Page 1

Verzlunarskóli Íslands

Vorönn 2013

Sigríður Tryggvadóttir, 5A

Hvernig á að skrifa ferilsk

Kennari: Sigríður Tryggvadóttir og Sólveig Friðriksdóttir


EFNISYFIRLIT

M Y N DA S K R Á

TÖFLUSKRÁ


HVERNIG

Á A Ð S K R I FA F E R I L S K R Á

Mbl.is

Sunnudaginn 9. júlí, 2006

Viðskiptafréttir

Nýir tímar krefjast breyttra vinnubragða og það á ekki síður við nú á dögum þegar mun meiri hreyfing er á vinnuafli en á fyrri áratugum þegar fólk gat vænst þess að vera í sama starfinu árum saman. Sveiflur á vinnumarkaði hafa sennilega sjaldan verið eins miklar og síðustu ár og líklegt verður að teljast fólk á vinnumarkaði skipti margsinnis um starf. Eftirspurn eftir starfsfólki er í hámarki og atvinnuleysi í lágmarki en það þýðir ekki að allir fái draumastarfið. Við ætlum því að skoða nánar hvaða punktar eru mikilvægir þegar

Mynd : Gerð ferilskrár

ferilskrá er skrifuð og á hvað beri að leggja mesta áherslu. 1

Kostir þínir eru mikilvægir Umsækjandi um starf þarf að vita hvaða kostum hann býr yfir því það er besta leiðin til að fá starf við hæfi. Ef sótt er um starf sem umsækjandi hefur áhuga á er líklegra en ella að hann skari fram úr. Með tilliti til þessa er mikilvægt að telja upp þá kosti sem umsækjandi hefur og velja svo út frá því í hverskonar störfum líklegast er að umsækjandi muni standa sig vel í. Hér er mikilvægt að svara spurningum eins og hvað er það sem þú vilt gera í lífi þínu, hversu góður ertu í mannlegum samskiptum, viltu vinna við sérverkefni sem þú klárar og tekst svo á við næsta, eða viltu vinna það sama og vera hluti af keðjuverkun fyrirtækisins? Það eru fleiri spurningar sem æskilegt er að velta fyrir sér, fer þér betur að stjórna eða vera stjórnað, þarftu skýrar leiðbeiningar eða hentar þér betur að starfa sjálfstætt, hvað drífur þig áfram og síðast en ekki síst: á hvernig vinnustað viltu vinna og hvar, ertu til í að fara langa leið til vinnu svo lengi sem það er draumavinnan?

Ferilskrár og kynningarbréf Í ferilskrá verða ákveðnar grunnupplýsingar að koma fram eins og menntun, færni þín í starfi og starfsferill. Mjög mikilvægt er að ferilskrá innihaldi punkta fremur en hreinan texta þar sem starfsmannastjórar skima eftir aðatriðunum. Hér hjálpar að hafa í huga að kannanir hafa sýnt að það tekur aðeins 30 sekúndur fyrir starfsmannastjóra að ákveða hvort umsækjandi hentar í starf eða ekki. Það er því augljóslega mikilvægt að halda sig við aðalatriðin og það gæti reynst gæfulegt að feitletra mikilvægustu punktana eða draga þá fram á annan hátt.

1

Texti fenginn á www.mbl.is , viðskipablaðinu, sunnudaginn 9. júlí 2006.


Kynningarbréf ætti að fylgja ferilskrá þegar sótt er um ákveðið starf. Eins og nafnið gefur til kynna er tilgangur bréfsins að kynna umsækjandann og draga athygli að þeim kostum sem hann býr yfir og hafa þýðingu fyrir starfið sem sótt er um. Þar sem kynningarbréfið byggist á hreinum texta gefst tækifæri til að vera sannfærandi og skrifa á góðu máli. Útgangspunkturinn hér er að samtvinna kosti umsækjanda því sem starfið krefst.

Þekking er lykillinn Margir skrifa eina ferilskrá og senda hana svo á mörg fyrirtæki. Sú tækni hentar þó betur þegar umsækjandi er skráður á ráðningarstofu þar sem óvíst er hvaða störf munu verða í boði. Ef hinsvegar umsækjandi sækir um starf hjá ákveðnu fyrirtæki þá verður að kynna sér mjög vel hvað fyrirtækið starfar við, hver markmið þess eru, markaðsstaða o.s.frv. svo hægt sé að sníða ferilskrána að viðkomandi fyrirtæki. Ef það er gert þá ertu kominn einu skrefi framar en hinn almenni umsækjandi. Reyndar er algengt að ferilskrám sé skipt í þrjá flokka, eftir hagnýtni, tímaröð eða markmiði og krefjast allir þessir flokkar mismunandi útfærslu. Hagnýta ferilskrá ætti að nota þegar umsækjandi vill leggja áherslu á reynslu sína og hæfni fremur en hvar hann hefur starfað og hve lengi. Tímaraðaða ferilskrá ætti að nota ef þú hefur samfellda vinnusögu, t.d. til að leggja áherslu á mikilvægi síðustu starfa og ættu elstu störfin að koma síðast og þau yngstu fyrst. Þessa ferilskrá ætti aðeins að nota ef umsækjandi hefur gegnt nokkrum störfum en þó ekki ef atvinnusagan er flókin og þarfnast frekari útskýringar. Að sjálfsögðu ætti aðeins að nefna störf sem hafa þýðingu fyrir starfið sem sótt er um og á það alltaf við. Markmiðaða ferilskrá ætti aðeins að nota þegar sótt er um störf á ákveðnu atvinnusviði, t.d. þegar sótt er um skrifstofustörf án tillits til atvinnugeirans sem mögulegur vinnuveitandi starfar á.

Fleiri atriði geta skipt mál Þótt í flestum atvinnuauglýsingum komi fram hvað eigi að tiltaka í atvinnuumsókn eða ferilskrá getur verið gott að hafa eftirfarandi punkta í huga. Persónulegar upplýsingar eins og aldur, hjúskaparstaða, börn og reykleysi geta skipt máli. Stundum er ljósmyndar krafist og þá þarf að gæta þess að velja góða mynd þar sem umsækjandi er snyrtilegur til fara og ekki sakar að láta atvinnumann taka myndina fremur en að klippa eina mynd úr fjölskyldualbúminu. Áhugamál eru mikilvæg ef þau benda til reynslu eða áhuga sem getur tengst starfinu sem sótt er um. Það getur verið skynsamlegt að tilgreina hvers umsækjandi væntir á tilvonandi vinnustað, er t.d. mikilvægt að möguleiki sé á frekari starfsframa innan fyrirtækisins.


Meðmælendur eru mikilvægir en til þeirra ætti aðeins að vísa ef beðið er um meðmæli. Það ætti samt alltaf að taka fram að meðmæli fáist ef þess er óskað.

Ekki spara við gerð ferilskrár Síðast en ekki síst ætti umsækjandi að hafa í huga að fyrstu kynni starfsmannastjóra eða ráðningarfulltrúa af ferilskrá eru þau mikilvægustu. Ódýr og óvönduð ferilskrá er líkleg til að endurspegla umsækjandann. Ferilskrá sem hefur hinsvegar verið prentuð á gæðapappír og ekki með bleksprautuprentara og er jafnvel innbundin er þeim mun líklegri til að endurspegla vandvirk vinnubrögð og samviskusemi umsækjanda. Í fullum bunka af umsóknum er langlíklegast að sú umsókn verði dregin úr bunkanum sem sker sig úr. 2

2

Greinin er byggð á bókinni Professional Writing, The Complete Guide for Business, Industry and IT, eftir Sky Marsen.


HVERNIG

E R B E S T A Ð K L Æ Ð A S I G F Y R I R AT V I N N U V I Ð TA L ?

Mbl.is

Sunnudaginn 9. júlí, 2006

Viðskiptafréttir

Það er mjög algengt að fólk á leið í atvinnuviðtal velti því mikið fyrir sér hvernig best sé að klæða sig áður en maður kemur fyrir starfsmannastjórann. Jafnvel getur stressið orðið til þess að fólk klúðri atvinnuviðtalinu þegar á hólminn er komið og því munum við líta á og kynna okkur hvernig best sé að klæða sig svo sjálfsöryggið skíni í gegn. Oft er sagt að ekki eigi að dæma bókina af kápunni einni saman. Því miður er það hinsvegar svo að fólk er iðulega dæmt eftir fyrstu kynnum og stundum er það afgerandi og leiðir til þess að t.d.

Mynd : Morgunblaðið/ÞÖK3

starfsmannastjóri kynnist ekki mannkostum þeim sem um sækjandi býr yfir.

Karlar ættu að... 1.

Klæðast jakkafötum eða stökum jakka og buxurnar ættu að vera í sama lit, gallabuxur eru í góðu lagi, bolir, peysur og hvaðeina svo lengi sem það er smekklegt og fer vel.

2.

Dökkir litir eru öruggastir, svart, grátt eða blátt.

3.

Það er góð hugmynd að vera með bindi þótt það sé alla jafna ekki notað – auðvitað ætti hnúturinn að vera hnýttur og það vandlega.

4.

Hendur ættu að vera hreinar og neglur snyrtar og klipptar.

Konur ættu að...

3

1.

Klæðast dragt, látlausum kjól eða hverju öðru sem ekki er æpandi. Markmiðið er að koma þeim skilaboðum á framfæri að viðkomandi sé traustsins verð á framfæri og dökkir litir eru best til þess fallnir. Konur geta þó nýtt sér stærri hluta litrófsins en karlar.

2.

Það væri sömuleiðis góð hugmynd að klæða sig aðeins betur en starfið gefur tilefni til án þess þó að reyna að slá út alla aðra á vinnustaðnum.

3.

Atvinnuviðtal er ekki rétti staðurinn til að sýna hve vel umsækjandi fylgist með tískunni, látleysi er lykilorðið.

4.

Neglur og hendur ættu sömuleiðis að vera vel snyrtar. Neglur mega alls ekki vera of langar eða of áberandi. Veldu naglalakk sem móðir þín myndi nota.

Gott viðtal – árangur!

Indriði Guðmundsson, klæðskeri, leitast við að gera fullkomnar flíkur eins og þessi jakkaföt. En ekki er þörf á jakkafötum í hvaða atvinnuviðtal sem er.


TÍU

L E I Ð I R T I L A Ð E Y Ð I L E G G J A AT V I N N U V I Ð TA L

Mbl.is

Sunnudaginn 9. júlí, 2006

Viðskiptafréttir

Öll þekkjum við eða höfum heyrt af góðu fólki sem hefur fullkomna ferilskrá, kemst alltaf í viðtal en klúðrar svo atvinnuviðtalinu. Þegar þensla er á vinnumarkaði er sérstaklega mikilvægt að halda vel á spöðunum þegar tækifærið gefst í atvinnuviðtali vegna þess að því miður er það þannig að fólk er yfirleitt dæmt á fyrstu mínútum atvinnuviðtals. Hér förum við því yfir tíu helstu mistökin sem best væri að forðast þegar farið er í

Mynd : Morgunblaðið/Árni Sæberg 4

atvinnuviðtal. Lélegt handaband

Það vita flestir hvað það er óþægilegt að heilsa einhverjum sem ekki tekur almennilega í höndina. Slíkt handaband er slappt og líkist helst því að halda á dauðum fiski úr fiskbúðinni og er ekki vænlegt til annars en að gefa í skyn áhugaleysi eða veiklyndi. Sömuleiðis ætti ekki að heilsa eingöngu með fingrunum, það gefur til kynna að við¬komandi eigi erfitt með að kynnast fólki og sé óviss um getu sína. Ekki hrista höndina of mikið á þeim sem þú heilsar, það á að gefa til kynna einlægni en getur virkað falskt. Það gæti verið góð hugmynd að spyrja vini og ættingja hvernig þeim finnist að heilsa þér. Orðaflaumur Sérlega fráhrindandi getur verið að taka viðtal við einstakling sem talar og talar án þess að hafa nokkuð sérstakt að segja. Það þarf að gæta þess að vera ekki of lengi að svara spurningum því þá virðist sem viðkomandi viti ekki hvert svarið er eða geti ekki komið sér að efninu. Sömuleiðis er slæmt að vera taugaóstyrkur því þá gæti starfsmannastjórinn haldið að viðkomandi sé að leyna einhverju eða sé hreinlega að ljúga. Tala neikvætt um núverandi eða fyrrverandi vinnustað Almennt að forðast það að vera neikvæður í atvinnuviðtali og að sama skapi ætti aldrei að gefa fyrrverandi vinnustað, yfirmönnum eða samstarfsmönnum neikvæða einkunn – sama þó þeir eigi það alveg skilið. Starfsmannastjórinn myndi heimfæra alla gagnrýni beint á 4

Góður undirbúningur fyrir viðtal getur skipt sköpum.


sjálfan sig. Þú þarft að gæta þess að nefna aðeins það jákvæða frá fyrra starfi ef þú verður spurður. Mætt seint eða of snemma Það er almenn kurteisi að mæta á réttum tíma og þótt það líti sakleysislega út að mæta of snemma þá hefur það líka neikvæð áhrif og er einungis til þess fallið að draga athygli að því að sá sem sækir um vinnuna hafi ekkert betra við tímann að gera. Til öryggis er best að mæta helst ekki fyrr en þegar 10 mínútur eru í viðtalið. Sýna ekki kurteisi í móttökunni Það er mikilvægt að sýna góða framkomu við fyrstu kynni og í móttökunni er tekið á móti þér í fyrsta skiptið. Ekki halda að þau sem vinna á símanum hafi ekki áhrif annars staðar í fyrirtækinu því sá sem situr í móttökunni hefur það á sínu valdi að kynna þig á jákvæðan hátt, eða neikvæðan. Spurningar um hlunnindi, frí og laun Það getur verið viðkvæmt mál að spyrja út í þessa hluti í atvinnuviðtali, svona svipað og bílasali vilji sjá hvort þú átt pening fyrir bílnum áður en hann leyfir þér að prófa hann. Þú verður að vinna starfsmannastjórann á þitt band áður en þú getur vogað þér út í svona spurningar. Enginn undirbúningur fyrir viðtalið Ekkert kemur því betur á framfæri hvað umsækjandi er áhugalaus en illa undirbúinn umsækjandi í atvinnuviðtali. Þvert á móti væri skynsamlegast að kynna sér fyrirtækið vel og vandlega og spyrja spurninga er varða innkomu þína í fyrirtækið og fyrirtækið sjálft. Japl, jaml og fuður Það er erfitt að vera sannfærandi í atvinnuviðtali ef þú tautar í sífellu „mmm“, „þú veist“ eða „skilurðu“. Reyndu að breiða yfir stressið á annan máta og ljóma af sjálfstrausti. Góð leið til að forðast óþarfa orðaflaum er að stöðva eitt andartak áður en haldið er áfram svo þú getir ákveðið hvað það er sem þú vilt segja. Ekki horft í augu, eða starað í augu Ef þú forðast að líta í augu viðmælandans þá virkar þú ósannfærandi, reikull eða áhugalaus. Ef þú hins vegar horfir of mikið í augu viðmælanda þá gerir þú viðmælandann stressaðan. Þú ættir að æfa þetta heima við með góðum vini til að ná réttu jafnvægi. Viðmóti viðmælanda ekki mætt Margir lenda í vandræðum í atvinnuviðtali þegar viðmót þeirra er algjörlega úr takti við hegðun spyrjandans. Ef spyrjandinn er afslappaður og rólegur þá virkar þú ósannfærandi ef


þú ert allur á iði og talar stanslaust. Ef starfsmannastjórinn er mjög alvarlegur að sjá þá er best að taka viðtalið mjög alvarlega. Ef hann hins vegar er persónulegur og viðkunnanlegur þá sakar ekki að ræða á aðeins persónulegri nótum. Ef þú færð beina spurningu þá svarar þú beinskeytt sömuleiðis. Það er farsælast að leyfa þeim sem tekur viðtalið að stýra því og þar með ráða andrúmsloftinu sem skapast.

Lykillinn að starfinu Ef þú hefur unnið vandaða ferilskrá þá hefur fyrsta skrefið tekist og þar með eru líkurnar hámarkaðar á að komast í atvinnuviðtal. Ef atvinnuviðtalið er svo vel undirbúið þá ertu búinn að gera eins mikið og þér er unnt og örlög þín í höndum starfsmannastjórans.

Fjöldi starfandi eftir atvinnugreinum, kyni árið 20055 Tafla : Atvinnugreinar og höfuðborgarsvæðið 2005

Höfuðborgarsvæði6 Þjónustugreinar alls Verslun og viðgerðaþjónusta Hótel- og veitingahúsarekstur Samgöngur og flutningar Fjármálaþjónusta Fasteigna- og viðskiptaþjónusta Opinber stjórnsýsla Fræðslustarfsemi Heilbrigðis- og félagsþjónusta

5 6

2005 Karlar Konur 36.110 45.590 9.110 7.230 1.750 2.210 5.130 3.160 1.890 2.990 6.500 4.180 3.180 3.770 2.190 4.960 3.220 13.580

Hagstofan: Starfandi samkvæmt staðgreiðsluskrám: http://www.hagstofa.is/?PageID=637 Allar tölur eru námundaðar að næsta tug. Samtala undirliða þarf ekki að koma heim og saman við heildartölur vegna námundunar.


J Á K VÆ Ð I R

S TA R F S M E N N B L Ó M S T R A Í S TA R F I

Mbl.is

Sunnudaginn 9. júlí, 2006

Viðskiptafréttir

Mikilvægi jákvæðra starfsmanna er gjarnan vanmetið en það kemur sífellt betur í ljós hve mikið neikvæðir starfsmenn geta skemmt út frá sér í starfi, jafnvel svo mikið að það hefur áhrif á hagnað fyrirtækisins, en þetta kom fram á heimasíðu JyllandsPosten í vikunni. Danir hafa lengi glímt við neikvæðara starfsfólk en gengur og gerist þar sem erfitt hefur reynst að hvetja fólk áfram, því margir aðhyllast hin gömlu Jantelög

7

sem í grófum dráttum segja að

menn skuli ekki halda að þeir séu betri en aðrir.

Mynd : Jákvætt hugarfar starfsmanna er mikilvægt fyrirtækjum.

Þessi gömlu lög, sem reyndar eru ekki staðfest og þinglýst eins og við eigum að venjast heldur fremur hátternisreglur, hafa þótt draga mikið úr frumkvöðlaafli danskra starfsmanna og baráttuþreki.

Brugðist við með könnun mannkosta Fyrirtæki í Danmörku hafa því brugðist við þessu með því að steypa sér í ítarlegar kannanir sem nefnast appreciative inquiry og er ætlað að þefa uppi helstu kosti hvers starfsmanns og leggja þannig áherslu á það sem starfsmenn gera vel, fremur en það sem miður fer. Þetta er á skjön við lög Jante þar sem helst er farið fram á að fólk skari ekki fram úr og sé alls ekki betra eða duglegra en samstarfsmaðurinn við næsta borð. Til að vinna þetta starf hafa fyrirtæki sótt sér utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga svo skiptin, frá fyrirtæki plöguðu af neikvæðni til vinnustaðar sem ljómar af jákvæðni, heppnist sem best. Það hefur reynst nauðsynlegt að kryfja vandamál á vinnustaðnum til mergjar og reyna að draga fram hvað hefur neikvæð áhrif, án þess þó að einblína á gallana, því eins og áður sagði er mjög mikilvægt að starfsfólk verði meðvitaðra um kosti sína og annarra á vinnustaðnum.

7

Aksel Sandemose 1899–1965, frægur danskur rithöfundur og höfundur Jantelaganna. Sjá nánar um höfund á vefslóðinni: http://en.wikipedia.org/wiki/Aksel_Sandemose [Vefslóð sótt 30.07.2006]


Dæmigerðar spurningar sem nauðsynlegt er

Aðferðin hefur gefist mjög vel en þegar henni

að svara eru: „Hvaða verkefni á að leysa og

er beitt er markmiðið að spyrja jákvæðra, en

hvaða vandamál skapast við lausnina á

skilyrðislausra spurninga, sem miða að því að

verkefninu?“, og leikur yfirstjórn fyrirtækjanna

styrkja þá hluta starfsins sem gefa því mest

yfirleitt lykilhlutverk við lausn málanna.

gildi. Á þennan hátt á hvatning til starfsmanna

Þannig er mikilvægt að stjórnendur geri sér

að skila sér alla leið til æðstu starfsmanna og á

grein fyrir góðum kostum starfsmanna sinna

þann máta á að nást hámarks framleiðni í

og með tíð og tíma þróast mál þannig að hver

hverju því sem starfsmenn taka sér fyrir

og einn fær meira af málum að vinna í sem

hendur, fyrirtækinu og starfsmönnum til góða.

henta hæfileikum viðkomandi. Mikilvægt er

Til gamans fylgja hér Jantelögin svo hægt sé

að reyna að forðast árekstra sem geta skapast

að gera sér í hugarlund við hvaða vanda er að

af hversdagslegri umgengni á vinnustaðnum

etja. Jafnframt skal taka fram að Jantelögin

en geta undið upp á sig.

hafa verið á hröðu undanhaldi hin síðari ár.

1. 2.

Þú skalt ekki halda að þú sért

9.

eitthvað. 5.

Þú skalt ekki halda að þú sért jafn góður og við.

6.

Þú skalt ekki halda að þú sért klárari

meira en við. 10.

Þú skalt ekki halda að þú getir nokkuð.

11.

Þú skalt ekki hlæja að okkur.

12.

Þú skalt ekki halda að nokkur kæri sig

en við. 7.

Þú skalt ekki ímynda þér að þú sért betri en við.

8.

Þú skalt ekki halda að þú vitir meira en við.

Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað

um þig. 13.

Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur nokkuð.


Hagstofan.is

Þriðjudagur 22. ágúst, 2006

Launavísitala

Launavísitala í júlí 2006 Eftirfarandi launatafla er fengin á vef Hagstofunnar 8 og sýnir launavísitölu í júlí 2006 sem er 295,4 stig og hækkaði um 1,7% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,2%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í september 2006 er 6.461 stig. Launavísitala 2005–2006 Tafla : Launavísitala í júlí 2006

Launavísitala 2005–2006 Des. 1988 = 100 Vísitala launamánaðar 2006 Janúar 282,8 Febrúar 284,4 Mars 285,4 Apríl 286,4 Maí 289,1 Júní 290,4 Júlí 295,4

8

Breyting frá fyrra mánuði, % 3,3 0,6 0,3 0,4 0,9 0,4 1,7

Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar Síðustu 3 Síðustu 6 Síðustu 12 mánuði, % mánuði, % mánuði, % 19,3 19 17,9 5,2 6,8 7,2 13,2

Hagstofan: http://www.hagstofa.is/?PageID=68

11,3 11,9 11,9 12 12,7 12,4 9,1

8,3 8,6 8,6 8,4 8,7 8,8 10,2


H E I M I L DA S K R Á Morgunblaðið, Viðskiptablaðið, sunnudagur, 9. júlí 2006: http://www.mbl.is [Vefslóð sótt 30.07.2006] Hagstofa Íslands. 2006. Launavísitala og atvinnugreinar. http://www.hagstofa.is [Vefslóð sótt 28.08.2006]


ATRIÐISORÐASKRÁ

A

M

áhugamál................................................................5 atvinnuviðtal.............................................2, 6, 8, 10

mistök.....................................................................8 móttaka...............................................................2, 9

F

S

ferilskrá..........................................1, 2, 3, 4, 5, 8, 10 handaband..........................................................2, 8

samviskusemi..........................................................5 snemma..............................................................2, 9 spurning........................................................3, 9, 11 starfsmannastjóri....................................................6

J

Þ

jakkaföt...................................................................6

þekking................................................................2, 4

K

U

kynningarbréf..........................................................4

umsækjandi.............................................................3

L

V

laun.....................................................................2, 9

vinnustað.....................................................2, 3, 5, 9

H

Ferilskra texti unnid  
Ferilskra texti unnid  
Advertisement