa íslensku bankarnir vaxið meira en nokkurn mann gat órað fyrir. Á síðasta ári voru 1.000 manns ráðin til starfa á þessum vettvangi og á þessu ári virðist ekki ætla að draga úr eftir-

athyglisvert að sjá árangur ýmissa íslenskra úrtrásarfyrirtækja sem hafa mörg hver náð undraverðum árangri í starfsemi sinni. Nú eru íslensk fyrirtæki á listum yfir framsæknustu og bestu fyrirtæki Evrópu - hver hefði fyrir 20 árum eða svo, trúað því að slíkt gæti gerst.

Árangur í verki

Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar: fjölbreyttari atvinnutækifæri heldur en þekktust fyrir einungis nokkrum árum. Fjármálastarfsemi

spurn bankanna eftir vel menntuðu og hæfu vinnuafli. Ekki er minna

Þessi þróun mála er ekki sjálfgefin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um að breyta íslensku efnahagslífi með því að einkavæða ríkisfyrirtæki, lækka skatta og fólk og fyrirtæki og um leið auka fjárfestingu samfélagsins í menntun og heilbrigði. Þann 12 maí verður kosið um það hvort þessi árangur verður festur í sessi og hvort við munum halda áfram á þessari braut á næstu árum. Illugi Gunnarsson

Erum að skrá í síðustu fléttunámskeiðin í bili. Vinsamlegast hafið samband og fáið upplýsingar í síma 567-6330

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


25

Fréttir

Árbæjarblaðið

Atvinnuhúsnæði óskast til leigu Ca 50-80 fermetra verslunar- eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu. Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Aðstandendur Heilunarsetursins búa yfir mikilli þekkingu á ýmsum sviðum.

ÁB-mynd PS

Heilsutengd þjónusta Græðara

Með Heilsutengdri þjónustu græðara er átt við þá þjónustu sem einkum tíðkast utan hins almenna heilbrigðiskerfis og byggist fremur á hefð og reynslu en gagnreyndum vísindalegum niðurstöðum. Slík þjónusta felur meðal annars í sér meðferð á líkama einstaklingsins með það að markmiði að efla heilsu hans,lina þjáningar,draga úr óþægindum og stuðla að heilun. Með tilliti til breyttra lifnaðarhátta og auknum kröfum um betri lífsgæði er gleðilegt að finna það að fólk er í auknum mæli að taka ábyrgð á heilsufari sinu sjálft þ.e með aðstoð fagfólks í heildrænum meðferðum. Við hjá Heilunarsetrinu búum yfir yfirgripsmikilli þekkingu á hinum ýmsu sviðum. Svæða og viðbragðsmeðferð byggir á þeirri kenningu að í fótum og höndum séu viðbragðasvæði sem tengjast og samsvari hverjum líkamshluta og hverju líffæri líkamans.Ef þessi líkamshlutar eða líffæri eru veikluð að einhverju leiti vegna álags þreytu eða sjúkdóma verða viðbragðasvæði þessi aum viðkomu. Svæða- og viðbragðsmeðferð eflir orkuflæðið og blóðsteymið og súrefnisupptakan í líkamanum verður eðlilegri og andlegt og líkamlegt atgerfi eykst. Höfuðbeina-og sjaldhryggsmeðferð

byggist á þeirri hugsun um að umhverfis miðtaugakerfið séu himnur með beinfestu á höfuðbeinum og spjaldhrygg .Ef spjaldbein sitji t.d ekki rétt í mjaðmagrindinni geti það skapað álag á himnurnar og haft áhrif á miðtaugakerfið.Sama máli gegni um höfuðbein. Meðferðin minnkar einnig neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn sjúkdómum.Einnig felst meðhöndlunin í því að losa um spennu,samgróninga,bólgur og aðrar hindranir í líkamanum.Meðferð felst í léttri snertingu og hreyfingu til þess að liðka fyrir hreyfingum höfuðbeina og spjaldhryggjar. Hvað er Homópatía? Grundvallaratriði í hómópatíu hafa verið þekkt síðan á tímum forn-Grikkja og felst í því að lækna líkt með líku.Grunnefni notuð í hómópatíu eru nokkur þúsund talsins úr jurta, steina og dýraríkinu.Þau eru útþynnt með ákveðnum aðferðum til að ná fram dýpri og mildari virkni.Vegna hinnar miklu þynningar eru hómópatískir smáskammtar fullkomlega hættulausir,jafnvel fyrir ungabörn.Hún hentar fólki á öllum aldri og getur aðstoðað fólk við fjöldann allan af vandamálum samhliða að hvetja fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Fæðuóþolsmælingar eru að færast í vöxt og hægt er að mæla fæðuóþol með t.d Vegatest Expert tæki ásamt ýmsu varðandi líkamlegu ástandi og heilbrigði. Ilmkjarnaolíur eru unnar úr plöntum eða blómum þeirra,ávöxtum rótum og berki.Olíurnar eru stundum notaðar samhliða nuddi . Olíurnar hafa ólíka eiginleika og eru notaðar með hliðsjón af því hvaða áhrifa er leitað. Sogæðanudd.Sogæðakerfið hefur enga dælu eins og blóðrásarkerfið, flæði þess er háð hreyfingu nærliggjandi vöðva. Það eru lokur í vessaæðunum sem koma í veg fyrir að bakflæði myndist.Mikið álag ,kyrrstöður og rangt mataræði geta valdið því að þessa lokur slappist og þá myndast vökvasöfnun eða bjúgur á útlimum. Heilun .Margar ólíkar aðferðir falla undir hugtakið heilun.Sameiginleg hugmynd að baki þessum aðferðum er sú að hver einstaklingur eigi sér orkulíkama eða árur og ójafnvægi í orkuflæðinu geti valdið ýmsum kvillum.Hlutverk heilarans er að veita orku á rétta staði og losa um orkustíflur.Reiki er grein af þessum meiði. Heimildarkrá meðal annars sótt í frumvarp til laga 131.löggjafarþingi 2004-2005. Ragnheiður Júlíusdóttir

Íslendingar vinna of langan vinnudag Eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar þarf að vera að auka persónuafslátt og hækka skattleysismörk. Það er stefna Frjálslynda flokksins að allir geti átt innihaldsríkt líf og notið þeirra gæða sem ríkt samfélag hefur upp á að bjóða. Markmiðið er að allir getir framfleytt sér og sínum fyrir afrakstur venjulegs vinnudags, þ.e.a.s. 40 stunda vinnuviku. Í raun gæti meirihluti launamanna látið það eftir sér, ef ríkistjórnin sem nú situr hefði það sama markmið og skilning. Til að þetta háleita markmið náist þurfa stjórnvöld að leggja af skattlagningu á þær tekjur sem fólk þarf að hafa til að geta framfleytt sér. Í dag eyðir meðal-kjarnafjölskyldan, hjón með 1.8 barn 445.000 kr. á mánuði . Þetta er hin raunverulega eyðsla eftir skatta. Á sama tíma eyðir heilbrigt einhleypt fólk 198.000 kr. á mánuði eftir að hafa greitt skattana sína. Hvort þetta er sú upphæð

sem fólk þarf til nauðþurfta skal ósagt látið, en hún er allavega langt frá þeim skattleysismörkum sem við búum við í dag, sem er um 90.000 kr. Það að hækka skattleysismörk-

Kjartan Eggertsson, Árbæingur og frambjóðandi, skrifar: in strax eftir kosningar upp í 112.000 kr. og í 150.000 á næsta kjörtímabili ætti að nálgast þá tölu, eða þau laun sem fólk þarf að hafa til að geta skrimt. Íslendingar vinna of langan vinnudag. Þeir gera það flestir vegna þess að öðruvísi yrðu þeir fljótlega gjaldþrota. Þar hjálpast margt að; okurvextir og verðtrygg-

ing höfuðstóls íbúðalána, dýr rekstur ökutækja vegna lélegra almenningssamgangna, skattpíning ríkisstjórnarinnar samanber 90.000 kr. skattleysismörk og fátækragildra stjórnvalda sem aldraðir og öryrkjar eru hnepptir í hjá lífeyrissjóðunum og almannatryggingakerfinu sem skammta þeim lífeyrir langt undir velsæmismörkum. Þessu munum við í Frjálslynda flokknum breyta gefi kjósendur okkur atkvæði sitt í komandi kosningum og komumst við til valda. Kjartan Eggertsson er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík-suður

Þetta er gjöfin fyrir vandlátu veiðimennina!

Glæsileg flugubox úr Mangóviði Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Kíktu á www.Krafla.is


26

-1 , -

9 - / - $ - ĂŠ ĂŠ , 9 6

ĂŠ ",*2 --/& 1

Â?Â&#x;Â?LĂ€iĂžĂŒĂŒĂŠÂ˜?Â“ĂƒÂŽiˆsĂŠvĂžĂ€ÂˆĂ€ĂŠLÂ&#x;Ă€Â˜ĂŠÂœ}ĂŠĂ•Â˜}Â?ˆ˜}>ĂŠÂ…ivÂ?>ĂƒĂŒĂŠ££°ĂŠÂ?Ă–Â˜Â‰° -ÂŽĂ€?˜ˆ˜}ĂŠiÀʅ>wÂ˜ĂŠ?ĂŠĂƒÂŽĂ€ÂˆvĂƒĂŒÂœvĂ•ĂŠĂƒÂŽÂ?Â?>Â˜ĂƒĂŠÂ‰ĂŠĂƒÂ‰Â“>ĂŠ xx££™™äĂŠvĂ€?ĂŠÂŽÂ?Ă•ÂŽÂŽ>Â˜ĂŠÂŁĂŽÂ‡ÂŁĂ‡ĂŠ>Â?Â?>ĂŠĂ›ÂˆĂ€ÂŽ>ĂŠ`>}>° ĂŠ ˆ˜˜ˆ}ĂŠiÀʅC}ĂŒĂŠ>sĂŠĂƒÂŽĂ€?ĂŠĂƒÂˆ}ĂŠ?ĂŠ Ă€ÂˆÂ˜}LĂ€>Ă•ĂŒĂŠÂŁĂ“ÂŁĂŠÂ‡ĂŠ£äÇÊ,iގÂ?>Ă›Â‰ÂŽĂŠÂ‡ĂŠĂƒÂ‰Â“Âˆ\ĂŠxx££ä™™ä

ĂœĂœĂœ°Â“ĂžÂ˜`Â?ÂˆĂƒĂŒ>ĂƒÂŽÂœÂ?ˆ˜˜°ÂˆĂƒĂŠĂŠ

Tek aĂ° mĂŠr Ăžrif Ă­ heimahĂşsum Uppl. Ă­ sĂ­ma 698-1316

TÜlvubúnaður – EftirlitsmyndavÊlar Þjónusta fyrir fyrirtÌki og einstaklinga. BST GylfaflÜt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

FrĂŠttir

Ă rbĂŚjarblaĂ°iĂ°

Þú getur breytt sĂśgunni NĂş er Ă­ fyrsta sinn Ă­ sĂśgunni tĂŚkifĂŚri fyrir Ă?slendinga aĂ° fĂĄ konu sem forsĂŚtisrĂĄĂ°herra. HingaĂ° til hafa karlar einokaĂ° Ăžessa ĂŚĂ°stu valdastÜðu Ă­ lýðrĂŚĂ°issamfĂŠlagi okkar. Ăžessi kona er IngibjĂśrg SĂłlrĂşn GĂ­sladĂłttir, formaĂ°ur Samfylkingarinnar. IngibjĂśrg SĂłlrĂşn er afburĂ°a stjĂłrnmĂĄlamaĂ°ur bĂŚĂ°i Ă­ framgĂśngu og mĂĄlflutningi. HĂşn er jafnaĂ°armaĂ°ur aĂ° hugsjĂłn og lĂŚtur sig varĂ°a velferĂ° og rĂŠttlĂŚti Ă­ samfĂŠlaginu. MikiĂ° gĂŚtum viĂ° Ă­slenskar konur veriĂ° stoltar af henni sem forsĂŚtisrĂĄĂ°herra. ĂžaĂ° er Ă­ valdi kjĂłsenda aĂ° gera kosningarnar Ă­ vor sĂśgulegar og gera konu, - reynda konu, fyrrverandi borgarstjĂłra Ă­ ReykjavĂ­k - aĂ° fyrsta forsĂŚtisrĂĄĂ°herra Ă?slands. Konu sem hefur lĂĄtiĂ° verkin tala Ăžegar hĂşn var Ă­ aĂ°stÜðu til aĂ° breyta einhverju, - viĂ° munum hvernig ĂĄstandiĂ° var Ă­ dagvistarmĂĄlunum ĂĄĂ°ur en IngibjĂśrg SĂłlrĂşn kom Ă­ rĂĄĂ°hĂşsiĂ°. ĂžaĂ° var eins og ĂĄstandiĂ° er Ă­ hjĂşkrunarmĂĄlunum nĂş. HĂşn breytti stÜðunni gagnvart barnafĂłlkinu og hĂşn mun leysa hjĂşkrunar- og biĂ°list-

avandann komist Samfylkingin til valda. Ekki mĂĄ gleyma jafnrĂŠttismĂĄlunum og launamun kynjanna, sem hĂşn nĂĄĂ°i miklum ĂĄrangri Ă­ meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° setja Ăžau Ă­ forgang Ă­ borginni. Til Ăžess aĂ° stuĂ°la aĂ° Ăžeim sĂśgulegu tĂ­Ă°indum aĂ° kona verĂ°i forsĂŚtisrĂĄĂ°herra verĂ°ur Samfylkingin aĂ° koma sterk Ăşt Ă­ kosningunum ĂĄ laugardaginn, 12. maĂ­. AtkvĂŚĂ°i Ă­bĂşa Ă rbĂŚjar-

aĂ° loknum kosningum. Kona Ă­ forsĂŚtisrĂĄĂ°uneytinu hefĂ°i sambĂŚrileg ĂĄhrif og Ăžegar VigdĂ­s FinnbogadĂłttir var forseti. ĂžaĂ° hafĂ°i ĂłtrĂşlega mikil ĂĄhrif ĂĄ stÜðu kvenna og viĂ°horf landsmanna til Ăžess aĂ° konur standi jafnfĂŚtis kĂśrlum Ă­ forystuhlutverkum.

Ă sta R. JĂłhannesdĂłttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar til alĂžingis, skrifar: hverfis vega Ăžungt ĂžvĂ­ IngibjĂśrg SĂłlrĂşn leiĂ°ir Samfylkinguna Ă­ kjĂśrdĂŚmi Ăžeirra, ReykjavĂ­k suĂ°ur. HugsiĂ° ykkur hversu mikilvĂŚgt ĂžaĂ° er Ă­ jafnrĂŠttis- og kvennabarĂĄttunni aĂ° ungt fĂłlk fĂĄi slĂ­ka fyrirmynd, konu sem forsĂŚtisrĂĄĂ°herra – frekar en aĂ° Ă­ forsĂŚtisrĂĄĂ°uneytiĂ° setjist einn karlinn enn

à sta R. Jóhannesdóttir alÞingismaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í ReykjavíkurkjÜrdÌmi suður.

SumarnĂĄmskeiĂ° fyrir 10-12 ĂĄra Ă? sumar verĂ°a Ă­ boĂ°iĂ° vikunĂĄmskeiĂ° ĂŚtlaĂ° krĂśkkum meĂ° ĂĄhuga ĂĄ Ă­ĂžrĂłttum og Ăştivist. Ă? fjĂślbreyttri dagskrĂĄ fĂĄ Þåtttakendur m.a. aĂ° kynnast Ă˝msum Ă­ĂžrĂłttagreinum og nĂĄttĂşrunni Ă­ kringum ReykjavĂ­k meĂ° stuttum ferĂ°um bĂŚĂ°i ĂĄ gĂśngu og ĂĄ hjĂłli. MarkmiĂ°iĂ° er aĂ° krakkarnir fĂĄi aĂ° njĂłta mismunandi afĂžreyingar sem er Ă­ boĂ°iĂ° Ă­ ReykjavĂ­k og nĂĄgrenni, fĂĄi holla hreyfingu og tileinki sĂŠr heilbrigĂ°an lĂ­fsstĂ­l. UmsjĂłn er Ă­ hĂśndum Ă­ĂžrĂłttafrĂŚĂ°ings og Ă­ĂžrĂłttaĂžjĂĄlfara. NĂĄmskeiĂ°in eru alla virka daga frĂĄ kl: 9.30-15.30 UmsjĂłn meĂ° nĂĄmskeiĂ°inu hefur Haraldur ĂžorvarĂ°arson Ă­ĂžrĂłttafrĂŚĂ°ingur. SkrĂĄning fer fam Ă­ gegnum RafrĂŚna ReykjavĂ­k ĂĄ slóðinni www.rvk.is. NĂĄnari upplĂ˝singar um sumarnĂĄmskeiĂ° er hĂŚgt aĂ° nĂĄlgast Ă­ sumarstarfsbĂŚklingi Ă?TR, ĂĄ heimasĂ­Ă°u 'ITR og Ă­ Ă rseli Ă­ s. 567-1740. NorĂ°lingaskĂłli, Ă rvaĂ°i 3: NĂĄmskeiĂ° 1 11. jĂşnĂ­ – 15. jĂşnĂ­. NĂĄmskeiĂ° 2 22. jĂşnĂ­ – 22. jĂşnĂ­. Ă rsel, RofabĂŚ 30: NĂĄmskeiĂ° 1 9. jĂşlĂ­ – 13. jĂşlĂ­. NĂĄmskeiĂ° 2 16. jĂşlĂ­ – 20. jĂşlĂ­ IngunnarskĂłla, MarĂ­ubaugur 1: NĂĄmskeiĂ° 1 NĂĄmskeiĂ° 2

23. júli – 27. júlí. 30. júlí – 3. ågúst SnilldartilÞrif í langstÜkki.

LeikjanĂĄmskeiĂ° fyrir 5 ĂĄra

SpĂśnginni

SĂ­mi: 5 700 900

Við viljum benda foreldrum og forråðamÜnnum å nýjung í sumarstarfi à rsels. Til að koma til móts við óskir er nú í fyrsta skipti boðið upp å sÊrstakt nåmskeið fyrir bÜrn sem eru að byrja í 1.bekk. Markmiðið er að minnka bilið frå leikskóla til grunnskóla og frístundaheimilis í haust. Heilsdagsnåmskeið frå kl: 9-16 og boðið er upp å morgungÌslu frå kl: 7.45-9.00 og síðdegisgÌslu frå kl: 16.00-17.15. Nåmskeiðin verða starfrÌkt eina viku í à rseli og eina viku í SÌmundarskóla. � SÌmundarskóla, vikuna 16.-20. júlí. � à rseli, vikuna 30. júlí - 3. ågúst. Skråning fer fram í gegnum RafrÌna Reykjavík å slóðinni www.rvk.is. Nånari upplýsingar um sumarnåmskeið er hÌgt að nålgast í sumarstarfsbÌklingi �TR, å heimasíðu 'ITR og í à rseli í s. 567-1740.

Krakkarnir skemmta sĂŠr vel ĂĄ leikjanĂĄmskeiĂ°unum.


27

Árbæjarblaðið

Frá Árbæjarkirkju Atburðir sem framundan eru í Árbæjarkirkju: 17. maí kl.14.00 Uppstigningadagur -Dagur aldraðra Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. Karlakórinn Stefnir heiðrar gesti með nærveru sinni og söng. S. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kaffihlaðborð í boði Soroptimistakvenna. Safnaðarferð í Þórsmörk 20. maí Hefur þig langað í Þórsmörk en aldrei látið verða að því? 20. maí- efnum við til safnaðarferðar í Þórsmörk. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 09.00 árdegis. Áætluð koma til Þórsmerkur um kl.12.00. Slegið verður upp harmonikkuballi og svæðið skoðað. Dvalist í Þórsmörk fram eftir degi. Áætluð heimkoma til Árbæjarkirkju um kl.19.00. Ferðin er hugsuð fyrir alla aldurshópa, unga sem eldri. Hver og einn kemur með sitt eigið nesti. Kostnaður ferðar er greiddur af söfnuðinum. Mikilvægt er að skrá sig í ferðina fyrir 16. maí nk. í síma 587 2405 - þannig að hægt sé að áætla fjölda ferðalanga. Klæðaburður samkvæmt veðri!

Tónleikar Gospelskórsins 23. maí Kl. 20:30 verða haldnir sameiginlegir vortónleikar gospelkórs Árbæjarkirkju og söngkvartettsins Opus. Kórinn skipa rúmlega 20 konur. Meðlimir söngkvartettsins eru: Valgerður Guðnadóttir sópran, Rósalind Gísladóttir mezzosópran, Einar Örn Einarsson tenór og Gunnar Kristmannsson barítón. Hljómsveitina skipa: Jón Rafnsson bassi, Páll Sveinsson trommur, Sigurjón Alexandersson gítar og Vignir Þór Stefánsson píanó. Kórinn mun flytja þekkt og minna þekkt gospel (lofgjörða) lög en Opus mest þekktar dægurlagaperlur úr söngleikjum og kvikmyndum, meðal annars Summertime, Blue moon og Ain´t misbehavin. Viljum við hvetja alla velunnara góðrar tónlistar að koma og eiga ljúfa kvöldstund í Árbæjarkirkju. Frábærir tónleikar sem enginn verður svikinn af.

Eldri borgarar í Árbæ og Grafarholti athugið! Sumarið 2007 verða farnar níu dagsferðir á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ 105. Þær eru sem hér segir: - Fimmtudaginn 31. maí 2007: Laugarvatn - Skálholt - Miðvikudaginn 6. júní 2007: Kirkjuferð í Áskirkju. - Miðvikudaginn 13. júní 2007: Siglufjörður, Síldarminjasafnið skoðað. - Miðvikudaginn 20. júní 2007: Jónsmessukaffi að Básum í Ölfusi. - Miðvikudaginn 4. júlí 2007: Skógar, Vík og Kirkjubæjarklaustur. - Miðvikudaginn 25. júlí 2007: Vestmannaeyjar. (ath gist eina nótt) - Miðvikudaginn 15.ágúst 2007: Snæfellsnes, farið fyrir Jökul. - Miðvikudaginn 29.ágúst 2007: Reykjanes, með viðkomu í Höfnum og Grindavík. - Miðvikudaginn 19.sept 2007: Haustlitaferð. Ekið um Þingvöll, Uxahryggi, Lundareykjadal, Hestháls að Indriðastöðum í Skorradal. A.T.H. Allar nánari upplýsingar um brottfarartíma og verð er að fá í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 eða í síma: 587-2888. Skráning í ferðir á sama stað. Allar ferðir þarf að greiða í síðasta lagi á föstudegi fyrir brottför.


Nú hefur myndast nýr meðbyr í persónulegri fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is