”Falið a ” er y rskrift þessarar sýningar, sem haldin er á veitingastaðnum Grjótinu, á Vökudögum á Akranesi. Nafnið er vísun í þá leyndu skapandi krafta sem búa meðal þátttakenda sem allir eru búsettir í bænum. Bakgrunnurinn er ölbreyttur, en það sem sameinar hópinn er áhugi og vitund um mikilvægi þess, hvernig listsköpun e ir og þroskar, bæði einstaklinginn sjálfan og það samfélag sem hann býr í. Listsköpun er stór hluti af lífsgæðum og aðgengi að ölbreyttri menningu eykur víðsýni, umburðarlyndi og færni borgaranna til samfélagslegrar þátttöku e ist.
Við undirbúning var ákveðið að öllum gæ st kostur á þátttöku, miðillinn væri frjáls en í ljósi stærðar rýmisins var farin sú leið að hafa verkin öll í sömu stærð, 30 x 30 cm. Það sést svo sannarlega að falið skapandi a býr meðal íbúa svo vonandi er kominn tími á að leysa þá krafta enn frekar úr læðingi. Edda Agnarsdóttir á frumkvæðið að framkvæmdinni og eru henni færðar bestu þakkir fyrir.
Heiðurslistamaður sýningarinnar er Philippe Ricart sem féll frá sl. sumar og er hans getið í sérstakri um öllun. ”Landvættir” nefnist verkið sem hér er sýnt eftir hann. Fallegt þrívítt verk, þar sem fundinn efniviður er tengdur við vefnað og íslenska menningarar eifð.
HELENA GUTTORMSDÓTTIR
HEIÐURSLISTAMAÐUR
PHILIPPE RICART
Heiðurslistamaður sýningarinnar er hinn einstaki handverksmaður Philippe Ricart sem lést í júlí á síðasta ári 68 ára að aldri. Hann fæddist í Alsír en utti ungur til Frakklands. Til Íslands utti Philippe árið 1979, bjó fyrst á Ísa rði en síðan á Akranesi. Á vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur á Ísa rði nam hann og vann við vefnað en síðar fékkst hann við spjald- og myndvefnað, ókagerð, skúlptúra og nytjalist. Philippe var afar fær handverksmaður sem naut mikillar virðingar fyrir verk sín og margir eiga hin einstöku spjaldofnu bókamerki hans og lyklakippur. Áhugi hans á fuglum og íslenskri náttúru kom sterkt fram í verkum hans og má í því sambandi nefna hönnun hans á útsaumspakkningum með myndum af íslenskum fuglum en þeim fylgdi í uppha band sem hann jurtalitaði.
Margar viðurkenningar hlaut Philippe á ferlinum, var bæjarlistamaður Akraness 1996-1997 og hlaut Skúlaverðlaunin árið 2015 fyrir hando n teppi úr íslenskri ull. Útilistaverkið „Hnöttur“ eftir hann stendur á lóð leikskólans Teigasels og árið 2000 varð hugmynd hans um „Vatnsberana“ hlutskörpust í samkeppni Handverks og hönnunar. Auk þessa tók hann þátt í ölda sýninga víða um land. Philippe hóf að kenna við skóla Heimilisiðnaðarfélagsins árið 1995 og kenndi í áratugi námskeið í myndvefnaði, spjaldvefnaði, leðursaumi og tálgun ýsubeina. Hann var afar vel liðinn kennari með einstaklega góða nærveru.
Aðstandendur sýningarinnar þakka ölskyldu Philippe fyrir velvild og samvinnu við undirbúning sýningarinnar.
ALDÍS PETRA SIGURÐARDÓTTIR
Ég hef frá því ég man eftir mér verið að mála og teikna og þörfin til að skapa hefur fylgt mér í hverju sem ég geri á einhvern hátt. Verkin sem ég hef verið að sýna eru aðallega abstrakt og fígúratív verk, en ég tek einnig mikið af ljósmyndum, leira, teikna og sauma sem ég sýni minna af. Innblástur kemur allstaðar frá og mér finnst best að hafa mörg verkefni í gangi í einu. aldispetra@gmail.com s. 867 0880 aldispetra aldispetrasig
ANGELA ÁRNADÓTTIR
Komandi úr heimi danslistar og tónlistar er hið línulaga listform tóna og hreyfingar mér hluglægt viðfangsefni. Í þessu verki vinn ég með hringformið og rannsaka möguleika þess og tilurð. Olía er minn miðill þegar kemur að málaralist, en olían er lifandi efni sem einnig myndar hringi sé hún sameinuð vatni. Hringir og vatn er viðfangsefni þessa verks.
angela8819@gmail.com s. 611 9606
SnælandArtist www.snaeland.org
angelaarnadottirsnaeland
ÁSLAUG BENEDIKTSDÓTTIR
Sköpunargleðin er drifkrafturinn í minni listsköpun. Að leika mér með liti, línur, fleti og form og koma hugmynd á strigann eða pappírinn er málið. Ég held að ég sé oft að segja einhverja sögu með verkum mínum. Ef til vill bara örsögu, en sagan er þarna á sveimi.
Verkið talar fyrir sig sjálft.
aslaugben@snerpa.is s. 692 0037
afl
BJARNI ÞÓR BJARNASON
Myndin heitir „ Nú er rökkur rökkra „ Myndefnið er úr Eddukvæðum um samskipti systranna Freyju og Hyndlu. Hyndla: tík, lítill hundur, sú sem ferjar fólk til dauðaheima. Jötnamær, fulltrúi undirheimaaflanna, hinna eyðandi afla og viskunnar mótsagnir lífsins, úlfurinn Fenris sem gleypir sólina og tunglið í Ragnarökum, hún býr í helli, holu, höll, Hel fulltrúi móðurlifsins og grafarinnar.
listamadur@simnet.is s. 857 2648
BORGHILDUR JÓSÚADÓTTIR
Mynstur hafa alltaf heillað mig, ég finn þau hvert sem litið er. Mynstrin eru undir áhrifum teikniaðferðar sem kölluð er Zentangle og teiknuð með tússi. Aðferðin er blanda af slökun og skapandi áskorunum. Í verkinu tengi ég saman stærðfræði og mynstur og úr verður þrívíddarverk úr margflötungum.
josuadottirb@gmail.com s. 894 3036
Borghildur Jósúadóttir
BRYNDÍS SIEMSEN
- Fegurð í ljótleikanumUndanfarið hefur yfirborð ryðgaðs járns og formbreyting þess heillað mig. Ég sé ryð sem sár tímans , blæbrigði í eyðileggingunni. Fegurðin í forgengileika náttúrunnar og umhverfinu, formunum og litabreytingum. Með vatnslitum reyni ég að fanga hana á myndflötinn, oftast á pappír en er líka að prófa aðra grunna.
BRYNJA JÓHANNSDÓTTIR
Frá því ég var smástelpa hef ég haft þörf fyrir að skapa. Lærði glerbræðslu og tók þátt í rekstri Gallerí Urmull sem hópur handverksfólks rak og var þar með glervörur og prjónavörur. Hef farið á nokkur námskeið í olíumálun, m.a. í Myndlistarskóla Kópavogs. Nýt þess mjög að mála og vonandi að taka framförum í myndlistinni.
afl
bryndis.siemsen@gmail.com s. 686 0328 brynja10@gmail.com s. 845 5850 BrynjaGallerí
CATHERINE SOFFÍA GUÐNADÓTTIR
Frá því að ég var lítil hef ég haft mikinn áhuga á myndlist, en byrjaði ekki fyrr en í fyrra að stefna á myndlist sem feril. Því fór ég í Myndlistaskóla Reykjavíkur og stefni núna á listnám erlendis. Hugmynd mín að þessu verki var að sameina ást mína á anatómíunni og smáatriðum hennar í eina blýantsteikningu.
catherine.soffia.1998@gmail.com s. 893 8299
DÝRFINNA TORFADÓTTIR
Skartgripalínan sem ég sýni núna nefnist „RÆTUR“ er táknræn og með vísan til þess að Akraneskaupstaður á 80 ára afmæli á þessu ári. Hver og einn gripur er handunninn og hægt er að fá steina í gripina í öllum regnbogans litum. Ég hef á löngum ferli hlotið margvíslegar viðurkenningar og sýnt víða, allt frá Djúpavík til Tókýó.
diditorfa@simnet.is s. 862 6060 diditorfa www.diditorfa.is
EMBLA HRÖNN VIGFÚSDÓTTIR
Útskrifuð af myndlistabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Stunda nú framhaldsnámi í teikningu í Myndlistaskóla Reykjavík. Vinn mjög fígúratífar myndir bæði með akrýl og í teikningu.
emblahronn@gmail.com s. 615 3798
embla_vigfúsdóttir
EDDA AGNARSDÓTTIR
Ég hef málað mest með akríl en jafnframt notast við blandaða tækni eins og klipp (collage), túss, olíukrít og textíl. Myndin mín er abstrakt verk með geómetrískum formum sem í senn sýnir efnið og formið, einföld en með ákveðnum krafti.
edda.eyjudottir@gmail.com s. 863 3006
afl
ERNA HAFNES MAGNÚSDÓTTIR
Sæki innblástur í náttúruna, steina, fjöll og form, bæði náttúrleg form og einföld tvívíð form. Finnst gaman að leika mér með áferð og vinn mikið með spaða. Hugmyndin af verkinu kviknaði við heimsókn í Gjánna í Þjórsárdal. Fjölbreytt náttúruperla, stuðlar, hraun, móberg, litlir og stórir fossar og mikill gróður. Svo má ekki gleyma huldufólkinu.
ernahafnes@gmail.com s. 699 7198
ernahafnes.malverk
Erna Hafnes myndlistarmaður
EYGLÓ GUNNARSDÓTTIR
Í grunninn er ég menntaður textílkennari og starfa við það. Þar af leiðandi vinn ég alla daga með margskonar efnivið með mínum nemendum sem endurspeglar síðan efnisvalið í mínu verki. Endurnýting og endurnotkun eru mér ofarlega í huga sem felst meðal annars í að nota alla afganga. Náttúran og náttúruleg efni urðu fyrir valinu í þetta sinn.
eyglo.gunnarsdottir@grundaskoli.is s: 894 6155
G. ÁSA DEGEN GUÐMUNDSDÓTTIR
Ég hef unnið með hina ýmsu miðla í gegnum tíðina, en síðustu ár hefur málningin átt hug minn allan, þá einna helst akríl og olímálning. Á bak við hverja mynd er tilfinning ráðandi, hugarástand sem finnur sér leið gegnum verkið og kallast á við túlkun og tilfinningu áhorfandans.
gudnyasa@gmail.com s. 695 5356
valastias gÁsa - Art
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Í gegnum tíðina hef ég unnið mest í eldsmíði og hef verið með verk í gallerí Hnoss á Skólavörðustíg. En nú ákvað ég að fara aðra leið, taka mynd sem ég fann á Internetinu, þar sem finna má flest í dag, og bæta við hana hvítum fugli. Túlkunin er svo áhorfandans.
klett@simnet.is s. 869 4748
afl
HEIÐRÚN HANNESDÓTTIR
Í þetta sinn málaði ég með acryl en finnst þó meira spennandi að mála með olíu. Á ferðalögum mínum um heiminn hef ég tekið mikið af mannlífs myndum. Þessi mynd er af dreng frá Perú sem ég hitti í ferð minn þar árið 2011.
ingi@pipo.is s. 693 1432
INGA RÓSA LOFTSDÓTTIR
Ljós í gegnum rými og liti heilla mig. Það kitlar einhverjar leyndar taugar í mér. Ég er mikið fyrir margbreytileika og er til í að læra/prófa eitthvað nýtt þegar færi gefst. Verkið hér er afrakstur af þessum þekkingarþorsta mínum.
inga.r.loftsdottir@gmail.com s. 848 9894
INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Ég vinn aðallega í leir, en mála einnig í olíu og akríl. Náttúran og dýrin veita mér innblástur og að sjá fegurðina í hinum ýmsum formum. Fuglinn minn er handmótaður með svokallaðri pulsuaðferð en viljandi fékk hann að hafa sitt sjálfstæði í endalegri út komu. Eins og í lífinu sem tekur stundum óvænta stefnu sem við sjáum ekki fyrir.
inga60@internet.is s. 867 1208
JACLYN POUCEL ÁRNASON
My name is Jaclyn Poucel Árnason from Jaclyn Árnason Art. I am an American and soon-to-be Icelandic citizen. Live in Akranes with my husband Benni Valur and our one year old daughter, Sædís Jessica. Started painting at a young age and always needed to be creating and using my hands. I loved art so much that I was accepted in to an advanced studio art placement in high school and received a Bachelor of Arts degree in Art History and Museum Studies from the University of Pittsburgh. I paint textured abstracts inspired by nature, landscapes, and mythology. I use acrylic paint, spray paint, sand, coffee grounds, and other paste and materials to create texture.
afl
jaclyn@jaclynarnasonart.com s. 858 9476 jaclynarnasonart
JÖKULL FREYR SVAVARSSON
- hughrifÉg hef frá því að ég man eftir mér verið síteiknandi. Teiknaði á öll skólaborð sem ég sat við ef ég hafði ekki pappír við hendina. Hef gaman af því að mála, teikna og skapa yfir höfuð. Stundaði nám við myndlistaskóla Akureyrar frá 1997-2000 og útskrifaðist þaðan sem grafískur hönnuður. Með árunum hef ég ekki verið eins iðinn og áður við listsköpun, en á það til að setjast niður og krota eitthvað. Það var tilfellið með verkið sem ég skila hér inn. Þetta byrjaði bara sem línur á blaði á afgangspappír, sem lá á borðinu í vinnunni. Það er enginn sérstök merking á bak við verkið, hendin fór af stað og úr varð þessi mynd, unninn með akríl, kolum og bleki.
Ég er menntaður myndlistamaður, hönnuður og kennari. Fyrir mér er listsköpun ævintýri, leiðangur eða rannsóknir í leit að kjarnanum, einhverju sem segir sögu eða hefur merkingu. Vinn jöfnum höndum í leir og málverk. Í leirverkunum dansa ég gjarnan á línunni á milli nytjalistar og skúlptúrs. Málverkin mín einkennast af glaðværð, leik, ævintýraþrá og frelsi þar sem íslensk náttúra, húmor og daglegt líf eru oftar en ekki viðfangsefnið.
jokullfs@gmail.com s. 852 2072 www.leirbakariid.com/kolla-kolsi
KOLBRÚN SIGURÐARDÓTTIR kolsi.art@gmail.com s. 861 8798
kolsi.art
KRISTRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR
Hrútaslaufan er saumuð í ullarjafa. Saumaspori er gamall íslenskur krossaumur (fléttusaumur) sem tíðkaðist mjög á 17. og 18. öld. Hrútarnir eru saumaðir með kambgarni í ullarjafa. Slaufurnar sauma ég úr ýmsum fallegum efnum og roði.
Lára Magnúsdóttir heiti ég og er listakona, búsett á Akranesi. Ég kem undir listamanna nafninu Lolly Magg. Er menntuð leikkona sem fæst við allskonar listir, meðal annars að mála og teikna. Ég er nýbúin að finna skemmtilega tækni sem ég notast við og er að finna útúr. Það er acryl pouring technique. Hef fengið mjög góð viðbrögð við þessum myndum á instagram og elska að blanda saman fallegum litum. Innblástur myndanna kemur eiginlega eftir á. Finn litasamsetningu sem mér finnst passa saman, eða ekki, og þá kemur einhver tilfinning út frá því. Ég er með Instagram Artby_lollymagg ef þið viljið athuga fleiri verk sem ég er að brasa við. Ég er einnig með sýningu í vitanum á Vökudögum, sem ber nafnið „Tsunami in a zombie apocalypse“.
LÁRA MAGNÚSDÓTTIR laramagg90@gmail.com s. 661 2787 afl kristrun1961@gmail.com s: 8675635 Artby_lollymagg smotterí
sarahaux@gmail.com s. 695 4881
SARA BJÖRK HAUKSDÓTTIR
Það er ekki aðeins auðveldara, heldur skemmtilegra og fallegra að ganga í þokunni. Ég hef allt sem ég þarf, þó ég sé alein.
Textinn að ofan er saminn af gervigreind. Verkið á sýningunni er að sama skapi unnið í samstarfi við gervigreind. Appið Randonautica sendi mig á staði sem voru í innan við 3 km radíus frá heimili mínu á Akranesi. Ég hafði sett mér þá reglu að ég þyrfti að nota þá staði sem appið valdi í myndverkið. Óvissan sem ég upplifði er ég fylgdi appinu á leiðarenda gerði ferðalagið að áfangastaðnum skemmtilegra og fallegra. Ég tók eftir umhverfinu og fann að ég hafði allt sem ég þurfti. Þokan í vinnuferlinu var óvissan og hún er mitt helsta verkfæri í myndlist. Að þessu sinni leiddi appið mig tvíveigis upp í Skarfavör. Þar rakst ég á Hilmar Sigvaldason og Hilmar er sannarlega eitt af duldu öflum okkar litla samfélags.
SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR
Ég skanna ljósmynd inní saumaforrit sem ég er með í tölvunni og vinn svo ljósmyndina til útsaums og sauma síðan í útsaumsvélinni og þetta er útkoman. Það er mikil vinna við að útbúa svona mynd, bæði fyrst í tölvunni og síðan að velja liti sem við á, en þetta er gaman og öðruvísi. Útsaumur og annað handverk á Facebook
sigrun47@internet.is s. 863 2170
STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
SMÁRI JÓNSSON
Myndlist og ég erum búin að eiga góða samleið alla tíð. Fyrir nákvæmlega þrjátíu árum málaði ég mínar fyrstu myndir. Til að bæta færni sótti ég ýmis námskeið og stundaði fjögurra þrepa nám í Myndlistaskóla Mosfellsbæjar. Helsti innblástur í minni myndlist er náttúran í allri sinni dýrð, nærumhverfið, ljósið, skuggarnir, litirnir, sólarupprásin, sólsetrið og allt þar á milli.
s.ma1959@hotmail.com s. 845 1820
SmariArt
Ég sit við veisluborð hafsins og hugsa um hringrás lífsins sem er áleitið sem aldrei fyrr. Lífið er samofið sjónum í allri sinni dýrð og fjölbreytileika. Þar eigum við allt undir. Myndin er máluð á ýsuroð. Sem tengir mig við sjóinn og eilífðina
steinunn.o.gudmundsdottir@gmail.com s. 897 6209
afl
TINNA RÓS ÞORSTEINSDÓTTIR
Ég lærði fagurlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og var valin bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Í verkum mínum leita ég að tilganginum að öllu í lífinu í gegnum glassúr og græðgi, með öllum þeim miðlum sem ég tel mig þurfa til, allt frá pallíettum og perlum til (klósett)pappírs og plasts. Að mestu tjái ég mig þó með málningu á striga og eru verkin þá í miklum popplistastíl.
tinnaroyal@gmail.com s. 849 7119 tinnaroyal
UNNUR JÓNSDÓTTIR
Sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri hafa pósitív og negatív form á tvíðvíðum fleti ávallt heillað mig, myndlýsingar og grafískar útfærslur fyrir ólíka miðla. Ég vinn á mörkum myndlistar og hönnunnar og takmarka mig ekki við tæknilega ramma eða hefðir. Í þessu verkefni vinn ég með fræsun, nota Illustrator forritið og efniviðurinn er Valchromat. Með því verða grafísk áhrif sterkari, rýmisskynjun eykst og verkið verður lifandi dansverk ljóss og skugga.
unnur@jonsdottir.net s. 868 5245
ÞORVALDUR ARNAR GUÐMUNDSSON
Ég hef haft mikinn áhuga á að teikna frá því ég var barn, hef bæði mikla ánægju af því og slaka líka á við það. Yfirleitt teikna ég með blýanti og lita svo með trélitum eða tússi, svo mála ég stundum. Myndin mín er ekki dæmigerð fyrir minn stíl. Hún er abstrakt og máluð með akrýlmálningu.
asdisvala@hotmail.com s. 845 1056
ÞÓRUNN MARÍA ÖRNÓLFSDÓTTIR
Ég vinn mest með olíu, en einnig pastel, tréliti, blý og akrýl. Mála oft dýr og fígúratív verk, eða það sem kallar á mig hverju sinni. Myndin á sýningunni heitir „Kaffikonan“ og ef list talar máli hjartans eins og listasögukennarinn minn sagði, þá talar þessi beint úr mínu.
totalee75@gmail.com
s. 845 6676
afl
SÉRSTAKAR ÞAKKIR FÁ:
Akraneskaupstaður - Toppútlit - Omnis - Bifreiðarstöð ÞÞÞ
Einarsbúð - Birgir Þór Guðmundsson sálfræðistofa - Bílver Fasteignamiðlun Vesturlands - Skagafiskur - Pípó - Hákot
Model - Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður - Arttré
Umbrot & hönnun: Unnur Jónsdóttir
Prentun: Svansprent ehf
afl