Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

Page 24

24

Fjölbrautaskóli Vesturlands 40 ára

HVar eru þau nú? Nafn og útskriftarár/próf

Einar Logi Einarsson. Útskrifaðist af rafiðngreinabraut í desember 2010 og sem tæknistúdent í desember 2012.

Hvað ertu að gera í dag?

Í dag er ég tölvunarfræðingur og kerfisstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Eftirminninlegt atvik úr FVA?

Ég man nú ekki eftir einu sérstöku atriði en heilt yfir stóð það upp úr að hafa verið í bekkjarkerfi á rafiðngreinabrautinni, það myndaðist skemmtileg stemning í bekknum og varð til samheldinn hópur.

Lokaorð?

Ég mæli með iðnnámi. Það er frábær grunnur og góð leið til að komast út á vinnumarkaðinn.

Nafn og útskriftarár/próf.

Birna Aðalsteina Pálsdóttir, útskrifaðist árið 1992 af uppeldisbraut

Hvað ertu að fást við í dag?

Í dag er ég að vinna hjá Akraneskaupstað í félagslegri heimaþjónustu og hef starfað við það síðustu 17 árin.

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA?

með eggjum, tómatsósu, sinnepi, remúlaði og ég veit ekki hverju og svo hent undir net og látin skríða í drullu og svo ofan í fullt kar af köldu vatni. Ekki beint hlýleg þessi fyrstu kynni en svo lagaðist þetta smátt og smátt.

Lokaorð?

Ég eignaðist góðar vinkonur í FVA. Einnig fékk ég í ríkari mæli en áður tækifæri til að tjá mig um mig sjálfa.

Busunin var svakaleg. Við vorum smössuð

Nafn og útskriftarár/próf

Hallur Kristmundsson, var að læra smíði og útskrifaðist með burtfararpróf í húsasmíði árið 1992.

Hvað ertu að fást við í dag? Ég er byggingafræðingur í dag.

Eftirminnilegt atvik frá námsárunum í FVA?

Það fyrsta og helsta sem mér dettur í hug er dimmiteringin.

Lokaorð?

FVA er mjög fínn skóli og það var gaman að vera í honum.

Nafn og útskriftarár/próf

Lilja Bjarklind Garðarsdóttir. Útskrifaðist af náttúrufræðabraut 2016.

Hvað ertu að gera í dag?

Ég vinn á dvalarheimili fyrir aldraða. Auk þess sé ég um tvö börn og stefni á háskólanám í haust.

Eftirminninlegt atvik úr FVA?

Það var nú eftirminnilegt þegar Finnbogi

hélt leiksýningu fyrir alla í jarðfræðitímanum um það hvernig ég myndi brenna í helvíti fyrir að hlusta ekki á hann og svo auðvitað dimmiteringin þar sem öllum hópnum tókst að gera sig að fíflum fyrir framan fullan sal af fólki.

Lokaorð?

Það brennur mikið á mínu hjarta að fólk hlusti alltaf vel í tímum hjá Finnboga.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.