Taubleyjur fyrir byrjendur





Sigrún Edda Halldórsdóttir tók saman

Útgáfuár 2021 - 2. útgáfa (1. útgáfa 2017)
Samantekt, umbrot og hönnun: Sigrún Edda Halldórsdóttir
Sigrún Edda Halldórsdóttir tók saman
Útgáfuár 2021 - 2. útgáfa (1. útgáfa 2017)
Samantekt, umbrot og hönnun: Sigrún Edda Halldórsdóttir
Það er til mikið úrval af allskonar taubleyjum, því getur verið erfitt fyrir byrjendur að átta sig á hvað hentar sínu barni. Þetta mikla úrval er samt nauðsynlegt, því mismunandi snið henta börnum misvel og það er engin ein týpa best fyrir alla. Á næstu blaðsíðum má finna stuttar lýsingar á mismunandi útfærslum á taubleyjum ásamt kostum þeirra og göllum.
Þegar byrjað er að nota taubleyjur er góð hugmynd að prófa nokkrar tegundir áður en fjárfest er í mörgum af sömu gerð. Sú fyrsta sem er prófuð er ekki endilega sú rétta fyrir barnið.
Hér fyrir neðan er taubleyju flæðirit með flokkun á þeim mismunandi gerðum af taubleyjum sem í boði eru. Til einföldunar er bleyjunum skipt niður eftir því hvort það eru 1 eða 2 skref falin í því að setja bleyjuna á barnið. Sem dæmi, í AIO er aðeins eitt skref, því bleyjan er í einni heild líkt og einnota bleyjur. Fyrir bleyjur sem eru með tvö skref, þá þarf fyrst að setja rakadræga hlutann á barnið og svo einhverskonar vatnshelt cover (sjá bls 9) yfir. 1 SKREF
• Tilbúnar til notkunar eins og þær eru þ.e. ekki þarf að bæta neinu við þær (nema ef það þarf að auka rakadrægni t.d. með búster eða auka innleggi).
• Auðveldar í frágangi eftir þvott.
• Notendavænar og þægilegar fyrir byrjendur.
Á meðfylgjandi myndum eru dæmi um AIO bleyjur, en til eru fleiri útfærslur. Á bleyjunni til hægri eru tveir áfastir flipar, sem eru lagðir inn í hana og hún er þá tilbúin til notkunar. Ástæðan fyrir því að þeir eru aðeins festir í annan endann er til að stytta þurrktíma, en einnig er hægt að brjóta þá saman á mismunandi vegu og hafa rakadrægnina meiri þar sem þörf er á (t.d. að framan fyrir strák eða á miðjunni fyrir stelpu).
Þessi bleyja er frá Bumgenius og heitir Freetime, en þær fást hjá Bambus.is.
• Geta verið lengi að þorna, sérstaklega þær sem eru úr náttúrulegum efnum.
• Lítið hægt að breyta bleyjunni og hafa áhrif á rakadrægnina, nema með því að bæta við búster eða auka innleggi.
• Oftast dýrari en aðrar tegundir.
Bleyjan til vinstri er með áfast innlegg úr náttúrulegu efni, sem er stungið ofan í vasa og er hún þá stay-dry (heldur vætu frá húð barnsins), en einnig er hægt að leggja innleggið í bleyjuna til að hafa náttúrulegt efni upp við húð.
Þessi bleyja er frá íslenska merkinu Gríslingar.
Nokkur dæmi um AIO bleyjur, sem eru eða hafa verið í lánspökkunum:
• Bambino Miosolo (microfiber) - Gjöf frá Ólavíu og Ólíver!
• Blueberry Simplex (náttúrulegt efni)
• Bumgenius Elemental (náttúrulegt efni)
• Bumgenius Freetime (microfiber)
• Gríslingur AIO (náttúrulegt efni)
• La Petite Ourse (náttúrulegt efni) - Gjöf frá
Cocobutts.is!
• TotsBots Easyfit Star (náttúrulegt efni)
• Auðveldar í þvotti þar sem hægt er að losa rakadræga hlutann frá coverinu.
• Innleggið getur farið í þurrkara án covers.
• Hægt að skipta um innlegg og nota coverið oftar en einu sinni fyrir þvott, ef barnið hefur bara pissað.
• Innleggið getur hreyfst til í bleyjunni eftir frágang, sem getur þýtt að það þurfi að “fínstilla” það þegar bleyjan er sett á barnið (getur verið óhentugt fyrir óvana).
AI2 eru bleyjur með innleggi, sem er smellt í cover. Þá er allt fast saman, en hægt að taka innleggið af ef þess þarf t.d. til að setja í þurrkara.
Ef barnið hefur bara pissað má skipta um innleggið, en nota coverið aftur án þess að þvo það (þá er gott að nota tvö cover sitt á hvað og leyfa þeim að anda aðeins á milli þess, sem þau eru á barninu). Sumar AI2 eru með lausu innleggi, sem er lagt undir flipa að framan og að aftan.
Á myndinni til hægri er dæmi um AI2, þar sem innleggið er langur renningur festur með smellu í annan endan á bleyjunni.
Á myndinni til vinstri sést Imse Vimse AI2
með þeim tveimur innleggjum sem fylgja með henni. Innleggin eru fest með smellu fremst í bleyjunni. Þessa bleyju er að finna í einum af lánspökkunum.
Nokkur dæmi um AI2 bleyjur, sem eru eða hafa verið í lánspökkunum:
• Chelory AI2
• Imse Vimse AI2 - Gjöf frá Yo verslun!
• Pop-in AI2
• Auðvelt að stjórna rakadrægninni með því að vera með mismunandi innlegg og bústera.
• Auðvelt að hafa bleyjuna fyrirferðarlitla fyrir minni börn með þynnri innleggjum.
• Innleggin geta farið í þurrkara án þess að vasableyjan sjálf fari með.
• Þægilegar í notkun og henta vel fyrir byrjendur og þegar barnið fer í pössun.
• Passa þarf að setja ekki of mörg/þykk innlegg í vasableyjur því annars tapa
þær sniði sínu, sem eykur líkur á leka.
• Frágangur eftir þvott getur tekið lengri tíma en með aðrar tegundir, þar sem
það þarf að raða innleggjunum inn í vasableyjurnar.
Vasableyja er, eins og nafnið gefur til kynna, líkt og vasi sem þarf að setja innlegg inn í. Hún samanstendur af vatnsheldu ytra efni og efni sem liggur upp við húð barnsins (oftast stay-dry efni, sem heldur vætu frá húð eða náttúruleg efni eins og bómullar- eða bambusvelúr).
Inn í vasann á vasableyjum þarf að setja rakadrægt innlegg. Bleyjan sjálf án innleggs er ekki rakadræg.
Hægt er að nota fleiri en eitt innlegg í einu eða innlegg og búster saman. Fyrir nýbura er hægt að fá innlegg sem eru fyrirferðaminni.
Sniðin á vasableyjum geta verið mismunandi þó megin hugmyndin sé ávallt sú sama. Opið/vasinn til að stinga innlegginu inn um getur verið að framan, að aftan eða opið í báða enda.
Bleyjan á myndinni hér fyrir ofan heitir Rumparooz OBV og er hún í einum af lánspökkunum. Með henni fylgja tvö misstór innlegg úr lífrænni bómull og bambus.
Hægt er að nota vasableyju án innleggs sem sundbleyju.
Nokkur dæmi um vasableyjur, sem eru eða hafa verið í lánspökkunum:
• AscuA og Obbosí eru íslenskar bleyjur sem voru gefnar í lánspakkana
• Alva baby - með þeim fylgir þriggja laga microfiber innlegg - Gjöf frá Cocobutts.is!
• Bumgenius 4.0 - með þeim fylgja microfiber innlegg og bústerar
• Elemental joy - bleyjur seldar án innleggs hjá Bambus.is
• Rumparooz OBV one size - innlegg úr bambus og bómull - Gjöf frá Yo verslun!
• Ódýrasta leiðin í taubleyjunotkun!
• Hægt að brjóta saman á nokkra vegu til að henta þínu barni.
• 25-35 flats og 6-10 cover duga fyrir eitt barn (mismunandi eftir aldri, það þarf oftar að skipta á nýburum en eldri börnum).
• Það getur tekið aðeins lengri tíma að læra að setja flats á heldur en hinar tegundirnar.
• Henta ekki eins vel og einfaldari týpur á leikskóla/í pössun til aðila sem kunna ekki á taubleyjur.
Flats er samheiti yfir gasbleyjur, prefold og preflats. Flestir foreldrar þekkja gasbleyjur, en það mætti kalla þær upprunalegu taubleyjuna.
Prefold eru eins og samanbrotnar gasbleyjur sem er búið að sauma saman til að auðvelda notkunina. Prefold er svo hægt að brjóta saman á mismunandi vegu. Það getur verið betra fyrir stráka að hafa rakadrægnina meiri fremst og hentar því til dæmis brot nr. 3 vel fyrir þá, en fyrir stelpur er reynt að hafa rakadrægnina meiri fyrir miðju og er því brot nr. 2 hentugt fyrir þær. Hafa þarf þó í huga, að það eru til mismunandi stærðir af prefolds. Þær minnstu eru fyrir nýbura og svo þarf stærri eftir því sem barnið stækkar. Önnur gerð af flats er það sem kallast preflats. Þau líta út eins og prefolds með flipum (sjá mynd hér fyrir neðan). Notuð eru náttúruleg efni í bæði prefold og preflats, en stundum er efnið aðeins teygjanlegt og heita þær þá stretchy prefolds og stretchy preflats.
Ávallt þarf að nota cover/skel utan um flats til þess að þau leiði ekki vætu í fötin. Hægt er að nota Snappi eða Boingo (sjá kafla um fylgihluti), til að þau haldist betur á sínum stað.
Það er þægilegt við þetta kerfi, að ef barnið aðeins pissar, þá er hægt að nota coverið aftur áður en það er þvegið (það fær að þorna þess á milli sem það er notað). Þannig er hægt að komast af með færri cover en flats, sem er ástæðan fyrir því að þessi leið er ódýrari en flestar aðrar, en coverin eru iðulega dýrari hlutinn af bleyjunni.
Prefold má líka nota sem innlegg eða bústera í AIO, AI2 og vasableyjur.
• Hentugar næturbleyjur vegna mikillar rakadrægni þeirra.
• Frábærar bleyjur fyrir börn, sem pissa mikið.
• Auðveldar í notkun.
Fitted er bleyja, sem er aðeins úr rakadrægu, náttúrulegu efni og þarf að nota eitthvað utan yfir þær til að þær leiði ekki vökva í föt. Þær eru vinsælar næturbleyjur vegna mikillar rakadrægni þeirra.
Stundum eru sett stay-dry efni sem innsta lag og heldur það þá vætu frá húð barnsins.
Líkt og með prefolds, þá verður að nota cover utan um fitted til að vætan fari ekki í föt barnsins (hægt að sleppa ef bleyjan er ekki á í margar klukkustundir).
Contour taubleyjur eru eins og fitted, nema þær eru ekki með teygjur um lærin og mittið.
• Sumar tegundir geta verið dýrar.
• Eru lengi að þorna, ef þær eru ekki settar í þurrkara.
• Geta þurft meira þvottaefni/lengri þvott en aðrar tegundir bleyja.
• Oft fyrirferðamiklar.
Teygjurnar í fitted bleyjum gera það að verkum, að það er aðeins auðveldara að láta þær passa þægilega á barninu.
Ein gerð af fitted taubleyjum kallast hybrid, en í þeim er næst ysta lagið úr vatnsfráhrindandi efni sem gerir það að verkum að rakinn leitar ekki jafn hratt út úr bleyjunni. Það er þó ekki alveg vatnshelt og þarf samt að nota cover yfir þær.
Nokkur dæmi um fitted bleyjur, sem eru eða hafa verið í lánspökkunum:
• Mjallhvít fitted - íslenskar bleyjur, sjá
mynd til hægri
• TotsBots Bamboozle - Bambus.is
• Twinkie Tush fitted (rakadrægasta
taubleyjan sem fæst er Twinkie Tush night-night)
Cover eru vatnsheldar skeljar sem eru notaðar yfir rakadræg efni (t.d. flats og fitted bleyjur) til að koma í veg fyrir að þau leiði vökva í föt og annað í umhverfi barnsins. Hér fyrir neðan er upptalning á mismunandi tegundum af coverum, en útfærslur fyrir þessar tegundir geta verið fjölbreyttar. Gróflega flokkað þá eru til cover úr PUL-i, flísefni og ull. Ullar cover eru aðeins stærri flokkur en hinir tveir, þar sem útfærslur á þeim eru svo fjölbreyttar. Þau eru fullkomin fyrir þá sem vilja heldur nota náttúruleg efni frekar en pólýester. Frekari upplýsingar um þau er að finna á næstu blaðsíðu.
eru úr PUL efni. Að utan líta þau út eins og AIO, AI2 og vasableyjur, en munurinn er sá, að það er ekkert innra efni, aðeins bert PUL. Þægileg utan um prefold, preflats og gasbleyjur. Þau henta yfir fitted bleyjur, sem eru ekki mjög fyrirferðamiklar. Passa þarf að rakadræg efni standi hvergi út fyrir coverið. Ef barnið hefur aðeins pissað, þá er hægt að leggja
PUL coverið til hliðar og nota það svo aftur við næstu bleyjuskipti. Ef það er gert, þá þarf ekki að eiga jafn mörg PUL cover, minna magn sem þarf að þvo og ending þeirra verður betri.
PUL coverið hér til hliðar er frá Mjallhvít.
eru úr flísefni. Til dæmis eru þau þægileg yfir fitted bleyjur á næturnar. Á myndinni hér til hliðar er flís cover frá Mjallhvít og á því eru engar smellur eða festingar, heldur er barnið klætt í þær eins og buxur yfir bleyjuna.
Þar sem þau eru ekki stillanleg þá koma þau í nokkrum stærðum og þarf að vera með rétta stærð fyrir barnið.
Flís cover má þvo með taubleyjunum eftir hverja notkun og eru mjög fljót að þorna.
Þau þurfa enga sérstaka meðferð eins og ullar cover.
Ullar cover geta verið allskonar, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Frábær lausn fyrir þá, sem vilja nota sem mest náttúruleg efni. Þau halda vel og anda. Ullar cover þarf ekki að þvo eftir hverja notkun, heldur aðeins einstaka sinnum, en eftir þvott þurfa þau lanolin meðferð. Ef þau fá ekki þá meðferð, þá hleypa þau frekar vökva í gegnum sig og virka ekki sem skyldi.
Ullar cover skal ávalt þvo í höndunum, nema annað sé tekið fram á þvottamiða.
Kominn er tími á þvott, ef það er farið að halda illa vökva, orðið sjáanlega óhreint eða lyktar illa þegar það er þurrt. Athugið að það er eðlilegt að það sé einhver lykt af coverinu þegar það er blautt og nýlega tekið af barninu.
Það sem þú þarft:
• Lanolin (hreint eða t.d. frá Lansinoh í fjólubláu túbunum)
• Bala
• Litla krukku
• Ullar- eða barnasjampó
• Sjóðandi vatn
1. Ullar cover skal þvo með litlu magni af mildu ullar- eða barnasjampói í 30-35°C heitu vatni. Skolaðu þau við sama hitastig. Ull er viðkvæm fyrir snöggum hitabreytingum og því er mjög mikilvægt að passa hitastigið á vatninu, annars gæti ullin farið að þæfast.
2. Í litla krukku þarf að blanda 1 cm af lanolin kremi og einn dropi af sjampói fyrir hvert cover, sem þú vilt lanólínsera. Fyrir fjögur cover þarf 4 cm af lanolin kremi og 4 dropa af sjampói. Ef þetta er í fyrsta skipti, sem verið er að lanólínsera cover, þá er óhætt að nota 1,5 cm af kreminu. Næst er sjóðandi vatni hellt í krukkuna. Það þarf að loka krukkunni vel og hrista í dágóðan tíma eða hræra með skeið, þar til kremið er uppleyst (blandan verður mjólkurhvít á litinn).
3. Setjið volgt vatn í bala (mikilvægt að hitastigið sé ekki of hátt) og dreifið fitublöndunni út í það. Blautu buxurnar eru settar í og aðeins hreyfðar til og snúið við í vatninu, svo fitan dreifist um alla þræði. Látið coverin liggja í vatninu í 10-15 mínútur. Hægt er að setja fleiri en eitt cover ofan í, á meðan blandan nær yfir þau öll. Varist að setja dökka liti með ljósum.
4. Coverin eru tekin upp úr og mesta vætan pressuð úr þeim. Næst er hægt að rúlla þau í handklæði til að þrýsta meira vatni úr þeim. Leggið þau svo til þerris.
5. Þegar coverin eru orðin þurr eru þau tilbúin til notkunar.
Innlegg eru rakadræg efni, sem er stungið inn í vasableyjur, smellt inn í AI2 (all-in-2) eða fitted bleyjur. Innlegg geta verið úr microfiber eða náttúrulegum efnum og eru snið og þykkt þeirra mismunandi.
Rakadrægt efni úr pólýester. Algengt efni í ódýrari gerðum innleggja. Margar gerðir eru með blöndu þar sem annað efni er utan á eða inn í microfibernum (t.d. bambus blend innlegg, þar sem bambus er utan um microfiber hlutann). Microfiber dregur hratt í sig, en heldur ekki jafn miklu magni og er fljótara að þorna en náttúruleg efni.
Ath. Hægt er að fá svört/dökkgrá innlegg, sem kallast kolabambus (charcoal bamboo). Þó að orðið “bambus” sé í heitinu á þeim, þá eru þau ekki endilega úr bambus heldur eru þau oft microfiber innlegg með ysta lag úr microfleece. Skoðið þvottamiða til að fá frekari upplýsingar um þau efni sem eru í innlegginu.
Náttúruleg efni eru almennt rakadrægari en microfiber, en þorna hægar. Ef þurrkari er til staðar þá skiptir þurrkunartími innleggja þó ekki máli. Hampur, bambus og bómull þurfa nokkra þvotta í byrjun (til að losna við náttúrulega olíu sem finnst í þeim) til að ná fullri rakadrægni.
Bústerar eru þynnri en innlegg og eru notaðir með innleggjum, eða aukalega í AIO, til að auka (bústa) rakadrægni. Bústerar geta verið úr hvaða rakadræga efni sem er og er líka hægt að nota lítil prefold sem bústera.
Arkir af pappír sem eru notaðar til að grípa kúkinn
í taubleyjum og auðvelda þannig að hreinsa hann
úr. Getur verið úr hrís, bambus eða öðrum trefjum. Margar gerðir af pappír eru til, en sem dæmi má pappírinn frá Popli fara í þvott ef það hefur ekki farið kúkur í hann og nota hann þá aftur. Hann fæst hjá Bambus.is. Fyrir notkun má klippa pappírinn í tvennt og nýtist hann þá betur. Það getur verið gott að þvo pappírinn í þvottaneti til að auka endingu.
Hefur sama tilgang og bleyjupappírinn, en er fjölnota. Þunnur flísrenningur sem hleypir vökva í gegnum sig, en er auðvelt að taka úr bleyjunni. Hefur þann tilgang að auðveldara er að hreinsa kúkinn úr bleyjunni. Oft er hægt að láta kúkinn detta í klósettið af flíslinernum, eða skafa það mesta af með klósettpappír. Hann er svo þveginn með bleyjunum og notaður aftur og aftur.
PUL-pokar eru notaðir undir óhreinar bleyjur. Þeir eru gerðir úr sama vatnshelda efni og taubleyjur.
Til eru pokar með einu hólfi eða tveimur til að hafa í skiptitöskum, en þá er annað hólfið til dæmis fyrir hreinar bleyjur (eða klúta) og hitt óhreinar. Heima við er hægt að vera með stóra PUL poka, sem er annað hvort hægt að hengja upp, eða poka sem passa í fötur.
Það er gott að eiga í það minnsta tvo stóra PUL poka, til að það sé alltaf einn hreinn
á meðan hinn er í þvotti. PUL-pokar eru svo settir með bleyjunum í þvott.
Eins og með PUL cover sem eru notuð með prefoldum eða AI2 þá má viðra þá og þvo með bleyjunum annað hvert skipti.
PUL pokum er oftast lokað með annað hvort rennilás eða streng sem er notaður til að draga saman opið (á myndinni sjást dæmi um bæði).
Hægt er að geyma fjölnota bossaklúta blauta eða bleyta jafn óðum og þeir eru notaðir. Best er að nota einungis vatn í þá, en þeir fara síðan í þvott með bleyjunum.
Bossaklútar geta verið úr t.d. bómull eða bambus. Ódýr lausn er til dæmis, að nota þvottapoka eða klippa niður gömul handklæði eða sængurver.
Snappi er lítil klemma sem er hugsuð til að nota með gasbleyjum, prefolds og preflats. Hún hjálpar til við að halda bleyjunni á sínum stað og koma í veg fyrir að hún færist til inn í coverinu. Það er ekki nauðsynlegt að nota Snappi með flats en mörgum þykir það þægilegra.
Snappi virkar best með þykku náttúrulegu efni, þar sem tennurnar í klemmunni festast í efninu. Snappi má ekki fara í þvottavél, en má skola. 1 2 3
Þegar Snappi er notað þá er taubleyjunni komið fyrir eins og hún á að vera og það svo fest eins og skýringarmyndin hér fyrir ofan sýnir. Snappi fæst hjá Bambus.is.
Hægt er að fá svipaðar klemmur, sem heita Boingo og eru með tvo festipunkta, en ekki þrjá eins og Snappi.
Taubleyjur koma í mismunandi stærðum og fer það eftir framleiðanda og tegund hvernig þeim er háttað. Algengt er að AIO, AI2, Vasableyjur og PUL cover séu annars vegar nýburastærð og hins vegar one size eða OS. Eins og nafnið gefur til kynna þá eru nýburableyjur þær minnstu og duga oft upp í aðeins 4-5 kg. One size taka þá við og eiga að passa frá því barnið er um 4-5 kg og þar til það hættir að nota bleyjur.
Á one size bleyjum eru það rissmellurnar sem stjórna stærðinni. Í byrjun er oftast notast
við minnstu stillinguna á rissmellunum og bleyjan svo stækkuð eftir því sem barnið stækkar. Flipasmellur festar á mittissmellur (eða riflás á sama stað) er það sem stjórnar þrengd bleyjunnar utan um mitti barnsins. Það á að vera hægt að koma nokkrum puttum á milli bleyju og maga á meðan barnið liggur, svo bleyjan sé ekki þröng þegar barnið sest.
Ekki allar bleyjur eru one size og þá er það mismunandi eftir framleiðanda hvað hver stærð er fyrir mörg kg. Gott er að átta sig á hvaða stærðir henta barninu áður en bleyjur eru keyptar.
Taubleyjur eru settar á aðeins öðruvísi en bréfbleyjur. Fyrst er bleyjan sett undir barnið, þannig að teygjan sé rétt fyrir ofan rassinn, en ekki hátt upp á baki eins og þegar notast er við bréf. Eftir að flipasmellur (eða riflás) hafa verið festar á réttan stað á mittissmellunum þarf að færa teygjur í klofi inn í nára líkt og sést á myndinni hér til hægri. Ef það er ekki gert þá eykur það líkur á leka við læri.
Það þarf að passa að þegar fótum barnsins er lyft, að ekki gapi við lærin. Ef lærteygjurnar liggja ekki þægilega upp við lærin þá þarf líklega að breyta stillingum á rissmellum. Það getur einnig þýtt að lærteygjurnar séu orðnar slakar og þurfi að skipta um þær. Í einhverjum tilfellum getur ástæðan verið sú, að þessi ákveðna tegund af bleyjum passi barninu ekki nógu vel og þá er um að gera að prófa aðrar.
Það er mikilvægt að skeina barninu vel í hvert skipti sem skipt er um bleyju, til að forðast bruna.
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að bleyjur leka. Stundum þarf einfaldlega að fara yfir það hvort bleyjan hafi verið rétt sett á barnið. Það getur verið gott að rifja reglulega upp hvað þarf að passa þegar taubleyjur eru settar á.
Aðrar mögulegar ástæður geta til dæmis verið:
• Eru stillingar á smellum réttar?
• Er bleyjan sjálf heil og í lagi?
• Eru göt á PUL-i eða plastfilman farin að skilja sig frá efninu?
• Eru saumar að gefa sig?
• Var innleggið nægilega rakadrægt? Þarf mögulega að bæta við búster?
• Var beðið of lengi á milli bleyjuskipta? Yfir daginn er gott að miða við að skipta eftir 2-3 klst. Sama á ekki við um næturbleyjur, en góð næturbleyja á að duga alla nóttina.
• Eru fötin að þrengja að bleyjunni?
• Hefur bleyjan komist í snertingu við mýkingarefni eða krem, sem gera hana vatnshelda?
• Stendur innra efnið á bleyjunni einhvers staðar út fyrir coverið, t.d. við teygjurnar?
Mögulega hljómar þetta eins og of mörg atriði sem þarf að hafa í huga, en þegar taubleyjurnar eru komnar í vana og þú veist hvað þarf að passa, þá virka þær vel án nokkurra vandamála.
Skannaðu QR kóðann til að horfa á myndband sem sýnir hvernig taubleyjur eru settar á eða smelltu hér.
• Ódýrara en að kaupa nýjar.
• Ef þær henta ekki er oftast hægt að selja þær aftur.
• Hagkvæm leið til að prófa mismunandi tegundir án mikils upphafs kostnaðar.
• Notaðar bleyjur eru í mismunandi ástandi. Á meðan flestar eru í lagi og eiga mikið eftir, þá er alltaf einhver hætta á að bleyjan sé byrjuð að skemmast á einhvern hátt og haldi því ekki jafn vel og hún ætti að gera.
Það að kaupa notaðar bleyjur getur verið góð leið til að bæði spara pening og prófa mismunandi tegundir án mikils kostnaðar. Snið taubleyja geta verið ólík og henta börnum misvel, því getur borgað sig, að prófa nokkrar tegundir áður en fest eru kaup á mörgum af sömu gerð. Þegar keyptar eru notaðar bleyjur eru nokkur atriði sem þarf að athuga til að tryggja að bleyjan sé í nógu góðu ástandi til að hægt sé að nota hana.
Teygjur við læri og bak eiga ekki að vera mjög slakar, of slakar teygjur auka líkur á leka (í sumum tilfellum er þó hægt að skipta um teygjur og gefa annars góðri bleyju lengra líf!).
PUL-efnið samanstendur af tveimur lögum. Þau mega ekki vera byrjuð að skilja sig (eins og sést á myndinni hér fyrir neðan) og það má heldur ekki vera gat á því.
Gott er að djúphreinsa bleyjur sem eru keyptar notaðar, áður en þær eru settar á barnið (það er auðvelt ferli sem allir geta framkvæmt heima hjá sér með lítilli fyrirhöfn, sjá frekari upplýsingar í kafla um þvottaleiðbeiningar).
Það er erfitt að gefa nákvæma tölu yfir það hversu margar bleyjur þarf fyrir eitt barn, en meðfylgjandi tafla ætti að gefa einhverja hugmynd um fjölda.
Nokkur atriði hafa áhrif á það hversu margar bleyjur þarf að eiga:
Hversu oft í viku er áætlað að þvo bleyjurnar? Algengt er að fólk sé að þvo á tveggja til þriggja daga fresti og sumir þvo daglega. Því oftar í viku sem bleyjurnar eru þvegnar, því færri þarf að eiga.
Hvernig bleyjur á að nota? Mismunandi bleyjur endast börnum mislengi. Einn áhrifaþáttur er auðvitað sá að bleyjur eru ekki allar jafn rakadrægar. Annað sem þarf að hafa í huga er að börn pissa mismikið. Vasableyja með microfiber innleggi getur dugað sumum börnum 2 klukkustundir á meðan samskonar bleyja dugar öðrum börnum í 5 klukkustundir. Þörf er á fleiri bleyjum fyrir barnið, sem þarf fleiri bleyjuskipti yfir daginn.
Hvernig er þvottaaðstaðan? Ef þurrkari er á heimilinu þá styttir það þurrktímann töluvert og þá er þörf á færri bleyjum. Mismunandi bleyjur og efni eru mislengi að þorna. Til dæmis er microfiber mjög fljótt að þorna, en þykk bleyja úr náttúrulegu efni gæti verið lengur en sólarhring að þorna ef enginn þurrkari er til staðar.
Mismunandi bleyjur fyrir mismunandi hlutverk. Næturbleyjur þurfa að vera rakadrægari en þær sem notaðar eru yfir daginn þar sem þær þurfa að endast í töluvert lengri tíma. Náttúruleg efni eins og hampur, bambus og bómull eru betri kostur fyrir næturbleyjur en microfiber, því það dregur ekki jafn vel í sig. Því er sniðugt að eiga mismunandi bleyjur.
Ef notast er við prefold og cover þá má nota töfluna til að finna út hversu mörg prefold væri þörf á, en eins og tekið var fram í kaflanum um það taubleyjukerfi, þá þarf töluvert færri cover. Fyrir nýfætt barn væri gott að eiga 8-10 cover, en fyrir eldra barn myndu 6-8 cover sjálfsagt duga. Þetta er eitthvað sem gott er að meta út frá persónulegum þörfum hvers barns.
Pólýesterefni sem er með TPU (Thermoplastic Plyurethane) filmu á annarri hliðinni. Hún gerir það að verkum að efnið er vatnshelt og hentar því einstaklega vel í taubleyjur.
Þar að auki „andar“ það (hleypir hita og gufum út) þannig að barnið svitnar ekki undan því.
Þegar keyptar eru notaðar bleyjur er mikilvægt að passa að PUL-ið sé heilt og gljáandi. Það er ekki hægt að laga bleyjuna ef plastfilman hefur losnað frá efninu. Gott er að skoða í kring um teygjur og hvort það séu sprungur eða göt í efninu.
Wicking Jersey er létt og mjúkt pólýester efni sem er algengt að sjá í til dæmis íþróttafatnaði.
Á annari hlið eru lítil „augu” (sjá mynd) en hin hliðin er slétt.
Ekki skiptir máli hvernig efnið snýr í bleyjunni.
Suedecloth er mjúkt pólýester efni.
Það kemur í ýmsum litum en er algengast hvítt.
Microfleece er mjúkt pólýester efni sem heldur vætu frá húð barnsins.
Það kemur í ýmsum litum.
Minky er mjúkt pólýester efni sem dregur í sig raka, en er þó yfirleitt kallað stay dry efni.
Helsti ókosturinn við það er, að það er mjög viðkvæmt fyrir fitu (t.d. feitum kremum) og verður auðveldlega vatnshelt. Það er þó einfalt að laga með strípun (ákveðin þvottameðferð).
Rakadrægt og mjúkt efni, en heldur ekki vætu frá húð. Kemur í ýmsum litum.
Bómullarvelúr er náttúrulegt innrabyrði sem dregur vel í sig.
Rakadrægt og mjúkt efni, en heldur ekki vætu frá húð. Kemur í ýmsum litum, en oftast hvítt.
Bambusvelúr er náttúrulegt innrabyrði sem dregur vel í sig.
Náttúruleg efni sem geta verið innra efni í bleyjum. Rakadræg en ekki eins mjúk og velúr. Sjá myndir og frekari upplýsingar á bls. 11.
Á þeim bleyjum sem eru með franskan
rennilás þarf að festa flipana niður fyrir þvott á viðeigandi stað, annars geta þeir krækt í aðrar bleyjur í þvotti og skemmt efni. Ekki má nota mýkingarefni í taubleyjuþvott.
Mýkingarefni gerir taubleyjurnar vatnsheldar, en þá virka þær ekki sem skyldi. Sama á við þvottaefni, sem innihalda mýkingarefni.
Barn á brjósti og/eða fær þurrmjólk (og graut):
Kúkurinn má fara með bleyjunni í þvottavélina og skolast auðveldlega úr.
Barn borðar fasta fæðu:
Mörgum finnst þægilegt að leggja hríspappír inn í bleyjuna fyrir börn sem eru farin að borða fasta fæðu (til dæmis Popli pappírinn sem fæst hjá Bambus.is). Þá er auðvelt að taka pappírinn úr bleyjunni og henda í ruslið. Það sem fer útfyrir er hægt að skafa úr með klósettpappír og/ eða skola úr yfir klósettinu.
Hægt er að nota flís-linera og er oftast auðvelt að hrista kúkinn af þeim ofan í klósett.
Ekki sturta hríspappír niður klósettið, þó svo það standi á umbúðunum að það megi. Allt annað en klósettpappír getur stíflað lagnir.
Ef kúkurinn er formaður er oft óþarfi að nota nokkuð og auðvelt að hrista hann úr bleyjunni beint í klósettið.
Hvernig eru óhreinar bleyjur geymdar?
Þægilegast er að vera með stóran PUL-poka undir bleyjurnar heima við (sjá bls. 12). Sumir pokar eru hengdir upp, en aðrir eru notaðir ofan í fötur.
Til eru minni pokar fyrir skiptitöskuna. Pokinn fer síðan með bleyjunum í þvottavélina.
Lista yfir þvottaefni er að finna á næstu blaðsíðu.
Taubleyjur eru óhreinasti þvotturinn sem þvottavélin þarf að takast á við. Því er nauðsynlegt að nota gott þvottaefni og nægilega mikið af því. Næturbleyjur geta einnig þurft meira þvottaefni en aðrar bleyjur, eða þá reglulega djúphreinsun.
Ef það er lykt af bleyjunum eftir þvott, eða ammóníakslykt eftir að barnið pissar, þá þarf annað hvort að skipta um þvottaefni eða auka magnið. Með því að skola vel fyrir aðalþvott með köldu vatni næst lykt frekar úr bleyjunum.
Það á ekki að vera vond lykt af taubleyjum.
Ef það er vond lykt af bleyjunum eða þú keyptir notaðar bleyjur er góð hugmynd að djúphreinsa. Sjá leiðbeiningar á bls. 23.
Best er að miða við að bleyjuþvottur taki 2 - 4 klst
1. Fyllið vélina um 2/3 - 3/4, þannig nær þvottavélin að þvo bleyjurnar sem best.
2. Forþvottur eða stutt kalt prógram á 1200-1400 snúningum. Mjög mikilvægt til að skola þvag úr bleyjunum áður en þvottur hefst. Má setja þvottaefni með.
3. Langt þvottaprógram á 60° C með þvottaefni á 1200-1400 snúningum.
4. Ef barnið er viðkvæmt fyrir þvottaefnisleifum, þá er gott að setja á stutt skol eftir aðalþvottinn.
Ekki má setja allar taubleyjur á suðu. Það getur auðveldlega skemmt teygjur, PUL og riflása og því ekki mælt með því að ástæðulausu. Sumar gerðir eru mikið viðkvæmari fyrir slíku en aðrar.
Af hverju má ekki nota Zink krem?
Zink krem gera bleyjurnar vatnsheldar. Ef bossinn verður rauður undan taubleyjunum er hægt að nota kartöflumjöl eða taubleyju-væn krem (ekki of feit krem). Bossagaldur og CJ’s butter eru dæmi um taubleyju-væn krem.
Mega taubleyjur fara í þurrkara?
Innlegg, prefolds og gasbleyjur er alveg óhætt að setja í þurrkara, hvort sem þau eru úr náttúrulegum efnum eða microfiber. Ekki er mælt með að setja hlutann sem er úr PUL með riflás og/eða teygjum í þurrkara, þar sem það styttir líftíma bleyjunnar og getur eyðilagt hana. PUL-efnið getur bráðnað og plasthúðin losnað frá við of mikinn hita, þá er bleyjan ónýt.
Flestar bleyjur þorna á sólarhring ef þær hanga í þurru umhverfi. Hægt er að nota viftu til að flýta fyrir þurrkun.
Hvaða þvottaefni má nota í taubleyjuþvott er mjög algeng spurning. Með þennan mikla fjölda þvottaefna sem í boði eru, þá er ekki óeðlilegt að valið flækist fyrir mörgum. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar valið er þvottaefni.
• Það þarf að innihalda nóg af yfirborðsvirkum efnum.
• Það má ekki nota sápu í taubleyjuþvott.
• Það má ekki hafa þekjandi efni eins og eru í mýkingarefni.
• Það er betra að það innihaldi ensím, nema tekið sé fram að það ráðist á hnökra, þannig þvottaefni éta á endanum náttúruleg efni og gera göt.
Þó þvottaefni innihaldi öll réttu innihaldsefnin þá þýðir það samt ekki endilega að það sé besta efnið í taubleyjuþvott. Þess vegna má segja, að hluti af ferlinu að velja þvottaefni snúist um að prófa. Hér fyrir neðan eru listar yfir ýmis þvottaefni og hvort þau henti eða ekki. Þessir listar eru fengnir af Facebook síðunni “Þvottaráð fyrir taubleiur”
ATH. að innihaldsefni þvottaefna geta breyst.
Ariel actilift
Ariel color
Ariel sensitive - X
Biotex color and white - X
Biotex color fljótandi
Bónus þvottaefnið - X
Ecover duft - X
Enjo
Neutral - X
Omo
Persil
Grøn Balance: inniheldur ensím sem
“ræðst á” hnökra í fötum. Slæmt fyrir taubleyjur úr náttúrulegum efnum.
Kirkland: Mjög sterk lykt sem festist í bleyjunum.
Milt fyrir barnið - X
Milt fyrir allan þvott - X
Baby laundry liquid frá Earth friendly products.
Dr. Bronners: er sápa.
Eco Sprout: þrífur ekki vel, aðallega efni til að mýkja vatnið, eiginlega engin yfirborðsvirk efni.
Ecover fljótandi: inniheldur mýkingarefni.
MioCare: alltof milt fyrir bleyju þvott og
samsvarar ekki kostnaði, sem sagt mjög dýrt per þvott.
Potion: þrífur ekki vel, aðallega efni til að mýkja vatnið, eiginlega engin yfirborðsvirk efni.
Sápuhnetur: er sápa.
Sodasan: of mikil sápa.
Sonnett: of mikil sápa.
Edik: ekki er mælt með að nota edik nema þar sem sýrustig vatnsins er um 9. Ef pH er lægra mun edikið eyðileggja teygjurnar í taubleyjunum.
X - Merkt þvottaefni eru ekki alveg nógu sterk fyrir taubleyjuþvott og þarf meira magn af þeim en mælt er með á kassanum.
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því að þörf er á að djúphreinsa taubleyjur:
• Þegar keyptar eru notaðar bleyjur.
• Ef bleyjurnar lykta illa þegar þær koma úr þvotti eða þurrkara.
• Ef það kemur sterk ammóníakslykt þegar barnið pissar/bleyjan blotnar.
• Barnið fær oftar eða meiri útbrot.
Ef vart verður við eitthvað af þessum vandamálum, þá þarf að djúphreinsa og endurskoða síðan þvottarútínuna eða nota sterkara/meira þvottaefni.
Djúphreinsun er mjög auðvelt ferli. Það eina sem þarf er annað hvort baðkar eða bali og gott þvottaefni.
Ef notast er við baðkar er miðað við 60 hluti í einu (innlegg og cover talin í sitthvoru lagi, það þýðir að ein AIO bleyja er 2 hlutir, laust innlegg 1 hlutur o.s.frv.). Setjið allt í baðkarið og látið svo renna í það eins heitt vatn og næst úr krananum.
Dreifið svo yfir allt 2,5 dl af góðu þvottaefni (meira ef þvottaefnið er milt) og 1 dl af Oxi dufti (má sleppa). Þegar búið er að hræra vel er allt látið liggja í baðkarinu í 2-8 klst (mælt með 4 klst). Eftir það eru bleyjurnar teknar úr vatninu og settar í þvottavél á 60°C án þvottaefnis.
Í sérstökum tilfellum gæti þurft frekari sótthreinsun og þá eru bleyjurnar lagðar í klórbað. Þá eru 115 ml af klór sett í hálft baðkar af köldu vatni. Bleyjurnar eru látnar liggja í klórvatninu í 30-45 mín. Eftir það eru þær svo handskolaðar með heitu vatni og vatnið kreist varlega úr þeim (ekki vinda).
Bleyjurnar eru svo þvegnar á 60°C með þvottaefni. Stundum þarf að þvo bleyjurnar tvisvar eftir klórbaðið til að vera viss um að klórinn brotni alveg niður.
Það er mikilvægt að leggja ekki fleiri bleyjur í klórbað í einu, en komast í þvottavélina, þar sem það fer ekki vel með bleyjurnar að liggja of lengi í klór.
Ef nota á Rodalon við sótthreinsun er blandan 1 dl Rodalon á móti 1 L af volgu vatni (hámark 40°C).
Bleyjurnar eru látnar liggja í þessari blöndu í 30-45 mínútur. Eftir það eru þær settar á skol í þvottavélinni og svo þvegnar á 60°C með þvottaefni.
60 hlutir 2,5 dl 1 dl
Það geta verið mismunandi ástæður fyrir því að foreldrar ákveða að nota taubleyjur í stað eða með einnota bleyjum. Umhverfisáhrif og kostnaður eru aðeins hluti af kostum taubleyja.
Taubleyjur eru umhverfisvænni en einnota bleyjur allsstaðar í notkunarferlinu. Helsta ástæðan fyrir því er gífurlegur munur í fjölda bleyja, sem þarf fyrir eitt barn.
Taubleyjur Einnota
204.000 L
Ath að uppgefnar tölur í töflunni eru viðmið. Notast var við nokkrar heimildir til að finna meðaltal.
Vatnsmagn sem þarf til að þvo taubleyjur yfir þetta tímabil er um 32.500 - 43.500 L (misjafnt þó eftir þvottavélum, hversu margar bleyjur eru notaðar og hversu oft er þvegið), sem þýðir að vatnsnotkunin fyrir einnota bleyjur er samt töluvert meiri en fyrir taubleyjur.
Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2020 var 4.512. Ef nota á einnota bleyjur fyrir öll þessi börn þýðir það 27.072.000 stk einnota bleyjur sem enda urðaðar víðsvegar um landið. Ef aðeins væru notaðar taubleyjur er fjöldi bleyja um 135.360 stk
Það tekur einnota bleyju allt að 500 ár að brotna niður!
Sumir foreldrar velja taubleyjur til að spara, en ef tekinn er saman kostnaður yfir allt bleyjutímabilið hjá barninu þá eru taubleyjur töluvert ódýrari kostur. Sparnaðurinn verður svo enn meiri ef bleyjurnar eru geymdar og notaðar fyrir fleiri börn, eða ef þær eru seldar aftur eftir að barnið hættir að þurfa bleyjur.
Erfitt er að gefa upp nákvæmar tölur yfir kostnað fyrir báða liði, þar sem verðið er svo misjafnt eftir tegundum og týpum, en hér fyrir neðan má sjá reiknað viðmið.
* Reiknað meðaltal út frá verðum í íslenskum verslunum 5.8.2021. Hér er miðað við 2,5 ár þar sem algengt er að börn hætti að nota bleyjur á þeim aldri. Fyrir taubleyjurnar er miðað við AIO, AI2 og vasableyjur.
A
AI2: All In Two - sjá bls. 5.
AIO: All In One - sjá bls. 4.
AP: Attachment Parenting.
APLIX: Gerð af frönskum rennilás.
B
Bamboo: Bambus, náttúrulegt rakadrægt efni sem er búið til úr bambusplöntum - sjá bls. 11.
BF: Breast feeding - brjóstagjöf.
BLW: Baby led weaning - “barnið borðar sjálft”.
BM: Bowel movement - hægðir.
Boingo: Gúmmí/plastklemma svipuð og Snappisjá bls. 13.
BOV eða OBV: Bamboo organic velour - lífrænn bambusvelúr.
Booster: Búster - sjá bls. 11.
BV: Bambusvelúr.
C
CBI: Charcoal bamboo insert / kolabambus innlegg.
CD: Cloth diaper / Taubleyja.
Contour Diaper: Rakadrægt efni sem er notað líkt og prefold, en er eins og stundaglas í laginu og því óþarfi að brjóta saman fyrir notkun. Þurfa cover.
Cover: Vatnsheld skel - sjá bls. 9-10.
Cotton: Bómull, náttúrulegt rakadrægt efni - sjá bls. 11.
D
DENIP: Þegar ný og ónotuð bleyja er notuð í fyrsta skipti.
DG: Double gusset - Tvöfalldar lærteygjur sem veita aukna lekavörn.
Doubler: Búster - sjá bls. 11. E
EC: Elimination communication.
EO: Essential oil - ilmkjarnaolía.
F
Fitted: Sniðin bleyja - sjá bls. 8.
Flat: Gasbleyjur, prefold og preflats.
FOE: Fold over elastic.
H
Hemp: Hampur, náttúrulegt rakadrægt efni sem er búið til úr hamp plöntum - sjá bls. 11. N
NB: Newborn - Nýbura.
NBGE: New Bumgenius Elemental.
NIP: New in package - ný í pakkanum.
OBGE: Old Bumgenius Elemental.
OBV: Organic bamboo velour - lífrænn bambusvelúr.
OC: Organic cotton - lífræn bómull.
OCV: Organic cotton velour - lífrænn bómullarvelúr.
OSFM: One size fits most.
OS: One size - bleyja sem passar barni frá u.þ.b. fæðingu upp að 15 kg (mismunandi eftir merkjum).
OTB: On the bum.
OV: Organic velour - lífrænn velúr.
P
PF: Prefold - sjá bls. 7.
PIF: Pay It Forward.
PUL: Sjá bls. 18.
Q
QD: Quick dry - fljótþornandi. S
SC: Suedecloth, stay-dry efni - sjá bls. 18.
Snappi: Sjá bls. 13.
Stripping: Strípun, ef bleyjur eru orðnar vatnsheldar af einhverri ástæðu getur þurft að strípa þær. Ferlið er mismunandi eftir hvað er að valda því að bleyjan er orðin vatnsheld. T
TPU: Thermoplastic polyurethane - sjá bls. 18.
T&T: Turned and Topstitched - saumahugtak.
TTO: Tea tree oil. W
Wool Soaker: Ullar cover - sjá bls. 10.
Það er í boði fyrir áhugasama að fá taubleyjulánspakka endurgjaldslaust. Pakkarnir eru fjórir sem stendur, þar af er einn fyrir nýbura (nýburalánspakki) og þrír fyrir börn sem eru orðin 5 kg eða meira (byrjendalánspakkar).
Lánspakkarnir innihalda allt það sem þarf: bleyjur, PUL-poka, fjölnota klúta, hríspappír, mismunandi innlegg og cover.
Það kostar ekkert að fá lánspakkana, en sá sem er með pakkann ber ábyrgð á að koma honum til næsta aðila á listanum.
Til að fá lánspakkana þarf að skrá sig á lista sem er á Facebook síðunni Taubleiutjatt en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um pakkana.
Ascua www.facebook.com/ascuababy
Gríslingar www.facebook.com/Grislingar
Litla músin www.litlamusin.is
Mjallhvít www.facebook.com/Mjallhvit.barna.tauvorur
Obbossí www.obbossi.is
Bambus.is www.bambus.is/
Cocobutts www.cocobutts.is
Káti fíllinn www.katifillinn.is
Ólavía og Óliver www.oo.is/
Taubleyjur.is www.taubleyjur.is
Vistvera www.vistvera.is
Yo verslun www.yoverslun.is/
Vantar einhvern á lista yfir söluaðila? Sendu okkur tölvupóst á taubleyjur@gmail.com til að láta okkur vita.
SÖLUAÐILAR Á TAUBLEYJUM Á ÍSLANDI
Vert er að minnast á að einnig er hægt að fá taudömubindi. Þau koma í mismunandi stærðum og þykktum (og úr mismunandi efni). Til eru allt frá liner (stutt og þunn bindi, sem henta fyrir litla útferð eða þvagleka) upp í stór nætur- og úthreinsunarbindi.
Margar konur eru viðkvæmar fyrir hefðbundnu bréfbindunum og geta
fengið sveppasýkingar eða önnur
vandamál út frá þeim. Taubindi valda síður þesskonar vandræðum og eru þau svo þvegin á sama hátt og taubleyjurnar.
Einnig er hægt að kaupa túrnærbuxur, sem sinna sama hlutverki. Nokkrar íslenskar verslanir bjóða upp á úrval af túrnærbuxum.
Bambus.is www.bambus.is
BHB Baby Design www.facebook.com/BHB.BabyDesign
Cocobutts www.cocobutts.is
Gríslingar www.facebook.com/Grislingar
JóGu búð www.facebook.com/JoGuBud
Káti fíllinn www.katifillinn.is
Lauf www.facebook.com/lauftau
Lucina www.lucina.is
Mjallhvít www.facebook.com/Mjallhvit.barna.tauvorur
Sambúðin www.sambudin.is
Taubleyjur.is www.taubleyjur.is
Vistvera www.vistvera.is
Yo verslun www.yoverslun.is
Reykjanesbæjarapótek
Taubleiutjatt - Umræður, leiðbeiningar og ráðleggingar um taubleyjur, þar er einnig hægt að skrá sig á biðlista fyrir lánspakkana.
Taubleiutorg - sala og kaup á notuðum taubleyjum og fylgihlutum.
Þvottaráð fyrir taubleiur - ýmis ráð varðandi þvott taubleyja.
Taubindatjatt - Umræður, leiðbeiningar og ráðleggingar um taubindi.
Þessi bæklingur inniheldur ýmsar hjálplegar upplýsingar um taubleyjur fyrir byrjendur og
lengra komna.
Taubleyjur eru frábær lausn fyrir foreldra og umönnunaraðila sem vilja bæta umhverfisspor sín eða minnka kostnað.
Aðeins 2 kg af taubleyjum geta komið í stað
tveggja tonna af einnota bleyjum sem myndu annars enda í urðun víðsvegar um landið!