ÁRBÓK FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA 2018

Page 1

ÁRBÓK 2018

FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA


Gladheimahverfid.is

Staðsetning: Kópavogur

Hönnuðir: Landark


Gæðavara krefst góðrar hönnunar Langt og farsælt samstarf okkar við landslagsarkitekta sést víða í görðum landsins og á öðrum opnum svæðum. Hjá BM Vallá geta þeir gengið að fjölbreyttum og stílhreinum lausnum þar sem gæði og ending eru lykilatriði.

Farsæl íslensk framleiðsla í yfir 50 ár - bmvalla.is


DRÁTTARBEISLI Á FLESTAR GERÐIR BÍLA

VÖRULYFTUR Á SENDI- OG FLUTTNINGABÍLA

REIÐHJÓLAGRINDUR OG FARANGURSBOX

LJÓS Á VAGNA OG BÍLA

ALLAR GERÐIR AF KERRUM

VARAHLUTIR Í ALLAR GERÐIR AF KERRUM

SÉRSMÍÐI Á KERRUM EFTIR ÓSKUM VIÐSKIPAVINA

VÍKURVAGNAR EHF.

STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is


Við sérhæfum okkur í heildarlausnum á leik og íþróttasvæðum. Útileiktæki, girðingar, fallvarnarefni, gervigras, gúmmíhellur, gúmmí-grasmottur, gúmmíyfirborð-tartan, hjólabrettarampar, sparkvellir, mörk, körfur, bekkir, útigögn o.fl. Fjöldi umboða og einnig breið vörulína úr endurunnu plasti Innflutningur, sala, þjónusta, viðhald og uppsetningar.

Jóhann Helgi Hlöðversson - Skrúðgarðyrkjumeistari


Umhirða og frágangur lóða Ragnar S. Guðmundsson - skrúðgarðyrkjumeistari lodalausnir@lodalausnir.is

Við höfum lagt rækt við gróður í yfir 40 ár

Okkar plöntur fá kærleiksríkt uppeldi við íslenskar aðstæður

Gróðrarstöðin


Þórir Kr. Þórisson - Skrúðgarðyrkjumeistari thorir@stjornugardar.is

T r é og runnar í úrvali Kjarr, 816 Ölfus Símar 482 1718 & 846 9776 www.kjarr.is // kjarr@islandia.is


Íslensk náttúra í miðjum leik!

Hugmyndin að KRUMMA-Flow er sótt í stórbrotin íslensk sérkenni sem hafa sett svip sinn á og mótað náttúru landsins. KRUMMA-Flow er leiktækjalína sem færir íslenska náttúru nær börnunum en er um leið fallegur minnisvarði um fegurð og sérkenni landsins.

Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt

Úrval dekurplantna:

Steinn

HRAUNsprunga Köngulóavefur

HLJÓÐAhellir

© Páll Jökull 2012

| Alparósir | Klifurplöntur | Rósir | Sígrænir runnar | Ávaxtatré | Berjarunnar

Opið kl. 10:00 - 19:00 frá sumardeginum fyrsta og fram á haust.

KRUMMA ehf hefur framleitt leitæki frá árinu 1986.

Sími 483 4840 | GSM 698 4840 Heimasíða: www.natthagi.is Netfang: natthagi@centrum.is

Norræna húsið

Kjarvalsstaðir

Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur

Ljósvistarhönnun - www.liska.is - liska@liska.is - s: 416 0600 - Ármúli 24, 108 Rvk.


Proludic leiktæki á Íslandi

Fjölbreytt og spennandi útileiktæki fyrir útivistarsvæði, leikskóla og skólalóðir. Sextán ára mjög góð reynsla á Íslandi sannar afburðagæði Proludic leiktækjanna. Allt að 25 ára ábyrgð Proludic og 40 ára reynsla garðyrkjumeistarans tryggir frábæra endingu og vönduð vinnubrögð.

Lyngbarði 2, 220 Hafnarfirði sími 564-1860 gardyrkjan@simnet.is

www.gardyrkjan.is


SAMKEPPNIR BYGGÐAR Á SAMKEPPNISREGLUM FÍLA VINNINGSTILLÖGUR ÁRIN 2013-2016

Hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunes, 2016

Vinningstillaga - Arkitektastofan jvantspikjer+Felixx

70581

Hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmannalauga, 2015

Vinningstillaga - Landmótun og VA arkitektar ásamt Erni Þór Halldórssyni. Frá Landmótun voru Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir landslagsarkitektar og Margrét Ólafsdóttir land- og stjórnsýslufræðingur. Frá VA arkitektum voru Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Indro Indriði Candi, Magdalena Sigurðardóttir og Ólafur Óskar Axelsson arkitektar.

HÖNNUNARSAMKEPPNI UM LAUGAVEG OG ÓÐINSTORG, 2014 Vinningtillaga Laugavegar - Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjá Arkís arkitektum. Með þeim í teymi eru Hermann Ólafsson landslagsarkitekt hjá Landhönnun, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir lýsingarhönnuður, Guðjón Örn Sigurðsson lýsingahönnuður, Kristveig Sigurðardóttir skipulagsverkfræðingur og Ramon Contini hjá Verkís og Harpa Cilia Ingólfsdóttir ferlihönnuður og byggingarfræðingur hjá Aðgengi.

HUGMYNDASAMKEPPNI UM HEILDARSKIPULAG ÖSKJUHLÍÐAR, 2013 Vinningstillaga - Þráinn Hauksson, Svava Þorleifsdóttir og Sif Hjaltdal Pálsdóttir landslagsarkitektar hjá Landslagi ehf. Í samstarfi var Baldur Helgi Snorrason BA í arkitektúr.

12 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Vinningtillaga Óðinsgötu - Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir arkitektar hjá Basalt arkitektum. Í samstarfi við þau voru Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður og Dario Gustavo Nunes Salazar lýsingarhönnuður hjá Verkís.

ó, torg mitt, torg


EFNISYFIRLIT SAMKEPPNIR FÍLA

10

ORÐ FORMANNS

13

SAGA FÍLA

14

STJÓRN OG NEFNDIR FÍLA 2018-2019

17

LANDSLAGSARKITEKTASPJALL

18

VERKEFNI NEMENDA

21

VERK FÉLAGSMANNA 2008-2018

29

TEIKNISTOFUR

97

LÖG OG REGLUR FÍLA

103

LÖG FÍLA

104

SIÐAREGLUR FÍLA

106

SAMKEPPNISREGLUR FÍLA

108

FÉLAGATAL ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

113

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

13ORÐ FORMANNS Stórir áfangar á afmælisári Á fertugasta afmælisári Félags íslenskra landslagsarkitekta FÍLA er ráðist í það metnaðarfulla verkefni að koma saman árbók með sýnishorni af verkefnum landslagsarkitekta. Árbókin er nú gefin út í fyrsta skipti en hugur stjórnar og ritnefndar er að slíkt rit beri að gefa út á nokkura ára fresti. Árbókinni er ætlað að kynna fagið og sýna í myndum og texta úrval verkefna félagsmanna sem byggð hafa verið út um allt land frá fjöru til fjalla sem og erlendis. Hér getur að líta nýleg verkefni sem endurspegla stöðu fagsins og eru dæmi um góðan landslagsarkitektúr í göturými, almenningsrýmum, ferðamannastöðum, skólalóðum, leikskólalóðum og lengi má telja. Það er mikilvægt að ýta undir umræðu um mikilvægi góðrar landslagshönnunar. Verksvið fagsins er vítt og fást félagsmenn við margbreytileg verkefni allt frá svæðisskipulagi til hönnunar útigagna, bekkja og borða. Sameiginlegt er að sköpunarkrafturinn fær að ráða og byggingarefni náttúrunnar í aðalhlutverki. Með árbókinni fáum við í fyrsta skipti möguleika á að skoða höfundaverk félagsmanna FÍLA á einum stað og margar spurningar vakna eins og hvort við getum greint einhvern sameiginlegan íslenskan undirtón? Enn fremur hver eru einkenni íslenskrar landslaghönnunar og er hægt að greina ákveðin einkenni frá hverri teiknistofu? FÍLA hefur átt viðburðaríkt afmælisár. Í samvinnu við Minjastofnun hefur verið tilnefndur listi yfir tíu gamla garða og útisvæði sem ber að friðlýsa sem menningarminjar til framtíðar. Útgáfa bókar Einars E Sæmundssen Að búa til ofurlítinn skemmtigarð er stórvirki sem minnir okkur á mikilvægi þess að þekkja og byggja á fortíðinni. Landslag ehf. hlaut ein virtustu alþjóðlegu verðlaun sem veitt eru fyrir landslagsarkitektúr, The Rosa Barba verðlaunin á tvíæringnum í Barselóna fyrir hönnun og útfærslu á tröppustíg á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Stílhrein hönnun sem fellur vel að viðkvæmri og formfagurri náttúru þjóðgarðsins. Verkefnið er gott dæmi um að íslensk landslagshönnun er samkeppnishæf og á pari við hönnun kollega okkar út um allan heim. Slík viðurkenning gefur ástæðu til að samgleðjast og er vítamínssprauta fyrir félagsmenn FÍLA.

Þakkir Það er ástæða til að þakka þeim aðilum og fyrirtækjum sem hafa lagt félaginu lið til að koma árbókinni í fjölföldun. Ritnefnd FÍLA hefur lagt fram óeigingjarnt starf. Sif Hjaltdal Pálsdóttir formaður afmælisnefndar, Þuríður Ragna Stefánsdóttir ritari FÍLA, Jóhann Sindri Pétursson og Lilja Kristín Ólafsdóttir eiga þakkir skilið fyrir sitt framlag. Árbókin er gefin félagsmönnum og þeir hvattir til að dreifa eintökum til sinna viðskiptavina og samstarfsaðila. Félagar í FÍLA eru u.þ.b. 85 og 12 með námsmannaaðild. Félagsmenn FÍLA hafa sótt landslagsarkitektamenntun sína víða og er fróðlegt að sjá hvort hér megi greina einkenni frá skólum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og Kanada svo eitthvað sé nefnt. Njótið íslenskrar landslagshönnunar en munið að sjón er sögu ríkari! Fríða Björg Eðvarðsdóttir Formaður FÍLA

1978 - 2018

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

15


FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA - SAGAN Árið 1978, þann 24. febrúar komu saman fimm landslagsarkitektar til að stofna nýtt félag. Það voru Auður Sveinsdóttir, Einar E. Sæmundssen, Jón H. Björnsson, Reynir Helgason og Reynir Vilhjálmsson sem kosinn var formaður. Fyrir fundinum lá til samþykktar tillaga um lög félagsins og tillaga um nafn. Félagið fékk nafnið Félag íslenskra landslagsarkitekta FÍLA, önnur nöfn höfðu komið til greina svo sem Félag landhönnuða, Félag landarkitekta. Má segja að síðan hafi verið starfrækt af talsverðum krafti fagfélag í þeim tilgangi að gæta hagsmuna félagsmanna og til að efla samvinnu og kynningu fagsins. En megin markmið félagsins frá stofnun, er að stuðla að þróun landslagsog garðbyggingarlistar og tryggja varðveislu náttúru og menningarminja. Kynning á faginu Lykilverkefni stjórnar á hverjum tíma er kynning á faginu og fagleg umræða m.a. með samstarfi við skyld fagfélög. Fjöldi ráðstefna og kynningarfunda hafa verið haldinn í áranna rás. Einungis í upphafi sögu félagisins, á ,,Ári trésins” árið 1980, voru allir félagar með erindi á sama viðburðinum, það var þegar haldin var fundarröð í samstarfi við Skógræktina og allir stofnfélagar héldu erindi tengt umfjöllunarefninu um trjágróður. Sterkur þráður í félagssarfi FÍLA er aðild félagsins að IFLA,

alþjóðasamtökum landslagsarkitekta en þangað hefur félagið sótt upplýsingar um viðurkennda skóla í faginu. Félagið hefur frá upphafi tekið þátt í starfi með félögum landslagsarkitekta á Norðurlöndunum og funda stjórnir félaganna árlega um ýmis málefni. Árið 1993 hélt FÍLA norræna ráðstefnu eftir langan aðdraganda og margra ára undirbúning. Ráðstefnan var haldin á Laugarvatni og tókst með afbrigðum vel. Var vel sótt af norrænum landslagsarkitektum og íslenskum fagaðilum. Fleiri stórviðburðir eru skráðir í sögu félagins og í tengslum við þrjátíu ára afmæli FÍLA árið 2008 var haldin eftirminnileg sýning á Kjarvalsstöðum með innsetningu ameríska landslagsarkitektsins Mörthu Schwartz. Landslagsarkitektar vinna á mjög breiðu sviði landslagshönnunar og skipulags- og umhverfismála. Verkefnin geta verið hönnun á listrænum innsetningum allt yfir í viðameiri skipulagsverkefni. Í ljósi sögunnar má því segja að ákveðin vatnaskil hafi verið þegar Landmótun árið 1994 hóf vinnu við gerð svæðisskipulags miðhálendis með víðtæku samráðsferli og fundum út um allt land sem reyndist vera mikil kynning á starfssviði landslagsarkitekta. Fjöldi félagsmanna Félagsmönnum hefur fjölgað í áranna rás. Á tíu ára afmæli félagsins er gróðursett á Reykjum í Ölfusi í landi Garðyrkjuskólans eitt tré fyrir hvern félagsmann og eru félagar

Ljósmynd tekin á stofnfundi Félags íslenskra landslagsarkitekta 24. febrúar 1978. Frá vinstri: Reynir Helgason, Auður Sveinsdóttir, Jón H. Björnsson, Einar E Sæmundsen og Reynir Vilhjálmsson.

16 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA


þá orðnir 18 talsins. Nú þegar félagið fagnar sínu fertugasta ári eru félagsmenn um eitt hundrað þegar talið er félagar með námsmannaðild og heiðursfélagar. En breytingar í þjóðfélaginu setja sitt mark á fagfélag eins og FÍLA. Í efnahagshruninu þrengdist verulega að starfsviðinu og verkefnum fækkaði. Fólksflótti var meðal hönnunarstétta og þurfti félagið að sjá á eftir mörgum góðum landslagsarkitektum úr landi sem enn skilur eftir stórt skarð í félagafjölda. Húsnæðismál Félagið hefur lengst af verið í samstarfi við arkitektafélagið AÍ með húsnæðismál. Fyrsta áratuginn var það einungis póstaðstaða og heimilsfang en fundir voru oftast haldnir í sal hjá Félagi garðyrkjumanna. Árið 1988 leigir FÍLA skrifstofuaðstöðu hjá AÍ á Freyjugötu 41. Fundaraðstaða fluttist síðan með AÍ og Verkfræðingafélaginu í hús Verkfræðingafélagins við Sigtún. Seinasta áratug hefur fundaraðstaða og heimilisfang félagsins verið innan Hönnunarmiðstöðvarinnar, fyrst í Vonarstæti og nú í Aðalstæti 2. Umhverfisskipulagsbraut á Hvanneyri Nokkur þáttaskil urðu hjá FÍLA í tengslum við uppbyggingu háskólastigins á Hvanneyri árið 2001 en þá hófst kennsla á umhverfisskipulagsbraut, sem er byggt upp með

hliðsjón af grunnnámi í landslagsarkitektúr. Með tilkomu umhverfisskipulagsbrautarinnar hefur verulega fækkað þeim nemendum sem sækja alla sína menntun til erlendra háskóla. Nú er tæplega þriðjungur félagsmanna, eða rúmlega 25 félagar sem lokið hafa Bs námi hér á landi og framhaldsmenntun í landslagsarkitektúr erlendis og síðan skilað sér í fagfélagið. Þetta er efnilegur hópur sem dreifir faglegum kröftum sínum út um allt land í fjölbreytt störf landslagsarkitekta. Heiðursfélagar Á fjörtíu ára afmæli félagsins var öllum núlifandi stofnfélögum veitt viðurkenning og þakklætisvottur fyrir óeigingjörn félagsstörf. Heiðursfélagar FÍLA eru Reynir Vilhjálmsson, Einar E Sæmundsen og Auður Sveinsdóttir. Enn þann dag i dag eins og þegar félagið var stofnað er FÍLA fyrst og fremst fagfélag og starfsemi þess með miklum blóma. Tekið saman í október 2018 Fríða Björg Eðvarðsdóttir Heimildir: Fundir og minnispunktar frá Einari E Sæmundsen, Auði Sveinsdóttur, Yngva Þór Loftssyni, Reyni Vilhjálmssyni og Þuríði Rögnu Stefánsdóttur.

Heiðursfélagar Félags íslenskra landslagsarkitekta fagna að tilefni 40 ára afmæli félagsins. Frá vinstri: Reynir Vilhjálmsson, Auður Sveinsdóttir og Einar E Sæmundsen

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

17STJÓRN OG NEFNDIR FÍLA 2018-2019

STJÓRN FÍLA Formaður: Fríða Björg Eðvarðsdóttir

formadur@fila.is

Ritari: Þuríður Ragna Stefánsdóttir ritari@fila.is Gjaldkeri: Guðrún Birna Sigmarsdóttir gjaldkeri@fila.is Meðstjórnendur: Björk Guðmundsdóttir – IFLA fulltrúi Svava Þorleifsdóttir – fulltrúi í stjórn Hönnunarmiðstöðvar

FASTANEFNDIR FÍLA Dagskrárnefnd: Skipuleggur og sér um faglegt innra starf félagsins. Setur upp dagskrá fyrir starfsárið og útvegar gestafyrirlesara inn á félagsfundi. Nefndina skipa: Heiðar Smári Harðarsson Marta María Jónsdóttir Íris Reynisdóttir Stefán Jónsson Samkeppnisnefnd: Hlín Sverrisdóttir Björn Ingi Edvardsson Ólafur Melsted Laganefnd: Fjallar um breytingar á lögum FÍLA auk þess að fjalla um lagaleg erindi sem berast FÍLA og varðar lög og reglugerðir frá Alþingi og stofnunum samfélagsins. Svanhildur Gunnlaugsdóttir Arnar Birgir Ólafsson Ingvar Ívarsson Menntanefnd: Fer með menntamál landslagsarkitektastéttarinnar, umsjón með inntöku nýrra félaga í FÍLA. Heldur tengsl við helstu menntastofnanir sem mennta landslagsarkitekta. Nefndina skipa: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ragnar Frank Kristjánsson Elizabet Guðný Tómasdóttir Ritstjórn afmælisrits 2018: Jóhann Sindri Pétursson Lilja Kristín Ólafsdóttir Sif Hjaltdal Pálsdóttir Þuríður Ragna Stefánsdóttir

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

19


LANDSLAGSARKITEKTASPJALL

Þórólfur Jónsson er landslagsarkitekt hjá Reykjavíkurborg. Hann lauk landslagsarkitekta- námi frá SLU í Alnarp, Svíþjóð árið 1987.

Vinnustaður minn er Reykjavíkur-

náttúrufarsúttekta. Undir deildina

fremst að vinna vel og faglega að

borg og ég stýri einingu sem heitir

heyra Grasagarður, Meindýravarnir

hverju verkefni.

deild náttúru og garða á umhverfis-

og Vinnuskóli.

Nýleg dæmi um verkefni þar sem

og skipulagssviði. Auk þess að vera

Verkefnin eru fjölbreytt en iðulega snýst

undirritaður hefur sinnt forsagnagerð

hefðbundið stjórnunarstarf snýr

vinnan um að stýra eða rýna vinnu

og yfirferð á hönnun

starfssviðið að stefnumótun fyrir græn

hönnuða og oft landslagsarkitekta

friðlands í Vatnsmýri, dvalarsvæða

svæði, gerð frumathugana og forsagna

og því er augljós kostur að hafa

í Grasagarði, torg á Klambratúni,

fyrir hönnun og framkvæmdir og rekstur

landlagsarkitektamenntun og hafa

endurgerð

margra

leiksvæða,

gróðurs og grænna svæða. Aðkoma að

setið og hannað. Samstarfsfólkið er

endurgerð

götutrjáa,

endurheimt

skipulagi og framkvæmdum þar sem

margt tæknimenntað og bakgrunnur

votlendis

fjallað er um gróður og græn svæði.

sem landslagsarkitekt er mikilvæg

verkefni í Betri hverfi. Einnig þátttaka

Umsjón með málefnum náttúruverndar,

viðbót til að verkefni fái faglega

í vinnu að skipulagi Heiðmerkur,

t.d. umsagnir og umsjón með gerð

meðferð. Áherslur mínar eru fyrst og

Austurheiða og Elliðaárdals.

í

Úlfarsárdal,

Ýmsar aðgerðir hafa verið gerðar til að bæta lífríki Tjarnarinnar. Á myndinni sést endurgerður bakki sem á að fá náttúrulegra yfirbragð.

20 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

eru: gerð

fjölmörg


LANDSLAGSARKITEKTASPJALL

Helga Aðalgeirsdóttir er landslagsarkitekt hjá Vegagerðinni. Hún lauk landslagsarkitektanámi frá Norges Landbrukshøyskole í Noregi árið 1992.

Vinnustaður minn er Hönnunardeild

saman skilyrði umhverfismats sem

á umhverfisáhrifum, landmótun,

Ve g a g e r ð a r i n n a r.

Markmið

þurfa að koma fram í útboðsgögnum.

uppgræðsla) og umferðaröryggis- og

hönnunardeildarinnar er að öll

Ég kem að gerð for- og verkhönnunar

eftirlitsmála (landmótun, keðjunarplön,

hönnun, sem henni eru falin, falli að

bæði vegna smíði nýrra mannvirkja

áningar-, hvíldar- og eftirlitsstaðir).

megin markmiðum Vegagerðarinnar.

og viðhalds eldri mannvirkja. Í því

Einnig að hanna bílastæði við áninga-

Öll hönnun skal því vera samkvæmt

felast m.a. magnreikningar, gerð

staði og ýmis önnur hönnun.

verklagsreglum, hönnunarreglum,

kostnaðaráætlana, gerð uppdrátta og

Verkefni sem ég hef stýrt eða verið hluti

stöðlum

og

útboðsgagna. Ég tek þátt í að skilgreina

af eru m.a. mat á umhverfisáhrifum fyrir

viðurkenndum vinnubrögðum (best

viðmið vegna landslagshönnunar og

Vestfjarðaveg (60) milli Bjarkalundar og

practise). Öll mín verk eiga að vera

mats á umhverfisáhrifum.

Skálaness og fyrir Jökuldalsveg (923)

rétt unnin, í samræmi við aðstæður,

Helstu verkefni mín eru að sinna ráðgjöf

um Hrafnkelsdal. Hönnun bílastæða

á réttum tíma og með sem minnstum

um matsskyldu vegaframkvæmda,

við áningastaði, útskot og vigtunar-

tilkostnaði. Megin ábyrgðarsvið mitt

könnun á matsskyldu og mati á

plön, m.a. bílastæði við Dettifoss að

lýtur að landslagshönnun og mati á

umhverfisáhrifum. Það innifelur

vestanverðu. Rannsóknaverkefni í

umhverfisáhrifum vegaframkvæmda.

samskipti við ráðgjafa vegna

samvinnu við aðra t.d. hönnun og

Einnig kem ég að gerð frumdraga

kaupa á rannsóknum vegna mats á

frágangur skeringa og eftirlitsstaðir fyrir

einkum við athugun á mögulegum

umhverfisáhrifum.

umferðareftirlit, tillögur að útfærslum.

kostum og samanburð þeirra með

Helstu verkefni mín hjá Vegagerðinni

hliðsjón af kostnaði og umhverfis- og

eru ýmiskonar rannsóknarverk-

skipulagsmálum. Ég sé um að taka

efni á sviði umhverfismála (mat

og

fyrirmælum

Norðausturvegur um Vesturárdal í Vopnafirði. Myndir frá árinu 2006 og 2014, fyrir og eftir framkvæmdir. Áætlanir voru um að leggja veginn í gegnum hólinn sem sést á miðri mynd til að fá efni til vegagerðar en það var endurskoðað og vegurinn lagður í kringum hólinn.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

21VERKEFNI NEMENDA

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

23


DAGBJÖRT GARÐARSDÓTTIR

VETRARBORGIR/WINTER CITIES AKUREYRI LÍFLEGUR BÆR ALLT ÁRIÐ UM KRING

Maður er manns gaman. Því er mikilvægt að skapa margs konar staði í borgarumhverfi svo fjölbreytt mannlíf blómstri. Verkefnið Vetrarborgir fjallar um nýtt miðbæjarskipulag á Akureyri þar sem megináherslan er að bæta tengingar, þétta byggð og skapa líflega borgarmenningu óháð árstíðum. Áhuginn á verkefninu kviknaði þegar skoðað var hvernig íbúar og ferðamenn njóta afþreyingar í bænum eftir árstíma. Á sumrin iða götur bæjarins af lífi, fólk nýtur útiveru, gengur rólega um göturnar og upplifir um leið fjölbreytt mannlífið. Þegar vetra tekur breytist hins vegar háttalagið. Fólk flýtir sér á milli áfangastaða og vill hafa möguleika á að stoppa nákvæmlega fyrir utan áfangastaðinn hverju sinni. Loftslag og veðurbreytingar skipa því stóran þátt í hvernig skuli skapa líf á götum bæja. Áskoranir eru misjafnar eftir heimshluta. Sól og mikill hiti við miðbaug en á norðlægum breiddargráðum er kalt, mikill snjór og dagarnir stuttir stórum hluta árs. Eiga borgir á norðurslóðum að sætta sig við að þegar vetur konungur ríkir er mannlífið utandyra lítið sem ekkert? Hugtakið Vetrarborgir (e. Winter cities) og samnefnd samtök voru stofnuð til að bæta þekkingu og hugmyndafræði um hvernig hægt er að auka mannlíf á götum borga á norðurslóðum. Borgir eins og Edmonton og Fort St. John hafa unnið markvisst að því að endurskipuleggja og hanna borgarumhverfið með því markmiði að fá fólk til að njóta útiverunnar jafnt yfir allt árið. Með breyttum áherslum á hönnun þar sem tekið er

mið af loftslagi, svo sem aðgengi að sólarljósi og skjól fyrir vindi, má búa til betri aðstæður fyrir fjölbreytta útivist. Hægt er að hafa áhrif á upplifunina á hitastigi á svæðinu þannig að fólk upplifi hitastig allt að 10° hærri en þar sem vindur og skuggi er. Nýtt skipulag á miðbæjarsvæði Akureyrar var unnið út frá hugmyndafræði Winter Cities og þeim viðmiðum sem þar er að finna og fylgt eftir á öllum stigum verkefnisins. Almenningsrými voru staðsett á skjólgóðum og sólríkum stöðum og umhverfis þau var ný byggð skipulögð. Áhugaverðar og fjölbreyttar gönguleiðir voru lagðar til að tengja saman mikilvæg svæði og auðvelda íbúum að ganga á milli svæða. Fjöldi íbúa á svæðinu er þannig aukinn til muna með þéttingu byggðar og dregið úr mikilvægi einkabílsins næst kjarnanum. Mörg áhugaverð útivistarsvæði myndast í nýju skipulagi eins og almenningsgarður undir hömrunum og höfnin fær loksins viðeigandi tengingu við miðbæinn. Þó að borgir á norðurslóðum þurfi að takast á við töluverðar veðurbreytingar nokkrum sinnum á ári getur viðhorfsbreyting haft mikið að segja. Oft á tíðum einkennist tilvera okkar á vetrinum af vandamálum en með skipulagi og hönnun sem hentar fyrir norðlægar slóðir má breyta hugarfarinu og um leið nýta þá fjölbreyttu möguleika sem veturinn býður upp á. Þekking áhrifa veðurs á hegðun er því afskaplega mikilvægur þáttur í hönnun og skipulag borgarumhverfis nútímans.

24 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Cities in the northern latitudes face long hard winters. This means that during the majority of the year people endure few hours of daylight and low temperatures. With the right focus and climate-sensitive design, it’s possible to create a good companion for outdoor activities throughout the year and take advantage of all that winter offers, embrace the opportunity of variable activities and create a city that flourishes through the unique beauty of the northern landscape. With help from winter cities guidelines and design principles, the Icelandic town of Akureyri was designed to become a lively town all year round.

Útskriftarverkefni í landslagsarkitektúr frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2018. Verkefni má nálgast á vefslóðinni: https://issuu.com/dagbjortgardarsdottir


MANNLÍF ALLT ÁRIÐ

ÞÉTTING BYGGÐAR

TENGINGAR

Leikvöllurinn er svæði sem myndast þegar tenging milli miðbæjarins og höfnina er opnuð. Skjólgott og sólríkt svæði með veggjalist sem er bein skírskotun í sögu svæðisins og hvað höfnin var mikilvægur liður í uppbyggingu Akureyrar.

NÆRLOFTSLAG

AÐDRÁTTARAFL OG SÉRSTAÐA

FJÖLBREYTTAR SAMGÖNGUR Viðmiðin sex sem samsett voru frá hugmyndarfræði Winter cities og góðum útfærslum frá Edmonton og Fort. St. John. Viðmiðin nýttust vel í öllu hönnunarferli við að auka gæði miðbæjarins á Akureyri og bæta útivistarsvæði og mannlífið allt árið um kring.

Hafnarsvæðið er komið með tengingu við miðbæinn og hefur verið endurskipulagt með það í huga hvar staðsetja eigi sólrík almenningssvæði og hvernig einstakt útsýnið í allar áttir fær að njóta sín sem best.

1. 2. Garðurinn er útivistarsvæði í hjarta miðbæjarins sem er opið fyrir alla. Ólíkt afgirtum fótboltavellinum sem stóð þar fyrir. 3. 4.

1. Garðurinn 2. Nýja Torgið 3. Markaðurinn 4. Ráðhústorgið 5. Höfnin 6. Nýja Göngugatan 7. Leikvöllurinn 8. Skótagil

7.

5. 6.

8.

Nýtt miðbæjarskipulag á Akureyri er unnið fyrst og fremst út frá almenningsrýmum sem eru dreifð um allt miðbæjarsvæðið. Almenningsrýmin eru fjölbreytileg til að þjóna sem best breiðum hópi íbúa og ferðamanna á svæðinu.

Markaðurinn er svæði sem hægt er að nota við ýmsa viðburði, bæði stóra og litla. Sumartíminn getur einkennst af líflegum sölubásum þar sem íbúar á svæðinu geta kynnt og selt sína vöru og þjónustu. ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

25


HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR

Vistvæn byggð með lífrænni hreinsun skólps / Ecovillage with a sustainable wastewater management UMHVERFIÐ HANNAÐ ÞANNIG AÐ ÞAÐ AUÐVELDI SJÁLFBÆRAN LÍFSSTÍL

Það er vel hægt að lifa á sjálfbæran hátt án þess að minnka lífsgæðin. En það er mun auðveldara þegar samfélagið og umhverfið er hannað fyrir sjálfbæran lifnaðarhátt. Hér er fjallað um hönnun á vistþorpi á Gjernes, Risør í Suður-Noregi. Lausnirnar sem notast er við hér eru þó flestar hentugar fyrir hvaða hverfi eða samfélag sem er. Heildræn sýn á hvernig samfélagsstrúktúr og hvaða tæknilegu lausnir á að nota er grunnleggjandi. Þá er hægt að taka tillit til þeirra samfélags- og tæknilausna í hönnuninni. Sterkt samfélag er eitthvað sem íbúarnir þurfa að byggja upp sjálfir, en í hönnunarferlinu er hægt að gera ýmislegt sem hjálpar til við að skapa gott samfélag og auka líkurnar á samskiptum og félagslegum tengingum. Ein af þeim lausnum er no. bofellesskap, strúktúr þar sem hver fjölskylda hefur sína eigin íbúð en hefur aðgengi að sameiginlegu húsi þar sem er t.d. sameiginlegur kvöldmatur, gestaherbergi, þvottaaðstaða, vinnuaðstaða fyrir fjarvinnandi fólk, verkstæði og leikherbergi. Með því móti er hvatt til samveru og samvinnu í staðin fyrir að fjölskyldur og einstaklingar einangri sig í eigin húsi. Bíllaust umhverfi, góðar göngutengingar, þéttari byggð, minni íbúðir og stór sameiginleg útisvæði sem tengja íbúðirnar eru einnig áhrifaríkar aðferðir til að auka samfélagsleg tengsl. Nú til dags finnast góðar og umhverfisvænar tæknilausnir fyrir alla nútíma lifnaðarhætti. Gjernes økogrend er hönnuð út frá því að tengjast ekki rafmagni, vatni eða skólpi. Meðal þeirra tæknilausna sem notaðar eru fyrir vistþorpið er: vistvæn hús (aktivhus) sem eru orkuhag-

kvæm, með plásssparandi lausnum, góð nýting á sólarljósi (n. passiv solvarme), vatn hitað með sólarvarma (n. solfanger), sólarsellur á þaki, skilvirkur viðarofn, náttúrulegur byggingarefniviður (m.a. viðar uppbygging og klæðning, hálm- eða tréflís einangrun), regnvatnshreinsun og nýting, hreinsað grávatn til vökvunar og opnar ofanvatnslausnir með síun. Hreinsun á skólpi er mikilvægur þáttur í sjálfbærri hönnun á byggð. Stór hluti af hönnun þessa vistþorps var að finna út úr hvaða umhverfisvænu hreinsiaðferðir myndu passa best fyrir þorpið og hvernig sú lausn væri löguð að landslaginu. Niðurstaðan var að það er mikilvægt að nota þvag og hægðir sem áburð, til að loka næringarhringrásinni og nýta þessa auðlind. Það var grunnurinn í að velja þurrsalerni með moltugerð og aðskilnaði þvags. Byggingarnar eru staðsettar í landslaginu á þann hátt að auðvelt er að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um tæmingu á salernunum. Grávatnið er hinsvegar hreinsað með líffræðilegri hreinsun í tilbúnu, náttúrulíku votlendi sem er aðlagað að landslaginu. Votlendið er staðsett í lægð í landslaginu með náttúrulegri afmörkun. Gróður frá svæðinu gerir skilin milli tilbúna votlendisins og umkringjandi landslags óljós. Þótt votlendið falli vel inn í umhverfið eru element í hreinsiferlinu gerð mjög sýnileg. Með því er ætlunin að miðla upplýsingum um hina náttúrulegu hringrás og hvernig við getum leyst okkar hversdagsvandamál í samvinnu við náttúruna.

26 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

It is possible to live in a sustainable way without lowering the living standards much. And it becomes much easier when living areas are designed for sustainable living. Holistic plan for the community structure and technical solutions is the foundation for planning a sustainable residential area. Solutions that boost community and social connections are vital f.exe. community house, good walking paths and large public areas connecting the apartments. This ecovillage is designed to take care of the needs of around 100 people without connecting to the grid for electricity, water or wastewater. Wastewater treatment is an important part of sustainable planning. For this project dry composting toilets with urine separation fitted best and utilize these resources. In addition to an artificial wetland for the greywater, well adapted to the surrounding landscape.

Útskriftarverkefni í landslagsarkitektúr frá Universitet for miljø og biovidenskap árið 2013. Verkefni má nálgast á vefslóðinni: https://brage.bibsys.no/xmlui/ handle/11250/188439


Dæmi um uppsetningu á no. bofellesskap

Hringrás næringarefna úr skólpi Algild hönnun. Hjólastóla aðgengi er að öllum byggingum, að framan eða aftan. Halli á göngustígum er mjög aflíðandi. Hægt er að keyra upp að húsum ef þarf, vegna fötlunar eða flutninga, bæði eftir malarstígunum og styrktum grasstígum aftan við hús.

Þurrsalerni með aðskilnaði þvags. Eldhúsúrgangur og hægðir auk þurrefnis moltast í tunnu sem síðan er fjarlægð gegnum hurð utanfrá. Loftun upp fyrir þak.

Vistþorp þar sem bílum er lagt utan við byggðina, aðeins gönguleiðir innan hverfisins.

Tilbúið votlendi, dvalarsvæði - votlendi - tjörn

Séð yfir byggðina, 30 íbúðarhús og sameiginlegt hús. Sameiginleg útisvæði milli húsana.

Grávatnshreinsun í tilbúnu votlendi, rauðu kúptu lokin gefa innsýn í hvað gerist undir yfirborðinu á hverjum stað og tengjast upplýsingum á skilti ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

27


SKARPHÉÐINN NJÁLSSON

A WALK THROUGH LANDSCAPES Designing a coastal park in Keflavík, Iceland

Fyrirhuguð hönnun er staðsett í sögulegu hjarta Keflavíkur á milli Hafnargötu og Ægisgötu þar sem uppruni byggðar átti sér stað. Verk-efnið samanstendur af því að mynda almenningsrými sem uppbyggist af gróðurtegundum sem finnast í vistkerfum Reykjanesskagans. Hönnunin leggur áherslu á að veita afþreyingu handa fjölbreyttum hópi einstaklinga ásamt því að fræða notendur um sögu bæjarins og nærumhverfi. Svæðið hefur möguleika til að styrkja gamla miðbæinn með aðlaðandi almenningsrými fyrir íbúa og gesti. Með því að hanna svæði fyrir útivist, samskipti og menningararfleið getur miðbærinn öðlast nýtt líf og orðið að líflegu svæði sem íbúar geta notið. Einnig er lögð áhersla á að draga að ferðamenn sem koma til landsins. Með takmarkaða afþreyingu að finna í bænum fer megnið af gestum fram hjá Keflavík í leit af vinsælli ferðamannastöðum. Með því að móta svæði sem gefur til kynna sögu bæjarins ásamt þeirri einstöku náttúru sem er að finna á Reykjanesinu, geta ferðamenn upplifað fjölmarga þætti á einum stað. Í kjölfarið opnar þetta dyr fyrir frekari könnun miðbæjarins með von um að verslanir og þjónusta njóti góðs af. Markmið hönnunarinnar var að veita fjölbreyttum hópi einstaklinga afþreyingu og er svæðinu skipt upp í 5 megin svæði sem eru bundin saman með stígakerfi og fjölbreytilegri náttúru.

Á norðurhluta svæðisins má finna “Geo-center” sem er safn þar sem gestir geta fræðst um Reykjanes Geopark, þær gróðurtegundir sem vaxa á svæðinu og sögu bæjarins. Sunnan við safnið er minnisvarði veiðimanna þar sem notendur fá innsýn inn í mikilvægi fisks og fiskveiða á uppbyggingu bæjarins. Við minnisvarðann má meðal annars finna timbur árabát og fiskitrönur umluktar sjávargróðri og grjóti. Ef haldið er áfram er komið að útsýnisbrú sem veitir aðgang yfir mosaþakið svæði og leyfir notendum að upplifa þann einstaka gróður án röskunar. Í nálægð við brúnna má finna svokallað hugleiðslurými þar sem hringlaga bekkur er umlukin mosa með útsýni að Keflavíkurbergi og Norður-Atlantshafinu. Þar geta notendur notið sjávarloftsins og upplifað nærumhverfið á róandi máta. Við mitt svæðið er komið að torgi þar sem rými er fyrir viðburði eins og markaði og hátíðir. Ljósanótt er haldin árlega í Reykjanesbæ og veitir svæðið rými fyrir hátíðina með sviði sem er nýtanlegt allan ársins hring. Að lokum er að finna leikrýmið Hvalreki þar sem börn geta leikið sér í og á stórum timburhval sem umkringdur er fjölbreytilegum gróðri, sjávargrjóti, sandi og möl. Leiksvæðið á að henta börnum á öllum aldri og hvetja til frjáls leiks og ímyndunarafls.

28 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The proposed project consists of forming a coastal park that traverses through the currently underused land between the main street Hafnargata and the coast. With the intention of working with local vegetation found within surrounding ecosystems, the aim is to re-wild the town centre to mimic its original yet artificial landscape. In doing so, the task is to re-identify the roots of the town and create a unique landscape within the urban setting. By redesigning the site, the intention is to create a space where locals can gather, socialize, play and reflect in a stimulating environment. The park has vast potential for strengthening the old town centre with an attractive public space for locals and visitors. By creating an inviting destination for social interaction, outdoor activities, and cultural heritage, the old town centre can once again become a lively area for locals to appreciate.

Útskriftarverkefni í landslagsarkitektúr Kaupmannahafnarháskóla árið 2018.

frá


x

A. Arctic Zen-Garður Hringlaga bekkur umlukin fjölbreytilegum gróðurtegundum veitir útsýni yfir Norður-Atlantshafi og Keflavíkurbjargi. Rýmið á veita notendum kyrrð og frelsi til að upplifan nærumhverfið í fersku sjávarloftinu.

x C A D B Yfirlitsmynd

B. Hvalreki Leiksvæðið hvetur til frjáls leiks og notkun ímyndunarafls ásamt því að henta til fjölbreytilegan aldurshóp. Leiksvæðið byggist upp á efnivið sem einkennist á íslenskum ströndum og er svæðið umlukið strandargróðri.

C. Brúin Brúin veitir aðgang yfir mosaþakið svæðið og leyfir notendum að upplifa gróðurinn á nýjan máta.

Axonometric Fjölbreyttur gróður þjónar sem grunnur fyrir hönnun svæðisins ásamt því að vera síbreytilegur með árstíðum og árum. Landslagið er þar af leiðandi tímalaust og mun breytast með komandi tímum.

D. Torgið Torgið bíður upp á opið rými og veitir þar af leiðandi aðgang fyrir viðburði og hátíðir. Fjölnota svið er staðsett á torginu sem nýtanlegt er allan ársins hring. ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

29VERK FÉLAGSMANNA 2008-2018

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

31VERKEFNI

Kirkjugarðar Saurbæjarkirkjugarður í Eyjafjarðarsveit Almenningsrými Fríkirkjuvegur 11 og Hallargarðurinn Skrúðgarðurinn í Þorlákshöfn Minningarreitur Neskaupsstað Mølledammen Leikvöllur við Kambasel Vaðlaugar í Reykjavík Akratorg Grasagarðurinn í Reykjavík Mósaíktjörn við Norðurbakka Hörputorg Torg í Grindavík Stækkun á Grasagarðinum Samkomubrúin Klambratún, setstallar og torg Ferðamannastaðir Dynjandi Hakið - Þingvöllum Útsýnispallur við Hundafoss Svalþúfa Öxarárfoss útsýnispallur Saxhóll - tröppustígur Hvítanes Selaskoðun Útsýnispallur við Svartafoss Breiðin Akranesi Laugarfell Útsýnispallur við Brimketil Fjölbýlishúsalóðir Garðrými í Bryggjuhverfi Mánatún og Sóltún Smiðjuholt Einkalóðir Einkalóð í Vesturbæ RVK

Göturými Borgartún - Endurgerð Miklabraut við Klambratún Hafnarstræti - Endurgerð Skólalóðir Leikskólinn Undraland Heiðarskóli Kringsjå Dalskóli MH - Endurbætur á Útgarði Spikkestad Ungdomsskole Framhaldskólinn í Mosfellsbæ Leikskólinn Bergheimar Stofnanalóðir Mörkin Bragginn Englendingavík Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð Laugarneskirkja Finsal sykehjem Fangelsið Hólmsheiði Háskólatorg - gróðurveggurinn Háskólatorg Náttúrufræðistofnun Urriðaholti Hjúkrunarheimilið Ísafold Sundlaugar Laugarvatn Fontana Lágafellslaug í Mosfellsbæ Virkjun / orka Hellisheiðarvirkjun 1.-6. áfangar Vöruhönnun Fang - Útihúsgögn Gegndræpt grjót -og gleryfirborð

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

33


GUÐMUNDUR RAFN SIGURSSON

SAURBÆJARKIRKJUGARÐUR Í EYJAFJARÐARSVEIT

Saurbær fyrir framkvæmd. Mynd tekin árið 2002.

Saurbær eftir framkvæmd. Mynd tekin árið 2015.

Saurbær fyrir framkvæmd. Mynd tekin árið 2002.

Saurbær eftir framkvæmd. Mynd tekin árið 2015.

Saurbær hefur verið kirkjustaður frá fornu fari og þar var klaustur um nokkurra áratuga skeið um og eftir 1200. Sú kirkja sem nú stendur í Saurbæ var byggð 1858 og er ein örfárra torfkirkna sem enn standa hér á landi. Þegar kirkjan var reist var umgjörð garðsins úr torfi og grjóti. Árið 1885 var komin timburgirðing um garðinn og síðan árið 1943 steyptur veggur á suður og vesturhlið. Árið 2007 var unnin tillaga að stækkun og endurnýjun á umgjörð garðsins í upphaflegri mynd og valið efni sem hæfði kirkjunni þ.e. úr torfi og grjóti, endursmíða sáluhlið og koma því fyrir á vesturhlið garðsins móti kirkjudyrum eins og það var upphaflega. Jafnframt að stækka garðinn til austurs þannig að hann yrði jafn á allar hliðar. Hafist var handa við framkvæmdir sumarið 2010 og var unnið að þeim með hléum þar til þeim lauk árið 2015. Leitað var víða að heppilegu grjóti í vegghleðsluna og fannst það að lokum langt fram í Eyjafjarðardal. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn við það verk. Engin ummerki fundust um eldri kirkjugarðsvegg og því var nýi veggurinn hlaðinn frá grunni. Trégirðing úr pílárum og sáluhlið var hannað af arkitektastofunni Argos. Stuðst við málverk frá 1908 og ljósmynd af kirkju og sáluhliði frá 1880 við hönnun þess. Um smíðina sá Hólmsteinn Snædal úr íslensku lerki og lamir og lokur voru sérsmíðaðar af eldsmiðnum Beate Stormo. 34 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Saurbær um árið 1880.

The 19th century buildings in Englendingavík were renovated in the early 21st century to accommodate a centre for cuisine, culture and arts. Renovations of the surroundings aimed to respect the history of retail and transport and thus are characterised by stonewalls and lumber decks. Forgotten, wooden steps, shown on a 19th century photo were reinstalled to connect the restaurant to a wonderful, southwest facing patio. Wooden steps were also installed to connect to the street looming high above Heiti verks: Saurbæjarkirkjugarður í Eyjafjarðarsveit Hvaða hönnuðir unnu verkið: Guðmundur Rafn Sigurðsson landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Kirkjugarðsstjórn Laugalandsprestakalls Framkvæmdaraðili: Helgi Sigurðsson hleðslumaður, Ingólfur Jóhannsson skrúðgaryrkjumeistari, Hólmsteinn Snædal smiður og Beate Stormo eldsmiður. Hvenær var það hannað: 2007 Hvenær var það framkvæmt: 2010-2015 Í hvaða sveitarfélagi er það: Eyjafjarðarsveit Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Argos ehf Arkitektastofa Grétars og Stefáns


LANDSLAG EHF.

FRÍKIRKJUVEGUR 11 OG HALLARGARÐURINN

Reykjavíkurborg seldi Fríkirkjuveg 11 árið 2008 og með kauptilboði fylgdi hugmynd kaupanda um lóðarfrágang sem mátti ná út fyrir lóðarmörk og inn á svæði Hallargarðsins. Það skyldi þó gert í fullu samráði við Reykjavíkurborg og á kostnað kaupanda. Hallargarðurinn er einn af allra fyrstu almenningsgörðum á Íslandi sem hannaður er af landslagsarkitekt, en um er að ræða eina af frumraunum Jóns H. Björnssonar landslagsarkitekts. Í tengslum við endurgerð hússins var ráðist í endurgerð lóðar í kringum húsið ásamt heimreið og aðkomusvæði frá Laufásvegi. Að mestu var unnið útfrá upprunalegu fyrirkomulagi á lóðinni en þó var gerð ein umtalsverð breyting sem tengist fyrirhugaðri notkun hússins og aðgengi hreyfihamlaðra. Gert er ráð fyrir safnstarfsemi á jarðhæðinni (áður kjallari) og að þar verði inngangur

fyrir hreyfihamlaða. Til þess að gera þennan inngang aðgengilegri og veigameiri var grafið frá suðurhliðinni og landslagið endurmótað. Hæðarmunur var tekinn upp með setstöllum, tröppum og gróðurkerjum. Allt efni í stéttar og hleðslur er sagað og eða tilhöggvið grágrýti. Kristinn E. Hrafnsson vann listaverk sem fellt er inn í stéttina við aðalinngang neðstu hæðar auk þess sem hann hannaði niðurfallsristar. Áform eru um að halda áfram með endurbætur í Hallargarðinum með hliðsjón af upprunalegri hönnun Jóns H. Björnssonar, en margt af henni hefur horfið úr garðinum á liðnum áratugum, svo sem garðveggir og hlið, tjörn og gosbrunnur sem og mosaíklaga sérsteyptar hellur í stígum garðsins.

A renevation of a villa-garden downtown Reykjavík, that is connected to Hallargarðurinn the first park design by a landscape architect in Iceland (Jón H. Björnsson). All pavers, retention walls and steps are made of local basalt-stone.

Heiti verks: Fríkirkjuvegur 11 og Hallargarðurinn Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson og Svava Þorleifsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Novator F11 ehf Framkvæmdaraðili: Viðhald og nýsmíði og undirverktakar Hvenær var það hannað: 2016-2017 Hvenær var það framkvæmt: 2016-2017 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Tark arkitektar, Kristinn E. Hrafnsson listamaður og Ferill verkfræðistofa

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

35


SKIPULAG OG HÖNNUN

ENDURHÖNNUN Á SKRÚÐGARÐI ÞORLÁKSHAFNAR

Árið 1974 stóð Kvenfélag Þorlákshafnar fyrir því byggja upp skrúðgarð í Þorlákshöfn og gróðursetti um 10.000 plöntum næstu 10 árin samkvæmt leiðbeiningum Óla Vals Hansonar garðyrkjuráðunauts. Á þessum frumkvöðlaárum garðsins náðist að mynda skjól með því að planta trjágróðri í jöðrum garðsins. Skrúðgarðurinn, sem er u.þ.b 10.000 fermetar, var að mestu opið grassvæði með náttúruklöppum á afmörkuðu svæði en gengdi engu að síður veigamiklu hlutverki sem samkomusvæði bæjarfélagsins á hátíðisdögum. Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt var fengin til þess að þróa svæðið frekar í átt að eiginlegum skrúðgarði og þeirri vinnu lauk með vígslu endurhönnunar þann 17. júní 2016.

Í hugmynd Hlínar var lögð áhersla á að skipta garðinum upp í rými, aðallega með trjágróðri en einnig með grashólum sem jafnframt gegna hlutverki áhorfendasvæða fyrir færanlegt svið í stærsta rými garðsins. Einnig var nýtt stígakerfi fléttað inní hönnun-ina sem var jafnframt tengist stígakerfi bæjarins með því að opna skrúðgarðinn á fleiri stöðum. Þannig nýtist garðurinn ekki eingöngu sem dvalarsvæði heldur sem göngusvæði á milli bæjarhluta. Sterk tenging er við ráðhússvæðið næst skrúðgarðinum frá aðalinnganginum eftir ás sem endar í einskonar torgi sem myndar aðalmiðju garðins. Náttúrulegt klapparsvæðið í NV hlutanum var látið halda sér að mestu en þar var jafnfram komið fyrir minningarreit um frumkvöðlastarf kvenfélagsins og svæði fyrir íslenskar plöntur.

36 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The communal park began forming in 1974 when trees were planted on the perimeter of the garden. The concept of developing the park further focused on breaking the 10.000 square meters space into several rooms and connecting the park and the town hall area via axis that leads to a square in the middle of the park. Furthermore a new path system was introduced in the park that intertwines into the pedestrian path system of the town.

Heiti verks: Endurhönnun á Skrúðgarði Þorlákhafnar Hvaða hönnuðir unnu verkið: Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt FÍLA, Skipulag og hönnun ehf Verkkaupi: Sveitarfélagi Ölfus Framkvæmdaraðili: Garpur ehf Hvenær var það hannað: 2013-2014 Hvenær var það framkvæmt: 2015-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Ölfus Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Stokkar og steinar ehf sáu um hleðslu náttúrugrjóts, Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuður


LANDMÓTUN

MINNINGARREITUR VIÐ SNJÓFLÓÐAGARÐA NESKAUPSTAÐ

Við hönnun snjóflóðagarða í Neskaupstað hefur Landmótun komið að mótvægisaðgerðum og yfirborðsfrágangi. Í því felst að unnið sé með ásýnd mannvirkjanna svo þau falli sem best inn í landslagið og að þau bæti möguleika til útivistar fyrir íbúa. Nýir stígar og áningastaðir eru gerðir við garðana og hægt er að ganga eftir görðunum endilöngum og njóta útsýnis yfir byggðina og út Norðfjörð. Í samvinnu við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð var ákveðið að gerður yrði minningarreitur. Reiturinn er staðsettur innan við þéttbýlið á Norðfirði. Minningareiturinn ásamt áningarstað neðan vegar með lítilli bryggju og tjörn mynda einskonar bæjarhlið þegar komið er inn í Neskaupstað. Minningarreiturinn er helgaður minningu þeirra sem farist hafa í snjóflóðum í Neskaupstað.

Reitinn prýðir minnisvarði eftir Robyn Vilhjálmsson sem gerður er úr járni og náttúrusteini og táknar þau sautján mannslíf sem snjóflóðin í Neskaupstað tóku á árunum 1885, 1974 og 1978. Við minningarreitinn er jafnframt upplýsinga- og söguskilti um snjóflóð í Neskaupstað. In 1999 the constructions for avalanche defence structures began. The defence structures are impressive, and they create new forms of landscape above the settlement at Neskaupstaður. To compensate for the environmental impact of the structures, the site is designed to be used as a recreation area. Walkways, parking and rest areas create opportunities for outdoor activities close to the residential areas, walks along the crown of the dams provide a panoramic view over Neskaupstaður and bay area.

Heiti verks: Snjóflóðavarnir, aðkoma og minningarreitur við Tröllagiljasvæði á Neskaupstað Hvaða hönnuðir unnu verkið: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Fjarðabyggð Framkvæmdaraðili: Héraðsverk ehf. Hleðslur: Allraverk ehf. Hvenær var það hannað: 2010-2011 Hvenær var það framkvæmt: 2011-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Fjarðabyggð Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Verkís Efla verkfræðistofa

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

37


NORCONSULT AS: MARGRÉT BACKMAN

MØLLEDAMMEN – FRITZ RØED SKULPTURPARK OG BRYNE TORG

Árið 2016 bað sveitafélagið Time (Time kommune) um ráðgjöf við hönnun á endurbótum almenningsgarðs og bæjartorgs í Bryne, sem er bær um 20 km suður af Stafangri. Garðurinn er upprunalega hannaður í kringum bronsstyttur eftir Fritz Røed, þekktan norskan listamann og geymir garðurinn líka söguleg mylluhús tengda kornmyllu bæjarins og dregur nafn sitt þaðan. Eitt helsta markmið hönnunarinnar var að styrkja og betrumbæta nálægðina við og upplifun tengda vatninu en áin “Kongó” rennur í gegnum garðinn og þekur ca. 7000m2 af heildarstærð hans. Það er gert með tröppum og setstöllum sem liggja niður að ánni, timburbryggjum og -veröndum

ásamt nýrri gangbrú yfir ána. Við suðurhlið garðsins var óskað eftir nýju leiksvæði og vegna sögu garðsins sem listagarður voru valin aðeins óhefðbundnari leiktæki svo sem hljóðskúlptúr og vatns-völundarhús með vatnspumpu sem tengist hreinu vatni og er vinsælt á heitum sumardögum. Þar sem gömlu mylluhúsin eru hefur svæðið í kringum þau verið hreinsað og endurgert þannig að þau njóta sín mun betur og eru sýnilegri. Þar nálægt steypist áin fram af brún í tveimur fallegum fossum. Við fossana eru ný dvalarsvæði til þess að upplifa nálægð við fossana. Í austurenda garðsins var bæjartorgið í Bryne endurgert sem hluti verksins. Það hefur öðlast heildræna ásýnd og

38 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

býður upp á betri nýtingu en áður. Þar er til dæmis steypt plata undir yfirborði vatnsins sem hefur notagildi sem undirstaða fyrir stórt tónleikasvið sem þá er að hluta til úti í vatninu. Hellulögnin er einfölduð og á torginu eru timburverandir sem mýkja upp náttúrusteininn í lögninni. Á torginu er einnig vatnslistaverk með steinstiklum og rennandi vatni til leiks og upplifunar. Allt stígakerfi garðsins var endurnýjað sem og allur gróður, fyrir utan nokkur falleg, eldri tré. Til að dempa umferðarhávaða frá veginum meðfram norðurhlið garðsins voru hannaðir tímabundnir hljóðveggir, að hluta til með gleri sem gefur útsýni frá veginum inn í garðinn. Í framtíðinni eru


plön um að vegurinn fari í göng og mun þá garðurinn sameinast garði hinum megin við veginn. Þess vegna var mikilvægt að hljóðveggirnir væru færanlegir og gætu nýst annars staðar í framtíðinni.

auðveldunar í samskiptum og samþykktum við yfirvöld og við íbúa bæjarins og fyrir verktaka að setja sig inn í verkið. Nákvæmt, lifandi myndband af Mølledammen garðinum finnst á veraldarvefnum.

Lýsingarhönnun var mikilvægur hluti af hönnun garðsins og fól það í sér bæði punktlýsingu og effektlýsingu í tröppum, bryggjum, á brú og á völdum handriðum og girðingum innan garðsins.

The communal park and town square in Bryne, has been rehabilitated. Centrally located in the plan is the river Kongo.The connection to the water has been an important part of the project so a number of stairs, bridges, terraces and a new walkway have been planned. The existing town square has been upgraded to become more functional and attractive for use and stay. There has been a great focus on lighting in the design and it is shown throughout the area.

Í þessu verki var nákvæmt þrívíddarmódel notað sem mikilvægt verkfæri, bæði í öllu hönnunarferlinu, til

Heiti verks: Mølledammen – Fritz Røed Skulpturpark og Bryne torg Hvaða hönnuðir unnu verkið: Norconsult AS: Margrét Backman landslagsarkitekt FÍLA (verkefnisstjóri og aðalhönnuður), Ingunn Landsnes (landslagsarkitekt og ábyrgð útboðsgagna) ásamt fleirum (lagnir, burðarþol, þrívíddarkvikmynd) Verkkaupi: Sveitafélagið Time (Time kommune) Framkvæmdaraðili: Bjelland AS Hvenær var það hannað: 2016-2018 Hvenær var það framkvæmt: 2017-2018. Garðurinn var formlega vígður í júní 2018. Í hvaða sveitarfélagi er það: Sveitafélaginu Time (Time kommune), í bænum Bryne. Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Halvor Næss lýsingarhönnuður.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

39


FORMA

LEIKVÖLLUR VIÐ KAMBASEL

Hugmyndin af hálfu verkkaupa var að útbúa þemavöll. Þemað fyrir völlinn er ‚Sel‘ og vísað þar til fyrri tíma og heitis á hverfinu þar sem völlurinn er staðsettur. Sel voru hús sem voru nýtt til seljabúskapar á Íslandi og víðar um Evrópu, einkum í fjallendi. Á Íslandi var seljabúskapur stundaður frá landnámi fram á 19. öld en var á undanhaldi snemma á 18. öld eða jafnvel fyrr. Í seljabúskap fólst það að mjólkandi skepnur, aðallega ær en í einhverjum tilvikum kýr, voru reknar í sel snemma sumars og hafðar á beit þar yfir sumarmánuðina. Fólk af bænum, gjarnan vinnukonur ásamt smala, höfðust við í selinu á meðan og hirtu um skepnurnar. Sel voru gjarnan fjarri bæjunum, t.d. í afskekktum fjalladölum, og nýttu þannig beitiland sem annars hefði verið óaðgengilegt; þannig voru selin eins konar árstíðabundin útibú bæjanna.

Leiksvæðið er í miðju íbúðarhverfi og er tengt helstu gönguleiðum innan hverfis og er í næsta nágrenni við grunnskóla. Svæðið er hugsað sem leiksvæði og áningarstaður fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem rölta um hverfið og börn sem eru á gangi í og úr skóla. Svæðið er hugsað bæði fyrir börn í fjölbreyttum leik en einnig fyrir fullorðna til að njóta útiveru, gróðurs og umhverfis. Leiktækin, klifurgrind, jafnvægisslá, róla ofl. er úr náttúrulegum viði sem er vísun í efnisval fyrri tíma ásamt hlöðnu grjóti. Vegna skýrskotunar í þema svæðisins var nauðsynlegt að flétta íslensk dýr inní hugmyndaheiminn þannig að þau nýttust sem leiktæki. Kýr og kálfur eru verk listakonunnar Aðalheiðar, í upphafi verks sat Krummi uppá efstu brún kastalans til að fylgjast með og vernda svæðið. Því miður hvarf hann á fyrstu vikunum eftir að svæðið var tekið í notkun og hefur ekki komið í leitirnar síðan.

40 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The client wished to create a public playground with a special theme “Sel” which refers to earlier times and the name of the neighborhood in which the playground is located. “Sel” were turf sheds located away from the main farm where sheep and sometimes cattle, were rounded to early in the summer for grazing during the summer months. The site is a playground and a resting place for families and people strolling through the neighborhood and for children walking to and from school. In light of this theme, Icelandic live stock was represented in the form of playground equipment.

Heiti verks: Leikvöllur við Kambasel í Seljahverfi í Reykjavík Hvaða hönnuðir unnu verkið: Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Reykjavíkurborg Framkvæmdaraðili: Reykjavíkurborg Hvenær var það hannað: 2015 Hvenær var það framkvæmt: 2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavíkurborg Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir


LANDMÓTUN

VAÐLAUGAR Í REYKJAVÍK

Vaðlaugin í Hljómskálagarðinum

Vaðlaugin í Laugardal

Sumarið 2018 opnuðu tvær heitar vaðlaugar í Reykjavík, önnur í Hljómskálagarðinum og hin í Laugardalnum. Verkefnið er sprottið upp úr íbúakosningunum Betri hverfi 20162017. Báðar laugarnar eru steyptar og í þeim er sírennsli af heitu vatni svo ekki þarf að nota nein hreinsiefni. Hitastigið á vatninu er um 34 gráður. Hönnun laugarinnar í Hljómskálagarðinum er miðuð við alla aldurshópa. Unnið var að því að þarna er notalegt að sitja og horfa yfir Tjörnina á meðan tærnar fá að mýkjast í heitu vatninu. Form laugarinnar er langt og mjótt með kant sem liggur að hluta í bylgjum og myndar rými til að ólíkir hópar geti verið í lauginni á sama tíma, um leið og að það er notalegt að sitja þarna einn eða tveir saman. Setkantarnir eru tvennskonar og með sitthvora hæðina sem henta mismunandi aldurshópum. Annar kanturinn er steyptur, 38 cm á hæð og

hinn kanturinn er 45 cm á hæð með breiðri timbursetu úr harðvið, klæddur grágrýti sem passar vel inn í Hljómskálagarðinn. Vatnið er um 25 cm og nær rétt upp fyrir ökkla. Við hönnun laugar í Laugardal var horft á börn sem aðal notendahópinn. Kantar eru lágir og í lauginni eru tveir stútar sem sprauta vatni. Dýptin á vatninu er einungis 10 cm og hentar laugin vel til að busla og skvetta. Við vaðlaugina er langur setbekkur þar sem foreldrar geta sest niður og fylgst með. Lauginni var fundinn staður við gamla innganginn inn í Fjölskyldugarðinn sem gefur staðnum nýtt hlutverk en sá inngangur er lítið notaður. Staðurinn er einnig sérlega sólríkur og skjólgóður og í góðum tengslum við aðalstíga Laugardalsins.

Two warm “pools for feet” opened in Reykjavík in 2018. Both pools are warm, about 34 °C, heated with geothermal heat from Nesjavellir. The pool in Hljómskálagarður is located by the Tjörnin-pond in Reykjavík city centre. This pool is meant to be a resting place and is designed for both young and old. It is long and narrow, with wavy form to give different groups an opportunity to use it at the same time. The pool in Laugardalur is in a green recreational area, next to a small farm zoo/amusement park and Reykjavík Botanical garden. It is specially designed for children, with two fountain nozzles, low edges and only 10 cm deep water, perfect for splashing and playing. The pool is in a sheltered, sunny spot near the old main entrance of the amusement park, giving the place a new function. Heiti verks: Heitar vaðlaugar í Hljómskálagarði og Laugardal Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þórhildur Þórhallsdóttir, Jóhann Sindri Pétursson og Aðalheiður E. Kristjánsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Reykjavíkurborg Framkvæmdaraðili: Grafa og grjót ehf. í Hljómskálagarði og Berg Verktakar ehf í Laugardal Hvenær var það hannað: 2017-2018 Hvenær var það framkvæmt:2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Mannvit hf. Ljósmyndir: Guðmundur J. Albertsson

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

41


LANDMÓTUN

AKRATORG

Árið 2005 var efnt til samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Tillaga Landmótunar varð hlutskörpust og hlaut fyrstu verðlaun. Meginhugmynd verðlaunatillögunnar var að skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi. Grundvöllur og forsendur fyrir uppbyggingu á svæðinu fólust í því að endurreisa Akratorgið og gefa því fegurri ásýnd. Byggingar frá ýmsum tímabilum mynda meginumgjörð torgsins.

Torgið er hannað í samvinnu við bæjaryfirvöld á Akranesi. Breið gatnamannvirki tóku yfir stóran hluta torgsins fyrir endurnýjun en hér lá aðalleið til Reykjavíkur meðan ferjan Akraborg var og hét. Breidd gatnamannvirkja var endurskilgreind í samræmi við nýja tíma og gangandi gefið mun meira rými. Stöpull undir styttu Marteins Guðmundssonar, Sjómaðurinn, var lækkaður lítillega. Lítið svið er við enda torgsins með góðum tengingum við hljóðkerfi og rafmagn. Unnið var markvisst með lýsingu á svæðinu í samvinnu við lýsingarhönnuð þar sem lögð var áhersla á vetrarlýsingu.

42 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Ákveðið var að vinna búnað á Akranesi eftir því sem frekast var unnt. Bekkir og reiðhjólagrindur voru hannaðar af Landmótun og smíðaðar af heimamönnum sem og vatnslistaverk.


Ljósmynd: Jónas H. Ottósson, JHO Photography

This reconstruction of the town square of Akranes began with a design competition in the year 2005. The main aim was to strengthen the image of the square and make it a bigger part of the image of Akranes by making it and its surrounding buildings a focal point of culture and service in the town. A raised stage allows for music and entertainment to be a part of the city life while playful water fountains and everchanging lighting design gives the square a lighter spirit. Equipment such as benches and water fountains were made by local craftsmen.

Heiti verks: Akratorgsreitur, endurgerð Akratorgs Hvaða hönnuðir unnu verkið: Aðalheiður E Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir og Kristbjörg Traustadóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Akraneskaupstaður Framkvæmdaraðili: SE Garðyrkja ehf Hvenær var það hannað: 2013 Hvenær var það framkvæmt: 2013-2014 Í hvaða sveitarfélagi er það: Akraneskaupstað Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Lýsing: Verkís. Vatnslistaverk: Mannvit Pípulagningaþjónustan ehf. á Akranesi Ljósmyndir: Jónas H. Ottósson, JHO Photography Guðmundur J. Albertsson

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

43


LANDSLAG EHF.

GRASAGARÐURINN Í REYKJAVÍK

Grasagarður Reykjavíkur var stofnaður 18. ágúst 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Garðurinn er lifandi safn íslenskra og erlendra plantna og er staðsettur í Laugardal. Heildarstærð garðsins er um 5 ha. Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur, rannsókir og til yndisauka ásamt fræðslu fyrir almenning og skólahópa og að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu. Grasagarður Reykjavíkur er í stöðugri þróun, endurnýjun og uppbyggingu. Það er ótalmargt fallegt að skoða og sjá og garðurinn er fjölbreyttur. Byggingar í garðinum eru nokkrar og má þar nefna gróðrastöðvar, skrifstofubyggingar, kaffihús, garðhús ofl. Ákveðið var að fara í framkvæmdir á einskonar miðjusvæði í garðinum,

svæði sem nýttist illa og var orðið lúið. Bæði nýttist það illa þar sem það var ekki vel aðgengilegt vegna gróðurs og lítið að sækja í á svæðinu. Svæðið er hinsvegar mjög vel staðsett í garðinum þar sem það er framan við núverandi skrifstofur garðsins og í nálægð við Kaffihúið Flóru. Ákeðið var að opna svæðið betur og gera meira sýnilegt frá göngustígnum með því að létta á gróðri, tengja göngustíg við fjölæringagarð sem er vestan megin við svæðið sem gerði þá fjölæringagarðinn einnig sýnilegri og aðgengilegri. Í miðju svæðinu varð niðurstaðan að gera rými sem hefði fjölþætta nýtingu, setþrep sem hægt væri að nýta sem sæti á góðviðrisdögum, fyrir fræðslu, kennslu og jafnvel leik. Grasflatir á svæðinu nýtast vel bæði fyrir sóldýrkendur jafnt sem fyrir börn að leik. Efnisval í setþrepum er kortenstál og harðviður.

44 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The Reykjavík Botanical Garden was founded on 18.th of August 1961 and is managed by the City of Reykjavik. The garden is a diverse and vibrant collection of Icelandic and foreign plants, located in Laugardalur. It was decided to renew the central area in the garden, an area that was worn out and poorly utilized. The intention was to create a bigger open space that is more visible from the main walkway by removing some vegetation and linking a walkway to the perennial garden, that is located to the west of the central area. The new path helps to make the perennial garden more visible and accessible. A versatile space was created in the central area with steps that can be uses as seating in good weather for education, teaching and even play. The steps are made of weathered steel and hardwood. Heiti verks: Grasagarðurinn í Reykjavík Hvaða hönnuðir unnu verkið: Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi og framkvæmdaraðili: Reykjavíkurborg Hvenær var það hannað: 2017 Hvenær var það framkvæmt: 2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavíkurborg Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Verkfræðistofan Hnit ehf.


LANDMÓTUN

MÓSAÍKTJÖRN VIÐ NORÐURBAKKA

Í deiliskipulagi fyrir Norðurbakkann í Hafnarfirði segir að þar eigi að vera tjörn eða síki sem dragi fram tengsl svæðisins við hafið, einskonar „Nýhöfn“ hverfisins. Vegna bílageymslu undir tjörninni er hún ekki nema 15 cm djúp. Við hönnun lóðarinnar kviknaði sú hugmynd að útbúa mynd í botni tjarnarinnar með tengsl við sjóinn. Myndin varð síðar að mósaíkmynd þar sem furðuverur sjávar lifna við á botni „síkisins“. Til þess að kalla fram dýpt er aðallitur myndar dökkblár. Gönguog dvalarsvæði ásamt tjörn undirstrika hlutverk lóðarinnar á Norðurbakkanum sem opið svæði fyrir almenning. Þrjár brýr yfir tjörnina tengja tjarnarbakkana saman og lifandi jarðhæðir, nálægð við miðbæ og strandstíg gerir svæðið að skemmtilegu almenningsrými og áningarstað í hjarta Hafnarfjarðar.

myndin er 4 m breið og 60 m löng. Þegar mósaíkflísarnar komu til landsins í byrjun október 2008 höfðu aðstæður breyst og flísunum var komið fyrir í geymslu hjá Hafnarfjarðarbæ í næstum 10 ár. Allir sem komu að þessu verkefni í upphafi glöddust við að sjá myndina verða loka að veruleika á botni tjarnarinnar í ársbyrjun 2018 Myndin í botni tjarnarinnar sækir hugmyndina í sjávarfang þar sem finna má myndir af alls- kyns sjávardýrum, krossfiskum, kolkröbbum, sverðfiskum og ófreskjum sem ekki er hægt að tegundagreina. Myndin er ekki eitt síendurtekið mynstur heldur er hún teiknuð sem einstök heild sem snýr til allra átta. Göngubrýrnar þrjár eru bogaformaðar, innblásnar af formi pétursskips, eggjahylki skötunnar.

A colourful and imaginatively decorated pond between tall residential buildings at the harbour front of Hafnarfjörður. At 4 meters in width but stretching over 60 meters, the mosaic image created by landscape architect and artist Einar Birgisson is a simple yet chaotic look into the world of sea creatures and underwater life. The pond is bridged by three “skate egg” shaped bridges, further referencing the sites connection to the nearby ocean. Heiti verks: Mósaíktjörn á milli Norðurbakka 1 og 3 Hvaða hönnuðir unnu verkið: Einar E Sæmundsen og Einar Birgisson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Norðurbakki ehf. / Hafnarfjarðarbær Framkvæmdaraðili: Atafl Flísalögn: Hansen verktakar Hvenær var það hannað: 2007-2008 Hvenær var það framkvæmt: 2008 og 2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Hafnarfirði Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Arkþing, Vídd ehf. og CE.SI Milano Ljósmyndir: Guðmundur J. Albertsson

Keramikflísarnar fyrir tjörnina voru framleiddar árið 2008 á norður Ítalíu. Einar Birgisson fór til þess að aðstoða því stærð verksins var óvenjuleg en ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

45


LANDSLAG EHF.

HÖRPUTORG

Torgið við Hörpu er að öllu leyti byggt ofan á tveggja hæða bílakjallara. Byggingin og torgið er líka að öllu leyti á landfyllingu. Harpa og torgið voru byggð við erfiðar fjárhagslegar aðstæður og því var horfið frá upphaflegum og íburðarmeiri útfærslum á torginu. Grunnhugmynd að útfærslu torgsins felst í því að framkalla minningu um bryggjur sem á fyrri hluta síðustu aldar stungust út í fjöruna framan við Arnarhól og Batteríið þar sem Seðlabankinn er núna.

Harpa er mjög krefjandi í útliti og því var valið að hafa torgið í forgrunni byggingarinnar látlaust þannig að sjónarspilið í framhlið byggingarinnar fengi notið sýn að fullu. Staðsetning Hörpu við Reykjavíkurhöfn er undirstrikuð með hafnartengdu yfibragði, t.d. með notkun bryggjuviðar og malbiks á öllum meginflötum. Tjarnirnar á torginu minna á hafflötinn sem þar var áður og göngubrýrnar inn á torgið minna á bryggjurnar í fjörunni. Tjarnirnar spegla himininn og bygginguna við mismunandi birtuskilyrði.

46 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Setstöllum er komið fyrir á jaðri torgsins næst Kalkofnsvegi þar sem hægt er að tylla sér niður og horfa á bygg- inguna yfir vatnsfletina. Þeir litlu hallar sem eru á svæðinu er nýttir til að fá hreyfingu í vatnsfleti almenningsrýmisins. Þannig stallast stóru tjarnirnar til suðvesturs og lítil lækur rennur frá aðalinngangi til tjarnanna. Hann aðskilur aðkomutorgið frá viðburðatorginu. Heitu vatni er blandað í inntök tjarnanna til að koma í veg fyrir að þær frjósi. Í froststillum leggur gufumóðu yfir svæðið og gefur því dulúðlegt yfirbragð.


Torginu er skipt í þrjú meginsvæði. Aðkomutorg fyrir bíla næst inngöngum, dvalartorg í krikanum sem byggingin myndar utan við veitingasvæði og viðburðatorgið í suð- vesturhlutanum. Rýmismynd torgsins mótast ekki að fullu fyrr en uppbygingu á reitnum er lokið. Torgið fékk viðurkenninguna „Best Nordic Public Space“ á Arkitekturmässan.

Heiti verks: Hörputorg Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson og Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Totus ehf Framkvæmdaraðili: ÍAV / BJ verktakar ehf Hvenær var það hannað: 2010-2011 Hvenær var það framkvæmt: 2010-2011 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Batteríið arkitektar, HLA architects, Olafur Eliasson, Mannvit, Verkís.

Harpa-plaza is built on top of a parking basement on a landfilled area. The design concept is built on memories of previous shoreline with piers. Mirror damms reflect the scenic facade of the building as well as the sky in everchanging daylight. The plaza is the main entrance to the building and is used for events. The space will be better defined when the whole development site is fully built.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

47


LANDSLAG EHF.

TORG VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINA Í GRINDAVÍK

Torgið var hannað í tengslum við stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í Grindavík þegar byggð var ný tengibygging með aðalanddyri fyrir íþróttahús, sundlaug, félagsaðstöðu og veislusali. Íþróttamiðstöðin er hjartað í félagslífi samfélagsins í Grindavík og því var vel við hæfi að gera þar torg sem nýttist til hátíðahalda hvort heldur í tengslum við íþróttaleiki, félagslífið eða aðra stórviðburði. Litið er á torgið sem bæjartorg Grindavíkur. En dagarnir þar sem lítið er um að vera eru miklu fleiri og því voru fletir torgsins ekki gerðir stærri en svo að þeir myndu rétt rúma fjölmenna viðburði en vera samt vistlegir þegar lítið eða ekkert er

um að vera. Torgið er þannig brotið upp með steinsteyptum, grasiklæddum og misháum stöllum sem bjóða upp á setkanta og óformleg not af torginu frá degi til dags. Steinsteypan er dökk sjónsteypa til samræmis við steypu í burðarvirki tengibyggingarinnar. Einn stallurinn er viðarklæddur og nýtist sem svið við hátíðleg tækifæri. Á torginu er yfirbyggt reiðhjólaskýli nálægt aðalinngangi. Torgið var tilnefnt til Menningarverðlauna DV 2016.

48 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

A town square for small and major events connected to a new sports facilities in Grindavík southwest Iceland. Shattered grasscovered concrete mounds making informal seating on the square. One of the mounds has a wooden surface as a stage for events. Heiti verks: Torg við íþróttamiðstöðina í Grindavík Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson, Jón Rafnar Benjamínsson og Eiður Páll Birgisson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Grindavíkurbær Framkvæmdaraðili: Grjótgarðar og Hjalti Guðmundsson ehf Hvenær var það hannað: 2014-2015 Hvenær var það framkvæmt: 2015-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Grindavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Batteríið arktiektar (samstarf og samræming) Tækniþjóðusta SÁ (lagnir og burðarþol) og Verkís (lýsing)


MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

STÆKKUN Á GRASAGARÐINUM Í REYKJAVÍK

Stækkun Grasagarðs Reykjavíkur Nýtt trjásafn – Arboretum, með nýjum safndeildum. Land hefur verið mótað og stígar lagðir. Hugmyndafræðin byggir á sjálfbærni, að þekjur, engi og botngróður stuðli að fjölbreytileika og vistvænum lausnum við rekstur trjásafnsins. Slík nálgun byggir á faglegri nálgun í rekstri og viðhaldi þar sem Grasagarðar eru í eðli sínu lifandi söfn í sífelldri endurnýjun. Fyrir höndum er langtíma verkefni við áframhaldandi uppbyggingu trjásafnsins, einkum þar sem aðföng og ræktun safngripa byggja á hefðbundnu verklagi grasagarða. Steinhæðin er hringlaga sjálfstæð eining sem kallast á við engi, flatir og malarstíga. Stíft formið er að hluta til

mótað hlöðnu flögugrjóti sem undirstrikar steinhæðina sem formfasta safndeild. Áhersla er lögð á gott aðgengi, sýningarsvæðinu er lyft svo smávaxnar tegundir fái notið sín. Safndeildin tengir einnig nýja trjásafnið eldri hluta garðsins, vel sýnileg við aðkomu. Lækjarsvæðið er staðsett þar sem áður var netgirðing og frárennslisskurður. Nú liðast þar lækur með tjarnir sem skapa kjöraðstæður fyrir fjölbreytilega safndeild. Unnið er með spegilmyndir og rennandi vatn, jaðargróður myndar þekjur sem tengjast aðliggjandi safndeildum. Hugað er að vistfræðinni og leitast við að mynda sjálfbært sýningasvæði þar sem tegundirnar fái notið sín í náttúrulegu umhverfi.

The design of the arboretum is rooted in sustainability reflected in solutions that promote ecological diversity through choice of materials, construction and maintenance of the inherently vibrant collections. The arboretum is connected to older parts of the Botanical Garden and an adjacent public park. Its development is a long term project that will slowly evolve.

Heiti verks : Stækkun og endurbætur á Grasagarði Reykjavíkur, Arboretum með nýjum safndeildum Hönnuður: Margrét Sigurðardóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Reykjavíkurborg Framkvæmdaaðili: Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar undir stjórn Axels Knútssonar, hleðsla steinhæðar Þorkell Gunnarsson. Hvenær var það hannað: heildarskipulag og ýmsar endurbætur á Grasagarði 2002-2012 Hönnun steinhæðar 2012 Hvenær var það framkvæmt: ýmsar endurbætur á árunum 2003-2011, mótun lands, lækjar og stíga 2009-2011

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

49


TEIKNISTOFA NORÐURLANDS

SAMKOMUBRÚIN

Samkomubrúin er hluti af stærra verkefni sem snýst um hönnun á gönguog hjólastíg meðfram standlengju Drottningarbrautar á Akureyri. Tillaga Teiknistofu Norðurlands var að endurskapa fjöru við strandlengju bæjarins og hafa öll mannvirki dvalarsvæða í anda þeirrar strandmenningar sem lengst af einkenndi ásýnd bæjarins. Tillagan snérist þó ekki eingöngu um að endurskapa horfinn heim. Kjarninn í hönnuninni er ný göngu- og hjólabrú sem hefur það hlutverk að gefa vegfarendum kost á að staldra við og njóta nálægðarinnar við sjóinn. Á brúnni eru yfirbyggðar svalir sem veita skjól fyrir veðri og vindum. Svalirnar auka gæði dvalarsvæðisins og auðvelda flæði gangandi og hjólandi vegfarenda um brúnna. Hönnun Samkomubrúarinnar tók mið af byggingum í nærliggjandi umhverfi og var helsta markmiðið að skapa

heildstæða ásýnd fyrir svæðið. Þá tengir brúin saman bogadreginn fjörustíginn með því að liggja sjálf í boga út á Akureyrarpoll. Þungi brúarinnar hvílir á harðviðar-staurum úr basralocus sem eru grafnir djúpt ofan í sjávarbotninn. Aðalbyggingarefnið er að öðru leiti Azobe harðviður en lerki er í skrautstífum og þakklæðningu. Val á byggingarefni miðaðist við langan líftíma í því umhverfi sem mannvirkinu er ætlað að standa í. Samkomubrúin er 3.5 metrar á breidd og er heildarlengd hennar um 86 metrar, þar af tæplega 16 metrar yfirbyggðir. Sjö sex metra háar fánastangir skreyta brúnna og lýsing er undir handlistum, í stoðum og undir þaki brúarinnar. Með tímanum mun mannvirkið fá á sig náttúrulegt grátt yfirbragð efniviðarins en handlistar og bogdreg-

nar stífur verða bæsaðar hvítar og þakið málað grátt þegar viðurinn hefur jafnað sig. Þess má geta að eftir er að móta tanga og fjöruna við brúnna til samræmis við aðra hluta hinnar nýju strandlínu Akureyrar. The bridge Samkomubrú is part of a larger project wich is deals with a new foot- and bike lane in the town og Akureyri. The bridge plays a big role in this project where it gives pedestrians an opportunity to pause and enjoy the marine ecosystem under a covered balcony. Heiti verks: Samkomubrúin Hvaða hönnuðir unnu verkið: Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitket FÍLA Verkkaupi: Akureyrarkaupstaður Framkvæmdaraðili: Akureyrarkaupstaður Hvenær var það hannað: 2013-2018 Hvenær var það framkvæmt: 2017-2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Akureyrarkaupstaður Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Rob Petrus Martinus, byggingartæknifræðingur hjá Eflu Adam Traustason, byggingaverkfræðingur hjá Eflu Ólafur Jensson, lýsingarhönnuður hjá Jensson Hönnunarhús Rafkaup, ráðgjöf í lýsingarhönnun Ljósmyndir af lýsingu: Gunnar Sverrisson

50 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA


LANDSLAG EHF.

KLAMBRATÚN, SETSTALLAR OG TORG VIÐ KJARVALSSTAÐI

Klambratún var hannað af Reyni Vilhjálmssyni landslagsarkitekt og stofnanda Landslags á sjöunda áratugnum. Hann sagði gjarnan að garðurinn væri bara fokheldur með því að mynda rýmin með gróðri og tengja með stígum, eftir væri að innrétta garðinn og þá sérstaklega miðjuna útfrá Kjarvalsstöðum. Það var því mikil áskorun að hanna nýtt torg á nútímalega hátt en þó í sátt og samræmi við bygginguna og garðinn. Setstallarnir við Kjarvalstaði eru hannaðir með hliðsjón af arkitektur safnsins sem var teiknað af Hannesi Kristni Davíðssyni. Setstallarnir eru gerðir

úr sjónsteypu sem er helsta sérkenni Kjarvalsstaða. Við mótun svæðisins skapast skjólgóður áningarstaður og torg sem nýtist fyrir stærri og minni uppákomur, óháða og í beinum tengslum við starfsemi listasafnsins. Heiti verks: Klambratún, setstallar og torg við Kjarvalsstaði Hvaða hönnuðir unnu verkið: Elízabet Guðný Tómasdóttir og Jón Rafnar Benjamínsson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Reykjavíkurborg Framkvæmdaraðili: Grafa og grjót ehf og NKEA slf. Hvenær var það hannað: 2016-2018 Hvenær var það framkvæmt: 2017-2018 Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Verkfræðistofan Hnit og Liska ehf.

Klambratún is a park designed by Reynir Vilhjálmsson, landscape architect, in the 1960s. It was a great challenge to design a new square in the center of the park in harmony with the museum building and surroundings. The seating steps are made of exposed concrete which is characteristic for the museum. The design of the area provides good shelter for the square which can be used for various activities and events in connection with the museum.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

51


LANDFORM

DYNJANDI

Fossinn Dynjandi í Dynjandisá á upptök sín í Eyjavatni á Dynjandisheiði. Sérstaða fossins er hversu formfagur fossinn er þar sem hann steypist sem brúðarslör fram af 100m hárri fjallsbrún eftir hörðu blágrýtislagi. Dynjandisfoss er um 30m breiður efst og 60m neðst. Staðurinn er náttúruvætti í Arnarfirði og Umhverfisstofnun (UST) og Ísafjarðarbær áttu frumkvæði að deiliskipulagi hans sem tók gildi 2014. Landform hófst upphaflega handa við undirbúning á uppbyggingu áningarstaðar við Dynjanda árið 1996 að frumkvæði Ferðamálaráðs. 199798 var unnið að gerð bílastæða og aðkomutorgs. Landverðir á vegum UST og ýmsir erlendir aðilar hafa í áratugi

unnið að viðhaldi göngustíga en veður, vatnsrof og álag ferðamanna hafa unnið á móti þeim framkvæmdum svo stöðugt hefur þurft að sinna viðhaldi og aðgæslu. Með uppbyggingu og endurbótum við Dynjanda er stefnt að jafnri uppbyggingu göngustíga þannig að viðhald muni sífellt verða minna, ár frá ári. Meðfram ánni eru fyrirhugaðir 5 áningarstaðir og gönguleið að Hrísvaðsfossi er hönnuð út frá kröfum um aðgengi fyrir alla. Útsýnispallar við Hrísvaðsfoss og Göngumannafoss voru byggðir 2015 en uppbygging slíkra áningarstaða er liður í því að fá ferðamenn á tiltekna örugga staði til að upplifa nálægð við fossinn. Árið 2018 var ráðist í stækkun og betrumbætur á

52 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

aðkomu og bílastæðum við Dynjanda sem og endurbótum á neðsta hluta göngustígs meðfram ánni. Helstu markmið framkvæmda eru verndun svæðisins í ljósi sérstöðu þess, bætt aðstaða ferðamanna, uppbygging göngustíga og útsýnisstaða við fossa og aukin fræðsla með uppsetningu skilta og merkinga. Á næstu árum er stefnt að áframhaldandi uppbyggingu áningarstaða við fossa og útsýnisstaði við Dynjanda. Dynjandi er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum.


Dynjandi waterfall is in northwest Iceland. It consists of multiple cascades over vertical distances of some 200 meters. The site is environmentally protected but needed durable installments due to growing visitor numbers. The design focused on protecting local nature and increasing accessibility for visitors. A pathway reaches the different cascades, where viewing platforms showcase the waterfall, which remains as one of the most popular attractions in northwest Iceland. Heiti verks: Dynjandi Arnarfirði - gerð bílastæða og göngustíga Hvaða hönnuðir unnu verkið: Oddur Hermannsson landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Umhverfisstofnun Framkvæmdaraðili: Þotan ehf Bolungarvík Hvenær var það hannað: 2016-2018 Hvenær var það framkvæmt: 2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Ísafjarðarbæ Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Landform Eftirlit: Framkvæmdasýsla ríkisins

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

53


LANDSLAG EHF.

Hakið í Þjóðgarðinum á Þingvöllum

Á Hakinu er gestastofa og aðalaðkoma að Þjóðgarðinum á Þingvöllum einum helgasta stað Íslensku þjóðarinnar. Uppbygging hefur þar átt sér stað ofan Almannagjár allt frá því að haldin var samkeppni um þjónustubyggingu árið 2000. Arkitektastofan Gláma Kím vann samkepnina og síðan hefur Landslag unnið að landslagshönnun á svæðinu í samstarfi við arkitektana. Framkvæmdirnar hafa verið unnar í áföngum og forsendur endurskoðaðar með breytingum á deiliskipulagi eftir því sem gestum hefur fjölgað ár frá ári í takt við fjölgun ferðamanna. Þannig hefur bíla- og rútustæðum verið fjölgað og unnið markvisst að því að færa þau fjær gestastofunni. Útsýnispallur á Hakinu hefur verið byggður

og stækkaður í áföngum. Pallurinn er viðarpallur sem leggst ofan á klöppina býður upp á hringleið út á klettabrúnina þar sem útsýni er yfir alla sigdældina og þinghelgina. Vegna hrunhættu úr berginu er ekki farið með pallinn alveg út á brún og þannig var líka hægt að notast við léttan viðvörunarhandlista í stað þéttriðins handriðs. Lögð var rík áhersla á að lágmarka ásýnd pallsins neðan úr sigdældinni. Aðkomutorgið milli gestastofunnar og útsýnispallsins og Almannagjár er eins konar fordyri inn í þjóðgarðinn. Því var ákveðið að leggja torgið efni staðarins, þ.e.sagað hraungrýti sem lagt er í óreglulegt mynstur.

54 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Hakið visitor centre in Thingvellir National Park. The project includes an entrance square into the park paved with lava stone cut into irregularly shaped flakes. Walls are also made of lavastone. A wooden platform along the edge of the cliffs provides view over lower areas of the park.

Heiti verks: Hakið í Þjóðgarðinum á Þingvöllum Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson og Eiður Páll Birgisson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Þingvallanefnd og Framkvæmdasýsla ríkisins Framkvæmdaraðili: Kolbeinn Sveinbjörnsson Hvenær var það hannað: 2011-2018 Hvenær var það framkvæmt: 2013-2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Bláskógabyggð Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Gláma Kím arkitektar


LANDMÓTUN

ÚTSÝNISPALLUR VIÐ HUNDAFOSS

Hundafoss liggur við vinsæla gönguleið í átt að Svartafossi. Mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína um stíginn og er þörf á áningarstöðum á leiðinni. Hundafoss sést frá göngustígnum en þar sem hann var falinn bak við birkikjarr sóttust gestir í að fara af stígnum til að sjá fossinn betur. Ákveðið var að gera útsýnisstað við stíginn þar sem betur sést í Hundafoss og stuðla að minni ágangi á umhverfið og um leið gera áningarstað þar sem hægt er að draga sig aðeins út af stígnum og njóta útsýnis yfir sandinn og upp á Öræfajökul. Sérstaklega var litið til þess að pallurinn myndi falla

vel að umhverfinu og jafnframt vera með líkt yfirbragð og áningarstaðurinn við Svartafoss. Áhersla var lögð á að nota vönduð og endingargóð efni og er pallurinn gerður að mestu úr stáli og að hluta til klæddur með lerki úr íslenskum skógum.

Heiti verks: Útsýnispallur við Hundafoss Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður Framkvæmdaraðili: Eystra Hraun ehf og RR Tréverk ehf. Hvenær var það hannað: 2015-2016 Hvenær var það framkvæmt: 2017 Í hvaða sveitarfélagi er það: Sveitarfélagið Hornafjörður Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Efla verkfræðistofa

Hundafoss is a small waterfall on a hiking trail leading to the iconic Svartifoss in Skaftafell National Park. Hundafoss is the first waterfall to greet visitors on the trail but the waterfall was partly hidden in a small canyon and some shrub vegetation. This resulted in people stepping of the trail on to the slippery edge. To provide a better and secure view of Hundafoss, and a small resting place on the way to Svartifoss, a platform was built partly over the edge of the small canyon. The platform is made of steel and Icelandic larch timber.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

55


FORMA

SVALÞÚFA

Svalþúfa er útsýnisstaður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og liggur að sjó. Þjóðgarðurinn er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi á Vesturlandi. Svalþúfa er stór móbergshöfði skammt austan Lóndranga undir Jökli og er þar mikið og stórbrotið útsýni. Framhluti höfðans ber nafnið Þúfubjarg sem er mikið og fallegt fuglabjarg. Nauðsynlegt var að vinna úrbætur vegna fallhættu þar sem ferðamenn voru farnir að hætta sér of nálægt klettabrúninni með mikilli fallhæð ásamt því að jarðvegur var orðinn lélegur og hættulegur sérstaklega í bleytu. Var því ákveðið að gera

aðgengi ferðamanna tryggara og fara í gerð útsýnispalls með varnargirðingum og handriði. Mikilvægt var að efnisval félli vel að landslagi og náttúrunni í kring ásamt því að pallurinn myndi veðrast og eldast vel. Efnisvalið er kortenstál í handriði og harðviður er í gólfi. Heiti verks: Svalþúfa – útsýnisstaður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli Hvaða hönnuðir unnu verkið: Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi og framkvæmdaraðili: Umhverfisstofnun Hvenær var það hannað: 2013 Hvenær var það framkvæmt: 2015 Í hvaða sveitarfélagi er það: Snæfellsbær Ljósmyndir: Þráinn Hauksson

56 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Svalþúfa is a viewpoint in the Snæfellsjökull National Park by the coast, south of the glacier. The National Park is located on the outskirts of Snæfellsnes in western Iceland. Svalþúfa is a large cape made of tuff. From Svalþúfa there is a spectacular view. The front of the head is called Þúfubjarg, which is a tall and beautiful cliff where birds nest. The site is a popular tourist attraction and therefore handrails and a platform were proposed to improve safety. The handrails are constructed out of weathered steel and the platform out of hardwood, which are materials that harmonize with the surroundings.


LANDSLAG EHF.

ÖXARÁRFOSS ÚTSÝNISPALLUR

Öxarárfoss er einn af mörgum stöðum sem gestir Þingvallaþjóðgarðs vilja komast að og skoða. Að fossinum liggur mjór timburtígur sem flýtur yfir aðliggjandi grasivöxnu yfirborði Stekkjargjár. Við enda stígsins þar sem komið er að fossinum var gróðursvörður farinn að láta mjög á sjá og við frost/þýðu aðstæður fór svæðið næst ánni drullusvað. Því var ráðist í að loka sárinu með því að byggja þar áningar- og útsýnissstað.

Vatnsmagn í Öxará og fossinum er mjög breytilegt og svæði í árfarveginum sem oftast er á þurru getur við ákveðnar aðstæður farið á kaf í straumhart vatn. Því var valin sú leið að byggja timburpall sem gæti flætt yfir að hluta og tekið á sig mikla vatnavexti. Pallurinn er í tveimur flötum og lækkar að hluta um hálfan metra niður að árfarveginum. Þannig verður til setkantur sem gestir geta nýtt sér til að staldra við og njóta staðarins og jafnvel bíða af sér stærri og fyrirferðameiri hópa.

The viewpoint was built to prevent further damage to the vulnerable vegetation on the riverbank by Öxarárfoss-waterfall in Thingvellir National Park. The to level platform provides informal seating giving opportunities for a better experience. Heiti verks: Öxarárfoss, útsýnispallur Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson og Eiður Páll Birgisson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Þingvallanefnd og Framkvæmdasýsla ríkisins Framkvæmdaraðili: Pálmaverk (smíði), Kolbeinn Sveinbjörnsson (jarðvinna) Hvenær var það hannað: 2013 Hvenær var það framkvæmt: 2013-2014 Í hvaða sveitarfélagi er það: Bláskógabyggð Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Gláma Kím arktiektar, Vik verkfræðistofa

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

57


LANDSLAG EHF.

SAXHÓLL - TRÖPPUSTÍGUR

Saxhóll er 40 metra hár gígur á norðvestanverðu Snæfellsnesi og er innan marka Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Gígurinn hefur verið vinsæll til uppgöngu enda staðsettur nálægt hringveginum um nesið. Þegar upp er komið blasir gígurinn við en útsýnið er jafnframt mikið út yfir hraunbreiður, hafið og til Snæfellsjökuls. Leiðin upp var tekin að aflagast og sporið tekið að breiða úr sér. Auk rasksins reyndist leiðin jafnframt orðin hættuleg þar sem fólk lenti í því að skrika til fæti í lausu

gjalli eða renna til á blautri og sleypri mold á slitnum gróðurtorfum. Lagður var tröppustígur í slóðina sem þegar hafði myndast. Tröppustígurinn liggur í tveimur bogalaga línum sem mætast í hvíldarpalli á miðri leið upp hlíðina. Þar er harðari kjarni hrauns undir og yfirborð jafnframt grónara. Stígurinn er í heild sinni 160 metra langur og meðalhalli því u.þ.b. 1:4. Notuð var grafa af minnstu gerð til að jafna slóðina en hallinn er þó breytilegur frá einum kafla til annars. Tröppustígurinn er 1,5

58 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

metra breiður og smíðaður úr þriggja metra löngum einingum. Hliðarnar eru stálplötur sem skorðast í gjallið og á milli þeirra eru fest þrep úr stálristum. Stálið er óryðvarið og ryðgaði því fljótt og samlagaðist litbrigðum gjallsins og gróðursins.


Tröppustígurinn var tilnefndur til fernra verðlauna 2017-2018, Menningarverðlauna DV, Nordic Architecture Fair Award í Gautaborg (hlaut sérstaka viðurkenningu), Hönnunarverðlauna Íslands og Rosa Barba International Landscape Prize í Barcelona og hlaut þau verðlaun í september 2018.

Heiti verks: Saxhóll, tröppustígur Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson og Jón Rafnar Benjamínsson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Umhverfisstofnun Framkvæmdaraðili: Kvistafell Hvenær var það hannað: 2014-2015 Hvenær var það framkvæmt: 2015-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Snæfellsbæ

Saxhóll crater stairway winds it´s way up the hillside of a small crater in Snæfellsjökull National Park. A low-set metal stair follows the path’s course to the top. The stair is made up of modules three meters long and 1.5 meters wide that hold seven treads each between solid stringers with open risers. The units join together “like a necklace on the slope. Awarded Rosa Barba International Landscape Prize 2018. ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

59


VERKÍS

HVÍTANES SELASKOÐUN

Í fjörunni við bæinn Hvítanes í Ísafjarðardjúpi er selalátur þar sem margir stoppa og fylgjast með selunum. Þjóðvegur 61 liggur meðfram strandlínunni og töluverð hætta skapast af stöðvuðum bílum og fólki sem virðir fyrir sér selina, í miðri blindbeygju. Aðeins eitt svæði hentaði sem bílastæði, bæði varðandi pláss og umferðaröryggi þegar keyrt væri inn á og út af þjóðveg-inum. Við bílastæðið er nestisstaður varinn fyrir algengustu vindátt með skjólvegg úr þverskornum trjábolum auk möguleika fyrir uppsetningu á varanlegu salerni. Þaðan liggur 250m langur göngustígur. Menningarminjar setja lit á gönguleiðina með hleðslum sem skapa rými og eftirvæntingu þegar gengið er að útsýnisstaðnum. Þar sem landslagið býður ekki upp á að leggja gönguleið nær selunum var hlaðinn útsýnisstaður sem er framlenging á gönguleiðinni, út í sjó. Þegar fjarar virkar útsýnisstaðurinn sem upphækkun sem gefur gott aðgengi

að sjávarsíðunni en þegar flæðir er upplifunin meira eins og að ganga út í sjávaryfirborðið þar sem sjórinn nær nánast upp að yfirborðinu. Áhrif á umhverfi Lagt var mat á áhrif framkvæmda og ferðamanna á náttúru svæðisins. Áhrif á fugla voru talin lítil, enda svæðið ekki hentugt fyrir varp. Sjávarfitjar á svæðinu njóta sérstakrar verndar, en framkvæmdirnar hafa ekki áhrif á þær. Skilti við bílastæðið upplýsa um seli og atferli þeirra, auk þess að árétta hve mikilvægt er að fólk taki tillit til selana og reyni ekki að komast nær þeim en útsýnisstaðurinn leyfir, þetta sé þeirra griðarstaður þar sem þeir kæpa. Skilti við hleðslurnar lýsir þeim fjölmörgu menningarminjum sem eru á svæðinu og staðháttum tengdum þeim. Algild hönnun Hjólastólanotendur komast eftir göngustígnum alveg út á ysta kant útsýnisstaðarins.Nestisborðin við bílastæðin eru sérstaklega útbúin

60 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

fyrir aðgengi hjólastóla. Meðfram gönguleiðinni eru reglulega bekkir, fólk sem á erfitt með gang hefur þar kost á að hvílast áður en haldið er áfram, eða njóta útsýnisins úr meiri fjarlægð. Seal watching spot at Hvítanes Quite many stop to look at the many seals laying in the shore, just few meters from the highway. From the parking area people are lead through a walk path through cultural ruins. The path continues out into the ocean as a viewing platform for seal watching.

Heiti verks: Hvítanes, áningarstaður fyrir selaskoðun Hvaða hönnuðir unnu verkið: Hildur Dagbjört Arnardóttir og Erla Bryndís Kristjánsdóttir, landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Súðavíkurhreppur Framkvæmdaraðili:Tígur ehf. Hvenær var það hannað: 2014-2017 Hvenær var það framkvæmt: 2017-2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Súðarvíkurhrepp Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Náttúrustofa Vestfjarða, Hólar, Vegagerðin, Selasetrið og Hvítanes


LANDMÓTUN

ÚTSÝNISPALLUR VIÐ SVARTAFOSS

Svartifoss er vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Skaftafelli. Fossinn er staðsettur í sérlega fallegu umhverfi þar sem hann fellur ofan í 20 m háa stuðlabergsskál sem er umvafin birkikjarri. Tugir þúsunda ferðamanna leggja þangað leið sína á hverju sumri og einnig er mikill aukning gesta að vetri til. Afleiðing af því er að stígar upp að fossinum og umhverfi hans var farið að láta á sjá. Hannaður var sérstakur útsýnisstaður við Svartafoss þar sem unnið var að því að stýra umferð og stuðla að minni ágangi á umhverfið, en einnig til að bæta upplifun gesta og gera veru þeirra á staðnum þægilegri. Sérstaklega var litið til þess að útsýnis-

staðurinn myndi falla vel að umhverfinu og jafnframt geta rúmað töluverðan fjölda af gestum. Sökum þess hve fosssinn er úr alfaraleið var valin sú leið að stálburðargrind var smíðuð á verkstæði og flutt á staðinn með þyrlu ásamt öðrum búnaði. Grafið var fyrir stöku undirstöðum en jarðraski haldið í lágmarki að öðru leyti. Á þann hátt er mögulegt að fjarlægja mannvirkið síðar án þess að það skilji eftir sig ummerki. Áhersla var lögð á vönduð og endingargóð efni og eru pallarnir gerðir að mestu úr stáli og að hluta til klæddir með lerki úr íslenskum skógum.

Svartifoss is perhaps the signature attraction of Skaftafell National Park in the East Region of Iceland, due to its hanging hexagonal basalt columns beneath the 20m tall waterfall. The large number of visitors the area receives all year round was starting to damage the fragile vegetation near the waterfall. A special resting place was designed, using existing boulders as mount for a step-like platform made of steel and Icelandic larch timber. The goal was to make a comfortable place for visitors and protect the nature at the same time. Heiti verks: Útsýnisstaður við Svartafoss Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þórhildur Þórhallsdóttir og Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður Framkvæmdaraðili: Eystra Hraun ehf. Hvenær var það hannað: 2014-2015 Hvenær var það framkvæmt: 2015 Í hvaða sveitarfélagi er það: Sveitarfélagið Hornafjörður Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Efla verkfræðistofa

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

61


LANDSLAG EHF.

BREIÐIN AKRANESI

Mynd Haraldur Böðvarsson frá vef Haraldarhúss. Um 1930 - Við saltfiskbreiðslu á Breiðinni. Gamla íbúðarhúsið á Breið sést að hluta t.h.

Breið er syðsti hluti Akraness og á sér merkilega sögu um lífsbaráttu fyrri tíma. Vitarnir tveir, Akranesviti og Gamli vitinn eru helstu kennileiti Akraness og nálægð við hafið og náttúröflin eru mikil. Verkefnið fólst í því að nýta sérkenni staðarins, söguleg gildi og náttúru til að byggja upp ferðamannastað á Akranesi. Sagan er dreginn upp á yfirborðið og hönnun svæðisins tekur mið af henni. Sem dæmi má nefna að hluti stakkstæða saltfiskverkenda er sýnilegur þar sem steinlögnin er hvað heillegust. Gert er ráð fyrir að endurgera hluta sjóvarnagarðins til rýmismyndunar við þjónustumiðstöð og trönurnar eiga sinn reit. Útlit götugagna og þjónustumiðstöðvar byggir á arkitektur

gömlu hjallanna. Svæðið er í mótun en búið er að ganga frá áningarstað á syðsta hluta svæðisins og reisa þjónustumiðstöð. Nyrðri hluti vitastígarins var framkvæmdur í sumar. Vitastígurinn er í sjónás gamla vitans sem var tekinn í notkun 1918 og er elsti steinsteypti vitinn á Íslandi. Breiðin is the southernmost part of Akranes, a fishing community. The force of nature has a great impact on the area as it is right by the open sea. Breiðin has a rich and long history and the two lighthouses are prominent landmarks. The aim of the project was to create a tourist attraction that based the landscape design on the site’s history and unique nature. For example, by using the architecture of old drying racks for fish in the design.

62 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Mynd frá vef Haraldarhúss. Um 1930 - Saltfiskþurrkun á Breiðinni. - Myndin er tekin í vestur (í átt að Snæfellsjökli) og fjærst sést í Vesturflös.

Heiti verks: Breið á Akranesi, áningastaður við Akranesvita. Hvaða hönnuðir unnu verkið: Á fyrri stigum verksins: Reynir Vilhjálmsson, Elísabet Guðný Tómasdóttir og Svava þorleifsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Á seinni stigum. Elísabet Guðný Tómasdóttir og Jón Rafnar Benjamínsson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Akraneskaupsstaður Framkvæmdaraðili: Ýmsir Hvenær var það hannað: Landslag kom fyrst að verkefninu árið 2012. Hönnun svæðisins var unnin í áföngum yfir nokkur ár. Árið 2016 var lokið við heildar skipulag svæðisins. Hvenær var það framkvæmt: Framkvæmdir á svæðinu fara fram í áföngum. 1 áfangi var framkvæmdur 2015, síðan hafa tveir áfangar bæst við nú síðast 2018. Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Starfsfólk Skipulagsog umhverfissviðs Akraneskaupstaðar.


HORNSTEINAR

LAUGARFELL

Fyrir nokkrum árum réðst Fljótsdalshreppur í uppbyggingu fjallaskála m.a. til þess að laða ferðamenn að svæðinu. Umhverfið var mótað og lagað að nýju hlutverki; aðkomu- og bílastæði útbúin, göngustígar lagðir og grjótveggir hlaðnir. Þungamiðja svæðisins er forn náttúrulaug, en heimildir frá því snemma á 19. öld herma að menn hafi farið í laugina sér til heilsubótar og að gangnamenn hafi nýtt sér ylinn í vatninu sem sprettur upp úr jörðinni á svæðinu. Sem hluti af umhverfismótun svæðisins var ný og stærri setlaug byggð og gamla laugin endurgerð, en hún hefur verið endurhlaðinn nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Gamla laugin, sem er á fornleifaskrá, er “óreglulaga kringlótt”; um 4x3.5m að innanmáli og um 0,7m að dýpt.

Laugin er grafinn inn í moldarkenndan jarðveg, en veggir hennar eru gerðir úr þurrkuðum torfhnausum, grjóti og jökulleir. Hitastig laugarinnar er um 40°. Úr borholu á svæðinu rennur 47° gráðu heitt vatn í nýju setlaugina. Laugin tekur mið af þeirri eldri í formi; er hringlaga, en gerð eingöngu úr grjóti, náttúrhellum/ flögum. Gengið er niður í laugina á tveimur stöðum og liggur hlaðinn setbekkur meðfram henni allri. Gólfið er einnig steinlagt. Minnstur radíus innanmáls er 2.14m (botn) og mestur 3.5m.Dýpt laugarinnar er 1m. Efnisnotkun er einföld og er allt efni tekið af svæðinu. Sjálfbærni var höfð að leiðarljósi og vistfræðilega gildi í fyrirrúmi. Allt umhverfið myndar því eina sjónræna heild.

Wherever you go in Iceland there is water; running hot down grassy hillsides, flowing clean and clear between tectonic plates, or frozen into glaciers that sculpt the earth into deep wide valleys. By the newly opened mountain hostel at Laugarfell, in the East, are two geothermal pools that define the site: one from the ancient past, made of glacier mud, stone and turf; the other newly constructed from local stone. The water in the two circular pools is renowned for its healing powers, and stays warm all year round, at an average of 40° C. Heiti verks: Laugarfellsskáli í Fljótsdalshreppi. Umhverfismótun og náttúrulaugar Hvaða hönnuðir unnu verkið: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt MLI FÍLA og Sigríður Brynjólfsdóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Fljótsdalshreppur Framkvæmdaraðili: Fljótsdalshreppur Hvenær var það hannað: 2010-2011 Hvenær var það framkvæmt: 2011-2012 Í hvaða sveitarfélagi er það: Fljótsdalshreppur Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Verkís verkfræðistofa á Egilstöðum

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

63


LANDMÓTUN

ÚTSÝNISPALLUR VIÐ BRIMKETIL

Brimketill er náttúrufyrirbæri á sunnanverðum Reykjanesskaga, skammt vestan við Grindavík, sem stundum gengur undir nafninu Oddnýjarlaug, í höfuðið á nátttrölli sem átti að hafa baðað sig þar ofan í. Um er að ræða ketil í berginu við ströndina sem myndast hefur á löngum tíma vegna rofs í berginu vegna stöðugs öldugangs, frostveðrunar og útsogs og myndað þannig stóran ketil í fjöruborðinu. Staðsetning pallsins þar sem brimið skellur á ströndina gefur góða yfirsýn yfir sjálfan Brimketil og aðra minni katla sem eru að myndast og einnig fá gestir reglulega að upplifa á eigin skinni, kraft sjávar þegar brimgusurnar ganga yfir.

Við hönnun á útsýnispalli var hugmyndin að fá pallana til falla eins vel að náttúrunni og frekast er unnt og að framkvæmdin væri að sem mestu leyti afturkræf. Stál er notað í útsýnispall, fljótandi stíga og tröppustíg og grindur úr fiber plasti og bæði efni því mjög endingargóð og slitsterk enda svæðið mjög krefjandi vegna ágangs sjávar og vinds. Um er að ræða svæði þar sem náttúruöflin eru gríðarleg sterk og ágangur sjávar mikill og því um nokkuð sérstakt verkefni að ræða. Stígar og pallar voru látnir fljóta í takt við umhverfið notað var sem mest af efniviði úr nánasta umhverfi en við bílastæði, áningarstað og gönguleiðir mikið af hraungrýti, rekavið, sand og gróðri af svæðinu.

64 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Samkvæmt heildarhugmyndinni verða pallarnir tveir talsins. Útsýnispallurinn sem þegar hefur verið reistur er stærri pallurinn af þeim en hinn mun verða staðsettur lengra til austurs og verður aðeins minni í sniðum og veitir útsýni yfir annan ketil sem er í smíðum af náttúrunnar hendi og er nefndur Víkurketill. Frá útsýnispöllunum verður síðan hægt að ganga stikaðar hringleiðir um hraunið að bílastæðinu og auðveldað þannig gestum að ganga um annars erfitt svæði til yfirferðar.


Ljósmynd: OZZO Photography

Brimketill is a natural phenomenon located on the Reykjanes peninsula. Brimketill is a small, naturally formed kettle, carved out by stones moved by the waves eroding the natural lava rock formation. This ongoing process is making the pool larger with time. The location of the viewing platforms was not only chosen so visitors would get a good view into the kettles in the area, but also for visitors to experience the power of the waves for themselves as the largest waves reach close to the platform. The platform is constructed of untreated steel for railings and frame and a fiber-plastic flooring material due to slipping hazard caused by the seawater.

Heiti verks: Útsýnispallur við Brimketil Hvaða hönnuðir unnu verkið: Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt FÍLA og Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur SFFÍ Verkkaupi: Reykjanes jarðvangur ses. Framkvæmdaraðili: Jarðvinna: Grjótgarðar ehf, Útsýnispallur: ÍAV Hvenær var það hannað: 2015-2016 Hvenær var það framkvæmt: 2016-2017 Í hvaða sveitarfélagi er það: Grindavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Efla verkfræðistofa Ljósmyndir: OZZO Photography Guðmundur J. Albertsson

Plans have been made to extend the walkway and build another platform nearby to allow visitors to see more kettles in different stages of the erosion process.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

65


LANDSLAG EHF.

GARÐRÝMI Í BRYGGJUHVERFI

The garden is built on top of a parking garage, surrounded by apartment buildings. The roof construction’s carrying capacity is a limiting factor for the design of the garden. The area was divided into smaller green islands, resembling seashells, with informal walkways in between. Some of the green islands have thicker soil to accommodate vegetation. Playgrounds are located along the main path that is a part of the neighborhood’s walkway system.

Heiti verks: Garðrými í Bryggjuhverfi Hvaða hönnuðir unnu verkið: Elízabet Guðný Tómasdóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: ÞG verk Framkvæmdaraðili: ÞG verk Hvenær var það hannað: 2014-2015 Hvenær var það framkvæmt: 2017 Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Björn Ólafsson arkitekt og Liska ehf.

Garðurinn liggur milli Tanga- og Naustabryggju í Bryggjuhverfi. Hann er um 3.300m2 og hvílir á steyptri plötu yfir bílakjallara. Svæðið er sameiginlegt rými fyrir 5 fjölbýlishús sem liggja umhverfis á fjóra vegu. Burðurinn í plötunni var takmarkandi þannig að ekki gafst mikið svigrúm til að vinna eftir hefðbundum leiðum.

Svæðinu er deilt upp í eyjar sem sem helst minna á skeljar af diskaætt. Þær eru misháar og breiðar. Gróðurbeð eru á eyjum sem liggja yfir burðarbitum plötunar. Þær eru hærri en hinar til að ná betri vaxtarskilyrðum fyrir minni tré og runna.

66 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Markmiðið var að deila garðinum upp í græn svæði með óformlegum gönguleiðum á milli. Höfuðstígur liggur norður-suður í gegnum svæðið, en hann er hluti af stígakerfi hverfisins og er leiksvæðum raðað utan á hann.


KANON ARKITEKTAR

Mánatún 1-17 & Sóltún 1-3

Íbúðarbyggð við Mánatún og Sóltún í Reykjavík byggir á borgarmiðuðu umhverfi og talsverðum þéttleika. Áhersla er á að byggingarnar standi sem næst götu og styrki götumyndina út á við. Sérnotahlutar jarðhæða snúa að annars vegar að sameiginlegu miðrými og hins vegar að Sóltúni. Íbúðarbyggðin er mynduð af fjórum byggingum, 5-10 hæða, sem afmarka sameiginlegan, skjólgóðan garð. Milli bygginganna eru gönguleiðir. Þar sem áherslan er á borgarmiðað umhverfi verða hin sameiginlegu rými einnig almenn rými (semi-public) þ.e. opin almenningi. Undir garðsvæðinu er tveggja hæða bílgeymsla. Gríðarlega há bílastæðakrafa setti ýmsar skorður hvað varðar hönnun útirýma. Trjá- og runnagróðri er komið fyrir á svæðinu eins og kostur er. Gólfkóti jarðhæða og sérnotahluta þeirra er hafður 50cm hærri en aðliggjandi almenningsrými til að draga úr ónæði og auka öryggistilfinningu. Rampar og tröppur eru við alla aðalinnganga. Miðrýmið eða garðrýmið er tvískipt, bílastæði er sunnan megin (skuggamegin)

en norðan megin (sólarmegin) er einskonar garður sem samanstendur af 3 stórum timburpöllum sem hvíla ofan á steinsteyptri plötunni. Pallarnir eru byggðir utan um 7 stakstæða 4,50 m háa gróðurveggi sem er ætlað að mynda ákveðið mótvægi við byggingamassann og draga úr vægi bílastæðisins. Hver eining samanstendur af steyptu gróðurkeri sem á er boltaður rammi úr galvanhúðuðu stáli. Lóðréttar stálstangir eru fyrir klifurplöntur að vaxa upp eftir. Lýsing fyrir miðrýmið er fest beggja vegna á einingarnar. Inn á milli pallasvæða eru steypt gróðurker með mismunandi tegundum af runnagróðri. Miðpallurinn hefur grasflöt og sérstakt leiksvæði með leiktækjum er á stærsta pallinum. Setmöguleikar eru ýmist ofan á pallasvæðinu eða í jöðrum þess. Allir pallarnir eru með römpum fyrir barnavagna og hreyfihamlaða. The objectives here were to introduce accommodation that would suit those willing to leave their suburban single-detached house and feel perfectly happy living close to others near the

city centre. This former commercial site consists of four multi-storey (5-10 floors) residential buildings designed to suit people of any age. The urban plan shows each building situated close to the street in order to strengthen its street profile. This allows the formation of a large sheltered and sunny communal space or garden. The main features of this central space are seven 4.5m. high steel frames for climbing plants. These frames are associated with three large wooden decks that serve as venues for play, strolling, seating etc. Heiti verks: Mánatún 1-17 & Sóltún 1-3 Hvaða hönnuðir unnu verkið: Birkir Einarsson landslagsarkitekt FÍLA, Kanon arkitektar ehf. Verkkaupi:Dverghamrar ehf, ÍAV, Mánatún ehf, Sóltún ehf Framkvæmdaraðili: Dverghamrar ehf., ÍAV, Sveinbjörn Sigurðsson hf., Munck Hvenær var það hannað: 2004-2018 Hvenær var það framkvæmt: 2004-2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Arkitektar: Kanon arkitektar ehf. Hönnunarstjórn: Þórður Steingrímsson arkitekt FAÍ Burðarþols- og lagnahönnun: VSB verkfræðistofa ehf., Efla verkfræðistofa, Brunahönnun: Lota ehf., Efla verkfræðistofa Hljóðhönnun: Önn ehf., Efla verkfræðistofa Lýsingarhönnun: VSB verkfræðistofa ehf., Efla verkfræðistofa, Lume/Helgi Eiríksson

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

67


TEIKNISTOFAN STORÐ

SMIÐJUHOLT

Smiðjuholt er heiti verkefnisins þar sem Búseti hsf hefur byggt um 200 íbúðir í grónu hverfi í Reykjavík. Lóðin afmarkast af þremur götum, þ.e. Einholti, Háteigsvegi og Þverholti, ásamt göturými sem kallast Smáholt og liggur frá Einholti að Þverholti. Inngarðarnir tveir og garðrýmið er að mestu leiti sameign allra, en út frá þeim íbúðum sem eru á jarðhæð eða næst aðkomuhæðum frá götum eru skilgreindir sérnotafletir sem eru allir eru með timburklæddu útisvæði. Í inngarðinum eru skilgreind fjögur mismunandi útisvæði sem eru til leikja, fyrir samkomur eða sem dvalarsvæði fyrir íbúa. Hvert útsvæði hefur ákveðið þema og lögð áhersla á engin hefðbundin leiktæki, en aðstæður til leikja sem draga fram sköpunargleði og eflir félagstengsl barnanna. Efnisval á útisvæðinum er timbur, hellur

og steyptar stéttar, gras, cortenstál, grassteinn og gervigras með fjaðrandi undirlagi. Yfirborð sem kallar á ólíka hreyfingu og upplifun. Í upphafi hönnunar var ákveðið að vera með ríkuleg gróðursvæði þar sem trjágróður og fjölæringar væru alsráðandi og grassvæði í lágmarki. Á lóðinni eru samtals um 5.000 plöntur sem skiptast í 16 mismunandi trjátegundir, 40 tegundir af skrautrunnum og klifurplöntum og 50 tegundum af fjölærum plöntum og grösum. Öll lóðin er aðgengileg almenningi og kemur á óvart hvað inngarðarnir eru notalegir og skjólgóðir.

68 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The site is placed in a old neighborhood and the inner gardens are mostly roofgardens. Each area has a specific theme and emphasizes no traditional playgrounds, but conditions for games that express creativity and enhance the children’s social connection. The choice of materials in the outdoor area is wood, slab, concrete, nature stones, grass, cortensteel, grasstone and artificial grass with a springy substrate. In the beginning it was decided to have a rich vegetation area where trees and perennials were dominant and grass is at the minimum. On the plot there are 5,000 plants of over 100 different species. Heiti verks: Smiðjuholt Hvaða hönnuðir unnu verkið: Hermann Georg Gunnlaugsson og Stefán Jónsson landslagsarkitektar FÍLA, Julia Wölcher og Magdalena Mokrazan landslagsarkitektar Verkkaupi: Búseti hsf Framkvæmdaraðili: Búseti hsf / Alverk ehf. Hvenær var það hannað: 2014-2016 Hvenær var það framkvæmt: 2014-2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Sigríður Ólafsdóttir arkitekt AÍ - Gríma arkitektar ehf (áður Studio Strik ehf), Verkfræðiþjónustan ehf, Raftákn ehf.


KANON ARKITEKTAR

EINKALÓÐ Í VESTURBÆ REYKJAVÍKUR

Um var að ræða algera endurnýjun á lítilli lóð í grónu íbúðahverfi. Húsið er reist 1926 og hefur garðsvæðinu verið breytt umtalsvert í gegnum tíðina. Skjólveggir og kantar úr timbri voru ráðandi en féllu ekki vel að ásýnd og yfirbragði hússins. Steyptir veggir fyrri tíma voru horfnir og öldruðu reyniviðartré var ekki viðbjargandi vegna reyniátu. Þá þurfti að endurnýja lagnir, lækka hæðarlegu baklóðar og endursteypa allar útitröppur sem voru beinlínis hættulegar þar sem þær voru mjög brattar og uppstig mishá. Grunnhugmyndin gengur út á að garðurinn verði nútímalegur en hafi jafnframt ákveðnar tilvísanir í fortíðina, hann falli vel að karakter hússins og leggi sitt af mörkum til að viðhalda annars virðulegri götumynd. Verkið fólst í byggingu nýrra lóðaveggja, endurnýjun á tröppum við aðal- og bakinnganga og byggingu

14m2 garðhýsis. Þá voru göngurými og bílastæði steypt, dvalarsvæði á framlóð og baklóð lögð timbri og sorpgerði var endurnýjað. Girðingar úr stáli voru einnig settar upp. Hitalagnir voru settar í tröppur, gangsvæði og bílastæði. Plöntuplan var útfært í samvinnu við verkkaupa. Lóðaveggur framhliðar hefur yfirbragð ómeðhöndlaðrar sjónsteypu og lóðréttar raufar í hluta hans eru tilvísanir í lóðaveggi fyrri tíma sem setja enn skemmtilegan svip á götumyndir víða í miðborginni. Þessar raufar gefa tóninn fyrir útlit timburklæðningar á garðhýsið og grindverka úr galvanhúðuðu stáli. Efnin standa lóðrétt en eru einnig höfð skásett þannig að gegnsæi er mikið úr ákveðinni átt, sem lokast síðan hægt og rólega þegar gengið er framhjá. This is a small garden for a detached family house, built in 1926 and situated in a well grown neighbourhood close to the city centre. Over the years the garden gradually lost its identity and

there was practically nothing to built on. The new design aims to provide a modernistic garden that respects the house and its neighborhood. New concrete garden walls are in the forefront, reflecting past glory and marking boundaries between public and private space. New concrete steps replace steeper and near dangerous original steps. Two wooden patios are built and new concrete paths are laid out. All paths and steps have embedded defrosting system. A new garden shed is built that serves as a storage room and working space for gardening work. The planting plan was developed with current owner. Heiti verks: Endurgerð lóðar og bygging garðhýsis í vesturbæ Reykjavíkur Hvaða hönnuðir unnu verkið: Birkir Einarsson landslagsarkitekt FÍLA, Kanon arkitektar Verkkaupi: Einkaaðili Framkvæmdaraðili: PH smíði Hvenær var það hannað: 2015-2016 Hvenær var það framkvæmt: 2015-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Hönnunarstjórn: Birkir Einarsson landslagsarkitekt FÍLA og Þorkell Magnússon arkitekt FAÍ Burðarþolshönnun: TÓV Lagnahönnun: TÓV Brunahönnun: Efla Lýsingarhönnun: Lúmex/Helgi Eiríksson

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

69


LANDMÓTUN

BORGARTÚN - ENDURGERÐ

Framkvæmdir við endurgerð gangstétta og gerð hjólastígs í Borgartúni eru hluti af áætlun um endursköpun Reykjavíkur sem hjólaborgar. Markmið framkvæmdanna var að breyta ásýnd götunnar og skapa vinsamlegt umhverfi fyrir þá sem vilja tileinka sér vistvænar ferðavenjur. Bílastæði og ósamstæðar byggingar einkenndu Borgartúnið ásamt slitróttum tengingum eftir og yfir götu. Ákveðið var gera götuna að einni heild þar sem gangandi og hjólandi yrðu settir í forgang. Upphafleg hugmynd að öðruvísi yfirbragði eða munstri í gangstéttum var sett fram í deiliskipulagi Borgartúns þar sem lagt var til að gatan fengi á sig bjart yfirbragð. Mikil áhersla var lögð á mynstur og liti í hellulögn til að skapa Borgartúninu sérstöðu. Á hjólastígum er einstefna

beggja vegna götu. Leiðarlínur voru settar fyrir sjónskerta og blinda og eyjar á götunni eru ætlaðar til að auðvelda vegfarendum að fara yfir hana. Gróður sem aðskilur götu og hjólastíg myndar grænan ramma eftir Borgartúninu. Nýstárlegir ljósastaurar setja sterkan svip á heildarmyndina. Áningarstaður er til móts við Höfða þar sem vegfarendur geta notið útsýnis yfir eyjarnar og Sundin. Hann er afmarkaður með tilhöggnum grágrýtisveggjum og þar eru bekkir og drykkjarfontur. Hringtorgin voru endurnýjuð og mynstur í göngustígum tengja þau við heildargötumyndina. Á hringtorginu við Katrínartún er listaverkið Obtusa eftir Rafael Barrios, en upplifun af því er misjöfn eftir því frá hvaða átt það er skoðað.

70 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The city street of Borgartún was reconstructed as a colourful and bright street with an emphasis on pedestrians and cyclists. Segregated cycling lanes and borders of vegetation are part of making the street safer for all modes of transportation. With its strong patterned sidewalks and red coloured street lamps and benches, Borgartún has created an image for itself that is unique in the cityscape of Reykjavík. Heiti verks: Endurgerð Borgartúns Hvaða hönnuðir unnu verkið: Yngvi Þór Loftsson og Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Reykjavík Framkvæmdaraðili: Garðyrkjuþjónustan ehf. Hvenær var það hannað: 2013-2014 Hvenær var það framkvæmt: 2014-2015 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Efla verkfræðistofa Ljósmyndir: Guðmundur J. Albertsson


LANDSLAG EHF.

MIKLABRAUT VIÐ KLAMBRATÚN

Verkefnið fólst í nýrri forgangsrein fyrir Strætó sunnan Miklubrautar sem og að byggja aðskilda hjóla- og göngustíga meðfram Klambratúni ásamt hljóðvörnum. Við hönnunina var lögð áhersla á að umbreyta yfirbragði Miklubrautar úr þjóðvegi í borgargötu. Var það gert með markvissum gróðursetningum trjáa og runna og vönduðum yfirborðsfrágangi á göngusvæðum og biðstöðvum strætó. Jafnframt var leitast við að stígaumhverfið sunnan Klambratúns myndi birtast sem stækkun á almenningsgarðinum á Klambratúni. Hljóðvarnir

fyrir íbúðarbyggðina sunnan Miklubrautar eru steyptir veggir sem stallast eftir halla götunnar til vesturs. Er þar ákveðin skýrskotun til garðveggja við Hringbraut vestan Hofsvallagötu. Trjám er komið fyrir í skjóli veggjarins. Hljóðvarnir að Klambratúni eru gerðar úr grjótkörfum. Trjá- og runnagróðri er komið fyrir í umhverfi stíganna til að undirstrika garðyfirbragðið og til skjóls og yndisauka. Við tegundaval gróðurs var unnið með litbrigði í laufskrúði og blómgun.

Streetscape project with new walking path, bikeway and a buslane along the southern edge of Klambratún Park. The project includes gabion noise-barriers towards the parkon the northside of the road and concrete walls barrier towards the residential area south of the road. Heiti verks: Miklabraut við Klambratún Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson landslagsarkitekt FÍLA og Gísli Rafn Guðmundsson borgarhönnuður Verkkaupi: Reykjavíkurborg og Vegagerðin Framkvæmdaraðili: Bjössi ehf Hvenær var það hannað: 2016-2017 Hvenær var það framkvæmt: 2017-2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: VSÓ Ráðgjöf

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

71


LANDMÓTUN

HAFNARSTRÆTI - ENDURGERÐ

Hafnarstræti í Reykjavík er önnur elsta gata borgarinnar. Gatan liggur í boga líkt og strandlína Reykjavíkur lá upphaflega og er með nokkuð heillega götumynd með mörgum gömlum byggingum. Við endurgerð austasta hluta götunnar, á milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu, var fyrirhugað að takmarka bílaumferð og meðhöndla sem miðborgargötu með gangandi vegfarendur í forgangi. Jafnframt þurfti að huga að vöruaðkomu, aðkomu héraðsdóms um Kolasund og bílastæðum fyrir hreyfihamlaða.

Eftir endilöngu Hafnarstræti er grágrýtiskantsteinn lagður í boga sem undirstrikar legu götunnar og til að stýra tilfallandi bílaumferð. Unnið var sérstaklega með litablöndur í hellulögnum til að fá dýpt og hreyfingu í yfirborð og meðfram húsum og í þverböndum var notaður gamall steinn úr grágrýti. Kolasundið fékk dökkt yfirborð sem nær þvert yfir Hafnarstræti og er skírskotun í kolaburð liðins tíma. Verkefnið er hluti af endurnýjun gatna Pósthússtræti–Tryggvagata.

Unnið var með samhangandi yfirborð á milli húsanna, götutré, sérhönnuð götugögn og vatnslistaverk til að undirstrika göngugötuna.

72 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Urban street in Reykjavík city center. Hafnarstræti (Harbor-street) is one of the oldest streets in Reykjavík, drawing its soft curve from the old seafront. A full renovation of the street and a small alley, Kolasund, was needed, with emphasis on pedestrian traffic. Wall to wall floor, custom designed street furniture, trees and a water sculpture give this small street a modern look, yet it is full of old charm. The area is a part of a bigger renovation project; Pósthússtræti – Tryggvagata. Heiti verks: Hafnarstræti, endurgerð Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þórhildur Þórhallsdóttir og Áslaug Traustadóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Reykjavík Framkvæmdaraðili: Grafa og grjót ehf. Hvenær var það hannað: 2016-2017 Hvenær var það framkvæmt: 2017 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Hnit verkfræðistofa Ljósmyndir: Guðmundur J. Albertsson


LANDHÖNNUN

LEIKSKÓLINN UNDRALAND

Útivistar- og leiksvæði lóðarinnar er ætlað að vera vettvangur fyrir skemmtilegar, þroskandi og styrkjandi samverustundir í vistlegu, skjólgóðu og fjölbreyttu umhverfi. Lóðinni er ætlað að vera sérstaklega örvandi fyrir sköpun og listræna tjáningu, og er horft til “listamannabæjarins” Hveragerði sem fyrirmynd! Lögð er áhersla á heildstætt yfirbragð með fjölbreyttum og mismunandi svæðum sem fléttað er saman með göngustígum. Gert er ráð fyrir að í upphafi verði malbikuð leiksvæði listskreytt með ýmsum myndum

og formum, en í framhaldi geti börnin unnið að frekari skreytingum, bæði á “gólfið”, á skjólveggi og hliðar geymsluskúra og á sérstökum myndatrönum víðs vegar á lóð. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir ásláttarhljóðfærum víðsvegar á lóðinni. Utan við svæði yngri deilda er afgirt sérstakt leiksvæði fyrir þau yngstu. Einnig er komið fyrir sérstaklega stórum trépalli, afmörkuðum með lágu set-grindverki þar sem þau allra yngstu gætu verið úti í vernduðu umhverfi.

The playground is intended to be a platform for fun, meaningful and strengthening game in a cozy, sheltered and varied surroundings. The site is intended to be especially stimulating for creativity and artistic expression, regarded to the “artist town” Hveragerði! Asphalt areas are artificially decorated with various forms and shapes and the children can make further decorations, both on the floor and on cranes across the plot as well as playing on various outdoor instruments. Heiti verks: Leikskólinn Undraland Hveragerði Hvaða hönnuðir unnu verkið: Hermann Ólafsson landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Hveragerðisbær Framkvæmdaraðili: Hveragerðisbær (verktaki JÁ verk) Hvenær var það hannað: 2016 Hvenær var það framkvæmt: 2016-2017 Í hvaða sveitarfélagi er það: Hveragerðisbæ Samstarfsaðilar að hönnun verksins: ASK arkitektar

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

73


LANDHÖNNUN

HEIÐARSKÓLI

Verkefnið var afrakstur hönnunarútboðs / forvals þar sem vægi aðferðarfræði og nálgunar verkefnis var mikið. Í skólastefnu sveitarfélagsins var m.a. að finna eftirtalin áhersluatriði varðandi útfærslu skólalóða og mótun umhverfis: • að fjölbreyttum aðferðum sé beitt við uppeldi og kennslu • að jafnvægi skuli vera milli bóklegra og verklegra þátta, listgreina og hreyfingar • að vinna skuli markvisst að umhverfismennt í öllu skólastarfi • að útbúa skuli aðstöðu til útináms og kennslu Meðfylgjandi er úrdráttur úr „Leiðarljósi landslagsarkitekts“ fyrir verkefnið en gaman er að bera saman að hve miklu leyti hugmyndafræðin skilaði sér svo í lóðina á endanum! “Eitt af meginforsendum vistlegrar útiveru er skjól. Stefnt skal að myndun skjóls með samspili milli mótunar

lands, skjólgróðurs á lóð, skógræktar í nánasta umhverfi, og byggingu skjólveggja á mikilvægum stöðum. Nálægð við ánna ætti að geta verið vettvangur tilrauna af ýmsu tagi. E.t.v. mætti með litlu raski mynda lítið lón í tengslum við ánna sem leitt gæti til fjölbreyttara vistkerfis. Á skólalóð mætti vel hugsa sér aðstöðu til m.a. • samveru, t.d. setkrókar, leiktæki með fjölbreytta notkun, skýli gegn regni • íþrótta- og leikfimiiðkunar sem gæti nýst við íþróttakennslu og aukið fjölbreytni í henni, t.d. klifurtæki, jafnvægisslár ásamt malbikuðum íþróttavöllum fyrir körfubolta o.fl. ásamt hugsanlegum gerfigrasvelli fyrir hand- og fótbolta • rannsókna/athuganna t.d. ræktunarreitir, opnar rennur fyrir yfirborðsvatn, fuglahús og vindbelgur!

74 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

• listsköpunar, t.d. vegg (skjólveggi) til myndskreytinga, stall fyrir “myndlistaverk ársins úr smíðaveri” og e.t.v. svæði fyrir landslagslist! • sýninga og uppákoma t.d. svið, pallur eða grifja” When designing the school ground, the following emphases from school policy were used: • a variety of methods used for education and teaching • balance between academic and practical factors, art and movement • to integrate environmental education into school work • the provision of facilities for teaching and learning Heiti verks: Lóð við Heiðarskóla Hvaða hönnuðir unnu verkið: Hermann Ólafsson landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Hvalfjarðarsveit Framkvæmdaraðili: Hvalfjarðarsveit Hvenær var það hannað: 2008-2009 Hvenær var það framkvæmt: 2009-2011 Í hvaða sveitarfélagi er það: Hvalfjarðarsveit Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Studio Strik arkitektar


VSÓ RÁÐGJÖF / LANDMÓTUN

KRINGSJÅ

Verkefnið fólst í lóðarhönnun nýrrar skólabyggingar sem hýsir sérdeild fyrir nemendur með einhverfugreiningu. Nýja skólabyggingin er aðlöguð að fyrirliggjandi skólalóð og skólabyggingum barnaskólans við Kringsjá. Um er að ræða einingahús s.k.Superkube á tveimur hæðum með lokuðu útirými sem hægt er að opna út á skólalóðina. Lóðin er aðalútisvæði fyrir 120 nemendur sérdeildarinnar sem eru á fjölbreyttum aldri. Útisvæði sérdeildar er lítið en lagt var upp úr að hafa góð sjónræn tengsl út á skólalóðina til að gefa rýmistilfinningu. Verkkaupi óskaði eftir keyranlegri aðkomuleið inn á yfirbyggt svæði

sem væri lokað af til að taka á móti nemendum sem koma með akstursþjónustu í skólann. Lögð var áhersla á það af verkkaupa að byggingin og útisvæði féllu vel að skólasvæðinu og yfirbragði nágrannabyggðar. Markmið hönnuða var að skapa örugg og þægileg útisvæði, lögð var áhersla á þarfir notendahópsins og aðstaða sniðin að þörfum einstaklinga með einhverfu. Efnisnotkun er fjölbreytt til að skapa ólík rými og lagt upp úr því að hafa fleiri gönguleiðir á milli staða og rýma. Litanotkun er dempuð og jarðbundin. Dvalarrými eru björt og setbekkir staðsettir með afskermun gróðurs eða segldúka.

Adapting the new school building to the schoolyard of Kringsjå, Norway and designing a small space school garden for students with autism. The aim of the design is to give the user group quality space designed with specially chosen colors and proportioned spaces, with a rich availability of small pocket rooms with shelter and safe backdrops. Heiti verks: Kringsjå grunnskóli, Osló, Noregi. Hvaða hönnuðir unnu verkið: Aðaheiður Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir og Fríða Björg Eðvarðsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Skólaskrifstofa Oslóborgar, Undervisningsbygg Framkvæmdaraðili: Skaaret Landskap AS Hvenær var það hannað: 2014-2015 Hvenær var það framkvæmt: 2015-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Sveitarfélagið Osló Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Arkitekt: ArkUno Nina Tendal, Jarðtækni: Boro Bygg, Lagnir: Ingenia, Lýsing: Åf consult, Burðarþol: Norconsult. Ráðgjafi við lóðarhönnun: Áslaug Melax einhverfuráðgjafi.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

75


LANDMÓTUN

DALSKÓLI

Árið 2014 hlaut tillaga VA arkitekta ásamt Landmótun og verkfræðistofunni Eflu fyrstu verðlaun í tveggja þrepa hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og AÍ um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal. Fyrsti áfangi lóðaframkvæmda er fyrir elsta stig leikskólans. Skólinn liggur meðfram Úlfarsbraut og í lóðinni er mikill hæðarmunur sem unnið hefur verið með til að tryggja aðgengi allra um svæðið. Í hönnun var lögð áhersla á tengingu skólalóðarinnar við dalinn, þar sem leitast var við að mynda mjúk skil á milli

lóðar og náttúrunnar. Unnið er með blágrænar ofanvatnslausnir og yfirborðsvatni safnað saman og veitt út í núverandi votlendi neðan lóðar. Með markvissri gróðursetningu er leitast við að fá náttúruna til að fljóta inn í jaðra lóðarinnar en næst byggingunni eru harðir fletir. Setstallar úr lerki sunnan við bygginguna taka upp hæðarmun í lóð og mynda í senn áhorfendapalla, dvalarsvæði og tækifæri til ýmissa leikja. Stígar um lóðina skipta svæðinu upp í mismunandi rými með leikmöguleikum, með áherslu á frjálsan leik í jaðrinum.

76 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

New kindergarten and school ground. The design focused on different spaces, indicated with floor material and use of vegetation. There are possibilities for various movements and activities, free games and ball playing. Different sitting areas in the school “square” provide a place for togetherness as well as solitude, using benches to create spaces. The use of colour and universal design makes the area welcoming, safe and easy to use. Heiti verks: Dalskóli Leik- og grunnskólalóð í Reykjavík - 1.áfangi Hvaða hönnuðir unnu verkið: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Reykjavíkurborg Framkvæmdaraðili: Garðvélar ehf Hvenær var það hannað: 2015-2017 Hvenær var það framkvæmt: 2016-2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: VA arkitektar og VSÓ ráðgjöf Drónamynd: Gunnar Þór Gunnarsson


HORNSTEINAR

MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ - ENDURBÆTUR Á ÚTGARÐI

Gagngerar endurbætur voru gerðar sumarið 2010 á Útgarði; stóra garðrýminu (550m 2) í miðri skólabyggingu Menntaskólans við Hamrahlíð. Garðurinn var fyrir löngu úr sér vaxinn; lítið augnayndi og vart nýttur innan skólastarfsins, nema þá helst sem geymslusvæði. Við endurbæturnar var grysjað stórum hluta trjánna, en lykiltrjám haldið eftir. Hringlaga misstórar umgjarðir/tunnur úr cortens-stáli liggja nú utan um hvert tré og setja sterkan svip á rýmið allt. Árstíðabundnum lággróðri - bæði runna- og fjölærum gróðri - fylla stáltunnurnar þannig að garðurinn tekur á sig síbreytilega mynd og liti. Hellulagður upplýstur miðjuás liggur eftir garðinum, sem nýtist til ýmissa

uppákoma og útikennslu í daglegu skólahaldi. Þrjár göngubrýr tengja garð við kennslustofur, en opnað hefur einnig verið út í garðinn úr almennu miðjurými skólans; Miðgarði. Garðurinn er í dag opinn og bjartur og hefur á ný öðlast hlutverk og gildi innan lærdómssamféalgsins. Heiti verks: Menntaskólinn við Hamrahlíð - Endurbætur á Útgarði Hvaða hönnuðir unnu verkið: Hornsteinar arkitektar Alistair Macintyre, landslagsarkitekt/myndlistarmaður, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt MLI FÍLA og Sigríður Brynjólfsdóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Fasteignir ríkissjóðs (nú Ríkiseignir) Framkvæmdaraðili: Borgargarðar Hvenær var það hannað: 2009 Hvenær var það framkvæmt: 2009-2010 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Borgargarðar (verktaki)

The courtyard had long ceased to be part of college life, was overgrown, inaccessible and aesthetically unappealing. Much of the existing poor quality tree cover was removed. Low corten steel drums were placed around the remaining trees to make a strong visual statement within the space. Seasonal herbaceous and groundcover species were planted in each drum, lending the garden ever-changing colour throughout the year. The courtyard is now open, accessible and bright, and has re-established itself as an integral part of daily college life.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

77


VSÓ RÁÐGJÖF

SPIKKESTAD UNGDOMSSKOLE

Spikkestad ungdomsskole er hannaður til að geta tekið á móti tæplega þúsund nemendum í 8., 9. og 10. bekk ásamt 80 starfsmönnum, gamlar og úreltar byggingar (samtals 6000m 2) viku fyrir nýrri, stærri og nútímavæddri skólabyggingu. Þetta var flókið verkefni þar sem kennsla hélt áfram og skólinn í fullum reksti þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir. Nýja skólabyggingin er 6500m2 og tengd með yfirbyggðri göngubrú við nærliggjandi íþróttamiðstöð og eru veitinga- og þjónusturými samnýtt. Heildarstærð lóðar er um 2,3ha. Góðar tengingar eru við almenningssamgöngur og hjólastígakerfi sveitarfélagsins. Í hugmyndavinnu lóðarinnar var fundað með kennurum og nemendaráði.

Eindregnar óskir voru að leggja áherslu á íþróttir og bjóða upp á sérstakan frjálsíþróttavöll og nýta stærð lóðarinnar með hlaupabraut og æfingasvæðum. Byggingin stendur á súlum og var lagt upvp úr því að nýta hálf inndregin rými til dvalarsvæða með setstöllum. Hluti af annarri hæð skólans stendur á súlum og útisvæðið sem myndaðist þar undir var m.a. nýtt til útikennslu. Verkkaupi lagði mikla áherslu á tengingu lóðar við aðliggjandi byggð og var lagt upp úr rólegum opnum grænum svæðum. Ennfremur var mikil áskorun þegar kom að afvötnun lóðarinnar, lítill hæðarmunur er innan lóðar og afvötnun þurfti öll að leysast innan lóðar með halla út í græn svæði.

78 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The main goal of the design was to create attractive outdoor spaces with a focus on sport and outdoor teaching around the new and ambitious preliminary school building in the town of Spikkestad, Norway.

Heiti verks: Spikkestad gagnfræðiskóli Røyken, Noregi Hvaða hönnuðir unnu verkið: Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Ásta Camilla Gylfadóttir, Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Røyken Eiendom AS Framkvæmdaraðili: Bermingrud Entreprenør BVT AS. Hvenær var það hannað: 2013-2015 Hvenær var það framkvæmt: 2014-2015 Í hvaða sveitarfélagi er það: Røyken kommune Samstarfsaðilar að hönnun verksins: MAP Arkitekter AS Guttormur Magnússon, VSO Consulting með jarðtækni, burðarþol, lagnir, lýsingu og verkefnastjórnun.


KANON ARKITEKTAR

FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

Verkefnið byggir á tillögu A2F arkitekta sem varð hlutskörpust í opinni framkvæmdasamkeppni sem haldin var árið 2010 á vegum framkvæmdasýslu ríkisins og Mosfellsbæjar í samvinnu við AÍ. Skólinn er hluti miðbæjarsvæðis og liggur milli Háholts og Vesturlandsvegar rétt undan Lágafelli. Nemendafjöldi í þessum fyrsta áfanga er um 500. Byggingin samanstendur af tveimur álmum, tengdum saman með glerbyggingu sem er í senn miðlægt aðkomu- og tengirými og samkomusvæði nemenda. Sterk tengsl eru við útirými frá öllum hæðum byggingarinnar þar sem hún virðist vaxa upp úr landinu eða er eins og landið sé að verða að byggingu. Öll umgjörð er höfð einföld, sem endurspeglar aðliggjandi landslagseinkenni. Þannig er leikið

með mörkin á milli þess manngerða og náttúrulegrar umgjarðar Lágafells að Úlfarsfelli. Hönnunarforsendur gera ráð fyrir stækkun skólans þar sem ein álma til viðbótar bætist við ásamt íþróttahúsi. This school offers learning space for up to 500 students. The building volume consists of two distinctive wings that emerges from the surrounding landscape, thus becoming integral part of it. The landscape plan is kept simple, its distinctive geometric green structures emulating the main building. The space between the two wings absorbs natural light and serves as a central circulation space. It is also an area for events and performances that can extend outside on every floor. The project is assessed under BREEAM, a leading environmental assessment.

Heiti verks: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Hvaða hönnuðir unnu verkið: Birkir Einarsson landslagsarkitekt FÍLA / MFF Verkkaupi: Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar Framkvæmdaraðili: Eykt ehf Hvenær var það framkvæmt: 2014 Í hvaða sveitarfélagi er það: Mosfellsbæ Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Arkitektar: A2F arkitektar Hönnunarstjórn: Falk Krüger og Aðalheiður Atladóttir arkitektar FAÍ Hljóðhönnun: Efla verkfræðistofa Burðaþol, loftræsting og lagnahönnun: Almenna verkfræðistofan Umhverfisráðgjöf: Almenna verkfræðistofan Lýsingarhönnun: Drekafluga Brunahönnun: VSI verkfræðistofa Listskreyting skólans: Bryndís Bolladóttir hönnuður Myndefni: Kanon arkitektar / Birkir Einarsson og A2F arkitektar / Magnús Andersen Verkefnið er vottað samkvæmt BREEAM umhverfisvottunarkerfi með einkunnina „Very Good“

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

79


LANDMÓTUN

LEIKSKÓLINN BERGHEIMAR

Hönnun á endurgerð og stækkun leikskólalóðar. Byggð var 470m2 viðbygging við skólann, reistar leiktækjageymslur og lóð endurgerð og stækkuð um 1600m2. Við hönnun lóðarinnar var lögð áhersla á gott flæði og fjölbreytileika þar sem unnið var með mismunandi efni og rými með áherslu á ímyndunarleiki. Haldið var í hraunfláka sem náttúrulegt svæði í jaðri og um miðbik lóðarinnar. Hringlaga malbikaður stígur með malarsvæði og leiktækjum í miðjunni var tengdur nýjum stígum og dvalarsvæðum.

og þar eru einnig timburverandir í skjólgóðum hornum sem gefa möguleika á að færa innileikinn út á góðviðrisdögum.

Aðkoma að öllum deildum er um lóðina. Stígar eru ýmist malbikaðir, hellulagðir eða grasslóðar. Nærsvæði yngstu barnanna eru næst byggingunni

Árið 2018 var endurgert eldra svæði næst byggingu. Allt hönnunarferlið var unnið í nánu samstarfi við leikskólastjóra og bæjaryfirvöld.

Góð yfirsýn er yfir lóðina, svið og setpallar eru á henni miðri og þeir tengjast jafnframt leik í hrauninu. Í skógarrjóðri í suðausturhorninu eru minni rými þar sem fjölbreyttir ímyndunarleikir geta farið fram, jafnframt því sem gróðurinn mun veita skjól fyrir suðaustanáttinni. Matjurtagarðar eru staðsettir á jaðri lóðarinnar.

80 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Renovation and expansion of a kindergarten playground. The design focused on “good flow” and diversity, using different materials and spaces with an emphasis on imagination and play. A natural lava field is intact as much as possible with small paths running along the edges. Heiti verks: Leikskólinn Bergheimar Hvaða hönnuðir unnu verkið: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Kristbjörg Traustadóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Sveitarfélagið Ölfus Framkvæmdaraðili: Grásteinn Hvenær var það hannað: 2012-2013 & 2018 Hvenær var það framkvæmt: 2013-2014 & 2018 Í hvaða sveitarfélagi er það: Ölfus Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Efla verkfræðistofa Ljósmyndir: Guðmundur J. Albertsson


YRKI ARKITEKTAR

MÖRKIN

Árið 2003 vann Yrki boðsamkeppni í að byggja þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili í Mörkinni. Markmið tillögunnar var að skapa friðsælt lítið þorp fyrir eldri borgara í skjóli fyrir umferð og veðri. Markarholt á að veita öryggi og ánægju og um leið að vera lifandi opið samfélag fyrir íbúa, gesti þeirra og eldri borgara sem koma þangað til dagsvistar. Mikið var unnið með hljóðvist og er þjónustumiðstöð byggð inn í landið til að skapa útivistarsvæði í garði henni tengdri. Yfirborð gólfs og garðs er þannig neðar en núverandi landhæð en með því fæst meiri kyrrð og skjól á útivistarsvæði, þar sem vindar og hljóð frá umferðinni ná ekki yfir manir og niður í garðana. Íbúðarbyggðin er mishá og skapast fjölbreytileiki í byggingunum sem veita meiri birtu inn á milli klasanna. Þakgarðar sem eru með aðgengi fyrir alla og

þjónustukjarni sem tengir allt saman. Fyrsti áfangi var 78 þjónustuíbúðir aldraðara sem vorur tilbúnar 2007. Annar áfanginn var hjúkrunarheimili með 113 herbergjum sem reis á árunum 2008 til 2010. Þriðji áfanginn var þjónustukringla sem tengdi saman þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili.

In the year 2003 Yrki won a competition to design buildings for senior people and a nursing home. The first phase was completed in 2007 and 78 flats for seniors were built. 113 nursing home flats were completed in the second phase in the years 20082010. In the third phase a service area that connects everything together was completed.

Heiti verks: Mörkin Staðsetning: Reykjavík Hvaða hönnuðir unnu verkið: Yrki arktitektar Verkkaupi: Hjúkrunarheimili; Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið ásamt Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þjónustuíbúðir og þjónustukringla; Mörkin, Nýsir og Grund Framkvæmdaraðili: Mörkin, Nýsir og Grund Hvenær var það hannað: 2003, 2008, 2015 Hvenær var það framkvæmt: 2003-2018 Samstarfsaðilar að hönnun verksins: : Hönnun hf, VJI, Landslag ehf, Mannvit, JÁVERK, Akustikon Hljóðtækniráðgjöf ehf, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf., Verkís, Hnit, Verkhönnun

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

81


DLD - DAGNÝ LAND DESIGN

BRAGGINN Í NAUTHÓLSVÍK

Bragginn í Nauthólsvík sem hér um ræðir er endurbygging bragga sem var upphaflega reistur í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, á árunum 194445, og var hluti af svokölluðum flutningsbúðum (e. Transit Camp). Þyrping bragga og samtengdra bygginga mynduðu búðirnar, þær voru gistibúðir með svefnskálum fyrir allt að 90 manns, setustofum, matsal, eldhúsi og fleiru. Eftir stríð á árunum 1946-1951 voru búðirnar reknar sem flugvallarhótel og í allnokkur ár eftir lokun hótelsins voru salirnir nýttir fyrir dansleiki. Alls reistu bresku og bandarísku setuliðin 12.000 bogaskála, bragga, vítt og breitt um landið til íbúðar eða til annara umsvifa fyrir liðsmenn sína. Í þessum tiltekna bragga í Nauthólsvík var setustofa og matsalur, það á því vel við að endurgera hann sem veitingastað. Bragginn tengist tveimur

öðrum endurnýjuðum byggingum, Náðhúsið er annað þeirra sem verður nýtt sem fjölnota salur og skálinn er hitt sem hýsir frumkvöðlasetur HR. Reykjavíkurborg er eigandi húsanna en Háskólinn í Reykjavík leigir byggingarnar. Við hönnun lóðarinnar var haft að leiðarljósi að nýta efni úr upprunalega bragganum og endurskapa stemmingu frá þeim tíma sem hann var byggður. Lóðin endurspeglar braggabogaformið á lárétta vegu, með fimm bogadregnum rýmum, sem mynduð eru með stálbitum og klæðningu úr upprunalega bragganum. Fang bekkurinn í bogarýmunum er hönnun DLD, úr íslenskum skógarvið smíðaðir á verkstæðum Litla Hrauns. Gegndræpt yfirborðsefni úr samlímdum fjörusteinum frá Hornafirði er afrakstur þróunarverkefnis DLD í samvinnu við Garðvélar og Gný.

82 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Kantsteinar eru endurnýttir burðarbitar úr gamla bragganum og til að skapa strandstemmingu við setsvæðin eru há strá er minna á melgresi. Lýsing er lágstemmd og ljósastaurar úr tré í anda þess tíma er braggarnir voru byggðir. Bragginn is a renovated building from the second world war. It housed a canteen and lounge in its previous use. The outdoor design focuses on the memorials of the old house, by reusing materials from the old building. The shape of the special round roof is repeated in the outdoor sheltered spaces, made of the steel construction and cladding from the demolished old house. Heiti verks: Bragginn í Nauthólsvík - lóð Staðsetning: Reykjavík Hvaða hönnuðir unnu verkið: Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi:Reykjavíkurborg Framkvæmdaraðili lóðar: Garðvélar ehf Byggingaverktaki: Smiðurinn þinn sf. Hvenær var það hannað: 2016-2017 Hvenær var það framkvæmt: 2017-2018 Samstarfsaðilar að hönnun verksins: við endurgerð húsa; Arkibúllan og Efla verkfræðistofa. Ágúst Gunnlaugsson lýsingarhönnuður.


LANDLÍNUR

ENGLENDINGAVÍK

Mynd: Gunnlaugur A. Björnsson

Mynd: Gunnlaugur A. Björnsson

Mynd: Gunnlaugur A. Björnsson

Menningar- og listamiðstöðin Brúðuheimar var opnuð í Englendingavík í Borgarnesi árið 2010. Það voru þau Bernd Ogrodnik, leikbrúðumeistari og eiginkona hans, Hildur Jónsdóttir, sem fóru af stað með verkefnið. Starfsemin með veitinga- og sýningarhaldi var í þremur friðuðum húsum, sem voru gerð upp í því sem næst upprunalegri mynd. Staðurinn er við Englendingavík og þaðan er fallegt útsýni yfir á Litlu Brákarey. Víkin snýr á móti suð-vestri og er kvöldsólin einstaklega falleg á þessum stað. Fyrir neðan húsin eru leifar af gamalli steinbryggju sem notuð var áður fyrir vöru- og fólksflutninga. Leiðir að Englendingavík eru fyrir gangandi meðfram ströndinni, en einnig að ofanverðu frá Skúlagötu. Mikill hæðarmismunur er frá Skúlagötu

og niður í Englendingavík. Aðkoman þar að ofan var gerð með timburstiga sem var felldur að kletti sem afmarkar rými milli veitingastaðar og svokallaðs pakkhúss. Verönd við veitingastaðinn nýtist vel á góðviðrisdögum. Tröppur sem liggja frá veitingastaðnum og niður á veröndina eru endurgerðar í samræmi við ljósmynd sem tekin var árið 1892.Til að koma inn gróðri voru hannaðir litlir plöntukassar úr timbri sem hægt var að færa til eftir hentugleika. Áhersla var á það við hönnun svæðisins að nota efnivið sem samræmdist stemningu staðarins, þessarar gömlu miðstöðvar fólks og vöruflutninga og var því timbur og grjót í hleðslur fyrir valinu.

The 19th century buildings in Englendingavík were renovated in the early 21st century to accommodate a centre for cuisine, culture and arts. Renovations of the surroundings aimed to respect the history of retail and transport and thus are characterised by stonewalls and lumber decks. Forgotten, wooden steps, shown on a 19th century photo were reinstalled to connect the restaurant to a wonderful, southwest facing patio. Wooden steps were also installed to connect to the street looming high aboved. Heiti verks: Englendingavík Hvaða hönnuðir unnu verkið: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Ulla R. Pedersen, landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Fígúra ehf. Framkvæmdaraðili: Unnsteinn Elíasson, grjóthleðslumaður sá um hleðslur og Byggingarfélagið Nýverk ehf. sá um smíði. Hvenær var það hannað: Árið 2010 Hvenær var það framkvæmt: Árið 2010 Í hvaða sveitarfélagi er það: Borgarbyggð

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

83


TEIKNISTOFAN STORÐ

HJÚKRUNARHEIMILIÐ HULDUHLÍÐ

Verkefnið var niðurstaða hönnunarsamkeppni þar sem 2. sæti var valið til útfærslu og er mannvirkið hluti af nýrri aðkomu og ásýnd þéttbýlisins á Eskifirði. Við hönnun lóðarinnar var unnið með hugmyndafræði um læknandi umhverfi sem byggir á rannsóknum og vinnuaðferðum til að skapa aðlaðandi útisvæði sem höfðar til þeirra sem þar búa og lætur fólki líða vel. Út frá hverri íbúð er verönd sem myndar eigið svæði, en er í góðum tengslum við aðliggjandi svæði, þannig að íbúarnir geti fylgst með því sem er að gerast í umhverfi þess. Lögð er rík áhersla á að gönguleiðir séu margar, bæði stuttar og langar þannig að íbúar geti hreyft sig innan lóðar á sínum eigin forsendum eða með aðstoð. Með landmótun, stígagerð og fallegu umhverfi er jafnframt ætlunin að lóðin dragi til sín mannlíf og að börn komi á svæðið til leikja og útiveru þannig að svæðið og lóðin verði hluti af samfélaginu.

Á norðurhluta lóðarinnar er að finna skrúðgarð sem með landmótun er einnig hluti af varnarmannvirkjum norðan við lóðina og meðfram Bleiksánni. Á milli skrúðgarðsins og byggingarinnar er “síkið” sem tekur við vatnavexti og krapaflóðum til að beina þeim framhjá húsinu. Yfir síkið er timburbrú sem liggur að “kastalanum” þar sem íbúarnir dvelja áhyggjulausir. Rík áhersla á að skapa skjólgóð svæði þar sem hægt er að setjast niður og njóta útiveru. En mikilvægt að byrgja ekki um of sýn út fyrir lóðina til suðurs og austurs. Í gróðurvali eru notuð tré, runnar og fjölæringar sem vekur áhuga fyrir liti, áferð, blómgun, ber, fegurð og notagildi. Gróður sem dregur til sín fuglalíf og yngri kynslóðir íbúa á Eskifirði vegna berja og fleiri hluta sem draga til sín mannlíf.

84 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The site is designed with the ideology of a healing gardens that is based on research and working methods to create attractive outdoor areas that appeal to those living there and make people feel comfortable in the outdoor areas. The area is also an open space for all, where people can use it and the site becomes part of society.

Heiti verks: Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði Hvaða hönnuðir unnu verkið: Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt FÍLA og Katrín Pétursdóttir nemi í borgarhönnun Verkkaupi: Framkvæmdasýsla ríkisins og Fjarðarbyggð Framkvæmdaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins Hvenær var það hannað: 2011 Hvenær var það framkvæmt: 2012-2014 Í hvaða sveitarfélagi er það: Fjarðarbyggð Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Sigríður Ólafsdóttir arkitekt AÍ, Gríma arkitektar ehf (áður Studio Strik ehf), VSÓ ráðgjöf hf.


HORNSTEINAR

LAUGARNESKIRKJA

Á árinu 2008 hófust framkvæmdir við umhverfisbætur á aðkomusvæðinu fyrir framan Laugarneskirkju, þar sem þungamiðjan er kirkjutorg í umgjörð hlaðinna grágrýtisveggja.Torgið tengir saman kirkjuna annars vegar og græna svæðið utan dyra hins vegar og festir byggingu við umhverfi sitt. Hellumynstur torgsins sækir fyrirmynd sína til tákn kristninnar; krossins, sem hefur verið spunnið og fléttað saman með mismunandi hellum. Við umhverfisbæturnar voru eftirfarandi megin markmið höfð í huga: Að móta umhverfi sem er einfalt í uppbyggingu; telst staðarprýði og

verðugur hluti Laugarneskirkju. Að tryggja aðgengi og öryggi þeirra sem um svæðið fara, m.a. með upplýstum göngu-og aðkomuleiðum. Að stuðla að kostnaðargát með áherslu á hagkvæma og einfalda efnisnotkun, efni sem falla vela ð umhverfi sínu, spila vel saman innbyrðis og hæfa því hlutverki sem þeim er ætlað að gegna. Torgið hefur reynst afar vel í kirkjustarfinu öllu og verið lifandi vettvangur fyrir alls kyns uppákomur, viðhafnir og hátíðarhöld.

Environmental refurbishment around a local church, consisting primarily of a square – a gathering and sitting space - , flanked by stone walls, new carparking and upgrading, of paths. The objective that would serve as an embellishment to the broader locality, as well as providing a versaltile, functioning outdoor space for church-goers and church events. Heiti verks: Laugarneskirkja - umhverfisbætur Hvaða hönnuðir unnu verkið: Alistair Macintyre landslagsarkitekt/myndlistarmaður, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt MLI FÍLA, Sigríður Brynjólfsdóttir og Björn Jóhannsson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Reykjavíkurborg Framkvæmdaraðili: Reykjavíkurborg Hvenær var það hannað: 2007 Hvenær var það framkvæmt: 2008 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: VGK – HÖNNUN verkfræðistofa (nú Mannvit verkfræðistofa), OR

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

85


VSÓ RÁÐGJÖF

FINSAL SYKEHJEM

Finsalmiðstöðin er ný heilsustofnun með 12 leguplássum og sjúkradeild auk 28 íbúðarrýma og þjónusturýmis fyrir aldraða og öryrkja. Byggingin er reist neðan við aðliggjandi heilsustofnun, þannig að við hönnun og framkvæmd þurfti að huga að því að útsýni eða birta til eldri byggingar myndi ekki skerðast. Gamla og nýja húsið voru tengd saman með undirgöngum og lyftu. Lögð var áhersla á í öllu hönnunarog framkvæmdarferlinu að vernda núverandi gróður og vistkerfi. Aðlaga þurfti lóð að aðliggjandi verndarsvæði og ánni sem rennur samhliða lóðarmörkum, og er vernduð og mikilvæg sökum fuglalífs.

Verkkaupi lagði mikla áherslu á að allar gönguleiðir og útisvæði væri hannað út frá kröfum um algilda hönnun (aðgengi fyrir alla). Hæðarmismunur í lóð og útfærsla kallaði á háa stoðveggi, það var ákveðið að vanda vel til og gera þá að bakgrunni garðsvæðisins með innfelldri lýsingu og gosbrunni sem er útfærður eins og foss út úr steinveggnum. Myndlistarmaður hannaði myndverk sem fest var upp á stoðveggina. Við sjúkradeildina, sem er lokuð deild fyrir heilabilaða, var hannaður skynjunargarður með fjölbreyttum gróðurbeðum sem leika við öll skynjunarfæri mannsins, upphækkuðum gróðurbeðum, vinnurýmum og eldstæði. Í skynjunargarðinum var einnig útbúin gönguleið með vönduðu og sléttu yfirborði.

86 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The Finsal Health Center is attached to the existing hospital. The project involved designing a new health center with rooms for clients with dementia, in addition to 28 new flats for long time care. Small scale healing gardens were designed with a direct view to a protected bird reservoir. Runoff water is led to planting areas and to small vegetated pond areas. The site is steeply sloped, and walkways had to be laid in long curves giving the possibility of small social pockets with views over park areas. Heiti verks: Finsal heilsustofnun, Hamar, Noregi Hvaða hönnuðir unnu verkið: Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Ásta Camilla Gylfadóttir og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Sveitarfélagið Hamar , Noregi Framkvæmdaraðili: ØM Fjeld as Hvenær var það hannað: 2013-2014 Hvenær var það framkvæmt: 2015-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Hamar kommune Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Arkitekt: MAP Ark Guttormur Magnússon; Jarðtækni, lagnir, lýsing, burðarþol: VSÓ Consulting as


LANDHÖNNUN

FANGELSIÐ HÓLMSHEIÐI

Fangelsið á Hólmsheiði er 56 klefa gæsluvarðhalds-, kvenna og móttökufangelsi. Arkitekt og aðalhönnuðir voru Arkís arkitektar, en tillaga þeirra varð í 1. sæti í opinni samkeppni. Verkið var tilnefnt til Mies van der Rohe verðlaunanna í byggingalist 2017 og til Menningarverðlauna DV 2016. Einnig valið sem eitt 30 fyrirmyndarverkefna Nordic Built 2015. Fangelsið samanstendur af átta álmum. Utan við sex þeirra eru dvalarrými með gróðurreit og körfuboltavelli. Inni á milli álma eru síðan ýmiskonar dvalarrými fanga, flest með trépalli og gróðurbeðum. Stærst þeirra eru garðrými við álmu kvennafangelsis. Þau innihalda m.a. aðstöðu til líkamsræktar og matjurtaræktunar. Áhersla var lögð á að bygging og lóð félli vel að náttúrulegum aðstæðum í kring. Nærsvæði voru tyrfð með lyngþökum en öryggissvæði utar á lóð tilsáð með úthagagrasi. Yfirborðsvatn er meðhöndlað á lóð og leitt í settjörn.

Við gróðurval var lögð áhersla á íslenskar tegundir auk furu sem mikið er af á Hólmsheiði. Haldin var sérstök samkeppni um listskreytingu fangelsisins sem þær Anna Hallin og Olga Bergmann unnu. Þemað var íslenskir fuglar og voru m.a. gerðar línur í útveggi sem endurspegla flugferla íslenskra fugla. Þá var einnig komið fyrir trjásafni og fuglahúsum á lóð sem fylgjast má með úr eftirlitsmyndavél. Heiti verks: Fangelsi á Hólmsheiði Hvaða hönnuðir unnu verkið: Arkitekt og aðalhönnuður, Arkís arkitektar, Björn Guðbrandsson. Umsjón með lóðarhönnun hafði Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi: Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. Innanríkisráðuneytis. Framkvæmdaraðili: Verktaki húss og lóðar var ÍAV. Hvenær var það hannað: 2012-2013 Hvenær var það framkvæmt: 2013-2016 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Burðarþol, lagnir og hljóðhönnun, Mannvit hf. Rafkerfi og öryggishönnun, Verkís hf. Brunahönnun, Lota ehf (áður VSÍ) Listskreyting, Berghall ehf, Anna Hallin & Olga Bergmann

Hólmsheiði Prison. 56 cell custodial-, short sentence-, and woman‘s prison in Reykjavík. The prison consists of eight limbs. Outside six of them there is a garden space with greenery and a basketball court. Between buildings there are a variety of sheltered space, mostly with wooden pallets and vegetation. The main garden spaces are outside the female prison. They contain, inter alia, fitness facilities and breeding facilities. Surface water is treated on a plot and led to a settler. During the vegetation, Icelandic species were added as well as pine as planted around in Hólmsheiði.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

87


HORNSTEINAR

HÁSKÓLATORG-GRÓÐURVEGGURINN Í NÝJA STÚDENTAKJALLARANUM

Eitt af því sem gerir landið okkar svo frábrugðið öðrum stöðum er yfirborð þess áferð og ásjóna; misþykk jarðlög og litbrigði sem oft minna á ofin klæði. Áferð sem undirstrikar og dregur fram landform og hæðarlínur, ljós og skugga. Og skalinn er allaveganna; frá hinu stórbrotna og grófa til hins agnarsmáa og fíngerða. Gróðurveggurinn í „nýja“ stúdenta-kjallara HÍ er enginn undantekning. Hann er er lifandi veggur mismunandi áferða, litbrigða og forma. Upphaflegi stúdentakjallarinn var rekinn í rúm 30 ár í tengibyggingu á milli Stúdentaheimilisins við Hringbraut og Gamla Garðs. Þegar Háskólatorg var tekið í notkun, var Kjallaranum lokað og húsnæðinu breytt í kennsluhúsnæði. Árið 2011 var ákveðið að stækka hið geysivinsæla Háskólatorg. Nýr stúdentajallari yrði hluti af þeirri stækkun. Finna þurfti rétta taktinn hjartsláttinn sem ríkt hafði á gamla staðnum -, en samt skyldi nýi Kjallarinn hafa sín eigin einkenni og vera í takt við tíðarandan. Vistvæni og sjálbærni skyldu m.a. vera eitt af einkennum staðarins.

Hugmyndin að gróðurvegg kom snemma fram í vinnuferli arkitektana. Svona veggur hafði aldrei verið byggður áður hér á landi áður og var því leitað fanga erlendis, m.a. að heppilegu veggkerfi. Veggurinn er ekki stór að umfangi – aðeins 16m 2 –, en hann setur óneitanlega sterkan svip á allt rýmið. Hann er kennileiti staðarins. Veggkerfið er einfalt; dúkur með áföstum vösum sem strengdur er á stálramma. Sjálfvirkt vökvunarkerfi er innbyggt í rammann. Í hverjum vasa er komið fyrir einni plöntu og einum áburðarpoka. Við val á gróðri var áhersla lögð á gróður sem auðvelt er að útvega hér heima og skipta út við afföll. Hann átti að vera grænn, með misgrænum litbrigðum tóna og laufblaða, þola skugga og mismunandi birtu- og hitastig. Heildarfjöldi plantna í veggnum er um 380 og eru 7 gróðurtegundir undirstaða hans. Almennt viðhald veggjarins fer fram á 2ja mánaða fresti og fellst m.a. í klippingu plantanna þannig að vöxtur þeirra öflugustu er heftur. Þannig fæst líka meiri þéttleiki í vegginn.

88 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Gróðurveggurinn er sannkallaður staðarpýði og fær að vera í friði þrátt fyrir glaðværa og stundun uppátektasama stúdenta og gesti þeirra. Í dag, rúmum fimm árum eftir að nýji stúdentakjallarinn var opnaður, hefur hann sannarlega fest sig í sessi. Hann er gríðarlega vinæll. Þykir hipp og kúl. Og þar inni er lifandi veggurinn með laufin sín grænu. In the design for the new Student Union bar, a green „living wall“ forms the heartbeat of this busy, well-used space. At just 16m2 it is not large but imposing and intriuing, with its myriad greens, forms and textures. Permanentely lush but ever shifting in detail, it provides endless focus and delight for the eye, and is the first of its kind in Iceland. Heiti verks: Háskólatorg - Gróðurveggurinn í nýja Stúdentakjallaranum Hvaða hönnuðir unnu verkið: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt MLI FÍLA Verkkaupi: Félagsstofnun stúdenta (FS) Framkvæmdaraðili: Félagsstofnun stúdenta (FS) Hvenær var það hannað: 2012 Hvenær var það framkvæmt: 2012-2013 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Hornsteinar arkitektar, Copinj Consultants og Blómaval


HORNSTEINAR

HÁSKÓLATORG

Háskólatorg er staðsett við Aðalbyggingu Háskóla Íslands, á tveimur lóðum er báðar liggja að Alexandersstíg. Í Háskólatorgi fer fram fjölbreytt starfsemi, sem tengist aðliggjandi byggingum á skilvirkan hátt, svo að til verður brennipunktur þar sem ólíkir þættir skólastarfsins koma saman. Árið 2005 var efnt til lokaðrar samkeppni um Háskólatorg og unnu Hornsteinar arkitektar 1.sæti. Við mótun lóðar og umhverfis er lögð áhersla á látlaust yfirbragð og einfalda efnisnotkun, svo sem einkennir Háskólasvæðið í dag. Hellulagðar stéttar tengjast aðalinngöngum bygginganna og aðlægum göngustígum, en yfirborð er að öðru leyti þakið grasi og þveginni sjávarmöl. Rík áhersla er lögð á virkt samspil útiog innirýma. Forhlaðið við Háskólatorgið er þungamiðja lóðarinnar; spegilmynd sjálfs Torgsins - og liggur einkar vel við sólarátt. Útlínur þess eru rammaðar inn af trjágöngum Alexandersstígs

til suðausturs og 2m stoðvegg til norðvesturs, sem grípur um stíginn og tryggir skjólmyndun á góðviðrisdögum; stígurinn verður áfram mikilvægt kennileiti Háskólasvæðisins en jafnframt lifandi hluti Torgsins. Yfirborð forhlaðsins og Torgsins flæða saman. Þar er hægt að njóta útiveitinga en jafnframt er hlaðið vettvangur fyrir margvíslega viðburði. Hnitmiðuð notkun útilýsingar ljær þessum reit sérstakan blæ, allt að því ævintýralegt yfirbragð þegar svo ber undir. Áhersla er lögð á öruggt og hindranalaust flæði gangandi vegfarenda að Háskólatorgi og greið tengsl við göngustíga og bílastæði Háskólasvæðisins. Með einfaldri en fágaðri efnisnotkun er dregið fram mikilvægi kostnaðargátar varðandi rekstur lóðar og opinna svæða; valin eru efni, sem hæfa umhverfi sínu og falla vel hvert að öðru.

In 2006 Hornsteinar Architects won a closed competition, for the Unversity of Iceland´s new University Centre and Faculty Buildings. The core principle of the winning proposal was flow and movement: conectivity, flexibiity and vibrant exchange. The intention was to create a close dialogue between the proposed new structures and the existing campus buildings bringing people, events and ideas closer together. The exterior spaces, too, reflect this approach.

Heiti verks: Háskólatorg umhverfissmótun Hvaða hönnuðir unnu verkið: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt MLI FÍLA Verkkaupi: Háskóli Íslands og Framkvæmdasýsla ríkisins Framkvæmdaraðili:Háskóli Íslands og Framkvæmdasýsla ríkisins Hvenær var það hannað: 2006-2007 Hvenær var það framkvæmt: 2007-2008 Í hvaða sveitarfélagi er það: Reykjavík Samstarfsaðilar að hönnun verksins: ÍAV og Almenna verkfræðistofan (nú Verkís)

Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar 2010 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

89


LANDSLAG EHF.

Náttúrufræðistofnun Urriðaholti

Hús Náttúrúfræðistofnunar Íslands var fyrsta byggingin sem reist var í Urriðaholti en stofnunin hafði áður verið í leiguhúsnæði við Hlemm í fimm áratugi. Með hliðsjón af eðli starfsemi stofnunarinnar var mikil áhersla lögð á að hönnun húss og lóðar grundvallaðist á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Hús Náttúrúfræðistofnunar er eitt af fyrstu húsum hér á landi til að fá alþjóðlegu BREEAM umhverfisvottunina. Við hönnun lóðarinnar voru umhverfisáherslur í Urriðaholti hafðar að leiðarljósi. Þar má helst nefna verndun Urriðavatns með sjálfbærum vatnsbúskap en hverfið er að miklu leyti innan vatnasviðs Urriðavatns. Lagt var upp með að stærsti hluti regnvatns haldist innan lóðar og skili sér þaðan niður í jarðveginn. Á húsinu er torfþak og hluti bílastæða er lagður grassteini. Yfirborðsvatn frá lóðinni, sem ekki nær

að hripa í gegnum gegndræpt yfirborðið, er leitt í blágrænar ofanvatnslausnir hverfisins. Náttúruleg efni eru mikið notuð á lóðinni. Upphækkað beð við inngang á annari hæð eru gerð úr söguðu hraungrýti, hleðslur við garðrými eru úr tilhoggnu grágrýti og stiklur eru úr söguðu grágrýti. Við gróðurval var lögð áhersla á notkun algengra íslenskra tegunda. Í garðrýminu er lyngmói á milli stikla og íslenskt birki og víðitegundir eru ríkjandi. Heiti verks: Náttúrufræðistofnun Urriðaholti Hvaða hönnuðir unnu verkið: Þráinn Hauksson og Eiður Páll Birgisson landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Náttúrufræðihús ehf. Framkvæmdaraðili: Grásteinn Hvenær var það hannað: 2008-2010 Hvenær var það framkvæmt: 2009-2010 Í hvaða sveitarfélagi er það: Garðabæ Samstarfsaðilar: Arkís

90 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The Icelandic institute of natural history was the first building that was built in Urriðaholt. In view of the nature of the organization’s activities, it was emphasized that the design of the building and premises was based on the ideology of sustainable development. This is among the first projects in Iceland to get the international BREEAM environmental certification. Surface water, which does not penetrate through the permeable surfaces, flows to the neighborhood´s swale system which is designed to collect and clean the water before it ends up in Urriðavatn. Natural materials are widely used on the site, retaining walls are made of gray basalt and lava rock and some of the pavement is made of gray basalt. The vegetation is based on common Icelandic species.


LANDMÓTUN

HJÚKRUNARHEIMILIÐ ÍSAFOLD

Ísafold, í Sjálandshverfi í Garðabæ, er þjónustumiðstöð fyrir aldraða og hjúkrunarheimili. Byggingin er U-laga og myndar skjólríkan suðurgarð með svölum sem snúa inn í garðinn. Einnig er á lóðinni aflokaður dvalargarður, sérstaklega ætlaður heimilisfólki á lokaðri deild. Við hönnun lóðarinnar var lögð áhersla á að garðurinn gefi íbúum, gestum og starfsfólki möguleika á að njóta samvista í öðru umhverfi en innan veggja hjúkrunarheimilisins. Það gefur hvíld frá hversdagsleikanum og eykur lífsgæði. Rannsóknir hafa sýnt að það er gott, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu, að vera úti og gildir það fyrir alla aldurshópa. Unnið var sérstaklega með góð dvalarsvæði,litríkan gróður

og fjölbreyttar gönguleiðir sem jafnframt henta til þjálfunar. Í lokaða inngarðinum er unnið með upphækkuð beð, einfaldar gönguleiðir og einnig er þar sérgerð bekkjaróla sem er ákaflega vinsæl. Í almenningsrýminu er náttúruleg klöpp sem kom fram við framkvæmdirnar. Klöppin var hreinsuð og nýtt til að afmarka gönguleiðir á skemmtilegan hátt um leið og klöppin eykur á fjölbreytileika bæði hvað varðar form og liti. Gróðurinn í almenningsrýminu er ýmist í stéttum eða upphækkuðum beðum svo fólk í hjólastólum geti snert hann og notið. Einnig veitir gróðurinn ólíkar upplifanir eftir árstíðum, jafnt fyrir þá sem þar dvelja og þá sem njóta garðsins út um glugga heimilisins.

Landscape design for a nursing home and service centre for the elderly. An open, south facing garden is located between the buildings. Here we worked with natural rock formations, sitting areas, vegetation and paths. On the site there is also a special garden intended for residents of a closed ward. This garden has simple, easy walkways, raised vegetation beds and a swinging bench. The whole site, as well as the entrance areas and parking, are designed with universal design in mind. Heiti verks: Lóð við hjúkrunarheimilið Ísafold Hvaða hönnuðir unnu verkið: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Garðabær Framkvæmdaraðili: Hafnargarðurinn ehf. Hvenær var það hannað: 2011-2012 Hvenær var það framkvæmt: 2012-2013 Í hvaða sveitarfélagi er það: Garðabæ Samstarfsaðilar að hönnun verksins: THG arkitektar og Efla verkfræðistofa Ljósmyndir: Guðmundur J. Albertsson

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

91


LANDFORM

LAUGARVATN FONTANA

92 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA


Laugarvatn Fontana er náttúrulegt gufubað á Laugarvatni þar sem sjóðandi heitt vatn er beislað beint frá gufuhver og kælt til notkunar í heitum baðlaugum. Vandasamt er að hanna mannvirki þar sem virða þarf náttúrukrafta og hættur sem þeim fylgja. Gæta þurfti að raska ekki hinu náttúrulega jafnvægi hversins og vanda til allra grunnrannsókna áður en til framkvæmda kom. Markmiðið var að endurnýja gamla baðstaðinn sem var orðinn lasburða og annaði á engan hátt þeim fjölda sem heimsóttu staðinn né uppfyllti öryggiskröfur sem gera þurfti. Ákveðið var að byggja lágreista þjónustubyggingu sem félli vel að strandlengju Laugarvatns. Gufuhverir við Laugarvatn hafa verið til staðar frá ómunatíð og heimildir um gufubað og böð í Laugarvatni má finna frá árinu 1929. Í endurgerðinni voru gufuklefarnir hafðir í sömu stærð og áður. Hugmyndafræðin var að viðhalda hinum smáa skala, þéttleika gufunnar, hinni sérstæðu hveralykt og nálægð sem oft varð til þess að ókunnugt fólk fór að ræða saman í gufunni. Fontana gefur fólki tækifæri á að njóta þess að liggja í heitum laugum eða dvelja og svitna í gufu náttúrulegs jarðhitahvers um leið og það nýtur víðsýnis á staðnum er horft er til fjalla eða út yfir vatnsflöt Laugarvatns þar sem kyrrð og friður ríkir. Mannvirkið var boðið út í ágúst 2010 og var vígt þann 3. júlí 2011 undir heitinu Laugarvatn Fontana. Baðlaugar eru skreyttar með listaverkum úr granít sem hvert og eitt gegnir hlutverki í lauginni. Baðstaðurinn er í stöðugri þróun frá því að hann opnaði. Búið er að bæta við heitum náttúrupotti með sjávarnúnum steinum, útbúa bryggju og dvalarsvæði við ströndina

þannig að Fontana opni sig meir út mót Laugarvatni. Laugar og hið náttúrulega gufubað Fontana er mjög vinsælt meðal heimamanna og á vaxandi vinsældum að fagna meðal ferðamanna. Heiti verks: Laugarvatn Fontana Hvaða hönnuðir unnu verkið: Oddur Hermannsson og Svanhildur Gunnlaugsdóttir landslagsarkitektar FÍLA. Verkkaupi: Gufa ehf. Framkvæmdaraðili: SÁ-Verklausnir Hvenær var það hannað: 2007-2010. Hvenær var það framkvæmt: 2010-2011. Í hvaða sveitarfélagi er það: Bláskógabyggð. Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Verkfræðistofa Suðurnesja, Fjarhitun, Rafteiknistofa Thomasar Kaaber,Á Stofunni arkitektar, Studio strik, Listaverk Erla Þórarinsdóttir, Landform. Eftirlit: Verkþjónusta Kristjáns ehf / Verkís.

The Laugarvatn Fontana spa is based on an old bathing site which stood on top of a boiling hot spring, utilizing its emitted steam. The spa was built in 2010, and the whole area redesigned. The project’s design maintained the original sauna’s small scale, often forging conversations and interactions between strangers. The geothermal water heats the spa, the saunas have been reestablished above the hot spring, and the spa reaches into Laugarvatn lake, offering cold dives to contrast the warm steam. Laugarvatn Fontana spa is very popular amongst tourists, but more importantly, it’s still the local sauna.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

93


FORMA EHF.

LÁGAFELLSLAUG Í MOSFELLSBÆ

Markmið við hönnun lóðarinnar var að skapa nútímanlegan, skjólgóðan, fjölbreyttan og aðlaðandi sundlaugargarð, með áherslu á að tengja stíl byggingar við umhverfi sitt þannig að það fléttaðis út í yfirborðsefni. Jafnframt var það ofarlega í huga að skapa útirými sem tengdust vel innbyrðis og mynduðu auk þess heildarmynd. Gróður er markvisst valinn og notaður til að brjóta upp hart yfirborð og skapa hlýju og litrænt sjónspil tengt árstíðum. Mismunandi áferð og form gróðurs gefur einnig fjölbreytileika lifandi efnis. Útisundlaugagarður er vel staðsettur til suðurs, sól nær inn frá morgni til kvölds. Útisvæðið nýtist til virkrar afþreyingar. Umhverfis garðinn er skjólgirðing úr timbri sem er brotin upp með glerveggjum sem auka innog útsýni og sundlaugagarður tengist sínu nánasta umhverfi með gagnsæu efnisvali.

Inní sundlaugargarði er einungis notaðar gúmmíhellur sem gerir yfirborð mjúkt og þægilegt fyrir sundlaugargesti. Það er notað í þremur litum og notað markvisst til að undirstrika línulegan strúktúr í byggingum. Mynduð voru ákveðin geometrísk mynstur sem brotin eru upp með sterkri litanotkun. Auk þess eru formföstu línurnar brotnar upp með andstæðum formum sínum, af kringlóttum heitumpottum og bogaformuðum bekkjum. Við lóðarhönnun var lögð áhersla á að tengja barnapotta og rennibrautir við almenna potta, þannig að foreldra gætu setið áhyggjulausir og fylgst með börnum sínum að leik. Svæðin þar sem ærsl og leikir barna fara fram eru staðsett saman, þannig að ærsl séu í einum hluta sundlaugagarðs en jafnframt að eðlilegt flæði sé á milli allra svæði. Stuttar gönguleiðir eru í potta, rennibrautir, útisundlaug og vatnsgufu.

94 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The aim of the design was to create a modern, diverse and attractive swimming pool area, with a focus on architectural connection between the building and the site. Additionally, the emphasis was on creating outdoor spaces with good internal connections and an overall view. Vegetation is strategically placed to break up the hard surface areas and create warmth and color scenes, in connection with the seasons. A fence surrounding the area provides shelter from the elements. The fence is constructed of wood and glass which enables a view between the pool area and its surroundings.

Heiti verks: Lágafellslaug í Mosfellsbæ Hvaða hönnuðir unnu verkið: Inga Rut Gylfadóttir og Björk Guðmundsdóttir landslagsarkitektar FÍLA Verkkaupi: Mosfellsbær Framkvæmdaraðili: Ístak-Nýsir hf. Hvenær var það hannað: 2004 Hvenær var það framkvæmt: 2005-2008 Í hvaða sveitarfélagi er það: Mosfellsbæ Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Arkitektastofan Funkis, Almenna Verkfræðistofan og RTS Ljósmyndir: Kristín Couch


LANDSLAG EHF.

HELLISHEIÐARVIRKJUN 1.-6. ÁFANGAR

Landslag ehf hefur haft umsjón með frágangi yfirborðs og landmótun á virkjanasvæðinu. Landslag hefur einni séð um deiliskipulag og virkjana á Hengilssvæðinu. Við útlitshönnun virkjunarinnar var leitast var við að fella mannvirki og lagnir sem best að umhverfinu með formum, litavali og umgjörð. Gufu- og skiljuvatnslagnir eru stór hluti af sýnilegum mannvirkjum Hellisheiðarvirkjunar. Í þeim er mjög heit jarðgufa, allt að 230°C. Forsenda frá upphafi var að lagnirnar yrðu ofanjarðar. Leitast var við að láta pípur-

nar falla sem best að landslaginu og reyna að milda ásýnd þeirra eins og mögulegt var. Hönnun aðkomu- og bílastæða endurspegla form byggingarinnar. Bílastæðið er afmarkað með hlöðnum hraunvegg sem vísar til gömlu túngarðana við Kolviðarhól, en þeir eru að mestu aðeins með hlaðinn útvegg, en fyllt að með jarðvegi að innanverðu til að spara hleðsluefnið. Mikið er lagt upp úr dempaðri og óbeinni lýsingu við byggingarmannvirkin og skapa þau dulúðuga stemningu þar sem gufa frá kæliturnum í bakgrunni spilar stórt hlutverk.

Hellisheidi Geothermal Power Plant, south-west Iceland by Landslag ehf. (landscape architects) and TARK architecture office ehf. Hellisheidi Geothermal Power Plant is a geothermal plant harnessing hot water (up to 230°C) to meet increasing demands for electricity and hot water in Reykjavik capital city of Iceland. The plant is positioned on the Hengill volcanic ridge appr. 30 km east of Reykjavik. Heiti verks: Hellisheiðarvirkjun, 1.– 6. áfangar Hvaða hönnuðir unnu verkið: Finnur Kristinsson landslagsarkitekt FÍLA Verkkaupi og framkvæmdaraðili: Orkuveita Reykjavíkur Byggingarár: Hófst 2004 Staðsetning: Við Kolviðarhól neðan Hellisskarðs í Ölfusi. Samstarfsaðilar að hönnun verksins: Tark arkitektar, Mannvit og Verkís. Aðrir ráðgjafar: Verktakar (byggingarmannvirkja): 1. -2. áfangi: ÞG-Verk ehf. 3. – 4. áfangi: Ístak 5. – 6. Áfangi: Jáverk

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

95


DLD - DAGNÝ LAND DESIGN

FANG - ÚTIHÚSGÖGN

Skammstöfunin fang stendur fyrir framleiðslu afurða úr nytjaskógi í grennd. Hvatinn að hönnuninni var tvíþættur, að nýta skógarvið sem fellur til á Íslandi og efla skapandi vinnu á verkstæðum Litla Hrauns. Hugmyndin er liður í að virkja verkstæði Litla Hrauns til skapandi vinnu og verkþekkingar, en þar hefur oft verið verkefnaskortur og fangar haft lítið við að vera. Hönnunin nýtir efnivið sem er mjög vannýttur á Íslandi, en í dag eru felld tré bæði í görðum og skógum sem eru mjög nýtilegur smíðaviður, en enda því miður oftar sem úrgangur eða til brennslu. Samfélagslegar hliðar hönnunarinnar eru ekki hvað síst mikilvægur þáttur, þannig styður hún einnig vinnu við skógarvinnslu hjá Skógræktarfélögum á suðurlandi, en þau vilja gjarnan vekja athygli á betri nýtingu skógarviðar í landinu. Þannig getur lítið verkefni eins og fang - útibekkir kveikt á fleirum að nota íslenskan skógarvið í vörur og smíðar. Í dag eru framleiddir tvenns konar bekkir. Drumbur sem er beinn bekkur

og Sveifla sem er bogadreginn. Í hönnuninni er dregið fram náttúrulegt form efnisins með því leyfa trjábolnum að halda lögun sinni að neðan verðu, en heflað yfirborð og stálfætur ramma inn frjálslegt formið. Sveiflu er hægt að raða saman í einn boga eða langa slöngulínu. Timbrið er ómeðhöndlað oftast úr ösp eða greni, en einnig hefur rekaviður verið notaður. DLD sér um allt framleiðsluferlið og selur bekkina eftir pöntun.

mýri, Klambratún og við Braggann í Nauthólsvík svo eitthvað sé nefnt.

Fang – útihúsgögn unnu til Evrópsku hönnunarverðlaunanna Distributed Design Awards DDMP í ágúst 2018. En verðlaunin eru veitt hönnun sem er vistvæn og framleidd með staðbundnu efni og þekkingu og til þess fallin að geta verið framleidd staðbundið víða um heim. Í stað þess að sigla með vöruna þvert yfir hnöttinn er hugmyndin að flytja hönnunina og þekkinguna á milli landa til framleiðslu hennar.

The benches “Trunk & Sway” are from the fang outdoor furniture collection, made of Icelandic wood and produced in the workshops in the prison Litla-Hraun in Iceland. The design won the European Distributed Design Awards DDMP, August 2018 in Iceland.

Fang bekkirnir eru staðsettir vítt og breytt um landið á ferðamannastöðum og í þéttbýli, má þar nefna við Goðafoss, Hjálparfoss, Hellisgerði, Vatns-

96 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Lógó fangs rammar inn hugmyndafræði húsgagnanna frá trjábol til framleiðslu í fangelsi. En fang stendur líka fyrir að umfaðma og taka eitthvað í fangið hvort sem það er náttúran eða manneskjan. Bekkirnir eru brennimerktir lógói vörulínunnar til merkis um uppruna og gegnsæi framleiðsluferilsins.

Heiti verks: Fang - útihúsgögn Hvaða hönnuðir unnu verkið: Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt FÍLA Hvenær var það hannað: Fang-Drumbur frumsýndur á Hönnunarmars 2013. Sveifla kom á markað árið 2014. Samstarfsaðilar að hönnun og framkvæmd verksins: Trjávinnsla: Skógræktarfélögin á Suðurlandi Stálsmíði: Stjörnustál Samsetning bekkja og fullvinnsla: Verkstæði Litla-Hrauns


DLD - DAGNÝ LAND DESIGN

Gegndræpt grjót -og gleryfirborð

Á Íslandi fellur til um 5000 tonn af drykkjargleri árlega (tölur frá 2012), sem er mulið og notað í landfyllingar og urðað. Vatn er verðmæti sem við viljum halda inn í vistkerfinu og ofanvatnslausnir þar sem hugað er sérstaklega að þessu er krafa samtímans. Verkið snýr að framleiðslu yfirborðsefnis sem sameinar báða þessa þætti, að endurnýta eða nota efni úr nærumhverfinu og setja það saman í yfirborðsefni með þeim hætti að það hleypi vatni í gegnum sig. Tvenns konar efni hefur verið í þróun og er malaryfirborðið komið í notkun og má sjá m.a. á útisvæðum við Braggann í Nauthólsvík. Hitt yfirborðsefnið er endurunnið gler, sem ekki er enn orðið vara á markaði, en hefur alla burði til þess að geta orðið það. DLD hefur þróað efnið í samstarfi við Endurvinnsluna, Hörð Hjartarson hjá Garðvélum og Ragnar Kjærnested hjá Gný en límefnið er þekkt vara í Evrópu og Ameríku. Yfirborðsefnið var fyrst sýnt á Hönnunarmars 2012 í 1:1 við inngang Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal.

Árið 2016 var yfirborðsefnið einnig hluti af innsetningunni „Viðfangsefni“ þar sem DLD sýndi líka bekkina fang og Bombei ljósin, á samsýningu Textílfélagsins „Flóð“. Eiginleikar efnisins að hleypa vatni í gegnum sig ásamt því að nota innlent malarefni og endurunnið hráefni, gerir vöruna sérlega áhugaverða, sem vistvæna nálgun og útlitið skemmir ekki. Glerið glampar og breytir um lit efir birtu himins og grjótið er árframburður sem inniheldur líparit í margbreytilegum litum. Límið hefur þá eiginleika að það límir grjótið og glerið saman á þann hátt að efnið verður mjög opið og hleypir vatninu auðveldlega í gegnum sig og yfirborðið helst þurrt. Vistkerfið nýtur góðs af því að fá vatnið til baka, sem síast og hreinsast á leið sinni í gegnum jarðveginn. Það er hægt að nota efnið á ýmsan máta, sem yfirborð í stéttar, götur, bílastæði, sem mynstur í malbikaða fleti og utan um götutré, þar sem vatnið kemst auðveldlega að rótunum, en á sama tíma er hægt að ganga yfir það.

Permeable surface, of crushed glass and gravel Can we create value from waste? The design deals with the reuse of crushed drinking bottle glass and Icelandic gravel, to make a paved surface, that also is permeable. The design supports both a sustainable water management, upcycling of waist and use of local materials. Heiti verks: Gengið á gleri og grjóti Hvaða hönnuðir unnu verkið: Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt FÍLA Efniviður: Mulið drykkjargler og möl frá Horni í Hornafirði Hvenær var það hannað: Verkið var frumsýnt á Hönnunarmars 2012 í Toppstöðinni og aftur á HM í Læknaminjasafninu 2016 ásamt fang bekkjum og Bombei ljósum Samstafsaðilar: Endurvinnslan, Garðvélar ehf og Gnýr ehf.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

97TEIKNISTOFUR

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

99


SKIPULAG

OG

HÖNNUN

EHF

Tjarnargötu 10, 101 Reykjavík, www.skipulaghonnun.is

LANDFORM LANDSLAGSARKITEKTAR

LANDMÓTUN sf teiknistofa landslagsarkitekta Fallegt útisvæði er eðlilegur hluti af byggingarframkvæmd. Gott skipulag og vel hannað umhverfi eykur lífsgæði og bætir ímynd bæjar og sveitarfélaga. Landmótun er teiknistofa landslagsarkitekta stofnuð 1994. Stofan veitir alhliða ráðgjöf á skipulags- og hönnunarsviði, vinnur mat á umhverfisáhrifum Starfsmenn Landmótunnar hafa mikla reynslu á sviði hönnunar opinna svæða og stofnanalóða, ásamt gerð útboðsgagna. Landmótun hefur meðal annars hannað umhverfi snjóflóðavarna, útivistasvæði, almenningsgarða, kirkjugarða, torg og stræti, lóðir fyrirtækja, stofnanalóðir, lóðir skóla, leikskóla og íbúðarhúsa. Landmótun hefur langa reynslu á vinnu í teymum og leggur sérstakan metnað í góð samskipti við aðra sérfræðinga, hagsmunaaðila og verkkaupa. Landmótun er með vottað umhverfistjórnunarkerfi.

www.landmotun.is

Landmótun sf • Hamraborg 12 • 200 Kópavogur • sími: 575 5300 • kt. 561204-2760 • www.landmotun.is


Skipulag og hönnun Tjarnargata 10 101Reykjavík Sími +354 699 0909

Teiknistofa Norðurlands Glerárgötu 36 600 Akureyri Sími +354 869 3380 www.tsnl.is

Landmótun sf Hamraborg12. 200 Kópavogi Sími +354 575 5300 www.landmotun.is

VSÓ Ráðgjöf Borgartún 20 105 Reykjavík Sími +354 585 9000 www.vso.is

Landlínur Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími +354 435 1254 www.landlinur.is

Landform Austurvegi 6. 800 Selfoss Sími +354 552 6629 www.landform.is


YRKI arkitektar sími: 552 6629 yrki@yrki.is www.yrki.is

L a u gave g i 2 6

1 0 1 Rey k j av í k

sími 5124200

w w w. ka n o n . i s


Landslag ehf. Skólavörðustíg 11. 101 Reykjavík Sími +354 535 5300 www.landslag.is

Hornsteinar Ingólfstræti 5. 101 Reykjavík Sími +354 511 7011 www.hornsteinar.is

Yrki arkitektar Mýragata 26. 101Reykjavík Sími +354 552 6629 www.yrki.is

DLD Design Rafstöðvarvegi 4 110 Reykjavík Sími +354 820 5355 www.dld.is

Landhönnun Eyravegi 29 800 Selfoss Sími +354 482 3300 www.landhonnun.is

Kanon Laugavegi 26. 101 Reykjavík Sími +354 512 4200 www.kanon.is

Teiknistofan Storð Laugarvegur 178 105 Reykjavík Sími +354 862 1642 www.tstord.is

Verkís Oafnleiti 2 103 Reykjavík Sími +354 422 8000 www.verkis.isLÖG OG REGLUR

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

105


LÖG FÍLA Samþykkt á aðalfundi FÍLA 10. apríl 2014

A. Heiti félagsins og markmið 1. gr. Heiti félagsins er Félag íslenskra landslagsarkitekta og er aðsetur þess í Reykjavík. Skammstöfun þess er FÍLA. Starfsheitið landslagsarkitekt er lögverndað. Fullgildum félagsmönnum ber að nota starfsheitið landslagsarkitekt FÍLA. 2. gr. Markmið félagsins eru: • að stuðla að þróun landslags- og garðbyggingarlistar. • að vinna að skynsamlegri landnotkun og þróun byggðar. • að tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta. • að gæta hagsmuna félagsmanna og að efla góða samvinnu og kynningu þeirra.

B. Aðild að félaginu 3.gr. Fullgildir félagsmenn geta þeir orðið sem lokið hafa námi í landslagsarkitektúr við menntastofnanir sem eru viðurkenndar af félaginu. Sá sem hefur fengið löggildingu starfsheitis sbr. 3. gr. laga um löggildingu starfsheita 1), getur sótt um inngöngu í félagið. Með inngöngu öðlast hann rétt til að nota skammstöfunina FÍLA. Fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum og rétt til að sitja í nefndum og stjórn félagsins. 1) Nú:Lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum nr. 8/1996, með áorðnum breytingum, síðast breytt 17.02.2000.

Nemar í landslagsarkitektúr geta sótt um námsmannaaðild stundi þeir nám við menntastofnanir sem félagið viðurkennir, sbr. 3.gr. Námsmannaaðild veitir hvorki rétt til setu í stjórn eða nefndum félagsins. 5.gr. Heiðursfélagar geta þeir orðið sem stuðlað hafa að framgangi og þróun landslagsarkitektúrs eða unnið ötullega fyrir félagið og stjórn þess mælir með. Boð um slíka aðild verður að hljóta samþykki minnst 3/4 hluta atkvæða aðalfundar. Fram skal fara skrifleg atkvæðagreiðsla. Heiðursfélagi hefur sömu réttindi og hver annar fullgildur félagi. 6.gr. Árgjald félagsmanna skal ákveða á aðalfundi ár hvert að fengnum tillögum stjórnar. Aðalfundur tekur ákvörðun um fjölda gjalddaga á ári. Félagsgjöld skiptast í A-, B-, C- og D-gjöld. A-gjald er fullt félagsgjald. B-gjald er 80% af fullu félagsgjaldi og um það geta sótt félagar sem eru búsettir í lengra en 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. C-gjald er 50% af fullu félagsgjaldi. Um það geta sótt: • félagar sem eru búsettir erlendis. • nýir félagar fyrstu tvö árin eftir útskrift. • félagar sem vegna sérstakra aðstæðna, sem stjórn telur gildar, hafa þörf fyrir lækkun árgjalds. D-gjald er 10% af fullu félagsgjaldi og er fyrir námsmenn. Heiðursfélagar og félagar 65 ára og eldri, er hafa verið a.m.k. 10 ár í félaginu, eru undanþegnir félagsgjaldi.

4.gr.

106 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

Þeir sem greiða A-, B- og C-gjöld hafa sömu réttindi og skyldur gagnvart félaginu. 7.gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Gjaldkeri skal skila bókhaldi uppfærðu fram að aðalfundi. Hálfum mánuði fyrir aðalfund ár hvert skal gjaldkeri félagsins skila reikningum til félagskjörinna reikningsskoðenda. Félagskjörnir reikningsskoðendur skulu fara yfir reikninga félagsins fyrir reikningsár og skila athugasemdum til stjórnar a.m.k. viku fyrir aðalfund.

C. Stjórn félagsins 8. gr. Aðalfundur er æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Aðalfund skal jafnan halda fyrir 1. maí. Til hans skal boða skriflega með minnst mánaðar fyrirvara. Dagskrá aðalfundar er bundin í lögum þessum: • Ársskýrsla stjórnar. • Skýrslur nefnda og IFLA fulltrúa. • Kynning á nýjum félögum. • Lagðir fram skoðaðir reikningar. • Ársgjöld félaga. • Lagabreytingar. • Kosning stjórnar. • Kosning IFLA fulltrúa og fulltrúa í stjórn Honnunarmiðstoðvar. • Kosning félagskjörinna reikningsskoðenda. • Kosning í nefndir. • Önnur mál. Tillögur til aðalfundar verða að hafa borist til stjórnar 20 dögum fyrir aðalfund. Tillögum og dagskrá aðalfundar ber stjórn að senda til félagsmanna 14 dögum fyrir áður boðaðan fund. Tillögur til lagabreytinga eru ræddar í þeirri röð sem þær berast stjórn. Atkvæðisrétt hafa allir skuldlausir


félagsmenn vegna árgjalda fyrri ára. Löglega forfallaður félagsmaður getur greitt skriflega atkvæði í stjórnarkjöri og um lagabreytingar. Lögleg forföll eru veikindi og ófyrirséð fjarvera. Fundargerð aðalfundar ásamt ársskýrslu stjórnar, undirrituð af fundarstjóra og ritara skal liggja fyrir innan tveggja vikna frá aðalfundi og skal hún borin undir fyrsta almenna félagsfund á eftir. 9. gr. Aukaaðalfund skal kalla saman ef þörf krefur að mati stjórnar eða þegar meirihluti félagsmanna krefst þess og skal boða til hans á sama hátt og til venjulegs aðalfundar. 10.gr. Félagsfundi skal halda þegar stjórn félagsins telur þurfa, eða þegar minnst 1/3 félagsmanna krefst þess skriflega og geta tilefnis Í gerðabók félagsins skal rita stutta skýrslu um það sem gerist á félagsfundi.

D. Stjórn og aðild að öðrum samtökum 11. gr. Stjórn félagsins er kosin til eins árs í senn. Á aðalfundi eru kosnir 3 fullgildir félagar til setu í stjórn, formaður, ritari og gjaldkeri. Ifla fulltrúi og fulltrúi félagsins í Hönnunarmiðstöð eiga jafnframt sæti í stjórn með atkvæðisrétt. Formaður FÍLA er kosinn í sérstakri kosningu á aðalfundi en kjörin stjórn skiptir að öðru leyti með sér störfum. Við stjórnarkjör skal tryggt að a.m.k. tveir úr fráfarandi stjórn sitji áfram. Ritari er staðgengill formanns. Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði

formanns. Stjórnin fundargerðarbók.

skal

halda

12.gr. Stjórn félagsins fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, sinnir rekstri félagsins og gætir hagsmuna félagsheildarinnar. 13.gr. Fastanefndir félagsins eru: A) Almenn félagsmál: dagskránefnd, samkeppnisnefnd, laganefnd og menntanefnd. Samkeppnisnefnd fer með umboð félagsins í samkeppnum á vegum þess. B) Sérstök mál: orðanefnd og siðanefnd. Ifla fulltrúi og fulltrúi félagsins í Hönnunarmiðstöð eru kosnir sérstakri kosningu á aðalfundi. Aðrar nefndir velja sér formenn sem jafnframt eru talsmenn nefnda og skila ársskýrslu til stjórnar fyrir hvern aðalfund. Formenn nefnda skipa fulltrúaráð FÍLA sem hittist einu sinni á ári með stjórn til þess að samræma starfsemi FÍLA. Nefndirnar skulu starfa samkvæmt starfsreglum sem stjórn FÍLA ákveður í samráði við viðkomandi nefnd. Starfsreglur skulu staðfestar á félagsfundi. Seta í nefndum lýtur sambærilegum endurnýjunarreglum og seta í stjórn. Auk þess getur stjórn FÍLA skipað nefndir eða einstaklinga í tímabundin verkefni. 14.gr. Aðild FÍLA að félögum og samtökum skal samþykkt á lögmætum félagsfundi að undangenginni kynningu.

E. Ágreiningsmál

misgjörðir er félagið varðar skal sakargiftum vísað til umfjöllunar siðanefndar. Ef ástæða er til getur stjórn veitt félagsmanni áminningu. Brottrekstur félagsmanna vegna brota á lögum eða öðrum samþykktum félagsins er aðeins gildur ef hann hefur hlotið samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi. Endurnýjun félagsaðildar skal hljóta samþykki aðalfundar. 16. gr. Úrsögn úr félaginu verður að vera skrifleg til stjórnar félagsins. 17. gr. Skuldi félagsmaður eitt árgjald glatar hann atkvæðisrétti og nýtur þá ekki lengur þjónustu félagsins. Skuldi félagsmaður tvö árgjöld skoðast það sem úrsögn úr félaginu, enda hafi stjórn tilkynnt félaganum stöðu hans áður í ábyrgðarbréfi. Úrsögn með þessum hætti leysir menn ekki undan skuldum við félagssjóð.

F. Félagsslit 18. gr. Félagsslit geta orðið með samþykki 2/3 hluta aðalfundar. Eignum félagsins skal ráðstafa samkvæmt sérstökum ákvæðum, sem aðalfundur hefur samþykkt. Endurskoðað og breytt af laga- og siðanefnd FÍLA í mars 2014, lagt fyrir og samþykkt á aðalfundi FÍLA 10. apríl 2014. © Félag íslenskra landslagsarkitekta info.fila@fila.is

15. gr. Verði félagsmaður sakaður um brot á siðareglum félagsins eða aðrar

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

107


SIÐAREGLUR FÍLA Siðareglur Félags íslenskra landslagsarkitekta Samþykkt á félagsfundi 15. október 2002. Félagsmönnum í Félagi íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA ber að kynna sér og hlýta lögum er varða starfsgrein þeirra og viðskiptahætti, sem og lögum félagsins og siðareglum þessum. Þeir skulu ávallt sýna umhverfinu fyllstu virðingu, vinna í samræmi við samþykktir um sjálfbæra þróun og stuðla að fögru og góðu mannlífi. Félagsmenn skulu sýna drengskap í starfi, temja sér vönduð og fagleg vinnubrögð, rækja góða félagslund og vinna að framgangi fagsins.

1.Skyldur við viðskiptavini

1.1. Landslagsarkitekt skal þjóna hagsmunum viðskiptavina sinna, svo fremi það stríði ekki gegn faglegri sannfæringu hans eða siðareglum þessum. Hann skal leysa sérhvert viðfangsefni af bestu getu og faglegri sannfæringu. Honum ber að vinna störf sín óháð persónulegum skoðunum eða hagsmunum, sem snerta ekki verkefnið sjálft. 1.2. Landlagsarkitektar skulu leitast við að vera metnir af störfum sínum og verkgæðum fyrst og fremst. Í auglýsingum og kynningarstarfi skal landslagsarkitekt ekki veita rangar eða misvísandi upplýsingar. Honum er óheimilt að afla sér viðskipta með aðferðum sem eru ósanngjarnar gagnvart viðskiptavinum og öðrum landslagsarkitektum. 1.3. Landslagsarkitekt ber að aðstoða viðskiptavini við nákvæma skilgreiningu á því verkefni sem honum er falið. Hann skal leitast við að gera viðskiptavini grein fyrir áætluðu umfangi verksins, raunhæfri verk-og tímaáætlun sem og kostnaði sem verkinu fylgir. 1.4. Landslagsarkitekt skal við skilgreiningu verkefnis leitast við að gera fulla grein fyrir þeim verkþáttum sem hann ber ábyrgð á og tengslum þeirra við aðra verkþætti sem tengjast verkinu. 1.5. Landslagsarkitekt er bundinn þagnarskyldu vegna upplýsinga sem

hann hefur undir hendi frá verkkaupa nema um annað sé samið. Hann skal ekki ræða á opinberum vettvangi um einstök verkefni sem hann hefur til úrlausnar, án samþykkis verkkaupa. Hinsvegar er heimil málefnaleg umfjöllun um verkefni, sem lokið er og hafa faglega eða fræðilega þýðingu, t.d. á fagráðstefnum og í fræðitímaritum. Í slíkri umfjöllun skal virða rétt viðskiptavinar og gæta nafnleyndar þar sem við á. 1.6. Landslagsarkitekt skal ekki taka þóknun eða fríðindi fyrir þjónustu vegna einstakra verkefna, frá fleiri en einum aðila, nema með samþykki viðskiptavinar. 1.7. Landslagsarkitekt í opinberri stöðu má ekki misnota aðstöðu sína til að útvega sjálfum sér eða öðrum verkefni eða persónuleg fríðindi. 1.8. Landslagsarkitekt skal ekki reyna að hafa áhrif á niðurstöður í samningsgerð við opinbera aðila, eða fulltrúa væntanlegs viðskiptavinar með því að gefa, lána eða lofa þóknun eða einhverju sem hefur verð- eða hagsmunagildi fyrir viðkomandi aðila. 1.9. Félagsmenn eru hvattir til að gæta höfundarréttar á verkum sínum, sem þeir eiga samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum ákvæðum. Rétturinn er bundinn undirskrift á vinnuskjali. Þóknunin er greiðsla verkkaupa fyrir réttinn til að framkvæma verkáætlunina. Landslagsarkitekt á kröfu á að nafn hans verði getið við birtingu verka hans í samræmi við lög um höfundarrétt. Landslagsarkitekt ber að virða höfundarrétt annarra. Sé þessum ákvæðum ekki fullnægt verður landslagsarkitektinn sjálfur að fylgja eftir máli sínu.

2. Skyldur í starfi

2.1. Landslagsarkitekt ber að leitast við að auka menntun sína og þekkingu m.a. með þáttöku í námskeiðum, ráðstefnum, rannsóknum og þróunarstarfi er tengist faginu. 2.2. Félagsmenn eru hvattir til að vinna að framgangi fagsins og félagsins með m.a þátttöku í opinberri umræðu, nefndum, stjórnum, og starfshópum er varða hönnun, umhverfis- og skipulagsmál, bæði innan félags og

108 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

úti í samfélaginu. 2.3. Landslagsarkitekt sem starfar sem óháður ráðgjafi má ekki láta hafa eftir sér ummæli sem nota má í markaðsstarfi er varðar ákveðnar vörur, byggingarefni og byggingaraðferðir. Þetta á þó ekki við um birtingu á faglega unnum skýrslum og rannsóknum. 2.4. Landslagsarkitekt sem kjörinn er eða tilnefndur til hvers konar rýnis-, mats-, eða dómsstarfa skal ávallt gæta hlutleysis og víkja sæti við afgreiðslu mála ef ætla má að hann eða aðilar honum tengdir eigi hagsmuna að gæta. 2.5. Landslagsarkitekt skal einungis taka að sér verkefni sem samræmist menntun hans og reynslu. Hann skal ekki ljá nafn sitt eða aðstoð þeim er vilja stunda störf landslagsarkiteka án tilskilinnar menntunar frá viðurkenndri menntastofnun. 2.6 Landslagsarkitekt skal veita viðskiptavinum og/eða vinnuveitanda réttar upplýsingar um hæfni sína, getu og reynslu. Landslagsarkitekt skal ekki eigna sér heiðurinn af verkum sem unnin eru undir stjórn vinnuveitanda umfram þátttöku hans í verkunum. Sömuleiðis á landslagsarkitekt sem launþegi rétt á að njóta heiðurs af störfum sínum í þágu vinnuveitenda við opinbera upfjöllun. Landslagsarkitekt sem ræður annan félagsmann til starfa ber að sjá til þess að hann fái greinargott og sanngjarnt yfirlit yfir helstu verk sem hann hefur tekið virkan þátt í, sem og umsögn vinnuveitanda um störf sín. 2.7. Landslagsarkitekt sem vinnuveitandi eða leiðbeinandi annars landslagsarkitekts skal sjá til þess að viðfangsefni hæfi reynslu hans og þekkingu. Landslagsarkitekt sem launþegi skal gæta trúnaðar og hagsmuna vinnuveitandans svo framarlega sem það stríðir ekki gegn faglegri sannfæringu hans og siðarglum þessum. Landslagsarkitekt sem launþegi á rétt á því að nafn hans komi fram á verkum sem hann hefur tekið virkan þátt í að móta.

3. Skyldur við starfssystkini og aðra fagaðila

3.1. Landslagsarkitektar skulu virða verk starfssystkina sinna sem


og annarra fagaðila er koma að skipulagsmálum, hönnun og framkvæmdum, og skulu láta í ljós réttmæta viðurkenningu á starfi þeirra. 3.2. Landslagsarkitektar mega einungis gagnrýna störf annarra félaga á rökstuddan og málefnalegan hátt og skulu forðast að valda viðkomandi álitshnekki umfram það sem tilefni er til. Skoðanaskipti félagsmanna skulu vera fagleg og trú viðfangsefninu. Innbyrðis samkeppni þeirra skal fara fram á drengilegan hátt. 3.3. Landslagsarkitekt má ekki reyna að draga til sín verkefni sem annar landslagsarkitekt hefur lokið samningi um, eða á í samningum um. 3.4. Ef landslagsarkitekt er beðinn um að taka við eða breyta verki annars landslagsarkitekts eða skylds fagaðila, skal hann tilkynna viðkomandi það skriflega svo honum gefist kostur á að gæta hagsmuna sinna. 3.5. Landslagsarkitekt skal ekki taka við verkefni annars landslagsarkitekts fyrr en gengið hefur verið frá uppgjöri við fyrri aðila og samningum lokið með eðlilegum hætti. 3.6. Við notkun á vinnugögnum annarra skal ávallt geta höfundar. 3.7. Landslagsarkitekt skal ekki fjölfalda uppdrætti eða annað efni annarra landslagsarkitekta eða fagaðila á hönnunarsviði án samþykkis höfundar.

4. Meðferð ágreiningsmála

4.1. Til að framfylgja framanskráðum siðareglum skipar stjórn FÍLA siðanefnd sér til ráðgjafar samkvæmt lögum félagsins. Siðanefnd skal skipuð þremur félagsmönnum. Nefndarmenn eru kosnir á aðalfundi FÍLA til tveggja ára í senn. Komi til vanhæfis nefndarmanns skipar stjórn varamann í hans stað. Nefndin skiptir með sér verkum og skal halda gjörðabók þar sem skráðar eru fundargerðir og afgreiðsla mála. Stjórn FÍLA setur nefndinni verklagsreglur. 4.2. Stjórn FÍLA hefur eftirlit með því að reglum þessum sé fylgt. Hún vísar málum til úrskurðar siðanefndar þegar henni finnst ástæða til.

Einstakir landslagsarkitektar, svo og einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir, geta einnig skotið ágreiningsefnum eða álitamálum beint til úrskurðar nefndarinnar. Kjósi landslagsarkitekt að vekja athygli siðanefndar á hugsanlegu broti annars landslagsarkitekts á siðareglum þessum getur hann óskað nafnleyndar og þar með fríað sig frá frekari þátttöku í afgreiðslu málsins, svo fremi sem hann tengist því ekki sjálfur.

Practice, 1997 ICC International Code of Direct Marketing (1998) 24.09.99/ 14.10.99/ 19.10.99/ 18.11.99/ 11.10.02

4.3. Ef einhver nefndarmanna telst vanhæfur skal hann víkja sæti og varamaður skipaður í hans stað. Það sama á við um stjórnarmenn FÍLA er kærumál kemur til afgreiðslu stjórnar.

Verklagsreglur siðanefndar

4.4. Landslagsarkitekt er skylt að boði siðanefndar að gera henni viðhlítandi grein fyrir máli sínu út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á reglum þessum. Ber honum í því efni að svara og sinna án ástæðulauss dráttar fyrirspurnum og kvaðningum siðanefndar. 4.5. Ágreiningur um skilning á reglum þessum sætir úrskurði siðanefndar. 4.6. Í úrskurði eða áliti siðanefndar skal aðeins geta nafna viðkomandi aðila ef nefndin telur það nauðsynlegt. 4.7. Stjórn FÍLA getur veitt einstökum landslagsarkitektum áminningu fyrir brot á reglum þessum. Láti félagi sér ekki segjast getur stjórn FÍLA vikið honum tímabundið úr félaginu. Ævarandi brottrekstur tekur þá fyrst gildi er tillaga um hann hefur verið samþykkt á aðalfundi. Framanskráðar siðareglur má ekki skoða sem tæmandi um gott hátterni landslagsarkitekta.

Heimildir :

Samþykkt um störf FÍLA félaga, 1998. Lög félags Íslenskra landslagsarkitekta, 1998. ASLA code and guidelines for professional conduct, apríl 1999. FDL Vedtægt for landskabsarkitektivirksomhed, mars 1986. NLA Siðareglur Verkfræðingafélags Íslands VFÍ, mars 1993 Siðareglur AÍ, samþykkt um störf Arkitekta, nóvember 1997. Siðareglur, Sigurður Kristinsson, Rannsóknarstofnun í Siðfræði, 1991. Samkeppnislög og reglur Fundir með Samkeppnisstofnun ICC International Code for Advertising

Endurskoðað og breytt af siðanefnd FÍLA 2002 Samþykkt á félagsfundi 15.október 2002 Þráinn Hauksson Fríða Björg Eðvarðsdóttir Gísli Gíslason 1. Siðanefnd ber að hraða afgreiðslu mála eins og kostur er. 2. Siðanefnd skal boða deiluaðila til fundar með formlegum hætti og leita sátta. Takist það ekki, gerir nefndin tillögu að málamiðlun. 3. Sé ágreiningur um málsatvik, sem úrskurð verður að reisa á, skal vísa máli frá. 4. Siðanefnd lítur á öll mál sem henni berast sem trúnaðarmál. 5. Siðanefnd ber að vera hlutlaus og gæta hagsmuna allra félagsmanna. 6. Siðanefnd vinnur sjálfstætt og án afskipta stjórnar félagsins. Á meðan mál er í umfjöllun nefndarinnar ber henni ekki skylda til að upplýsa um framvindu þess. 7. Siðanefnd getur leitað ráðgjafar annarra fagfélaga og sérfræðinga. FÍLA ber kostnað af störfum nefndarinnar, þar með talið lögfræðiaðstoð, ef þörf krefur. 8. Siðanefnd afgreiðir úrskurð sinn til stjórnar félagsins í formi greinargerðar. Siðanefnd úrskurðar um hvort félagsmaður hafi gerst brotlegur við siðareglurnar eða ekki og hvort brot telst ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt. 9. Siðanefnd sendir niðurstöður sínar til stjórnar FÍLA, sem kynnir þær fyrir félagsmönnum í málgagni félagsins eða á félagsfundi. 10. Siðanefnd heldur gjörðabók og færir í hana ferli mála og úrskurði sína. Fundargerðir siðanefndar eru trúnaðarmál nefndarinnar og stjórnar félagsins.

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

109


SAMKEPPNISREGLUR FÍLA

FRAMKVÆMD SAMKEPPNA landslagsarkitekta

1. Inngangur

Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) veitir aðstoð við samkeppnishalds og eru þessar reglur lagðar til grundvallar. Markmið þeirra er eftirfarandi: að standa vörð um væntingar útbjóðanda til að samkeppnisniðurstöður leiði til faglegra, fagurfræðilegra, hagkvæmra og góðra tæknilegra lausna að tryggja faglegt og réttlát mat á samkeppnistillögum þátttakenda Til að þetta geti átt sér stað er mikilvægt að verkefnið sé vel skilgreint og að mat dómnefndar á innsendum tillögum byggi á þeim skilmálum sem koma fram í keppnislýsingu. Reglur þessar geta nýst fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila. Um samkeppnir á vegum opinberra aðila fer að lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sem ganga framar þessum reglum, að því marki sem lögin eiga við. Ef reglur þessar eru notaðar skal það ávallt gert í samvinnu við FÍLA og vísað til þeirra í samkeppnislýsingu. Þóknun til FÍLA fyrir veitta aðstoð skal vera að jafnaði 10 % af verðlaunafé. 1.1 Gerð samkeppna Samkeppni er þegar tveimur aðilum eða fleiri er boðið að útbúa tillögu um lausn á sama verkefni, tímafrestur og forsendur eru skilgreindar í keppnislýsingu og mat á tillögum fer fram eftir ákveðnum reglum. Samkeppni getur ýmist verið opin öllum sem vilja taka þátt í henni eða lokuð, þ.e. þátttaka verið takmörkuð við boð, val ákveðinna aðila eða fagstétta. Þegar útvöldum aðilum er sérstaklega boðið að taka þátt (boðskeppni) er val á þeim gert í samráði FÍLA og útbjóðanda. Útbjóðandi er sá sem efnir til samkeppni og er ábyrgur fyrir framkvæmd hennar. Grunnform samkeppna er tvenns konar, annars vegar hugmyndasamkeppni og hins vegar framkvæmdasamkeppni. Samkeppnir geta farið fram í einu eða tveimur þrepum.

HUGMYNDASAMKEPPNI: Þegar haldin er hugmyndasamkeppni er tilgangurinn sá að kalla fram hugmyndir, úrlausnir á skipulagi og/eða hönnun einstakra svæða. Hugmyndasamkeppni geta ýmist verið lokaðar eða opnar fagaðilum, nemum og almenningi. Að jafnaði er útbjóðandi ekki skyldugur til áframhaldandi vinnu með verðlaunatillögu. FRAMKVÆMDASAMKEPPNI: Tilgangur framkvæmdasamkeppni er að fá fram hugmyndir og tillögur til framkvæmda sem vinningshafi fær til nánari útfærslu og eru niðurstöður dómnefndar að jafnaði bindandi. Framkvæmdasamkeppnir geta verið opnar eða lokaðar, í einu eða tveimur þrepum. TVEGGJA ÞREPA SAMKEPPNI: Eiga sérstaklega við þegar um stærri og flóknari verkefni er að ræða og geta verið hugmyndasamkeppnir eða framkvæmdasamkeppnir. Í fyrra þrepi eru lagðar fram hugmyndir í stórum dráttum með einföldum skýringarmyndum, uppdráttum og teikningum sem sýna markmið og helstu hugmyndir þátttakenda. Fyrra þrepið getur verið opið eða lokað eftir því sem við á. Seinna þrepið er lokuð samkeppni milli þeirra sem stóðu að bestu tillögum fyrra þrepsins þar sem þeim gefst kostur á nánari úrvinnslu á tillögum sínum.

2. Réttindi, ábyrgð og skyldur 2.1 Ábyrgð FÍLA í samkeppnum FÍLA ber faglega ábyrgð á að samkeppnir sem haldnar eru á vegum félagsins séu undirbúnar og framkvæmdar í samræmi við reglur þessar. FÍLA ber ekki ábyrgð á brotum útbjóðanda á reglum þessum eða öðrum brotum útbjóðanda gagnvart keppendum eða öðrum. F Í LA r á ð l e g g u r ú t b j ó ð a n d a samkeppninnar um val á samkeppnisformi og aðstoðar við val á dómnefndarmönnum, ritara og ráðgjöfum í samræmi við þessar reglur. Þær samkeppnir sem FÍLA samþykkir

110 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

skulu merktar í auglýsingum og í keppnislýsingu: „Í samvinnu við FÍLA“. FÍLA skal hafa aðgang að öllum tillögum og útgáfugögnum samkeppna til frekari birtingar. Fagnefnd FÍLA fer með umboð félagsins í samkeppnismálum og hefur það hlutverk að samþykkja og fylgja eftir þeim samkeppnum sem haldnar eru eftir þessum reglum. 2.2 Réttindi og skyldur útbjóðanda Þegar samkeppni er auglýst hefur útbjóðandi skuldbundið sig til að halda samkeppni eins og henni er lýst í auglýsingu og samkeppnislýsingu. Þetta á við bæði með opnar og lokaðar samkeppnir. Útbjóðandi ásamt FÍLA ber ábyrgð á framkvæmd samkeppninnar með því m.a. að tryggja nafnleynd og að farið sé að reglum þessum. Útbjóðandi ásamt FÍLA ber ábyrgð á að skipan dómnefndar sé í samræmi við gr. 3.1 Samkeppnislýsing skal vinna í samvinnu dómnefndar og útbjóðanda. Útbjóðandi ber að jafnaði allan kostnað af samkeppninni. Í því felst m.a. þóknun til FÍLA fyrir aðstoð og afnot af gögnum, kostnaður við samkeppnisgögn, auglýsingar, laun dómnefndar, trúnaðarmanns, ritara og ráðgjafa, sýningu á tillögum, verðlaunafé og fé til innkaupa á tillögum. Útbjóðandi skal sjá til þess að sá tími sem dómnefnd fær til að vinna keppnislýsingu og dæma tillögur tryggi faglega og ábyrga framkvæmd samkeppninnar. Þátttakendum skal tryggður rúmur tími til að leysa verkefnið í samræmi við umfang þess Útbjóðandi skuldbindur sig til að fara eftir mati dómnefndar á samkeppnislýsingu og niðurstöðum hennar um samkeppnina. Útbjóðandi greiðir verðlaunafé og viðurkenningar í samræmi við ákvörðun dómnefndar. Ef um framkvæmdasamkeppni er að ræða tilnefnir


útbjóðandi einnig höfund tillögunnar sem fyrstu verðlaun hlaut sem ráðgjafa við verkið. Ef útbjóðandi fellur frá samkeppni í þrepaskiptri samkeppni skal það gert áður en seinna þrep hefst en eftir að dómnefnd hefur tilkynnt hvaða tillögur hefðu komist áfram. Þá skal skipta heildar verðlaunaupphæðinni jafnt á milli þeirra keppenda sem taka áttu þátt í seinna þrepi. Ekki skulu líða fleiri en fjórir mánuðir frá því að tilkynnt hefur verið um þá sem komust í aðalkeppnina og þar til útbjóðandi tilkynnir hvort hann hættir við samkeppnina eða heldur henni áfram. Útbjóðandi fær notkunarrétt af öllum verðlaunuðum og innkeyptum tillögum. Útbjóðandi hefur rétt til að sýna allar innsendar tillögur og jafnframt að halda eftir eintökum þeirra tillagna sem fá verðlaun, viðurkenningu eða eru innkeyptar. 2.3 Réttindi og skyldur þátttakenda Með því að senda inn tillögu hefur þátttakandi samþykkt dómnefnd, keppnislýsingu og tilhögun samkeppninnar. Þeir sem hafa unnið að undirbúningi samkeppni t.d. sem dómnefndarmenn, trúnaðarmenn, ráðgjafar, er óheimilt að taka þátt í henni. Nánar skal kveðið um þátttökurétt í samkeppnislýsingu. Nánir samstarfsmenn dómnefndarmanna geta ekki tekið þátt í samkeppni. Ef vafi leikur á rétti til þátttöku skal leita álits trúnaðarmanns. Niðurstaða hans er bindandi. Þátttakendur skulu viðhafa nafnleynd þar til dómnefnd hefur kunngert niðurstöðu. Samkeppnistillaga sem áður hefur verið sýnd opinberlega eða kynnt útbjóðenda, dómnefndarmeðlimum, ráðgjöfum eða ritara, telst óhæf til keppni. Um höfundarétt gilda reglur höfundalaga 73/1972. Höfundur samkeppnistillögu er sá sem skráður

er höfundur samkvæmt nafnaseðli. 3. Dómnefnd og dómnefndarstörf Vanda skal val dómnefndarmanna og mikilvægt er að standa faglega að vali þeirra. Tilgreina skal nöfn dómnefndarmanna og í umboði hverra þeir sitja í samkeppnislýsingu og í auglýsingum um samkeppnina. Dómnefnd ber ábyrgð á gerð samkeppnislýsingar, mati á innsendum tillögum og dómsniðurstöðum og er hún bundin þagnarskyldu þar til störfum hennar er lokið. 3.1 Skipan dómnefndar Samkeppnisnefnd í samvinnu við stjórn FÍLA og útbjóðandi samkeppninnar tilnefna dómnefndarfulltrúa. Meirihluti dómnefndarmanna skulu vera fagaðilar á því sviði sem samkeppnin fjallar um. Tala dómnefndarmanna skal standa á oddatölu 3, 5, 7. Útbjóðandi í samvinnu við FÍLA skipar formann dómnefndar eða felur dómnefnd að skipta með sér verkum. Ákvarðanir dómnefndar eru teknar í krafti meirihluta. Ef ágreiningur kemur upp innan dómnefndar getur formaður nefndarinnar leitað til trúnaðarmanns . Sé ágreiningur á meðal dómnefndarmanna er heimilt að greina frá því í niðurstöðu dómnefndar. 3.2 Ritari dómnefndar Útbjóðandi tilnefnir ritara dómnefndar sem jafnframt hefur eftirlit með framkvæmd samkeppninnar. Ritari skráir fundargerðir dómnefndar, er dómnefndinni til aðstoðar og er að jafnaði viðstaddur fundi hennar en hefur ekki atkvæðisrétt. Ritari er bundinn þagnarskyldu. 3.3 Ráðgjafar dómnefndar Dómnefnd getur útnefnt óháða ráðgjafa sér til aðstoðar við mat á samkeppnistillögum. Geta skal ráðgjafa í samkeppnislýsingu. Ef kallað þarf til aðra ráðgjafa en getið er um í samkeppnislýsingu skal trúnaðarmaður upplýsa alla þátttakendur um það. Ráðgjafar eru bundnir þagnarskyldu og hafa ekki atkvæðisrétt.

3.4 Störf dómnefndar Dómnefnd ráðleggur útbjóðanda um frekari tilhögun samkeppninnar, fresti um skil á samkeppnistillögum og fyrirkomulag verðlauna. Samkeppnislýsing er unnin í samvinnu dómnefndar og útbjóðanda og í samræmi við samkeppnisreglur FÍLA. Samkeppnislýsing skal undirrituð af öllum dómnefndarmeðlimum og tilgreina skal í umboði hverra þeir sitja í dómnefnd. Dómnefnd ber að svara fyrirspurnum keppenda og sjá til þess að svörin séu aðgengileg öllum þátttakendum innan tilgreinds tíma. Í tveggja þrepa samkeppnum geta dómnefndarmenn ákvarðað frekari skilyrði og leiðbeiningar um framhald keppninnar. Verði ófyrirséðar tafir á framkvæmd samkeppninnar getur dómnefnd ákveðið að lengja skilafrest á tillögum. Tryggja skal að upplýsingar um lengdan skilafrest séu aðgengilegar öllum þátttakendum. Störfum dómnefndar telst formlega lokið þegar afhending verðlauna hefur farið fram og haldinn hefur verið almennur kynningarfundur á samkeppnistillögum. Mat á tillögum Áður en mat dómnefndar á tillögum hefst þurfa allar tillögur sem skilað hefur verið til trúnaðarmanns eða sendar með lögbundnum hætti að hafa borist dómnefnd. Að jafnaði skal dómnefnd vera fullskipuð þegar fram fer mat á tillögum. Tilnefna þarf nýjan dómnefndarfulltrúa ef forföll verða. Dómnefnd ber að meta allar innsendar tillögur, leggja mat á það hvort þær uppfylla öll bindandi skilyrði og leiðbeiningar sem tilgreindar eru í keppnislýsingu og dæma þær tillögur úr leik sem ekki gera það. Niðurstaða dómnefndar Niðurstaða dómnefndar skal vera skrifleg og undirrituð af öllum

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

111


dómnefndarmönnum að viðstöddum trúnaðarmanni, áður en nafnleynd er rofin. Í niðurstöðunum skal m.a. koma fram hversu margar tillögur voru metnar, röð tillagna sem hljóta verðlaun auk rökstuðnings ef innsend tillaga hefur verið dæmd ógild. Dómnefnd skal fjalla almennt um það hverju samkeppnin hefur skilað, skrifa faglegan rökstuðning fyrir niðurstöðum sínum um að minnsta kosti verðlaunatillögurnar og þær tillögur sem fá sérstaka viðurkenningu eða þykja áhugaverðar af öðrum ástæðum. 3.5 Þóknun dómnefndarmanna Hverjum dómnefndarmanni skal greidd umsamin þóknun samkvæmt samningi FÍLA og útbjóðanda.

4. Trúnaðarmaður

FÍLA tilnefnir trúnaðarmann sem jafnframt er umsjónarmað ur samkeppninnar og ábyrgur fyrir því að jafnræðis sé gætt á meðal þátttakenda og að þeim sé öllum veittar sömu upplýsingar. Hann er tengiliður dómnefndar og útbjóðanda við þátttakendur, hefur eftirlit með nafnleynd og að þagnarskyldu sé framfylgt hjá dómnefnd, ritara og ráðgjöfum. Trúnaðarmaður skal hitta dómnefnd áður en vinna keppnislýsingar hefst og fara yfir samkeppnisreglur m.a. það sem viðkemur hans störfum. Einnig skal trúnaðarmaður fá keppnislýsinguna í hendur áður en hún er birt til yfirlestrar og sjá til þess að hún samræmist samkeppnisreglum félagsins. Trúnaðarmaður sker úr í málum þar sem vafi leikur á rétti til þátttöku og er niðurstaða hans bindandi. Trúnaðarmaður ber ábyrgð á meðferð fyrirspurna til dómnefndar og að svör berist þátttakendum. Trúnaðarmaður tekur við tillögum og afhendir dómnefnd. Trúnaðarmaður hengir upp tillögur. Hann gætir gagna með auðkennisnúmerum (nöfnum) innsendra tillagna þar til undirritaðar niðurstöður dómnefndar liggja fyrir og

nafnleynd er rofin. Trúnaðarmaður eða formaður dómnefndar skal tilkynna öllum vinningshöfum um niðurstöðu samkeppninnar. Ef trúnaðarmaður forfallast varanlega skal skipa annan í hans stað. Ritari dómnefndar og trúnaðarmaður skal ekki vera sami aðili. Trúnaðarmaður er bundinn þagnarskyldu. 5. Fyrirkomulag annarra atriða 5.1 Samkeppnislýsing Samkeppnislýsing skal unnin í samvinnu dómnefndar og útbjóðanda. Samkeppnislýsingin skal innihalda greinargerð um aðdraganda og tilgang keppninnar, tilgreina útbjóðanda verkefnisins, samkeppnisform, viðfangsefni, reglur, réttindi og skyldur útbjóðanda, dómnefndar, þátttakenda og FÍLA. Samkeppnislýsingu skal samþykkja með undirritun allra dómnefndarmanna, útbjóðanda og FÍLA. Við undirritun öðlast samkeppnislýsingin gildi og er bindandi fyrir viðkomandi samkeppni. Í samkeppnislýsingu skal dómnefnd gera grein fyrir þeim áherslum sem verða stýrandi í mati hennar á tillögum. Mikilvægt er að í samkeppnislýsingu sé gerð grein fyrir bindandi og leiðbeinandi skilyrðum. Koma skal fram upplýsingar um afmörkun keppnissvæðisins, lýsing á svæðinu og þróun þess eftir því sem þurfa þykir. Í þessum tilgangi má vísa í keppnisgögn og ítarefni. Tilgreina skal tungumál samkeppninnar, verðlaunafé, upplýsingar um trúnaðarmann og hverjir hafa þátttökurétt. Í keppnislýsingu skal tilgreina fresti fyrir skil á fyrirspurnum og tillögum, kröfur um fjölda, umfang og frágang keppnisgagna auk leiðbeininga um auðkennisnúmer tillagna Heimilt er að krefjast þess í samkeppnislýsingu að allir keppendur leggi fram keppnisgögn á rafrænu formi sem senda má fjölmiðlum til

112 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

kynningar að lokinni samkeppni og sem útbjóðandi getur nýtt sér. Í keppnislýsingu skal koma skýrt fram hvort innsendum tillögum, öðrum en verðlaunuðum, verði skilað að lokinni sýningu eða þeim fargað, séu þær ekki sóttar innan tilgreinds tíma. 5.2 Auglýsing um samkeppni Í auglýsingum um samkeppni þarf að tilgreina eðli verkefnisins, hvar hægt sé að nálgast frekari gögn og upplýsingar um samkeppnina, nöfn dómnefndarmanna, dagsetningu lokafrests til að óska eftir samkeppnisgögnum ef þau eru ekki aðgengileg á opnu vefsvæði, skilgreiningu hverjum er heimilt að taka þátt, dagsetning skilafrests tillagna og hvaða verðlaun eru í boði. 5.3 Fyrirspurnir keppenda Keppendur geta lagt fram fyrirspurnir er varða samkeppnina og fyrirkomulag hennar. Senda ber fyrirspurnir til trúnaðarmanns sem áframsendir þær nafnlaust til dómnefndar. Svör dómnefndar skulu send öllum þátttakendum eða gerð aðgengileg á annan hátt. Ákveða skal fresti í samkeppnislýsingu. Gera skal ráð fyrir að lágmarki þriggja vikna tímabili frá útgáfudegi samkeppnislýsingar til þess að leggja fram spurningar en ræðst þó af eðli og stærð samkeppninnar. Svör við fyrirspurnum skulu berast í síðasta lagi sjö dögum eftir að fyrirspurnatíma lýkur. Verði ófyrirséðar tafir, ætti sjálfkrafa að lengja lokafrest til að leggja fram tillögur og tilkynna um það þegar í upphafi yfirlýsingarinnar. 5.4 Auðkennisnúmer Innsendar tillögur skulu eingöngu vera merktar höfundum sínum með auðkennisnúmeri og skal það vera á öllum skilagögnum. Leiðbeiningar um stærð og tilhögun auðkennisnúmera skulu vera í samkeppnislýsingu. Ekki má setja neitt annað tákn, slagorð eða einkennandi merki neins staðar á keppnistillögu. Hverri keppnistillögu skal fylgja lokað umslag með staðfestingu á


auðkennisnúmeri og nöfnum þeirra sem standa að tillögu. Umslögin verða ekki opnuð fyrr en undirrituð niðurstaða dómnefndar og dómnefndarálit liggur fyrir. 5.5 Verðlaun, viðurkenningar og kaup á tillögum Útbjóðandi greiðir verðlaunafé sem dómnefnd ákveður hvernig skipta skuli á milli verðlaunatillagna. Að jafnaði skal veita að minnsta kosti þrenn verðlaun og miða skal við að heildarverðlaunaféð sé tvöfalt hærra en það vinnuframlag sem beðið er um í keppnislýsingu. Í framkvæmdasamkeppnum skal tilgreina fyrstu, önnur og þriðju verðlaun. Útbjóðandi getur einnig lagt fram ákveðna upphæð sem dómnefnd getur úthlutað sem viðurkenningu eða til kaupa á tillögum sem þykja athyglisverðar. Í hugmyndasamkeppnum hefur dómnefnd heimild til að leggja saman fyrstu, önnur, þriðju og öll önnur verðlaun og deila þeim á milli fleiri eða færri keppenda, réttlæti aðstæður það. Verðlaun teljast ekki fyrirframgreiðsla fyrir síðari hönnun. Útbjóðandi skal greiða verðlaunafé og viðurkenningar í samræmi við ákvörðun dómnefndar. Í framkvæmdasamkeppnum skal útbjóðandi tilnefna höfund þeirrar tillögu sem hlýtur fyrstu verðlaun, sem ráðgjafa við verkið. Verðlaunaféð skal greiða um leið og umsögn dómnefndar liggur fyrir. Sé um boðskeppni eða forval að ræða, fær hver og einn þátttakandi jafn háa greiðslu að samkeppni lokinni. Höfundur þeirrar tillögu sem valinn er til 1. verðlauna skal ráðinn sem ráðgjafi við verkið. 5.6 Frávísun úr keppni Samkeppnistillögu skal vísað úr keppni: • ef hún berst eftir að skilafrestur var útrunninn samkvæmt samkeppnislýsingu. • ef hún uppfullir ekki bindandi skilyrði í samkeppnislýsingu. • ef keppandi fer ekki eftir settum reglum samkeppninnar. • ef keppandi rýfur nafnleynd eða reynir að hafa áhrif á ákvörðun dómnefndar.

5.7 Sýning á tillögum Sé um að ræða samkeppni í einu þrepi skal sýna opinberlega allar samþykktar tillögur og meðfylgjandi greinargerðir ásamt umsögn dómnefndar. Sýningin skal að jafnaði standa í eina viku að lágmarki. Auglýsa skal opinberlega um tíma og staðsetningu sýningarinnar og tilkynna þátttakendum það sérstaklega. Sé um margar keppnistillögur að ræða, má sýna valdar tillögur á nokkrum sýningum í röð. Ef um keppni í tveimur þrepum að ræða, má einnig sýna tillögur frá forkeppninni í lok samkeppninnar að vali útbjóðanda. Útbjóðanda er heimilt að kynna samþykktar tillögur í fjölmiðlum og á veraldarvefnum.

verðlaunaafhendingar, skal greiða honum þóknun sem nemur helming af upphæð fyrstu verðlauna. Samkeppnisreglur FÍLA, 3. útgáfa Samþykkt á aðalfundi félagsins – 21. apríl 2015

5.8 Að ráða ráðgjafa að lokinni samkeppni (á við umframkvæmdasamkeppnir) Þegar um framkvæmdasamkeppni er að ræða er ætlast til að útbjóðandi ráði höfund þeirrar tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun sem ráðgjafa í frekari útfærslu verksins. Ef útbjóðandi velur annan til framhaldsvinnu verks en höfundi þeirrar tillögu sem dómnefnd mælir með til útfærslu verks, skal honum greidd viðbótarþóknun sömu upphæðar og verðlaunin sem honum voru veitt í upphafi fyrir fyrstu verðlaunatillögu sína. Útbjóðandi getur krafist þess að höfundur valinnar tillögu færi rök fyrir því að hann hafi bolmagn til þess að framkvæma verkið á skilvirkan hátt. Sé útbjóðandi ekki sannfærður um að höfundur verðlaunatillögu ráði yfir eða geti komið á fót fullnægjandi skipulagi, getur hann í samráði við stjórn FÍLA krafist þess að höfundur finni samstarfsaðila sem gerir höfundi kleift að ljúka verkinu. Val á samstarfsaðila skal hljóta samþykkis bæði útbjóðanda og FÍLA. Valinn samstarfs- aðili má ekki hafa komið að undirbúningi samkeppninnar eða hafa starfað við hana, s.s. í dómnefnd, sem ritari eða trúnaðarmaður. Ef höfundur fyrstu verðlaunatillögu hefur ekki fengið nein fyrirmæli í tvö ár eftir dagsetningu

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

113FÉLAGATAL ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

115


HEIÐURSFÉLAGAR FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Netfang:

Auður Sveinsdóttir 1947

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Netfang:

Einar E. Sæmundsen 1941 Arkitektaskólinn í Kaupmannahöfn 1972 eesbirk@simnet.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Netfang:

Reynir Vilhjálmsson 1934 Listaháskólinn í Kaupmannahöfn 1961 reynir@landslag.is

NLH - Noregi

1973 audur.sveins@simnet.is

116 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA


FÉLAGATAL A Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir 1964 NLH - Noregi 1991 Landslagsarkitekt Landmótun sf. adalheidur@landmotun.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Anders Egebjerg Terp 1981 Kaupmannahafnarháskóli 2009 Landslagsarkitekt Landslag ehf. anders@landslag.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Björn Axelsson 1967 University of Greenwich 1994 Skipulagsfulltrúi

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Arnar Birgir Ólafsson 1972 Kaupmannahafnarháskóli 2010 Landslagsarkitekt

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Björn Ingi Edvardsson 1976 Kaupmannahafnarháskóli 2009

Nafn: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir NLH - Noregi 1995 Landslagsarkitekt Verkís aka@verkis.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli:

Björn Jóhannsson 1967

Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

1993 Landslagsarkitekt Urban Beat ehf bj@landslagsarkitekt.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Áslaug Traustadóttir 1958 NLH - Noregi 1988 Landslagsarkitekt Landmótun sf. aslaug@landmotun.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Netfang:

Britta M. Ágústsdóttir 1982 Kaupmannahafnarháskóli 2010 Landslagsarkitekt brittam@gmail.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Ásta Camilla Gylfadóttir 1975 UMB - Noregi 2004 Landslagsarkitekt VSÓ ráðgjöf astag@vso.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Dagný Bjarnadóttir 1965 KVL - Danmörku 1992 Landslagsarkitekt DLD - Dagný Land Design dagny@dld.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Gísli Gíslason 1958 NLH - Noregi 1991 Landslagsarkitekt Efla verkfræðistofa gisli.gislason@efla.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Berglind Guðmundsdóttir 1966 KVL - Danmörku 1997 Landslagsarkitekt Hafnafjarðarbæ berglindg@hafnarfjordur.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Eiður Páll Birgisson 1971 KVL - Danmörku 2003 Landslagsarkitekt Landslag ehf. eidur@landslag.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Guðbjörg Guðmundsdóttir 1956 SLU - Svíþjóð 2008 Landslagsarkitekt Landform ehf. gudbjorg@landform.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Birkir Einarsson 1963 Edinburgh College of Art 1999 Landslagsarkitekt Kanon arkitektar birkir@kanon.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Einar Á.E.Sæmundsen 1967 University of Minnesota 2000 Landslagsarkitekt Þjóðgarðsvörður Þingvöllum einar@thingvellir.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Guðmundur R. Sigurðsson 1955 NLH - Noregi 1982

Teiknistofa Norðurlands og Landmótun sf.

arnar@tsnl.is

Björk Guðmundsdóttir 1969

Urban Design-School of Architecture The Edinburgh College of ArtHeriott-Watt University

Útskriftarár: 1997 Landslagsarkitekt Atvinna: Vinnnustaður: Landsvirkjun bjork.gudmundsdottir@landsvirkjun.is Netfang:

Elizabet Guðný Tómasdóttir 1964 KVL - Danmörku 1994 Landslagsarkitek Landslag ehf. gudny@landslag.is

Nafn: Fæðingarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Emil Gunnar Guðmundsson 1954 Landslagsarkitekt Suðaustanátta egg@simnet.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Erla Bryndís Kristjánsdóttir 1968 NLH - Noregi 1996 Landslagsarkitekt Verkís ebk@verkis.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Finnur Kristinsson 1960 KVL - Danmörku 1990 Landslagsarkitekt Landslag ehf. finnur@landslag.is

Reykjavíkurborg Umhverfisog skipulagssvið

bjorn.axelsson@reykjavik.is

Verkefnastjóri hjá Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborg Umhverfisog skipulagssvið

bjorn.ingi.edvardsson@reykjavik.is

Cheltenham and Gloucester College of Higher Education

F

D

B

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Fríða Björg Eðvarðsdóttir 1959 University of Guelph 1984 Landslagsarkitekt VSÓ ráðgjöf frida@vso.is

G

E

Framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs

Biskupsstofa gudmundur@biskup.is

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

117


FÉLAGATAL Hermann Ólafsson 1968 NLH - Noregi 1997 Landslagsarkitekt Landhönnun sf landhonnun@landhonnun.is

gunnar.gunnarsson@norconsult.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Hildur Dagbjört Arnardóttir 1987 UMB - Noregi 2013 Landslagsarkitekt Verkís hda@verkis.is

Gunnar Óli Guðjónsson 1986 Kaupmannahafnarháskóli 2014 Landslagsarkitekt Stokkar og steinar sf. gunnaroli@gmail.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Hlín Sverrisdóttir 1965 Cornell University MLA/MRP 1994 Landslagsarkitekt Skipulag og hönnun ehf. hlin.sverr@gmail.com

Halla Hrund Pétursdóttir 1974 Landslagsarkitekt Landark halla@landark.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Frkvst. Landssamt. skógarbænda Vinnnustaður: Netfang: kvikland@gmail.com

Guðrún Birna Sigmarsdóttir 1983 SLU - Svíþjóð 2014 Landslagsarkitekt Reykjavíkurborg

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Gunnar Gunnarsson 1965 NLH - Noregi 1994 Landslagsarkitekt Norconsult - Stavanger

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

H

Nafn: Fæðingarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

gudrun.birna.sigmarsdottir@reykjavik.is

Í

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

J

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Hlynur Gauti Sigurðsson 1979 Kaupmannahafnarháskóli 2012 Landslagsarkitekt

Ingvar Ívarsson 1973 KVL - Danmörk 2007 Landslagsarkitekt Landslag ehf. ingvar@landslag.is Íris Reynisdóttir 1979 KVL - Danmörk 2010 Landslagsarkitekt Landmótun sf. iris@landmotun.is Jóhann Sindri Pétursson 1986 SLU - Svíþjóð 2014 Landslagsarkitekt Landmótun sf. johann@landmotun.is Jón Árni Bjarnason 1979 KVL - Danmörk 2012 Landslagsarkitekt Norconsult í Hamar í Noregi jon.arni.bjarnason@norconsult.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Heiða Hrund Jack 1978 Edinburgh College af Art 2010 Landslagsarkitekt Sjáfstætt starfandi heidajack@gmail.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Hrafnhildur D. Hrafnkelsdóttir 1977 SLU - Svíþjóð 2009 Landslagsarkitekt Verkís hrhr@verkis.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Jón Rafnar Benjamínsson 1980 KVL - Danmörk 2009 Landslagsarkitekt Landslag ehf. jonrafnar@landslag.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Heiðar Smári Harðarson 1979

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Hulda Sæland Gústafsdóttir 1968 NLH - Noregi 1997 Landslagsarkitekt Landslag ehf. hulda@landslag.is

Nafn: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Jón Stefánsson University of Minnesota 1993 Landslagsarkitekt CLR Design jstefansson@clrdesign.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Helga Aðalgeirsdóttir 1964 NLH - Noregi 1992 Landslagsarkitekt Vegagerðin

Inga Rut Gylfadóttir 1970 NLH - Noregi 1997 Landslagsarkitekt Landslag ehf. ingarut@landslag.is

K

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Hermann G. Gunnlaugsson 1966

Ingibjörg Kristjánsdóttir 1962

Arkitektur- og designhøgskolen í Osló

2015 Skrúðgarðyrkjumeistari Garðvélar og ArcLand ehf heidarsmari@gmail.com

helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is

I

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Fachhochschule Weihenstephan Skóli: Útskriftarár: 1996 Atvinna: Landslagsarkitekt Vinnnustaður: Teiknistofan Storð Netfang: tstord@tstord.is

118 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA

The City University of New York

1991 Landslagsarkitekt og hönnuður

Sjálfstætt starfandi ikristjans@me.com

Nafn: Netfang:

Karl Guðjónsson karlgudjons@gmail.com

Nafn: Skóli:

Kolbrún Þóra Oddsdóttir KVL - Danmörku

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Kristbjörg Traustadóttir 1957 KVL - Danmörku 2011 Landslagsarkitekt Sjálfstætt starfandi bkt33@simnet.is


FÉLAGATAL Ó

L

lilja@teikna.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Ólafur Gylfi Gylfason 1983 KVL - Danmörk 2015 Landslagsarkitekt Landslag ehf. olafur@landslag.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Sigríður Brynjólfsdóttir 1969 NLH - Noregi 1994 Landslagsarkitekt Hornsteinar arkitektar sibr@simnet.is

Lilja Kristín Ólafsdóttir 1970 UMB - Noregi 2008 Landslagsarkitekt Yrki arkitketar lilja@yrki.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Ólafur Melsted 1965

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir 1969 NLH - Noregi 1995 Landslagsarkitekt Landlínur ehf. landlinur@landlinur.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 1984

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Lilja Filippusdóttir 1982 SLU - Svíþjóð 2009 Landslagsarkitekt

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

M

Teiknist. arkitekta,Gylfi Guðjónsson og félagar

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Margrét Backman 1974 KVL - Danmörku 2002 Landslagsarkitekt Norconsult AS. Stavanger margretback@gmail.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Netfang:

Margrét Sigurðardóttir 1966 SLU - Svíþjóð 1995 Landslagsarkitekt margretsigurdar@gmail.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Marta María Jónsdóttir 1975 KVL - Danmörk 2010 Landslagsarkitekt Reykjavíkurborg martamariajons@gmail.com

Nafn: Fæðingarár: Atvinna: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Universität Paderborn, Þýskalandi

1996 Landslagsarkitekt Mosfellsbær olafurm@mos.is Ómar Ingþórsson 1970 University of Guelph Landslagsarkitekt Skipulagsstofnun omar@skipulag.is

P

2012 Borgarfulltrúi Reykjavíkurborg sigurborg.osk.haraldsdottir@reykjavik.is

Pétur Jónsson 1956 NLH - Noregi 1983 Landslagsarkitekt Landark ehf. petur@landark.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Sigurður Friðgeir Friðriksson 1974 KVL - Danmörk 2009 Landslagsarkitekt Borgarbyggð sigurdurf@borgarbyggd.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Ragnar Frank Kristjánsson 1962 KVL - Danmörku 1990

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Stefán Jónsson 1981 KVL - Danmörk 2009 Landslagsarkitekt Landlínur ehf. stefan@landlinur

Marta Volina 1989 Landslagsarkitekt marta_volina@yahoo.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Ragnhildur Skarphéðinsd. 1956

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Svanhildur Gunnlaugsdóttir 1970 KVL - Danmörk 1999 Landslagsarkitekt Landform ehf.

Matthildur Sigurjónsdóttir 1979 SLU - Svíþjóð 2008 Landslagsarkitekt Landark matthildur@landark.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Samson Bjarnar Harðarson 1965 NLH - Noregi 2000 Lektor Landbúnaðarhásk.Íslands samson@lbhi.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Svava Þorleifsdóttir 1983 KVL - Danmörk 2009 Landslagsarkitekt Landslag ehf. svava@landslag.is

Oddur Þ. Hermannsson 1960 NLH - Noregi 1986 Landslagsarkitekt Landform ehf. oddur@landform.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Sif Hjaltdal Pálsdóttir 1974 Kaupmannahafnarháskóli 2007 Landslagsarkitekt Landslag ehf. sif@landlag.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Netfang:

Sveinn Rúnar Traustason 1969 NLH - Noregi 1999 Landslagsarkitekt svennit@hotmail.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

R

Sviðsstj. umhv.- og skipulagssviðs

Borgarbyggð ragnar@borgarbyggd.is

Gloucester College of Art & Design

1982 Landslagsarkitekt Hornsteinar arkitektar rs@hornsteinar.is

S

O Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Oslo School of Architecture and Design

ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

119


FÉLAGATAL T

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

U

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Y

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Netfang:

Þ

Tinna Rut Pétursdóttir 1988 NMBU- Noregi 2015 Landslagsarkitekt Landslag ehf. tinna@landslag.is Ulla Rolfsigne Pedersen 1966 KVL - Danmörk 1994 Landslagsarkitekt Verkís urp@verkis.is Yngvi Þór Loftsson 1952 University of Guelph 1986 yngviloftsson@gmail.com

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Þórhildur Þórhallsdóttir 1974 KVL - Danmörk 2006 Landslagsarkitekt Landmótun sf. thorhildur@landmotun.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Þórólfur Jónsson 1958 SLU - Svíþjóð 1987 Deildarstjóri náttúru og garða Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur thorolfur.jonsson@reykjavik.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Þráinn Hauksson 1957 KVL - Danmörk 1984 Landslagsarkitekt Landslag ehf thrainn@landslag.is

Nafn: Fæðingarár: Skóli: Útskriftarár: Atvinna: Vinnnustaður: Netfang:

Þuríður Ragna Stefánsdóttir 1963 NLH - Noregi 1996 Landslagsarkitekt Verkís trs@verkis.is

120 ÁRBÓK FÉLAGS ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKTITEKTA


EÐLILEG GRUNNVATNSSTAÐA  ECORASTER® (fyllt)  Jöfnunarlag (fínefni 2/5)  Drenlag (0/32)  Burðarlag (0/32)  Jarðvegur

    

BLÁGRÆN LAUSN

ECORASTER.IS s: 431 1111 - t: ver@ver-ehf.is


ISBN 978-9935-24-460-4