Page 1

15 TBL

22. apríl 2014 34. árgangur : Stofnað 1981

Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra

Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL


2

Feykir

15/2014

LEIÐARI

Lífsins gæði og gleði „Vinnan göfgar manninn“ er stundum sagt og eflaust er það hverju orði sannara. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að vinnan sé skemmtileg og að í hverju byggðalagi séu fjölbreytt atvinnutækifæri. Það eru einmitt þessi atvinnutækifæri og starfsemi fyrirtækja hér í Skagafirði sem verða til sýnis á sýningunni Lífsins gæði og gleði sem haldin verður í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki um næstu helgi. Þetta tölublað Feykis er helgað sýningunni og Sæluvikunni. Auk þess að störfin séu fjölbreytt og skemmtileg þá þurfa þau auðvitað að duga sem lífsviðurværi. Í mörg ár og jafnvel áratugi hefur verið rætt um að Íslendingar vinni meira til að hafa til hnífs og skeiðar en gert er í hinum hefðbundnu „löndum sem við berum okkur saman við.“ Það er einnig umhugsunarefni að kannanir, sem gerðar voru varðandi menntunarstig og námsþarfir á Norðurlandi vestra á síðasta ári, leiddu í ljós að hér er menntunarstig með því lægsta sem gerist og afar margir í lægstu launaflokkum. Það er þó engin ástæða til að mála skrattann á vegginn, enda tækifærin endalaus. Eins og viðtöl og greinar hér í blaðinu gefa vonandi mynd af, þá ríkir mikil framþróun og gríðarlegur metnaður í skagfirsku atvinnulífi. Framsækið atvinnulífið er í eftirtektarverðum tengslum við menntastofnanir á svæðinu og staðhættir sem bjóða upp á ýmsa nýja möguleika og skapa hér ákjósanleg skilyrði til búsetu. Þá komum við einmitt að hinum anga sýningarinnar, því lífsins gæði og gleði má einnig finna í því sem gert er utan hinnar hefðbundnu, launuðu vinnu, nefnilega menningarlífinu. Stundum er sagt að vinnan slíti daginn of mikið í sundur fyrir manni og það má til sanns vegar færa þegar horft er á hið öfluga menningarlíf hér í firðinum. Það þarf jú einnig hendur og tíma til að vinna þau verk. Viku eftir viku er hægt að sækja viðburði á sviði tónlistar, myndlistar, bókmennta, leiklistar og svo mætti lengi telja, og nær menningin árlegu hámarki í Sæluviku. Þátttaka í menningarlífi er afar gefandi, hvort sem maður kýs að skapa menninguna eða vera neytandi hennar. Maður er manns gaman, segir máltækið og það er eflaust sú hugsun sem færi fólk til að eyða frítíma sínum í leikæfingar, kóræfingar, hestamannamót, sjálfboðastarf, skytterí og veiðiskap, svo eitthvað sé nefnt. Í Skagafirði er stundum sagt að menn megi ekki vera með stærra bú en svo að þeir geti verið í kórnum, og það er kannski akkúrat rétta viðhorfið, hæfileg blanda af vinnu og tómstundagamni. Að framansögðu má kannski segja að sýningin Lífsins gæði og gleði og Sæluvika Skagfirðinga svari þessari spurningu, sem stundum hrekkur af vörum ferðamanna úti á landi: Hvað gerið þið svo á veturna? Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfskraftur og menningarneytandi

Samstarfssamningur SSNV og ferðamálafélaganna

Skapa öflugri samstarfsvettvang í ferðaþjónustu Samstarfssamningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Ferðamálafélags VesturHúnavatnssýslu, Ferðamálafélags Austur-Húnavatnssýslu og Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var undirritaður í Miðgarði í Skagafirði þann 10. apríl sl. Skv. fréttatilkynningu frá SSNV eru markmið samningsins m.a. að skapa virkari og öflugri samstarfsvettvang í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Einnig að skjóta sterkari stoðum undir afkomu og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi vestra. Greina og kortleggja ímynd, vöruframboð og stöðu greinarinnar í landshlutanum í því skyni að leggja grunn að áframhaldandi uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu

Frá undirritun samningsins.

á Norðurlandi vestra. Jafnframt að styðja við vöruþróun og markaðs- og kynningarstarf ferðaþjónustufyrirtækja í því skyni að það verði faglegra og árangursríkara. Undirbúningur samstarfssamningsins hófst í byrjun árs 2013. Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að ráðinn verður starfsmaður hjá

Mynd: SSNV

Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem vinna mun að skilgreindum verkefnum með félagasamtökum á vettvangi ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Félög í ferðaþjónustu á svæðinu munu skipa fagráð sem starfa mun náið með starfsmanninum og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. /BÞ

Meistaradeild Norðurlands 2014 lokið

Hrímnir og Ísólfur sigruðu Lokakvöld KS-Deildarinnar fór fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þann 9. apríl sl. Ísólfur Líndal Þórisson sigraði einstaklingskeppnina og varði því titilinn frá því í fyrra. Liðakeppnina sigraði lið Hrímnis en liðsmenn voru Þórarinn Eymundsson, Líney María Hjálmarsdóttir og Hörður Óli Sæmundsson. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands var keppt var í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði. Vel var mætt af áhorfendum og myndaðist stemning á pöllunum. „Eftir mikla spennu í einstaklingskeppninni í vetur fór hún svo að Ísólfur Líndal sigraði KS-Deildina með 90 stig. Ísólfur er búinn að standa sig mjög vel með frábæra hesta og verið í efstu

Lið Hrímnis.

sætum öll mótin. [...] Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina með 199,5 stig. Hrímnisliðið stóð sig mjög vel í vetur og voru liðsmenn þess nánast alltaf í úrslitum,“ segir í tilkynningunni. Einstaklingskeppni Ísólfur Líndal 90,0 Bjarni Jónasson 88,0

Mynd: Svala Guðmundsdóttir

Þórarinn Eymundsson 85,0 Elvar Einarsson 77,5 Mette Mannseth 77,0 Liðakeppni Hrímnir 199,5 Draupnir/Þúfur 173,5 Laekjamot.is 166,5 Nánari samantekt frá lokamótinu má finna á Feyki.is undir Hestar. /BÞ

Sveitarstjórnakosningar 2014

N listinn – Nýtt afl í Húnaþingi vestra Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Forsíðumynd: Davíð Már Sigurðsson Áskriftarverð: 450 kr. hvert tbl. með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.

Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum

N listinn, Nýtt afl í Húnaþingi vestra, hefur sent frá sér fréttatilkynningu með framboðslista til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Framboðslistinn er eftirfarandi: 1. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Hvammstanga 2. Stefán Einar Böðvarsson, Mýrum 3. Elín Jóna Rósinberg, Hvammstanga 4. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Hvammstanga 5. Magnús Eðvaldsson, Hvammstanga

6. Gunnar Þorgeirsson, Fitjum 7. Leó Örn Þorleifsson, Hvammstanga 8. Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka 9. Maríanna Eva Ragnarsdóttir, Stórhól 10. Pétur R. Arnarsson, Hvammstanga 11. Ingibjörg Jónsdóttir, Syðsta-Ósi 12. Þórarinn Óli Rafnsson, Staðarbakka 13. Ómar Eyjólfsson, Hvammstanga 14. Sigrún B. Valdimarsdóttir, Dæli /BÞ


15/2014

Æskulýðsmót að Hólum í Hjaltadal

Átt þú hest til útláns? Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga, í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska hestsins, mun halda æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14–17 ára í sumar. Mótið verður haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11.–20. júlí nk. Skipuleggjendur mótsins óska eftir hestum til láns eða leigu fyrir ungmennin á meðan á dvöl þeirra stendur hérlendis. „Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 € í leigu fyrir hestinn. Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir,“ segir í fréttatilkynningu. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildarlöndum FEIF og er mótið haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa

Feykir

Heilsusamlegur, hagkvæmur og umhverfisvænn ferðamáti

Hjólað í vinnuna

þau sem koma erlendis frá á lánshestum. Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni. Keppt verður í hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en það er æskilegt. Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu á hestinum og IS-númeri hans. „Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur,“ segir loks í tilkynningunni./BÞ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 7.–27. maí næstkomandi í tólfta sinn. Að sögn Sigríðar Ingu Viggósdóttur, sviðstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, er meginmarkmið átaksins að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum ferðamáta. „Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemming á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Oftar en ekki hefur áhugi fólks á því að hjóla til og frá vinnu kviknað þegar það hefur tekið þátt í verkefninu og hefur það haldið áfram að hjóla eftir að átakinu lýkur,“ segir Sigríður og bætir við að aðalatriðið sé að fá sem flesta á vinnustaðnum til að taka þátt. Aðspurð um hvernig átakið gengur fyrir sig

svarar Sigríður að einn frá vinnustaðnum taki það að sér að fara inn á www.hjoladivinnuna.is og skráir sig og vinnustaðinn til leiks og vinnustaðinn. Bæði er hægt að skrá allan vinnustaðinn í eitt lið eða búa til nokkur lið og er þá hægt að hafa keppni innan vinnustaðarins. Eftir það geta aðrir starfsmenn farið inn á heimasíðuna og skráð sig í lið. „Meðan á átakinu stendur erum við með útdráttar-verðlaun, myndaleik og reynslusögur ásamt skemmtilegum fróðleik á heimasíðu verkefnisins www. hjoladivinnuna.is þar má nálgast allar nánari upplýsingar um verkefnið eða með því að senda tölvupóst á hjoladivinnuna@isi.is. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og um að gera að vinnustaðir skori á hvern annan,“ segir hún í lokin. /BÞ

Sumarhátíðin Bjartar nætur – Fjöruhlaðborð

Ekki Bjartar nætur þetta árið

Sumarhátíðin Bjartar nætur, Fjöruhlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi, verður ekki haldin þetta árið samkvæmt fréttatilkynningu frá Húsfreyjunum. Fréttablað með upplýsingum um viðburði á vegum

Fínerí á Fjöruhlaðborði í Hamarsbúð.

Húsfreyjanna 2014 verður dreift með vorinu. Sumarhátíðin hefur verið haldin á hverju sumri um árabil og hafa gesti sótt þangað um langan veg til að njóta þeirrar sérstöðu sem þar hefur verið boðið upp á. /BÞ

Skagfirðingar

Til hamingju með atvinnulífssýninguna og gleðilega sæluviku MOMENTUM BÝÐUR SVEIGJANLEGA OG LIPRA INNHEIMTUÞJÓNUSTU Það er einfalt og auðvelt að prófa þjónustuna - engin skuldbinding - enginn dulinn kostnaður

A R G U S 1 4 - 0904

3

Af reynslunni verður þú ríkari! Hafðu samband, við leysum málin með þér

Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is


4

Feykir

15/2014 12/2014

Skagafjarðarveitur : Rætt við Indriða Þór Einarsson um næstu verkefni

Um 60% íbúðarhúsa í dreifbýli kynt með heitu vatni

Skagafjarðarveitur urðu til vorið 2002 við samruna vatns- og hitaveitna Skagafjarðar undir nafninu Skagafjarðarveitur. Þar sameinuðust hitaveitur Sauðárkróks, Seyluhrepps og Steinsstaða og vatnsveitur Sauðárkróks, Hofshrepps og Steinsstaða. Skagafjarðarveitur vinna að endurnýjun og uppbyggingu veitukerfa á ofangreindum stöðum ásamt stækkun kerfanna eftir því sem hagkvæmt þykir. Feykir hafði samband við Indriða Þór Einarsson, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og spurði hann frétta af fyrirhuguðum framkvæmdum. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

„Af framkvæmdalista Skagafjarðarveitna fyrir árið 2014 er helst að nefna þrjár framkvæmdir sem stefnt er að ráðast í á árinu. Fyrst ber að nefna lagningu hitaveitu í Hofsstaðaplássið. Verkið felst í lagningu stofnlagnar frá Ríp í Hegranesi um Eylendið til austurs, yfir Héraðsvötn og að Hofsstaðaplássinu, þar sem tengd verða hús frá Syðri Hofdölum og Svaðastöðum að Hofsstaðaseli,“ segir Indriði. Alls verða lagðir um 10 km af lögnum í verkinu. Verkið var boðið út á síðasta ári í sama útboði og hitaveita í Hegranesi og er það Steypustöð Skagafjarðar ehf. sem vinnur verkið. Á Sauðárkróki verður skipt út elsta hluta stofnlagnar frá

dælustöð á Sauðármýrum að Sauðárkróksbraut á um 500 m kafla. Stofnlögnin þjónar neðri og ytri hluta Sauðárkróks, eða öllum bænum fyrir utan Hlíðaog Túnahverfi. „Nýja lögnin verður lögð austan við núverandi lögn þannig að hún geti verið í rekstri meðan unnið er við nýju lögnina. Þannig verður reynt að lágmarka þann tíma sem veitukerfið verður án heita vatnsins á meðan nýja lögnin verður tengd,“ segir Indriði ennfremur. Í þriðja lagi er um að ræða virkjun á holu SK 32 í Hrollleifsdal. Núverandi hola þjónar Hofsósi og sveitinni frá Miðhóli í Hólahólum að Gröf á Höfðaströnd. Verkið felst í því að fóðra holu sem boruð var árið 2012 með 10 tommu stálröri niður á 270,5 metra og dælan verður á 200 m dýpi. Einnig þarf að reisa dæluhús

yfir holuna og tengja hana við núverandi stofnlögn. Virkjun á nýrri holu mun auka afhendingaröryggi á heitu vatni til notenda og nauðsynleg viðbót þegar horft er til stækkunar veitusvæðisins.

Mælavæðing, hitaveituvæðing dreifbýlis og atvinnulífssýning Á vordögum munu starfsmenn Skagafjarðarveitna setja upp nýja rennslismæla á Hofsósi og á Hólum og er það liður í mælavæðingu þéttbýliskjarna í Skagafirði. Í haust er stefnt að uppsetningu mæla í Varmahlíð og Steinsstöðum og á næsta ári verður byrjað á uppsetningu mæla á Sauðárkróki. Króknum verður skipt í tvö til þrjú svæði og verður eitt svæði tekið fyrir á ári og verður því uppsetningu mæla lokið í síðasta lagi árið 2017. Á síðustu árum hefur grettistaki verið lyft í hitaveituvæðingu dreifbýlisins í Skagafirði en af um 350 íbúðarhúsum í dreifbýli eru í dag 200 þeirra,

Framkvæmdir

Tekið til kostanna 2014

Afbragðs stóðhestar og fljúgandi kappreiðavekringar VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

Sýningin Tekið til kostanna var fyrst haldin í Reiðhöllinni Svaðastöðum um fyrstu sumarhelgi vorið 2001, en þá var reiðhöllin ný risin og þar með var mögulegt að halda slíkan viðburð og hefur Tekið til kostanna verið haldin árlega æ síðan og alltaf um fyrstu sumarhelgi. Að sögn Ingimars Ingimarssonar sýningarstjóra kom nafnið á sýningunni þannig til að Ingimar, sem var þá sýningarstjóri, leitaði í smiðju Jóns Ormars Ormssonar sem stakk upp á að kalla sýninguna „Tekið

til kostanna á Króknum“, sem síðar var stytt í „Tekið til kostanna“. „Sýningin hefur allt frá upphafi verið vel sótt og vinsæl og aðsóknin hreint ekki verið bundin við hestasálir, sem snúast í kringum hross alla daga og hugsa um lítið annað. Markmiðið hefur frá byrjun verið að bjóða upp á fjölbreytta sýningu sem dregur fram kosti og fjölhæfni íslenska hestsins, grín og alvara í bland, stundum heilu leikþættirnir, menning og saga lands og þjóðar, sem hesturinn er svo stór hluti af. Stutt atriði og hnitmiðuð, hröð atburðarás sem gefur áhorfendum engan grið; einn kemur þá annar fer,“ segir Ingimar.

eða tæp 60%, kynnt með heitu vatni og með lagningu hitaveitu í Hofsstaðarplássið í sumar heldur þeim áfram að fjölga sem fá heitt vatn í dreifbýli. „Þessa dagana er verið að vinna að greiningu á hitaveitukostum í dreifbýli þar sem þau svæði eru tekin fyrir sem ekki hafa enn tengst hitaveitu og þegar þeirri vinnu er lokið er stefnt að því að gefa út nokkurra ára framkvæmdaplan vegna áframhaldandi hitaveituvæðingar dreifbýlisins, en markmið Sveitarfélagsins er að koma heitu vatni til sem allra flestra íbúa. Skagafjarðarveitur munu verða með sýningarbás á Atvinnulífssýningunni helgina 26. og 27. apríl þar sem starfsemi veitnanna verður kynnt og vonumst við til að sjá sem flesta,“ sagði Indriði að lokum.

Frá Tekið til kostanna 2010.

Sýningin tekur yfirleitt tvær og hálfa klukkustund með með hléi.

Mynd: Sveinn Brynjar

Sýningin í ár er laugardaginn 26. apríl og segir Ingimar að hún verði vonandi í sama anda

og að ofan greinir. „Reiðkennaradeild Háskólans á Hólum byrjar með kennslusýningu kl. 13:00 og verður grunntónninn í henni gæðingafimi, sem byggir á skilningsríku samspili manns og hests. Þeirri dagskrá lýkur svo með keppni í gæðingafimi, þar sem flinkir knapar leiða saman hesta sína (um 7-8 stk.) og þeir þrír sem best standa sig þar, munu síðan ríða til úrslita á kvöldsýningunni; þessum dagskrárlið lýkur um kl.17:00,“ útskýrir Ingimar. Kvöldsýningin hefst svo kl.20:00. „Þar verður margt á boðstólnum sem gleðja mun augað, s.s. afkvæmasýningar, munsturreið, afbragðs stóðhestar og flottar hryssur, gæðingar af öllum gerðum og fljúgandi kappreiðavekringar og fleira og fleira. Valinn verður glæsilegasti hesturinn og flottasta atriði sýningarinnar. Sjón er sögu ríkari,“ segir Ingimar í lokin. Miðaverð er kr.2.500.- og verður forsala á N1.


15/2014

Feykir

5

Listasýning Iðju-Hæfingu í Landsbankanum

meðan á sköpuninni stóð. Að sýningu lokinni hefur starfsfólk Landsbankans boðið sýnendum og aðstoðarmönnum þeirra til heljarinnar pizzuveislu og þá er sko glatt á hjalla,“ segir Jónína glöð í bragði. Iðja-Hæfing verður með sýningu Að hafa sýningu sem þessa VIÐTAL á verkum notenda Iðju í Landsgefur notendum Iðju heilmikið berglind@feykir.is bankanum á meðan Sæluvika og veitir þeim mikla gleði að stendur yfir og jafnvel nokkrum dögum lengur. Að sögn sögn Jónínu og vill hún koma Jónínu G. Gunnarsdóttur forstöðukonu Iðju-Hæfingu hófst þökkum til starfsfólks Landssamstarf Iðju og Landsbankans árið 2006 en þar hafa flest bankans vel fyrir ánægjulegt verkin verið sölu og jafnan verið tekið afar vel í þennan Netf.:tilbobbi@craft.is :: www.craft.is samstarf gegnum árin. „Það að Austurvegi 400 af Ísafjörður. S. 456 viðburð. Allur 2, ágóði sölu rennur til3110 vinnustofu Iðjunnar www.lyfja.is Smiðjuvegi 76 - Kópavogi - S: 414 1000 - í www.tengi.is hafa hlutverk samfélaginu og fer til kaupa á efni til að skapa ný verk og nytjahluti. skiptir miklu máli fyrir fatlað Listakona að störfum í Iðju-Hæfing. fólk, að geta gefið eitthvað af sér ehf. að „Við höfum verið svolítið í að duglegir að koma til okkar með hvaða þema sýningin ætti „Það ríkir jafnan mikill til samfélagsins eins og aðrir. endurnýta efni og má þar nefna ýmislegt og við skoðum hvað hafa þetta árið. Notendur tóku spenningur við undirbúning Þessi sýning er þeirra aðferð við kertakrukkurnar, en mest allt er við getum gert úr því,“ segir þá ákvörðun að þemað yrði fyrir sýningu og miklar að sýna að þau eru einhvers endurunnið, glerkrukkan, vax- Jónína. Í upphafi hvers mánaðar „vorið og sumarið“, og hefur pælingar í gangi. Svo þegar megnuð,“ segir hún og bætir við • Hollusta Korngörðum 11,Svo Reykjavík S: 540 er 8700 - www.kornax.is Hesteyri 1 Gæði - Skr.• -Ferskleiki www.dogun.is - S: og 453 5923 Norðurhellu 10,þá Hafnarfirði 512 3000 - www.mjollfrigg.is ið og þráðurinn. notum- við haldinn svokallaður notundirbúningur staðið meira sýningin er komin upp, er að- S: endingu: „Við vonum að sem náttúruna mikið og það sem endafundur en þá er m.a. fjallað minna yfir síðan um miðjan stormað á staðinn og flestir skreppi í bankann til að hún gefur, t.d. steina, trjábúta, um starfið framundan næstu janúar. Verkin sem hafa skapast afraksturinn skoðaður, þá sjá afraksturinn. Sjón er sögu Mjólkursamsalan ehf . í ljós sem trjágreinar og svo mætti lengi daga, vikur og mánuði. Í bera með sér þessar árstíðir kemur oft ýmislegt ríkari.“ Bitruhálsi 1 · 110 Reykjavík telja. Svo eru Skagfirðingar janúarbyrjun var fundað um hvað varðar liti og áferð o.s.frv. ekki verið tekið eftir Sími 569hafði 2200 · fax 569 2222

Sækja innblástur til Til hamingju með Atvinnulífssýninguna 2012 vorsins og sumarsins

DÖGUN

REIK

Kt. 540405-0340 · Vsknr. 92557 · www.ms.is

2, Reykjavík - S: 1414 www.vodafone.is Skagfirðingar! Til hamingju meðBitruhálsi atvinnulífssýninguna SkagafjörðurSkútuvogi – Lífsins gæði og- gleði 1 - Reykjavík S: 569 2200 - www.ms.is

Lynghálsi 2 - Reykjavík S: 570 0300 - www.garri.is

Dalsmári 9-11 | Kópavogi | logl.is | thinnlikami.is | 571 7000

Brautarholti 24, 105 Reykjavík s: 562 6464 - www.henson.is

STEINULL

HF.

Sundaborg 5, Reykjavík s: 517 0202 - www.arkir.is

ENSO

Borgartúni 37, Reykjavík 569 7700 :: www.nyherji.is Sauðárkróki Sími 455:: 3000 www.steinull.is

Fjölnisgötu 1b, Akureyriinfo@arctichotels.is s: 517 0202 - www.arkir.is Sauðárkróki

Háeyri 1, Sauðárkróki - www. fisk.is - S: 455 4400

www.posturinn.is

Raftahlíð www.idan.is 74, Skr. S: 453 6769

Suðurgötu 3, Skr. - S: 453 5900 & 864 5889

www.lifland.is / lifland@lifland.is

Faxafen 10, Reykjavík. - S: 517-3800 - www.enso.is

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA www.fnv.is s: 455 8000 550 Sauðárkróki

www.toyota.is

Hárgreiðslustofa Hárgreiðslustofa • Fax 453 5423 MARGRÉTAR MARGRÉTAR

Rækjuvinnsla • Útgerð Pósthólf 85 • Hesteyri 1 • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5923

:: Sími: 560Sími 5000 Eyrartröð www.vis.is 2a 220 Hafnarfirði 414 6500

• Fax 453 5423 • www.dogun.is • dogun@dogun.is

Pósthólf 85 • Hesteyri 1 • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5923

HÁGÆÐA PAPPÍR OG PRENTVÖRUR www.hskrokur.is :: Sími: 455 4000

www.rarik.is Skeifunni 2 , Reykjavík :: Sími 530 5900

Dalatúni 17, Skr., s: 453 5609

Við þökkum eftirtöldum aðilum kærlega fyrir veittan stuðning við útgáfu blaðs Borgarteigi 15 þessa 550 Sauðárkróki Sími 455 6200

ge.is

Ármúla 25, Reykjavík :: Sími 550 6000 :: www.siminn.is

KRÓKSÞRIF ...ÞRÍFUR FYRIR ÞIG

Vísindagarðar

www.krokstrif.is :: Sími: 821 6190 Háeyri 1 550 Sauðárkróki Sími 455 7930

Borgartúni 6b 550 Sauðárkróki Sími: 453 6474 oskarha@simnet.is

• ww


6

Feykir

15/2014

Spjallað við Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóra

Spennandi tímar í sjávarútvegsfyrirtækinu FISK Seafood FISK Seafood er á meðal tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Fyrirtækið stendur á traustum grunni en ákveðin straumhvörf hafa orðið í stefnu þess undanfarin misseri í átt að nýsköpun og vöruþróun. Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood tók vel á móti blaðamanni Feykis á dögunum og leiddi hann um húsakost fyrirtækisins og um leið í sannleikann um fjölbreytta starfsemi þess.

Jón Eðvald í nýju þurrkverksmiðjunni.

VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

Fiskiðja Sauðárkróks var stofnuð árið 1955. Í upphafi var hún í sameign Sauðárkrókskaupstaðar og Kaupfélags Skagfirðinga en nú er FISK Seafood alfarið í eigu Kaupfélagsins. Jón Eðvald hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 1996 en í framkvæmdastjórn eru, auk Jóns, þau Erla Jónsdóttir sem fer með fjármál og gæðastýringu, Gylfi Guðjónsson sem er útgerðarstjóri, Gunnlaugur Sighvatsson sem annast landvinnslu og eldi og Hólmfríður Sveinsdóttir, en hún hefur umsjón með nýsköpun og þróun. Fyrirtækið vann forvarnarverðlaun VÍS 2014 á dögunum en fyrirtækið hefur unnið að því að efla öryggismál

starfsmanna og innleiða bætta öryggismenningu um borð í skipum og í landvinnslum sínum undanfarin ár. Jón Eðvald segir starfsmenn fyrirtækisins hafa lagt mikla vinnu í að taka þessi öryggismál í gegn og að árangurinn leyni sér ekki. Slysum hafa fækkað, sér í lagi þeim alvarlegri og því

Jón Eðvald og Kári Heiðar í Verinu vísindagörðum.

hefur öll þessi vinna skilað tilskildum árangri. Hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns, en um 300 þegar einnig er horft til smærri fyrirtækja í eigu FISK Seafood. Fyrirtækið starfrækir fiskvinnslu á Sauðárkróki, rækjuvinnslu í Grundarfirði og er helmings eigandi rækjuvinnslu

á Hólmavík, tvo frystitogara, þrjú ísfiskskip og tvær bleikjueldisstöðvar. Jón Eðvald segir fyrirtækið vera að skoða endurnýjun á skipakosti og þá er m.a. verið að skoða nýsmíði á ísfiskskipi. „Við fáum tilboð í það í maí og fer það eftir verðinu hvort haldið verður áfram í þeim hugleiðingum.“ Einnig

Ýmsar áhugaverðar rannsóknir í gangi.

hefur fyrirtækið fengið tilboð í að breyta öðrum frystitogaranum í ísfiskskip en engar ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum, verið er að skoða allar hliðar málsins en allt er þetta liður í að auka landvinnslu. Fyrirtækið hefur verið með þurrkverksmiðju í smíðum á Sauðárkróki frá síðasta vori og er stefnt að því að koma henni í gagnið í sumar. „Þurrkverksmiðjan er hluti af þeirri stefnu að auka landsvinnsluna hjá fyrirtækinu og byggir á því að nýta hráefnið og hvern ugga sem best. Þegar vinnslan eflist og verður fjölbreyttari í frystihúsinu kemur meira hráefni þangað inn og þar af leiðandi fellur meira til. Í verksmiðjunni verður hægt að þurrka hausa, hryggi, afskurð og gera verðmæti úr öllu sem til fellur,“ segir hann. Líftæknifyrirtækið Iceprotein, sem nú er í eigu FISK Seafood, tengist þessum hugmyndum líka. „Iceprotein sérhæfir sig í framleiðslu á próteinum úr fiski og er það liður í að auka verðmætasköpun, þetta hangir allt saman,“ segir hann. Jón Eðvald segir að þessi fyrstu skref í að auka landvinnslu, þurrkverksmiðjan, eignarhaldið í Iceprotein og kaup á fiskvinnsluvélum, kalli á miklar fjárfestingar. Samtals er áætlað að verja 750 milljónum í fjárfestingar á þessu rekstrarári og tengjast þær nær allar fjárfestingum í landvinnslunni. Þegar ákveðið var að fara í byggingu þurrkverksmiðjunnar var sú stefna tekin að fá heimafólk til að reisa hana og smíða búnaðinn sem FISK lét hanna í verksmiðjuna. Að sögn Jóns Eðvalds fá gömlu skreiðarhjallarnir þó að standa áfram þegar verksmiðjan kemst í gagnið, þó svo að magn skreiðarinnar sem hangir á hjöllunum komi til með að minnka til muna. Það verður gert að beiðni ýmissa aðila úr ferðaþjónustunni í Skagafirði þar sem hjallarnir hafa verið mjög vinsælir viðkomustaðir


15/2014

ferðamanna sem heimsækja héraðið, enda tilkomumikil sjón og setja mikinn svip á svæðið umhverfis fiskiðjuna.

Skapa áhugaverð störf til framtíðar Stefna FISK Seafood til framtíðar er að auka framleiðslu fyrirtækisins enn frekar og sem fyrr segir er aukin landvinnsla liður í því. Upphafið að þeirri skipulagsbreytingu segir Jón Eðvald hafa þróast að nokkru leyti af sjálfu sér, en að fyrirtækið fari reglulega í gegnum stefnumótunarvinnu, nú síðast fyrir tveimur árum. Þá voru sett markmið til fimm ára og er verið að vinna að þeim markmiðum um þessar mundir. „Það var þessi nýsköpunar- og vöruþróunarleið sem við ákváðum að fara og skapa fjölbreyttari störf. Ef maður ætlar að auka landvinnsluna svona mikið þá kallar það á nýja tækni og þá líka á aðeins öðruvísi störf. Þar af leiðandi reynum við að tengja það inn í að mennta fólkið okkar frekar og að koma á samstarfi við skólana um það,“ segir Jón Eðvald. Fyrirtækið vinnur nú í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að undirbúningi kennsluefnis eða jafnvel braut í framhaldsskólanum í haust. Einnig hefur fyrirtækið verið í samstarfi með Farskólanum, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. „Við erum að reyna að hafa áhrif á að einhverjir stoppi í þessu,“ segir hann og brosir. Fyrirtækið hefur markvisst unnið að því að tengja sig við menntastofnanir í von um að vekja áhuga fólks á greininni og um leið að skapa áhugaverð störf innan fyrirtækisins til framtíðar. Til að mynda er Jón Eðvald í háskólaráði Hólaskóla og í stjórn Matís og Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV er í stjórn FISK Seafood. Jón Eðvald segir samstarf FISK Seafood og Hólaskóla upphaflega hafa byrjað með því að stjórnendur fyrirtækisins voru að skoða hvað fyrirtækið gæti gert sem myndi koma sér vel fyrir héraðið. „Þá varð niðurstaðan að efla menntun og að koma Hólaskóla á háskólastig. Þess vegna fórum við í að gera þetta hús upp, sem nú hýsir Verið, og létum skólann hafa það. Í fyrstu var ákveðið að það yrði leigulaust fyrstu 3 árin, svo fyrstu 6 árin og það eru 10 ár síðan og það hefur ekkert breyst,“ segir hann brosandi. „Þannig að fyrirtækið hefur stutt vel við bakið á Hólaskóla

en við höfum líka horft á það að til framtíðar nýtist þetta samstarf okkur í fiskeldi og slíku.“ Síðan fékk þekkingar- og rannsóknafyrirtækið Matís aðstöðu í sama húsnæði en það vinnur að þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. „Þá kom Iceprotein hingað fyrst á vegum Matís en í kjölfarið á því þróaðist þetta samstarf með þessum aðilum; Hólaskóla, Matís og Iceprotein.“ segir Jón Eðvald. Hann segir það enn fremur afskaplega ánægjulegt að hafa haft tækifæri til þess að skapa umgjörð undir þessa rannsóknar- og þróunarvinnu og að það sé mjög spennandi að fylgjast með hverju þetta samstarf komi til með að skila af sér, en innan veggja fyrirtækisins fara nú fram fjölbreyttar rannsóknir á sviði líftækni og starfsemi henni tengdri. Þar hafa fjölmargir háskólanemar aðstöðu til að stunda rannsóknir og njóta góðs af nálægðinni við hráefnið og að hafa afnot af þeim tækjakosti sem fiskvinnslufyrirtækið hefur fjárfest í. „Þetta er það sem maður sá fyrir sér að myndi lukkast. Að skapa kjöraðstæður fyrir fólk til að mennta sig og fá í kjölfarið spennandi vinnu til framtíðar,“ segir hann og nefnir tvo starfsmenn sem lýsandi dæmi um þessa jákvæðu starfsmannastefnu fyrirtækisins. Annars vegar Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra, sem kláraði sitt doktorsnám í aðstöðunni hjá FISK Seafood og hins vegar Stefaníu Ingu Sigurðardóttur, sem lýkur líftækninámi sínu í vor.

„Afkoman versnaði ansi mikið en langstærsti liðurinn í því voru þessi álögðu veiðigjöld. Þau fóru upp í tæplega 700 milljónir hjá FISK Seafood frá því að vera 176 milljónir árið áður og hækkuðu því um 520 milljónir. Þetta var mikil breyting í rekstri fyrirtækisins en við ráðum náttúrulega ekkert við það. Auðvitað fær maður heldur ekki reikning upp á 700 milljónir nema að reyna þá að hagræða eitthvað á móti því, þess vegna fara öll þessi fyrirtæki í að skoða sinn rekstur enn frekar.“ Jón Eðvald segist hafa miklar áhyggjur af þessari þróun og jafnframt því viðhorfi og viðbrögðum sem hann varð var við heima í héraði, þegar núverandi stjórnvöld lækkuðu þessi gjöld a.m.k. til bráðabirgða. „Til þess að setja málið í samhengi þá má segja að í þessu 250 manna fyrirtæki sé þetta uppundir þrjár milljónir á hvern starfsmann í þennan sérstaka

þessum peningum til baka. Á sama tíma og verið er að auka svona skattinn á okkur þá er verið að draga svo mikið úr þjónustunni hérna á svæðinu; heilbrigðisþjónustunni, skera niður í menntamálum o.s.frv. Þannig að það er verið að beina rosalega miklu fjármagni af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið, finnst mér,“ segir hann. „Þetta er svolítið grátlegt finnst mér, þetta er mjög slæmur tímapunktur til að vera að leggja svona auknar álögur á þessa staði út á landi. Það væri miklu meira spennandi að hafa þessa peninga inn í fyrirtækinu og geta þróað hin ýmsu verkefni. Núna eru mjög spennandi tækifæri í fyrirtæki eins og þessu, það eru fullt af verkefnum framundan og á ýmsum sviðum, eins og líftækni sem þarf mikla þolinmæði og fjármagn. Núna er tækifærið því unga fólkið er til í að koma til okkar og takast á við svona verkefni,“ tekur Jón Eðvald

Skreiðarhjallarnir með Drangey í baksýn.

Slæmur tímapunktur til að leggja auknar álögur á landsbyggðina FISK Seafood er efnahagslega traust fyrirtæki en velta fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem er eins og kvótaárið, frá 1. september til 31. ágúst, var í heildina kringum 12 milljarðar. Hjá fyrirtækinu sjálfu var hún í kringum 9 milljarðar. Hagnaður var í kringum 1340 milljónir og hefur fyrirtækið engar langtímaskuldir. „Velta fyrirtækisins minnkaði um tæpar 800 milljónir og byggðist það á því að á síðasta ári urðu miklar afurðarverðslækkanir á erlendum mörkuðum en við seljum 99% af okkar vörum til útlanda,“ útskýrir Jón Eðvald.

Framkvæmdir í nýju þurrkverksmiðjunni ganga vel.

skatt, auk annarra skatta sem fyrirtækið greiðir, sem og allra skatta sem starfsmennirnir greiða beint til viðbótar. Ef maður horfir á alla íbúa Skagafjarðar, þar sem segja má að fyrirtækið sé í eins konar félagslegri eign íbúana, er þessi skattur orðinn tæpar 700 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Skagafirði á ári, það er ansi mikið. Ég hef auðvitað miklar áhyggjur af þessu því við fáum ekkert af

fram að endingu. Eins og blaðamaður Feykis komst í raun um er starfsemi FISK Seafood fjölbreyttari en margur gerir sér grein fyrir. Þar kemur saman suðupottur þekkingar og nýsköpunar í bland við sjávarútveginn, sem hefur skipað stóran sess í íslenskri menningu og arfleifð. Það verður því spennandi að fylgjast með þessu gróskumikla fyrirtæki í framtíðinni.

Feykir

7

Stúlka úr Hrútafirði í Game of Thrones

Langar að verða leikkona

Sóley Mist til hægri ástamt systur sinni Máney

Nýlega hófust á Stöð 2 sýningar á fjórðu þáttaröðinni af Game of Thrones, en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda. Ung stúlka úr Hrútafirði, Sóley Mist Albertsdóttir í Eyjanesi, leikur hlutverk í þáttaröðinni. Feykir sló á þráðinn til Sóleyjar og spurði hana út í hlutverkið. Sóley Mist segir að hlutverkið hafi komið þannig til að vinkona móður sinnar hafi verið að leika í þáttaröðinni og það hafa vantað einn krakka í viðbót, en þrjú börn hennar leika í þáttunum. Það voru því fjórir krakkar við þessar tökur sem Sóleyju Mist lék í og tóku þær fimm daga. Tökurnar fóru fram í Þjórsárdal og segir hún að aðeins einn dagur hafi farið í tökur, hinir dagarnir hafi verið æfingardagar. „Ég hef horft á einn til tvo þætti svo ég vissi að þessir þættir voru um svona gamaldags bardagadót. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara að gera en þetta var mjög skemmtilegt," segir Sóley. Hún segist þú ekki mega segja neitt frá því sem gerist í þáttunum, en býst við að þáttur þar sem hún kemur fram verði sýndur næsta eða þarnæsta mánudag (skrifað 12. apríl, innsk. Blm.). Sjálf er Sóley ekki búin að sjá þættina. „Ég horfi bara á þá í sjónvarpinu þegar þar að kemur.“ Hún segir vini sína og skólafélaga ekki hafa fylgst mikið með þáttunum hingað til. „En nú vita allir að ég er að leika í þessu og þá eru allir spenntir að horfa.“ Við tökurnar segist Sóley hafa hitt tvo fræga leikara, rauðhærða konu að nafni Rose og hávaxinn karlmann sem hún man ekki í augnablikinu hvað heitir. Sóley hafði ekki leikið áður, en í dag er hún sannfærð um að sig langi til að verða leikkona. Hún hefur einnig mikinn áhuga á að ferðast og langar að komast til sem flestra landa. /KSE


8

Feykir

15/2014

Fegurðarsamkeppni á fjölum Bifrastar

Langt liðið frá síðustu keppni á Króknum Allangt er síðan fegurðarsamkeppni hefur verið haldin á Sauðárkróki, eða um 27 ár. Það var nánar tiltekið í Sæluviku árið 1987 sem viðskiptajöfurinn Stefán Þ. Jónsson veitingamaður og lánveitandi, og

Fagurkerinn

Nafn: Lotta Lýsól. Aldur: 40 ára Hvaðan ertu: Ég er fædd og uppalin á Tindastóli, hann pabbi minn var skíðamaður mikill og vaktmaður lyftunni. Áttu kærasta: Einu sinni átti ég kærasta... og ekki varð mér meint af því. Áhugamál: Tilraunastarfsemi með brennsluspritt sem rafmagnsgjafa, og ekki má gleyma blessuðum ritvélunum Hvað hefurðu umfram aðra keppendur? Um hvað ertu að tala maður? Ég er ekki kepp- andi, ég er meira svona frjáls- andi. Ertu bjartsýn á að vinna: Tjah, nú er þröngt í búi hjá smábyttunum, og ekki alltaf vinnu að fá, þó á ég reyndar síðdegisvaktina fyrir utan Áfengisverslun ríkisins í næstu viku.

eigandi Stebbakaffis stóð fyrir slíkri keppni. Stefán hefur verið viðriðinn ýmsa vafasama starfsemi, svo sem bruna- og tryggingasvindl, en snýr nú aftur á Krókinn. Að þessu sinni hefur hann fengið fjórar

Ungfrú Staðarhreppur

Ungfrú Seyluhreppur

Ungfrú Akrahreppur

Nafn: Unnur Linda Aldur: 28 ára. Hvaðan ertu: Úr Staðarhreppi. Áttu kærasta: Nei. Áhugamál: Söngur. Hvað hefurðu umfram aðra keppendur: Sönghæfileika... jazzgeggjari og spila á kontrabassa. Ertu bjartsýn á að vinna: Já mjög mikið, en á jafn mikla möguleika og hver annar heimsfriður.

Nafn: Hólmfríður P. Aldur: 31 árs. Hvaðan ertu: Úr Seyluhreppi. Áttu kærasta: Nei. Áhugamál: Golf og bílaviðgerðir. Hvað hefurðu umfram aðra keppendur: Ég er rosaleg með golfkylfuna. Ertu bjartsýn á að vinna: Hæfilega, en það sem ég mun taka með mér er vinskapurinn.

Nafn: Guðrún Birna. Aldur: 23 ára skvísa. Hvaðan ertu: Úr Akrahreppi Áttu kærasta: Nei, er á milli kærasta Áhugamál: Spá í bolla, ferðalög og flugferðir og „dodo,“ mér finnst það gaman. Hvað hefur umfram aðra keppendur: Skyggnigáfu. Ertu bjartsýn á að vinna: Bjartsýn á móti þessum gömlu krukkum.

Elvur Hrönn Þorsteinsdóttir, frá Helgustöðum í Fljótum, skrifar

„Þegar við sjáum Fljótin okkar“ ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN

kristin@feykir.is

Ég er Skagfirðingur. En mest af öllu Fljótakona. Þótt ég hafi ekki átt lögheimili þar í þrjátíu ár og búið nítján af þeim í Noregi þá breytir því ekkert. Ég er stolt af uppruna mínum og þakklát fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa alist upp í snjóþyngstu sveit Íslands, nyrst á Tröllaskaga. „Mamma, það er besta tilfinning í heimi þegar við sjáum Fljótin okkar,“ segir 11 ára gömul dóttir mín og sonur minn, sem er 6 ára, staðhæfir að Ísland sé besti staður í heimi. Ég er innilega sammála þeim. Samferðafólk mitt í dag kemur úr allt annari veröld, flest alið upp í stórbæ við allt aðrar

fegurðardísir til keppni, sem fram fer á sunnudagskvöldi í Sæluviku, á fjölum Bifrastar. Feykir kynnti sér keppnina og tók fegurðardísirnar tali. /KSE

Halldór á Molastöðum tók af Helgustaðarollunni sem fékk far með skólabílnum hér í vetur. og mun mildari aðstæður á gjöfulasta landbúnaðarsvæði Noregs. Hér rignir töluvert enn loftslagið er milt, jarðvegurinn næringarríkur og sjaldan frost eða snjór. Norðmenn eru áhugasamir um Ísland, íslenska hönnun og alla góðu fótboltaspilarana sem við eigum og ég þreytist seint á því að segja þeim frá bæði gömlum og nýjum atburðum sem gerðust í Fljótunum. Ég sýni þeim myndir af snjósköflum, rollum og fallegum haustlitum, segi frá hreinu lofti, töfrum sumarsins, miðnætursól, fólkinu og mannlífinu, menningunni, mannýgum nautum, göngum og réttum, ísbjarnaheimsóknum og súrum hrútspungum. Flestir hrylla sig yfir hrútspungunum en eru yfir sig hrifnir af myndinni sem

Þegar ég hugsa til baka þá var alltaf sól. Ég gleðst yfir því að vera svo heppin að eiga stóra fjölskyldu og að hafa alist upp við tryggar og góðar aðstæður í sveit þar sem mannlífið var gott, fólk hjálpsamt og glaðvært og þar sem við krakkarnir vorum álitin jafningjar hinna fullorðnu. Við vorum látin bera ábyrgð, nutum frjálsræðis, vorum hvött til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og alin upp til þess að verða sjálfstæðir einstaklingar. Þetta voru góðir tímar. Við æfðum skíðagöngu undir stjórn Trausta á Bjarnargili, við spiluðum fótbolta á sumrin á Ketilási, flykktumst í sund á kvöldin, vorum tímunum saman í skólabílnum, tókum

þátt í sauðburði og heyskap og urðum að reka beljurnar. Við vorum í barnaskóla á Sólgörðum, lærðum dönsku og landafræði, lékum okkur og borðuðum góðan mat í mötuneytinu hjá Ágústu á Stóru-Reykjum. Síðan lá leiðin í Varmahlíðarskóla og lífið varð aðeins flóknara. Okkar börn alast upp við allt aðrar aðstæður í hrærigraut hraða og upplýsingaveraldar og þar sem samfélagið gerir endalausar og oft óraunhæfar kröfur. Við erum ábyrg fyrir því að þau eigi trygga höfn og sjá til þess að þau verði sjálfstæðir og sterkir einstaklingar sem eru vel undir það búnir að takast á við lífið. Mínar heimaslóðir eru hluti af tryggri höfn minna barna og ég veit að seinna, þegar þau hugsa til baka, þá var alltaf sól í Fljótunum. ----Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hver tæki við penna.


15/2014

Feykir

9

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Rjúkandi ráð í Sæluviku

Fannst kominn tími á verk Til hamingju með Atvinnulífssýninguna 2012 eftir Jónas og Jón Múla Karlakórinn www.heimir.is

Heimir & Kristinn Sigmundsson HJÁ ERNU HÁRSNYRTISTOFA

www.landsbankinn.is

Skagfirðingabraut 6, Skr. S: 453 6069

Tónleikar í Miðgarði laugardaginn 3. maí

www.svadastadir.is að Leikfélag Sauðárkróks upp verk eftir þá félaga. Hvernig gekk að manna uppBorgarteigi 15 - Sauðárkróki :: S: 455 6140frumsýni leikverk í Sæluviku. Að þessu sinni varð fyrir valinu setninguna? -Það gekk ágætlega, Rjúkandi ráð sem er gamanmönnun var reyndar í tæpara ustöð Skagafjar ða eyp leikrit með söngvum eftir Pír lagi og einnig urðu aðeins breytSt r Ó Man, í leikstjórn Jóels Inga ingar eftir að æfingatímabilið var Sæmundssonar. Jóel er 31 árs hafið, en allt hafðist þetta nú. leikari, með BA gráðu í Acting Eins bætist alltaf við hópinn SKAGAFIRÐI þegar frumsýning nálgast, starfsSkarðseyri 2Sauðárkróki :: S: 453 5581 frá Rose Bruford. Hann hefur áður leikstýrt verkunum Jólin fólk bak við tjöldin, enda er alltaf hennar ömmu og Líf mitt í hægt að stækka hópinn. kassanum. Hvað fær fólk til að taka þátt í Feykir hitti Jóel og Sigurlaugu leikriti, jafnvel ár eftir ár? -LeikDóru Ingimundardóttur, for- listin er bara svo fjölbreytt og www.landsbankinn.is mann leikfélagsins, í lok æfingar skemmtilegt áhugamál að það er Sauðárkróki Sími 455- 4500 www.vilko.is - S: 535 4000, 452 4272 eitt kvöldið réttwww.ferrozink.is Árstíg 6, Akureyri fyrir páska, og- S: 460 erfitt1500 að slíta sig frá henni. Svo er spurði þau aðeins út í verkið. það líka allt þetta yndislega fólk Hverjir eru höfundar verksins? sem maður ver tímanum með. -Rjúkandi ráð er gamanleikrit Hvernig hefur verið að leikstýra REIÐHÖLLIN með söngvum eftir Pír Ó Man, hjá LS? Jóel: -Lærdómsríkt og Réttingar Bílamálun SVAÐASTAÐIR en það er dulnefni höfundanna skemmtilegt. www.landsbankinn.is Tjónaskoðun www.svadastadir.is *Bílamálun *Réttingar Jónasar Árnasonar og Stefáns Hverju*Tjónaskoðun eiga áhorfendur von á? KAUPFÉLAG VESTUR HÚNVETNINGA www.veidimal.is Borgarröst 5, Sauðárkrókur - S: 453 6760 / 698 4342 Borgarteigi 15 - Sauðárkróki :: S: 455 6140 Jónssonar. Tónlistin er eftir Jón -Áhorfendur eiga von á góðri og Fax: 453 6761 - Netfang: malverk550@simnet.is Múla Árnason. skemmtilegri stund í leikhúsinu, Hvers vegna varð þetta verk þar sem magavöðvarnir eiga bara ustöð Skagafjar ða eyp REIÐHÖLLIN t fyrir valinu? Lulla: -Stjórn LS eftir að styrkjast. /KSE S r

Til hamingju með Atvinnulífssýninguna 2012 kl. 20.30

NÝPRENT ehf.

REIÐHÖLLIN SVAÐASTAÐIR Áratuga löng hefði er fyrir því fannst kominn tími til að setja

Löggurnar í verkinu búa yfir álíka gáfnafari og Spaugstofulöggurnar Geir og Grani.

Forsala aðgöngumiða

www.kpmg.is í Blóma- og gjafabúðinni, Sauðárkróki og í KS Varmahlíð

ERNU TilHJÁhamingju með Atvinnulífssýninguna 2012 HÁRSNYRTISTOFA

Borgartúni 1, Skr. S: 6490 Skagfirðingabraut 6, 453 Skr. S: 453 6069

HJÁ ERNU

Bílamálun & réttingar

HÁRSNYRTISTOFA Skagfirðingabraut 6, Skr. S: 453 6069 Hvítlist hf1, Sauðárkrók Krókhálsi 3 - 110 Reykjavík Sími 569 1900 Faxatorgi S: 455 6010 - www.farskolinn.is

Aðalgata 5, Skr. S:455 5000

VERKFRÆÐISTOFA

SVAÐASTAÐIR www.svadastadir.is

Fossaleyni 21, Reykjavík | S: 530 l www.innes.is Aðalgata 21, Skr. S: 453 Skagfirðingar! Til5050 hamingju með atvinnulífssýninguna Skagafjörður – Lífsins gæði og4000 gleði Borgarteigi215Sauðárkróki - Sauðárkróki :: S: 455 6140 SKAGAFIRÐI www.kpmg.is Skarðseyri :: S: 453 5581 ustöð Skagafjar ða eyp St r T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

e

Aðalgata 24, Skr. S: 453 6765

T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

Borgartúni S: 453 6490 Borgarmýri 5, Skr. -1, S:Skr. 512 8025 - www.sutarinn.is www.kpmg.is

Trésmiðjan Ýr ehf.Ýr Trésmiðjan

Skagfirðingabraut 9a Sauðárkróki www.sjova.is www.ils.is - S: 569 6900 SKAGAFIRÐI Skarðseyri 2S: 453 5581 www.vilko.is -Sauðárkróki S: 535 4000,:: 452 4272

Suðurgötu 3 550 Sauðárkróki Sími 571 7888 www.ferrozink.is - S: 460 1500 - Árstíg 6, Akureyri

T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

www.byggdastofnun.is Ártorg 1, Sauðárkróki - S: 455 5400

Borgartúni 1, Skr. S: 453 6490

Faxatorgi 1, Sauðárkrók - S: 455 6010 - www.farskolinn.is

www.threksport.is S: 453 6363 www.vilko.is - S: 535 4000, 452 4272 KAUPFÉLAG VESTUR HÚNVETNINGA

RéttingarSúðarvogi Bílamálun Bílamálun & Reykjavík réttingar 2e,

Tjónaskoðun www.bananar.is | bananar@bananar.is I Sími:525 0100 *Bílamálun *Réttingar *Tjónaskoðun www.ferrozink.is - S: 460 1500 - Árstíg 6, Akureyri Borgarröst 5, Sauðárkrókur - S: 453 6760 / 698 4342 Fax: 453 6761 - Netfang: malverk550@simnet.is

VERKFRÆÐISTOFA

Hesthálsi 12, Reykjavík - S: 510 1200 - www.tandur.is Faxatorgi 1,Aðalgata Sauðárkrók S: 455 - www.farskolinn.is 21,- Skr. S: 6010 453 5050 p a n t o n e

Aðalgata 5, Skr. S:455 5000 Stuðlaháls 1, Reykjavík - S: 525 HÚNVETNINGA 2500 - www.vifilfell.is KAUPFÉLAG VESTUR

Fax: 453 6761 - Netfang: malverk550@simnet.is

3 0 0 5

REIÐHÖLLIN VÍÐIMELSBRÆÐUR

SVAÐASTAÐIR Hólmagrund 6, Skr. - S: 892 3559, 863 9110 VERKFRÆÐISTOFA www.svadastadir.is T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e Aðalgata Skr.8025 S: 453 5050 Borgarmýri 5, Skr. - 21, S: 512 - www.sutarinn.is T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

Réttingar Bílamálun Bílamálun & réttingar

Tjónaskoðun Borgarmýri 5, Skr. - *Réttingar S: 453 5910*Tjónaskoðun - www.atlanticleather.is *Bílamálun Fossaleyni 21, Reykjavík | S: 530 4000 Borgarröst 5, Sauðárkrókur - S: 453 6760l/ www.innes.is 698 4342

Aðalgata 5, Skr. S:455 5000 S: 455 9200 - www.tengillehf.is www.ils.is - S: 569 6900

Trésmiðjan Ýr ehf.Ýr Trésmiðjan Aðalgata 24, Skr. S: 453 6765 Fossaleyni 21, Reykjavík | S: 530 4000 l www.innes.is

eh


10

Feykir

15/2014

Nýr bar og gistiheimili opna á Sauðárkróki

Microbar & bed

Til stendur að opna nýjan bar og gistiheimili á Sauðárkróki undir nafninu Microbar & bed, á Aðalgötu 19 (gamla Apótekinu), í upphafi Sæluviku. Á bakvið þessa nýju viðbót í flóru veitinga- og gistingageirans er Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Útvík í Skagafirði. Feykir leit við á Microbar & bed á meðan framkvæmdir stóðu sem hæst.

Feðgarnir Halldór og Árni Hafstað á efri hæð gistiheimilisins.

VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

Barinn verður að samskonar gerð og sá sem Gæðingur hefur starfrækt í Reykjavík við góðan orðstír. Árni segir að stefnt sé á að opna barinn í forsælunni, laugardaginn 26. apríl, ef allt gengur samkvæmt áætlun. En þegar viðtalið fór fram voru ekki öll tilskyld leyfi komin í hús, enda framkvæmdir enn í fullum gangi. Árni segir þetta hanga allt á sömu spýtunni, varðandi brunavarnir, rekstrarleyfi vínveitingastaðarins og þess háttar. „Framkvæmdir hafa gengið mjög vel. Þetta er eins og alltaf, maður snýr blinda auganu að í byrjun. Maður heldur að það þurfi ekkert annað að gera en að ryksuga og þurrka af og svo geta fyrstu gestirnir komið. En maður veit svo sem að í húsi sem er byggt á þar síðustu öld [1897 innsk. blm.] að þá má búast við að það sé töluvert mikið sem þarf að gera, enda verður það eiginlega alveg eins og nýtt að innan. Allir veggir

nýklæddir, þetta var allt óeinangrað,“ segir hann. Barinn mun skarta veggmyndum eftir Hugleik Dagsson en það má segja að hann sé hirðlistamaður Gæðings þar sem hann hefur jafnframt hannað alla miða á umbúðir úr framleiðslu brugghússins. Barinn og gistiheimilið voru farin að taka á sig mynd þegar blaðamann Feykis bar að garði og hægt að sjá fyrir sé notalega pöbbastemningu, sötrandi svalandi drykki í góðum félagsskap, jafnvel í kvöldsólinni úti á veröndinni vestan við húsið. „Stemningin á barnum er hugsuð svo að fólk hafi ofan af fyrir sér sjálft - það á bara að koma og njóta staðar og stundar. Við ætlum að höfða til þess hóps sem hefur verið ósýnilegur síðdegis, eftir lokun Skagfirðingabúðar,“ segir Árni og brosir. „Fólksins sem hugsar til morgundagsins, með barnauppeldi og vinnu og fer því ekki á djammið.“ Ætlunin er að opna Microbar snemma á daginn, líklega um kl. 16 en að sama skapi mun hann einnig

loka snemma. „Þannig að menn geta kannski komið í framhaldi af vinnu, áður en farið er heim til að hræra í pottunum. Ég hugsa að það verði bara sama módelið og í Microbar í Reykjavík, þá lokum við fyrir afgreiðslu fyrir miðnætti, þannig að kl. 1 verði allir farnir úr húsinu án þess að við þurfum að beita andlegu eða líkamlegu ofbeldi að koma fólki út, ef það er tómt í glösunum þá fer það út. Skagfirðingar verða að fara að taka upp nýja drykkjusiði og byrja fyrr,“ segir hann í gamansömum tón. Áætlað er að gistiheimilið opni í byrjun júnímánaðar en það verður fimm herbergja gistiheimili. „Tvö þeirra verða aldrei meira en twin herbergi en þrjú geta verið double. Það verður engin þjónusta sem slík og verður afgreiðslan tengd starfsmanni barsins. Þannig að þeir sem koma í gistingu sækja lykla þangað ef það er opið,“ segir Árni.

Anna vart eftirspurn Það hefur verið nóg að gera hjá Gæðingi og segir Árni brugghúsið vart anna eftirspurn. „Eftirspurnin hefur aukist mjög mikið í vetur en einnig hefur verið skortur á hráefni. Svo má segja að við fáum svo eina jólavertíð aukreitis í vor, ef allt gengur eftir. Það fer frá okkur stór pöntun til Kanada, einhversstaðar á bilinu 12-23 þúsund flöskur af Stout. Ef það verða í kringum 20 þúsund flöskur þá er það ekki mjög langt frá jólaframleiðslunni.“ Gæðingur hefur áður fengið pantanir erlendis frá en brugghúsið hefur einnig sent tvær stórar pantanir til Eistlands. „Á meðan þetta er ekki bara ein sending þá finnst manni þetta að vera að byrja,“ segir Árni. Helsta nýjungin hjá Gæðingi þessa dagana er sú að nú er Pale Ale ölið komið á dósir og segir Árni mjög spennandi að sjá hvernig það gengur og hvað kemur í framhaldinu af því.

Ein elsta lista- og menningarhátíð landsins

Senn líður að Sæluviku

Hin fornfræga Sæluvika, sem er ein elsta lista- og menningarhátíð landsins, verður sett á sunnudaginn. Sæluvikan er að flestu leyti með svipuðu sniði og áður; mikið er lagt upp úr leiksýningum, tónleikum, kvikmyndasýningum, málverkasýningum, hestasýningum og fleiri menningartengdum viðburðum. „Sæluvikan er að segja má hápunktur skagfirsks menningarstarfs og kannski eins konar uppskeruhátíð. Á aðeins rúmlega vikutíma eru fjölmargar frumsýningar og skemmtilegir menningarviðburðir vítt um breitt um héraðið. Þar fáum við að sjá árangur þrotlausra æfinga og mikils undirbúnings sem fjöldi hæfileikaríkra einstaklinga hefur lagt á sig til að skemmta íbúum héraðsins og öðrum gestum Sæluviku. Þetta er algjörlega ómetanlegt,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Nýjungarnar í ár felast einkum í nýjum verkum sem verða flutt eða sýnd, hvort sem um er að ræða leiksýningar, tónleika, listsýningar eða annað í þeim dúr. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu er Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks í ár Rjúkandi ráð eftir þá Jónas Árnason og Stefán Jónsson, með lögum eftir Jón Múla Árnason og Karlakórinn Heimir verður með Sæluvikutónleika, en sérstakur gestur þeirra er Kristinn Sigmundsson. Myndlistarfélagið Sólon verður með samsýningu listamanna. Skemmtilegir tónleikar, undir yfirskriftinni „Þú sem eldinn átt í hjarta“, þar sem flutt verða skagfirsk lög, verða í Sauðárkrókskirkju. Þar verður einnig hið árlega Kirkjukvöld kirkjukórsins. Þá má nefna bílabíó sem verður á planinu við Skagfirðingabúð. Of langt mál væri að telja upp alla þessa viðburði, en þeir eru allir í Sæluvikudagskránni. „Ég er nú svo hæfileikalaus að ég passa mig mjög vel á að vera ekki í neinu merkilegu hlutverki í Sæluvikunni,“ segir Sigfús Ingi, aðspurður um hlutverk sitt í Sæluvikunni, og bætir við: „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að auglýsa eftir viðburðum, halda utan um dagskrána og púsla henni saman, í samstarfi við listafólkið, koma viðburðum á framfæri og halda utan um kynningarmálin. Þegar þetta er klárt rúllar dagskráin jafnan mjög vel enda byggir Sæluvikan á mjög langri hefð og allir kunna sitt hlutverk vel.“ Þú ert bóndi líka, bíða kindurnar rólegar eftir að Sæluvika og atvinnulífssýningin líði hjá? „Nei, ég á eins og þú segir nokkrar rollur, en burður á að hefjast undir lok Sæluviku. Þá er gott að vera vel kvæntur því það lendir á frúnni að taka vaktina fyrstu dagana í burði. Við reynum svo að skipta vaktinni nokkuð á milli okkar, auk þess sem karl faðir minn býr ekki fjarri okkur og hefur jafnan aðstoðað okkur við búskapinn þegar þörf er á.“ /KSE


15/2014

Feykir

11

ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI DAGANA 26. - 27. APRÍL

Skagafjörður2014 Lífsins gæði & gleði

Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL

SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL

Komdu í íþróttahúsið á Sauðárkróki helgina 26.–27. apríl og sjáðu hvað Skagafjörður hefur upp á að bjóða í þjónustu, framleiðslu og menningu á glæsilegri sýningu Félagasamtök, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðilar, framleiðendur. Skemmtiatriði á sviði – Veitingar og ýmis konar varningur til sölu á staðnum. Atvinnulífssýningin verður sett í íþróttahúsinu laugardaginn 26. apríl kl. 10:30 við hátíðlega athöfn. Ýmsir listamenn skemmta við það tækifæri. Sæluvika Skagfirðinga verður sett á sama stað sunnudaginn 27. apríl kl. 13:30. Ávarp, tónlistaratriði og úrslit í vísnakeppni Safnashússins kynnt.

Skagafjörður

Á sýningartíma verða fjölbreytt skemmtiatriði á sviði en þau verða kynnt nánar á sýningunni.

OPIN laugardag 26. apríl frá 10–17 og sunnudag 27. apríl frá 10–16 Lífsins SÝNINGIN gæði &ER gleði FRÍTT INN – allir hjartanlega velkomnir!

Málstofur í tengslum við sýninguna Skagafjörður 2014 – Lífsins gæði & gleði Laugardagur 26. apríl 2014 Kl. 11:00–12:00

Kl. 13:00–14:00

Kl. 14:30–16:00

Kl. 14:30–16:00

Þýðing héraðsfréttamiðla fyrir landsbyggðina

Ferðaþjónusta – Tækifæri til framtíðar

Skapandi greinar

Verið Vísindagarðar – Rannsóknir og nýsköpun

Birgir Guðmundsson dósent í fjölmiðlafræði við HÍ - Lýðræði, svæðisbundin miðlun og límið í samfélaginu.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. - Eru ferðamenn á Norðurlandi allt árið?

Ingileif Oddsdóttir / Þorkell V. Þorsteinsson Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - Nýsköpunar- og tækninám við FNV

Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins Vísindagarða - Verið Vísindagarðar

Þórhildur Ólafsdóttir fjölmiðlakona frá Akureyri - Að vera fréttamaður á landsbyggðinni.

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði - Sérstaða svæðisins

Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður og eigandi - Skrautmen - Frá hugmynd að veruleika.

Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur - Þörfin fyrir svæðisbundna fjölmiðla og hlutverk þeirra. Jón Jónsson þjóðfræðingur á Ströndum - Svæðismiðlar, sjálfsmynd og ímynd

Eygló Rós Agnarsdóttir framkvæmdastjóri Þórsgarðs. - Heiði í Gönguskörðum Evelyn Kuhne eigandi, leiðsögumaður og bóndi, Lýtingsstöðum - Hestatengd ferðaþjónusta á veturna – möguleikar og takmarkanir

ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI DAGANA 26. - 27. APRÍL

Sigrún Helga Indriðadóttir, handverkskona og eigandi - Rúnalist - Handverkið og sveitin Árni Gunnarsson framleiðandi - Skotta Film - Og geturðu lifað á þessu?

Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Iceproteins - Íslensk þorskprótein

Sveinn Margeirsson forstjóri og Skagafjörður2014 Eva Kuttner fagstjóri Matís

Lífsins gæðiá Sauðárkróki & gleði - Starfsemi Matís

Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri NMÍ Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI - 27. APRÍL - 26.Nýsköpunarmiðstöð Íslands SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL á Sauðárkróki

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tónlistarmaður og Laufey Skúladóttir umsjónarmaður Gærunnar. - Að bera sig eftir björginni

Skagafjörður Lífsins gæði & gleði


ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI DAGANA 26. - 27. APRÍL

12 Feykir Skagafjörður2014 15/2014

Lífsins gæði & gleði

Lífsins gæði & gleði

Listi með nöfnum og básanúmerum sýnenda:

SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL

SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL

1 Vörumiðlun ehf. 2 Steypustöð Skagafjarðar ehf. 3 Nýprent ehf. 4 Mótun ehf. Skagafjörður Lífsins gæði & gleði 5 Vinnueftirlit ríkisins 6 Sveitarfélagið Skagafjörður - Fjölskylduþjónusta 7 Skagafjarðarhafnir 8 Sveitarfélagið Skagafjörður - Framkvæmdasvið 9 AVIS bílaleiga 10 Sjálfstæðisflokkurinn 11 Vodafone 12 Sjóvá 13 Kiwanisklúbburinn Drangey 14 Urðarköttur 15 Leskrókur 16 Aðalsteinn Maríusson 17 Madara Sudare 18 Fótaaðgerðastofa Stefaníu 19 Dýrakotsnammi 20 Verið Vísindagarðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Veiðimálastofnun, Matís 21 Tindastóll 22 UMFÍ/UMSS 23 Flokka 24 Vinnuvélar Símonar ehf. 25 Fjólmundur ehf 26 Vinnumálastofnun 27 Ólafshús 28 Sauðárkróksbakarí 29 Skagafjarðarveitur 30 FISK, Hólalax og Iceprotein 31 Hólastaður 32 VG og óháðir 33 Félag slökkviliðsmanna 34 Stoð ehf verkfræðistofa 35 Tengill ehf 36 Fjölnet 37 SSNV frumkvöðlar - Ísgel 38 Gestastofa sútarans/Sjávarleður 39 Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði 40 Alþýðulist 41 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 42 Þreksport 43 Byggðastofnun 44 Farskólinn 45 SSNV atvinnuráðgjöf 46 SSNV frumkvöðlar - Vilko 47 Arion banki 48 Framsóknarfélag Skagafjarðar 49 VÍS 50 N4 51 Kaupfélag Skagfirðinga 52 Skógurinn heima 53 Skrautmen - Eftirlæti 54 Rúnalist 55 Pálína Skarphéðinsdóttir 56 Handverk Sesselju 57 Gaga 58 Freddy ehf. 59 KPMG 60 Sveitarfélagið Skagafjörður - Stjórnsýslu- og fjármálasvið 61 Sveitarfélagið Skagafjörður - Skipulags- og byggingarfulltrúi

ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓK

Sýningarsvæðið í íþ Vesturinngangur WC

6

7

8

5 6

61

60

4 49

48

50

3 47

2

46

45

35

36

34

33

44

37

Veit

1 24

25

23

26

22

27

21

Vöruinngangur

Málstofur í tengslum við sýninguna Skagafjörður Sunnudagur 27. apríl 2014 Kl. 12:00–13:30

Nýsköpun og þróunarstarf í landbúnaði Eiríkur Loftsson ráðunautur í jarðrækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins - Umfang landbúnaðar í Skagafirði.

Sólborg Una Pálsdóttir verkefnisstjóri - Urðarköttur ehf. - Nýting minkafitu

Gunnar Sigurðsson bóndi, Stóru-Ökrum 1 Horfum lengra - Nýtum tækifærin.

Bergsveinn Þórsson s væðisstjóri, Norðurlandsskógum. SkógræktíSkagafirði–Möguleikarínútíðogframtíð

JónÞórJósepssongæðastjórihjáMjólkursamlagiKS - Að breyta ostamysu í arðbæra framleiðsluvöru Einar Einarsson ráðunautur og loðdýrabóndi, Skörðugili - Minkarækt

Sigurður Baldursson skógarbóndi, Páfastöðum - Að rækta nýjar hefðir


15/2014 09/2013

KI DAGANA 26.–27. APRÍL

þróttahúsinu 9

10

11

12

59

58

51

52

13

57

14

56

55

53

15

16 17

54

18 19 43

42

41

40 39

38

20 32

31

tingar 28

29

30

Svið Stjórnstöð

Veggur SVF.

Inngangur

r 2014 – Lífsins gæði & gleði Kl. 14:30–15:30

Umhverfismál Ómar Kjartansson framkvæmdastjóri Flokku - Flokkun til fjár Sigríður Magnúsdóttir formaður Umhverfis- og samgöngunefndar - Sveitarfélagið Skagafjörður – Umhverfismál Gunnlaugur Sighvatsson yfirmaður landvinnslu og eldis hjá FISK Seafood - Umhverfismál – vandamál eða verðmæti?

Feykir

13


14

Feykir

15/2014


15/2014

Spjallað við Sigfús Inga Sigfússon verkefnastjóra

Lífsins gæði og gleði haldin í þriðja sinn „Ég hef tvær hörkukonur með mér í öllum undirbúningi, þær Ingunni Ástu Jónsdóttur og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur Kristín Sigurrós Einarsdóttir sem starfa fyrir SSNV. Undirbúningur hefur gengið með ágætum. Við gerðum litla skoðanakönnun í lok síðasta árs meðal þátttakenda á síðustu sýningu og niðurstaða hennar var sú að flestir vildu hafa sýningarnar á tveggja ára fresti. Það lítur út fyrir ágæta þátttöku og að við förum langt með að fylla allt það básarými sem húsið leyfir,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði sem að þessu sinni hefur yfirumsjón með atvinnu-, mannlífs- og menningarsýningunni Lífsins gæði og gleði. VIÐTAL

Í ár eru allmargir nýir aðilar sem taka þátt, en einhverjir eru ekki með, sem hafa verið með áður. -Það er eðlilegt að hreyfing sé á þátttökunni enda stendur misjafnlega á hjá mönnum hverju sinni. Við erum með nokkra nýja þátttakendur eins og bátasmíðafyrirtækið Mótun, Urðarkött sem framleiðir m.a. græðandi smyrsl úr minkafitu, allmarga frumkvöðla sem eru að fram-

leiða fjölbreyttar hönnunarvörur og þannig mætti áfram telja,“ segir Sigfús Ingi. Heilt yfir segir hann sýninguna verða með svipuðum hætti og áður, fjölbreytnin sé í fyrirrúmi, enda fyrirtækjaflóran á svæðinu ótrúlega fjölbreytt. Samhliða sýningunni fara líkt og áður fram málstofur um fjölbreytt málefni. Má þar m.a. nefna málstofur um rannsóknir og nýsköpun, skapandi greinar,

þýðingu héraðsfréttamiðla fyrir landsbyggðina, landbúnað, ferðaþjónustu, umhverfismál og fleira. Að auki verður svið í sýningarsalnum og þar verður sýningin sett á laugardeginum og Sæluvika Skagfirðinga á sunnudeginum. Þar verða jafnframt fjölmörg önnur atriði, m.a. tískusýningar. Sigfús segir ávinning sveitarfélagsins af sýningunni vera margvíslegan. „Reynt er að

vekja athygli á þeim fjölmörgu og öflugu fyrirtækjum og stofnunum sem hér starfa, en ég held að það sé óhætt að fullyrða að óvíða sé að finna jafnmikla fjölbreytni í atvinnulífi á einum stað, ekki síst þegar höfð er í huga stærð svæðisins. Það skýrist m.a. af því hversu öflug framleiðslustarfsemi er í héraðinu. Þá er sýningin til þess fallin að vekja athygli á starfsemi ýmissa frumkvöðla og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð frá mörgum sem segja að fyrri sýningar hafi skipt miklu máli í því að vekja athygli á þeim og hjálpað til við markaðssetningu. Ávinningurinn er því kannski fyrst og fremst fólginn í því að sýningin er risastór markaðssetning á Skagafirði og öllu því helsta sem hann hefur upp á að bjóða.“ Sigfús Ingi segir óhætt að fullyrða að þessi ávinningur hafi skilað sér, enda þátttaka sýnenda verið góð og gestafjöldi skipt þúsundum hingað til. „Við rennum auðvitað nokkuð blint í sjóinn með gestafjölda en á síðustu sýningu var áætlað að talsvert á fjórða þúsund gestir hafi sótt hana. Við stefnum á að

Karlakórinn Heimir

Með Kristni Sigmundssyni í Miðgarði og Hörpu VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Karlakórinn Heimir ræðst sjaldan á garðinn þar sem hann er lægstur og framundan hjá kórnum eru tónleikar með Kristni Sigmundssyni í Menningarhúsinu Miðgarði og Hörpu. Eftir töluverðan aðdraganda greip kórinn tækifærið til að fá Kristinn með sér á þessa tvenna tónleika. Gísli Árnason og Jónas Svavarsson, sem báðir sitja í stjórn kórsins, litu inn hjá Feyki á dögunum og sögðu frá því sem er framundan hjá kórnum í Sæluviku. „Þetta er svona viðleitni til að brjóta upp dagskrána, sem við höfum verið að gera alveg frá aldamótum. Í nokkur ár vorum við með söngsýningar í stærri kantinum, svo rennur það sitt skeið á enda, þá ákváðum við að prófa þetta form, að fá landsþekkta söngvara til liðs við okkur í hluta af pró-

Karlakórinn Heimir ásamt Thomas Higgerson undirleikara og Stefáni Gíslasyni stjórnanda kórsins.

gramminu. Við erum að reyna að auka fjölbreytnina á tónleikum okkar,“ útskýra þeir félagar. Hugmyndin um liðsinni Kristins er þó ekki alveg ný af nálinni því henni var fyrst velt upp fyrir tveimur og hálfu ári, og þá varðandi Þrettándatónleika. Það náðist ekki þá, svo tækifærið var gripið nú, enda eru svona tónlistarmenn bókaðir langt fram í tímann.

Vissulega fylgir tónleikum af þessu tagi aukinn kostnaður en því hefur kórinn reynt að leita eftir styrkjum og tryggja þokkalega aðsókn á tónleikana, til að vega upp á móti kostnaði. Heimismenn telja mikilvægt að geta boðið upp á svona menningarviðburði heima í héraði, og er þetta ákveðin viðleitni til þess. „Að þessu sinni erum við með forsölu á tónleikana hér í

Miðgarði í Blómabúðinni og KS Varmahlíð, það er takmarkaður fjöldi miða og hvetjum við fólk til að tryggja sér miða í tíma.“ Það ríkir talsverð spenna og stemning í herbúðum kórsins vegna tónleikanna í Hörpu, enda í fyrsta sinn sem kórinn kemur fram þar og auk þess stærsti salurinn sem þeir hafa sungið í. Þeir segjast þó hafa sungið fyrir fleiri áhorfendur

Feykir

15

gestir verði enn fleiri í ár. Við höfum ekki þurft að kvarta yfir aðsókn heimamanna og höfum fengið þau viðbrögð frá mörgum að þeir séu hissa á því hve gróskan sé mikil hér,“ bætir Sigfús Ingi við. „Eins voru mjög margir sem búa utan Skagafjarðar sem sóttu síðustu sýningu en það tel ég vera mjög jákvætt. Varðandi sjónvarpsútsendingar ákváðum við að breyta til í ár og í stað þess að vera með beinar útvarpsútsendingar hluta úr degi, fórum við þá leið að semja við sjónvarpsstöðina N4 um nokkurra daga umfjöllun um sýninguna og héraðið og eigum von á að þetta skili enn betri markaðssetningu á sýningunni og samfélaginu,“ segir Sigfús Ingi. En væri ástæða til að fara með sýninguna suður yfir heiðar til að ná til fleira aðila? „Ja, það er góð spurning. Sýningin er það umfangsmikil að ég held að það yrði erfitt að flytja hana suður, en það er ómögulegt að segja hvert þessi hugmynd getur þróast í framtíðinni,“ segir Sigfús í lokin.

utanhúss, líklega mörg þúsund, á heimssýningunni Expo 2000 í Hannover í Þýskalandi. „Það má ekkert klikka og tónleikarnir í Miðgarði verða flott generalprufa fyrir Hörpuna. Kristinn kemur á svæðið 1. maí og þá höfum við æfingu með honum. Þessir söngvarar sem við fáum með okkur detta bara inn í okkar prógramm, oft er ekki tími nema fyrir eitt rennsli með þeim,“ segja þeir Gísli og Jónas og bæta við að það ríki ekkert meiri sviðsskrekkur en venjulega, bara tilhlökkun og eftirvænting. Það má þó lítið út af bregða, því snemma morguninn eftir Sæluvikutónleikana í Miðgarði verður lagt af stað suður og því stendur kórinn ekki fyrir dansleik eftir tónleikana eins og venja hefur verið. Nú nálgast sauðburður og í Karlakórnum Heimi eru margir bændur. Ætli lömbin bíði eftir að Sæluvikan sé frá? „Ari [Jóhann Sigurðsson, innsk. blm.] miðar sinn búskap við konserta og það ættu menn raunar að gera,“ svara Gísli og Jónas að bragði. „Við erum vanir að fara með tónleika á höfuðborgarsvæðið fyrr að vorinu, en núna kemur sauðburðurinn eins og skratt-inn úr sauðaleggnum,“ segja þér og glotta.


16

Feykir

15/2014

Guðbjörg Óskarsdóttir er Gaga

Varð til í fæðingarorlofinu

K

! n u k lik

Feykir býður á ný upp á snilldar áskriftartilboð í samstarfi við verslanir Olís um allt land.

Púðaverin frá Gaga skarta myndum úr íslenskri náttúru.

VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

Gaga er nýtt vörumerki sem hefur vakið hefur athygli fyrir fallegar vörur bæði fyrir heimilið og fyrir konur. Feykir hafði samband við konuna á bakvið Gaga og spurði hana út í nýja reksturinn en sú heitir Guðbjörg Óskarsdóttir og er frá Sauðárkróki. „Gaga varð til í fyrra þegar ég var í fæðingarorlofi og var að dunda mér við að gera armbönd og annað skart úr leðri og steinum sem ég fór síðan að selja þegar magnið var orðið of mikið,“ segir Guðbjörg um upphaf fyrirtækisins. En hvaðan kemur nafnið? -„Nafnið Gaga kemur frá systur minni en þegar hún var lítil þá gat hún ekki sagt Guðbjörg og kallaði mig Gaga,“ segir hún og hlær. Guðbjörg segist alltaf hafa haft gaman af handavinnu og ljósmyndun og að föndurgenið sé í blóðinu. „Mamma hefur alltaf saumað og prjónað mikið og eins er systir mín mjög dugleg í höndunum,“ bætir hún við. „Ég var síðan að leita að lausn til að fegra heimilið og datt í hug að setja myndir úr íslenskri náttúru á púðaver. Fyrst gerði ég það bara fyrir sjálfa mig

Guðbjörg hannar og framleiðir munstraðar leggings.

en fékk svo góðar viðtökur frá fólkinu mínu að ég ákvað að fara að selja þau.“ Alveg eins og þegar hugmyndin að púðaverunum kom upp, þá segist hún hafa verið að prófa fyrir sjálfa sig að setja myndir sem hún hafði tekið á leggings. „Það kom furðu vel út og í framhaldi af því fór ég einnig að teikna mynstur í photoshop til að setja á leggings.“

Stefnir á að stækka vöruúrvalið Guðbjörg segist stefna á það að stækka vöruúrvalið og koma fleiri myndum á púðaver en svo er í vinnslu að koma púðaverunum í sölu í verslunum. „Ég er einnig í viðræðum við frænda minn sem er áhugaljósmyndari um samstarf og hlakka ég mjög mikið til þess enda á hann alveg svakalega flottar myndir.“ Guðbjörg verður með bás á atvinnulífssýningunni Lífsins gæði og gleði og mun kynna vörurnar sínar þar. Einnig er hægt að skoða þær á Facebook undir nafninu Gaga. „Þetta er nú ekki stórt í sniðum hjá mér og því er ég ekki með mikinn lager en hann stækkar svona smá saman en það er alltaf hægt að panta hjá mér þó svo að varan sé ekki til á lager,“ segir hún að endingu.

1 0.000 króna inneign

Nýir áskrifendur að Feyki í apríl og maí 2014 fá Olís-lykilinn með 10.000 króna inneign. Nýir áskrifendur skuldbinda sig til áskriftar á Feyki í a.m.k. eitt ár. Þú hringir í áskriftarsíma Feykis - 455 7171 eða sendir póst á feykir@nyprent.is og færð sendan Olís-lykil og viðskiptakort. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja lykilinn og njóta afsláttanna sem lykillinn býður upp á og 10.000 krónu inneignarinnar... – já og að sjálfsögðu Feykis!

Ótal fleiri afsláttarkjör fylgja Olís-lyklinum Feykir er félagi sem þú vilt ekki vera án! Blaðið kemur út 48 sinnum á ári og jafnan stútfullt af fréttum og dægurefni frá Norðurlandi vestra! Verð til áskrifenda er kr. 450.* Tilboðið gildir til 31. maí 2014

Það er snjallt að gerast áskrifandi að Feyki núna!


15/2014

Frá morgni til kvölds

Fylgist með fjölbreyttu menningarlífi á svæðinu

( RABB-A-BABB )

NAFN: Vala Kristín Ófeigsdóttir ÁRGANGUR: 1987 FJÖLSKYLDUHAGIR: Í sambúð með Helga Hrannari og á

með honum tvö börn, þau Valþór Mána og Dagmar Helgu . BÚSETA: Kirkjugata 9 á Hofsósi HVERRA MANNA ERTU: Ég er dóttir Ófeigs Gestssonar og Dagmarar Ásdísar frá Þrastastöðum. Er að mestum hluta alin upp á Hofsósi að utanskildum 7 árum á Blönduósi. STARF / NÁM: Kenni í Grunnskólanum austan Vatna og er nemi í viðburðarstjórnun á Hólum. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Verknám í viðburðarstjórnun, Katy Perry tónleikar í Manchester og almenn gleði.

Ingibergur við skrifborðið.

UMSJÓN Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Ingibergur Guðmundsson á Skagaströnd hóf störf hjá SSNV, þar sem hann starfar bæði hjá Menningarráði Norðurlands vestra og Atvinnuþróun SSNV, haustið 2007. Áður hafði hann m.a. verið framkvæmdastjóri fiskmarkar á staðnum og kennari og skólastjóri við Höfðaskóla. Hann gæti vel hugsað sér að gerast atvinnumaður í golfi en telur að til þess þyrfti hann að bæta forgjöfina umtalsvert. Vinnudagur Ingibergs, sem svarar hér nokkrum spurningum um starf sitt, hefst á hefðbundnum tíma klukkan átta að morgni, en við byrjum á að forvitnast um hvað hann fær sér í morgunverð. -Það er býsna misjafnt, stundum hafragraut eða kornflex, stundum brauð, oftast einhverjir ávextir með. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum vinnudegi hjá þér? -Opna tölvuna að morgni, skoða tölvupósta og svara þeim. Síðan taka við önnur verkefni dagsins en þar eru sjaldan tveir dagar eins. Í menningarhlutanum eru stundum umsóknarferli í gangi og þá er ég að taka á móti umsóknum og gera þær klárar fyrir menningarráðið sem tekur ákvarðanir um úthlutanir. Svo þegar búið er að úthluta þá er að svara umsækjendum og ganga frá samningum við styrkhafa. Þegar styrkhafar hafa lokið sínum verkefnum þá þurfa þeir að skila stuttum greinargerðum. Einnig þarf að ganga frá greiðslum til styrkhafa. Þegar umsóknarferli er ekki í gangi þá

er skýrslugerð og margs konar önnur samskipti við styrkhafa og opinbera aðila. Þá er ótalinn sá þáttur að sækja ýmsa menningarviðburði sem Menningarráð hefur styrkt. Ég tel þennan þátt mikilvægan, bæði til að fylgjast með hvernig verkefnin ganga en einnig til að votta styrkhöfum viðurkenningu sem lagt hafa á sig ómælda vinnu, oft launalaust, til að koma verkefnunum á koppinn svo allur almenningur geti notið þeirra. Í atvinnuþróunarþættinum þá reyni ég að sinna þeim verkefnum sem mér eru falin, hvort sem það er fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, einstaklinga eða innri málefni SSNV. Stundum er það skýrslugerð, stundum ráðgjöf, nefndavinna, undirbúningur málþings o.s.frv. Fjölbreytnin er mikil og ýmislegt í gangi hverju sinni. Þannig líður hver dagur, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Hvað er gert í kaffitímum? -Drukkið kaffi og spjallað. Ég er svo heppinn að fleiri aðilar eru með skrifstofur í sama húsi svo við kaffiborðið eru flest vandamál landsmanna leyst af festu og öryggi. Hvernig eyðir þú hádegishléinu? -Skrepp heim og fæ mér eitthvað í gogginn. Hvað er best við starfið? -Fjölbreytnin. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Ef þú þyrftir að skipta um starf hvað gætir þú hugsað þér að gera? -Gerast atvinnumaður í golfi, verst að forgjöfin þyrfti víst að batna verulega til að það væri raunhæft. Eitthvað minnisstætt úr vinnunni sem þú vilt deila með lesendum? -Minnisstæðir þættir eru margir; eftirminnilegir tónleikar, ásækin list-

Vala Kristín Hvernig nemandi varstu? Ég var fyrirmyndarnemandi í grunnskóla, kannski ekkert sérstaklega frábær nemandi í háskóla enda margt annað að gera á fullorðinsaldri en að sitja heima og lesa. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég var fermd í Hofskirkju þann 19. maí. Að athöfn lokinni var mikið um myndatökur fyrir utan kirkjuna enda dásemdar veður. Það vildi ekki betur til en ég gleymdist á Hofi. Ég dokaði við í smá stund og var að lokum sótt af móður í tremmakasti. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kennari eða sauðfjárbóndi. Hvað hræðistu mest? Ótímabær dauðsföll og heilsubrest. Besti ilmurinn? Af nýfæddu barni. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)? Ég er nú mikill trendsetter í tónlistarbransanum. Ég og vinirnir hlustuðum mikið á Villa Vill, Óskar Pétursson, Helenu Eyjólfs og fleiri snillinga. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? I Will Survive, enginn vafi! Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Ég horfi ekki mikið á sjónvarpið, en ég

sýning, fróðleg bók, lærdómsrík ráðstefna, vel hannað safn og setur, fjölbreytt og skemmtileg hátíð, góð leiksýning, vel gerð heimildarmynd, fundur menningarráðs um úthlutun styrkja, samstarfið við kollega mína í atvinnuþróuninni og í öðrum landshlutum o.s.frv. Allt þetta

reyndi oft að sjá Banshee þrátt fyrir að hafa verið óglatt allan tímann og tuðað yfir stöðugum óhugnaði. En núna er ég ekki lengur með Stöð 2 svo það er liðin tíð. Það þarf ekki að óttast voðaverkin í Kiljunni. Besta bíómyndin? Hér var ég búin að hugsa mikið og velta upp mörgum valkostum, upp í hugann komu margar myndir með Morgan Freeman enda er hann einn af mínum uppáhalds. Svo þegar öllu var á botninn hvolft þá verð ég að segja að Stella í orlofi er klárlega besta bíómyndin. Það kemst enginn með tærnar þar sem Salómon Gustafson hefur hælana. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ætli ég verði ekki að segja Hrund Jóhannsdóttir, að hún sé minn uppáhalds íþróttamaður. Á eftir henni kemur Gunnar Nelson. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Það er nú ekki margt, þar sem Helgi er afar vandvirkur. Ætli ég eldi ekki aðeins bragðbetri mat og þrífi klósettið betur. Eins tel ég mig vera betri nuddara. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Humarsúpa. Hættulegasta helgarnammið? Bland í poka í KS Hofsós á 50% afslætti og kók í dós.

og margt annað mætti nefna og erfitt að velja eitthvað eitt úr. Í heild er menningarlíf á Norðurlandi vestra gott, fjölbreytt, þroskandi, gefandi og skemmtilegt. Í hverri viku, allan ársins hring, er eitthvað að gerast einhvers staðar á svæðinu. Það þarf bara að

Feykir

17

oli@feykir.is

Hvernig er eggið best? Soðið með kavíar. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég gleymi hvar ég læt hlutina. Það er mjög pirrandi. Ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir aðra. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Má bara segja eitt atriði? Þá er það sérhlífni. Ef ég má segja mörg atriði þá eru það óheiðarleiki, frumkvæðisleysi og mislyndi. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn. Sódóma Reykjavík er mín heimsspeki. Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar allir hænuungarnir á Þrastastöðum drekktu sér í vatnsbala og Valdís systir grenjaði úr sér augun. Ætli ég hafi ekki verið svona þriggja ára, þessar grenjur eru mjög eftirminnilegar. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Það væri ekki amalegt að vera Angelina Jolie af augljósum ástæðum – hún á svo mörg börn. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Þessa dagana les ég aðallega barnabækur og námsbækur. Ég nýt þess nú meira að lesa barnabækurnar en Einar Áskell og Tóta tætubuska eru í sérlegu uppáhaldi. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ég læt fara í taugarnar á mér þegar aðrir í kringum mig festast í frösum og setningum. Ég reyni því eftir mesta megni að fá ekkert svona á heilann. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Ég verð að segja að mamma mín sé mikilvægasta persónan í mínu lífi, bæði fyrr og síðar. Enda sést það best á því að ég kaus að kaupa mér hús við hliðina á henni. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Ég myndi bregða mér í Ameríkuhrepp og tæma tvíburaturnana þann 11. september 2001. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Konan með 200 kílóa andlitið.

Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...Á staðinn þar sem Malaysia Airlines lenti, ég er afar forvitin að vita um afdrif farþeganna. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Kodda, tannbursta og hníf.

fylgjast vel með og þá finnur maður alltaf eitthvað spennandi. Bara í þessari viku eru leiksýningar, sagnanámskeið, félagsvist, tónleikar, kvikmyndasýningar og hestamót svo eitthvað sé nefnt. Tækifærin eru til staðar, komdu bara og njóttu þeirra.


18

Feykir

15/2014

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Hvað getum við gert fyrir atvinnulífið?

Farskólinn er öflug símenntunarmiðstöð sem starfar á Norðurlandi vestra. Ein af stóru áherslunum í starfi Farskólans er að mæta þörfum fyrirtækja og stofnana fyrir endurmenntun starfsfólks. Í kjölfar rannsókna á menntun á Norðurlandi vestra sem gerðar voru á síðasta ári á vegum verkefnis sem kallast „Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvestur kjördæmi“ og kynntar voru fyrir íbúum á dögunum, hefur áhersla á menntunarþarfir vinnustaðanna og nálgun við atvinnulífið aukist enn frekar. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Að sögn Harðar Ríkharðssonar, verkefnastjóra hjá Farskólanum, leiddu áðurnefndar rannsóknir í ljós að áhugi og þörf atvinnulífsins fyrir sí- og endurmenntun er enn meiri en fyrirfram var talið. „Stjórnendur vilja láta hnippa í sig og starfsfólk hefur mikinn áhuga,“ segir Hörður. Í framhaldi af tilraunaverkefninu var ákveðið að ráða til starfa fræðsluerindreka, en í þeirra hlut kemur að fylgja niðurstöðum rannsóknarinnar

eftir og skipuleggja klæðskerasaumuð námskeið með þarfir atvinnulífsins að leiðarljósi. Starfi fræðsluerindreka sinnir Hörður í 50% stöðugildi en aðrir starfsmenn Farskólans koma einnig að þessu viðamikla verkefni. Fræðsluerindrekar eru þegar farnir að heimsækja fyrirtækin og einnig hefur Farskólinn fengið heimsóknir frá vinnustöðum. Þungamiðja hverrar heimsóknar fer eftir þörfum viðkomandi vinnustaðar. Hörður segir að mikið sé verið að horfa á starfsnám á vettvangi fyrirtækjanna. „Allt eftir þörfum og

vilja þeirra, þar sem jafnvel er farið inn í fyrirtækin og námskeiðin haldin þar á vinnutíma. Þá eigum við til ýmsar námskrár, vottaðar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og styrktar af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), sem má auðveldlega sveigja að þörfum fyrirtækja í ýmsum starfsgreinum.“ Sem dæmi um almenn námskeið nátengd atvinnulífinu má nefna að um þessar mundir stunda þrír hópar nám í Skrifstofuskólanum, sem kenndur er samkvæmt einni af áðurnefndum námskrám FA. Í þeim hópum eru ýmsir sem vilja efla

Úr starfi Farskólans.

sig í núverandi starfi, eða hafa áhuga á að skipta um starfsvettvang. Þá má nefna að töluverð uppsveifla er í íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga og sífellt er leitað nýrra leiða til að ná sem best til þeirra sem sækja slík námskeið. Fisktækninám er í undirbúningi, í samvinnu við FISK Seafood hf., Fisktækniskólann í Grindavík og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fleiri fræðsluverkefni má nefna eins og tungumálanámskeið í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Austur-Húnavatnssýslu og námskeið í verkefnastjórn og markaðs-

Mótun plastbátaverksmiðja á Sauðárkróki

Smíði fyrsta bátsins hafin VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Eftir nokkurra ára undirbúningsvinnu hefur plastbátaverksmiðjunni Mótun verið komið á laggarnir á Sauðárkróki. Þá hefur ný námsbraut litið dagsins ljós við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) þar sem sú iðn að framleiða plastbáta úr trefjum er kennd. Stefnan er sú að skólinn verði leiðandi á þessu sviði og að þekking nemenda nýtist heima í héraði. Feykir hafði samband við Stefán Vagn Stefánsson, formann byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, og spurði hann um aðdragandann að stofnun verksmiðjunnar og hvernig starfsemin færi af stað. „Sveitarfélagið hefur verið í vinnu undanfarin ár, í samvinnu við bæði atvinnulífið og FNV, um að efla trefjaiðn í

Skagafirði. Ný námsbraut hefur litið dagsins ljós við FNV og er skólinn leiðandi í þeirri vinnu á landsvísu. Að fá inn á svæðið fyrirtæki sem framleiðir úr trefjum og getur tengt saman atvinnulífið og skólann, og nýtt þekkingu nemenda heima í héraði,“ sagði Stefán um aðdragandann að því að þessari verksmiðju var komið á laggirnar á Sauðárkróki. Aðkoma sveitarfélagsins að verksmiðjunni hefur verið nokkuð umdeild og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. „Einhverjir hafa gagnrýnt það að sveitarfélagið komi að rekstri fyrirtækja. Ég hef bent á það að það sé ekkert óeðlilegt við það að sveitarfélagið komi að því að efla atvinnulíf í héraðinu með því að draga inn nýja atvinnugrein og styrkja tímabundið meðan verkefnið er að komast á fæturna. Aldrei hefur staðið til að sveitarfélagið muni eiga hlut sinn um ókomna tíð heldur er

Fullbúinn Gáskabátur kominn á sjó.

eingöngu verið að stuðla að fjölbreyttari atvinnu í Skagafirði. Mörg fordæmi, bæði héðan úr Skagafirði og annars staðar, eru fyrir því að sveitarfélög komi að rekstri félaga og yfirleitt með það að markmiði að styrkja atvinnu líkt og er í þessu tilfelli,“ sagði Stefán Vagn.

Mótið sem notað er við smíði bátanna.

Mynd: Reginn Grímsson

Í verksmiðjunni verða smíðaðir svo kallaðir Gáska bátar, í mismunandi útfærslum, en möguleikar eru á að framleiða aðrar vörur úr trefjum samhliða og með bátasmíðinni. Gert er ráð fyrir að bátarnir verði afhentir fullbúnir úr verksmiðjunni eða eftir samkomulagi hverju sinni. Reiknað er

Mynd: Farskólinn

setningu á netinu fyrir heilsársstarfsmenn í ferðaþjónustunni, sem var mjög vel sótt. Farskólinn skipulagði einnig tvö stór námskeið fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, annað í verkefnastjórnun og hitt í stjórnun og samskiptum. „Við viljum gera meira af því að þjónusta atvinnulífið á svæðinu og erum markvisst að efla þjónustu við fyrirtækin,“ segir Hörður. Hann vill að lokum hvetja forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til að setja sig í samband við Farskólann og fá kynningu á því sem kann að vera í boði. með að geta framleitt um sex báta á ári þegar framleiðslan er kominn í fullan gang, en þegar liggja fyrir pantanir á tveimur bátum þrátt fyrir að markaðssetning sé ekki hafin. Sá fyrri verður fullbúinn í sumar. Verksmiðjan er til húsa við Sæmundargötu á Sauðárkróki, þar sem áður var rekið bifreiðaverkstæði Áka. Að sögn Stefáns er búið að gera lagfæringar á því húsi til þess að það geti rúmað slíka framleiðslu. „Starfsemin er hafin og verið er að undirbúa vinnu við fyrsta bátinn. Nú þegar hafa verið ráðnir tveir starfsmenn en gert er ráð fyrir einum til viðbótar, auk þess er gert ráð fyrir að taka inn menn í tímabundna vinnu þegar álagið er þess eðlis,“ sagði Stefán Vagn. Stefán segir það von þeirra sem að verksmiðjunni standa að fyrirtækið njóti góðs af því að umrædd námsbraut sé til staðar við FNV og að fyrirtækið nýtist FNV til kennslu nemenda. Stefán er vongóður um að trefjaiðnaðurinn geti vaxið enn frekar á svæðinu. „Mín skoðun er sú að möguleikarnir séu mjög miklir í úrvinnslu á trefjum og hef ég trú á því að þetta fyrirtæki geti vaxið og dafnað vel hér í Skagafirði.“


15/2014

Feykir

Kaupfélag Skagfirðinga 125 ára þann 23. apríl

Hagnaður upp á 1,7 milljarða á síðasta ári Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn laugardaginn 12. apríl sl. Í ársskýrslu fyrir síðasta ár kemur fram að hagnaður ársins var 1,7 milljarðar króna á móti 2,2 milljörðum árið áður. Eiginfjárhlutfall er nú um 67% en eigið fé fyrirtækisins er um 21,5 milljarðar. Veltufé frá rekstri var 2,7 milljarðar í árslok. Í inngangsorðum Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra að ársskýrslu kemur fram að starfsemi félagsins hefur tekið miklum stakkaskiptum síðasta aldarfjórðunginn. Til að mynda hefur sjávarútvegur fjórfaldast að umfangi, sauðfjárslátrun fjórfaldast og vinnsla mjólkurafurða þrefaldast síðan árið 1989. Heildarfjöldi starfsmanna var rúmlega 700, sem er nokkur fjölgun á milli ára. Stærstu einstöku rekstrarþættir í samstæðu félagsins eru: Kaupfélag Skagfirðinga svf. 10,0 milljarðar, FISK Seafood hf. 9,5 milljarðar, Fóðurblandan hf. 6,2 milljarðar, Sláturhús KVH ehf. 1,7 milljarðar og Vörumiðlun ehf. 1,0 milljarðar. Stærstu einstöku fjárfestingarnar á síðasta ári voru í mjólkursamlagi, þar sem lokið var uppsetningu á nýrri framleiðslulínu fyrir ostavinnslu og bygging nýrrar þurrkstöðvar á vegum FISK Seafood hf. á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki.

Þá keypti Kaupfélagið 15% eignarhlut í Steinullarverksmiðjunni og á nú alls 39,5% hlutafjár í verksmiðjunni. Kaupfélagsstjóri kemur inn á það í inngangsorðum sínum að þrátt fyrir mikinn vöxt félagsins á síðustu árum og fjölgun starfa sé brýnt að í Skagafirði verði byggt upp iðnaðarfyrirtæki sem skapi 50-100 ný störf. Í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu og ríkisvaldið sé Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið að leggja verulega á sig til að svo megi verða. „Norðurland vestra er það svæði sem hlýtur að verða næst á lista stjórnvalda varðandi uppbyggingu iðnaðar. Nú þegar framkvæmdir komust af stað á Húsavík er brýnt að horft verði hingað,“ segir orðrétt í inngangsorðum ársskýrslunnar. Jafnframt kemur fram í inngangsorðum að árið 2013 hafi um margt verið fyrirtækinu hagfellt hvað varðar rekstur. /KSE

Helstu tölur úr rekstrarreikningi (samstæðu) eru eftirfarandi: Rekstrartekjur 28.571.230 Rekstrargjöld 24.873.750 Hagnaður f. afskriftir 3.697.480 Afskriftir 963.972 Hagnaður f.fjármagnsliði 2.733.508 Fjármagnsgjöld 522.529 Tekjuskattur 532.154 Aðrir liðir 25.196 Hagnaður ársins 2013 1.704.021

Þórólfur Gíslason heldur ræðu á 120 ára afmæli Kaupfélags Skagfirðinga.

19

Feykir, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, stendur fyrir málstofu í tengslum við atvinnulífssýninguna Skagafjörður - Lífsins gæði og gleði

Þýðing héraðsfréttamiðla fyrir landsbyggðina Í málstofunni verða málefni héraðsfréttamiðla til umfjöllunar, hvaða gildi þeir hafa fyrir samfélagið og menningar- og sögulegt hlutverk þeirra. Eftirfarandi aðilar flytja erindi: Birgir Guðmundsson dósent í fjölmiðlafræði við HÍ - Lýðræði, svæðisbundin miðlun og límið í samfélaginu.

Þórhildur Ólafsdóttir fjölmiðlakona frá Akureyri - Að vera fréttamaður á landsbyggðinni.

Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur

- Þörfin fyrir svæðisbundna fjölmiðla og hlutverk þeirra.

Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Ströndum - Svæðismiðlar, sjálfsmynd og ímynd.

ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI DAGANA 26. - 27. APRÍL

Skagafjörður2014 Lífsins gæði & gleði

Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL

Málstofan fer fram laugardaginn 26. apríl í nýrri álmu Árskóla, á Þekjunni í stofu A, og hefst kl. 11. Fundarstjórn verður í höndum Sigríðar Kristínar Þorgrímsdóttur. Skagafjörður Lífsins gæði & gleði

SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL


20

Feykir

15/2014 12/2014


15/2014

Feykir

21

Spjallað við Bjarna Jónsson um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði

Hefði gríðarlega þýðingu fyrir svæðið Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, telur líklegt að ráðist Berglind Þorsteinsdóttir verði í framleiðslu á koltrefjum á Íslandi í náinni framtíð, eins og fram kemur í svari hennar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, alþingismanns og fyrrv. iðnaðarráðherra. Hún vildi þó ekki tjá sig frekar um hvaða staðir kæmu til greina til uppbyggingar koltrefjaiðnaðar. Össur sagði hins vegar í samtali við Eyjuna.is það vera skoðun sína að Sauðárkrókur væri heppilegasti kosturinn, þaðan kæmi frumkvæðið og að ríkisstjórnin eigi að standa sameinuð á bakvið staðarvalið.

Skagafjörð sem val-kost fyrir fyrirtæki til að staðsetja starfsemi sína í firðinum. Meðal þess sem gera þarf úttekt á er samkeppnisfærni Skagafjarðar hvað varðar atriði eins og jarðhita, vatn, rafmagn, samgöngur og mannauð.

VIÐTAL

Fundað með lykilaðilum í koltrefjaiðnaði Kappakstursbíll úr koltrefjum.

Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson hafa skoðað fjölmarga hluti úr koltrefjum á sýningum sem þeir hafa heimsótt, m.a. þetta þotuskrúfublað.

Að sögn Bjarna Jónssonar, formanns Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins, hefur Sveitarfélagið Skagafjörður unnið að hugmyndum um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði í um 10 ára skeið og á því tímabili kynnt kosti héraðsins fyrir fyrirtækjum sem hafa verið að hasla sér völl í þessum nýja tækniiðnaði. „Hér er þegar hefð fyrir trefjaframleiðslu því við höfum hér steinullarverksmiðjuna. Margvíslegur smærri iðnaður og þjónusta sem nauðsynlegur er í stoðumhverfi slíkrar verksmiðju er hér til staðar og með þeim öflugri og fjölbreyttari sem finna má á landsbyggðinni. Við höfum hér fjölbrautaskóla þar sem við höfum m.a. komið af stað námsbraut í trefjaiðnaði sem er sú eina á landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Feyki og bendir á að á Sauðárkróki eru einnig landfræðilega hentug skilyrði með höfn sem gæti þjónustað slíkan iðnað. „Hér er einnig mikill mannauður og góð búsetuskilyrði, sem skiptir miklu máli þegar fyrirtæki velja stað til að setja niður sína starfsemi. Orkuþörf koltrefjaverksmiðju er ekki mjög mikil, 15–20 megavött af raforku og hún er til staðar í nágrenninu í vannýttri Blönduvirkjun. Hér er ódýrasta hitaveita á landinu og margvíslegt fleira sem sveitarfélagið er

Létt reiðhjól úr bambus og koltrefjum.

í stakk búið að semja um til að greiða fyrir uppbyggingu á vinnslu koltrefja.“

Miðstöð í framleiðslu og nýsköpun í vörum úr koltrefjum Þó að svf. Skagafjörður hafi unnið lengi að þessu verkefni sagði Bjarni það ljóst að fleiri gætu viljað stökkva á vagninn fremur en að leita eigin tækifæra í öðrum verkefnum. „Hér munu stjórnvöld ráða miklu um framvinduna og við vonum að þau standi með okkur, líkt og þegar farið var af stað með verkefnið, þannig að við fáum notið þess frumkvæðis sem við höfum sýnt.“ Hann segir markvisst hafa verið unnið að því að styrkja innviði sem nauðsynlegir eru slíkri uppbyggingu ásamt því að greina og kynna kosti Skagafjarðar sem ákjósanlegrar staðsetningar. Skagafjörður hefur verið kynntur fyrir völdum fyrirtækjum í trefjaiðnaði, sóttar hafa verið trefjakaupstefnur, auk þess sem gestir frá nokkrum fyrirtækjum hafa heimsótt Skagafjörð og kynnt sér aðstæður á undanförnum árum. „Sveitarfélagið hefur unnið milliliðalaust að verkefninu undanfarið auk samstarfs við aðila eins og Íslandsstofu og iðnaðarráðuneyti. Það hægði nokkuð á

Léttur og sterkur hnakkur að hluta til úr koltrefjum.

greininni eftir efnahagshrunið 2008, en hún er rækilega að taka við sér núna og spáð 15% árlegri aukningu á eftirspurn eftir koltrefjum. Við höfum því á undanförnum mánuðum sett aukinn kraft í þessa vinnu hér aftur, bæði hvað varðar heimavinnuna og svo samskipti við fyrirtæki í koltrefjaiðnaði,“ útskýrði Bjarni. Nýtt kynningarefni er ýmist tilbúið eða í vinnslu um þá möguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða og er miðað að fyrirtækjum sem gætu viljað byggja upp starfsemi sína í firðinum. Unnið hefur verið að frekari greiningum á valkostum og atriðum sem skipta máli fyrir væntanlega uppbygginu svo sem skipulagsvinnu og fleiru sem liggja þarf fyrir gagnvart þeim sem sýna áhuga. Hverskonar ívilnanir sveitarfélagið er til að mynda

reiðubúið að bjóða til að greiða fyrir uppbyggingu. Þess vegna segir Bjarni Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd m.a. hafa samþykkt að gera úttekt á fleiri þáttum sem lúta að því að efla KLAUSUR

Í ljósi þeirrar miklu þróunar og vaxandi eftirspurnar sem er að eiga sér stað, ekki síst í flugvélaog bílaiðnaði, hefur aukin kraftur verið settur aftur í koltrefjaverkefnið og segist Bjarni vera bjartsýnn á að það skili árangri. „Nýlega áttum við fundi með lykilaðilum í nokkrum af helstu fyrirtækjum í koltrefjaiðnaði og hefur því verið fylgt eftir gagnvart þeim fyrirtækjum sem sýnt hafa okkur mestan áhuga. Á þessum fundum fengum við staðfestingu á því að við værum á réttri leið í okkar undirbúningi, en við viljum vinna málin lengra áður en við greinum frá einstökum fyrirtækjum eða ræðum stöðu verkefnisins að öðru leyti.“ Bjarni segir að slíkur iðnaður hefði gríðarlega þýðingu fyrir svæðið en um er að ræða allt að 70 störf, flest vel launuð hátæknistörf í kringum framleiðsluna, að ógleymdum öllum afleiddu störfunum í öðrum greinum. Því eru augljóslega miklir hagsmunir í húfi. „Þá er líklegt að einnig skapist hagfeld skilyrði fyrir fyrirtæki sem vinna vörur úr koltrefjum á svæðinu, en það er ekki síður spennandi, ef fjörðurinn gæti þannig orðið miðstöð í framleiðslu og nýsköpun með vörur úr koltrefjum,“ segir hann að endingu.

SIGURÐUR HANSEN

M.E.H. 3 Draumurinn sem engan hefur dreymt er draumurinn um það sem ekki lætur dreyma sig og enginn veit hvort er eða hefur nokkurn tímann verið annars staðar en í efanum. Og þó efast hann um það þegar hann spyr út í sannleikann.


22

Feykir

15/2014

Spennandi nýjungar hjá Gestastofu sútarans

Heillandi að vinna hjá uppsprettu hráefnisins og sýna meira hönnuðina sem eru að vinna úr okkar efnum, en Berglind Þorsteinsdóttir við ætlum aðeins að taka aðra beygju á þetta núna,“ sagði SigGestastofa sútarans er ríður. „Gestastofan er ferðþjónstækkandi ferðaþjónustuustufyrirtæki og meðal þess sem fyrirtæki á Sauðárkróki, og boðið er uppá eru ferðir gegnum verður starfsemi hennar sífellt verksmiðjuna. Við sýnum ferðafjölþættari. Það nýjasta á mönnum vinnsluferlið í verksnærum hennar er að bjóða smiðjunni og það ætlum við að upp á námskeið innan veggja presentera á atvinnulífssýningfyrirtækisins, í nýstandsettri saumastofu fullbúinni tækjum unni.“ Sem fyrr segir kom Gestaog tólum, en að sögn Sigríðar Káradóttur framkvæmdastjóra stofa sútarans sér nýlega upp saumastofu og hafa þegar verið hafa þau gefið mjög góða haldin saumanámskeið þar sem raun. unnið er úr leðri, roði og mokka handleiðslu Önnu Gestastofan og Sjávarleður taka undir Jóhannesdóttur handverkskonu að venju þátt í atvinnulífssýningunni Lífsins gæði og gleði og frá Hjaltastöðum í Skagafirði og verða þar með sameiginlegan hafa þau að sögn Sigríðar notið vinsælda. bás. Þemað hjá Skagfirðingabraut þeim að þessu 6, mikilla Skr. S: 453 6069 „Við höfum sinni verður Sútunarverksmiðja haldið um fjögur eða fimm námskeið núna, þannig að við og rokk. „Á undanförnum atvinnu- erum búin að reynslukeyra þetta lífssýningum hér á Krók höfum ágætlega. Anna er búin að vinna við verið að vinna með tískuna, með þetta efni okkar lengi og VIÐTAL

Hjónin Gunnsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Sjávarleðurs og Sigríður Káradóttir framkvæmdastjóri Gestastofau sútarans.

Til hamingju með Atvinnulífssýninguna 2012 HJÁ ERNU

HÁRSNYRTISTOFA

kann þetta svo vel,“ sagði hún og hélt áfram: „Næsta skref er að kynna þessi námskeið um allt land, Það hafa komið margar fyrirspurnir úr Reykjavík, og hafa hönnuðir og handverksfólk sýnt þessu mikinn áhuga, svo sé ég fyrir mér að hægt verði að fá hingað erlenda hönnuði og handverksfólk þar sem það þykir spennandi að fá að koma inn í Sútunarverksmiðju og hanna og www.landsbankinn.is vinna úr efnunum sem verið er að vinna hinum megin við vegginn. Eins finnst fólki gaman að geta hugsanlega komið saman en á Íslandi vinna hönnuðir mikið einir og handverksfólk

líka. Þarna getur hugsanlega firðinum, en við þurfum að bjóða myndast einhverskonar pottur.“ uppá klæðskerasniðin námskeið Þá hafa sumir lagt meira á sig en líka. Fjölbrautaskólinn er að aðrir til að sækja þessi námskeið. bjóða uppá flotta braut nú í haust Til marks um vinsældir þeirra og sem inniheldur mikið af skapandi sérstöðu þá keyrði ein kona, greinum og er þar kenndur búsett í Reykjavík, fram og til áfangi hér í saumastofunni okkar. baka eftir vinnu til að komast á Ég held að við ættum að reyna að þau. ýta undir þessa skapandi þætti Sigríður sagði þessa nýjunga hérna á Sauðárkróki,“ segir hjá Gestastofunni vera mjög Sigríður og bætir við: „Við þurfspennandi en stíga þurfi lítil og um að skapa okkur sérstöðu, ég góð skref - fyrirmyndina hafa get ekki séð annað en að þessi þau ekki og má segja að þau séu verksmiðja og þetta sem við svolítið að finna upp hjólið í höfum hérna geti orðið mikil þessum efnum. „Ég sé fyrir mér sérstaða fyrir Sauðárkrók.“ REIÐHÖLLIN að við getum bara náð góðum árangri með þetta hér íSVAÐASTAÐIR Skagawww.svadastadir.is

Borgarteigi 15 - Sauðárkróki :: S: 455Skagafjörður 6140 Skagfirðingar! Til hamingju með atvinnulífssýninguna – Lífsins gæði og gleði

Til hamingju með Atvinnulífssýninguna 2012 ustöð Skagafjar ða eyp t S r

SKAGAFIRÐI Skarðseyri 2Sauðárkróki :: S: 453 5581

www.kpmg.is

ERNU TilHJÁhamingju með Atvinnulífssýninguna 2012 HÁRSNYRTISTOFA

www.landsbankinn.is

Borgartúni 1, Skr. S: 6490 Skagfirðingabraut 6, 453 Skr. S: 453 6069

www.vilko.is - S: 535 4000, 452 4272

Sauðárkróki 455- 4500 www.ferrozink.is - S: 460Sími 1500 Árstíg 6, Akureyri

www.landsbankinn.is

Réttingar Bílamálun Bílamálun & réttingar SVAÐASTAÐIR

REIÐHÖLLIN

HJÁ ERNU

HÁRSNYRTISTOFA Skagfirðingabraut 6, Skr. S: 453 6069 Hvítlist hf1, Sauðárkrók Krókhálsi 3 - 110 Reykjavík Sími 569 1900 Faxatorgi S: 455 6010 - www.farskolinn.is

KAUPFÉLAG VESTUR HÚNVETNINGA Borgarteigi 15 - Sauðárkróki :: S: 455 6140 ustöð Skagafjar ða eyp St r

Aðalgata 5, Skr. S:455 5000

VERKFRÆÐISTOFA

Aðalgata 21, Skr. S: 453 5050 www.kpmg.is

Borgarteigi215Sauðárkróki - Sauðárkróki :: S: 455 6140 SKAGAFIRÐI Skarðseyri :: S: 453 5581 ustöð Skagafjar ða eyp St r

T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

Borgarmýri 1 Sauðárkróki Sími 453 5170 Borgartúni S: 453 6490 Borgarmýri 5, Skr. -1, S:Skr. 512 8025 - www.sutarinn.is www.kpmg.is T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

T h e Ta n n e r y Vi s i t o r C e n t r e

Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 455 7171 Skagfirðingabraut 9a Sauðárkróki www.sjova.is www.ils.is - S: 569 6900 SKAGAFIRÐI Skarðseyri 2S: 453 5581 www.vilko.is -Sauðárkróki S: 535 4000,:: 452 4272

Tjónaskoðun www.svadastadir.is *Bílamálun *Réttingar *Tjónaskoðun www.veidimal.is Borgarröst 5, Sauðárkrókur - S: 453 6760 / 698 4342 Fax: 453 6761 - Netfang: malverk550@simnet.is

REIÐHÖLLIN SVAÐASTAÐIR www.svadastadir.is

Fossaleyni 21, Reykjavík | S: 530 4000 l www.innes.is

Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á Trésmiðjanfeykir@feykir.is Ýr ehf.

Trésmiðjan Ýr

Aðalgata 24, Skr. S: 453 6765 Feykir.is FERSKUR Á NETINU

Suðurgötu 3 550 Sauðárkróki Sími 571 7888 www.ferrozink.is - S: 460 1500 - Árstíg 6, Akureyri


15/2014

Sólborg og Hávarður matreiða

AÐALRÉTTUR

Villikryddað lambafille og Snikerskaka

Villikryddað lambafille Aðferð: Lambafille látið meyrna í ísskáp í fimm daga. Kryddað u.þ.b. tveim dögum áður en er eldað. Fille sett á heita pönnu og lokað. Sett í eldfast mót í ofn við 180°C í 25 mín. og purunni snúið niður. Borið fram með Piparostarjómasósu og salati.

MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN

berglind@feykir.is

Matgæðingar vikunnar eru Sólborg Þórarinsdóttir og Hávarður Sigurjónsson frá Blönduósi. Þau ætla að bjóða lesendum upp á laxakæfu í forrétt, villikryddað lambafille í aðalrétt og Snikersköku í eftirrétt. Þau skora á Maríu Jóhönnu van Dijk og Heiðar Árdal í sama bæjarfélagi að koma með girnilegar uppskriftir í Feyki.

Piparostarjómasósa: 1 piparostur, brædd við vægan hita ½ l rjómi, þarf að hræra vel í. Bragðbætt með salti.

Feykir

23

Feykir spyr... [ HÚNVETNINGAR SPURÐIR Á FACEBOOK ]

Ætlar þú að heimsækja sýninguna Lífsins gæði og gleði?

Paprikusalat: Iceberg, paprika, tómatur, gúrkur, vínber og melóna saxað niður. Borið fram með fetaosti.

EFTIRRÉTTUR

Snikerskaka 4 egg 4,5 dl sykur 2 tsk vanillusykur 8 msk kakó 3 dl hveiti 200 gr brætt smjör, látið kólna 100 gr Pipp súkkulaði með karamellu

FORRÉTTUR

Laxakæfa 300 gr reyktur lax 150 gr smjör, bráðið 1 dós sýrður rjómi 1 peli rjómi, þeyttur 1 dós rauður kavíar 6 blöð matarlím, lögð í bleyti Aðferð: Laxinn er settur í matvinnsluvél, smjörið og sýrði rjóminn settur útí ásamt kavíar. Laxinn er tekinn úr vélinni og settur í skál. Rjóminn er settur saman við. Matarlímið sett yfir vatnsbað og blandað með smá þeyttum rjóma þegar það er brætt. Sett útí kæfuna og hrært vel á meðan. Sett í lítið

FEYKIFÍN AFÞREYING

Girnilegt lambafille. Myndin tengist matarþættinum ekki beint. /lambakjöt.is

form sem búið er að setja plastfilmu inn í. Látið bíða yfir nótt. Borið fram með Dillsósu og snittubrauði.

Dillsósa: 1 dós sýrður rjómi 1 msk dill

Aðferð: Egg og sykur þeytt vel saman. Hitt hráefnið, utan Pipp, bætt varlega saman við blöndu. Pipp molum þrýst ofan í deigið hér og þar. Bakað við 175°C í 30 mín. Kakan á að vera frekar blaut.

Verði ykkur að góðu!

BRANDARI VIKUNNAR

ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT

Ljóskan og Hafnfirðingurinn

Vissir þú að...

LjóskanvaraðkeyraíHafnarfirðiþegarlögganstoppaðihanaogbaðumaðfá aðsjáökuskírteiniðhennar.„Hvaðerþað?“spurðihún.„Þaðersvonableiktmeð mynd af þér.“ Hún leitaði í veskinu þangað til hún fann bleika púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit í spegilinn.„Er það þetta?“ spurði hún. Löggan tók dósina og leit í spegilinn og segir svo.„Nú! Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“

• • • • • •

kristin@feykir.is

BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR, BLÖNDUÓSI -Ég á síður von á því að mæta, það verður þá líklega skyndiákvörðun. Aldrei segja aldrei.

kanínum finnst lakkrís góður. allir dagar eru hátíðardagar einhversstaðar í heiminum. það er líkamlega ómögulegt fyrir svín að horfa upp til himins. kvikmyndin Waynes World var tekin upp á tveimur vikum. vörumerkið Nokia dregur nafn sitt af stað í Suður-Finnlandi. hjólbörurnar eru kínversk uppfinning.

Tilvitnun vikunnar

Ef þú þráir eitthvað ákaflega hafðu þá kjark til að leggja allt í sölurnar til að öðlast það. – Brendan Francis

Sudoku

KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson

JENSÍNA LÝÐSDÓTTIR, SKAGASTRÖND -Já, það er ætlunin

Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti dundað sér við að klára síðustu molana úr páskaegginu.

ODDNÝ JÓSEFSDÓTTIR, SPORÐI Í HÚNAÞINGI V. -Gæti verið, alltaf gaman að skreppa á Krókinn.

HÖSKULDUR BIRKIR ERLINGSSON, BLÖNDUÓSI -Það gæti alveg vel verið að ég myndi gera það og alls ekki óhugsandi. Veltur kannski aðallega á dagskránni.


NÝPRENT ehf.

Til hamingju Skagafjörður Óskum Skagfirðingum til hamingju með spennandi sýningu og kraftmikið atvinnulíf.

Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is

Feykir 15. tbl. 2014  
Feykir 15. tbl. 2014  
Advertisement