__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Samband íslenskra sveitarfélaga

Tíðindi

l. .3 tb maí 6 201


TÍÐINDI

Aðildarfélög Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í starfsmat

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga Félags íslenskra félagsvísindamanna, Félags íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélags Íslands, Fræðagarðs, Iðjuþjálfafélags Íslands, Sálfræðingafélags Íslands, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélags lögfræðinga og Þroskaþjálfafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning 21. mars s.l. Einnig skrifuðu samninganefndir sambandsins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undir sambærilegan kjarasamning þann 22. apríl s.l. Nýir kjarasamningar fela í sér veigamiklar breytingar á samsetningu heildarlauna háskólamanna við innleiðingu og upptöku starfsmats samkvæmt starfsmatskerfinu SAMSTARF, sem kemur að fullu til framkvæmda árið 2018. Þann 1. apríl sl. hófst innleiðingarferli starfsmats með nýrri launaröðun starfa til bráðabirgða. Þann 1. júní 2018 kemur starfsmat að fullu til framkvæmda og þá munu öll störf raðast samkvæmt starfsmati og röðun til bráðabirgða fellur úr gildi. 2

Forsenda upptöku starfsmats er breyting á samsetningu heildarlauna, þannig að hlutur dagvinnulauna eykst og fastar viðbótargreiðslur lækka sem nemur þeirri hækkun sem leiðir af bráðabirgðaröðun starfa og upptöku starfsmats. Um innleiðingu og framkvæmd starfsmats gilda verklagsreglur þeirra aðila sem aðild eiga að starfsmatskerfinu SAMSTARF, sjá www.starfsmat.is. Markmið starfsmats er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er. Einnig að störfum sé raðað þannig til grunnlauna að þau séu eins fyrir störf sem metin eru jafnkrefjandi, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni. Með þessum kjarasamningum er stigið veigamikið skref í þá átt að styrkja samkeppnisstöðu sveitarfélaga vegna háskólamenntaðra sérfræðinga.


TÍÐINDI

Sveitarfélög eru í lykilstöðu 8. evrópska ráðstefnan um sjálfbærar borgir – Bilbao í Baskalandi á Spáni, 26. til 29. apríl 2016 Fulltrúar sambandsins og Reykjavíkurborgar sóttu í lok apríl 8. ráðstefnu um sjálfbærar borgir í Bilbao í Baskalandi á Spáni. Þessi ráðstefna hefur verið haldin með þriggja ára millibili í ýmsum evrópskum borgum þar sem stefnumál í sjálfærni og verkefni tengd sjálfbærni hafa verið kynnt. Helstu vandamál heimsins kristallast í borgum sem eru sístækkandi, en í þeim býr nú þegar meirihluti mannkynsins. Helstu umræðuefni á ráðstefnunni voru nýsamþykkt sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna (Dagskrá 2030) sem er markmið í 17 liðum og snúa að hinum þremur meginstoðum sjálfbærni; félagslegum framförum, fjárhagslega ábyrgri hegðun og að taka tilliti til umhverfislegra gæða. Annað málefni var um loftslagsbreytingar og sérstaklega hina nýafstöðnu loftslagsráðstefnu í París, COP 21.

borð við samsköpun þ.e. samvinna um hönnun, aðgerðir og nýsköpun. Ljóst er að sveitarfélög eru í lykilstöðu þegar kemur að breytingum á menningu samfélaga í átt til sjálfbærrar framtíðar. Sveitarfélögin ráða yfir menntunar- og menningarstofnunum sem geta hjálpað til við þær miklu félagslegu breytingar sem þurfa að verða með tilliti til vandamála í umhverfismálum. Aukin áhersla á þátttöku fólks í skipulagningu og innleiðingu á þverfaglegri þjónustu í nærumhverfi sínu er lykill að því að samþætta aðgerðir varðandi sjálfbæra þróun. Þar felast hugsanlega tækifæri í því að virkja allar stofnanir sveitarfélaga og vinna svo náið með félagasamtökum, fyrirtækjum og almenningi í anda Baskayfirlýsingarinnar.

Það er hefur tíðkast á þessum ráðstefnum að gefin er út yfirlýsing sem kennd er við ráðstefnustaðinn. Að þessu sinni var kynnt og samþykkt Baskayfirlýsingin sem kallar á þrjár meginumbreytingar í samfélagi okkar, sem snúa að tengingu félagslegra og menningarlegra þátta, tengingu félagslegra og fjárhagslega þátta og að tæknilegum þáttum.

Áhersla á félagslega þætti Mikil áhersla var lögð á hvernig efla mætti félagslega stoð sjálfbærrar þróunar. Í yfirlýsingunni er lögð aukin áhersla á félagslega þætti, menningu og virkni íbúa í borgum og bæjum. Mikið var fjallað um að ekki væri nóg að bjóða öllum til þátttöku við skipulagningu aðgerða heldur væri einnig mikilvægt að fólk fengi hlutverk við innleiðingu þeirra. Birtist þetta í yfirlýsingunni í notkun hugtaka á

Á glærunni hér að ofan má sjá vandamálin í hnotskurn að mati fyrirlesara. Að neðan er mynd af ráðstefnuhöllinni í Bilbao.

3


TÍÐINDI

Endurskoðun skattlagningar á ökutæki og eldsneyti

– Athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga til starfshóps fjármálaráðuneytisins Þann 27. apríl sl. sendi sambandið ítarlegt erindi til nefndar er fjalla skyldi um endurskoðun skattlagningar á ökutæki og eldsneyti. Í erindinu voru áréttaðar ábendingar sambandsins vegna skattlagningarinnar og minnt á stefnumörkun sambandsins frá landþingi árið 2014 um að sveitarfélög fái tekjur af umferð. Umræðan sem fram fór á landsþinginu tengdist m.a. auknu álagi á vegi bæði í dreifbýli og þéttbýli vegna fjölgunar erlendra ferðamanna. Í stefnumörkuninni segir: • Sambandið skal vinna að því að sveitarfélög fái sanngjarna hlutdeild í gjöldum af umferð. Útfæra þarf hlutdeildina og útgreiðslu til sveitarfélaga með hliðsjón af auknum skyldum sveitarfélaga samkvæmt vegalögum og áherslu á vistvænar samgöngur. (3.2.6) • Sambandið skal vinna að því, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, að tryggja öruggan laga- og rekstrargrundvöll fyrir heildstætt kerfi almenningssamgangna milli og innan landshluta. (3.4.20) • Sambandið skal vinna að því að við stefnumótun í samgöngumálum verði vistvænar samgöngur settar í forgang með því að styðja sérstaklega við notkun vistvænna orkugjafa, draga úr neikvæðum áhrifum af bílaumferð og auka jafnræði ólíkra samgöngumáta. (3.4.21) 4

• Sambandið skal gæta hagsmuna sveitarfélaga við mótun löggjafar um gjaldtöku af ferðamönnum og töku ákvarðana um uppbyggingu innviða til að mæta auknum straumi ferðamanna til landsins. Ekki nægir að veita fjármagni til að vernda og byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum heldur þarf einnig að styrkja samgöngumannvirki og veita fjármagni til viðhalds þeirra til að þau standist aukið álag. (3.2.22) • Sambandið beiti sér fyrir því að ríki, sveitarfélög, landeigendur og ferðaþjónustan vinni saman að því að draga úr neikvæðum áhrifum af aukinni umferð ferðamanna á viðkvæma staði í íslenskri náttúru. Áhersla verði lögð á nauðsynlega uppbyggingu á ferðamannastöðum og að umferð ferðamanna verði beint á landsvæði sem þola aukna umferð. Jafnframt verði lögð áhersla á að vegum og öðrum innviðum verði viðhaldið til að þeir þoli þá auknu umferð sem leiðir af fjölgun ferðamanna. (3.4.15) Framangreindar áherslur eru leiðarljós í hagsmunagæslu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga og leggur sambandið áherslu á að starfshópurinn skoði fyrirliggjandi gögn um skiptingu útgjalda ríkis og sveitarfélaga til vegamála. • Bréf sambandsins til nefndar um endurskoðun skattlagningar á ökutæki og eldsneyti.


TÍÐINDI

Morgunverðarfundir um skólamál:

Að finna balansinn

Sambandið gekkst fyrir morgunverðarfundi um skólamál 10. maí sl.

sérkennslustjóra leikskólans Álfaheiði héldu erindi og svöruðu fyrirspurnum.

Sjónum var beint að skiplagi skólastarfs og sérfræðiþjónustu í skóla fyrir alla. M.a. var velt upp spurningum um það hvort greiningar á vandkvæðum nemenda tækju of mikið rými á kostnað staðbundinna úrlausna, teymisvinnu og heildarhugsunar. Þá var lögð áhersla lögð á að skoða það sem vel hefur virkað við endurskipulagningu þjónustu við nemendur. Þau Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri, Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Hrund Harðardóttir, deildarstjóri stoðþjónustu, og Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri Sérdeildar Suðurlands auk Rakelar Ýrar Isaksen,

Þessi fyrsti fundur tókst með ágætum en þátttakendur hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Vitað er að nokkur fjöldi fylgdist með beinni útsendingu frá fundinum og gátu þeir jafnframt sent inn spurningar til fyrirlesara. Erindin hafa verið gerð aðgengileg á vef sambandsins ásamt glærum fyrirlesara. Áætlað er að halda tvo fundi til viðbótar af sama meiði. Þá verður m.a. lögð áhersla á mikilvægi þess að mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi stilli betur saman strengi sína til þess að gera öllum nemendum kleift að nýta hæfileika sína til náms og þroska.

5


TÍÐINDI

Íslenska sem annað tungumál Föstudaginn 20. maí sl. bauð ÍSBRÚ, félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál, leikskólakennurum og kennurum yngstu bekkja grunnskólans til starfsdags í safnaðarheimili Háteigskirkju. Starfsdagurinn var í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Lestrarteymi Menntamálastofnunnar. Á starfsdeginum voru flutt erindi og kennarar deildu reynslu sinni og þeim aðferðum sem þeir nota við kennslu íslensku sem annars tungumáls. Meðal frummælenda var Sigríður Ólafsdóttir, en hún fjallaði um þróun orðaforða og lesskilnings íslenskra grunnskólanemenda sem eiga annað móðurmál en íslensku. Í erindi sínu leiðrétti Sigríður m.a. þann misskilning að börn læri tungumál eins og ekkert sé. Þá benti hún á að erlendar rannsóknir sýna fram á að lítill orðaforði tvítyngdra barna sé ein meiginástæða þess að þeim hættir til að dragast aftur úr í lesskilningi og í almennu námi. Aðrir frummælendur voru Hulda Karen Daníelsdóttir, Ásthildur Bj. Snorradóttir, Renata Egilsson Pesková og Fríða Bjarney Jónsdóttir. Að erindunum loknum voru Spilavinir með kynningar á ýmsum borðspilum sem geta aukið orðaforða nemenda. Erindi á starfsdeginum voru tekin upp og og eru aðgengileg á vef sambandsins.

6


TÍÐINDI

Nýsköpunarkeppni grunnskóla

Hrafnhildur Haraldsdóttir og Hafsteinn Yngvi Kolbeinsson úr Árbæjarskóla fengu Tæknibikarinn í ár fyrir Hitaskiltið.

Frá vinnusmiðju keppninnar.

Björn Þór Hrafnkelsson úr Stóra Vogaskóla hlaut Guðrúnarbikarinn fyrir hugmynd sína Gluggaopnari fyrir ketti - MurrinnX.

Hin árlega Nýsköpunarkeppni grunnskóla (NKG) fór fram í Háskólanum í Reykjavík 19.-22. maí sl. Alls bárust 1750 hugmyndir og voru 27 valdar úr til að keppa til úrslita. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafði veg og vanda að skipulagi og framkvæmd keppninnar. Haldnar voru vinnusmiðjur dagana 19.-21. maí þar sem nemendur útfærðu hugmyndir sínar með hjálp leiðbeinenda og huguðu að markaðssetningu þeirra, sam-

starfsaðilum og fjármögnun. Óhætt er að segja að hugmyndaauðgi grunnskólanemenda eru lítil takmörk sett og ljóst að þarna fara uppfinningamenn framtíðar sem eiga vafalítið eftir að gera garðinn frægan. Mikilvægt er að hlú vel að sköpunarkrafti nemenda og styðja þau í því að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika.

viðurkenningar. Á heimasíðu NKG má finna frekari upplýsingar um verðlaunahafa. Samstarfsaðilar NKG eru mennta-og menningarmálaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Menntamálastofnun, Háskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands auk Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá styrkir Arionbanki myndarlega við keppnina.

Á lokadeginum, 22. maí afhenti forseti Íslands verðlaun og

Samráðsfundur HA og sambandsins Fyrsti formlegi samráðsfundur sambandsins, Háskólans á Akureyri, og Miðstöðvar um skólaþróun við HA fór fram mánudaginn 9. maí sl. á grundvelli viljayfirlýsingar um faglegt samstarf sem undirrituð var í desember 2015. Fundinn sátu Bragi Guðmundsson, Kristín Dýrfjörð, Birna Arnbjörnsdóttir og Trausti Þorsteinsson frá HA auk fullrúa skólamálanefndar og skólateymis sambandsins. Markmið fundarins var m.a. að ræða með hvaða hætti HA og sambandið gætu tekið höndum saman um að efla starfshæfni kennaraefna og kennara til að takast betur á við það hlutverk að vinna með öllum börnum í skóla án aðgreiningar. Farið var yfir stefnumörkun sambandsins er tekur til þessara þátta, kynnt endurskoðað námskipulag við kennaradeild HA og rætt um þá þróun sem orðið hefur í málefnum sérkennslu og stuðnings í leik-og grunnskólum og hvernig mætti snúa henni við. Á fundinum fór fram mikil og góð samræða og ljóst er að þessi samráðsvettvangur er til þess fallinn að efla skilning á milli aðila og auka möguleika á að vinna sameiginlega að breyttum áherslum. Umrædd málefni snerta hagsmuni beggja aðila. Næsti fundur er áætlaður síðari hluta þessa árs á Akureyri en á milli funda munu starfsmenn sambandsins og HA eiga með sér óformlegt samstarf eftir þörfum.

7


TÍÐINDI

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Þann 18. apríl sl. undirrituðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar sýslumanna á Íslandi viljayfirlýsingu um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Viljayfirlýsing þessi er gerð með vísan til stefnumörkunar sambandsins 2014–2018, þar sem fjallað er um minnkandi kjörsókn og hvernig snúa megi þeirri þróun við.

Tilraunin byggir á því að þau sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka þátt í tilrauninni og vilja auka þjónustu við íbúa, geti óskað eftir því að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skip skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn viðkomandi sveitarfélags sem kjörstjóra. Annaðhvort getur verið um að ræða núverandi starfsmann sveitarfélags, sem sinnir þessu verkefni með öðrum verkefnum eða er tímabundið færður til í starfi, eða einstakling sem er sérstaklega ráðinn til starfans. Jafnframt leggur sveitarfélag til viðunandi húsnæði þar sem utankjörfunaratkvæðagreiðsla fari fram í sveitarfélaginu. Sveitarfélögin beri sjálf kostnað af starfsmanni og húsnæði, en sýslumenn sjá um kostnað við aðra þætti sem snúa að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og útvega kjörgögn. Viðkomandi trúnaðarmaður lýtur stjórn sýslumanns við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og þarf trúnaðarmaðurinn að undirrita sérstaka drengskaparyfirlýsingu áður en atkvæðagreiðslan hefst. Sýslumenn veita allar nánari upplýsingar og hafa alla ábyrgð á framkvæmdinni á sinni hendi og er sveitarfélögum bent á að hafa samband við sýslumann í viðkomandi umdæmi um frekari upplýsingar.

8


TÍÐINDI

Umsagnir um lagafrumvörp og ályktanir á vef sambandsins Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband. is eru færðar inn umsagnir sem sambandið sendir til Alþingis og ráðuneyta vegna lagafrumvarpa, reglugerða, þingsályktana og draga að lagafrumvörpum. Breyting á lögum um grunnskóla – frístundaheimili

Sambandið hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um breytingu á lögum um grunnskóla. Frumvarpið kemur nú fram í annað sinn og hefur tekið talsverðum breytingum. Ítarlegri ákvæði eru um sjálfstætt rekna grunnskóla en var í fyrra frumvarpi og þar er einnig að finna nýtt ákvæði um starfsemi frístundaheimila. Í umsögn sambandsins segir að orðalag 5. greinar frumvarpsins, um frístundaheimili, bendi til þess að marmiðið sé að gera frístundaheimili að skylduverkefni sveitarfélaga og telur sambandið eðlilegt að hafa fyrirvara við slíkar tillögur að lagabreytingum. Greinin kemur í lögin í stað heimildarákvæðis um lengdra viðveru sem var í fyrra frumvarpi. Að mati sambandsins eru í frumvarpinu byggðar upp væntingar til fagfólks og foreldra um þá þjónustu sem frístundaheimilin eiga að veita, m.a. hvað varðar stuðning við börn með sérþarfir og börn af erlendum uppruna. Sambandið telur það góð og gild markmið, en þau geta leitt til útgjaldaauka sveitarfélaganna auk þess sem faglegar og fjárhagslegur forsendur sveitarfélaga eru mismunandi.

Skortur á gögnum og tölfræðilegum upplýsingum um einstaka þætti í starfsemi frístundaheimila leiðir til þess að ekki liggur fyrir hvað tillaga í 5. gr. frumvarpisins myndi taka til margra grunnskóla. Sambandið leggur því til að lögfesting nýrrar greinar um starfsemi frístundaheimila verði frestað um sinn. Meðhöndlun úrgangs

Þann 18. maí sendi sambandið umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 670. mál. Frumvarpið varðar innleiðingu ýmissa tilskipana ESB um úrgangsmál sem og breytingar á kæruheimild laga um málskot til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sambandið gerir athugasemd við ákvæði í frumvarpinu sem heimilar Umhverfisstofnun að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögunum, 17. grein, og leggur til að lögfestingu ákvæðisins verði frestað.

Fundur í Salek hópnum Salek hópurinn svokallaði, Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga, fundaði á Grand hóteli í Reykjavík 23. maí sl. Á fundinum hittust fulltrúar atvinnurekenda og stéttarfélaga til að ræða

þörfina á nýju vinnumarkaðslíkani. Fundurinn var með þjóðfundarsniði með þátttöku um 100 manns. Steinar Holden, hagfræðiprófessor við Oslóarháskóla og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum fór yfir hvað gæti falist í nýju vinnumarkaðslíkani

fyrir Ísland. Vonir standa til þess að fundurinn efli umræðu um íslenskan vinnumarkað, bæði varðandi nauðsynleg úrlausnarefni og hugmyndir að úrbótum og skili Holden efnivið til að vinna að vinnumarkaðslíkani.

9


TÍÐINDI

Morgundagurinn byrjar í dag Evrópusamtök sveitarfélaga, CEMR, sem Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að, halda fjórða hvert ár allsherjarþing. 26. allsherjarþing samtakanna var haldið á Kýpur dagana 20.-22. apríl sl. Á þinginu var fjallað um helstu úrlausnarefni evrópskra sveitarfélaga í dag og til framtíðar litið undir yfirskriftinni „Morgundagurinn byrjar í dag!“

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, tóku þátt í fundinum fyrir hönd sambandsins og í þinginu. Auk þeirra tóku þátt Karl Björnsson framkvæmdastjóri og Anna G. Björnsdóttir sviðsstjóri.

Við opnunarathöfn þingsins talaði franski ljósmyndarinn Yann Arthus-Bertrand. Hann er sendiherra Sameinuðu þjóðanna í umhverfismálum og varð heimsfrægur fyrir hinar stórkostlegu loftljósmyndir sínar sem veittu nýja sýn á jörðina sem sameiginleg heimkynni jarðarbúa. Á þinginu var sýnd nýleg heimildarmynd hans, „Human“. Hún varpar á áhrifamikinn hátt ljósi á allt það sammannlega sem jarðarbúar eiga sameiginlegt burtséð frá kynþætti, lifnaðarháttum og trúarbrögðum. Hér er kynning á myndinni.

Eiríkur var með framsögu á þinginu í málstofu sem fjallaði um íbúalýðræði og hvernig hægt sé að nota „SMART“ tækni til að berjast gegn spillingu. Hann fór yfir hvernig tókst á innan við sólarhring, með aðstoð samfélagsmiðla, að fá næstum því 7% íslensku þjóðarinnar til að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið sem leiddi til afsagnar forsætisráðherrans daginn eftir. Hann fór einnig yfir hvernig unnið er að því að tryggja meiri og markvissari þátttöku íbúa í stjórnun Akureyrarkaupstaðar og byggja upp traust á milli íbúa og kjörinna fulltrúa. Framsaga hans vakti mikla athygli og veftímaritið „CitiesToday“ var með hans framsögu efst á blaði í umfjöllun um það sem bar hæst á þinginu.

Á þinginu voru yfir 30 málstofur sem hægt var að velja á milli um m.a. ESB mál, fjármál sveitarfélaga, jafnréttismál, byggðamál, umhverfismál, lýðræðismál og stjórnunarlegar og tæknilegar áskoranir sveitarfélaga. Í tengslum við þingið var haldinn fundur í stefnumótandi nefnd CEMR, sem fer með pólitíska yfirstjórn samtakanna, þar sem flóttamannamálin voru heitasta efnið. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og

Í lokaathöfn þingsins var þingfulltrúum efst í huga að það sé þörf á því að hugsa Evrópusamstarfið upp á nýtt með hliðsjón af þeim vanda sem ESB glímir við, s.s. þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi. Framkvæmdastjóri CEMR Frédéric Vallier kynnti áform CEMR um að vinna blábók um hvernig hægt sé að endurskapa Evrópusamstarfið þar sem komið verði á framfæri tillögum sveitarfélaga og héraða um hvernig hægt sé að takast á við aðsteðjandi vanda.

Íslenska sendinefndin á allsherjarþingi CEMR; Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og allsherjarsviðs sambandsins, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

10


TÍÐINDI

Karl Björnsson framkvæmdastjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson, fv. sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins, og Halldór Halldórsson, formaður sambandsins.

Einn kemur þá annar fer Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 29. apríl sl., var samþykkt að ráða Sigurð Ármann Snævarr hagfræðing í starf sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs sambandsins.

í tvö ár. Á árunum 2012–2015 sinnti Sigurður ýmsum rannsóknum og skýrsluskrifum fyrir og í samstarfi við ýmsa opinbera aðila. Frá haustinu 2015 hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Samkeppniseftirlitnu.

Gunnlaugur A. Júlíusson, sem gegnt hefur starfi deildarstjóra hagdeildar og síðar sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs sambandsins frá árinu 1999, sagði starfi sínu lausu í byrjun apríl og samþykkti stjórnin starfslok hans frá og með 1. maí 2016. Gunnlaugur hefur verið ráðinn og þegar hafið störf sem sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Sigurður Ármann Snævarr mun hefja störf á skrifstofu sambandsins innan tíðar. Reynsla hans og þekking á fjármálum hins opinbera – sveitarfélaganna og ríkisins – mun nýtast vel á komandi árum við hagsmunagæslu sambandsins fyrir hönd sveitarfélaganna og í tengslum við ný lög um opinber fjármál.

Sigurður Ármann Snævarr stundaði hagfræðinám í Lundi í Svíþjóð og í Lundúnum á Englandi og starfaði síðan hjá Þjóðhagsstofnun frá 1982 til 2001. Árið 2001 var hann ráðinn borgarhagfræðingur hjá Reykjavíkurborg og gegndi því starfi til ársins 2010. Þá var hann ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og gegndi því starfi

Á stjórnarfundinum voru Gunnlaugi A. Júlíussyni þökkuð góð störf í þágu sambandsins og sveitarfélaganna þau rétt tæpu 17 ár sem hann hefur starfað hjá sambandinu. Formaður og framkvæmdastjóri sambandsins færðu Gunnlaugi blómvönd á þessum tímamótum um leið og honum var óskað velfarnaðar í nýju starfi á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.

11


Nýir starfsmenn sambandsins Sigurður Ármann Snævarr

Örn Þór Halldórsson

Sigurður Ármann Snævarr hefur verið ráðinn sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins í stað Gunnlaugs A. Júlíussonar, sem sagði starfi sínu lausu þegar hann var ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Örn Þór Halldórsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri ferðamála á skrifstofu sambandsins.

Sigurður Ármann er hagfræðingur að mennt frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð og frá London School of Economics á Englandi. Hann var hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun frá 1982 til 2001, þegar hann var ráðinn borgarhagfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Síðan var Sigurður efnahagsráðgjafi forsætisráðherra 2010 til 2012 og sinnti ýmsum ráðgjafarverkefnum fram til haustsins 2015, þegar hann réðst til Samkeppniseftirlitsins.

Örn Þór er byggingaiðnfræðingur að mennt og M.Sc í arkitektúr frá Kaupmannahöfn. Auk þessa hefur Örn lokið landvarðanámskeiði hjá Umhverfisstofnun og leiðsögunámi hjá EHÍ. Áður starfaði Örn sem umhverfisstjóri Ferðamálastofu en hann hefur einnig starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar, við kennslu í Listaháskóla Íslands og á skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Sigurður Ármann mun hefja störf á skrifstofu sambandsins í júní 2016.

Örn hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og fengið m.a. fyrstu verðlaun fyrir hugmyndasamkeppni Landmannalauga 2014 og grunnskólann á Ísafirði 2003.

Netfang Sigurðar hjá sambandinu er sigurdur.snaevarr@ samband.is.

Örn hefur þegar hafið störf á skrifstofu sambandsins. Netfang hans er orn.thor.halldorsson@samband.is.

© Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 • Pósthólf 8100 • 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Ritstjóri og ábm.: Magnús Karel Hannesson 2016/15 Afritun og endurprentun er heimil svo fremi að heimildar sé getið.

Profile for Samband islenskra sveitarfelaga

Tíðindi 3. tbl., 4. árg. maí 2016  

Tíðindi 3. tbl., 4. árg. maí 2016

Tíðindi 3. tbl., 4. árg. maí 2016  

Tíðindi 3. tbl., 4. árg. maí 2016

Profile for samband
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded