Sjonhorn 19 net

Page 26

Sumarstarf Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir starfsmanni í afgreiðslu á skrifstofuna á Sauðárkróki á tímabilinu júní og fram í ágúst. Helstu verkefni og ábyrgð: Almenn afgreiðslustörf og símsvörun. Hæfnikröfur: Krafist er tölvukunnáttu og ríkrar þjónustulundar. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin og kunnátta í ensku æskileg. Frekari upplýsingar um starfið: Laun skv. kjarasamningi fjármálaráðuneyti og SFR. Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018. Nánari upplýsingar veitir Erna Björg Jónmundsdóttir ernabj@syslumenn.is eða Björn Ingi Óskarsson bio@syslumenn.is í síma 458-2500 milli 09:00-15:00 virka daga. Umsóknir skulu sendar á netfangið ernabj@syslumenn.is. Ferilskrá sem innheldur upplýsingar um umsækjanda og meðmælendur þarf að fylgja með. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Til sölu VW Golf

Árgerð 2007, dísil, beinskiptur, ekinn 190 þúsund km., góður bíll sem hefur fengið reglulegt viðhald, þjónustubók fylgir. Nánari upplýsingar í síma 893 2818.

Fundur og mannfagnaður 26. maí 2018 Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 hefst í Héðinsminni kl 12:00 á hádegi. Kosningin er óhlutbundin. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita. Kaffisala hjá kvenfélaginu.

Kjörstjórn Akrahrepps


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.