Skráin 40. tbl. 2019

Page 1

Eldhúsið opið í Sölku

skráin 1975 - 2019

40. TBL. 45. ÁRG. Fimmtudagur 17. október 2019

Virka daga 11:30-21:00 Lau & sun 12:00 -21:00

Hádegistilboðin gildi bæði í sal og take away - 1890,S. 464-2551 HÚSAVÍK SÍMI 464-2000. skrain@skarpur.is

RESTAURANT

GAMLI BAUKUR HÚSAVÍK

Fimmtud. 17. okt Ofnbakaður beikonfiskur með kartöflum og salati Föstud. 18. okt Lambasteik Bernais með brúnuðum kartöflum og grænmet Mánud. 21. okt Nautagúllas, kartöflustappa, hrísgrjón og salat Þriðjud. 22. okt Plokkfiskur, rúgbrauð og salat Miðvikud. 23. okt Ofnbakaður kjúklingur í rjómasósu með hrísgrjónum og salati

Verð 1.750,- kr.

Vinnutími styttist um áramótin

Gildir fyrir verslunar- og skrifstofufólk innan Framsýnar Samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og LÍV ­tekur vinnutímastytting gildi 1. janúar 2020. Framsýn á aðild að ­samningnum. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að út­færslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi ­valkosta: a) Hver dagur styttist um 9 mínútur, starfsmaður styttir vinnudaginn um 9 mínútur á hverjum degi og fer fyrr heim sem því nemur, á óbreyttum kjörum. b) Hver vika styttist um 45 mínútur eða styttingunni safnað upp með öðrum hætti, til dæmis á 2ja vikna fresti eða mánaðarlega. c) Safnað upp innan ársins, um það bil fjórir og hálfur dagur. d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti, á óbreyttum kjörum/launum. Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf. Frekari upplýsingar um vinnutímabreytingarnar er hægt að nálgast á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Vinnutímastyttingin nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningi Landssambands ísl, verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Það er við verslun,- þjónustu- og skrifstofustörf. Framsýn stéttarfélag


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.