Page 1

6. tbl. 4. árg. 2006 júní

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Dreift ókeypis í Ártúnsholti, Árbæ og Grafarholti

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Selásskóli fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum. Á myndinni er skólastjórinn, Örn Halldórsson, lengst til vinstri, með fulltrúum foreldrafélagsins. Sjá nánar í miðopnu.

Vantar þig flugur fyrir sumarið? Kíktu þá á www.Krafla.is Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

Opið virka daga frá kl. 9-19 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Sjón er sögu ríkari

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Forgangsútsala fyrir Árbæinga laugardaginn 21. jan. kl. 11:00-15:00 Útsalan hefst mánudaginn 23. jan. kl. 11:00

30-60% afsláttur

I oojb•agpbo

q`mfa¹md odg]—\f\pk\

Ë`dia\g_\mdg`d \]—\f\pkph Bm`dngph\o‚i`odip G‚inphn’fi‚i`odip

Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Nýr meirihluti Nýr meirihluti er tekinn við völdum í Ráðhúsinu í Reykjavík. Og enn eru það framsóknarmenn sem skjóta sér í meirihlutasmstarf þrátt fyrir lélega útkomu víðast hvar í kosningunum. Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig nýr meirihluti á eftir að reynast í úthverfum borgarinnar, þar með töldu Árbæjarhverfi. Menn voru misjafnlega ánægðir með störf síðasta meirihluta eins og gengur. Fljótlega má búast við því að nýtt Hverfisráð Árbæjar verði skipað. Við hér á Árbæjarblaðinu áttum lengi vel gott samstarf við hverfisráðið en undan því samstarfi fjaraði smátt og smátt og undir það síðasta var áhugi ráðsins á okkar fjölmiðli í algjöru lágmarki. Við væntum mikils af nýju hverfisráði. Verkefnin sem bíða eru mörg og brýn og víst er að íbúar í Árbæjarhverfi vænta mikils af nýjum meirihluta í Reykjavík. Nýir valdhafar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þeir muni láta verkin tala og það strax. Ein mestu vonbrigðin varðandi fyrrverandi meirihluta voru tengd lóðamálum undir sérbýli. Nýr meirihluti hefur lýst því yfir að strax á næsta ári verði úthlutað lóðum í Reykjavík á kostnaðarverði. Það þýðir að lóðir munu lækka um milljónatug eða jafnvel enn meira og margfræg uppboð á lóðum munu heyra sögunni til og þó fyrr hefði verið. Því var á sínum tíma lýst yfir af þáverandi borgarstjóra að hækkanir á lóðum samfara uppboðum myndu ekki hækka lóðaverð til almennings. Þetta var auðvitað kolrangt mat eins og dæmin sanna. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Lunknir framarar Maður á ný eiginlega ekki til orð til að lýsa gengi framsóknarmanna í íslenskum stjórnmálum. Eftir því sem fylgið minnkar aukast völd flokksins nánast um allt land. Og undarlegast finns almenningi þetta ef til vil í henni Reykjavík. Þar skreið Björn Ingi inn í borgarstjórn með 6% fylgi á bak við sig. Og að launum fær hann gríðarlega mikil völd við stjórn borgarinnar, allavega næstu fjögur árin. Menn í kringum mig spyrja sig ýmissa spurninga. Hvernig getur staðið á því að flokkur sem minnkar með hverjum deginum sem líður fær alltaf meiri og meiri völd? Segir þetta manni ekki meira um aðra flokka en Framsóknarflokkinn? Hinu er ekki að neita að framsóknarmenn eru afar lunknir við að komast til valda. Þeir kunna alla leiki í flóknum stöðum til að komast til valda og eru oftar en ekki í oddaaðstöðu. Ekki er rétt að dæma framsóknarmenn og nýjan meirihluta í Reykjavík fyrirfram. Víst er að með störfum þessa meirihluta verður fylgst vandlega á næstu mánuðum, misserrum og árum. R-listinn sálugi er dauður og kannski ekki margir sem syrgja hann. Hinu er ekki að leyna að Rlistinn kom ýmsum goðum málum í framkvæmd en á öðrum sviðum stóð hann sig afleitlega. Ekki ætla ég að fara út í nánari skrif um R-listann. Blessuð sé minning hans. Að margra mati var kominn

Björn Ingi Hrafnsson og félagar í Framsóknarflokknum hafa verið undarlega lunknir við að komast í meirihluta þrátt fyrir minnkandi fylgi. ið síðustu 12 árin og lóðaframboð nánast ekkert verið í höfuðborginni fyrir sérbýli. Og þær örfáu lóðir sem boðnar hafa verið út hafa farið á 20 milljónir. Þeir sem á annað borð eru á þeim buxum að reisa sér einbýlishús á næstu misserum ættu því að fagna nýjum meirihluta í Reykjavík og þeirri miklu breytingu sem framundan er varðandi lóðamálin. Reikna má með að verð á lóðum undir einbýlishús lækki um 10-15 milljðonir og munar um minna. Stórhöfði

STÓRhöfði skrifar: tími á að skipta um valdhafa í Reykjavík. Og fyrir því er hægt að færa spikfeit rök að síðasti meirihluti var á margan hátt andsnúinn úthverfunum í borginni, sérstaklega Árbænum og Grafarvogi. Nýr meirihluti lofar ýmsu fögru. Til dæmis því að fólk geti nú valið úr byggingalóðum fyrir hús sín. Og að lóðirnar verði seldar fólki á kostnaðarverði. Þannig hefur það hreint ekki ver-

Þú færð allt í veiðiferðina hjá okkur Kasthjól frá 1990 kr Fluguhjól frá 4990 kr Nielsen flugu- og kaststangir

Arkóveiði Veiðihöllinni. Krókhálsi 5 G Sími 587 5800 - 893 7654 www.arko.is


LANDSBANKINN FÆRIR ÞÉR HM 2006 Á

HORFÐU Á HM 2006 Í LANDSBANKANUM.


4

Matur

Árbæjarblaðið

Sumarstarfsemi Frístundamiðstöðvarinnar Ársels 6. júní n.k. hefjast sumarnámskeið á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Ársels. Í boði eru leikjanámskeið, smíðaverkstæði, 10-12 ára starf og leikvöllur (róló). Starfsemin fer fram í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti. Allar upplýsingar eru í sumarstarfsbæklingi ÍTR á heimasíðunni www.arsel.is og í Árseli í síma 567-1740. Leikjanámskeið Leikjanámskeið eru í boði fyrir börn, 6-9 ára, fædd ´96-´99 í Árseli í Árbæ og Sæmundarseli í Grafarholti. Námskeiðin eru frá kl. 916 en boðið er upp á gæslu um morguninn og seinni partinn. Takmarkaður fjöldi barna er á hvert námskeið. Allir leiðbeinendur á námskeiðunum eru vanir starfi með börnum bæði í frístundaheimilum og sumarstarfi. Skráning fer fram í Árseli í s: 5671740. Greiða þarf við skráningu og tekið er við símgreiðslum. Smíðaverkstæði Smíðaverkstæði fyrir 8-12 ára f. ´93-´97 verður starfrækt við Árbæjarskóla, Sæmundarsel og Norðlingaholt. Ekki þarf að skrá börnin, þau geta komið þegar þau vilja og greiða 500 kr. í efniskostnað. Nánari upplýsingar hvenær smíðaverkstæðin eru starfrækt á viðkomandi stöðum má sjá í sumarstarfsbæklingi ÍTR á heimasíðunni www.arsel.is. "Brot af því besta" Starf fyrir 10-12 ára f. ´93-´95, starfrækt í Árseli og Sæmundarseli (sjá dagsetningar í sumarstarfsbæklingi ÍTR á heimasíðunni www.arsel.is). Börnin koma sjálf að skipulagningu á viðfangsefnum og ferðum. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku en foreldrar standa straum af kostnaði sem verður af dagskrá hverju sinni. Afró-dans Námskeiðið byggist upp á afródansi ásamt söngvum og leikjum víðs vegar að úr heiminum. Fræðsla í formi umræðna jafnhliða dans- og söngkennslu. Holl og skemmtileg hreyfing við fjöruga tónlist. Verður í Árseli 19-23. júní kl. 9-12 og 26. 30. júní kl. 1316. Verð 3.000 kr. hver vika. Leikvöllur Starfræktur verður leikvöllur við Malarás fyrir börn á aldrinum 2-6 ára frá 6. júní til 18. ágúst. Dvalartími 2 ára barna er að hámarki 2 tímar í senn og þrír tímar fyrir eldri börnin. Leikvöllurinn er opinn kl. 9.00-12.00 og kl. 13.00-16.30. Starfsfólk frístundamiðstöðvarinnar Ársels

Matgæðingarnir Hjónin Mikael Jóhann Torfason og Guðrún Vala Ólafsdóttir ásamt börnum sínum.

ÁB-mynd PS

Skötuselur í rjómaostasósu - að hætti hjónanna Guðrúnar Völu og Mikaels Aðalréttur Skötuselur í rjómaostasósu 500 gr. skötuselur (ýsa). 250 gr. humar (rækjur). 250 gr. ferskir sveppir. 1 dl. sætt hvítvín (mysa). 1 peli rjómi. 300 gr. rjómaostur. 1 msk. (tæp) hvítlaukssalt. 1 msk. karrý. Ólívuolía / smjör.

Sveppir (niðurskornir) steiktir í smjöri á pönnu þeir teknir af og fiskur (sem skorinn hefur verið í bita) og humar (skelflettur) er steikt í ólívuolíu á pönnunni. Sveppum bætt sama við. Hvítvíni

er skvett á pönnuna og suðan látin koma upp (ef notuð er mysa er ágætt að setja 1 msk af sýrópi). Þá er rjóma bætt úti og suðan enn lát-

Súkkulaði Pavlova 300 gr. sykur. 1-2 tsk. vínnedik.

varlega saman við. Bætið ediki, sigtuðu kakói og söxuðu súkkulaði varlega saman við með sleikju. Bakið sem einn botn á smjörpappír.

Skora á Piu og Þórhall í Þorláksgeisla Hjónin Mikael Jóhann Torfason og Guðrún Vala Ólafsdóttir í Melbæ 34 skora á Piu og Þórhall í Þorláksgeisla 23 í Grafarholti að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum girnilegar uppskriftir þeirra í Árbæjarblaðinu sem kemur næst út þann 6. júlí. in koma upp. Rjómaostur sem hefur verið látinn mýkjast utan ísskáps settur í klípum út í. Varast ber að hræra í sósunni, osturinn jafnar sig á nokkrum mínútum. Að lokum er rétturinn kryddaður og borinn fram með hrísgrjónum, brauði og salati.

3 msk. kakó. 50 gr. dökkt súkkulaði. 1 peli rjómi, þeyttur Ber að eigin vali t.d. hindber, jarðaber og bláber Hitið ofninn í 180° C. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum

Þegar kakan er sett í ofninn er hitinn lækkaður í 150°C, bakist í 1 klst. og 15 mín. Látð kökuna kólna, setjið rjóma ofan á og skreytið loks með berjum. Verði ykkur að góðu! Vala og Mikki.

Árbæjarblaðið - Auglýsingasími 587-9500


6

EUROCONFORTO HEILSUSKÓRNIR SMELLPASSA Á 17. JÚNÍ

Fréttir

Árbæjarblaðið

Heilsuskórnir eru til í 10 fallegum litum, einnig Gull og Silfri

Verslanir sem selja skóna: - Valmiki Kringlunni Valdís R. Ingadóttir afgreiðir í verslun Caro í Ásnum, Hraunbæ 119.

- Euroskór Firðinum

Mikið úrval hjá

- B-Young Laugavegi 83 - Nína Akranesi - Heimahornið Stykkishólmi - Mössubúð Akureyri

Verslunin Caro sem staðsett er í Ásnum, Hraunbæ 119, var opnuð í desember 2003. ,,Við erum með mikið úrval af ítölskum gæða bolum, toppum og nærfatnaði. Dömulínan okkar er frá hinu þekkta Vajolet merki en í þeirri línu eru margar gerðir af hinum vinsælu microfibra-bolum og nærfatnaði. Einnig er í boði úrval af bolum úr ull/silki, ull/bómull og hreinni bómull í Vajolet-línunni,’’ segja þær Herdís Ívarsdóttir og María Ívarsdóttir, eigendur Caro. Herralínan hjá Caro er frá Axiom og er þar að finna mikið af fallegum bolum í mörgum litum og nærfatnað,

- Töff föt Húsavík - Okkar á milli Egilsstöðum - Galenía Selfossi - Jazz Vestmannaeyjum

Verð: 4.400 - Stærðir: 35-44

Hrund

Anní

Kristín

Bára

s.s. margar gerðir af herraboxerum. Verslunin Caro hefur á boðstólum úrval af barna- nærfatnaði frá Vajolet og Axiom. ,,Á síðasta ári ákváðum við að bæta við vöruúrvalið, og nú bjóðum við hjá Caro til sölu barnafatnað, m.a. frá Fixoni og Petipino og dömufatnað frá Simple Wish og B Young. Þetta eru gæðamerki og sannkölluð úrvalsvara,’’ segja þær Herdís og María. Verslunin Caro er einnig með á boðstólum hinar þekktu líkams- og baðlínur frá Spirit of Afrika og I Coloniali.

Jónína

Kæru viðskiptavinir! Í júní fá þeir sem koma í lit og strípur vaxmeðferðina parafin fyrir hendurnar Starfsfólk Höfuðlausna

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 og lau frá 10:00-14:00

Pöntunarsími: 567-6330


9

8

Fréttir

Þessar stúlkur sýndu ballet.

Árbæjarblaðið

Foreldrar stóðu vaktina með sóma á grillinu.

Fréttir

Árbæjarblaðið

Glaðhlakkalegir starfsmenn.

Krakkar í umhverfisráði skólans með Vinaskógarskiltið.

Selásskóli

20 ára Gítarleikari framtíðarinnar.

Uppstigningardagur skartaði sínu fegursta þegar Selásskóli hélt upp á 20 ára afmæli sitt. Um árabil hefur foreldrafélag skólans haldið vorhátíð á þessum degi en í ár var gert meira úr vorhátíðinni vegna afmælisins. Foreldrafélagið, starfsfólk skólans, nemendur og veðurguðirnir sáu til þess að dagurinn var eins ánægjulegur og raun bar vitni. Um morguninn hófst hátíðin með því að Landvernd afhenti skólanum Grænfánann en hann er viðurkenning og staðfesting á góðu starfi skólans í þágu umhverfis og umhverfismenntar. Að lokinni afhendingu Grænfánans var gengið fylktu liði niður í grenndarskóg Selásskóla, Rauðavatnsskóg. Þar var skógarlundurinn okkar vígður og og fékk hann nafnið Vinalundur. Að athöfninni lokinn var aftur gengið upp í skóla enda hátíðin að hefjast þar. Foreldrar nemenda í skólanum sáu um að enginn þyrfti að vera svangur enda voru pylsur voru grillaðar í miklu magni og nemendur komu með kökur. Veðurblíðan var slík að gestir gátu neytt veitinga utandyra á meðan börnin nýttu leiktækin sem stóðu þeim til boða á skólalóðinni. Nemendur skólans gerðu ýmislegt til að skemmta gestum þennan dag. Þeir sem vildu fengu andlitsmálun. Hér og þar um skólann voru uppákomur þar sem nemendur sýndu leikverk, sungu fyrir gesti, spiluðu á hljóðfæri, dönsuðu eða sýndu fimleika. Einnig voru kynningar í kennslustofum á ýmsum verkefnum sem nemendur hafa unnið að í vetur. Í tilefni af afmælinu var nýtt merki fyrir skólann vígt og núna er verið að semja skólasöng og texta við hann. Það var sérlega ánægjulegt fyrir nemendur og starfsfólk Selásskóla að finna fyrir þeim mikla áhuga og velvilja sem fólkið í hverfinu sýndi skólanum á þessum degi. Fjölmargir komu til að gleðjast með okkur og mátti sjá heilu fjölskyldurnar að meðtöldum afa og ömmu dveljast í skólanum fram eftir degi. Ýmsir frammámenn í borginni heiðruðu skólann með nærveru sinni og fengu þeir kynningu á skólastarfinu að launum.

Þessi stúlka lék listir sínar á píanó.

klæ´klæ´kl´æ kl´æ

Örn Halldórsson skólastj. heldur ræðu í Rauðavatnsskógi.

Þessir nemendur tóku þátt í leiksýningu.

Þessar stúlkur sýndu fimleika.

Andlitsmálun.

Danssýning á sal.

Fjör í hoppukastala.

Þessar hressu dömur tóku lagið.

Fáni Selásskóla með nýju merki skólans.

Leikarar framtíðarinnar tóku sig vel út í íslensku lopapeysunum.

Hljómsveit sem spilaði á sal.


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Erfið bið eftir fyrsta túrnum

Allir veiðimenn þekkja erfiða bið eftir fyrsta veiðitúr sumarsins. Að þessu sinni vígir maður græjurnar í Munaðarnesi við Norðurá í Borgarfirði. Við hjónin fórum á þennan fallega stað í fyrra. Fengum tvo fallega laxa og misstum aðra tvo. Fengum að auki nokkrar tökur en laxinn tók grannt þennan júnídag í fyrra. Laxarnir tveir sem náðust tóku báðir rauðan Elliða. Þeir tveir sem höfðu betur tóku báðir bláa Grímu en báðar þessar flugur eru til sölu í netversluninni Krafla.is Kröflur í ýmsum litum voru einnig að vekja áhuga laxanna en tökurnar

voru grannar eins og áður sagði. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar var vatn mjög lítið í fyrra og reyndar í sögulegu lágmarki. Nú rignir sem aldrei fyrr og alveg eins er líklegt að vatnsmagnið beri okkur veiðimennina ofurliði eftir nokkra daga. Sem dæmi um mikla vatnavexti í Norðurá síðustu daga má nefna að malartanginn á myndinni hér að ofan var allur á kafi þann 1. júní sl. Og mikið hefur vaxið í ánni frá því á opnunardaginn. Norðurá er afar fljót að vaxa og minnka. Einn morgun fyrir skömmu hafði rignt stanslaust um nóttina. Frá því að veiðimenn hófu veiðar um morguninn og til hádegis hafði vatns-

Hann er á. Laxinn hefur tekið bláa Grímu í Norðurá við Munaðarnes. Á innfelldu myndinni eru laxarnir tveir sem tóku rauðan Elliða. borð Norðurár lækkað um hálfan meter, 20 cm á klukkustund.

Vötn og veiði er allt í senn, tímarit, fréttaveita og veiðibók. Gamli og nýi tíminn

Laxinn að taka völdin?

þræddir saman. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson einn sá reyndasti í stangaveiðimálefnum, með rúmlega 26 ára reynslu sem stangaveiðisérfræðingur Morgunblaðsins og ritstjóri Íslensku stangaveiðiárbókarinnar frá upphafi hennar árið 1988.

Þrátt fyrir að gaman sé í laxveiði er bleikjuveiði eiginlega toppurinn á þessu öllu saman. Víða virðist þó bleikjan eiga undir högg að sækja og á því kunna menn engar skýringar. Það er margt sem við Íslendingar vitum ekki þegar hegðun laxins er annars vegar en þegar kemur að bleikjunni kárnar fyrst gamanið. Í sumum tilfellum er laxinn einfaldlega að hafa betur en þessir fiskar eiga ekki mikla samleið í straumvatninu.

votnogveidi.is FRÍTT VEFRIT UM STANGAVEIÐI

ÞAU ERU KOMIN! Þegar þú kaupir gjaldeyri fyrir 20 þúsund krónur eða færð þér MasterCard kreditkort færðu stórt og fallegt handklæði í kaupbæti. Farðu í fríið með fjármálin á þurru: • Kreditkort - þægilegasti og öruggasti greiðslumátinn í útlöndum. • Netbankinn - yfirsýn og helstu bankaaðgerðir hvar sem er í heiminum. • Reglulegur sparnaður - leggðu drög að næsta fríi. • Greiðsluþjónusta - láttu okkur sjá um að borga reikningana.

Mér er í fersku minni skemmtilegur veiðidagur í fyrra í lítilli en snotri bleikju á fyrir vestan. Þrátt fyrir mikla birtu og lítið vatn í ánni var bleikjan að taka litlar flugur. Þegar ég kom hins vegar að veiðistað neðarlega í ánni (sjá mynd) varð ekki vart við bleikju. Skýringin kom í ljós skömmu síðar. Fyrir miðjum hylnum lágu fjórir nýgengnir laxar og áttu svæðið. Þannig háttaði til að mjög erfitt var að koma flugunni að löxunum í góðu rennsli og tóku þeir því vonandi þátt í því sl. haust að fjölga í laxastofni árinnar. Það eru margir skemmtilegir bleikjutúrar framundan í sumar hjá

mér og mínum. Með boxin hlaðin af smáum Kröflum, Beyki, Mýslu, Beyglu og Króknum ásamt Grímunni í mörgum litum verður gaman að takast á við þann erfiða fisk sem bleikjan er. Fyrir því er hægt að færa gild rök að bleikjuveiði sé í raun mun erfiðari en laxveiði. Í lokin vil ég benda fluguveiðimönnum á að fara á vefinn Krafla.is og skoða þar mikið úrval af fallegum, sterkum og gjöfulum flugum fyrir lax- og silungsveiði. Ég fullyrði að þar er að finna fallegustu og sterkustu flugurnar sem í boði eru í dag og flestar með áratuga reynslu að baki.


11

Stangaveiði

Árbæjarblaðið

www.krafla.is Gylfi Kristjánsson, höfundur Króksins, Mýslunnar, Beykis og nú síðast Beyglunnar, kastar Króknum á hinni einu sönnu Króksbreiðu í Eyjafjarðará. Þessi mynd segir mikla sögu. Hér var Krókurinn frumsýndur á sínum tíma. Hann hefur síðan skilað veiðimönnum rosalegri veiði og stórum bleikjum, Gylfa og syni hans rúmlega 9 punda bleikjum eitt árið. Krókurinn er án efa ein besta íslenska silungaflugan á markaðnum í dag og nýja flugan, Beyglan, virðist ekki ætla að gefa honum neitt eftir.

Ofboðsleg veiði á Beyki - veiðimaður fékk 27 af 30 silungum á fluguna í Mývatnssveitinni

Veiðimenn sem voru nýverið á urriðasvæðinu í Mývatnssveit lentu í mjög góðri veiði og þar var það silungaflugan Beykir sem sló gjörsamlega í gegn. ,,Þetta var í einu orði sagt stórkostlegur veiðitúr. Ég hef veitt þarna oft áður en sjaldan eða aldrei lent í öðru eins. Þetta voru sex vaktir og við fengum um 30 fiska og voru þeir nær allir 53-56 cm langir eða 4 pund og yfir," sagði Kristján Gylfason í samtali við fluguvefinn Krafla.is ,,Ég hef kannski ekki verið nægilega duglegur við að nota fluguna Beyki á þessum slóðum en nú kom að því að Beykirinn fékk sitt tækifæri og sló algjörlega í gegn. Við fengum alla þessa fiska á Beyki nema þrjá, tveir voru á Krókinn og

einn á Black Ghost. Og það var ekki eins og maður reyndi ekki aðrar flugur. Fiskurinn var einfaldlega vitlaus í Beykinn. Vaktirnar voru svolítið kaflaskiptar, inn á milli var ég í stanslausu moki. Til dæmis í Brotaflóanum. Þar tók ég átta stóra urriða í beit á Beyki og flugan mátti varla vera í vatninu," sagði Kristján. ,,Þetta var mjög góður og eftirminnilegur túr og það er ekki ofsögum sagt að Beykirinn hafi hreinlega brillerað," sagði Sturla Örlygsson en hann var einnig við veiðar í Mývatnssveitinni fyrir nokkrum dögum. ,,Beykirinn var feiknalega sterkur í þeessum túr. Ég hef gaman af því að gera tilraunir þegar ég er að veiða. Ég skipti því ótt og títt um flugur en alltaf var það Beykirinn sem fiskurinn tók. Þetta var mögnuð

reynsla og eitt er víst, Beykirinn hækkaði sig um nokkuð mörg sæti á vinsældalistanum hjá mér eftir þennan skemmtilega túr í Mývatnssvetina," sagði Sturla Örlygsson. Við höfum heyrt margar sögur af Beyki á þessu sumri og hann hefur reynst veiðimönnum mjög vel og þá ekki síður í vötnum landsins en straumvatni. Við höfum heyrt af veiðimönnum sem mokveiddu á Beyki á Skagaheiðinni og eins hefur hún verið að gefa vel í Þingvallavatni ásamt Mýslu og Króknum. Allt eru þetta silubgaflugur eftir Gylfa Kristjánsson en þess má geta að nýjasta fluga hans, Beygla, hefur reynst afar sterk fluga í silungsveiði. Þar er á ferð afar sérstök silungafluga svo ekki sé meira sagt. Sjá nánar á Krafla.is

Beykirinn eftir Gylfa Kristjánsson er sérlega veiðileg og gjöful fluga í silungsveiði eins og dæmin sanna. Bæði hefur hún reynst veiðimönnum vel í stöðuvötnum landsins og straumvatni.

Þú færð nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúum í útibúum Glitnis, í þjónustuveri í síma 440 4000 og á www.glitnir.is


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Áhuginn leyndi sér ekki þegar gómsætar pylsurnar voru annars vegar.

Vorhátíð Ingunnarskóla í Grafarholti Laugardaginn 20. maí var haldin árleg vorhátið í Grafarholti. Þessi uppákoma er á vegum forerldrafélags Ingunnarskóla og Sæmundarsels og er alltaf haldin sama dag og söngvakeppnin er haldin. Margt var til skemmtunar, Götuleikhúsið mætti með

Sproti, sem er talsmaður barnaþjónustu Landsbankans í Árbæ, skemmti krökkunum og vakti mikla athygli að venju.

eldgleypi, stultustúlku og fleiri fígúrur. Boðið var upp á pylsur og svala og 9. bekkur var með kökubasar. Mörg leiktæki voru sömuleiðis á svæðinu og skemmtu allir sér vel þrátt fyrir einstaka snjókorn sem heiðraði samkomuna með nærveru sinni.

Þessar dömur voru skrautlega málaða og kunnu að meta pylsurnar.

Þeir deyja ekki ráðalausir í Grafarholtinu. Hjólbörurnar komu í góðar þarfir og reyndust hið besta grill þegar metta þurfti marga munna.

Þessar vinkonur skemmtu sér vel.

Sproti frá Landsbankanum í Árbæ vakti mikla athygli barnanna á vorhátíðinni.

Foreldrarnir stóðu sig vel í afgreiðslustörfunum.

Borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum sem vöktu áhuga allra gesta á Vorhátíðinni.

Fjölmenni mætti á Vorhátíðina sem heppnaðist mjög vel.


Verslun fluguveiðimanna er á www.Krafla.is Vorum að bæta við mörgum nýjum flugum

Kröflurnar í öllum litum sem keilutúpur í fyrsta sinn á Íslandi

Gríma blá

Hófí

Grænfriðungur

Iða

Venus

Marbendill

Gríma rauð

Gríma gul

Fjölbreytt úrval af íslenskum laxaflugum - tvíkrækjur/þríkrækjur - Flugur með reynslu

Beykir

Mýsla

Krókurinn

SilungaKrafla rauð

SilungaKrafla bleik

SilungaKrafla Orange

,,Landsliðið’’ þegar íslenskar silungflugur eru annars vegar Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Beygla


14

Einstök list Verið velkomin! ABBA

Fréttir

Árbæjarblaðið

Húsfélagaþjónusta SPV er öflugur liðsauki Auglýsing

Kirkjustétt 2-6 Opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 13-16 Útibú SPV í Árbæ, miðstöð ráðgjafar og þjónustu. Góður liðsauki við rekstur húsfélaga Húsfélagaþjónusta SPV léttir starf gjaldkera húsfélaga verulega með traustri ráðgjöf. Þjónustan sparar tíma og fyrirhöfn og er sérsniðin að þörfum hvers húsfélags, fjármál húsfélagsins verða öruggari og bókhaldið aðgengilegra.

Þarft þú að losna við köngulær? .

Húsfélagaþjónustan felur m.a. í sér: Innheimtuþjónustu þar sem gjöld húsfélagsins eru innheimt með greiðsluseðlum sem sendir eru greiðendum. Gjaldkera er sendur reglulega listi yfir greidda og ógreidda greiðsluseðla. Greiðsluþjónustu þar sem greiddir eru reikningar húsfélagsins á réttum tíma og gjaldkera sent reglulega yfirlit þar um. Árlegt rekstraruppgjör. Færslur sem myndast í innheimtu- og greiðsluþjónustunni eru grunnur að bókhaldi húsfélagsins. Um hver áramót sendir SPV gjaldkera húsfélagsins sundurliðað yfirlit yfir tekjur og gjöld fyrra árs.

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

. .

. ..

Hagstæð framkvæmdalán til viðhaldsverkefna með sveigjanlegum lánstíma. Viðskiptayfirlit fyrir hverja íbúð. Netbanka þar sem gjaldkeri fær góða yfirsýn yfir fjármálin. Þar hefur gjaldkeri ávallt upplýsingar um stöðu sjóðs og viðskiptayfirlit yfir hvern greiðanda. Starfsmenn SPV leggja metnað sinn í að veita faglega og persónulega ráðgjöf þar sem markmiðið er að stuðla að traustu langtímaviðskiptasambandi við sérhvert húsfélag. Allar nánari upplýsingar um húsfélagaþjónustu SPV má fá með því að hringja í síma 575-4096 eða með því að senda tölvupóst á hrefna@spv.is SPV býður húsfélögum kynningu á þjónustu sinni á húsfélagsfundi.

Eitt númer

410 4000

Árbæjarblaðið - Auglýsingasími 587-9500


Profile for Skrautás Ehf.

Arbaejarbladid 6.tbl 2006  

Arbaejarbladid 6.tbl 2006

Arbaejarbladid 6.tbl 2006  

Arbaejarbladid 6.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement