Teris 1.tbl. 2010

Page 2

Hagræðingar­tæki­færi fjármála­fyrirtækja eru í upplýsingatækni Ólafur Elísson hefur verið sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vest­ manna­eyja frá 1999 auk þess að vera formaður stjórnar Sambands íslenskra sparisjóða og stjórnarmaður í Teris. Hann segir mikilvægt að fjármálakerfið á Íslandi leiti allra leiða til að ná fram hagræðingu og þar geti upplýsinga­ tæknin gegnt lykilhlutverki. Við settumst niður með Ólafi og ræddum við hann um stöðu íslenska fjármála­ kerfisins, upplýsingatæknina í banka­ kerfinu og sparisjóðakerfið. Við byrjuð­ um á að spyrja hann hvernig hann meti stöðu sparisjóðanna í þeirri hagræðingu í íslensku fjármála­kerfi sem nú stendur fyrir dyrum. „Án þess að ég fari of djúpt í slíkar vangaveltur, þá hefur skoðun okkar sem erum í forsvari fyrir sparisjóðina ávallt verið skýr. Við teljum að sparisjóðirnir gegni veigamiklu hlutverki á íslenskum fjár­mála­markaði sem vandséð er að aðrir geti tekið yfir. Að þessu sögðu sé ég ekki annað fyrir mér en að sparisjóðirnir haldi velli þó það kunni að verða einhverjar breytingar,“ sagði Ólafur.

Samstarfið við Teris mikilvægt Að mati Ólafs eru stærstu tækifærin til hag­ræðingar á sviði upplýsingatækni. „Hjá flestum fyrirtækjum er kostnaður tengdur upplýsingatækni hár og það á

2

ekki síst við um fjármálafyrirtæki enda þurfa fyrirtæki í þessum geira að nota mjög flóknar og sérhæfðar lausnir til að halda utan um rekstur sinn. Sparisjóðirnir hafa í yfir tvo áratugi haft samstarf um alla upplýsingatækni í gegnum Teris sem hefur skilað mjög góðum árangri fyrir alla aðila. Ef ég lýsi mínum sjónarmiðum, þá finnst mér rétt að forsvarsmenn íslenskra fjármálafyrirtækja velti upp þeim möguleika að starfa meira saman í tengslum við upplýsingatækni en nú er gert,“ sagði Ólafur og bætti við að hvað varði samstarf sparisjóðanna séu klárlega tækifæri fyrir þá til að vinna enn meira saman þegar málefni þeirra taka að skýrast betur.

Samkeppnishæfir við stóru bankana Ólafur segir að samstarfið í Teris hafi tvímælalaust gert það að verkum að Sparisjóður Vestmannaeyja sé betur í stakk búinn til að mæta þeim erfiðleikum sem steðja að í núverandi árferði. Án

þessa samstarfs væri mun erfiðara fyrir fjármálastofnun á borð við Sparisjóð Vestmannaeyja að halda úti þeim flóknu upplýsingatæknilausnum sem eru nauðsynlegar nútíma bankastarfsemi. „Við erum í harðri samkeppni við stóru bankana og það er okkur gríðar­ lega mikilvægt að geta boðið viðskipta­ vinum okkar upp á samkeppnis­hæfar lausnir í t.d. sjálfsafgreiðslu. Sú staðreynd að við getum treyst Teris fyrir að hugsa um öll okkar upplýsingatæknimál gerir það að verkum að ávinningurinn af samstarfinu í Teris er mjög mikill fyrir sparisjóðina. Þetta gerir okkur kleift að einbeita okkur að því sem við gerum best, þ.e. að veita viðskiptavinum okkar framúr­s karandi þjónustu, en láta sérfræð­ingana um að halda úti upplýsinga­t ækni­k erfunum,“ sagði Ólafur.

Getum lækkað heildarkostnað kerfisins Ólafur dregur ekki dul á að honum finnist kostnaðurinn, sem tengist upplýsingatækninni, mikill en þar séu tækifæri fyrir fjármálakerfið á Íslandi í heild til að hagræða í rekstrinum. „Leiðin til að ná kostnaðinum við upp­ lýsinga­tæknina niður er meiri samvinna fjármálafyrirtækja á þeim sviðum sem ekki skaðar samkeppni eða brýtur í bága við lög. Ég sé vel fyrir mér að þar geti Teris gegnt lykilhlutverki enda fyrir­tæki á upplýsingatækni­s viði sem hefur reynslu og þekkingu á því að veita þjónustu mörgum ólíkum viðskipta­ vinum í fjármálaþjónustu. Ef menn bera gæfu til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir í þessa átt er ég ekki í vafa um að þeim hagræðingarkröfum sem hafa komið fram verður náð að veru­ legum hluta,“ sagði Ólafur að lokum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.