Sigvaldi Thordarson (f. 27. desember 1911, d. 16. apríl 1964) var afkastamikill arkítekt og eftir hann standa margar þekktar byggingar, einbýlishús, fjölbýli af ýmsum gerðum, skólar, hótel og virkjanir.Byggingar hans einkennast af sterkum litum, oft gulum og bláum með hvítu sem nú eru oft kallaðir Sigvaldalitir. Sigvaldi sat í stjórn Arkítektafélags Íslands.
Sigvaldi er einn af þekktustu og virtustu arkítektum Íslands.