Arbaejarbladid 4.tbl 2007

Page 1

4. tbl. 5. árg. 2007 apríl

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Hoppað í laugina Það var líf og fjör í æfingaferð 5. flokks kvenna hjá Fylki sem var um síðustu helgi á Laugarvatni. Að sjálfsögðu var farið í sund og hér bregða stelpurnar á leik fyrir Árbæjarblaðið. Nánar í blaðinu á bls. 19.

Bjóðum alla Árbæinga velkomna á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins að Hraunbæ 102.

Nýir tímar á - traustum grunni

Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Egilshöllinni Sími: 594-9630 orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið

Gleðilegt sumar

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Gleðilegt sumar Segja má að veturinn hafi hvatt með nokkurri sorg á íþróttasviðinu hér í Árbæjarhverfi er lið Fylkis féll úr efstu deild í handknattleik karla eftir langa og stranga fallbaráttu. Óljóst er á þessari stundu um framtíð handknattleiksins í hverfinu en vonandi taka menn sig saman í andlitinu og halda liðinu úti áfram ef þess er nokkur kostur. Á þessu 40 ára afmælisári Fylkis eru annars fyrstu meistarar félagsins á árinu komnir í hús eins og sjá má hér neðar á síðunni. Glæsilegur árangur sem vonandi er sterkur fyrirboði um það sem koma skal. Árbæjarblaðinu er dreift í hverfið á miðvikudegi að þessu sinni vegna sumardagsins fyrsta á morgun, fimmtudag. Eins og kemur rækilega fram í blaðinu verður mikið um að vera í Árbæ og Grafarholti og víst er að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvetjum við alla íbúa til að fjölmenna á þá fjölmörgu viðburði á Vorhátíðinni sem í boði eru en lesa má um hátíðahöldin hér til hliðar og síðan eru dagskrár i Ásnum í Hraunbæ og í Grafarholti auglýstar sérstaklega. Stjórnmálin taka vitaskuld nokkuð rými í blaðinu að þessu sinni enda stutt í kosningar. Við höfum haft þann háttinn á undanfrin ár að taka við og birta þær greinar sem okkur berast. Næsta Árbæjarblað kemur út fimmtudaginn 10. maí en kosið verður til alþingis laugardaginn 12. maí. Í maíblaðinu birtum við viðtöl eða greinar frá efstu mönnum þeirra lista sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins auk greina frá öðrum frambjóðendum sem þess óska svo lengi sem plássið leyfir. Gleðilegt sumar! Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Reikna má með miklu fjölmenni á árlegri Vorhátíð í Ásnum sem Byr stendur fyrir á sumardaginn fyrsta.

Byr - sparisjóður stendur fyrir árlegri fjölskylduhátíð á sumardaginn fyrsta

Sparisjóðurinn Byr stendur fyrir hinni árlegu vorhátíð við verslunarkjarnann Ásinn á sumardaginn fyrsta. Hátíðin er haldin í samvinnu við Fylki, ÍTR, SS, Vífilfell, Borgarbókasafn og Árbæjarbakarí og fram munu koma ýmsir frambærilegir

listamenn. Ingó úr IDOL og Gummi litli bróðir hans munu stíga á svið. Einnig munu koma fram Rapparar úr Árbænum, töframaðurinn Jón Víðis og danshópurinn ICESTEPP. Ungum Árbæingum verður veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi ár-

angur á sviði íþrótta. Segja má að efni dagskrárinnar verði því við flestra hæfi. Kleinur verða í boði Árbæjarbakarís og Vífilfell býður upp á gos í tilefni dagsins og vonast starfsfólk Byrs til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Fyrstu meistarar Fylkis á 40 ára afmælisárinu Þann 19. febrúar hófst á Akranesi úrslitakeppni í innanhúss fótbolta hjá 4.fl. karla. Alls léku átta lið til úrslita. Spilað var í tveimur riðlum og komust efstu tvö liðin áfram úr hvorum riðli. Fylkir vann sinn riðil og fór taplaust áfram og ÍA varð í öðru sæti. Í hinum riðlinum urðu það Fram og Fjölnir sem komust áfram. Það urðu því Fylkir og Fjölnir sem lentu saman í undanúrslitum og Fram og ÍA. Fylkir og Fjölnir spiluðu hörkuleik þar sem Fjölnismenn urðu fyrri til að skora tvívegis en Andir Már Hermannsson jafnaði fyrir Fylki í bæði skiptin og fór því leikurinn í framlengingu. Þar skoraði Styrmir Erlendsson eina markið í framlengingunni og kom þar með Fylki áfram 3-2. Í hinum leiknum vann ÍA Fram 2-0 og kepptu því Fylkir og ÍA til úrslita. Þar fór fram háspennuleikur af bestu gerð og hin mesta skemmtun fyrir stuðningsmenn beggja liða sem hvöttu sína menn af lífi og sál. Fylkisstrákar lentu undir 1-0 en náðu

svo að jafna með frábæru skoti frá Benedikt Óla Breiðdal úr þröngu færi. Skagamenn komust svo yfir 2-1 en Fylkisstrákarnir sýndu mikinn baráttuvilja og Anton Oddsson jafnaði eftir að hafa náð boltanum af markmanni ÍA og skoraði með flottum snúning með hægri og var því framlengt. Eftir framlengingu var staðan 2-2 og var þá háður bráðabani. Voru nú taugar flestra stuðningsmanna við það að bresta og einhverjir foreldrar treystu sér ekki til að horfa á spyrnur sinna manna og stóðu bak við súlur eða frammi á gangi. Fylkir átti fyrstu spyrnu og Ágúst Freyr Hallsson tók hana og skoraði örugglega en ÍA jafnaði. Næstur á vítapunkt var Ásgeir Eyþórsson og skoraði hann örugglega í vinstra hornið. Þá var komið að ÍA að taka víti og Björgvin Gylfason gerði sér þá lítið fyrir og varði þá spyrnu og tryggði þar með Fylki fyrsta Íslandsmeistaratitilinn á 40 ára afmælisárinu. Við óskum hér með 4.fl. karla til hamingju með titilinn.

Meistarar Fylkis í 4. flokki: Efri röð frá vinstri: Kári Jónasson þjálfari, Ásgeir Eyþórsson, Jón Ófeigur Hallfreðsson, Björgvin Gylfason, Benedikt Óli Breiðdal og Ólafur Hlynur Guðmarsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ágúst Freyr Hallsson, Andri Már Hermannsson, Styrmir Erlendsson og Anton Oddsson.


Það er spennandi að

horfa til framtíðar með fast land undir fótum

Við Sjálfstæðismenn viljum skipa málum í samfélaginu með þeim hætti að einstaklingurinn fái notið hæfileika sinna sem best en tryggja um leið velferð þeirra sem minna mega sín. Þótt alltaf sé verk að vinna er ljóst að staða íslensks þjóðarbús og íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið betri en nú. Á þessum trausta grunni er tilhlökkunarefni að takast á við áskoranir nýrra tíma.

Nýir tímar - á traustum grunni


4

Matur

Árbæjarblaðið

Tvær ,,brilljant’’ sósur með kjúklingi - að hætti Guðríðar og Hauks

Matgæðingarnir Guðríður Guðjónsdóttir og Haukur Þór Haraldsson ásamt börnum þeirra, Guðjóni, Sigríði og Halldóru Björk. ÁB-mynd PS

Hjónin Guðríður Guðjónsdóttir og Haukur Þór Haraldsson, Viðarási 83, eru matgæðingar Árbæjarblaðsins að þessu sinni. Uppskriftir sem svo sannarlega er vert að reyna.

Barbequesósa 2 dl. Hunts Barbequesósa. 2 dl. apríkósumarmelaði. 1dl. sojasósa. 1 peli rjómi. 1-2 msk. dökkur púðursykur.

læt þær bara malla í stórum potti þangað til þær þykkna (30-40 mín). Þá set ég þær í glerkrukkur og geymi í frystinum. Tek síðan út eina og eina og hita þær upp og nota bara sem sósur með ýmsum mat. Barbequesósan er t.d. algert sælgæti með svínakjöti og Mangó chutney sósan er frábær með fiski. Mér finnst þó alveg nauðsynlegt að hafa hrísgrjón sem meðlæti ef sósurnar eru á boðstólum.

Skora á Kristínu og Brynjólf Guðríður Guðjónsdóttir og Haukur Þór Haraldsson, Viðarási 83, skora á Kristínu Pétursdóttur og Brynjólf Smárason, Viðarási 77, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 10. maí.

Sett í pott og hitað.

Dvergshöfða 27 Reykjavík Sími/Símsvari 567-7888 www.heilunarsetrid.is

Hjá Heilunarsetrinu vinnur fagfólk á sviði heildrænna meðferða Okkur er umhugað um að hjálpa fólki til þess að finna jafnvægi og betri líðan. Höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð. Homopatia. Fæðuóþolsmælingar. Sogæðanudd. Detox meðferð. Svæða og viðbragðsmeðferð. Heilun. Reiki/Heilun. SRT andleg svörunarmeðferð.

Mangó Chutney sósa 1 Matarrjómi. 2 krukkur Mangó Chutney (ekki sweet mangó chutney). 1-2 msk. indverskt karrý (magnið fer eftir vilja hvers og eins). Sett í pott og hitað, smakkað, og ef þetta er of sterkt þá er bara að bæta smá rjóma út í, en ef þetta er of bragðlítið þá má bæta við smá karrý. Kjúklingabitar eða kjúkingabringur (skornar í tvennt), léttsteikt á pönnu og sett í eldfast mót. Sósunni hellt yfir og hitað við 180° í eina klukkustund. Meðlæti: Hrísgrjón, ferskt salat og nanbrauð / snittubrauð. Ég margfalda oft uppskriftirnar af sósunum, (t.d. uppskriftin x 4) og

Marens-ísterta Botn: 4 eggjahvítur. 4 dl púðursykur. ½ tsk. lyftiduft. Þeytt saman í ca 10. mín. 1½ bolli kornfleks mulið og bætt varlega út í. Sett í tvö hringlaga form og bakað í 2 klst. við 120° hita. Látið kólna í ofninum. Ís: 4 eggjarauður. 4 msk sykur. Tvær tsk. vanilludropar. Þeytt vel saman. Einn peli + einn dl. af rjóma þeyttur og bætt út í hræruna. Sett á báða botnana. Dajmkúlum stráð yfir botnana og þeir síðan settir í frysti. Þarna eru komnar tvær ístertur. Látið vera í frysti í allavega 24 tíma. Tekið út ½ klst. áður en borðað er. Verði ykkur að góðu. Fjölskyldan Viðarási 83

Árbæjarblaðið Sími: 587-95006

Fréttir

Árbæjarblaðið

Bretta- og skíðaferð Ársels og Fókuss:

Góð framkoma krakkanna vakti mikla athygli Helgina 23.-25. mars fóru félagsmiðstöðvarnar Ársel og Fókus saman í bretta- og skíðaferð til Dalvíkur með 78 unglinga og 9 starfsmenn. Lagt var af stað seinnipart föstudagsins frá Reykjavík og komið til Dalvíkur seint um kvöldið. Eftir langa keyrslu norður voru allir komnir í fastan svefn rétt eftir miðnætti til að vera klárir í átökin daginn eftir. Á laugardagsmorgninum voru allir vaknaðir kl. 8:30 og eftir smá næringu flýttu allir sér í skíðagallann til að komast sem fyrst upp í fjall. Veðrið var frábært, logn og mjög hlýtt og var skíðað á peysunum án þess að finna fyrir kulda! Skíðað var allan daginn og voru það lúnir en glaðir unglingar sem komu heim í félagsmheimilið eftir frábæran dag. Eftir kvöldmat gátu unglingarnir valið sér fjölbreytta afþreyingu s.s fótbolta eða göngutúr, vera inni og leika sér í borðtennis, vera í íþróttasalnum, spila, hlusta á tónlist eða bara að spjalla saman. Fyrir miðnætti voru allir komnir undir sæng enda mjög þreyttir eftir langan og skemmtilegan dag. Á sunnudeginum var aftur farið snemma á fætur til að ná sem mestum tíma í fjallinu í frábæru veðri áður en haldið yrði heim á leið. Upp úr kl. 14.00 var síðan lagt af stað heim og var það þreyttur en ánægður hópur unglinga sem kvaddi Dalvík með bros á vör eftir frábæra helgi. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og voru unglingarnir til svo mikillar fyrirmyndar að heimamenn höfðu orð á því hvar sem þau komu. Frábær ferð, Frábærir unglingar. Kveðja, starfsfólk stöðvanna

Hressir skíðagarpar sem skemmtu sér vel.

Unglingarnir úr Árseli og Fókus vöktu athygli fyrir frábæra framkomu hvar sem þeir fóru

Menn léku listir sínar í háloftunum.

Þykkur skíðagallinn var óþarfur í veðurblíðunni á Dalvík.

Slakað á í leikfimisalnum eftir erfiðan dag á brettum og skíðum.

Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Árbæ og Grafarholti er í Hraunbæ 102B (við hliðina á Skalla). Skrifstofan er opin virka daga kl. 17.00-21:00 og um helgar kl. 13:00-17:00. Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir! Félag sjálfstæðismanna í Árbæ og Grafarholti


Sumardagurinn fyrsti

í Grafarholti 11:00 Skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna Mæting við Ingunnarskóla, skráning á staðnum frá kl. 10:30.

13:30 Skrúðganga frá Þórðarsveig 3 að Maríubaug 14:00 Helgistund á sal Ingunnarskóla 14:20 Skemmtidagskrá við Ingunnarskóla

Vöfflu- og kaffisala Grillaðar pylsur Kökuuppboð Hoppukastali í boði Landsbankans ÍTR leiktækin Kynning á sumarstarfi ÍTR og Fram

15:00 Sumarbingó Fram

Einar Kárason rithöfundur, Snorri Már Skúlason beint úr enska boltanum og Hreimur Heimisson syngjandi glaður stjórna sumarbingói Fram á íþróttasal Ingunnarskóla Margir flottir vinningar í boði þ.a.m. utanlandsferð fyrir 2

16:00 Stafgöngukynning

Mæting við Ingunnarskóla Umsjón: Sif Backman og Ásdís Sigurðardóttir, stafgönguþjálfarar

Ath hægt að fá lánaða stafi fyrir þá sem ekki eiga.


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hreyfing fyrir alla í Árbæ og Grafarholti Í febrúar sl. úthlutaði heilbrigðisráðherra Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur styrk til að hrinda af stað tilraunaverkefninu "Hreyfing fyrir alla" í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi. Verkefninu er stýrt af ÍTR í samvinnu við Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Ráðinn hefur verið íþróttafræðingur, Bergþór Stefánsson, í 50% starf til að sinna þessu verkefni í Árbæ og Grafarholti en verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við íþróttafélögin í hverfunum og eins heilsugæsluna sem mun koma inn í þetta og byrja að skrifa upp á ávísun á hreyfingu. Lýðheilsustöð, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, VR og Efling styðja einnig við bakið á verkefninu. Tilgangur verkefnisins "Hreyfing fyrir alla" er, eins og nafnið gefur til kynna, að fjölga tilboðum á skipulagðri hreyfingu, einkum fyrir fullorðna og eldra fólk, í skipulögðu samstarfi við sveitarfélög, heilsugæslu og íþróttafélög. Verkefninu er ætlað að höfða til ólíkra hópa og með mismunandi þarfir sem stunda ekki reglulega hreyfingu. Með þessu verkefni skapast tækifæri til að sinna þeim fjölmörgum einstaklingum og hópum sem skortir hvatningu og stuðning til að hreyfa sig en hafa ekki áhuga á/getu

til að nýta sér t.d. þjónustu líkamsræktarstöðva. Þarna skapast einnig ódýr valkostur sem brúar bilið eftir að meðferð hjá heilbrigðiskerfi (t.d. sjúkraþjálfara) lýkur. Tekið skal fram að þessu verkefni er á engan hátt ætlað að fara í samkeppni við þá þjónustu sem er þegar í boði á tilraunasvæðinu s.s. hjá líkamsræktarstöðvum heldur er meginmarkmiðið að bjóða upp á þjónustu sem til þessa hefur skort á svæðinu.

kostnað fitu. Regluleg hreyfing getur þannig minnkað líkurnar á mörgum lífsstílstengdum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2, ofþyngd, beinþynningu, sumum tegundum krabbameina, þunglyndi, streitu og kvíða. Af þessu má vera ljóst að það er mikilvægt fyrir alla að leitast við hreyfa sig reglulega, óháð aldri, kyni eða holdafari.

Ávinningur reglulegrar hreyfingar

Öll hreyfing er betri en engin

Frá því um miðja síðustu öld hafa sífellt fleiri rannsóknir komið fram sem renna stoðum undir lykilhlutverk reglulegrar hreyfingar fyrir bætta heilsu og aukin lífsgæði fólks á öllum aldri. Einstaklingar sem hreyfa sig reglulega draga ekki aðeins úr líkunum á fá ýmsa sjúkdóma heldur stórauka þeir líkurnar á að lifa lengur sjálfstæðir, heilbrigðara og hamingjuríkara lífi. Með fjölbreyttri hreyfingu er mögulegt er að efla og viðhalda líkamsgetu, þar á meðal afkastagetu hjarta- og æðakerfis og lungna, vöðvastyrk, beinþéttni, liðleika, snerpu og samhæfingu ásamt því að stuðla að skilvirkari efnaskiptum. Hreyfing getur einnig hjálpað okkur að stuðla að æskilegri líkamssamsetningu, þ.e. auka hlutfall vöðva á

En hvað þarf að hreyfa sig mikið til að það hafi góð áhrif á heilsuna? Öll hreyfing er betri en engin hreyfing en almennar ráðleggingar miða við að fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur samtals daglega og börn hreyfi sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfing til heilsubótar þarf því ekki að vera tímafrek en aukinni hreyfingu fylgir aukinn ávinningur. Mestur ávinningur er í húfi fyrir kyrrsetufólk sem fer að hreyfa sig meira og er það sem fyrr segir ekki síst sá hópur sem verkefn-

inu er ætlað að ná til. Skiplögð tilboð veita stuðning. Þar sem félagslegur stuðningur er einn af mikilvægum áhrifaþáttum hreyfingar veita skipulögð tilboð fólki aðhald til að stunda reglulega hreyfingu, viðhalda félagslegum tengslum, mynda ný vinatengsl og draga þannig úr líkunum á einsemd, ekki síst meðal þeirra sem eldri eru. Aukin styrkur, jafnvægi og liðleiki geta einnig dregið úr líkunum á föllum hjá eldra fólki, einni helstu orsök skertrar færni í þessum ald-

Kristinn J. Reimarsson, Verkefnisstjóri Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, skrifar: urshópi Aukið framboð og aðgengi að skipulögðum hreyfitilboðum fyrir fullorðna og aldraða er því mikilvægt sóknarfæri til að stuðla að aukinni hreyfingu í þessum aldurshópum.

Slík tilboð eru ekki aðeins til þess fallin að þjóna almenningi sem kýs að sækja þau af sjálfsdáðum heldur er hér vettvangur fyrir heilbrigðisyfirvöld að ávísa skipulagðri hreyfingu til einstaklinga sem þurfa á slíkri þjónustu að halda.

Hvað verður í boði? Eins og fyrr var getið hefur Bergþór Stefánsson íþróttafræðingur verið ráðin til að sinna þessu verkefni í Árbæ og Grafarholti og mun hann m.a. stýra göngu- og skokkhópum, sundleikfimi í Árbæjarlaug, almennri leikfimi fyrir eldri borgara í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 og í salnum að Þórðarsveig 3. Boðið verður upp á kennslu í boccia, kubb, pútt ofl. Læknar Heilsugæslunar í Árbæ veita heilsufarslega ráðgjöf á starfstíma hennar og er fólk hvatt til að nýta sér það. Nánari upplýsingar um tilboðin er að finna á heimasíðu Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, www.reykjavik.is/arbaer og/eða www.reykjavik.is/grafarholt eða í síma 695 0917.

Ýmislegt að gerast í Árbæ Hverfisráð Árbæjar og Hverfisráð Grafarholts áttu fyrir stuttu fund með Ungmennaráði Árbæjar og Grafarholts. Þetta var ákaflega góður fundur og margt sem bar á góma. Ungmennin komu með hugmynd að stofnun svokallaðs Ungmennahúss og er það hugsað fyrir sextán ára og eldri og að þar verði ýmislegt hægt að gera sér til afþreyingar og skemmtunar. Hverfisráðin tóku þessari hugmynd vel og vildu skoða þetta og hvort eitthvað sé á döfinni í þessum efnum. Íþróttamálin í hverfunum voru krökkununum hugleikin og þá sérstaklega aðstöðumál. Var þeim skýrt frá því að fyrirhugað er að byggja fimleikahús fyrir Fylki ásamt nýrri áhorfendastúku við aðalknattspyrnuvöll félagsins. Ný íþróttaaðstaða í Grafarholti/Úlfarsárdal, þ.e. íþróttahús og knattspyrnuvellir, verður vonandi tilbúin árið 2010 en búið er að gera til bráðabirgða æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í Leirdal til að mæta brýnustu þörfum fyrir æfingar í sumar. Rætt var um strætisvagnasamgöngur en ljóst er að mikil óánægja hefur verið

bæði í Árbæ og Grafarholti með leiðakerfi Strætó bs. frá leiðakerfisbreytingunni sem gerð var haustið 2005.

Heilsugæslan í Árbæ og Þjónustumiðstöðin í nýtt húsnæði 2008 Heilsugæslan hefur verið í húsnæðisvandræðum undanfarin ár en núverandi húsnæði er orðið alltof lítið. Nú hefur verið auglýst eftir verktökum til að byggja í Hraunbænum nýtt húsnæði undir starfsemi Heilsugæslunnar og er stefnt að opnun hennar í nýju húsnæði í júní 2008. Sl. sumar kom sú hugmynd fram að Þjónustumiðstöð Árbæjar flytji sig um set úr húsnæði Orkuveitunnar og verði í sama húsnæði og heilsugæslan þegar það hefur verið byggt. Var þessari hugmynd komið til borgarstjóra sem tók hugmyndinni mjög vel enda fer þessi starfsemi ágætlega saman með starfsemi heilsugæslunnar.

Strætó í Árbæ Nú er unnið af fullum krafti við endur-

skoðun á leiðakerfi Strætó bs. Eins og oft hefur komið fram er óánægja með leiðakerfið í Árbænum og vantar allar tengingar við nágrannahverfin. Íbúar Grafarholts þurfa að sækja ýmsa þjónustu í Árbæinn s.s. heilsugæslu, þjónustumiðstöð, Félagsmiðstöðina í Hraunbæ 105 ofl. Unnið er að talningu á fjölda farþega með strætó á hinum ýmsu leiðum og vonandi tekst að laga leiðakerfi strætó þannig að þjónusta við íbúana verði viðunandi. Stefnt er að taka nýtt leiðakerfi upp í sumar.

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, skrifar:

,,Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík’’ Hreinsunarátakið ,,tökum upp hanskann fyrir Reykjavík’’ gekk vel í Árbænum sl. haust. Áður en átakið hófst hélt borgar-

stjóri fund með íbúum í Árbæ og gat fólk sent inn ábendingar um það sem betur má fara í hverfinu. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið úr flestum þessara ábendinga með það fyrir augum að lagfæra hlutina. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að halda áfram með hreinsunarátakið ,,tökum upp hanskann fyrir Reykjavík’’ og nú í sumar verður þráðurinn tekinn upp frá því sem frá var horfið sl. haust. Að lokum óska ég ykkur íbúar góðir gleðilegs sumars. Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar

Hreyfing fyrir alla Líkamsrækt eldri borgara Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 í samvinnu við Árbæjarþrek býður nú eldri borgurum í Árbæ og Grafarholti upp á ókeypis 10 tíma kynningarnámskeið í almennri líkamsrækt í Árbæjarþreki. Námskeiðin hefjast mánudaginn 23. apríl. Kennt er tvisar í viku á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 09:00 - 10:30. Skráning og allar nánari upplýsingar í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105, sími 587 2888.


Sumardagurinn fyrsti

í Árbæ 10:00 Skrúðganga frá: Ártúnsskóla og Selásskóla að Árbæjarkirkju (tvær göngur).

10:30 Messa í Árbæjarkirkju 11:00 Afmælishátíð Ársels Í tilefni 25 ára afmælis Ársels verður nýr sviðspallur formlega vígður og í kjölfarið skemmtidagskrá á pallinum. Sr. Þór Hauksson og Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur vígja sviðspallinn Hljómsveitir úr Árseli spila ÍTR – leiktækin verða á staðnum Kynning á starfi frístundamiðstöðvarinnar Grillaðar pylsur, candyflos o.fl. til sölu Andlitsmálun Kl. 11:30 - Stafgöngukynning á Árbæjartorgi. Umsjón: Sif Backman og Ásdís Sigurðardóttir, stafgönguþjálfarar Ath hægt að fá lánaða stafi fyrir þá sem ekki eiga.

12:00 Vorhátíð BYRS-Sparisjóðs við Ásinn

Töframaðurinn Jón Víðis Rapparar úr Árbænum Dansatriði frá ICESTEPP danshópi Ungum Árbæingum afhent viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum Ingó úr IDOL og Gummi litli bróðir hans stíga á svið Allir á völlinn - leikur á Fylkisvelli klukkan 14:00

ÁRBÆJARKIRKJA


11

10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ungmennahús, samgöngur og íþróttamál - Ungmennaráð Árbæjar og Grafarholts fundaði með hverfisráðum Í lok mars var haldinn sameiginlegur fundur ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts, hverfisráðs Árbæjar og hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Frístundamiðstöðinni Árseli. Að beiðni ungmennaráðsins voru þrjú mál á dagskrá; 1. Ungmennahús í Árbæ og Grafarholti. Rætt var um nauðsyn þess að koma á fót ungmennahúsi fyrir unglinga á aldrinum 16 - 19 ára. Fulltrúar ungmennaráðs voru á því

að eitt slíkt hús þyrfi fyrir bæði hverfin. Engin aðstaða er í dag í hverfunum fyrir unglinga á þessu aldri og á hópamyndun sér stað í og fyrir utan sjoppur. 2. Bættar almenningssamgöngur á milli hverfa. Rætt var um nauðsyn þess að bæta almenningssamgöngur á milli hverfanna og eins þyrfti að bæta samgöngur yfir í Grafarvog. Fulltrúar ungmennaráðs telja nauðsynlegt að Strætó bs. taki til

endurskoðunar ferðatíðni hraðleiðarinnar S-5 um Árbæ þar sem hún henti í mörgum tilfellum mjög illa. 3. Aukið íþróttastarf í Grafarholti. Rætt var um bága íþróttaaðstöðu í Grafarholti og lítið framboð af íþróttum og þá sérstaklega fyrir unglinga 13 - 18 ára. Fundurinn tókst í alla staði vel og sköpuðust góðar umræður um þessi mál á fundinum.

Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni í Árbæ og Grafarholti 2007. Efri röð frá vinstri: Helga Rakel Ómarsdóttir, Anna María Hrafnsdóttir, Gunnsteinn Lárusson, Arnar Freyr Dagbjartsson. Neðri röð frá vinstri: Benedikt Benediktsson, Sveinbjörn Hávarsson, Katrín Þorgerður Jóhannsdóttir, Rakel Ingvarsdóttir.

Þetta er gjöfin fyrir vandlátu veiðimennina!

Stóra upplestrarkeppnin í Árbæ og Grafarholti í Árbæjarkirkju:

Rakel sigraði eftir harða keppni Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Árbæ og Grafarholti fór fram í Árbæjarkirkju þann 29. mars sl. Átta nemendur úr Árbæjar- Ártúns- Selás- og Ingunnarskóla tóku þátt. Í fyrstu lásu nemendur svipmyndir úr sög-

Ruslpóst ur - miði

Rétt er að benda íbúum í Árbæjrhverfi og Grafarholti á leið til að fá Árbæjarblaðið í póstkassa sína þó að auglýst sé og bannað sé að setja ruslpóst í póstkassana. Árbæjarblaðið er einhverra hluta vegna flokkað sem ruslpóstur hjá Íslandspoósti eins og önnur fríblöð. Við fréttum á dögunum af íbúa í Árbæ sem var ósáttur við gang mála og setti miða á póstkassa sinn þar sem stóð ,,nema Árbæjarblaðið’’. Og síðan hefur hann fengið Árbæjarblaðið í póstkassaannsinn.

Öflug Samfylkingarstjórn í Árbænum Vel var mætt á stofnfund hverfafélags Samfylkingarinnar í Árbæ 29. mars sl. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri og fyrrv. formaður Fylkis var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Í stjórn náðu eftirtaldir kjöri: Helga Rakel Guðrúnardóttir (varaformaður), Gerður Jónsdóttir, ritari, Gunnar Kristinsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörnir Guðmundur Hafsteinsson, Pétur H Petersen og Sverrir Jenssen. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn á sæti í stjórninni hverfafélagsins sem fulltrúi Samfylkingarinnar í hverfisráði Árbæjar.

unni Sjáumst aftur.... eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Því næst lásu þeir ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og að endingu lásu þau ljóð að eigin vali. Í upphafi dagskrár og inn á milli atriða voru tónlistaratriði frá Tónskóla Sigursveins.

Óhætt er að segja að nemendur hafi staðið sig vel og átti dómnefnd, að sögn formanns hennar Sesselju Sigurðardóttur, erfitt með að skera úr með sigurvegara. En dómnefndin komst þó að niðurstöðu og sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni í

Árbæ og Grafarholti 2007 var Rakel Ingvarsdóttir frá Selásskóla. Í öðru sæti varð Helga Rakel Ómarsdóttir úr Árbæjarskóla og í þriðja sæti Sveinbjörn Hávarsson, einnig úr Árbæjarskóla.

24 ára Skagastrákur opnar eigið fyrirtæki að Stórhöfða 26:

,,Góð verð og vönduð vinna’’ ,,Ég byrjaði með þetta litla fyrirtæki mitt þann 1. mars sl. og það hefur verið dálítið rennerí en það má alltaf vera meira,’’ segir Hreinn Örvar Hreinsson, 24 ára strákur frá Akranesi, sem hefur opnað bón- og þvottastöð fyrir bíla að Stórhöfða 26 (beint á móti Bitahöllinni). ,,Ég tek að mér þrif á nánast öllum bílum sem komast hér inn. Þá getur fólk valið á milli þess að ég skoli af bílnum eða taki hann í alþrif. Ég held að verðin sem ég býð séu mjög góð,’’ segir Hreinn Örvar. Það kostar 5.900 krónur að fara með millistóran fólksbíl í alþrif og þá er bíllinn tekinn í gegn frá a til ö og bónaður að auki. En hvernig kom það til að Hreinn Örvar tók sig til og opnaði lítið eigið fyrirtæki í Stórhöfðanum? ,,Ég hafði um nokkurt skeið unnið við hreingerningar og þrif á bílum hjá öðrum en langaði siðan að stofna mitt eigið fyrirtæki og prófa að vinna hjá sjálfum mér en ekki fyrir aðra. Ég vona að þetta gangi vel og hef ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn enda verðin sem ég býð sanngjörn og vinnan mjög góð,’’ segir Hreinn Örvar. Framtak þessa unga Skagastráks er mjög aðdáuunarvert og rétt að skora á fólk að nýta sér þessa góðu þjónustu hjá athafna-

manninum unga. Hjá Hreini geta bíleigendur valið á milli mismunandi þjónustu og verðin eru margbreytileg eftir því

hvað gert er og hve bíllinn er stór. ,,Það er um að gera að hringja og panta tíma. Þeir sem hafa áhuga geta hringt í síma 517-1109

eða 867-0187 og pantað tíma,’’ sagði Skagamaðurinn ungi að lokum og við óskum honum velfarnaðar með nýja fyrirtækið.

Hreinn Örvar Hreinsson er aðeins 24 ára gamall en hefur þegar opnað sitt eigið fyrirtæki. ,,Verðin eru mjög sanngjörn og ég lofa góðri vinnu,’’ segir Hreinn Örvar. ÁB-mynd PS

Fundur ungmennráðanna og hverfaráðanna þótti takast mjög vel.

Glæsileg flugubox úr Mangóviði Gröfum nöfn veiðimanna á boxin

Árbæjarblaðið

Langmesta úrval landsins af íslenskum laxa- og silungaflugum

Auglýsingasími 587-9500

Kíktu á www.Krafla.is14

Fréttir

Árbæjarblaðið

Í sátt við eldri borgara Það var haft eftir einum ráðherra við undirritun samkomulags ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara síðastliðið sumar að "´átök við eldri borgara er eins og að deila við foreldra sína". Það eru orð að sönnu. Sterkur málflutningur Eldri borgarar hafa á síðari árum myndað sterka rödd og öflugt þrýstiafl til að koma áherslumálum sínum á framfæri við stjórnvöld og stjórnmálaflokka. Áhyggjuefni þeirra hafa snúið bæði að kjörum og aðbúnaði aldraðra þegar heilsa og geta til sjálfsbjargar brestur. Í þessari grein er fjallað um kjör eldri borgara. Ólíkir hagsmunir Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur og aðstæður þeirra, vilji og geta er jafn mismunandi og þeir eru margir. Áhersluatriðin eru því margvísleg og snerta hvern einstakling og hver hjón með mismunandi hætti. Því bera baráttumál eldri borgara merki.

Ítalskir gæðaskór á dömur og herra

Allir með dempun í hæl

1. Teg. 4124 Stærðir 36-42

2. Teg. 2062 Stærðir 40-47

3. Teg. 3112 Stærðir 36-42

4. Teg. 2076 Stærðir 39-47

www.xena.is

SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240

Áhersluatriðin Eldri borgarar hafa bent á óréttmæti þess að greiða eignaskatt á skuldlaust eða skuldlítið eigin húsnæði. Þeir hafa lagt áherslu á auknar ráðstöfunartekjur með hækkun lífeyris almannatrygginga og hækkun skattleysismarka. Þeir hafa viljað minnka tekjutengingar lífeyris almannatrygginga við eigin tekjur úr lífeyrissjóði, við atvinnutekjur og tekjur maka. Þá hafa þeir lagt áherslu á að bæta hag þeirra sem hafa minnstar tekjur, en það eru þeir sem hafa aflað sér minnstan rétt úr lífeyrissjóðum. Margt hefur áunnist og stórir áfangar eru framundan Skattar aflagðir og lækkaðir Eignaskattur var aflagður á kjörtímabilinu. Hann gat lagst þungt á eldri borgara, en stærstur hluti þeirra býr í eigin húsnæði, skuldlitlu eða skuldlausu. Tekjuskattur og virðisaukaskattur á matvæli hafa verið lækkaðir og skattleysismörk hækkuð. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa

aukist um 60% frá árinu 1995. Óskertur lífeyrir almannatrygginga hefur frá árinu 2005 hækkað um 17% hjá einhleypum og 22% hjá hjónum eða sambúðaraðilum. Launatekjur hafi ekki áhrif á lífeyri 300 þúsund króna frítekjumark á ári vegna eigin atvinnutekna ellilífeyrisþega var tekið upp um síðustu áramót. Verði Sjálfstæðisflokkurinn áfram í ríkisstjórn, geta eldri borgarar frá 70 ára aldri unnið að vild, án þess að það skerði lífeyri almannatrygginga. Þá hefur tekjutenging milli hjóna verði minnkuð verulega, sem hefur sérstaklega bætt hag kvenna, því makar þeirra hafa yfirleitt haft hærri tekjur og meiri rétt í lífeyrissjóði, sem hefur haft áhrif til lækkunar lífeyris almannatrygginga hjá konum. Verði Sjálfstæðisflokkurinn áfram við völd, munu

hvorki lífeyrissjóðstekjur og né launatekjur maka frá 70 ára aldri hafa áhrif á lífeyri almannatrygginga hjá hinum makanum. Skerðingar lækka umtalsvert Skerðingarhlutfall

Ásta Möller, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar: lífeyris almannatrygginga vegna annarra tekna voru á árinu 2003 lækkaðar úr 67% í 45% og síðan aftur í tæp 40% um síðustu áramót. Gangi tillögur Sjálfstæðisflokksins eftir mun skerðingarhlutfallið fara í 35%. Fyrir 2003 voru tekjutengingar við lífeyri almannatrygginga með þeim hætti að hverjar

10 þúsund króna tekjur úr lífeyrisjóði eða vegna atvinnu viðkomandi lækkuðu lífeyri almannatrygginga um 6700 krónur. Fari hlutfallið í 35% , munu hverjar10 þúsund króna tekjur úr lífeyrissjóði,- en ekki atvinnutekjur-, hafa áhrif til skerðingar á lífeyri almanntrygginga um 3500 krónur. Þetta er stór áfangi. Kjör verst settu verða bætt Síðast en ekki síst mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir að bæta kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir með að tryggja þeim að lágmarki 25 þúsund króna tekjur úr lífeyrissjóði til hliðar við lífeyri almannatrygginga. Það skiptir þá miklu. Sátt við eldri borgara Sjálfstæðisflokkurinn kynnti þessar tillögur sínar á landsfundi sínum helgina 12.-15. maí, en þær voru unnar í samstarfi við fulltrúa Landssambands eldri borgara og Samtök eldri sjálfstæðismanna. Viðbrögð eldri borgara benda til þess að með því hafi skapast sátt. Það er sérstakt fagnaðarefni og vegvísir fyrir Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi góðra verka, þjóðinni til farsældar. Ásta Möller

Umsóknir um frístundaheimili fyrir skólaárið 2007-2008 Umsóknir í frístundaheimilin í Árbæ, Grafarholt og Norðlingaholt fyrir skólaárið 2007-2008 er orðnar 417. Þetta eru 87,6% af öllum umsóknum sem bárust fyrir skólaárið 2006-2007 sem brátt er á enda. Gera má ráð fyrir að umsóknirnar verði mun fleiri þar sem margir eiga enn eftir að sækja um. Ég vil því hvetja foreldra og forráðamenn að sækja um sem fyrst. Sótt er um pláss á frístundaheimili í gegnum Rafræna Reykjavík á slóðinni www.rvk.is Sækja þarf um dvöl fyrir hvert skólaár því börn skrást ekki sjálfkrafa á frístundaheimili milli skólaára. Börn sem eru að hefja skólagöngu haustið 2007 og börn sem hafa sérstakar aðstæður, skv. vinnureglum sem ÍTR setur sér, og sóttu um frístundaheimili fyrir 1. apríl 2007 hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum ÍTR frá og með næsta hausti. Að lokum vil ég benda á að í haust er ekki hægt að tryggja að börn geti

hafið dvöl í frístundaheimili á fyrsta skóladegi, óháð forgangi, fyrr en tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda/ráðgjafa. Þrjú síðustu skólaár hafa verið biðlistar og í vet-

ur komust síðustu börnin af biðlistunum inn í frístundaheimili í mars síðastliðnum. Allar frekari upplýsingar eru veittar í Frístundamiðstöðinni Ár-

seli s: 567-1740. Kær kveðja. Elísabet Þ. Albertsdóttir Deildastjóri barnasvið

Reiptog.

Sumarið 2007 á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Ársels Skráning á sumarnámskeiðin 2007 hjá ÍTR mun hefjast 7.maí í gegnum Rafræna Reykjavík eins og skráning í frístundaheimilin á slóðinni www.rvk.is. Þetta fyrirkomulag á skráningu er alveg nýtt sem gefur foreldrum og forráðamönnum tækifæri til að skrá á námskeiðin þegar þeim hentar Í Árbæ og í Grafarholti verða í boði hin hefðbundnu leikjanámskeið fyrir 6-9 ára og smíðaverkstæði fyrir 8-12 ára . Einnig verður boðið upp á ný námskeið en það eru einnar viku leikjanámskeið, eingöngu fyrir börn sem eru að byrja í 1.bekk í haust og íþrótta- og ævintýranámskeið fyrir 10-12 ára sem er mjög spennandi kostur fyrir þennan aldurshóp sem hefur áhuga á skemmtilegri afþreyingu í góðum félagsskap. Í Norðlingaholti verður starfsrækt smíðaverkstæði fyrir 8-12 ára eins og síðastliðið sumar auk íþrótta- og ævintýranámskeiðsins fyrir 10-12 ár sem sagt var frá hér á undan. Einnig viljum við minna á að leikvöllur við Malarás verður starfsræktur fyrir 2-6 ára eins og síðastliðið sumar. Allar nánari upplýsingar verður

hægt að sjá í Sumarbæklingi ÍTR sem verður dreift í gegnum skólana

Bjössi skipstjóri.

og í Frístundamiðstöðinni Árseli s: 567-1740. Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Frístundamiðastöðvarinnar Ársels.16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Tækifæri felast í öldrun þjóðarinnar Öldruðum íslendingum mun fjölga verulega á næstu árum, þeir eru nú 34 þúsund eða um 12% þjóðarinnar en verða 27% landsmanna eða 109 þúsund manns árið 2050 skv. skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem gefin var út nú í apríl. Gert er ráð fyrir því að ævi fólks haldi áfram að lengjast og um leið sá tími sem fólk nýtur lífeyris. Fjölgun aldraðra í vestrænum samfélögum hefur orðið til að stórauka áhuga á rannsókum og þekkingu á öldrun. Nýjar rannsóknir leiða í ljós að vinna má gegn hrörnun heilans á svipaðan hátt og líkamshreyfing, hollt mataræði og góðar lífsvenjur vinna gegn hrörnun líkamans. Í febrúar sl. var haldin ráðstefna á vegum áhugamanna um málefni aldraðra undir yfirskriftinni: Er öldrun úreld? Þar fjölluðu ýmsir aðilar og meðal þeirra heimsþekktir fræðimenn um tækifærin sem felast í öldrun þjóðarinnar. Margt af því sem þar kom fram styður breytt viðhorf vestrænna samfélaga til öldrunar, þar bar hæst rannsóknir Dr. Elkhonon Goldberg prófessors í taugafræði við læknadeild New York háskóla á þróun heilans. Með nýjum rannsóknaraðferðum og tækni hefur verið sýnt fram á kosti hins aldraða heila umfram þá sem yngri eru. Rannsóknir sýna að sérfræðiþekk-

ingu er viðhaldið og verður hún oft dýpri og öflugri en áður, nýjar víddir og tengingar halda áfram að myndast í heilanum. Víðsýni í tíma og rúmi tengist líka öldrun og viska reynslunnar tekur mið af langtímasýn þar sem lausn vandamála verður oft einfaldari og skynsamlegri en hjá þeim sem eru yngri og hraðari. Ýmislegt bendir til þess að við getum hvert okkar um sig haft mun meiri áhrif á virkni heilans og heilbrigði en áður var talið. Rannsóknir benda til þess að besta leiðin til að nýta okkur sveigjanleika og aðlögunarhæfni heilans sé að virkja hugann sem mest, falla ekki í rútínugryfju, fást við ný verkefni og taka þátt í svokallaðri heilarækt (sbr. líkamrækt). Við getum hvert um sig stuðlað að heilbrigri öldrun því hún væri ekki síst afleiðing góðrar hreyfingar, forvarna, áreynslu á heilann, tilfinningaþjálfunar og félagsþátttöku. Þeir þættir sem hafa forvarnargildi og eru góðir fyrir hjartað eru einnig góðir fyrir heilann, gott blóðflæði og súrefni til heilans er mikilvægt. Mikið er unnið með forvörnum, líkamsrækt og heilarækt, þannig má fresta öldrunarsjúkdómum og ýmsum hrörnunarsjúkdómum. Í ljósi nýrrar þekkingar er ljóst að grundvallarbreytinga er þörf á við-

horfum okkar til öldrunar. Sem þjóð höfum við Íslendingar sögulegt tækifæri til marka nýja sóknarstefnu í málefnum aldraðra og taka forystu á alþjóðavísu. Stefnan verður að vera skýr, gegnsæ og fordómalaus. Við þurfum því að skoða þjónustu við eldri borgara með breyttar forsendur að leiðarljósi og leggja áherslu á aukið samráð við notendur þjónustunnar. Skoða þarf hvernig unnt er að tryggja aðkomu notenda að stefnumótun, uppbyggingu og framkvæmd þjónustunnar svo að hún komi sem best til móts við þarfir fólks hverju sinni.

auðlind en sem vandamál. Kominn er tími til að laða þá aldraða sem hafa til þess getu og vilja inn á atvinnumarkaðinn í stað þess að beina þeim markvisst út af honum. Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýsti Geir H. Haarde því viðhorfi að einstaklingar sem náð hafa 70 ára aldri hafi skilað sínu vinnuframlagi til samfélagsins og kjósi

Guðfinna S. Bjarnadóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar:

Uppgjör við aldursfordóma er einn mikilvægasti liðurinn í jafnréttisbaráttu fyrir félagslegu réttlæti aldraðra. Við megum ekki láta nægja að hlúa að eldri borgurum, heldur auðsýna þeim tilhlýðilega virðingu og skapa nauðsynlega umgjörð til þess að hver og einn geti notið sín til fulls og nýtt með virkum hætti þá möguleika sem felast í því að vera kominn til vits og ára. Rökrétt er að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem eldri eru og því er eðlilegra að líta á öldrun þjóðar sem

hann að afla sér tekna á vinnumarkaði eftir það, hafi þær engin áhrif á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Sjálfstæðisflokkurinn vill þannig beita sér fyrir því að tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga verði að fullu afnuminn. Það er metnaðarmál að búa eldri borgurum sem bestar aðstæður og veita fólki þjónustu í samræmi við

einstaklingsbundnar þarfir, þetta er afar mikilvægt því við vitum öll að þarfir þeirra 34 þúsund sem nú teljast eldri borgarar eru afar mismunandi. Virða á sjálfræði eldri borgara við val á þjónustu þegar þeir þurfa á stuðningi samfélgasins að halda. Þetta á ekki síst við um búsetuúrræði, félagslega þjónustu og hjúkrunarþjónustu til að styðja við sjálfstæað búsetu eins lengi og kostur er. Biðlistum á að útrýma þeir eru smánarblettur samtímans, Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir einstaklingsmiðaðri þjónustu og útrýmingu biðlista. Einnig er gert ráð fyrir að allir eldri borgarar njóti lífeyris frá lífeyrissjóði. Geir H. Haarde nefndi á landsfundi kr. 25 þúsund krónur að lágmarki á mánuði. Þá er gert ráð fyrir að minnka enn frekar skerðingarhlutföll vegna annarra tekna úr tæplega 40% í 35%. Fái Geir H. Haarde fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins umboð til að stýra næstu ríkisstjórn landsmanna er ljóst að málefni eldri borgara verða í forgrunni. Flokkurinn boðar ábyrga velferðarstefnu á traustum grunni. Guðfinna S. Bjarnadóttir

Erum að byrja skráningu á fléttunámskeið fyrir foreldra! Verðum með eitt námskeið hannað fyrir pabba! Upplýsíngar í síma 5676330

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


17

Fréttir

Árbæjarblaðið

Bætt kjör eldri borgara Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það var heppni eða fyrirhyggja sem orsakaði það að við Íslendingar duttum niður á lífeyrissjóðskerfið sem við búum við. Hvort heldur sem er, og sennilega var það nú fyrirhyggja sem réði för, þá eru lífeyrissjóðirnir okkar og stærð þeirra einn helsti styrkur íslensks samfélags. Það eru ekki mörg lönd í veröldinni sem hafa náð að koma sér upp svona öflugum lífeyrissjóðum eins og okkur hefur tekist, það er einna helst Sviss sem sýnt hefur viðlíka forsjálni í þessum málum og eru þeir annálaðir í slíkum efnum. Ef við klúðrum nú ekki málum munu lífeyrissjóðirnir okkar gjörbreyta kjörum eldri borgara eftir rúman áratug, greiðslur þeirra verða myndarlegar og hlutur ríkisins í framfærslu ellilífeyrisþega mun minnka hlutfallslega. Þegar þetta er borið saman við ástandið eins og það er í flestum ríkjum Evrópu þá megum við Íslendingar vera mjög bjartsýn. Flestar þjóðir Evrópu standa frami fyrir því að vera að eldast hratt og lífeyrsissjóðskerfin þeirra eru meira og minna ónýt. Flest ríkin munu þurfa að draga úr greiðslum til eldri borgara og hækka skatta til að standa undir núverandi skuldbindinum. Velferðarkerfi Evrópu eru því veik þegar litið er áratug eða svo fram í tímann og það

verður vandasamt verk fyrir evrópska stjórnmálamenn að leysa þann vanda sem við blasir. Við Íslendingar megum á hinn bógin vænta þess að geta jafnt og þétt aukið þjónustu við eldri borgara og greitt hærri lífeyri og án þess að þurfa að hækka skatta. Framtíðin er því björt hjá okkur. En nú er hópur eldri borgara sem ekki átti þess kost að greiða í lífeyrissjóð þannig að gagn væri af og sá hópur býr sannarlega við rýr kjör. Þessi hópur fólks mun einungis að litlum hluta njóta styrks lífeyrissjóðanna og því lítil hjálp fyrir þá einstaklinga þótt við stöndum vel þegar til framtíðar er litið. Þess vegna hafa margir viljað leita leiða til að hjálpa þessum hópi sérstaklega, án þess að um leið væri verið að færa peninga til þess hóps eldri borgara sem hefur það best. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins voru tillögur Geir Haarde um málefni aldraðra samþykktar. Ein af tillögum hans var sú að ríkið tryggði þeim sem ættu engan eða lítinn lífeyrissjóð ákveðnar lágmarks lífeyrisgreiðslur. Með þessar aðferð Geirs næst sá árangur að hópur aldraðra sem þarf mest á aðstoð að halda fær hana og þannig nýtum við peningana best. Eftir því sem sá hópur sem á lítinn líf-

eyrissjóð eldist, fækkar þeim sem þurfa þessa sérstöku greiðslu og þeim fjölgar á móti sem eiga góðan lífeyrissjóð. Margir þeir sem eldri eru vilja gjarnan vinna áfram ef þeir eiga þess kost og hafa til þess heilsu. Vinnan er ekki bara til að afla tekna, á vinnustaðnum eigum við okkar félagsskap og í ævistarfinu er fólgið miklu meira en bara það mæta í vinnuna. En það er samt þannig að við viljum öll fá umbun fyrir okkar störf, launin skipta máli. Það er mjög letjandi fyrir eldri borgara ef launin verða þess valdandi að greiðslur almannatrygginga skerðast mjög mikið. Undan þessu hafa margir aldraðir kvartað og viljað fá breytingu á.

Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis, skrifar:

Geir Haarde lagði einnig til að þeir sem orðnir eru sjötugir geti unnið launaða vinnu, ef þeir vilja, án þess að launin skerði lífeyri frá

Tryggingastofnun. Að baki liggur sú hugsun að þegar fólk er komið á þennan aldur þá hafi það skilað vel sínu framlagi til samfélagins og því sé ekki ástæða til að skerða greiðslur til þeirra vegna tekna. Jafnframt lagði Geir til að almennar skerðingar í almannatryggingakerfinu verði lækkaðar um 40% í 35% sem fyrst. Þetta tvennt mun gerbreyta aðstæðum þeirra eldri borgara sem geta og vilja vinna eftir að eftirlaunaaldri er náð. Tillögur Sjálfstæðisflokksins ganga því út á tvennt: Bæta stöðu þeirra sem minnst hafa í hópi eldri borgara og gera þeim sem vilja halda áfram að vinna auðveldara fyrir. llugi Gunnarsson

Stórsýning fyrir veiðimenn í Smárlind 5.-6. maí:

Flugur frá Krafla.is á frábæru tilboði Flugunetverslunin Krafla.is er á meðal þátttakenda á stórsýningu fyrir stangaveiðimenn og skotveiðimenn sem verður í Smáralind dagana 5. og 6. maí nk. Fjölmörg fyrirtæki og verslanir sína vörur sínar á sýningunni og er búist við að veiðimenn fjölmenni á sýninguna sem verður opin frá kl. 11.00 til 18.00 báða dagana. Nú þegar vertíð stangaveiðimanna er handan við hornið er rétti tíminn til að huga að veiðisumrinu. Í sýningabás Krafla.is í Smáralind verður boðið upp á landsfrægar silung- og laxaflugur. Um er ræða afar sterkar og fengsælar flugur sem allar eru íslensk hönnun og hafa reynst veiðimönnum mjög vel í gegnum árin. Við skorum á veiðimenn sem ætla á sýninguna að líta við í sýningarbás Krafla.is Sýningin verður annars mjög fjölbreytt. Fyrirtæki verða með tilboð á veiðivörum, kastsvæði verður til

staðar fyrir þá sem þess óska, skotsvæði, sýndir verða veiðibílar og veiðifjórhjól auk þess sem spenn-

andi fyrirlestrar verða í boði og veiðihappadrætti. Krafla.is

Lax á leið í land í Hofsá í fyrra. Krafla orange í kjftvikinu.

Fallegar bleikjur sem veiddust á silungaflugur frá Krafla.is í fyrra. Flugurnar verða ásamt laxaflugum á tilboðsverði í Smáralindinni.

Hi ghÅc^c\

10 og 12 punda laxar sem fengust á rauða og orange Kröflur í Stóru Laxá í fyrra.

Hb{gVa^cY

*# bV aVj\VgYV\ &&"&-

+# bV hjccjYV\ &("&K:>Ð>

'%%,

I^aWd { kZ^Â^k gjb ° @Vhihk¨Â^ ° H`dihk¨Â^ ° KZ^Â^[ZgÂ^g ° HeZccVcY^ [ng^gaZhigVg 7_VgcVg]Vjh jeehideeVÂjg { hiVÂcjb ° KZ^Â^W aVg ° KZ^Â^[_ g]_ a ° KZ^Â^]VeeVYg¨ii^ ;g ii [ng^g nc\g^ Zc &) {gV [na\Y bZ [jaadgÂjcjb ° VccVgh `g# &%%%! `g# -*% gng`_Vg d\ Zaa^a [Zng^hÄZ\Vg ### hi^be^aa \^aY^g VaaV ]Za\^cV °

ÓB>HH6C9> ;NG>G 6AA6 K:>Á>B:CC


18

Atvinnuhúsnæði óskast til leigu

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ca 50-80 fermetra verslunar- eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu. Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Tek að mér þrif í heimahúsum Uppl. í síma 698-1316

Um 1000 manns mættu í páskaeggjaleitina þrátt fyrir leiðinlegt veður.

Árbæingar fundvísir á páskaeggin í Elliðaárdal Sjálfstæðisfélögin í Árbæ og Breiðholti stóðu fyrir páskaeggjaleit í Elliðaárdal laugardaginn 7. apríl. Fjöldi fólks mætti þó veðrið hefði ekki ekki verið upp á það besta, rok og rigning. Talnaglöggir menn á svæðinu töldu að um 1000 manns hafi mætt í Elliðaárdalinn. Alls voru um 1400 páskaegg afhent fundvísum og áhugasömum gestum sem eins og áður sagði létu leiðinlegt veður síður en svo aftra sér frá því að mæta. Efnt var til ,,húlla hopp’’ keppni og sigruðu systkynin Katrín og Unnar Gunnarsbörn keppnina. Þátttakendur voru vel búnir og létu veðrið ekki aftra sér.

Tölvubúnaður – Eftirlitsmyndavélar Þjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga. BST Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

Þessi voru til í slaginn en alls fundu áhugasamir gestir um 1400 páskaegg.

Spönginni

Sími: 5 700 900


19

Fréttir

Árbæjarblaðið

Samfylkingin vill heilsugæslu, hverfisþjónustu og lögreglu undir eitt þak í Árbæ Eftir áralanga baráttu hillir nú undir byggingu nýrrar og stærri heilsugæslu fyrir Árbæjarhverfi. Samfylkingin fagnar þessu sérstaklega en stækkun heilsugæslunnar hefur verið sérstakt baráttumál okkar í hverfisráði Árbæjar undanfarin ár. Loks hafa ítrekaðir fundir með forystu heilsugæslunnar og heilbrigðisráðuneytisins skilað árangri. Nú er ráðgert að ný heilsugæsla muni verða fullbúin á næsta ári og á hún að rísa á lóð sem heilsugæslan fékk úthlutað fyrir meira en áratug við nýja þjónustukjarnann við Hraunbæ. Sérstaklega mikilvægt er að nýta þetta tækifæri til fulls fyrir hverfið og þjónustu þess.

Alhliða þjónustumiðstöð Einsog ítrekað hefur komið fram á hverfafundum borgarstjóra í Árbæ undanfarin ár hefur Samfylkingin beitt sér fyrir því undanfarin misseri að í hinu nýja húsnæði sameinist undir einu þaki heilsugæsla, þjónustumiðstöð hverfisins sem nú er í Orkuveituhúsinu og aðsetur hverfislöggæslu Árbæjar- og Grafarholts. Mikilvægt er að nýr meirihluti í Reykjavík fylgi þessum áherslum ekki síður eftir. Því var tillaga þess efnis að teknar verði upp formlegar viðræður um þessi mál lögð fyrir borgarráð á 30 ára afmæli heilsugæslunnar í Árbæ, 12. apríl sl. Með samþykkt þessa gætu hverfisbúar leitað eftir allri þjónustu hverf-

isins undir einu þaki óháð því hvort viðkomandi verkefni heyri undir ríki eða borg.

Einstakt tækifæri Sameiginlegt húsnæði heilsugæslu og þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts hefur verið hugmyndin allt frá því þjónustumiðstöð Árbæjar opnaði í leiguhúsnæði hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Þótt lóð heilsugæslunnar

sé skammt undan er hún aðgengilegri auk þess að vera örfáa metra frá hinu nýja útibúi borgarbókasafnsins í Árbæ og

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skrifar: þjónustukjarnanum, Ásnum. Það væri mikil skammsýni að láta þetta einstaka tækifæri

úr greipum sleppa til að hafa "allt á einum stað". Sameiginleg staðsetning þjónustunnar væri einnig til marks um framsýni þar sem framtíðarsýn borgarinnar er sú að innan fárra ára verði heilsugæsla og önnur verkefni sem nú eru á hendi ríkisins á ábyrgð borgarinnar. Gæti ný alhliða þjónustumiðstöð sem innihéldi heilsugæslu í Árbæ varðað veginn til framtíðar fyrir önnur hverfi borgarinnar í þessum efnum. Höfundur á sæti í hverfisráði Árbæjar

Kjaftað fram á rauða nótt

Reglulega er farið í keppnis- eða æfingaferðir á vegum yngri flokka íþróttafélaganna. 5. flokkur kvenna í knttspyrnu hjá Fylki fór eina slíka ferð um síðustu helgi. Þar var að sjálfsögðu æfður fótbolti og teknar þrekæfingar, bæði úti

og inni. Stelpurnar gáfu sér líka tíma til að skemmta sér, fara í sund, halda kvöldvöku og kjafta fram á rauða nótt. Hvað þar var rætt fær enginn að vita. En þar var örugglega gaman.

Hlaupið á eftir bolta. Það var tekið á því á æfingu. Hér má sjá þær Ragnhildi, Rebekku, Margréti og Sunnu berjast um boltann.

Foreldri að gefa epli og appelsínur. Svona ferðir verða ekki farnar, né annað, nema með öflugum stuðningi foreldra. Hér er Níels að sjá til þess að allir séu fullir af orku.

Það var hvasst á Laugarvatni þegar stelpurnar komu á staðinn. Þær létu það þó ekki á sig fá og stylltu sér upp fyrir myndatöku.

Innimynd um kvöld. Á kvöldvökunni skemmtu stelpurnar hver annari með heimatilbúnum skemmiatriðum. Hér sérst hluti af hópnum með þjálfurunum, Guðrúnu Ásu og Natasha.


Sumardagurinn fyrsti!

Fjölskylduhátíð BYRS í Ásnum Sumardagurinn fyrsti 19. apríl 2007 12:00 Hátíðin sett 12:10 Töframaðurinn Jón Víðis 12:20 Rapparar úr Árbænum 12:30 Dansatriði frá ICESTEPP danshópi 12:40 Ungum Árbæingum afhent viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum DYNAMO REYKJAVÍK

12:50 Ingó úr IDOL og Gummi litli bróðir hans stíga á svið 14:00 Allir á völlinn - leikur á Fylkisvelli

Hoppukastali fyrir yngri kynslóðina Fylkismenn grilla SS-pylsur fyrir veislugesti Kleinur í boði Árbæjarbakarís Coke Zero í boði Vífilfells

Hlökkum til að sjá ykkur! BYR

|

Hraunbæ 119

|

Aðalsími 575 4000

|

Þjónustuver 575 4100

|

byr@byr.is

|

www.byr.is FYLKIR


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.