Ferðafélagið Útivist

Page 1

2024

F

ei RÍT nt T ak

utivist.is



ER NÆR ÞÉR EN ÞÚ HELDUR

INREACH TÆKIN FRÁ GARMIN Vertu í öruggu sambandi, hvar sem þú ert, hvert sem þú ferð. Ekki er hægt að treysta á símasamband ef eitthvað kemur uppá. Með inReach gervihnattasambandi nærðu sambandi heim með textaskilaboðum, getur sent neyðarkall á viðbragðsaðila og verið með ferilrakningu ef þú vilt leyfa þínum nánustu að fylgjast með ferðum þínum.

3


Fylgt úr hlaði Ferðaáætlun Ferðafélagsins Útivistar fyrir árið 2024 liggur nú fyrir. Að vanda leggjum við mikinn metnað í að auðvelda einstaklingum að njóta sín í íslenskri náttúru og umfram allt að gera það í hópi góðra vina. Mikil áhersla er því lögð á fjölbreytni í framboði á ferðum til að þær höfði til sem flestra. Um leið leggjum við okkur fram um að taka tillit til ólíkra þarfa félagsmanna og þátttakenda. Að vanda er áhersla okkar á hefðbundnar ferðir að Fjallabaki, frá Sveinstindi að austan og vestur að Dalakofa, þar sem Strútur myndar ákveðna miðju. Allt þetta svæði býður upp á mjög fjölbreytt tækifæri til að njóta samveru úti í náttúrunni hvort sem það er á göngu, í hjólaferðum, í ferðum á breyttum og óbreyttum jeppum, eða á skíðum. Takist okkur að skapa tækifæri fyrir uppbyggilega samveru fólks með ólíkan bakgrunn í okkar fallegu náttúru á þann hátt að allir njóti sín er okkar markmiði náð. Fyrir utan þessa hefðbundnu þætti í starfsemi okkar erum við einnig með aðra nálgun til að njóta samveru með góðum vinum í náttúrunni. Þar má nefna þemaferðir í Bása, helgarferðir, gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, raðgönguna Horn í Horn og áhugaverðar gönguskíðaferðir. Tindfjallasel er komið í fullt gagn og þar í kring verður boðið upp á fjölbreyttar ferðir bæði sumar og vetur. Það er von mín að þessi áætlun okkar fyrir árið 2024 mæti væntingum félagsmanna og þátttakenda.

ÚTIVIST, ferðafélag Katrínartúni 4 · 105 Reykjavík Netfang: utivist@utivist.is Vefsíða: utivist.is

Sími 562 1000

Forsíðumynd: Hjá Strútsskála. Mynd: Gunnar Hólm Hjálmarsson.

Útgefandi: Ritform ehf. í samvinnu við Útivist.

Myndir: Fanney Gunnarsdóttir FG, Fríða Pálsdóttir FP, Grétar William Guðbergsson GWG, Guðrún Hreinsdóttir GH, Guðrún Svava Viðarsdóttir GS, Gunnar Hólm Hjálmarsson GHH, Gunnar S Guðmundsson GSG, Hanna Guðmundsdóttir HG, Helga Harðardóttir HH, Hjördís Sigurðardóttir HS, Hrönn Baldursdóttir HB, Jón Sigurðsson JS, Kristján Kristinsson KK, Kristjana Birgisdóttir KB, Laufey G. Sigurðardóttir LGS, Óþekktur NN, Ragnheiður Grétarsdóttir RG, Sigurður H Pálsson SHS, Vala Friðriksdóttir VF

Ábyrgðarmaður: Hörður Magnússon

4

Auglýsingar og umbrot: Ritform ehf. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja – Desember 2023

GHH


5


GHH

GWG

Hátíðahöld í Básum

Oft er sagt að hjarta Útivistar slái í Básum og á það sannarlega við síðustu vikur ársins. Þá er farið í ferðir í Bása sem eiga það sammerkt að búa yfir ævintýraljóma og hátíðarbrag. Hver árstíð setur sinn svip á svæðið. Aðventuferð Aðventuferðin er tilvalin fjölskylduferð þar sem áhersla er lögð á notalega aðventu­ stemmningu með föndri, gönguferðum, jólahlaðborði og kvöldvöku. Stressið er skilið eftir heima en í staðinn er fjallakyrrðarinnar notið. Kertaljós koma í stað neonljósa auglýsinganna. Farið er með rútu frá Mjódd kl. 18:00 föstudaginn 22. nóvember.

Umhverfisstefna Útivistar Útivist hefur ávallt lagt áherslu á náttúru­ vernd og umhverfismál í starfsemi sinni. Til að tryggja enn frekar að starfsemi félagsins sé eins umhverfisvæn og frekast er hægt hefur verið sett fram umhverfis­ stefna sem unnið verður eftir.

Áramót í Básum Áramót eru tími uppgjörs og góðra fyrirheita. Áramótaheitin fela oft í sér heilbrigða lífshætti, útiveru og fyrirætlanir um að njóta lífsins með uppbyggilegum hætti. Rétta umgjörðin fyrir slík heit er í Básum þar sem náttúran ræður ríkjum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun þar sem samspil náttúru, áramótabrennu og flugelda skapar sérstakt andrúmsloft sem lætur engan ósnortinn. Nýju ári er svo fagnað með kvöldvöku og söng. Farið er með rútu frá Mjódd kl. 9:00 þann 29. desember, en heimkoma er á nýársdag.

Umhverfisstefna Útivistar er:

• Að starfa í sátt við umhverfið. • Að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi félagsins og reyna að lágmarka neikvæð áhrif. • Að stuðla að aukinni umhverfisvitund félagsmanna, fararstjóra, starfsfólks, og annarra ferðalanga. • Að stefna að því að kjörorð ferðalanga okkar séu: – Við tökum ekkert með okkur nema minningar. – Við berum virðingu fyrir öllu lífríkinu. - Við viljum lágmarka ummerki eftir okkur.

6

GH


Ekki vera í fýlu á ferðalaginu Efnavörur í ferðasalerni

kemi ehf | Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík | 415 4000 | kemi@kemi.is | kemi.is


GWG

HG

BÁSAR OG GOÐALAND Þó gjarnan sé talað um Bása í Þórsmörk er það ekki alls kostar rétt. Hin eiginlega Þórsmörk er norðan Krossár en Goðaland er sunnan hennar þar sem skálarnir og tjaldsvæðið í Básum er staðsett. Landið er skjólmikið og stórkostleg náttúrusmíð. Hér og þar falla ár og lækir úr fjöllum og jöklum, en þó eru gönguleiðir allar mjög greinilegar. Sagt er að ekki dugi mannsaldur til að kanna náttúrufegurð Goðalands. Mitt í þessu hrikalega heillandi sköpunarverki sem bera nöfn fornra goða eru Básar, umvafðir myndarlegum fellum og stórbrotnum háum fjöllum, klæddir kjarri og lyngi.

Tjaldsvæðin í Básum þykja frábær. Skálaverðir leiðbeina tjaldgestum um tjaldstæði. Tjaldsvæðin eru stór og víða pláss fyrir stóra hópa og eins geta fjölskyldur og einstaklingar verið út af fyrir sig. Í Strákagili og Þvergili eru góð tjaldsvæði og salernisaðstaða.

Veitingasala Hægt er að kaupa mat í Básum yfir sumartímann. Boðið er upp á góðan en einfaldan hádegisverð og á kvöldin er hægt að kaupa mat og léttar vínveitingar. Jafnframt er í Básum verslun þar sem meðal annars er hægt að kaupa gos og sælgæti.

Skálar í Básum Í Básum á Útivist nokkur mannvirki. Mest ber á tveimur skálum sem geta tekið um 75 manns í gistingu. Fyrir nokkrum árum voru Básar tengdir við raforkukerfi landsmanna og eru skálarnir því kyntir með rafmagni jafnt vetur sem sumar. Í stóra skálanum eru jafnframt vatnssalerni og sturtur, eldhúsið er rúmgott og vel búið tækjum og fjölda eldhúsáhalda. Fyrir utan skálana eru kolagrill.

Kort af Goðalandi Útivist hefur í samstarfi við Ferðafélag Íslands gefið út mjög ítarlegt göngukort yfir Goðaland og Þórsmörk og merkt inn á það fjölmargar heillandi gönguleiðir. Kortið er mjög handhægt og sjálfsagt að hafa það með í gönguferðum um þetta svæði. Það fæst á skrifstofu Útivistar og hjá skálavörðum í Básum.

Ferðir í Bása

Föst viðvera skálavarða í Básum er frá byrjun maí og fram í október. Hægt er að fá upplýsingar hjá skálavörðum um færð og aðstæður hverju sinni. Hafið samband við skálaverði eða skrifstofu félagsins áður en lagt er af stað ef þörf er á upplýsingum.

Þórsmerkurvegur F249 er aðeins fær jeppum og öflugum fjórhjóladrifsbílum. Aka þarf yfir jökulár á leiðinni og er full ástæða til að hvetja óvana til að fara þar varlega og leita upplýsinga. Yfir sumartímann eru tíðar rútuferðir og jeppaleysi því ekki hindrun í að heimsækja þessa paradís útivistarfólks.

Forfallatryggingar

Styrkir til líkamsræktar

Við vekjum athygli þátttakenda í ferðum á að kynna sér hvort ferða-, forfalla- og slysatryggingar séu hluti af fjölskyldutryggingu. Einnig má hafa í huga að þegar ferð er greidd með kreditkorti eru oft einhverjar ferðatryggingar innifaldar.

Mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki til líkamsræktar. Margir nýta þessa styrki til að ferðast með Útivist. Við hvetjum félagsmenn til að kanna hvað þeim stendur til boða hjá sínu stéttarfélagi. Hugsanlega leynist þar möguleiki á enn frekari þátttöku í ferðum Útivistar.

8

FP


Verndum náttúruna Stólpi Gámar bjóða upp á salernishús sem hægt er að fá í mörgum stærðum, allt frá stökum gámum með einu salerni upp í stórar samsettar einingar. Salernin koma með öllum tækjum og lögnum og því tilbúin til notkunar – aðeins þarf að tengja vatn og frárennsli. Seljum einnig og leigjum gistieiningar og geymslugáma – sérsniðnar lausnir að þörfum viðskiptavina

stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100

Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík


FP

HG

FP

Fjallabrall Útivistar Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Edda Sól Ólafsdóttir. 17. janúar

kvöldferð Kýrskarð og Kúadalir

Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki lengri en 15 km og hækkun í ferðum ekki meiri en um 500 metrar. Gengið er 2 sinnum í mánuði að meðaltali, ein kvöldferð og ein dagsferð.

4. febrúar

dagsferð

Miðað er við að fólk fari á eigin bílum (nema Síldarmannagötur en þá verður farið í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 en í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl. 8 eða kl. 9. Sameinast verður í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

Sveifluháls og Stapatindar

21. febrúar kvöldferð Reynisvatn og nágrenni 9. mars

dagsferð

Alpaferð á Mosfellsheiði

20. mars

kvöldferð Fossárdalur

13. apríl

dagsferð

24. apríl

kvöldferð Stóra Reykjafell

4. maí

dagsferð

Vitaleið 1. leggur

18. maí

dagsferð

Síldarmannagötur - opin ferð hjá Útivist

5. júní

kvöldferð Þríhnúkar og Tröllafoss

Dagsferð á Þingvelli

14.- 16. júní helgarferð Þakgil og Mýrdalur

Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

Á haustönn er svo reiknað með að hefja starfið rétt eftir miðjan ágúst á helgarferð í Hólaskjól helgina 16.-18. ágúst. Haustönnin verður síðan með sama sniði og vorönnin þar sem gengið er að meðaltali eina kvöldferð og eina dagsferð í mánuði og endað á skemmtilegri jólaferð í byrjun desember. Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspám og aðstæðum hverju sinni.

10


Helga Reynisdóttir Ljósmóðir og talskona umferðaröryggis barna

Hvaða öryggisatriði skipta þig mestu máli þegar þú keyrir af stað? Dekkin eru eini snertiflötur þinn við veginn í akstri og einn mikilvægasti öryggisbúnaður bílsins. Ekki keyra á hverju sem er með allt þitt meðferðis. Bókaðu tíma í dekkjaskipti á klettur.is og fáðu þér vönduð dekk frá Goodyear undir bílinn. Þú finnur verkstæðin okkar á eftirfarandi stöðum: Klettagörðum

Lynghálsi

Hátúni

Suðurhrauni

KLETTAGÖRÐUM 8-10

104 REYKJAVÍK

590 5100

KLETTUR.IS


LGS

Horn í horn - frá Eystra-Horni að Jökulsá á Fjöllum (Upptyppingum) Á næstu fjórum árum verður Horn í Horn aftur á dagskrá, þvert yfir landið frá suðaustri til norðvesturs. Einn leggur verður genginn á hverju sumri og mun hver leggur taka átta til níu daga. Ferðin hefst við Eystra-Horn sumarið 2024 og endar í Hornvík 2027. Gist verður í skálum þar sem þeir standa til boða en annars staðar er gert ráð fyrir gistingu í tjöldum. Ferðin verður trússuð eftir því sem við verður komið.

Dagur 0, 15. júlí:

Ferðadagur (á eigin vegum)

Dagur 1, 16. júlí:

Eystra-Horn – Smiðjunes í Lóni

25 km

Dagur 2, 17. júlí:

Smiðjunes – Eskifell (göngubrú) – Kollumúli

23 km

Dagur 3, 18. júlí:

Múlaskáli – Tröllakrókar – Egilssel við Kollumúlavatn

10 km

Þessi ganga var á dagskrá hjá Útivist árin 2016 – 2019 og verður nú endurtekin. Langleiðin sem er frá suðvestri til norðausturs hefur verið þess á milli og þannig gefst tækifæri til að krossa landið.

Dagur 4, 19. júlí:

Egilssel – Vesturdalur – Geldingafellsskáli

20 km

Fyrsti leggur, sumar 2024

Dagur 6, 21. júlí:

Þátttakendur koma sér sjálfir að Höfn í Hornafirði þar sem ferðin hefst að morgni dags 16. júlí. Hópnum er ekið að upphafsstað göngunnar. Áætlaðar dagleiðir eru hér að neðan en rétt er að taka fram að þær geta tekið breytingum.

Eyjabakkafoss – Nálhúsahnjúkar – Grjótá

23 km

Dagur 7, 22. júlí:

Grjótá – Hálslón – Laugarvalladalur

22 km

Dagur 5, 20. júlí: Geldingafellsskáli – Eyjabakkafoss

22 km

Dagur 8, 23. júlí: Laugarvalladalur – Þorlákslindahryggur 23 km Dagur 9, 24. júlí: Þorlákslindahryggur – brú á Kreppu – Upptyppingar

18 km

Dagur 10, 25. júlí: Ferðadagur frá Jökulsá á Fjöllum að Mývatni Frá Mývatni fer fólk á eigin vegum heim á leið. Þessi fyrsti leggur langleiðarinnar Horn í Horn er um einstakt göngusvæði meðfram austanverðum Vatnajökli og norður fyrir hann. Kynningarfundur verður í vetur og verður auglýstur síðar.

12


13


Skælingar

GPS-hnit N 63°58,849 / V 18°31,319 Gistipláss í skála eru 16 talsins Tjaldstæði Salernishús Vatn er sótt í lækinn

Steinolíuofn til upphitunar Gashellur til eldunar og eldunaráhöld Verð á gistingu í skála: 4400 kr. fyrir félagsmenn 7700 kr. fyrir aðra

Áhugaverðir staðir í nágrenni: Gjátindur Eldgjá Uxatindar Grettir

Velkominí íELDHEIMA Eldheima Velkomin Safngosminjasafnið minninganna um eldgos í Vestmannaeyjum nýja í Vestmannaeyjum

www.eldheimar.is - eldheimar@vestmannaeyjar.is - Sími 488 2000 14


15


GSV

FP

GSV

FP

GWG

SF

GH

GWG

GSV

GSV

Myndakvöld Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman, sjá fallegar myndir af náttúru landsins og eiga góða kvöldstund með öðrum Útivistarfélögum. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að efni myndakvölda felur í sér áhuga­ verðan fróðleik sem viðkemur útivist og náttúru landsins. Þá eru oft utanaðkomandi aðilar fengnir til að vera með erindi og myndasýningar.

Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum fer í sjóð kaffinefndar og er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann notaður í uppbygg­ ingu aðstöðu félagsins í Básum. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum. Þá hefur sjóður kaffinefndar verið nýttur til ýmissa tækjakaupa í skála félagsins, meðal annars til kaupa á hjartastuðtækjum.

Jógaferð til Vestmannaeyja 16. - 18. ágúst 2024 Útivist býður upp á jógaferð til Vestmannaeyja dagana 16. - 18. ágúst í sumar. Lagt verður af stað á einkabílum frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja. Gist verður í Hraunprýði sem er stór og rúmgóður skáli Skátafélagsins Faxa á Skátastykkinu í Eyjum. Alla dagana verður farið í gönguferðir um þessa fallegu eyju og náttúrunnar notið. Jóga verður gert kvölds og morgna og einnig eftir hentugleikum yfir daginn. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun.

RG

16

GWG


ÞAÐ ER EITTHVAÐ VIÐ HANA!

www.halloakureyri.is U p p l ý s i n g a m i ð s t ö ð | A f þ r e y i n g | V i ð b u r ð i r | G ö n g u l e i ð i r | M a t u r | G i s ti n g

17


Fimmvörðuskáli Fimmvörðuskáli GPS-hnit er N 63°37,320 / W 19°27,093 Opinn 15 júní til 31 ágúst Símanúmer í skála 893 4910 Gistipláss í skála eru 20 talsins Salerni Gashellur til eldunar Eldunaráhöld og borðbúnaður Verð á gistingu í skála: 5.500 kr. fyrir félagsmenn 10.000 kr. fyrir aðra

Áhugaverðir staðir í nágrenni:

Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi – Magni og Móði Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Þórsmörk Básar á Goðalandi

18


Velkomin til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar

· Botnaleið · Fossdalur · Héðinsfjörður · Hreppsendasúlur · Hvanndalir · Hvanndalabjarg · Múlakolla · Rauðskörð · Siglufjarðarskarð · Siglunes · ofl.

Fjölmargar góðar gönguleiðir í stórbrotinni náttúru

19

Sjá gönguleiðalýsingar inn á www.fjallabyggd.is


Dalakofinn GPS-hnit N63°57,048 / V 19°21,584 Gistipláss í skála eru 30 talsins Tjaldsvæði við skála Vatnssalerni í skála yfir hásumarið Rennandi vatn yfir hásumarið Gasofnar Gashellur Eldunaráhöld og borðbúnaður Verð á gistingu í skála: 5.000 kr. fyrir félagsmenn 9.000 kr. fyrir aðra

Áhugaverðir staðir í nágrenni: Torfajökulssvæðið Rauðufossafjöll Laufafell Hverasvæðið við Hrafntinnusker Hvínandi Hverasvæði við Dalamót

Tindfjallasel

GPS-hnit N63°45,398 / V19°41,976 Gistipláss í skála eru 30 talsins Salerni yfir hásumarið Rennandi vatn yfir hásumarið

Gashellur, eldunaráhöld og borðbúnaður Verð á gistingu í skála: 5.000 kr. fyrir félagsmenn 9.000 kr. fyrir aðra

20

Áhugaverðir staðir í nágrenni:

Ýmir og Ýma Sindri Frábært svæði til fjallaskíðaiðkunnar að vetri og gönguferða að sumri.


E Y J A F J Ö R Ð U R

Víkurskarð

Akureyri

fækkun umferðaslysa

eftir að göngin opnuðu Öruggari leið í gegnum Vaðlaheiðargöng

2015 - 2018 22 umferðaslys þar af 4 alvarleg* 2019 - 2022 4 umferðaslys*

21

*Heimild: Slysakort Samgöngustofu


Fimmvörðuháls Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefur öðlast nýtt gildi með nýjum fjöllum og breyttu landslagi. Það er því enn meiri ástæða en áður til að ganga þessa skemmtilegu leið. Göngunni má skipta í tvo áfanga. Annars vegar frá Skógafossi og upp í Fimmvörðuskála og hins vegar úr skálanum í Bása á Goðalandi. Fyrri áfanginn leiðir göngumenn meðfram fallegri fossaröð Skógaár og með nýstikaðri leið ofan við göngubrú yfir Skógaá opnast sýn á enn fleiri fossa. Á síðari áfanganum liggur leiðin í gegnum gosstöðvarnar frá 2010. Með því að gista í Fimmvörðuskála á leiðinni er hægt að skipta göngunni í þessa tvo áfanga, en einnig kjósa margir að ganga alla leiðina á einum degi. Við bjóðum upp á báðar útgáfur. Þegar brottför er á föstudagskvöldi er almenna reglan sú að gist sé í skálanum, en í flestum ferðum þar sem brottför er á laugardagsmorgni er gengið í einum áfanga í Bása.

VF

JS

NN

HH

Trúss og undirbúningsfundur í lengri ferðum Lengri gönguferðir hjá Útivist eru trússaðar, þ.e. farangur er fluttur á milli náttstaða svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum. Þótt ferðirnar séu trússferðir er gott að hafa í huga að trússbíllinn er ekki mjög stór. Því skal takmarka umfang þess farangurs sem tekinn er með. Ágætt er að taka ekki meira með en í hefðbundinni ferð þar sem gengið er með allan farangur. Ganga verður þannig frá öllum farangri að hann blotni ekki þó rigni á hann. Haldinn er undirbúningsfundur fyrir hverja ferð þar sem fararstjóri kynnir leiðina og veitir ráð um útbúnað o.fl. Undirbúningsfundir eru yfirleitt haldnir viku fyrir brottför.

NN

22


BUFF® is a registered trademark property of Original Buff, S.A. (Spain)

TRU E ORIGINALS

ORIGINAL ECOSTRETCH

This soft, stretchy do-it-all performance headwear can be worn 12 ways, so you’re covered wherever the trail takes you and your friends. Like you, the Original EcoStretch is a true original. BUFF.COM

BUFF® fæst í öllum betri útivistarverslunum landsins.


FP

DAGSFERÐIR Allt frá stofnun félagsins hafa dagsferðir verið einn af hornsteinum í starfsemi Útivistar. Dagsferðir eru á dagskrá flestar helgar ársins en þó er gert hlé á þeim í júlí. Þátttakendur bóka sig í ferðirnar á vef Útivistar og vekjum við sérstaka athygli á að þeir sem bóka sig fyrir kl. 13 á föstudögum fá afslátt af þátttökugjaldi. Dagsferðir geta fallið niður ef þátttaka er ekki nægjanleg og er ákvörðun um það tekin um leið og afsláttarverð fellur úr gildi, þ.e. kl. 13 á föstudögum. Rútur eru notaðar í flestum dagsferðum og er kostnaður við rútuna innifalinn í verði ferðarinnar. Brottför er frá bílastæðinu vestan við Breiðholtskirkju (Kópavogsmegin) innan við Sambíóin.

HG

24

KB


SHP

7.1.

Vitaganga milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Þorlákshafnar - raðganga í 3 hlutum

22.6. Sumarsólstöður á Snæfellsjökli 29.6. Grænihryggur

13.1. Vitaganga milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Þorlákshafnar - raðganga í 3 hlutum

17.8. Tindar í Tindfjöllum

20.1. Vitaganga milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Þorlákshafnar - raðganga í 3 hlutum

25.8. Leggjabrjótur

10.8. Helgrindur 31.8. Kvígindisfell - Botnsdalur

27.1. Selstígur: Kaldársel - Ástjörn

7.9.

3.2. Krýsuvík -Kleifarvatn, hringur

Bláfell á Kili

14.9. Þjórsárdalur, Háifoss - Stöng

10.2. Umhverfis Elliðavatn

21.9. Þvers og kruss um Hengilinn, Sleggjubeinsskarð - um Ölkelduháls, Klambragil og Reykjadal í Hveragerði

17.2. Æsustaðafjall, Einbúi og niður í Torfdalsgil 24.2. Helgufoss, Grímannsfell og Hafravatn

28.9. Þemaferð: Kræklingaferð í Hvalfjörð

2.3. Þingvellir, Skógarkot og Hrauntún 9.3. Búrfell í Grímsnesi

5.10. Raðganga umhverfis Esju 1. áfangi: Hrafnhólar, Svínaskarð og Kjósarétt

16.3. Ólafsskarðsleið - Leiti - Geitafell

12.10. Raðganga umhverfis Esju 2. áfangi: Kjósarétt, Eilífsdalur

23.3. Afmælisganga á Keili

19.10. Raðganga umhverfis Esju 3. áfangi: Eilífsdalur, Grundarhverfi

30.3. Litli og stóri Meitill 6.4. Búrfell í Þingvallasveit 13.4. Húsmúli - Engidalur frá Hellisheiðarvirkjun

26.10. Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar

20.4. Stóri Hrútur

2.11. Akrafjall - hringur

27.4. Síldarmannagötur

9.11. Eldborg - Drottning - Stóra Kóngsfell

4.5. Hestfjall

16.11. Litla kaffistofan, Lyklafell, Hafravatn

11.5. Rauðuhnjúkar, Blákollur og Svörtutindar

23.11. Reynivallaháls - Fossá í Hvalfirði

18.5. Eyjafjallajökull um Hvítasunnu

30.11. Gjábakki - Öxarárfoss

18.5. Síldarmannagötur með Fjallabralli, opin ferð

7.12. Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

25.5. Okið

14.12. Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

1.6.

21.12. Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

Þemaferð: Jarðfræði á Reykjanesskaga

28.12. Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

8.6. Þvers og kruss um Hengilinn 1 16.6. Leggjabrjótur - næturganga

25


JEPPAFERÐIR

KK

Í ferðum jeppadeildarinnar koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hafa góða reynslu af jeppaferðum. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru sérstakar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. Á dagskrá jeppadeildarinnar má finna nokkrar ferðir á Vatnajökul. Jeppaferð á Vatnajökul á vel breyttum jeppa er stórkostleg upplifun, en krefst varúðar, kunnáttu og þekkingar á jöklinum. Það er því góður kostur að upplifa jökulinn undir öruggri leiðsögn fararstjóra okkar sem eiga að baki fjölmargar jeppaferðir á þessar slóðir. Fundur með þátttakendum verður haldinn í aðdraganda ferðar þar sem m.a. er farið yfir búnað bíla, almennan búnað, umgengni í skálum o.fl. Þá er rétt að vekja athygli á að nauðsynlegt er að vera með VHF rás Útivistar í öllum bílum. Forráða­ menn bíla í ferðum jeppadeildarinnar verða að vera félagsmenn í Útivist. 6/1 -7/1.

Þrettándastuð í Þórsmörk. Jeppa- og gönguskíðaferð

19/1 - 21/1.

Dalakofinn

10/2 - 11/2.

Langjökull

9/3 - 10/3.

Setur - Leppistungur

23/3 - 24/3. Fjallabak syðra 30/3 - 31/3. Eyjafjallajökull - Fimmvörðuháls - Mýrdalsjökull 25/4 - 28/4. Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul 3/5 - 5/5.

Enn og aftur Vatnajökull

26/5 - 28/5. Sumarferð á Vatnajökul 20/7 - 23/7. Sumarleyfisferð jeppadeildar, Laufrandarleið – Dyngjufjalladalur 20/9 - 22/9. Fjallabak syðra, Dalakofi – Strútur 5/10 - 6/10. Bárðargata 9/11 - 10/11.

Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

NN

KK

26


GWG

KB

HELGARFERÐIR Gönguferðir yfir Fimmvörðuháls eru sívinsælar helgarferðir meðal útivistarfólks. Í ár líkt og fyrri ár erum við með í boði hægferð yfir Fimmvörðuháls þar sem lögð er áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Þessar ferðir hafa notið mikilla vinsælda og jafnan komast færri að en vilja. Þá er næturgangan um Jónsmessuhelgina ekki síður vinsæl. Auk þess eru nokkrir fastir liðir í helgar­ ferðum s.s. Grill og gaman í september, Aðventu­ ferð í Bása fyrstu helgina í aðventu og Áramótaferð í Bása. Einnig er vert að vekja sérstaka athygli á ferð í lok ágúst þar sem tvö náttúruundur að Fjallabaki verða heimsótt, þ.e. Grænihryggur og uppspretta Rauðufossakvíslar sem jafnan gengur undir nafninu „Augað“. Einnig eru tvær ferðir í Tindfjallasel við Tindfjallajökul en þar er að finna einstaklega skemmtilegt en lítt þekkt útivistar­ svæði.

GWG

24.2. - 25.2.

Tindfjallajökull – skíðaferð

28.3 - 31.3

Bjarnarfjörður - skíðaferð

13.4. - 14.4.

Landmannalaugar - skíðaferð

21.6. - 23.6.

Fimmvörðuháls - Jónsmessuganga

28.6. - 30.6.

Fimmvörðuháls hægferð

5.7. - 7.7.

Fimmvörðuháls hægferð

13.7.- 14.7.

Fimmvörðuháls hraðferð

19.7. - 21.7.

Fimmvörðuháls hægferð

26.7. - 28.7.

Fimmvörðuháls hægferð

3.8. - 5.8.

Fimmvörðuháls - fjölskylduferð

9.8. - 11.8.

Tindföll bækisstöðvaferð

31.8 - 1.9

Grænihryggur - Augað

13.9. - 15.9.

Grill og gaman í Básum

27.9. - 29.9.

Tjaldferð: Kvígindisfell - Hvalvatn - Svartagil

22.11. - 24.11

Aðventuferð í Bása

29.12. - 1.1.

Áramótaferð í Bása

27


ER ÚTIVISTARGÍRINN EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? GSG

Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum með Útivistargírnum þar sem saman koma nýliðar og reynsluboltar í útivistinni. Kvöldgöngurnar eru hugsaðar fyrir byrjendur í útivist og eru léttar eins skóa göngur. Þær henta flestum þeim sem geta hreyft sig með góðu móti sem og nýliðum í útivist og hvetjum við einnig þá sem vanari eru göngum að taka þátt með okkur. Dagskrá Útivistargírsins vorið 2024 hefst í apríl og lýkur í maí. Í kvöldgöngum er farið yfir grunnatriði í útivist og gönguferðum og fjölbreytt starfsemi Útivistar kynnt, en þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og er tekið mið af veðri og færð hverju sinni. Göngurnar taka 2 – 3 klukkustundir og koma þátttakendur sér á staðinn á einkabílum. Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en æskilegt er að skrá þátttöku í hverja göngu fyrir sig í viðburði á Facebook. Kynntu þér Útivistargírinn á utivist.is, þar má finna dagskrá þegar þar að kemur ásamt upplýsingum um skráningu.

GSV

HS

28

NN


LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL KJARNAÐU ÞIG Í KRAUMA Í Krauma náttúrulaugum kemstu í beina snertingu við kjarna íslenskrar náttúru þegar þú baðar þig upp úr hreinu og tæru vatni úr Deildartunguhveri sem er kælt með vatni undan öxlum Oks.

Njóttu þín í gufuböðum og útisturtum eða í hvíldarherberginu við snark úr arineldi og fullkomnaðu daginn með notalegri stund á veitingastaðnum okkar sem býður upp á dýrindis rétti úr fersku hráefni úr héraði.

Fimm heitar laugar og ein köld umvefja þig með hreinleika sínum sem er tryggður með miklu vatnsrennsli og engum sótthreinsandi efnum.

Láttu líða úr þér í náttúrulegu umhverfi.

Bókaðu á netinu — krauma.is kraumageothermal kraumageothermal

29

+354 555 6066 Deildartunguhver, 320 Reykholt


LENGRI FERÐIR

Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða fleiri. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir svo sem Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig minna þekktar leiðir um spennandi svæði. Í ár hefst áhugaverð raðganga sem við köllum Horn í Horn. Þar er gengið þvert yfir landið frá suðaustri til norðvesturs, frá Eystra horni í Austur Skaftafellssýslu til Hornvíkur. Áfangi sumarsins verður frá Eystra-Horni og að Upptyppingum við Jökulsá á Fjöllum. Þessi raðganga verður tekin á nokkrum árum. HS

Einnig verða í boði tvær bækistöðvaferðir fyrir 60 ára og eldri, annars vegar í Bása og hins vegar í Dalakofa. 20.6. - 23.6. Bækistöðvaferð í Skaftafell 30.6. - 4.7.

Laugavegurinn - fjölskylduferð

4.7. - 7.7.

Sveinstindur - Skælingar

4.7. - 7.7.

Strútsstígur

4.7. - 7.7.

Dalastígur

7.7. - 10.7.

Tindfjöll - Foss - Rjúpnavellir

9.7. - 13.7.

Ævintýri við Strút

11.7-14.7.

Dalastígur

12.7. - 15.7.

Hornstrandir bækistöðvarferð frá Hornvík

16.7. - 18.7.

Bækistöðvaferð í Bása 60+

16.7. - 25.7

Horn í Horn frá Eystra Horni að Jökulsá á Fjöllum (Upptyppingum)

18.7. - 21.7.

Sveinstindur - Skælingar

18.7. - 21.7.

Strútsstígur

19.7. - 22.7.

Tindfjallahringur

HS

20.7. - 24.7. Laugavegurinn 24.7. - 27.7. Sveinstindur - Skælingar 24.7. - 27.7. Strútsstígur 1.8. - 5.8.

Kjalvegur hinn forni

7.8. - 11.8.

Umhverfis Kerlingarfjöll

7.8. - 10.8.

Sveinstindur - Skælingar

7.8. - 10.8.

Strútsstígur

16.8. - 18.8.

Jógaferð til Vestmannaeyja

19.8. - 21.8.

Bækistöðvaferð í Dalakofa 60+

12.9. - 15.9.

Laugavegur hraðferð NN

KB

30

FP


NÁTTÚRULEGA FRAMÚRSKARANDI HÁSKÓLI RÆKTUN & FÆÐA

NÁTTÚRA & SKÓGUR

SKIPULAG & HÖNNUN

VELKOMIN Í LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA ÍSLANDS | HVANNEYRI | WWW.LBHI.IS | 433 5000 |

31


Sumarleyfisferð jeppadeilar

- Á slóð útilegumanna Laufrandarleið – Dyngjufjalladalur 23.7. Úr Heilagsdal er ekið meðfram Sellandafjalli í Suðurárbotna og áfram um Ódáðahraun í Dyngjufjalladal. Þaðan er haldið suður fyrir Öskju í Herðubreiðarlindir þar sem gist er síðustu nótt hinnar formlegu ferðar. Eftir sælunótt í Herðubreiðarlindum standa ýmsir góðir möguleikar opnir fyrir þátttakendum. Þeir sem þurfa að komast til byggða geta ekið um Grafarlönd niður á þjóðveg. Þá sem þyrstir í frekari ævintýri geta tekið daginn í að heimsækja Öskju, jafnvel gengið á Herðubreið eða tekið stefnuna til suðurs í Kverkfjöll svo dæmi séu nefnd. Fundur með þátttakendum verður haldinn í aðdraganda ferðar þar sem m.a. er farið yfir búnað bíla, almennan búnað, o.fl. Fundartími verður auglýstur síðar. Nauðsynlegt er að vera með VHF rás Útivistar í öllum bílum. Allir forráðamenn bíla verða að vera félagsmenn í Útivist.

Fjögurra daga jeppaferð um slóðir norðan Vatnajökuls. Ekið verður um Búðarháls, Nýjadal, um Laufrandarleið í Réttartorfu, Mývatn, Heilagsdal, Dyngjufjalladal og endað í Herðubreiðalindum. Ferðin er skipulögð sem tjaldferð en jafnan er gist í nágrenni við fjallaskála og geta þeir sem það kjósa frekar pantað sér gistingu í skálunum. Áætlað ferðaplan: 20.7. Brottför frá Hrauneyjum kl. 11:00. Í stað þess að fara hefðbundna leið um Sprengisand er farið um vegaslóða á Búðarhálsi þar sem fossinn Dynkur er skoðaður. Náttstaður er í Nýjadal. 21.7. Úr Nýjadal er ekið austur fyrir Skjálfandafljót og þar sveigt til norðurs og ekið um Laufrandarleið í Réttartorfu þar sem gist er hjá skála Ferðaklúbbsins 4x4. 22.7. Áfram er haldið til norðurs og komið við á Mývatni þar sem færi gefst á að endurnýja eldsneytisbirgðir áður en haldið er aftur í óbyggðir. Frá Mývatni er ekið hjá Selhjallagili í Heilagsdal þar sem tjaldað er hjá skála Ferðafélags Húsavíkur.

KK

32



Básar á Goðalandi GPS-hnit N63°40,559 / V19°29,014 Símanúmer hjá skálaverði 893 2910 Gistipláss í skálum eru 75 talsins Skála skal rýma fyrir kl. 11 á brottfarardegi. Innskráning á komudegi er eftir kl. 14. Rafmagnshellur til eldunar Eldunaráhöld og borðbúnaður Kolagrill Salerni Aðgangur að sturtum er innifalinn í skálagjaldi Verð á gistingu í skála: Fyrir félagsmenn í Útivist 6.600 kr. Almennt verð 11.600 kr. Skálar upphitaðir allt árið Tjaldsvæði Tjaldsvæði við skála Salerni yfir sumartímann Sturtur verð 500 kr. Aðeins opnar yfir hásumarið. Kolagrill Aðstöðugjald tjaldgesta: Almennt verð 2.200 kr. Fyrir félagsmenn í Útivist 1.000 kr. Áhugaverðir staðir í nágrenni: Réttarfell Útigönguhöfði Gosstöðvar á Fimmvörðuhálsi Tindfjöll Hvannárgil Þórsmörk Einstakt gönguland í fallegri náttúru

Álftavötn GPS-hnit N63°53,890 / V 18°41,467 Gistipláss í skála eru 20 talsins Tjaldsvæði við skála Salerni yfir hásumarið Rennandi vatn yfir hásumarið Gashellur, eldunaráhöld og borðbúnaður Verð á gistingu í skála: 4.400 kr. fyrir félagsmenn 7.700 kr. fyrir aðra

Áhugaverðir staðir í nágrenni: Strútslaug Svartahnúksfjöll Gjátindur Eldgjá Steinbogi á Syðri-Ófæru

34



Sveinstindur - Skælingar Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Dagur 1 Brottför frá Mjódd. Ekið austur fyrir fjall, upp Skaftártungu og að Langasjó. Farangur er færður í trússbíl í Hólaskjóli og keyra göngugarpar þaðan upp að Langasjó þar sem gangan hefst seinni part dags. Gengið er á Sveinstind (1098 mys) og svo niður sunnan megin og að skála Útivistar við bakka Skaftár. Frá Sveinstindi er útsýni og fjallasýn einstök. Í góðu skyggni sést til Öræfajökuls í austri og Heklu í vestri. Haukfránir telja sig jafnframt geta greint Eiríksjökul yfir slakkann í Langjökli. Útsýni yfir 25 km langan Langasjó og grænir og svartir tindar Fögrufjalla láta engan ósnortinn. Ganga dagsins: 5-6 km, 500 metra hækkun Dagur 2 Gengið með Skaftá, framhjá stórfenglegum flúðum og nafnlausum blæjufossi og fram um Hvanngil þar sem þarf að vaða Hvanná og stundum litla grein af Skaftá sem rennur saman við hana. Upp úr Hvanngili er farið um Uxatindagljúfur milli Uxatinda og Grettis. Í botni gljúfursins rennur lítil á sem þarf oft að vaða eða stikla. Þegar upp úr gljúfrinu er komið er gengið upp á Biðil og fram Skælingana sjálfa að skála Útivistar í Stóragili. Tilfinningin að koma í Skælinga að kvöldi er ólýsanleg. Staðurinn stendur á bökkum Skaftár og er sérstakur vegna hraunmyndana úr Skaftáreldum. Ganga dagsins: 18 km, 600-700m hækkun Dagur 3 Gengið fram Skælinga um Miðbotna og þaðan upp að börmum Eldgjár. Gjátindur (943 mys) toppaður og gengið meðfram suð-austari bakka Eldgjár og Ófærufoss barinn augum af besta stað. Farið ofan í Eldgjá og Ófærufoss skoðaður í návígi, áður en gengið er fram með gjánni, um Kvíslarhólma og meðfram Lambaskarðshólum niður í Hólaskjól þar sem gist er síðustu nóttina. Ganga dagsins: 20-22 km, 500-600 m hækkun Dagur 4 Farið í stutta göngu í nágrenni Hólaskjóls. Hægt er að ganga upp hraunið með Syðri-Ófæru og skoða fossinn sem sumir kalla Litla-Gullfoss, en er af heimamönnum kallaður nafnlausi fossinn. Frá Hólaskjóli er haldið heimleiðis og er brottför frá Hólaskjóli öðru hvoru megin við hádegið.

36

FP

FP


37


LGS

Fjallfarar Fjallfarar Útivistar er hópur sem gengur saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði. Hópurinn er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og með nokkurri hækkun. Dagskráin yfir árið er tvískipt og verður einn hópur frá janúar til maí og annar frá september fram í desember. Gönguleiðirnar eru mislangar og á hinum ýmsu svæðum. Dagsgöngurnar eru að jafnaði annan laugardag í mánuði og miðvikudagsganga mánaðarins 11 dögum síðar. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður gangan færð yfir á sunnudag sömu helgi. Farið er á eigin bílum í flestar göngurnar en í einstaka

ferðir er farið með rútu. Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18:00 og þarf þá að vera búið að keyra að upphafsstað göng­ unnar. Þegar farið er í dagsgöngurnar er hist á fyrirfram ákveðnum stað á milli kl. 8:00 og 9:00 og svo keyrt í samfloti að göngubyrjun. Göngur Fjallfara eru frá miðlungs erfiðum upp í erfiðar göngur (2-3 skór). Mikilvægt er að hafa viðeigandi útbúnað og fatnað og hafa reynslu af því að nota hann. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallfara eða með tölvupósti fyrir þá sem þess óska.

Dagskrá vorönn 2024:

23. mars dagsganga

10. jan.

kvöldganga Ásfjall og Vatnshlíð kringum Ástjörn

10. apríl kvöldganga Esjan

27. jan.

dagsganga

14. feb.

kvöldganga Húsfell

27. apríl dagsganga Kálfstindar

24. feb.

dagsganga

8. maí

Jósepsdalur og Eldborgir Hestfjall í Grímsnesi

Ingólfsfjall Stóri-Reyðarbarmur og/eða

kvöldganga Geitafell í Þrengslum

25. maí dagsganga Búðir - Arnarstapi á Snæfellsnesi - löng dagsferð

13. mars kvöldganga Úlfarsfell allir tindar

Ert þú félagsmaður? Félagsmönnum í Útivist fjölgar jafnt og þétt, enda margar góðar ástæður til að gerast félagi. Fyrir marga dugar sú ágæta ástæða að Útivist er félag sem vinnur að því að auka möguleika almennings á að ferðast um okkar fallega land. Aðrir hafa ánægju af starfinu, taka þátt í sjálfboðavinnu á vegum félagsins og njóta þess að vinna að margvíslegum verkefnum í góðum félagsskap. Til að taka þátt í ferðum og starfi Útivistar þarf að gerast félagsmaður. Ýmis hlunnindi fylgja því að vera félagi í Útivist: » Ein frí dagsferð á ferðaárinu » Mikill afsláttur af gistingu í skálum Útivistar og á tjaldsvæðum félagsins » Afsláttur í ýmsum verslunum » Tilboð til félagsmanna. » Ókeypis aðgangur í ferðir Útivistargírsins »  Þátttaka í viðburðum sem skipulagðir eru af skemmti- og fræðslunefnd Útivistar Athugið að alltaf þarf að sýna félagsskírteini þegar nýta á hlunnindi eða afslátt vegna félagsaðildar. FP

38


39


Sveinstindur GPS-hnit N 64°05,176 / V 18°24,946 Gistipláss í skála eru 18 talsins Tjaldstæði Salernishús (rennandi vatn yfir hásumarið) Gashellur til eldunar og eldunaráhöld Verð á gistingu í skála: 4.400 kr. fyrir félagsmenn 7.700 kr. fyrir aðra

Áhugaverðir staðir í nágrenni: Sveinstindur Langisjór Hringleið um Langasjó Fögrufjöll

GWG

Jónsmessuhátíð Útivistar Á Jónsmessunni gerast ævintýrin og um Jónsmessuhelgina gerast mikil ævintýri á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar. Nóttin er björt, jöklar varða leiðina og á leiðinni yfir hálsinn eru ummerki eftir eldgosið árið 2010 skoðuð. Þegar komið er í Bása að lokinni göngu gefst færi á að slaka á í dásamlegu umhverfi eftir útiveru næturinnar. Þessi ferð er stór þáttur í starfi Útivistar ár hvert og tilvalið að byrja göngusumarið með Útivist á Jónsmessu.

Lagt er af stað frá Reykjavík síðdegis á föstudegi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn í Bása þar sem tími gefst til að hvílast. Um kvöldið tekur marg­ rómuð gleði völdin þegar slegið er upp grillveislu og varðeldi. Sumir kjósa að sleppa göngunni yfir Fimmvörðuháls en taka þátt í gleðinni í Básum. Hægt er að kaupa sérstaklega grillveisluna og taka þannig þátt í veislunni. Lokafrestur til að bóka sig í matinn er á miðvikudeginum fyrir Jónsmessuhelgina.

40


41


Strútsstígur Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér

ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn. Brottför er frá Mjódd. Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og skálagisting.

42

GSG

SHS


Velkomin til Grindavíkur!

Fjölbreytt afþreying fyrir alla fjölskylduna Frábært úrval veitingastaða bíða ykkar í Grindavík

Sundlaug og glæsilegt tjaldsvæði

Við hlökkum til að sjá ykkur! Nánari upplýsingar á www.grindavik.is


Strútur á Mælifellssandi

Náttúruverndarstefna Útivistar

GPS-hnit N63°50,330 / V 18°58,477 Gistipláss í skála eru 26 talsins Tjaldsvæði við skála Salerni yfir hásumarið Sturta (verð 500 kr.) yfir hásumarið Gashellur til eldunar

Eldunaráhöld og borðbúnaður Grill Verð á gistingu í skála: 5.000 kr. fyrir félagsmenn 9.000 kr. fyrir aðra

„Tilgangur Útivistar er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi“. Til að ná fram tilgangi félagsins eins og hann birtist í lögum þess er sjálfbær og vistvæn ferðamennska höfð að leiðarljósi. Óspillt náttúra er undirstaða starfsemi félagsins og því leggur það megináherslu á að vernda náttúruna og að sporna gegn hvers konar náttúruspjöllum með eftirfarandi að leiðarljósi:  Útivist vill stuðla að og tryggja almannarétt þannig að aðgengi almennings að náttúru Íslands sé óheft án þess þó að landfræðilegum og líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar sé stefnt í hættu.

44

Áhugaverðir staðir í nágrenni: Strútur Strútslaug Mælifell Torfajökulssvæðið Krókagil

 Útivist vill vernda náttúru Íslands fyrir framkvæmdum sem kunna að hafa alvarleg áhrif á náttúruna eða raska henni varanlega.  Útivist vill starfa með aðilum sem vinna að náttúruvernd og stefna að framangreindum markmiðum.  Útivist mun leitast við að fræða félagsmenn og þátttakendur í ferðum félagsins um náttúruvernd og vistvæna ferðamennsku.  Útivist mun bæta fyrir neikvæð áhrif sem starfsemi félagsins hefur á náttúruna. Stjórn Útivistar kemur fram fyrir hönd félagsmanna sinna á opinberum vettvangi í því skyni að tryggja stefnu félagsins í náttúruverndarmálum.


45


Dalastígur Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhuga­ verðum slóðum að Fjallabaki. Brottför frá Mjódd, kirkjumegin á bílaplaninu fyrir framan Sambíóin og ekið sem leið liggur í Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina. Áður en gengið er til náða verða tindar Löðmundar sigraðir. Eftir góðan nætursvefn hefst gangan með stefnuna á Dalakofa. Margt áhugavert verður á leið göngumanna þennan dag og ber þar hæst hið svokallaða „Auga“ þar sem Rauðu­ fossakvísl sprettur upp úr jörðinni. Frá Dalakofa liggur leiðin í Hungurfit. Vert er að byrja á að skoða nafnlausa fossinn í Markarfljóti norðan Laufafells. Þó

svo foss þessi sé jafnan þekktur sem nafnlausi fossinn hefur hann gengið undir ýmsum nöfnum, svo sem Rúdolf og Hróðólfur, en fjallmenn á Rangárvallaafrétti kalla hann jafnan Laufa. Gengið er meðfram Skyggnishliðarvatni og niður í Hungurfit þar sem gist verður í vistlegum skála. Úr Hungurfitjum liggur leiðin í Sultarfit áður en áin Hvítmaga er vaðin og því gott að hafa vaðskóna klára þennan dag. Gengið í Þvergil og komið við í hellisskúta sem var gisti­ staður gangnamanna í fyrri tíð. Leiðinni lýkur svo við Markar­ fljót hjá Mosum þar sem rúta sækir hópinn. Einhver frávik geta verið á gönguvegalengdum hvern dag eftir leiðarvali og útúrdúrum.

GHH

GHH

GHH

46

GHH




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.