Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2012

Page 41

Að lokum er forvitnilegt að skoða meðalfjölda vinnustunda á hvert heimili eftir tegund heimila og landshlutum árin 2009 og 2011. Meðalfjölda vinnustunda á hvert heimili í heildina hefur fækkað um 3% árið 2011 samanborið við árið 2009. Sé lykiltalan greind eftir tegund heimila kemur í ljós að meðalvinnustundafjöldi á heimili með fötluðu fólki jókst um 48%, á heimili aldraðra fækkar þeim um 9% og meðalfjöldi vinnustunda á önnur heimili dregst saman um 20%. Sé litið til landshluta má sjá að þróunin er misjöfn. Það vekur athygli að meðalvinnustundafjöldi á heimili með fötluðu fólki rúmlega þrefaldaðist á Austurlandi og tæplega þrefaldaðist á Vestfjörðum árið 2011 samanborið við árið 2009

2.4 Húsnæðisstuðningur Í þessum kafla er annars vegar fjallað um húsaleigubætur og hins vegar sérstaka niðurgreiðslu húsaleigu sem oft er vísað til sem sérstakar húsaleigubætur.

2.4.1 Húsaleigubætur Í lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 kemur fram að markmið með slíkum bótum er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög skulu greiða húsaleigubætur og annast félagsmálanefndir sveitarfélaga að jafnaði afgreiðslu umsókna. Til upplýsingar skal á það bent að á heimasíðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga má nálgast fréttabréf sjóðsins um húsaleigubætur http://www.jofnunarsjodur.is/frettabref/. Tafla 29.

Samtals greiðslur sveitarfélaga til húsaleigubóta eftir landshlutum árin 2008–2011

Reykjavíkurborg

2008

2009

2010

2011

Breyting 2008-2011

% breyting 2008-2011

1.322.538

1.583.484

1.646.296

1.637.549

315.011

24%

Höfuðbsv. án Rvk.

390.892

586.033

675.617

672.455

281.563

72%

Suðurnes

252.269

335.764

329.468

335.372

83.103

33%

Vesturland

119.951

147.834

145.913

146.358

26.408

22%

68.990

70.335

65.732

54.133

-14.857

-22%

Vestfirðir Norðurland vestra

70.204

78.248

79.417

76.827

6.623

9%

Norðurland eystra

284.619

322.128

326.082

318.785

34.166

12%

Austurland

67.128

85.869

75.542

72.129

5.001

7%

Suðurland

177.728

216.514

227.943

217.007

39.279

22%

Landið allt

2.754.318

3.426.209

3.572.011

3.530.616

776.297

28%

Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýring: Í þús.kr. staðvirt á verðlagi ársins 2011.

Í töflu 29 má sjá að greiðslur sveitarfélaga til húsaleigubóta á landsvísu höfðu aukist um 28% árið 2011 miðað við árið 2008 eða um tæpar 800 m.kr. að raungildi. Einn skýringarþáttur birtist í töflu 32 en þar má sjá að viðtakendum húsaleigubóta fjölgaði um 39% á sama tíma. Í öllum landshlutum hækka greiðslur sveitarfélaga til húsaleigubóta, þó mismikið. Undantekning er Vestfirðir þar sem greiðslur lækka um 22%. Hlutfallslega er hækkunin mest á höfuðborgarsvæði utan Reykjavíkur en þar hækkuðu greiðslurnar um 72% á tímabilinu. Þá hækkuðu greiðslur um þriðjung á Suðurnesjum. Þess má geta að á tímabilinu 2007–2009 jukust greiðslur sveitarfélaga á Suðurnesjum gríðarlega eða um 139%.

39


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.