Feykir 15. tbl. 2014

Page 15

15/2014

Spjallað við Sigfús Inga Sigfússon verkefnastjóra

Lífsins gæði og gleði haldin í þriðja sinn „Ég hef tvær hörkukonur með mér í öllum undirbúningi, þær Ingunni Ástu Jónsdóttur og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur Kristín Sigurrós Einarsdóttir sem starfa fyrir SSNV. Undirbúningur hefur gengið með ágætum. Við gerðum litla skoðanakönnun í lok síðasta árs meðal þátttakenda á síðustu sýningu og niðurstaða hennar var sú að flestir vildu hafa sýningarnar á tveggja ára fresti. Það lítur út fyrir ágæta þátttöku og að við förum langt með að fylla allt það básarými sem húsið leyfir,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði sem að þessu sinni hefur yfirumsjón með atvinnu-, mannlífs- og menningarsýningunni Lífsins gæði og gleði. VIÐTAL

Í ár eru allmargir nýir aðilar sem taka þátt, en einhverjir eru ekki með, sem hafa verið með áður. -Það er eðlilegt að hreyfing sé á þátttökunni enda stendur misjafnlega á hjá mönnum hverju sinni. Við erum með nokkra nýja þátttakendur eins og bátasmíðafyrirtækið Mótun, Urðarkött sem framleiðir m.a. græðandi smyrsl úr minkafitu, allmarga frumkvöðla sem eru að fram-

leiða fjölbreyttar hönnunarvörur og þannig mætti áfram telja,“ segir Sigfús Ingi. Heilt yfir segir hann sýninguna verða með svipuðum hætti og áður, fjölbreytnin sé í fyrirrúmi, enda fyrirtækjaflóran á svæðinu ótrúlega fjölbreytt. Samhliða sýningunni fara líkt og áður fram málstofur um fjölbreytt málefni. Má þar m.a. nefna málstofur um rannsóknir og nýsköpun, skapandi greinar,

þýðingu héraðsfréttamiðla fyrir landsbyggðina, landbúnað, ferðaþjónustu, umhverfismál og fleira. Að auki verður svið í sýningarsalnum og þar verður sýningin sett á laugardeginum og Sæluvika Skagfirðinga á sunnudeginum. Þar verða jafnframt fjölmörg önnur atriði, m.a. tískusýningar. Sigfús segir ávinning sveitarfélagsins af sýningunni vera margvíslegan. „Reynt er að

vekja athygli á þeim fjölmörgu og öflugu fyrirtækjum og stofnunum sem hér starfa, en ég held að það sé óhætt að fullyrða að óvíða sé að finna jafnmikla fjölbreytni í atvinnulífi á einum stað, ekki síst þegar höfð er í huga stærð svæðisins. Það skýrist m.a. af því hversu öflug framleiðslustarfsemi er í héraðinu. Þá er sýningin til þess fallin að vekja athygli á starfsemi ýmissa frumkvöðla og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð frá mörgum sem segja að fyrri sýningar hafi skipt miklu máli í því að vekja athygli á þeim og hjálpað til við markaðssetningu. Ávinningurinn er því kannski fyrst og fremst fólginn í því að sýningin er risastór markaðssetning á Skagafirði og öllu því helsta sem hann hefur upp á að bjóða.“ Sigfús Ingi segir óhætt að fullyrða að þessi ávinningur hafi skilað sér, enda þátttaka sýnenda verið góð og gestafjöldi skipt þúsundum hingað til. „Við rennum auðvitað nokkuð blint í sjóinn með gestafjölda en á síðustu sýningu var áætlað að talsvert á fjórða þúsund gestir hafi sótt hana. Við stefnum á að

Karlakórinn Heimir

Með Kristni Sigmundssyni í Miðgarði og Hörpu VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Karlakórinn Heimir ræðst sjaldan á garðinn þar sem hann er lægstur og framundan hjá kórnum eru tónleikar með Kristni Sigmundssyni í Menningarhúsinu Miðgarði og Hörpu. Eftir töluverðan aðdraganda greip kórinn tækifærið til að fá Kristinn með sér á þessa tvenna tónleika. Gísli Árnason og Jónas Svavarsson, sem báðir sitja í stjórn kórsins, litu inn hjá Feyki á dögunum og sögðu frá því sem er framundan hjá kórnum í Sæluviku. „Þetta er svona viðleitni til að brjóta upp dagskrána, sem við höfum verið að gera alveg frá aldamótum. Í nokkur ár vorum við með söngsýningar í stærri kantinum, svo rennur það sitt skeið á enda, þá ákváðum við að prófa þetta form, að fá landsþekkta söngvara til liðs við okkur í hluta af pró-

Karlakórinn Heimir ásamt Thomas Higgerson undirleikara og Stefáni Gíslasyni stjórnanda kórsins.

gramminu. Við erum að reyna að auka fjölbreytnina á tónleikum okkar,“ útskýra þeir félagar. Hugmyndin um liðsinni Kristins er þó ekki alveg ný af nálinni því henni var fyrst velt upp fyrir tveimur og hálfu ári, og þá varðandi Þrettándatónleika. Það náðist ekki þá, svo tækifærið var gripið nú, enda eru svona tónlistarmenn bókaðir langt fram í tímann.

Vissulega fylgir tónleikum af þessu tagi aukinn kostnaður en því hefur kórinn reynt að leita eftir styrkjum og tryggja þokkalega aðsókn á tónleikana, til að vega upp á móti kostnaði. Heimismenn telja mikilvægt að geta boðið upp á svona menningarviðburði heima í héraði, og er þetta ákveðin viðleitni til þess. „Að þessu sinni erum við með forsölu á tónleikana hér í

Miðgarði í Blómabúðinni og KS Varmahlíð, það er takmarkaður fjöldi miða og hvetjum við fólk til að tryggja sér miða í tíma.“ Það ríkir talsverð spenna og stemning í herbúðum kórsins vegna tónleikanna í Hörpu, enda í fyrsta sinn sem kórinn kemur fram þar og auk þess stærsti salurinn sem þeir hafa sungið í. Þeir segjast þó hafa sungið fyrir fleiri áhorfendur

Feykir

15

gestir verði enn fleiri í ár. Við höfum ekki þurft að kvarta yfir aðsókn heimamanna og höfum fengið þau viðbrögð frá mörgum að þeir séu hissa á því hve gróskan sé mikil hér,“ bætir Sigfús Ingi við. „Eins voru mjög margir sem búa utan Skagafjarðar sem sóttu síðustu sýningu en það tel ég vera mjög jákvætt. Varðandi sjónvarpsútsendingar ákváðum við að breyta til í ár og í stað þess að vera með beinar útvarpsútsendingar hluta úr degi, fórum við þá leið að semja við sjónvarpsstöðina N4 um nokkurra daga umfjöllun um sýninguna og héraðið og eigum von á að þetta skili enn betri markaðssetningu á sýningunni og samfélaginu,“ segir Sigfús Ingi. En væri ástæða til að fara með sýninguna suður yfir heiðar til að ná til fleira aðila? „Ja, það er góð spurning. Sýningin er það umfangsmikil að ég held að það yrði erfitt að flytja hana suður, en það er ómögulegt að segja hvert þessi hugmynd getur þróast í framtíðinni,“ segir Sigfús í lokin.

utanhúss, líklega mörg þúsund, á heimssýningunni Expo 2000 í Hannover í Þýskalandi. „Það má ekkert klikka og tónleikarnir í Miðgarði verða flott generalprufa fyrir Hörpuna. Kristinn kemur á svæðið 1. maí og þá höfum við æfingu með honum. Þessir söngvarar sem við fáum með okkur detta bara inn í okkar prógramm, oft er ekki tími nema fyrir eitt rennsli með þeim,“ segja þeir Gísli og Jónas og bæta við að það ríki ekkert meiri sviðsskrekkur en venjulega, bara tilhlökkun og eftirvænting. Það má þó lítið út af bregða, því snemma morguninn eftir Sæluvikutónleikana í Miðgarði verður lagt af stað suður og því stendur kórinn ekki fyrir dansleik eftir tónleikana eins og venja hefur verið. Nú nálgast sauðburður og í Karlakórnum Heimi eru margir bændur. Ætli lömbin bíði eftir að Sæluvikan sé frá? „Ari [Jóhann Sigurðsson, innsk. blm.] miðar sinn búskap við konserta og það ættu menn raunar að gera,“ svara Gísli og Jónas að bragði. „Við erum vanir að fara með tónleika á höfuðborgarsvæðið fyrr að vorinu, en núna kemur sauðburðurinn eins og skratt-inn úr sauðaleggnum,“ segja þér og glotta.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.