Skráin 04. tbl. 2021

Page 1

Partýbakkinn

skráin 1 9 7 5 - 2 0 21

4. TBL. 47. ÁRG. Fimmtudagur 28. janúar 2021

fylgist með á facebook Opið virk hádegi 11:30-14 Fim-fös-lau kvöld 17-20:30 Salka 464-2551 HÚSAVÍK SÍMI 464-2000. skrain@skarpur.is

RESTAURANT

GAMLI BAUKUR HÚSAVÍK

Fimmtud. 28. jan Nætursaltaður fiskur með hömsum, kartöflum, rófum og rúgbrauði Föstud. 29. jan Kótilettur í raspi með Bernais, bræddu smjöri, kartöflubátum og grænmeti Mánud. 1. feb Nautasnitsel með lauksósu, kartöflustöppu og grænmeti Þriðjud. 2. feb Steiktur fiskur með hvítlaukssósu, kartöflum og salati Miðvikud. 3. feb Indónesískur lambapottréttur með hrísgrjónum og salati Fimmtud. 4. feb Steiktar fiskibollur með brúnni sósu, remúlaði, kartöflum og salati Föstud. 5. feb Lambasteik með Bernaissósu, piparsósu, brúnuðum kartöflum og grænmeti

NORÐURÞING Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Núpsmýri í Öxarfirði ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar s.l. að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Núpsmýri í Öxarfirði ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Núpsmýri felur í sér mótun ramma um uppbyggingu frekari mannvirkja á iðnaðarsvæði I3 að Núpsmýri í Öxarfirði. Fiskeldi hefur verið starfrækt á lóðinni um áratugaskeið en svæðið hefur þó ekki verið deiliskipulagt fyrr. Svæðið er nú þegar umtalsvert upp byggt en horft er til frekari uppbyggingar til aukningar framleiðslu. Skipulagssvæðið spannar eignarlóð fyrirtækisins sem er 8,39 ha en fyrirhuguð uppbygging er þó innan 5,6 ha iðnaðarsvæðis til samræmis við ákvæði aðalskipulags. Tillagan er sett fram í greinargerðarhefti í blaðstærð A4 og á uppdrætti á blaðstærð A1. Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík og á skrifstofu sveitarfélagsins að Bakkagötu 10 á Kópaskeri frá 29. janúar 2021 til 12. mars 2021. Ennfremur verður hægt að skoða tillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 12. mars 2021. Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Húsavík 22. janúar 2021 Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.