6.–7. nóvember í Hörpu
Róum í sömu átt
Verðmætasköpun og
samkeppnishæfni
í íslenskum sjávarútvegi

Silfurberg A Silfurberg B
FIMMTUDAGUR
6. NÓVEMBER
10.00 Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi
Opnun
Afhending hvatningarverðlauna Á allur arðurinn að renna til ríkisins?
Erindi atvinnuvegaráðherra
Samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu
Pallborðsumræður
12.00 Hádegishlé – hádegisverður í boði
13.00 Sögur af nýsköpun
Opinber stuðningur við nýsköpun
Nýsköpun sem drifkraftur árangurs
Greenfish hf. – Frá hugmynd að leiðandi fyrirtæki á heimsvísu
Icelandic Ecosystems Strengthen Innovation and Drive Greater Blue Value
14:45 Kaffipása
15:15 Fiskveiðikerfi og verðmætasköpun
Landfræðilegt litróf íslensks sjávarútvegs
Framþróun í sjávarútvegi
Frelsi, höft og verðmætasköpun
Mikilvægi útgerðar smábáta og strandveiðar
Sjávarútvegur og sveitarfélög
Umræður
17.00 Móttaka í boði Íslandsbanka
FÖSTUDAGUR
7. NÓVEMBER
10.00 Hugbúnaður í fiskvinnslu
Auga í framtíð fiskvinnslu, gervigreind og myndgreining
Frá veiði til viðskiptavinar
Ekki festast í netinu
Gervigreind í nútíð og framtíð
Umræður
11.45 Hádegishlé – hádegisverður í boði
12.15 Ísland best í fiski?
Af hverju er Ísland best í fiski?
The Power of Place: Leveraging Provenance in a World of Sameness
Hvar ætlum við að skapa sérstöðu?
Umræður
14:00 Kaffipása
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER
10.00 Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi
Opnun
Afhending hvatningarverðlauna
Guðmundur Kristjánsson
Hanna Katrín Friðriksson
Ægir Páll Friðbertsson
Pallborðsumræður
12.00 Hádegishlé – hádegisverður í boði
13.00 Dýrtíð á Íslandi?
Er íslenska krónan góð fyrir útflutningsgreinar?
Áskoranir í fiskvinnslu
Fiskvinnsla án útgerðar
Fiskvinnsla erlendis
Umræður
14:45 Kaffipása
15:15 Hvað ef sjávarútvegur væri eftirsóttasti vinnustaður landsins?
Fólkið í sjávarútvegi, bylgjur og boðskipti
Atvinnulífið þarf á fjölbreyttum hópi að halda
Menntunin sem við þurfum fyrir fólkið sem við viljum
Bara tala – stafrænt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk
Umræður
17.00 Móttaka í boði Íslandsbanka
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER
10.00 Fisheries Management Systems of Coastal States
The Icelandic Fisheries Management System
Norwegian Fisheries - A Fine Balance of Markets and Policy
Faroese Fisheries Management in Flux
Fishing in the EU from Spain, a Bureaucratic Adventure
Panel discussions
11.45 Hádegishlé – hádegisverður í boði
12.15 Erum við á gulu ljósi?
Að ná virðissköpun með gervigreind án þess að glata trausti
Fyrsta skipið: frá 0 upp í 1
Hlutverk og heimildir Verðlagsstofu skiptaverðs
Gervigreind í sjávarútvegi – Frá gögnum til ákvarðana
Umræður
14:00 Kaffipása
14.15 Samantekt
15.15 Gleðistund í boði Ölgerðarinnar
Skálum fyrir Sjávarútvegsráðstefnunni 2025
Fyrr á ferðinni


Við komum þínum afurðum ferskum til neytenda
Með víðfeðmu leiðarkerfi, fagmennsku, hárri flugtíðni og hraða tryggjum við að íslenskar sjávarafurðir komist örugglega til neytenda um allan heim. Ferskar og í fullum gæðum.


Elma Sif Einarsdóttir, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar
Ávarp formanns
Sjávarútvegsráðstefnan er einstakur vettvangur þar sem fulltrúar greinarinnar, stjórnvalda, fræðasamfélags og fjölbreyttra samstarfsaðila mætast. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa áhuga á framtíð íslensks sjávarútvegs.
Sú hefð hefur skapast að ráðstefna hvers árs hefur sína yfirskrift sem myndar rauðan þráð í málstofum og efnistökum ráðstefnunnar. Yfirskriftin í ár er „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi“.
Þessi yfirskrift endurspeglar það sem við þurfum einmitt nú: samstöðu, traust og sameiginlega sýn á hvernig við byggjum áfram undir verðmætasköpun og samkeppnishæfni greinarinnar. Sjávarútvegurinn stendur á tímamótum – rekstrarumhverfið breytist hratt og nýjar áskoranir krefjast þess að við vinnum saman, lærum hvert af öðru og horfum fram á veg með opnum huga.
Opnunarmálstofan setur tóninn fyrir ráðstefnuna með lifandi samtali um leiðina fram á við, þar sem sjónarmið stjórnvalda, atvinnulífs og virkt samspil við gesti ráðstefnunnar mætast. Þar verður fjallað um hvernig skapa megi sameiginlega stefnu og framtíðarsýn sem byggir á trausti, gagnsæi og sátt milli þjóðar og atvinnugreinar. Breytt rekstrarumhverfi og alþjóðleg samkeppni kalla á að við rýnum í hvernig tryggja megi jafnvægi milli þjóðarhagsmuna og samkeppnishæfni greinarinnar.
Hvernig nýtum við þjóðarauðlindina á sjálfbæran hátt, tryggjum nýsköpun og verðmætasköpun innanlands og verjum um leið störf og lífsgæði í sjávarbyggðum?
Til að halda utan um yfirskrift ráðstefnunnar verður í lokin samantektarmálstofa, í höndum Bergs Ebba Benediktssonar og Birnu Einarsdóttur. Þau munu draga saman helstu umfjöllunarefni og lærdóma ráðstefnunnar, varpa ljósi á það sem sameinar og skilur og setja umræðuna í stærra samhengi.
Við undirbúning ráðstefnunnar í ár hefur tekist vel að halda yfirskriftinni sem þræði í gegnum málstofur. Búast má við þéttri dagskrá og líflegum erindum í þeim átta málstofum sem faghópar hafa sett saman. Von er til þess að viðfangsefnin fræði, veki til umhugsunar, hvetji til hugmynda, lausna og samstarfs allra hagaðila íslensks sjávarútvegs svo við róum áfram, öll í sömu átt.


















































































Nýr Robus ofurkjarni
Kjarninn í hefðbundnum Helix kaðli er nylon en með nýjum Robus ofutógskjarna má ná sama styrk í mun grennri Helix kaðli og þar með minnka togviðnám trollsins og auka toghraða.
FLOTTROLL


Þankraftur




Meiri opnun í togi
Heldur lögun vel í beygjum
Hljóðbylgjur beinast innávið
Loftþéttari Pökkunarfilmur
• Nýjar skinnfilmur
• Meiri þéttleiki og minni vökvamyndun
• Lengir líftími matvæla
• Hagkvæmur kostur

• Filman aðlagast fullkomlega að vörunni
• Þynnri og endingabetri filma


samhentir.is
575 8000
Suðurhraun 4a, 210 Garðabæ

Hvatningarverðlaun
Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM
Hvatningarverðlaunin eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals, verðlaunagripsins Sviföldunnar og aðgöngumiða á ráðstefnuna.
Markmiðið með þessum verðlaunum er að hvetja ungt fólk og frumkvöðla til að halda áfram að skapa nýjungar og vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar í sjávarútvegi. Við viljum sjá fleiri hugmyndir verða að veruleika og stuðla að jákvæðum breytingum í greininni. Margar flottar tilnefningar bárust í ár en valnefnd hefur lokið störfum og valið þrjú fyrirtæki sem þykja hafa skarað fram úr.

Green Fish
GreenFish hf. veitir útgerðum aðgang að sérsniðnum gervigreindarlíkönum sem spá fyrir um staðsetningu, magn, gæði og samsetningu afla fyrir næstu átta daga. Á skömmum tíma hefur félagið orðið leiðandi á heimsvísu í gerð slíkra líkana og er með notendur á öllum helstu hafsvæðum þar sem spáð er fyrir um hegðun tuga tegunda, allt frá uppsjávar og botnfisktegundum til krabbadýra.
Lausnin byggir á gervigreindarlíkönum sem eru þjálfuð á öflugustu ofurtölvum Evrópu og samþætta veiðigögn við veður og sjólagsathuganir. Hvert spálíkan nýtir, eftir tegund og svæði, milljónir sögulegra veiðipunkta sem tengdar eru við lykilbreytur úr gervihnattamælingum. Líkanið lærir hvaða þættir hafa mest áhrif á hegðun hverrar tegundar, aðlagar sig sjálfkrafa þegar sjólagsspár og athuganir breytast og endurreiknar svæðisspár á sex klukkustunda fresti fyrir næstu átta daga. Því lengur sem hvert líkan er í notkun, því nákvæmara og verðmætara verður það. Það má líkja hverju líkani við stafrænan heila sem lærir á hverri vertíð.
Með tækni GreenFish er hægt að stytta leitartíma og draga þannig úr eldsneytisnotkun og kolefnislosun fiskveiðiskipa. Kerfið stuðlar jafnframt að sjálfbærari veiðum með því að stýra skipum frá svæðum þar sem líkur eru á óæskilegum meðafla eða undirmálsfiski. Þannig er hægt að lágmarka veiðar sem ekki nýtast til verðmætasköpunar.
GreenFish hlaut nýsköpunarverðlaun sjávarafurða NorðurAtlantshafsins 2025, fyrst allra íslenskra félaga, og var einnig verðlaunað á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2024 í flokki hagkvæmni.

Hyndla
Tilgangur félagsins er að rannsaka, þróa og rækta stórþörunga á Íslandi, framleiða og markaðssetja afurðir úr þeim jafnt innanlands sem utan. Enn fremur að kynna notkun stórþörunga til manneldis og vinnslu margvíslegra verðmætra efna úr þeim þ.m.t. lífvirk efni, litarefni, efni fyrir lyfjagerð og snyrtivörur, vaxtarhvetjandi efni fyrir plöntur (grænmeti og blóm) o.s.frv.
Frá stofnun Hyndlu hefur félagið stundað fjölbreyttar rannsóknir á ræktun stórþörunga í borholusjó í kerjum á landi, aðallega klóblöðku (Schizymenia valentinae), sölvum (Palmaria palmata) og maríusvuntu (Ulva lactuca) í nánu samstarfi við Hafrannsóknastofnun með það að markmiði að greina bestu vaxtarskilyrði stórþörunga og arðbærar ræktunaraðstæður.
Rannsóknir og tilraunir Hyndlu hafa verið styrktar af AVSsjóðnum, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og MATÍS, af Tækniþróunarsjóði, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og Nýsköpunarmiðstöð, síðar Tæknisetri.
Þá var Hyndla þátttakandi í Evrópuverkefninu Taco Algae þar sem lögð var áhersla á að greina lífvirk efni svo og litarefni í klóblöðku og þróa aðferðir til að einangra þau. Verkefnið var styrkt af Tækniþróunarsjóði er varðar þátttöku Hyndlu í því. Hyndla er þátttakandi í tveimur verkefnum á vegum NORA. Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru samtök fjögurra landa og fellur starfsemin undir byggðastefnu Norrænu ráðherranefndarinnar. Löndin eru auk Íslands, Færeyjar, Grænland og Noregur.

Ration
Tölvusjón fyrir sjálfbært lagareldi Í fiskeldi er takmörkuð sýn á það sem gerist á vatnsyfirborðinu, sem gerir það erfitt að stjórna fóðrun nákvæmlega og tryggja velferð fiska. Til þess að hámarka nýtni fóðurs og heilbrigðan vöxt fiska er Ration með lausnir sem greina fóðurleifar sjálfvirkt úr afrennsli landeldiskera og fisk og hrogn við flutning.
Um helmingur kostnaðar við fiskeldi kemur til vegna fóðurs og nákvæm fóðurgjöf er ein mikilvægasta breytan til þess að hámarka vöxt fiska og að hafa góða stjórn á vatnsgæðum í tönkum. Þá þarf einnig að vita nákvæman fjölda fiska og hrogna, stærð og heilsufar áður en þau eru flutt í kör til þess að hafa góða stjórn á framleiðslu og fiskivelferð.
Fyrstu lausnir Ration, RationFeed og RationOva, nýta tölvusjón með gervigreind fyrir hraða og nákvæma talningu fóðurköggla og hrogna. Nú eftir sameiningu við fyrirtækið ATI ehf. er sú þróun einnig nýtt í talningu, stærðar og heilsumælingu fiska.
Á bak við Ration stendur öflugur hópur sérfræðinga í tölvusjón, vélmennaverkfræði og hönnun sjálfvirkra véla fyrir fiskeldi. Félagið miðar að því að færa landeldi á næsta stig með byltingarkenndri tækni sem eykur hagkvæmni, bætir velferð og stuðlar að sjálfbærari framleiðslu.

Fjárhagsleg heilsa fyrir þitt fyrirtæki


Við erum stolt af sögu okkar, sem er samofin sjávarútvegi allt frá stofnun félagsins.
Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi
Silfurberg | Fimmtudagur | 10:00–12:00
Við kynnum með stolti opnunarmálstofu Sjávarútvegsráðstefnunnar 2025. Undir yfirskriftinni „Róum í sömu átt!“ verður fjallað um hvernig skapa megi sameiginlega stefnu og framtíðarsýn sem byggir á trausti, gagnsæi og sátt milli þjóðar og atvinnugreinar. Breytt rekstrarumhverfi og alþjóðleg samkeppni kalla á að við skoðum hvernig tryggja megi jafnvægi milli þjóðarhagsmuna og samkeppnishæfni greinarinnar.
Hvernig nýtum við þjóðarauðlindina á sjálfbæran hátt, tryggjum nýsköpun og verðmætasköpun innanlands og verjum um leið störf og lífsgæði í sjávarbyggðum?
Opnunarmálstofan setur tóninn fyrir ráðstefnuna með lifandi samtali um leiðina fram á við – þar sem sjónarmið stjórnvalda, atvinnulífs og virkt samspil við gesti ráðstefnunnar mætast.
Bergur Ebbi og Birna Einarsdóttir
Málstofustjórar
Elma Sif Einarsdóttir og Karl Hjálmarsson Umsjónarmenn
10:00 Opnunarávarp
Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari.
10:10 Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM
Methúsalem Hilmarsson, sérfræðingur á fyrirtækjasviði TM.
10:25 Á allur arðurinn að renna til ríkisins eða á arðurinn einnig að renna til fyrirtækjanna í landinu?
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
10:45 Erindi atvinnuvegaráðherra
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
11:05 Samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu, erum við að tapa stöðu okkar?
Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood International. 11:25 Umræður
13:20 Kerecis: Nýsköpun sem drifkraftur árangurs
Guðmundur Óskarsson, Executive Vice President Medical Affairs, Education Events & Products.
13:40 Greenfish hf. - Frá hugmynd, fjármögnun og hindrunum að leiðandi fyrirtæki á heimsvísu Sveinn Sigurður Jóhannesson, forstjóri Greenfish.
14:00 Icelandic Ecosystems Strengthen Innovation and Drive Greater Blue Value Alexandra Leeper, framkvæmdastjóri Sjávarklasans.
14:20 Umræður
Dýrtíð á Íslandi?
Silfurberg B | Fimmtudagur | 13:00–14:45 Sjávarútvegur á Íslandi hefur gengið í gegnum miklar tæknibreytingar á undanförnum áratugum. Starfsfólki í greininni til sjós og lands hefur fækkað mikið með tilkomu tækninýjunga og sjálfvirkni. Nýting á hráefni hefur aukist mikið sem og verðmætasköpun. Fyrirtækjum í sjávarútvegi hefur fækkað mikið og þau hafa stækkað. Markmið okkar með málstofunni „Dýrtíð á Íslandi?“ er að skoða og opna umræðu um hvernig gengur að reka fiskvinnslu á Íslandi í dag, hvernig er samkeppnisumhverfið? Hver eru tækifærin og hverjar eru áskoranirnar? Við höfum fengið fjóra fyrirlesara til að vera með erindi, Andrew Wissler frá fyrirtæki sem er með samþættar veiðar og vinnslu, Arnar Atlason frá fyrirtæki sem kaupir allt hráefni á markaði, Sighvat Bjarnason sem rekur fiskvinnslu erlendis og síðast en ekki síst Heiðar Guðjónsson sem ræðir um íslensku krónuna og gengismál.
Með málstofunni langar okkur að ræða hvað við getum gert betur Íslandi til heilla.
Þórður Gunnarsson Málstofustjóri
Árni Sverrisson Umsjónarmaður
13:00 Er íslenska krónan góð fyrir útflutningsgreinar? Heiðar Guðjónsson, Ursus ehf.
Sögur af nýsköpun
Silfurberg A | Fimmtudagur | 13:00–14:45 Hver er hvatinn fyrir nýsköpun, hvernig verður nýsköpun til, hvernig ætlum við að tryggja áframhaldandi þróun? Hvernig stöndum við að nýsköpun í dag? Erum við eins góð og við segjumst vera? Hvernig stöndum við okkur í samanburði við Evrópu og Bandaríkin? Staðan í heiminum er mjög viðkvæm. Fyrirtæki finna fyrir viðkvæmu ástandi í heiminum í rekstrartölum og það kemur niður á nýsköpun. Við heyrum sögur fyrirtækja sem hafa gert góða hluti í nýsköpun, hvernig lifum við af „hörðu árin“. Málstofunni lýkur á umræðu um hvað við getum gert betur og hvert við viljum stefna í þessum málaflokki?
Gísli Níls Einarsson
Málstofustjóri
Alexander Schepsky og Gísli Níls Einarsson Umsjónarmenn
13:00 Opinber stuðningur við nýsköpun: Tækniþróunarsjóður, skattafrádráttur vegna R&Þ verkefna
Dr. Arnþór Ævarsson, sérfræðingur hjá Rannís og sjóðsstjóri hjá Tækniþróunarsjóði.
13:20 Áskoranir í fiskvinnslu Andrew Wissler, Vísir hf..
13:40 Fiskvinnsla án útgerðar Arnar Atlason, framkvæmdastjóri Tor Seafood ehf..
14:00 Fiskvinnsla erlendis
Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Atlas Premium Seafood.
14:20 Umræður


Fiskveiðikerfi og verðmætasköpun
Silfurberg A | Fimmtudagur | 15:15–17:00
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Sem slík hefur hún lagt grunn að velmegun landsmanna og er samofin menningu okkar. Sjávarútvegur vinnur með duttlungum náttúrunnar, en stefnan hefur verið sett á að byggja upp hagræna hvata í sjávarútvegi til að tryggja ábyrga verðmætasköpun við fiskveiðar. Án virðisauka, styrkingu samfélagsins eða annarrar verðmætasköpunar, hefði greinin ekki verið sá burðarás, sem hún hefur verið. En hvar er verðmætasköpun að finna og hvernig getum við unnið að því saman að styrkja og efla virðisauka atvinnugreinarinnar til lengri og skemmri tíma?
Friðrik Friðriksson
Umsjónarmaður og málstofustjóri
15:15 Landfræðilegt litróf íslensks sjávarútvegs
Sveinn Agnarsson, prófessor við Háskóla Íslands.
15:30 Framþróun í sjávarútvegi
Sindri Karl Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Síldarvinnslunni.
15:45 Frelsi, höft og verðmætasköpun Örvar Marteinsson, Sverrisútgerðin.
16:00 Mikilvægi útgerðar smábáta og strandveiðar Örn Pálsson, Landssamband smábátaeigenda.
16:15 Sjávarútvegur og sveitarfélög
Kristinn Jónasson, Bæjarstjóri Snæfellsbæjar.
16:30 Umræður
Hvað ef sjávarútvegur væri eftirsóttasti vinnustaður landsins?
Silfurberg B | Fimmtudagur | 15:15–17:00 Mannauður er einnig auðlind þótt hún sé ekki kvótabundin. Íslenskur sjávarútvegur stendur á traustum grunni öflugs mannauðs þar sem bæði innlent og erlent starfsfólk gegnir lykilhlutverki. Málstofan fjallar um mikilvægi þessara hópa, samspil þeirra og hvernig skapa megi sterkt og samstillt vinnuumhverfi í síbreytilegum veruleika. Hver eru tækifærin og áskoranirnar í fjölmenningarlegu starfsumhverfi og hvernig tryggjum við aðlögun og starfsþróun fyrir alla? Með mannauðinn í forgrunni rýnum við í leiðir til að efla samkeppnishæfni og sjálfbærni greinarinnar til framtíðar.
Fanney Björk Friðriksdóttir
Málstofustjóri
Kristjana Björk Magnúsdóttir, Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir Umsjónarmenn
15:15 Fólkið í sjávarútvegi, bylgjur og boðskipti – það sem ekki heyrist
Hilja Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf.
15:35 Atvinnulífið þarf á fjölbreyttum hópi að halda – Ímynd rótgróins iðnaðar og veruleiki
Adriana K. Pétursdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Rio Tinto á Íslandi.
15:55 Menntunin sem við þurfum fyrir fólkið sem við viljum Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Viðskiptafræðideild HÍ.
16:15 Bara tala - stafrænt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk í íslenskum sjávarútvegi
Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala.
16:30 Umræður
Móttaka Íslandsbanka
Silfurberg | Fimmtudagur | 17:00–18:30
Móttaka í boði Íslandsbanka í Eyri á annarri hæð Hörpu, fyrir utan Silfurberg. Íslandsbanki er einn af gullstyrktaraðilum Sjávarútvegsráðstefnunnar 2025.


Hugbúnaður í fiskvinnslu
Silfurberg A | Föstudagur | 10:00–11:45
Vinnsla sjávarafurða á Íslandi hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Fyrirtæki hafa stækkað og starfsfólki hefur fækkað með tilkomu tækninýjunga og sjálfvirkni.
Nýting á hráefni og verðmætasköpun hefur aukist mikið.
Hugbúnaður gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í fiskvinnslufyrirtækjum og hefur áhrif á alla þætti starfseminnar.
Hugbúnaður er lykilverkfæri til að bæta rekstur, auka rekjanleika og stytta tímann frá veiðum til markaðar. Hann gerir fiskvinnslufyrirtækjum kleift að vera samkeppnishæfari, sjálfbærari og tæknilega þróaðri.
Rekjanleiki og gæðastýring: Skráning og eftirfylgni með ferli hráefnis frá veiðum til lokaafurðar. Trygging á gæðum, öryggi og samræmi við lög og staðla (t.d. HACCP, MSC).
Vöruhönnun og framleiðslustýring: Skipulagning og stjórn framleiðsluferla út frá pöntunum, hráefnisstöðu og framleiðslugetu. Styður við sveigjanleika og dregur úr sóun.
Sjálfvirkni og vélastýring: Tenging við vélar og búnað sem gerir kleift að safna gögnum í rauntíma og stýra ferlum með lágmarks mannlegri íhlutun. Bætir nýtingu og afköst.
Viðskipta og birgðastýring: Hugbúnaður sér um birgðahald, pantanastjórnun, reikningagerð og viðskiptatengsl. Samhæfir starfsemi milli eininga og aðstoðar við ákvarðanatöku.
Greiningar og ákvarðanatæki: Safnar og greinir gögn til að styðja við ákvarðanatöku, spáir fyrir um þróun og hámarkun arðsemi. Notkun gervigreindar og gagnavinnslu er ört vaxandi.
Samskipti og samþætting: Hugbúnaður tengir saman innri deildir og ytri aðila (svo sem birgja, kaupendur og eftirlitsstofnanir). Einfaldar upplýsingaflæði og styður við rafræna stjórnsýslu.
Með málstofunni langar okkur að ræða hvað við getum gert betur Íslandi til heilla.
Anna Björk Theodórsdóttir
Málstofustjóri
Árni Sverrisson
Umsjónarmaður
10:00 Auga í framtíð fiskvinnslu, gervigreind og myndgreining Halldór Þorkelsson, Marel.
10:20 Frá veiði til viðskiptavinar
Bjarni Sigurður Bergsson, sölustjóri hjá Marel.
10:40 Ekki festast í netinu
Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra.
11:00 Gervigreind í nútíð og framtíð Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri DataLab Ísland
11:20 Umræður
Hugbúnaður í fiskvinnslu
Silfurberg B | Föstudagur | 10:00–11:45
The Icelandic fisheries management system has evolved over the past decades and has laid the foundation for responsible fishing in Icelandic waters. The foundation is based on international rules of the FAO and the United Nations Convention on the Law of the Sea. How are fisheries managed in our neighbouring countries or coastal states that we want to compare ourselves with? Norway has been much discussed, as have the Faroe Islands and the Spanish or EU fishing. The main aspects of fisheries management in these and other countries will be reviewed, and an attempt will be made to highlight the main characteristics, with a special emphasis on the importance of fisheries for the economy of the states.
This session will take place in English.
Pamela Woods
Málstofustjóri
Friðrik Friðriksson Umsjónarmaður
10:00 The Icelandic Fisheries Management System Hrefna Karlsdóttir, SFS.
10:15 Norwegian Fisheries - A Fine Balance of Markets and Policy Sverre Johansen, Norwegian Fisherman’s Association.
10:35 Faroese Fisheries Management in Flux Stefan i Skorini, The Faroese Ship Owners.
10:55 Fishing in the EU from Spain, a Bureaucratic Adventure Ivan Lopez van der Veen, Pesquera Ancora SL.
11:15 Panel Discussions
Ísland best í fiski?
Silfurberg A | Föstudagur | 12:15–14:00
Í þessari gagnvirku málstofu verður leitað svara við því hvernig við getum skapað meiri verðmæti fyrir íslenskan sjávarútveg með skýrari áherslum og sterkari sérstöðu í ímynd og markaðssetningu. Þátttakendur taka virkan þátt í að greina hvað einkennir íslenskan sjávarútveg, hvað aðgreinir hann frá öðrum og hvernig við getum sameiginlega styrkt ímynd íslensks fisks á erlendum mörkuðum.
Mariam Laperashvili
Málstofustjóri
Daði Guðjónsson
Umsjónarmaður
12:15 Opnun málstofu : Afhverju er Ísland best í fiski?
Daði Guðjónsson, Íslandsstofa
12:35 The Power of Place: Leveraging Provenance in a World of Sameness
Louise SonneBergström, TBWA\Copenhagen.
12:55 Þátttaka úr sal: Hvar ætlum við að skapa sérstöðu? Hvernig komumst við þangað?
Valgeir Magnússon, SDG\TBWA í Noregi.

Traust net

pipar-tbwa.is
Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins og hluti af TBWA, alþjóðlegri keðju sem telur yfir 300 auglýsingastofur um allan heim.
Við höfum því greiðan aðgang að sérfræðingum í hverri höfn og auðveldum íslenskum fyrirtækjum í sjávarútvegi sem öðrum geirum að ná markaðsárangri um öll heimsins höf.
Erum við á gulu ljósi?
Silfurberg B | Föstudagur | 12:15–14:00 Óveðursskýin hrannast upp í sjávarútvegi, bæði innanlands sem og erlendis, erum við að ofmeta burðarþol íslensks sjávarútvegs? Tegundabrestir, minnkandi kvóti í heiminum, hækkandi verðlagsstofuverð, mikill útflutningur á óunnum fiski, hækkandi orku og starfsmannakostnaður, auknar álögur, stríð og tollastríð hafa gríðarleg áhrif á stefnumótun sjávarútvegsins. Hvað hefur gerst í sjónum? Eru loftlagsbreytingar að valda þessu? Aðrir sjávarstofnar? Minnkandi hafrannsóknir? Til eru gríðarlega stór gagnasöfn sem ekki eru nýtt. Getum við nýtt gervigreind til að greina þessi gögn og aðstoða sjávarútveginn í að taka ákvarðanir í stefnumótun til framtíðar?
Valur N. Gunnlaugsson
Málstofustjóri
Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Reynir Friðriksson og Sara Hrund Helgudóttir Umsjónarmenn
12:15 Valdefling sérfræðinga: Að ná virðissköpun með gervigreind án þess að glata trausti Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri gervigreindar hjá Háskólanum á Akureyri.
12:35 Fyrsta skipið: frá 0 upp í 1 Berglind Einarsdóttir, Bentt
12:55 Hlutverk og heimildir Verðlagsstofu skiptaverðs Eyrún Elva Marinósdóttir, Verðlagsstofa skiptaverðs.
13:15 Gervigreind í sjávarútvegi - Frá gögnum til ákvarðana Þorsteinn Ágústsson, Trackwell.
13:35 Umræður

Samantekt
Silfurberg B | Föstudagur | 14:15–15:15 Til að taka saman og loka ráðstefnunni í ár munu Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari, og Birna Einarsdóttir, stjórnarformaður Iceland Seafood International sjá um að stýra lokamálstofunni. Þau hafa fylgst með öllu sem fram hefur komið á ráðstefnunni, hlustað á erindi, umræðu og sjónarmið þátttakenda og taka nú saman það helsta sem stendur upp úr.
Í málstofunni draga þau fram meginþemu, lærdóma og hugmyndir sem fram hafa komið á ráðstefnunni og leitast við að varpa ljósi á styrkleika og tækifæri íslensks sjávarútvegs. Hvar verðmætin og samkeppnishæfnin liggja og hvað þarf til að styrkja þá þætti?
Samspil skapandi hugsunar og reynslu úr fjármála og atvinnulífi gerir samtalið bæði létt og djúpt í senn, þar sem greining, gagnrýni og glettni fara hönd í hönd.
Þeim til halds og trausts verður valinkunnur hópur til að reifa málefnin. Gestir ráðstefnunnar fá jafnframt að taka þátt í umræðunni, því hér er ekki aðeins dregið saman, heldur horft fram á við með spurningunni: Hvernig róum við áfram saman með það að markmiði að skapa meiri verðmæti og samkeppnishæfni að þessari ráðstefnu lokinni?
Bergur Ebbi og Birna Einarsdóttir
Málstofustjórar
Elma Sif Einarsdóttir og Karl Hjálmarsson
Umsjónarmenn
Happy Hour
Gleðistund í boði Ölgerðarinnar
Silfurberg B | Föstudagur | 15:15–16:15
Skálum fyrir Sjávarúvegsráðstefnunni 2025.

Tímarit sem sérhæfir sig í útgáfu innan sjávarútvegsins

sjavarafl.is
Sjávarútvegsráðstefnan 2025 Uppskeruhátíð sjávarútvegsins á Íslandi



Hlaðvarp
Bein útsending á Youtube-rás ráðstefnunnar báða dagana
Tómas Þór Þórðarson mun stýra hlaðvarpi í beinni útsendingu frá ráðstefnunni, þar sem hann fær til sín fjölbreyttan hóp gesta til að ræða það sem hæst ber á ráðstefnunni; einstök erindi, heit málefni og stemninguna í Hörpu.
Þetta er í fyrsta sinn sem hlaðvarp í beinni er hluti af Sjávarútvegsráðstefnunni og setur ferskan svip á dagskrána. Hlaðvarpið er leið til að halda umræðunni á lofti og færa hana út fyrir ráðstefnusalina, til þeirra sem ekki komast á viðburðinn í ár.
Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á YouTuberás ráðstefnunnar.
Smelltu á merkið til að horfa:




Fróðleikur um sjávarútveg
Við hjá Brimi höfum ákveðið að félagið gangi fram í opinberri umræðu um sjávarútveg
á Íslandi og miðli til almennings upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins og stjórnkerfið í sjávarútvegi. Með þeim hætti vill félagið taka þátt í upplýstri umræðu um atvinnugreinina og reyna þannig að stuðla að traustari og vandaðri ákvarðanatöku stjórnvalda þegar kemur að málefnum greinarinnar.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf
Er þorskígildi sama og þorskígildi?
Þorskígildi eða þorskígildistonn eru orð sem notuð eru til að bera saman verðmæti fisktegunda. Þorskígildi er það aflamagn af tiltekinni fisktegund sem telst jafnverðmætt og eitt kíló af þorski.
Til þess að finna þorskígildi fyrir hverja tegund reiknar sjávarútvegsráðuneytið stuðla á hverja fisktegund. Tökum dæmi um tvær fisktegundir. Stuðullinn fyrir grálúðu er 1,88 en 0,21 fyrir makríl. Þessir stuðlar segja okkur að tæp 9 kg af makríl séu jafnverðmæt og 1 kg af grálúðu
Við sjáum á meðfylgjandi töflu að 10.303 tonn af grálúðu eru samtals 19.370 þorskígildistonn og að 90 153 tonn af makríl eru 18.932 þorskígildistonn. Heildarverðmæti þessara tegunda ætti því að vera sambærilegt
Sjávarútvegsráðuneytið reiknar stuðulinn út frá gögnum frá Fiskistofu. Heildarverðmæti virðist ekki vera sama og útflutningsverðmæti þessara fisktegunda.
Úthlutað aflamark Heild (tonn)
Þorskígildisstuðull
Í dag er útflutningsverðmætið af 10 þúsund tonnum af grálúðu um 10 milljarðar króna en útflutningsverðmæti 90 þúsund tonna af makríl er um 30 milljarðar króna. Þarna er munurinn þrefaldur
Hvernig stendur á þessu? Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði 19. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 um þorskígildisstuðla óskýr?
Brim hefur í áraraðir bent á að þorskígildisstuðlar séu gallaðir og þurfi skoðunar við til að endurspegla raunveruleikann sem á við í daglegu starfi Brims og sjávarútvegsins í heild.
Hvernig er hægt að skilja umræðu um þorskígildi eða nota þessi þorskígildi sem stjórntæki í okkar sjávarútvegi?
Reiknuð þorskígildistonn Heild
Útflutningsverðmæti Milljarðar
30,2
90 153
19.370 18 932
Grálúða 1,88
Makríll 0,21
Grálúða Makríll
Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006
IV. kafli. Þorskígildi.
30,2
10,3
Grálúða Makríll
Grálúða Makríll
19. gr. [Ráðuneytið] 1) skal reikna þorskígildi fyrir 15. júlí ár hvert fyrir hverja tegund sem sætir ákvörðun um stjórn veiða, sbr. 20. gr., og taka mið af tólf mánaða tímabili sem hefst 1. maí næstliðið ár og lýkur 30. apríl. Sé tekin ákvörðun um stjórn veiða á tegund sem ekki hefur áður sætt slíkri ákvörðun skal þegar reikna þorskígildi fyrir tegundina miðað við sama tímabil og greinir í 1. málsl. Þorskígildi skulu reiknuð sem hlutfall verðmætis einstakra tegunda sem sæta ákvörðun um stjórn veiða af verðmæti slægðs þorsks. Til grundvallar verðmætaútreikningi skal leggja heildaraflamagn og heildarverðmæti þessara tegunda samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar um. Þegar fiskur er seldur ferskur erlendis skal miða við 88% af söluverðmæti hans. Varðandi botnfisk, að undanskildum karfa, skal miða við slægðan fisk. Miða skal við slitinn humar
1) L . 126/2011, 440. gr.

Sjálfbærar íslenskar
fiskveiðar
Ábyrg nýting. Traust fyrir samfélagið.


















