Ferilskra texti unnid

Page 10

J Á K VÆ Ð I R

S TA R F S M E N N B L Ó M S T R A Í S TA R F I

Mbl.is

Sunnudaginn 9. júlí, 2006

Viðskiptafréttir

Mikilvægi jákvæðra starfsmanna er gjarnan vanmetið en það kemur sífellt betur í ljós hve mikið neikvæðir starfsmenn geta skemmt út frá sér í starfi, jafnvel svo mikið að það hefur áhrif á hagnað fyrirtækisins, en þetta kom fram á heimasíðu JyllandsPosten í vikunni. Danir hafa lengi glímt við neikvæðara starfsfólk en gengur og gerist þar sem erfitt hefur reynst að hvetja fólk áfram, því margir aðhyllast hin gömlu Jantelög

7

sem í grófum dráttum segja að

menn skuli ekki halda að þeir séu betri en aðrir.

Mynd : Jákvætt hugarfar starfsmanna er mikilvægt fyrirtækjum.

Þessi gömlu lög, sem reyndar eru ekki staðfest og þinglýst eins og við eigum að venjast heldur fremur hátternisreglur, hafa þótt draga mikið úr frumkvöðlaafli danskra starfsmanna og baráttuþreki.

Brugðist við með könnun mannkosta Fyrirtæki í Danmörku hafa því brugðist við þessu með því að steypa sér í ítarlegar kannanir sem nefnast appreciative inquiry og er ætlað að þefa uppi helstu kosti hvers starfsmanns og leggja þannig áherslu á það sem starfsmenn gera vel, fremur en það sem miður fer. Þetta er á skjön við lög Jante þar sem helst er farið fram á að fólk skari ekki fram úr og sé alls ekki betra eða duglegra en samstarfsmaðurinn við næsta borð. Til að vinna þetta starf hafa fyrirtæki sótt sér utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga svo skiptin, frá fyrirtæki plöguðu af neikvæðni til vinnustaðar sem ljómar af jákvæðni, heppnist sem best. Það hefur reynst nauðsynlegt að kryfja vandamál á vinnustaðnum til mergjar og reyna að draga fram hvað hefur neikvæð áhrif, án þess þó að einblína á gallana, því eins og áður sagði er mjög mikilvægt að starfsfólk verði meðvitaðra um kosti sína og annarra á vinnustaðnum.

7

Aksel Sandemose 1899–1965, frægur danskur rithöfundur og höfundur Jantelaganna. Sjá nánar um höfund á vefslóðinni: http://en.wikipedia.org/wiki/Aksel_Sandemose [Vefslóð sótt 30.07.2006]


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.