Page 1


Ritstjóri: Örvar Guttormsson Aðstoðar ritstjórar: Róbert Theodórsson Tryggvi Páll Tryggvason Hönnun og umbrot: Sindri Jóelsson Aðstoðar hönnuðir: Einar Bjarni Björnsson Fjölnir Ásgeirsson Sindri Rögnvaldsson Ljósmyndir: Arnar Ómarsson Daníel Starrason Pálmi Sigurjónsson Sindri Jóelsson Sindri Rögnvaldsson

Prófarkarlesari: Erla Karlsdóttir

Upplag: 800 eintök Prentun: Ásprent ehf Útgefandi: Skólablaðið Muninn, MA

3


Efnisyfirlit

5

Ritstjórapistill

6

Ávarp Inspectix

7

Vinátta

8

Lygar

9

Busun

10

Ósjálfstæði Íslendinga

11

Bókmenntagagnrýni

12

Jó-hó-hó?

13

Rauðbirkni í MA, RauMA

14

Viðtal við Láru Enskukennara

15-16 Frjáls Vilji 17

Viðtal við Unnar stærðfræðikennara

19-20 Heitt og kalt 22

Völvuspá

23-24 Skólastofur 27

Víðómatýpur

30

Kynþáttafordómar

31

Mike Attack

33

Trú

Þakkir til þeirra sem eiga það skilið...

4


Ritstjórapistill Að ritstýra skólablaði er góð skemmtun. Þessi setning er eins og Biblían, falleg hugmynd en gengur ekki upp og er full af mótsögnum. Þar sem ég var að enda við að líkja blaðinu við frægustu bók allra tíma þá ertu væntanlega hætt/ur að lesa og búinn að fleygja blaðinu í ruslið. Þinn missir En að alvarlegri nótum, alvarlega nótur? Það er asnalegt að sjá þetta á prenti. Segjum alvarlegri málum. Mér detta bara engin í hug. Ég ætla ekki að setja mig á það háan hest að vita eitthvað um eitthvað sem er í gangi í samfélaginu, það væri argasta bull. En ég hef samt skoðanir á því. Hvalveiðarnar okkar, að ætla að taka þetta upp aftur með sama gamla búnaðinum er eins og að ætla að endurvekja sjálfsþurftarbúskapinn á íslandi og gefa öllum orf og ljá. Þetta lítur líka illa út fyrir okkur út á við og það þarfnast þess enginn. Þá hætta kannski ferðamenn að koma til landsins. Hverjum eigum við þá að hlæja að meðan við seljum þeim lopapeysur á morðfjár og mönum þá til að éta svið? Ekki ætla ég að snerta þessa hluti. Fuss og svei og sveittir menn. Pólitík á Íslandi svipar nokkuð til glæpastarfseminnar hér á landi, útlend hugmynd sem er reynt að framfylgja hér heima og er fyrir vikið einstaklega hallærisleg. Það segir sig nokkuð sjálft að í landi þar sem allir eru fjórmenningar er ekki hægt að hafa virka og dugandi stjórnmálaumræðu. Þingmenn geta ekki verið teknir það alvarlega ef málefnið sem þeir eiga að ræða um var væntanlega útkljáð í jólaboði eða fermingarveislu sem þeir voru allir í sökum þess að vera allir náfrændur/frænkur/mágar/mágkonur eða þá hreint og beint úr sama gati komnir. Svo skipta þeir um flokka eins og sokka. Ísland er hreinlega of lítið til þess að höndla svona mikla pólitík, það eru of fá stór málefni til þess að hreinar og beinar línur skerist á milli. Ég settist niður í sumar á einum af mínum fáu frídögum og reyndi að kynna mér mismunandi stefnur flokkana til að fá þetta á hreint, það gekk ekki. Það virtust allir vilja það sama, betri kjör, lægri skatta, meira sólarljós og guð má vita hvað meira. Vissulega voru eitt og eitt smámálefni sem flokkarnir voru ekki alveg á sömu skoðun, eins og hvar ætti til dæmis að setja aukna sólskinsdaga, lengja sumarið eða birta upp veturinn? Ég held að öllum sé sama, eða ætti í það minnsta að vera það þar sem það fæst aldrei nógu hreinn meirihluti á þessu blessaða þingi til þess að það megi gera eitthvað róttækt, Stjórnarflokkurinn passar bara að brosa nógu mikið kortéri fyrir kosningu og allir verða ,,glaðir”. það verða aldrei neinar breytingar þó að þessi fallega litauppröðun á þingsætunum sem við fáum að sjá á kosningavökum breytist lítillega, súluritin fletjist út. Steingrímur verður kannski ekki alltaf jafn pirraður en þá kemur bara einhver nýr sem

5

(LOL) er reiðubúinn að pissa upp í vindinn í 4 ár, eða 8 ár, eða 12. Það breytir engu. Enn eins og ofar sagði hef ég lítið vit á þessu. Ég verð bara fljótt pirraður. Innflytjendur, að þetta fólk skuli dirfast að flykkjast hingað og vinna störf sem enginn vill vinna á lúsarlaunum, mæta á réttum tíma í vinnuna og taka sér ekki frídaga vegna persónulegra málefna er alveg út í hróa. Ef þú fattaðir ekki að síðasta setning var djók ert þú fífl. Það er reyndar ólíklegt að allir innflytjendur séu svona, rétt eins og það eru ekki allir írar rauðhærðir og svíar heita ekki allir Blomkvist. Það er bara þægilegra að ímynda sér það. Blomkvist er svo fyndið nafn. Þeir sem hafa eitthvað á móti innflytjendum ættu kannski að líta í eigin barm, gefið að þeir séu ekki orðnir blindir eftir öll þessi ár með höfuðið í sandinum. Jæja ég er kominn með nóg af svona alvarlegum hlutum. Lestu blaðið og vertu betri fyrir vikið. Eða ekki, ég ætla að minnsta kosti að njóta helvítis jólanna hvað sem því líður. Örvar Guttormsson - Ritstjóri


Kæru skólasystkin.

Ávarp Inspectrix

Félagslífið í MA einkennist iðulega af metnaði og fjölbreytileika og á því er engin undantekning í ár. Þrátt fyrir að ég ætti að vera farin að þekkja vinnubrögðin sem ríkja í félagslífinu kemur hið mikla hugmyndaflug nemenda og dugnaður þeirra mér alltaf á óvart. Undirfélög Hugins eru nú um 30 talsins og eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Mörg félögin hafa verið afar virk og nemendur hafa staðið fyrir dansnámskeiðum, fatamarkaði til styrktar góðgerðamála, leiklistarnámskeiðum, kvikmyndasýningum, blaðaútgáfu, myndbandagerð, íþróttamótum, haldið tónleika og svona gæti ég haldið áfram. Það er ánægjulegt hversu stór hluti nemenda tekur virkan þátt í félagslífi. Mín reynsla segir mér að það megi ekki síður draga lærdóm af félagsstarfi heldur en bóknámi. Menntaskólinn á Akureyri er skóli hefðanna. Ein af mínum uppáhalds hefðum er söngsalur. Stemningin sem myndast þegar að nemendur skólans safnast saman á Gamla sal, syngja og stappa þar til brakar í gólfi og veggjum er ólýsanleg. Eftir því sem að gamlir stúdentar úr MA hafa sagt mér eigum við eftir að muna þessa stemningu þegar við hittumst á fimm ára fresti og syngjum MAlögin. Við höfum eignast nýjan konsertmeistara, Axel Inga Árnason sem hefur staðið sig með mikilli prýði. Þátttaka nemenda hefur verið mjög góð og mér finnst ekki líklegt að þessi hefð lognist út af á næstunni. Í vetur hef ég átt í miklu samstarfi við formenn annarra nemendafélaga þar sem ég sit í Hagsmunaráði íslenskra framhaldsskólanema. Auk þess sem við sitjum formlega fundi og berjumst fyrir sameiginlegum hagsmunum nemenda skiptumst við oft á sögum og ráðum. Þegar ég segi frá því að allt sé áfengislaust á vegum nemendafélagsins og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af drykkju nemenda á böllum eða ferðalögum bæta þau iðulega við í hæðnistóni að það sé nú líka alltaf sól á Akureyri. Ég er ekki tekin trúanleg nema upp að ákveðnu marki.

Það er hollt að bera sig saman við aðra endrum og eins. Með heilbrigðum samanburði getum við bæði lært af öðrum og miðlað reynslu. Með því að bera okkur saman við aðra skóla áttum við okkur líka betur á því hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Eftir að hafa átt í þessum samskiptum hefur nokkuð runnið upp fyrir mér sem ég gerði mér ekki fulla grein fyrir áður. Við í Menntaskólanum á Akureyri eigum eitthvað sérstakt, einhvern einstakan anda sem að ríkir aðeins hér. Ef ég ætti að lýsa honum koma orðin; samheldni, metnaður, kraftur og mannvirðing sterkt upp í hugann. Það erum við sem sköpum þann anda sem ríkir í skólanum og það er okkar að varðveita hann. Lýðræði í skólakerfinu hefur verið mér hugleikið undanfarið. Ég hef velt því fyrir mér hvort að það ríki nægilegt lýðræði í menntakerfinu. Nemendur eru í meirihluta þeirra sem kerfið snertir en hvað fá þeir að segja mikið um það? Fáum við einhverju um það breytt hversu langar kennslustundir eru, hvaða námsbækur við notum eða hvaða aðferðum kennarar beita við kennslu? Ættum við að fá einhverju um þessa hluti, og aðra enn mikilvægari, ráðið? Að mínu mati hefur orðið vakning hjá nemendum undanfarin þrjú ár. Þegar að stjórnvöld ætluðu allt í einu að gjörbreyta menntakerfinu að nemendum forspurðum stóð okkur ekki á sama. Við ákváðum að láta rödd okkar heyrast og mótmæla því að fá ekki að hafa áhrif á mál sem varðaði okkur. Meðan á þessum mótmælum stóð sást vel hversu öflugt afl við erum ef við stöndum saman. Samræmd próf voru tekin úr umferð eftir að nemendur ýmist skiluðu próförkunum auðum eða gengu skrefinu lengra, eins og MA-ingar, og sniðgengu hreinlega prófin. Einnig lítur út fyrir að horfið hafi verið frá einhliða styttingu náms til stúdentprófs og er það trú mín að skoðanir og viðbrögð nemenda spili þar sterkt inn í. Við þurfum að halda áfram að vera vakandi fyrir umhverfi okkar og láta skoðanir okkar í ljós. Kerfið á ekki að vera rammi, ekki eitthvað þungt bákn sem við verðum að berjast í gegnum án þess að fá nokkru breytt. Við ættum að móta kerfið og hafa áhrif á það. Við erum menntakerfið, án okkar væri ekkert kerfi. Við höfum sannað það fyrir sjálfum okkur og öðrum að ef við erum vakandi og látum okkur málin varða getum við haft áhrif. MA er einn af fáum skólum á landinu sem á sinn eigin skólasöng. Eins og kunnugt er samdi Páll Ísólfsson lagið og eitt frægasta skáld Norðurlands skrifaði textann. Davíð Stefánsson vissi hvað býr í mennskælingum þegar hann samdi ljóðið við sönginn okkar og ég tel mig einnig vita það. Við skulum halda áfram að sýna að afl og andi eigi skóla Norðanlands.

Kristín Helga Schiöth Inspectrix scholae 2006-2007

6


Vinátta ,,Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis.” Gibran, 1987, s. 65

Eflaust hafa margir velt fyrir sér spurningunni: ,,Hvað er vinátta í raun og veru?”. Kannski komist að niðurstöðu, sem felur í sér eitt svar eða mörg, nú eða bara snúist í hringi í leit sinni að rökréttu svari. Að mínu mati er ekkert eitt rétt svar við þessari spurningu, vinátta getur verið svo margbreytileg. Samkvæmt íslenskri orðabók er skilgreiningin á vináttu; ,,það að vera vinur e-s, hugur vina hvers til annars”. Góð skilgreining, en segir jafnframt í raun ekkert til um það hvað það er að vera vinur einhvers. Mannveran er flókið fyrirbæri og erum við jafn ólík og við erum mörg, því eru skoðanir okkar margar og mismunandi. Við höfum flest myndað okkur einhverja skoðun á því hvað felst í vináttu, hvers við ætlumst til af vinum okkar og hvernig samskiptum skuli háttað á milli vina. Skilgreining mín er sú að vinátta sé samband sem tveir eða fleiri einstaklingar mynda sín á milli og rækta eftir eigin hentugleika og óskum, vonum og væntingum. Ég tel að það sé nauðsynlegt fyrir hvern einstakling að eiga að minnsta kosti einn vin, að eiga eina manneskju að fyrir utan nánustu fjölskyldu sem hægt er að leita til ef eitthvað bjátar á. Einstaklings sem getur hlustað á allt sem manni liggur á hjarta og komið með hlutlaus ráð. Aðila til að deila með gleði og vonbrigðum, hugmyndum og löngunum, skoðunum og vangaveltum. Ég hugsa að enginn geti náð að þroskast í fullgildan einstakling í nútíma samfélagi án þess að líta aðeins út fyrir sinn eigin sjóndeildarhring. Hlusta á skoðanir, hugmyndir og langanir annarra, rökræða og læra að bera virðingu fyrir því sem hinn aðilinn hefur til málanna að leggja. Það þurfa allir að læra að líta á hlutina á fleiri en einn hátt. Aftur á móti fer það allt eftir einstaklingnum hvað vináttan er mikil, það þarf enginn að eiga nánari vin en hann sjálfur vill. Sumir vilja deila öllu með sínum nánasta vini en aðrir vilja halda

7

sínum allra persónulegustu málum fyrir sig, jafnvel bara ræða hluti sem eru efst á yfirborðinu. Að mínu mati er vinátta ekki mælanlegt hugtak. Hafið þið til dæmis einhvern tímann heyrt sagt: ,,Við Óli erum sko bestu vinir, það eru 89 vináttustig á milli okkar”. Nei, það er ekki til neinn mælikvarði á vináttu. Það fer allt eftir einstaklingnum, fólk metur vináttuna mismikið. Fyrir mörgum er vinurinn það mikilvægasta sem hann á. Það eru ekki allir í góðu sambandi við fjölskylduna sína eða ættingja og þá er ómetanlegt að eiga góðan vin, eða jafnvel góða vini. Í þeim tilvikum lítur fólk jafnvel á vininn sem fjölskyldu sína. Vinir eru til margs nýtanlegir. Auk þess að hlusta á flest vandamál og aðstoða í erfiðleikum er svo óteljandi margt annað sem það, að eiga vin, býður uppá. Maður fer t.d. með vini sínum í bíó, í sund, að versla eða á rúntinn. Það er fátt notalegra en að leigja góða spólu með góðum vini, kúra undir sæng og spjalla. Með vini geturðu farið í göngutúra, í fjallið, á skauta, í ferðalög, útilegur og svona mætti lengi telja. Að sjálfsögðu er hægt að gera alla þessa hluti með fjölskyldunni sinni og það er ekkert nema gott um það að segja, en að gera þetta með vini sínum er einhvern veginn allt öðruvísi. Félagsskapurinn er öðruvísi. Að mínu mati eru tvær reglur sem eru undirstaða allrar vináttu. Ef þær reglur eru brotnar stendur vináttan á völtum fótum. Vertu ávallt til staðar fyrir vini þína, hvar og hvenær sem er, traustur og tryggur. Berðu ávallt virðingu fyrir vini þínum, öllu því sem hann gerir og segir. Til er annað hugtak skylt vináttu sem kallast kunningsskapur. Samkvæmt íslenskri orðabók er kunningsskapur ,,það að vera kunnugur e-m, kunningi e-s, gagnkvæm kunnleikatengsl”. Kunningsskapur og vinátta eru skyld hugtök að því leyti að bæði eiga við um samband milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Aftur á móti ertu ekki eins tengdur kunningja þínum, kunningi er meira eins og manneskja sem þú heilsar út á götu, spjallar kannski örlítið við um daginn og veginn og kveður síðan. Þú deilir sjaldan með kunningja þínum helstu leyndarmálum. Það er gaman, gott og gagnlegt að eiga kunningja og því fleiri, því betra. En það kemur ekkert í staðinn fyrir góðan og traustan vin, það er öllum hollt að eiga einn svoleiðis. Mundu, vertu vinur vina þinna - þeir eiga það skilið.


L y g a r Lygar „Lygi er dulargervi sannleikanns”. Ég tók ástfóstri við þessum orðum um leið og ég heyrði þau í fyrsta skipti og pæli mikið í þeim. Allir hafa logið! Við ljúgum til að fólki finnist við vera meira spennandi, við ljúgum að ástvinum okkar til að særa þá ekki, fjandinn hafi það, við ljúgum að fólki sem við þekkjum ekki til að særa það ekki. Ég hugsa oft: „það sem ég veit ekki særir mig ekki”, en ég er samt ekki viss um að ég vilji að fólk ljúgi að mér til þess að særa mig ekki því þá sárnar mér bara enn meira þegar og ef ég kemst að því. Við ljúgum öll að fólki til þess að særa það ekki og verðum svo bálreið þegar einhver gerir það ekki og erum þá í raun að lítilsvirða frasann: ,,þú átt að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig”. Allir tyggja þennan þann frasa, en það fer í rauninni enginn eftir honum. Við ljúgum í alvöru bara til að leyna sannleikanum, hvort sem það er til að hlífa öðrum eða til að vernda sjálf okkur frá opinberun um hver við erum í raun og veru.

Engi ég stend úti á engi tek það fram að ég er ekki einn hún er þarna líka hún hleypur eftir enginu hún kemur nær, ég sé hvað hún er ógeðslega feit brest í þunglyndi labba í burtu, einn.

Ég lýg eins og allir aðrir þó að ég viti að ég eigi ekki að gera það. Það er það skrýtna við fólk, við þolum ekki þegar fólk blekkir okkur eða lýgur að okkur, en ef við fylgjumst með hegðun í okkur sjálfum, sjáum við að við gerum þetta líka. Ég velti fyrir mér hvort heimurinn væri betri staður ef enginn myndi ljúga að neinum, en í rauninni myndum við særa hvert annað svo mikið að við myndum öll verða undirförul og hætta að treysta á manngæsku. Lygi er oft bara umhyggjusemi, en það fer eftir lyginni. Engin lygi er eins og þess vegna er e.t.v. ekki hægt að lýsa lygi á einhvern ákveðinn hátt, án þess að skilgreina hvernig lygi er átt við. Ég ætla ekki að skilgreina lygi hér, þið finnið út úr því sjálf! 8


BusuN! Busavígsla MA Busavígslan var haldin hátíðleg að vanda hér í skólanum. Í þetta sinn var hún með áhugaverðu sniði. Þar sem fátt telst leyfilegt í vígslu nýnema var hún ósköp saklaus en á skemmtilegan hátt niðurlægjandi. Á mánudag biðu okkur límbandsslegnir gangar sem afmörkuðu „leyfilega” gönguslóð okkar sem lá þétt að veggjunum og vorum við látin skríða og leggja ýmiskonar lykkjur á leið okkar. Seinna um daginn komu böðlarnir til okkar og kenndu okkur skólasöngvana og klapp skólans. Því næst tók við danskennsla að hætti fjórðu bekkinga, sem var þáttur í undirbúningi þriðjudagsins. Daginn eftir byrjaði hin eiginlega busun. Kennsla var fljótlega felld niður og allir busarnir skrýddir hinum ýmsu tegundum búninga. Í Kvosinni var 250 busum troðið á vægast sagt mjög takmarkað svæði þar sem við vorum til skiptis látin hylla einhvern (í mínu tilfelli var það ,,hominn”) og steikjast eins og beikon. Þar vorum við ávörpuð af formanni busaráðs, honum Guðna, og fylgdumst við svo með danssýningu busanna.

Eftir dansatriði tók við ratleikur þar sem við vorum látin leysa allskyns þrautir, m.a. fjarlægja tyggigúmmí af hellum fyrir framan skólann og þýða Hesta Jóa á hin ýmsu tungumál. Að ratleiknum loknum var okkur stillt í raðir, skvett framan í okkur vatni og látin falla niður af sviðinu í Kvosinni þar sem böðlar tóku á móti okkur og buðu okkur velkomin í skólann. Við fórum að vígslu lokinni í leiðsöguferð um Akureyri. Leiðsögumaður var hann Ottó og leiddi hann okkur um Nætursöluna, Súper og Leikhúsið svo dæmi séu tekin. Staðir sem menntskælingar ættu að vita um. Að lokum gengum við Menntaveginn. Busunin var skemmtileg og mjög vel heppnuð og er ég sannfærður um að allir hafi skemmt sér konunglega. Eitt fannst mér þó vanta - og það er tolleringin, hví ekki að taka þá aldagömlu hefð aftur upp? Þorvaldur D.

9


10


Bókmenntagagnrýni And then there were none(tíu litlir negrastrákar) eftir Agöthu Christie Agatha Christie er einstakur rithöfundur, að mati gagnrýnanda. Í byrjun blandar hún einhverju saman úr hinum ýmsu áttum, svo illa gengur að skilja hvert hún er að fara. Að lokum rennur þetta allt saman og lesandinn áttar sig á hvað er á seyði. Þá skyndilega tekur sagan stökk upp á risið og mikil óvissa ríkir um hvað gerist næst. Bækur Agöthu byggja mikið á sálfræði og er einn af þeirra helstu einkennum lesandinn áttar sig ekki á því hver morðinginn eða ráðgátan er fyrr en Agatha ákveður að segja frá því, því að ekki gefur hún neitt. Með því að koma efninu einstaklega vel frá sér gerir Agatha Christie lesandanum kleift að lifa sig alveg inn í bókina, skilja persónurnar svo vel að honum líður jafnvel á stundum líkt og hann sé sjálfur einn af þeim. Samt sem áður verður maður ringlaður og á erfitt með að átta mig á því hvað koma skal, en e.t.v. verður það bara til þess að fólk lifi sig enn meira inn í söguna. Sagan: Tíu manneskjum er boðið á litla mannlausa eyju undir fölskum forsendum, hvert þeirra fær bréf um eitthvað sem lokkar þær á staðinn. Svo fara þau að deyja, eitt og eitt, á dularfullan hátt. En þau eru öll drepin eftir vísunum úr ljóðinu And Then There Were None (eða Tíu litir negrastrákar), sem ég vona að þið hafið öll heyrt. En ekki nóg með það, heldur eru litlar postulínbrúður á borðstofuborðinu og í hvert skipti sem einhver deyr þá hverfur ein. Þar sem er enginn á eynni nema þessar 10 manneskjur verða þau alltaf taugaveiklaðari og taugaveiklaðri. Hver er morðinginn? Þú ert alveg skilin eftir í óvissunni þar til að finnst dularfullt flöskuskeyti eftir að öllu er lokið... Sagan er frekar lengi að byrja, þ.e. þegar verið er að kynna til allar persónurnar. Persónurnar lýsa sér að mestu leyti sjálfar í byrjun og svo ennþá betur þegar líða tekur á söguna í hugsunum sínum. Höfundurinn er alvitur og sér inn í huga allra persónanna. Sagan á líklegast að gerast eitthvað í kringum 1950-60, en hún er það vel skrifuð að óhætt er að segja að hún sé tímalaus. Að gagnrýnanda er boðskapur sögunnar í rauninni spurning; er hægt að fremja hið fullkomna morð?

Ég lifði mig mjög vel inn í bókina því að Agatha Christie kemur öllu svo vel frá sér. 11


Jó-hó-hó? Nú er byrjað að snjóa og jólin að nálgast. Allir hlakka til jólanna, og þar sem að ég er sannkallað jólabarn ákvað ég að setjast niður fyrir framan skjáinn og skrifa nokkur orð um jólin. Hver man ekki eftir jólasveinunum, þessum með síða skeggið í rauðu fötunum. En þeir voru nú ekki alltaf svona góðir, þeir voru algjörir hrekkjalómar og stálu mat og búfénaði af bændum. Ég tala nú ekki um að skella hurðum eins fast og þeir mögulega gátu. Í þá daga voru þeir að sjálfsögðu í ullarsokkum upp að hnjám, líkt og tíðkaðist þá. Síðan hafa þeir þróast áfram með fólkinu og siðunum og smám saman fóru þeir að láta af þessum ótuktarskap og fara að gefa í stað þess að taka.

...þessum með síða skeggið Ég man þegar ég var yngri og vaknaði spennt á hverjum morgni til að gá hvað ég fékk í skóinn þá nóttina, oftar en ekki var það eitthvað gotterí eða eitthvað nytsamlegt. Ég fékk aldrei nokkurn tíma kartöflu í skóinn, sama hversu óþekk ég var, jólasveinunum fannst ég einfaldlega ekki skilið að fá skemmdan mat í skóinn minn. Enda hefði það verið ógeðslegt, skórinn hefði líklega skemmst ef mygluð kartafla væri geymd í honum yfir nótt. Reyndar hefur mér alltaf fundist það frekar heimskuleg hugmynd að setja skó í gluggakistuna sína og láta troða hann út af nammi, það er til dæmis ekki hægt að nota þetta tiltekna skópar á meðan jólin eru. Þess vegna tók ég upp á því að hengja upp jólasokk á svalahurðina, svona eins og krakkarnir í amerísku bíómyndunum eru með. Ég tengdi jólasveinana alltaf við jólaskraut og skrautið við tré og tréð við pakka. Þá fannst mér pakkarnir að sjálfsögðu skipta mestu máli, en ég er búin að eldast og þroskast í gegnum árin. Núna finnst mér jólaskrautið mikilvægast, þótt að pakkarnir séu það líka. Það er bara ekki hægt að skapa réttu stemminguna nema með skrauti og jólatré. Rétta skrautið getur gert gæfumun, og rétta tréð fullkomnar allt. Það er alveg yndislegt að skreyta tréð seint á Þorláksmessukvöldi og njóta jólaljósanna í næstu húsum. Það hefur líka verið ákveðin hefð hjá mér að fara aðeins út að ganga á Þorláksmessukvöld, ein eða með öðrum - þótt að það sé ekki nema niður götuna. Einfaldlega njóta þess að horfa á jólaljósin og skreytingarnar hjá nágrönnunum.

„Af því að þá fæddist þarna frægi kallinn.” Ég er að gleyma einu mikilvægu atriði, sögunni á bakvið jólin. Ég spurði litla bróður minn af hverju jólin væru haldin og svaraði hann um hæl: „Af því að þá fæddist þarna frægi kallinn.” Jú jú, frægi kallinn fæddist í jötu af Maríu mey eins og allir vita. Þó að bróðir minn hafi ekki munað hvað frægi kallinn héti mundi hann söguna og gat sagt mér hana í stuttu máli, “Það var kona sem var með barn í maganum og svo var ekkert hús til að sofa í og hún og maðurinn hennar þurftu að sofa í hlöðu, og þá fæddist hann. Þá komu þrír menn með gjafir og svona menn sem að passa kindur til að sjá litla strákinn af því að hann var strákurinn hans Guðs.” Þessa sögu þekkja allir og lærði maður hana strax í fyrstu bekkjum grunnskólans. Þó svo að bróðir minn hafi sleppt nokkrum smáatriðum, er jólaguðspjallið svona í grófum dráttum. Jólin eru sem sagt afmæli Jesú, ef að það skyldi hafa farið framhjá einhverjum. Þrátt fyrir að ég sé komin í framhaldsskóla get ég ekki að því gert að þegar það fer að nálgast jólin finn ég barnið inni í mér reyna að brjótast út, ég yngist um nokkur ár og bíð spennt eftir jólabjöllunum í útvarpinu á aðfangadag. Ég get heldur ekki að því gert að ég sé ennþá glitta í rauðar skotthúfur hér og þar og ef eitthvað fer úrskeiðis kringum jólin, kenni ég ennþá Hurðaskelli um. -Veronika Rut Haraldsdóttir

„Gerum okkar besta til að gera jólin yndisleg fyrir alla.“ Þessari hátíð fylgir ákveðin gleði og ánægja hjá fólki og er skemmtilegt að sjá hvaða áhrif hún hefur. En því miður fá ekki allir að njóta jólanna, sem er mjög sorglegt. Auðvitað eru ekki jól í öllum trúarbrögðum, en ég er að tala um þá sem hafa ekki efni á eða geta ekki haldið jólin hátíðleg. Það eru nokkrir kristnir í þróunarlöndunum, en geta ekki haldið jólin hátíðleg, þau fá ekki einu sinni hreint vatn. Verið þess vegna dugleg að safna í söfnunarbaukana sem koma heim fyrir hver jól, og munið að fara með til Rauða Krossins, með því ertu ef til vill að bjarga heilu þorpi undan vatnsskorti. Gerum okkar besta til að gera jólin yndisleg fyrir alla.

Emo Einn ég sit Úti í horni Skugginn umlykur mig Ég græt Enginn skilur mig, Ég er hræddur Ég er emo. 12


Rauðbirkni í MA; Rauma Eftir að Þorskastríðunum lauk árið 1976 fór að bera á fordómum hérlendis gegn íbúum Stóra Bretlands, þá sérstaklega friðsælum eyjaskeggum á Írlandi. Af óskiljanlegum orsökum voru rauðhærðir Írarnir gerðir að skotspóni. Það var eins og þeir væru rauður dúkur og Íslendingar væru naut sem ærðist við það að sjá rautt. Til að sporna við þessum fordómum var hópur útvaldra sendur hingað til lands undir dyggri leiðsögn Hr. Kristjáns Einarssonar. Þessi hópur náði á skjótum tíma að smeygja sér innfyrir veggi Menntaskólans á Akureyri og festi þar rætur. RauMA var orðið til. RauMA, Félag rauðhærðra í MA, er eitt helsta og virtasta félag innan veggja skóla vors. Það var stofnað af Hr. Kristjáni Einarssyni, einum merkasta og rauðhærðasta manni mannkynssögunnar. Hann hafði háleitar hugsjónir um að rauðhærðir og hinir gætu lifað í sátt og samlyndi. Innan RauMA voru allir rauðhærðir og rauðbirknir velkomnir. Alltaf var skotið skjólshúsi yfir þá sem í vandræði rötuðu og Hr. Kristján tók öllum opnum örmum. Það kom þó loks að því að Foringinn þurfti að hverfa suður á bóginn til að dreifa erindi sínu þar. Hann lét Hjalta Rögnvaldsson og Guðna Líndal eftir foringjastöðuna vegna þess að

R 13

hann gat ekki gert upp á milli hvor væri hæfari. Rauma riðaði á barmi falls því Hjalti og Guðni gátu ekki komið sér saman um hvor ætti að gegna embætti foringjans. En eftir blóðuga baráttu ákváðu þeir að skipta með sér formannssætinu.

Nýjir Tímar Með nýrri stjórn komu nýjar áherslur. Reglurnar voru hertar og umburðarlyndið tekið úr umferð. Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar var að fjarlægja rauðbyrkna meðlimi. Margir þeirra hafa aldrei sést síðan. Stefna nýja Rauma er „Fjarlægjum –auma úr Rauma“. Allur aumingjaskapur, umhyggja og samúð er nú farin. Nýjir foringjar ætla að hefja félagið upp á annað plan. Rauma mun ekki aðeins ráða skólanum heldur liggur leiðin fljótlega ennþá hærra, fyrst verður Ísland lagt undir R-ið og síðan allur heimurinn. „ Fjarlægjum –auma úr Rauma “ verður sungið á hverju götuhorni, í hverju húsasundi, allstaðar. Það eina sem verður eftir verður stórt rautt R sem vakir yfir þér!

Rauðbirkið fólk

RauMA

Nokkrar reglur: 1. Meðlimir verða undantekningarlaust að vera rauðhærðir 2. Allir rauðhærðir nemendur í MA eru sjálfkrafa skráðir 3. Hjalti og Guðni dæma um hversu rauðhærður þú ert 4. Ef þú ert rauðhærður og litar hár þitt ertu sjálfkrafa útskúfaður úr samfélaginu 5. Þó þú litir hárið rautt gerir það þig ekki rauðhærðan 6. Þeir sem bera ekki þennan íðilfagra hárlit eiga slæma hluti í vændum 7. Lestu allar hinar reglurnar aftur og vonaðu að barnið þitt verði rauðhært


Nú ert þú nýr kennari hérna í skólanum, hvað fékk þig til þess að kenna hér? - Það var eiginlega blanda af nokkru, ég er fyrrverandi nemandi og ég er fædd og uppalin hérna á Akureyri og mig langaði bara að koma aftur heim, búin að vera lengi í útlöndum og Reykjavík. Mér bauðst þetta tækifæri þannig að ég greip það. Ert þú stúdent frá þessum skóla? -Já ég útskrifaðist af málabraut árið 2000. Hvað gerðiru þegar þú varst búin með MA? -Ég fór beint til Reykjavíkur í Háskóla Íslands og tók BA próf í ensku og var þar í tvö ár. Ég tók svo lokaárið mitt í Kanada, og útskrifaðist árið 2003 og flutti þá aftur til Akureyrar. Svo tók ég mér eitt ár í frí og fór svo í MA nám í þýðingarfræði árið 2004 og er að klára það núna árið 2007. Eru krakkarnir leiðinlegir við þig? - Nei þau voru kannski erfið fyrst, nýr kennari og þau voru að athuga hvað þau komast upp með, en þau er frábær. Hvoru megin við kennsluborðið er betra að vera? -Bak við það, það er svo skemmtilegt að kenna. Hvernig finnst þér Jón már? -Mjög fínn. Hvernig finnst þér Jón Már í alvörunni? -Haha... Mér finnst hann mjög fínn. Hann var náttúrulega aðstoðarskólastjóri þegar ég var hérna þannig að ég hef mikið talað við hann og finnst hann mjög þægilegur. Hvaða kennari er brandarakallinn á kennarastofunni? -Haha Stefán Þór á nú alveg góða punkta og Unnar Þór, hann getur líka verið fyndinn. Kannski aðalega þeir. Hvernig finnst þér stærðfræði? Hahah.. pass.. ég vil ekki móðga neinn. Ætlaðiru alltaf að vera kennari í MA? Ég pældi mikið í því í 3. og 4. bekk en svo langaði mig meira að verða þýðandi. En nú er ég komin aftur yfir í það að vera kennari, þannig að þetta fór bara í dvala í smástund. Sögur ganga um að þegar þú varst nemandi hérna við skólann hafi þér tekist þau undur og stórmerki að velta bíl þínum í miðri handbremsubeygju á planinu við Nætursöluna, er eitthvað hæft í þessum sögum? Hahaha. Nei þær eru mjög skemmtilegur uppspuni í mínum vinahóp. En nei það er ekkert hæft í þessum sögum, þetta var bara lygasaga sem fór aðeins úr böndunum. Hahah. Tókstu einhverntímann þátt í Morfís? -Nei, ég var nú ekki svo fræg. Afhverju ekki? -Mér fanns ég ekki hafa nógu sterka persónu til þess að getað tekið við svona neikvæðuum athugasemdum líkt og gerðist víst þegar Versló kom núna síðast. En ég var í varaliði Gettu Betur þegar ég var í 1.bekk. haha Hlustarðu á tónlist? - Já Hver eru áhugamálin þín? - Úff.. Að lesa, ég les mjög mikið, gönguferðir og hannyrðir.

V i ð t a l

Þetta er ekki Lára.

við Láru Enskukennara

Hvað er uppáhaldssleikjóinn þinn? - Jarðaberja Chupa Chups. Eru hinir kennararnir leiðinlegir við þig afþví að þú ert ný hérna? - Nei, það hafa allir verið mjög, mjög jákvæðir. Meira að segja gamlir kennarar mínir. Ef þér byðist að taka þátt í sjónvarpsþætti sem bæri nafnið “Kveðist á með Jóni Má,, myndirðu taka þátt? - Nei, einfaldlega vegna þess að hann er miklu betri en ég í íslensku. Hvað er það skemmtilegasta sem hefur komið fyrir þig í skólanum síðan þú byrjaðir að kenna? - Það er eiginlega bara einmitt hvað nemendurnir hafa komið mér á óvart, sérstaklega eins og á árshátíðinni, þá var maður að sjá svona nýja hlið á krökkunum. Áttu kærasta eða börn? - Nei, engan kærasta og engin börn. Hvað er uppáhalds tungumálið þitt? - Það er enskan, einfaldlega vegna þess að ég næ bestu tökum og tengslum á henni. Mér finnst portúgalska líka mjög flott en ég hef samt aldrei lært hana en hún er svona blanda af spænsku og frönsku, mjög flott hljómfall. Hvernig týpa varstu þegar þú vars nemandi í MA? - Ég var nú kannski ekki eins mikill djammari og krakkarnir í félagsfræði, en jújú við áttum góð og skemmtileg partý og góða útskriftarferð. Hvert fóruði í útskriftarferðinni?? - Við fórum til Slóveníu og gátum flakkað um löndin þar á milli Ítalíu, Austuríki og Króatíu. En svo var líka gaman á kvöldin, haha. Heldurðu ennþá góðum tengslum við gamla skólafélaga? - Já tvær af mínum betri vinkonum voru með mér í bekk. Svo er í ég sambandi við Önnu Eyfjörð, frönskukennara. Þetta er eiginlega besti tíminn að vera hérna í MA. Svo mættu eiginlega allir úr mínum bekk á 5 ára reunion í fyrra.

14


Frjáls vilji A

Allt á sér orsök. Ekkert er tilviljun. Fyrir ákveðnum atburði á ákveðnum tíma eru ákveðnar orsakir. Þessar orsakir geta leitt til einnar og aðeins einnar niðurstöðu. Af þessum sökum munum við ávallt taka aðeins eina ákvörðun sem við grundvöllum á aðstæðum og ástæðum sem liggja fyrir í umhverfinu hverju sinni. Í þeirri ákvörðun er ekkert frelsi falið. Ákvörðunin er tekin óháð vilja en háð forsögnum umhverfis. Því tel ég að við ráðum ekki gjörðum okkar. Breytni manns er afleiðing orsaka. Það sem við köllum frjálsan vilja, þ.e. það frelsi sem við höfum til að haga vali eða gjörðum eftir eigin hentugleikum hverju sinni, er ekki til staðar. Við höfum ekkert frelsi. Það er bara blekking.

O

„Ekkert er tilviljun.“

Okkar rökræni, kerfisbundni heimur vitnar glögglega um þessi efni. Hvert sem litið er, hvar sem er og hvað sem gerist, þá gerist ekkert af hreinni tilviljun. Allir atburðir, fyrr og síðar eru möskvar í neti orsaka og afleiðinga sem teygir sig allt aftur að Miklahvelli, um 13,7 milljarða ára aftur í tímann. Og við höfum ákaflega lítið um málið að segja. Það er ekki tilviljun að þú rekist á gamlan skólafélaga á kaffihúsi í Kuala Lumpur eftir 35 ár. Þið voruð einfaldlega báðir/bæði á sama stað á sama tíma. Margar ólíkar orsakir kunna að liggja fyrir stað- og tímasetningu beggja. En ég tel mikilvægt að gera sér grein fyrir að einhverjar ástæður eru því til grundvallar. Hugsum okkur atburð. Stök rafeind ferðast eftir rafrás. Rafrásin greinist. En hvora leiðina fer rafeindin? Því virðist ráða tilviljun ein. En hvað er tilviljun? Köllum við ekki atburð tilviljun sé okkur ókunnugt um niðurstöðuna, afleiðinguna, atburðinn og forsagnir hans? Rafeindin fer aðra hvora leiðina, ástæðan gæti verið að hún ferðist vinstra megin í rásinni eða eitthvað í þá áttina.

Á

„Jón Már fer heim og eldar hrísgrjónagraut með rúsínum.“

Á myndinni hér til hliðar gefur að líta atburð , t.d. atburðinn: Jón Már fer út í búð og kaupir mjólk. Keilan fyrir ofan atburðinn táknar mögulegar afleiðingar atburðarins, t.d. Jón Már fer heim og eldar hrísgrjónagraut með rúsínum. Keilan fyrir neðan atburðinn stendur fyrir mögulegar ástæður atviksins, t.d. að Jóni Má langi í graut eða að hann vanti kalk

15

til að varna beinþynningu. Ás hnitakerfisins sem vísar upp sýnir hvernig atburðurinn þróast og hefur áhrif í tíma, t.d. að eftir tvo daga þarf Jón aftur út í búð eftir mjólk. Hinir tveir sýna hvernig atburðurinn þróast í rúminu, t.d. hvaða leið hann þarf að fara til að sækja mjólkina. Nú kann einhver

„[...]valfrelsi er bara blekking[...]“ að spyrja hvers vegna við getum ekki sagt nákvæmlega fyrir um afleiðingar atviksins í ljósi vitneskjunnar um það, heldur getum við einungis tilgreint mengi mögulegra afleiðinga. Einnig má spyrja hvers vegna við getum ekki sagt nákvæmlega fyrir um orsakir atburðarins. Skýringa á þessu þarf að leita í skammtafræðinni.

Í

Í skammtafræði segir af Óvissulögmáli Werners Heisenbergs. Þar segir að ekki sé unnt að mæla stöðu og hraða ákveðnar öreindar nema að ákveðnu marki, þ.e. eftir því sem vitneskja okkar um annað hvort stöðuna eða hraðan vex, eykst


„[...]við teljum okkur búa yfir frjálsum vilja til að gera það sem okkur dettur í hug.“ óvissan um hitt. (Það er flókið að útskýra lögmálið í svo stuttu máli þannig að ég eftirlæt lesandanum að afla sér frekari upplýsinga um lögmálið. Áhugasömum bendi ég á 4. kafla Sögu tímans e. Stephen Hawking. Sú bók er til á bókasafni skólans.) Afleiðingar lögmálsins eru þær að ekki er hægt að segja nákvæmlega fyrir um orsakir eða afleiðingar

„[...]fortíð, nútíð og framtíð.[...]“ einstaks atburðar. Ávallt verða einhver skekkjumörk. Eftir því sem tíminn líður frá atviki, þeim mun fleiri breytur tvinnast inn í atburðarásina og þannig eykst óvissan um forsagnirnar og útkomuna enn frekar. Þess vegna breiðir keilan á myndinni úr sér eftir því sem tíminn líður. Þegar við stöndum frammi fyrir vali, stöndum á vegi þar sem gatan greinist teljum við okkur eiga val. Við teljum okkur eiga val því við vitum ekki hvora leiðina við förum. Í óvissunni verður til hugmyndin um valfrelsi. En valfrelsi er bara blekking því niðurstaðan verður bara ein og ákveðin. Ef óvissulögmálið gilti ekki og væri stefna, staða og hraði allra einda þekktur, mætti reikna út með lögmálum eðlisfræðinnar stefnu, stöðu og hraða eindanna á hvaða tíma sem er. Við gætum reiknað heiminn; fortíð, nútíð og framtíð. Við gætum reiknað út niðurstöðuna. Þar sem óvissan er til staðar teljum við okkur eiga val, við teljum okkur búa yfir frjálsum vilja til að gera það sem okkur dettur í hug. En það sem okkur dettur í hug er orsökum háð og þær orsakir eru einnig orsökum háðar og þannig koll af kolli.

og að hlutirnir einfaldlega gerist. Framvindan er ekki ákveðin þó forsagnirnar leiði bara til einnar niðurstöðu. Að trúa því að allt sé fyrirfram ákveðið tel ég að hafi í för með sér trú á eitthvað æðra, að eitthvað eða einhver hafi ákveðið allt fyrir okkur. Ég trúi ekki á slíkan veruleika, þó vissulega sé pláss fyrir slíkt afl í minni heimsmynd. -Ottó Elíasson

Segja grískar kýr „µµµ...“?

S

Sú skoðun mín að við höfum engin áhrif á val okkar og gerðir virðist eflaust mörgum leiða til forlagatrúar. Þ.e. að ég trúi því að allt sé fyrirfram ákveðið. Ég hafna því og vil gera greinarmun á að allt sé fyrirfram ákveðið

16


Viðtal við Unnar Þór Bachmann Þetta er ekki Unnar.

Hvað talar þú mörg erlend tungumál? Ætli ég tali ekki bara ensku og hrafl í dönsku. Get hins vegar lesið þýskar skákbækur og svo kann ég einhverjar ástarjátningar á

frönsku. Hefurðu skoðað bloggsíður einhverra nemenda þinna? Nei. Mér leiðast bloggsíður. Uppáhalds Hollywood leikkonan? Þær fáu sem hvorki fella tár né brækur í of miklum mæli. Ætli Sigourney Weaver hafi ekki verið nokkuð góð í Alien. Hver var eftirlætis X-arinn þinn í X-bekknum í fyrra? (Ásta Björg, Logi og Jón Gísli báðu sérstaklega um þessa spurningu.) Þetta var góður hópur. Ég man þó mest eftir Kristjáni Einarssyni því að hann er u.þ.b. fyndnasti maður sem ég hef kynnst. Skemmtilegasti stærðfræðiáfanginn sem er kenndur í MA? Pass. Félagsfræði- eða málabraut? Pass. Hvernig tónlist hlustarðu á? Ótrúlega margt. Ætli Smiths og Morrisey hafi ekki fylgt mér lengst. Af innlendum flytjendum er það Megas. Hef samt ekki skoðun á því hvort þessir tónlistarmenn séu betri en aðrir. Hvern er skemmtilegast að vitna í? Megas. Uppáhalds sápuópera? Mér leiðast sápuóperur. Twin Peaks hans Davids

Lynch var þó ansi skemmtileg þáttarröð en það telst sennilega ekki sápaópera. Ég hef það fyrir mottó að horfa á þessa þætti á svona 10 ára fresti. Ef þér væri gefinn flugmiði, hvert værir þú líklegastur til að fara? a) Bandaríkjanna b) Norður Kóreu c) Chile d) Þýskalands Chile því að það er eina landið sem ég hef ekki komið til. Notar þú broskalla á MSN? Ég nota ekki MSN. Er einhver einn algildur tilgangur með lífinu? Já. Lukas í Supernova, já eða nei? Nei. Myndir þú borga þig inn á Sálina hans Jóns míns í Sjallanum? Já, ef það væri leikritið. Ímyndaðir þú þér þegar þú varst nemandi í MA að þú myndir seinna kenna þar? Pass. Veistu nöfnin á öllum sem þú kennir þessa önn? Nei vegna þess að ég þarf þess ekki. Ég get prentað út lista með nöfnum allra nemenda minna. Þegar maður verður kennari þá þarf maður ekkert að læra meira í lífinu því að þá er maður ekki lengur nemandi. Gamli skóli, Hólar eða Möðruvellir? Möðruvellir. Ég hef alltaf haldið uppá Le Corbusier sem arkitekt og ég held að hann hljóti að hafa hannað Möðruvelli. Uppáhalds stærðfræðijafnan? Ég hef alltaf sagt að næsta jafna sé sú besta. Leiðinlegasta spurningin? Sennilega þessi.


18


Heitt og kalt:

Sjóðandi: • Gammósíur - í allskyns litum og mynstrum - ríkjandi í okkar skóla. • Ullarsokkar - Nú er kominn vetur og tími til kominn að draga ullarhosurnar upp úr skúffunni. Svo er líka svo gaman að renna sér (í/á) þeim á nýbónaða gólfinu í skólanum. • Kjólar - eru eldheitir. Hvort sem þú ert í skólanum, veislu, úti að borða eða bara í bónus með mömmu. • Brynjuís - Þrátt fyrir að vera ískaldur og ferskur á Brynjuísinn heima hér. Góður Brynjurúnthringur er tilvalinn á fyrsta stefnumóti. Volgt: • Capone - Geysivinsæll pöbb um þessar mundir. Oftast troðfullur út að dyrum og stemmingin góð. Spurning hvort vinsældirnar verði enn þær sömu þegar áfengistilboðin hætta. • Rauður varalitur, glimmer og háhælir skór - virðist vera vinsælt þema fyrir stelpupartý á meðal nemenda. • Kaffi - er hægt að fá í allskyns girnilegum útfærslum og alltaf er eitthvað nýtt að koma inn. Þetta heldur líka námsmönnum vakandi og hressum í prófalestri. Svalt: • SMS - þetta var góð uppfinning í 8. bekk en kommon fólk, hringiði bara - mun persónulegra. • Skyr - sama hversu mikið ógeð maður fær á skyrinu þá heldur maður samt áfram að éta það. • Sunnudagar - Dagurinn einkennist af lærdómi, svefni eða þynnku. Ágætis hangsdagar þó, fínt að skreppa á kaffihús með kumpánum. Kalt: • Víðar buxur - Þetta er nú bara tískuslys, þá sérstaklega þegar maður sér í svartar nælonsokkabuxurnar innanundir. • Kvikmyndahúsin - 900 krónur fyrir einn bíómiða? Hvað er að gerast? • Kennaramötuneytið - Hver gaf þeim leyfi til að kvelja okkur með góðri matarlykt í síðasta tíma fyrir hádegi? Hrollkalt: • Engin stefnuljós - hversu erfitt er að teygja vísifingur í stöngina? • Tíminn - Hann líður óþarflega hratt og áður en maður veit af eru brjóstin sigin og bjórvömbin komin á feitt skrið). • Gat í naflanum - Hvað er málið með að vera svona götóttur? Við erum menn, ekki ostar! • Gervineglur - þetta er búið stelpur.

19


Heitt og kalt:

Sjóðheitti: • G-strengir upp úr buxum – Lífgar upp á löngu(n), eykur almenna kynhvöt • Gyllta hunangsflugan – hinn fullkomni ljóti bíll, hann er það ljótur að hann er kúl (í öðru veldi) • Flegnir bolir – eða bara engir bolir, eykur almenna kynhvöt • Muninn – allra meina bót, lengir lífið og limi, reisir sjálfstraust og hold, veitir lífsfyllingu og fullnægingar • Kaffi – því kalt kaffi er bara ógeðslegt Heitt: • Subaru Justy –kemst allt, eyðir litlu og pláss fyrir fjórar kellingar • Bjarni - kemst allt, eyðir litlu og pláss fyrir fjórar kellingar • Kaffi - er hægt að fá í allskyns girnilegum útfærslum og alltaf er eitthvað nýtt að koma inn. Þetta heldur líka námsmönnum vakandi og hressum í prófalestri. • Double standards – skemmtilega hagkvæmt þegar maður þarf að vera í þversögn við sjálfan sig • Mottur og mullett – maðurinn sem sagði að þessi tíska væri dauð er sjálfur dauður og hefur þar af leiðandi rangt fyrir sér Volgt: • iPod – hvítur... týnist í snjónum • Mæta í skólann – fínt í fyrsta bekk en áhuginn dofnar með bekkjunum • Tilgangslaus hreyfing – Eins og orðið gefur til að kynna er hún tilgangslaus • Auraleysi – tilhvers að vinna ef þú getur hækkað yfirdráttinn þinn... gefins peningar • Sjampó – hefði maðurinn aldrei byrjað að nota sjampó hefði hann aldrei þurft að halda áfram að nota sjampó Kalt: • DjamMA/krúið – jafn kalt og brynjuís • Hugsa - Kelga gerir það fyrir mann • Brynjuís – bara fyrir stelpur • Merkingarfull samtöl – eins og mánudagurinn • Gera grín að stjórninni – því það er enginn húmor fyrir því. Halló. Þroskast. Alkul: • Dýrt áfengi – það er dýrt... mmmjá • Edrú helgar – ekki eins gaman og maður heldur, en alltaf gaman að reyna • Ábyrgð og óléttar kellingar – bara fyrir konur • Tilfinningar – ekki töff, einungis fyrir aumingja, bítið á jaxlinn og byrgið þær inni • Fyrirlestrar – hvað varð um ritgerðir? Kennarar orðnir of latir?

20


Völvuspáin fyrir árið 2007 Þá er komið að því! Hvað segir völvan um árið 2007? En þar sem allt sem ég spáði í síðustu völvu rættist hlýtur það óneitanlega að vera spennandi hvað gerist á því næsta. Spáin er svo hljóðandi: - Kjellinn fær loksins skilgreiningu í Orðabók Menningarsjóðs sem miðstig á milli karls og kerlingar - Bílanotkun leggst af. Allir koma með strætó í skólann....jibbí -

Reykjavík verður skemmtileg

báðum hreinum meirihluta - Eragon verður kosin frumlegasta skáldsaga allra tíma - Munurinn á Mötuneytinu á Vistinni og 5 stjörnu veitingahúsi heldur áfram að vera enginn - Arnaldur Indriðason sýnir á sér enn eina hliðina með bókinni Lömbin þagna, en hún mun fjalla um íslenskan bónda af gamla skólanum sem fær taugaáfall eftir að lömbin hans hætta að jarma

- Vegna mikillar eftirspurnar verður NÁT 103 áfanginn lagður niður og DRE 103 tekinn upp í staðinn, en í honum verður kennd hin nýútkomna bók Drekafræði. Aðdáendur NÁT 103 þurfa þó engu að kvíða því að áfangarnir eiga það sameiginlegt að í þeim endar allt með dauða.

- Halldór Laxness sendir frá sér bók að handan. Bókin verður nokkurs konar uppgjörsrit við allt sem hann skrifaði með hann lifði og verður titillinn á þessa leið: Hin sjálfstæða Salka Valka og annað fólk og barátta þeirra fyrir kristnihaldi í atómstöðinni undir jökli og misheppnaðar tilraunir þeirra til að trekkja Íslandsklukkuna og kveikja Heimsljós á Prjónastofunni Sólinni, sem barn náttúrunnar eignaðist þegar úngur ég var og fór með guðsgjafaþulu í túninu heima og hafði hvorki skrifað Gerplu né hitt Vefarann mikla frá Kasmír.

- Útvarp Saga verður mest spilaða rásin á rúntinum

- Lotukerfið og lotugræðgi verða loksins tvö aðskilin hugtök

- Hvítasunnukirkjan og Krossinn verða saman með vagn á næstu Gay Pride göngu

- Landsvirkjun kemst í 43. sæti á lista Sameinuðu Þjóðanna yfir ill fyrirtæki sem vilja sökkva jörðinni. ”Vissulega vonbrigði að ná ekki hærra” segja ráðamenn fyrirtækisins, ”en allt er hægt ef viljinn og sinnuleysi almennings er fyrir hendi

- Þar sem byrjað var að skreyta fyrir jólin á síðustu stundu í ár, verður byrjað í lok ágúst á næsta ári

- Jón Már setur hraðamet eða öllu heldur óhraðamet. Á meðan hann kemur með eina tilkynningu í Kvosinni byrjar einn árgangur í skólanum og útskrifast áður skólameistarinn lýkur tilkynningunni - Veslingar þroskast hugsanlega. HUGSANLEGA - Þingkosningar verða í vor og er óhætt að fullyrða að flokkar sem minnihlutahópar stofna verði áberandi. Þar má t.d. nefna flokk samkynhneigðra dverga á ellilaunum og flokk örvhentra öryrkja með fílaveiki, en nýjustu skoðanakannanir spá þeim

- Ofsatrú kemst í tísku næsta vetur. Það jafnast ekkert á við að brenna minnihlutahópa til að lýsa upp skammdegið - NOT

Kvosin verður þægilegasti staður á jarðríki... Villi völva

22


Stofur Menntaskólinn inniheldur margar misgóðar skólastofur, margir verða eflaust pirraðir þegar þeir sjá að þeir eru settir í vissar stofur og sjá fram á margra tíma kvöl og pínu. Aðrir verða aftur á móti himinlifandi þegar þeir lenda á svokölluðum gleðistofum, sem ótúlegt en satt eru til. Muninn hefur ákveðið að vara við nokkrum verstu stofunum og einnig að benda fólki á hvernig best er hægt að nýta tímann í þeim betri, jafnvel að miða nám sitt að því að lenda í þeim stofum sem oftast.

Þær slæmu

„...boðið upp á læknisvottorð...“ G1 – Dýflissan

Þeir nemendur sem enn eru skikkaðir til að læra móðurmál fyrrum nýlenduherra okkar lenda oftar en ekki í því að kúldrast neðanjarðar í G1, kynding hafði ekki verið fundin upp þegar byrjað var að byggja gamla skóla og er hún því ekki til staðar í kjallara skólans. Ekki er þó öll nótt úti því að þá er um að gera að hverfa aftur til alda og mæta í loðfeldum og skinnskóm eins og forfeður okkar og nöldra yfir maðkétnu mjöli á dönsku. Sögutímar og dönskutímar komnir saman í einn hatt og allir græða. Einnig er boðið upp á læknisvottorð við því að mæta í þessa tíma sökum slæmra áhrifa sem þeir hafa á heilsu.

M1 - Hvar er hún?

„Leiðangrar í stofuna eru aftur á móti fyrirtaks líkamsrækt“ Þó að yfirleitt séu það aðeins stærðfræðisjúkir náttúrufræðinemar sem eru sendir í þá svaðilför að finna og fullsitja þessa skólastofu lenda því miður fleiri nemendur skólans stundum í því að sækja þangað tíma. Lengi vel var ekki víst að stofan væri í raun til heldur væri einungis leiðinlegt spaug á kennarastofunni en hún fannst nýlega og var þá eðlisfræðibraut ‘98 árgangsins ennþá að klára lokaprófið sitt. Anganin af því prófi er enn að finna í stofunni og er fólki ráðlagt að mæta í notuðum sokkum og óhreinum fötum til þess að yfirgnæfa fnykinn. Eða þá að vera bara á eðlisfræðibraut, þeim er víst sama. Leiðangrar í stofuna eru aftur á móti fyrirtaks líkamsrækt og er gott ráð að ,,gleyma” skólatöskunni í kvosinni fyrir tíma bara til að geta tekið á því einu sinni enn.

„núna verða nemendur að halda lífi“ Flestir sem hafa kíkt á byggðasöfn hafa eflaust tekið eftir því að Íslendingar voru miklu minni á öldum áður, hávaxnir menn voru tæpir 1.80 meðan meðalmaðurinn rétt náði yfir svokölluð dvergmörk (1.50). Eftir að vítamínin voru fundin upp og súrmetið missti vinsældir sínar höfum við þó stækkað og núna er t.d. meðal menntskælingur tæpir 2 metrar. Þegar setið er í G12 er greinilegt að arkitektar skólans gerðu sér ekki grein fyrir því að fólk ætti eftir að verða hærra í náinni framtíð því að plássið þar inni er afar takmarkað. Það er það takmarkað að bilið á milli nemanda er nær alltaf annar nemandi, og svo koll af kolli þar til súrefni er uppurið og bekkurinn lætur lífið. Margir bekkir töpuðust svona á áttunda áratugnum og greip skólaráð til þess að setja glugga í stofuna. Ástandið er samt engu skárra þar sem núna verða nemendur að halda lífi þarna inni sem getur verið erfið lífsreynsla. Þarna er hinsvegar upplagt tækifæri til að þjálfa jóga eða aðrar liðkandi íþróttir, nú eða reyna bara að kynnast þeim sem þú ert með olnbogann í þegar þú glósar.

23

G12 - Ekki kústaskápur


„hætta alveg kennslu í stofunni og breyta henni í...“

Þær góðu H1 - Náttúruminjasafnið Íslensk náttúra er, eins og allir vita, besta náttúra í heimi. Það getur því verið ágætis byrjun á degi að mæta þangað til að týna sér í heillandi fögum eins og jarðfræði og stærðfræði. Nei auðvitað er þetta haugalygi en það er þó oftast vel heitt í stofunni og fullt af kortum og steinum til að draga athyglina frá misskemmtilegu námsefninu. Best væri auðvitað að hætta alveg kennslu í stofunni og breyta henni í dýragarð þar sem íslenska sauðkindin gæti átt heiðursess innan skólans. Það mál hefur því miður tafist fyrir skólanefnd alltof lengi og fólk verður því að láta sér nægja íslensk grjót í bili. Áfram Ísland!

G27 - Kóngurinn Kóngurinn er viðurnefni sem lengi hefur verið tengt við þessa frábæru skólastofu sem einkennist af miklu tilliti til nemenda. Eftir að hafa gengið þvers og kruss um skólann allan daginn er fátt betra en að hvíla fæturna í þægilegri hæð á þverslánum sem eru undir borðunum. Láta hugann reika um Eyjafjörðinn sem blasir við út um gluggana, ef veður leyfir, og hugsa sér að svona ættu allar stofur að vera. Sá ósómi að fleiri stofur hafi ekki þessa borðahönnun hefur lengi verið talið vægt brot á Genfarsáttmálanum og væri því tilvalið að næstu mótmæli tengdust þessu máli. Loksins eitthvað sem skiptir máli. Þar til eitthvað er gert í málinu er um að gera að reyna bara að smygla sér í sem flesta tíma í Kónginum.

G22 - Víðáttan

„er fátt betra en að hvíla fæturna í þægilegri hæð“

Að lenda í þessari stofu er samsvarandi því að fá litaröð í póker, það gerist sjaldan og er alltaf jafn frábært. Það að þessi stofa sé ekki íþróttasalur skólans hefur oft valdið heilabrotum hjá fólki þar sem G22 var nýlega mæld 3.78 sinnum stærri en Fjósið. Gífurlegt flæmið þarna inni er þekkt fyrir að valda kennurum gjarnan höfuðverk þegar þeir reyna að ná yfirsýn yfir alla nemendurna sem sitja tímann. Auknar líkur á veikindum þar. Það að útdeila verkefnum þarna inni er mikil líkamsrækt og er kennurum sérstaklega ráðlagt að hafa með sér nesti og nýja skó þegar þeir byrja á svoleiðis leiðindum. Félagsfælnir nemendur hafa líka tekið ástfóstri við stofuna þar sem borðin eru hvert um sig ámóta stórt og meðal fólksbíll, maður er manns gaman hvað? Víðáttan hefur einnig verið talin frábær fyrir útilegur og kom jafnvel til greina sem útskriftarferð 4.bekkjar árið 2001 en ekki tókst að semja við ferðaskrifstofuna. Við vonum þó að einhver taki af skarið áður en stofan verður gerð að þjóðgarði. Finndu þér tíma í G22 og njóttu þess að láta vindinn leika í hárinu, eða eitthvað álíka hýrt.


Víðómatýpur Staðalímyndir hafa verið til frá örófi alda, bara í mismunandi formi. Með árunum hafa þær farið meira og meira versnandi og með tímanum hafa þær byrjað að stjórna samfélagi okkar. Örvænting sumra í að fylgja þessum ímyndum hefur leitt til geðsjúkdóma sem verða sífellt alvarlegri og leggjast á of marga, t.d. anorexía og bulemia. Staðalímyndir skilja okkur frá því sem við erum og fela persónuleika okkar frá umheiminum. Auðvelt getur verið fyrir auglýsendur að segja fólki hvað því á að finnast flott. Fólk með neikvæða sjálfsímynd er oft óöruggt með sig og leitar huggunar og sjálfstrausts í fyrirmyndum sem markaðssetning býr til handa þeim. Ungt fólk er sérstaklega áhrifagjarnt og erfitt er fyrir það að standa upp úr vegna gagnrýni samfélagsins, auðveldara er að fylgja bara hinum. Ungt fólk í dag er of háð áliti annarra í staðinn fyrir að njóta lífsins til fullnustu og nýta þann stóra kost að vera maður sjálfur. Kostinn að geta verið öðruvísi og staðið upp úr. Forfeður okkar höfðu fæstir kost á því og þess vegna skil ég ekki að fólk í nútíma samfélagi þar sem tjáningarfrelsi gildir skuli ekki nýta sér þann kost og alla þá möguleika sem tilveran hefur uppá að bjóða í dag. Við eigum það til að ákveða hvernig fólk er áður en við kynnumst því. Enda er skilgreininginn á orðinu staðalímynd, samkvæmt þjóðfélagsfræði, fordómafullar alhæfingar um einstaklinginn útfrá hóp eða yfirlýsingu sem þeir senda út með útlili sínu. Sumir sem koma nýir einhvers staðar nýta sér tækifærið og byrja upp á nýtt með því að búa sér til ímynd en okkur hættir til að gleyma okkur með það. Betra er að koma bara sem maður sjálfur í staðinn fyrir einhverja nýja valda ímynd. -Arndís Ingólfsdóttir 1C

Gleráreyrum 2, 600 Akureyri S. 461 4606,pbi@akureyri.is http://plastidjan.hlutverk.is

25


MA-KOMIKS

H/2 Auglýsing


Kynþáttafordómar Okkur er alveg sama þótt hann sé skrítinn á litinn, guð var bara búinn með alla venjulegu litina.“

Kynþáttadordómar. Fordómar, það að dæma áður en maður kynnist. Kynþáttafordómar er þá að flokka fólk niður í stéttir eftir húðlit, trú eða öðru slíku. Af hverju gerum við það? Af hverju hefur mannskepnan alltaf talið sig eiga rétt til þess að fordæma aðra? Er það af því að við hræðumst það sem er ólíkt okkar eigin menningarheimi? Ég veit ekki og er ekki viss um að nokkur geri það. En ég veit að maðurinn á engan rétt til að líta niður á aðrar manneskjur vegna trúarbragða, húðlit, kyni, hárlit og svo framveigis. Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Einhversstaðar heyrði ég að það þyrfti marga liti til að mynda regnboga. Bláan, gulan, rauðan og grænan og ef til vill einhverja fleiri. Það er hárrétt. Regnboginn er fallegur, fólk dáist að honum vegna litardýrðar og fjölbreytni. En grimmdin í heiminum er slík að við dáumst ekki að fólki vegna litadýrðar og fjölbreytni. Við níðumst á blökkumönnum, lítum niður á ljóshærða og okkur er alveg sama. Okkur er alveg sama að með því að útiloka þjóðflokka eða þjóðerni, erum við að skerða niður litadýrðina og fjölbreytileikann. Fyrir mörgum árum átti svokallaði rauðskinninn mestalla jörð í Ameríku. Þau lifðu hamingjusamlega í sátt við sjálfa sig og náttúruna. En svo kom hvíti maðurinn. Hann hrekur rauðskinnana af eigin ættjörð, hertekur allt. Nú eru indíánar í minnihluta hópum í Ameríku, en hvíti maðurinn ræður ríkjum. Svo kom seinni heimsstyrjöldin. Þar var ráðist á Gyðinga og samkynhneigða sérstaklega. Hafði Hitler rétt til þess? Nei. Hafði einhver rétt til þess að drepa annann mann, níðast á honum eða annað slíkt vegna þess að hann var Gyðingur? Nei, að sjálfsögðu ekki. En það var engum hlíft. Barnamorð, fjöldamörð, nauðganir, íkveikjur, fangelsi, útrýmingarbúðir. Fáir lifðu af, og þeir sem gerðu það urðu aldrei samir. Sjúkdómar geysuðu, hreinlæti var í lágmarki, mikil fátækt var og fólk hreinlega hrundi niður. Af hverju? Nú, þau voru ekki það sem kallað er

“venjulegt”. En þá vaknar spurningin, hvað er venjulegt? Hin vestræna menning lítur niður á aðrar trúir en kristni, svo sem múslima. Það er leyfilegt að nauðga konum, berja þær og niðurlægja. Konan hefur engann rétt. Oft er hún ekkert í samfélagi múslima, en ég er ekki að segja að þetta sé þannig á hverju heimili. Aðeins þeir öfgakenndustu lifa svona, en áhrifin frá hinum vestræna heimi eru mikil. Amnesty international, sem eru samtök sem berjast fyrir mannréttindum hvers og eins, hafa þurft að grípa inní öfgafullar refsingar eða lítillækkanir á konum og stoppa gerendurna af. Við verðum samt að hugsa um að þetta er aðeins hluti af þeirra menningu, sama hverju ósanngjörn hún er og að við, sem heild, höfum ekki rétt á því að líta niður á múslima... en eiga ekki allir að hafa réttindi, og hvar eru mannréttindin í því að vera nauðgað, eða umskurði kvenna á unga aldri? Blökkumaðurinn hefur einnig í gegnum tíðina þurft að sæta fordómum bara vegna þess að hann er öðruvísi á litinn en margir, og þar eru börn einna grimmust. Maður heyrir sögur úr yngstu bekkjum grunnskólanna að þessi og hinn sé lagður í einelti vegna litarhafts. Ég var einu sinni stödd í vinnunni við afgreiðslustörf þegar svona 5-6 ára strákur kemur ásamt ömmu sinni. Hann fer að ræða við mig og hana um strák í leikskólanum sínum sem að er alltaf skilinn eftir. Hann má aldrei vera með í bíló eða legó, en fóstrurnar reyna að fá hina krakkana til að leyfa honum að vera með. Amman verður nú höst á svipinn og spyr strákinn af hverju krakkarnir leyfi honum ekki að vera með. Strákurinn lítur og ömmu sína og segir: „Amma, ég og Andri erum alltaf að leika við hann því hinir krakkarnir eru svo vondir við hann. Okkur er alveg sama þótt hann sé skrítinn á litinn, guð var bara búinn með alla venjulegu litina.“ Sakleysið skein úr andliti stráksins. En það eru ekki aðeins múslimar og blökkumenn sem fá sinn skerf af fordómum, samkynhneigðir, geðveikir, þroskahamlaðir, langveikir og þannig mætti lengi telja, sæta einnig fordómum. Ég held að við hræðumst það sem við þekkjum ekki, þessvegna fordæmum við. Við höfum aldrei verið í annarra sporum og vitum því ekki hvernig öðrum líður og vitum ef til vill ekki hvernig á að haga sér í kringum þá sem eru litnir hornauga af samfélaginu og þá tökum við til þess ráðs að þykjast betri. Hugsið ykkur tvisvar um næst og munið að það þarf litadýrð og fjölbreytni til að skapa regnboga.

Það er leyfilegt að nauðga konum, berja þær og niðurlægja.

27


MA-KOMIKS

129


Leiklistarrýni – Mike Attack „[...]Kristján kominn í guðatölu fyrir einleik sinn.“

Ég lagði leið mína í Leikhúsið nú á dögunum og skellti mér á þá marglofuðu sýningu ,Mike Attack’. Miðað við það lof sem þessi sýning hefur hlotið var leikari Kristján kominn í guðatölu fyrir einleik sinn. Þetta er semsagt uppistand án orða, og voru hljóðupptökur spilaðar til að vera hljóðneminn sem átti að hafa fengið fullnægingu, eins smekklegt og það er. Í byrjun skokkaði leikarinn inn á sviðið, fram og til baka og fiskaði eftir hlátri. Eftir fimm mínútur var það orðið vægast sagt mjög vandræðalegt. Ég veit ekki hvort ég hafi svona úrkynjaðan húmor en ég hló mjög lítið á þessari sýningu á meðan aðrir veltu sér í hlátursköstum. Sýningin í heild var einfaldur farsi, byggður upp á ýktum líkamshreyfingum og hljóðupptöku af Dana að reyna að tala Oxford ensku. Þrátt fyrir að efnið var einfalt og lítið voru ljósir hlutir í leikritinu. Leikarinn var mjög þróttmikill og lagði sig allan í leikritið. Allar hreyfingar hans voru í takt við hljóðið og hefur verið óhemju mikil æfing á baki þessarar sýningar. Ég gef sýningunni ekki mikið lof en leikarinn er mjög efnilegur og hæfileikaríkur og vona að við eigum eftir að sjá meira af Kristjáni. Sýningin fær tvær stjörnur, báðar eingöngu fyrir leikarann. **


Kaffi Rós

Hafnarstræti 26

Opið til 24 öll kvöld- Þráðlaust internet Loksins hægt að fá crépes í kvöldmatinn! Crépes hlaðborð fyrir fyrirtæki og hópa- 790 á mann Gerum tilboð í bekkjarkvöld og skemmtikvöld Sími: 461 - 1126


Trú er afar mikilvæg manninum og hefur verið það í mörg hundruð ár. Þó kristni, íslam, hindúismi og búddismi séu þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast í heiminum í dag er alls ekki sagt að þau séu þau einu. Þó gyðindómur sé mjög áhrifamikill er hann ekki í flokki útbreiddustu trúarbragða í dag. Öll þessi trúarbrögð eiga sinn uppruna í einhverju landi en hafa svo breiðst út um allan heim.

„Mér var nákvæmlega sama um Guð eða Jesú.“ Á Íslandi er kristni ríkistrúin þó að önnur trúarbrögð séu líka stunduð. Við erum skírð og um leið skráð í þjóðkirkjuna. Íslensk börn fara í sunnudagaskólann og læra um trúna sína í grunnskólum. Svo eru þau fermd og gera Jesú að leiðtoga lífs síns. Ég held að fáir unglingar fermist á þeim forsendum að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Ég man þegar ég fermdist þá sofnaði ég í fermingarfræðslu og gat ekki beðið eftir að fá allar gjafirnar sem fylgdu fermingunni. Mér var nákvæmlega sama um Guð eða Jesú. Þegar ég hugsa til baka held ég að ég hafi ekki verið nógu þroskuð til að taka þá ákvörðun hvort að ég vildi vera kristin eða ekki. Ég gerði bara eins og allir hinir. Ég fæddist inn í kristið samfélag og var þar af leiðandi Kristnitrúar. Ef ég hefði aftur á móti fæðst á Indlandi væru miklar líkur á því að ég væri hindúi. Trú þín fer mjög mikið eftir því hvar þú fæðist í heiminum. Þegar ég hugsa núna um trú fæ ég kjánahroll. Ég er trúleysingi afþví ég get ekki tekið mark á því sem stendur í Biblíunni, mér finnst Kristni trú alls ekki réttari en önnur. Mér finnst margar trúr fallegar með góðan boðskap en ég vil alls ekki lifa mínu lífi eftir einhverri bók sem var skrifuð fyrir meira en 2000 árum. Ég meina var Jesú ekki bara málgefin geðsjúklingur sem fólk trúði sakleysislega á í fáfræðni sinni? Þegar mér líður illa treysti ég ekki á Guð til að hjálpa mér að líða betur.

Ég fór í jarðarför um daginn, kristilega auðvitað. Þetta var mjög fallegt athöfn. Við fengum blað með dagskránni og textunum svo við gætum sungið með. Þegar kórinn byrjaði að syngja tóku allir kirkjugestir undir og sungu með. Ég man hvernig mér leið þegar ég horfði á þetta blað með textum um hvað Guð muni hlífa fólkinu þegar eitthvað gerist og hvað það verður gott að koma upp í himnaríki og virða Guð viðlits. Ég hugsaði með mér eru þið rugluð að trúa á einhverja veru sem gerir nákvæmlega ekki neitt. Hvar var þessi mikli Guð þegar allar náttúruhamfarirnar koma að okkur jarðarbúum og við getum ekkert gert nema horfa á fólk deyja?. Hvar var Guð þegar öll þessi stríð brjótast út og börnin missa allt sem þau eiga og verða munaðarlaus? Hvar var Guð þegar fólk er myrt á hrottafenginhátt eða misþyrmt svo illilega að þau vilja helst ekki fara út úr húsi? Hvar var Guð þegar börn eru

„Ég hugsaði með mér eru þið rugluð að trúa á einhverja veru sem gerir nákvæmlega ekki neitt.“ misnotuð og verða svo brengluð að þau verða aldrei söm aftur? Þegar einhver sem ég þekki deyr vil ég alls ekki hugsa um það að hann rotni í jörðinni, ég vil hugsa um að hann fari á einhvern góðan stað og líði vel, þessvegna geri ég það bara. Ég hugsa um að þeim líki vel á einhverjum hlýjum og fallegum stað. Ég er alls ekki að mæla með því að fólk hætti að trúa á Guð og verði reitt og líði illa. Heldur er ég að benda á að fólk að það er persónulegt val einstaklingsing hvort það vill trúa og hvað það vill trúa á. Ég veit ekki hvað ég trúi á, kanski trúi ég bara á alheims kærleik og það góða sem býr í okkur mannfólkinu. Ingibjörg Bryndís Árnadóttir

33


Kristín - „krossgátubókin er besti og eini vinur minn.”

Snorri - „Það þarf ekki byssuleyfi á byssurnar í Súper!”

Nemendur Menntaskólans á Akureyri versla í Súper!

Bjarni - Öryggið alltaf í fyrirrúmi, en bókin „Single Player Tantra” mælir með verjunum í Súper!

Þorvaldur - „Ég er alltaf á elleftu stundu með að kaupa blómin, enda er alltaf opið til ellefu.”

Aníta - „Gott úrval af nammi, og ekki sakar 50% afsláttur um helgar!”

Muninn haust 2006  

Haustblað Munins 2006