Coleman tjöldin eru frábær fyrir íslenskar aðstæður. Þau eru sterkbyggð, vatnsheld gæðatjöld og eru flest búin sérstakri Blackout Bedroom filmu sem útilokar 99% af sólarljósi inn í svefnrými sem hjálpar til við að ná lengri og betri svefni á björtum, íslenskum sumarnóttum. SPF50 sólarvörnin í filmunni hjálpar jafnframt við hitatemprun inni í tjaldinu, þannig að ekki verði molla í morgunsólinni og einnig er hlýrra í kulda heldur en í öðrum tjöldum. Coleman tjöldin eru þau einu á markaðnum með þessa filmu. Tjöldin með high performance flugnaneti sem heldur jafnvel minnstu flugunum frá, sem er hentugt á svæðum þar sem lúsmý er að finna.
Tjöldin er hægt að fá í öllum stærðum, frá léttum göngutjöldin yfir í stór fjölskyldutjöld, bæði með hefðbundnum súlum sem og uppblásanlegum sem er virkilega þægilegt og auðveldar og flýtir fyrir uppsetningu.
Í stærri tjöldunum frá Coleman er gert ráð fyrir rafmagnssnúru