Muninn haust 2006

Page 24

Stofur Menntaskólinn inniheldur margar misgóðar skólastofur, margir verða eflaust pirraðir þegar þeir sjá að þeir eru settir í vissar stofur og sjá fram á margra tíma kvöl og pínu. Aðrir verða aftur á móti himinlifandi þegar þeir lenda á svokölluðum gleðistofum, sem ótúlegt en satt eru til. Muninn hefur ákveðið að vara við nokkrum verstu stofunum og einnig að benda fólki á hvernig best er hægt að nýta tímann í þeim betri, jafnvel að miða nám sitt að því að lenda í þeim stofum sem oftast.

Þær slæmu

„...boðið upp á læknisvottorð...“ G1 – Dýflissan

Þeir nemendur sem enn eru skikkaðir til að læra móðurmál fyrrum nýlenduherra okkar lenda oftar en ekki í því að kúldrast neðanjarðar í G1, kynding hafði ekki verið fundin upp þegar byrjað var að byggja gamla skóla og er hún því ekki til staðar í kjallara skólans. Ekki er þó öll nótt úti því að þá er um að gera að hverfa aftur til alda og mæta í loðfeldum og skinnskóm eins og forfeður okkar og nöldra yfir maðkétnu mjöli á dönsku. Sögutímar og dönskutímar komnir saman í einn hatt og allir græða. Einnig er boðið upp á læknisvottorð við því að mæta í þessa tíma sökum slæmra áhrifa sem þeir hafa á heilsu.

M1 - Hvar er hún?

„Leiðangrar í stofuna eru aftur á móti fyrirtaks líkamsrækt“ Þó að yfirleitt séu það aðeins stærðfræðisjúkir náttúrufræðinemar sem eru sendir í þá svaðilför að finna og fullsitja þessa skólastofu lenda því miður fleiri nemendur skólans stundum í því að sækja þangað tíma. Lengi vel var ekki víst að stofan væri í raun til heldur væri einungis leiðinlegt spaug á kennarastofunni en hún fannst nýlega og var þá eðlisfræðibraut ‘98 árgangsins ennþá að klára lokaprófið sitt. Anganin af því prófi er enn að finna í stofunni og er fólki ráðlagt að mæta í notuðum sokkum og óhreinum fötum til þess að yfirgnæfa fnykinn. Eða þá að vera bara á eðlisfræðibraut, þeim er víst sama. Leiðangrar í stofuna eru aftur á móti fyrirtaks líkamsrækt og er gott ráð að ,,gleyma” skólatöskunni í kvosinni fyrir tíma bara til að geta tekið á því einu sinni enn.

„núna verða nemendur að halda lífi“ Flestir sem hafa kíkt á byggðasöfn hafa eflaust tekið eftir því að Íslendingar voru miklu minni á öldum áður, hávaxnir menn voru tæpir 1.80 meðan meðalmaðurinn rétt náði yfir svokölluð dvergmörk (1.50). Eftir að vítamínin voru fundin upp og súrmetið missti vinsældir sínar höfum við þó stækkað og núna er t.d. meðal menntskælingur tæpir 2 metrar. Þegar setið er í G12 er greinilegt að arkitektar skólans gerðu sér ekki grein fyrir því að fólk ætti eftir að verða hærra í náinni framtíð því að plássið þar inni er afar takmarkað. Það er það takmarkað að bilið á milli nemanda er nær alltaf annar nemandi, og svo koll af kolli þar til súrefni er uppurið og bekkurinn lætur lífið. Margir bekkir töpuðust svona á áttunda áratugnum og greip skólaráð til þess að setja glugga í stofuna. Ástandið er samt engu skárra þar sem núna verða nemendur að halda lífi þarna inni sem getur verið erfið lífsreynsla. Þarna er hinsvegar upplagt tækifæri til að þjálfa jóga eða aðrar liðkandi íþróttir, nú eða reyna bara að kynnast þeim sem þú ert með olnbogann í þegar þú glósar.

23

G12 - Ekki kústaskápur


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.