

Efnisyfirlit
3 Viðtal Við Hildi ingvarsdóttir
4 nýnEmafErð 2024
6 skólar tækniskólans
8 „tók sín fyrstu skrEf í tónlistinni í tækniskólanum“
10 klúbbakVöld
11 Vissir þú: afslættir
11 Viðtal Við lilju ósk magnúsdóttir
12 tækniskólinn samEinast Við flEnsborgarHöfn
13 skEmmtilEg uppskrift
14 HuglEiðsla og kostir þEss
16 draumavinnan
17 krossgáta
18 klúbba quiz
19 þrautir
Útgefandi & prentun
Upplýsingatækniskólinn
Ábyrgðarmenn
Kennarar í BLAD2UF05AU
Forsíða
Jakob Bjarni Ingason
Baksíða
Oskars Zelmenis
Umbrot
Erna Rut Pétursdóttir
Hönnun & ritstjórn
Nemendur í áfanga BLAD2UF05AU

HuglEiðingar
frá nEmEndum
Í haust fór af stað nýr áfangi í Upplýsingatækniskólanum sem heitir BLAÐ2UF05AU Hönnun blaða og tímarita.
Við erum 15 nemendur úr ýmsum deildum skólans sem hófum þennan áfanga í haust og náðum ótrúlega vel saman, unnum eins og vel smurð vél. Vel gekk að skipta með okkur verkum. Fyrsta hugmynd var að gefa út 8 síðna blað en við enduðum í 20 síðum.
Hugmyndasamkeppni var haldin um nafn á blaðið og T-ið í TÆKNÓ bar sigur úr býtum. Rökstuðningurinn á nafninu er „Þetta nafn hefur í raun tvær merkingar. Fyrsta merkingin er fyrir bókstafinn T í orðinu Tæknó. Hin merkingin er fyrir T eins og enska orðið „tea“ sem þýðir drama/slúður. Okkur fannst það frumlegt því það hefur fleiri en eina meiningu. Það stendur fyrir drama og slúður sem er að gerast í Tæknó. Það fer bara eftir lesandanum hvernig hann lítur á nafnið.“
Lýðræðislegar kosningar voru um marga hluti í vinnsluferlinu.
Við vonum að lesendur hafi ánægju af lestri blaðsins og að leysa þrautirnar í blaðinu.
Við mælum eindregið með að taka þennan áfanga, hann er opið val hjá Upplýsingatækniskólanum.
Nemendur í Blaðaáfanganum
Ritstjórn: Bryndís Ómarsdóttir, Dagný Guðmunda Sigurðardóttir, Danil Aukshchenis, Erna Rut Pétursdóttir, Helena Marín S. Gylfadóttir, Hlynur Ögmundsson, Ilmur María Þórarinsdóttir Blöndal, Jakob Bjarni Ingason, Kristófer Diljan Ólafsson, Linda Björk Ómarsdóttir, Oskars Zelmenis, Ólöf Katrín Reynisdóttir, Sandra Pétursdóttir, Viðar Darri Egilsson og Þórdís Lea Albertsdóttir.
Ábyrgðarmenn: Auður Atladóttir, Haraldur Guðjónsson Thors, Marinó Önundarson og Svanhvít Stella Ólafsdóttir.
Viðtal Við Hildi ingvarsdóttur
skólamEistara
Hvenær varst þú skólameistari?
–Ég byrjaði fyrir sex árum síðan, þannig ég er að fara í sjöunda veturinn minn.
Hvað af þremur skólunum ert þú mest í?
–Mest á Skólavörðuholtinu en ég er samt að reyna að vera meira á Háteigsveginum og Hafnarfirðinum.
Hvað er uppáhalds hluturinn sem þú hefur gert sem skólameistari?
–Ég á marga uppáhalds hluti sem ég hef gert en einn af þeim er bara að skrifa út útskriftarskírteini og útskrifa.
Af hverju er það?
–Allir halda að það sé eitthvað hræðilegt, kannski vegna þess að ég þarf að undirrita 500 skirteini eða eitthvað þannig. En þá getur maður séð alla uppskeruna og það eru alltaf svona ákveðin kaflaskil.
Hver er uppáhalds klúbburinn þinn?
–Ætli það sé ekki leiklistar og tónlistar klúbburinn, en síðan eru bara allir klúbbarnir flottir, mér finnst gaman að það sé kominn íþróttaklúbbur.
Byrjaðir þú strax sem skólastjóri eða byrjaðir þú sem kennari í Tækniskólanum?
–Ég kenndi einu sinni fyrir langa langa löngu í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar var ég að kenna stærðfræði og eðlisfræði, svo vann ég bara í Orkuveitunni í 14 ár sem verkfræðingur og stjórnandi og kom svo beint í þetta starf.
Hver er uppáhalds nemandi þinn?
–Það er ekki hægt að velja uppáhaldsnemanda, ég á svo marga uppáhalds nemendur. Það er svo mikið af nemendum sem ég hitti aldrei, sem myndu kannski verða uppáhalds nemendurnir mínir.
Hvert er uppáhalds húsið þitt í Tækniskólanum?
–Þetta er erfið spurning, en ég verða að segja Sjómannaskólahúsið það er svo flott.

–Ég mæli bara með öllum brautum, það er ekkert nám sem er ekki gagnlegt eða gott.
Hvaða braut myndir þú taka ef þú værir að byrja í Tækniskólanum í dag?
–Ég held að ég myndi læra húsasmiðinn eða forritun. Sennilega myndi tölvubraut hönnun verða fyrir valina, svona blanda af forritun, list og grafískri miðlun.
Texti: Viðar Darri Egilsson
nýnEmafErð 2024
Í upphafi hvers skólaárs býður nemendasamband Tækniskólans (NST) í nýnemaferð. Ferðin hefur þann tilgang að hrista hópinn saman og kynnast.
Ferðinni var heitið á Stokkseyri þar sem nemendum bauðst að fara á kajak, í bubblubolta, hópleiki og margt fleira.
Grillaðar pylsur og drykkir voru í boði í hádeginu.
Í heildina voru 310 nýnemar sem tóku þátt í gleðinni og áttu góða stund á Stokkseyri.
dagskrá nýnEmafErðar 2024
◊ 8:45 -> Mæting í rútuna
◊ 9:15 -> Brottför
◊ 10:15 -> Hópurinn mættur á Stokkseyri og nemendum skipt í hópa
◊ 12:00 -> Grillum pylsur og drykkir
◊ 12:45 -> Höldum gleðinni áfram
◊ 14:30–15:00 -> Rúturnar leggja af stað til baka
◊ 15:30–16:00 -> Áætluð heimkoma

Texti: Linda Björk Ómarsdóttir
Myndir: Linda Björk Ómarsdóttir









skólar tækniskólans
TÆKNISKÓLINN býður upp á fjölbreytt nám tengt iðn, tækni, list, sköpun, hönnun, forritun, vélstjórn, skipstjórn og fleiri. Jafnframt eru fjölmargar bóklegar greinar kenndar við skólann. Það eru margar brautir í Tækniskólanum sem þurfa allar sitt pláss. Í Tækniskólanum eru níu undirskólar og þrjár aðal skólabyggingar á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og í Hafnarfirði.
á nám sem er undirbúningur fyrir skapandi vinnu á sviði hönnunar á háskólastigi og fullgilda menntun í löggildum iðngreinum. Kennsla fer fram á Skólavörðuholti.
Í RAFTÆKNISKÓLANUM læra nemendur að vinna með rafmagn og rafvélar. Þar er t.d. hægt að læra rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, hljóðtækni og fleira. Skólinn býður einnig upp á dreifnám þar sem hægt er að velja fjölbreytta áfanga. Nám í Raftækniskólanum opnar fyrir möguleika á atvinnu í spennandi og krefjandi umhverfi og aðgengi að námi í tæknifræði eða verkfræði í skólum hér á landi og erlendis. Raftækniskólinn er á Skólavörðuholti, í Hafnarfirði og Vatnagörðum.

Tækniskólinn á Skólavörðuholti
BYGGINGATÆKNISKÓLINN býður upp á margs konar nám tengt byggingagreinum eins og húsasmíði, húsgagnabólstrun, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulagnir, tækniteiknun, veggfóðrun og dúkalögn. Einnig er í boði dreifnám sem leyfir fólki að velja áfanga frá öllum brautunum. Nám í bygg¬inga¬greinum er sérnám sem leiðir til starfs¬rétt¬inda og einnig er hægt að velja leiðir að háskóla¬stigi. Kennt er á Skólavörðuholti, í Hafnarfirði og í Skeljanesi.
ENDURMENNTUNARSKÓLINN býður upp á skemmtileg námskeið fyrir einstaklinga sem vilja læra utan skóla eða vinnutíma. Endurmenntunarskólinn býður upp á fjölda námskeiða fyrir almenning. Í boði eru sérhæfð námskeið fyrir starfsfólk ólíkra atvinnugreina til sjós og lands sem og undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf. Námskeiðin eru haldin á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og í Hafnarfirði.
Í HÖNNUNAR- OG HANDVERKSSKÓLANUM er meðal annars hægt að læra fatasaum, hársnyrtiiðn og gull- og silfursmíði. Hönnunar- og nýsköpunarbraut tilheyrir einnig skólanum og þar læra nemendur um ýmislegt tengt hönnun og nýsköpun. Hönnunar- og handverksskólinn er fyrir þau sem hafa áhuga á að vinna með hugmyndir á skapandi hátt og læra viðeigandi aðferðir og verktækni. Skólinn býður upp
SKIPSTJÓRNARSKÓLANN má hugsa sem ökuskóla fyrir skipstjórn þar sem fólk lærir hvernig maður starfar á skipi og hvernig skipið virkar. Náminu er skipt í verklegt og bóklegt nám og því er einnig skipt í réttindastig sem hvert um sig veitir réttindi til þess að starfa um borð á mismunandi skipum. Skipstjórnarskólinn er á Háteigsvegi.
TÆKNIMENNTASKÓLINN er góður grunnur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Tæknimenntaskólinn býður upp á fjölbreytt nám en þar má t.d. finna námsbrautina K2 sem leggur áherslu á tækni- og vísindi, náttúrufræðibraut og starfsbrautir. Skólinn býður einnig upp á námsbraut sem er ætluð nemendum af erlendum uppruna sem vilja læra íslensku. Tæknimenntaskólinn er á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.

Tækniskólinn á Háteigsvegi
TÆKNIAKADEMÍAN býður upp á iðnmeistaranám, stafræna hönnun og vefþróun. Iðnmeistaranám er fyrir þau sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum og er þetta öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum. Stafræn hönnun
hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Vefþróun er fyrir þau sem vilja læra að skapa veflausnir og er þetta sérhæfð námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna. Kennsla í Tækniakademíunni fer fram á Háteigsvegi og í Hafnarfirði.
UPPLÝSINGATÆKNISKÓLINN býður upp á fjölbreytt nám fyrir þá sem vilja vinna með upplýsingar, hönnun og tækni. Það er hægt að vinna í Adobe forritum, hanna útlit á bækur, tímarit og hanna merki fyrir fyrirtæki. Einnig er hægt að læra að forrita í alls konar forritunartungumálum og læra að forrita vefsíður, vélmenni, tölvuleiki og fleira. Námsbrautir Upplýsingatækniskólans eru tölvubraut, tölvubraut hönnun, grafísk miðlun, ljósmyndun og prentiðn. Upplýsingatækniskólinn er staðsettur á Háteigsvegi.

Tækniskólinn í Hafnarfirði
VÉLTÆKNISKÓLINN býður meðal annars upp á nám í rennismíði, stálsmíði, vélstjórn, vélvirkjun og flugvirkjun. Að námi loknu hefur nemandi lokið undirbúningi undir sveinspróf í iðngreininni. Véltækniskólinn er öflugur skóli sem býður upp á vandað nám sem er í senn hátækni og handverk. Kennsla fer fram á Háteigsvegi, í Hafnarfirði og Árleyni.
Texti: Oskars Zelmenis

Langar þig að prófa eitthvað nýtt?
Eða langar þig að endurmennta þig?
ENDURMENNTUNARSKÓLINN
Prófaðu námskeið í endurmenntunarskólanum. Þar getur þú farið á námskeið í ljósmyndun, saumanámskeið, silfursmiði og margt fleira!
Kíktu á vefsíðuna
https://tskoli.is/skoli/endurmenntunarskolinn/

„tók sín fyrstu skrEf í
tónlistinni í tækniskólanum“
Hálfdán Helgi Matthíasson er fyrrverandi nemandi Tækniskólans sem útskrifaðist vorið 2022 fyrir rúmum 2 árum. Hann er 21 árs og er núna á fullu að vinna við að gera tónlist með bróður sínum Matthíasi Davíð Matthíassyni. Þeir bræður stofnuðu saman tónlistardúóið VÆB sem tók þátt í Söngvakeppninni 2024 með laginu „Bíómynd“ sem náði fjórða sæti í úrslitum keppninnar.
Fannst námið skemmtilegt en líka krefjandi
Hálfdán var á braut í Tækniskólanum sem kallast K2: Tækniog vísindaleið. Hann taldi brautina mjög skemmtilega og mælir með henni fyrir alla sem eru að leita sér að námi. „Þar kynntist ég bara bestu vinum mínum í dag og ég mæli sjúklega mikið með. Þetta er ótrúlega skemmtilegt nám, það er miklu meiri af verkefnum frekar en prófum og svoleiðis sem er bara yndislegt,“ segir Hálfdán um brautina K2. Eins og Hálfdán nefndi fannst honum námið mjög skemmtilegt en fannst það líka krefjandi. Hann sagðist hafa átt í erfiðleikum með forritun en að það hafi allt reddast á endanum. Hann hafði meiri áhuga á tungumála áföngunum og var flinkur að vinna í skapandi verkefnum, t.d. að klippa og taka upp myndbönd. „Á K2 er maður að fara yfir svo mikið af rosalega mismunandi fögum. Mikið af eðlisfræði en líka mikið af tungumálum, maður er mikið að flakka á milli,“ segir Hálfdán um námið í K2. Hann bætti líka við að honum fyndist námið samt ótrúlega skemmtilegt þrátt fyrir erfiðleika þess á tímum.
Segir námið hafa nýst sér vel eftir útskrift
Hálfdán tjáði sig um að námið hafi nýst honum vel en segir að valáfangar eins og inngangur í grafískri miðlun og slíkir áfangar sem kenna manni að klippa myndbönd hafi hjálpað honum mest. Dæmi um áfanga sem hefur ekki nýst honum vel að hans mati er stærðfræði. „Það er ekki allt sem ég lærði þarna sem hefur nýst mér en það bara fer eftir hvað þú vilt
læra í lífinu. Til dæmis félagi minn sem var með mér í K2 er í verkfræði og allur þessi grunnur sem við lærðum þar hefur nýst honum sjúklega vel,“ segir Hálfdán um námið sitt og félaga síns.
Fannst það besta við Tækniskólann vera staðsetningin og að kynnast fólki
Hálfdán var í námi við Skólavörðuholt hjá Hallgrímskirkju og var hann mjög ánægður að geta verið niðri í miðbæ Reykjavíkur að stússast. Að kíkja í kaffihús var í miklu uppáhaldi hjá honum. Honum fannst félagsskapurinn í Tækniskólanum einnig standa út í skólagöngu sinni. „Við vorum með alveg sterkan vinahóp í Tæknó með fullt af liði á hárgreiðslu brautinni og liði frá öðrum brautum. Það var gaman að hanga með þeim og kíkja eitthvað í miðbæinn í hádeginu. Það var veisla,” sagði Hálfdán.
Var með puttann á púlsinum hvað varðar félagslífið
Þegar spurt var Hálfdán um félagslífið í Tækniskólanum sagði hann eftirfarandi: „Félagslífið í Tæknó er það sem þú gerir úr því. Ef þú ert ekkert að sækjast eftir neinu þá kannski færðu ekki mikið úr því en ef þú sækist mikið eftir því þá getur þú haft ógeðslega gaman.“ Hálfdán sóttist mikið í félagslífið og segist hafa verið með puttann mikið á púlsinum hvað varðar félagslífið. Hann var mikið í klúbbastarfinu og var einnig í Nemendasambandi Tækniskólans (NST) öll árin sín í skólanum. Hann var nýnemafulltrúi fyrsta árið sitt í skólanum, formaður NST seinna árið og svo varaformaður lokaárið sitt. Hann segist hafa skemmt sér ótrúlega vel og sé ánægður að hafa verið hluti af félagslífi Tækniskólans. Vinnur að tónlist núna með bróður sínum og hefur mörg plön fyrir framtíðina Hálfdán hefur átt annasamt ár og það virðist ekkert vera

að róast niður hjá honum og bróðir hans. „Við erum bara enn þá að ride-a á þessu bíómyndalagi sem við vorum með í Söngvakeppninni. Við erum að spila á einhverjum viðburðum og mikið að mæta í grunnskóla. Ég er bara að lifa á því,“ segir Hálfdán um líf sitt þessa dagana. Hann tjáði sig einnig um að það væri stórt verkefni hjá VÆB á leiðinni en segist þó ekki geta tjáð sig mikið um verkefnið í viðtalinu. Hann segist samt vilja kíkja mögulega á markaðssetningu í háskóla þegar það er búið að róast aðeins niður hjá þeim VÆB bræðrum. „Ég ætla nú ekki að vera að syngja bíómynd lagið eftir 20 ár sko,“ bætti hann við og hló þegar hann talaði um framtíð sína.

Framtíðarstofan hafi hjálpað honum gríðarlega í að byrja að gera tónlist
Þegar það var spurt hann hvort Tækniskólinn hafi hjálpað honum eitthvað í að taka skrefið að gera tónlist sagði hann eftirfarandi: „Ég byrjaði að taka fyrstu skrefin mín í tónlistinni í framtíðarstofunni á Skólavörðuholti. Ég mætti bara með tölvuna og FL Studio og var bara eitthvað að leika mér og að fá stúdíó er geðveikt. Í tímum þá var maður líka oft að búa til beats.“ Í framtíðarstofunni er hægt að bóka tíma og gera ýmislegt, það er hægt að nýta sér ýmis tæki og tól og þar má nefna: saumavélar, prentara, 3D prentara, skurðavélar, myndavélar, upptökutæki o.fl. Hálfdán nýtti sér þó helst tónlistarstúdíóið þar. Hann segir samt að hann hafi ekki einungis nýtt sér framtíðarstofuna til að gera tónlist heldur notaði hana líka fyrir ýmis verkefni í skólanum. „Þessi framtíðarstofa bjargaði svo mörgum verkefnum hjá mér. Þetta er alvöru aðstaða og ég er geðveikt ánægður að hafa fengið
tækifærið að vera bara á hæðinni fyrir ofan framtíðarstofuna og að geta alltaf hoppað niður,“ sagði hann.
Segir að það hafi verið algjör draumur að taka þátt í Söngvakeppninni
Hálfdán tók þátt í Söngvakeppninni núna árið 2024 í febrúar og mars. Hann segir að reynslan hafi verið honum dýrmæt og að hann hafi lært mikið af Söngvakeppninni. „Söngvakeppnin var bara skóli sko, að læra að vinna í beinni útsendingu og hvernig allt þetta dæmi fer fram er rosalegt. Þetta er huge batterí, það eru svo margir starfsmenn og að fá að vera partur af svona stóru verkefni er rosalegt,“ sagði Hálfdán um Söngvakeppnina. Hann segist hafa verið mjög stressaður fyrir bæði undanúrslita- og úrslitakvöldið. „Um leið og þetta er byrjað þá er maður bara á milljón. Þetta er líka í beinni útsendingu þú veist, ef maður voice-crackar þá er maður bara búinn. Þá ertu bara orðinn eitthvað meme,“ sagði hann um það sem er í húfi í beinni útsendingu á svona stóru sviði.

Ráðleggur nemendum skólans að hræðast ekki að kynnast fólki
Stór ástæða þess að Hálfdán naut sín til fulls í Tækniskólanum er að hans sögn vegna þess að hann var mikið með vinum sínum að stússast. Hann ráðleggur fólki, nýjum nemendum sem og eldri, að vera ekki hrædd við að tala við hvort annað. „Ekki vera hrædd að tala við eitthvað random lið á göngunum. Ég var mikið að vinna með það og þá kynnist maður fullt af fólki,“ segir Hálfdán. Hann mælir einnig með að allir taki þátt í öllu sem er auglýst í félagslífinu, eins og böll og fleira. „Í staðinn fyrir að vera bara eitthvað heima að spila Minecraft takið þátt og þá verður allt miklu skemmtilegra,“ bætti Hálfdán við í lokin.
Texti: Jakob Bjarni Ingason
klúbbakVöld
Á miðvikudögum milli 17–21 (Háteigsvegi).
Á klúbbakvöldum er einfaldlega hægt að hangsa með öðrum nemendum úr Tæknó! Í rauninni má gera hvað sem er, klúbbakvöldin voru stofnuð til að safna fólki saman og skemmta sér eftir skóla! Það er hægt að hangsa með vinum, kíkja inn á klúbbana og prófa að vera með, panta sér pítsu og borða hana með vinum o.s.frv.
Klúbbakvöldin eru afar góð leið fyrir mann til að kynnast nýju fólki! Hvort sem það sé í gegnum klúbb eða bara með því að hefja samtal við einhvern sem þú mætir þar, klúbbakvöldin skapa jákvætt andrúmsloft og góða stemningu fyrir þig til að finna fólk sem þú smellur með, deilir líkum áhugamálum með o.s.frv.
Hefur þú áhuga á einhverju sérstöku sem þú vilt deila með öðrum? Þá ert þú algjörlega velkomin/nn/ið að stofna þinn eigin klúbb! Allar hugmyndir eru gildar, svo lengi sem það er eitthvað sem þú hefur áhuga á! (Ps. Ef þú stofnar klúbb færðu afslátt á pítsu pöntunum :] )


klúbbarnir sEm Eru Virkir núna:
animE klúbbur tónlistar klúbbur
lEiklistarklúbbur (lEikfélagið mars)
furry klúbbur dEbatE klúbbur
VidEo gamE figHt club d&d klúbbur
Texti: Helena Marín S. Gylfadóttir og Oskars Zelmenis


Vissir þú:
nEmEnda afslættir
Þegar þú nærð í nemendakortið þitt á bókasafnið færðu afslátt á 27+ mismunandi stöðum!
Að auki gefur nemendakortið þér þann möguleika á að kaupa Adobe pakkann á 6000 kr.
Ertu svangur/sVöng í Eyðunni þinni?
Við fáum allt að 20% afslátt hjá Subway, Lemon, Preppbarnum, Serrano, American style og fleira!
vantar þig ný föt fyrir skólaárið?
Smash Urban, Rokk og rómantík, og Icewear got you covered. Bíó Paradís býður upp á 25% af öllum miðum. Til þess að nálgast þessar upplýsingar betur skannaðu QR kóðann.
Texti: Kristófer Diljan Ólafsson













Viðtal Við lilju ósk magnúsdóttur
Hvað er þitt starf?
–Ég er verkefnastjóri fyrir félagsmál og forvarnir, sem er örugglega lengsta nafn og starfstitill í Tækniskólanum. Síðan er ég líka í markaðskynningardeild, svo það er góð spurning hvað starfið mitt er, en númer 1, 2 og 17 er að starfið mitt er að nemendum líði vel í skólanum.
Hvað er uppáhalds parturinn við starfið þitt?
–Mér finnst skemmtilegast þegar ég fæ að hanga með nemendum. Mér finnst nemendur í Tækniskólanum einstakir, þú færð ekki svona skóla annarstaðar á Íslandi.
Hvað er uppáhalds byggingin þín?
–Fallegasta byggingin er Sjómannaskólinn á Háteigsveigi, þægilegasta byggingin til þess að vinna í er Hafnarfjörður, og skemmtilegasta byggingin sem mér finnst að fara í er Skólavörðuholt vegna þess að ég bý þar við hliðin á.
Ef þú værir nemandi í Tækniskólanum hvaða braut myndir þú fara á?
–Ég myndi fara í rafvirkjun eða K2.

Hverjir eru uppáhalds nemendur þínir?
–Stelpurnar sem eru að taka þátt í félagslífinu eru uppáhalds nemendur mínir, vegna þess að ef við værum ekki með þær, þá myndum við ekki ná neinni annarri stelpu. Það eru svo fáar stelpur, til dæmis er þetta í fyrsta skipti í langan tíma þar sem stelpa er forseti nemendafélagsins.
Texti: Viðar Darri Egilsson
tækniskólinn samEinast Við
flEnsborgarHöfn
Þessa stundina er verið að byggja nýtt húsnæði sem mun sameina alla starfsemi Tækniskólanns. Byggingin verður staðsett við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði.
Tækniskólinn er starfandi á átta mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu og er markmiðið að flytja alla starfsemina á einn stað.
Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið árið 2029. Gert er ráð
fyrir því að húsnæðið verði 24.000–30.000 m2 og mun það hafa aðgengi fyrir 2.400–3.000 ársnemendur.
Húsið er í hönnun, en það þarf að gera lóðina tilbúna áður en framkvæmdir hefjast.
Myndin hér fyrir neðan er ein tillagan um hvernig umhverfið innan skólans gæti litið út.
Texti: Þórdís Lea Albertsdóttir



uppskrift kanilsnúðar
ӥ Skref 1
Byrjið á að hita mjólkina í örbylgjuofninum í 40–45 sekúndur. Hellið mjólkinni í hrærivélina ásamt gerinu. Bætið svo sykrinum, egginu, eggjahvítunni og bræddu smjöri við. Hrærið vel. Hellið hveitinu og saltinu í skálina og hrærið með sleif þar til deig myndast. Athugið að deigið ætti að vera vel klístrað, það hættir að vera eins klístrað þegar búið er að hnoða.
ӥ Skref 2
Hnoðið deigið í 8 mínútur á mið stillingu svo að deigið myndar fínan smá klístraðan bolta. Ef deigið er of klístrað og festist við skálina er gott að bæta smá hveiti við.
ӥ Skref 3
Hráefni:
ӥ Fyrir deigið
ӫ ¾ bolli mjólk
ӫ 2¼ tsk þurrger
ӫ ¼ bolli sykur (50g)
ӫ 1 egg + 1 eggjarauða
ӫ 57g brætt smjör
ӫ 3 bollar hveiti (360g)
ӫ ¾ tsk salt
ӥ Fyrir fyllingunna
ӫ ⅔ bolli púðursykur(142g)
ӫ 1½ msk kanill
ӫ 10g smjör
ӥ Fyrir kremið
ӫ 112g rjómaostur
ӫ 50g smjör
ӫ ¾ bolli flórsykur
ӫ ½ tsk vanilludropar
Færið deigið yfir í vel smurða skál, hyljið með plasti og hlýju viskastykki. Látið deigið hefast í 1–1.5 klukkutíma eða þar til deigið er búið að tvöfaldast.
ӥ Skref 4
Þegar deigið hefur tvöfaldast skaltu fletja það út í u.þ.b. 35x22 stóran ferhyrning á vel hveituðu borði. Svo skalt þú smyrja deigið með volgu smjöri passið að skilja eftir svona 6mm stóra brún ósmurða.
ӥ Skref 5
Blandið púðursykrinum og kanil saman í lítilli skál. Dreifið blöndunni á deigið og nuddið það svo í smjörið.
ӥ Skref 6
Rúllaðu deiginu þétt upp í eina lengju. Skerðu lengjuna í 2 cm stóra bita og raðaðu þeim upp í smurt form. Settu viskastykkið á formið og látið snúðana hefast í aðrar 30–45 mín.
ӥ Skref 7
Hitið ofninn í 180c° og bakið snúðana í 18–25 mínútur eða þegar þeir verða örlítið gylltir. Ekki ofbaka þá annars verða þeir ekki eins mjúkir. Látið þá kólna í 5–10 mínútur áður en þú þekur þá í kremi.
ӥ Skref 8 (kremið)
Þeytið saman rjómaost, smjöri, flórsykri og vanilludropum þar til kremið verður mjúkt og létt. Smyrðu kreminu yfir snúðana og njóttu.
Texti: Dagný Guðmunda Sigurðardóttir
Myndir: Dagný Guðmunda Sigurðardóttir





HuglEiðsla og kostir þEss
Hefur það einhvern tíman komið fyrir þig að þú hefur verið týnd/ur í þínum eigin huga? Hugsar þú mikið um fortíð eða framtíð, sama hvort þau séu neikvæðar eða jákvæðar hugsanir? Ertu háð/ur símanum símanum þínum og er stanslaust að skrolla, skrifa, pósta myndum/myndböndum og horfa á myndbönd í samfélagsmiðlunarsíðum? Hefur það komið fyrir þig að einhver klaufaskapur gerðist af því að þú varst ekki að fylgjast með og þú varst mjög mikið hugsi? Þá er það góður tími að halda þig í nútímanum. Og frábær leið fyrir það er hugleiðsla.
bíddu !!
Áður en þú flettir á næstu síðu andvarpandi og ranghvolfandi augum, leyfðu mér að útskýra. Ég veit hvað þú ert að hugsa. Að hugleiða er leiðinlegt, tilgangslaust, algjör tímasóun og vandræðalegt. Og af hverju er að tala um þetta í skólablaði ?
Það er góð ástæða að tala um þetta.
Margt fólk nú til dags, sérstaklega skólanemendur eru mjög mikið með augun sín límd við skjáinn á raftækjum sínum, tölvuskjáum, sjónvarpsskjáum og SÉRSTAKLEGA símaskjáum. Og jafnvel þótt að þau er ekki að líta á skjá, geta þau verið mjög mikið hugsi og taka ekki mikið eftir umhverfi sínu. Þau geta verið að dagdreyma, íhuga eða hafa áhyggjur af atburðum sem gerðust nú þegar eða sem þau halda að mun gerast.
Ekki nóg með það að það sé óhollt að ofhugsa mikið og vera alltaf í skjá, þú ert líka að missa af hlutum sem eru að gerast í nútímanum. Góðir atburðir sem gerast í nútímanum geta endað með því að vera eftirminnileg en það virkar aðeins ef þú tekur eftir því. (Það má alveg hugsa en ekki alltof mikið). Nú, hvað ef ég myndi segja þér lesandi góður að hugleiðsla er eiginlega mjög holl fyrir þig, ekki bara fyrir hugann, heldur líkamann líka? Það er satt.
Þegar það kemur að hugarheilsu getur hugleiðsla aukið vitund, innri ró, skýrleika og getur líka minnkað einkenni þunglyndis, kvíða og streitu. Þegar það kemur að líkams heilsu getur hugleiðsla hjálpað blóðþrýstingi, hjartsláttar tíðni, blóðfitu, orku og jafnvel svefn.
Það er gott að heyra. En það sem ég mun segja næst er mjög mikilvægt.
HuglEiðsla Er Ekki lausnin af ofHugsun og kVíða, HEldur VErkfæri.
Hvað meina ég með því? Nú, það sem ég á við er, að nota aðeins hugleiðslu sem lausn af andlegu vandamáli er ekki góð hugmynd. Góð heilsa, svefn og mataræði eru líka mikilvæg ásamt öðru. Hugleiðsla, öndunaræfingar og núvitund eru mjög góð verkfæri sem geta hjálpað þér. En í sumum tilfellum er það ekki nóg.
Það er að því að geðheilbrigði er mjög flókið mál og hugarástand fólks eru aldrei eins (augljóslega). Svo ef þú vilt frekari upplýsingar þegar það kemur að andlegum vandamálum, þá þarftu vinsamlegast að hafa samband við lækni eða sálfræðing. Ef þú ert nemandi Tækniskólans getur þú haft samband við sálfræðing og hjúkrunarfræðing skólans ef þú vilt sem er frítt. Ef þú vilt vita frekari upplýsingar hvernig á að hafa samband við þau getur þú kíkt á heimasíðu Tækniskólans á tskoli.is.
Ef þú vilt prófa hugleiðslu sjálf/ur þá getur þú prófað að leita af einföldum hugleiðsluæfingum á YouTube. En ef þú vilt meira úrval og gæði, þá mæli ég með hugleiðsluöppum. Þau eru ekki styrktaraliðar, en þú getur prófað öpp eins og Headspace, Calm, Sterkari út í lífið og fleiri. Þú getur hlaðið þeim frá Apple store eða Google play ef þú hefur áhuga.
Og þar hefur þú það. Ég vona að þú lærðir dálítið af þessum






höfðuðu til þín. Eftir það, teljið tölurnar á hverri línu og skrifið

krossgáta
Lóðrétt:
1. Nám sem inniheldur: vefhönnun, viðmót og vefforritun.
2. Nám sem inniheldur: saumaskap og tísku.
3. Að búa til útlit á hlutum.
4. Vinna með prentplötur, myndamót eða efni í tölvutæku formi.
5. Taka myndir og breyta/laga þær.
6. Skapandi vinna.
7. Læra að skrifa kóða.
8. Rafvirkjanám.
9. Þegar maður klárar námið.
Lárétt:
1.Nám í hljóðupptöku og vinnslu eins og best gerist á heimsvísu.
2.Læra.
3.Skólinn.
4.Nám í að hanna og setja fram efni fyrir prent-, net- og skjámiðla.
5.Teikning og frágangur ýmiskonar hönnunarvinna.
6.Klippa og lita hár.
vefþróun, fatatækni, hönnun, prentiðn, ljósmyndun, nýsköpun, forritun, ra ðn, útskrift, hljóðtækni, nám, tækniskólinn, grafísk-miðlun, tækniteiknun, hársnyrtiiðn, ljósmyndun.


Byrja hér:
Finnst þér gaman að spila ?

Finnst þér gaman að hafa umræður/skoðun á hlutum?




Finnst þér fantasíu sögur skemmtilegar?




Finnst þér gaman að leika hlutverk?
Finnst þér gaman að tala?
Finnst þér gaman að horfa á Anime/ teiknimyndir?
Finnst þér gaman að spila tölvuleiki?

1. D&D klúbbur
2. Anime klúbbur
3. Fighting game klúbbur
4. Debate klúbbur
5. Furry klúbbur

D&D klúbburinn:
Það eru 5-6 spilarar í hóp sem spila d&d einu sinni á viku á klúbba kvöldi, sem er á miðvikudögum.

Fighting game klúbburinn: Þetta er klúbbur fyrir fólk sem finnst gaman að spila leiki eins og street fighter, mortal kombat og fl.

Anime klúbburinn:
Í anime klúbbnum er horft á anime og stundum er talað um anime.

Debate klúbburinn:
Þetta er klúbbur þar sem eru fundnir tveir mismunandi hlutir til að hafa umræðu um og síðan ræða stöðu sína á þeim hlutum.

Furry klúbburinn:
Þetta er bara safe space fyrir furries þar sem þau hittast og búa til fullt af hlutum tengt furries og er oft bara að hafa samræður.

sudoku auðVElt

sudoku Erfitt



Byrjaðu hjá okkur og breyttu heiminum
Alúð - Fjölbreytileiki - Framsækni