ÁRBÓK FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA 2018

Page 87

HORNSTEINAR

HÁSKÓLATORG

Háskólatorg er staðsett við Aðalbyggingu Háskóla Íslands, á tveimur lóðum er báðar liggja að Alexandersstíg. Í Háskólatorgi fer fram fjölbreytt starfsemi, sem tengist aðliggjandi byggingum á skilvirkan hátt, svo að til verður brennipunktur þar sem ólíkir þættir skólastarfsins koma saman. Árið 2005 var efnt til lokaðrar samkeppni um Háskólatorg og unnu Hornsteinar arkitektar 1.sæti. Við mótun lóðar og umhverfis er lögð áhersla á látlaust yfirbragð og einfalda efnisnotkun, svo sem einkennir Háskólasvæðið í dag. Hellulagðar stéttar tengjast aðalinngöngum bygginganna og aðlægum göngustígum, en yfirborð er að öðru leyti þakið grasi og þveginni sjávarmöl. Rík áhersla er lögð á virkt samspil útiog innirýma. Forhlaðið við Háskólatorgið er þungamiðja lóðarinnar; spegilmynd sjálfs Torgsins - og liggur einkar vel við sólarátt. Útlínur þess eru rammaðar inn af trjágöngum Alexandersstígs

til suðausturs og 2m stoðvegg til norðvesturs, sem grípur um stíginn og tryggir skjólmyndun á góðviðrisdögum; stígurinn verður áfram mikilvægt kennileiti Háskólasvæðisins en jafnframt lifandi hluti Torgsins. Yfirborð forhlaðsins og Torgsins flæða saman. Þar er hægt að njóta útiveitinga en jafnframt er hlaðið vettvangur fyrir margvíslega viðburði. Hnitmiðuð notkun útilýsingar ljær þessum reit sérstakan blæ, allt að því ævintýralegt yfirbragð þegar svo ber undir. Áhersla er lögð á öruggt og hindranalaust flæði gangandi vegfarenda að Háskólatorgi og greið tengsl við göngustíga og bílastæði Háskólasvæðisins. Með einfaldri en fágaðri efnisnotkun er dregið fram mikilvægi kostnaðargátar varðandi rekstur lóðar og opinna svæða; valin eru efni, sem hæfa umhverfi sínu og falla vel hvert að öðru.

In 2006 Hornsteinar Architects won a closed competition, for the Unversity of Iceland´s new University Centre and Faculty Buildings. The core principle of the winning proposal was flow and movement: conectivity, flexibiity and vibrant exchange. The intention was to create a close dialogue between the proposed new structures and the existing campus buildings bringing people, events and ideas closer together. The exterior spaces, too, reflect this approach.

Heiti verks: Háskólatorg umhverfissmótun Hvaða hönnuðir unnu verkið: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt MLI FÍLA Verkkaupi: Háskóli Íslands og Framkvæmdasýsla ríkisins Framkvæmdaraðili:Háskóli Íslands og Framkvæmdasýsla ríkisins Hvenær var það hannað: 2006-2007 Hvenær var það framkvæmt: 2007-2008 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: ÍAV og Almenna verkfræðistofan (nú Verkís)

Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar 2010 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

89


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.